a product message image
{' '} {' '}
Limited time offer
SAVE % on your upgrade

Page 1

12. tbl. 02. árg. 25 - 31 .mars 2020

ÞAÐ KEMUR BETRI TÍÐ Heimsending fyrir þá sem eru í sóttkví Við mælum með að fólk komi og sæki sér bakkelsi til að fara með heim, sé það ekki í sóttkví. Ef þið eruð aftur á móti í sótthví getið þið heyrt í okkur í síma 662-0265 og fengið heimsent. Farið vel með ykkur

Opið alla daga vikunnar

08:00 - 16:00

Strandvegur 30

481 1104


Til mikils að vinna - Teljum okkur geta komið í veg fyrir smit með öflugum smitrakningum Öll áhersla er á að hefta útbreiðslu veirunnar. Unnið er eftir viðbragðsáætlun almannavarna um heimsfaraldur þar sem sóttvarnalæknir og umdæmislæknir í hans umboði, Hjörtur Kristjánsson, spilar stórt hlutverk. Aðgerðir eru byggðar á sérfræðimati um útbreiðslu og varnir smitsjúkdóma. Þegar fyrsta smit greindist í Vestmannaeyjum bauð lögreglan hér fram aðstoð við smitrakningar. Fram að því hafði smitrakningum aðeins verið sinnt frá smitrakningateymi sóttvarnalæknis og almannavarna í samhæfingarmiðstöð í Reykjavík undir stjórn LRH.

Þrátt fyrir að mér finnist að barátta við vírus eigi að tilheyra löngu liðinni öld er það engu að síður veruleiki okkar í dag að berjast við kórónavírusinn og reyna að hefta útbreiðslu hans. Aðgerðastjórn almannavarna var virkuð 15. mars sl. og starfar á neyðarstigi enda hefur heimsfaraldri verið lýst yfir þar sem vaxandi og viðvarandi útbreiðsla smits er á meðal manna.

TÍGULL

Starfsmenn embættisins í Eyjum líkt og á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt mikið á sig til þess að smitrakning geti hafist um leið og greiningu nýrra smita er lokið. Það er áríðandi að stöðva mögulega smitað fólk sem er á ferðinni og setja það í sóttkví þegar ný smit hafa greinst. Þessu starfi hér er stýrt af rannsóknardeild embættisins og hefur gengið gríðarlega vel. Öll smit sem greinst hafa í Eyjum fara í smitrakningu hér. Í þessari vinnu eru menn hluti af smitrakningateymi almannavarna en allar niðurstöður eru keyrðar inn í gagnagrunn landlæknis. Margir lögreglumenn koma að þessu, vinnudagarnir eru langir en menn kveinka sér ekki. Með þessu fyrirkomulagi teljum við okkur geta komið í veg fyrir smit og því er til mikils að vinna. Lögreglan fær afar jákvæð viðbrögð frá fólki og oft mikið þakklæti. Það er gott að finna fyrir því. Við viljum benda fólki á að það getur haft samband við okkur hafi það verið í samskiptum við fólk sem hefur greinst smitað í gegnum netfangið vestmannaeyjar@logreglan.is Við erum rík þetta samfélag af harðduglegu og fórnfúsu fólki sem leggur mikið á sig til að láta hlutina ganga. Það á við um svo marga. Lögregluna, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningamenn, starfsmenn Vestmannaeyjabæjar, starfsfólk skólanna, björgunarfélagið, Rauða krossinn, starfsfólk Herjólfs og allra innviða. Fólk stendur þétt saman því sameinuð ætlum við að sigra þennan ófögnuð sem COVID-19 er. Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðuljósmynd: Addi í London

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


Opnunartímar og lokanir stofnana Vestmannaeyjabæjar vegna Covid-19 Vísað er til fyrri tilkynninga um lokanir og takamarkanir á opnunartíma stofnana Vestmannaeyjabæjar vegna útbreiðslu COVID-19. Að tilmælum almannavarna og sóttvarnalæknis, sem og fyrirmæla aðgerðarstjórnar almannavarna í Vestmannaeyjum, hefur Vestmannaeyjabær brugðist við með ýmsum lokunum og takmörkunum á opnunartímum og þjónustu stofnana, í þeim tilgangi að draga úr útbreiðslu veirunnar eins og hægt er.

