Kökubæklingur Nóa Síríus 2023

Page 1


2023 Kökubæklingur

Kökubæklingur

Nóa Síríus 2023

Uppskriftir

Berglind Hreiðarsdóttir sá um

uppskriftirnar fyrir okkur í ár sem gekk með eindæmum vel. Berglind er eigandi heimasíðunnar Gotterí og gersemar, gotteri.is. Góða skemmtun!

Síríus suðusúkkulaði

Meðalbragðsterkt súkkulaði með 45% kakóinnihaldi sem er löngu orðið klassískt.

Síríus suðusúkkulaðið er vinsælt í bakstur og matargerð auk þess sem það hentar frábærlega í heitt súkkulaði.

Síríus rjómasúkkulaði

Hið milda og mjúka Síríus rjómasúkkulaði er vinsælasta súkkulaði Íslendinga og gjarnan

borðað eins og það kemur fyrir, hreint eða með spennandi viðbótum. Það er unnið á sérstakan hátt til að það fái eins mjúka áferð og mögulegt er svo það bráðni þægilega í munni. Það er þó einnig vinsælt í bakstur þegar leitast er eftir mildum undirtóni frekar en sterku, afgerandi súkkulaðibragði.

Síríus 56% Barón súkkulaði

Súkkulaði sem hefur einstaklega kröftugt súkkulaðibragð en er á sama tíma silkimjúkt og með ljúfu eftirbragði. Það er uppáhald margra með kaffibollanum en er ekki síður tilvalið í bakstur og er frábært í súkkulaðikrem.

Síríus 70% dökkt súkkulaði Uppáhald þeirra sem vilja almennilegt súkkulaðibragð og ekkert annað. 70% kakóinnihald gefur mikla bragðfyllingu en súkkulaðið er samt í góðu jafnvægi. Síríus 70% hentar vel í eftirrétti, bollakökur og súkkulaðitertur þar sem ætlunin er að ná fram miklu súkkulaðibragði og fá afgerandi súkkulaðilit.

Síríus hvítt súkkulaði

Hvítt súkkulaði er hvítt vegna þess að það inniheldur einungis kakósmjör en ekki kakómassann sem gefur hefðbundnu súkkulaði brúna litinn. Síríus hvítt súkkulaði er milt á bragðið en með mikla fyllingu og hentar því vel í allan bakstur auk þess að vera einstaklega gómsætt beint úr pakkanum.

Doré karamellusúkkulaði

Útlit og umbrot: VORAR Auglýsingastofa

Prentun: Prentmet Oddi

Útgefandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík, www.noi.is

Doré súkkulaðið hefur á skömmum tíma unnið hug og hjörtu sælkera. Það er unnið úr ekta karamellu sem blandast einstaklega vel við hið ljúffenga og klassíska Síríus súkkulaði. Gullsleginn liturinn gefur til kynna þá bragðupplifun sem fólk á í vændum, upplifun sem einkennist af ríku en um leið silkimjúku karamellubragði. Frábært í baksturinn og auðvitað himneskt eitt og sér.

Bakað með Nóa Síríus

Við erum stolt af kökubæklingnum okkar sem er löngu orðinn ómissandi hluti af hátíðarundirbúningi þjóðarinnar. Bæklingur þessa árs gefur þeim fyrri sannarlega ekkert eftir, enda stútfullur af fjölbreyttum og girnilegum uppskriftum. Síríus súkkulaðið, sem fagnar einmitt 90 ára afmæli um þessar mundir, leikur stórt hlutverk enda er Síríus sælkerabaksturslínan orðin mjög fjölbreytt. Ýmsar aðrar vörur Nóa Síríus eru þó einnig tilvaldar í bakstur eins

sannreynt

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu. Cocoa Horizons gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Cocoa Horizons ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir og aðbúnað starfsfólks auk þess sem það kemur að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni. Þannig stuðlar Cocoa Horizons að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum.

Efnisyfirlit

Rjómakúlurósir

Fjöldi 15 stk

Marengs

1. Hitið ofninn í 120°C.

2. Þeytið saman eggjahvítur og púðursykur þar til topparnir halda sér.

