Kökubæklingur 2025

Page 1


Bökum saman Efnisyfirlit

Kökubæklingur Nóa Síríus 2025

Linda Ben sá um uppskriftirnar fyrir

kökubækling Nóa Síríus í ár.

Linda hefur sérstaka ástríðu fyrir því að skapa uppskriftir sem eru bæði einfaldar og spennandi, uppskriftir sem virka í annasömu daglegu lífi en líka fyrir hátíðleg tilefni. Hún leggur metnað í að gera bakstur að ánægjulegri upplifun fyrir alla, hvort sem þú ert reyndur bakari eða að stíga þín fyrstu skref.

Við hvetjum ykkur til að baka saman og nýta baksturinn í sætar samverustundir og til að skapa skemmtilegar minningar.

Síðustu 30 ár hefur Nói Síríus gefið út kökubækling fyrir jólin sem er orðinn ómissandi hluti af hátíðarundirbúningi þjóðarinnar. Árið 2024 var í fyrsta skipti gert hlé á útgáfu bæklingsins en í stað hans var settur í loftið glænýr uppskriftavefur sem ber nafnið

Ljúfa líf. Vefurinn inniheldur bæði gamlar og nýjar uppskriftir auk þess sem að allir kökubæklingar fyrri ára eru þar aðgengilegir.

Kökubæklingurinn í ár er því fyrsti bæklingurinn sem kemur út eingöngu á rafrænu formi.

Bæklingurinn ber heitið Bökum Saman og er ætlað að vera hvatning til þess að búa til samverustundir og minningar saman en bakstur er tilvalin leið til þess. Við erum afskaplega stolt af bæklingnum í ár en í honum eru 10 glænýjar uppskriftir þar sem vörur frá Nóa

Síríus spila lykilhlutverk. Í bæklingnum ættu því öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Karamelluostakaka

Heslihnetusúkkulaðimús

Bestu súkkulaðibitakökurnar

Marengsís með Nóa Kroppi

Karamellukröns sörur

Eitt Sett kaka

Súkkulaðihafraklattar

Vetrar marengsterta

Saltar súkkulaðiljóskur

Dökkar súkkulaðimakkarónur

Botn

250 g kex

100 g smjör

Ostakaka

400 g rjómaostur

500 ml rjómi, þeyttur

300 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

Karamelluog eplatoppur

280 g Rjómakaramellu Töggur

50 g smjör

2 epli

Karamelluostakaka

Góð ráð Gott er að gera þessa köku með góðum fyrirvara því hún geymist vel.

1. Myljið kexið í matvinnsluvél eða blandara þangað til það er orðið að fínu mjöli.

2. Bræðið smjörið og blandið því saman við kexmjölið.

3. Takið stórt smelluform, 24 cm í þvermál, smyrjið hliðar formsins með smjöri. Leggið renning af smjörpappír (jafn stóran og hliðar formsins) upp að hliðum formsins. Setjið smelluformið (með engum botni) á kökudisk. Passa þarf að kökudiskurinn komist í frysti.

4. Þrýstið kexblöndunni í botninn á forminu, beint á diskinn. Setjið diskinn í frysti.

5. Hræðið rjómaostinn í skál. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við rjómaostinn.

6. Þeytið rjómann og blandið honum svo varlega saman við rjómaostablönduna með sleikju.

7. Hellið deiginu í formið yfir kexblönduna, sléttið toppinn á kökunni og setjið aftur í frystinn í 6 tíma eða yfir nótt.

8. Takið kökuna úr frystinum 3­4 tímum áður en hún er borin fram.

Erfiðleikastig Auðvelt

Flettu til þess að sjá næstu skref

Heildartími 10 klst eða yfir nótt

Fjöldi 10 manns

Botn

250 g kex

100 g smjör

Ostakaka

400 g rjómaostur

500 ml rjómi, þeyttur

300 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

Karamelluog eplatoppur

280 g Rjómakaramellu Töggur

50 g smjör

2 epli

Karamelluostakaka

9. Skerið eplin smátt niður og setjið í pott ásamt smjöri. Leyfið að malla þar til eplin eru orðin mjúk. Bætið Rjómakarmellu Töggum út á og bræðið þær. Sigtið eplin frá karamellunni.