Opnunartímar stofnana eru sem hér segir: Grunnskóli Vestmannaeyja Fjarkennsla (útfærsla kemur frá skóla) Víkin 5 ára deild 7:45-15:30 (útfærsla kemur frá skóla) Kirkjugerði 7:45-15:30 (útfærsla kemur frá skóla) Sóli Lokað til 26. mars nk. Opnar 27. mars nk. Frístund Lokað. Opið fyrir forgangshópa framlínustarfsfólks Tónlistarskóli Fjarkennsla Sambýlið Engar heimsóknir leyfðar Hraunbúðir Engar heimsóknir leyfðar Heimaey hæfingarstöð Engar heimsóknir leyfðar Endurvinnslan Lokað Eldheimar Lokað

Sagnheimar Lokað Bókasafn Lokað, en útlán á bókum eru í boði í s. 488-2040 Héraðsskjalasafn Lokað Bæjarskrifstofur- Bárustíg 15 Lokað Bæjarskrifstofur- Rauðagerði Lokað Bæjarskrifstofur- Tæknideild Lokað Höfnin Enginn opnunartími. Vaktsími hafnarvarða 893-0027 Þjónustumiðstöðin Enginn opnunartími. Símanúmer 488-2500 Féló (félagsmiðstöðin) Lokað Íþróttamiðstöðin Lokað Herjólfshöllin Lokað Týsheimilið Lokað

Opnunartímar og þjónusta geta tekið breytingum með litlum fyrirvara Hægt er að beina erindum í gegnum síma á hefðbundnum opnunartímum (dagvinnutíma) eða með tölvupósti á: postur@vestmannaeyjar.is. Þeim tilmælum er beint til fólks að beina sem flestum erindum með þeim hætti. Hægt er að hringja á hefðbundinn hátt í gegnum skiptiborð í síma 488-2000. Ef ekki næst í starfsmann taka þjónustufulltrúar skilaboð. Fólk er hvatt til að fylgjast með tilkynningum um starfsemi Vestmannaeyjabæjar á vef bæjarins vestmannaeyjar.is Ákvörðun um skerta opnunartíma stofnana bæjarins á við meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi, en ákvörðunin er endurskoðuð reglulega.


Hverjir eru í Aðgerðastjórn Almannavarna í Vestmannaeyjum? Hjá sveitarfélaginu er starfandi almannavarnarnefnd en þegar neyðarstig er í gangi eins og á við núna – þá er aðgerðarstjórn virkjuð til þess að stýra aðgerðum meðan á þessu ástandi varir. Rauði krossinn stígur inn í þetta verkefni með almannavörnum. Þau funda að jafnaði einu sinni á dag en oftar er þörf krefur, segir Íris Róbertsdóttir í samtali við Tígul. Páley Borgþórsdóttir er aðgerðastjóri og boðar til fundana.

Unnið er eftir viðbragðsáætlun almannavarna um heimsfaraldur. Þar spilar sóttvarnalæknir stórt hlutverk og umdæmislæknir sóttvarna í hans umboði, Hjörtur Kristjánsson. Aðgerðir eru byggðar á sérfræðimati um útbreiðslu og varnir smitsjúkdóma. Þá ber að nefna að hver fulltrúi aðgerðastjórnar hefur fjölda fólks á bakvið sig sem er hluti af viðbragði samfélagsins við vá sem þessari, segir Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.

