Muninn vorblað 2013

Page 1


SÆLL VETTU!



Signý Rún Pétursdóttir • Stúdent frá MS 2012 • Nemi á 1. ári í viðskiptafræði • Áhugamál: Að æfa fótbolta og samvera með vinum

„Kennslan í Háskólanum í Reykjavík er góð og persónuleg og kennararnir hjálplegir við nemendur. Ég tel að námið muni nýtast mér vel í framtíðinni.“

VELKOMIN Í HR FRAMSÆKINN ALÞJÓÐLEGAN HÁSKÓLA OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 5. JÚNÍ www.hr.is


Muninn 2013 Vorblaรฐ



Skólablað Menntaskólans á Akureyri Vor 2013, 87. árgangur, 1. tbl. Upplag: 800 eintök Útgefandi: Muninn, skólablað MA Ábyrgðarmaður: Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir Umbrot og hönnun: Ritstjórn Munins Forsíða: Baltasar og Kristjana Samper Prentun: Ásprent Prófarkarlestur: Arnar Már Arngrímsson Valdimar Gunnarsson Gunnhildur Ottósdóttir

Efnisyfirlit bls. 9 bls. 10-13 bls. 14-15 bls. 17 bls. 19 bls. 20 bls. 22-25 bls. 29 bls. 30-33 bls. 34-37 bls. 38-39 bls. 40-41 bls. 42-43 bls. 44-51 bls. 53 bls. 54-55 bls. 57 bls. 58 bls. 59 bls. 60-61 bls. 62-63 bls. 64-65 bls. 71-72 bls. 74-77 bls. 78-79 bls. 80

Ávarp Inspectrix Greinahöfundar: Spjallað við afreksfólk í MA Alda Karen Hjaltalín For Colourblind People Ásta Guðrún Eydal Versti árgangurinn Dagbjört Katrín Jónsdóttir Krafan um fullkomnleika Eir Starradóttir Smásagnakeppni Munins: Hvar er ég? Hafrún Gunnarsdóttir Ævintýri í Afríku Hildur Dögg Guðlaugsdóttir Ólæti Johanna Flensborg Madsen Hefðir annarra skóla Katrín Björg Gunnarsdóttir Nanna Lind Stefánsdóttir Viðtal: Hildur Lilliendahl Sandra Marín Kristínardóttir Ævintýri í öðru veldi Sigríður Hannesdóttir Spurningakassinn Sunna Björk Erlingsdóttir Machu Picchu Sverrir Páll Erlendsson Myndaþáttur Sylvía Dröfn Jónsdóttir MA-ingar hræddir við femínista Breytir MA nýnemum? Litla hafmeyjan Tehorn Áka og Steinars Að vera aðstandandi kynferðisafbrotamanns 1000 sleðahundar Í minningu Þorvalds Þorsteinssonar Ljóð: Þunglyndi Gerðu það sjálfur Stúdentatal Vinnsla blaðsins Þakkir

5


Ritstjórn

Munins

Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir, ritstjóri Sóley Úlfarsdóttir, aðstoðarritstjóri Steinarr Ólafsson, auglýsingastjóri Ída Irene Oddsdóttir, auglýsingastjóri Áki Sebastian Frostason, greinastjóri Hildur Ásta Þórhallsdóttir, gjaldkeri Jóhanna Sigurðardóttir, myndastjóri Asra Rán Björt Zawarty Samper, ritari

6



OPIÐ FYRIR INNRITUN Í HÁSKÓLANN Á AKUREYRI

▶ Hjúkrunarfræði** ▶ Iðjuþjálfunarfræði*

▶ Diplómu- og meistaranám í heilbrigðisvísindum - M.S. í heilbrigðisvísindum - Diplómunám í heilbrigðisvísindum (40 einingar)

Í boði er nám í þremur deildum á hug- og félagsvísinda sviði; félagsvísindadeild, lagadeild og kennaradeild: ▶ ▶ ▶ ▶ ▶

Félagsvísindi* Fjölmiðlafræði* Kennarafræði* (leik- og grunnskólastig) Lögfræði Nútímafræði*

▶ ▶ ▶ ▶

Sálfræði* Heimskautalögfræði L.L.M/M.A. Nám til kennsluréttinda Menntunarfræði - Diplómunám í menntunarfræðum (60 einingar) - M.Ed. í menntunarfræðum

Á viðskipta- og raunvísindasviði er boðið upp á nám í viðskiptadeild og auðlindadeild: ▶ Líftækni* ▶ Sjávarútvegsfræði* ▶ Náttúru- og auðlindafræði*

▶ Viðskiptafræði* ▶ M.S. í auðlindafræði ▶ M.S. í viðskiptafræði

Sjálfstæði - Traust - Framsækni - Jafnrétti

Á heilbrigðisvísindasviði er boðið upp á nám í þremur deildum:

*Einnig í boði í fjarnámi **Í boði á Selfossi og Reyðarfirði Engin skólagjöld, innritunargjald fyrir skólaárið kr. 60 þúsund.

www.unak.is

Umsóknarfrestur til 5. júní


Á meðan ég skrifa þessi orð sit ég í Kvosinni, í löngu, á venjulegum þriðjudegi og horfi í kringum mig. Einhver strákahópur er að stafla tómum skyrdollum saman og hlær í hvert skipti sem ein skyrdolla dettur, þrjár stúlkur sitja hlið við hlið og taka myndir af sér með pizzusneið sem þær keyptu í sjoppunni. Saklausir busar reyna að hitta rusli í ruslafötuna af löngu færi og nokkrir fjórðubekkingar sitja saman og ræða um heimsreisur. Það eina sem fer í gegnum huga minn á svona stundum er: „Hér á ég heima.“ Menntaskólinn á Akureyri er fyrir mér, heimili. Menntskælingar og samnemendur eru fyrir mér bræður og systur og myndi ég klífa hæstu fjöll og synda yfir lengstu fljót fyrir þau. Allt sem ég hef gert á mínu tímabili sem formaður skólafélagsins hef ég gert fyrir ykkur. En ég hef fengið það margfalt til baka, með sætu brosi á gleðidegi, miklum hlátri á kvöldvöku og það sem mér fannst mest

skipta máli, háum söng á söngsal. Ég held að það átti sig enginn á því hversu hátt MA-hjartað slær fyrr en maður situr í tröppunum í fjórðubekkjarkvosinni og horfir yfir fólkið sem á eftir að gera þennan skóla enn betri og mun flottari. Minn tími hér er liðinn og þegar ég horfi yfir allt fólkið sem situr í Kvosinni færist yfir mig ró. Ég gæti ekki skilið félagslífið eftir í betri höndum. Ég vil nýta tækifærið og þakka Agli, Ása, Telmu, Simma, Íseyju, Telmu Karen og Maríu fyrir frábært samstarf og einum of gott skólaár. Einnig öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera þetta skólaár ógleymanlegt. En nú ætti ég að fara að enda þetta ávarp og halda á vit ævintýranna.

Takk fyrir mig, Alda Karen Ó. Hjaltalín Inspectrix Scholae 2012-2013

9


Umsjón: Ásta Guðrún Eydal og Sunna Björk Erlingsdóttir Myndir: Ásta Guðrún Eydal

MA er ríkt af frábæru íþróttafólki sem stundar fjölbreyttar íþróttagreinar. Auðvitað fer meira fyrir sumum iðkendum en öðrum en það þýðir ekki að þeir séu ekki jafn hæfir á sínu sviði. Hérna tökum við fyrir tvö dæmi um það. Írena er vel þekkt innan sjósundsgreinarinnar á meðan fleiri kannast kannski við Kolbein. Kolbeinn er landsþekktur frjálsíþróttamaður á meðan Írena er hins vegar ekki þekkt meðal almennings en í sjósundinu hefur hún vakið mikla athygli.

Írena

Ef það er eitthvað sem ég hef lært síðan ég byrjaði í MA síðastliðið haust, þá er það að dæma fólk aldrei út frá fyrstu kynnum. Eða öðrum eða þriðju kynnum. Ég kynntist Írenu snemma eftir að skólinn byrjaði. Hins vegar varð það ekki fyrr en eftir áramót sem hún sagði mér frá sjósundsiðkun sinni. Eftir því sem ég heyrði meira og meira um þetta sérstaka áhugamál hennar Írenu, því meira langaði mig til að taka viðtal við hana og kynna hana fyrir fleirum! Írena Líf Jónsdóttir er fædd og uppalin í Reykjanesbæ. Þar hóf hún sundþjálfun hjá ÍRB tíu ára gömul. Þar æfði hún alveg fram til 2011 eða þegar hún hóf nám í MA. Núna æfir hún sund hjá Sundfélaginu Óðni.

Hvernig byrjaði þessi sjósundsiðkun?

Ég prófaði fyrst sjósund árið 2010. Vinkona mömmu stundaði þetta og bauð mér að prófa. Þá fórum við útí hjá Garðskaga. Fyrsta upplifunin var mjög skrýtin, ég hugsaði margoft; hvað er fólk eiginlega að spá?! Ég skil enn ekki hvað fólk er að spá. Ég man eftir því þegar ég sá eitthvert viðtal við konu með einhverja svona hrikalega sjósundshúfu og svona vettlinga og sokka, á leiðinni út í sjó, í snjó! Og ég hugsaði bara hvað er að fólki? Og svo nokkrum mánuðum síðar var ég byrjuð á þessu líka.

Hvað var það sem fékk þig til að fara aftur eftir fyrsta skiptið?

Ég veit það ekki alveg. Það er náttúrulega rosalegt adrenalínkikk að fara útí eitthvað ískalt. Þetta er örugglega bara spennufíkn. (Hlær).

Hvað heillar svona mest við sjóinn?

Öldurnar! Það er geðveikt að synda á móti öldunum í flugsundi. Það er eins nálægt því að fljúga og maður getur.

Hvað eru uppáhaldsaðstæður þínar við að synda?

Rigning og brjálæðislegar öldur í Njarðvík. Hvammsvík er yndisleg að synda í en það er svo tær sjór að það er ógeðslegt að vera þar.

Er einhver búningaaðstaða eða heitur pottur í Njarðvík?

Nei þar er bara harkan ein. Þá klæðir maður sig bara í sundbolinn heima og fer svo í kraftgalla utan yfir. Svo fer maður bara aftur í gallann þegar maður er búinn og fer annaðhvort bara heim eða í sundlaugina.

Með hverjum syndirðu helst?

Það er lítið sjósundsfélag hér á Akureyri. Svo hef ég kynnst fólki í gegnum þá sem ég syndi með.

Eru margir á þínum aldri í sjósundi?

Nei það er enginn sem ég hef kynnst sem stundar þetta eins mikið og ég geri.

Finnurðu einhvern mun á húðinni eftir sund?

Nei ekkert sérstaklega. Það er náttúrulega magnesíum inntaka í gegnum húðina og það fer rosalega vel með hana.

Ef þú gætir farið hvert sem er í heiminum að synda, hvert mundirðu fara og afhverju?

Singapúr. Því það hljómar svo spennandi. Svo hef ég verið að skoða svona sjósundsmót erlendis. Mig langar rosalega að fara einhvern tíma og keppa í þannig.

Aðeins um Viðeyjarsundið..?

Ég held að ég eigi fjögur met í Viðeyjarsundinu. Fyrst synti ég 2011. Þá varð ég Íslandsmeistari í þriggja kílómetra sundinu. Daginn eftir fór ég svo í fimm kílómetra Bessastaðasund. Fyrst vissi enginn hver ég var en svo í Bessastaðasundinu þá allt í einu vissu allir hver ég var. Núna kemur fólk sem ég þekki ekki neitt að mér bara Hæ Írena! Svo hef ég fengið þónokkur símtöl sem eru öll á þessa leiðina: „Hæ Írena, ég heiti X og vinn hjá þessum fréttamiðli. Ég hef verið að lesa um þig á netinu og mig langar að taka viðtal við þig.“


Það var einmitt í einu af svona samtölum sem maður kom og talaði við mig. Hann sagðist hafa verið að fylgjast með mér og hann langaði til að hjálpa mér að ná lengra. Þessi maður heitir Benedikt Hjartarson og er fremsti sjósundskappi Íslendinga. Hann hefur t.d. synt Drangeyjarsund, Sjö eyja sund og Viðeyjarsund. Svo er hann eini Íslendingurinn sem hefur synt Ermasundið. Síðasta sumar, á sunnudagskvöldi leiddist mér þannig ég talaði við pabba og við ákváðum að skella okkur bara í tvöfalt Viðeyjarsund. Svo redduðum við bara bát og vinir mínir komu með og ég synti fram undir miðnætti. Svo þegar ég var búin fór ég náttúrulega í pottinn til að ná aftur hita í kropppinn þannig ég fór ekkert að sofa fyrr en um þrjúleytið um nóttina. Svo var ég vakin eldsnemma daginn eftir af morgunútvarpinu sem hafði heyrt af þessu. Svo hringdi Stöð 2 og vildi taka viðtal við mig á bryggjunni og svo þegar ég kom heim beið DV eftir mér. Það var rosalegt.

Hefurðu einhvern tímann orðið hrædd við hákarla eða önnur sjávardýr?

Ekki hérna á Íslandi. Þeir hákarlar eru ekkert svo grimmir og þeir eru líka ekki svona ofarlega. En ef ég er að horfa á bíómynd og það kemur svona atriði í sjónum þar sem eitthvað ógeðslegt eða hræðilegt er, þá spóla ég venjulega yfir eða loka augunum.

Þannig þú hefur ekki horft á Jaws?

Ó nei, ég gæti aldrei horft á þær myndir. Einu sinni sá ég hákarl sem hafði verið veiddur hér við Ísland. Ég fékk svo mikið sjokk! Ef ég er að synda þar sem eru fiskar eða þari þá sný ég mér venjulega við á bakið. Einu sinni synti ég á marglyttu. Ég hló eins og brjálæðingur mér fannst það svo fyndið.

þess að vera með bát. Fara varlega og ekki fara sér að voða.

Hefur þú einhvern tíman ofkælst og hvernig var það?

Já einu sinni. Það var í Nauthólsvíkinni. Vinkona mín ætlaði með mér en kom svo ekki. Þannig ég fór bara með einhverjum öðrum. Svo þegar ég var komin í pottinn skalf ég enn. Karlarnir í pottinum áttuðu sig á því hvað var að gerast þannig þeir gáfu mér heitt kakó og létu starfsfólk vita. Starfsfólkið er þrautþjálfað í að takast á við þetta. Ég fékk ekki einu sinni að fara ein í sturtu.

Þú stefnir á Ermasundið, er það ekki?

Jú það er planið. Um leið og allir gefa grænt ljós; læknarnir, mamma og pabbi, þá fer ég.

Lumarðu á einhverjum skemmtilegum sögum úr sundinu?

Ég hef synt á sel. Og synt með sel. Ég var heppin þegar ég synti á selinn því þeir geta víst urrað á fólk og orðið árásargjarnir. Þannig þegar ég synti með sel þá varð ég skíthrædd. Ég hefði aldrei getað stungið selinn af. Sem betur fer elti hann mig ekki þegar ég spretti í land. Einu sinni sá ég ógeðslegan fisk rétt undir mér. Hann var með alls kyns anga framan í sér. Ég varð svo hrædd að ég gat ekki synt. Einu sinni tábrotnaði ég. Ég var í áheitasundi og var búin að synda minn hluta. Svo kom bátur og sótti mig og það var björgunarsveitarfólk í honum. Allt í einu er svo komið blóð út um allan bátinn og það skilur enginn í því. Svo öskrar einhver: „Oj Írena, sjáðu tána á þér!“ Þau skoðuðu tána og þá var hún brotin og það voru tannaför í húðinni. Þeir halda að fiskur hafi bitið mig og brotið tána. Maður dofnar náttúrulega svo mikið í kuldanum að ég fann ekkert fyrir því.

Af hverju syndirðu alltaf án smurningar eða hlífðargalla?

Ég veit það ekki alveg. Svona galli kostar alveg augun úr. Smurningin kostar örugglega líka eitthvað. Svo er þetta bara svo mikið vesen. Að smyrja vaselíni yfir sig allan, nei takk.

En hvað með húfurnar, vettlingana eða sokkana?

Maður er svo asnalegur með þetta. Ég læt ekki sjá mig í því. Ég hef einu sinni prófað svona sokka, ég sá fljótlega að ég nennti þessu ekki.

Hvað mundirðu segja ef þú ættir að ráðleggja nýliðum?

Ekki fá sér of mikið að borða rétt fyrir sund en heldur ekki fara svangur. Borða létt svona klukkutíma fyrir sund. Aldrei synda einn. Þú ferð náttúrulega aldrei neitt langt án

11


Kolbeinn Höður Kolbeinn Höður er á öðru ári í Menntaskólanum á Akureyri og er afreksmaður í frjálsum íþróttum. Það sem fæstir vita er það að hann hefur aðeins iðkað íþróttina í fjögur ár. Hann var grunlaus um eigið ágæti þar til íþróttakennarinn hans benti honum á að hann gæti átt gott erindi við frjálsar íþróttir. Óhætt er að segja að kennarinn hans hafi verið sannspár því á aðeins fjórum árum hefur hann unnið til fjölda verðlauna, sett Íslandsmet í 400 metrum innanhúss og keppt um víðan heim. Ég mælti mér mót við Kolbein á Hólum á skólatíma. Mér lék strax hugur á að vita hvernig honum, margverðlaunuðum íþróttamanninum, tækist að samþætta strangar æfingar og nám. Honum finnst það vera lítið mál og segir að það gangi mjög vel.

Stefnir þú á atvinnumennsku í frjálsum?

„Já, það væri gaman en því miður fær maður ekki mikinn pening fyrir að stunda frjálsar nema maður sé Usain Bolt eða einhver álíka. Ég veit ekki hvort ég geti lifað á þessu en ég ætla allavega að gera þetta í framtíðinni, það er alveg klárt mál.“ Ég velti því fyrir mér hver fyrirmynd Kolbeins væri og það stóð ekki á svarinu. Hann nefndi um hæl fyrrnefndan Usain Bolt og sagði hann vera ansi flottan gaur sem gerir það gott í íþrótt sem erfitt er að skapa sér nafn í.

Í hvaða grein stendur þú þig best?

„Í 400 metrum, það er einn hringur á stórri braut.“

Hvert er svo markmiðið?

„Að komast á Ólympíuleikana 2016 og HM árið eftir það.“

12

Hvernig undirbýrðu þig fyrir keppni, hefurðu einhverja sérstaka hjátrú?

„Ég fékk mér alltaf franskbrauð með hnetusmjöri og sultu fyrir mót en svo komst ég að því að það var ekki að gera sig vegna þess að í eitt skipti sleppti ég því og stóð mig miklu betur. Nei annars er ég ekki með neitt sérstakt, bara slaka á, það er stressandi að fara keppa og þá verður maður bara að hlusta á tónlist og taka því rólega.“

Hver styður og hvetur þig mest áfram?

„Það er örugglega þjálfarinn minn, Gísli, hann er allavega alltaf að berja því inn í hausinn á mér að ég eigi eftir að gera góða hluti. Góðir hlutir gerast hægt og ég þarf að vinna í mínum málum ef ég ætla að komast langt.“ Þar sem Kolbeinn hneigist svo mjög til íþrótta mátti ég til með að spyrja hann hvort hann hefði í huga að breyta yfir í aðra íþrótt eða jafnvel skipta alveg um vettvang. „Já, ég væri mjög til í að æfa hafnabolta, en það er ekki hægt á Íslandi. Einnig langar mig til þess að æfa ruðning en það er heldur ekki hægt að æfa það hér á landi. Ég æfði íshokki og það var mjög gaman en það hentaði mér ekki alveg. Ég hef oft pælt í því hvort það væri gaman að fara í fótbolta eða jafnvel dans. Eins og stendur er ég bara á fullu í frjálsum en ef ég meiðist eða hætti að nenna þessu þá fer ég að æfa dans. Svo væri ég alveg til í að æfa bardagaíþróttir eins og MMA og karate.“

Er þetta mjög tímafrek íþrótt?

„Nei í sjálfu sér ekki, æfingin sjálf tekur ekki nema einn og hálfan klukkutíma. Svo verður maður bara svo þreyttur og uppgefinn eftir hana þar sem maður er að taka mikið á, á stuttum tíma. Maður eiginlega bara sofnar eftir æfingu, þannig að tíminn sem fer í æfinguna er kannski fjórir tímar.“


Þess ber að geta að Kolbeinn æfir sex sinnum í viku þannig að óhætt er að segja að íþróttin taki upp mikið af tíma hans og orku.

Hvað finnst þér erfiðast við þessa íþrótt?

„Æfingarnar eru klárlega erfiðastar. Keppnin er í sjálfu sér ekki erfið. Maður fer út og hleypur í 10 sekúndur en allt fram að móti er erfitt, svo sem eins og fjögurra mánaða stífar æfingar.“

Hvað er það skemmtilegasta við þessa íþrótt?

Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég er að þessu. Það kemur upp sú stund þegar maður er að æfa að maður spyr sig: „Hvað er ég að gera, ég er búinn að hlaupa á brettinu í 40 mínútur og það var hundleiðinlegt og ég nenni þessu ekki og ég vil fara heim og gera eitthvað annað.“ Síðan þegar kemur að mótinu verður allt skemmtilegt og öll upplifunin í kringum það verður mjög sterk. Auðvitað er maður ekki að hugsa, í miðju 400 metra hlaupi: Vá hvað þetta er gaman, djöfull er þetta geðveikt skemmtilegt! Maður er bara að drífa sig og klára þetta af. Svo kemur þessi góða tilfinning eftir á þar sem maður hefur bætt sig og gert góða hluti. Eftir alla vinnuna sem búið er að leggja í þetta þá er það ansi góð tilfinning þegar öll vinnan hefur skilað sér. Maður kemst á stærri mót og kynnist fólki sem er komið lengra í íþróttinni.

Átt þú ekki í pokahorninu einhverja skemmtilega ferðasögu handa lesendum Munins?

Ég var í Frakklandi og á hótelinu okkar voru jafnaldrar okkar frá Arabíu, Marokko og Kúbu. Latínó músík var spiluð út í eitt á planinu á kvöldin en þar var að finna mismunandi menningarheima. Það voru alltaf tveir strákar sem héngu utan í mér og ég hélt að þeir vildu bara vera vinir mínir en það kom þó annað í ljós í lokapartýinu því þegar þangað var komið hvíslar annar þeirra að mér „dance with me boy, dance with me” og fylgir því svo eftir með „wanna go and fuck?“ og ég bara eitthvað „no I’m not gay man“ en þetta var náttúrulega bara svona fyndin lífsreynsla en annars var ferðin sjálf rosalega skemmtileg. Tveimur vikum eftir Frakklandsferðina fór ég til Tyrklands. Þar hittum við strák sem talaði einnig ensku og hann varð auðvitað líka hrifinn af mér. Ég hef alltaf lent í því að það sé einhver strákur sem sýnir mér mikinn áhuga, það hefur ekki verið jafn mikið um það að stelpur séu að gera það sama þannig að ég var farinn að hafa áhyggjur af því að ég væri að gefa óafvitandi frá mér röng merki. Svona í heildina þá er þetta rosalega gaman, sjóðandi hiti, sólbað og fullt af skemmtilegu fólki!“

sem tók 10 daga en þar hljóp ég tvisvar, í fyrra skiptið í 11 sekúndur og seinna skiptið í 22 sekúndur. Á undan þessum hlaupum fylgir hálftíma upphitun þannig að allt í allt þá legg ég u.þ.b. tveggja tíma vinnu í 10 daga ferð. Fyrir utan það er ég bara að liggja í sólinni og hafa gaman. Þannig að já, klárlega utanlandsferðirnar.“

Hefur þú lent í einhverju vandræðalegu atviki í sambandi við íþróttina?

„Jú ég hef alveg lent í einu vandræðalegu. Ég var á unglingalandsmótinu á Sauðarkróki árið 2010. Ég var í boðhlaupi og hljóp töluvert hraðar en maðurinn sem ég er að hlaupa á, þannig að þegar ég kem á staðinn, sem hann er að byrja á, þá byrjar hann alltof hægt og ég er kominn aftan í hann. Þegar ég öskra hepp, þá á hann að setja hendina aftur, til að grípa keflið en þá grípur hann bara í punginn á mér og alveg kreistir! Það myndast svona „móment“ á milli okkar þegar hann snýr sér við og áttar sig á því hvað hann er að gera. Við horfum hvor á annan og eiginlega bara frjósum í hálfa sekúndu, þar sem við erum bara svona neeeei! Þannig að þetta var svona svolítið vandræðalegt.“

Mundir þú hvetja fólk til þess að fara að æfa þessa íþróttagrein?

„Já, nei. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá er þessi íþrótt ekki fyrir alla. Þú verður að hafa metnað en þú getur haft metnaðinn en samt sem áður ekki nennt þessu. Ef þú ert svona „lonely guy“ eins og ég sem nennir að hlaupa á bretti í klukkutíma, sveittur og ógeðslegur þá er þetta íþróttin fyrir þig. Þetta er mjög gaman ef maður nær einhverjum árangri. Ef þú ert að leita þér að skemmtun þá er þetta ekki íþróttin fyrir þig.“

Nú þar sem þú ert einnig stjórnarmeðlimur PríMA, hefur það einhvern tíman hvarflað að þér að verða dansari?

„Já ég hef oft pælt í því hvort ég ætti ekki bara að verða atvinnudansari og þá hvort það yrði ekki bara „pole stripper“, vantar ekki svoleiðis á Íslandi? Nei djók. En jú ég hef alveg pælt í því að verða þá kannski hipphopp dansari. Ég hef mjög gaman af því að dansa.“

Hvað fannst þér um „Kolbeinn Höður“ like síðuna á Facebook?

„Mér finnst það bara fyndið. Ég var nú ekki að búast við neinu, ég hélt það yrðu kannski þrír sem myndu líka við hana og að þeir væru allir úr mínum bekk. Síðan sá ég að það voru komnir alveg eitthvað í kringum 60 „like“. Það var hann Arnaldur Starri Stefánsson sem bjó til þessa síðu en honum fannst þetta alveg rosalega fyndið. Það er bara gott mál, þannig að ég var ekkert að gera mál úr þessu.“

Hvað er það besta sem þessi íþrótt hefur fært þér?

„Allar þessar fríu utanlandsferðir, eins og til dæmis Tyrklandsferðin

13


For Colourblind People er hljómsveit sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistarheiminum. Sveitina skipa fimm drengir, Axel Flóvent Daðason (söngur/gítar), Bjarni Benediktsson (synthesizer), Brynjar Friðrik Pétursson (gítar), Ottó Freyr Gunnarsson (trommur) og Þorsteinn Snævar Benediktsson (bassi). Axel, Brynjar og Þorsteinn eru frá Húsavík, Bjarni frá Akureyri og Ottó er frá Keflavík. Bjarni og Þorsteinn eru í MA og Axel, Brynjar og Ottó eru í VMA. Hljómsveitin hefur hlotið töluverða athygli og tóku þeir þátt í Músíktilraunum og komust á úrslitakvöld keppninnar. Fyrsta opinbera framkoma sveitarinnar var á jólatónleikum TóMA sem fóru fram 19. desember á Gamla sal og hafa þeir til dæmis spilað á Backpackers, árshátíð VMA og á Bryggjutónleikum eftir það. Við fengum að kíkja á æfingu hjá strákunum og spyrja þá spjörunum úr.