3. Setjið í sprautupoka með stórum stjörnustút og sprautið rósettur á bökunarpappír með jöfnu millibili. Uppskrift ætti að gefa um 30 rósettur sem gera 15 rjómakúlurósir.

4. Bakið í 50 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna í ofninum í að minnsta kosti klukkustund áður en hann er opnaður.

Karamellusósa

5. Útbúið karamellusósu með því að hita saman rjómakúlur og rjóma. Hrærið vel í allan tímann þar til úr verður slétt karamella. Leggið hana til hliðar á meðan annað er undirbúið.

Fylling og skraut

6. Hrærið söxuðu rjómasúkkulaði saman við þeytta rjómann og setjið á milli tveggja rósetta.

7. Setjið afganginn af rjómanum á toppinn á hverri rós og skreytið með Nóa Kroppi og karamellusósu.

Hráefni

Marengs

4 eggjahvítur

230 g púðursykur

Karamellusósa

150 g Nóa rjómakúlur

5 msk. rjómi

Fylling og skraut

50 g Síríus rjómasúkkulaði (smátt saxað)

500 ml þeyttur rjómi

Nóa Kropp

Sælkerasnúðar

Fjöldi 24 stykki Hráefni

Snúðadeig

1. Blandið saman þurrgeri og volgu vatni. Bætið við 1 msk. af sykri og hrærið. Leyfið blöndunni að standa á meðan annað er undirbúið. Hún ætti að freyða vel eftir nokkrar mínútur.

2. Setjið mjólk, brætt smjör, egg, salt og vanilludropa í hrærivél með krók.

3. Hellið gerblöndunni saman við. Bætið við sykri og hveiti í nokkrum skömmtum.

4. Hnoðið í nokkrar mínútur, takið deigið þá úr skálinni og hnoðið það í kúlu á borðinu.

5. Penslið skál að innan með matarolíu, veltið kúlunni upp úr olíunni, setjið plastfilmu yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í 90 mínútur.

6. Setjið deigið næst á hveitistráðan flöt og ýtið með fingrunum/fletjið það út og mótið í um 25 x 90 cm rétthyrndan flöt.

Fylling og penslun

7. Smyrjið smjörinu, sem er við stofuhita, á deigið. Hægt er að gera það ýmist með fingrunum eða pensli og það er allt í lagi þó það sé aðeins ójafnt.

8. Hrærið saman sykri og púðursykri ásamt kanil og stráið jafnt yfir smjörið. Dreifið söxuðu suðusúkkulaði yfir allt saman.

9. Rúllið þétt upp og skiptið niður í 24 hluta.

10. Klippið bökunarpappír í 15x15 cm einingar og setjið í hólfin á bollakökumóti. Setjið síðan einn snúð í hvert hólf.

11. Leggið viskastykki yfir og látið hefast í um 30 mínútur, hitið ofninn í 170° á meðan.

12. Bræðið smjörið og penslið á snúðana, bakið svo í 20-23 mínútur eða þar til þeir verða vel gylltir. Leyfið snúðunum að kólna.

Súkkulaðiglassúr og skraut

13. Allt nema karamellukurlið er sett saman í skál og þeytt þar til það er laust við kekki.

14. Setjið kúfaða teskeið af glassúr á hvern snúð, dreifið karamellukurli yfir og njótið.

Snúðadeig

1 pk. þurrger (11,8 g)

120 ml vatn (volgt)

1 msk. sykur

180 ml nýmjólk

60 g smjör (brætt)

1 egg

1 tsk. salt

2 tsk. vanilludropar

50 g sykur

520 g hveiti

Fylling og penslun

80 g smjör (við stofuhita)

60 g sykur

100 g púðursykur

2 msk. k anill

80 g Síríus suðusúkkulaði (saxað)

50 g smjör (brætt, til penslunar)

Súkkulaðiglassúr og skraut

80 g smjör (brætt)

250 g flórsykur

3 msk. Síríus kakóduft

2 tsk. vanilludropar

3-4 msk. uppáhellt kaffi

Síríus karamellukurl

Hollustumolar

um 30 bitar

1. Bræðið súkkulaði í vatnsbaði eða örbylgjuofni.

2. Setjið bökunarpappír í botninn á ofnskúffu/bakka og dreifið bræddu súkkulaðinu á plötuna.

3. Stráið þurrkuðum goji berjum, möndlum, kókosflögum og chia fræjum jafnt yfir. Setjið í frysti/kæli þar til súkkulaðið hefur storknað.

