Muninn, vorblað 2011

Page 1

1


Fyrsta flokks hráefni Grunnurinn að góðri máltíð!

2


Muninn Skólablað Menntaskólans á Akureyri Vor 2011, 85. árgangur 1. tbl. Upplag: 800 eintök Útgefandi: Skólablaðið Muninn, MA Prentun: Ásprent

Ritstjórn:

Jóhanna Stefánsdóttir Árni Freyr Jónsson Daníel Freyr Hjartarson Helen Hannesdóttir Sindri Már Hannesson Sóley Úlfarsdóttir Hinrik Ólason Auðbergur Gíslason

Greinahöfundar:

Árni Freyr Jónsson Bergrún Andradóttir Dagur Bollason Egill Gautason Helen Hannesdóttir Hinrik Ólason Hulda Hólmkelsdóttir Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir Ottó Hólm Reynisson Óli Dagur Valtýsson Pálmi Þórðarson Skúli Bragi Magnússon Sverrir Páll Erlendsson Viddi Vúdú

Ábyrgðarmaður: Jóhanna Stefánsdóttir

Ljósmyndarar:

Gréta Sóley Sigurðardóttir Hrefna Ingólfsdóttir Jóhanna Stefánsdóttir Stefán Erlingsson

Efnisyfirlit:

Bls. 4 Ritstjórnarspjall Bls. 6 Ávarp Inspector Scholae Bls. 8 Eftirsjá Bls. 9 Ísland, bezt í heimi! Bls. 10 Stjörnugjöf Munins 2011 Bls. 12 Drama Lama Bls. 13 Litlausir leistar Bls. 13 60 sek með Vidda Vúdú Bls. 14 Ljósabekkjadýrkun Bls. 16 Sænsk tónlist Bls. 18 Stjórnarspjall Bls. 24 Síðasta Bls. 29 Guðni Halldór Guðnason Bls. 30 Söngkeppni MA 2011 Bls. 33 Gettu Betur Bls. 34 Venesúela Bls. 39 Fataskápurinn Bls. 40 Verslunarferð Bls. 42 Spurningakassi Munins Bls. 46 flikkMAlæf Bls. 47 Heitt/Afleitt Bls. 48 Dagur í lífi MAings Bls. 50 Heimshornaflakkarar Bls. 52 Er kaffi lausn allra heimsins vandamála? Bls. 53 Veistu hvað kaffi er ógeðslegt eitur? Bls. 54 Erasmus Bls. 55 Lundúnir Bls. 57 Bekkjarkerfið Bls. 58 Að baki dularfullra dyra Bls. 61 Mottukeppni Munins Bls. 66 Stúdentatal Bls. 71 Þakkarlisti

Prófarkalesarar: Arnar Már Arngrímsson Sverrir Páll Erlendsson Valdimar Gunnarsson

Umbrot og hönnun:

3

Auðbergur Gíslason Daníel Freyr Hjartarson Helen Hannesdóttir Jóhanna Stefánsdóttir Sóley Úlfarsdóttir

Njóttu........


ritstýra

aðstoðarritstjóri

ritstjórnarspjall

Sóley Úlfarsdóttir var kvosin í Munin í dag en er pínu stressuð fyrir því að byrja :$

gjaldkeri

Helen Hannesdóttir dúd hvað ég er hrædd við húsverði.

Like - Comment

Helen Hannesdóttir veit ekki alveg með þetta '93 módel sem var að joina elítuna...

Like - Comment

Viddi Vúdú everyday I'm shufflin'.

Like - Comment

Auðbergur Gíslason hlakkar til að vinna að nýju en samt sem áður frábæru blaði. P.S: Opinn fundur Varðar í kvöld - fríar pizzur!

Like - Comment

Hinrik Ólason Geggjuð AFS-helgi rétt svo að byrja! CAN'T WAIT!

Like - Comment

Jóhanna Stefánsdóttir Muninn......... aftur. FML.

Like - Comment

Daníel Freyr Hjartarson bananar og pylsubrauð ready fyrir allnighter. YEAH! Like - Comment

Sindri Már Hannesson sleikir upp auglýsendur. P.S: Ást á boozt.

Like - Comment

Árni Freyr Jónsson er bitchiiiin'!

Like - Comment

Hinrik Ólason fór í fjallgöngu í dag. Sá þar 2 hrafna á vappi. Ætli þetta hafi verið Huginn og Muninn? Like - Comment

Daníel Freyr Hjartarson fann þetta fína trúðanef heima hjá Goose. ELSKA LÍFIÐ!!!!!! Like - Comment

Árni Freyr Jónsson Ekkert jafnast á við einn rjúkandi heitan í bítið. Like - Comment

4

ritari

Jóhanna Stefánsdóttir þjálfaði nýja Muninskrílið upp í að crasha partý. Sé fram á góðan arftaka hérna! Like - Comment

Like - Comment

Sóley Úlfarsdóttir WINNIG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! lol JK væææl. Like - Comment

Auðbergur Gíslason sofnaði í kompunni, ekki í fyrsta skipti - ekki í síðasta skipti. Like - Comment

Jóhanna Stefánsdóttir Þegar hún er í FÍLING! Komin til að sýna, til að sýna mér að hún sé á LÍFI! Like - Comment

Sindri Már Hannesson Huginn eða Muninn? ÉG SÉ EKKI MUNINN :S Like - Comment


auglýsingastjóri

5

meðstjórnandi

umsjón með greinum

umsjón með greinum

takk fyrir okkur!


Ávarp Inspector Scholae Kæri lesandi

6

Þegar ég var í þann mund að ljúka námi mínu í 10. bekk í grunnskóla kom aðeins einn framhaldsskóli til greina fyrir mig; Menntaskólinn á Akureyri. Ég hefði eflaust spjarað mig ágætlega í öðrum framhaldsskólum, en af einhverri ástæðu datt mér ekki í hug að fara neitt annað. Það gæti hafa spilað inn í ákvörðun mína að þrír af fjórum bræðra minna stunduðu nám við skólann, bekkjakerfið var heillandi, félagslífið er frægt út um allan heim og kennararnir eru miklir meistarar. Þetta hafði ég heyrt, og hefur það óneitanlega haft áhrif á ákvörðun mína. Hvað það nú var sem olli henni, er ljóst að MA hefur eitthvert aðdráttarafl sem er svo sterkt að ég vil alls ekki fara héðan, ég viðurkenni það fúslega. Þetta hafa verið ómetanleg ár í lífi mínu, en það þýðir ekkert að væla, því allt tekur enda. Ég predikaði það í síðasta ávarpi mínu að menn verða að hætta að bíða eftir hamingjunni, og njóta augnabliksins. Þess vegna ætla ég ekki að skrifa einhvern grátspistil og einblína á að það góða sé nú búið. Nei, það kemur ekkert gott upp úr því, lesandi góður. Ég var spurður að því í viðtali um daginn hvort ég teldi menntskælinga stolta af því að geta kallað sig MA-inga. Ég velti spurningunni aðeins fyrir mér og svaraði síðan játandi. Við höfum margt til að vera stolt af, dæmi um það er upptalningin sem nefnd var hér að ofan, auk hinnar sterku samkenndar sem einkennir okkur í skólanum. Við erum sterk heild, og höfum til að mynda okkar eigin skólasöng, við höfum sérstök MA-lög, MA-klappið og allar hefðirnar sem gera okkur einstök. Við getum einfaldlega ekki verið annað en stolt af þessu. Sem formaður nemendafélagsins hef ég fengið þann heiður að vinna með fjölda manns og fyrir vikið kynnst mörgu góðu fólki, bæði nemendum og starfsfólki, á þessu síðasta ári mínu hér í skólanum. Innan veggja skólans er að finna hvern snillinginn á fætur öðrum, sem margir hafa sett svip sinn á félagslífið í vetur og gert það jafn viðburðaríkt og raun ber vitni. Gettu betur liðinu okkar tókst að endurvekja áhuga MA-inga á þessari stórskemmtilegu keppni

með því að komast í sjónvarpið eftir tveggja ára fjarveru þaðan. Leikfélagið okkar setti upp alveg hreint stórskemmtilega sýningu, stjórnin setti met í fjölda gleðidaga og karla- og konukvöldin hafa sjaldan verið jafn umdeild, svo fátt eitt sé nefnt. Já, þetta er búinn að vera dásamlegur tími. En það er vissulega tilgangur með þessari skemmtiferð sem menntaskólagangan er: Hinn eftirsóknarverði hvíti kollur, sem er eitt skýrasta merkið um afrakstur menntaskólanema. Nú munum við 4. bekkingar, ef allt fer eins og það á að fara, verma misstór höfuð okkar með húfunni góðu. Mikið hlakka ég til, þótt tilfinningarnar séu blendnar, eins og áður hefur komið fram. En við sem kveðjum skólann getum huggað okkur við að minningarnar munu alltaf lifa. Menntaskólinn á Akureyri er skólinn okkar og fáir skólar rækta sambandið við brautskráða nema jafn vel og hann. Mig grunar að þú sért alveg að fara að fletta yfir á næstu síðu, og þessvegna ætla ég ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég vil hvetja alla menntskælinga til þess að taka sem mestan þátt í félagslífinu, hvort sem það felst í vinnslu skólablaðsins, starfi í stjórn Hugins eða einfaldlega að keppa í einhverjum fíflaskap á kvöldvöku. Njótið tímans á meðan þið eruð hér, annars munið þið sjá eftir því. Tíminn bíður ekki eftir neinum. Að lokum vil ég þakka öllum sem ég hef fengið að vinna með í vetur, bæði nemendum og starfsfólki skólans. Þið eruð yndisleg. Ég vil þakka öllum menntskælingum innilega fyrir stuðninginn í vetur, þátttaka ykkar í viðburðum félagslífisins hefur verið ómetanleg. Sérstaklega vil ég þakka stjórnarmeðlimum mínum, þeim Jóni Þór, Þorsteini, Darra, Snorra, Ingu, Valtý og Rakel, fyrir frábært samstarf. Ég hef eignast nýja vini til framtíðar, og þeir finnast ekki hvar sem er. Nýkjörna stjórn, ykkur óska ég alls hins besta í störfum ykkar næsta vetur, ég veit að þið munið standa ykkur eins og hetjur! Menntaskólanum á Akureyri óska ég sömuleiðis velferðar í framtíðinni. Takk innilega fyrir mig. Óli Dagur Valtýsson Inspector Scholae 2010 - 2011


7


Eftirsjá...

Sér mest eftir að hafa ekki gert: Tekið meiri eðlisfræði. Sér eftir að hafa gert: Farið í efnafræði.

8

Jón 4. U

Sér mest eftir að hafa ekki gert: Taka meiri þátt í félagslífi og kynnast fleira fólki. Sér eftir að hafa gert: Hanga alltaf utan í árganginum mínum eftir að ég kom heim úr skiptinámi.

Brynjar 4. FH

Sér mest eftir að hafa ekki gert: Taka þátt í einhverju eins og t.d. Muninn, langaði að grilla aðeins meir. Sér eftir að hafa gert: Vandræðalegir mánudagar.

Sér mest eftir að hafa ekki gert: Lært betur. Sér eftir að hafa gert: Saminami dótið í útskriftarferðinni...

Sigrún 4. U

Eva 4. G

Hildur 4. A

Umsjón: Sindri & Sóley

Þegar fer að líða að útskrift fjórðu bekkinga hefst oft alvarleg sjálfsskoðun og blússandi vantrú. Af hverju féll ég eiginlega í efnafræði 203? Af hverju reyndi ég ekki við böðulinn minn? Af hverju er ég ekki meðstjórnandi Hugins?

Sér mest eftir að hafa ekki gert: Stofnað til vináttu við Jón Má. Sér eftir að hafa gert: Að hafa fallið í eðlisfræði & efnafræði.

Myndir frá hausti 2008


Ísland, bezt í heimi! Pálmi Þórðarson

Ef það er eitthvað sem Íslendingar eru þekktir fyrir úti í heimi, annað en stórbrotna náttúru og artý tónlistarmenn, þá er það þjóðarstolt okkar. Og er það mjög skiljanlegt. Hvaða önnur þjóð getur stært sig af jafn dramatísku landslagi, jafn rótgrónum siðum, bókmenntaarfi sem á sér engan líka og sjálfstæðisbaráttu sem hófst með hinu frábæra baráttuöskri, „Vér mótmælum allir!“ Já, við erum svo sannarlega stórkostleg, einstök og mikilvæg. En allt er gott í hófi og um aldirnar hefur hér þróast úr heilbrigðu stolti rótgróin og ýkt þjóðernishyggja byggð á misskilningi og stórmennskubrjálæði. En það er í raun ekki beint okkur sjálfum að kenna. Á meðan þjóðir Evrópu og Asíu skiptu um landamæri, tungumál og yfirstjórn aftur og aftur vorum við hér á þessu skeri í nánast algerri einangrun í rúm þúsund ár. Eðlilega þróaðist samstíga þessari einangrun, þjóðarsál sem einkenndist af dálítilli sjálfhverfni, íhaldsemi og almennri biturð. En auðvitað var einangrunin ekki alger, við höfðum samband við Norðmenn og Dani og ja, fáa aðra. Kannski örfáa franska sjómenn sem slysuðust í land á Fáskrúðsfirði. En reynsla okkar af samskiptum og samvistum við aðrar þjóðir var svo gott sem engin, og sést það kannski allra best á því að ekki bara einu sinni, heldur tvisvar, drápum við alla Dani sem hér voru búsettir. Þegar tuttugasta öldin rann í garð, vorum við fátækasta land álfunnar, en það voru verðlaun okkar fyrir þjóðernisrembinginn. Auðvitað var það ekki okkur að kenna heldur voru það helvítis Danirnir sem einokuðu landið, en ekki sjálfskipaðir átthagafjötrar, vistarbönd og almenn íslensk íhaldsemi sem hélt aftur af venjulegri þróun. En svo fengum við sjálfstæði eftir áralanga og erfiða baráttu sem margir segja að hafi hafist á orðunum sem

„En reynsla okkar af samskiptum og samvistum við aðrar þjóðir var svo gott sem engin, og sést það kannski allra best á því að ekki bara einu sinni, heldur tvisvar, drápum við alla Dani sem hér voru búsettir.“ ég skrifaði hér í upphafi. Í raun er samt líklegt að þessi orð hafi aldrei verið sögð, heldur hafi nokkrir íslenskir ráðamenn muldrað örfá ókvæðisorð um danska konunginn þegar dönsku sendimennirnir löbbuðu út úr ráðhúsinu, en breytt svo sögunni eftirá. En hvað sem því líður þá vita allir að eftir að við fengum sjálfstæði fór hagur landsmanna strax að vænkast. Við vorum greinilega jafn frábær og við héldum og allt fyrrum böl fjandans Dönunum að kenna. Okkar nýja ríkidæmi gat engan veginn stafað af því að Bandaríkin hlúðu að okkur eins og vængbrotnum fugli og dældu í okkur peningum og atvinnumöguleikum á meðan á seinna og kalda stríðinu stóð. Létu eftir öllum okkar óskum og nýttu pólitískt vald sitt og ótakmarkað vöruúrval til þess að sefa þjóðina og vernda hana frá öllu illu, því ekki vildu þeir missa þjóðarsálina til Rússlands.

9

Svo rann upp tuttugasta og fyrsta öldin í allri sinni dýrð. Kalda stríðinu var lokið og herinn farinn. Verndarengillinn horfinn á braut en það átti ekki eftir að halda aftur af

„Íslenska þjóðarsálin er eins og illa upp alinn smákrakki, heimtufrekur og sjálfhverfur, [...] sem aldrei lærði að umgangast aðrar þjóðir á leikvellinum og er fullviss um að heimurinn sé alltaf að leitast við að koma höggi á hann.“

okkur. Við vorum orðin vön því að á okkur væri hlustað, að fólk tæki mark á okkur og að við ættum bókstaflega skilið að vera númer eitt. Þegar efnahagurinn tók óraunhæfan og ótrúlegan kipp, hrópuðu allir húrra og sveifluðust með í þjóðernishyggjuvímunni. Hrokinn var orðin svo almennur að þegar blaðamaður í Danmörku skrifaði grein um græðgi og yfirgang Íslendinga á viðskiptasviðinu var honum hótað meiðyrðamáli og hann húðskammaður af ráðamönnum þjóðarinnar sem og forsetanum sem gátu ekki trúað slíkum ósóma upp á bestu syni landsins. Þegar allt svo hrundi á endanum varð að finna sökudólg og lágu útrásarvíkingarnir þá einstaklega vel við höggi, enda voru þeir ýktasta holdgerving íslensks hugsunarháttar sem fyrir fannst, hugsunarháttar sem einkennist af hroka og skort á hæfileikanum til að sjá villu síns vegar. Fáum datt í hug að ásaka sjálfa sig og þjóðernisstoltið sem leiddi þá í ógöngur, stoltið sem hefur haldið aftur af okkur, fjötrað okkur og reist okkur upp til þess eins að fella okkur aftur þegar kemur að því að horfast í augu við raunveruleikann. Það er nefnilega algerlega ólíðandi í huga Íslendings að nokkurt neikvætt tímabil í sögu landsins sé okkur að kenna og að sama skapi alveg ómögulegt að nokkurt jákvætt tímabil sé öðrum en okkur að þakka. Íslenska þjóðarsálin er eins og illa upp alinn smákrakki, heimtufrekur og sjálfhverfur, alinn upp af ofdekrandi foreldrum sem hlífðu honum fyrir raunveruleikanum, sem aldrei lærði að umgangast aðrar þjóðir á leikvellinum og er fullviss um að heimurinn sé alltaf að leitast við að koma höggi á hann. En við skulum samt ríghalda í mikilmennskuna og steita hnefann í loftið, berjast gegn afleiðingum stoltsins með enn meira stolti og öskra okkur hás yfir óréttlætinu þangað til kröfum okkar er mætt, hverjar sem þær þá eru. Við eigum það jú skilið.


Mötuneytið *** Vel eldaður heimilismatur, gott andrúmsloft, hresst starfsfólk ásamt öðru tryggir mötuneytinu glás af stjörnum. Margar vináttur MAinga sem og annarra hafa myndast þar yfir glóðvolgum hádegismat í einfaldri eyðu. Eina sem vinnur á móti þeim eru hinir svokölluðu mötuneytisdólgar, eða algjörir melir eins og nýkjörinn skemmtanastjóri kysi að kalla þá. Hættið að troða ykkur og verið þolinmóð, starfsfólkið á ekki skilið dólg.

STJÖRNUGJÖF MUNINS 2011

TóMA * Nei bíddu... hvað er TóMA? Huginn ***** Sjaldan hefur sést jafn glæsileg stjórn í gegnum árin og akkúrat þessi (þ.e.a.s. sú gamla, lol). Frábær árshátíð, Ratatoskur, mögnuð kynjakvöld o.fl. o.fl... Útlitið skemmir svo sannarlega ekki fyrir. Auk þess eru þau yndislegir nágrannar og við elskum þau öll með tölu. Hæsta einkunn. Kaffivélin *** Hvernig myndi maður komast í gegnum daginn ef ekki væri fyrir þessa elskulegu vél? Hún á það þó til að gleypa peninginn manns en á móti því kemur að sá næsti á eftir manni fær frían glaðning í bollann sinn og góðverk dagsins er komið. Rauði herinn *** Þótt skó-mafían geti verið erfið geymir herinn þó demanta sem geta bjargað gráleitum þunglyndisdögum með brosinu og skemmtilegu spjalli. Hlynur ********** Við ætlum ekki að skrifa langa lofræðu um Hlyn, því maðurinn er ólýsanlegur. Eina sem við viljum segja við hann er: Þúsundfaldar þakkir!! Hans verður svo sannarlega saknað. LMA **** Þrátt fyrir hótanir, kæru og að þurfa að rimpa út úr sér heilu leikriti og æfa á mánuði þá hefur leiksýning hjá LMA sjaldan tekist jafn vel. Frumsamið leikrit frá grunni, frábær leikur, söngur á heimsklassa og hljómsveit sem fækkar fötum. Hvað er hægt að biðja um meira? Þrefalt húrra og við hneigjum okkur öll. Bravó. Árshátíðin *** Mikil mistök hjá hljóðmönnum hátíðarinnar vörpuðu skugga á annars stórglæsilega árshátíð. Agnes Eva ***** Stelpan hefur sópað að sér verðlaunum fyrir mikla velgengni í náminu. Aðrir ættu að taka metnað hennar til fyrirmyndar!

10

PríMA ***,5 Þó atriðið þeirra á árshátíðinni hafi nú ekki toppað eftirminnilegt atriði DansMA um árið, telur ritstjórn það hafa verið með þeim betri hjá PríMA frá upphafi. Enda höfum við ekkert á móti busagellum í magabolum.

Kórinn ** Sungu þau ekki þrjú lög á árshátíðinni? Hversu stífar æfingar eru eiginlega fyrir árshátíðina, því persónulega langar okkur í þessar einingar sem þau fá fyrir að vera í kórnum. Gaman væri samt að sjá meira af þessum dúllum. Hárið á Óla ***** Óli Dagur Valtýsson endurskilgreindi hár. Orðið á götunni er að allir hárgreiðslumenn sem og konur á Akureyri og víðar keppist um að greiða Der Führer, enda maðurinn fádæma glæsilegur. Arftaki hans er fyrir löngu síðan búinn að gefast upp á þessari fyrirfram töpuðu baráttu og íhugar að raka af sér hárið til að spara sér skömmina. Stuðningsliðið í Morfís ***,5 Þessi ósigur MA gegn MR á eftir að vera ritaður í sögubækurnar. Ekki vegna glæsilegrar frammistöðu ræðumanna, heldur vegna þess að stuðningslið MA var framúrskarandi. Hvernig fórum við að því að tapa með þessa stuðningsmenn? Það er með öllu óskiljanlegt og MR-ingar ættu að skammast sín fyrir þessar örfáu hræður sem mættu til að styðja þá. Sveiattan – MA númer eitt, MA númer tvö, MA númer þrjú, fjögur, fimm, sex, sjö! Sjoppan * Byrjaði vel og fær plús fyrir viðleitni en velgengnin var skammlíf. Hvar eru samlokurnar? Við viljum tortillur! Lærið svo að gefa rétt til baka, án djóks. NýDönsk * Þó þessi hljómsveit sé í miklum metum hjá flestum MAingum fá þeir samt ekki nema eina stjörnu fyrir hræðilega frammistöðu á árshátíðinni og vandræðalegu umfjöllunina sem fylgdi. Vatnsvélin **** Á síðastliðnu ári hefur hlutfall þeirra sem falla í yfirlið vegna andremmu samnemenda sinna minnkað um tæp 60%. Menn vilja meina að aðal orsök þess sé tilkoma vatnsvélarinnar, enda hafa Menntskælingar sjaldan verið ferskari eða í jafn góðu andlegu jafnvægi. Frábært framtak hjá 94 módelunum, vonandi að svona nýjungagirni viðhaldist.


