Vögguvísa

Page 1

VÖGGUVÍSA


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is


ELÍAS MAR

VÖGGUVÍSA brot úr ævintýri

með eftirmála og nokkrum slangurorðum og orðasamböndum

LESSTOFAN 2012


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is Vögguvísa: brot úr ævintýri eftir Elías Mar 3. útgáfa 2012 Rétthafi: © Óskar Árni Mar Eftirmáli: © Anna Lea Friðriksdóttir, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir,­Svavar­ Steinarr Guðmundsson, Þorsteinn Surmeli og Þórunn Kristjánsdóttir 2012 Lesstofan | Reykjavík | 2012 Öll réttindi áskilin. 1. útgáfa 1950 2. útgáfa 1979 3. útgáfa 2012 / 2. prentun, október 2012 Hönnun kápu: Hrefna Sigurðardóttir Umbrot: ÞS / Lesstofan Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, umhverfisvottuð prentsmiðja Tilvitnun á bakhlið kápu er úr Þjóðviljanum, 25. janúar 1951.

styrkti útgáfuna. Bókin er gefin út í samstarfi við

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda og rétthafa. ISBN 978-9935-9089-0-2 www.lesstofan.is


INNGANGSORÐ Elías Mar (1924–2007) var afkastamikill rithöfundur í upp­ hafi ferils síns. Hann hóf höfundarverk sitt með skáldsög­unni Eftir örstuttan leik árið 1946, þá aðeins tuttugu og tveggja ára. Þrem­ur árum seinna kom út önnur skáldsaga hans, Man ég þig löngum, en það var með  Vögguvísu árið 1950 sem hann sló rækilega í gegn. Sú bók bar hróður hans út fyrir landsteinana en hún var þýdd á þýsku átta árum seinna. Hann lauk svo við seinna bindi Sóleyjarsögu árið 1959 en hið fyrra hafði komið út fimm árum áður. Hann sendi einnig frá sér smásagnasöfn og ljóðabækur og þýddi skáldsögur og leikrit. Þá er ógetið smá­ sagna og ljóða sem hann birti í tímaritum. Þrjár fyrstu skáldsögur Elíasar eru gjarnan hylltar sem alfyrstu Reykjavíkursögurnar. Helsta ástæðan fyrir þeirri nafngift er sú að í þeim er hvergi að finna þá togstreitu sveitar og borg­ ar sem einkennir mörg skáldverk um miðbik síðustu aldar. Í skáldsögum Elíasar er ekki gefinn kostur á rómantísku aftur­ liti; þær eru samtímasögur og borgaralegt samfélag lykilatriði í þroskasögu aðalpersónanna. Sögurnar bera sterkan svip hver af annarri en þær fjalla um þrjá ólíka drengi á unglingsaldri. Þeir eiga það þó sammerkt að geta kallast táknmyndir þeirra

5


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is nútímalegu þjóðfélagshátta sem teknir eru að setja mark sitt á Reykjavík. Það hefur ekki verið dans á rósum að vera ungling­ur í ný­ stofnuðu lýðveldi. Í leit að föstum gildum og eigin stað í nýjum veruleika finnst persónunum þær vera rótlausar með öllu. Aðalpersóna sögunnar Eftir örstuttan leik drekkur vín ofan í amfetamíntöflur, ístöðulausi unglingurinn í Man ég þig löngum glímir við kynhneigð sína og Bambínó í Vögguvísu fremur glæp. Elías var metnaðarfullur í öllu sem hann tók sér fyrir hend­ ur. Við skrif  Vögguvísu lagðist hann til að mynda í viðamikla­ rannsóknarvinnu á tungutaki reykvískra unglinga og safnaði sam­an helstu slangurorðum og orðasamböndum úr máli þeirra. Safnið birtist í fyrsta sinn í heilu lagi á prenti í þessari útgáfu.

6


VÖGGUVÍSA eftir Elías Mar

Viðlag: Chi-baba, Chi-baba, chiwawa, Enjalawa cookala goomba. Chi-baba, Chi-baba, chiwawa, My bambino go to sleep.


