Bökunarbæklingur Nóa Síríus 2015

Page 1


Í baksturinn frá Nóa Síríusi

Kökubæklingur Nóa Síríus 2015 Uppskriftir:

Thelma Þorbergsdóttir Thelma þróaði og samdi uppskriftirnar fyrir okkur, ásamt því að útbúa þær og setja í stílinn fyrir ljósmyndun. Thelma er tvegg ja barna móðir og félagsráðg jafi með mikinn áhuga á bakstri, sætum kökum og eftirréttum af öllum gerðum. Síðustu ár hefur hún unnið að þróun uppskrifta. Hún er meðal vinsælustu matarbloggara landsins og hefur um árabil bloggað á eigin síðu, http://freistingarthelmu. blogspot.is/, og öðrum vefmiðlum þar sem þúsundir Íslendinga hafa notið góðs af. Árið 2013 gaf Thelma út sína fyrstu uppskriftabók, Freistingar Thelmu. Ásamt því hefur hún unnið í nánu samstarfi við Nóa Síríus. Ljósmyndir: Heimir Óskarsson Útlit og umbrot: Árnasynir Prentun: Ísafold ehf. Útgefandi: Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík

Nói Síríus hefur fylgt Íslendingum í að verða 100 ár og í gegnum árin hafa vörur fyrirtækisins verið sérstaklega vinsælar í bakstur. Allir landsmenn þekkja Síríus súkkulaðið og gæði þess, en undanfarin ár hefur það einnig orðið æ vinsælla að nota sælgætið frá Nóa Síríus í kökugerð og hvers kyns bakstur. Kökubæklingur Nóa Síríus hefur því eðlilega notið mikilla vinsælda og er fyrir löngu orðinn fastur liður í undirbúningi margra Íslendinga fyrir hátíðarnar. Sem fyrr erum við stolt af kökubæklingnum og því að geta boðið Íslendingum upp á úrvals hráefni í eðal freistingar. Njótið vel.


Súkkulaðið frá Nóa Síríusi Síríus Konsum 45% (suðusúkkulaði) Þetta eina sanna sem löngu er orðið klassískt. Kakóinnihaldið er 45%, það er meðalbragðsterkt og hentar vel hvort sem er til neyslu beint úr pakkanum eða í bakstur og matargerð að ógleymdu heita súkkulaðinu.

Síríus Konsum 56% Áþekkt Síríus Konsum súkkulaðinu en kakóinnihaldið er 56%. Einstaklega kröftugt súkkulaðibragð án þess að vera rammt í munni. Þetta súkkulaði er frekar lítið sætt og geðjast því vel þeim sem kunna ekki að meta sætar vörur.

Síríus Konsum 70% Toppsúkkulaðið í munni þeirra sem vilja almennilegt súkkulaðibragð og ekkert annað. Bragðfyllingin er mikil en samt í góðu jafnvægi. Kakóinnihaldið er eins og nafnið gefur til kynna 70% og sykurinnihald er komið niður fyrir 30%. Seg ja má að neytandinn þurfi svolítið að venjast svona kröftugu og lítið sætu súkkulaði og eðlilegt að mörgum þyki bragðið fullrammt við fyrstu kynni. Síríus Konsum 70% hentar vel í eftirrétti, múffur og súkkulaðitertur þar sem maður vill ná fram miklu súkkulaðibragði og fá eindreginn súkkulaðilit.

Síríus rjómasúkkulaði Síríus rjómasúkkulaði er algengasta átsúkkulaði Íslendinga. Það inniheldur mikið af þurrkaðri mjólk sem blandast einkar vel við kakóbaunirnar frá Fílabeinsströndinni. Bragðið er milt og mjúkt. Þetta súkkulaði er unnið á sérstakan hátt til þess að fá eins mjúka áferð og hægt er svo að það bráðni þægilega í munni. Rjómasúkkulaðið er mestmegnis borðað eins og það kemur fyrir, hreint eða með hnetum og/eða rúsínum. Síríus rjómasúkkulaði er einnig notað í bakstur þar sem leitað er eftir mildum undirtóni frekar en sterku súkkulaðibragði.