Hvort er betra að fjárfesta í enskum mygluostum, námi eða ljóðlist? Svarið er á fjárráða.is

Frímann Gunnarsson, fjármálasérvitringur

11

Hvar er Jón Már?


Drama Lama Frá fæðingu hafa foreldrar okkar imprað á því að við eigum ekki að rugga bátnum. Við eigum bara að jarma í takt við hinar hvítu kindurnar, skorðast í meðalveginn, ef svo má að orði komast. Oftar en ekki mistekst það, utanaðkomandi áhrif verða því valdandi að til verða grænar kindur sem reyna hvað eftir annað að sýna og sanna statement sín með útliti og persónuleika. Í leikritinu Drama Lama fylgjumst við með baráttu Daníels Einarssonar sem þarf að ákveða hvorum megin í haganum hann ætlar að bíta gras. Ætlar hann að gera eins og foreldrarnir og velja sér meðalmennskuframa eða ætlar hann að hlusta á Dalai Lama norðursins og gera eitthvað geggjað? Ætlar hann að vera svartur sauður eins og Stebbi Waage eða mannréttindasinni eins og Sonja? Hvernig í ósköpunum á Daníel að geta ákveðið nokkurn skapaðan hlut þegar togað er í hann úr öllum áttum? Drama Lama er ekki skrifað sem ádeila. Jú vissulega getur þetta á einhvern hátt talist vera hárbeitt samfélagsádeila á snargeðveika útlitsdýrkun og böl heimsins. Ef ég ætti að greina verkið á heimspekilegan hátt myndi

12

ég segja að Daníel tákni okkur unglingana, Jón Borgar væri þá táknmynd tískuheimsins, útlitsdýrkunar og persónuleika. Sonja er samviska okkar allra, litla gargandi röddin sem minnir í sífellu á að til eru stærri vandamál í heiminum en útlit okkar. Mamman og pabbinn eru foreldrarnir sem pakka okkur í kassa og vilja ekki sjá okkur týnast í kapphlaupi kapítalismans. Daníel, og þá allir unglingar, búa við sífellt áreiti um ákvarðanatökur og útlit. En á endanum erum við svo alltaf minnt á það þegar við erum búin að taka út þetta ferðalag sem unglingsárin eru, að við erum öll eins. Verkið á því að kenna okkur að undir þessu öllu, búningunum og farðanum, erum við öll jafn berskjölduð. Þó að þú spreyjir eina hvíta kind græna er hún samt alltaf hvít kind innst inni. Við ættum ekki að gera mun á hvítum kindum, svörtum sauðum eða þeim sem jarma ekki í takt. Við ættum að umfaðma þá sem eru sérvitrir og öðruvísi, hætta bara að pæla í þessu og vera við sjálf, rugga bátnum, sökkva honum eða bara róa í takt. Hvað sem það er sem fleytir okkur áfram. En eins og segi, þá er þetta ekki ádeila.

Silja Björk Björnsdóttir


Dalai Lama

Ljósmyndir: Jenný Gunnarsdóttir, 3.A

Áttavilltur og súr gekk ég inn í myrkvað Rýmið. Sýrukennd tónlist ómaði og eitthvað svart sem ég hafði séð móta fyrir á gólfinu byrjaði að hreyfast. „Hvað er nú þetta eiginlega?“ spurði ég sjálfan mig. Í ljós kom að þetta voru dökkklæddir kvenmenn, dansarar, líklega hluti af leiksýningunni. Svitinn perlaði af vöngum þeirra, næser... Framhaldið var af svipuðum meiði; hressar danssenur, fallegt kvenfólk og eggjandi hljóðmenn. Hin nakta rokksveit Šçvtΐl Wüm var smekklega komið fyrir á palli þar sem hún blasti við alla sýninguna. Augu flestra beindust óhjákvæmilega að mottu prýddum trommaranum. Sveitin var massíf, órjúfanlegur hluti af verkinu. Auðvelt var að setja sig í spor vel greiddra persónanna, þær voru vel leiknar, súrar og saklausar. Brandarar heppnuðust og hlátrasköll bergmáluðu síendurtekið um salinn. Þetta var það leikrit LMA sem ég hef séð smella hvað best saman. Drama Lama - Dalai Lama sýndi okkur heim þar sem unglingar eru óttaslegnir yfir ótímabærum lífsákvörðunum í bland við fáránlegar aðstæður sem skapast í kringum kynlíf og önnur samskipti kynjanna. Leikritið dró upp skoplega og eftirminnilega mynd af okkar eigin heimi. Leikritið gerði mig vandræðalegan, glaðan og heillaði mig upp úr skónum. Þorsteinn Hjörtur Jónsson 3.X

LMA sýndi á dögunum leikritið Drama Lama - Dalai Lama, leikstýrt af Garúnu og Silju Björk. Leikritið var skemmtilegt og bráðfyndið en það fjallaði um Daníel sem stendur frammi fyrir því að taka ákvörðun um hvað hann ætlar að verða í lífinu. Daníel er að verða átján ára og hefur ekki hugmynd um hvað hann vill fá út úr lífi sínu og er gjörsamlega ráðvilltur. Þessi leit Daníels að því hvað hann vill verða í framtíðinni er sett fram með ótrúlega fyndnum og dramatískum söguþræði. Leikararnir stóðu sig allir frábærlega en að okkar mati stóð Snorri Eldjárn þar upp úr sem sturlaði lögreglustjórinn. Einnig er verðugt að minnast á hjónakornin Kristján og Sigurbjörgu og þeirra snilldarframmistöðu sem hinir sérviskulegu og yndislegu foreldrar Daníels. Hvort sem það var Sigurbjörg að gráta yfir jólaskrautinu eða Kristján að missa sig í samkynhneigðinni. Förðunarfólkið kepptist við að skipta um hárgreiðslur og laga málninguna og ekki má gleyma tónlistarfólkinu sem setti þrípunktinn yfir i-ið. Auk þess fannst okkur dansarar sýningarinnar vera yfirgengilega góðir! Þessi leikhópur var samansafn af hæfileikaríku fólki og gaman var að sjá hve mikið er til af því fólki innan veggja Menntaskólans á Akureyri. LMA, takk fyrir frábæra skemmtun og til hamingju!

13

Ástríður Ríkharðsdóttir og Katrín Reimarsdóttir 4.I


Litlausir leistar Sokkar. Hver gengur ekki í þeim? Sá sem gengur ekki í sokkum brýtur allar félagslegar sem og ófélagslegar reglur, honum er útskúfað og fólk kallar viðkomandi rugludall og allt að því geðbilaðan. Gott dæmi um þetta eru hippar. Þeir gengu oftast ekki í sokkum – hvar eru þeir núna? Útdauðir að öllum líkindum. Fólk vill meina að þetta sé vegna berfætisblæti þeirra. Hvað myndi hinn hefðbundni nýnemi gera ef Jón Már mætti honum á táslunum einum saman og byði honum í sínum virðulega tón, góðan daginn. Virðuleikinn færi allur í handaskolum. „Af hverju er maðurinn ekki í sokkum?” myndi nýneminn velta fyrir sér. Sokkar eru nefnilega tær snilld og einn mikilvægasti aukahluturinn sem við göngum í. Þó hefur ekki verið lagður slíkur metnaður í þetta hingað til. Hví einkennir slíkt litleysi okkar grámyglulega hversdagsleika? Myndi það ekki veita ljósi og hamingju í líf okkar að í hvert skipti sem við lítum niður í tvöfaldri íslensku sjáum við allan regnbogann stappandi á gólfinu úr óþolinmæði eftir því að þessar

bévítans ljóðgreiningar taki enda ? Væri ekki skemmtilegra að sjá eitthvað sem líkist Gay Pride 2007 eða þá brasilískri kjötkveðjuhátíð? Því miður er þetta ekki raunin. Halda mætti að fæturnir á okkur væru að fara í jarðarför dag eftir dag klæddir í hvítt og svart og nóg er komið að greinarhöfundi finnst. Því mælir undirritaður með að lesendur drífi sig á sínum litlausu leistum í Tiger eða Accessorize og gleðji sjálfa sig og aðra með því að versla sér inn eitt frumlegt sokkapar.

XOXO Viddi Vúdú

60 sek með Vidda Vúdú

Nafn: Viðar ,,Viddi Vúdú” Hildarson. Aldur: Ég var til þegar þú fæddist. Kyn: Tvítóla. Staða: Ég aðhyllist mormónatrú og er því í opnu sambandi með átta fríðum einstaklingum. Búseta: Mér var rænt af heimili mínu, en bý nú í Munins kompunni. Geisladiskur: Colour By Numbers með Culture Club. Matur: Þar sem ég er grænmetisæta með meiru ætla ég að segja kál. Íþrótt: Skólabaksund með frjálsri aðferð. Mottó: Enginn verður óbarinn biskup. Ég hef nú gaman af góðu Draumur: Að flytja í Huginskompuna. grilli eins og sést á þessari Áhugamál: Ferðalög, sokkar, lestur myndsprengju. Myndin er góðra bóka og uppstoppun villtra dýra.

Ég hjá Taj Mahal í Indlandi.

tekin í París.

T.v.: Við Gerard frá Frakklandi á Norðurpólnum.

14

T.h.: Þarna er ég sultuslakur að pósa á Kínamúrnum.

Þarna erum við Johan frá Svíþjóð komnir til Machu Picchu.


Ljósabekkjadýrkun „Ljósa-bekkur KK Áhald með sterkum lömpum sem gera menn brúna með útfjólubláum geislum, lykst um notandann þannig að ljósið skín báðum megin á hann, sólbekkur“ Þann 23. mars á síðasta ári samþykkti Alþingi tillögu þáverandi heilbrigðisráðherra um bann við ljósabekkjanotkun barna yngri en 18 ára. Í framhaldinu var lagt fram frumvarp sem var samþykkt 14. júní. Nú um áramótin tók það gildi og… blablabla. Sem sagt, núna mega litlar flögur og femmur ekki fara í ljós. Lúkkið er þar af leiðandi algjörlega ónýtt.

Geislarnir örva framleiðslu D-vítamíns í húðinni og geta haft læknandi áhrif á húðsjúkdóma, eins og t.d. sóríasis og exem. Geislunin er einnig notuð til að sótthreinsa loft og vatn, þar sem hún drepur ýmsar óæskilegar örverur. En í ljósabekkjum er svo sannarlega ekki verið að sótthreinsa loft eða vatn, kannski er verið að reyna að halda exemi eða sóríasis niðri en í langflestum tilvikum er verið að reyna að fá lit á kroppinn. Ekkert að því. En málið er að útfjólubláa geislunin getur skaðað kollagen og því flýtt fyrir öldrun húðarinnar. Hérna stangast því á tvær nútímahugmyndir um fegurð: Annars vegar að vera sólbrúnn og „frísklegur” og hins vegar að vera unglegur fram yfir sjötugsaldur.

„Jú, ég hata það ekkert þegar ég fæ lit á framhandleggina og brjóstkassann í júlímánuði, en að vera heltanaður á Íslandi í DESEMBER?“ Hvernig púllar maður aflitað hár, eða blásvart litað hár án þess að vera sjúklega tanaður og fluttur líka? Ó, guð hjálpi þessum greyjum. Hvernig eiga þau að komast af? Flögurnar eru ekki þær einu sem stunda ljósabekkina. Reyndar virðist einungis lítill minnihluti ekki gera sér reglulegar ferðir í þá. Að vísu hafa Íslendingar farið í ljós svo áratugum skiptir. Fermingarbörn jafnt sem fólk á þrítugsaldri stundar þetta. Ég er viss um að langflest vitum við hvað ljósabekkur er, en hvað á sér eiginlega stað þar? Hljómar notalega, ekki satt? Skoðum þetta nánar. Lampar með útfjólubláum geislum? Fyrir þá sem ekki vita kemur hér örlítil útskýring á virkni þeirra.

15

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er sem er eftirsóknarvert við að vera tanaður. Jú, ég hata það ekkert þegar ég fæ lit á framhandleggina og brjóstkassann í júlímánuði, en að vera heltanaður á Íslandi í DESEMBER? Þið eruð ekki að blekkja neinn. Staðreyndin er sú að aðeins þeir sem falla undir það sem Karl Berndsen myndi eflaust kalla ,,dökku týpuna”, halda sólbrúnkunni yfir veturinn. Við hin, sem ekki föllum undir dökku týpuna, erum af hinum svokallaða hvíta

kynstofni og búum á þessari litlu eyju lengst út í rassgati, verðum að sætta okkur við að vera föl og örlítið grá og guggin yfir háveturinn. Heilbrigð sólbrúnka er mjög falleg. Hinsvegar virðast margir sem taka þá ákvörðun að leggjast undir krabbameinsperurnar í Stjörnusól falla í þá freistni að stunda bekkina óhóflega og verður útkoman oft miður falleg. Það má svo sem taka það fram að höfundur er rauðhærður og á þess vegna erfitt með að verða fallega brúnn, en hægt er að velta einu fyrir sér: Á Íslandi, þar sem sólin skín aðeins þriðjung ársins – er í alvöru eftirsóknarvert að líta út eins og glóaldin um miðjan desember? Bergrún Andradóttir Mynd: S. Úlfarsdóttir

„Hvernig púllar maður aflitað hár, eða blásvart litað hár án þess að vera sjúklega tanaður og fluttur líka?“


- Tåc

k så

Bergrún Andradóttir Hulda Hólmkelsdóttir

Svensk Musik

myck

et!

Ahhh Svíþjóð. Land ódýrra húsgagna, kjötbolla og Sigurlínu Rúllugardínu Nýlendínu Krúsímundu Eiríksdóttur Langsokks, og síðast en ekki síst góðrar tónlistar. Svíþjóð er ekki ýkja fjölmennt land og er það mörgum hulin ráðgáta af hverju landið getur alið af sér svo góða tónlist. Sænsk tónlist nær lengra en í Basshunter. Já, tónlistarflóra Svía er margbreytileg og skemmtileg og ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk, bæði útbrunnar diskódívur jafnt sem sveittir rokkarar. Undirritaðar eru miklir áhugamenn um sænska tónlist og finnst hún alveg jättebra! Maskinen samanstendur af þeim Herbert Afasi Munkhammar og Frej Larsson sem gerir það einnig gott með Slagsmålsklubben (e. Fight Club). Það kannast eflaust flestir Menntskælingar við boðskap þeirra félaga um að allir þeir sem dansa ekki séu nauðgarar. Þeir spila hresst electro/hip-hop. Við mælum með Dansa med Vapen Masshysteri spilar pönk. Fjörugt pönk. Lögin einkennast af skemmtilegum röddunum þeirra Roberts og Söru og gítarlínurnar eru tær snilld. Bitrir textarnir passa furðuvel við glaðlega tónlistina og Masshysteri höfðar því ekki aðeins til anarkista. Hér er á ferðinni pönk fyrir 21. öldina. Við mælum með Dom kan inte höra musiken og Hatkärlek Robyn er drottning dansgólfsins og Íslandsvinur mikill (lesist: hún hefur komið hingað einu sinni og spilað á Airwaves). Hún fékk sinn fyrsta plötusamning þegar hún var aðeins 16 ára gömul árið 1995. Eins og flestir tónlistarmenn á þeim tíma spilaði hún sykursætt píkupopp í ljótum íþróttagöllum. Hún hefur sem betur fer breyst og þroskast með tímanum og tískunni og er í dag harðjaxl sem spilar feel-good electro pop sem vel er hægt að dansa við. Við mælum með Body Talk seríunni Tallest Man on Earth er eins manns band Kristian Matsson. Hann spilar mellow krúttó folk tónlist á gítarinn sinn og syngur með viskírödd. Hann plokkar strengina af kostgæfni og eins og flottur youtube notandi orðaði svo vel: “röddin hans er blanda af nauðgara sem vinnur á pizzastað og Kristi þegar hann fann fyrir ólýsanlega sársaukanum negldur á krossinn. Svo guðdómleg. Bara vá.” Við mælum með The Dreamer Lykke Li er hress 25 ára pía með skrítna rödd sem spilar yndislega indie/ folk/electro tónlist. Hún hefur einnig coverað lög eins og A Milli með Lil’ Wayne, Hustlin’ með meistara Rick Ross og Knocked Up með Kings of Leon. Hún gaf út sína aðra plötu, Wounded Rhymes, í byrjun mars. Við mælum með Dance Dance Dance og Sadness Is A Blessing Ef lesendum líst vel á það sem við höfum nefnt hérna bendum við einnig á gítardrifið indie með Shout Out Louds, swing hip-hop sveitina Movits!, Afasi & Filthy, gítarsnillinginn José González, jazz heilana í Koop að ógleymdum vini okkar allra, Basshunter.

16


Harðkjarni í Svíþjóð

A

llir sem hafa snefil af áhuga á þungarokki vita að Svíar kunna sitt fag hvað það varðar og rúmlega það. Sænska þungarokkssenan er geysilega frjó eins og svo oft áður og því tilvalið að fara yfir allt það mikilvægasta sem er í gangi. Jättekul! Eitt það sem einkennir sænska þungarokkið er að þar er hægt að finna heimsklassabönd í öllum stefnum. Margir myndu halda að heimavöll svartþungarokksins sé að finna hjá frændum vorum í Noregi, og er það í sjálfu sér ekki svo fjarri lagi, en þessa dagana eru heldur meira spennandi hlutir að gerast í Svíþjóð. Sænskur black metal þekur allan skalann en þar má finna bönd eins og Funeral Mist, öfgahröð últrabönd eins og Dark Funeral og svo hnitmiðaðri bönd eins og Necrophobic. Eitt band ræður þó ríkjum í þessum flokki, band sem stofnað var upp úr rústum Dissection eftir að söngvari þess framdi vægast sagt ritúalistíkt sjálfsmorð. Hljómsveitin sem um ræðir er að sjálfsögðu Watain en þeir eru þekktir fyrir fátt annað en að taka sitt ramm-sataníska svartþungarokk alla leið. Með nýjustu afurð sinni, Lawless Darkness, hafa þeir stimplað sig inn sem eitt virtasta bandið innan sinnar stefnu og fengu meira að segja sænsku grammý verðlaunin á dögunum fyrir fyrrnefnda plötu!

Ekki einungis kunna Svíar að klæða sig í leður og ákalla myrkrahöfðingjann, heldur kunna þeir alveg að framleiða pönk. Lengi hefur borgin Umeå þótt eitt sterkasta vígi Evrópu þegar kemur að pönki en þangað eiga bönd eins og Refused og DS-13 rætur sínar að rekja. Eitt slíkt band er Regulations, þeir eru alveg þokkalega eitís áðí. Bönd í svipuðum fílíng

17

eru til dæmis U.X Vileheads og Fy Fan (besta hljómsveitarnafn fyrr og síðar, fyrir utan Jesus Cröst). Mikilvægasta bandið í þessu samhengi er samt án efa Totalitär, plata þeirra Vi är eliten og það er eiginlega bannað að fara í partí án þess að hafa rennt þessari plötu allavega einu sinni í gegn. Eitt það besta sem undirrituðum finnst við sænskt pönk er að lunginn af því er sunginn á sænsku.

Svíar eiga auk þessa eina tónlistarstefnu skuldlausten. Það er keðjusagaþungarokk, eða d-beat eins og það heitir í útlöndum. Þar eru menn að blanda saman dauðarokki og pönki með afar einkennandi gítarhljómi sem hljómar jú eins og keðjusög. Hér ber að nefna bönd eins og Disfear, Wolfbrigade og að sjálfsögðu vini okkar í Entombed, sem hafa heiðrað okkur íslendinga tvisvar með nærveru sinni. En fyrst við erum farin að tala um Entombed getum við alveg eins farið að skoða sænskt dauðarokk. Hljómsveitir eins og Opeth, At The Gates og Bloodbath eru með þekktari hljómsveitum Svía og allt eru þetta dauðarokkssveitir. Hér dugir þó ekki að staldra við heldur er nóg að frétta af öðrum vígvöllum. Meðlimir hljómsveita eins og Grave og Nirvana 2002 voru án efa skólabræður Jesú, en þessar hljómsveitir eru ennþá að gera frábæra hluti enn þann dag í dag. Síðast en ekki síst er af nógu að taka fyrir unnendum typparokks. Hér hafa bönd eins og Dozer og Mustasch verið að gera gott mót í áraraðir. Já börnin góð, af nógu er að taka, hér er eitthvað fyrir alla. Puss och kram grabber, puss og kram! Dagur Bollason


Umsjón: Jóhanna Stefáns

stjórnarspjallið

Hvaða týpa í rómantískri gamanmynd væri Óli Dagur: a) Draumaprinsinn sem er „too good to be true“ en er síðan svikinn með veðmáli eða einhvers konar lygi b) Rosa töffari sem verður síðan ástfanginn og hættir að vera „dick“ c) Gifti vinurinn sem er alltaf að gefa væmin ráð d) Góði gaurinn sem er nýkominn úr sambandi, deitar eftir það fullt af ömurlegu fólki, en fer svo til útlanda og finnur ástina Inga: b), af því hann er rosa töffaralegur, óviðeigandi dickhead, en myndi vera drullu krúttlegur ástfangin dúlla. Þorsteinn: c), Óli þykist alltaf vita betur og svo er hann væmnari en fólk er flest. Endar alla fundi á „Love u guys :)“. Rakel: d), Óli er einfaldlega svo góður inn við beinið og á allt gott skilið. Snorri: Ætli ég verði ekki að segja b) því Óli og Danny Zuko eru með eins hár. Rétt svar: Haha mér líst vel á d)-liðinn, voða flókið og dramatískt eitthvað. Ef að Darri fengi sér húðflúr, hvað og hvar væri það? Þorsteinn: Krúttlegt Kínatákn á ökklann sem táknar „Allar mínar raunir“. Jón Þór: „Made in USA“ á rassinn. Snorri: Hann myndi fá sér LMFAO yfir bakið. Rakel: Grænt epli á rasskinnina. Valtýr Aron: Kúluís á kinn. Rétt svar: EXIT ONLY fyrir ofan rassinn.