4. Takið út og brjótið í hæfilega stóra bita.

5. Geymið í loftþéttum umbúðum.

Hráefni

300 g Síríus rjómasúkkulaði án viðbætts sykurs

30 g þurrkuð goji ber

50 g möndlur (gróft saxaðar)

20 g ristaðar kókosflögur

1 tsk. chia fræ

Bollakökujólatré

Fjöldi 12 stykki

Súkkulaðibollakökur

1. Hitið ofninn í 175°C.

2. Bræðið suðusúkkulaði og setjið í hrærivélarskál ásamt kakó og kaffi og blandið vel.

3. Þeytið eggin, bætið vanilludropum og matarolíu saman við og setjið út í súkkulaðiblönduna. Hrærið saman.

4. Setjið hveiti, sykur, salt og matarsóda í skál og blandið saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli.

5. Skiptið niður í 12 bollakökuform og bakið í um 20 mínútur.

Smjörkrem og skreyting

6. Þeytið smjörið eitt og sér þar til það verður létt í sér.

7. Bætið flórsykri og rjóma saman við í nokkrum skömmtum á víxl og hrærið vel á milli.

8. Bætið vanilludropum og salti saman við og hrærið áfram vel.

9. Setjið matarlit saman við, hrærið og skafið niður nokkrum sinnum þar til þið náið þeim litatón sem óskað er eftir.

10. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið jólatré. Gott er að hafa neðstu stjörnuna breiðasta og síðan hinar alltaf aðeins minni og minni til að mynda jólatré.

11. Skreytið með súkkulaðiperlum hér og þar og sigtið flórsykur yfir hvert tré sem snjó.

Hráefni

Súkkulaðibollakökur

160 g Síríus suðusúkkulaði

40 g Síríus kakóduft

110 ml uppáhellt kaffi (við stofuhita)

2 egg

2 tsk. vanilludropar

70 ml matarolía

120 g hveiti

120 g sykur

½ tsk. salt

1 tsk. matarsódi

Smjörkrem og skreyting

280 g smjör (við stofuhita)

500 g flórsykur

100 ml rjómi

3 tsk. vanilludropar

¼ tsk. salt

Grænn matarlitur

Síríus súkkulaðiperlur

Flórsykur (til að sigta yfir)

Súkkulaðiperlukökur

Fjöldi 18-20 stykki

Smákökur

1. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál, blandið saman og leggið til hliðar.

2. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur þar til blandan verður létt og ljós.

3. Bætið egginu og vanilludropunum saman við, þeytið áfram og skafið niður á milli.

4. Næst má blanda þurrefnunum saman við og hræra rólega.

5. Að lokum er súkkulaðidropum og -perlum blandað saman við deigið. Gott er að nota sleikju.

6. Skiptið niður í 18-20 hluta og kælið í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í lagi).

7. Hitið ofninn í 170°C, rúllið hverjum hluta í kúlu og raðið þeim á bökunarplötur með bökunarpappír. Hafið gott bil á milli.

8. Bakið í 13-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast á brúnunum, takið þær þá út og kælið.

Skraut

9. Dýfið hverri köku til hálfs í brætt súkkulaðið, skafið af botninum og raðið á bökunarpappír.

10. Stráið súkkulaðiperlum á súkkulaðið áður en það storknar.

Hráefni

Smákökur

190 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

½ tsk. matarsódi

½ tsk. salt

120 g smjör (við stofuhita)

100 g sykur

70 g púðursykur

1 egg

2 tsk. vanilludropar

50 g Síríus suðusúkkulaðidropar

50 g Síríus rjómasúkkulaðidropar

100 g Síríus súkkulaðiperlur

Skraut

200 g Síríus suðusúkkulaði (brætt)

100 g Síríus súkkulaðiperlur

Krispí lakkríspinnar

Fjöldi 24-28 stykki

1. Setjið smjör, suðusúkkulaði og síróp í pott og bræðið saman við meðalháan hita.

2. Leyfið blöndunni að malla í nokkrar sekúndur, takið af hellunni og blandið Rice Krispies saman við í nokkrum skömmtum. Að lokum er lakkrískurlið sett út í, blandið vel.

3. Setjið bökunarpappír á tvær plötur eða bretti. Dreifið blöndunni jafnt yfir, í tvo u.þ.b. 30 x 15 cm fleti. Miðið við að hafa þá um 3 cm að þykkt.

4. Leggið bökunarpappír ofan á blönduna og þjappið með annarri bökunarplötu/bretti til að slétta aðeins úr. Reynið að hafa fletina eins beina og hornlaga og þið getið.

5. Þá er að stinga íspinnaprikunum í blönduna miðja, sitthvoru megin, með jöfnu millibili, og þjappa svo vel að með fingrunum. Kæla í um klukkustund.

6. Skerið hvern flöt langsum eftir miðjunni og svo mitt á milli íspinnaprikanna sitt hvoru megin.

7. Að lokum má skreyta lakkríspinnana með bræddu hvítu súkkulaði og karamellukurli.

Hráefni

100 g smjör

400 g Síríus suðusúkkulaði

450 g þykkt síróp (í grænu dósunum)

340 g Kellog's Rice Krispies

300 g Síríus Eitt Sett lakkrískurl 24-28 stk. íspinnaprik

150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar (brætt)

Síríus karamelluskurl til skrauts

Súkkulaðikaka með Poppsmell

Fyrir 10-12 manns

Botnar

1. Hitið ofninn í 160°C.

2. Hrærið saman öllum þurrefnum í eina skál og leggið til hliðar.

3. Pískið eggin og blandið súrmjólk, olíu, vanilludropum og vatni saman við.

4. Hellið vökvanum varlega saman við þurrefnin, hrærið og skafið niður á milli (deigið er þunnt).

5. Setjið bökunarpappír í botninn á fjórum 15 cm smelluformum og úðið vel með matarolíuspreyi.

6. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna (það fara 370-380 g í hvert form) og bakið í 3035 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi.

7. Kælið alveg og skerið svo ofan af botnunum svo þeir verði alveg sléttir.

Súkkulaðikrem

8. Þeytið smjörið í stutta stund, bætið svo kakóduftinu saman við og hrærið áfram.

9. Bætið kaffi, rjóma og vanilludropum saman við og um þriðjung flórsykursins. Blandið vel og skafið niður hliðarnar á skálinni áður en þið setjið afganginn af flórsykrinum saman við. Hrærið síðan í nokkrar mínútur þar til kremið er þétt og loftkennt.

10. Smyrjið um 1 cm þykku lagi af kremi á milli botnanna og hjúpið næst alla kökuna með þunnu lagi af kremi. Sléttið úr kreminu eins og unnt er, bæði á toppnum og hliðunum en látið sjást aðeins í hliðarnar á botnunum fyrir grófara útlit.

11. Kælið kökuna í um 30 mínútur.

Súkkulaði ganaché og skreyting

12. Saxið súkkulaðið og hitið rjómann að suðu. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið. Pískið saman þar til allt súkkulaðið er bráðið, hrærið svo þar til blandan er farin að þykkna. Hellið yfir toppinn í nokkrum skömmtum. Ýtið örlitlu magni fram af brúninni með kökuspaða. Kælið í um 30 mínútur áður en þið skreytið með súkkulaðipoppi.

Hráefni

Botnar

240 g hveiti

350 g sykur

90 g Síríus kakóduft

2 tsk. matarsódi

1 tsk. salt

4 egg

250 ml súrmjólk

150 ml matarolía

1 tsk. vanilludropar

250 ml vatn (sjóðandi heitt)

Súkkulaðikrem

250 g smjör (við stofuhita)

40 g Síríus kakóduft

3 msk. uppáhellt kaffi (kælt)

60 ml rjómi

2 tsk. vanilludropar

700 g flórsykur

Súkkulaði ganaché og skreyting

100 g Síríus suðusúkkulaði (smátt saxað)

60 ml rjómi

Nóa Poppsmellur með súkkulaði

Doré draumur

Fyrir 10-12 manns

Svampbotn

1. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.

2. Sigtið saman hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft og bætið varlega saman við.

3. Setjið bökunarpappír í botninn á 22-24 cm smelluformi og smyrjið formið vel. Hellið blöndunni í formið og bakið við 175°C í 15-20 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

Marengs

4. Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til topparnir halda sér.

5. Teiknið 18-20 cm hring á bökunarpappír og dreifið jafnt úr marengsblöndunni innan hringsins.

6. Bakið við 100°C í tvær klukkustundir og leyfið að kólna í ofninum.

Súkkulaðifylling

7. Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til blandan þykkist og lýsist.

8. Bræðið Barón og Doré súkkulaðið, leyfið hitanum að rjúka úr í nokkrar mínútur og blandið því næst varlega saman við eggjablönduna.

9. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju.

Rjómi, skraut og samsetning

10. Þeytið rjómann og bræðið súkkulaðið.

11. Setjið svampbotninn á kökudisk. Setjið helming þeytta rjómans á svampbotninn og svo helming súkkulaðifyllingarinnar þar ofan á.

12. Marengsinn kemur því næst og svo restin af rjómanum og súkkulaðifyllingunni í sömu röð og áður.

13. Að lokum má dreifa brædda súkkulaðinu ofan á súkkulaðikremið ásamt karamellukurli. Kælið kökuna vel, helst yfir nótt.

Hráefni

Svampbotn

3 egg

100 g sykur

45 g hveiti

45 g kartöflumjöl

1 ½ tsk. lyftiduft

Marengs

4 eggjahvítur

190 g sykur

Súkkulaðifylling

4 eggjarauður

60 g flórsykur

60 g Síríus Barón 56% suðusúkkulaði

60 g Síríus Doré karamellusúkkulaðidropar

350 ml rjómi

Rjómi, skraut og samsetning

500 ml rjómi (þeyttur)

50 g Síríus Doré karamellusúkkulaðidropar

Síríus karamellukurl

Eitt Sett marengshringur

Fyrir 8-10 manns

Marengs

1. Hitið ofninn í 110°C.

2. Teiknið hring, um 30 cm í þvermál, á bökunarpappír og annan minni (um 20 cm) inn í til að hafa línur til viðmiðunar þegar sprauta á marengsinn.

3. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða froðukenndar.

4. Bætið sykri saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel á milli, þeytið síðan þar til blandan er stífþeytt.

5. Blandið kartöflumjöli og ediki saman í litla skál og setjið saman við marengsblönduna. Hrærið stutta stund til viðbótar.

6. Setjið í stóran sprautupoka/zip-lock poka með um 1 ½ cm gati á endanum.

7. Sprautið vel bústnar litlar pavlovur allan hringinn, þið ættuð að ná um 12 slíkum sem mynda nokkurs konar krans. Sprautið litla marengstoppa með afganginum af blöndunni til að nota fyrir skreytingu.

8. Holið hverja pavlovu aðeins í miðjunni með bakhliðinni á skeið til að gera pláss fyrir fyllingu síðar.

9. Bakið í 70 mínútur, slökkvið þá á ofninum og leyfið marengsinum að kólna í honum (sniðugt að gera kvöldinu áður og geyma í ofninum yfir nótt).

Lakkríssósa

10. Setjið rjómann og Töggurnar í pott og hitið á meðalháum hita þar til þær eru bráðnaðar, hrærið vel allan tímann. Takið af hellunni og leyfið hitanum að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.

Fylling og skraut

11. Setjið væna teskeið af lakkríssósunni í hverja pavlovu og bætið svo við þeyttum rjóma ofan á.

12. Toppið með karamellukurli, Pralín mola, hindberjum, marengstoppi og smá meiri lakkríssósu.

Hráefni

Marengs

5 eggjahvítur (við stofuhita)

250 g sykur

2 tsk. kartöflumjöl

2 tsk. hvítvínsedik

Lakkríssósa

100 ml rjómi (óþeyttur)

165 g Eitt Sett Töggur

Fylling og skraut

300 ml rjómi (þeyttur)