Viðtal: Sylvía Dröfn Jónsdóttir, Katrín Björg Gunnarsdóttir og Hafrún Gunnarsdóttir Ljósmynd: Sylvía Dröfn Jónsdóttir


Hvernig þekkist þið allir og hvernig og hvenær fenguð þið þá hugmynd að stofna hljómsveit? Þorsteinn: Það var staffapartý á vinnustaðnum hjá mér og Brynjari heima á Húsavík í sumar. Ég var búinn að fá mér nokkra, ekki Brynjar, svo það sé á hreinu. Við Bjarni vorum búnir að vera saman í hljómsveit á Akureyri en vildum fara að gera eitthvað alvöru og við Brynjar vorum eitthvað búnir að vera að ræða þetta. Hann segir mér þá að hann og Axel ætli að koma hingað í haust og ég segi bara: „Hey, frábært, bara komið og verðið með okkur Bjarna í hljómsveit“. Svo var Ottó bara svona frekar augljós trommuleikari. Bjarni: Ottó hélt samt að hann væri á leiðinni í metalband og við ætluðum að spila cover af Pixies. Svo bara gekk þetta svona vel og við erum allir góðir vinir núna! Ottó: Við Þorsteinn búum meira að segja saman. Hvaðan kemur nafnið For Colourblind People? Bjarni: Af því þeim finnst svo fyndið að ég er litblindur. Þorsteinn: Það er fyndið, þetta er ekkert huglægt, það er bara fyndið að þú skulir vera litblindur. Hafið þið spilað saman í einhverjum hljómsveitum áður? Bjarni: Við Steini vorum saman í hljómsveit í MA sem hét Skrauðferguð sauðmjólk sem seinna fékk nafnið Johnny Runner. Sveitin gaf út smellinn Viskelæder mand. Þorsteinn skellir upp úr. Brynjar: Við Axel vorum saman í hljómsveit á Húsavík með einum öðrum strák - frá því í áttunda bekk eða eitthvað. Hverjir semja lögin og textana og um hvað eru þeir? Þorsteinn: Ég kem ekki nálægt því. Bjarni: Axel? Axel: Ja - um hvað eru þau? Lífspælingar… Þorsteinn: Ástina… Ottó: Ellina… Bjarni: Það hefur hver sína skoðun á því. Ottó: Þetta eru svo lélegar upptökur að ég heyri ekki textana. Bandið skellir upp úr. Bjarni: Þetta er oftast þannig að Axel eða ég semjum grunninn, svo komum við með það á æfingu og hljómsveitin semur lagið út frá því. Þorsteinn: Já, það er eiginlega þannig að þeir koma með beinagrind og við byggjum eitthvað utan á hana í sameiningu. Hvernig mynduð þið flokka tónlistina? Bjarni: Alternative indie rock. Þorsteinn: Smá svona death doom - nei ókei, alternative indie rock. Hverjir mynduð þið segja að væru ykkar mestu áhrifavaldar? Bjarni: Líklega Two Door Cinema Club, M83 og Mew. Þorsteinn: Þegar við vorum að spila á músíktilraunum sögðu þau í Kjurr að það væri líka augljóst að við elskuðum Bombay. Það er alveg eitthvað til í því. Nema Ottó, hann hlustar bara á Rammstein og Metallica. Eruð þið með einhver framtíðarplön fyrir hljómsveitina? Þorsteinn: Sko, við erum allir búnir að redda okkur vinnu í sumar á Húsavík og Bjarni á Stóru Tjörnum, svo við verðum eitthvað starfandi í sumar. Axel: Iceland Airwaves er næsta svona… Þorsteinn: Já, það er svona næsta markmið sem við stefnum að. Bjarni: Og bara halda áfram að spila.

Þorsteinn: Lilja þekkir okkur, hún er frá Grímsey. Og svo voru einhverjar gellur sem báðu um mynd af okkur öllum nema Ottó, en við spurðum ekki hvaðan þær væru. Hvar finnst ykkur skemmtilegast að spila? Þorsteinn: Bar 11 stendur upp úr. Það var líka gaman að spila heima á Húsavík en leiðinlegast að spila á árshátíð VMA, það er alveg á hreinu. Líklega var það bara vegna þess að ég sleit streng og þurfti að spila á þrjá strengi allan tímann. Æfið þið reglulega eða bara þegar ykkur hentar? Axel: Eiginlega reglulega. Bjarni: Bara þegar okkur hentar en það er samt ógeðslega oft. Axel: Alltaf á miðvikudögum! Þorsteinn: Alltaf á miðvikudögum, yfirleitt á fimmtudögum og föstudögum ef við erum að fara að spila. Ottó: Við spilum reglulega þegar okkur hentar. Þorsteinn: Eða við spilum alltaf, þegar allir komast. Það er eiginlega bara þannig. Axel: Við getum samt eiginlega ekki spilað á mánudögum og þriðjudögum því þá er kaffihús hérna. Þorsteinn: Spilum samt stundum áður en kaffihúsið er opnað líka… ef það eru tónleikar í vikunni þá æfum við fyrir kaffihús. Getið þið lýst hljómsveitinni í þremur orðum? Ottó: Hipp og kúl Axel: Hipp og kúl?! Ottó: Eru það ekki þrjú orð? Bjarni: For Colourblind People Þorsteinn: Nei, vá það þarf einhver annar að gera það en við held ég. Axel: Það er mjög erfitt. Bjarni: Segðu bara hipp og kúl, það er mjög svalt. Þorsteinn: Nei, það er mjög… Hvar er hægt að nálgast tónlistina ykkar? Þorsteinn: Gogoyoko og hjá okkur. Axel: Á Facebook eru tvö lög. Þorsteinn: Á Gogoyoko er hægt að kaupa alla plötuna og líka hjá okkur, við eigum hana. Axel: Átta eintök eða eitthvað. Eitt sem við verðum að spyrja að, hverjir eru uppáhaldslitirnir ykkar? Þorsteinn: Appelsínufjólugrænn. Bjarni: Hann er ekki til. Þorsteinn: Jú, Bjarni. Axel: Þetta skiptir samt eiginlega bara máli fyrir Bjarna. Þorsteinn: Já, segðu okkur, Bjarni. Axel: Hann var bara að byrja að sjá fjólubláan fyrir stuttu. Ottó: Rauður. Bjarni: Bleikur. Axel: Grænn. Þorsteinn: Blár. Brynjar: Gulur.

Stefnið þið á alheimsfrægð? Allir: Neeei…

15


GÓÐA VERÐIÐ ER Á NETINU FLUGFELAG.IS

FARÐ’ Í SLEIK Á AKUREYRI

EÐ’ Á ÍSAFIRÐI KANNSKI

KÍKT’ Í BÖRGER FYRIR AUSTAN

EÐ’ Í ONDÚLERINGU FYRIR SUNNAN

FARSÍmAVEFUR: m.flugfelag.is

VINGUmST: facebook.com/flugfelag.islands


Höfundur: Eir Starradóttir

Menntaskólinn á Akureyri er krefjandi bóknámsskóli. Þetta er gamalgróin menntastofnun sem nýtur virðingar út á við. Þar stunda ég nám við náttúrufræðibraut. Þegar ég byrjaði vissi ég að þetta myndi vera erfitt og ég myndi þurfa að hafa fyrir náminu, 1. bekkur gekk vel og fór full hægt af stað að mínu mati. Ég var í fyrsta árganginum sem fór í svokallaðan Íslandsáfanga. Í 2. bekk tók alvaran síðan við. Stundataflan mín var troðfull af fögum sem mér finnst krefjandi og alltaf hafði ég nóg af heimanámi og kaflaprófum til þess að læra fyrir. Þetta var rosalegt stökk hjá okkur úr 1. bekk yfir í 2. bekk og það tók smá tíma að venjast þessu aukna álagi. Ég lagði mig samt fram og var vongóð um velgengni mína. En eftir því sem leið á veturinn dró úr ákafa mínum og vonum. Einkunnirnar fóru einungis lækkandi og hvergi gat ég snúið mér til hvatningar. Það er það sem kom mér mest á óvart. Hjá sumum kennurum, ég endurtek SUMUM, var ekki að finna vott af hvatningu. Þegar kaflapróf komu illa

út, meðaleinkunn undir 5, þá heyrðum við ekkert nema skammir. Við vorum rökkuð niður, talað um að við værum versti árgangur náttúrufræðibrautar sem hefði gengið í þennan skóla og að okkur myndi svo sannarlega ekki vegna vel í framtíðinni. Við ættum helst að taka okkur á ekki seinna en í gær eða finna okkur eitthvað annað að gera. Þeir möguleikar að prófið hefði verið of erfitt eða ósanngjarnt, eða að efni áfangans sé einfaldlega of víðtækt, eða þá að önnur verkefni eða próf hafi verið í sömu viku, eða að kennslu sé ábótavant voru ekki einu sinni nefndir. Við erum einfaldlega of heimsk eða löt til þess að fá betri einkunnir. Er þetta rétta leiðin til uppbyggingar og hvatningar? Standa nemendur sig betur eftir skammarræður frá kennurum? Ég á erfitt með að trúa því, það hefur allavegana ekki virkað ennþá hjá mér eða mörgum af mínum bekkjarfélögum. Sjálf verð ég frekar pirruð út í viðkomandi kennara og áfanga og nenni ekki lengur að leggja mig fram ef ég uppsker ekki neitt nema skammir. Margar sálfræðirannsóknir hafa verið gerðar sem

sýna að uppbyggileg leiðsögn skili meiri og betri árangri heldur en neikvæð gagnrýni. Um daginn hrósaði einn kennari okkur og sagði að við værum flottir námsmenn. Við litum öll hissa á kennarann og spurðum hann hvort hann væri virkilega að meina þetta. Við ætluðum ekki að trúa því að honum fyndist það virkilega, við höfðum svo sjaldan heyrt það áður. Þessi skóli á alls ekki að útskrifa nemendur sem efast um sína eigin hæfni og getu. Mér finnst það mikið afrek að útskrifast héðan og mér finnst nauðsynlegt að nemendur heyri það frá einhverjum ef þeir standa sig vel og að þeir séu óhræddir við að sækja um í það háskólanám sem þá langar helst í. Láti ekki einhver ummæli frá einhverjum kennara hindra sig og þó að einstaka kaflapróf í einhverju fagi gangi illa þýðir það ekki að framtíð manns á því sviði sé lokið. Látum það ekki vera undantekningu á reglunni að fá hrós frá kennurum, hrósin gera svo miklu meira gagn heldur en eintóm gagnrýni.

17


„Gráða frá Háskóla Íslands er mikils metin á vinnumarkaði og eftir grunnnám hér eru mér flestir vegir færir.“

PIPAR\TBWA

SÍA

131471

Ásbjörg Einarsdóttir, iðnaðarverkfræði

ÆTLAR ÞÚ

Í háSKÓLA Í hAUST? OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 5. JÚNÍ „Aðgengi að kennurum í Háskóla Íslands er gott og þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða við

nám og verkefni.“

Yousef Tamimi, hjúkrunarfræði

VeLKOMIN Í háSKÓLA ÍSLANdS – YFIR 200 NáMSLeIÐIR Í bOÐI Spennandi nám og öflugt félagslíf í háskóla í fremstu röð.

18

www.hi.is www.hi.is


Krafan um fullkomnleika Krafan um fullkomnleika Höfundur: Hildur Dögg Guðlaugsdóttir Höfundur: Hildur Dögg Guðlaugsdóttir

Ég lenti í því um daginn að litli bróðir minn sem er aðeins níu ára einhvern hátt marklaust ef ég hreyfi mig ekki nógu mikið og borða einhvern ég hreyfi ekkiHvað nóguefmikið oglíður borða Ég til lenti í því að litli bróðir er aðeins níu ára aðeins meirahátt og marklaust óhollara enefsvo margirmig aðrir? að mér kom mín eftirum aðdaginn hafa staðið lengi inniminn á baðisem að velta hlutunum aðeins meira og óhollara en svo margir aðrir? Hvað ef að mér líður kom til mín eftir að hafa staðið lengi inni á baði að velta hlutunum fyrir sér. Hann kom til mín og sagði „Ég er orðinn 37 kíló, ég vil vel í stærð 44? Hvað ef að ég er bara ekki gerð fyrir þessar Barbível í stærð 44? Hvað ef að ég er bara ekki gerð fyrir þessar Barbífyrir sér. Hann kom til mín og sagði „Ég er orðinn 37 kíló, ég vil verða 35 kíló aftur. Ég er farinn í megrun.“ Ég stóð þarna á miðju stærðir? Persónulega stenst ég ekki freistinguna að vera eins og allir stærðir? Persónulega ekki freistinguna aðað vera eins ogog allir verða 35 kíló aftur. Ég erá farinn í megrun.“ Ég stóð á miðju herbergisgólfinu og starði hann. Ungur, hraustur, hár,þarna grannur og aðrir, ég finn sjálf fyrir stenst því að ég mér finnst ég „þurfa“ vera eins herbergisgólfinu og starði á hann. Ungur, hraustur, hár, grannur og aðrir, ég finn sjálf fyrir því að mér finnst ég „þurfa“ að vera eins fallegur drengur stóð þarna fyrir framan mig, að segja mér að hann allir aðrir og vera helst í stærð 34 til þess að geta verið falleg. En égog allir aðrir vera helst í stærð þessmeð að geta verið falleg. En ég fallegur drengur stóð fyrir framan mig, að segja mér að hann þarf ekki að og vera það, ég þarf ekki34aðtilvera Barbí-útlit og Barbíværi of feitur og yrði að þarna fara í megrun. þarf ekki að vera það,virkilega ég þarf ekki að vera með Barbí-útlit Barbíværi ofÉgfeitur og yrði að hvort fara í megrun. til þess að vera falleg. Ég spurði strák sem og er með hugsaði bara að þetta væri það sem samfélagið líkama líkama til þess að vera virkilega falleg. Ég spurði strák sem er með Ég hugsaði bara hvort að þetta væri það sem samfélagið vildi. Að allir yrðu að vera „fullkomnir“ til að vera eitthvað? Ég set mér í skóla: „Hvernig vilt þú hafa stelpur?.“ Hann horfði á mig og mér í skóla: „Hvernig vilt þú hafa stelpur?.“ Hann horfði á mig vildi. Að allir yrðu að vera „fullkomnir“ til að vera eitthvað? Ég set „fullkomnir“ inn í gæsalappir af því að mér finnst það heimskulegt spurði hvort ég væri virkilega að spyrja, honum fannst asnalegt afog „fullkomnir“ í gæsalappir að mér það heimskulegt spurði hvort hvernig ég væri hann virkilega spyrja, honum fannst að spyrja vildiaðhafa stelpur. Hann sagðiasnalegt mér að af orð. Það hefur inn alltaf verið sagt af aðþví ekkert sé finnst fullkomið. En þessi mér mér aðsem spyrja hvernigværi hannmeð vildi hafa persónuleika stelpur. Hannþásagði orð. Það verið sagt aðheimilunum, ekkert sé fullkomið. En þessi svo skilaboð fá hefur börninalltaf frá samfélaginu, öðrum krökkum lengi að stelpan góðan væri mér hannað skilaboð fá börnin frá samfélaginu, heimilunum, öðrum krökkum svo lengi sem að stelpan væri með góðan persónuleika þá væri hann og fólkinu sem þau líta upp til. Ég gerði smá könnun innan VMA í góðum málum. Ég stóð þarna og horfði á hann og hugsaði að það í góðum málum. Ég stóð þarna og horfði á hann og hugsaði að það og fólkinu sem þau líta upp til. Ég gerði smá könnun innan VMA og spurði nokkra krakka hvort að þeir fyndu fyrir „kröfunni um væri sjaldgæft að rekast á svona stráka og það segir okkur bara að og spurði nokkra krakka að þeir fyndu fyrir „kröfunni um samfélagið væri sjaldgæft að að rekast á svona stráka og þaðeru segir okkur bara fullkomnleika“ og svarið var hvort einróma já. Allir þessir krakkar fundu er ekki standa sig. Öll fatamódel í „stærð núll.“að fullkomnleika“ og svarið var einróma já. Allir þessir krakkar fundu samfélagið er ekki að standa sig. Öll fatamódel eru í „stærð núll.“ fyrir sömu pressunni og sögðu allir hvað það væri sárt að vita af fólki Við erum samfélagið, breytum hugsunum okkar, hættum þessum Við erum samfélagið, breytum hugsunum okkar, hættum þessum fyrir sömu pressunni og sögðu allir hvað það væri sárt að vita af fólki sem er til dæmis að svelta sig til þess að geta verið innan „fullkomins“ fordómum og tökum fólki bara eins og það er og hættum að setja fordómum tökum fólki bara það er og hættum setja sem er til dæmis að svelta sig til þess að geta verið innan „fullkomins“ pressu á aðra.ogVið viljum ekki að eins börnogframtíðarinnar verði að alltaf ramma. pressu á aðra. Við viljum ekki að börn framtíðarinnar verði alltaf ramma. En hvað er fullkomið? Hvað þarf ég að gera eða vera til þess stígandi á vigtina til að athuga hvort að þyngdin sé í lagi, það er ekki stígandi á vigtina athuga hvort að þyngdin sé í lagi, það er ekki En hvað er Hvað þarf ég er að ígera eða44? vera þess það sem við viljum, til er að það? að vera fullkomin? Erfullkomið? ég ekki fullkomin ef ég stærð Er til ekki það sem við viljum, er það? að vera fullkomin? Er ég ekki fullkomin ef ég er í stærð 44? Er ekki nóg að ég standi mig eins og hetja í því sem ég er að gera? Er það á nóg að ég standi mig eins og hetja í því sem ég er að gera? Er það á

ásprent ásprent

19


Á vorönn stóð ritstjórn Munins fyrir smásagnakeppni. Dómnefnd var skipuð íslenskukennurunum Sigríði Steinbjörnsdóttur, Valdimar Gunnarssyni og Arnari Má Arngrímssyni. Úrslitin voru sem hér segir: 1. sæti: Dagbjört Katrín Jónsdóttir „Hvar er ég?“ 2. sæti: Sigrún María Óskarsdóttir- „Ævintýri í öðru veldi“ 3. sæti: Sigurdís Sandra Tryggvadóttir- „Litla hafmeyjan“ Ritstjórn óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn. Sögurnar má finna hér fyrir neðan og aftar í blaðinu.

1. sæti í smásagnakeppni Munins

Hvar er ég?

Hér er enginn sem ég þekki. Fullt af eldra fólki. Ég sé að einn er að gefa mér auga, best að drífa sig að líta eitthvað annað, mér líst ekki á hann. Fæ mer annan sopa af ísköldum bjór í alltof stóru glasi.

þau mér ágætlega og sá sæti brosir til mín. Lausa sætið er við hliðina á honum. Ég er hress og skemmtileg. Hann er líka ágætur svona nálægt, sem er gott. Ég leik við hann með augunum.

Ég skildi við stelpurnar áðan. Ég nennti ekki að dröslast með þær lengur. Nú hálfsé ég eftir þeim, svona áberandi ein og leitandi að einhverju. Það var Spánverji síðustu helgi sem sagði mér að ég þyrfti að hætta að vera svona leitandi. Hann var ekkert sætur. Fertugur og giftur, ég fékk að sjá hringinn. En það var langt liðið á kvöldið og hann talaði svo fína útlensku. Ég hef alltaf verið veik fyrir svoleiðis.

Annar félagi hans fer líka að spjalla. Hann er áhugasamur um mig. Ég er eftirsóknarverð. En síðan stendur félaginn upp og ætlar annað. Ég spyr hann hvert og hvort hann vilji ekki vera lengur, mér finnst gott að hafa athyglina hans. Félaginn vill fá númerið mitt. Ég reyni að sýnast ekki upp með mér heldur kærulaus og köld. Ég segi honum númerið og við brosum. Hann er ekki sætur, og ég býst ekki við að ég yrði skotin í honum, en síminn minn er líka týndur.

Í kvöld vil ég ævintýri. Þetta verður gott kvöld. Ég fæ mér stóran sopa. Svo brosi ég og reyni að vera það sem að ég held að sé aðlaðandi á svipinn. Ég horfi djörf yfir hópinn. Ég vil virðast næstum hrokafull, rétti úr bakinu og set stút á munninn. Ég er gella. Hér er ég ekki að leita að neinu, ég þarf þess ekki. Ég horfi á fólkið án þess að sýna því of mikinn áhuga. Ég stend rólega upp. Ég ætla á klósettið að spegla mig. Á leiðinni horfi ég munúðarfull í augun á öllum sem ég mæti. Í speglinum þykist ég ekki sjá misfellurnar í húðinni heldur ýfi hárið upp og reyni að ýta augnhárunum upp líka. Ég laga pilsið og dreg inn magann. Ég er sæt í kvöld.

20

Höfundur: Dagbjört Katrín Jónsdóttir

Við barinn sé ég hóp af strákum og einn sætan. Þar eru líka einhverjar stelpur en greinilega of fáar fyrir þá. Þessi sæti virðist ekki halla sér sérstaklega mikið að neinni þeirra. Ég sný mér annað og teyga bjórinn sem var það ódýrasta á barnum. Ég geng dillandi að hópnum, geri mig sæta á svipinn og spyr glaðlega hvort að þetta sæti sé laust. Flest taka

Þegar félaginn er farinn sný ég mér að sæta, ánægð með þetta hjá mér. Hann lítur ekki á mig. Hann sem var svo daðrandi fyrir augnabliki síðan. Hann talar við stelpuna við hliðiná sér. Hann er að refsa mér. Ég spyr hann glettnislega: Hey, ertu hættur að tala? Ég er viss um að hann neiti og sjái að sér. Hann snýr sér hratt að mér og segir jamm. Svo snýr hann sér aftur að fólkinu og þykist skemmta sér ofboðslega. Hann hlær hátt með stelpunni. Ég horfi á og finn hvernig ég minnka í sætinu. Ég er útundan. Ég sit í miðjum hóp af fólki sem vill mig ekki. Ég er augljóslega hunsuð og sé ekki hvernig ég ætti að geta bætt úr því. Ég lít snöggt á útstæðan magann og óþægilegu sokkabuxurnar. Feita. Ég fæ mér annan sopa af bjórnum. Hann er vondur. Hér get ég ekki setið lengur. Það hefur enginn áhuga á mér. Hér á ég enga vini. Ég stend upp og reyni að líta út fyrir að ég hafi ekki verið niðurlægð og að mér hafi ekki verið hafnað. Eins og það sé einmitt fólk þarna úti sem bíði eftir mér.,



Höfundur: Höfundur:Johanna JohannaFlensborg FlensborgMadsen Madsen

Einn Einn örlagaríkan örlagaríkan vinnudag vinnudag minn minní ísumar sumarrakst rakstégégá ágrein greinum umferð ferð sem semátti áttiaðaðfara faraalla allaleið leiðtiltilAfríku. Afríku.Stór Stór appelsínugulur appelsínugulurhertrukkur hertrukkursem semflytja flytjaátti átti 1717manns mannsfrá fráReykjavík ReykjavíktiltilHöfðaborgar, Höfðaborgar, syðst syðstí íAfríku. Afríku.ÉgÉggat gatvarla varlaráðið ráðiðmér mér fyrir fyrirspenningi spenningiogogævintýraþráin ævintýraþráinvar var næstum næstumþví þvíbúin búinaðaðdrepa drepamig migþegar þegar égég rak rak augun augun í í brottfarardaginn: brottfarardaginn: 9.9. janúar janúar2013. 2013.Fyrsta Fyrstadag dagí íprófatíðinni prófatíðinniá á seinasta seinastaárinu árinumínu mínuí Menntaskólanum. í Menntaskólanum. Þetta Þettatækifæri tækifærimyndi myndimér méraldrei aldreiaftur aftur bjóðast bjóðastsvo svonúnúvarð varðaðaðvega vegaogogmeta. meta. Halda Haldaáfram áframaðaðberjast berjastvið viðuppstaflaða uppstaflaða heimavinnu heimavinnuí ískammdeginu skammdeginuogoghugsa hugsa tiltilþeirra þeirra1717heppnu heppnuí ítrukknum? trukknum?Eða Eða útskrifast útskrifastúrúrMA MAáriáriseinna seinnaogogupplifa upplifa ævintýri ævintýrilífsins? lífsins?Nei Neió ónei, nei,svona svonagat gatégég ekki ekkilátið látiðframhjá framhjámér mérfara, fara,égégvarð varðaðað komast komasttiltilAfríku! Afríku! Að Aðsannfæra sannfæramömmu mömmutók tókstuttan stuttan tíma tímaþví þvíflestir flestirí ífjölskyldunni fjölskyldunniglíma glíma líka líkavið viðálíka álíkaævintýraþrá, ævintýraþrá,kærastinn kærastinn varð varðfúll fúllfyrst fyrstenenhugsaði hugsaðisér séraðaðgeta geta beðið beðiðeftir eftirmér, mér,ogogskólinn, skólinn,hann hannvar var algjört algjörtaukaatriði. aukaatriði.Hann Hannvar varþað þaðallavega allavega þar þartiltilégégfékk fékkþær þærfréttir fréttirfrá fráHerdísi Herdísi námsráðgjafa námsráðgjafaaðaðerfiðisvinna erfiðisvinnasíðustu síðustuára ára hefði hefðiborgað borgaðsig. sig.Því Þvímeð meðaðeins aðeinsmeiri meiri erfiðisvinnu, erfiðisvinnu, ogog auka auka íþróttatímum íþróttatímum í í

22

formi formiskólasunds skólasundsá áhverjum hverjumEINASTA EINASTA föstudagsmorgni, föstudagsmorgni,myndi myndiégégnánáaðaðklára klára alla allaáfangana áfanganafyrir fyrirbrottför brottförogogútskrifast útskrifast á átilsettum tilsettumtíma. tíma.Auðvitað Auðvitaðenn enní Afríku í Afríku þá, þá,enenþað þaðereráfanginn áfanginnsjálfur sjálfursem semskiptir skiptir máli, máli,ekki ekkihúfan. húfan. Þann Þann 9.9. janúar janúar hófst hófst svo svo erfiðasta erfiðastaenenbesta bestaferðalagið ferðalagiðhingað hingaðtil.til. Fyrst Fyrstkeyrðum keyrðumvið viðtiltilSeyðisfjarðar Seyðisfjarðarí í Norrænuna, Norrænuna,sigldum sigldumþaðan þaðantiltilFæreyja Færeyja ogogDanmerkur. Danmerkur.Síðan Síðankeyrðum keyrðumvið viðniður niður tiltilÞýskalands Þýskalandsyfir yfirtiltilFrakklands Frakklandsogogloks loks Spánar. Spánar.Frá FráSpáni Spánitókum tókumvið viðferju ferjuyfir yfirtiltil Marokkó Marokkósem semmarkaði markaðialvöru alvöruupphaf upphaf ferðalagsins, ferðalagsins,ogogþvílíkt þvílíktmenningarsjokk! menningarsjokk! Eftir Eftirtvær tværískaldar ískaldarvikur vikurá ágeysihraða geysihraða niður niðurEvrópu Evrópumeð meðörfáum örfáumstoppum stoppumá á bensínstöðvum bensínstöðvumogogódýrum ódýrumhostelum hostelumvar var Marokkó Marokkóallt alltannar annarheimur. heimur.Göturnar Göturnarí í Marokkó Marokkóiða iðaafaflífi. lífi.Þar Þarerervarla varlaþverfótað þverfótað fyrir fyrirteppum teppumogogallskonar allskonarhannyrðum hannyrðum tiltil sölu, sölu, kryddi, kryddi, lifandi lifandi búfénaði, búfénaði, götumat götumatogogöllu öllumilli millihimins himinsogogjarðar. jarðar. Við Viðstoppuðum stoppuðumekki ekkilengi lengií íMarokkó Marokkó enensamt samtnógu nógulengi lengitiltilaðaðdrekka drekkafullt fullt afaf þjóðardrykk þjóðardrykk Marokkóbúa, Marokkóbúa, fersku fersku myntutei, myntutei,slaka slakaaðeins aðeinsá áá áströndinni ströndinniogog fáfáHenna-tattoo Henna-tattooá áhendurnar. hendurnar.Hápunktur Hápunktur Marokkó Marokkóvar varsvo svoalgjörlega algjörlegaí íTan TanTan, Tan, síðasta síðastabænum bænumfyrir fyrirhina hinagríðarmiklu gríðarmiklu

Sahara, Sahara,þegar þegarégégákvað ákvaðaðaðtaka takaþessa þessa æðislegu æðisleguupplifun upplifunskrefinu skrefinulengra lengraogog rakaði rakaðiafafmér mérhárið. hárið. Afríka Afríka erer alveg alveg mögnuð mögnuð ogog hún hún erer mjög mjög fjölbreytileg fjölbreytileg heimsálfa. heimsálfa. Það Þaðeru erusvo svomargir margirsem semlíta lítaá áAfríku Afríku sem sembara baraeitt eittland, land,sem semhún húnerersvo svoalls alls ekki. ekki.Í Ífyrstu fyrstuAfríkulöndunum Afríkulöndunumsem semvið við komum komum til;til; Marokkó Marokkó ogog Máritaníu, Máritaníu, bjuggu bjuggumestmegnis mestmegnismúslimar. múslimar.Þar Þarhuldu huldu konurnar konurnarsig sigmeð meðslæðum slæðumogogoftoftá ádag dag heyrðist heyrðisthátt háttí íkallkerfum kallkerfumbæjarins bæjarinsaðað núna núnaværi væritími tímitiltilaðaðbiðja biðjatiltilAllah. Allah. Eftir Eftirþví þvísem semvið viðfórum fórumsunnar sunnarþví því ,,afrískara” ,,afrískara”varð varðallt. allt.Senegal Senegalvar varfyrsta fyrsta landið landið með með þessu þessu afríska afríska sem sem allir allir þekkja; þekkja;litrík litríkföt, föt,söngur, söngur,dans, dans,brosandi brosandi þjóð þjóðogogallt alltmorandi morandií ílitlum litlumkrökkum. krökkum. Síðan Síðanvarð varðþetta þettabara baraenn ennlitríka litríkaogog fólkið fólkiðenn ennvinalegra. vinalegra. Guinea Guineaerersérstök sérstökútútafaffyrir fyrirsig sig því þvíþar þarríkir ríkirsvo svoofsalega ofsalegamikil mikilfátækt fátæktaðað það þaðvar varerfiðisverk erfiðisverkaðaðfinna finnarafmagn rafmagnogog rennandi rennandivatn vatnnokkursstaðar nokkursstaðarí ílandinu. landinu. Meira Meiraaðaðsegja segjaí Conakry, í Conakry,höfuðborginni, höfuðborginni, þurfti þurftimaður maðurútútí íbrunn brunní íbakgarðinum bakgarðinum tiltilaðaðsækja sækjavatn. vatn.Fólkið Fólkiðþar þarvar varsamt samtsem sem áður áðurrosalega rosalegavinalegt, vinalegt,opnaði opnaðiheimili heimili sín sínhiklaust hiklaustfyrir fyrirmanni manniogogbauð bauðupp uppá á það þaðafarlitla afarlitlasem semþað þaðátti. átti.