18


Hvernig barnabók myndi Valtýr Aron skrifa? Jón Þór: Hugleiðsla fyrir börn. Darri: Um nauðsyn þess að lemja aðra. Óli Dagur: Um krakka sem á enga vini en verður vinsæll þegar hann blæs út af steranotkun. Inga: Japanska teiknimyndasögu, sem enginn skilur. Rétt svar: Ég myndi skrifa bók sem myndi opna hug ungra lesenda fyrir Austurlöndum fjær en myndi á sama tíma kenna þeim um mátt jákvæðni, jákvæðra hugsana og að allir geta allt sem þeir ætla sér. Sérstaklega ef þeir hafa gaman af því sem þeir eru að gera og leggja sig alla fram á sínum eigin forsendum. Hvað óttast Inga Bryndís mest af öllu?

Hversu oft á dag lítur Jón Þór í spegil? Valtýr: Hversu miklum tíma eyðir Jón Þór í að gera eitthvað annað en að horfa í spegil? Snorri: Ef markgildi væri tekið af því, þá stefndi það í óendanlegt. Óli Dagur: Úff, í eiginlegan spegil: 20 sinnum (en hann getur fundið spegilmynd af sér í ótrúlegustu hlutum). Darri: A.m.k. aðra hverja mínútu.

Óli Dagur: Að Kvennafrídagurinn verði lagður niður. Rakel: Að ég fái stærri brjóst. Valtýr Aron: Vandræðaleg móment. Þorsteinn: Stjórnleysi. Jón Þór: Karlrembur. Snorri: Durtana. Rétt svar: Að kettir yrðu einhvern tímann jafn stórir og mannfólkið og gætu talað.

Rakel: Ekki eins oft og hann vill. Rétt svar: Aldrei nógu oft. Hvernig myndi Þorsteinn fara að því að safna einni milljón á einum degi? Inga: Hann myndi grilla og selja pullur á Ráðhústorgi. Valtýr: „Hey, vinan, straujaðu bara Huginskortið, þett‘er ekkert mál“. Snorri: Ein milljón fyrir Þorstein a.k.a. Carlos á einum degi er smotterí... Hann þénaði meira þegar hann var 10 ára. Óli Dagur: Fara niðrí banka, blikka dömuna, og segja: „Hey beib, Gjallinn þarf eina kúlu út af reikningi Hugins, ekki seinna en í gær“. Rétt svar: Fá auðkýfinga til að heita á mottuna mína fyrir gott málefni og hirða svo ágóðann. Hver er helsti kostur Rakelar? Inga: Hún er fáránlega góðhjörtuð skvíza. Jón Þór: Fáránlega skipulagt eintak. Þorsteinn: Hún er hljóðlát. Óli Dagur: Hún fílar bernaise sósu.

19

Rétt svar: Ég er keppnissöm. Er það kannski galli? Og jú, ég klára alltaf af disknum mínum.


Fyrir hvað verður Snorri frægur? Inga: Kynþokkafyllsti maður HÍ. Óli Dagur: Fyrsti STÆ-kennari MA til að meika það sem leikari í Hollywood. Rakel: Hann verður frægur trúbbi. Jón Þór: Busaleikja. Eða kannski fyrir tvíeykið Jón og Snorri. Rétt svar: Erfitt að velja eitt þegar maður er bestur í öllu, en ég er mjög góður að juggla með þrjá bolta. Ég verð fyrsti ljónatemjarinn á Íslandi, stofna sirkus og verð fyrsti maðurinn í heiminum sem jugglar með þrjá bolta á meðan ég tem ljón. Hvernig er fullkominn dagur í augum Rakelar? Darri: Að Stjórnin hlusti á hana :/ :D Inga: Sofa út, lesa góða bók, fara svo að skipuleggja eitthvað með Stjórninni. Enda svo á góðu bernaise kúri. Jón Þór: Rosalegur þynnkudagur með kæró og pizzu og bernaise, hrínandi yfir góðri gamanmynd. Valtýr Aron: Ferskur morgunverður, bursta í sér tennurnar, nudd, „morgunleikfimi“, pottur, bernaise, líta við á heimilinu sem hún er í forsvari fyrir sem hlúar að börnum sem hafa að erfitt, bernaise, leikhús með sínum heittelskaða og svo „kvöldleikfimi“ fyrir svefninn. Þorsteinn: Heima með bernaise og góða mynd í tækinu. Rétt svar: Yndislega rólegur helgardagur þar sem ég geri bara það sem ég vil með elsku bestu vinunum mínum og sæta kærastanum mínum. Væmið? Já, ég veit. Hver væri versti mögulegi staðurinn fyrir Darra að vera gómaður sofandi? Jón Þór: Bakvið DJ-græjurnar á Kaffi Akureyri á laugardagskvöldi. Valtýr: Á heimili píu þar sem tengdafaðirinn myndi alls ekki vera sáttur með nýja tengdasoninn. Óskiljanlegt þó, því Darri er pottþéttur gaur. Hann getur samt ekkert gert af húðlitnum sínum. Ekki vera með þennan rasisma. Snorri: Í tíma hjá Essó. Rakel: Inni í Nætursölunni.. hvers manns martröð. Óli Dagur: Nakinn við hliðina á Begga, Snorra og Pacas. Rétt svar: Einhvers staðar þar sem reiður kærasti eða fyrrverandi kærasti myndi whoop my ass. Það væri mjög vont. Hver er stærsti draumur Ingu Bryndísar? Darri: Að giftast Richard, flytja til Spánar og taka þar endalaus Harry Potter maraþon. Snorri: Að geta sofið út alla daga og fengið borgað fyrir það. Rakel: Að vera stjórstjarna í spænskri sápuóperu. Óli Dagur: Að fá að hitta LMFAO gaurana og djamma harkalega með þeim. Jón Þór: Að verða annar kvenforseti Íslands í sögunni. Valtýr Aron: Að verða senjorita með stór brjóst! Nei... bíddu...

20

Rétt svar: Að fá borgað fyrir það að ferðast um heiminn.


Hvað er fullkomið djamm í augum Jóns Þórs? Inga: Byrja daginn á því að fara í Spa og ljós, grilla með félögunum, bærinn á KAK, a.m.k. 4 sleikar, einn af þeim við Jón Heiðar og þú veist.....

Hvar myndi Óli Dagur vilja eyða ævinni ef hann fengi bara að velja einn stað?

Darri: Starta með handboltanum, keyra sig í gang, detta í 2-3 sleika, segja Jóhönnu Stef að hún skilji hann og enda með einhverri solid gellu. Þorsteinn: Nokkrir Brynjólfar með boyzunum, nettur taktur í stofunni og slells niðrí bæ. Rakel: BJÓR & MEIRI BJÓR, svo gellur. Rétt svar: Eftir að Karó hætti er fullkomið djamm ekki lengur til, annars er ágætt að spila scrabble á Götubarnum. Hvaða tvö orð lýsa best lífsstíl Þorsteins? Darri: Silent but violent? Snorri: Laid back. Óli Dagur: Verða að vera 3 orð: Flottör, þéttör og nettör. Valtýr: Lævís húmoristi + gyðingur. Rakel: Grill og gleði.

Rakel: Á barstólnum á sólarströnd. Snorri: Á svölum skýjakljúfurs að drekka Jack Daniels og reykja einn kúbverskan með mér. Valtýr: Huginskompan. „Ég er Inspector!“. Inga og Darri: Á Bessastöðum. Jón Þór: Í kompunni. Rétt svar: BODRUM! (baabiríbirí bammá biribirí bammbá Waka Waka ey...)

Inga: Kærófaggi og grillari.

Fyrir hvað yrði Valtýr Aron stoppaður í öryggisgæslu á flugvelli?

Jón Þór: Gallup meistari. Rétt svar: Oftast nettur. Hvað myndi Snorri gera ef hann myndi vakna í rúmi á milli Begga og Pacas? Óli Dagur: Síðast þegar það gerðist minnir mig að hann hafi lagað kaffi og skriðið síðan upp í aftur. Þorsteinn: Skjóta inn brandaranum: „Hvað gerði ég í gær og af hverju vaknaði ég í himnaríki?“. Inga: Halda áfram að kúra. Jón Þór: Öskra „DJÉMLEEE VÚHH!“, ná í paintball-byssu, skjóta þá báða og hlaupa út. Rakel: Biðja um að vera spoonaður.

21

Rétt svar: Það væri frekar skrýtið að vakna þar á milli en þar sem að Beggi er blindur þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af hans viðbrögðum, þá þyrfti ég bara að hafa áhyggjur af Pacas. Ætli ég myndi ekki poke-a hann á Facebook... Hver í fokkanum er samt Pacas?

Þorsteinn: Ólöglegan vopnaburð á upphandleggjum. Óli Dagur: Fyrir að taka klukkutíma í að reyna að lækka verðið á helvítis fluginu. „Ná betri díl“. Rakel: Fyrir að virðast high – en samt bara high on life. Inga: Fyrir að vera með funky grænt te. Snorri: Að flytja inn ólöglega Pokémona. Rétt svar: Vera búinn að fara of oft í gegnum hann og vera búinn að vingast við starfsmennina sem myndu púlla einhvern nasty hrekk.


22


23


Síðasta sms sem þú fékkst: „Hi þú ert Rosalega Falleg og mig langar að kynnast þér ef þú hefur áhuga btw ég er gaurin sem er með þér i tíma :D“ Síðasta máltíð: Big Fat Ass Hamburger!!! :D Síðasta lag sem þú hlustaðir á: Perhaps, Perhaps, Perhaps by Doris Day. Síðasta bíómynd sem þú horfðir á: Notebook. Síðasta bók sem þú last: Killing Mr.Griffin.

Nilli

Síðasti þáttur sem þú horfðir á: Þátturinn heitir Allo Allo, gamlir breskir þættir; alveg hreint æðislegir. Síðasta sms sem þú fékkst: Það var frá vinkonu minni: „ertu ekki í stuði“. Síðasta máltíð: Gulrótasúpa að hætti mömmu og pönnukökur í eftirrétt. Amma varð 80 í dag. Síðasta lag sem þú hlustaðir á: Það var þarna hvað heitir það, Sönn íslensk sakamál. Síðasta bíómynd sem þú horfðir á: Death on the Nile sem er spennumynd byggð á bók Agatha Christie sem ber sama titil. Síðasta bók sem þú last: Rússland Pútíns, mjöög átakanleg bók. Síðasta deit sem þú fórst á: Þá bauð ég stelpu í leikhús á Nei, ráðherra! þar sem við skemmtum okkur konunglega. Síðasta sem þú keyptir þér: Skyrta úr Herragarðinum í Kringlunni. Síðasti status sem þú gerðir: Vá, hvað ég man það ekki! Ég held ég hafi samt skrifað „bagg, bílar,busta, búströr án gríns bestu 4-b í heimi“. Þetta er smá einka húmor en ég held þetta hafi verið síðasti status sem ég gerði.

S 24

Síðasta deit sem þú fórst á: Last week með some weird boy sem ég náði ekki einu sinni að connecta. Síðasta sem þú keyptir þér: Í dag keypti mér bíl! :D Síðasta útland sem þú steigst fæti á: Fyrir 3 weeks, fór til Danmerkur. Síðasti status sem þú gerðir: „I love my life“. Síðasta sem þú pantaðir á barnum: Vatn og það var seinustu helgi. ;D

Vala Grand Blaz Roca

Síðasta máltíð: Einhver fjölkorna brauðsneið með tómat, sinnepi, osti og lauk. Ekkert spennandi við það. Sé semi eftir því að hafa farið í þetta. Hræðilegt. Ég ætla að gubba. Síðasta lag sem þú hlustaðir á: Uppáhalds lag mitt í langan tíma, La Rage með Keny Arkana sem er skuggaleg frönsk rappstelpa. Síðasta bíómynd sem þú horfðir á: Fór á eitthvað rómantískt gamanmyndaógéð sem ég man ekkert hvað var annað en góð áminning um að leyfa ekki píu sem þú þekkir lítið að velja mynd. En sá hins vegar þar á undan Micmacs eftir einn uppáhaldsleikstjórann minn Jean-Pierre Jeunet sem gerði líka Delicatessen og Amelie. Frábær í alla staði. Síðasta bók sem þú last: Var að klára Out of Mao´s Shadow eftir Philip Pan. Er að klára líka Nelson Mandela – Conversations with myself sem eru skrif Mandela í fangelsinu á Robben Island. Á líka lítið eftir af Hopes and Prospects eftir mega vel séða gyðinginn Noam Chomsky. Síðasta sem þú keyptir þér: 5 ára Centenario romm frá Costa Rica. Síðasta útland sem þú steigst fæti á: Sá Liverpool – Everton á Anfield í janúar. Fáránlega vel séð. P.s. Það er í Englandi. Síðasti status sem þú gerðir: „Það er vísindalega sannað að fólk sem fer inn á tónlist.is og kýs BlazRoca vinsælasta tónlistarmanninn (fyrir Íslensku tónlistarverðlaunin) er hefí hott lið sem er sköggalega mikið að frétta!“ Síðasta sem þú pantaðir á barnum: Ég pantaði „Fidel Castro“ sem er einnig þekktur sem „Havana Ginger“ og einnig þekktur sem „Rottweiler“ á Prikinu. Það er 7 ára Havana Club með Engiferöli, smá grænum Mickey Finns og límónusneið.

Í Ð A


Síðasta sms sem þú fékkst: „Hvar ertu homminn þinn?“ Fékk þetta í nótt frá Ásgeiri Kolbeins eða The Kolbfather. Kolb skilur ekki að ég er atvinnubodybuilder og get ekki verið fullur föst og lau allar helgar. Síðasta máltíð: Kickstartaði þessum sunnudegi áðan með goodshit ommilettu. Síðasta lag sem þú hlustaðir á: On The Floor með J-Lo. Ég get ekki annað en hrist á mér kúlurassinn þegar ég heyri þetta lag! Síðasta bíómynd sem þú horfðir á: Assasins með Sly Stallone. Það er ekki til léleg mynd með Slæjaranum. Síðasta bók sem þú last: Supertraining heitir hún. Ég er alltaf að lesa mér til hvernig ég get komið mér og öðrum í gott form sem fyrst. Síðasta deit sem þú fórst á: Humarhúsið í gær, það klikkar seint. Síðasta sem þú keyptir þér: Keypti mér í gær Monster Pump til ég gæti pumpað mig hroðalega upp á æfingum og virkað massaðari en ég er. Síðasta útland sem þú steigst fæti á: Það var USA, ég var orðinn of skafinn, prósentan var það neðarlega að ég var nær dauða en lífi. Ákvað þá að fara til USA að fita mig aðeins upp.

Haffi Haff Síðasti þáttur sem þú horfðir á:

Gillz

Simpsons episode, Who shot Mr.Burns?. Síðasta máltíð: Nachos with chips, hahaha. I was at the movies damn it!!! Síðasta lag sem þú hlustaðir á: Contessa off my album. I suggest that anyone who feels different or alone to please listen to that song. It’s about one of my oldest friends, and what she went through. Síðasta bíómynd sem þú horfðir á: The Rite with Anthony Hopkins. Síðasta bók sem þú last: The manual for Logic Pro.. anyone familiar with music programs will know what I’m talking about. Síðasta deit sem þú fórst á: I’ve never really been on a real “Date”. Síðasta sem þú keyptir þér: Cocoa Puffs and Bensin, haha. Síðasti status sem þú gerðir: “Gym time... and check this out. Just amazing... and very moving. Thanks Steina sweetie. Opened my eyes....” with a link to The Teen Files - Part 2: Lines that Divide Us. Síðasta sem þú pantaðir á barnum: Hahaha, in Hawaii about 2 months ago. I don’t drink that often.

Umsjón: Jóhanna Stefáns

Tobba Marinós Síðasti þáttur sem þú horfðir á:

S 25

Makalaus auðvitað! En ætla að horfa á Good Wife í kvöld. Síðasta máltíð: Froosh smoothie í morgunmat. Ætla í sushi í hádeginu og er byrjuð að slefa! Síðasta lag sem þú hlustaðir á: Baby með Justin Bieber – vinnufélagi minn syngur það stanslaust. Og já, hann er fullorðinn og ekki samkynhneigður. Síðasta bók sem þú last: Diamond Mind – hugleiðslubók. Mæli með henni. Síðasta deit sem þú fórst á: Með kærastanum mínum í gærkvöldi. Sushi og hvítvínsglas og svo var komið við á YoYo í smá jógúrt ís. Wunderbar! Síðasta sem þú keyptir þér: Hvítvínsflaska – wow sounds bad! En á undan því var það sjúkur kjóll í Warehouse fyrir Makalaus frumsýningarpartýið. Síðasta útland sem þú steigst fæti á: Danmörk, var að vinna að næstu bók þar í síðasta mánuði. Ógó dýrt að vera þar en sjúklega gaman. Læk! Síðasta sem þú pantaðir á barnum: Vatnsglas – alltaf vatnsglas á milli annars tapar maður kúlinu og verður fáránlega þunnur.

T A ?


26


27


Hvar er Jón Már?

Sjón- og linsumælingar alla virka daga. Allar tegundir linsa. Daglinsur, mánaðarlinsur, silicon linsur, litalinsur, sjónskekkjulinsur ofl.

28


Guðni Halldór Guðnason

,

[...] við hjálpum fólki að svara spurningunni: ,,Hver er ég?"

29

Við erum ekki samtök og við styðjum hvorki trúfélag né stjórnmálaflokk. Það er hægt að vera í skólanum að læra í mörg ár þar sem við höfum fleiri en 400 námskeið á boðstólum og sum þeirra tekur nokkur ár að klára, t.d. heilunarlistir.”

Guðni Halldór Guðnason Þessi starfsemi sló á fyrsta degi rækilega í gegn og nú er skólinn starfræktur í 40 löndum í öllum heimsálfum. Fyrir þetta hefur Guðni fengið viðskiptaverðlaun, bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Í Japan virðist þó vera langmesta gróskan í heilunarmálum. Aðspurður um ástæðuna fyrir dvöl sinni í Japan svaraði Guðni: ,,Japan er stærsti markaðurinn okkar og því bý ég hér. Við starfrækjum fleiri en tvöþúsund stöðvar með hundruð þúsunda manns sem hafa farið í gegnum námskeiðin okkar. Meðalheilunarstöð hér í Japan veltir um einni milljón á mánuði sem sýnir fram á vinsældir þjónustunnar. Námskeiðin okkar eru alltaf fullsetin af tvö- til þrjúhundruð manns og þegar ég held fyrirlestra er alltaf fullt.”

Árið 1995 stofnaði hann menntastofnunina Modern Mystery School í Colorado í Bandaríkjunum. Aðspurður um starfsemi skólans svaraði Guðni: ,,Þetta er meta-physical school og við hjálpum fólki að finna sig og svara spurningunni: ,,Hver er ég?“ Við gerum þetta með fræðum á borð við Kaballah, alkemíu, Shamanisma, heilunarlistir, launhelgi, stjörnuspeki, skyggniþjálfun, esp, bardagalistir, seremóníska magík og fleira. Við erum skóli svo við krefjumst þess Guðni hefur notað peningana sem ekki að fólk gangist til liðs við neitt. hann hefur þénað til ýmissar

starfsemi í Japan og nú síðast keypti hann fleiri tonn af birgðum og lét færa starfsmönnum kjarnorkuversins í Fukushima. Guðni vill meina að íslenskur uppruni hans hafi alið í hann dugnað og eljusemi. ,,Það sem hefur kennt mér mest í lífinu er íslenskur uppruni minn og það sem pabbi kenndi mér var að vinna hart og að gefast aldrei upp. Núna í þessum kjarnorkuhamförum er ég ennþá hér í Tókýó og er ekki á leiðinni neitt. Ég verð hér að hjálpa mínu fólki. Við höfum bíla sem við erum að senda inn á svæðið af því að enginn annar gerir það. Allir eru svo hræddir við geislavirkni og þá á bara að láta allt þetta fólk sem er þarna inni með ekkert bara deyja. Nei takk, ég fer þangað sjálfur ef þess þarf. Við erum búin að senda þrjá bíla núna og meira að fara í þessari viku.”

,

Eftir bankahrunið forðum hefur fréttaflutningur af íslenskum athafnamönnum erlendis verið mjög stopull. Þeir sómamenn sem lönduðu áður hverjum samningnum á fætur öðrum hafa dregið sig í hlé og halda mætti að sumir hafi horfið sporlaust. Þrátt fyrir þetta umfjöllunarleysi eru enn til Ís-lendingar erlendis sem vinna frumkvöðlastarf og hafa getið sér góðan orðstír innan afmarkaðs geira. Einn þessara Íslendinga er Guðni Halldór Guðnason, íslenskur viðskiptafrömuður sem hefur undanfarin ár alið manninn í Tókýó í Japan. Guðni er fæddur þann 9. maí árið 1958 og ólst upp í Reykjavík. Hann stóð á rúmlega tvítugu þegar hann fluttist til Svíþjóðar og hóf þar nám, en þar nam hann sálfræði með áherslu á kynlífsfræði. Þar rak hann einnig lífvarðaskóla, auk þess að leggja stund á allskyns bardagalistir. Eftir að hafa lokið námi frá Gautaborgarháskóla lá leið hans til átthaganna á ný og starfrækti hann um árabil líkamsræktarstöð í Reykjavík. Eftir nokkurra ára rekstur leitaði hugurinn á stærri mið og hann sneri seglum sínum að Bandaríkjunum.

Nei takk, ég fer þangað sjálfur ef þess þarf.

Það er aðdáunarvert að lesa um þrekvirki Guðna Guðnasonar erlendis. Spurningin sem brennur á vörum manns er hvernig hann hafði andlegt þrek í að byggja upp slíkt veldi. Guðni svarar léttur í lund: ,,Ef þú vilt vera andlegur lærðu þá að vinna með hjartað - ekki heilann - ekki hugsa! Nei, ekki hugsa um þetta sem ég var að segja - láttu þetta fara í gegnum hjartað. Þegar þú heyrir þetta, snertu hjartað í þér og láttu það verða ,,feeling”. Þegar þú ert að læra í skóla, gerðu það sama og þú munt vita hvort það sem kennarinn er að kenna er rétt eða ekki. Við getum ekki lært að vera andleg - bara verið það. En það er um að gera að vera ,,compassionate warrior“ og hjálpa öðrum eins og við hjálpum okkur sjálfum.” Almar Daði Kristjánsson, 3.HI


Söngkeppni MA 2011 Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri fór fram þann 24. febrúar síðast liðinn. Fimmtán atriði tóku þátt í ár en það var Sunna Friðjónsdóttir með lagið Proud Mary sem bar sigur úr bítum.