10. Takið kökuna út úr frystinum og setjið brædda karamelluna í miðjuna á kökunni og dreifið úr. Raðið karamellulegnu eplunum á úthring kökunnar.

Súkkulaðimús

4 egg

70 g sykur

500 ml rjómi (skipt í 250 ml og 250 ml)

450 g Síríus rjómasúkkulaði með heslihnetum og rúsínum

Skraut

Heslihnetur (má sleppa)

Heslihnetusúkkulaðimús

Erfiðleikastig Auðvelt

Heildartími 2 1/2 klst eða yfir nótt

Fjöldi 4­6 manns

1. Setjið egg og sykur í skál og þeytið vel saman í um 3 mínútur þar til blandan verður létt og loftmikil.

2. Setjið 250 ml rjóma í pott og hitið hann vel, en ekki sjóða hann.

3. Hellið rjómanum út í eggjablönduna í mjórri bunu á meðan hrærivélin er í gangi á lágri stillingu.

4. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið á meðalhita (passið að láta ekki sjóða).

Hrærið stanslaust í þar til blandan þykknar vel og verður gulari á litinn.

5. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og blandið saman við eggjablönduna. Setjið inn í ísskáp og kælið í 1­2 klst.

6. Þeytið rjóma, setjið súkkulaði og eggjablönduna út í rjómann og hrærið saman með sleikju.

7. Setjið súkkulaðimúsina í sprautupoka með stórum hringlaga stút og sprautið í kokteilglös.

8. Skreytið með heslihnetum.

Smákökur

Bestu súkkulaðibitasmákökurnar

200 g mjúkt smjör

150 g púðursykur

100 g sykur

2 egg

1 tsk. vanilludropar

350 g hveiti

1 tsk. matarsódi

1/2 tsk. salt

150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

150 g Síríus suðusúkkulaðidropar

150 g Eitt Sett lakkrískurl

Góð ráð Kökurnar verða betri eftir því sem deigið er lengur í kælingu. Hægt er að geyma deigið í ísskáp í allt að viku.

1. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og mjúk.

2. Bætið eggjunum út í, einu í einu og hrærið vel á milli.

3. Bætið vanilludropunum út í og hrærið.

4. Blandið saman í aðra skál hveiti, matarsóda og salti. Hellið svo öllu út í eggja/sykurblönduna og hrærið þar til allt blandast vel saman.

5. Bætið hvítu súkkulaði­ og suðusúkkulaðidropunum og Eitt Sett lakkrískurlinu út í. Blandið vel saman.

6. Setjið deigið í plastfilmu og geymið í ísskáp í a.m.k. 1 klst.

7. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.

8. Útbúið kúlur úr deiginu, u.þ.b. 1 msk. eða 20­25 g hver kúla. Raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 11­12 mínútur, eða þar til endarnir byrja að brúnast en miðjan er enn mjúk.

Erfiðleikastig Auðvelt

Heildartími 1 1/2 klst

Fjöldi u.þ.b. 15 kökur

Marengsís með Nóa Kroppi

1. Stillið ofninn á 170°C og blástur.

Ís

500 ml rjómi

6 eggjarauður

130 g púðursykur

200 g Nóa Kropp

Marengs

4 eggjahvítur

¼ tsk cream of tartar

¼ tsk salt

300 g sykur

Karamellusósa

140 g Rjómakaramellu Töggur

70 ml rjómi

Skraut

Nóa Kropp

Erfiðleikastig Miðlungs

Heildartími 12 klst ­ útbúa daginn áður

Fjöldi 10 manns

2. Setjið eggjahvíturnar í skál ásamt cream of tartar og salti. Þeytið þar til blandan byrjar að freyða, bætið þá sykrinum út í. Þeytið þar til alveg stífir toppar myndast.

3. Teiknið þrjá 22 cm hringi á smjörpappír og snúið pennastrikinu niður áður en þið setjið marengsinn á. Skiptið deiginu á milli hringanna og sléttið úr. Bakið í 20 mínútur og leyfið marengsinum að kólna alveg.