23



Eftir Guineu var það svo Côte d’Ivoire eða Fílabeinsströndin sem er alveg magnað land. Þar er meirihluti landslagsins regnskógar og rakinn í loftinu er svo mikill að ef maður fer í sturtu þornar maður ekki fyrr en eftir marga, marga klukkutíma. Svo alltaf um fjögur eða fimm leytið á daginn þurftum við að stoppa bílinn og hlaupa í skjól fyrir síðdegisskúrinn, og skúr var það! Eftir vatnsleysið í Guineu bætti Fílabeinsströndin það algjörlega upp og við tókum skúrunum fagnandi með sápuna tilbúna! Við stoppuðum þó stutt á Fílabeinsströndinni því eftir það kom paradísarlandið sjálft, Ghana. Í Ghana er töluð enska, með rosalegum hreim og oft á tíðum óskiljanleg, en enska er það. Það auðveldar manni alveg þvílíkt en á sama tíma gerir þetta það að rosalegu ferðamannalandi, sem að mínu mati er ókostur. Við brunuðum yfir landamæri Ghana og beint á stað við ströndina þar sem við eyddum nokkrum dögum í algjörri paradís. Þar voru rosalega fáir ferðamenn og við áttum ströndina næstum því útaf fyrir okkur. Kaldur bjór, steikjandi hiti og hressandi sjósund, lúxus sem við áttum alveg skilið eftir alla keyrsluna. Það var svo þar, á paradísarströndinni, þegar næstum þrír mánuðir voru liðnir síðan ég kvaddi eyjuna góðu að mér bárust sorgarfréttir. Þær fréttir að einn fjölskyldumeðlimur minn á Íslandi væri mjög veikur. Svo í lok mars hófst annað ferðalag fyrir mig og það var ferðalagið aftur til Íslands. Ég kvaddi paradísarstrendur Ghana, 45 gráðu hitann og „fjölskylduna mína“

í trukknum með sorg og trega og hélt heim á leið, sem var mun erfiðara en ég bjóst við. Á rúmum sólarhring komst ég heim og við tók ekkert auðveldara, ískuldi, veikindi og alveg þvílíkt menningarsjokk að koma aftur í siðmenninguna! Í Afríku gistum við oftast á tjaldstæðum. Það kom þó fyrir að við tjölduðum einhversstaðar úti í náttúrunni ef það voru engin tjaldstæði nálægt. Það var útaf fyrir sig stór upplifun á þessu ferðalagi. Það að vera eiginlega „heimilislaus“. Búa bara í trukknum, með ekkert klósett, enga sturtu og ekki neitt. Við gistum oft úti í óbyggðum margar nætur í röð svo ég var orðin ansi góð í að sirka út góða klósett-runna og við vorum með marga pakka af “baby wipes” til að halda höndunum hreinum. Hvað sturtur varðar, þá var það algjör lúxus í þau fáu skipti sem við komumst í eina slíka. Maður getur ekki alveg ímyndað sér heima á Íslandi hvernig það er að sjá ekki sjálfa sig í spegli margar vikur í senn eða að vera alltaf í sandölum svo tærnar á manni verða svo skítugar að maður þekkir vart sínar eigin frá annarra lengur. Mér fannst þessi lífsreynsla vera þó öll til hins betra, hún virkilega vakti mig til lífsins og kenndi mér að meta hvað ég hef það gott heima á Íslandi. Í Afríku eru margar milljónir manna sem hafa kannski aldrei litið í spegil eða séð mynd af sér. Fólk sem hefur ekki hugmynd um hvernig það sjálft lítur út. Fólk sem hefur aldrei haft rafmagn eða rennandi vatn og hafa aldrei pantað sér pizzu eða skriðið upp í

tandurhreint, pöddulaust rúm. Hvað þá farið í sumarfrí eða haft kost á því að ferðast um heiminn eins og ég. Ég vaknaði næstum því á nýjum stað á hverjum morgni og upplifði og sá meira á þessum ferðlagi en maður getur látið sig dreyma um. Heimþráin sem kom fyrst í köldu Evrópu vék fljótlega úr hjartanu fyrir öllu því spennandi sem beið mín þegar sólin kom upp. Svo eftir langa og erfiða daga af því að sitja í trukknum og halda dauðahaldi í hvað sem maður gat, því afrískir vegir eru ekki þeir bestu, þá stoppuðum við einhversstaðar. Hvort sem það var í sandöldum í stjörnubjartri Sahara, í þjóðgarði í Mauritaniu með hermenn sem tjaldstæðaverði til að reka burt villisvín, eða á góðu tjaldstæði í Senegal eða Ghana með ölduniðinn sem vögguvísu. Þá setti ég upp tjaldið mitt, skreið inn í svefnpokann með góða bók og var þá komin heim. Svefn var engan veginn vandamálið í þessari ferð. Þó að ég sitji núna með tárin í augunum, hálf frosin heima á Íslandi, þá er hjarta mitt alfarið enn í Afríku. Þegar uppi er staðið er ég sú sem sit heima hugsandi til þeirra í trukknum, sem halda víst ótrauð áfram þó týnst hafi úr hópnum. Eins og staðan er núna er hlutverk mitt heima á Íslandi. En ég er samt handviss um það að hvenær sem ævintýraþráin kemur aftur yfir mig þá verður Afríka ennþá á sama stað. Með allt sitt yndislega fólk, frábæra menningu og öll þau spennandi ævintýri sem ég á enn eftir að upplifa.

Undir sólinni í Sahara eyðimörkinni.

25


26


27



Höfundur: Ásta Guðrún Eydal

Ólæti

Sumarhátíð á Siglufirði

Dagana 4.-7. júlí 2013 verður tónlistarhátíðin Ólæti haldin í fyrsta sinn á Ólafsfirði. Skipulagning hátíðarinnar er í höndum fjögurra ungra kvenna. Þær heita Sunna Björg Valsdóttir, Lilja Björk Jónsdóttir, Elísabet Arna Valsdóttir og Hafdís Arnardóttir. Sunna Björg sagði frá því að hugmyndin af hátíðinni hafi komið fram á Andvökunótt í nóvember. Klukkan hafi verið um tvö eða þrjú um nóttina. Hún rauk upp úr miðjum svefni með þessa flugu í kollinum og varð að vekja Lilju til að segja henni frá þessu. Hún var alls ekki jafn spennt þá yfir hugmyndinni, en það sem eftir lifði nætur lýsti Sunna upp herbergið með tölvuskjánum þar sem hún byrjaði að skipuleggja. Hátíðin fer að mestu fram í frystihúsi við bryggjuna á Ólafsfirði. Konurnar hafa nú staðið í ströngu síðastliðna mánuði við að koma húsinu í stand fyrir sumarið. Verið er að hreinsa út allt sem áður var þar og byggja svið og bar úr vörubrettum! Þá hafi verið í mörg horn að líta en Sunna segir að það sé talsvert meira mál að halda tónlistarhátíð en hún hélt.

Hátíðin sjálf hefst á fimmtudeginum klukkan sex um kvöldið. Þá verða tónleikar í frystihúsinu þar sem tíu bönd munu koma fram. Á laugardeginum verður svo bryggjumarkaður það sem hver sem er getur komið og verið með bás. Það verður opinn míkrafónn og allir geta fengið að syngja. Heimalagaður matur verður til sölu auk þess sem tveir listamenn munu koma fram. Á daginn verður hægt að fara í dorgveiði og sjósund auk margs fleira. Tónleikarnir munu svo hefjast klukkan sex á kvöldin. Á Ólafsfirði búa um það bil 800 manns. Enn sem komið er eru um það bil 800 miðar í sölu sem þýðir að mannfjöldinn í bænum mun tvöfaldast þessa daga sem hátíðin verður. Miðar eru til sölu á www.midi.is og kosta 6000 kr. Á Ólafsfirði er hægt að finna tjaldstæði á milli sundlaugarinnar og andapollsins. Einnig er hægt að fá gistingu á gistiheimili Jóa en það er staðsett í miðbæ Ólafsfjarðar. Þá er hótel við norðurenda Ólafsfjarðarvatns þar sem hægt er að leigja herbergi og bústaði. Upplýsingar

um það er að finna á www.brimnes.is. Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn hafa þegar staðfest komu sína á hátíðina. Þar má hest nefna Sjálfsprottna Spévísi, Ojba Rasta, Hide your Kids, Kjurr, Johnny and the Rest og fjölmargir fleiri. Þegar Sunna er spurð út í val á tónlistarfólki þá sagði hún að þær hafi ákveðið að leyfa frekar minna þekktum hljómsveitum að spreyta sig og fá þá fleiri heldur en ein/n stórstjarna steli öllu sviðsljósinu. Á Facebooksíðu Óláta má sjá hvaða tónlistarfólk mun koma fram. Hátíðinni verður svo slitið með varðeld eftir tónleikana á laugardagskvöldi, sem sagt aðfaranótt sunnudags, með brennu á bryggjunni. Stemningin verður hrá tónleikaog útilegustemning þar sem vinir geta komið saman, notið sín, skemmt sér og elskast og lifað. Að auki má nefna að þessi helgi er fyrsta stóra útborgunarhelgi sumarsins, því ekki að eyða henni á Ólafsfirði?

Stofnendur hátíðarinnar

29


MA-ingar tala gjarnan um sinn eigin skóla sem skóla hefðanna. Busavígslan, Ratatoskur, Hesta-Jói og rúgbrauð með rjóma á eru hluti af því félagslífi sem við erum stolt af og nefnum gjarnan því til stuðnings að hvergi sé samheldnin meiri. Við fórum á stúfana og komumst að því að aðrir framhaldsskólar landsins búa ekki síður yfir blómlegu félagslífi og hefðum.

MH er fjölbreyttur skóli og mikið af sterkum persónuleikum sem þar stunda nám. Félagslífið í Hamrahlíð er mikið og alltaf nóg um að vera. Þegar önnin byrjar eru bókamarkaðir þar sem nemendum gefst tækifæri á að selja bækur sínar og kaupa. Það er Lagningarvika og þar eru haldnir fyrirlestrar um allt mögulegt og er kennslan því felld niður seinustu þrjá daga vikunnar og árshátið haldin í lok hennar. Tískusýning er einnig haldin í þessari viku og þar gefst nemendum tækifæri á að sýna eigin hönnun. MH er mikill tónlistarskóli þar sem hægt er að sækja um í kór, keppa í lagasmíðakeppni og taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna. Fjáröflun er haldin á hverri önn og nemendur bjóðast til að gera hina ýmsu hluti ef það safnast nægur peningur. Það er vinsælt að bjóða sig fram í ráð og þá er haldin kosningavika, í hverri kosingaviku heldur útvarpsráð uppi stemningunni með útvarpsviku og geta nemendur stillt á útvarp NFMH. Tvö blöð eru gefin út á hverri önn, Beneventum og Fréttapési og það ríkir mikil gleði innan veggja skólans þegar þau eru gefin út. Fréttapési gefur út helsta slúður skólans og Beneventum gerir flottan bækling sem inniheldur fjölbreytt efni í tengslum við lífið og tilveruna. Á hverri önn eru eitt til tvö böll á vegum NFMH sem hafa aldrei klikkað. Á hverju balli er Myndbandarbúi sem tekur upp stemmninguna á ballinu. Meðal annars er íþróttavika, tónleikar, listasýning, Morfís, Gettu betur og margt fleira.

30


Allir busanir í Kvennó fara í gegnum sérstaka skírnarathöfn. Böðlarnir sækja vatn úr Tjörninni í tunnu, sem síðan er ausið yfir busana og þá eru þeir orðnir nýnemar. Allir nýnemar fá eitt epli að gjöf frá böðlunum. Sumir busar í Kvennó fara beint á svokallaðan Svartan lista, en það eru yfirleitt þeir sem taldir eru brjóta reglurnar á einhvern hátt og þá fá þeir sérstaklega slæma meðferð. Í kringum Hrekkjavökuna er haldið grímuball í Kvennó þar sem allir mæta í búningum og kosið um flottasta búninginn. Í Kvennó eru haldnir Tjarnardagar einu sinni á ári, en þeim svipar til Ratatosks í MA- nemendur geta valið úr námskeiðum til að eyða deginum á. Skólinn stendur líka fyrir góðgerðardegi þar sem hver bekkur fær eitt góðgerðarfélag til að hjálpa á einhvern hátt. Einkennisréttur Kvennskælinga er túnstykki sem er rúnstykki með túnfisksalati. Skylda er að drekka kókómjólk með.

Á Epladaginn í Kvennó er kennslu lokið snemma og þá fara fram tvær keppnir: Rauðkukeppnin og Eplalagakeppnin. Í Rauðkukeppninni vinnur sá keppandi sem skarar fram í að vera rauður, hvort sem það er í klæðnaði eða með hjálp andlitsmálningar. Eplalagakeppnin gengur út á að semja besta lagið um epli. Um kvöldið er svo Eplaballið, en á undan því fara allir nemendurnir út að borða með kennaranum sínum. Nýjasta hefðin er svo Eplaútvarpið, þar sem vinsælt er að koma með slúður af ballinu í beinni útsendingu. Kvennskælingar eru þekktir fyrir að vera „fashionably late“ og mæta yfirleitt alltaf um hálftíma of seint á alla viðburði. Á hverju ári er haldið Dodgeball-mót í pínulitla íþróttasalnum í Kvennó. Í Kvennó er haldinn sérstakur peysufatadagur á hverju ári. Þá klæða allir nemendur í öðrum bekk sig í íslenska þjóðbúninginn og svo eru nokkur elliheimili í grenndinni heimsótt og dansað þar og sungið fyrir íbúa og starfsfólk. Í Kvennó er starfræktur kór sem stendur fyrir jólatónleikum og vortónleikum í Fríkirkjunni. Leiklistarfélag skólans heitir Fúría og stendur fyrir leiksýningu á hverju ári, sem er sýnd er í matsalnum í skólanum. Aðstaðan þeirra er kölluð Legið og er undir sviðinu í matsalnum. Ritnefndin í Kvennaskólanum stendur fyrir útgáfu skólablaðsins Heimasætunnar, sem kemur út einu sinni á ári. Í blaðinu eru viðtöl við nemendur í skólanum, ljósmyndir og tískuþættir. Einnig kemur út skóladagbók sem ber heitið Járnfrúin. Listafélagið Í Kvennó stendur einu sinni á ári fyrir listaviku, þar sem ýmsir atburðir eru í gangi á kvöldin, tískusýning, vídjókvöld og ýmis námskeið.

31


Í ML hringja nemendur á öðru ári alltaf inn og út úr tíma, en til þess nota þeir eldgamla bjöllu sem er staðsett á lengsta gangi skólans. Ef hringt er tvisvar þýðir það að þar er skólameistarinn að verki… Busun ML tekur heila viku og er mikið uppstand. Hún er alltaf haldin með mjög draugalegu yfirbragði þar sem „Yfirdjöfullinn“ og aðrir eldri nemendur skólans leggja sig mikið fram við að hræða busa með draugalegu kvöldi stjórnarinnar, dauðagöngu og fleiru… Formaður nemendafélagsins er kallaður stallari… Kvemel og Kamel eru kvenrembu- og karlrembufélag ML. Á milli félaganna er mikill rígur og etja þau oft kappi. Einu sinni á ári þurfa félögin að halda leynilegar „veislur“ án vitundar hins félagsins og torga 25 pizzum eða 25 lítrum af ís á ákveðnum tíma. Ef annað félagið kemst að staðsetningu veislu hins hópsins hefur það félag tapað… Einu sinni á vorönn koma nemendur saman og syngja eina kennslustund með sérstöku leyfi frá skólameistara… Á árshátíðardegi skólans er haldin stór ratleikur með alls konar stöðvum, t.d. dansstöð, raunvísindastöð, listastöð. Það lið sem fer með sigur úr býtum vinnur Dollabikarinn. Í prófaviku á vorönn er haldinn vatnsslagur til þess að létta lundina í próflestrinum. Allir taka þátt og liðskiptingin er 1. bekkur á móti 2., 3. og 4. bekk. Nemendur ML fara í fjallgöngu saman á haustin. Þeir taka með sér nesti, góða skapið og gera sér glaðan dag.

Elsta og kannski hvað þekktasta hefðin í Menntaskólanum við Sund er U-ið þar sem eldri nemendur skólans sitja og fylgjast með allri umferð í og úr tímum. Busum er stranglega bannað að setjast í U-ið og ef þeir gerast vísir til þess þá hefur það alvarlegar afleiðingar. Önnur gömul og rótgróin hefð er Ungfrú Belja.is sem er dragkeppni sem haldin er í Skálholti í MS s.s. nemendakjallaranum. Keppendur eru oftast óharðnaðir busar sem eru búnir að fá sér of mikið í tána og öklabrjóta sig í versta falli á sviði. Klámsýning af verstu sort þarna á ferð. Í MS er haldin 85’ vika, 85’ballið er óumdeilanlega vinsælasta menntaskólaball landsins. Auk þess sem nemendur breyta skólanum algjörlega, þekja veggi með pappa og mála eitthvað 80’s tengt á þá. Útvarp Motta! Diskókeila! Bílabíó! Í MS er sérstakt riddaraborðið sem er í Kattholti s.s. matsalnum. Nokkrir strákar tóku sig saman og keyptu nýtt borð og stóla og sátu sem fastast við það... talað er um að það sé svolítill tappakeimur af því dæmi. Golfmót MS sem er ekkert nema fyllerí allan daginn. Hefðbundið fyrirpartý-golf-eftirpartý. Busar eru á uppboði samdægurs sem golfsveinar fyrir eldri nemendur. Ástand þeirra er svo á kostnað golfspilara. MH-MS dagurinn var haldinn í fyrsta skipti núna þann 20. september 2012. Nilli fór í skyrglímu við tvær busastelpur. Allt mjög smekklegt...

32


Í byrjun hvers skólaárs er gert busauppboð þar sem busar fara á sviðið og það er þá boðið upp í þá. Þeir sem vinna síðan busann fara með þá á golfmót og þar eru busarnir golfsveinar þeirra og hálfgerðir þrælar yfir daginn. Peysufatadagurinn í Versló er í 4. bekk (2. bekkur) og þá klæða sig allir í íslenska þjóðbúninginn og labba niður í bæ. Um kvöldið sama dag er haldið ball einungis fyrir 4. bekkinga. Þegar tónlistarhátíðin Airwaves er haldin í Reykjavík er Verslówaves á sama tíma. Þá koma margs konar hljómsveitir að spila á ,,marmaranum’’, samkomustaður verslinga innan skólans, og spila í hléum. Nemó er árshátíð Verslinga og áður en hún er haldin er ,,nemó vikan’’. Í versló vikunni eru allskonar viðburðir í gangi, forvarnadagurinn er svo alltaf daginn fyrir ballið og á árshátíðardeginum sjálfum fá nemendur frí í skólanum og fara í brunch eða ratleik. Nemó leikritið er ávallt haldið sama dag, ball um kvöldið og daginn eftir er líka frí í skólanum. Demó er tónlistarkeppni þar sem áhersla er aðalega lögð á lagið fremur en sönginn. Vælið er síðan söngkeppni sem er yfirleitt haldin í Hörpunni. Í lok árs er Verslunarskólablaðið gefið út. Það er frekar ein stór bók sem samanstendur af öllu því sem gerst hefur um árið. Tvær nefndir sjá um að búa til gamanþætti, 12:00 og Rjóminn, milli þeirra ríkir nokkurs konar samkeppni. Í góðgerðarvikunni heita nemendur oft á strákana sem sitja í nefndunum, til að nefna dæmi þurftu Rjómastrákanir að vera ,,trans’’ í einn dag, svo hefur einnig komið til danskeppni á milli 12:00 og Rjómastrákanna. Það er alltaf eitthvað í gangi, nefndir standa oft fyrir samskonar vikum eins og listafélagið fyrir listóvikunni, nemendamótsnefnd fyrir nemó vikunni og íþróttanefndin fyrir íþróttavikunni. Það er mikil hefð fyrir því að í lok hverrar þemaviku eða hvers viðburðar séu haldin bjórkvöld í bænum.

33


Ég verð að vera fyrirmynd fyrir aðrar stelpur Hún hefur verið kölluð ýmsum nöfnum, allt frá hetju til „femínistatussu“. Hildur Lilliendahl varð þjóðþekkt á einni nóttu í byrjun síðasta árs og hefur verið í umræðunni síðan. Hún er þrjátíu og eins árs, móðir tveggja stráka og starfar á skrifstofu Reykjavíkurborgar. Í frístundum sínum berst hún fyrir réttindum kvenna. Ég hitti Hildi á Danska barnum í Reykjavík í þeim tilgangi að fræðast um þá baráttu sem hún hefur háð. Þrátt fyrir gleði og glaum á næstu borðum varð spjall okkar áhugavert og innihaldsríkt. Umsjón: Hildur Ásta Þórhallsdóttir Ljósmyndir: Íris Stefánsdóttir Hvernig byrjaði þetta allt saman?

Þetta byrjaði fyrir um það bil ári síðan þegar umræðan um Jóns Baldvins málið stóð sem hæst. Stelpan sem sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti varð fyrir alls konar ásökunum og meðal annars frá þingmanni sem vildi meina að hún væri í samstarfi við glanstímarit um að hafa æruna af manninum með því að draga upp gamlan fjölskylduharmleik. Þetta gekk svo kröftuglega fram af mér að ég tók nokkur samskonar ummæli bæði um þetta mál og önnur sem voru í gangi á svipuðum tíma og setti í albúm á Facebook-síðunni minni og nefndi það „Karlar sem hata konur“. Mér þótti þessi dæmi vera mjög lýsandi fyrir það hvernig karlmenn leyfa sér að tala um konur. Það sem gerðist í kjölfarið gerðist mjög hratt, DV birti fréttir um albúmið og áður en ég vissi af var ég komin í Kastljósið daginn eftir. Ég hafði enga stjórn á þessu þannig séð. Það höfðu allir skoðun á þessu, enda birti ég ummæli frá þjóðþekktum einstaklingum og hlífði ekki því sem þeir settu sjálfviljugir inn á Internetið. Ég hugsaði með mér í byrjun að þetta myndi ganga yfir á viku eða svo, ég þyrfti bara að halda þetta út meðan að þjóðin hefði áhuga á þessu. Ég var algjörlega sannfærð um að þetta myndi falla í gleymsku strax en það var svo aldeilis ekki raunin.

Allt síðasta ár varst þú mjög áberandi í umræðunni. Hefur þig aldrei langað að draga þig í hlé?

Ég lofaði sjálfri mér þegar þetta fór af stað að ég myndi taka slaginn á meðan ég hefði tækifæri til. Á meðan þjóðin hefði áhuga, fólk vildi hlusta á mig og halda uppi

34

samræðum þá væri ég með rosalega mikilvægt verkfæri í höndunum. Mér finnst ég ekki geta látið þetta framhjá mér fara bara til þess að hlífa sjálfri mér. Mig hefur oft langað til þess að skríða inn í skelina mína og breiða yfir haus en ég veit að þannig gengur mannréttindabarátta einfaldlega ekki fyrir sig. Málstaðurinn gengur fyrir. Þetta verður líka alltaf auðveldara fyrir mig eftir því sem ég verð reynslunni ríkari. En ég ætla að reyna að standa við loforðið sem ég gaf sjálfri mér í upphafi og hætta ekki fyrr en þjóðin hættir. Ég finn fyrir gífurlegum stuðningi frá fólkinu í landinu. Það skiptir öllu máli og heldur mér gangandi.

Þú segir að þú finnir fyrir miklum stuðningi en oft færðu gróf ummæli og hefur jafnvel fengið hatursfull skilaboð. Hafa þau mikil áhrif á þig og baráttu þína?

Ég hef aldrei verið hrædd um líf mitt en ég upplifi mjög oft óöryggi. Einu sinni var ég stödd á Hlemmi klukkan þrjú um nótt með rafmagnslausan síma og enginn var á ferli. Tveir strákar hlupu framhjá mér og annar sagði við hinn „Oj, veistu ekki hver þetta er, hún er alveg snarrugluð“. Ég fann fyrir rosalega mikilli vanmáttarkennd og óöryggi að vera Hildur Lilliendahl í þessum aðstæðum. Ég hef orðið hrædd yfir bréfum og kommentum á netinu en aldrei þannig að mér finnist ég þurfa vernd eða að loka mig af heima hjá mér. Þó nóg til þess að ég hef þurft að fara til lögreglunnar. Mjög gróf bréf koma mér úr jafnvegi og oft líður mér virkilega illa í nokkra klukkutíma, en það gengur yfir.


35


sökuð sökuð um um að rífa að rífa ummælin ummælin úr samhengi, úr samhengi, semsem er einfaldlega er einfaldlega rangt. Í fyrsta Í fyrsta lagilagi er alltaf er alltaf hægt hægt að nálgast að nálgast samhengið samhengið þar þar Mikið Mikið rosalega rosalega eruðeruð þið þið viðbjóðslegar. viðbjóðslegar. Ég væri Ég væri sko skorangt. ég birti ég birti ummælin ummælin og íog öðru í öðru lagilagi skiptir skiptir samhengið samhengið ekkiekki til ítilaðí facefucka að facefucka þig þig þangað þangað til þú til kúgast þú kúgast og ælir og ælir Hildur, Hildur, og ogsemsem þegar þegar einhver einhver segirsegir „Það„Það ættiætti að nauðga að nauðga þessari þessari tussu“. tussu“. löðrunga löðrunga þig þig líkalíka hressilega hressilega meðan meðan brund brund mittmitt leysist leysist ofanofan í máli í máli hef hef ég líka ég líka fengið fengið að heyra að heyra að það að það þurfi þurfi ekkiekki annað annað en en hálsháls þér.þér. – Athugasemd – Athugasemd á blogg á blogg Hildar Hildar undir undir notendanafninu notendanafninuOft Oft að vera að vera ósammála ósammála mérmér til þess til þess að komast að komast á lista á lista yfir yfir karla karla „Harður „Harður steralimur“. steralimur“. semsem hatahata konur. konur. ÞaðÞað er rosalega er rosalega mikill mikill misskilningur. misskilningur. ÞeirÞeir geragera lítiðlítið úr mér úr mér á forsendum á forsendum kynskyns míns míns komast komast á á Ég titra Ég titra ennþá ennþá smásmá þegar þegar ég les ég þessi les þessi skilaboð skilaboð semsem ég fékk ég fékksemsem listann. ÞeirÞeir semsem notanota hóra, hóra, mella, mella, píka, píka, talatala um um rakastigið rakastigið sendsend 23. 23. nóvember nóvember síðastliðinn. síðastliðinn. EftirEftir þetta þetta leiðleið mérmér mjög mjöglistann. í leggöngunum mínum, mínum, tíðnitíðni kynmaka kynmaka minna minna eða eða hárvöxt hárvöxt á á illa illa í nokkra í nokkra klukkutíma, klukkutíma, varðvarð flökurt flökurt og ótrúlega og ótrúlega leið.leið. HinsHinsí leggöngunum kynfærum komast komast í albúmið. í albúmið. Þetta Þetta gildir gildir auðvitað auðvitað ekkiekki barabara vegar vegar hvetja hvetja svona svona skilaboð skilaboð migmig líkalíka til dáða. til dáða. ÞauÞau minna minna migmigkynfærum migmig heldur heldur konur konur almennt, almennt, og það og það er þess er þess vegna vegna semsem á aðáég aðmegi ég megi ekkiekki látaláta þagga þagga niður niður í mér. í mér. Konur Konur semsem talatala um umum um ég tek ég tek þetta þetta saman saman og sýni og sýni heiminum. heiminum. kynjamisrétti kynjamisrétti opinberlega opinberlega verða verða fyrirfyrir þessu, þessu, EkkiEkki „Hildur „Hildur er fáviti“ er fáviti“ eða eða „Ég„Ég hatahata þaðþað eru eru til ótal til ótal dæmi dæmi um um slíkt.slíkt. ÞærÞær verða verða Hildi“. Hildi“. Karlar Karlar hafahafa komist komist inn inn í albúmið í albúmið fyrirfyrir ofbeldisfullri ofbeldisfullri orðræðu orðræðu semsem er auðvitað er auðvitað fyrirfyrir að að talatala niðurlægjandi niðurlægjandi um um konur konur barabara tilraun tilraun til þess til þess að brjóta að brjóta þærþær niður. niður. á kynferðislegan á kynferðislegan hátt,hátt, hótahóta ofbeldi, ofbeldi, oft oft Svona Svona árásir árásir semsem konur konur verða verða fyrirfyrir minna minna kynferðislegu, kynferðislegu, og gera og gera lítiðlítið úr femínisma. úr femínisma. migmig á hvað á hvað þaðþað er sem er sem ég berst ég berst gegn. gegn. Auðvitað Auðvitað geragera konur konur líkalíka athugasemdir athugasemdir við við mig, mig, en þær en þær hóta hóta ekki ekki kynferðislegu kynferðislegu Íslenskir Íslenskir femínistar femínistar hafahafa oft oft verið verið ofbeldi ofbeldi eða eða notanota orðfæri orðfæri semsem er í eðli er í eðli sínusínu gagnrýndir gagnrýndir fyrir fyrir að að ganga ganga of langt of langt í í niðrandi niðrandi fyrir fyrir konur. konur. baráttu baráttu sinni. sinni. Hugtakið Hugtakið öfgafemínismi öfgafemínismi Yfirhöfuð Yfirhöfuð finnst finnst mérmér gagnrýni gagnrýni á á hefur hefur skapast skapast út frá út frá þvíþví og hafa og hafa margir margir femínisma femínisma á Íslandi á Íslandi byggð byggð á algjörri á algjörri tengt tengt þínar þínar skoðanir skoðanir viðvið hugtakið. hugtakið. vanþekkingu vanþekkingu á málefninu. á málefninu. Ég hef Ég áhyggur hef áhyggur af því af að þvískilaboðin að skilaboðin Telur Telur þú eitthvað þú eitthvað til ítil því? í því? semsem við við erum erum að reyna að reyna að koma að koma á framfæri á framfæri séu séu ekkiekki að skila að skila Ég Ég hef hef aldrei aldrei skilið skilið hvernig hvernig eitthvað eitthvað getur getur verið verið sér ísér framhaldsskóla í framhaldsskóla og grunnskóla. og grunnskóla. ÞaðÞað er ástæðan er ástæðan fyrirfyrir því því öfgajafnt öfgajafnt og hugtakið og hugtakið öfgajafnrétti öfgajafnrétti gengur gengur ekkiekki alveg alveg upp.upp. að ég að vil ég að vil kynjafræði að kynjafræði sé kennd sé kennd á öllum á öllum skólastigum. skólastigum. Ég Ég En En þetta þetta hugtak hugtak snýst snýst náttúrulega náttúrulega aðallega aðallega um um aðferðirnar aðferðirnar hef hef rættrætt við við krakka krakka úr menntaskóla úr menntaskóla semsem höfðu höfðu alveg alveg bilaðar bilaðar semsem femínistar femínistar beita. beita. Í mörgum Í mörgum tilfellum tilfellum heldheld ég að ég þessar að þessar ranghugmyndir ranghugmyndir um um femínista. femínista. ÞauÞau héldu héldu í einum í einum skólanum skólanum hugmyndir hugmyndir byggist byggist á algjörri á algjörri fáfræði. fáfræði. Ég held Ég held að þeir að þeir semsem veltvelt að að femínistar femínistar væru væru allirallir í einu í einu félagi félagi og og hefðu hefðu ákveðna ákveðna hafahafa fyrirfyrir sér sér öllum öllum staðreyndum staðreyndum þessara þessara mála mála sjái sjái að það að það stefnu stefnu og ákveðnar og ákveðnar reglur. reglur. Þar Þar á meðal á meðal væriværi á stefnuskránni á stefnuskránni er ekki er ekki neittneitt öfgafullt öfgafullt við við þaðþað að safna að safna saman saman ummælum ummælum að banna að banna allarallar auglýsingar auglýsingar og rakstur og rakstur á kynfærum. á kynfærum. Hvar Hvar á á semsem hafahafa fallið fallið opinberlega opinberlega á einn á einn stað.stað. Mjög Mjög gjarnan gjarnan er ég er ég að byrja að byrja til þess til þess að uppræta að uppræta svona svona hugmyndir? hugmyndir? Ég vil Ég sjá vil sjá

„Ég „Ég hefhef aldrei aldrei skilið skilið hvernig hvernig eitthvað eitthvað getur getur verið verið öfgajafnt öfgajafnt ogog hugtakið hugtakið öfgajafnrétti öfgajafnrétti gengur gengur ekki ekki alveg alveg upp.“ upp.“


kynjafræðiáherslur kynjafræðiáherslur í kennaranámi, í kennaranámi, því því þar þar mótast mótast hugmyndir hugmyndirÞaðÞað er algeng er algeng skoðun skoðun að staða að staða íslenskra íslenskra kvenna kvenna sé betri sé betri barna. barna. ÞaðÞað eru eru kennarar kennarar á öllum á öllum skólastigum skólastigum meðmeð mjög mjögen gengur en gengur og gerist. og gerist. Hafa Hafa íslenskar íslenskar konur konur ekkert ekkert til að til að óheilbrigðar óheilbrigðar hugmyndir hugmyndir um um kynhlutverk. kynhlutverk. Hugmyndir Hugmyndir þeirra þeirrakvarta kvarta yfir? yfir? skilaskila sér auðvitað sér auðvitað til barnanna. til barnanna. ÞaðÞað verður verður að byrja að byrja snemma snemma ef efSkilaboðin Skilaboðin semsem ég fékk ég fékk sendsend 23. 23. nóvember nóvember eru eru mjög mjög íslenskt íslenskt þaðþað á aðá stuðla að stuðla að hugarfarsbreytingum að hugarfarsbreytingum í samfélaginu. í samfélaginu. Nýjar Nýjardæmi dæmi um um þaðþað semsem ég berst ég berst gegn. gegn. Körlum Körlum á Íslandi á Íslandi er ekki er ekki kynslóðir kynslóðir ala ala uppupp betribetri kynslóðir kynslóðir semsem ala ala síðan síðan uppupp betribetrihótað hótað meðmeð kynferðislegu kynferðislegu ofbeldi ofbeldi líkt líkt og konum. og konum. Þeim Þeim er miklu er miklu kynslóðir. kynslóðir. sjaldnar sjaldnar nauðgað. nauðgað. Auðvitað Auðvitað verðverð ég að égvera að vera meðvituð meðvituð um um mína mína forréttindastöðu. forréttindastöðu. Ég er Éghvít, er hvít, menntuð menntuð millistéttarkona millistéttarkona semsem á á Mörgum Mörgum blöskraði blöskraði greinin greinin þínþín umum túrblóð túrblóð og og húnhún er ermatmat og vatn, og vatn, þakþak yfir yfir höfuðið höfuðið og margar og margar úlpur. úlpur. Ég sleiki Ég sleiki þakið þakið dæmi dæmi umum þærþær öfgafullu öfgafullu aðgerðir aðgerðir semsem þú ert þú ert sökuð sökuð um.um.á forréttindastiganum, á forréttindastiganum, ef égef væri ég væri í valdastöðu í valdastöðu og ætti og ætti aðeins aðeins meiri meiri peninga peninga væriværi ég komin ég komin einseins hátthátt og kona og kona getur getur komist. komist. Hvaða Hvaða tilgangi tilgangi þjónaði þjónaði sú grein? sú grein? En það verður verður að vera að vera meðvitaður meðvitaður um um forréttindi forréttindi sín sín til þess til þess ÞaðÞað komkom mjög mjög skýrt skýrt framfram í greininni í greininni hvaða hvaða tilgangi tilgangiEn það að sjá að sjá misréttið misréttið sem sem aðrir aðrir verða verða fyrir. fyrir. Ef við Ef við munum munum ekki ekki húnhún þjónaði þjónaði en það en það hafði hafði enginn enginn fyrirfyrir því því að lesa að lesa hana hana heldur heldur að það er auðveldara er auðveldara að vera að vera hvíthvít kona kona en svört, en svört, rík rík kona kona en en barabara fréttina fréttina semsem DVDV skrifaði skrifaði um um greinina greinina þar þar semsem býsnast býsnast var varað það fátæk, missum missum við við sjónar sjónar á þvíá sem því sem fátæku fátæku konurnar konurnar og svörtu og svörtu yfir yfir framhleypninni framhleypninni í mér. í mér. Greinin Greinin fjallaði fjallaði um um þaðþað að stelpur að stelpurfátæk, konurnar verða verða fyrir. fyrir. Sama Sama gildir gildir um um karlmenn. karlmenn. ÞeirÞeir þurfa þurfa að að mega mega ekkiekki segja segja „Ég„Ég er áertúr“. á túr“. Þetta Þetta spratt spratt út frá út því frá því að ég aðvar ég varkonurnar meðvitaðir meðvitaðir um um forskot forskot sitt,sitt, til þess til þess að sjá að misréttið sjá misréttið semsem í strætó, í strætó, gjörsamlega gjörsamlega að springa að springa úr blæðingum, úr blæðingum, að skiptast að skiptast á áveravera konur verða verða fyrir. fyrir. tölvupósti tölvupósti við við félaga félaga mína mína úr ritstjórn úr ritstjórn knúz.is. knúz.is. ViðVið fórum fórum þá þákonur ÞauÞau skipti skipti semsem ég hef ég hef verið verið áreitt áreitt kynferðislega kynferðislega á ævi á ævi að velta að velta fyrirfyrir okkur okkur af hverju af hverju þaðþað væriværi bannað bannað að skrifa að skrifa um um minni eru eru svo svo ofboðslega ofboðslega mörg mörg að ég aðget ég ekki get ekki taliðtalið þau.þau. Alveg Alveg blæðingar. blæðingar. Punkturinn Punkturinn er góður, er góður, konur konur eigaeiga að geta að geta sagtsagt að aðminni því því að ég að var ég var barnbarn voruvoru fullorðnir fullorðnir menn menn að áreita að áreita mig.mig. þærþær séu séu á túr á túr án þess án þess að skammast að skammast sín sín fyrirfyrir það.það. MérMér finnst finnstfrá frá varðvarð ég eldri, ég eldri, og jafnaldrar og jafnaldrar mínir mínir áreita áreita mig.mig. Þetta Þetta finnst finnst niðurlægjandi niðurlægjandi að ég að skuli ég skuli ekkiekki hafahafa félagslegt félagslegt frelsi frelsi til þess. til þess.SvoSvo öllum öllum svo svo eðlilegt. eðlilegt. Þetta Þetta er svo er svo inngróið inngróið inn inn í menninguna í menninguna að að Helmingur Helmingur mannkyns mannkyns fer áfertúr á túr einueinu sinni sinni í mánuði í mánuði helming helming enginn tekur tekur eftireftir því því semsem er óeðlilegt. er óeðlilegt. En það En það er ekki er ekki eðilegt eðilegt æviævi sinnar. sinnar. Af hverju Af hverju má má ekkiekki ræða ræða þaðþað og ekki og ekki einueinu sinni sinnienginn að strákar þrýsti þrýsti á stelpur á stelpur til þess til þess að sofa að sofa hjá hjá sér eða sér eða geragera aðraaðra nefna nefna það?það? Fólki Fólki fannst fannst ég vera ég vera að voga að voga mérmér eitthvað eitthvað rosalegt, rosalegt,að strákar kynferðislega hluti. hluti. ÞaðÞað er ekki er ekki eðlilegt eðlilegt að nær að nær allarallar stelpur stelpur en það en það er einmitt er einmitt þaðþað semsem ég er égað er benda að benda á í greininni. á í greininni. ÞaðÞaðkynferðislega fariðfarið hafahafa á ball á ball hafihafi verið verið klipnar klipnar í rassinn í rassinn eða eða brjóstið. brjóstið. að fólki að fólki blöskri blöskri greinin greinin sannar sannar einmitt einmitt hversu hversu óeðlilegt óeðlilegt er að er aðsemsem þetta þetta semsem stelpur stelpur verða verða fyrirfyrir er viðstöðulaus er viðstöðulaus áminning áminning um um talatala um um blæðingar. blæðingar. ÞærÞær hafahafa sögulega sögulega verið verið notaðar notaðar til þess til þess að aðAlltAllt að við séum séum ekkiekki nægilega nægilega merkilegar merkilegar til þess til þess að beðið að beðið sé um sé um geragera lítiðlítið úr konum, úr konum, þærþær eru eru skítugar skítugar og þurfa og þurfa mánaðarlega mánaðarlegaað við áðuráður en að enráðist að ráðist er inn er inn á líkama á líkama okkar. okkar. ÞessÞess vegna vegna get ég get ég úthreinsun. úthreinsun. Ég held Ég held að blæðingar að blæðingar hræði hræði karlmenn karlmenn líka.líka. Þetta Þettaleyfileyfi gefist gefist upp,upp, ég verð ég verð að vera að vera fyrirmynd fyrirmynd fyrirfyrir aðrar aðrar stelpur. stelpur. er veröld er veröld semsem þeirþeir skilja skilja ekkiekki og það og það getur getur ábyggilega ábyggilega virkað virkaðekkiekki Ég verð að vera að vera heiðarleg heiðarleg og segja og segja alltaf alltaf þaðþað semsem mérmér finnst, finnst, því því mjög mjög ógnvekjandi ógnvekjandi fyrirfyrir þá að þá konur að konur eigieigi sér sér svona svona stóran stóranÉg verð það það er lykilatriðið er lykilatriðið í þessari í þessari baráttu baráttu við við ójafnréttið. ójafnréttið. sameiginlegan sameiginlegan heim heim semsem þeirþeir getageta ekkiekki skilið. skilið.

37


2. sæti í smásagnakeppni Munins

2.Ævintýri sæti í smásagnakeppni í öðruMunins veldi

Ævintýri í öðru veldi

Höfundur: Sigrún María Óskarsdóttir Höfundur: Sigrún María Óskarsdóttir

38

Bara tveir mánuðir í viðbót. Svo get ég hafið nýtt líf. Fjarri öllu ruglinu hérna. Ég kem skólatöskunni lengra upp á bakið,í viðbót. renni úlpunni í háls, set á Bara tveir mánuðir Svo get upp ég hafið nýtt prjónahúfuna ömmu sting höndunum í líf.mig Fjarri öllu ruglinufrá hérna. Égog kem skólatöskunni úlpuvasana. Sperri eyrun. Þetta er fyrsta reglan lengra upp á bakið, renni úlpunni upp í háls, set ásem ég bjó mér til þegar ég byrjaði í nýja skólanum. Alltaf mig prjónahúfuna frá ömmu og sting höndunum í að vera á verði fyrir hrekkjusvínunum. Aldrei að vita úlpuvasana. Sperri eyrun. Þetta er fyrsta reglan sem nema ég þau læðist upp að manni og geri, guð má vita hvað. bjó mér til þegar ég byrjaði í nýja skólanum. Alltaf aðAf hverju þarffyrir ég alltaf að lenda utan vegar? utan á vera á verði hrekkjusvínunum. AldreiStendur að vita nema mér að ég sé öðruvísi? Ef að svo er vildi ég gjarnan fá að þau læðist upp að manni og geri, guð má vita hvað. Af strokaþarf þaðég útalltaf áður að en lenda ég byrja í nýja skólanum. hverju utan vegar? Stendur utan á Allt í einu heyri ég kallað á eftir :„Hvert mér að ég sé öðruvísi? Ef að svo er vildi égmér gjarnan fá að er verið að ana, horbeygla?!” Ég þekki röddina, stroka það út áður en ég byrja í nýja skólanum. þetta er Teitur Konráðs. Vinsælasti, já,áog hrottalegasti Allt í einu heyri ég kallað eftir mér :„Hvert strákurinn í öllum áttunda bekk. Ég herði á göngunni er verið að ana, horbeygla?!” Ég þekki röddina, þetta og leiði hrópin hjá mér. Bara tíu metrar í viðbót. Þá er Teitur Konráðs. Vinsælasti, já, og hrottalegasti verð ég komin í örugga Hann eltirÉg mig allaáleiðina, en mér strákurinn í öllumhöfn. áttunda bekk. herði göngunni og tekst þó að komast inn til mín og skella aftur rétt áður leiði hrópin hjá mér. Bara tíu metrar í viðbót. Þá verð ég en hrákaslumman út úr Teiti lendiren með komin í örugga höfn.dúndrast Hann eltir mig allaog leiðina, mér dynk á hurðinni. tekst þó að komast inn til mín og skella aftur rétt áður Ég hleyp dúndrast inn í herbergi kasta mér á rúmið. en hrákaslumman út úrog Teiti og lendir með Ég andvarpa. Úff, þetta var tæpt. Jæja, nú verð ég að dynk á hurðinni. draga upp bækurinn ogípenna og og byrja á verkefninu sem Ég hleyp herbergi kasta mér á rúmið. Þorgerður settivar fyrir. Að Jæja, skrifanú ævintýri. Égfröken andvarpa. Úff, þetta tæpt. verð ég Það að gæti orðið skemmtilegt. Ég tek upp stílabókina og draga upp bækur og penna og byrja á verkefninu sem pennaveskið, ég setti ákveðfyrir. að nota nýja pennann fröken Þorgerður Að skrifa ævintýri.frá Þaðpabba, sem hann sendi mér frá Afríku. Ég fletti stílabókinni þar gæti orðið skemmtilegt. Ég tek upp stílabókina og til ég finn autt ogað lætnota hugann reika. Á égfráaðpabba, skrifa pennaveskið, ég blað ákveð nýja pennann skrímslasögu? Nei, það er alltof barnalegt. En að skrifa sem hann sendi mér frá Afríku. Ég fletti stílabókinni þar krassandi ævintýri um konungsfjölskyldu sem lendir til ég finn autt blað og læt hugann reika. Á ég að skrifa í ýmsum “hverdagslegum” ævintýrum? Það gengið. skrímslasögu? Nei, það er alltof barnalegt. Engæti að skrifa Ég ákveð að sagan eigi að gerast í nýju landi, krassandi ævintýri um konungsfjölskyldu sem lendir í sem ég“hverdagslegum” ákveð að skíra Babúskú. FólkiðÞað sem býrgengið. þar er ýmsum ævintýrum? gæti gamaldags, það gengur um í riddarafötum oglandi, ræktar Ég ákveð að sagan eigi að gerast í nýju grasker, bestu grasker sem hægt er að fá! Sá sem sem ég ákveð að skíra Babúskú. Fólkið sem býr þar er ræður í þessu landi er konungur, og sem býr í gamaldags, það frábæra gengur um í riddarafötum ræktar glæsilegri höll ásamt fjölskyldu sinni; eiginkonu grasker, bestu grasker sem hægt er að fá! Sá sem og fjórum krakkagríslingum. sembýr heitir ræður í þessu frábæra landi Konungurinn, er konungur, sem í Ríkharður, er taugaóstyrkur maður sem getur glæsilegri höll ásamt fjölskyldu sinni; eiginkonuekki og ákveðið sig í neinu sem hann tekur sér fyrir fjórum krakkagríslingum. Konungurinn, sem hendur. heitir Hann kemur með fullt af góðum hugmyndum, það er Ríkharður, er taugaóstyrkur maður sem getur ekki ekki vandamálið, en honum er kolómögulegt að ákveða ákveðið sig í neinu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann kemur með fullt af góðum hugmyndum, það er ekki vandamálið, en honum er kolómögulegt að ákveða

sig. Til þess að hjálpa sér við ákvarðanirnar hefur hann ráðið til sín fjóra ráðgjafa, og í samráði við þá tekur hann ákvarðanir sig. Til allar þess að hjálpa sérí ríkinu. við ákvarðanirnar hefur hann Égfjóra legg ráðgjafa, pennannog fráí mér og les sem ég ráðið til sín samráði viðyfir þáþað tekur er búin að skrifa. Ekki svo slæmt, þó ég segi sjálf frá. Ég hann allar ákvarðanir í ríkinu. er nú bara þokklega ánægð með sjálfa mig. Ég legg pennann frá mér og les yfir það sem ég tek égEkki eftirsvo svolitlu skrítnu. Penninn minn er búin aðÞá skrifa. slæmt, þó ég segi sjálf frá. Ég hristist á borðinu og dettur svo í gólfið. Ekki er að koma er nú bara þokklega ánægð með sjálfa mig. jarðskjálfti? aftur á blaðið og tekPenninn þá eftir svolitlu Þá tekÉg églíteftir svolitlu skrítnu. minn sem er ennþá skrítnara. Stafirnir á blaðinu allir hristist á borðinu og dettur svo í gólfið. Ekki lýsast er að koma upp, eins og að reyna að brjóta leið í jarðskjálfti? Égljósgeisli lít aftur áséblaðið og tek þá eftirsér svolitlu gegnum þá. Allt hristist. Hvað er í gangi?! Ég blindast sem er ennþá skrítnara. Stafirnir á blaðinu lýsast allir og missi meðvitund. upp, eins og ljósgeisli sé að reyna að brjóta sér leið í Þegar opna augun á ný ligg égÉg á grúfu í og gegnum þá. Alltég hristist. Hvað er í gangi?! blindast rósabeði. Ilmurinn af rósunum fyllir vit mín. Ég hnerra missi meðvitund. kröftuglega. dæmigert migégaðá lenda Þegar Alveg ég opna augun áfyrir ný ligg grúfu með í nefið á kafi í einu blómunum sem hafa slæm áhrif á rósabeði. Ilmurinn af rósunum fyllir vit mín. Ég hnerra mig. Lukkunnar semfyrir ég er. Égað ríslenda á fætur og kröftuglega. Alveg pamfíll dæmigert mig með dusta moldina af blússunni minni. Ég rek upp stór nefið á kafi í einu blómunum sem hafa slæm áhrif á augu. Fyrir framan gnæfir gríðarstór höll mig. Lukkunnar pamfíll sem ég er. Égogrísumhverfis á fætur oghana er díki sem eraffullt af krókódílum. Égrek þykist eitthvað dusta moldina blússunni minni. Ég uppnú stór augu. kannast við þessa höll..... hver röndóttur rækallinn! Fyrir framan gnæfir gríðarstór höll og umhverfis hanaÞetta höllin mínu! Konungshöllin Babúskú! ererdíki semúrerævintýrinu fullt af krókódílum. Ég þykist nú íeitthvað Mig svimar. Hvernig í veröldinni lenti ég hérna, í miðju kannast við þessa höll..... hver röndóttur rækallinn! Þetta ævintýrinu mínu? Því miður gefst mér enginn tími til er höllin úr ævintýrinu mínu! Konungshöllin í Babúskú! að komast til botns í því máli, vegna þess að einmitt í Mig svimar. Hvernig í veröldinni lenti ég hérna, í miðju þessum töluðu orðum kemur riddarlið ríðandi framhjá ævintýrinu mínu? Því miður gefst mér enginn tími til Ég reyni að forða hófunum, aðmér. komast til botns í því mér máli,undan vegnatrampandi þess að einmitt í en kem ekki auga á nokkra undankomuleið. Ég loka þessum töluðu orðum kemur riddarlið ríðandi framhjá augunum ogað bíðforða þessmér að vera keyrð niður í jörðina. Ég mér. Ég reyni undan trampandi hófunum, og undankomuleið. bið bænirnar mínar. En þá enheyri kemdynjandi ekki augahófatak á nokkra Ég loka er mér allt í einu kippt upp af jörðinni. Ég opna augun. augunum og bíð þess að vera keyrð niður í jörðina. Ég Ég sit klofvega á bakinu á bleikálóttum hesti. Fyrir heyri dynjandi hófatak og bið bænirnar mínar. En þáaftan maður í riddarabrynju með ermig mérsitur allt ístórskorinn einu kippt upp af jörðinni. Ég opnaogaugun. rauða skikkju sem blaktir í vindinum. Ég virði manninn Ég sit klofvega á bakinu á bleikálóttum hesti. Fyrir aftan fyrir mér, en sé ekki maður mjög vel framan í hann.ogHann mig situr stórskorinn í riddarabrynju með hrópar eitthvað til fylgdarmanna sinna rauða skikkju sem blaktir í vindinum. Égmeð virðidjúpri manninn röddu. fyrir mér, en sé ekki mjög vel framan í hann. Hann Við komum að díkinu, einhver hrópar yfir í hrópar eitthvað til fylgdarmanna sinna með djúpri höllina: „Látið vindubrúna síga!“, og áður en að ég get röddu. deplaðVið augakomum er brúin Hestarnir aðkomin díkinu,niður. einhver hrópar taka yfir íá skeið og hendast yfir brúna. Um leið og búið er hífa höllina: „Látið vindubrúna síga!“, og áður en að égaðget deplað auga er brúin komin niður. Hestarnir taka á skeið og hendast yfir brúna. Um leið og búið er að hífa