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is


FIMMTUDAGUR Á maður annars nokkuð að vera að þessu? sagði sá þriðji, sá sem gekk aftar en hinir tveir, sá yngsti, varla meir en fermdur. Hinir litu ekki við, og önsuðu ekki. Baddi, ég fer ekki lengra, hélt hann áfram og stóð nú kyrr eins og hann hefði fest rætur í malbikinu. Þá litu hinir við. Þeir köstuðu sígarettunum frá sér, ­horfðu andartak hvor á annan, gengu síðan fast að pilti. Sá elsti og sterklegasti, hávaxinn karlmaður nærri tvítugu, andlitsdökkur og stóreygur, með djúpt skarð niður í enn­ið, leit alvarlegum aug­um, mildum, ekki vitund sposkum, fram­an í drenginn þar sem hann stóð; sagði síðan lágt, mjög lágt, eins og maður talar við son sinn: Bambínó. Þú kemur víst. Þú kemur með okkur. Og það er allt í lagi, ég redda þessu geimi. Já, Bambínó, hvern andskotann heldurðu maður fari að hætt­a við það, sagði hinn. Bambínó svaraði ekki og hélt áfram að standa kyrr. En ef allt kemst upp, og ef ekkert er að hafa, hvað þá? spurði drengurinn. Fyrirliðinn lagði höndina á öxl hans, mjög laust, kleip

9


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is ofurlítið í axlarstoppið, og sagði: Bambínó. Þú ferð ekki að svíkja okkur héðan af. Mundu að við erum að sýna þér traust. Svona. Þú kemur. Og nú varð augnaráð hans stingur. Bambínó hlýddi. Fyrirliðinn Baddi, þessi stóri og svali náungi, sem stelpur köll­ uðu Badda Pá, hann greikkaði sporið, fór spölkorn und­an hin­ um tveim; en þeir komu á eftir, fóru saman, hljóðir og hlýðnir, því í raun og veru áttu þeir margt sameiginlegt þótt Bambínó væri tveim árum yngri og mörg­um árum ólífs­reyndari. Sá sem gekk hér við hlið hans, svellgæinn og svingpjattinn Einar Err, hversu vel hafði sá fugl ekki komist út úr því hingað til, hvað sem löggan hafði reynt, og hversu­oft sem hann hafði verið kallaður niðureftir? Eða þá Baddi Pá? Jú, það var óhætt að fara lengra, það hafði svo margur gert annað eins. Þetta var ævintýri; Bamb­ínó var lentur í ævintýri, og svo kannske peningar, jafnvel allt þetta sem fæst fyrir peninga, og gatan mann­ auð, allar ­næstu göt­ur mannauðar eins og í kvikmynd, jú þetta­ var óhætt, að minnsta kosti alveg óhætt að fara svolítið ­lengra. Baddi Pá réð ferðinni. Bambínó var í engu utan yfir sér, og það voru hinir ekki held­ur. En Bambínó var kalt, því það var alltaf að aukast frostið eftir því sem leið á nóttina. Og þó gat ­þetta eins verið því að kenna, að maður var farinn að þynnast upp, og allt vín búið fyrir löngu. En hvað um það? Bambínó var hljóður og hlýðinn. Og hann ákvað að segja ekki orð, held­ur steinþegja, ganga rakleitt á eftir Badda Pá, hvert sem hann færi, og hvað sem sér yrði kalt. Þetta var ævintýrið, og ævintýrið krefst þess alltaf að maður standi sig. Þetta­var nýtt. Ekki það sama og áður, nei, aldrei áður hafði hann verið hafður með í alvarlegum bissness, aldrei fyrr en nú. 10