Síríus Konsum hvítt súkkulaði Hvítt súkkulaði er hvítt vegna þess að það inniheldur einungis kakósmjör en engin kakóþurrefni (sem gefa hefðbundnu súkkulaði brúna litinn). Síríus hvítt súkkulaði er milt á bragðið en með mikla fyllingu og hentar því vel í allan bakstur, auk þess að vera einstaklega gómsætt beint úr pakkanum.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Síríus súkkulaði er QPP framleitt. QPP (Quality Partner Program) gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt. QPP ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir sem og aðbúnað starfsfólks sem gerir þeim kleift að auka framleiðni sína á ábyrgan hátt. Auk þess kemur QPP að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni í kakóræktarsamfélögum og stuðlar þannig að betri lífsskilyrðum þeirra sem þar búa.


Nizza brownie með súkkulaðiperlum Fyrir 8 manns HRÁEFNI 230 g 200 g 200 g 2 tsk 4 130 g 90 g ½ tsk 280 g 1 poki

smjör sykur dökkur púðursykur vanilludropar egg hveiti Konsum kakó lyftiduft Nizza súkkulaðismjör Nóa súkkulaðiperlur

AÐFERÐ Hitið ofninn í 180 gráður og setjið smjörpappír í meðalstórt eldfast mót (u.þ.b. 32 x 22 cm). Bræðið smjörið og hrærið það saman við sykurinn og púðursykurinn. Bætið vanilludropum saman við og hrærið vel. Bætið egg jum saman við, einu í senn og hrærið. Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál, bætið þurrefnunum rólega saman við og hrærið létt. Setjið 230 g af súkkulaðismjöri í skál og hitið í örbylg ju í 45 sekúndur. Blandið súkkulaðismjörinu saman við deigið ásamt súkkulaðiperlunum og hrærið létt þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Hellið deiginu í eldfasta mótið og dreifið vel úr því. Hitið restina af súkkulaðismjörinu, 50 g, í örbylg ju í 30 sekúndur, hellið því yfir deigið og hrærið aðeins í gegnum deigið með hníf. Bakið í 25-30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur nánast hreinn upp úr miðju kökunnar. Gott er að kæla kökuna áður en hún er skorin í bita.Appelsínusúkkulaðimús með möndlum Fyrir 8–10 manns

HRÁEFNI Súkkulaðimús 400 ml rjómi 300 g Síríus Konsum Orange 4 egg 120 g sykur 2 msk appelsínusafi Rifinn börkur af einni appelsínu

Toppur Rifinn appelsínubörkur Grófsaxaðar möndlur

AÐFERÐ Súkkulaðimús Saxið súkkulaði gróflega niður og setjið í skál. Hitið 200 ml af rjóma að suðu (95ºC), hellið honum yfir súkkulaðið og látið standa þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg. Hrærið rjómann og súkkulaðið vel saman. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Þeytið restina af rjómanum, 200 ml, og blandið saman við egg jablönduna ásamt súkkulaðiblöndunni. Bætið því næst appelsínuberki og safa saman við og hrærið varlega með sleif svo músin falli ekki. Setjið músina í glös eða skálar og kælið í rúmar 2 klst. Geymist í kæli þar til borin fram. Toppur Rífið appelsínubörk og grófsaxið möndlur og setjið ofan á súkkulaðimúsina.


