Bökunarbæklingur Nóa Síríus 2017

Page 1

Kรถkubรฆklingur 2017


Kökubæklingur Nóa Síríus 2017

Í baksturinn frá Nóa Síríus

Uppskriftir:

Albert Eiríksson Á fjölmennu bernskuheimili mínu var allt bakað heima. Þegar leið að jólum jukust umsvifin enn frekar, hinar og þessar smákökutegundir og stríðstertur litu dagsins ljós. Kirkjukaffi, afmælisveislur og önnur slík kaffisamsæti, þar sem borð voru hlaðin heimabökuðu meðlæti, voru mínar bestu stundir. Oftast baka ég nokkrar smákökutegundir til jólanna, þar á meðal hinar víðfrægu Sörur, sem eru í miklu uppáhaldi. Að vísu tekur mig þrjá daga að útbúa þær, fyrst er botninn

Nói Síríus hefur fylgt Íslendingum í að verða 100 ár og í gegnum árin hafa vörur

bakaður og frystur, næsta dag er kremið sett á og fryst og

fyrirtækisins verið sérstaklega vinsælar í bakstur. Allir landsmenn þekkja Síríus

að lokum er þeim dýft í dökkt og gott súkkulaði.

súkkulaðið og gæði þess, en undanfarin ár hefur það einnig orðið æ vinsælla að

Það er ljúft að eiga góðar minningar tengdar bakstri og

nota sælgætið frá Nóa Síríus í kökugerð og hvers kyns bakstur. Kökubæklingur

öðru sem tengist mat og matarundirbúningi. Munum að

Nóa Síríus hefur því eðlilega notið mikilla vinsælda og er fyrir löngu orðinn fastur

daglega búum við til minningar, bæði fyrir okkur sjálf og blessuð börnin. Það er því mikilvægt að þær séu góðar. Njótið vel! alberteldar.com

liður í undirbúningi margra Íslendinga fyrir hátíðarnar. Sem fyrr erum við stolt af kökubæklingnum og því að geta boðið Íslendingum upp á úrvalshráefni í ómótstæðilegar freistingar.

Ljósmyndir: Hróbjartur Sigurðsson Útlit og umbrot: Árnasynir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Útgefandi:

Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík

Fylgihlutir: HRÍM – HÖNNUNARHÚS Hrím – hönnunarhús er verslun á Laugavegi 25 og í Kringlunni sem kappkostar að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið.


Súkkulaðið frá Nóa Síríus

Síríus Konsum 45% (suðusúkkulaði)

Síríus rjómasúkkulaði

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Þetta eina sanna sem löngu er orðið

Síríus rjómasúkkulaði er vinsælasta

Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons

klassískt. Kakóinnihaldið er 45%, það er

súkkulaði Íslendinga. Það inniheldur mikið

verkefninu. Cocoa Horizons gerir

meðalbragðsterkt og hentar vel hvort sem er

af þurrkaðri mjólk sem blandast einkar vel

kakóræktendum kleift að rækta og framleiða

til neyslu beint úr pakkanum eða í bakstur og

við kakóbaunirnar frá Fílabeinsströndinni.

kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt.

matargerð að ógleymdu heita súkkulaðinu.

Bragðið er milt og mjúkt. Þetta súkkulaði

Cocoa Horizons ferlið tryggir fræðslu til

er unnið á sérstakan hátt til þess að fá eins

kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir

Síríus Konsum 56%

mjúka áferð og hægt er svo að það bráðni

og aðbúnað starfsfólks auk þess sem það

Áþekkt Síríus 45% súkkulaðinu en

þægilega í munni. Rjómasúkkulaðið er

kemur að fræðslumálum, heilsugæslu og

kakóinnihaldið er 56%. Einstaklega kröftugt

mestmegnis borðað eins og það kemur fyrir,

aðgengi að hreinu vatni.

súkkulaðibragð án þess að vera rammt í

hreint eða með hnetum og/eða rúsínum.

