1 minute read

NÁMSMAT Í FRAMHALDSSKÓLANUM Í VESTMANNAEYJUM

FRÉTTAHORN FÍV

Námsmat gegnir veigamiklu hlutverki í skólakerfinu. Þegar komið er í framhaldsskóla þarf lágmarkseinkunn til að standast áfanga og ef þeirri einkunn er ekki náð, þurfa nemendur að endurtaka áfanga. Einnig eru takmörk fyrir því hversu oft nemandi fær að endurtaka áfanga og ákveðnar kröfur um hversu marga áfanga nemandi þarf að standast til að halda áfram námi. Námsmat er í stöðugri þróun og í stað þess að nemendur fái einungis lokamat sem byggir á lokaprófi í lok annar, fá nemendur nú mat á því hvernig þeir eru að standa sig jafnt og þétt yfir önnina.

Advertisement

Í FÍV meta kennarar nemendur þrisvar sinnum yfir önnina. Fyrsta matið var í síðustu viku og kallast „vörðumat“, mat númer tvö er um miðja önn og þriðja matið fer fram í lok annar.

FÍV notar námsumsjónarkerfið Innu og þar geta nemendur og forráðamenn nemenda sem eru yngri en 18 ára séð matið frá kennurunum sínum. Gefnar eru einkunnirnar VTS, þar merkir V að nemandi sé að standa sig vel í öllum námsþáttum, T merkir að nemandi stendur ekki alveg undir þeim kröfum sem gerðar eru og S merkir að nemandi þarf virkilega að taka sig á til að geta náð þeim lágmarksárangri sem krafist er til að standast áfangann.

Einnig eru gefnar umsagnir í nemenda og veita endurgjöf til útbóta. Í því mati sem fram fer á önninni fá nemendur upplýsingar um frammistöðu sína.

Snemmtækt mat gerir nemendum kleift að bera kennsl á veikleika sína og hvar þeir gætu þurft viðbótarstuðning. Kennarar nota þessar upplýsingar til að ákvarða hvar þeir geta veitt frekari leiðbeiningar ásamt því að veita endurgjöf um þá þætti þar sem nemendur skara fram úr og aðstoða nemendur við að einbeita sér af þeim þáttum þar sem þurfa að ná sem mestum framförum. Í seinna námsmatinu sem fram fer um miðja önn gefst nemendum tækifæri til að ígrunda framfarir sínar. Nemendur sjá hversu langt þeir eru komnir og fá tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar ef þess þarf. Matið veitir þeim sem hafa staðið sig vel hvatningu til að halda áfram að vinna hörðum höndum. Lokamatið sem námsmatinu en í lokamati eru gefnar einkunnir frá 1-10 og er lágmarkseinkunn til að standast áfanga 5.

Námsmat gegnir mikilvægu hlutverki í framhaldsskólanum. Kennarar meta með hlutlægum hætti árangur fram fer í annarlok gefur nemendum heildarmynd af námsárangri sínu. Lokamatið er notað til að ákvarða lokaeinkunnir og veitir mikilvægar upplýsingar um námsstöðu nemenda. Hefur áhrif á áframhaldandi nám og atvinnutækifæri.

This article is from: