Trodningur nettimarit 40tbl

Page 1

t i r a

m í t t e N

Troðningur

40 tbl. Febrúar2014 - ISSN 1670-8776 Útgefandi: Guðmundur R Lúðvíksson, myndl.m Meðal efnis;

Menning &List

* VERK EFTIR Toshiko Horiuchi * RUSLLIST * RÍSA NORÐURLJÓSATURNAR * PIERRE HUYGHES * INSTALLATIONS * HVAÐ ER NÚTÍMALIST *VISSIR ÞÚ AÐ... * HEIMA GALLERÍ* ÞJÓÐSÖGUR

Forsíðumynd / Frontpage picture Gudmundur R Ludviksson Málverk / Painting 2014

ICELANDIC

ART MAGAZINE


INSTALLATION


NORÐURLJÓSATURNAR Á REYKJANESIÐ ?

Svo gæti farið að risaverk muni rísa á Reykjanesinu sem kallast “ Norðurljósaturnar” Verkið er eftir myndlistamanninn Guðmund R Lúðvíksson. Það verður um 8 - 12 metra hátt og samanstendur af 4 megin súlum / rörum ásamt einu í miðju. Verkið myndar stjörnu sem form. Hugmyndin er að fólk geti sett höfuðið inn í rörin og horft til himins á ljósmengunar. Það sem er nýtt einnig við þessa hugmynd er að hún verður fjármögnum með frjálsum framlögum frá fólki og fyrirtækjum. Verkið hefur fengið eigin heimasíðu sem er; www.northernlight.com en þar getur fólk smellt á ákveðin “donate” link og styrkt verkið. Svo er bara að sjá hvort þetta takist, en án efa verður verkið miðið aðdráttarafl fyrir ferðamenn um svæðið.


INSTALLATION

Innsetning eða Installations kemur fyrst fram sem orð í myndlist árið 1969 og útgefið af Oxford English Dictionary. Allan Kaprow notaði orðið “Environment” 1958 (Kaprow 6) til þess að lýsa verki sem hann hafði sett inn í rými. Seinna fór að bera á orðinu “project art” og “temporary art.” Þau orð fengu síðar aðra merkingu en orðið Innsetning / Installation fékk þá um leið sjálfstæða merkingu. Enn í dag er sennilega þetta form eitt af mest notuðu formum innan myndlistar á sýningum. Oftar en ekki eiga áhorfendur erfitt með að tengja þetta listform við hið hefðbundna hugtak “myndlist”, því oftar en ekki eru Innsetnigar ekki settar fram sem söluverk í þeim hefðbundna skilningi að “kaupa list” Innsetning þarf ekki að vera bundin við söfn, gallerí eða hefðbundin svæði sem ætluð er til sýningar fyrir myndlist. Innsetning getur nánast verið hvar sem er. Á síðari árum, nokkuð langt aftur, þá hefur Innsetningin teigt sig út fyrir hefðbundið rými og er

nú algengt úti eða á/í óhefðbundnum stað. Oft er Innsetning á mörkum þess að vera einhverskonar skúlptúr, eða jafnvel sviðsmynd og þá utan um einhverja röksdtudda hugmynd. Það má geta þess til gamans að gríðarlegt magn af Innsetningum enda í raun sem hverskonar annað rusl, en varðveitast sem ljósmyndaverk og hafa þá öðlast annað líf. Oftar en ekki er það í raun tilgangur myndlistarmannsins að verkið fái aðeins notið á meðan það er, en varðveislan á verkinu sjálfu sé ljósmyndin. Segja má því að ljósmyndin sé hin hliðin af verkinu. Myndi tíman og skrái þann gjörning sem á bakvið verkið er. En sé í sjálfu sér í raun orðið að listaverkinu sjálfu.