Þannig stuðlar Cocoa Horizons

munni. Þetta súkkulaði er frekar lítið sætt og

Síríus rjómasúkkulaði er einnig notað í

að betri lífsskilyrðum í

geðjast því vel þeim sem kunna ekki að meta

bakstur þar sem leitað er eftir mildum

kakóræktarsamfélögum.

sætar vörur.

undirtóni frekar en sterku súkkulaðibragði.

Síríus Konsum 70% Toppsúkkulaði í munni þeirra sem vilja

Síríus Konsum hvítt súkkulaði

almennilegt súkkulaðibragð og ekkert

Hvítt súkkulaði er hvítt vegna þess að það

annað. Bragðfyllingin er mikil en samt í góðu

inniheldur einungis kakósmjör en engan

jafnvægi. Kakóinnihaldið er eins og nafnið

kakómassa (sem gefa hefðbundnu súkkulaði

gefur til kynna 70% og sykurinnihald er komið

brúna litinn). Síríus Konsum hvítt súkkulaði

niður fyrir 30%. Segja má að neytandinn

er milt á bragðið en með mikla fyllingu

þurfi svolítið að venjast svona kröftugu og

og hentar því vel í allan bakstur, auk þess

lítið sætu súkkulaði og eðlilegt að mörgum

að vera einstaklega gómsætt beint úr

þyki bragðið fullrammt við fyrstu kynni. Síríus

pakkanum.

Konsum 70% hentar vel í eftirrétti, múffur og súkkulaðitertur þar sem maður vill ná fram miklu súkkulaðibragði og fá eindreginn súkkulaðilit.


Skyreftirréttur með piparlakkrísbragði

Hráefni

500 g Skyr með lakkrísbragði • ½ l rjómi • 2 dl mulið Nóa Kropp 2 ½ dl Nóa Kropp með pipardufti • 6 msk jarðarberjasulta

Aðferð

Þeytið rjóma og hrærið skyri saman við. Myljið Nóa Kroppið og Piparkroppið gróft og blandið því saman í skál. Setjið tæplega matskeið af jarðarberjasultu í botninn á glasi á fæti. Þar ofan á fer skyr- og rjómablandan og sléttið vel. Þar ofan á fer matskeið af muldu Nóa Kroppi. Endurtakið tvisvar og skreytið með jarðarberi. Fyrir 6



Súkkulaði

með piparlakkrískurli og gojiberjum

Hráefni

50 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti • 1 dl Síríus hvítir súkkulaðidropar • 1 dl Nóa piparlakkrískurl • 2–3 msk þurrkuð gojiber

Aðferð

Bræðið súkkulaðið í skál í vatnsbaði. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, hellið súkkulaðinu á og dreifið úr því með sleif. Setjið hvíta súkkulaðidropa, piparlakkrískurl og gojiber ofan á og kælið. Brjótið niður og raðið á disk.


Rice Krispies bitar með Nóa piparlakkrískurli

50 g smjör

Hráefni

20 stk Nóa rjómakúlur • 100 g Síríus pralín súkkulaði með karamellufyllingu 4 dl Rice Krispies • 1 dl Nóa piparlakkrískurl

Aðferð

Bræðið smjör, rjómakúlur og súkkulaði í potti við lágan hita. Slökkvið undir, bætið við Rice Krispies og blandið varlega saman með sleif. Bætið loks piparlakkrískurlinu við og hrærið saman. Setjið í lítil muffinsform, kælið í um það bil 15 mínútur. Um það bil 40 stykki


Frönsk súkkulaðiterta með valhnetum

Hráefni

BOTN 300 g 56% Síríus súkkulaði

200 g sykur KREM 1 ½ dl rjómi

• 200 g smjör • 4 egg 50–100 g valhnetur, saxaðar

200 g Síríus suðusúkkulaði

jarðarber

flórsykur

Aðferð

BOTN Hitið ofn í 160°C . Bræðið súkkulaði og smjör við hægan hita. Takið af hitanum. Þeytið egg með sykri, þar til þau eru ljós og létt. Blandið bráð saman við eggin á hægum hraða. Bætið valhnetum út í með sleif.