Síðan nam Baddi staðar við húshorn, svipaðist um, stóð þráðbeinn með hendur fyrir aftan bak, og hinir gengu að honum. Statt þú hér, Einar, sagði hann. Því þá hér? spurði Einar. Þú fylgir mér eftir, Bambínó, sagði fyrirliðinn. Bambínó leit andartak framan í þennan félaga sinn, sem nú var að sýna honum meira traust en nokkur hafði sýnt honum fram til þessa. Og hann sagði ekki neitt. Vinur hans brosti, en ekki mikið. Láttu mig heldur koma með þér, sagði Einar. Baddi varð alvarlegur, á andlit hans kom þessi sérkenni­legi, öruggi svipur, sem hafði öðru fremur gert hann að foringja, og orðin af vörum hans heyrðust varla þegar hann hvíslaði: Fífl. Þú stendur hér. Hann hefur aldrei verið með í neinu. Hann er edjót. Hvað veit ég nema hann myndi ­strjúka héðan og beint í lögregluna, ef maður skildi hann eftir? Komdu Bambínó. Bambínó hlýddi, og Einar hlýddi, kveikti í nýrri síga­rettu, brá hendinni upp að höfði sér og glotti: Well, good-bye! Have a good time! Það var baklóð, og steinsteypt eins og pakkhúsgólf. En frá þessu steypta gólfi var ekki mannhæð upp í gluggana, það var rétt í öxl á Badda. Drengurinn leit á foringjann, og nú var hann reiðubúinn að gera allt sem Baddi Pá vildi, allt sem nauðsynlegt var að gera eins og komið var, allt það sem góður vinur og klár gæ myndi leggja á sig í hasarmynd, þar sem allt er und­ ir því komið að vera fljótur að átta sig og hræðast ekki. Já, hann skyldi fylgja Badda Pá gegnum þykkt og þunnt. Og svo

11


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is var þetta­heldur ekkert erfitt, að minnsta kosti ekki enn; Baddi­ nam staðar, glotti að vísu, en það var alvöruglott, kannske svo­ lítið spyrjandi, — það gat verið, að Bambínó gæfist upp. En dreng­urinn ætlaði ekki að gefast upp, nei, aldrei. Hann beið eftir því, að fyrirliðinn hæfist handa. Þeim fór ekki orð á milli. Baddi Pá teygði sig upp með veggnum, náði í krók sem hélt glugganum opnum, greip um hann þessu fína og örugga taki, sem drengurinn á eftir að muna svo lengi sem hann lifir, brá honum úr lykkjunni og lét hann síga niður að gluggakarminum, hljóðlaust og varfærnis­ lega, því ekk­ert lá á. Svo hvíslaði hann, og glotti: Nú ferð þú fyrst, Bambínó.­Og Bambínó ætlaði að hlýða; hann hafði ásett sér að gera allt sem Badda Pá fyndist rétt og nauðsynlegt. En þá var það Baddi sem hóf sig upp í gluggakistuna, fimlega og hljóðlaust, stóð fyrr en varði inn­an við múra þessa dularfulla­virkis í trássi við bókstafinn og gaf drengnum merki um að ­fylgja sér eftir. Héðan af var ekki hægt að snúa við. Nei. ­Bambínó skyldi ekki láta það um sig spyrjast, að hann hefði snúið við þegar svo var komið. Og hann teygði sig upp, tók við gripum Badda Pá, þetta var eins og að drekka vatn, hann var kominn upp í gluggakistuna, steig innfyrir, hafði lög og rétt að baki, sigur­vegari yfir allri hræðslu, já, hann hafði aldrei verið viss­ari og öruggari, aldrei stoltari, eftirvæntingarfyllri, nei, aldrei lifað fyrr en nú, þetta var að vera maður, ekki barn, þetta gólf undir fótum manns, og nótt, þetta var að sigrast á barna­ skapnum, vera fermdur; og Baddi Pá: öruggur, djarfur, — vinur sem hafði treyst honum; Bambínó dró and­ann djúpt. Þetta var skrifstofa. En hann stóð kyrr úti við glugga­ kistuna; það var Baddi Pá sem hélt áfram inn í herbergið