Kanilkökur með súkkulaðibitum og pekanhnetum U.þ.b. 25–30 stk. HRÁEFNI 140 g 100 g 100 g 1 1 tsk 200 g 2 ½ tsk ½ tsk ½ tsk ½ tsk 150 g 100 g

smjör við stofuhita ljós púðursykur sykur egg vanilludropar hveiti kanill sjávarsalt matarsódi lyftiduft Konsum suðusúkkulaði pekanhnetur

AÐFERÐ Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur. Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið vel. Blandið hveiti, kanil, salti, matarsóda og lyftidufti saman í skál og bætið því rólega saman við. Grófsaxið súkkulaði og pekanhnetur. Setjið 100 g af súkkulaði saman við deigið ásamt pekanhnetunum. Myndið jafnstórar kúlur úr deiginu (u.þ.b. 1 msk) og raðið með jöfnu millibili á bökunarplöturnar. Setjið restina af grófsaxaða súkkulaðinu ofan á hverja köku fyrir sig (það er þó í lagi að setja allt súkkulaðið út í deigið í einu). Bakið í 8-10 mínútur. Leyfið kökunum að jafna sig og kólna aðeins áður en þið takið þær af plötunni.


Hvít súkkulaðimús með hindberjum Fyrir 6–8 manns

HRÁEFNI

AÐFERÐ

Súkkulaðimús

Súkkulaðimús

250 g 30 g 1 tsk 60 ml ¼ tsk 3 100 g

Konsum hvítt súkkulaði rjómaostur vanilludropar rjómi sjávarsalt eggjahvítur sykur

Toppur Hindber Flórsykur

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg, setjið til hliðar og kælið. Hrærið rjómaost og vanilludropa saman þar til rjómaosturinn er orðinn mjúkur og sléttur. Bætið rjómanum saman við og hrærið vel í rúmar 3 mínútur. Hrærið egg jahvítur og salt saman í annarri skál og bætið sykrinum varlega saman við. Hrærið þar til blandan er orðin stíf og stendur. Blandið brædda súkkulaðinu saman við rjómaostablönduna ásamt egg jahvítunum og hrærið varlega saman með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið í sprautupoka, sprautið súkkulaðimúsinni jafnt í eftirréttaglös og kælið inni í ísskáp í rúmlega 2 klst. Toppur Skreytið með ferskum hindberjum og flórsykri. Geymist í kæli þar til súkkulaðimúsin er borin fram.Pistasíuís með súkkulaði og karamellu 2 ltr. HRÁEFNI

AÐFERÐ

Ís

Ís 6 70 g 120 g 7 dl 2 tsk 200 g 200 g ½ tsk 200 g 3 msk

eggjarauður sykur púðursykur rjómi vanilludropar Konsum suðusúkkulaði pistasíuhnetur sjávarsalt Pipp með karamellufyllingu rjómi

Þeytið egg jarauður og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið púðursykri varlega saman við með sleif. Þeytið rjómann og blandið honum saman við með sleif og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið vanilludropum saman við og hrærið. Grófsaxið súkkulaði og blandið saman við ásamt pistasíuhnetum og salti. Hellið ísblöndunni í kökuform eða form sem þolir frost. Bræðið Pipp með karamellufyllingu í potti yfir lágum hita ásamt 3 msk af rjóma. Hrærið þar til Pippið hefur ná að bráðna alveg. Hellið brædda Pippinu yfir ísinn og hrærið aðeins í gegnum ísinn með hníf. Frystið ísinn í að lágmarki 5 klukkustundir. Ísinn geymist vel í 3 mánuði í frysti. Toppur

Toppur Brætt Pipp með karamellufyllingu Pistasíuhnetur

Berið fram með bræddu Pippi með karamellufyllingu og pistasíuhnetum.Kókosmarengs með lakkrískurli og jarðarberjum HRÁEFNI

AÐFERÐ

Marengs

Marengs

3 stk 200 g ½ tsk 100 g 150 g

eggjahvítur sykur lyftiduft kókosmjöl Nóa lakkrískurl

Krem 3 eggjarauður 60 g flórsykur 100 g Konsum suðusúkkulaði Toppur ½ lítri rjómi Nóa lakkrískurl Jarðarber