Setjið bökunarpappír í smelluform upp á brún. Bakið kökuna í 1 klukkustund eða þar til hún hreyfist ekki til í miðjunni þegar formið er hrist. Látið kólna á borði, hvolfið henni á tertudisk og setjið kremið á. KREM Hitið rjóma og Konsum suðusúkkulaði í vatnsbaði og dreifið yfir tertuna.

Skreytið með jarðarberjum og flórsykri.



Biscotti

með hvítu súkkulaði

Hráefni

3 dl heilar möndlur með hýði • 7 dl hveiti • 1 tsk lyftiduft • 150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar • 3 egg • 1 bolli sykur • ½ bolli pistasíur • ¼ bolli sítrónubörkur • ½3 tsk salt • 100 g Síríus rjómasúkkulaði

Aðferð

Ristið möndlurnar í nokkrar mínútur á vel heitri pönnu. Látið kólna og saxið gróft. Blandið öllum hráefnunum, nema rjómasúkkulaðinu, vel saman. Hnoðið hveiti upp í deigið á borði, þangað til það klessist ekki við. Mótið tvær lengjur (aðeins kúptar) og bakið á bökunarpappírsklæddri ofnplötu um 25 mínútur í 175°C heitum ofni eða þar til þær eru ljósgylltar. Takið úr ofninum og látið kólna í um 10 mínútur. Skerið í sneiðar, raðið á bökunarpappír og bakið í um 10 mínútur. Snúið kökunum þá við og bakið í aðrar 10 mínútur. Kælið kökurnar. Bræðið Síríus rjómasúkkulaðið í vatnsbaði og dýfið einum þriðja af hverri sneið í súkkulaðið. Látið kólna á bökunarpappír. 30–35 sneiðar



Skálin hans Nóa Hráefni

PÚÐURSYKURMARENGS 4 eggjahvítur

4 dl púðursykur

150 g poki Nóa karamellukurl

Í SKÁLINA ½ l þeyttur rjómi

• jarðarber, kíví, bláber, brómber, hindber og blá vínber eftir smekk 3 kókosbollur • 100 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellukurli og íslensku sjávarsalti, saxað • 3 stk Nóa Lakkrís í rjómasúkkulaði, skorin í bita • 75 g Nóa Lakkrís karamelluperlur • 75 g Nóa Lakkrís kókosperlur, skornar til helminga

Aðferð

PÚÐURSYKURMARENGS Þeytið saman eggjahvítur og sykur þangað til blandan er vel stíf. Blandið karamellukurli varlega saman við. Bakið í ofnskúffu í 60 mínútur í 130°C heitum ofni eða þangað til marengsinn er bakaður í gegn. Látið kólna á borði áður en byrjað er að setja í skálina. Í SKÁLINA Brjótið marengs og setjið á botninn á skálinni. Bætið kókosbollum saman við þeytta rjómann og setjið lag ofan á marengsinn. Þar ofan á fer saxaða súkkulaðið og berin. Síðan er annað lag byggt upp alveg eins og í lokin eru alls konar ber sett efst og hálfar kókosperlur í efsta hringinn. Annars er hægt að nota ímyndunaraflið og skreyta að vild.



Nammiterta með Nóa Kroppi

BOTN 4 eggjahvítur

200 g sykur

Hráefni

2 tsk lyftiduft

FYLLING ½ l þeyttur rjómi

7 ½ dl Rice Krispies

1 dl saxað Nóa Kropp

150 g Nóa Kropp

OFAN Á 150 g Síríus rjómasúkkulaði

Aðferð

BOTN Þeytið egg og sykur vel ásamt lyftidufti. Bætið Rice Krispies og Nóa Kroppi

við með sleif. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, myndið tvo hringi og bakið í 150°C heitum ofni í um það bil 45 mínútur. FYLLING Kælið botnana og setjið þeyttan rjóma og Nóa Kroppið á milli. OFAN Á Bræðið rjómasúkkulaðið yfir vatnsbaði og setjið yfir kökuna.