12


við hliðina. Hurðin á milli var ólæst, og þar voru ekki ­fleiri herbergi­samliggjandi. Þarna var önnur hurð, og þaðan var farið út á gang. Bambínó fylgdist með hverri hreyf­ingu Badda Pá, hvernig hann svipaðist um í myrkrinu rólegur og athugull og gaf drengnum auga annað slagið, uns hann setti­hnykk á höf­uðið til merkis um að hann skyldi koma innfyrir. Bambínó gekk innfyrir. Baddi Pá opnaði skrifborðsskúffu. Þar lá sígarettuveski og gljáði í daufum tunglbjarma. Bambínó mætti augnaráði Badda, og Baddi hristi höfuðið. Það þýddi, að veskið s­kyldi liggja ­kyrrt, síðan renndi hann skúffunni gætilega inn í borðið aftur. En varla hafði skúffan lokast, þegar fyrirliðinn tók viðbragð, augu hans urðu hvöss og munndrættirnir slakir, eins og hann sæi eitthvað sem fengi honum viðbjóðs. Bambínó varð litið í sömu átt, og það sem Baddi Pá hafði séð, fór heldur ekki framhjá drengnum: Hurðin á peningaskápnum féll ekki að stöfum. Það var ekki nema andartaksstund sem Bambínó sá það á svip foringjans, að hann varð undrandi, jafnvel hik­andi, og það var í eina skiptið sem hann hafði orðið var við það, að nokk­ ur hlutur kæmi Badda Pá á óvart. Í sömu andrá stikaði ­Baddi að peningaskápnum, hvass á brún, aft­ur jafn öruggur og varfærinn sem jafnan fyrr, ýtti þungum stól gætilega til hliðar, staðnæmdist við skápinn og opnaði hurðina. Það er undarleg tilfinning að snerta á peningaseðlum í bunk­ um. Það er eins og að halda á innyflum manns, sem maður hef­ ur drepið. Þetta skrjáfar ekki millum fingranna eins og einn og einn seðill, heldur er þungt og óþjált líkt og það vilji skreppa­úr greipinni niður í skítinn; maður stingur þessu í vasana, einum bunkanum í vinstri brjóstvasann, það er hjartað, tveim í þann

13


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is hægri, það eru lungun, þeim fjórða og fimmta í annanhvorn jakkavasann og það eru innyflin úr kviðarholinu, þar sem eftir­ væntingin býr, löngun manns öll, þessi óhreinu líffæri, maður treður þeim í vasann, veit ekki fyrr til en skápur­inn er tómur, líkið svívirt, leikurinn hefur náð hámarki, og þá fylgir maður skipuninni að flýja staðinn, rennir sér niður úr glugga­kistunni, kemur óþarf­lega hart niður í steinsteypt portið, og húsavegg­ irnir bergmála skóhljóðið út á götuna, það er ­næmi myrkursins og næturinnar á fótatak manns þegar maður er á flótta. Þannig er ævintýrið tekið við í lífi unglingsins, og eftirvæntingin rík.

Baddi Pá opnaði dyrnar að herbergi sínu. Það var lítið herbergi,­ dívan, borð, stólar, grammófónn, plötur, mynda­blöð, föt uppi á vegg. Húsráðandi kveikti ljós, dró gluggahengið fyrir, læsti dyrunum og sagði uss. Síðan gekk hann að borðinu, gaf Bambínó merki um að tæma vasana, en sjálfur geymdi hann ekkert. Bambínó lagði á útbreitt Morgunblað nokkra seðlabunka, mest fimm­tíu­kalla, og eftir talninguna kom í ljós, að fengurinn var tíu þúsund krónur. Baddi Pá taldi seðlana í lágum hljóðum, enginn sagði neitt fyrr en því var lokið. Þá tautaði Einar Err: Það sem skiptir öllu máli og reddar heila bakaríinu er það, að þeir eru gamlir. Right you are, sagði Baddi Pá og jafnaði bunkann. Hvurnig? spurði Bambínó. Jú, sjáðu til, kunningi, ansaði fyrirliðinn. Það er hægt að hafa upp á nýjum seðlum, sem liggja í réttri röð eftir banka­ númerunum. Sumir hafa það fyrir venju að skrifa númer seðlanna hjá sér. 14