INSTALLATION


List Ăşr rusli


List úr rusli

Þúsundir listamanna um allan heim vinna með “rusl” til að skapa list í öllum hugsanlegum formum. Innsetningum, skúlptúrum, málverkum og nánast hverju sem nafn kann að gefast. Út í hinum stóra heimi listarinnar þykir þetta form ekki lengur nýstárlegt. Oftar en ekki felur það í sér meiri ádeilu nú, vegna vitundar vakningar almennings á því mikla magni af “rusli” sem fylgir mannskeppnunni.

List úr “rusli” Fyrir löngu síðan uppgötvuðu myndlistarmenn að þeir gætu nýtt allskonar hluti sem féllu frá neyslusamfélaginu í verk sín. Þeir hófu að líma upp á fleti, líma saman og umbreita, móta og pakka inn. Endalausa mökuleika sáu þeir í öllu þessu “rusli” sem ofurgnægtir velmegunarinnar og neyslunnar gaf færi á.

Nú hafa Íslendingar fengið að láni Svissnenskan listamann til að vera fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringinn, La Biennale di Venezia, 2015. En listamaðurinn hefur getið sér gott orð innan listarinnar einmitt fyrir það að nota “rusl” í verkum sínum.


Toshiko Horiuchi

Toshiko Horiuchi Macadam er athygliverð listakona sem er frá Japan en býr í Canada. Verk hennar eru oftast fyrirferðarmikil og í miklum litum. Þau eru hekluð/prjónuð eða hnikluð og falla því kanski undir textíl verk, en gætu allt eins verið skúlptúrar. Verk hennar eru mjúk og oft á mörkum þess að vera barnsleg sem veita fullorðnum jafn mikla ánægju og börnum. Toshiko er fædd 1940 og stundaði nám m.a í hinum virta skóla “Hibiya High School “ - skóli sem þekktur er fyrir háan standard. Hún stundaði listnám við Tama Art University, í Tokyo. Hú tók masternám frá “Cranbrook Academy of Art, Michigan”. Einnig hefur hún stundað nám við Bachelor of Fine Arts, Tama Art University, Tokyo Master of Fine Arts, Cranbrook Academy of Art, Michigan. Troðningur leyfir sér hér að kynna þessa merku listakonu.



Strange Iceland


Strange Iceland


Pierre Huyghes



Hvað er nútímalist ?