Þórlaug Ásta Sigursteinsdóttir Wish You Were Here - Pink Floyd Uppáhalds kennari í MA? ,,Stefán Þór.”

Tinna Ingólfsdóttir Ég vil ekki stelpu eins og þig - Utangarðsmenn Um hvað hugsar þú þegar þú ert að syngja?

,,Ásdísi Rán og fleiri ógeðfellda kvenmenn eins og Paris Hilton og aðrar almennar skinkur.”

Snorri Eldjárn Hauksson Plug in Baby - Muse Uppáhalds líkamspartur? ,,Lærin á mér.”

Silvía Rán Sigurðardóttir Sometimes - The Noisettes Ef þú fengir að velja á milli fótboltans og söngsins, hvort myndir þú velja?

,,Fótboltann, því ég æfi hann en ekki sönginn, meiri framtíð í fótboltanum. Söngurinn er meira eitthvað sem ég hef gaman af.”

Logi, Hinrik, Guðbjörn, Mummi & Sveinn For the Longest Time - Billy Joel Eruð þið með danshöfund?

,,Nei, þetta kom bara frá innsæinu.”

Killer babes & the black guy Thriller - Michael Jackson Hvaðan kom hugmyndin að þessu atriðið?

,,Í baði... svo kom mamma inn hummandi Thriller og við byrjuðum á fullu að syngja þetta.”

30


Sunna Friðjónsdóttir Proud Mary - Tina Turner

Hver er fyrirmynd þín í söngnum?

,,Celine Dion.”

Katharina Ragnhildur Lethaus Thinking of You - Katy Perry Telur þú þig vera næstu Lenu frá Þýskalandi?

,,Nei! Ég fíla ekki Lenu, ég ætla ekki að vinna, þetta er bara flipp.”

Ivalu Birna Falck-Petersen Warwick Avenue - Duffy Hvað ætlar þú að verða?

,,Ég ætla að vinna eitthvað við tónlist, en ég veit ekki ennþá hver hin vinnan verður.”

Írena Ösp Daníelsdóttir What’s Going On - 4 none blondes Í hvernig náttfötum sefur þú?

,,Í svona Snoopy bleikum náttfötum”

Ída Írene Oddsdóttir Kærleiksvísa - Regína Ósk Uppáhalds lag?

,,Lover You Should Have Come Over með Jeff Buckley”

Hrefna Jónsdóttir Summer of 69 - Bryan Adams Af hverju valdirðu þetta lag?

,,Þetta er svo hresst og skemmtilegt, ekki of notað og happy, það þekkja það allir.”

Hafdís Davíðsdóttir Vetrarsól - Gunnar Þórðarson Söngur eða dans?

,,Fokk... söngdans. Bý til það í framtíðinni ef það er ekki til nú þegar.”

Helga Maggý Magnúsdóttir & Freyr Brynjarsson Don’t Go Breaking My Heart - Elton John & Kiki Dee Hversu mikið eruð þið ástfangin á skalanum 1 - 10 og afhverju? ,,Klárlega 7,5, það er samt eiginlega bara útaf útlitinu.”

Dagur Þorgrímsson Desperado - The Eagles Mottó?

,,It’s not living that matters, it’s living rightly.”

31


32


Hinrik Ólason

Strákarnir okkar

Strákarnir eru stoltir af frammi-

33

stöðunni. Þarna komu þeir inn sem stigalægsta liðið eftir útvarpskeppnina og töpuðu naumlega fyrir liðinu sem vann; Kvennaskólanum. Þeir voru hæstánægðir þegar Kvennó vann MR. Það minnkaði tapið þeirra, þeir töpuðu jú fyrir liðinu sem vann allar viðureignir, og svo féll hið alræmda lið MR úr áskrift að Gettu betur sigrum. Þá langar að hvetja alla til að koma í inntökuprófið í MA-liðið næsta ár og sérstaklega stelpur sem létu ekki sjá sig á síðast.

Inga Bryndís Ma V a gni A ltý Hl r o nr J öð Si ón ver gu M rla ár ug

i

r

a rgs, n i g E igt r y S rir S v e rl l , Pá Bjarni og aðrir sem kepptu Mam við þá ma p Sp abbi Þ og h ur ór Ot öfu ning is tó nd aHó ar lm

nn i ha l r Jó tu r Ó ar ei Bj urg g Si

Sjónvarpskeppnin var hápunkturinn. Þeim fannst magnað að sjá samheldnina í MA-ingum; ,,Að það hafi farið nokkrar rútur af fólki suður til þess að horfa á, eða bara til að sitja utan við myndverið er náttúrulega frábært,“ sagði Einar Bessi. Kjartan bætti við að sigurskólinn hafi varla verið með stuðningslið: ,,Kvennó fyllti ekki einu sinni myndverið. Þar áttu menn í vandræðum með að fá fólk til að koma.“

r a k fá:

þ

kannast ekki við þá? Þessa auðmjúku þjóna þekkingarinnar sem stóðu sig eins og hetjur í baráttunni fyrir heiðri skólans. Strákarnir eru hógværir, vilja ekkert tala um kvenhyllina eftir keppnina, eru þakklátir fyrir allan stuðninginn og þeir tveir sem útskrifast í vor fara stoltir frá skólanum.

Séarkskta

Strákarnir í Gettu betur, hver

St e Kja lpa s rtan em ekki man hv heitira..ð. ...,,Svona er þetta,“ segir Þórir. Gaurinn sem sá um Pub-quizið á Karó og gaf þeim þúsund spurningar. Allir aðrir sem hafa gleymst en er vert að minnast.


Eygló Karlsdóttir, skiptinemi í Venesúela frá september 2009 til júlí 2010 8750 kílómetra að heiman

Venesúela

er nyrsta land Suður-Ameríku, staðsett við strendur Karíbahafsins og á landamæri að Kólumbíu og Brasilíu. Það er 916,445 ferkílómetrar að flatarmáli, eða um það bil níu sinnum stærra en Ísland og íbúar þess eru um 26 milljónir. Einn kaldan vetrardag settist ég niður með Eygló og spurði hana út í lífið í þessu landi þar sem hún dvaldi í níu mánuði á vegum skiptinemasamtakanna AFS.

„Hugmyndin um að gerast skiptinemi kviknaði fyrst hjá mér sumarið eftir 10. bekk, en svo um haustið fór ég í MA og þetta gleymdist allt einhvern veginn. Svo í janúar 2009, sá ég auglýsingu frá AFS og þá helltist löngunin yfir mig aftur og þá ákvað ég að fara.“ Hvers vegna varð Venesúela fyrir valinu? „Mig langaði til að læra spænsku, og mig langaði til Suður-Ameríku. Mér fannst hún alltaf rosalega spennandi. Mér fannst menningin heillandi, og ég sá fyrir mér strendur, Amazon-fljótið, suðræna tónlist og sól. Þegar ég var að sækja um sá ég lista yfir löndin sem voru í boði í Suður-Ameríku. Mér fannst öll löndin mjög spennandi, en það var eitt sem ég hafði aldrei heyrt minnst á áður,Venesúela og þess vegna ákvað ég að velja það.“

San Cristóbal „Staðurinn sem ég lenti á heitir San Cristóbal og er 600.000 manna „smábær“ skammt frá landamærum Kólumbíu og Venesúela. Stéttaskiptingin þar er mjög mikil en fólkið skiptist eiginlega í þrjár stéttir. Í fátækasta hverfinu bjó fólk við hörmulegar aðstæður, í kofum sem voru sumir búnir til úr bílflökum og bárujárnsplötum og krakkarnir hlupu berfættir í kring. Fátæktin var mjög sýnileg. Í aðeins fimm mínútna fjarlægð bjó ótrúlega ríkt fólk í risastórum húsum með óteljandi herbergi og þjónustufólki. Vinkona mín bjó til dæmis hjá hjónum sem áttu fimm bíla, þar á meðal tvo jeppa af sömu tegund en í mismunandi lit! Fjölskyldan mín tilheyrði hópnum sem var einhvers staðar þarna mitt á milli. Það var samt ekkert heitt vatn í húsinu mínu og rafmagnið var tekið af tvisvar á dag, í tvo tíma í senn, til þess að spara. Vatnið var líka alltaf að fara, einu sinni vorum við vatnslaus í fimm daga. Ég var mjög heppin með fjölskyldu, hún samanstóð af ömmu, frænku og litlum frænda. Þau tóku mjög vel á móti mér og voru rosalega indæl. Þau töluðu enga ensku, þannig samskiptin voru mjög erfið fyrstu dagana

34

og þá var ég stanslaust með orðabókina á lofti, en það varð bara til þess að ég lærði spænskuna miklu hraðar. Í nóvember gat ég skilið helling og bjargað mér í samræðum. Á gamlárskvöld strengdi ég nýhársheit ásamt vinkonu minni frá Þýskalandi. Við ætluðum að hætta að tala ensku við hvora aðra eða nokkurn annan. Við stóðum við það, og frá því í janúar talaði ég bara spænsku.“

Herkennsla og skólabúningar Geturðu lýst skólanum þínum? „Þetta var 200 manna skóli og nemendur á aldrinum tólf til sextán ára. Húsið var alls ekki stórt og hver kennslustofa var svona á stærð við G-15, og í mínum bekk voru 36 nemendur. Þar sem mjög þröngt var í stofunni var auðvelt að svindla á prófum með því að kíkja á næsta borð, og rosalega erfitt fyrir kennarann að hafa stjórn á hópnum. Borðin voru ekki þau þægilegustu, stóll með áfastri borðplötu sem var á stærð við A4-blað.“

,,Öll heimþráin, kostnaðurinn og allt tilstandið í kringum ferðalagið, er eitthvað sem enginn ætti að láta stoppa sig því það er allt þess virði."


Hvað viltu segja við þá sem eru að hugsa um að fara út sem skiptinemar? „Mér finnst að allir ættu einhvern tímann að prófa að dvelja í öðru landi því það opnar hugann svo mikið. Ég hef miklu minni fordóma en ég hafði áður, og hef áttað mig á því að heimurinn er svo miklu stærri en við höldum, Ísland er bara örlítið brot af því sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Ég hef líka áttað mig á því hvað við erum heppin. Það er ekki sjálfsagt að geta farið út að kvöldi til án þess að vera hræddur um að vera skotinn eða rændur. Það eru ótrúleg forréttindi að geta skilið bílinn sinn eftir ólæstan í fimm mínútur, vitandi að enginn á eftir að stela honum.

Var skólahaldið mjög frábrugðið því sem þú þekktir frá Íslandi? „Já, mjög svo. Metnaðurinn var mjög lítill, bæði hjá nemendum og kennurum. Það var auðvelt að svindla sig í gegnum skólann eða sleikja kennarann upp, og sumir borguðu hreinlega bara í gegnum skólann. Ég man að einu sinni var próf í eðlisfræði. Kennarinn gekk á milli uppáhaldsnemenda sinna og bauðst til þess að taka prófið þeirra og sleppa því að fara yfir það, og þá myndi hann gefa öllum 6 í einkunn.

Ég gerði fullt af hlutum sem ég hefði annars aldrei gert, ég lærði nýtt tungumál, kynntist nýrri menningu og síðast en ekki síst nýju fólki. Ég get ekki ímyndað mér hvernig lífið væri án vinanna sem ég eignaðist í Venesúela, þeir eru orðnir mikilvægur hluti af lífi mínu og ég get ekki beðið eftir því að hitta þá aftur. Öll heimþráin, kostnaðurinn og allt tilstandið í kringum ferðalagið, er eitthvað sem enginn ætti að láta stoppa sig því það er allt þess virði.“

Það var meiri áhersla lögð á að allt liti vel út á yfirborðinu heldur en velgengni í náminu. Stundum kom það fyrir að ákveðinn kennari kom inn í tíma til okkar, til að athuga hvort lengdin á pilsinu sem fylgdi skólabúningum væri í lagi, eða hvort stelpurnar væru með naglalakk, gervineglur eða strípur í hárinu. Strákarnir þurftu að vera í hvítum sokkum og girtir, og ef þeir voru með of mikið hár var þeim skipað að fara í klippingu áður en þeir kæmu næst í skólann. Sami kennari sá líka um herkennslu í skólanum, en hún var bæði bókleg og verkleg. Verklega kennslan fór þannig fram að allir gerðu heræfingar, gengu um og fylgdu skipunum í fjóra tíma, án nokkurs tilgangs. Bóklegu tímarnir voru tveir á viku og það voru einu tímarnir sem var hljóð í, vegna þess að krakkarnir voru skíthræddir við kennarann. Þar talaði kennarinn um hversu yndislegur forsetinn væri og hvað landið væri frábært. Refsing fyrir hávaða í tímum gat verið til dæmis að allir áttu að skrifa þjóðsöng landsins tíu sinnum niður, einnig söng fylkisins og borgarinnar. Það tók svona hálfa A5 stílabók!

Heimurinn er miklu stærri en við höldum Vissi fólk almennt eitthvað um Ísland? „Nei, fólk vissi alls ekki mikið um það. Ég fékk að heyra spurningar eins og:„Já, Ísland, er það ekki fylki í Þýskalandi?“ og „Er það norðarlega eða sunnarlega í Bandaríkjunum?“ Fólki fannst líka ekkert sjálfsagðara en að ég byggi í snjóhúsi, ætti ísbjörn fyrir gæludýr, borðaði fisk í öll mál og hefði aldrei heyrt minnst á rafmagn.“

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir

35


36


37


Trashmetalkvöld rauða hersins Í kvöld mun Rauði herinn halda sitt árlega trashmetalkvöld í Gímaldinu. Petrúnella Analía Ráðvarðardóttir, forsvarsmaður kvöldsins, sagði undirbúninginn hafa gengið eins og í sögu. „Já, þetta er allt að smella, Grélöð mætir með snakkið og Sveinsína með ídýfuna svo þetta stefnir allt í villt kvöld.” Vart þarf að taka fram að þemalitur kvöldsins er rauður og segir Petrúnella þær ekki ætla að tína upp ruslið eftir sig, nú sé komið að nemendum. Boghildur Meyvantsdóttir, kynnir kvöldsins, var afar spennt þegar við náðum tali á henni í gær. Hún ætlar að starta kvöldinu og taka fyrsta lagið: „Já, valið stendur á milli Sleiyer eða Mega Deth akkúrat núna, en ég bara hreinlega veit Aðspurð segist Petrúnella ekki vita af ekki hvort skal velja,” en hún var í óða önn við að mála sig eins hverju allt var löðrandi í diskabremsum og uppvakning og hafði því lítinn tíma til að spjalla. eftir kvöldið.

Kvos MA verðlaunuð Kvos MA hefur hlotið hin umdeildu verðlaun Gyllta rafmagnsstólinn fyrir að vera óþægilegasti samkomustaður á Norðurlöndum. Þess er vænst að Örn Þór, frönskukennari, veiti verðlaununum viðtöku á frídegi Svía 1. júní næst komandi. Hafði Menntaskólinn sigur eftir harða samkeppni við samkomublett úlfaveiðimanna í Finnlandi, sem kváðust afar ósáttir við niðurstöðu dómnefndar. Verðlaunastóllinn verður hengdur upp inni í lyftunni á Hólum. Skúli Bragi Magnússon

Vertu legend. Veldu EJS.

38

Fyrirmynd verðlaunanna, fréttaritari Munins áttar sig samt ekki á af hverju.


Fataskápurinn

Þuríður Sigurðardóttir

Vesti : Spútnik 4.500 kr Buxur : Gerði þær sjálf Skór : Frá ömmu

Samfestingur : saumaði hann sjálf Skór : Danmörk 7.000 kr

Dress: 40.000 kr Skór : Skór.is 8.000 kr

Kápa : Keypt í Róm 30 evrur Gleraugu : Keypt í Róm 10 evrur Skór : Dúkkuhúsið 7.000 kr 39

Buxur: Gamlar buxur af pabba sem ég klippti Peysa : Top Shop 8.000 kr Belti : Accesories 2.000 kr


Verslunarferð Þrír MAingar. þrjár búðir, þrír dagar og tæp milljón íslenskra króna.

Tónabúðin

Hafsteinn Jóhannsson

r. 17.500 k : a l ú k ó Disk í m vantar e s a in e ð Þa dási. partý á Vin

Ibanez g ítar, hvít ur: 49.900 k r. Því stelp ur elska gíta r.

Vintage ukulele, bleikt: 7500 kr. Því ég er ekki maður með DJ s mönnum nema ég eigi e Það tt, not bleikt ukulele, right? er ko a snúi min ð: 80.0 n sér a 0 ð atv tími til 0 kr. a innu ð men Dj Volu nsku me nni. Behringer, 600 W hátalari:

40

25.990 kr. . Því græjurnar í bílnum eru bilaðar

Samtals 180.890 kr.


the Pier

Guðmundur Oddur Eiríksson

Spegill: 499 0 kr. Til að geta sk oðað fegurð mína á hverju m degi.

tytta: s a d d Bú Svört kr. rir 5990 pinn fy o g ö j Ég er m arbrögðum. trú r. öllum 90 k 8 : i t er ks, Ilmk Hildi Hau gefa af góð Til að ð verði allt enni. a svo þ eima hjá h lykt h

kr. ta: 2990 Uglustyt m t uglan se Mér fanns óni Má svo af J stjórnin g aðra eins. Handáburður: 490 kr. í r a g n la ig flott og m Ég verð bara alltaf að vera með mjúkar hendur.

Hrólfur Ásmundsson

kr. i, er 0 8 d : 99 áf í hen mar r u f h Ó ahá aður vlt en son. x a m k L rs Hafi meira Ragna r u mað

: kyggni s u g u l F r. 2990 k ing hata Ég fokk t a, en ge geitung r ið svalu r e v t m sa . sa græju með þes

41

Samtals 15.350 kr.

Hornið

: ápur k s u Byss 000 kr. émon . 700 fyrir Pok a hirsl g g u Ör

Hattur: 3400 kr. Ef það skyldi nú fara að rigna Sva rtur to á Eistnaflugi, þá er gott að 1090 k by: r hafa hatt. Svo ekki sé talað Hentar .. ve um það að heilla gæsirnar. í markr l íl vertíðin a með Ú lfari Gunna rsyni.

Samtals 717.460 kr.


Af hverju? Spurningakassi Munins? Af hverju ekki? Í annað skiptið ákvaðum við í ritstjórn Munins að halda í aldagamla hefð sem endurvakin var fyrir ári síðan og bjóða nemendum menntaskólans að spyrja okkur spjörunum úr. Að venju voru það misgáfulegar spurningar sem við fengum, en við reyndum eftir bestu getu að finna svörin við sem flestum spurningum. Allar óviðeigandi spurningar fóru beinustu leið í græna kassann. Þess má einnig geta að við sáum okkur hvergi fært um að svara öllum spurningum sem okkur barst um Egil Örn, Sindra Vilmar, Hákon, Jóel og Tandra. Við biðjumst velvirðingar á því en vonum að þið njótið þess að lesa spurningarnar og svörin, og verðið með því fróðari um hin ýmsu mál. Hvenær er næsta karlakvöld? Á næsta ári. (skv. nýkjörinni Huginsstjórn) Hvað er ph gildið af Powerade? 2,75.

Af hverju eru busarnir svona litlir í ár? Allir eru litlir í samanburði við Hafstein í 1.A. Er ég lauslát? Fer algjörlega eftir aðstæðum. Annars getum við bent Er Jakub Erwin? Nei, öfugt. þér á mjög góð rafræn skyndipróf sem gefa þér góð og persónuleg svör. Hafðu bara samband. Af hverju fá busarnir okkar meiri Er Hanna Maja í 3.F á fkn virðingu en áður? Af hverju fá þeir lausu? fkn já. (skv. Facebook) ekki almennilega vígslu? Þetta eru nú bara 2-3 dagar eða vika! Það er ekki eins og þeir deyji. Megum nú alveg hafa gaman og leyfa þeim að DJÖS GRILLARI. fá almennilega vígslu! Þeim finnst Af hverju er Sindri Már með bæði linsur og það gaman.

Af hverju eru rauðhærðir svona áberandi fallegri en aðrir? Vegna þess að þau geta bara verið falleg að utan.

Hver er Hildur Mist? 17 ára fegurðardís í 3.HI. Hún er kassastarfsmaður í Hagkaup og kærasta Andra Fannars Stefánssonar. (skv. muninn.is og Facebook)

GALLA!

gleraugu í einu? Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu eru fleiri kvenkyns nemendur í MA heldur en karlkyns. Með þessari tækni vill Sindri tryggja að enginn karlkyns nemandi fari framhjá honum.

Er spurningakassi Munins í alvöru hliðið af töfralandinu Narníu? Já, ég veit það - ég gáði.

Það er synd að hefðin fyrir harðari vígslu sé að deyja út. Minni vígsla telst nú minni virðing, ekki satt? Defensor Moris og aðrir hefða-elskandi menntskælingar hafa mótmælt þessum nýfundnu kettlingatökum harkalega og reynt að fá Jón Má Héðinsson til að fallast á harðari vígslu, en hann er alfarið á móti þeirri hugmynd. Af hverju skrifarðu ekki bara grein í næsta blað til að vekja meiri athygli á þessu?

Er stærðfræðin lykillinn að lífshamingjunni? Nei, Muninn er lykillinn að

lífshamingjunni.

Hvað er Daníel? Fylltur hetjumóð.

Er Einar í 3.T svalur? Auðvitað er hann svalur, eins og allir MA-ingar.

Hvað þýðir supercalifragilisticexpialidocious? Aldeilis frábært. (skv. Urban Dictionary).

Af hverju er Arnar íslenskukennari svona Af hverju vill enginn æðislegur? Nemendur verða poke-a mig á Facebook? Án að leita svara við því sjálfir. Eins mætti spyrja þá nemendur sem hann hefur grætt og vísað úr tíma. (skv. Arnari Má Arngrímssyni)

Hvert er símanúmer Nökkva? 8235328. Hringdu ;)

42

Er Hulla Hólm í LMA? Nei.