Jarðarber með súkkulaðikremi

15–20 jarðarber 1 tsk vanilludropar

• •

Hráefni

2 dl Nóa Kropp • 2 dl rjómi • 75 g Síríus rjómasúkkulaði • 100 g Mascarpone rjómaostur • 2 msk Síríus heslihnetusmjör

Aðferð

Fjarlægið grænu blöðin af jarðarberjunum. Skerið ofan af hinum enda jarðarberjanna og útbúið holu ofan í. Myljið Nóa Kroppið og setjið í litla skál. Bræðið súkkulaði og dýfið jarðarberjunum í það og síðan í mulið Nóa Kroppið. Setjið á bökunarpappír og kælið. Þeytið saman rjóma, vanilludropa og Mascarpone. Skiptið rjómablöndunni í tvennt og hrærið heslihnetusmjöri út í helminginn. Setjið kremin hvort í sinn pokann og klippið gat á hornin. Sprautið saman í hringi ofan í jarðarberin.



Súkkulaðiterta bökuð í appelsínu

Hráefni

2 egg

5–6 appelsínur • 175 g Síríus suðusúkkulaði • 100 g smjör • 2 eggjarauður • 2 msk hunang • ½3 tsk salt • 2 msk hveiti • flórsykur

mynta

Aðferð

Skerið toppinn af appelsínunum og fjarlægið „kjötið” úr þeim. Gott er að skilja eftir þunnt lag næst hvíta laginu – það gefur gott bragð. Bræðið súkkulaði og smjör við lágan hita yfir heitu vatnsbaði. Þeytið saman egg og eggjarauður með hunangi. Bætið hveitinu rólega saman við, þá bræddu súkkulaðismjörblöndunni, saltinu og hrærið mjög vel. Hellið deiginu í appelsínubörkinn, þó ekki meira en um það bil ¾ þar sem deigið á eftir að lyfta sér. Bakið í 160°C heitum ofni í um 30 mínútur. Skreytið með myntu og stráið flórsykri yfir.



Súkkulaðikex með Nóa Kroppi

1 egg ½ tsk salt

• •

Hráefni

1 dl sykur • 2 msk Síríus kakóduft • 120 g smjör • 150 g Síríus rjómasúkkulaði • 225 g Matarkex, skorið gróft • 2 ½ dl Nóa Kropp • 1 dl Síríus hvítir súkkulaðidropar

Aðferð

Þeytið egg og sykur vel, bætið við kakói. Bræðið saman í potti smjör og súkkulaði við lágan hita. Hellið því saman við eggjablönduna ásamt salti og hrærið vel saman. Setjið Matarkex, Nóa Kropp og súkkulaðidropa saman við og hrærið varlega saman með sleif. Klæðið bökunarform með filmu eða smjörpappír og hellið deiginu þar í. Kælið. Takið úr forminu og skerið í sneiðar.



Súkkulaðipæ með karamellukúlum

Hráefni

3 plötur smjördeig úr pakka • 20 stk Nóa Rjómatöggur (eða rjómakúlur) 1 bolli hnetur • 100 g Síríus suðusúkkulaði • 3 egg • jarðarber

• •

50 g smjör • ½ dl rjómi Nóa karamellukurl

Aðferð

Stráið hveiti á borð og fletjið smjördeig þunnt út, leggið yfir eldfast mót og þrýstið snyrtilega að börmunum. Pikkið í með gaffli og bakið í 200°C heitum ofni í 10 mínútur, eða þar til deigið tekur góðan lit. Bræðið karamellur með smjöri í potti og hellið yfir deigið. Ristið hneturnar á þurri pönnu og dreifið yfir karamelluna. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Skiljið að eggjarauður og hvítur og þeytið rauðurnar og hrærið saman við súkkulaðið. Stífþeytið hvítur og blandið saman við með sleif. Hellið kreminu yfir kökuna og kælið. Skreytið með jarðarberjum, karamellukurli og hnetum, áður en pæið er borið er fram.