Síríus karamellukurl

Síríus Pralín súkkulaði með

saltkaramellufyllingu

Hindber

Marengstoppar

Trítlaterta

Fyrir 12–14 manns

Súkkulaðibotnar

1. Hitið ofninn í 170°C og takið til tvö 20 cm kökuform. Setjið bökunarpappír í botninn og úðið vel með matarolíuspreyi.

2. Setjið öll þurrefni í hrærivélarskálina og blandið saman.

3. Setjið öll blautefni saman í aðra skál og þeytið saman.

4. Hrærið þurrefnin á rólegum hraða á meðan þið blandið blautefnunum saman við. Skafið niður á milli og hrærið þar til slétt deig myndast.

5. Skiptið niður í formin og bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi. Kælið og skerið ofan af botnunum áður en krem og skraut er sett á.

Súkkulaðismjörkrem og skreyting

6. Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst, skafið niður á milli.

7. Bætið flórsykrinum og kakóinu saman við í nokkrum skömmtum og þeytið aðeins áfram.

8. Bætið nú öðrum hráefnum saman við, þeytið vel og skafið niður á milli.

9. Smyrjið vel af kremi á milli botnanna og allan hringinn, notið spaðann til að mynda óreglulega áferð.

Skraut

10. Skreytið með Trítlum.

Hráefni

Súkkulaðibotnar

80 g hveiti

70 g Síríus kakóduft

300 g sykur

1 tsk. matarsódi

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

4 egg

1 tsk. vanilludropar

150 ml matarolía

150 ml uppáhellt kaffi (kælt)

150 ml grísk jógúrt

60 ml rjómi

Súkkulaðismjörkrem

400 g smjör (við stofuhita)

400 g flórsykur

90 g Síríus kakóduft

160 g Síríus suðusúkkulaði (brætt)

2 tsk. vanilludropar

4 msk. uppáhellt kaffi

¼ tsk. salt

Skraut

Nóa Trítlar (2-3 pokar)

Súkkulaðikaramellumús

8-12 glös/skálar

Súkkulaðikaramellumús

1. Hitið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði þar til allt er bráðnað, takið þá blönduna af hitanum og leyfið henni að standa við stofuhita í um 10 mín (hrærið í af og til).

2. Pískið eggin í skál, blandið þeim í litlum skömmtum saman við súkkulaðiblönduna og hrærið vel á milli.

3. Setjið nú um fjórðung þeytta rjómans saman við súkkulaðiblönduna með sleikju og hrærið saman. Blandið að lokum restinni af rjómanum saman við þar til súkkulaðimúsin verður ljósbrún og jöfn.

4. Skiptið niður í glös/skálar og kælið í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt áður en þið skreytið.

Toppur og skreyting

5. Sprautið þeytta rjómanum á músina með breiðum hringlaga stút.

6. Toppið eftir smekk með söxuðu súkkulaði og kirsuberjum.

Hráefni

Súkkulaðikaramellumús

400 g Síríus suðusúkkulaði með karamellu & salti

100 g smjör

4 egg

500 ml rjómi (þeyttur)

Toppur og skreyting

500 ml rjómi (þeyttur)

Síríus suðusúkkulaði (saxað)

8-12 kirsuber

Eitt Sett ískaka

Fyrir 10-12 manns ~

Botn

1. Setjið bökunarpappír í botninn og innan á hliðarnar á um 22 cm smelluformi (gott að klippa renning af bökunarpappír til að setja innan á hliðarnar).

2. Myljið kexið í blandara þar til áferðin líkist sandi. Hellið í skál.

3. Blandið brædda smjörinu saman við og setjið í botninn á forminu, þjappið létt niður og aðeins upp á hliðarnar.

4. Kælið á meðan þið útbúið ísinn.

Ís með lakkrís

5. Þeytið saman eggjarauður og púðursykur þar til blandan er létt og ljós. Bætið vanillusykri saman við í lokin.

6. Blandið þeyttum rjóma saman við með sleikju og bætið lakkrískurli út í.

7. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim varlega saman við ísblönduna.