vindubrúna upp aftur verður svo dimmt að ég sé ekki handa minna skil. Þá heyri ég að einhver klappar saman höndum ogupp samstundis lýsistsvo alltdimmt upp. Þvílík Þvílík vindubrúna aftur verður að ég sjón! sé ekki fegurð! Ég gapi vistaverum. Ég horfi handa minna skil.yfir Þá þessum heyri égórúlegu að einhver klappar saman inn í garð sem er fullur af blómum og graskersbeðum. höndum og samstundis lýsist allt upp. Þvílík sjón! Þvílík Í miðjunni stendur tignarlegur gosbrunnur, sem fegurð! Ég gapi yfir þessum órúlegu vistaverum. Égerhorfi í laginu upp úr og honum sprautast inn í garðeins semog er grasker fullur afog blómum graskersbeðum. appelsínugulur safi. Ef ég á að giska á hvað þettaerer Í miðjunni stendur tignarlegur gosbrunnur, sem myndi ég segja graskerssafi. í laginu eins og grasker og upp úr honum sprautast Allt í einu er ég mérá að kippt af baki ogþetta ég látin appelsínugulur safi. Ef giska á hvað er síga rólegaégniður. myndi segjaKrumlurnar, graskerssafi. sem halda fast, en blíðlega, utan um mig eru firnastórar. mjúklega Allt í einu er mér kipptÉg af lendi baki og ég látinásíga jörðinni og sný mér við til að virða bjargvætt minn rólega niður. Krumlurnar, sem halda fast, en blíðlega, almennilega fyrir mér. HannÉgerlendi gríðarstór. Hann utan um mig eru firnastórar. mjúklega á er með græn augu og stór, útstæð eyru. Nefið er laglegt, jörðinni og sný mér við til að virða bjargvætt minn en munnurinn vera þremur, ef ekkiHann fjórum almennilega fyrirvirðist mér. Hann er gríðarstór. er númerum of stór. Hannútstæð er með rauðleitt sem lafir með græn augu og stór, eyru. Nefiðskegg er laglegt, niður á bringu. Á höfðinu hefur hann stóra, gullna enalveg munnurinn virðist vera þremur, ef ekki fjórum kórónu. númerum of stór. Hann er með rauðleitt skegg sem lafir Hann hlær dátt, af andfýlunni af dæma alveg niður á bringu. Á höfðinu hefur hann stóra,hefur gullna hann ekki burstað tennurnar síðan, tja, ég er eiginlega kórónu. viss umHann að hann nokkurnaftímann hlærhefur dátt, aldrei af andfýlunni dæma burstað hefur þær, svo megn er fýlan. Tennurnar eru gulleitar. Síðan hann ekki burstað tennurnar síðan, tja, ég er eiginlega krýpur hann á kné ogaldrei spyr mig með sinni djúpu röddu viss um að hann hefur nokkurn tímann burstað : „Og hvað heitið þér, mín kæra?“ Af einhverjum þær, svo megn er fýlan. Tennurnar eru gulleitar. Síðan ástæðum roðna segimig síðan feimnislega að röddu ég krýpur hann á knéégogogspyr með sinni djúpu heitihvað Ólivía Eggertsdóttir. Ég spyrAfhvað hann heiti og : „Og heitið þér, mín kæra?“ einhverjum þá þrumar hann: „Hvað ég heiti?! Það ættu núég allir ástæðum roðna ég og segi síðan feimnislega að mínir þegnar að vita! Auðvitað heiti ég Ríkharður heiti Ólivía Eggertsdóttir. Ég spyr hvað hann heiti og Áslaugarson!“ hrekkÞað í kút. Þarna er þáEbeneser þrumar hann: „Hvað égÉgheiti?! ættu nú allir ævintýrakóngurinn lifandi Mig svimar mínir þegnar að vita! minn Auðvitað heitikominn! ég Ríkharður og ég gríp í handlegginn á Ríkharði til þess Ebeneser Áslaugarson!“ Ég hrekk í kút. Þarnaað erdetta ekki á hausinn. „Og hvaðan kemur þú, ef mér leyfist ævintýrakóngurinn minn lifandi kominn! Mig svimar Ólífa?“á Ha, ha, hann getur ogaðégspyrja, gríp í fröken handlegginn Ríkharði til þess aðekki dettaborið nafnið mitt rétt fram, en ég leyfi honum þó að kalla mig ekki á hausinn. „Og hvaðan kemur þú, ef mér leyfist Ólífu. „Ég.....ég....“ Á ég að segja honum sannleikann, að spyrja, fröken Ólífa?“ Ha, ha, hann getur ekki borið að ég mitt komirétt frá fram, einhverjum öðrum heimi hann nafnið en ég leyfi honum þóog aðað kalla mig búi satt að segja bara í kollinum á mér? Áður en mér Ólífu. „Ég.....ég....“ Á ég að segja honum sannleikann, færi áfrá aðeinhverjum upphugsa eitthvert sniðugt lítur aðgefst ég komi öðrum heimi ogsvar að hann hann tortryggnislega á mig og segir lágt: „Þú ert þó búi satt að segja bara í kollinum á mér? Áður en mér ekkifæri einhver kominn til að hrekjasvar miglítur burt frá gefst á að svikari, upphugsa eitthvert sniðugt völdum?“ Ég hristi hausinn ákaft og sver að ég hann tortryggnislega á mig og segir lágt: „Þú ert ætli þó ekki að gera honum neitt. „Nú, jæja, þá er best að þú ekki einhver svikari, kominn til að hrekja mig burtkomir frá inn fyrir og segir mér frá því hvernig þú lentir hérna.“ völdum?“ Ég hristi hausinn ákaft og sver að ég ætli ekki Við setjumst í hægindastóla inn íaðhallarstofunni að gera honum neitt. „Nú, jæja, þá er best þú komir og ég segi honum ævintýralegu söguna af þvíhérna.“ hvernig inn fyrir og segir mér frá því hvernig þú lentir ég komst Honum þykir mikið koma og hlær Viðhingað. setjumst í hægindastóla inntil í hallarstofunni dátt þegar hann fréttir af því að ég hafi flogið á hausinn og ég segi honum ævintýralegu söguna af því hvernig í blómabeðinu hans. Svo er komið að honum ég komst hingað. Honum þykir mikið til koma að og svara hlær spurningunum mínum. Hann segir að það hafi ekki dátt þegar hann fréttir af því að ég hafi flogið á hausinn verið sérlega kátt í höllinni undanfarna daga;aðkonan í blómabeðinu hans. Svo er komið að honum svara hans og börn yfirgefið hann fyrir tveimur vikum og hann spurningunum mínum. Hann segir að það hafi ekki hafi ekkisérlega séð þaukátt síðan. Eiginkonan hafi sagt að hún gæti verið í höllinni undanfarna daga; konan hans ekki verið með manni sem gæti ekki ákveðið sig hvort og börn yfirgefið hann fyrir tveimur vikum og hann hafi að hann ættisíðan. að halda konunglegan dansleik eða ekki. ekki séð þau Eiginkonan hafi sagt að hún gæti „Konunni minni þykir ekkert skemmtilegra en að taka ekki verið með manni sem gæti ekki ákveðið sig hvort snúning, ég erkonunglegan eins og fíll ádansleik hjólaskautum þegar aðsmá hann ætti aðen halda eða ekki. kemur að því að dansa. Ég vil nú ekki fara að gera mig að „Konunni minni þykir ekkert skemmtilegra en að taka athlægi fyrir framan alla þegnana mína! Og ég get ekkert smá snúning, en ég er eins og fíll á hjólaskautum þegar kemur að því að dansa. Ég vil nú ekki fara að gera mig að athlægi fyrir framan alla þegnana mína! Og ég get ekkert

ráðfært mig við ráðgjafana mína vegna þess að þeir sögðu upp vegna vinnuálags.“ Hmmm, þetta er nú ekki svo flókið Mér, sem hef unnið til þess fjöldaaðverðlauna ráðfært migmál. við ráðgjafana mína vegna þeir fyrir samkvæmnisdans, ætti nú ekki að reynast erfitt sögðu upp vegna vinnuálags.“ Hmmm, þetta er nú ekki að kenna þessum tignarlega manni að dansa. „Hafðu svo flókið mál. Mér, sem hef unnið til fjölda verðlauna engar áhyggjur, sör Ríkharður, ég skal kenna þér að fyrir samkvæmnisdans, ætti nú ekki að reynast erfitt sem kemur á andlitið á honum er aðdansa!“ kenna Svipurinn þessum tignarlega manni að dansa. „Hafðu óborganlegur! Munnvikin sveigjast upp að augum engar áhyggjur, sör Ríkharður, ég skal kenna þér að og augun Svipurinn ljóma af ánægju. dansa!“ sem kemur á andlitið á honum er Ég fæMunnvikin að gista í höllinni ogupp strax dag óborganlegur! sveigjast aðnæsta augum og hefst kennslan. Hann er nú ekki jafn slæmur og hann augun ljóma af ánægju. sagðistÉg vera, dansar einn þann tignarlegasta fæ hann að gista í höllinni og strax næsta dag tangó sem ég hef á ævinni séð. „Hvað ert þú að segja að þú hefst kennslan. Hann er nú ekki jafn slæmur og hann kunnirvera, ekkihann að dansa? heldþann að hver og einn einasti sagðist dansarÉgeinn tignarlegasta tangó íbúi Babúskú myndi óska þess að geta dansað eins sem ég hef á ævinni séð. „Hvað ert þú að segja að þúog þú! Jæja, nú Ég í konuna henni kunnir ekkihringdu að dansa? held aðþína hverogogbjóddu einn einasti á dansleikinn!“ Þaðóska kemur fátað á hann. „En égeins er ekki íbúi Babúskú myndi þess geta dansað og búinn að skipuleggja neinn dansleik! Og það er engin þú! Jæja, hringdu nú í konuna þína og bjóddu henni „Ekki hafa afáþví,“ segi ég,ég„ég á tími!“ dansleikinn!“ Þaðáhyggjur kemur fát hann. „En er nýtti ekki gærkvöldið vel og tókst að skipuleggja smá veislu. Hún búinn að skipuleggja neinn dansleik! Og það er engin hefst „Ekki eftir, ja, svona um það bil tvo tíma.“ Ríkharður tími!“ hafa áhyggjur af því,“ segi ég, „ég nýtti afmyndast allur í framan af kæti og hrópar: „Þú ert gærkvöldið vel og tókst að skipuleggja smá veislu. Hún engill í mannsmynd!“ Síðan hann íRíkharður símann og hefst eftir, ja, svona um það bilþýtur tvo tíma.“ hringir í konuna sína. Hún verður himinlifandi og afmyndast allur í framan af kæti og hrópar: „Þú ert segist verða á staðnum eftir tvo og hálfan tíma. „Jæja, engill í mannsmynd!“ Síðan þýtur hann í símann og drífðuíþig nú upp og Hún hafðuverður fataskipti og ég skalogkoma hringir konuna sína. himinlifandi öllu af stað.“ Ríkharður þýtur marmarastigann segist verða á staðnum eftir tvo upp og hálfan tíma. „Jæja,og eftir stundarfjórðung er hann kominn í fullan drífðu þig nú upp og hafðu fataskipti og ég skal skrúða, koma hann hefur Ríkharður farið í spariskyrtuna sem er skreytt öllu af stað.“ þýtur upp sína, marmarastigann og gimsteinum og gullsandi, ogkominn hann er ímeð rauða skikkju eftir stundarfjórðung er hann fullan skrúða, sem hefur dregstfarið eftirígólfinu þegar hann hann spariskyrtuna sína,gengur. sem er skreytt Strengjasveitin byrjar að ograuða fimm skikkju mínútum gimsteinum og gullsandi, og hann spila er með síðar rennur hestvagn upp að hallarhliðinu. Vindubrúin sem dregst eftir gólfinu þegar hann gengur. er látinStrengjasveitin síga og hestvagninn inn og í hallargarðinn. byrjarekur að spila fimm mínútum Eiginkona Ríkharðs stígur út úr vagninum og tekur síðar rennur hestvagn upp að hallarhliðinu. Vindubrúin utan um handlegg hans. Ríkharður leiðir hana inn á er látin síga og hestvagninn ekur inn í hallargarðinn. dansgólfiðRíkharðs og strengjasveitin yfir í sónötu Eiginkona stígur út úrskiptir vagninum og tekurBachs. Hjónin stíga þokkafullan dans og ég get ekki utan um handlegg hans. Ríkharður leiðir hana haldið inn á aftur af tárunum. Þegar sónötunni lýkur klappa ég eins og dansgólfið og strengjasveitin skiptir yfir í sónötu Bachs. brjálæðingur og Ríkharður sendir mér bros. Þakklætið Hjónin stíga þokkafullan dans og ég get ekki haldið aftur út úr augum hans. Hjónin dansa í um afskín tárunum. Þegar sónötunni lýkur klappa égtvo einstíma, og síðan kemur Ríkharður og eiginkona hans og setjast brjálæðingur og Ríkharður sendir mér bros. Þakklætið hjá út mér borðið. Hann hellir graskerssafa tvö glös skín úrvið augum hans. Hjónin dansa í um tvoítíma, og réttir konunni sinniog annað glasið.hans Síðan hann síðan kemur Ríkharður eiginkona ogsnýr setjast sér að mér og spyr mig hátíðlega: „Hvernig litist þér á hjá mér við borðið. Hann hellir graskerssafa í tvö glös að setjast að hérna í höllinni hjá mér og verða sérlegur og réttir konunni sinni annað glasið. Síðan snýr hann dansráðgjafi minn?“ kemur „Hvernig fát á mig. litist Setjast sér að mér og spyr migÞað hátíðlega: þéraðá hérna í ævintýralandinu mínu? Hvað ætli mamma að setjast að hérna í höllinni hjá mér og verða sérlegur og pabbi haldi? Ég hugsa mig um Allavega dansráðgjafi minn?“ Það kemur fát smástund. á mig. Setjast að eru engin hrekkjusvín hérna og foreldrar mínir hérna í ævintýralandinu mínu? Hvað ætli mammaverða baraÉg fegnir aðmig þurfa að flytja.Allavega Ég brosi og ogörugglega pabbi haldi? hugsa umekki smástund. segi: „Jahá, mér hefur ekki liðið svona vel lengi og það eru engin hrekkjusvín hérna og foreldrar mínir verða verður bara eintóm skemmtun að búa í þessu yndislega örugglega bara fegnir að þurfa ekki að flytja. Ég brosi og landi! Og ég tala nú ekki ég fæ vel að vinna viðþað það segi: „Jahá, mér hefur ekki um liðiðefsvona lengi og sem mér þykir skemmtilegast; að fá að dansa daginn verður bara eintóm skemmtun að búa í þessu yndislegainn og út!“ landi! Og ég tala nú ekki um ef ég fæ að vinna við það Svo þannig atvikaðistað það ákvað að búa sem mér þykir skemmtilegast; fá að að ég dansa daginn inn í mínu eigin ævintýri, á yndislegasta stað veraldar, og út!“ Babúskú. Svo þannig atvikaðist það að ég ákvað að búa í mínu eigin ævintýri, á yndislegasta stað veraldar, Babúskú.

39


Spurningakassi Munins

Eiga allar spurningar Hver er Defensor Moris 2012/2013? rétt á svari? Orðið á götunni er það sé Nei, sérstaklega ekki að Hallgrímur Páll þessi skítaspurning! Leifsson í 4. U Af hverju eru ekki betri gleðidagar?

Er satt að Birta Þöll er skákmeistari? Hefuru heyrt um viðtengingarhátt?

Hver er massi mömmu þinnar? Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annars efnis í sólkerfinu.

Þarf maður að vera fallegur til að vera í stjórn? uuu ...sýnist þér það?

?

Af hverju eru Ævar, Bjarni og Í FYRRA VORU ÞEIR EKKI NÓGU Baldvin sköllóttir? U u ? MARGIR, Í ÁR ERU ÞEIR EKKI Því þeir fóru í fótboltaferð til NÓGU GÓÐIR - HVAÐ VILJIÐ ÞIÐ Mig klæjar svo er ég með herpes? Benidorm. Margt kemur til greina. Þú gætir verið Voru Áki og OKKUR???

u

með flatlús eða venjulega lús. Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að þú sért með hlaupabólu- ja, eða bara exem.

Defensor Moris…

Letidýri.

Þetta var tímabil í þeirra lífi þar sem þeir gerðu tilraunir með líkama hvors annars.

Hver er Heimir BJ? Rappstjarna og fílósóf.

Júllur eða búbbsur?

Blátt blóð rennur í æðum Sjálfstæðismanna, annars er ekki til blátt fólk. Fyrir utan strumpa, ef við horfum fram hjá þeirri staðreind að þeir eru ekki fólk.

Á skalanum 1-10 hversu vandræðalegt er að hitta einhvern á tengiganginum? Hversu vandræðalegt er að nota orðið

Afhverju eru Muninsmeðlimir Barmur. alltaf í ullarpeysum? Er svona Hver er massi sólarinnar? !!!! Ég elska MA? kalt í kompunni? Ljóslýsing Já það er mjög kvlt í kompunni. 1.988x1030 kg Er í lagi að setja tóma miða í kassann? Hvernig kem ég spurningum til ykkar? Svona. Æ nenniru plís ekki!

Hversu oft hefur Tómas Ólafsson fallið? Jafn oft og Árni Freyr.

Af hverju er ilmvatns-rakspírablómalykt úr skónum hans Jóns Bjarka (ljótu Hummel skórnir)? KIT Hann er að reyna að yfignæfa eigin KAT?...NEI. táfýlu.

Hvað heitir Örn Þór frönskukennari á snapchat? dýri er Hvar eru allar dýnurnar Thor13. Hvaða Jón Már líkur? sem hér voru?

Steinarr eitt sinn Er til blátt fólk? saman?

Er Bjössi Viff maðurinn? Nei, hann er Homo sapiens sapiens sapiens.

Hví ekki? Why?

tengigangur !

Hvað eru margar Helgur í skólanum? Hvernig líta þær út og hvað gamlar?

Er Ási í 2.T heimskur? -Díana í 2.T kæró… Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Við vitum það ekki, sennilega ekki fyrst hann er á Hvaða par í MA eru mestu kærustufaggarnir? náttúrufræðibraut. Guðjón tölvukennari og Brynhildur bókasafnsvörður.

Hver er fallegust?

Er það satt að Jóhanna Sigurðar hafi Fegurðin býr í auga sigrast á ísbjörnum með berum höndum sjáandans. út á Grænlandi? Hvaða plot holes eru í Aðspurð sagði fyrrverandi forsætisráðherra Inception? vor ekki kannast við málið. En Jóhanna Sjá http://www.movieSigurðardóttir myndastýra Munins leggst plotholes.com/inception undir feld hvert einasta kvöld.

Afhverju eru allir í Muninn svona miklir furðufuglar?

Það eru óskrifuð inntökuskilyrði. PS: má ég ekki bjóða þér einn RJÚKANDI HEITAN BOLLA AF HALTU KJAFTI?

Billó er með klofinn kjarna og er spurningin því fallin um sjálfa sig.

Sjálfstæðisflokkurinn?

Hvenær ætlar Jón Bjarki að fara í klippingu? Þegar Tíbet öðlast frelsi.

Hvaða árgangur er bestur? Siggi sýra hefur um árabil lofsungið 67' kynslóðina.

Hvor er meira harðkjarna Stefán eða Billó?

Er það satt að Níels hafi heildað 3. bekk raungreinasviðs í heild sinni eftir slæmt gengi á síðasta prófi? Hann hafði

trú á að þrátt fyrir slæmt gengi væri fallið fallegt. Hverjir eru eiginlega í 4.X? Übermenchen. Er í lagi að fara í sleik við busa? Ef þú færð „já“! Iphone eða Ertu ekki vel Nokia? negraður í lóknum? 6/9 af Munin eiga Jújú, hann er samt Nokia. You do the heldur skakkur… math. kv. Steinarr

Hvaða bók mæliru með? Íslenskri Orðsifjabók! Hver er mjéllu-dólgurinn? Telma Karen, að eigin sögn.

Ertu komin með leið á því að hringja í 1717? Hringdu þá í 868-2119 Muninn þakkar ábendinguna og vill að sama skapi benda á annað og mun betra númer: 865-2429.

Þetta er ekki kosningakassi!

Hverjir eru aukastafirnir í PÍ? Þeir eru óteljandi, en hér eru fyrstu hundraðfimmtíuogátta aukastafirnir: 3.141592653589793238462643383279502884


Segir maður H8 eða Hátta? Það fer eftir því hversu skýrmæltur viðkomandi er.

Er Amanda Mist massaðasta gella skólans? Já, hún er einnig sú sverasta, þykkasta, digrasta, gildasta, þrútnasta og breiðasta.

Hver er orginal? Stebbi Hilmars í Sálinni. Er Irma í 1. bekk með leyfi fyrir þessum byssum? Ætli mamma hennar hafi ekki lagt blessun sína yfir þessar byssur. Hvort er Erwin eða Jakub ennþá í skólanum? Erwin er í skólanum.

Hvar er Halldór Logi? Að elta drauminn.

Ekki er vitað til þess að Jón Már noti hár kollu, en ef svo er þá er hún einstaklega vel lukkuð. Jón Már er Íslendingur í húð og hár. Ekki er vitað til þess að Jón Már sé á förum.

Afhverju er Nanna Lind svona tussu heit? Vegna þess að hún er með rosalega hröð efnaskipti.

Er jólasveinn í skólanum? Eini Sveinninn í skólanum er Sveinn Helgi Karlsson.

Hví spyr ég?… Fokka þú þér?

Afhverju hætta allir í 2. U Þessi spurning snúin er, svarið dregst á langinn Afhverju heldur stjórnin ekki leynivinaleik? Höldum þá í Húnaver, Ég veit það ekki, yrði það ekki hnarreist – hvergi bangin. svolítið mikið kaos? skv. Sigmari Afhverju hatar Jón Már partý? Honum var aldrei boðið.

Hver er mesta krúttið í skólanum? Gunnur Unnarsdóttir. Nema hún er líka svöl.

Afhverju eru ekki oftar hafraklattar í sjoppunni? Það er uppskerubrestur á Patreksfirði, Súgandafirði og víða um Vestfirði.

Bjarna. Hvað er Kolbeinn Höður lengi að hlaupa 400 m? 45.29 sekúndur, en það er sekúndubroti lengur en besti tími Hvað eru Steinarr og Áki með spretthlauparans Usains Bolts. mikið $WEG saman lagt?

Æji, hvar er viðburðalestin, hún sökkar? Hvor Telman er heitari? Báðar eru þær 37°nema Meh.

Hver er heitasti X-arinn? Öll eru þau í kring um 37°.

Hver er massaðastur? Geir Guðmunds, ef við erum að tala um í MA.

Hver er svalur? Norðan-blærinn

Er Jón Már með hár(kollu)? Og hver er hann? HVERT ER HANN AÐ FARA!!??

Uuu...Hvað eru margar stjörnur á himnum?

Er það satt að doktor Áskell diffri nemendur sem koma góð mynd? seint í tíma? ErNeiDrive en tónlistin er geeeegggjuuð. Honum finnst betra að vita er hversu skakkir þeir eru. Afhverju typpið á Steinari

Góð ráð til að læra betur heima?

Spítt.

Ekki eftir að hann fékk Fæddist Ási í stjórn svona fálkaorðuna. þykkur?

Já, þetta var löng og erfið fæðing.

Er Sólrún Mjöll single? Hver skírir barnið sitt Sólrúnu Mjöll.

svona skakkt? Reðursveigur endurspeglar stjórnmálastefnu.

Hvaða forréttindi hafa kennarar?

Er það satt að Jóhanna hafi heillað alla strákana í sundhöllinni í Nuuk upp úr sokkunum með sínum fáguðu dýfingum? Jóhanna játar því með hógværð.

kvennasalerninu í Hvað er frægasta pikköpp línan hans Magnús Inga í 2. U H-inu? Þó hann dugi ekki „Hey, sástu mig í leikritinu?“ Hver er með flest rokstig í skólanum? til að yfirgnæfa Jónas Helga fer upp í 28 m/s í verstu hviðum. þvagniðinn þinn, Segðu mér að Ásgeir Hvernig leið ykkur þegar þið sáuð James þá er þetta fjandans í Mamma Mia? Frímannsson sé á lausu? Bond nógu gott! $&%$&&%(%&($/%.

Er Alda Karen ástfangin?

margar Birtur í MA? Of margar Hvar er penninn minn? fyrir einn Hvað er málið Heimir BJ tók hann í misgripum vinahóp með þrýstinginn fyrir míkrófón og rappaði með honum fyrir fullum sal á Amour á vatninu á Ég vil fylgja hjartanu en hvort ætti ég að fylgja Gumma eða Pésa? Af hverju fylgir þú ekki bara hjartanu?

Já ætli það ekki, hver er nú ekki ástfanginn á þessum aldri?

Er 4 fyrir 1 tilboð á 1.D strákunum?

Þeir hafa selst mjög illa undanfarið og eru því á rýmingarsölu

Er Dagur Þorgrímsson verndari hefðana? Eins og allir vita er alls óvitað hver er defensor moris. Dahvað að önnur þeirra hegur Þorgrímz hefur hinsvegar frá því hann var busi verið mikill áhugamaður um hefðir menntaskólans á Akureyri fur annan einstakling að Hvað er Gyða Björk og ávalt talið að breytingar á þeim skulu gerast hægt og búin að fara í sleik geima innra með sér (sem þær skyldu alls ekki vera lagðar fyrirvaralaust niður. Að við mörg prósent er auglóslega líka 37°) og er Menntaskólanema? þessu leiti mætti segja að Dagur væri verndari hefðanna en hún því samanlagt 74°. 14% hvort hann er DM er allt annað mál. Svarið við því hvort Afhverju er Jóna Dagur sé DM er: Nei. því það sjá það allir í hendi sér að ef Er möguleiki á busa/böðlapartý fyrir alla bekkina? Kristjana svona Dagur væri DM þá hefði Ratatoskur ekki verið tekinn af Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. lífi með þeim ógeðfelda hætti sem varð og að sjálfsögðu gordjös? Hver stal hrökkbrauðinu úr yrði hefðbundin, jafnvel grófari, busun en tíðkast hefur Því hún hlustar svo hólfinu mínu? Ég held að þið mikið á Pál Óskar. um árabil. -DÞ séuð höfuðpaurarnir Er í lagi að horfa á Svamp Sveinsson Í þúsundasta skipti María við Was ist lost?…Ein, zwei, politzei! þegar maður orðinn 18 ára? stálum ekki hrökkbrauðinu JÁ! Freydís Rósa er tvítug og hún Hvað varð um GoddMA? Hvað eru Sem betur fer var það lagt niður. horfir á þetta. þínu.

Mánaðarlegan kökudag og vitsmunaleg forréttindi.

Er Bjarni Mark Duffield nettasti gaurinn í MA? Hann er langt undir meðalþyngd en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðismálastofnun er hann einungis sá næst nettasti.

41971693993751058209749445923078164062862089986280348253421170679821480865132823066470938446095505822317253540812848111745


Ferðasaga Ferðasaga

Höfundur: Höfundur: Sandra Sandra Marín Marín Kristínardóttir Kristínardóttir Machu MachuPicchu Picchuereryfirgefin yfirgefinvirkisborg virkisborgí íum um2400 2400metra metrahæð hæðí í Andesfjöllunum. Andesfjöllunum. Borgin Borgin erer skammt skammt fráfrá Cuzco Cuzco í Perú í Perú ogog erer talin talin hafa hafa verið verið reist reist í kringum í kringum 1450 1450 þegar þegar veldi veldi Inka Inka stóð stóð sem sem hæst. hæst. Hún Hún erer oftoft kölluð kölluð hin hin týnda týnda borg borg Inkanna Inkanna afaf þvíþví aðað hún hún fannst fannst ekki ekki fyrr fyrr enen seint seint á 19. á 19.öld. öld.Í fyrrasumar Í fyrrasumarvar varégégá ferðalagi á ferðalagimeð meðTinnu TinnuSifSifstóru stórusystur systur minni minnium umSuður-Ameríku Suður-Ameríkuogogokkur okkurgafst gafsttækifæri tækifæritiltilþess þessaðaðskoða skoða þessa þessafrægu fræguogogumtöluðu umtöluðuborg borgsem semererá Heimsminjaskrá á HeimsminjaskráUNESCO. UNESCO. Við Við ákváðum ákváðum strax strax í upphafi í upphafi aðað viðvið vildum vildum ganga ganga aðað Machu Machu Picchu Picchu enen það það erer fjögurra fjögurra daga daga gönguferð gönguferð í Andesfjöllunum. í Andesfjöllunum. Einnig Einnig erer hægt hægt aðað taka taka lest lest sem sem gengur gengur upp upp í Aguas í Aguas Calientes Calientes sem sem erer lítill lítill bær bær skammt skammt fráfráMachu MachuPicchu Picchuogogtaka takarútu rútuþaðan þaðanupp uppaðaðgömlu gömluInkaborginni. Inkaborginni. Föstudaginn Föstudaginn 13.13. júlí júlí 2012 2012 hófum hófum viðvið gönguna. gönguna. Leiðsögumaður Leiðsögumaður fráfráG-Adventures G-Adventuressótti sóttiokkur okkurá ágististaðinn gististaðinnokkar okkarsem semvar varí litla í litla bænum bænumOllantaytambo. Ollantaytambo.Þaðan Þaðankeyrðum keyrðumviðviðafafstað staðsem sember bernafnið nafnið Km Km 8282 ogog erer í um í um 2600 2600 metra metra hæð. hæð. Þegar Þegar gengið gengið erer aðað Machu Machu Picchu Picchu ereryfirleitt yfirleittlagt lagtafafstað staðfráfráKm Km8282enenhvaðan hvaðannafnið nafniðkemur kemurveit veitégég ekki. ekki.Við Viðsystur systurerum erumalls allsekki ekkihjátrúarfullar hjátrúarfullarenenokkur okkurfannst fannstþóþó óþægilegt óþægilegt aðað hefja hefja gönguna gönguna á degi á degi sem sem þessum. þessum. Við Við hefðum hefðum þóþó ekki ekki þurft þurftaðaðhafa hafaneinar neinaráhyggjur, áhyggjur,allavega allavegaekki ekkiafaffyrsta fyrstadeginum, deginum,þar þar sem sem hann hann gekk gekk eins eins ogog í sögu. í sögu. Hópurinn Hópurinn sem sem viðvið vorum vorum í samanstóð í samanstóð afafátta áttaferðamönnum, ferðamönnum,tveir tveirleiðsögumönnum, leiðsögumönnum,tveir tveirkokkum kokkumogog u.þ.b. u.þ.b.1515burðarmönnum. burðarmönnum.Burðarmennirnir Burðarmennirnireru eruallir allirafafsvæðinu svæðinuí í kringum kringum Machu Machu Picchu Picchu ogog eru eru þvíþví vanir vanir loftslaginu loftslaginu ogog hæðinni. hæðinni. Þeir Þeir eru eruí mjög í mjöggóðu góðuformi formiogogmega megabera beraalltalltaðað3535kgkgá ábakinu bakinuhver. hver. Fyrsti Fyrstidagurinn dagurinnvar varauðveldasti auðveldastidagurinn. dagurinn.Við Viðlöbbuðum löbbuðum 1111km kmogoghækkunin hækkuninvar vareinungis einungisum um400 400metrar. metrar.Okkur Okkurfannst fannst landslagið landslagiðólýsanlegt. ólýsanlegt.Innan Innanum ummörghundruð mörghundruðáraáragamlar gamlarrústir rústirerer fallegur fallegurgróður gróðurogogfjöllin fjöllinalltalltí kring í kringeru eruí 4-5000 í 4-5000metra metrahæð. hæð.Þrátt Þrátt fyrir fyriraðaðburðarmennirnir burðarmennirnirværu værumeð meðfimmfalt fimmfaltmeiri meiriþunga þungaá bakinu á bakinu enenviðviðferðamennirnir, ferðamennirnir,skokkuðu skokkuðuþeir þeirléttir léttirí spori í sporifram framúrúrokkur. okkur.Í Í hádeginu hádeginu voru voru þeir þeir búnir búnir aðað koma koma upp upp tjöldum tjöldum ogog elda elda þriggja þriggja rétta rétta máltíð. máltíð.Þegar Þegarviðviðhéldum héldumgöngu gönguokkar okkaráfram áframáttu áttuþeir þeireftir eftiraðaðtaka taka