Hvað er málið með hauskúpu stafinn ykkar? Fengum hann sem greiðslu fyrir auglýsingu hjá asísku tannlæknafyrirtæki. (Sjá nánar: 60 sek með Vidda Vúdú)

djóks? Elskan, ef þú ert virkilega að spyrja sjálfa þig (og Spurningakassa Hvernig veit maður að Guð sé Munins) að þessari spurningu þýðir til? Trúarbrögð snúast um að halda en ekki vita. það bara að þú verður virkilega að hætta á Facebook. Tafarlaust. Hvað tekur Jón Þór í bekk? 200 slétt. (skv. Jóni Þór Kristjánssyni)

Er ekki skrítið að 2.bekkjar Kvosin tæmist alltaf fyrst í löngu? WHY? Fólk í 2.bekk hefur mikinn metnað til þess að mæta á réttum

tíma, hlutfallslega mest af öllum árgöngum skólans.

Hvað varð um Rappbarbarana? Einn hljómsveitarmeðlimanna flúði land.

Er Tandri Gauksson virkilega til? Sjá vorblað Munins frá árinu 2010.


Af hverju er sjórinn saltur? Sjórinn er saltur vegna efna sem hafa veðrast úr bergi og borist í hafið með fallvötnum.

Á milli 7-10%.

Myndi Nietzsche taka þátt í mottumars? Hann þyrfti ekki að taka þátt til að vinna.

Af hverju er Óli Inspector alltaf að biðja fólk um að „leggj’ann“ á djamminu? Hann er að reyna að koma inn

Af hverju er Hinrik svona mökk sætur? Góð gen frá Grímsey. Er Daníel Freyr á lausu ? Oui! Lafandi. Hvað tekur Helen H í bekk? En Varon... :P Helen tekur 40 í bekk. Varon tekur Helen í bekk að taka 40 í bekk.

Kemur dagur á undan nóttu eða nótt á undan degi? Það besta sem Guð hefur skapað er nýr dagur.

Hver er uppáhalds bíómynd Sigurðs Ólafssonar og Níels Karlssonar? Muninn, þessa þarf að svara! Því miður þá svarar Muninn ekki illa fallbeygðum spurningum.

Af hverju er alltaf svona kalt í skólanum?

Það fer nú eftir byggingum skólans. Gamli skóli er t.d. alveg laus við að vera einangraður og því hefur veður úti mikil áhrif á hitastig í honum. Hólar eru kyntir með ofnum og heitu lofti frá loftræstikerfi hússins sem er stýrt frá tölvukerfi hjá húsvörðunum. Þar kólnar helst vegna opinna glugga og hurða. Svo er ákaflega misjafnt hvaða hitastig menn vilja hafa, það sem einum finnst passlegt þykir öðrum of heitt, en öðrum kalt.Ef þið viljið fræðast meira um þetta er ykkur alveg sjáfsagt að leita til húsvarðanna með fleiri spurningar á þessu sviði sem og öðrum sem þeir munu leitast við að svara. (skv. húsvörðunum okkar, þeim Jóni og Snorra)

Hver eru tengsl Egils Arnar við Frímúrararegluna? Ef ég segði þér það, yrði ég að drepa þig.

Hvað er Siggi Bjarklind gamall?

Hann er síungur og svalur en fæddur 1947 og er þá 63 ára og verður 64 ára 7. des. nk. (skv. Sigurði Bjarklind)

Hvort er heitara þegar stelpur hjóla eða labba í skólann? Það er alveg sama, á meðan þær gera það í sló mósjon.

Af hverju kemur dagur og nótt? Þegar dag gerir kvöld, þegar kvöld gerir nótt – hvort sem glasið er fullt eða glasið er tómt þá er ég til í allt.

Hvað heitir forystusauður rauða hersins? Það er elskan hún Baddý.

Hefur Ottó unnið Lottó? Pottó.

43

Hver er orsök hláturs Sindra Vilmars? Hlátur hans er vel heyranleg framsetning hans á hamingju eða glaðværð.

nýju trendi.. og vonar að þetta virki sem pikköpp lína. Hefur ekki virkað hingað til. (skv. Óla Degi Er Snorri með vagínu? Allavega ekki í bókstaflegri Valtýssyni) merkingu.

Valur Guðna eða Daði Freyr? Valur Freyr.

Hver er eiginlega þessi Bjarni Karls?

Hef heyrt að hann sé flottur..?

Fulltrúi 1.bekkjar í TóMA og meðlimur í LMA... allir frá Hrafnagili eru flottir.

Hvað er líkt með Sigurði Ólafs og Gaddafi? Þeir vita báðir hvað þeir vilja.

Hvað er Sindri Már með háa fituprósentu?

Hversu fullur þarf karlmaður/ungur herramaður að vera til að vera ófær um að stunda kynlíf? Of.

Hvað er málið með hökutoppinn á Degi Þorgríms í 2.X? Hann gerir það af því að hann getur það...?

Hver kveikti á diskóljósunum þegar Vigdís Finnbogadóttir var að halda ræðu? Sögusagnir segja að þar hafi Defensor Moris verið að störfum. Hver er Hrafn Logi Sig og afhverju heitir hann Hrafn? Hrafn Logi er nemandi í 2.F. Hann heitir Hrafn vegna þess að Muninn og Huginn voru þegar upptekin.

Bláar kanínur réðust inn um gluggann minn í gær. Hvað er rótin af fjórum?

Leitaðu þér hjálpar.


Hvaðan fékk Jón Þór þessar fallegu krullur? Frá Nigga.

Er hollara að drekka Diet drykki? Fer Snorri Eldjárn í sturtu? Það eru vissulega færri hitaeiningar í Diet drykkjum, en Mig minnir að það hafi gerst fyrir þeir eru hinsvegar alls ekkert hollari en aðrir gosdrykkir. árshátíðina, já. Þeir gætu meira að segja allt eins talist óhollari, jafnvel þótt þeir séu sykurlausir. Þeir fara álíka illa með tennur- Hvers vegna er Jóel alltaf að horfa nar vegna hárrar prósentu fosfórs- og sítrussýru, sem að á rassinn á mér? Vegna þess að þú eyða glerungi tannanna. Gervisykurinn örvar líka matar- ert með flottasta rassinn í skólanum. lyst og hvetur þá til löngunar í sætindi. Hvenær á ég að skila ratatosk miðanum? Allavega fyrir 2012.

Hver á að trolla þegar Dagur Bolla og Alexander Nökkvi eru útskrifaðir? Trollið fellur líklega niður, en í stað þess verður þeim mun meira af rickrolli.

Er hægt að drekka líkamsþyngd sína af Dr. Pepper með góðu móti? Er ekki nóg fyrir þig að

vera 33cl svalari?

Er Elva Katrín í fokking Fitness? Fokking já.

Hver ertu? Holdgervingur Rebeccu Black.

Er Villi Herrera skyldur Chuck Bass?

Hefurðu einhvern tímann séð þá báða á sama stað á sama tíma? ....Think about it. Er Skrjéllinn dauður? Hvað á maður að gera eftir MA? Fara á sjó.

Nei, hann fór á sjó.

Veit Einar Bessi svarið við þessari spurningu? Gettu betur.

Hvað er númerið hjá Darra? Hann er svo hot! 6933885. Hringdu :*

Hvað þýðir poke á Facebook? Snertu mig.

Hefur Gunnar Atli (3.X) einhvern tímann haft ekkert Hvaða HUNKS eru þetta með LMFAOMA? að gera í lífinu? Nei, hann er Hverjir aðrir en MeisDarrinn og Hafsteinn „McDickhead“ Jóhannsson. Þess nefnilega býsna duglegur við að má geta að þeir eru báðir á lausu og símanúmer þeirra beggja skráð á ja.is.. finna sér eitthvað að eyða tíma sínum í. Af hverju er James svona svalur? Hvers konar

Ætti maður að treysta kvk með loðna fætur? Myndir þú treysta kk með rakaða fætur?

spurning er þetta? Augljóslega vegna þess að hann er badass Asian.

Hvað þarf marga m/sek til að gjelaða hárið á Gumma í 3.T hreyfist? ∞ m/sek.

Notar Egill vefstjóri brúnkukrem?

Reyndar. Hann myndi eflaust bara brenna í ljósum, enda rauðhærður....

Af hverju er Þórir í 3.T alltaf með kvenmanns ilmvatn? Stelpur fíla stráka sem eru óhræddir við að sýna á sér kvenlegar hliðar.

Af hverju er Agnes í 3.T alltaf með fléttur? Hvað á Biggi stóri margar derhúfur? Hún sór eið. Hvað er mikið vatn í sjónum?

Af hverju er kassinn ekki „Ekki hlaupa með skæri nema þú sért að flýta þér bleikur? Það er í verkahring BleikMA að gera skólann bleikari. að klippa eitthvað.” (Tekið af bloggsíðu hans) Hafa einhverjir í Munins stjórn gert eitthvað saman dónó? Heh.........

Er það satt að Rakel Sigurðar hözzli með því að segja: „Hey sástu mig í Söngkeppninni?” Nei, hún er meira fyrir að segja „Hey sástu mig í korselettinu?” Getum við ekki fengið Varg Vikernes til að spila á árshátíðinni? Ef hann lofar að drepa engan.

Hvernig gengur með þessar dýnur í Kvosina, Þorsteinn Máni? Eins og í lygasögu skal ég segja þér! 40 betri dýnur komnar, Kvosin hefur aldrei verið mýkri! (skv. Þorsteini Mána Óskarssyni)

Af hverju er ugla einkennismerki skólans? Ugla er tákn visku. Við vonum að það hafi ekki verið menntskælingur sem setti þessa spurningu í kassann.

Hvar heldur 3.X sig? Allavega ekki fremst í mötuneytisröðinni.

Lifir Maggi Villi góðu lífi í dag?

Af hverju ganga 85% MA-inga í Adidas inniskóm? Því 85% MA-inga hafa ekki enn fattað hvað er hallærislegt 44 að ganga í Adidas inniskóm og taka þægindi fram yfir útlit.


Uppskrift að rabarbaraköku með rúsínum?

Er Daníel opinn fyrir skyndikynnum? Já, poke :*

700 g rabarbari, skorinn í bita Hvenær verður fyrsti sértrúnaðarsöfnuður 75 g smjör Tandra Gaukssonar stofnaður? 200 g sykur, eða eftir smekk Þegar það safnast nægur peningur til þess. Stay tuned. 150 g hveiti ½ rúsínur Guðni er ekkert smá engifer á hnífsoddi duglegur, það verður 1 tsk lyftiduft ekki of oft sagt. Segðu það ½ tsk matarsódi systir, segðu það. 200 ml súrmjólk Vinsælasta legend Ofninn hitaður í 210 gráður og eldfast fat smurt Spurningakassa Munins. með dálitlu af smjörinu. Rabarbaranum jafnað í fatið. 125 g af sykri, 1 msk af hveiti, rúsínunum Hverjir í Huginn hafa og engifernum blandað saman, stráð yfir og hrært lauslega. Sett í ofninn og bakað í 10 Þið sáuð hvað kom fyrir Einar farið í sleik og hverjir í Muninn hafa farið í mínútur. Á meðan er afganginum af hveitinu Sigtryggs... sleik? Við skulum bara blandað saman við 50 g af sykrinum, lyftiduft og segja að ef um keppni væri matarsóda. Smjörið skorið í bita og mulið saman Hvort kom á undan, hænan að ræða myndi fyrrum við með fingrunum (eða sett í matvinnsluvél) þar eða eggið? Kjúklingabringa? formaður vinna hana. til blandan er eins og gróf mylsna. Súrmjólkinni hrært saman við en best er að hræra deigið sem Hvað heillar gaura við busagjellz? allra minnst. Fatið með rabarbaranum tekið úr Ferskt kjöt er gott kjöt. ofninum og deiginu dreift yfir með matskeið; það á ekki að slétta úr því. Sykrinum sem eftir Af hverju farið þið alltaf þrjú uppá svið? er stráð yfir, sett aftur í ofninn og bakað í um 20 Þrír er heilög tala (plús, þrjú okkar eru athyglissjúk). mínútur, eða þar til deigþekjan er gullinbrún og Hlustar Hákon á Slayer? stökk. Borið fram heitt eða volgt. Greindarvísitala Níelsar? I pity the fool who doesn't. Nær langt upp fyrir velsæmis mörk. Af hverju á Á Sóley Úlfars Bryndís Hafliða kærasta? ekki kærasta? Já, leitið að manninum í Selfoss er einfaldlega leðurbuxunum. bara allt of langt í burtu. Hvað ætla flestir 4.bekkingar að gera eftir MA? Gráta úr vonleysi.

Hver er maðurinn? Þú tapaðir leiknum.

Hvað er Snorri Eldjárn með mörg poke á Facebook? 33 stykki :P (skv. honum sjálfum)

Á ekki að banna Af hverju er lás á spurningakassanum, tvívetnismónoxíð? eruð þið hrædd Nei, það yrði hálf vandræðalegt bara um að einhver steli og myndi enda illa fyrir allt. spurningunum? Látið mig kjurrt ég á mig Er alltaf föstudagur hjá Sindra sjálft. Vilmari? Hann fylgist allavega náið með síðunni www.erdetfredag.dk. Hvað eru mörg myndbönd með Justin Bieber á youtube? Hvaðan kom þessi Óli Dagur? Tja, við erum ennþá að vinna í að klára þau. Úff, það veit enginn. Rúmfatalagernum?

Sofið þið einhvern tímann? Ekki rétt fyrir útgáfu, nei.

Hvað er Biggi Maus? Plötusnúður og söngvarinn í hljómsveitinni Maus.

Er til draugur í skólanum? Spurðu Defensor Moris.

Getur Ingvar deilt fólki með 0 með hokkí kylfunni sinni?

Hver er þessi Egill Örn sem allir eru að tala um?

45

Greinilega fíla stelpur ekki artý gaura í stjórn.

Af hverju er Jón Þór á lausu?

Stay tuned.

Hvað eru margir í MA Af hverju er svona vond lykt af X-urum? Vegna þess að maður svitnar svo mikið af því að reikna með gleraugu? Allavega fleiri en þarfnast þeirra...

Baggar Aubbi í alvörunni? Bara á myndum. Hver Má ég fá númerið hjá Óla Degi Inspector? Kveðja, Bryndís í 1.A. 6961052. Við verðum í bandi.

er þessi Jesús sem allir eru að tala um? 100% maður og 100% guð. Bé I Bé Ell Í A!

Er gufa reykur? Best er að svara

þessari spurningu með annari spurningu: Eru hálfvitar heimskir?

allan daginn og maður hefur lítinn tíma til að fara í sturtu þegar maður er að reikna allan daginn.

Hvar er Narnía?

Í Spurningakassa Munins. Hættið með þessa miða, plís!


sælt veri fókið hvað seigist? Fyrir mínútu síðan.

Kisa dagsins

Eins gott að það verði hlé...

Stórfrétt dagsins

Nokkrar heimskar myndir frá ritstjórn og öðrum MAingum.

sælt veri fókið hvað seigist? Fyrir klukkustund síðan.

flikkMAlæf

Óviðeigandi kennslubók dagsins

46


HEITT

Umsjón: Jóhanna Stefáns og Sindri Már H.

Siggi Bjarklind þekkir þig með nafni/ SÓ heilsar þér utan skóla Í stuttu máli sagt: Þú ert vaff-i-pé. Myndasprengja Eða photobomb eins og Kanarnir kalla það. Ef þér tekst að myndasprengja eina til tvær myndir fer fólk að halda að þú sért bæði fyndin/n og skemmtileg/ur. Æfingin skapar meistarann. Að koma með kvöldmatarafganga í skólann Praktískt, handhægt og gæðin frá mömmu út í gegn. Svo geta nestisbox einnig verið flottur fylgihlutur. Klikkar ekki. Að vera busi Þó eldri nemendur segi að þú sért einskis virði, þá girnast þeir þig í laumi, enda ert þú ferskt kjöt. Og við elskum þessa busa, vissulega. Veikir kennarar Tilfinningin að lesa nafn kennarans þíns á upplýsingatöflunni er einfaldlega ómetanleg.

AFLEITT Að fara í sleik á Götubarnum Það er álíka mikið úr takt og það að fara út að borða í 10/11. Lang flestir MSN broskarlar Notkun :P, x’D, ;D og annarra broskarla er bönnuð. Tilefnið er ekki til. Sjálfsmyndir Sérstaklega speglamyndir og myndir þar sem höndin á þér sést. Sama hversu sæt/ur þú ert, án djóks. Hvern ertu að blekkja? Að vera í hvítum íþróttasokkum með gallabuxurnar troðnar ofan í Buxur ofan í skó er leyfilegt, en þetta er bara alveg út af kortinu. Hvernig byrjaði þetta trend eiginlega?

47

Að hlaupa upp stiga Án gríns? Er tími þinn virkilega svo mikilvægur að þú getir ekki labbað hægt og rólega upp einn stiga? Rannsóknir sýna að slysahætta minnkar um 88.9% við það eitt að labba hægt og rólega, með stolti upp stiga Menntaskólans. Farðu þér rólega.


Dagur í lífi MAings

ATH! Myndirnar eru sviðsettar.

Ertu duglegur að læra heima, tekurðu svefninn fram yfir eða ertu meira fyrir að hanga á Facebook? Taktu þetta próf og finndu út hvaða týpu af MAingi þú kemst næst því að vera.

A

C

06:00

B

Umsjón: Jóhanna Stefáns

Steinsofandi uppi í rúmi.

Skröltir upp í rúm.

Mætir í skólann.

Enn að snooza.

Sofnar í fötunum.

Kveikir ljósin í kennslustofunni.

Leggur af stað í skólann.

Mamma setur þig í hliðarlegu.

Lærir inni í stofu.

Hangir í Kvosinni með félögunum.

Rankar við þér á gólfinu.

Heima að elda fyrir ykkur ömmu.

Hádegismatur á Subway.

Bubble Struggle í Kvosinni.

Í skólanum að klára heimanámið.

Keyrir heim og leggur þig.

Fékkst skutl í mjólkurbúðina.

15:20

12:25

09:50

08:10

07:50

Mætir í ræktina.

48


17:00

Á Te&Kaffi - lærir ekki, skoðar blöð.

Kominn úr lúgu.

Verslar í matinn og þrífur húsið.

Pantar pizzu yfir HIMYM.

Hösslar busa á Facebook.

Horfir á heimildamynd á BBC.

Lærir heima.

Samloka og kakó í kvöldmat.

Lærir aðeins fram í tímann.

Rúnthringurinn.

Mættur á Götubarinn.

Sofnar.

Friends og Facebook chat.

Trúbadorstemning á KAK.

Byltir þér í svefni.

Sofnar.

Kíkir í eftirpartý, sofnar í sófanum.

01:20

00:00

22:15

20:35

18:30

Ferð á hestbak.

49

Flest A: Það er greinilegt að þú setur skólann í fyrsta sæti. Foreldrar þínir hljóta að vera virkilega stoltir af þér en vinir þínir líklega margir búnir að gefast upp á fullkomnunaráráttunni. Hafðu fast í huga að þótt að það sé mikilvægt að vera metnaðarfullur er líka í lagi að slaka öðru hvoru á. Flest B: Þú ert þessi klassíski MAingur, tekur ekki margar áhættur og leggur þig passlega fram við það sem þú gerir. Félagarnir eru þér mikilvægir og gullni meðalvegurinn er besti vinur þinn. Þú ert bara geðveikt fínn gaur, ekkert meira en ekkert minna. Flest C: Jæja. Það er örugglega gaman að setja skóla og annað til hliðar og lifa lífinu eins og rokkstjarna, djamma fram á morgun og geyma áhyggjur þar til seinna meir. En ef þetta er orðið svona slæmt er jafnvel kominn tími til að líta í spegilinn og hugsa sinn gang. Taktu þér tak, MA er ekki gefins!


Vigdís - New Orleans Ég flutti til New Orleans haustið 2009, stuttu eftir útskrift úr MA. Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast þegar ég flutti hingað. Það litla sem ég vissi um New Orleans var að þar væri mikið spiluð jazz tónlist og að fellibylurinn Katrina hafi skollið þar á árið 2005. Ég ákvað að sækja um í The University of New Orleans og flytja út. Það tók mig ekki langan tíma að finna Þó að ég hafi ekki búið hér í nema tæp tvö ár finnst mér ég virkilega fyrir því sem er hér kallað ,,southern eiga heima hér. Tónlistin, arkitektúrinn, hitinn, sagan og fólkið er það hospitality’’. Hér býr fólk frá öllum sem gerir New Orleans að ólýsanlegum stað. heimshornum sem gerir New Orleans að þessari spennandi og töfrandi borg.

Mid City

5 stað ir s

The Treehouse

em

allir

Frenchmen Street Audubon Park Franska hverfið

Kamilla - Rómanska Ameríka

Vera í Rio á Carnavali Snorkla í Bocas del Toro Fara á sandbretti í Huacachina Hjóla niður ‘hættulegasta veg í heimi’ Klifra upp Huayna Picchu

Ég ákvað í haust að leggja land undir fót og hélt út til Nicaragua þar sem að 8 mánaða bakpokaferðalagið mitt og vinkonu minnar, Katrine hófst. Við erum síðan þá búnar að fara alla leið niður til Argentinu og Chile niður með vesturströnd Suður Ameríku og erum núna á leiðinni upp austur strönd Brasilíu og stefnan er tekin á Mexico og Guatemala næst.

50

Á þeim 6 mánuðum sem af er ferðinni hef ég 5 hluti sem allir sem ákveða ad ferðast um Suður og Mið Ameríku verða að gera!

æ


María Magnea - Asía og Ástralía Þegar ég planaði ferðalagið til Ástralíu áttaði ég mig engan veginn á því að flatarmál Ástralíu er nánast helmingi stærra en flatarmál Evrópu. Ég lenti í Carins og leiðin lá á hostel að hitta ferðafélaga minn, strák sem ég hafði aldrei séð áður. Það var skrýtið að koma til Ástralíu, allt var svo ótrúlega dýrt, hreint og skiljanlegt, annað en ódýra, skítuga og ruglingslega Asía.

ættu a

ðh

Fyrsti dagurinn: Hæ María, ertu til í teygjustökk núna klukkan 12? Ég: uuu, jájá alveg eins (shitturinntitturinn). Aldrei hefur hjartað í mér slegið eins hratt og aldrei hef ég verið jafn glöð og sátt með sjálfa mig og þegar ég komst aftur í sófann að horfa á hitt fólkið skíta á sig á leiðinni niður.