Páley Borgþórsdóttir Aðgerðastjóri

Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri

Hjörtur Kristjánsson Sóttvarnarlæknir

Jóhannes Ólafsson Yfirlögregluþjónn

Tryggvi Kr. Ólafsson Lögregluþjónn

Friðrik Páll Arnfinnsson Slökkviliðsstjóri

Arnór Arnórsson Formaður Björgunarfélagsins

Ólafur Þór Snorrason Framkv.stjóri umhverfisog framkvæmdarsviðs

Adólf Þórsson Fulltrúi Björgunarfélagsins

Geir Jón Þórisson Formaður Rauða krossins

Hafsteinn Daníel Þorsteinsson Læknir


SENT EÐA SÓTT

HEIMSENDINGAR

pantaðu í síma

481 3060

Mið v he ikuda ims gs e 17 ndin - sun :30 ga nu - 2 r m dag 0:3 ill s 0 i

MILLI KL. 11:30 - 14:00 & 17:30 - 20:30

pantaðu í síma

551 0055


STAFRÆNIR VIÐBURÐIR Listafólk, uppistandarar, dansarar, tónlistarfólk og skemmtikraftar koma saman til að skemmta landanum í samkomubanni og sóttkví. Hér eru þeir viðburðir þessa vikuna. Viðburðir eru merktir hvar þá skal finna. Á facebooksíðum eða vef borgarleikhúsins: www.borgarleikhus.is VIRKA DAGA KL. 12:00 LAUGARDAGA KL. 10:30

LAUGARDAGUR 28.MARS KL. 12 ÆFINGAR FYRIR BÆÐI BYRJENDUR & LENGRA KOMNA /HRESSO

TÍGVÉLAÐI KÖT TURINN HALLDÓR GYLFASON LES SÖGUNA UM STÍGVÉLAÐA KÖTTINN. FIMMTUDAGUR 26.MARS KL. 21

LAUGARDAGUR 28.MARS KL. 14 EYÞÓR INGI MEÐ TÓNLEIKA

/EYTHORINGIMUSIC

LEIKARAR SPILA D&D LEIKARAR Í BORGARLEIKHÚSINU LEIKA DUNGEONS AND DRAGONS. FIMMTUDAGUR 26.MARS KL. 20

SUNNUDAGUR 29.MARS KL. 12 LEIKLESTUR Á LEIKRITINU HOTEL VOLKSWAGEN

RÍKHARÐUR III MEÐ FORSPJALLI MÁNUDAGUR 30.MARS KL. 20

FÖSTUDAGUR 27.MARS KL. 12 BUBBI MORTHENS MEÐ TÓNLEIKA

NOKKRIR ÞÆTTIR SEM SÝNDIR ERU Á HRINGBRAUT & FACEBOOKSÍÐU TJARNARBÍÓ /TJARNARBIO


Spurt og svarað um stöðuna í Vestmannaeyjum Bæjarbúar gátu sent inn spurningar til Aðgerðastjórnar Almannavarna í Vestmannaeyjum í vikunni. Margar mjög áhugverðar spurningar komu fram. Hér eru svör við nokkrum þeirra sem sem birtar voru í myndbandi síðastliðið mánudagskvöld. Þau sem að sátu fyrir svörum voru: Páley Borgþórsdóttir, Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja og Hjörtur Kristjánsson sóttvarnarlæknir.

Páley Borgþórsdóttir Aðgerða- og Lögreglustjóri Er verið að ræða það að Herjólfur loki fyrir farþegaflutninga á næstunni? Nei, það stendur ekki til á að setja setja samgöngubann. Herjólfur er okkur gríðalega mikilvægur, við þurfum að fá öll aðföng með Herjólfi, öll matvara og allt sem kemur hingað til Eyja og fyrir utan allt sem fer héðan. Því reynum við að láta sigla alltaf en erum auðvitað háð því ef menn verða ekki fárveikir sem stjórna skipinu. En auðvitað er verið að forðast veikindi eftir bestu getu. Því stendur það ekki til að hætta að sigla með farþega milli lands og Eyja, segir Páley. Nú þegar staðfest smit á íbúa eru nær tvöfalt fleiri hér í Eyjum en í Lombardi héraði, megum við búast við útgöngubanni á allra næstu dögum? Það eru mikil veikindin á Ítalíu, og það ekki hægt að hafa þetta sambærilegt. Hjörtur getur ekki séð fram á að það verði útgöngubann þó við séum komin með þennan fjölda smita og getur ekki svarað fyrir hvað verður gert á næstu vikum það fer eftir því hvernig hlutirnir þróast.