saman samanöllölltjöldin, tjöldin,vaska vaskaupp uppleirtauið, leirtauið,ganga gangafráfráeftir eftirmatinn matinno.fl. o.fl.enen ekki ekkileið leiðá löngu á lönguþar þartiltilþeir þeirhlupu hlupuallir allirfram framúrúrokkur okkurá nýjan á nýjanleik. leik. Hópurinn Hópurinnkom komá ásvefnstaðinn svefnstaðinnWayllabamba Wayllabambaum umklukkan klukkan fjögur. fjögur. ÞáÞá voru voru burðarmennirnir burðarmennirnir búnir búnir aðað reisa reisa tveggja tveggja manna manna tjöld tjöld fyrir fyrir alla alla ferðamennina ferðamennina ogog viðvið fengum fengum aðað hvíla hvíla okkur okkur í rúma í rúma klukkustund. klukkustund. ÞáÞávar varöllum öllumsagt sagtaðaðkoma komaogogfáfásérsércoca-te coca-teenencoca cocaplantan plantanhjálpar hjálpar fólki fólki aðað glíma glíma viðvið háfjallaveiki. háfjallaveiki. Hægt Hægt erer aðað fáfá sérsér te,te, tyggja tyggja laufin laufin sjálf sjálf eða eðabryðja bryðjacoca-mola coca-molatiltilþess þessaðaðminnka minnkaeinkenni einkenniháfjallaveikinnar. háfjallaveikinnar. Plantan Plantanererekki ekkihættuleg hættulegþóþóaðaðhún húnséséafafsvipuðum svipuðumættum ættumogog kókaínplantan kókaínplantanogoghún húnererm.a. m.a.notuð notuðtiltilþess þessaðaðbúa búatiltilCoca-Cola. Coca-Cola. Eftir Eftirkvöldmatinn kvöldmatinnvar varskollið skolliðá ákolniðamyrkur kolniðamyrkurogogefef ekki ekkihefði hefðiverið veriðfyrir fyrirstjörnurnar stjörnurnarogogvasaljósin vasaljósinhefðum hefðumviðvið getað getaðvillst villstá áþessari þessaristuttu stuttuleið, leið,milli millimatarmatar-ogogsvefntjaldsins. svefntjaldsins. Það Þaðvar varlítið lítiðsofið sofiðum umnóttina. nóttina.ÉgÉghélt héltaðaðhanar hanarmyndu myndu ekki ekkibyrja byrjaaðaðgala galafyrr fyrrenenþað þaðværi værikominn kominnmorgun morgunenenþannig þannig ererþað þaðsvo svoaldeilis aldeilisekki. ekki.Þeir Þeirbyrjuðu byrjuðuaðaðgala galaklukkan klukkan2 2um um nóttina nóttinaogoggöluðu göluðualveg alvegþar þartiltilviðviðvorum vorumvakin vakinum umklukkan klukkan5 5 með meðcoca-tei. coca-tei.Hanagalið Hanagaliðfórfórekki ekkiframhjá framhjáneinum neinumí hópnum í hópnumogog viðviðhugsuðum hugsuðumaðaðefefþetta þettaendurtæki endurtækisigsigþáþáyrðum yrðumviðviðaðaðkoma koma þessum þessumhönum hönumfyrir fyrirkattarnef kattarnefogoghafa hafaþáþáí kvöldmat í kvöldmatjafnvel jafnvelþóþó það þaðværi væriekki ekkinema nemafyrir fyrirandlega andlegaheilsu heilsuokkar okkarferðamannanna. ferðamannanna. Kvöldið Kvöldiðáður áðurhöfðu höfðuleiðsögumennirnir leiðsögumennirnirokkar okkarsagt sagtaðaðdagur dagur tvö tvöyrði yrðisásáerfiðasti erfiðastivegna vegnaþess þessaðaðviðviðmyndum myndumhækka hækkaokkur okkurum um 1300 1300 metra. metra. Flestir Flestir myndu myndu halda halda aðað 1300 1300 metrar metrar væru væru ekki ekki neitt, neitt, enen þegar þegar maður maður erer kominn kominn í þessa í þessa miklu miklu hæð hæð ogog loftið loftið farið farið aðað þynnast, þynnast, þáþáererhægara hægarasagt sagtenengert gertaðaðganga. ganga.Síðustu Síðustubrekkurnar brekkurnarvoru vorumeð með þvíþvíerfiðara erfiðarasem semégéghef hefgert. gert.Flestir Flestirtóku tókutíutíuskref, skref,stoppuðu stoppuðuogog töldu töldu upp upp aðað 1010 þangað þangað tiltil þeir þeir reyndu reyndu viðvið þau þau næstu. næstu. Gleðin Gleðin viðvið aðað komast komast upp upp á toppinn á toppinn Dead Dead Woman Woman Pass Pass (Dauðrarkonuskarðið) (Dauðrarkonuskarðið) var var ólýsanleg. ólýsanleg.Skarðið Skarðiðererí 4300 í 4300metra metrahæð hæðogogeftir eftirþað þaðliggur liggurleiðin leiðinaðað mestu mestu leyti leyti niður niður á við á við þar þar sem sem Machu Machu Picchu Picchu erer 1900 1900 metrum metrum neðar. neðar. Áður Áðurenenviðviðfengum fengumhádegismat hádegismatlöbbuðum löbbuðumviðvið600 600


metra metra niður niður á á ný.ný. Hópurinn Hópurinn var var orðinn orðinn ansi ansi þreyttur þreyttur ogog ruglaður ruglaður ogog viðvið hugsuðum hugsuðum með með okkur okkur afaf hverju hverju Inkarnir Inkarnir hefðu hefðuverið veriðaðaðþvælast þvælastupp uppogogniður niðurallar allarþessar þessarhæðir hæðirogog hóla. hóla.Hefði Hefðiekki ekkiverið veriðsniðugra sniðugraaðaðfara faraeinhverja einhverjabeinni beinnileið? leið? Þegar Þegar viðvið komum komum í búðirnar í búðirnar voru voru allir allir dauðuppgefnir dauðuppgefnir ogog égég fékk fékk svo svo mikla mikla strengi strengi aðað égég hélt hélt égég gæti gæti ekki ekki gengið. gengið. Klósettin, Klósettin, efef það það má mákalla kallaþetta þettaklósett, klósett,voru voruholur holurofan ofaní jörðina í jörðinaogoglyktin lyktinvar vareineinsúsú versta versta sem sem égég hef hef fundið. fundið. ÉgÉg var var með með moskítóbit moskítóbit í öllu í öllu andlitinu, andlitinu, þar þar á meðal á meðal tvö tvö sittsitt hvoru hvoru megin megin á enninu á enninu sem sem minntu minntu á horn. á horn. Nóttinni Nóttinni eyddum eyddumviðviðí Paqaymayo í Paqaymayosem semererí 3600 í 3600metra metrahæð. hæð.Við Viðsváfum sváfumí í öllum öllumfötunum fötunumogoglokuðum lokuðumsvefnpokunum svefnpokunumnánast nánasttiltilfulls. fulls.ÉgÉghef hef aldrei aldrei upplifað upplifað eins eins kalda kalda nótt nótt ogog viðvið systur systur lofuðum lofuðum þvíþví aðað gista gista aldrei aldrei aftur afturí tjaldi í tjaldieftir eftirþessa þessaferð, ferð,sem semviðviðhöfum höfumauðvitað auðvitaðbáðar báðarsvikið. svikið. Sunnudagurinn Sunnudagurinn15.15.júlí júlívar varánánefaefaminnistæðasti minnistæðastidagurinn dagurinn í ferðinni. í ferðinni.Við Viðfengum fengumaðaðsofa sofa„út“ „út“enenviðviðvorum vorumekki ekkivakin vakinfyrr fyrrenen klukkan klukkan sex. sex. ÉgÉg hafði hafði ekki ekki lyst lyst á teinu á teinu ogog mér mér var var hálfóglatt. hálfóglatt. TilTil stóð stóð aðaðganga ganga1717km kmþennan þennandag. dag.ÉgÉgreyndi reyndiaðaðvæla vælaaðeins aðeinsí Tinnu í Tinnuogog fáfáhana hanatiltilþess þessaðaðvorkenna vorkennamér mérenenhún húnsagði sagðimér mérbara baraaðaðgefast gefast ekki ekkiupp. upp.Engin Enginleið leiðværi værifyrir fyrirlækni lækniaðaðkoma komaogogþað þaðværi væristyttra styttra aðaðhalda haldaáfram áframfrekar frekarenenaðaðsnúa snúavið. við.ÉgÉgþráaðist þráaðistviðviðenenherti hertimig mig svo svoupp uppogogákvað ákvaðaðaðégéggæti gætiþetta! þetta!Ekki Ekkileið leiðþóþóá álöngu lönguþar þartiltilégég var varbúin búinaðaðkasta kastaupp. upp.Fararstjórarnir Fararstjórarnirályktuðu ályktuðustrax straxaðaðégégværi væri komin kominmeð meðháfjallaveiki háfjallaveikiogoggáfu gáfumér mérsaltvatn saltvatntiltilþess þessaðaðhalda halda mér mérgangandi. gangandi.Einhvern Einhvernveginn veginntókst tókstmér méraðaðþrauka þraukaþessa þessa1717km km með meðhjálp hjálpTinnu, Tinnu,hópsins hópsinsogogfararstjóranna fararstjórannatveggja. tveggja.Leiðin Leiðinsem sem viðviðlöbbuðum löbbuðumþennan þennandaginn daginnvar varótrúlega ótrúlegafalleg. falleg.Við Viðlöbbuðum löbbuðumí í gegnum gegnumInkarústir, Inkarústir,svokallaðan svokallaðanskýjaskóg skýjaskógogogsáum sáumfjölmörg fjölmörgdýr, dýr, þar þará ámeðal meðallamadýr. lamadýr.Útsýnið Útsýniðvar varstórkostlegt! stórkostlegt!Þegar Þegarviðviðlitum litum niður niðursáum sáumviðviðþröngan þrönganUrubamba-dalinn Urubamba-dalinnþar þarsem semmátti máttisjásjá járnbrautarlest járnbrautarlest aka aka hjá. hjá. Fjöllin Fjöllin í kringum í kringum okkur okkur voru voru yfirþyrmandi yfirþyrmandi ogog maður maðurvar varsvo svoótrúlega ótrúlegalítill lítillinnan innanum umþessa þessastórfenglegu stórfenglegufjallgarða. fjallgarða. Síðasta Síðastamorguninn morguninnvorum vorumviðviðvakin vakinklukkan klukkan3:30. 3:30.Við Við

komum komumokkur okkurfyrir fyrirásamt ásamtöðrum öðrumferðamönnum ferðamönnumí biðröð í biðröðeftir eftirþvíþví aðaðhliðið hliðiðaðaðMachu MachuPicchu Picchuopnaðist. opnaðist.Það Þaðvar varenn ennmjög mjögdimmt dimmtogog fólk fólkvar varmeð meðhöfuðljós höfuðljóstiltilþess þessaðaðsjásjáeitthvað, eitthvað,þar þarsem semstjörnurnar stjörnurnar lýstu lýstuekki ekkinægilega nægilegamikið. mikið.Þegar Þegarhliðið hliðiðopnaðist opnaðistvar varmikill mikillasiasiá á fólki fólkiaðaðvera verasem semfljótast fljótastupp uppaðaðIntipunku Intipunku(sólarhliðinu) (sólarhliðinu)tiltilþess þess aðaðgeta getaséð séðsólarupprásina. sólarupprásina.Við Viðætluðum ætluðumaðaðsjásjásólina sólinakoma komaupp uppenen þvíþvímiður miðurvar varofofskýjað skýjaðtiltilþess þessaðaðviðviðgætum gætumséð séðþað. það.Fyrir Fyrirneðan neðan Intipunku Intipunku blasti blasti Machu Machu Picchu Picchu síðan síðan við. við. Tilfinningin Tilfinningin sem sem kom kom yfir yfir okkur okkurvar varengri engrilíklíkogogokkur okkurfannst fannstborgin borginóraunveruleg. óraunveruleg.Machu Machu Picchu Picchu erer alveg alveg eins eins ogog á myndum! á myndum! Í rauninni Í rauninni erer Machu Machu Picchu Picchu mjög mjög leyndardómsfull leyndardómsfullborg borgogogekki ekkierervitað vitaðhvar hvarInkarnir Inkarnirfengu fengugranítið granítið sem sem borgin borgin erer byggð byggð úr.úr. Borgin Borgin erer líka líka mjög mjög velvel skipulögð skipulögð enen henni henni var var skipt skipt upp upp í hverfi í hverfi ogog hugsað hugsað var var útút í að í að hafa hafa brunna brunna ogog áveiturennur. áveiturennur. Grjótinu Grjótinuhefur hefurverið veriðhlaðið hlaðiðupp uppá mjög á mjögfullkominn fullkominnhátt háttogoghvert hvertogog eitt eittherbergi herbergiogogstaður staðurvirðist virðisthafa hafahaft hafttilgang. tilgang.Við Viðfengum fengumtveggja tveggja klukkustunda klukkustundaleiðsögn leiðsögnum umborgina borginaáður áðurenenviðviðhéldum héldumniður niðurí í Aguas Aguas Calientes. Calientes. Fyrir Fyrir mikla mikla tilviljun tilviljun hittum hittum viðvið Tinna Tinna fjóra fjóra íslenska íslenska stráka strákaupp uppí Machu í MachuMicchu. Micchu.Þvi Þvimiður miðurgátum gátumviðviðekki ekkitalað talaðmikið mikið viðviðþáþáenenþeir þeirvoru voruá svipuðu á svipuðuferðalagi ferðalagiogogviðviðum umSuður-Ameríku. Suður-Ameríku. Við ViðTinna Tinnahöfum höfumtalað talaðum umaðaðþað þaðværi værigaman gamanaðaðkoma koma aftur afturí þessa í þessatýndu týnduborg borgogogþáþámeð meðlestinni. lestinni.Við Viðvorum vorumbáðar báðarmjög mjög veikar veikardaginn daginnsem semviðviðkomum komumupp uppí Machu í MachuPicchu Picchuogoggátum gátumekki ekki fylgst fylgsteins einsvelvelmeð meðogogviðviðhefðum hefðumviljað. viljað.Síðar Síðarkom komí ljós í ljósaðaðégégvar var ekki ekki með með háfjallaveiki háfjallaveiki heldur heldur bakteríusýkingu bakteríusýkingu vegna vegna þess þess aðað égég hafði hafði drukkið drukkiðvatn vatnsem semhafði hafðiekki ekkiverið veriðnægilega nægilegasoðið. soðið.Þessi Þessiferð ferðvar var ótrúleg ótrúleg lífsreynsla lífsreynsla ogog hún hún mun mun seint seint hverfa hverfa úrúr minni. minni. Machu Machu Picchu Picchu var var einungis einungis einn einn afaf fjöldamörgum fjöldamörgum viðkomustöðum viðkomustöðum okkar okkar í ferðinni í ferðinni ogogégégererviss vissum umaðaðégéggæti gætiskrifað skrifaðheila heilabók bókefefégégætti ættiaðaðfjalla fjallaum um þáþáalla. alla.Það Þaðsem semkom kommér mérhelst helstá óvart á óvartererhversu hversuvelvelMachu MachuPicchu Picchu hefur hefurvarðveist varðveistogogaðaðþað þaðmegi megivarla varlasjásjáá ásteinahleðslunni. steinahleðslunni.Það Þaðerer ekki ekkiaðaðástæðulausu ástæðulausuaðaðþetta þettaerereinn einnvinsælasti vinsælastiferðamannastaður ferðamannastaðurí í Suður-Ameríku. Suður-Ameríku.

43




Fyrirsætur: Fyrirsætur: Hólmfríður Hólmfríður Katrín Katrín Kjartansdóttir, Kjartansdóttir, Pétur Pétur Guðmundsson Guðmundsson og og Guðmundur Guðmundur Karl Karl Guðmundsson Guðmundsson Ljósmyndir: Ljósmyndir: Asra Asra RánRán Björt Björt Vinnsla Vinnsla mynda: mynda: Sóley Sóley Úlfarsdóttir Úlfarsdóttir







Skrautbúð

FRÖKEN BLÓMFRÍÐAR Hafnarstræti 19 s: 4611415

Hafðu bankann í vasanum

Betri netbanki á L.is

Fyrir flesta nettengda síma

Öll almenn bankaviðskipti með farsímanum.

Virkar á nánast öllum nettengdum símum.

Hagnýtar upplýsingar Allar helstu upplýsingar um útibú, hraðbanka, gjafakort o.fl.

Á L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur, yfirlit bankareikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru aðgengilegar á L.is auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.

52 Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Snjallgreiðslur Með snjallgreiðslum geturðu millifært á farsímanúmer eða netföng viðtakanda, sem getur verið í hvaða banka sem er.

Skannaðu QR kóðann til þess að fara á L.is

Enginn auðkennislykill Hámarks öryggi með nýju öryggiskerfi, og auðkennislykillinn óþarfur.

Aukakrónur Yfirlit yfir Aukakrónur, afslætti og samstarfsaðila.


Höfundur: Dagbjört Katrín Jónsdóttir að hræða svona ungdóminn? Alræði kvenkynsins og samfélag þar sem karlmenn eru kúgaðir? Nei, feministar vilja eins og þið jafnréttissinnarnir: jafnrétti. Báðir aðilar eru greinilega að vinna að sama markmiði. Þetta er því auðvelt reikningsdæmi. Ef þú ert að berjast fyrir því sama og einhver annar, af hverju ættirðu þá að vilja gera lítið úr honum? Hvers vegna ættir þú að grafa undan Það er líklegt að þú hafir tekið þátt í könnun „Saman getum við skoðunum einhvers sem er í rauninni að sem gerð var á síðustu önn þar sem nemendur bætt samfélagið okkar aðstoða þig á leið þinni að settu marki? í MA áttu að svara hverjar hugmyndir þeirra væru til jafnréttissinna og feminista og í og lifað í heimi þar Þó að þér líki ekki allir feministar og henni kom í ljós að flestir MA-ingar sögðu sem það skiptir ekki sért kannski ekki sammála öllu sem þeir feminisma neikvætt hugtak. Ætli þeir hafi máli hvort við séum segja, þá skaltu hafa í huga að þeir eru verið að hugsa eitthvað í þessa veru um mig? stelpur eða strákar.“ samherjar þínir og með því að grafa undan þeim veikir þú málstað ykkar. Í könnunninni kom fram að lang flestir nemendur töldu sig jafnréttisinna. Það eru frábærar niðurstöður! Því Saman getum við bætt samfélagið okkar og lifað í heimi að jafnrétti á Íslandi er ekki náð. Konur fá lægri laun en þar sem það skiptir ekki máli hvort við séum stelpur eða karlmenn og þær eru í minnihluta í öllum áhrifastöðum. strákar. Þar sem dætur okkar og synir eru metin til jafns Jafnframt kom það fram að meirihluti og hafi frelsi til þess að gera það sem þau langar í lífinu. nemanda sagðist ekki vera feministar. Hvað skyldu þá þessir kreisí feministarnir vilja sem Nú ætla ég að fara að röfla. Það er svo gaman. Því að ég er feministi. Ég hirði ekkert um útlitið heldur nöldra endalaust vegna þess að ég er bitur. Ég vil skemma alla stemmingu með því að setja út á allt og sérstaklega karlmenn, að ástæðulausu. Ég raka mig ekki og stunda ekki kynlíf þó að það sé það sem ég þarfnast mest, að einhver bara þrykki duglega í mig. Finnst þér það ekki?

53


BREYTIR MA NÝNEMUM? Margoft hefur verið rætt um þau viðbrigði sem verða á lífstíl unglinga þegar þeir hefja nám í framhaldsskóla. Hér má sjá tilraun til að varpa ljósi á breytingar í hegðunarmynstri nýnema í MA veturinn 2012-2013. Spurningar voru lagðar fyrir alla 1. bekkinga í byrjun haustannar og aftur í lok vorannar.

HAUSTÖNN Hefur þú drukkið?

39% sögðu já 61% sögðu nei

Hefur þú sofið hjá?

37% sögðu já 63% sögðu nei

Ef já, var það MA-ingur? 34% sögðu já 66% sögðu nei

Hefur þú farið í sleik við MA-ing? 49% sögðu já 51% sögðu nei

Ef já, var það böðull? 25% sögðu já 75% sögðu nei

Hefur þú notað munntóbak? 11% sögðu já 89% sögðu nei

Hefur þú reykt? 12% sögðu já 88% sögðu nei

Hefur þú farið inn á skemmtistað? 68% sögðu já

32% sögðu nei

54

Ert þú á föstu?

17% sögðu já 83% sögðu nei

Hefur þú notað falsað skilríki? 17% sögðu já

83% sögðu nei


VORÖNN Hefur þú drukkið?

58% 58% sögðu sögðu já já 42% 42% sögðu sögðu nei nei

Hefur þú sofið hjá?

42% 42% sögðu sögðu já já 58% 58% sögðu sögðu nei nei

Ef já, var það MA-ingur? 47% 47% sögðu sögðu já já 53% 53% sögðu sögðu nei nei

Hefur þú farið í sleik við MA-ing? 58% 58% sögðu sögðu já já 42% 42% sögðu sögðu nei nei

Ef já, var það böðull? 33% 33% sögðu sögðu já já 67% 67% sögðu sögðu nei nei

Hefur þú notað munntóbak? 12% 12% sögðu sögðu já já 88% 88% sögðu sögðu nei nei

Hefur þú reykt? 16% sögðu já 84% sögðu nei

Hefur þú farið inn á skemmtistað? 68% sögðu já

32% sögðu nei

Ert þú á föstu?

16% 16% sögðu sögðu já já 84% 84% sögðu sögðu nei nei

Hefur þú notað falsað skilríki? 23% 23% sögðu sögðu já já

77% 77% sögðu sögðu nei nei

55


Fyrir námsmenn

www.bautinn.is - bautinn@bautinn.is - s:462-1818 - kíktu á Facebook www.bautinn.is - bautinn@bautinn.is - s:462-1818 - kíktu á Facebook


3. sæti í smásagnakeppni Munins 3.Litla sæti í smásagnakeppni hafmeyjanMunins

Litla hafmeyjan

Höfundur: Sigurdís Sandra Tryggvadóttir

Skólasund. Einu sinni í viku. Á leið út í sundlaug. Hálar steinflísar. Vetrarkuldi. Sleipar tröppur. Frosið handrið. Skólasund. sinnivatni. í viku. Á leið út Vatn í sundlaug. 40 mínúturEinu í ísköldu Klór í augu. í munn.Hálar Blautt steinflísar. Vetrarkuldi. Sleipar tröppur. Frosið handrið. hár. Stöðugir árekstrar á næsta mann. Æfa bringusund. 40Leiðinlegt. mínútur í ísköldu vatni. Klór í augu.rekst Vatn í munn. Blautt Æfa baksund. Hausinn bakkann. Æfa hár. Stöðugir árekstrar ásundlaugarvatnsins næsta mann. Æfa bringusund. flugsund. Helmingur skvettist upp Leiðinlegt. Æfa baksund. HausinnStinga rekst ísér. bakkann. úr. Æfa skriðsund. Ég drukkna. Stinga Æfa mér? flugsund. Ég Helmingur sundlaugarvatnsins skvettist upp hef aldrei prófað að stinga mér. En ég hef úr.séð Æfa skriðsund. Ég drukkna.Líkaminn Stinga sér.lyftist Stingaupp mér? það gert í sjónvarpinu. frá Ég hef aldrei prófað að stinga mér. En ég hef bakkanum. Hendurnar fyrst og fæturnir á eftir. Hver veit séð þaðéggert í sjónvarpinu. Líkaminn lyftist jafn uppmikill frá nema sé snillingur í að stinga mér. Kannski bakkanum. Hendurnar fyrst ogHún fæturnir eftir. veit snillingur og litla hafmeyjan. kannásko aðHver stinga sér. nema ég sé í að stinga mér.Eldrautt Kannskihár. jafnSporður mikill Ég ætla aðsnillingur stinga mér eins og hún. snillingur ogálitla Húnmeð kann sko að stinga sér. sem fylgir eftir.hafmeyjan. Ég er reyndar brúnt hár. Og fætur. Ég ætla aðÉg stinga mér einsLitla og hún. Eldrautt Sporður sit upp í sófa. hafmeyjan erhár. í tækinu. Hún sem fylgir á eftir. reyndar með Ogákaft. fætur.Af er að stinga sér. Ég er sötra Tomma ogbrúnt Jennahár. svala Ég sit upp í sófa. Litlasvalar hafmeyjan er í tækinu. Hún hverju eru Tomma og Jenna ekki lengur framleiddir? er að stinga sér. Ég sötra Tomma og Jenna svala ákaft. Af Sundkennarinn rífur mig upp úr hugsunum hverju eru Tomma og Jenna svalarkrakkar ekki lengur framleiddir? mínum. Skjálfandi litlir tínast upp á Sundkennarinn rífur mig upp úr hugsunum sundlaugarbakkann. Sundkennarinn talar. Hann er mínum. upp áað útlenskur.Skjálfandi Íslenskan litlir hans krakkar er skrýtin.tínast Ég gleymi sundlaugarbakkann. Sundkennarinn talar. Hann er útlenskur. Íslenskan hans er skrýtin. Ég gleymi að

Höfundur: Sigurdís Sandra Tryggvadóttir

hlusta á hann. Ég er of upptekin við að horfa á fæturna á honum. Hann er með mjög stóra fætur. Mig minnir hlusta á hann. er of upptekin aðnota horfaskóstærð á fæturna að hann hafi Ég einhvern tímann við sagst 50. á Þeir honum. Hann er með mjög stóra fætur. Mig minnir passa reyndar alveg við tveggja metra líkamann. aðEnhann hafihans. einhvern tímann sagst nota bíllinn Bíllinn hans passar ekki skóstærð við hann.50. Eða Þeir passa reyndar tveggja líkamann. hann passar ekki í alveg bílinnvið sinn. Hann metra á minnsta bíl sem En hans. Bíllinnkemst hans hann passareiginlega ekki við inn hann. Eða égbíllinn hef séð. Hvernig í hann? hann passar ekki í bílinn sinn. Hann á minnsta bíl sem Lóa! Bekkjarsystir mín gefur mér olnbogaskot. égÉghef Hvernig kemstSundkennarinn hann eiginlegagetur inn íekki hann? varséð. búin að gleyma. sagt Lóa! Bekkjarsystir mín gefur mér olnbogaskot. Svanborg Lóa. Hann kallar mig því alltaf Lóu. Ég er óvön Égaðvar búin að Lóa. gleyma. ekki sagt vera kölluð MérSundkennarinn finnst skrýtið aðgetur vera kölluð Lóa. Svanborg Ég Lóa. Hann kallar því alltaf Lóu. Ég er óvön hugsa um litlumig hafmeyjuna. Hendurnar upp í aðloft. veraLíkaminn kölluð Lóa. skrýtiðFæturnir að vera kölluð uppMér frá finnst bakkanum. fylgja áLóa. eftir. Ég hugsa um litlu hafmeyjuna. Hendurnar upp í Ég er litla hafmeyjan. En ég gleymdi. Litla hafmeyjan loft. Líkaminn upp bakkanum. Fæturnir fylgja á eftir. stakk sér í sjó. Égfrá stakk mér í klór. Sundlaugarbotninn Égklessti er litla hafmeyjan. En Heimurinn ég gleymdi.hristist. Litla hafmeyjan á mig. Allt hristist. Sundlaugin stakk sér í sjó. Ég stakk mér í klór. Sundlaugarbotninn hristist. Ég hristist. Ég barðist við að komast upp á klessti á mig.til Allt Heimurinn yfirborðið aðhristist. anda. En ég gat ekkihristist. andað.Sundlaugin Í staðinn hló hristist. Ég hristist. Ég barðist aðvar komast upp á ég. Ég náði ekki andanum en hló.við Mér illt í hausnum. yfirborðið til að anda. En ég gat ekki andað. Í staðinn hlóég Mér var illt í hálsinum. Mér var illt í öxlunum. En ég. Ég náði ekki andanum en hló. Mér var illt í hausnum. hló. Sundkennarinn kom. ,,Ætla þú brjóta sundlaug?“ Mér var illt í hálsinum. Mér var illt í öxlunum. En ég hló. Sundkennarinn kom. ,,Ætla þú brjóta sundlaug?“

Millifærðu með hraðfærslum í Appinu Millifærðu með hraðfærslum í Appinu einn

einn

...