“NÚTÍMALIST SNÝST UM MISMUNANDI SJÓNARHORN” “HIÐ undarlega getur hrært í áhorfandanum og vakið athygli á ólíkum sjónarhornum. Nútíma list snýst um ólík sjónarhorn,” segir David Elliott, hinn breski safnstjóri Moderna Museet í Stokkhólmi, þar sem hann situr á palli við stóra gluggann á skrifstofu sinni baka til í hinu nýumbyggða og stækkaða safnhúsi. “NÚTÍMALIST SNÝST UM MISMUNANDI SJÓNARHORN” David Elliott, forstjóri Moderna Museet í Stokkhólmi, hefur tröllatrú á sænsku listalífi, eins og SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR heyrði er hún ræddi við hann. “HIÐ undarlega getur hrært í áhorfandanum og vakið athygli á ólíkum sjónarhornum. Nútíma list snýst um ólík sjónarhorn,” segir David Elliott, hinn breski safnstjóri Moderna Museet í Stokkhólmi, þar sem hann situr á palli við stóra gluggann á skrifstofu sinni baka til í hinu nýumbyggða og stækkaða safnhúsi. Elliott kom til starfa 1996, var áður safnstjóri í Oxford og það kom því í hans hlut að fylgja eftir breytingunum, sem urðu á Moderna Museet er byggt var við það eftir teikningu spánska arkitektsins Rafael Moneo. Í febrúar var safnið opnað eftir endurbyggingu og skipar nú aftur eðlilegt sæti sem miðpunktur samtímalistar í Svíþjóð. Útfærður einfaldleiki Moderna Museet er til húsa á Skeppsholmen rétt við miðborg Stokkhólms og útsýnið er yfir borgina, nálæga hólma og hafið. “Eins fallegt og hægt er að hugsa sér,” hefur Elliott sjálfur haft á orði. Húsakynnin voru gamall hergagnaskáli, sem löngu var orðinn of lítill. Aldrei var hægt að sýna nema lítinn hluta safnsins og fastasýningar safnsins urðu að víkja þegar sýningar voru settar upp. Því var ákveðið 1990 að efna til samkeppni um viðbyggingu og upp úr henni voru fimm þekktir arkitektar beðnir um tillögu, Tadao Ando frá Japan, Frank Gehry frá Bandaríkjunum, sem síðan hefur orðið víðfrægur fyrir Guggenheim-safnið í Bilbao, Daninn Jørn Utzon, sem teiknaði óperuhúsið í Sydney, Kristian Gullichsen frá Finnlandi og Spánverjinn Rafael Moneo. Tillaga Moneos varð fyrir valinu, því honum þótti takast best upp í að taka tillit til hins einstaka umhverfis en um leið að teikna nútímalegt safn með 20 þúsund fermetra gólfpláss. Frá borginni blasir við þriggja hæða einfalt, stílhreint og rauðleitt hús. Á kvöldin eru turnbyggingarnar eins og lýsandi luktir. Þegar komið er að safninu er aðeins að sjá yfirlætislausa byggingu á einni hæð, því húsið stendur utan í sjávarklöpp. Einfaldleikinn heldur sér innan dyra, þar sem Moneo hefur hannað allt, svo húsið verður mjög heildstætt og formin útfærð. Betri ramma um frábært safn sænskrar og erlendrar nútímalistar er vart hægt að hugsa sér. Safn, sem rómaðir safnstjórar eins og Pontus Hultén hafa byggt upp. Velunnarar skipta miklu máli “Áherslan er á list frá því um aldamótin og fram á okkar daga, bæði sænska list og erlenda,” segir Elliott þegar talinu víkur að því hver þungamiðja safnsins sé. “Markmiðið er að reyna að velta fyrir sér listinni eins og hún kemur fyrir á okkar tímum, en einnig á þeim tíma sem hún varð til á. Það er hægt að gera á marga mismunandi vegu, svo sem með því að breyta uppröðun verka í eigu safnsins reglulega, með fræðslustarfi, rannsóknum og útgáfu.” Moderna Museet hefur í tímans rás eignast mjög mikið af verulega áhugaverðum verkum og eru mörg þeirra gjafir. Með breyttum aðstæðum og hækkandi listaverkaverði óttast mörg söfn að það sé að verða æ erfiðara að ná í góð verk. David Elliott tekur undir að það hafi orðið miklar breytingar á listaverkamarkaðnum undanfarin tuttugu ár. “Verðið