Íris Róbertsdóttir Bæjarstjóri Nú eru orðnir ansi fáir starfsmenn á heilsugæslunni eftir sem ekki eru í einangrun eða í sóttkví, hvað verður gert ef það kæmi til þess að allir myndu veikjast? Flestir læknarnir eru frískir en það hefur talsvert dottið út af hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Einhverjir eru að koma aftur inn eftir sóttkví en planið er að fá aðstoð ofan af landi ef þess þarf, en núna eru á leiðinni með Herjólfi tveir hjúkrunarfræðingar og einn sjúkraliði. Hlutirnir breytast hratt og það kemur upp ný staða á hverjum degisegir Hjörtur. Er ekki kominn tími á útgöngubann og loka Eyjunni? Af nýjum smitum á einum degi þá voru Vestmannaeyingar með 0,1% allra nýrra smita á heimsvísu. Þetta gengur ekki? Við teljum það ekki vera. Við teljum einfaldlega þessar aðgerðir sem við höfum farið í með samkomubanni upp á tíu manns og þessar aðgerðir sem við höfum farið í að herða á sóttkvínni og einangruninni að þær eiga vonandi að duga okkur en við útilokum ekki hvað verður í framtíðinni. Við vitum ekki alveg hvað er í vændum en að svo stöddu

Hjörtur Kristjánsson Sóttvarnarlæknir þá nei þá teljum við ekki kominn tími á útgöngubann. Og vill Páley nefna að Vestmannaeyingar hafa verið mjög duglegir að fara eftir þessum leiðbeiningum og það hefur verið biðlað til þeirra að halda sér sem mest heima. Hvernig er með frystihúsin? Þar er nándin alltaf minni en 2 metrar í vinnslunni? Það er samkomubann og þar gildir líka sú regla um frystihúsin um 10 eða færri í hóp. Og menn hafa verið að skipta upp sölunum hjá sér og ég þekki það, það gengur ekki alltaf að tryggja þessa 2 metra. En menn hafa líka verið að gera aðrar ráðstafanir, menn hafa verið að nota andlitsgrímur og fleira. Aðal málið þarna er að reyna að tryggja þetta eftir bestu getu. Það er auðvitað þannig að sumstaðar er það ekki hægt og þá verður að tryggja það að það séu sem fæstir sem umgangast hvern annan, þannig ef það kemur upp smit þá er það lítill hópur sem er útsettur og á þá von á því að smitast. Við erum líka að reyna að tryggja það með samkomubanni upp á tíu manns, segir Páley.


Börn þrífast best í rútínu sem er stöðug og fyrirsjáanleg segir Ragnheiður Sæmundsdóttir sálfræðingur hjá Fjölskyldu– og fræðslusviði Vestmannaeyja

SARA SJÖFN GRETTISDÓTTIR sarasjofng@gmail.com Börnunum okkar hefur verið kippt út úr rútínunni sinni eins og okkur öllum. Það siptir miklu máli að hlúa vel að þeim og reyna eftir bestu getu að halda einhverri rútínu fyrir þau eins og Ragnheiður Sæmundsdóttir sálfræðingur sagði í samtali við Tígul. „Flest börn þrífast best í rútínu sem er stöðug og fyrirsjáanleg. Þegar þau vita við hverju er að búast og hvað gerist næst. Nú finna þau auðvitað fyrir því að rútínan og hversdagsleikinn hefur afbakast svolítið, mismikið milli heimila en eitthvað hjá öllum og forsendur geta breyst í einni svipan.“

Gott að halda í eitthvað sem er venjulegt og hversdagslegt En það er ekki bara skólinn heldur líka áhugamálin, æfigarnar og vinirnir sem eru ekki í boði eins og stendur. „Það er skrítið að mega allt í einu ekki fara út að leika, hitta vini, mæta á æfingar o.þ.h. Fyrir sum börn, sérstaklega þau sem þola óvissuna síður, gæti til dæmis verið gagnlegt að búa til eigin dagskrá fyrir dagana. Hvaða möguleikar eru í boði hjá okkur? Hvað er ekki í boði, eins og staðan er núna, og hvers vegna? Það getur dregið úr togstreitu og vanmætti og auðveldað þeim að fallast á þessar takmarkanir sem við þurfum að sætta okkur við á meðan þetta gengur yfir. Að plana dagana og vikurnar gæti aukið eða endurheimt þá tilfinningu að þeim finnist þau hafa svolitla stjórn á aðstæðum. Og það er gott að halda í eitthvað