...

tveir og

tveir og

1.000 kr.

1.000 kr.

þrír!

þrír!

Þarftu að millifæra fyrir þínum hlut í pizzunni? Þarftu að millifæra fyrir Við einföldum millifærslur í þínum hlut í pizzunni?

snjallsímanum margfalt. Með Við einföldum millifærslur nýja Íslandsbanka Appinuí má snjallsímanum margfalt. Með nálgast stöðuna á reikningum nýja Íslandsbanka Appinu má og færa smærri fjárhæðir á vini nálgast stöðuna ámeð reikningum og vandamenn fáeinum ogsmellum. færa smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með fáeinum smellum.

Skannaðu kóðann til að sækja Appið. Skannaðu kóðann til að sækja Appið.

Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum góða þjónustu

islandsbanki.is/ farsiminn Sími 440 4000 islandsbanki.is/ farsiminn Sími 440 4000

57


Tehorn Tehorn Áka Áka og og Steinars Steinars

Eins Einsogogsvo svomargt margtannað annaðerertedrykkja tedrykkja eitthvað eitthvaðsem semhægt hægtereraðaðnjóta njótaogog hafa hafaaðaðáhugamáli. áhugamáli.Rétt Rétteins einsogog vín, vín,kaffi, kaffi,bjór bjórogogýmis ýmiskonar konarmatur matur erertetegætt gættmörgum mörgummismunandi mismunandi bragðeiginleikum. bragðeiginleikum. Algengur Algengurmisskilningur misskilningurereraðaðþað þaðsem sem kallað kallaðererjurtajurta-ogogávaxtate ávaxtateséséí raun í raunogog veru veruteteogogtekið tekiðskal skalfram framaðaðeinungis einungis lauf laufplöntunar plöntunarCamilia CamiliaSinensis Sinensisheita heitaí í raun raunogogveru verute.te. Drykkurinn Drykkurinnteteá árætur rætursínar sínar aðaðrekja rekjatiltilKína Kínaogogerertalið taliðaðaðhann hann eigi eigisér sérrúma rúma5000 5000ára árasögu söguþarlendis. þarlendis. ÁÁsíðasta síðastaárþúsundi árþúsundihefur hefurhann hannsvo svo dreifst dreifstvíða víðaogogererm.a. m.a.mjög mjögvinsæll vinsællí í Víetnam, Víetnam,Indlandi, Indlandi,Taiwan TaiwanogogJapan Japanogog hefur hefurhver hverstaður staðursína sínasiði siðivið viðtegerð tegerðogog tedrykkju. tedrykkju.TeTeerermeira meiradrukkið drukkiðenenkaffi kaffi

ogogererauk aukþess þessvinsælasti vinsælastidrykkurinn drykkurinná á jörðinni jörðinniá áeftir eftirvatni. vatni. ÁÁÍslandi Íslandivar varMelroses Melroses poka-te poka-telöngum löngumeina einaþekkta þekktateið teið ogogtengdist tengdistþví þvíöllölltedrykkja tedrykkjanafni nafni þess þessvolaða volaðafyrirtækis. fyrirtækis.Poka-te Poka-teeru eru þeim þeimeiginleikum eiginleikumgædd gæddaðaðþau þau eru erunær nærundantekningarlaust undantekningarlaustgerð gerð úrúrlélegustu lélegustuhlutum hlutumteplöntunnar teplöntunnar (kusk (kuskværi værikannske kannskegott gottlýsingarorð lýsingarorð í þessu í þessusamhengi) samhengi)ogogmá máoftoftfinna finna ýmis ýmisbragðefni bragðefniogogviðbótarefni viðbótarefnií anda í anda nýfrjálshyggjunnar nýfrjálshyggjunnarsem semkæfa kæfaalla allasálsálí í tebollanum. tebollanum. ÁÁsíðustu síðustuáratugum áratugumhefur hefurþróunin þróunin tekið tekiðskref skrefí sæmilega í sæmilegaáttáttþar þarsem semsala salaá á teiteií lausu í lausuhefur hefurskilað skilaðnægum nægumhagnaði hagnaði tiltilþess þessaðaðviðhalda viðhaldahenni. henni.Nýstofnað Nýstofnað tefélag tefélaghefur hefureinnig einnigáttáttríkan ríkanþátt þáttí í

aðaðkveikja kveikjaáhuga áhugahjá hjáÍslendingum Íslendingumenen upplýsingar upplýsingarum umfélagið félagiðmá máfinna finnaá á vefslóðinni vefslóðinniwww.tefelagid.is. www.tefelagid.is. Til Tilörlitlar örlitlarvitundarvakningar vitundarvakningar þáþáskiptist skiptistteteniður niðurí mismunandi í mismunandi flokka flokkaeftir eftirvinnsluferli vinnsluferli(t.d. (t.d.hvítt, hvítt, grænt græntogogsvart svartte)te)ogogeftir eftirþví þvíhvar hvar það þaðererræktað. ræktað.Þar Þarmá mánefna nefnafræg fræg teræktarhéruð teræktarhéruðá áborð borðvið viðYunnan Yunnaní í Kína KínaogogAssam Assamá áIndlandi. Indlandi. TeTeerergóður góðurogogheilsusamlegur heilsusamlegur drykkjarkostur drykkjarkosturogoginniheldur inniheldurkoffín koffín (svart (svartteteeinna einnamest) mest)þóþóþað þaðséséí minna í minna magni magnienení kaffidrykkjum. í kaffidrykkjum.Gott Gotterer aðaðdrekka drekkaupp uppí fimm í fimmbolla bollaafafgóðu góðu teiteiá ádag dagogoghafa hafamargar margarrannsóknir rannsóknir sýnt sýntfram framá ájákvæðan jákvæðanheilsufarslegan heilsufarslegan árangur árangurtedrykkju tedrykkjuþóþósumum sumumþeirra þeirra beri beriaðaðtaka takameð meðfyrirvara. fyrirvara. Texti: Texti: Áki Áki Sebastian Sebastian Frostason Frostason Ljósmyndir: Ljósmyndir: Steinarr Steinarr Ólafsson Ólafsson

58


Höfundur: Höfundur:Sandra SandraMarín MarínKristínardóttir Kristínardóttir

ÉgÉgskrifa skrifaþessa þessagrein greiní ljósi í ljósimikillar mikillarumræðu umræðuum umkynferðisbrot kynferðisbrotsem sem hefur hefurorðið orðiðí samfélaginu í samfélaginuá ásíðastliðnum síðastliðnummánuðum. mánuðum.Umræðan Umræðanum um kynferðisafbrot kynferðisafbrotererþarft þarftmálefni málefniogoghenni henniererlangt langtþví þvífráfráaðaðvera veralokið. lokið. Fordómar Fordómarogogótti óttivið viðaðaðsegja segjafráfráhafa hafaviðgengist viðgengistogogþar þarafafleiðandi leiðandi hafa hafakynferðisafbrotamenn kynferðisafbrotamennnáð náðvaldi valdiá öllu á öllusamfélaginu. samfélaginu.Fjöldi Fjöldiglæpa glæpa sem semhefur hefurverið veriðframinn framinnogogþaggaður þaggaðurniður niðurererótrúlegur! ótrúlegur! Eitt Eitt erer það það sem sem efef tiltilvill villgleymist gleymistoftoftaðaðræða ræðaí í tengslum tengslum við við kynferðisglæpi. kynferðisglæpi. Það Það erer staða staða aðstandenda aðstandenda kynferðisafbrotamanns. kynferðisafbrotamanns. Það Það erer mjög mjög auðvelt auðvelt aðað hafa hafa skoðun skoðun á ámálefni málefnieða eðaeinstaklingi einstaklingisem sem tengist tengistmanni manniekki ekkineitt. neitt.Það Þaðsem sem erersvo svokannski kannskienn ennauðveldara auðveldara erer aðað úthúða úthúða manneskjum manneskjum á á netinu. netinu. Við Við teljum teljum okkur okkur oftoft vera vera aðað standa standa við við bakið bakið á á þolendum þolendum þegar þegar við við skrifum skrifum svívirðilegar svívirðilegar athugasemdir athugasemdir um umgerendur gerendurafbrotanna afbrotannaenenaðað mínu mínumati matieru erutiltilönnur önnurbetri betri ráð ráðtiltilþess þessaðaðsýna sýnastuðning stuðning við við þolendur. þolendur. Við Við gleymum gleymum nefnilega nefnilegaoftoftaðaðgerendurnir gerendurnireiga eiga fjölskyldur fjölskyldursem semþurfa þurfaaðaðkljást kljást við viðmikinn mikinnmissi missiogogvanlíðan vanlíðan vegna vegna þess þess sem sem gerst gerst hefur. hefur. Að Að vera vera aðstandandi aðstandandi kynferðisafbrotamanns kynferðisafbrotamanns erer það það aðaðlifa lifaí ístöðugri stöðugriþögn. þögn.Maður Maður finnur finnurtiltilskammar skammarogogjafnvel jafnvel sektarkenndar sektarkenndar þrátt þrátt fyrir fyrir aðað maður maður hafi hafi ekki ekki gert gert neitt neitt rangt rangt sjálfur. sjálfur. Manneskja Manneskja sem sem var varþér þérjafnvel jafnvelmjög mjögnáin, náin,erer allt alltí íeinu einusökuð sökuðum umglæp glæpsem sem engin engin manneskja manneskja á á nokkurn nokkurn tímann tímann aðað þurfa þurfa aðað lenda lenda í. í. Í Ímínu mínutilviki tilvikivar varþað það karlmaður karlmaðursem semégéghafði hafðitreyst treystfyrir fyriröllu. öllu.Hann Hannvar varhluti hlutiafaflífinu lífinu alla allamína mínabarnæsku barnæskuogogátti áttiaðaðvera verafyrirmynd fyrirmyndmín. mín.Fjölskyldan Fjölskyldan klofnaði klofnaðií ítvennt tvenntogogsorgin sorginyfir yfiröllum öllumfölsku fölskuminningunum minningunumvar var ogogererenn ennþann þanndag dagí ídag dagyfirþyrmandi. yfirþyrmandi.ÉgÉgforðast forðastaðaðtala talaum um hann, hann,skoða skoðamyndir myndirafafhonum honumogoghvað hvaðþáþáhitta hittahann. hann.ÉgÉgfæfæhnút hnút í ímagann magannþegar þegarrætt rættererum umkynferðisofbeldi, kynferðisofbeldi,þegar þegarégégsésébílinn bílinn hans hansogogþegar þegarégégererspurð spurðum umhann hanní íeinföldustu einföldustusamræðum. samræðum.

Móðir Móðirmín mínhefur hefuroftoftlíkt líktmissi missiokkar okkarvið viðdauðsfall dauðsfallnema nemaþað þaðaðað stöðug stöðugreiði reiðihamlar hamlarþví þvíaðaðvið viðgetum getumsyrgt syrgthann hannogogmunað munaðeftir eftir góðu góðutímunum. tímunum.Hvernig Hvernigererhægt hægtaðaðhugsa hugsaum umæskuminningar æskuminningar sem semeiga eigaaðaðvera veragleðilegar gleðilegarþegar þegarhann hannererhluti hlutiafafþeim þeimflestum? flestum? Þess Þessvegna vegnahefur hefurþögnin þögninþurft þurftaðaðfylla fyllaí skarð í skarðfyrrverandi fyrrverandiástvinar. ástvinar. ÉgÉgvilvilvekja vekjafólk fólktiltilumhugsunar umhugsunarum umþetta þettamálefni málefnivegna vegnaþess þess aðaðégégvilviltala talaum umþetta. þetta.ÉgÉgvilvilekki ekki þurfa þurfaaðaðskammast skammastmín mínogoglifa lifaí þögn í þögn vegna vegnaþess þesshvernig hvernigaðrir aðrirhafa hafabreytt. breytt. ÉgÉgteltelaðaðþað þaðþyrfti þyrftiaðaðfinna finnafleiri fleiri meðferðarúrræði meðferðarúrræðifyrir fyrirfólkið fólkiðsem sem ererbaksviðs, baksviðs,fólkið fólkiðsem semsitur situreftir eftirogog vissi vissiekki, ekki,fólkið fólkiðsem semlifði lifðií blekkingu í blekkingu ogogerermeð meðdjúp djúpörörsem semvara varaaðaðeilífu. eilífu. Þann Þann21. 21.mars marssíðastliðinn síðastliðinnfór fórégég á áaðalfund aðalfundogogmálþing málþinghjá hjáAflinu Aflinu sem semerereins einsogogflestir flestirvita, vita,samtök samtök gegn gegnkynferðiskynferðis-ogogheimilisofbeldi heimilisofbeldiá á Norðurlandi. Norðurlandi.Dagskráin Dagskráinvar varglæsileg glæsileg í í alla alla staði, staði, Sölvi Sölvi Tryggvason Tryggvason sásá um um fundarstjórn fundarstjórn ogog fimm fimm einstaklingar einstaklingar fluttu fluttu ólíka ólíka pistla. pistla. Fyrir Fyrirmér mérereróskiljanlegt óskiljanlegthversu hversu fáir fáirlögðu lögðuleið leiðsína sínaá áeins einsfræðandi fræðandi málþing málþingogogþetta þettavar, var,miðað miðaðvið við umræður umræðursíðustu síðustuvikna viknaogogmánuða. mánuða. Hjá HjáAflinu Aflinuvinna vinnaníu níukonur konursem sem flestar flestarhafa hafaorðið orðiðfyrir fyrirofbeldi ofbeldiafaf einhverju einhverju tagi. tagi. Þær Þær hafa hafa unnið unnið frábært frábært starf starf sem sem erer aðað mestu mestu leyti leytiunnið unniðí ísjálfboðavinnu. sjálfboðavinnu.Því Því miður miðurererþetta þettaeitt eittafaffjölmörgum fjölmörgum samtökum samtökumogogfyrirtækjum fyrirtækjumsem semkom kom ekki ekkiútútmeð meðhagnaði hagnaðiá ásíðasta síðastaári. ári. Félagið Félagiðlifir lifirá ástyrkjum styrkjumogogmaður maður sásáaðaðAflskonum Aflskonumvar varhlýtt hlýtttiltilMAMAinga ingasem semstyrktu styrktufélagið félagiðum umrúm rúm5050 þúsund þúsundá áVelgengnisdögum Velgengnisdögum2012. 2012. Flestir Flestir sem sem mættu mættu á á fundinn fundinn voru voruþolendur þolendureða eðaaðstandendur aðstandendur þolenda þolendaogoggerenda. gerenda.EnEnmaður maðurspyr spyrsig, sig,hvar hvarvoru voruhinir? hinir?Hvar Hvarvar var bæjarstjórnin bæjarstjórninogoghvar hvarvoru vorufjölmiðlarnir? fjölmiðlarnir?EfEfvið viðætlum ætlumaðaðuppræta uppræta þennan þennanvanda vandaþurfum þurfumvið viðfleira fleirafólk fólksem semlætur lætursigsigmálið máliðvarða varða afafþví þvíaðaðvandi vandisem semekki ekkierertekið tekiðá,á,hverfur hverfurekki ekkiafafsjálfsdáðum. sjálfsdáðum.

59


Höfundur: Nanna Lind Stefánsdóttir Þann 21. mars s.l. hélt ég ásamt bekkjarsystkinum mínum í 3. Y af stað í svaðilför til Grænlands. Við höfðum unnið hörðum höndum að efnismiklu verkefni sem samanstóð af líkani, minjagripasýningu, myndbandi, tónlistaratriði og ritgerð. Þetta verkefni tryggði okkur sigur í bekkjakeppni sem veitti okkur fría ferð til Grænlands. Andstæðingar okkar voru 3. T og 3. U sem einnig voru með glæsileg verkefni. Þar sem við höfðum aflað okkur mikilla upplýsinga um Grænland áður en haldið var af stað þá höfðum við dágóða hugmynd um hvað biði okkar. Hugsunin sem var í kolli margra í byrjun annar, að þar væri einungis að finna eskimóa, sleðahunda og snjóhús, var ekki lengur til staðar og því vissum við vel hvað við værum að fara að sjá. Persónulega vil ég meina að ég hafi þó ekki kynnst grænlenskri menningu

60

nægilega í þessari ferð. Oft er talað um að skipta mætti Grænlandi í tvo hluta, annars vegar Nuuk og hins vegar Grænland. Bærinn Nuuk er alls ekki ólíkur Akureyri. Þar er íbúafjöldinn sá sami og menningin svipuð. Síðan er það restin af Grænlandi, sem líkist einna helst annari byggð. Í bænum Ittoqqortoormiit eru til dæmis 1000 sleðahundar en einungis 500 íbúar. Skemmtilegt væri að búa þarna í eitt ár eða svo til að upplifa menninguna til fulls. Fara út á ísinn að dorga, borða selspik, sauma úr skinni, ganga um með byssu daglega til öryggis ef ísbjörn væri á kreiki og fara allra sinna ferða á bátum eða með sleðahundum. Allt þetta er hluti af daglegu lífi í smábæjum Grænlands. Menning Grænlendinga er mjög svo ólík því sem við þekkjum . Í bekknum sem við hittum reykja til dæmis allir nema einn, en þau eru öll jafnaldrar

okkar. Það þykir „töff “ að reykja og þú passar ekki inni í hópinn ef þú gerir það ekki. Þar sem við vorum þarna rétt fyrir páska, þá sáum við hvernig þau fagna fríi líkt og við gerum með söngsal, en þarna kveiktu menn í vindli í góðra vina hóp. Einnig fannst mér mjög áhugavert, en að sama skapi neikvætt, að grænlensku krakkarnir sögðust margir hverjir vilja komast í burtu sem fyrst frá þessu “skítalandi” og nefndu Danmörku í því sambandi. Í Nuuk er danska nefnilega fyrsta mál en grænlenska annað mál. Því velti ég fyrir mér hver framtíð Grænlands er, þegar kynslóðin sem á að taka við er með þetta hugarfar. Hvað er hægt að gera til að bæta þessi viðhorf? Hvar er viljinn til þess að byggja upp þetta auðmikla land og jafnvel einn daginn öðlast sjálfstæði?


Lj贸smyndir: Vaka Mar Valsd贸ttir

61


Til minningar um

Þorvald Þorsteinsson

Hann kom í skólann í gríðarlega stórum hópi jafnaldra sinna víðs vegar að af landinu. Þetta var skrautlegur hópur hæfileikafólks og óvenjumargir úr hópnum sem fylgdist að upp í gegnum stúdentsprófið hafa sett svip sinn á mannlífið í sveit og bæ. Þetta var hópurinn sem brautskráðist 1980, þegar 100 ár voru liðin frá því að skóli var endurreistur á Norðurlandi, á Möðruvöllum í Hörgárdal og 50 ár frá því skólinn varð Menntaskóli með fullum réttindum til að brautskrá stúdenta. Þorvaldur var þrjúþúsund þrjúhundruð tuttugasti og áttundi stúdent MA. Þorvaldur hafði ekki fyrr stigið á fjalir Gamla skóla en hann var orðinn þátttakandi í öllu skólalífinu. Og rétt eins og þegar eldri systkini hans voru í MA var félagslífið ekki síður heima hjá þeim á Hamarstígnum. Þannig tengdust sum heimili skólanum óslitnum böndum. Og Steini smiður og Didda í miðasölunni voru á sinn hátt skólameistarar og kennarar í útibúinu. Jóna Lísa var elst, Gunnar kom næstur og Margrét svo og loks Þorvaldur, fædd með fjögurra til fimm ára millibili þannig að tengsl hússins við skólann náðu yfir tvo áratugi. Og reyndar lengur því meira en tvo áratugi eftir þetta leigðu nemendur MA herbergi krakkanna í kjallaranum á Hamarstíg 27. Að vera virkur í félagslífinu í MA er í raun og veru margfaldur skammtur af lífsleikni. Það hugtak var ekki til þá, en Þorvaldur hellti sér út í þetta af fullu afli. Hann var einn af þeim nemendum sem náði bestum árangri í námi þegar hann hafði sem mest að gera í félagslífinu og auk þess að sinna þessu af krafti var hann á fullu í námi og alls kyns námskeiðum í Myndlistaskólanum – og hafði auk þess nægan tíma til að taka þátt í félagslífinu utan skólans. Leiðir okkar lágu fljótt saman í skólanum og félagslífinu, ekki síst vegna þess að ég var á þessum árum félagsmálaráðunautur og einhvern veginn var mikill hluti þess starfs, við alls kyns undirbúning og ráðagerðir, unninn heima hjá mér. Þorvaldur byrjaði strax að skrifa í skólablöðin, enda hundvanur eftir að hafa gefið út blað í Gagganum. Hann var líka fljótt kominn í kvöldvökur og tónleikaundirbúning og einhvern veginn urðum við fljótt einhvers konar umboðsmenn ungra hljómsveita að sunnan og hjálpuðum til við tónleika hér, til dæmis Mezzoforte, Pax vobis og fleiri. Leikfélagið var líka einn af suðupottunum og meðal annars lék hann aðalhlutverkið í söngvaleiknum Grísir gjalda, gömul svín valda, sem Böðvar Guðmundsson

62

samdi fyrir LMA 1979, og saman hönnuðum við og smíðuðum leikmyndina fyrir Týndu teskeiðina. Ekki má gleyma stórmyndinni Bresta bófabönd (víða um lönd) sem Þorvaldur gerði ásamt Hermanni Arasyni og fleirum og var þriller um Símon útvalda og ævintýri hans – og auðvitað lék Þorvaldur aðalhlutverkið. Og við gerðum fleiri tilraunir í kvikmyndum, meðal annars ástarsögu í Krossanesfjörunni á helköldu vori. Myndlistin virtist þrátt fyrir allt vera aðaláhugamál Þorvaldar og hann teiknaði heil ósköp og málaði, Carmina var meira og minna full af myndum eftir hann og hann gerði auglýsingar og alls kyns skilti og verk eftir hann voru á sýningum. En hann var líka óskaplega sólginn í að skrifa, og reyndar mjög vandlátur í þeim efnum og þess vegna varpaði hann sér út í iðuna og tók við ritstjórn Munins þegar hann var í 2. bekk, eins og það er kallað nú. Það var glæsilegt ár í sögu blaðsins, afmælisblað fullt af efni og útlit og hönnun blaðsins risastökk frá því sem verið hafði. Og Þorvaldi var metnaðarmál að blaðið væri í senn fullt af skapandi efni og á góðu máli. Það lá svo beint við þegar hann kom í 4. bekk að hann yrði formaður Hugins á afmælisárinu þegar skólanum var slitið í stærsta samkomuhúsi bæjarins, Íþróttaskemmunni, að viðstöddum forseta Íslands og miklu stórmenni. Menntaskólaárin taka enda og Þorvaldur kastaði sér í faðm myndlistargyðjunnar, lauk fornámi hér við Myndlistaskólann, var svo við nám í Myndlistaog handíðaskólanum, sem síðar varð Listaháskóli Íslands, og hélt þaðan í framhaldsnám í Maastricht í Hollandi og lauk þar prófum sem annars staðar með frábærum vitnisburði. Á myndlistarbrautinni prófaði hann eiginlega allar hefðbundnar leiðir við myndgerð, með blýanti, bleki, kolum vatnslitum, akríl og olíu, en hann þurfti sífellt að ganga lengra og brjótast út úr öllum römmum hefðarinnar. Hann kynnti sér hefðina rækilega til þess að komast út fyrir hana og vekja fólk til umhugsunar. Tengsl fólks við kerfið og samanburður innan samfélagsins birtist í mörgum óhefðbundnum verkum hans. Til dæmis má nefna útilistaverk í Finnlandi þar sem hann reisti heilmikinn timburturn og hafði efst á honum hátalara og úr honum ómuðu kvennaraddir sem lásu upp úr símaskrá Helsinkiborgar. Annað verk var á sýningum víða um veröld, fataslá með yfirhöfnum við lokaðar dyr og að baki dyranna ómaði karlakórssöngur. Söngæfing. Hann gerði líka eins konar skólaspjöld, eins og hanga hér um alla ganga, en á myndunum var Yngvi í Hafnarbúðinni


í sæti skólameistarans og helstu viðskiptavinir búðarinnar nemendurnir. Hann gerði einnig mjög stóra myndröð þar sem voru ljósmyndir af venjulegu fólki hér í bæ við hversdagsstörf (vakna, borða morgunmat, hella upp á kaffi, vinna á skrifstofunni o.s.frv.) Og Þorvaldur gerði líka mikið af því að vinna með gömul verk og færa þau til nútímans með því að bæta sínum einkennum við þau. Hann var einn þeirra listamanna sem eru miklu þekktari í útlöndum en hér heima, og samt vissum við mikið af honum hér. Það kom reyndar í ljós að myndlistin var hjá Þorvaldi eins konar yfirvarp, eiginlega gríma. Hann sagðist alltaf hafa langað miklu meira til að vera rithöfundur en hann hefði ekki þorað að koma fram með það að neinu marki vegna þess að honum þótti svo mikil ábyrgðarhluti að skrifa, að gefa út texta. Hann þurfti að vera svo fullkominn. Það voru reyndar myndlistin og leiklistin sem greiddu leið hans út á rithöfundarvöllinn. Ævintýrið um Skilaboðaskjóðuna þar sem hann gerði fyrst þessa frábæru vatnslitateiknisögu og skrifaði síðan ævintýrið. Og Vasaleikhúsið, þar sem Þorvaldur samdi örstutt samtöl og frásagnir og flutti sjálfur í Ríkisútvarpinu og las upp með þessum hefðbundna lestóni á ógleymanlegan hátt. Í framhaldi af þessu kastaði hann sér út í að skrifa skáldsögur og leikrit og kannski gekk hann lengst í því að brjóta niður múra hefðanna þegar hann gerði leikverkið And Björk of course með Borgarleikhúsinu. Það var engu líkt. Auk þess að synda í potti listanna og verða einn helsti talsmaður listamanna og bandalags þeirra kom Þorvaldur verulega við sögu menntunar. Hann gagnrýndi skólakerfið sem hann benti á að nærðist á hefð en sniðgengi sköpun. Ásamt Ólafi Stefánssyni

handboltajaxli og heimspekingi og Davíð Stefánssyni höfundi Tvískinnu hélt hann fyrirlestra um skapandi skóla, skapandi nám og skapandi kennslu og sjálfur stundaði hann slíka kennslu í skóla sínum kennsla.is og fór vítt og breitt um land með námskeið í skapandi skrifum. Og örfáum dögum fyrir ótímabært andlát sitt kom hann til Íslands frá Antwerpen í Belgíu, þar sem hann bjó síðustu misserin, og flutti erindi á þingi Bandalags íslenskra listamanna um mikilvægi þess að sköpun verði virt sem grundvallarþáttur listanna og vikið verði af þeirri braut að þeir einir megi kallast listamenn sem hafi hæstar prófgráður úr listaháskólum. Svo var Þorvaldur Þorsteinsson einfaldlega yndislegur maður og góður vinur. Það var notaleg stund heima á Ásvegi kvöldið sem hann og Hemmi Ara komu í kvöldkaffi, bara tveim vikum áður en hann varð allur. Þorvaldur hafði alltaf lag á að prófa á mér hugmyndir sínar og kenningar. Ég var íhaldskallinn sem efaðist og hann sannfærðist í þessum samtölum um að hann væri á réttri leið. Hann fór víða, lenti í glímu við vímu og vanda hennar, lenti í klóm braskara og fór oftar en einu sinni á hausinn en alltaf skaut honum upp aftur. Og kvöldið góða hér um daginn sáum við að framundan var óskaplega margt og mikið. Sögur og leikrit í smíðum og sýningar í undirbúningi. Svo var klippt á þráðinn. Þorvaldur Þorsteinsson sleit aldrei þau bönd sem hann bast skólanum okkar og skólafélögum. Það var sorgarstund þegar hann var kvaddur í yfirfullri Hallgrímskirkju, en það var um leið eins konar ættarmót, snertistund ættingja, vina og vandamanna. Og það skein sól þann dag.

Þorvaldur Þorsteinsson fæddist á Akureyri byltingardaginn 7. nóvember 1960 og lést í Antwverpen í Belgíu 23. febrúar 2013.

Sverrir Páll

63


Ég samdi þetta ljóð fyrir ári síðan þegar ég var sem mest veik. Í dag er ég hamingjusöm og lífsglöð manneskja. Sigríður Hannesdóttir

64


Þunglyndi Ég er ein ég er eins og yfirgefið hús ég er ein svarta þokan læðist inn í mig stelur persónuleikanum mínum stelur lífinu mínu stelur mér það eina sem er eftir er stelpa sem ég þekki ekki vil ekki þekkja hún er óvinur minn hún stal öllu sem ég átti og skildi ekkert eftir.