Hitið ofninn í 160 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu. Þeytið egg jahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf og stendur. Bætið lyftidufti saman við og hrærið vel. Blandið kókosmjöli og lakkrískurli saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið marengsinn á bökunarplötuna og myndið jafnan hring. Bakið í rúmar 40 mínútur eða þar til marengsinn er þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið takið hann af plötunni og setjið kökuna saman. Krem Þeytið egg jarauður og flórsykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg. Blandið súkkulaðinu varlega saman við egg jablönduna. Setjið kremið yfir marengsinn. Toppur Þeytið rjóma og setjið ofan á kremið á marengsinum. Skreytið með niðurskornum jarðarberjum og lakkrískurli. Geymist í kæli þar til marengsinn er borinn fram. Gott er að setja rjómann á marengsinn deginum áður.Nizza bollakökur með lakkrís og jarðarberjum U.þ.b. 15–20 stk. HRÁEFNI

AÐFERÐ

Bollakökur

Bollakökur

220 g 200 g ½ tsk 1 tsk 170 g 120 g ¼ tsk 2 1 tsk 120 ml 120 ml

hveiti sykur matarsódi lyftiduft smjör við stofuhita Nizza súkkulaðismjör sjávarsalt egg vanilludropar sýrður rjómi mjólk

Krem 250 g 500 g 200 g 2 tsk ¼ tsk

smjör við stofuhita flórsykur Nizza súkkulaðismjör vanilludropar sjávarsalt

Toppur Nizza súkkulaðismjör Jarðarber Nóa lakkrískurl

Hitið ofninn í 180 gráður og raðið bollakökuformum í bökunarmót eða á plötu. Setjið hveiti, sykur, matarsóda og lyftiduft í skál og blandið saman. Bætið smjöri, Nizza súkkulaðismjöri, egg jum, vanilludropum, salti, sýrðum rjóma og mjólk saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Gott er að skafa skálina að innan af og til og hræra vel. Það gætu verið smjörkögglar í deiginu en það er í góðu lagi þar sem smjörið bráðnar inni í ofninum. Setjið deigið í bollakökuformin og passið ykkur að fylla þau ekki meira en 2/3 eða u.þ.b. 2 msk í hvert form. Bakið í rúmlega 18-20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju bollakökunnar. Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið kremið á. Krem Hrærið smjörið þar til það er orðið ljóst og létt. Bætið flórsykri saman við, litlu í einu, og hrærið vel á milli. Bætið vanilludropum saman við ásamt salti og Nizza súkkulaðismjöri. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og kremið er orðið mjúkt og slétt. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið kreminu á kökurnar. Skreytið með Nizza súkkulaðismjöri, jarðarberjum og lakkrískurli. Gott er að geyma kökurnar í kæli og taka þær út 30 mínútum áður en þær eru bornar fram.Súkkulaði trufflur með karamellukurli og salthnetum U.þ.b. 25 stk. HRÁEFNI Toppur

Trufflur 1 dl 250 g 10 g 1 tsk 150 g 80 g

rjómi Síríus rjómasúkkulaði smjör vanilludropar Nóa karamellukurl salthnetur

250 g Konsum suðusúkkulaði Hakkaðar salthnetur

AÐFERÐ Trufflur Setjið smjörpappír á plötu og setjið til hliðar. Hitið rjóma í potti yfir meðalháum hita að suðumarki. Lækkið hitann og setjið súkkulaði, smjör og vanilludropa saman við. Hrærið duglega þar til blandan hefur þykknað vel. Setjið súkkulaðiblönduna í skál, blandið karamellukurli og hökkuðum salthnetum saman við og hrærið með sleif. Kælið súkkulaðiblönduna í kæli í u.þ.b. 2 klst. Passið að kæla súkkulaðiblönduna ekki of lengi því þá verður hún of hörð til þess að vinna með. Myndið litlar kúlur, u.þ.b. 2 cm stórar, og raðið á plötu. Toppur Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Dýfið hverri trufflu/kúlu ofan í súkkulaðið og leggið á plötu. Skreytið með hökkuðum salthnetum. Gott er að setja trufflurnar inn í kæli þar til súkkulaðið hefur náð að storkna. Geymið í kæli þar til trufflurnar eru bornar fram.