sem er venjulegt og hversdagslegt,“ sagði Ragnheiður, „það er hins vegar vert að taka fram að öll óvissa er nagandi, sérstaklega þegar mikið liggur við eða raunveruleg áhætta er fyrir hendi. Það er tvennt sem ég vil nefna í þessu samhengi sem ég held að séu kannski grundvallaratriði til að hafa bak við eyrað. “ Í fyrsta lagi, gullni meðalvegurinn þegar kemur að fréttaflutningi og opinberri umræðu. Þarna þurfum við að gæta okkar svolítið á að festast ekki í lamandi áhyggjum. Það að rýna stíft í allar fréttir og alla umræðu um kórónuveiruna gæti hæglega alið á kvíðanum. Ef við erum smeyk eða finnum fyrir miklum kvíða er líklegt að athyglin okkar stýrist af því og hugurinn fangar ósjálfrátt allt, og kannski eingöngu, það sem


gefur okkur ástæðu til að óttast. Þá er gagnlegt að reyna að feta meðalveginn. Skammta t.d. tíma í að skoða erfiðu fréttirnar þ.e. verja ekki of miklum tíma í það, dreifa huganum og taka líka eftir því sem gefur okkur ástæðu til að vera vongóð og bjartsýn. Það sem er t.d. jákvætt er að upplýsingaflæðið í okkar samfélagi hefur verið mjög gott í þessu ferli. Við búum svo vel að eiga margt fært og gott fólk í framlínu á öllum vígstöðum sem vinnur myrkranna á milli til þess að tryggja hag okkar í gegnum þetta og fólk er almennt að fara mjög samviskusamlega eftir ráðleggingum. Það eitt og sér hefur forðað mörgum frá smiti og dregið úr skaða. Við hlustum auðvitað á fréttir, erum meðvituð og förum eftir reglum og tilmælum en reynum líka að halda okkar striki eins og hægt er. Í öðru lagi, að koma auga á tækifærin í þessari stöðu. Mér finnst svolítið lýsandi og skemmtilegt að kínverska táknið fyrir krísu samanstendur af tveimur táknum. Annars vegar háski og hins vegar tækifæri. Með öðrum orðum þá er mín hvatning sú að ,,nýta sóknarfærin“. Hér skapast t.d. fyrir marga heilmikið svigrúm fyrir mikla og, ef við vöndum okkur, dýrmæta og innihaldsríka samveru. Hér hef ég séð hugmyndaflug fólk virkjast út í hið óendanlega. Möguleikarnir eru endalausir. Margir hafa virkjað sköpunargáfuna og dregið fram pensilinn, prjónana, myndavélina, allt eftir áhugasviði. Það má nýta matmálstímana sem skemmtilegar samverustundir, elda saman eða baka. Það má prufa eitthvað nýtt eða ráðast í verkefni sem hafa kannski lengi setið á hakanum. Sumir gera áhugaverðar tilraunir eða föndra. Það má finna til góðar bækur, gamlar myndir eða spil. Svo er það útivera innan þess ramma sem er í boði hverju sinni eða æfingar heima í stofu til að fá útrás fyrir hreyfiþörf.“