4. Útbúið ísinn með því að þeyta 500 ml rjóma vel.

5. Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annarri skál þar til blandan myndar borða. Blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.

6. Blandið rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju. Bætið Nóa Kroppi út í.

7. Skiptið ísnum í 3 skálar.

Marengsís með Nóa Kroppi

Ís

500 ml rjómi

6 eggjarauður

130 g púðursykur

200 g Nóa Kropp

Marengs

4 eggjahvítur

¼ tsk cream of tartar

¼ tsk salt

300 g sykur

Karamellusósa

140 g Rjóma­

karamellu Töggur

70 ml rjómi

Skraut

Nóa Kropp

8. Takið 24 cm smelluformshring (ekki með botni) og smyrjið hann. Klæðið hringinn með smjörpappír og setjið á kökudisk.

9. Setjið einn marengsbotninn ofan í kökuformin, þrýstið honum alveg niður og hellið einum hluta af ísnum yfir. Setjið annan marengsbotn ofan á og þrýstið honum vel niður og svo annan hluta af ísnum ofan á.

Setjið þriðja marengsbotninn yfir og þrýstið honum vel niður og setjið svo loks þriðja hlutann af ísnum. Sléttið úr, lokið með plastfilmu og setjið í frysti í a.m.k. 24 klst.

10. Útbúið sósuna með því að bræða saman Rjómakaramellu Töggur og rjóma við lágan hita. Kælið sósuna og hellið henni yfir.

Krem

3 eggjarauður

100 g vatn

100 g sykur

300 g Síríus rjómasúkkulaði

100 g mjúkt smjör

Botnar

3 eggjahvítur

1/3 tsk. salt

1/4 tsk. cream of tartar

50 g sykur

200 g flórsykur

200 g möndlumjöl

Hjúpur

400 g Síríus suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Karamellukröns sörur

Góð ráð Geymast best í frysti eða ísskáp. Gaman er að prófa ólík súkkulaði frá Nóa

Síríus í bæði krem og hjúp.

1. Byrjið á því að útbúa kremið.

2. Þeytið eggjarauður í hrærivél þar til blandan er orðin létt og ljós. Hitið vatn og sykur í potti í um 3 mínútur eða þar til sykurinn hefur náð að leysast upp í vatninu. Hellið sykurvatninu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Þeytið þar til blandan er loftmikil og nánast hvít að lit.

3. Bræðið rjómasúkkulaðið. Hellið því næst súkkulaðibráðinni saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Skerið mjúka smjörið í litla bita, setjið einn bita út í í einu og þeytið það saman við.

4. Geymið kremið í ísskáp í um klukkutíma eða á meðan verið er að útbúa botnana.

5. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með undir­ og yfirhita.

6. Setjið eggjahvítur í skál ásamt salti og cream of tartar, þeytið þar til blandan freyðir og bætið þá sykrinum út í.

7. Þeytið þar til stífir toppar myndast.

Erfiðleikastig Miðlungs

Heildartími 1 1/2 klst

Fjöldi U.þ.b. 60 stk

Flettu til þess að sjá næstu skref

Krem

3 eggjarauður

100 g vatn

100 g sykur

300 g Síríus rjómasúkkulaði

100 g mjúkt smjör

Botnar

3 eggjahvítur

1/3 tsk. salt

1/4 tsk. cream of tartar

50 g sykur

200 g flórsykur

200 g möndlumjöl

Hjúpur

400 g Síríus suðusúkkulaði með karamellukurli

og sjávarsalti

Karamellukröns sörur

8. Blandið saman flórsykri og möndlumjöli.

Bætið út í eggjahvítublönduna og veltið varlega saman við með sleikju þar til hráefnið er samlagað.

9. Hellið deiginu ofan í sprautupoka með hringlaga stút.

10. Sprautið á smjörpappírsklæddar ofnplötur þannig að hver kaka sé u.þ.b. 4 cm í þvermál.

Passið að hafa u.þ.b. 2­3 cm bil á milli þeirra svo að þær klessist ekki saman í ofninum.