er oft og tíðum stjarnfræðilegt. Það sneiðist því um hvað hægt er að kaupa af eldri verkum, en við einbeitum okkur að því að kaupa verk ungra listamanna, áður en verðið tekur á rás upp á við. Eins og áður á safnið sér sína velunnara, sem færa því verk að gjöf.” Gjöfulir velunnarar hafa sett mark sitt á sænsk söfn eins og annars staðar og Elliott segir að slíkir menn séu söfnum enn mjög mikilvægir. “Verkin verða dýrari, en söfnin keppa einnig um athygli velunnara, sem vilja sem betur fer leggja sitt af mörkum. En söfnin verða líka að vera fljót að taka ákvarðanir um kaup og gjafir þegar slíkt býðst. Þegar keppt er við einkasafnara er oft erfitt um vik, því söfn eru lengur að taka ákvarðanir. Söfn eru líka í erfiðari aðstöðu en einkasafnarar, því þau geta ekki selt verk, ef þau skipta um skoðun.” Í safnaheiminum berst oft í tal hvort ungt auðfólk muni sýna listum jafnmikinn áhuga og eldri auðmenn gerðu gjarnan. Elliott segir að ungir og auðugir Svíar sýni listum áhuga. Safnið gerir sitt til þess að rækta listaáhuga í þeim hópi. “Við gerum það einfaldlega með því að vera vinsamlegir við fólk,” segir Elliott. “Við höfum starfsfólk, sem sinnir því að rækta sambönd, um leið og ræktuð eru sambönd við þá sem hafa sýnt sig viljuga að styrkja sýningar.” Styrktaraðilar breyta ekki söfnum Hlutur styrktaraðila í rekstri safna var að mestu óþekktur á Norðurlöndum þar til fyrir nokkrum árum, en hefur farið vaxandi jafnt og þétt. Elliott segir samkeppnina um hylli þeirra harða, auk þess sem slíkt sé fremur nýtt fyrirbæri í Svíþjóð, en styrktaraðilum þar fjölgi. “Það er miklu erfiðara að reka safn til dæmis í Bretlandi nú en fyrir nokkrum áratugum, því þar hafa opinber framlög sífellt verið að dragast saman. Um leið verður hlutur styrktaraðila æ meiri og það þarf styrktaraðila fyrir allt sem gert er.” Elliott tekur þó ekki undir að vaxandi hlutur styrktaraðila breyti starfsemi safna. “Styrktaraðilar breyta ekki sýningarstefnu. Ef styrktaraðili hafnar sýningaráætlun þá er ekkert annað að gera en leita eitthvert annað og ef það tekst ekki er ekki annað að gera en finna upp á einhverju öðru. Það er aldrei hægt að geta sér til um það fyrirfram hvað fáist styrkt og hvað ekki. Og það er tvímælalaust ekki rétt að það fáist aðeins styrkir í öruggar og fyrirsjáanlegar sýningar, ekki ögrandi sýningar. Það eru margir sem einmitt vilja styrkja athyglisverðar sýningar, því þannig næst athygli.” Söfn: hof nútímans Söfn sem eitthvað ætla sér standa fyrir miklu meiru en sýningum eingöngu. Í söfnum eru haldnir tónleikar, fyrirlestrar og aðrar samkomur og reknar búðir og kaffistofur. “Það er kannski ekki ómögulegt að reka safn án alls þessa,” segir Elliott, “en það er sjálfsagt að koma til móts við þær óskir fólks að það vill geta keypt sér bækur og annað er snertir safnið og sýningar þess og geta sest niður og fengið sér kaffi eða aðrar veitingar.” Moderna Museet reynir að koma til móts við gesti með því að ein deildin sér um uppákomur eins og fyrirlestra, kvikmyndasýningar og annað, sem Elliott segir að sé mikilvægt til að draga að sem flesta gesti. “Bókasafnið og kaffistofan er mikilvæg í þessum tilgangi, auk þess sem við höfum opið til klukkan 22 suma daga.” Það er oft haft á orði að söfn nútímans gegni sama hlutverki og hof og dómkirkjur áður fyrr, þar sem fólk bæði kom til að sýna sig og sjá aðra, en líka til að sökkva sér niður í annað en daglega lífið. “Það má segja að söfn séu nokkurs konar blanda af hofi og verslunarmiðstöð,” segir Elliott. “Fólk ætti að koma þangað til að staldra við, því umhverfið er notalegt, en söfn bjóða líka upp á hluti, sem ekki er annars staðar að hafa. Þeir sem vilja sjá beinagrindur risaeðla fara á náttúrugripasöfn af því þær er ekki annars staðar að sjá.