Snúðar með karamellukurli

1 kg hveiti 1 tsk kardimommur

• •

Hráefni

u.þ.b. 2 bollar 37°C heitt vatn • 2 msk matarolía • ½ tsk sykur • 1 tsk salt • 1 msk ger • 150 g smjörlíki (við stofuhita) • 3 msk kanilsykur • 150 g Nóa karamellukurl

Aðferð

Blandið saman vatni, matarolíu, sykri, salti, kardimommum og geri. Setjið hveiti í hrærivélarskál, bætið gerblöndunni saman við og hrærið saman. Látið deigið lyfta sér í rúma klukkustund. Hnoðið deigið með hveiti og fletjið út, smyrjið smjörlíkinu á, stráið kanilsykrinum og karamellukurli yfir og rúllið upp. Skerið í um það bil 3 cm sneiðar, raðið á bökunarpappír í ofnskúffu og látið lyfta sér aftur í um það bil 30 mínútur. Bakið í um 20 mínútur í 180°C heitum ofni. Um það bil 30 stykki


Brownies

með þrenns konar súkkulaði

Hráefni

115 g smjör

200 g Síríus suðusúkkulaði • 50 g Síríus rjómasúkkulaði með kremkexi • 3–4 egg • 250 g (hrá)sykur • 3 tsk vanilludropar • 150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar 150 g hveiti • ½3 tsk salt

Aðferð

Bræðið suðusúkkulaði og rjómasúkkulaði með smjörinu í vatnsbaði. Hrærið egg, sykur og vanilludropa vel saman. Sigtið hveitið út í ásamt salti og hrærið vel. Hellið súkkulaðiblöndunni út í og hrærið vel. Bætið hvítu súkkulaðidropunum saman við. Þekið skúffukökuform með bökunarpappír og hellið deiginu í. Bakið í 30 mínútur í 175°C heitum ofni. 45–50 bitar



Frönsk súkkulaðiterta Mangóísterta valhnetum ámeð Nóa Kropp botni

BOTN 100 g Nóa Kropp

Hráefni

100 g Nóa Kropp með pipardufti • 225 g Graham hafrakex 3 stk Nóa Lakkrís og marsipan í súkkulaðihjúp • 150 g smjör • 2 msk olía •

MANGÓÍS 5 bollar frosið mangó

• 2 ½ bolli kókosmjólk • ½ dós Mascarpone rjómaostur 2 msk sítrónusafi • 2 msk síróp

Aðferð

BOTN Myljið Nóa Kroppið og hafrakexið gróflega, hvort í sínu lagi, til dæmis í poka, með kökukefli.

Saxið Nóa Lakkrís og marsipan stykkin smátt. Blandið öllu vel saman. Bræðið smjör á lágum hita, bætið olíu við og hellið yfir. Hrærið vel saman, setjið í form og þrýstið vel niður. Kælið. MANGÓÍS Setjið allt í matvinnsluvél eða blandara, þeytið þar til allt er orðið jafnt og setjið ofan á botninn og frystið. Skreytið með afganginum af Nóa Kroppinu áður en tertan er borin fram.



Sælkerabakstur

Síríus kynnir tvær ljúffengar nýungar fyrir baksturinn. Rjómasúkkulaðidropar og piparlakkrískurl breyta hefðbundnum bakstri í himnasælu. Prófaðu rjómasúkkulaðidropa og piparlakkrískurl í þinn sælkerabakstur.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.