Steve Irwin’s dýragarðurinn

ækja ms ei

Full moon party á Ko Phangan Ho Chi Minh City Ko Phi Phi Fraser Island

Ferðalagið einkenndist af spilum, snorkli, bátsferðum, tjaldútileigu, ströndum, subway, rútum og skrítnum dýrategundum.

Gísli Björgvin - Evrópa

Róm - Vatíkanið Pilsner Urquell verksmiðjan í Plzen

Feneyjar – skyldustopp, þó það verði stutt... Prag – gistið á Sir Toby‘s, frábært hostel! Smábæir – það er fullt af litlum sveitahostelum fyrir utan stórborgirnar!

51

Því næst lá leiðin til Austurríkis og Ítalíu og nú er komið að þeim orðum sem Jónas Helgason froðufellir yfir. Feneyjar. Falleg borg sem allir verða að einhverntíman að villast í. Svo er það eiginlega bara búið. Fyrirgefðu Jónas. Góður „guide“ er alveg þess virði þar og í Vatíkaninu. Tékkland

Evrópa er stórkostleg. Við fórum í september, hárrétt tímasetning. Byrjuðum í Kaupmannahöfn en þaðan lá leiðin niður til Hamburg í Þýskalandi, falleg borg sem vert er að skoða. Berlín er svo borg sem allir ættu að koma til, borg stútfull af söguw og skemmtanalífi. Tékkland er svo efni í heila bók en í stuttu máli sagt: Góður bjór, ódýr bjór, gott skemmtanalíf og ótrúlega fallegt land! Eftir viðkomu í Flórens héldum við til Frakklands, byrjuðum í Nice en héldum svo til Parísar. París er, allt í lagi. Pínu skítug, en Louvre og Eiffel eru þess virði. Stoppuðum stutt og héldum svo til London. Tips: Ekki taka Eurostar lestina yfir til London, þið fáið ódýrara flug! Mánuðurinn liðinn, skyndilega. Evrópa er frábær! Helen Hannesdóttir


Er kaffi lausn allra heimsins vandamála? Nei, kannski ekki. En það hefur þó sýnt sig að kaffidrykkja hefur ekki alslæmar afleiðingar í för með sér. Skoðum nokkur dæmi: Sykursýki Vísindamenn við Harvard framkvæmdu rannsókn sem kannaði 120.000 manns á 18 árum. Samkvæmt henni minnkar regluleg kaffidrykkja hættuna á að fólk þrói með sér insúlínóháða sykursýki á eldri árum um 54% hjá körlum og 30% hjá konum. Heilablóðföll Sama rannsókn sýndi fram á að þeir sem drekka kaffi reglulega eiga minni hættu á að fá heilablóðfall á sínum síðari árum. Parkinson Rannsókn var gerð í Japan sem fylgdist með 8000 karlmönnum í 30 ár. Í henni kom í ljós að hættan á að menn fái Parkinson sjúkdóminn á sínum eldri árum minnkar eftir því hversu mikið menn drekka af kaffi yfir ævina. Lifrakrabbamein Vísindamenn JPHC Study Group rannsökuðu áhrif reglulegrar kaffidrykkju á einstaklinga og tóku eftir því að í þeim hópi fólks sem drakk kaffi fengu umtalsvert færri krabbamein í lifur. Hausverkir Árið 2000 var gerð rannsókn í Chicago sem sýndi fram á að þegar verkjalyf eru tekin við hausverkjum tengdum streitu flýtir það gífurlega fyrir áhrifum lyfjanna ef kaffi er notað til að skola þeim niður. Kaffi eitt og sér hefur einnig reynst vel við að losa menn við hausverki.

52

Æðavitglöp Kaffidrykkja víkkar ýmsar æðar í líkamanum. Ef marka má rannsóknir sem gerðar hafa verið á músum á síðustu árum má draga þá ályktun að koffín sé lykillinn að því að finna lækningu við æðavitglöpum, svo sem alzheimer sjúkdómnum, en orsakir hans eru einmitt rýrnun æða í heilanum. Þróunarlönd 90% af öllu kaffi í heiminum á uppruna sinn að rekja til þróunarlanda. Efnahagur margra þeirra landa byggir að mestu leiti á kaffiiðnaðinum. Þannig á hver kaffidrykkjumaður örlítinn hlut í því að halda um 5 milljónum Brasilíubúa í vinnu. Heilsumeðferð Margir eyða mörg þúsund krónum á mánuði í alls kyns krem til að halda húðinni ungri. Það er þó staðreynd í mörgum tilvikum eru muldar kaffibaunir alveg jafn góðar, ef ekki betri þegar kemur að því að hreinsa húðina. Árni Freyr Jónsson


Veistu hvað kaffi er ógeðslegt eitur? ANDFÝLA

Það er ekkert verra en kaffiandfúll kennari sem ætlar að aðstoða mann við eitthvað verkefni. Vertu ekki eins og kaffiandfúll kennari!

Gular tennur

Þeir sem drekka kaffi eru iðulega með gular og ógeðslegar tennur. Þegar þeir erukomnir yfir 30 ára aldursþröskuldinn verða þeir svo tannlausir. Djók.

Hjartaáfall Margur MA-ingurinn lepur dauðann úr kaffibolla

Viltu þú fá hjartaáfall eftir 5 mínútur? Nei, hélt ekki. Kaffi inniheldur efni sem kallast terpenoid og er þekkt fyrir að auka slæma kólesterólið í blóðinu og ekki nóg með það heldur þrengir það og herðir æðar líka.

Ófrjósemi Vilt þú verða einhver barnlaus ónytjungur? Ofneysla á koffeini getur endað í hættulega lítilli sæðisframleiðslu hjá körlum og ófrjósemi hjá bæði konum og körlum. Streituaukandi Þetta vita allir. Kaffi eykur ekki afköst heldur streitu. Já, kaffi eykur starfsemi nýrnahettnanna og áhrifin geta varið í allt að 18 klukkustundir. Ofneysla getur gert út af við nýrnahetturnar en starfi þær ekki eðlilega er voðinn vís; veikt ónæmiskerfi, kvíði og til að slaka á. Magasár Kaffi er mjög súr drykkur og getur hækkað sýrustigið í maganum sem veldur því að maginn fer að melta magaveggina. Þetta köllum við magasár.

Fíkn

Kaffi er fíkniefni og gerir neytandann auðveldlega háðan. Fráhvarfseinkennin eru m.a. höfuðverkur, þunglyndi, lystarleysi, ælutilfinning og þreyta. Fullorðinslegt Rannsóknir hafa sýnt að kaffi kemur í veg fyrir framleiðslu á hormóninu DHEA sem hægir á öldrunarferli líkamans, svo að ef þú ert að reyna að líta út fyrir að vera gamall og reyndur á lífið þá er kaffi alveg málið.

Þreyta og lélegur svefn Kaffidrykkjumenn eru þreyttari á morgnanna en aðrir og stóla á kaffið til að vekja sig. Ástæðan fyrir þreytunni er samt yfirleitt fráhvarfseinkenni eftir að hafa verið kaffilaus alla nóttina eða þá þreyta eftir að hafa verið andvaka af kaffineyslu.

DAUÐI!

Nei, það drepur þig ekki en það styrkir þig ekki heldur.

53

Hinrik Ólason


ERASMUS skiptinám í háskóla

eftir Hinrik Ólason

Hvað ætlar þú að gera eftir MA? Ætlaðirðu þér alltaf að verða skiptinemi en lést ekki verða af því? Hvernig væri að samtvinna nám og ferðalög?

og starfsnámsprógam sem veitir m.a. styrki til skiptináms á háskólastigi í aðildaríkjum Evrópusambandsins auk nokkurra ríkja utan þess (í hnotskurn; flest allra Evrópuríkja). Þetta þýðir að þú færð styrk Erasmus er prógram sem til að flytja erlendis og fara í Evrópusambandið fjármagnar, skóla þar. Þú getur farið í eina kallað eftir kristna heim- eða tvær annir út, ráðið hve spekingnum og kreddu- margar einingar þú tekur og bananum Desiderius Erasmus fengið þær svo metnar þegar af Rotterdam. þú kemur aftur heim. Hljómar vel ekki satt? Við erum að tala Um er að ræða skiptinema- um 650 evru ferðastyrk (100

Heiðdís Halla og vinkona hennar í parís á góðri stundu.

54

Heiðdís tók þátt í mótmælum ásamt 400.000 öðrum.

Heiðdís Halla frönsku- úr slökkvibílum var sprautað kennari hérna í MA fór eitt ár í á mótmælendur og óeirðarErasmus prógram. lögreglan var með kylfur og táragas, allir tónleikarnir sem Hún á margar sögur frá þessum hún fór á, þegar hún hló svo vetri sem væru eflaust efni í mikið að hún datt í gólfið, góða ritgerð en í minningunni Valentínusardagurinn sem hún stendur upp úr þegar hún tók hélt upp á með því að horfa á þátt í 400.000 manna mót- hryllingsmyndir og keppa í mælagöngu þar sem vatni húlla með vinum sínum og

þús kall) og allt að 300 evru framfærslustyrk (45 þús kall) á mánuði. Eins og staðan er í dag þá eru góðar líkur á að fá styrk ef sótt er um fyrir umsóknarfrest. Skólagjöld eru felld niður og þér er yfirleitt reddað húsnæði. Framfærslustyrkurinn sem er um 300 evrur í dag ætti að duga fyrir leigu og eitthvað upp í fæðiskostnað í flestum löndum.

Eiffeil-turninn sást út um glugga Heiðdísar í París.

síðast en ekki síst að hún fór út að dansa fjórum sinnum í viku. Hún segist ekki geta annað en að mæla með Erasmusdvöl, það geti verið erfitt, krefjandi og dýrt en þegar upp sé staðið sé það algjörlega þess virði. Þroskandi lífsreynsla, frábærar minningar og góðir vinir.


Lundúnir Vísindaferð 4.bekkjar á eðlisfræðibraut til Lundúna Eins og allir vita þá er eðlisfræðibrautin besta braut menntaskólans. Fyrir því eru ótal ástæður, ein þeirra er að nemendum á eðlisfræðibraut gefst kostur á því að fara til Lundúna með einum ástkærasta kennara skólans, Brynjólfi Eyjólfssyni.

Nemendur 4.X eru átta og því vorum við níu sem lögðum í ferðina. Okkur þykir við hæfi að líkja þessum hóp við föruneyti hringsins. Brynjólfur, eða Billó eins og hann er betur þekktur, var áþekkur Gandalfi, enda var hann skipuleggjandi og velunnandi ferðarinnar. Við eftirlátum lesenda að raða nemendum bekkjarins í önnur hlutverk. Ferðin var algjörlega í vísindalegum tilgangi þó ýmislegt

55

misvísindalegt hafi átt sér stað. Tímanum í Lundúnum var mjög vel varið og ekki fór kvartmínúta til spillis. Við nemendur héldum uppi heiðri skólans og var ferðin algjörlega áfengis-, tóbaks- og vímuefnalaus. Fíflagangi var haldið í algjöru lágmarki og passað upp á að allt slíkt færi aldrei út í sprell. Það er samt ekkert í reglum skólans sem bannar flipp og þess vegna báru nemendur stundum undarleg höfuðföt og sólgleraugu. Margt fróðlegt varð á vegi okkar, til dæmis Hogwarts-matsalurinn í Oxford og núllbaugurinn í Greenwich. Á laugardegi, í miðri ferð, ákvað Kalli (Bjarki) að taka þátt í stærðfræðikeppni á meðan aðrir brugðu sér á knattspyrnuleik þar sem West Ham og Stoke öttu kappi. Endaði það að sjálfsögðu með sigri okkar manna í West Ham. Ófá söfnin voru skoðuð og ber þar hæst að nefna stærðfræðideildina í Vísindasafninu (Science Museum) og sjálft Náttúrugripasafnið (Natural History Museum).

Við náðum þó einungis að skoða brotabrot af þessum söfnum og mælum með að lesandi geri sér ferð til Lundúna og skoði það sem við komumst ekki yfir. Við Íslendingar mættum læra margt af Lundúnabúum. Til dæmis að keyra meira um á Audium, hafa strætisvagnana á tveimur hæðum, ganga ekki frá eftir sig í mötuneytinu og ferðast með lestum, en það var einmitt í slíku farartæki sem við hittum Liam Gallagher, hinn geðþekka fyrrum söngvara Oasis, og spjölluðum við hann. Eitt er það samt sem ekki er til fyrirmyndar í Lundúnum, og engan veginn til eftirbreytni, en það er að flest kvenfólk þar er eins og mellur í klæðaburði. Ýmislegt skemmtilegt var reifað í útlandinu og hópurinn er merkjanlega nánari eftir ferðina (þó ekki of náinn). Það má með sanni segja að ferðin hafi verið fróðleg og skemmtileg og mættu nemendur og kennarar gera meira af því að henda sér í viðlíkar reisur og þessa. Ottó Hólm Reynisson og Egill Gautason


Hvar er Jón Már? Fenriskisi genginn í það heilaga... aftur! Síðastliðinn sunnudag fór fram brúðkaup Fenriskisa og Berghreins Bamba Blængssonar nemanda í 2.U við hátíðlega athöfn í Suðursal. Aðeins þremur dögum eftir skilnað Fenriskisa og Daríusar Hilaríusar í 3.X, sem - ótrúlegt en satt - lét ekki sjá sig í veislunni á miðvikudaginn. „Hann virðist bara mjálma á hvern sem er,“ sagði Daríus svekktur útvarpsþætti Bubba Morthens, Færibandinu á Rás 2. Hamingjusama parið var þó á öðru máli og sagðist vera í sjöunda himni með ákvörðun sína. „Maður hefur náttúrulega alltaf verið frekar mikið fyrir kattartungur,“ sagði hinn nýgifti Berghreinn sem endaði þetta á orðunum: „Kisa, kisa, hvar sefur kisa? Hjá Berghreinn (112) fagnar nýrri mér! Hjá mér!“ tengdó á brúðkaupsdaginn.

Vakir heilan tíma!

56

Lárentíus Snjóki Dugfússon í 3.T ritaði nafn sitt á spjöld sögunnar síðastliðinn mánudagsmorgun þegar hann stóðst þá þolraun að gerast fyrsti nemandi skólans til þess að vaka tvöfaldan dönskutíma í kjallara Gamla skóla. ,,Tjaa, hvað getur maður sagt, þetta tók mjög á líkama og sál, en hvað gerir maður ekki fyrir korters frægð?“ sagði sigri hrósandi Lárentíus og geispaði. ,,Ég verð þó að viðurkenna að augnlokin voru orðin ansi þung undir lok tímans og efast ég um að þetta met hefði nokkurn tímann litið dagsins ljós ef kennarinn hefði skellt upp einni málfræðiglæru í viðbót,” sagði þolraunamaðurinn mikli, líeglað, en þó á mikilli hraðferð í íslenskutíma til að vinna upp tapaðan svefn. Skúli Bragi Magnússon

Lárentíus (50) í dönskutíma vikunni áður. Myndin er sviðsett


Bekkjarkerfið Skólaárið sem senn er á enda hefur verið töluvert öðruvísi en hin tvö árin sem ég hef upplifað við þennan skóla. Aðallega hafa busar verið meira áberandi og það hefur ekki verið hægt að fá að vera í tímum á Hólum í friði án þess að líða eins og maður sé staddur á litlu jólunum í grunnskóla. Reyndar fær maður bara ofboðslega lítið að vera á Hólum yfirleitt. Allt í einu er viðunandi að kenna heimspeki í M7 og bekk með 29 nemendum er troðið inn í G15 þrisvar í viku. Það kemur svo reglulega fyrir að nemendur sem ætla sér að tjilla í Kvosinni í eyðu verða vinsamlegast að hafa hljótt, busarnir eru að halda fyrirlestur um berkla. Þrjá svoleiðis í röð og alla alveg eins.

Já, ég viðurkenni það fúslega að ég var með ótrúlega mikla fordóma gagnvart nýju námskránni og þá sérstaklega Íslandsáfanganum. Þessi litlu kríli hlupu um allan skólann, eyddu löngum tíma í tölvustofunum og virtust aldrei gera neitt nema að taka pláss í Kvosinni þegar það hentaði mér sem verst. En eins og gáfaður maður sagði einu sinni þá á maður að hafa vini sína nálægt sér og óvinina enn nær, svo ég ákvað að athuga málið aðeins betur. Eftir að hafa lesið allt sem vefur skólans hefur uppá að bjóða um nýja námskrá komst ég að einu sem truflaði mig mjög. Ég er ekki frá því að ég sé örlítið afbrýðisöm út í þetta lið. Fyrir utan þann gífurlega tíma sem hefur verið eytt í að láta þeim líða sem best í nýja skólanum með nýju fínu 57námskrána þá mun

um það bil fjórðungur af þeirra framhaldsskólanámi vera valfög. Þau fá að skila lokaverkefni í fjórða bekk sem snýr að þeirra áhugasviði og svo framvegis og svo framvegis. Hins vegar er að minnsta kosti einn stór galli á gjöf Njarðar; með öllu þessu aukavali verður hver nemandi minna með bekknum sínum, en bekkjarkerfið er jú oft ástæðan fyrir því að fólk velur MA. Þetta eru skólayfirvöld að sjálfsögðu búin að hugsa í þaula og ætla að leysa það með því að skipta einfaldlega í bekki eftir vali. Bekkjarkerfið í MA er frekar merkilegt fyrirbæri. Fyrst er busum hent inn í einhvern bekk þar sem þeir þekkja í mesta lagi nokkrar vel valdar sálir. Nema þeir séu á almennri braut, þar sem bekkurinn virðist verða eins konar fjölskylda frá fyrsta degi. Svo er fólki stokkað upp aftur eftir fyrsta árið þegar menn eru rétt að eignast félaga innan bekkjarins og er þá hent í bekk með viðeigandi bókstaf miðað við braut og tungumálaval. Þá hefst nú gamanið. Þar er (oft) saman kominn hópur af fólki sem þú þekkir kannski ekki neitt sérstaklega vel og með þeim skalt þú sitja 9 mánuði ársins næstu þrjú árin. Þú skalt gera þér grein fyrir því sem fyrst. Jújú, þú gætir alveg vælt í Sigurlaugu Önnu, verið geðveikt mikið grey og fengið að skipta um bekk. En hins vegar er oftast betra að sitja sem fastast, reyna að vera passlega hress og frekar opinn fyrir því að það sé gert grín að þér. Það er nefnilega stundum allt í lagi að vera asnalegur, þú

Hulda Hólmkelsdóttir lærir það þegar þú dettur niður stigann í Gamla Skóla. Þessi bekkur þinn mun setja mikinn svip á þína framhaldsskólagöngu í minningunni og ef þú reynir aðeins á þig þá ætti minningin að vera frekar frábær. Þetta gæti hins vegar breyst þannig að bekkjum verði stokkað upp árlega, en þá er líka mjög mikilvægt að vera góður í að skapa góðan bekkjaranda, við viljum nú ekki að minningin af þessum bekkjum verði eitthvað verri heldur en af þeim æðri sem útskrifast með hefðbundnar 140 einingar. Hér koma nokkur ráð um hvernig skapa má góðan bekkjaranda á sem stystum tíma: víðsýn. Það Verið þolinmóð og sömu skoðanir eru alls ekki allir með nærð því inn í og þú. Því fyrr sem þú n betur mun þér kollinn á þér þeim mu vegna í lífinu. rlega. Þetta Ekki taka þig of alva gt. er ofboðslega mikilvæ m oftast utan Reynið að hittast se ir og óþægilegu skóla. Hvítu veggirn ekkert fyrir stólarnir gera lítið sem skapið í fólki. við að halda Gerið ykkar besta ðum í tímum. uppi góðum samræ n af því og Kennararnir hafa gama auðveldlega einkahúmor myndast þessu móti. innan bekkjarins með t annað. Þetta Verið góð við hvor gasta því aðgát er líklega það mikilvæ lar, þú veist skal höfð í nærveru sá fyrir brjóstið á aldrei hvenær þú ferð þú segir. manneskju með því sem

Ég vona að þetta komi einhverjum busum (og öðrum menntskælingum) að gagni. Skólinn okkar mun breytast mikið næstu árin og það er algjörlega á ábyrgð nemenda að halda hefðunum gangandi, þar með töldu okkar elskulega bekkjarkerfi.


orem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Suspendisse sed augue eget ante lobortis. Donec defensor ullamcorper varius. Nam vel ligula enim, quis tempor acinia eget ut leo. Nam ac felis quammassa, id diam molestie id a neque. In hac habitasse tortor.cursus Nunc ac neque tellus. Nunc malesuada acegestas mattis et, latea dictumst. eget arcu augue sodaleshendrerit bibendum. risus massa, rhoncus blandit sed quam.Duis defensor moris nec ac mi ullamcorper sitPhasellus amet vitae urna. Praesent mattis purus a nisl volutpat pellentesque. Proin nec ipsum t mollis semper, viverra vel nulla. Donec faucibus justo non magna varius non imperdiet magna.lobortis. Maecenas Donec sit amet ipsum risus. Proin mattis venenatis mollis. apien defensor ullamcorper varius. Nam vel ligulaMaecenas enim, quis tempor tortor. vel lorem nec arcu dapibus ornare. Pellentesque blandit lorem vitae lectus Nunc ac neque tellus. Nunc felis massa, malesuada ac mattis et, blandit sed quam. defensor mollis varius. moris ac mi ullamcorper hendrerit sit amet

Að baki dularfullra dyra

Kompan við M8 er geymsla fyrir tæki sem notuð eru við eðlisfræðitilraunir. M8 hefur gengið í gegnum margvíslegar breytingar. Þegar fyrstu tölvurnar komu í skólann var stofan gerð að tölvustofu og kompan útbúin sem vinnuaðstaða fyrir nemendur. Þá var líka sett skilrúm þvert yfir ganginn milli M7 og M8 til að fá stærra rými fyrir tölvudeildina. Þetta var löngu áður en farið var að ganga inn í Möðruvelli þar sem nú er kennarainngangur. Upprunalegi inngangurinn í Möðruvelli var skotið þar sem nú er ljósritunarvél og raflýst myndlistarverk með íþróttafólki á 1. hæð. Það var forstofan og inn í hana var komið upp tröppur og um dyr, sem eru farnar en gluggi er nú í þeirra stað. Þegar Möðruvellir voru byggðir var það alger nýjung að hafa aðstöðu fyrir kennara og aðstöðu til ýmiss konar verklegra æfinga, en þetta var raunvísindahús og byggt eftir lítt breyttum teikningum að Casa nova, raungreinahúsi MR. Kennarar hafa enn aðstöðu við M1, 4, 5 og 8, og á efstu hæð Möðruvalla er aðstaða til efnafræðitilrauna og rannsókna. Á myndinni er kompa við stofu M7, á miðhæðinni. Þar er vinnuaðstaða fyrir nemendur, en einkum aðstaða og búnaður fyrir stjörnufræði og stjörnuskoðun, sem tengist stjörnusjónaukanum sem er í kúlunni á þaki Möðruvalla.