Bambínó skildi þetta ekki gjörla, en spurði einskis frekar. Baddi Pá tók upp sígarettur og bauð hinum. Við skiptum svo jafnt, sagði hann. Nokkur stund leið. Það var þessi undarlega bið eftir laun­ un­um, alveg eins og þegar maður fær útborgað í pakk­húsinu, enginn munur, nema þetta var nótt. Eftir skipt­inguna stakk Bambínó þriðjungi auðæfanna í brjóstvasa sinn, ríkur maður, miklu ríkari en nokkur sem hann ­þekkti, að félögum hans undan­skildum, óendanlega ríkur. Og spenntur. Svo skiptum við til helminga, sagði Baddi við Einar Err. En þegar því var lokið færðist að nýju þunglyndis­svipur yfir and­ lit Badda Pá, augu hans urðu hvöss og sting­andi, og hann blés reyk gegnum nefið. Nú ríður á því, að við séum klárir, sagði hann. Enginn af okkur má láta nappa sig vegna heimskulegs kjaftagangs og fljótfærni. — Hugsið ykkur bara hvað við höfum verið hund andskoti heppnir. — Hugsið ykkur, að það má telja­þá á fingrum­sér, sem hafa gert jafn snjallan hlut hér á ­landi og við höfum gert í nótt. Og hugsið ykkur svo, hvílíkir aumingjar og óviðbjargandi ræflar við værum, ef við létum komast upp um okkur héðan af. Þið vitið, að mér getið þið treyst. Og ég hefði aldrei haft ykkur með mér, ef ég hefði ekki borið ótakmarkað traust til ykkar. Þögn. Það er ekki svo oft sem fyllirí manns borga sig, tautaði ­Ein­ar Err, glotti dauflega, og skein í tvær tennur fram yfir neðri vörina. Bambínó leit á Badda Pá, og Baddi Pá kveikti í annarri sígarettu með þeirri fyrri, en svaraði ekki.

15


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is Hvað ætli karlinn geri? sagði Bambínó eftir nokkra þögn. Þessu svaraði Baddi Pá og blés reyknum í þunnum mjóum strók upp í loftið: Arngrímur? Hvað ætli hann geti gert? Ég er hundrað prósent viss um að hann kemst aldrei á sporið, ef við kunn­ um að þegja. Svo er það þetta: Manni liggur ekkert á að eyða þessu.­Það er nógur tíminn. Þið munið eftir gutt­unum sem nöppuðu fimmkallaglásinni í hittiðfyrra, þeir byrjuðu strax að eyða þeim daginn eftir og fá þeim skipt fyrir stærri seðla. Alveg eins og fífl. Hvað lá á? — Hvað lá á að kaupa reiðhjól, föt, vín, mellur, jafnvel ríða hestum? Ég varð svo sár þegar ég las þetta í blaðinu, að ég fór hing­að upp, henti mér út af og beit í kodd­ ann minn af illsku. Þvílíkur bölvaður skepnuskapur að kunna ekki einusinni að fara með stolna peninga. Það er ekki von að svona menn kunni að fara með kaupið sitt. Þeir eiga ekki ann­ að skilið en komast undir mannahendur. Þögn. Einar Err blés tóbaksösku af nokkrum grammófónsplöt­ um. Bambínó lygndi augunum þreytulega og hafði drepið í síga­rettunni. Hvorugur hafði nokkru við að bæta. Fyrirliðinn Baddi Pá studdi olnbogum á hnén, tuggði eldspýtu, róleg­ ur, skarpleitur, eins og hann hefði lesið þunga fræðigrein út í æsar. Honum var ljóst að þeir biðu eftir því, að hann segði eitt­hvað. Og hægt og lágvært sagði hann: Já, strákar. Þetta er allt í lagi. Ég held að karlandskotinn eigi fyrir þessu. Þetta er múrað helvíti bak og fyrir. Hugs­ið ykkur. Karl faðir minn hef­ ur sagt mér, að þegar þeir léku sér saman strákar fyrir vestan, þá hafi þetta montna búðarlokuræksni ekki um annað hugsað