Bakið í u.þ.b. 12 mínútur. Leyfið kökunum að kólna.

11. Smyrjið kremi á hverja köku svo það sé kúpt í miðjunni en þynnist út að köntunum. Kælið kökurnar í stutta stund.

12. Bræðið loks suðusúkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið hverja köku með því að dýfa kreminu ofan í súkkulaðið. Leggið kökurnar á grind á meðan súkkulaðið storknar.

Botn

350 g smjör

400 g sykur

3 egg

2 eggjahvítur

1 msk vanilludropar

350 ml súrmjólk

420 g hveiti

1 tsk salt

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

Eitt Sett krem

250 g mjúkt smjör

300 g flórsykur

300 g Eitt Sett rjómasúkkulaði

100 ml rjómi

Skraut

150 g Eitt Sett bitar

Eitt Sett kaka

Góð ráð Það má gera botnana með fyrirvara og geyma í frysti. Botnarnir verða jafn þykkir ef deigið er vigtað.

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.

2. Byrjið á því að þeyta saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Setjið því næst eggin út í, eitt í einu og hrærið vel á milli. Það sama á við eggjahvíturnar. Bætið að lokum vanilludropunum út í og blandið.

3. Í aðra skál blandið saman hveiti, salti, matarsóda og lyftidufti. Setjið helminginn út í eggjablönduna, ásamt helmingnum af súrmjólkinni. Blandið varlega saman, setjið restina af hveitiblöndunni og súrmjólkinni út í og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Passið að hræra eins lítið og hægt er.

4. Takið þrjú 20 cm smelluform og smyrjið vel með smjöri. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 40 mínútur eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn. Kælið.

5. Skerið Eitt Sett plötuna í litla bita og setjið í pott ásamt rjóma. Bræðið varlega saman á lágum hita. Lakkrísinn mun ekki bráðna alveg heldur verða lakkrísbitar ennþá eftir. Kælið vel.

Erfiðleikastig Auðvelt

Heildartími 1 1/2 klst

Fjöldi 12 manns

Flettu til þess að sjá næstu skref

Botn

350 g smjör

400 g sykur

3 egg

2 eggjahvítur

1 msk vanilludropar

350 ml súrmjólk

420 g hveiti

1 tsk salt

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

Eitt Sett krem

250 g mjúkt smjör

300 g flórsykur

300 g Eitt Sett rjómasúkkulaði

100 ml rjómi

Skraut

150 g Eitt Sett bitar

Eitt Sett kaka

6. Setjið smjör í skál og þeytið þar til það verður létt og ljóst. Bætið flórsykrinum út í og þeytið.

Bætið kældri Eitt Sett blöndunni út í og þeytið vel og lengi þar til kremið er orðið silkimjúkt, loftmikið og ljóst.

7. Setjið einn kökubotn á disk og dreifið þriðjungi af kreminu ofan á hann. Skerið niður

Eitt Sett bita og dreifið yfir kremið. Endurtakið með næstu tvo kökubotna.

Hafraklattar

240 g mjúkt smjör

200 g púðursykur

100 g sykur

2 egg

1 tsk vanilludropar

200 g hveiti

1 tsk. kanill

½ tsk. lyftiduft

½ tsk. matarsódi

1 tsk. salt

250 g hafrar

150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

150 g Síríus rjómasúkkulaði rúsínur

Skraut

Sjávarsalt

Súkkulaðihafraklattar

1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C á undirog yfirhita.

2. Hrærið smjörið og blandið púðursykrinum og sykrinum saman við. Hrærið þar til allt hefur blandast saman. Setjið eggin út í blönduna eitt í einu og þeytið á milli. Bætið vanilludropunum saman við.

3. Í aðra skál blandið saman hveiti, kanil, lyftidufti, matarsóda og salti. Blandið því varlega saman við sykurblönduna. Bætið haframjölinu, hvítu súkkulaðidropunum og súkkulaðirúsínunum saman við og blandið saman þar til allt hefur samlagast.