Góður svefn og næra sig vel Ragnheiður sagði að við fullorðna fólkið verðum að vera leiðandi í gegnum þessa óvissutíma og standa vörð um eigin líðan og þankagang. „Ef við finnum sjálf fyrir miklu óöryggi eða ótta er gott að leita aðstoðar og stuðnings vegna þess. Það er mikilvægt líka, fyrir alla, að gæta sérstaklega að grunnstoðunum eins og góðum svefni og passa að næra sig vel. Og nú er auðvitað hreinlætið í forgangi sem aldrei fyrr. Hlusta á spurningarnar og svara eftir bestu getu. Umræðan fer ekki framhjá neinum og sér í lagi ekki börnunum og þetta hefur sennilega verið rætt á hverju einasta heimili. Ragnheiður sagði það mikilvægt að hlusta á spurningarnar sem brenna á börnunum. „Þau gætu haft ýmsar hugmyndir um stöðuna og það er gott að vita hverjar þær eru til þess að geta leiðbeint, leiðrétt eða stutt þau eftir atvikum. Aðstæður eru misjafnar, sumir komast í skólann, aðrir eru fastir heima. Mörg börn hafa e.t.v. heyrt um áhættuhópana og hafa áhyggjur af einhverjum sem þeim þykir vænt um, ömmu og afa eða öðrum sem þau vita að væri viðkvæmur fyrir smiti. Þau þurfa svigrúm til að tjá sig og eiga skilið góð svör -eins góð svör og hægt er hverju sinni,“ Ragnheiður sagði að ef við ætluðum ekki að bjóða upp á samtalið eða reyna að skýla þeim algerlega fyrir allri umfjöllun þá gætu þau fengið á tilfinninguna að þau mættu ekki vita hvað er í gangi eða ræða það. „Þá gæti það óbeint haft kvíðavekjandi áhrif og valdið óöryggi. Það er vænlegast að ræða við þau af yfirvegun að þetta sé eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um og hvernig við förum að því að passa okkur með sama hætti og við kennum þeim að gæta sín á öðrum hættum í umhverfinu t.d. umferðinni á leiðinni í skólann. Það er allt í lagi að segja að við vitum ekki öll svörin t.d. hvenær þetta er búið o.þ.h. en að við munum vera til staðar í hverju sem kann að koma upp.“

Munum að þessi staða er ekki varanleg „Samstaða og samkennd skipta miklu máli og þar eru Eyjamenn í sérflokki,“ sagði Ragnheiður aðspurð um góð ráð í lokin. „Munum að það er einstaklingsbundið hvernig við svörum þessum óvenjulegu aðstæðum tilfinningalega. Það er mjög eðlilegt að finna fyrir óróa og kvíða. Þessar aðstæður eru óvenjulegar og krefjandi og sumum líður alls ekki vel. Sýnum skilning, nærgætni og hluttekningu. Hjálpumst að, laumum nauðsynjum eða glaðningi til þeirra sem eru fastir heima og stöppum stálinu í hvort annað. Munum líka að sleppa ekki alveg taki á gleðinni. Smá gamansemi og léttur húmor getur nefnilega verið gefandi og gagnlegur hugsunarháttur sem getur klárlega hjálpað í erfiðum aðstæðum! Og að lokum, munum að þessi staða er ekki varanleg. Við getum öll hvílt örugg í þeirri vissu að á endanum líður þetta hjá. Senn er þetta allt að baki og eins og þrengingar í lífinu hafa tilhneigingu til, þá þjappa þær okkur saman. Við munum taka frá þessu reynslu og lærdóm. Og mögulega líka minningar um góðar samverustundir og skemmtilegar sögur að segja.“

Ragnheiður Sæmundsdóttir sálfræðingur hjá Fjölskyldu– og fræðslusviði Vestmannaeyja


HVÍTA HÚSIÐ: LAUFEY KONNÝ húsinu á þriðju hæð, notar það aðallega fyrir myndlistina en er einnig með lítið ljósmyndastúdíó og býður uppá passamyndatökur. “Hvíta húsið hefur algjörlega gjörbreytt öllu fyrir okkur listafólkið. Við höfum þegar haldið eina sýningu í Einarsstofu á síðasta ári og á þessu ári eru 3 sýningar planaðar, “segir Konný. Hún hefur aðallega verið að vinna í olíu en er núna aðeins farin að leika sér með klippimyndir, dúkristur og fleiri miðla. Hún hef líka síðustu ár gert eitthvað af tölvumyndum, mest með börn í huga en þó einnig stjörnumerkin.