Kirsuberjakossar U.þ.b. 25 stk. HRÁEFNI 1 krukka af kirsuberjum með stilkum 200 g marsípan 80 g flórsykur 250 g Konsum suðusúkkulaði

AÐFERÐ Setjið smjörpappír á plötu og setjið til hliðar. Hellið vökvanum af kirsuberjunum og raðið þeim á pappír til þess að þurrka þau. Hnoðið marsípan og flórsykur þar til það hefur blandast vel saman. Fletjið marsípanið út þar til það er orðið u.þ.b. 0,5 cm á þykkt. Gott er að hafa vel af flórsykri þegar þið fletjið marsípanið út svo það festist ekki við borðið. Skerið út u.þ.b. 5 x 5 cm ferninga. Setjið marsípanið utan um hvert kirsuber fyrir sig og myndið fallega kúlu. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg. Dýfið kirsuberjunum ofan í súkkulaðið og leggið á smjörpappírinn. Gott er að setja kirsuberin í kæli þar til súkkulaðið hefur náð að storkna. Geymist í kæli þar til kossarnir eru bornir fram.


Bláberjamúffur með hvítu súkkulaði U.þ.b. 20 stk.

HRÁEFNI

AÐFERÐ

Múffur

Múffur

180 g 180 g 2 1 tsk 200 g 1 tsk 1 40 ml 100 g 100 g

smjör við stofuhita sykur egg vanilludropar hveiti lyftiduft límóna, rifinn börkur mjólk bláber Konsum hvítt súkkulaði

Hitið ofninn í 170 gráður og raðið bollakökuformum í bökunarmót eða á plötu. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið egg jum og vanilludropum saman við og hrærið vel. Gott er að skafa skálina að innan með sleikju öðru hverju. Blandið hveiti og lyftidufti saman og setjið saman við blönduna. Bætið berki af einni límónu og mjólk saman við og hrærið vel. Grófsaxið súkkulaðið og blandið því saman við ásamt bláberjum og hrærið varlega með sleif svo bláberin haldist heil. Setjið deigið í bollakökuformin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3 eða u.þ.b. 2 msk í hvert form. Bakið í rúmar 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju múffunnar. Toppur

Toppur 100 g Konsum hvítt súkkulaði

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg. Látið það drjúpa af skeið óreglulega yfir hverja múffu fyrir sig.Blaut súkkulaðikaka með rjómaostakremi og hvítu súkkulaði HRÁEFNI

AÐFERÐ

Kaka

Kaka

240 g 200 g 240 g 4 360 g 3 msk 3 tsk ¼ tsk 3 dl ½ dl 1 tsk

smjör við stofuhita sykur dökkur púðursykur egg hveiti Konsum kakó lyftiduft sjávarsalt súrmjólk sterkt kaffi vanilludropar

Krem 230 g 150 g 450 g 450 g 3 tsk

rjómaostur Konsum hvítt súkkulaði smjör við stofuhita flórsykur vanilludropar

Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið tvö meðalstór hringlaga form. Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið egg jum saman við, einu í senn og hrærið. Blandið hveiti, lyftidufti, kakói og salti saman í skál og setjið saman við deigið, smátt og smátt í einu, ásamt súrmjólkinni og kaffinu. Setjið því næst vanilludropa saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Skiptið deiginu jafnt milli formanna og bakið í rúmlega 25 mínútur eða þar til tannstöngull kemur næstum því hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið kremið á. Krem Setjið rjómaostinn í skál og hitið í örbylg ju í 1 mínútu. Grófsaxið hvítt súkkulaði og setjið saman við rjómaostinn og hitið í 40 sekúndur til viðbótar. Takið skálina út og hrærið vel þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg og blandast vel saman við rjómaostinn. Kælið rjómaostsblönduna í ísskáp á meðan þið undirbúið rest. Hrærið smjör þar til það verður ljóst og létt. Bætið flórsykri saman við, smátt og smátt í einu. Setjið vanilludropa saman við. Þegar rjómaostsblandan hefur náð að kólna alveg bætið henni þá saman við kremið og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og kremið er orðið mjúkt og slétt. Setjið kremið á milli botnanna tvegg ja og yfir alla kökuna. Skreytið með ferskum kirsuberjum og Konsum súkkulaðispæni. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.Biscotti með Konsum suðusúkkulaði og möndlum U.þ.b. 25 stk. HRÁEFNI 130 g 120 g 100 g 1 msk 2 300 g