4. Útbúið kúlur úr deiginu, u.þ.b. 1 msk. hver kúla og raðið á ofnplötu með góðu millibili og bakið í 12­13 mínútur eða þar til kökurnar eru byrjaðar að brúnast í ofninum. Þegar kökurnar eru komnar úr ofninum setið þá örlítið sjávarsalt yfir.

Góð ráð

Það má útbúa deigið með allt að viku fyrirvara og geyma í ísskáp.

Erfiðleikastig Auðvelt

Heildartími 45 mín

Fjöldi U.þ.b. 20 kökur

Vetrar marengsterta

Botn

4 eggjahvítur

¼ tsk. cream of tartar

¼ tsk. salt

60 g púðursykur

200 g sykur

50 g Rice Crispies

Fylling

450 ml rjómi

150 g Nóa Kropp

150 g Eitt Sett lakkrískurl

250 g jarðarber

Sósa

140 g Rjómakaramellu Töggur

50 ml rjómi

Jólatré

3 eggjahvítur

¼ tsk. cream of tartar

¼ tsk. salt

250 g sykur

Góð ráð Hægt er að gera botna og jólatré með nokkra daga fyrirvara.

1. Kveikið á ofninum og stillið á 140°C á undirog yfirhita.

2. Setjið eggjahvítur í skál ásamt cream of tartar og salti og þeytið þar til byrjar að freyða. Bætið þá púðursykrinum og sykrinum saman við og þeytið þar til eggjahvíturnar ná alveg stífum toppum. Bætið þá Rice Crispies út í og veltið því varlega saman við með sleikju.

3. Teiknið tvo 22 cm hringi á smjörpappír og snúið pennastrikinu niður áður en þið skiptið deiginu á milli hringanna. Bakið í 50 mínútur og slökkvið þá á ofninum en ekki taka botnana úr ofninum fyrr en þeir eru orðnir alveg kaldir.

4. Útbúið jólatré með því að þeyta saman eggjahvítum, cream of tartar, salti og sykri þar til stífir toppar myndast. Setjið í sprautupoka með stórum opnum sprautustút og sprautið tré, bæði 2 “hæða/greina” og 3 “hæða/greina” á smjörpappír og bakið í 30 mínútur við 170°C og blástur.

5. Slökkvið á ofninum og leyfið trjánum að kólna með ofninum.

6. Setjið Rjómakaramellu Töggur í pott og bræðið með rjóma. Leyfið blöndunni að kólna.

Erfiðleikastig Miðlungs

Heildartími 3 klst

Fjöldi 10­12 manns

Flettu til þess að sjá næstu skref

Botn

4 eggjahvítur

¼ tsk. cream of tartar

¼ tsk. salt

60 g púðursykur

200 g sykur

50 g Rice Crispies

Fylling

450 ml rjómi

150 g Nóa Kropp

150 g Eitt Sett lakkrískurl

250 g jarðarber

Sósa

140 g Rjómakaramellu Töggur

50 ml rjómi

Jólatré

3 eggjahvítur

¼ tsk. cream of tartar

¼ tsk. salt

250 g sykur

Vetrar marengsterta

Innihaldsefni

300 g smjör, brætt

250 g púðursykur

250 g sykur

2 tsk vanilludropar

3 egg

2 eggjarauður

1 tsk salt

1 tsk matarsódi

400 g hveiti

200 g Síríus suðusúkkulaði

300 g Síríus rjómasúkkulaði

Saltar súkkulaðiljóskur

1. Hitið ofn í 175°C. Klæðið 25x25 cm kökuform með bökunarpappír.

2. Setjið brætt smjör, púðursykur, sykur, vanillu, egg, eggjarauður og salt í stóra skál.

3. Þeytið kröftuglega þar til blandan er vel blönduð, slétt og glansandi.

4. Þeytið matarsóda saman við. Stráið hveitinu yfir og blandið varlega saman.

5. Saxið súkkulaðið, bætið út í og blandið þeim jafnt saman við deigið.

6. Dreifið deiginu jafnt í formið. Stráið auka súkkulaðibitum yfir.

7. Bakið í 45 mínútur eða þar til yfirborðið er gullinbrúnt og brúnirnar dökkar. Kakan á að vera örlítið mjúk í miðjunni.