Laufey Konný Guðjónsdóttir er ein af listamönnunum sem eru með aðstöðu í Hvíta húsinu. Við tókum létt spjall við hana Konný eins og hún er alltaf kölluð. Konný er fædd í Reykjavík árið 1960 og bjó þar fyrstu árin en ólst aðallega upp í Hafnarfirði. Þegar hún var 21 árs flutti hún til Vestmannaeyja og hefur búið hér síðan. Hún er í sambúð með Markúsi Björnssyni og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn. Hún byrjaði að vinna í fiski eins og flestir á þeim tíma en fór svo að vinna hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði. Þegar Konný flytur svo til Eyja byrjaði hún í fiski en fór svo að vinna hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum en hún hefur unnið hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja síðan 1988. Nám og námskeið Konný fór á sitt fyrsta myndlistarnámskeið hjá Finni teiknikennara árið 1994 og var þar einn vetur. Tók næsta vetur hjá Steinunni Einarsdóttur og var þar í nokkur ár. Hún hefur einnig sótt þó nokkuð mörg námskeið, bæði

á vegum Visku en flest á vegum Myndlistarfélagsins. Konný kláraði stúdentsprófið um fimmtugt og í framhaldinu ákvað hún að skella sér í Tækniskólann og fór í undirbúning að ljósmyndanáminu. Hún tók áfanga í Listrænni ljósmyndun í Menntaskólanum á Tröllaskaga, ýmis ljósmyndanámskeið, bæði grunnnámskeið en einnig studíó námskeið hjá Gassa og photoshop námskeið hjá Ólöfu Erlu. Fyrir 10 árum var Myndlistarfélag Vestmannaeyja stofnað. Þau voru nokkur saman sem tóku á leigu húsnæði til að sinna listinni og nú síðast voru þau í KFUM og K. Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja stofnað Á síðasta ári stofnaði hún ásamt nokkrum konum félagið Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja til að halda utan um allskonar listsköpun og hönnun. Í dag erum þau orðin 48 manns, af báðum kynjum en um 28 manns leigja í Hvíta húsinu. Mikil fjölbreytni er þar í listsköpun þó myndlistin sé stærsti hlutinn. Konný leigir sérherbergi í Hvíta

Innblástur frá náttúrunni Hennar helsti innblástur er Íslensk náttúra og er líklegast það sem hefur mest áhrif á hana, bæði formin í náttúrunni en einnig veðurfar og birtan á Íslandi. “Svo er alltaf gaman að fylgjast með öðrum listamönnum og hún horfir á ýmislegt efni tengt list á netinu.” Aðspurð að því hvernig hún myndi lýsa stílnum sínum segist Konný ekki endilega eiga einn stíl, hún hefur of gaman að því að prófa nýtt til að halda sig við einn stíl. “En yfirleitt eru myndirnar með einföld form og í sterkum litum. Sérstaklega er mikið um bláa litinn í myndunum. “ Hún hefur gert ansi margar myndir þar sem blái og hvíti liturinn voru einu litirnir í myndinni. Konný er með facebooksíðu og þar eru albúm með myndunum hennar sem eru til sölu ásamt öðrum myndum og hægt að hafa samband við hana þar ef fólk vill kaupa myndir. https://www.facebook.com/ konnyart/ Síðan er Art gallerý hjá Jóný og Þuru með prentverk af klippimyndum og málverkum frá henni til sölu.


SNIÐUGAR VEFSÍÐUR & FORRIT FYRIR BÖRN Í LEIK- OG GRUNNSKÓLA

HTTPS://MMS.IS/KRAKKAVEFIR

HTTPS://LAERUMOGLEIKUM.IS/


Kjúklingaborgari með stökkum parmesanhjúp - Uppskrift vikunnar -

Kjúklingaborgari með stökkum parmesanhjúp. Uppskrift miðast við 6 borgara. 2 dl hveiti 1 ½ tsk hvítlauksduft 2 msk þurrkuð steinselja salt og pipar 3 egg 4 dl brauðmylsna 2 dl corn flakes 1 dl rifin parmesan ostur 6 úrbeinuð kjúklingalæri 2 msk olífuolía Hamborgarabrauð.

Takið kjúklingalærin og veltið fyrst upp úr hveitiblöndunni, því næst eggjunum og loks mynslublöndunni. Raðið lærunum á bökunarplötu og bakið í 15 – 20 mín (eða þar til fullelduð).

Aðferð: Hitið ofnin í 200 gráður. Blandið saman hveiti og kryddum saman á disk. Brjótið eggin og setjið þau á annan disk og pískið. Bætið við þriðja disknum og blandið saman brauðmynslu, corn flakes og parmesan ostinum.