smjör við stofuhita sykur púðursykur skyndikaffiduft egg hveiti

1 ½ tsk ½ tsk 2 tsk 100 g 200 g

lyftiduft sjávarsalt kanill möndlur Konsum suðusúkkulaði

AÐFERÐ Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu. Hrærið smjör, sykur, púðursykur og kaffi saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið egg jum saman við, einu í senn og hrærið vel. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og kanil saman í skál og blandið saman við deigið og hrærið varlega. Grófsaxið möndlur og súkkulaði, setjið saman við deigið og hrærið varlega þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Setjið hveiti á eldhúsbekkinn eða bretti og hnoðið deigið léttilega svo það festist saman. Skiptið deiginu í 3 hluta og formið sívala hleifa, u.þ.b. 10 cm á breidd hvern, og setjið á bökunarplötuna. Bakið í 25 mínútur. Takið plötuna úr ofninum og látið standa í 10 mínútur. Skerið hleifana í u.þ.b. 2 cm þykkar sneiðar og leggið á plötuna með sárið upp. Bakið aftur í 10 mínútur. Snúið sneiðunum á hina hliðina og bakið í aðrar 10 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna. Biscotti á að vera stökkt eins og kex og er unaðslegt að dýfa í góðan kaffibolla.


Rice Krispies bitar með súkkulaði og hnetusmjöri U.þ.b. 25 stk. HRÁEFNI

AÐFERÐ

Rice Krispies bitar

Rice Krispies bitar

250 g 170 g 50 g 70 g 200 g 200 g

Síríus rjómasúkkulaði hnetusmjör sykur púðursykur síróp Rice Krispies

Toppur 250 g 50 g 2 msk 130 g

Konsum suðusúkkulaði smjör síróp Nóa súkkulaðiperlur

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg og setjið til hliðar. Setjið hnetusmjör, sykur, púðursykur og síróp saman í pott og hitið yfir meðalháum hita þar til sykurinn er bráðinn. Hellið brædda súkkulaðinu saman við og hrærið vel. Setjið Rice Krispies í stóra skál, hellið súkkulaðiblöndunni yfir og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Súkkulaðiblandan er þykk í sér svo það þarf að hafa aðeins fyrir því að hræra allt saman. Setjið smjörpappír í eldfast mót (u.þ.b. 32 x 22 cm). Setjið blönduna í mótið og þrýstið vel niður. Gott er að setja smjörpappír ofan á og þrýsta öllu með höndunum svo það þéttist betur saman. Setjið inn í kæli á meðan þið útbúið súkkulaðitoppinn. Toppur Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði ásamt smjöri og sírópi þar til súkkulaðið hefur bráðnað alveg og hrærið vel saman. Hellið súkkulaðinu yfir mótið og dreifið vel úr. Skreytið með súkkulaðiperlum. Kælið í minnst klukkustund. Takið Rice Krispiesið út og skerið í litla bita. Geymist í kæli þar til bitarnir eru bornir fram. Gott er að raða bitunum í box með smjörpappír á milli hæða.