Sama er með listasöfn. Þar eru hlutir, sem ekki er annars staðar að sjá.” Listasöfn: vitnisburður um lífið En hvað er það þá sem laðar fólk að listasöfnum? “Það eru margar ástæður fyrir að fólk fer á listasöfn,” segir Elliott. “Listasöfn geyma vitnisburð um lífið og mannfélagið. List veitir innsýn í lífið, er oft torskilin, áhyggjusamleg og kemur á óvart, en veitir innsýn engu að síður. List veitir fagurfræðilegan grunn, en líka eitthvað langt út yfir fagurfræði. Hvers vegna er það sem einræðisstjórnir reyna svo oft að bæla listir og banna?” En hafa listunnendur nútímans ekki séð allt og undrast ekkert lengur? Elliott tekur ekki undir að svo sé. “List sem er ögrandi bara til að vera ögrandi er ekki áhugaverð í sjálfu sér. En list er ögrandi í sjálfu sér því hún fjallar um það sem er nú, ekki um það sem hefur verið. List samfléttast þjóðfélaginu, hún útskýrir ekki, getur falið í sér ýmiss konar skilning og misskilning, en tengist því sem skoðandinn veit og trúir.” Þegar Elliott talar um list víkur hin enska hægð fyrir ákafa listunnandans. “Hið undarlega getur hrært skoðandann. Nútímalist snýst um mismunandi sjónarhorn og um það fjallar nútímalist.” Stefnur og straumar Þegar talinu víkur að stefnum og straumum í nútímalist segist Elliott greina þrjá meginstrauma. “Í fyrsta lagi er félagsleg list, sem fléttast inn í aðra þætti þjóðfélagsins eins og byggingarlist. Í öðru lagi list, sem tekur mið af firringu og endurskoðun mannslíkamans, ekki af samsemd heldur einræktun og nýjum skilningi vísinda á mannslíkamanum. Í þriðja lagi frásagnarlist, sem tekur upp þráðinn frá kvikmyndum og myndböndum, ekki til að segja sögu, heldur til að nota einstaka þætti. Þetta held ég að séu helstu straumarnir nú á síðasta hluta tíunda áratugarins.” Að mati Elliotts var saga og samsemd helsta viðfangsefni listar á síðasta áratug, en einnig líkaminn. “Þráðurinn hefur verið tekinn upp þaðan. Spurningunni um hvað líkaminn sé er ekki svarað með því að benda á kynferði eða þjóðerni, heldur á sjálfan líkamann og líffræðileg atriði. Útfærslan skírskotar iðulega til hliðstæðna í líffræði og nýrrar vitneskju um genin. Listin endurspeglar þjóðfélagið. Kannski ekki alltaf á mjög auðsæjan hátt, en listin er hluti af þjóðfélaginu.” Um listalífið í Svíþjóð á Elliott ekkert nema hrós. “Ég fæ ekki betur séð en að listalífið hér sé jafnvel enn öflugra en það var í byrjun aldarinnar, þegar það þótti kröftugt,” segir hann og bendir til dæmis á ljósmyndalist, sem standi með miklum blóma í Svíþjóð. “Hér eru rekin góð gallerí. Og svo er mjög mikið um að vera annars staðar í Svíþjóð en bara í Stokkhólmi, til dæmis í Gautaborg og Málmey. Nei, Svíþjóð er ekkert jaðarsvæði.” Grein úr MBL 6. mars 1999 | Menningarblað/Lesbók | 1614 orð