Jógúrtsósa 3 dl grísk jógúrt ½ hvítlauksgeiri, kraminn 1 dl fersk dill 1 msk olífuolía smá cayenne-pipar safi úr hálfri límónu

Á milli: Mozzarellaostur Fersk basilica Tómatar Klettasalat Jógúrtsósa /eða önnur fersk sósa að eigin vali

Kókosbolludraumur í ofni 1 stk banani 6 stk jarðaber 1 stk pera 1 stk epli 1 plata suðusúkkulaði 1 box kókosbollur Aðferð Allir ávextir skornir niður í litla bita og settir í eldfast form. Því næst er súkkulaðiplatan skorin niður og henni dreyft yfir ávextina. Loks eru kókosbollurnar skornar niður (þversum) og settar yfir allt og inn í ofn á 165 gráður í 15-20 mínutur eða þar til kókosbollurnar eru gullinbrúnar.


Skipulags og umhverfisfulltrúi Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitafélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulags- og umhverfismálum sveitafélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á netfangið: olisnorra@vestmannaeyjar.is

Í ljósi aðstæðna bjóðum við upp á að fara í út búð, kaupa inn og skutla vörunum heim að dyrum fyrir þá sem ekki treysta sér til þess. Innkaup allt að 10.000 kr. = 3.000 kr. gjald

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2020

SUDOKU


SUDOKU

ORÐARUGL

HAMINGJA GLEDI SAMVERA VIRDING VINÁTTA VON

FJÖLSKYLDA ÁST HLÝJA KNÚS


Minningarkort Alzheimer Stuðningsfélag Fjóla Sif Ríkharðsdóttir S:6990856 Andrea Guðjóns Jónasdóttir S:6947503 Rn: 0582-04-250626 Kt: 570316-0950

Bókaðu flugið á ernir.is M Þ M F Frá RKV

F

L

S

   

Frá VEY

Brottf.

Lent

7:15

7:40

15:45 16:10 17:30 17:55 8:00

 

8:25

16:30 16:55

 

18:15 18:40

Við fylgjum eftir tilmælum frá almannavörnum og höfum því lokað þar til annað segir. Kveðja, stelpurnar á Crispus.

Tannlæknar

Lokað vegna covid-19 til a.m.k 13.apríl 14. - 16. apríl Hjalti Þórðarson Ef einhverjar spurningar vakna er hægta ð hringja í síma 481-2772

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772

ÖKUKENNSLA

SNORRA RÚTS Kennslubifreið: Mercedes Benz C200-C01

• Akstursmat • Endurtökupróf • Ökuskóli

20 ára reynsla! Sími 692-3131

Nú þegar þjónusta við eldri borgara hefur breyst og verið aðlöguð að þeim takmörkunum sem almannavarnir hafa sett fram vegna Covid-19 veirunnar má búast við því að einhverjir eldri borgarar í Vestmannaeyjum fari að einangrast heima, þurfi stuðning, leiðist og/eða líði ekki vel. Því höfum við ákveðið að bjóða þessum einstaklingum, eða þeim sem hafa ábendingar um slíka einstaklinga að hafa samband við starfsmenn öldrunarþjónustunnar í síma 860 1030 og við skoðum hvað við getum gert og leiðbeinum um úrræði sem eru í boði. Einnig er hægt að senda ábendingu eða tölvupóst á solrun@vestmannaeyjar.is Við viljum einnig minna á hjálparsíma Rauða krossins 1717.


g i n n i e r e KOPAL 4 m u t i l i r k k e d í g e l n fáa

SKRÚFAR UPP, SMELLIR SAMAN, MÁLAR! EKKERT SPARTL!

KÓPAL 4 er sérlega hentug á stofur og víðar þar sem óskað er mattrar áferðar án þess að slakað sé á kröfum um þvottheldni.

/midstodin Strandvegur 30 / 481 1475 www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is

Profile for Leturstofan

Tígull 12.tbl 02árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Blaðinu er dreift á miðviku- og fi...

Tígull 12.tbl 02árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Blaðinu er dreift á miðviku- og fi...