Smákökur með Konsum hvítu súkkulaði og Oreo U.þ.b. 25–30 stk. HRÁEFNI

AÐFERÐ

Smákökur

Smákökur

170 g 150 g 150 g 2 1 tsk 1 tsk ½ tsk 1 tsk 320 g 15 300 g

smjör við stofuhita púðursykur sykur egg vanilludropar matarsódi lyftiduft sjávarsalt hveiti Oreo kexkökur Konsum hvítt súkkulaði

Toppur 50 g Konsum hvítt súkkulaði Hakkaðar Oreo kexkökur

Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír á tvær bökunarplötur. Hrærið smjör, púðursykur og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið egg jum við, einu í senn, ásamt vanilludropum. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti saman í skál og bætið því rólega saman við. Grófsaxið hvítt súkkulaði og Oreo kexkökur og blandið því saman við deigið. Myndið jafnstórar kúlur úr deiginu og raðið með jöfnu millibili á bökunarplöturnar. Bakið í 8-10 mínútur. Leyfið kökunum að jafna sig og kólna áður en þið takið þær af plötunni. Toppur Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg. Slettið súkkulaðinu óreglulega yfir hverja köku fyrir sig og setjið hakkaðar Oreo kexkökur ofan á.


Pipp myntubrownie með rjóma HRÁEFNI Toppur

Brownie 200 g 60 g 200 g 2 130 g ½ tsk ¼ tsk 60 g 120 ml 1 tsk

Pipp með myntufyllingu smjör við stofuhita sykur egg hveiti matarsódi sjávarsalt sýrður rjómi soðið vatn piparmyntudropar

½ lítri rjómi 200 g Pipp með myntufyllingu 2 msk rjómi

AÐFERÐ Brownie Hitið ofninn í 170 gráður og setjið smjörpappír í hringlaga bökunarform. Bræðið Pipp með piparmyntufyllingu yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg og setjið til hliðar. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið egg jum saman við, einu í senn, og hrærið. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál og setjið varlega saman við deigið ásamt brædda súkkulaðinu og sýrða rjómanum. Bætið piparmyntudropum og heitu vatni saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Passið þó að hræra deigið ekki of mikið. Setjið deigið í bökunarform og bakið í 30–35 mínútur eða þar til tannstöngull kemur nánast hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið kökuna alveg áður en þið setjið rjómann ofan á.

Toppur Þeytið rjóma og setjið ofan á kökuna. Bræðið 100 g af Pippi með piparmyntufyllingu yfir vatnsbaði ásamt 2 msk af rjóma. Hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Látið súkkulaðið kólna aðeins áður en það er sett yfir rjómann. Slettið súkkulaðinu óreglulega yfir rjómann. Grófsaxið 100 g af Pippi og setjið ofan á kökuna.


Vinningsuppskrift Sigurbjargar Rutar Hoffritz

Appelsínubrownie

HRÁEFNI Kaka 2 egg 75 g sykur 100 g smjör 150 g Konsum Orange 1 tsk vanilludropar 35 g hveiti Rifinn börkur af einni appelsínu Krem 50 g Konsum Orange 1 msk rjómi 1 msk smjör

AÐFERÐ Hitið ofninn í 180 gráður og setjið smjörpappír í lítið hringlaga kökuform. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin ljós og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði. Kælið áður en bráðin er sett saman við egg jablönduna, því annars geta eggin hlaupið. Blandið síðast þurrefnunum varlega saman við með sleif. Hellið deiginu í kökuformið og bakið í 20 mínútur. Krem Bræðið súkkulaðið í potti ásamt smjöri og rjóma og hrærið þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Hellið kreminu yfir kökuna.Síríus Konsum fléttast við íslenskt þjóðlíf á einstæðan hátt. Um áratugaskeið hefur þetta ljúffenga gæðasúkkulaði gegnt ótrúlegustu hlutverkum, bæði á hátíðarstundum og í daglegu lífi; í bakstrinum þegar mikið liggur við, drukkið heitt með rjóma á köldum degi, verið nesti á ferðalögum um hálendið og gómsætur moli með kaffinu, svo eitthvað sé nefnt. Síríus Konsum kakó er framleitt úr besta fáanlega hráefni. Sættu þig ekki við málamiðlanir þegar kakó er annars vegar.

=,3+< :Ð9Ð<: 265:<4 2(2Ô

^^^ UVP PZ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.