Muninn 2010

Page 5

Ritstýrupistill Ritstý rupistill Muninn flýgur Hrafnin flýgur, fróðleik safnar fer um kveld að heimaeldi ber oss ljóð úr lýðasjóði. er loga bjarga kveikja í hjarta Draumaveldis dýrðareldur dreyfir birtu í hugarsorta Andansgull sem aldrei spillist okkur færi Muninn kæri Svífðu hátt til himinsáttar hafðu langa dagsáfánga Þú skalt kynda eld í hjarta efla dug og þrek í huga Færðu okkur allt sem stækka andans sjóði, Muninn góði! Heillavættir ásaættar okkar blaði fylgi úr hlaði? Óskar Magnússon frá Tungunesi

Já, enn er liðið á langan vetur og þessi önn er senn á enda sem þýðir að Muninn fer að líta dagsins ljós. Okkur í ritstjórninni langaði að taka nokkur skref aftur í tímann í umbroti og því má segja að þetta blað sé samansafn eldri blaða. Þess má því geta að fyrrum ritstjóra tókst það snilldarverk að koma öllum blöðum Munins frá stofnun þess, 1927, á netið. Þetta er hægt að finna á vefsíðunni tímarit.is og er vel þess virði að slíta sig frá fésbókinni og kíkja á svona fyrir þá sem hafa áhuga á. Innihald haustblaðins í ár er léttvægt og skemmtilegt. Fjölbreytt og hresst fólk kemur við sögu og lætur í ljós skoðanir sínar eða lætur til sín taka á ýmsum sviðum. Fjallað er að sjálfsögðu um félagslífið og það sem helst brennur á fólki. Svo ég tel það þess fullvirði að lesa það spjaldanna á milli í stað þess að bara fletta í gegnum það. Fyrir ritstjórn Munins er afar fögur sjón að sjá alla Kvosina sökkva sér í nýútkomið skólablaðið. Þá gleymast allir klukkutímarnir, erfiðisvinnan og stressið sem fylgir blaðinu. Það eina sem við finnum fyrir er stolt í hjarta okkar og vinnan verður þess virði. Þó aðeins komi eitt blað á önn er það samt stór partur af félagslífi MA. Ég hef undanfarið, ófáum sinnum, fengið spurninguna: ,,Hvenær kemur Muninn út?” og þó maginn fái nett stresskast þá fylgir því líka gleðitilfinning að fólk man eftir þessu. Muninn er orðinn það samgróinn Menntaskólanum á Akureyri að hver sá sem ann skólanum og félagslífi hans, ber einnig hlýjan hug til blaðsins. Að lokum vil ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar. Muninn er kominn út. Hrefna Rún Magnúsdóttir

5


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.