8. Hellið í kökuformið, þekjið með plastfilmu og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir.

Lakkríssósa og skreyting

9. Bræðið Eitt Sett Töggur og rjóma saman í potti þar til úr verður slétt lakkríssósa. Leyfið hitanum að rjúka úr.

10. Skreytið með berjum og lakkrískurli. Berið fram með lakkríssósunni.

Hráefni

Botn

16 stk. svart kremkex

60 g brætt smjör

Ís með lakkrís

5 egg (aðskilin)

100 g púðursykur

2 tsk. vanillusykur

420 ml rjómi (þeyttur)

150 g Síríus Eitt Sett lakkrískurl

Lakkríssósa og skreyting

150 g Eitt Sett Töggur

5 msk. rjómi

Jarðarber

Rifsber

Blæjuber

Síríus Eitt Sett lakkrískurl

Barón ostakaka með karamellukeim

8-10 glös/skálar

Botn

1. Myljið kexið í blandara þar til áferðin líkist sandi.

2. Hellið brædda smjörinu saman við og blandið vel.

3. Skiptið niður í glös/skálar og útbúið fyllinguna.

Fylling

4. Þeytið rjómaost, sykur og vanillusykur saman í nokkrar mínútur þar til blandan verður létt í sér.

5. Blandið þeytta rjómanum saman við með sleikju og skiptið blöndunni niður í glösin/skálarnar. Sléttið aðeins úr með skeið.

6. Kælið á meðan annað er undirbúið.

Súkkulaðisósa

7. Saxið báðar súkkulaðitegundirnar smátt niður.

8. Hitið rjómann að suðu, hellið yfir súkkulaðið og þeytið saman þar til úr verður slétt sósa. Blandið sírópinu saman við.

9. Leyfið sósunni aðeins að kólna. Setjið svo um 2 msk. af sósu yfir hverja ostaköku og rennið henni til svo hún þeki alveg út í brúnir á glasinu/skálinni. Kælið að nýju.

Skreyting

10. Skreytið með karamellukurli og geymið í kæli.

Hráefni

Botn

200 g kanilkex

30 g smjör (brætt)

Fylling

400 g rjómaostur (við stofuhita)

180 g sykur

2 tsk. vanillusykur

400 ml rjómi (þeyttur)

Súkkulaðisósa

50 g Síríus Barón 56% súkkulaði

50 g Síríus Doré karamellusúkkulaðidropar

100 ml rjómi

1 msk. hlynsíróp

Skreyting

Síríus karamellukurl

Piparmyntupanna

Fyrir um 8 manns

1. Hitið ofninn í 180°C.

2. Smyrjið um 20 cm kökuform/eldfast mót/pönnu vel með smjöri.

3. Pressið kökudeiginu jafnt yfir allan botninn (gott að taka það úr kæli um 30 mínútum áður).

4. Bakið í um 18 mínútur eða þar til brúnirnar fara að gyllast.

5. Útbúið sósuna á meðan með því að bræða saman rjóma og suðusúkkulaði með piparmyntu þar til úr verður slétt súkkulaðisósa.

6. Takið kökuna úr ofninum og berið fram með vanilluís og súkkulaðisósu.

Lakkríspanna

Fyrir um 8 manns

1. Hitið ofninn í 180°C.

2. Smyrjið um 20 cm kökuform/eldfast mót/pönnu vel með smjöri.

Smjör (til að smyrja með)

Síríus tilbúið smákökudeig með

Pippsúkkulaði frá Kötlu

Vanilluís

150 ml rjómi

150 g Síríus suðusúkkulaði með myntubragði

3. Pressið kökudeiginu jafnt yfir allan botninn (gott að taka það úr kæli um 30 mínútum áður).

4. Bakið í um 18 mínútur eða þar til brúnirnar fara að gyllast.

5. Útbúið sósuna á meðan með því að bræða saman Eitt Sett súkkulaði og rjóma þar til úr verður slétt súkkulaðisósa

6. Takið kökuna úr ofninum og berið fram með vanilluís og súkkulaðisósu.

Smjör (til að smyrja með)

Eitt Sett tilbúið smákökudeig

frá Kötlu

Vanilluís

150 g Síríus Eitt Sett súkkulaði 150 ml rjómi

Sælkerabakstur

BAKAÐ ÚR ÞVÍ BESTA

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.