Hvaรฐ er fullveldi og hvaรฐa รกhrif hefur Evrรณpusambandiรฐ

www.ludviksson.com


HEIMAGALLERÍ - HOME GALLERY

Vissir þú að... fyrsta fimleikafélag á Íslandi var stofnað á Eskifirði árið 1876. fyrsti fríkirkjusöfnuðurinn var á Eskifirði og þar reis fyrsta fríkirkjan á Íslandi árið 1881. fyrsta rafveitan sem þjónaði heilu bæjarfélagi var reist á Eskifirði árið 1911. næst fyrsti kvennaskóli á Íslandi reis á Eskifirði árið 1875. raunsæisstefnan kom fyrst fram í íslenskum bókmenntum í ritinu Skuld (og fylgiritinu Nönnu) sem gefin voru út frá Eskifirði. Skuldarprentsmiðjan var fyrsta prentsmiðja á Austurlandi. Myndir komu fyrst fram í íslensku tímariti í blaðinu Skuld. Kjartan Ísfjörð, sem stofnaði verslun í Framkaupstað, var fyrsti íslenski verslunarmaðurinn. Einar Bragi rithöfundur var frá Eskifirði. Dagný Jónsdóttir fyrrverandi alþingiskona er frá Eskifirði. Jón Ársæll þáttagerðarmaður ólst upp á Eskifirði. Valtýr Björn íþróttafréttamaður er ættaður frá Eskifirði. Róbert Arnfinnsson leikari var tíu ár á Eskifirði meðan faðir hans, Arnfinnur Jónsson, var skólastjóri hér.


Þjóðsögur...

UPP MÍNIR SEX Í JESÚ NAFNI Eitt haust fóru sex menn í eftirleit. Var fyrirmaður ferðarinnar hraustmenni og fullhugi mikill. Þegar þeir voru komnir í fjarlægustu leitir, hrepptu þeir byl, svo þeir villtust og vissu

ekki, hvar þeir fóru. Eftir langan tíma fundu þeir, að halla tók undan fæti. Komu þeir þá í dalverpi eitt og fundu því næst bæ fyrir sér; börðu þeir að dyrum. Karl einn kom til dyra, ljótur mjög og illilegur. Kvað hann það nýlundu, að menn sæktu til byggða sinna og forvitnuðust um þær, og leit hann óhýru auga til gesta.

Foringi þeirra varð fyrir svörum. Sagði hann, hvernig á stóð um ferðir þeirra. Braust hann inn og þeir félagar hans með honum, án þess karl gjörði að leyfa það eða banna. Þegar þeir höfðu setið um stund, var þeim borið ket á skálum, og gjörði það kona ein ungleg, en döpur mjög. Stóð karl á meðan í skáladyrum. Hún sagði í hálfum hljóðum: “Borðið þið við þann barminn, sem frá ykkur snýr.” Þeir þóttust sjá, að við þann barminn var sauðakjöt, en mannakjöt við hinn. Síðan bar stúlkan af borði og dró af þeim vosklæði. Sagði hún þá enn í hálfum hljóðum: “Verið þið varir um ykkur, farið ekki af nærklæðum og sofið ekki.” Um nóttina var tunglskin. Svaf forsprakki eftirleitarmanna í rúmi, sem skugga bar á, og sagði hann lagsmönnum sínum, að þeir skyldu ekki bæra á sér, hvað sem á gengi, fyrr en hann kallaði til þeirra. Stundarkorni eftir að þeir voru lagstir niður, kemur karl inn. Gekk hann að rúmi eins, þreifaði á brjósti hans og sagði: “Magurt brjóst, þreklaust.”