8. Setjið formið á grind, stráið sjávarsalti yfir og látið kólna alveg áður en kakan er skorin í ferninga.

Erfiðleikastig Auðvelt Heildartími 1 klst

Fjöldi U.þ.b. 16 bitar

Makkarónur

Dökkar súkkulaðimakkarónur

250 g möndlumjöl

350 g flórsykur

50 g kakó

240 g eggjahvítur

100 g sykur

1/4 tsk. cream of tartar klípa af salti

Súkkulaðifylling

300 g Síríus suðusúkkulaði 70%

500 ml rjómi

Karamellufylling

70 g Rjómakaramellu Töggur

25 ml rjómi

Góð ráð Gott er að kveikja á viftu inni í eldhúsinu en þá þorna botnarnir fyrr.

1. Blandið saman möndlumjöli, kakó og flórsykri. Sigtið möndlumjölsblönduna í skál og takið frá grófasta möndlumjölið sem ekki fer í gegnum sigtið.

2. Setjið eggjahvíturnar í skál. Þeytið þær rólega fyrst og bætið cream of tartar, sykri og salti við þegar eggjahvíturnar eru byrjaðar að freyða og aukið hraðann rólega á meðan. Hægt er að athuga hvort eggjahvíturnar séu stífþeyttar með því að dýfa þeytaranum ofan í og kippa honum upp. Ef eggjahvíturnar hreyfast ekki eru þær tilbúnar.

3. Bætið möndlumjölsblöndunni saman við eggjahvíturnar og blandið varlega saman með sleikju, þar til áferðin verður eins og bráðið hraun, hvorki of þykkt né of fljótandi. Mikilvægt er að velta þurrefnunum mjúklega saman við til að missa ekki loft úr deiginu. Gott er að miða við að borðarnir sem myndast þegar deigið er látið leka ofan í skálina séu að hverfa á 3­5 sek.

4. Setjið stóran hringlaga stút í sprautupoka. Setjið deigið ofan í sprautupokann og sprautið deiginu á smjörpappír. Miðið við að hver kaka sé um 4 cm að þvermáli.

Flettu til þess að sjá næstu skref

Erfiðleikastig Frekar erfitt

Heildartími 3­4 klst

Fjöldi U.þ.b. 30 kökur

Makkarónur

Dökkar súkkulaðimakkarónur

250 g möndlumjöl

350 g flórsykur

50 g kakó

240 g eggjahvítur

100 g sykur

1/4 tsk. cream of tartar

klípa af salti

Súkkulaðifylling

300 g Síríus suðusúkkulaði 70%

500 ml rjómi

Karamellufylling

70 g Rjómakaramellu

Töggur

25 ml rjómi

5. Leyfið kökunum að þorna við stofuhita í um það bil 60 mínútur. eða þar til þær eru þurrar við snertingu. Mikilvægt er að setja kökurnar ekki inn í ofn fyrr en þær eru orðnar þurrar.

6. Útbúið fyllinguna á meðan skeljarnar þorna.

7. Bræðið saman súkkulaði og rjóma, leyfið blöndunni að kólna alveg aftur. Þegar hún er orðin köld og stíf, setjið hana í hrærivél og þeytið þar til orðin mjúk. Setjið í sprautupoka með stórum opnum stút.

8. Bræðið Rjómakaramellu Töggur í rjóma. Leyfið blöndunni að kólna.

9. Kveikið á ofninum og stillið á 140°C á undir og yfirhita.

10. Bakið kökurnar, eina plötu í einu, í um 14 mínútur.

11. Hreyfið við kökunum inni í ofninum áður en þær eru teknar út. Ef þær gefa eftir og toppurinn losnar frá grunninum þurfa þær að vera lengur.

12. Látið þær kólna og ná stofuhita.

13. Parið saman skeljar sem eru jafn stórar og leggið á borð með sléttu hliðina upp. Setjið súkkulaði fyllingu á ytri hring á eina skel og svo karamellufyllingu í miðjuna. Lokið kökunum með annarri skel.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Kökubæklingur 2025 by Nói Síríus - Issuu