„[...]skólameistari kallaði þá á Sal, las yfir nemendum og tilkynnti að hver sá sem hér eftir sæi draug í skólanum yrði umsvifalaust rekinn!” Gímaldið er rými sem átti að fylla af möl undir Skólatorginu. Leyfi fékkst til að styrkja þak og veggi og nýta þetta sem geymslurými fyrst og fremst. Þarna eru eldtraustar geymslur fyrir skjöl og bókageymslur, en þarna er líka kennd myndlist og í Gímaldinu fá nemendur aðstöðu til skreytinga fyrir hátíðir. Hér sést inn á verkstæði húsvarðanna, Jóns og Snorra, en báðir eru þeir smiðir og Snorri að auki málari. Verkstæði þeirra var áður í viðbyggingunni við Íþróttahúsið, þar sem núna er þreksalur. Rauða hurðin í skotinu við fatahengið á Hólum er ekkert voðalega dularfull. Að baki henni er loftræstikerfi Hóla, sem sér til þess að draga loft úr Gamla skóla (þar á meðal matarlyktina frá Kennarastofunni) upp á Hóla, halda kulda í Kvosinni og hafa hitastigið í kennslustofunum þannig að enginn veit hvort úti er vetur eða sumar – svona með hæfilegum ýkjum. Lokuðu dyrnar við stigann á efstu hæð Gamla skóla að norðanverðu (á sama vegg og dyrnar að Norðursal) voru settar þarna um 1970 þegar eldvarnareftirlitið bannaði að nota háaloftið, sem áður hafði verið heimavistarrými, vegna eldhættu. Þetta hétu Norðurvistir. Þarna uppi er núna geymt alls konar gamalt dót, meðal annars gríðarlega stór trékista sem lengi stóð í forstofu Gamla skóla og í henni voru geymd gömul próf. Þarna uppi eru enn nokkur herbergi og á Norðurvistum munu hafa búið

58


hátt í 10 nemendur, eingöngu strákar. Uppi var hvorki vaskur né klósett. Til þess að bursta tennur og sinna öðrum búksins þörfum þurfti að fara alla leið niður í kjallara, þar voru og eru einu snyrtingar nemenda í Gamla skóla. Ermarsund er nafnið á þessari kompu sem er á milli stofanna G11 og G13. Nafnið er til komið af því að G11 var lengi vel aðal-enskustofan en G13 frönskustofa. Dyr voru báðum megin og bæði málin gátu nýtt sér kompuna sem geymslu fyrir kennslugögn. Svona kompur eru á fimm öðrum stöðum í Gamla skóla. Beint fyrir ofan Ermarsund er kompa inn af stofu G21 en úr henni var í gamla daga hægt að komast inn á Norðursal. Þarna var lengi kortageymsla sagnfræðinga og þar á að vera afsteypa af höfði Lenins. Nokkrir kennarar keyptu gripinn í Leningrad sumarið 1986 eða um það bil og færðu sagnfræðideildinni að gjöf. Hægrisinnaðir nemendur tóku þeim atburði illa. Sama var að segja um kompuna inn af G27, hún opnaðist líka inn á Suðursal, en eftir að salirnir voru klæddir núverandi timburþiljum var lokað þeim megin. Íslenskukennarar nýttu sér geymsluna inn af G27.

„[...] and I´m proud to be one of them!”

Hér, við suðurstigann í Gamla skóla, uppi á efstu hæð, er uppgangurinn á Suðurvistir, þar sem áður bjuggu skólastrákar, allt að því 10 talsins, en þar uppi er nú vísir að safni til sögu skólans, gömul kennslutæki og gömul húsgögn. Minjasafnið á Akureyri endurgerði þarna eitt heimavistarherbergi eins og það hefur verið á fyrstu áratugum 20. aldar. Aðeins eru tvö herbergi eftir þarna uppi en sjá má á golfi hvar verið hafa tvö önnur. Einhverju sinni fór sú saga á kreik að einhver hefði hengt sig þarna uppi og það væri talsverður draugagangur í skólanum vegna þess. Sigurður Guðmundsson skólameistari kallaði þá á Sal, las yfir nemendum og tilkynnti að hver sá sem hér eftir sæi draug í skólanum yrði umsvifalaust rekinn. Enginn hefur séð draug síðan. Þessi stofa er stundum kölluð Leðrið, en þetta er eins konar besta stofa kennara. Þarna eru elstu húsgögn skólans, eikarborð og stólar með leðuráklæði, Chesterfield sófi og hægindastólar með leðri líka. Þarna er líka bókaskápur sem Hólmsteinn Snædal smíðaði í stíl við borðið og stólana þegar hann var húsvörður við skólann. Í þessum bókaskáp hangir mynd eftir Salvador Dali, svolítil grafíkmynd með sögu úr Biblíunni. Salvador gerði aragrúa biblíugrafíkmynda og þær voru prentaðar í allt að 100 eintökum hver, litografíur og engar tvær nákvæmlega eins. Hann áritaði sumar. Myndina hér gaf Haukur Þorleifsson skólanum, hann var einn af fyrstu stúdentunum frá MA. Það er auðvitað gaman að skólinn skuli eiga verk eftir Dali, en þetta listaverk er alls ekki fjölmilljónavirði. Þessi kompa í stofu 12 í Gamla skóla er stórmerkileg í sögu samkynhneigðra nemenda MA. Það var einmitt þarna árið 1999 sem Jón Eggert Víðisson stökk út úr skápnum í ræðutíma í ensku eftir að bekkjarfélagi hans hafði farið háðulegum orðum um homma. Jón Eggert flutti magnaða ræðu um stöðu homma í samfélaginu og endaði á orðunum: „...and I´m proud to be one of them!” Bekkjarfélagarnir urðu orðlausir um sinn, en sættu sig fljótt við þessa staðreynd, og þar með hófst nýr tími í MA. Á árunum sem fylgdu og reyndar enn hefur það ekki þurft að vera neitt feimnismál að vera hommi eða lesbía í skólanum. Þessi stofa, G12, náði áður fram að gangi en minnkaði þegar gerð var kompa fyrir skúringar og þrif.

59

Sverrir Páll Erlendsson


Útskriftarföt Mikið úrval!

Akureyri

Opnunartími: Mán-fös: 9-18 Lau: 11-16

Málverk heimta mannréttindi Brynleifur Tobiasson, málverk á norðurvegg Gamla-sals, hefur lagt fram formlega kvörtun og hótar að flytja sig um set í hið svokallaða ,,Gettó” sem eru norðurmörk bókasafnsins. Ástæða kvörtunarinnar mun vera skortur á „réttmætri” athygli, bendir Brynleifur þá á að Herbert Timburkall Jónsson í svala-horninu fái alltof mikla athygli. „Þrátt fyrir að maðurinn sé sítimbraður og með bók á skallanum er hann ætíð umkringdur busagellz. Á meðan fæ ég ekkert nema sextuga píanókennara, sem eru löngu komnir fram yfir síðasta söludag. Þetta snýst allt um að vera á rétta pleisinu, busastelpurnar eru miklu meira við bókasafnið en í gamlasal,” segir Brynleifur glottandi. „Þarna væri gjemli í the zone” eins og hann Svokallað „málverk”. orðar það. Önnur málverk skólans eru sögð íhuga stöðu sína alvarlega eftir ummæli Myndin tengist fréttinni Brynleifs. ekki beint

Krafan í dag er stúdentspróf

60

Skúli Bragi Magnússon

Hlynur Ingimagn Valentínusarson nemandi í 1.G tekur nú fyrsta bekkinn í 62. skiptið. Aðspurður um málið kvaðst Hlynur það ekki koma til greina að gefast upp úr þessu. „Nei, nei það borgar sig engan veginn fyrir ungan mann eins og mig. Krafan í dag er stúdentspróf,“ sagði Hlynur, sem nálgast nú óðum met Friðberts frá 1963 sem tók þá fyrsta bekkinn 67 sinnum. Hlynur taldi þó möguleika sinn á að ná meti Friðberts hverfandi. „Já, það er orðið miklu erfiðara að falla nú til dags en áður vegna tilkomu Íslandsáfangans” sagði Hlynur áhyggjufullur. Hann sagðist koma til með að sakna þess einna mest að vera busaður á hverju ári. „Maður hittir svo mikið af nýju fólki með þessu móti,“ sagði Hlynur sem segir það þó verst þegar gamlir samnemendur byrji að kenna honum. „Ég fékk nú bara víst hærra en Gulli íslenskukennari í íslensku á sínum tíma, svo ég veit nú ekki hvað sá skröggur ætlar að fara að kenna mér,” segir Hlynur sem mælir eindregið með því að sem flestir prófi að falla og bætir við: „Já, svo sparar þetta alveg helling í bókakaupum, kallinn er með þetta allt útfyllt og reddí.”


MOTTUKEPPNI MUNINS

1 sæti.

Alexander Nökkvi Baldursson

Snorri S. Kristinsson

61

Jón Haukur Unnarsson

Hlynur Jónasson

Garðar Stefán N. Sigurgeirsson

Aron Daði Bjarnason

Þorsteinn Snævar Benediktsson

Þakkir fyrir þáttökuna!

Jón Ágúst Aðalsteinsson

Hrólfur Ásmundsson


Háskólanám er góð fjárfesting. Í Háskólanum í Reykjavík leggjum við áherslu á að skapa og miðla þekkingu í greinum þar sem stærstu tækifæri framtíðarinnar liggja í tækni, viðskiptum og lögum. Tveir af hverjum þremur sem útskrifast úr háskólanámi í tæknigreinum koma nú frá Háskólanum í Reykjavík og um helmingur laga- og viðskiptamenntaðra. Við erum því mikilvæg driffjöður í gangverki samfélagsins.

NÁMSGREINAR Í GRUNNNÁMI: • • • • • • • • • •

Saman látum við hjólin snúast

BSc í byggingafræði BSc í íþróttafræði BA í lögfræði BSc í sálfræði BSc í tæknifræði BSc í tölvunarfræði BSc í verkfræði BSc í viðskiptafræði Diplómanám í iðnfræði Diplómanám í kerfisfræði

UMSÓKNARFRESTIR ER TIL 5. JÚNÍ

62

Kynntu þér námið á www.hr.is


MAingar í HR Hinrik Hinriksson

Af hverju valdirðu HR? Skólinn er bæði glænýr og ótrúlega flottur sem heillar. Þetta er miklu minna en HÍ og alveg eins og framhald af MA, bekkjarkerfi og mikið félagslíf. HR er svo grand. Telurðu að MA hafi verið góður undirbúningur fyrir nám í HR? Já þar sem þetta eru mjög svipaðir skólar þá var hann það já. Verkefnin eru samt soldið stærri og erfiðari þar sem hvert skilaverkefni er um 20-30 bls og stundum lendir maður í þvi að skila 4 svoleiðis á einum mánuði. Bækurnar eru líka töluvert stærri og allar á ensku og því má segja að allir þessir enskuáfangar voru fínn undirbúningur. Myndirðu segja að nám í HR sé góð fjárfesting? Þetta er auðvitað dýrara en hinir skólarnir en samanborið við skóla í útlöndum er þetta ekki neitt verð. Ég sé ekki eftir að hafa borgað aðeins meira fyrir þennan skóla og því góð fjárfesting finnst mér. Það eru líka góðir kennarar þarna sem virkilega vilja að maður komist í gegn og styðja mann mikið við það. Ekki eins og í HÍ þar sem þeir eru með fullan sal í Háskólabíoí og henda svo í mann bók og segja svo “sjáumst í lokaprófinu”. Sagan segir að HR séu búnir að stela öllum bestu kennurunum í HÍ með því borga þeim hærri laun. Hvernig er félagslífiðí HR? Er nemendastjórn og þess háttar? Það vantar ekkkert uppá félagslífið. Það eru stjórnir fyrir hverja og einustu deild og svo er yfirstjórn yfir deildunum. Stjórnirnar í hverjum deildum skipuleggja vísindaferðir nánast allar helgar svo er alltaf nóg af einhverju öðru sem er í boði eins árshátíð, grímuball, nýnemaball, ólympíuleikar og fleira. Er HR góður undirbúningur fyrir atvinnumarkaðinn og framtíðina? Ég á eftir að komast að því en ég efast ekki um það. Kennarar eru duglegir við það að benda manni á valáfanga sem henta fyrir ákveðin störf.

Jón Jósep Snæbjörnsson

Af hverju valdirðu HR? Ég hef samanburð af því að vera í HÍ og HR. Bæði ég og konan mín höfum verið í HÍ og konan mín tók gráðu í HR. Við vorum sammála um að HR legði meiri áherslu á beintengingu náms við atvinnulíf og vinnu með atvinnuskapandi verkefni. Ég veit að nú fara einhverjir HÍ-ingar í fýlu en mér fannst bara aðeins of mikið af lopapeysum þar, fólki sem var ekkert endilega að plana hvernig lífið breytist eftir barneignir. Það hentaði mér engan veginn. Ég vildi skrá mig í hagnýtt nám sem væri hægt að sérhæfa seinna meir. Og því sótti ég um sálfræði í báðum skólum, komst inn í báðum og valdi þá HR fram yfir HÍ. Nýja húsnæðið hjá HR er sjúklega gott, kennararnir eru að reyna að kenna þér en ekki fella þig, kaffihúsið er æðislegt, matsalan góð, aðgengi að skólahúsinu er allan sólarhringinn, næg bílastæði og andinn hjá starfsfólkinu er þannig að mér finnst það vera að vinna í HR fyrir mig en ekki eigin launaseðil. Svo er spáð 17° stiga hita á Celsíus eftir nokkra daga og þá ætla ég að labba 100 metra frá skólahúsinu og þá er ég í Nauthólsvík að kaupa mér b**r. Yeah! Telurðu að MA hafi verið góður undirbúningur fyrir nám í HR? Nú er svolítið langt frá því að ég útskrifaðist og því er ég kominn með nokkuð mikla reynslu af öðru námi og atvinnurekstri. En ég finn að ég ber meiri virðingu fyrir því að stunda nám við menntastofnanir en mér finnst aðrir gera. Nám er alvara og vinna fyrir mér en í leiðinni er það líka skemmtileg vinna og leið að markmiði. Ég held að hausinn hafi verið skrúfaður rétt á hausinn á mér í MA og þar hefur hann haldist síðar. Svo kann ég líka nokkrar uppskriftir fyrir hvítlauk sem Sverrir Páll kenndi okkur á gullaldarárunum. Myndirðu segja að nám í HR sé góð fjárfesting? Tvímælalaust færðu það sem þú borgar fyrir með skólagjöldum. Að mínu mati færðu betri þjónustu, betri kennslu og meiri þekkingu sem nýtist þér í atvinnulífinu og við atvinnuleit. Margir mikla fyrir sér að borga ca. 150.000,- á önn miðað við að borga 60.00070.000 í HÍ en ég finn fyrir tilfinnanlegum mun á að sitja í aðalsal Háskólabíós með 830 nemendum að læra aðferðafræði þar sem kennarinn segist ekki ætla að svara spurningum á móti því að vera með 20-40 nemendum í stofu með nægt aðgengi að kennara sem veit hvað allir heita. Mínir kennarar mættu með myndir af öllum í áfanganum ásamt nöfnum þeirra til að læra nöfnin strax í fyrsta tíma og þeir hvetja okkur til að spyrja. Mér finnst ég ekki besti námsmaður í heimi en ég var þriðji efsti í sálfræðinni um jólin með meðaleinkunn 8,5 og ég vinn samt vinnu með og rek heimili og fjölskyldu. Hvernig er félagslífiðí HR? Er nemendastjórn og þess háttar? Það er stórt nemendafélag yfir öllu saman sem heitir stúdentafélag og svo er skólafélag í hverri deild. Félagslífið er mjög virkt ef þú vilt vera að taka þátt í því, vísindaferðir, árshátíðir, HR-útilega á hausti, opnir dagar og mikið fjör. En ég er einn af þeim sem vel ekki skóla út af félagslífi. Mér finnst ég ekki þurfa að láta mata mig af því. Það eru nægir skemmtistaðir niðri í miðbæ sem sjá um svoleiðis fyrir þig. Ég er hér vegna þess að ég veit að ég fæ gott lokapróf héðan og það mun skila sér í góðri vinnu seinna meir.

63

Er HR góður undirbúningur fyrir atvinnumarkaðinn og framtíðina? Ég held að ég sé búinn að svara þessari spurningu í hinum svörunum. Ég skal þess vegna einfalda þetta: Ef þú vilt verða góður fræðimaður, sterkur á bókina, taka líklega doktorsgráðu og verða aðallega kennari að atvinnu við háskóla eins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson – farðu þá í HÍ. Ef þú vilt: fara í nám sem ýtir þér í sífellu út í atvinnulífið og reynir að sjá til þess að þú sért með vinnu við hæfi að námi loknu, verða


64


65

Sóley Úlfarsdóttir


STÚDENTATAL 4.A

Anna Guðrún Aradóttir er að stúdera mannfræði við Háskóla Íslands. Bjarki Þórðarson er að læra þýsku í Háskóla Íslands. Brynhildur Heiða Jónsdóttir er að vinna á Dalvík, stefnir á að fara í hestafræði í Hólaskóla. Elín Dröfn Þorvaldsdóttir fór í frönskunám í Alliance Française í Nice, Frakklandi fyrir áramót. Er núna að vinna og stefnir á sálfræði í HÍ í haust. Freyja Rúnarsdóttir er að læra ítölsku og ítölsk fræði í HÍ. Fer til Mílanó í nám í september. Guðný Valborg Guðmundsdóttir er að læra tónsmíðar í Listaháskóla Íslands og vinnur í Zöru. Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir er búin að vera að spila á selló, kenna á selló og útskrifast svo á selló í vor. Inga Rún Jónsdóttir flutti suður og ferðaðist svo um Evrópu í mánuð. Vinnur á daginn og skemmtir sér á kvöldin. Ingunn Elísabet Hreinsdóttir lærði dans í Århus í Danmörku, ferðaðist um Ameríku og er að vinna sem stendur. Íris Eva Stefánsdóttir er að læra þjóðfræði í Háskóla Íslands. Kolbrún Guðmundsdóttir var tæpa þrjá mánuði í Frakklandi fyrir áramót að njóta lífsins. Flutti til Reykjavíkur og vinnur á leikskóla. Stefnir á nám í haust. Kolbrún Hulda Pétursdóttir fór til Frakklands í málaskóla og var þar í tæpa þrjá mánuði. Vinnur nú á leikskóla í Reykjavík og stefnir á viðskiptafræði í haust. Krista Björk Kristjánsdóttir er að vinna í Brynju í augnablikinu, fer svo á Interrail í sumar og í HÍ í haust. Lára Júlía Harðardóttir er að vinna í Nova í Reykjavík. Líneik Þóra Bryndísardóttir er orðin meistarabarþjónn. Kaffihúsahóra að búa til möppu fyrir LHÍ og vinna. Luciana Clara Paun er á fyrsta ári í hjúkrunarfræði í HA. Margrét Jóhannsdóttir bjó í DK í nokkra mánuði, vinnur á leikskóla og stefnir á hjúkrunarfræði við HÍ í haust. Margrét Arna Vilhjálmsdóttir er í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Miljana Milisic er að læra markaðsfræði og ferðamálafræði í Háskóla Íslands. Tinna Sif Sigurðardóttir útskrifast úr Leiðsögumannaskólanum í Kópavogi í vor. Þórunn Sif Héðinsdóttir fór í HA á iðjuþjálfunarbraut og er búin að vera að vinna í Hrísó með skólanum. Þuríður Helga Ingvarsdóttir er á 1. ári í fiðlunámi á hljóðfærabraut í Listaháskóla Íslands.

4.F

Aníta Ösp Ómarsdóttir er á fyrsta ári í mannfræði við HÍ. Arnar Freyr Óskarsson er að læra ferðamálafræði við HÍ og njóta lífsins. Arndís Ingólfsdóttir er stödd í Sölden, Austurríki að vinna sem aðstoðarmaður í eldhúsi á veitingastað í Ölpunum. Ætlar svo að ferðast um Evrópu og stefnir á HÍ næsta haust. Axel Ingi Árnason er að vinna á Sólon í Reykjavík. Reynir að ferðast og hafa gaman af lífinu. Framtíðin er óráðin... Ásdís Larsen er að vinna með ungum sem öldnum, í Síðuskóla og á öldrunarheimilinu Kjarnalundi. Berglind Júlíusdóttir er au-pair á Ítalíu. Emma Havin Sardarsdóttir er á Akureyri að leika sér, var í lýðháskóla í DK fyrir áramót. Eyrun Inga Jóhannsdottir býr í Santa Barbara í Californiu og er í háskóla þar að læra alþjóðafræði. Fjóla María Jónsdóttir er núna að vinna og safna fyrir næsta ævintýri, eftir að hafa eytt nokkrum mánuðum sem sjálfboðaliði í Noregi. Gísli Björgvin Gíslason gerði allt vitlaust í Evrópu, kom heim, hristir kokteila og dælir bjór. Stofnaði ásamt fleirum leikhópinn Þykistu. Er skrefinu nær Óskarsverðlaununum. Gréta Kristín Ómarsdóttir gerir alls konar misgáfulega hluti. Guðmundur Friðbjarnarson er læra íslensku í HÍ ásamt því að ferðast með Davíði Jónssyni. Karen Nóadóttir býr á Laugaveginum og er að læra íþróttafræði fyrir morðfjár í HR en næsta vetur ætlar hún út á vit ævintýranna. Kristín Eva Rögnvaldsdóttir er búin að vera í Svíþjóð síðan í ágúst að vinna sem au pair og læra sænsku. Margrét Helga Erlingsdóttir er í bókmenntafræði í HÍ og vinnur einnig í Name It. Stefnir að því að sigra heiminn að sjálfsögðu. Margrét Ýr býr í Reykjavík og er að klára fyrsta árið í sálfræði í HR. Er reyndar að hætta og fara að flytja til S-Afríku. Marta Sigríður Róbertsdóttir er að vinna á farfuglaheimili í Prag, mluví Český og planar Suður-Ameríkureisu næsta haust. Sonja Dögg Jónsdóttir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og æfa íshokkí með Skautafélagi Reykjavíkur. Þorvaldur Örn Davíðsson hefur stofnað sértrúarsöfnuð og skipuleggur byggingu Babelsturns á hálendinu í sameiningu við Lífeyrissjóðina. Örn Viggósson er að læra lögfræði við HÍ, býr fyrir sunnan og veit ekki.