Þannig tók hann á þeim öllum og tautaði líkt fyrir munni sér. Seinast kom hann að rúmi forsprakkans, og þegar hann tók á honum, mælti hann: “Feitt brjóst, hugmikið.” Síðan brá hann sér út í horn og greip þar öxi og sneri að rúmi foringjans. Sá hann, hvað verða vildi, og vatt sér ofan úr rúminu, en karl hjó í rúmið og missti hans. Greip maðurinn þá öxina og náði henni af karli. Karl æpti þá og mælti: “Upp mínir tólf í andskotans nafni.” Maðurinn færði þá öxina í höfuð karls, svo í heila stóð og hann féll, og mælti: “Upp mínir sex í Jesú nafni.” Þá opnaðist hurð í gólfi niðri, og kom upp mannshöfuð, en hinn hjó það af. Banaði hann þeim þar öllum tólf í kjallaradyrunum. Síðan fundu þeir kvenmann þann, er hafði þjónað þeim til sængur um kvöldið. Var hún bóndadóttir úr Eyjafirði, er karl hafði stolið og vildi neyða til að eiga elsta son sinn. En henni stóð stuggur af þeim, mest fyrir þá sök, að þeir drápu alla, er villtust til þeirra, og átu þá. Mikið fundu þeir þar fémætt, og margt sauðfé var í dalnum. Réðist það af, að foringi eftirleitarmanna varð eftir við annan mann stúlkunni til skemmtunar og til að gæta fjárins, að það félli ekki um veturinn fyrir það, að það væri óhirt. Hinir eftirleitarmenn fóru heim. Um vorið flutti maðurinn stúlkuna norður og átti hana síðan að ráði föður hennar. Flutti hann síðan allt það, er í afdalnum var, norður og reisti stórt bú og bjó þar vel og lengi. ÞORSTEINN Á PUND OG GESTUR Það hefur ekki sjaldan borið við að þess hafi orðið vart að útilegumenn hafi farið í kaupstaði og er það líklegt að þeir þurfi ekki síður að birgja sig að nauðsynjum en byggðamenn. Fyrir tólf eða fjórtán árum kom maður einn í Reykjavík til kaupmanns sem nú er dáinn, og nefndi


sig “Þorsteinn á Pund”. Hann vildi enga aðra vöru en salt og korn og engin kaup eiga við kaupmanninn nema á náttarþeli. Þegar menn fóru að skoða hesta hans kom það upp að þeir voru járnaðir með hornskeifum. Þóttust menn þá ganga úr skugga um að þetta væri útilegumaður. Um sama leyti hér um bil kom sá maður á Eyrarbakka til Guðmundar Thorgrimsens sem kallaði sig Gest; hann þóttist vera austan úr Landssveit, en bærinn sem hann lést búa á er ekki til í þeirri sveit. Þessi maður þótti óframfærinn og undarlegur í háttum sínum og vildi ekki segja hvar hann væri vanur að hafa kaupskap; þó spurði hann um allra algengunstu hluti til hvers þeir væru hafðir, t. d. fataboltar. Hann var skeggjaður mjög, í sauðmórauðri mussu, og gamlan hatt slæman á höfði. Hann lagði inn hjá kaupmanninum mikið af ull og tólg, en tók út aftur óvenjulega mikið af járni og salti og nokkuð lítið af brauði. Síðan hvarf hann úr búðinni án þess menn tækju eftir. Fór kaupmaðurinn þá að líta eftir reikningi hans og sá að nærri var um útteknar vörur og innlátnar svo að ekki munaði meir en einum fimm mörkum sem hann hafði oftekið út. Það ætla menn að verið hafi sami maðurinn sem kom með tveimur öðrum að Austurnesi við Þjórsá í ofsaveðri svo ekki var ferjutækt. Hann bað þó bóndann að flytja þá kumpána yfir ána, en hann afsakaði sig og sagði að ófært væri að flytja í því veðri, en gekk þó með honum að farangri þeirra félaga. Þegar þessi maður hitti félaga sína skipar hann þeim að leggja aftur á hestana og láta upp. Það sá bóndi að þessi maður hafði langa stöng og bætti þó við hana með því að skrúfa neðan í hana langan járnbrodd, fór svo á undan og hinir á eftir með lestina og lagði í Þjórsá á vaðleysu þar sem hún slær sér mest út fyrir ofan ferjustaðinn og reyndi á undan með stönginni. Það sá bóndi seinast til ferða þeirra að þeir komust með allt sitt heilu og höldnu yfir ána. Ofan til í Landssveit varð enn vart við þrjá menn um sama leyti sem lágu þar í áfanga við mórautt prjóntjald og héldu þeir norður á afrétt þegar þeir lögðu upp, eftir því sem förin lágu.


Grรฆnlenska drumbuslรกttar konan.



m í t t e N

t i r a

Troðningur

Menning &List

Art work by / Verk eftir; GRL

ICELANDIC

ART MAGAZINE


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.