65


66


Sรถngkeppni MA 2013 Ljรณsmyndir: Sรณley ร lfarsdรณttir

67


ÞREK OG TÁR

68

Ljósmyndir: Ásta Guðrún Eydal


oca-Cola' , the design of the 'Coca-Cola' red disc icon and contour bottle are trademarks of the Coca-Cola Company. ツゥ 2013 The Coca-Cola Company

テ行kalt & svalandi


ÍsKöld

2

eftir stærðfræðiprófið

Léttmjólk


GERÐU ÞAÐ SJÁLFUR! AUÐFRAMKVÆMANEGUR HÁTALARI Það eina sem þú þarft til þess að búa til þinn eigin snilldar Pringles hátalara er tóm Pringles dós, góð skæri, pappír og eitthvað dósinni til stuðnings (sem í þetta skiptið er fíllinn).

Notaðu skærin til þess að klippa gat á Pringles dósina sem síminn passar í.

Að lokum þarftu að troða pappírnum inn í dósina, stilla fílnum undir hana til stuðnings, smella símanum þínum ofan í gatið og voila, fínasti hátalari sem tekur enga stund að framkvæma. Þú hefur þar að auki snakkið til að smjatta á meðan þú nýtur þess að láta ljúfa tóna leika um eyru þér.

FARTÖLVUTASKA Notarðu aldrei MA-peysuna þína? Hér er lausn á því máli! Búðu til tösku undir fartölvuna þína eða skólabækurnar.

71


BUXNALAUSNIN

Ertu orðinn leiður á opinni buxnaklauf? Náðu í lyklakippuhringinn þinn, fylgdu þessum skrefum og þú munt aldrei þurfa að hafa áhyggjur framar.

SKYGGÐAR VARIR MEÐ ÞRÍVÍDDARBLÆ Fimm auðveld ráð til þess að mynda seiðandi þrívíddarskyggingu á varirnar. Þrír mismunandi varalitir er allt sem þarf.

Veldu þrjá svipaða liti, ljósan, miðlungs og dökkan. Það geta verið hvaða litir sem er, bleikur varð fyrir valinu hjá okkur.

Taktu miðjulitinn og dreifðu honum vel yfir allar varirnar.

Dekksti liturinn er næstur í röðinni. Rammaðu varirnar inn með honum með því að lita útlínur þeirra. Finndu síðan þunnan bursta eða taktu upp litla puttann og blandaðu litunum aðeins saman. Næst þarf að nota ljósa litinn og fylla út í innsta hluta varanna til þess að dýpka áferðina.

Að lokum þarf að blanda öllum litunum saman. Hægt er að gera það með þunnum bursta eða bara nudda vörunum saman. Þar hefurðu það!

72


Íhugar þú nám í Háskólanum í Reykjavík? Nanna Gunnarsdóttir lögfræði Af hverju valdir þú HR? Það eru margar ástæður fyrir því að ég valdi Háskólann í Reykjavík. Mig hafði alltaf langað í lögfræði og hafði heyrt vel látið af lagadeild skólans, að hún væri framsækin og námið sett fram á skemmtilegan máta. Mér fannst líka eftirsóknarvert að fara i skóla þar sem nemendafjöldinn er ekki mjög mikill og eiginlega má segja að í HR sé bekkjakerfi líkt og í Menntaskólanum á Akureyri. Meiri líkur eru á að einstaklingar tengist traustum böndum en í stærri skólum. Skólinn er glænýr og öll aðstaða sennilega sú besta sem völ er á.

Stenst námið væntingar þínar? Já það gerir það. Auðvitað er alltaf eitthvað sem manni finnst mega fara betur, en ef á heildina er litið er ég mjög sátt með að hafa tekið þá ákvörðun að fara í Háskólann í Reykjavík. Að sjálfsögðu veit maður aldrei fullkomlega við hverju er að búast þegar ákvörðun um háskólaskólanám er tekin. Ég hafði miklar væntingar til skólans sem að mestu leyti hafa staðist. Námið er krefjandi en þó skemmtilegt og verður að ég held áhugaverðara eftir því sem líður á. Finnst þér MA hafa undirbúið þig vel fyrir námið þitt í HR? Ekki er beinlínis hægt að undirbúa sig beint fyrir laganám í MA en það eru ýmsir litlir hlutir sem hafa nýst mér sem komið er. Vinnubrögð og þá sérstaklega heimildavinna er eitthvað sem mikið er lagt upp úr í MA og það hefur verið ágætis veganesti í HR. Skólagangan í MA var fyrir mér ekki aðeins að læra á bókina heldur svo margt fleira. Ég tel að hún hafi verið virkilega þroskandi og góður undirbúningur fyrir það sem koma skal í lífinu.

Árni Arnar Sæmundsson Viðskiptafræði Afhverju valdir þú HR? Aðallega vegna þess að það er bekkjarkerfi í HR en ekki HÍ og leist mér bara yfir heildina mun betur á HR. Svo fékk hann líka mjög góð meðmæli frá Tómasi. Stenst námið væntingar þínar? Já algjörlega. Finnst þér MA hafa undirbúið þig vel fyrir námið þitt í HR? Já algjörlega og átti Leirinn einnig stóran þátt í því.

73


STÚDENTATAL 4. A

Ásta Katrín Gestsdóttir þjónaði á Lava í Bláa lóninu, fór sem Au-Pair til OC í Kaliforníu í 3 mánuði, var gæðaeftirlitsmaður í Stakkavík ehf, en ferðast nú um framandi lönd. Tekur svo stefnuna á háskóla í haust. Bergljót Mist Georgsdóttir flutti til Bandaríkjanna átta dögum eftir útskrift til að vera Au Pair í San Fransisco, Kaliforníu. Fanney Kristjánsdóttir hefur búið á Ólafsfirði með kærastanum sínum og unnið þar síðan í september. Hún verður þar þangað til í haust, þá tekur háskóli við. Guðmundur Gíslason er nemi í stjórnmálafræði. Fékk sæti á lista Framsóknarflokksins í alþingiskosningum og er almennt í kafi í pólitík. Helen Hannesdóttir hefur verið að vinna í The Body Shop eftir útskrift, kenna þýsku og kannar bráðum Ameríkurnar þrjár. Eintóm gleði. Hildur Vala Hallgrímsdóttir er Au-pair í Orange County, California og stefnir á að byrja í hjúkrunarfræði í HA í haust. Ingibjörg Jónína Finnsdóttir er að vinna á leikskólanum Barnabæ á Blönduósi. Jenný Gunnarsdóttir eyddi þremur mánuðum í Bandaríkjunum, kom svo heim og er núna að vinna til að safna pening fyrir frekari ferðalög. Karítas Sigvaldadóttir vann á Akureyri Backpackers fram að áramótum og er núna að ferðast um Sudaustur-Asiu. Kristín Hálfánardóttir vann í Siglufjarðarapóteki fyrir áramót og skellti sér svo til Suður-Frakklands. Þar mun hún vera fram á næsta haust að vinna á hóteli, liggja á ströndinni og drekka vín. Matthildur Sigrúnardóttir vann í Reykjavík en er núna í tungumálaskóla í Montpellier. Mun vera þar næstu sex mánuði að vinna á hóteli, liggja í sólbaði og borða sætabrauð. Samúel Lúkas er í leiklistarnámi í Svíþjóð. Sara Sif Árnadóttir byrjaði á því að vinna í frystihúsi fram að áramótum og er núna Au-Pair í Norður Karólínu í Bandaríkjunum og mun vera þar í heilt ár. Sigríður Lind Þorbjörnsdóttir er í þýskunámi í Háskóla Íslands. Silja Björk Björnsdóttir fékk draumastarf á Akureyri Backpackers, var fremst á Lady Gaga tónleikum, ferðaðist um Evrópu með bestu vinkonu sinni og flutti út til London í apríl. Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir er í bókmenntafræði í HÍ og þegar hún þarf ekki að lesa, eyðir hún tímanum í að sauma föt og búa til skartgripi. Þuríður Anna Sigurðardóttir var að vinna á Te og kaffi til áramóta og skellti sér svo í reisu um Suðustur-Asíu.

74

4. F

Anton Friðrik Ingþórsson er búinn að vera vinna á Bautanum og hjá NTC. Stefnir á arkitektinn eftir ár. Arna Sif Asgrímsdottir þjálfar fótbolta hjá KA og ætlar í hjúkrunafræði í HA eftir sumarið. Árni Arnar Sæmundsson er fyrir sunnan að læra viðskiptafræði í HR. Benedikt Natanael Bjarnason er að vinna sem full-time rokkari/ útigangsmaður í Reykjavík. Þess á milli platar hann fólk til að kaupa tölvur og aðra fylgihluti í Tölvulistanum. Stefnir á að flytja til Kúbu næsta haust og reyna fyrir sér í stjórnmálum. Bergrún Andradóttir fór í mánaðarlangan bíltúr um Ástralíu og nýtur nú lífsins í London sem Au-Pair. Egill Örn Gunnarsson á stóran þátt í spillingu menntakerfisins. Hyggst svo læra lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Elísa Rún Viðarsdóttir er að læra Tölvunarfræði í HR. Gréta Sóley Sigurðardóttir flutti til Reykjavíkur, fór að vinna á leikskóla og stefnir á að læra lögfræði í haust. Guðmundur Alfreðsson Ég er búinn með eitt ár í Sagnfræði við HÍ, en mun þó njóta tilverunnar í Skagafirðinum í sumar. Halldóra Anna Þorvaldsdóttir býr í Edinborg eins og er og fer í Interrail í apríl. Helga Frímann ferðaðist um Evrópu, stoppaði á Sikiley, var mánuð í Ástralíu og sinnti sjálfboðaliðastörfum á Indlandi með Rakel og Boggu. Helga Þóra Helgadóttir vinnur hjá World Class og Símanum í Reykjavík. Stefnir á förðunarnám í kvöld og svo háskóla. Ingibjörg Bragadóttir er búin að vera melast í suðrinu hingað til en er í þann mund að færa sig til Alaska til þess að lækna krabbamein í krókódílum. Ingibjörg Ásta Jakobsdóttir er í sálfræðinámi við Háskólann á Akureyri. Ingólfur Stefánsson er að ferðast um Asíu. Ingunn Tómasdottir býr í Noregi eins og er. Stefnir á sálfræðinám í HR haustið 2014 en ætlar mögulega að fara í sjálfboðaliðastarf í Suður-Afríku. Jóhanna María Gísladóttir var að vinna í Gallerí, fór í Interrail og flytur til Reykjavíkur i júlí. Linda Jónsdóttir er nýkomin heim frá Kaupmannahöfn þar sem hún var Au-Pair. Stefnir á nám í lífeindafræði í HÍ. Ólafur Helgi Thorarensen haslar sér völl í útlöndum. Rakel Sigurðardóttir er stödd á Indlandi í leit að innri frið og góðum mat. Búin að finna matinn. Sigríður Ólafsdóttir er að vinna í Lyf og heilsu og er á leið í Interrail um Evrópu. Sigrún Helga Andrésdóttir kíkti til Þýskalands, tók pit-stop hjá Heimabakarí og endaði á að koma sér fyrir í borg óttans að læra að mála smetti. Sigurbjörg Björnsdóttir ferðaðist um Evrópu, Ástralíu og Indland. Kann nú að búa til ólífuolíu, drepa moskító á flugi og keyra skellinöðrur í öfugri umferð. Silja Arnfríðardóttir Christensen vann og lærði þýsku í Vín. Býr og vinnur í Kaupmannahöfn. Sunna Svavarsdóttir er að ferðast um Evrópu og verður í Reykjavík í sumar en dreymir um að flytja frá Íslandi. Sunneva Ósk Guðmundsdóttir er að vinna á Icelandair og ætlar í hótelstjórnun eftir áramót. Þórir Steinn Stefánsson var að vinna á Götubarnum og ferðast nú um Suðaustur-Asíu. Örnólfur Hlynur Hálfdánarson


4. G

Aðalsteinn Stefnisson hefur verið á sjó í einhvern tíma og er svo að fara vinna í Reykjavík. Birgir Viðar Magnússon Elva Katrín Bergþórsdóttir hefur verið að vinna í Átaki Heilsurækt, er nýútskrifuð úr einkaþjálfaranámi og undirbýr sig fyrir stórmót í módelfitness. Erna Ösp Einarsdóttir er að vinna í Lindex en stefni á lögfræði í HÍ næsta haust. Gígja Einarsdóttir fór að læra lyfjafræði við Háskóla Íslands. Guðmundur Hólmar Helgason hefur verið hér á Akureyri, aðalvinnan hans er föðurhlutverkið en svo er hann líka að vinna á leikskólanum Tröllaborgum og í handbolta með Akureyri. Gunnlaugur Bjarnar Baldursson vinnur í HB Granda á Vopnafirði og stefnir á að flytja suður í haust og fara í HÍ. Halla Dagný Úlfsdóttir fór að vinna eftir útskrift og fór svo í Interrail í október, hún er búin að vera vinna síðan hún kom heim og er að fara að ferðast um Afríku í lok mars. Halldóra Sif Sigurðardóttir fór í Interrail ferðalag með vinkonum sínum, er nú að vinna og stefnir á að fara í háskóla á næsta ári. Hulda Hólmkelsdóttir startar byltingum, drekkur kaffi með gömlu fólki og horfir á alla sjónvarpsþætti í heimi. Iðunn Birgisdóttir er í Interrail-ferðalagi og stefnir á Asíureisu næsta janúar. Ísak Kári Kárason vann á leikskóla vetur og fer til Ástralíu í sumar. Jóhann Óli Eiðsson hefur verið að vinna í frystihúsi og þjálfa Morfache og Bettu Getur lið MA. Jóhann Axel Ingólfsson hefur verið að pípuleggja... Jóhanna Herdís Eggertsdóttir fór til Nýja Sjálands í þrjá mánuði og stefnir á fleiri ferðalög fyrir háskólanám. Jón Már Ásbjörnsson lærir ensku í HÍ. „Þú veist, ,” Yes” og ,”No” Kann’etta allt“. Kristín Jónsdóttir er í háskóla í Álaborg að læra upplýsingatækni. Margrét Rún Snorradóttir bjó á Englandi í hálft ár og ætlar annað hvort í háskólann í haust eða ferðast meira. Olga Katrín Olgeirsdóttir er búin að vera að vinna og hafa það gott, svo er stefnan sett á háskólann í haust. Ólafur Jóhann Magnússon flutti suður yfir heiðar til að hefja nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og spila handbolta með Fram. Rósa Árnadóttir Sigríður Friðný Halldórsdóttir keypti íbúð, var á síldarvertíð, vinnur á elliheimili núna og fer til Afríku í mars að ferðast í tvo mánuði. Silvía Rán Sigurðardóttir fór í Gymnastikhøjakole i Ollerup, Danmörku, í 4 og hálfan mánuð fyrir áramót. Hún er núna að vinna hér fyrir norðan að safna pening fyrir komandi ævintýrum og æfa fótbolta með Þór/KA. Sólveig Sigurjóna Gísladóttir er búin að vera að vinna á skíðasvæði í Austurríki eftir að hafa ferðast um Mið-og SuðurAmeríku! Stefanía Árdís Árnadóttir er búin að vera að læra viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri og klárar fyrsta árið núna í vor. Steinþóra Sif Heimisdóttir fór í Interrail með vinkonum sínum í apríl. Telma Sigurgeirsdóttir flutti til Vestmannaeyja og vann á frystihúsi, ferðaðist og stefnir á háskólanám í haust. Tinna Dagbjartsdóttir flutti suður og byrjaði í sálfræði í HÍ. Vilhjálmur Herrera Þórisson stundar nám við lagadeild Háskólans í Reykjavík og hefur það gott í 105.

4. HI Almar Daði Kristjánsson dælir bjór, lagar latté og talar bjagaða þýsku í Berlín. Andri Yrkill Valsson fór í rúmlega fjögurra mánaða heimsreisu um Suðaustur Asíu, Eyjaálfu og Bandaríkin með Elís Orra. Næst er stefnan tekin á háskólanám. Anna Margrét Hrólfsdóttir er að fara til Suður-Afríku í sjálfboðaliðastarf ásamt því að ferðast til Zambiu og Dubai með vinkonu minni. Anna María Sigfúsdóttir er að vinna á leikskólanum Hólmasól. Aron Örn Þórleifsson meikar það sem aðstoðarkokkur á Icelandair og pælir í háskólanámi. Ásgeir Jóhann Kristinsson „Ykkur kemur ekki við hvað ég er að gera!“ Einar Oddur Jónsson ákveður hvað hann ætlar að læra í háskóla og aflar tekna m.a. hjá Kötlu byggingafélagi. Elís Orri Guðbjartsson hefur sest að á Húsavík og hafið störf við fiskvinnslu eftir fjögurra mánaða reisu um SA-Asíu, Eyjaálfu og Bandaríkin. Elvar Már Waage Jóhannsson er að læra guðfræði til embættisprófs. Guðný Ósk Gunnarsdóttir er að vinna á hjúkrunarheimili á Eskifirði og er að fara út til Afríku og Asíu í byrjun 2014. Gunnhildur Daðadóttir sinnir sjálfboðaliðastarfi í Swazílandi og Suður-Afríku. Hildur Mist L Pálmadóttir er að læra sálfræði við HR. Jón Arnar Ólafsson Jón Haukur Unnarsson er að undirbúa ferð sjálfbærrar geimferju í leit að vitsmunalífi á öðrum hnöttum. Karen Hrönn Vatnsdal er að þjálfa fimleika, stundar hestamennsku og njóta lífsins áður en hún fer í háskóla. Karen Vilhjálmsdóttir hefur aðallega verið að vinna á Greifanum og sjúkrahúsinu auk þess að ferðast smá. Stefnir síðan á að fara suður í háskóla í haust. Kristinn Vignisson er að læra tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. María Björk Ríkharðsdóttir býr á Eskifirði og vinnur á elliheimilinu þar til hún fer í háskóla. Ómar Þorri Gunnlaugsson er á sjó og hafa það gott áður en hann neglir sér í háskóla. Sigurbjörg Jóhannesdóttir er Au-Pair í Mílanó og ætlar svo að læra sálfræði í HÍ eftir sumarið. Sindri Már Hannesson „Fannst skaupið leiðinlegt“. Sindri Vilmar Þórisson var að læra heimspeki í HÍ en er að vinna á Íslandspóstinum á Dalvík núna. Skúli Bragi Magnússon er vinnualki í fullu starfi allsstaðar! Viktor Logi Stefánsson er bara að vinna, er enn að velta fyrir sér framtíðinni eftir MA Þorsteinn Kári Guðmundsson er að rotna í hversdagsleika samfélagsins.

75


4. T

Agnes Eva Þórarinsdóttir lærir efnafræði við Háskóla Íslands og líkar vel, er meðlimur í Sprengjugengi Háskóla Íslands og finnst fátt skemmtilegra en að kveikja í hlutum og meðhöndla hættuleg efni. Atli Egilsson er að vinna á Glerártorgi og fer í Háskóla Íslands í haust í hugbúnaðarverkfræði. Atli Freyr Einarsson Auður Eva Jónsdóttir er ekki að ferðast um heiminn eins og allir, fyrir utan nokkrar evrópskar borgir. Er bara að spila á selló og hugsa um hvað hún hlakkar til að byrja í umhverfisog byggingarverkfræði næsta vetur. Ármann Óli Halldórsson er í vélaverkfræði í HÍ. Barði Benediktsson stundar nám í lífefna- og sameindalíffræði ásamt því að vera íbúi í kommúnunni að Hjarðarhaga 26. Bjarki Viðar Halldórsson vinnur í Austurríki og ætlar í eitthvað random í háskóla í haust. Einar Helgi Guðlaugsson er búsettur í Danmörku að læra leiklist. Guðmundur Birkir Guðmundsson er að læra lögfræði í HÍ og reiknar með að halda því áfram næstu árin. Guðrún Jóhannsdóttir er að vinna hjá Arion banka og ætlar í heilbrigðisverkfræði í haust. Harpa Halldórsdóttir er að vinna í Eymundsson en er verulega að íhuga að venda kvæði sínu í kross og hefja nám við félagsvísindadeild HÍ næsta haust. Harpa Lind Konráðsdóttir er að undirbúa sig fyrir klásus í tannlæknafræði í HÍ í haust. Hrefna Rún Magnúsdóttir flokkaði fiskinn á Vopnafirði, varð hefðarfrú í Englandi og borðaði með Mozart í Austurríki. Stefnir á heimsyfirráð næsta haust. Hrófur Ásmundsson er að fara í tónleikaferðalag um heiminn með hljómsveitinni sinni Völvu. Kolbrún Helga Hansen er að vinna á leikskóla og á fullu í handbolta. Stefnir á nám í haust. Ólöf María Stefánsdóttir vann á fjórum stöðum fyrir áramót og flutti eftir það til Danmerkur í sjúkraþjálfunarnám og verður þar næstu árin. Petrea Jónasdóttir er í líffræði í HÍ en stefnir á dýralækningar. Ragna Björnsdóttir vinnur sem Au Pair í Texas, USA. Kemur heim í sumar og ætlar í HÍ næsta haust að læra lyfjafræði. Ruben Remý Gústav Raes er að gera það sama og Þórir Steinn. Selma Hilmisdóttir snýr heim eftir tveggja mánaða sjálfboðavinnu í Indlandi og Kenýa. Ætlar að vinna og ferðast næsta árið, mögulega sem Au-Pair í Bandaríkjunum. Sigríður Guðjónsdóttir fór í lýðháskóla í Danmörku fyrir áramót og er nú vinnandi kona en hverjum er ekki drullusama. Steinar Eyþór Valsson er að læra tölvunarfræði í HR og mun væntanlega einnig gera það næsta vetur. Svandís Eva Aradóttir er í líffræði í HÍ og reiknar með að halda því áfram. Þórir Marwan Abed er að læra heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík og stefnir á að gera það næsta haust einnig.

4. U

Ágúst Heiðar Hannesson býr í Reykjavík og klárar fyrsta árið sitt í Hugbúnaðarverkfræði við HÍ í vor. Bjarki Sveinsson var að vinna á Bar 11, Bar 7 og í Hagkaup í Reykjavík en er fluttur á Ísafjörð og er að safna fyrir ferð til Asíu eða Ástralíu. Freyr Brynjarsson var bráðkvaddur á heimili sínu þann 23. september sl. Guðný Helga Vídalín Pálsdóttir er í HÍ í lífeindafræði en ætlar að reyna við inntökuprófið í læknisfræði í annað sinn. Hallur Reynisson Harpa Björnsdóttir býr í Noregi með foreldrum sínum og er að undirbúa sig fyrir inntökupróf í lækninn. Helga Hansdóttir er að læra læknisfræði við Háskólann í Debrecen, Ungverjalandi. Helga Björg Sigfúsdóttir er búin að vera í SuðurÞrændalögum í Noregi síðan í haust og er að vinna í bakaríi og stefnir á hjúkrunarfræði í Þrándheimi í haust. Jóhannes Ingi Torfason er að læra lögfræði við HÍ og stefnir að því að halda því áfram nema honum verði boðið að endurtaka skólagöngu sína í MA. Kjartan Björgvin Kristjánsson er að læra jarðfræði við Háskóla Íslands og býr í kommúnu. Pétur Ragnhildarson er laganemi við Háskóla Íslands og líkar það vel. Sigurbjörg Eva Egilsdóttir er í BS námi í líffræði og lifir góðu lífi í HÍ. Sigurbjörg Lind Ellertsdóttir hefur unnið á Icelandair Hotels á Akureyri í vetur og fór síðan í tvo mánuði til SuðurAfríku að vinna sjálfboðaliðastarf. Sigurgeir Ólafsson býður auglýsingar í Munin á góðu verði: Brimborg, öruggur staður til að vera á. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir byrjaði að læra sjúkraþjálfun við Pfeiffer University í Norður Karólínu, USA, þar sem hún fékk bæði golfstyrk og námsstyrk. Sunna Björnsdóttir nemur lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands. Er tíð boðflenna í kommúnunni að Hjarðarhaga 26, í flótta frá einmanaleikanum á stúdentagörðunum. Þorsteinn Sævar Kristjánsson er bláfátækur tölvunarfræðinemi í þrengsta leiguhúsnæði Reykjavíkur og ætlar sér að verða tölvuleikjaforritari og frægur raddleikari.


4. X

Alexander Arnar Þórisson er í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og býr með sinni heittelskuðu Hörpu Björnsdóttur. Auður Anna Jónsdóttir er að læra fjármálaverkfræði í HR. Árni Víðir Jóhannesson er að læra hugbúnaðarverkfræði í HÍ, stefnir á að klára það og halda svo út í nám. Brynjar Elís Ákason er í B.Sc. námi í fjármálastærðfræði og stefnir á mastersgráðu í hagnýtri fjármálastærðfræði erlendis. Daníel Freyr Hjartarson er í vélaverkfræði í Háskóla Íslands. Gunnar Atli Eggertsson er að læra jarðeðlisfræði í Háskóla Íslands og vinnur í jazzpíanóleik þess á milli. Hallfríður Kristinsdóttir er í læknisfræði í HÍ. Hilma Elísabet Z. Valdimarsdóttir gaf bóklegu framhaldsnámi puttann og fór að sauma föt. Hún býr í kommúnu. Ívan Bjarni Jónsson 9.25 í meðaleinkunn í hugbúnaðarverkfræði í HÍ pretty much sums it up. Símon Böðvarsson er villtur í Suðaustur-Asíu. Tandri Gauksson skilgreinir og sannar í nafni Evklíðs, Eulers og Pýþagórsks anda. Tanja Rut Bjarnadóttir er í Suðaustur-Asíu, að víkka sjóndeildarhringinn og bæta ónæmiskerfið. Unnar Már Sveinbjarnarson Þorsteinn Hjörtur Jónsson er að taka B.Sc. gráðu í stærðfræði með eðlisfræði sem hliðargrein við Háskóla Íslands. Sinnir námstengdu sumarstarfi á verkfræðiskrifstofu í Toronto í Kanada.

I N O N R O E R P E P P E P P PE 0 SNEIÐAR I 4

varnarefni E250, 5. jöt, krydd, salt, rot Innihald: SvínakE300/315/316/330, sýrustillir E57 ni ref rna þráava l, prótein 15 g, kka 43 kJ/3 9 ðar fitusýrur 100 g: Orka 141 Næringargildi í sykur 0 g), fita 31 g (þar af metta af kolvetni 1 g (þar 9 g), trefjar 0,2 g, natríum 1,3 g. , MSG 12, (mjólkursykur), egg ldana: Laktós r EKKI ofnæmisva soya (prótein). Varan inniheldu glúten, hnetur og (þriðja kryddið), nn: Hvítlauk. r ofnæmisvalda Varan inniheldu

190g

· Akureyri Kjarnafæði hf

· Sími 460 7400

· kjarnafaedi.is

Á að gera pizzu í kvöld? Pizzupepperoni frá Kjarnafæði er frábær kostur! 77


VINNSLA BLAテ心INS

78


79


Allar fyrirsæturnar fyrir að vera klárar í slaginn Arnar Már Arngrímsson, Valdimar Gunnarsson og Gunnhildur Ottósdóttir fyrir prófarkarlestur Ásta Guðrún Eydal fyrir allt Baltasar og Kristjana Samper fyrir fallega forsíðu Dómnefndin í smásagnakeppninni Arnar, Valdimar og Sigríður Steinbjörnsdóttir, kærar þakkir fyrir aðstoðina Eigendur Frökenar Blómfríðar fyrir að vera hressar Greinahöfundar fyrir framlög sín Guðjón fyrir að svara veikur í símann Jón og Snorri fyrir að læsa aldrei skóna okkar inni Krakkarnir á Ratatoski –þið eruð frábær Maggi næturvörður fyrir að vera yndislegur Mamma hennar Ídu fyrir afnot af þvottasnúru Pési Partí og Viddi Vúdú Stjórn Hugins fyrir pizzurnar og kókið Sjórn MyMA fær sérstakar aukaþakkir frá Sóleyju fyrir stólinn Úlfur Bragi Einarsson fyrir fötin sín Vaka Mar Valsdóttir Fleetwood Mac, Depeche Mode, Bítlarnir, Joy Division, The Beach Boys, 12:00, The Clash, Crystal Castles, The Smiths, The Cure og Sigurður Guðmundsson Photobooth fyrir góðar stundir Coca-Cola fyrir að halda okkur vakandi Í tilefni að opnun vinnustofu minnar Hvítspói að Brekkugötu 3a verð ég með opið hús þann 2 mars kl.14 Verið velkomin að skoða breytta vinnustofu, sýningu og þiggja léttar veitingar. Anna Gunnarsdóttir

hvítspói ART & DESIGN

80

Brekkugata 3a

600 Akureyri Sími 897 6064




Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.