66


4.G

Anna Sif Bergþórsdóttir er eigandi Intersports á Akureyri, ennþá sami djammarinn, full time flippari og verðandi kraftajötunn. Ari Hólm Ketilsson er að vinna í Rúmfatalagernum, ætlar að fara að nema lögfræði í HÍ næsta haust. Aron Pálsson er að læra markaðsfræði og stjórnun á viðskiptafræðibraut við Háskólann á Akureyri en stefnir til útlanda að sigra lífið. Auður Svansdóttir var að vinna í bakaríi og er að að læra íslensku við HÍ. Björn Ingason tanaði í Suðaustur-Asíu. Djammaði í Kína og renndi sér í skíðabrekkum Noregs. Brynhildur L. Brynjarsdóttir hefur verið að vinna á hótelinu Bahía Real á kanaríeyjunni Fuerteventura til að læra spænsku. Fanný Heiða Hjartardóttir er að læra lögfræði við Háskólann á Akureyri. Fríður Gunnarsdóttir er búin að vera vinna á strikinu og fór á interrail. Gyða Birnisdóttir er vinna í slorinu í Grímsey, fór í Evrópureisu, mætt aftur til Grímseyjar. Helga Margrét Freysdóttir er búin að vera skólaliði í Breiðholtsskóla sl. ár en fer í þjóðfræði í HÍ í haust. Helga Margrét Ingvarsdóttir fór í gegnum 50 manna klásus í hjúkrunarfræði og er að læra hana núna. Hinrik Hinriksson stundar nám í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur á Golfvellinum á Akureyri á sumrin. Huginn Ragnarsson college dropout + atvinnulaus = óstöðvandi. Er eins og stendur að leggja lokahönd á tragicomedy skáldsögu byggða á lífi sínu. Inga Heinesen býr í Reykjanesbæ með unnusta sínum og tveggja ára syni þeirra. Stundar fjarnám í Hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri og er að klára fyrsta árið þar. Jónína Björt Gunnarsdóttir búin að vera vinna á leikskóla sl. ár og búin að klára tónlistarskólann, lék í Rocky Horror, ætlar í LHÍ. Júlía Karlsdóttir fór til Noregs strax eftir útskrift og var fram að jólum. Hefur svo verið á Akureyri að hafa gaman af lífinu. Katrín Emma Jónsdóttir tók frí frá skóla og er að kenna fimleika, hefur nýtt tímann í að fara til útlanda og safna pening. Stefnir á nám. Kristín Arna Jónsdóttir var að vinna í Köben fram að jólum og býr nú á Akureyri og vinnur á Póstinum. Linda Rún Traustadóttir er að læra sálfræði við Háskólann á Akureyri. Oddur Grétarsson spilar handbolta með Akureyri og reynir að stúdera smá viðskiptafræði í HA með því. Stefnir út næsta vetur. Sindri Geir Óskarsson vinnur á Bautanum, er núna á ferðalagi um gömlu Sovétríkin og stefnir á guðfræði í HÍ í haust. Stefanía Helga Stefánsdóttir var í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri. Stefán Erlingsson lærir fjölmiðlafræði í HA en stendur eilífðarstúdentinn í sér að því annað slagið að vera kominn upp í MA bara til að vera þar. Sunna Þorsteinsdóttir fór í þriggja mánaða langt ferðalag að lokinni útskrift, flutti suður til Reykjavíkur og hefur verið að vinna í Zöru.

4.H

Alma Rún Vignisdóttir býr í Reykjavík með heitum gaur, vinnur á Grund, öldrunarheimili og stefnir á hjúkrunarfræði í HÍ næsta haust. Árni Björnsson Eftir stutt stopp í HA heldur hann áfram að sigra íslenskt blak en hefur stærri drauma um framtíðina. Bjarki Guðmundsson er að læra á gítar í tónlistarskólanum á Akureyri, og fer í haust í LHÍ á tónsmíðadeild. Bjarki Kristjánson er að slá í gegn í leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands. Bjarni Jónasson er að læra sagnfræði í HÍ, spilar handbolta með Stjörnunni og skipuleggur utanlandsferðir Guðmundar Friðbjarnarsonar og Davíðs Jónssonar. Bjarni Þór Bragason er við nám í Tónlistarskólanum á Akureyri að læra söng og á harmonikku. Bjarni Þóroddsson ræktar sinn eigin garð. Erlingur Þór Pétursson slappar af og nýtur lífsins. Guðrún Veturliðadóttir er að spila tónlist og skralla í Danmörku. Haukur Árnason fór til Reykjavíkur í HÍ og er að læra landfræði við líf- og umhverfisvísindasvið. Haukur Hinriksson býr fyrir sunnan og er að læra lögfræði í HR. Er mikið á Akureyri vegna fótboltans, og kemur til með að vera þar allt sumarið. Helga Dögg Jónsdóttir er í hjúkrunarfræðinámi í Háskólanum á Akureyri og að læra í Tónlistarskólanum á Akureyri. Jón Viðar Þorvaldsson er að vinna sem skíðaþjálfari hjá Skíðafélagi Akureyrar og hjá N4. Eignaðist son og er því í föðurhlutverki á milli þess sem hann er að vinna. Katrín Eiríksdóttir tók sér árs frí frá skóla, er búin að vera að vinna hjá Brim. Fer í Spánarferð í sumar og byrjar í þjóðfélagsfræði við HA í haust. Margrét Jóhannsdóttir er bara búin að vera að vinna. Marta Kristín Jónsdóttir er að læra sálfræði við Háskólann á Akureyri og æfa körfubolta með Þór. Ninna Rún Pálmadóttir býr í 101 og er að læra kvikmyndafræði við Háskóla Íslands, þjóna á Ítölsku veitingahúsi við Laugarveg og hljómsveitarstússast inn á milli. Ragnar Logi Búason er að læra sagnfræði í HÍ á milli þess að hann sýnir Reykvíkingum hvernig menn glíma fyrir norðan. Sigmar Örn Hilmarsson er búinn að leggja undir sig Austfirði, næst er það Suðaustur Asía. Sigrún Kristín Kristjánsdóttir vinnur við að þjóna fólki, mun hætta því í lok sumars og þá munu aðrir þjóna henni. Styrmir Dýrfjörð starfar núna fyrir föður sinn við að selja bækur svo hann hafi efni á að fara í háskóla og læra að borða skattinn ykkar. Tryggvi Gunnarsson fór á interrail og til Bandaríkjanna. Er svo að elda á Goya Tapas. Tryggvi Þór Skarphéðinsson rokkar og djassar upp hversdagslegan raunveruleikann. Þórey Stefánsdóttir lærði að elda og þrífa í Hússtjórnarskólanum á Hallormstað. Fór svo að læra sjúkraliðann og heilsunuddarann í VMA en ætlar suður í haust

67


4.T

Andri Þór Valsson er að klára einkaflugmanninn og svo er stefnan sett á atvinnuflugmanninn. Anna Árnadóttir er bara að vinna og njóta lífsins. Arna Katrín Hauksdóttir er í lyfjafræði í HÍ. Arnfríður Hermannsdóttir er í kennaradeild í HA og stefnir á efnafræðinám við HÍ á næsta ári. Berglind Harðardóttir er að læra lögfræði við Háskólann á Akureyri. Brá Atladóttir er búin að vera að vinna við að þjálfa og temja hesta. Davíð Jónsson er að læra sjávarútvegsfræði í HA og ferðast með Guðmundi Friðbjarnasyni inn á milli. Elva Eir Grétarsdóttir er að lifa, dansa og elska. Emelía Dögg Sigmarsdóttir býr með einum besta handboltamanni heims í Þýskalandi, hittir Justin Bieber, liggur í sólbaði á daginn og dansar Soldier Boy á kvöldin! Gunnar Þór Halldórsson er í landsliðinu á skíðum og er búinn að vera að ferðast um heiminn og keppa á skíðum, meðal annars á HM 2011. Einnig er hann að undirbúa sig andlega fyrir lífið. Harpa Söring Ragnarsdóttir er nýkomin úr au-pair starfi í Monaco og vinnur nú á elliheimilinu á Þórshöfn þar til hún fer í háskóla. Helga Rún Árnadóttir hefur verið að vinna á röntgendeildinni á FSA og í Borgarbíó. Byrjar í HA í haust til að læra sálfræði. Hildur Gunnarsdóttir fór í bakpokaferðalag um Mið-Ameríku síðasta sumar og er núna að læra hjúkrunarfræði við HÍ. Jóhanna Friðriksdóttir er nýkomin heim úr stórkostlegri Asíuferð og byrjuð að vinna fyrir áframhaldandi námi. Karen Rebecca Olrich-White vinnur eins og brjálæðingur til að safna fyrir skóla í London. Kári Gautason er í námi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, að læra búvísindi og landgræðslu. Hefur þar lært að fara í gúmmítúttum á djammið. Margrét Diljá Oddsdóttir er að vinna í Lyfju. Stefnir á inntökuprófið í læknisfræði í vor. Margrét Unnarsdóttir er vinna á Te & kaffi og læra söng í Tónlistarskólanum á Akureyri. María Guðnadóttir er að læra sálfræði í HA. María Magnea Steingrímsdóttir fór í þriggja mánaða reisu um Suðaustur-Asíu og Ástralíu. Er núna í Austurrísku ölpunum að vinna og æfa sig á snjóbretti. Orri Gústafsson er að læra um fiska í HA og stefnir á að gera hið sama í Tokyo á næsta ári. Ólöf Línberg Kristjánsdóttir þjálfar fimleika og hugsar um litla prinsinn sinn sem fæddist í september. Sigríður Linda Þórarinsdóttir er að vinna og lifa lífinu í Noregi eitthvað fram á haust. Sigurbjörg Inga Björnsdóttir hefur verið að vinna á elliheimili og tannlæknastofu síðan hún útskrifaðist og mun klára tónlistarskóla í vor. Sonja Björk Jónsdóttir fór og þvældist um Asíu í 3 mánuði. Býr núna í Reykjavík þar sem hún er að vinna í World Class og læra einkaþjálfun. Sunna Lind Höskuldsdóttir býr í Sevilla á suður Spáni þar sem hún slakar á í sólbaði, drekkur kokteila og reynir að læra smá spænsku í leiðinni.

4.U

68

Anna Margrét Bjarnadóttir er að vinna í apóteki, ætlar að ferðast og hafa gaman í sumar og fara svo í tannsann í haust. Auður Filippusdóttir býr í Noregi og er að vinna á leikskóla en fer í HA í haust. Axel Örn Sigurðsson er í Háskóla Reykjavíkur að læra tölvunarfræði. Bergþór Steinn Jónsson lifir hinu ljúfa lífi fyrsta árs læknanemans, sefur fram yfir hádegi, mætir svo í skólann og lærir um Fossa pterygopalatina, splanchnopleuric mesoderm o.fl. Bjarki Gíslason æfir stangastökk og nemur íþróttafræði við HR. Daníel Alexandersson stundar MA-nám í frönskum fræðum í HÍ og vinnur sem dyravörður á Sólon um helgar. Dýrleif Hanna Sigmundsdóttir stundar nám við Háskóla Íslands, þar sem hún lærir lyfjafræði. Er einnig á fullu að æfa blak með blakdeild Stjörnunnar í Garðabæ, en býr í Kópavogi. Einar Tryggvi Leifsson er í tölvunarfræði í HR og er að vinna part-time í Nova. Eiríkur Ágúst Brynjarsson er nemandi í FVA að læra tækniteikningu og stefnir á arkitektinn. Nýtur lífsins með dólgslegum hætti í Borgarfirði. Elín Rós Jónasdóttir tók sér árs pásu frá skóla til að finna út hvað hana langaði að gera. Hefur verið að vinna á Dalvík í 3 vinnum í allan vetur að safna og eyða pening. Guðrún Svana Hilmarsdóttir er í HÍ í lífefnafræði, spilar af og til á sellóið og notar Facebook chat á turbo-speed til að kynnast nýju bekkjarfélögunum betur. Hulda María Harðardóttir er að læra sameindalíffræði við Universitet í Bergen og stefnir á að ferðast eitthvað og finna sér svo góða vinnu í Stavanger þar sem kærastinn hennar býr. Ingunn Eir Björgvinsdóttir býr í Kaupmannahöfn og er að vinna á hjúkrunarheimili. Ætlar í háskóla næsta haust. Jakob Frímann Kristinsson er að vinna hjá Orkneyja ehf. við framleiðslu á lífdísel og stefnir á efnafræði í HÍ í haust. Jón Helgi Kjartansson var á haustönninni í tölvunarfræði í HR, en er núna að drepa tímann með því að teikna í VMA. Lars Óli Jessen er búsettur í Noregi þar sem hann spilar fótbolta af kappi. Stefnir á að koma heim í haust til að byrja í háskóla en ef boltinn mun ganga vel verður hann sennilega lengur í Noregi. Petrea A. Ásbjörnsdóttir er að læra hjúkrunarfræði í HÍ. Selma Kjartansdóttir fór í snilldar Asíureisu í 5 mánuði og er þessa stundina au pair í Munchen, Þýskalandi. Sesselja Sigurðardóttir tók sér frí frá skóla en er á leið í HR næsta haust. Kláraði 3 áfanga frá VMA núna í vor og hefur líka verið að vinna með því. Teitur Ingvarsson Býr í íbúðinni sinni á stúdentagörðunum, lærir líffræði og talar við kærustuna sína á MSN á hverju kvöldi.


4.Y

Anna Dröfn Daníelsdóttir býr í Reykjavík og vinnur í Lyfju. Aron Freyr Heimisson er núna að klára fornámið í Myndlistaskólanum á Akureyri og hefur verið á fullu þar í allan vetur. Stefnir svo á vöruhönnun. Ása Lind Sigurjónsdóttir vinnur í Rúmfatalagernum og í veiðihúsi. Ásdís Kristinsdóttir sérhæfði sig í pökkun púströra í Danmörku, hætti á toppnum. Ætlar að einbeita sér að lífeindafræði í haust, líka í Danmörku. Ásta Sóllilja Þorsteinsdóttir hefur verið að vinna sem þjónn á hótelinu Bahía Real á kanaríeyjunni Fuerteventura síðasta hálfa árið til að læra spænsku. Defensor Moris dundar við að vernda hefðir í Menntaskólanum á Akureyri, er dyravörður á Kakinu um helgar. Elín Inga Bragadóttir fór í íþróttalýðháskóla í Århus í Danmörku í haust og vinnur núna í M&M, félagsmiðstöðvunum á Akureyri, þjálfar fimleika, kennir dans og afgreiðir snyrtivörur í Hagkaup. Elva Friðjónsdóttir uppgötvaði hvað lyfjafræði er afskaplega skemmtileg og er að læra hana í HÍ. Finnur Logi Kristjánsson er í sagnfræði í HÍ. Gunnar Kristjánsson er í læknisfræði við Háskóla Íslands. Helga Sigrún Gunnarsdóttir lærði lífeindafræði í HÍ í haust og eignaðist dóttur. Herdís María Sigurðardóttir er að vinna á sjúkrahúsinu, Bautanum og í félagsmiðstöðinni Dimmuborgum. Íris Ósk Egilsdóttir er ekki að gera neitt nema að vinna (þjálfa fimleika og vinna í Sportver) og fer svo í skóla í haust í HÍ. Kristján Steinn Magnússon er á fyrsta ári í jarðfræði við HÍ og spilar fótbolta með Þór Akureyri. Nína Arnarsdóttir er í hátækniverkfræði í HR. Sigríður Árdal er útskrifuð húsmóðir á leið í Kennó, var að vinna á leikskóla og er núna á ferðalagi um Evrópu að skoða helstu sólarstrendurnar. Tómas Leó Halldórsson er að meika það með gothunum í VMA. Þórey Kolbrún Jónsdóttir var að vinna í hálft ár á hóteli á Fuerteventura til að læra spænsku. Þröstur Leó Stefánsson er og hefur verið að vinna í Noregi og víðar síðan á útskrift. Er að vinna sem verktaki fyrir Aqualine a/s og stefnir á að fara í HÍ í haust að læra líffræði.

4.X

Aðalbjörn Hannesson þjálfar hjá Breiðablik og lærir íþróttafræði í HR. Aron Skúlason lærir hugbúnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. Auðunn Skúta Snæbjarnarson lærir stærðfræði í Háskóla Íslands. Axel Gauti Guðmundsson leggur stund á tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Ásta Þórðardóttir lifir og leikur sér í borg óttans. Stundar nám í tækniteiknun og vinnur hjá Eymundsson. Birgitta Bjarney Þorleifsdóttir leggur stund á lyfjafræði í HÍ á daginn og lærir förðunarfræði í kvöldskóla. Brandur Þorgrímsson rannsakar segulsviðsskynjara byggða á smugskeitum fyrir erlend stórfyrirtæki. Bríet Einarsdóttir bjó á Spáni, lærði spænsku, vann á hóteli og ferðaðist. Stefnir á háskólanám í haust. Daníel Jóhannsson er að njóta lífsins. Daníel Sveinsson er í rafmagns og tölvuverkfræði í HÍ á milli þess að skipta á bleyjum. Eyþór Gylfason er að læra rafmagns- og tölvuverkfræði í Háskóla Íslands. Gerður Davíðsdóttir fór í ensku- og brimbrettaskóla á Hawaii og ferðaðist smá um Bandaríkin. Stefnir á tannlækningar í HÍ í haust. Guðrún Margrét Jónsdóttir lærir rafmagns- og tölvuverkfræði í HÍ. Hildur Leonardsdóttir fór til Sölden, skíðasvæði í Austurríki, að vinna og leika sér og er á leiðinni í háskóla. Ingibjörg Ragna Malmquist bjó á Spáni, lærði spænsku, vann á hóteli og ferðaðist. Heimsótti líka Frakkland, Mónakó, Ítalíu og Danmörku. Kamilla Sól Baldursdóttir er í bakpokaferðalagi um Mið- og Suður Ameríku. Karl Ásgeir Geirsson lærir lífefnafræði í Háskóla Íslands til undirbúnings undir inntökuprófið í læknisfræði. Kjartan Bjarni Kristjánsson lærir rafmagns- og tölvuverkfræði í Háskóla Íslands. Lára Kristjánsdóttir starfar á kaffihúsi í Danmörku. Óskar Helgi Adamsson lærir hátækniverkfræði í Háskóla Reykjavíkur við Nauthólsvík. Sigurður Óli Árnason er að læra hugbúnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. Snorri Ágúst Snorrason er við nám í fjármálaverkfræði í HR. Sonja Geirsdóttir fór til Hawaii í enskuskóla og á brimbrettanámskeið. Endaði svo ferðina á smá flakki um Bandaríkin. Hannibal Hafberg er á línuskipinu Fjölnir Su 57 á sjó í 18 daga og á skralli í 6. Tinna Frímann Jakobsdóttir býr í Reykjavík og er að læra hugbúnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. Víkingur Hauksson tók sér pásu frá skóla til að vinna. Stefnir á viðskiptafræði í HA í haust.

69


fivottahús • Fatalitun • Fataleiga

nBIhf.(LandsBankInn),kt.471008-0280

Hafnarstræti 34 • Akureyri • Sími 462 2580

Jónsson & Le’macks

jl.is

sÍa

Reglubundinn sparnaður Ein besta leiðin til að spara er með reglubundnum sparnaði. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag.

70 Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


TAKK ÞAKKARLISTI Allir sem pósuðu fyrir okkur Takk fyrir að vera framúrskarandi myndarleg og skemmtileg. Arnar Már Arngrímsson, Sverrir Páll Erlendsson, Valdimar Gunnarsson Takk fyrir að gefa ykkur tíma í allan þennan prófarkalestur.

Gréta Sóley Sigurðardóttir Takk fyrir óteljandi margar myndir! Án þín væru engar gáfulegar myndasíður í blaðinu. Greinahöfundar Það segir sig sjálft. Takk fyrir að vera orðheppin og sniðug og fyrir að nenna þessu. Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir Ekki bara fyrir alla næturvinnuna sem þú nenntir að standa í fyrir okkur heldur líka fyrir að vera einstaklega listræn og veita okkur góðan félagsskap síðustu dagana. Takk fyrir Heidda!

Huginsstjórnin ’10-’11 aka nágrannar og bestu vinir Munins. Takk fyrir góð partý og góð kúr. Sérstaklega stórt takk fyrir skúffukökuna Rakel, Óli fyrir að svara spurningum og Inga fyrir gott meiköpp sessjon. Takk þið öll fyrir að vera alltaf tilbúin til að hjálpa við hvað sem er. Huginsstjórnin ’11-’12 Takk fyrir Cocoa Puffsið, fría gosið og allt mönsið. Bjargaði allnæterunum algjörlega. Í þakkarskyni fáið þið að eiga bæði Sindra og Daníel. Jón Már Héðinsson Takk fyrir margt, en sérstaklega fyrir vel unnin fyrirsætustörf. Hlynur, Jón og Snorri Allt of mikil gull af mönnum til að sleppa þeim á lista sem þessum. Takk fyrir góðan skeggvöxt, lánið á hinu og þessu og fyrir að passa upp á að við munum eftir skónum okkar. Rauði herinn Þið sjáið alltaf um að við göngum vel um. Takk fyrir lánið á skúringagræjunum og tuskunum. Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir Takk fyrir endalausa þolinmæði. Stefán Erlingsson Ótrúlegur maður. Takk fyrir er varla nóg. Eilífðarstúdent sem er alltaf til í að hoppa til og frá fyrir okkur í hin ýmsu ljósmyndastörf, hvenær sem er, hvar sem er. Sveinn Garðarsson Glæsileg forsíða hjá þér! Takk fyrir að vera með gott hugmyndaflug. Úlfur Bragi Einarsson Þú ert einstaklega góð grúppía og skutlari. Takk fyrir fyrir að stela gosinu okkar...

71

Þú Takk fyrir að nenna að skoða blaðið okkar.


72


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.