16


en peninga, ­reyna að svindla, reyna að hafa vald yfir öðrum. Þegar hann var ­krakki og var með í eninga meninga súkkandí, gat hann aldrei haft það rétt, heldur sagði alltaf eninga peninga, því hugsun hans var strax í bernsku tengd við peninga. Svo á sá maður ekki skilið að hafa fjármuni með höndum, sem gleym­ir að loka peningaskápnum og opnar skrifstofuglugg­ann upp á gátt þegar hann fer heim. Hinsvegar getur vel verið að Arngrím muni ekkert um tíu þúsund. Hann stelur öðru eins sjálfur. Hann er fífl. Hann klæjar í heilanum, sagði Einar Err. Ég gæti sagt af honum gantalegar sögur, en ég nenni því bara ekki. Fífl, og ekki fífl, sagði Baddi Pá. En, vel á minnst, strákar, hvað hafið þið hugsað ykkur að gera við aurana? Bambínó greip um hjartastað, Baddi Pá skyrpti eldspýt­unni út í loftið, Einar Err tók upp sígarettu. Ég legg til, að við geymum peningana hér; allir. Að minnsta­ kosti fyrst í stað. Við getum tekið eitthvað af þessu­strax, en við förum ekki að ganga með þetta á okkur. Ekki undir nokkr­ um kringumstæðum, sagði Baddi Pá. Bambínó fylgdist með því sem hann sagði eins og eftir­ tektarsamur krakki á skólabekk. Einar Err stundi, kveikti í sígarettunni og tautaði: Ja, því ekki það. Þetta smáræði má svosem liggja hér eins og annarsstaðar. En segðu mér Baddi, af hverju skildurðu veskið eftir? spurði Bambínó. Veskið? hrópaði Einar Err og missti sígarettuna. Teikadísi. Teika dísí. Baddi rétti úr sér, opnaði munninn eins og í geispa, reis hægt á fætur og glotti:

17


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is Verið ekki svona æstir. Hver hefur gagn af sígarettuveski með nafni eigandans innan á, jafnvel þótt það sé úr gulli?

Það voru stór græn borð á sex fótum og nokkrir stæl­gæj­ar umhverfis, reykur í loftinu, þetta var billjard. Meðal þriggja­náunga­ sem komu inn var lítill gutti, dökkhærður, klæddur dökkum föt­um, og bindið í stórum hnút, hárið í brúsk fram á ennið; það var Bambínó. Hann gekk að einu borðinu, pikkaði í hand­ legg kunningja síns, halló, smeygði sér úr jakkanum og greip kjuða. Hvað er að sjá! Þú leikur þér bara með sjöið og ballann! Kommon, ég skutla sjöinu í horn fyrir þig. Jú sí! Hei, mikið djöfulli liggur vel á þér! hrópaði kunninginn. Hvað hefur komið fyrir? Ekkert. En af hverju ertu svona klæddur? Þú ert þó ekki farinn að rúbba þér í sparidressinn á morgnana? Hefur náttúrlega dáið í nótt, ha? Skiptu þér ekki af því kunningi. Ég blæði kók. Halló, — tvo kók! Margvíslega litum kúlum raðað á græna borðið; kjuði slíp­ aður; lag blístrað, þetta lag sem allir blístra að morgni­dags og dansa eftir á kvöldin: Chi-baba, Chi-baba. Síðan komu fleiri gúbbar inn og vildu vera með í spilinu, og Bambínó blæddi á þá kók, alla. Helvíti ertu ríkur í dag Bambínó! Af hverju fórstu­ ekki í vinnu? Af hverju ertu svona uppskveraður um þetta leyti?­Hvað stendur til? Ekkert. Bambínó geispaði.

18


Hann miðaði á kúlurnar sallarólegur. Þetta var snóker, sú teg­und af billjard sem Einar Err spilaði oftast upp á pen­inga, ef hann þá átti einhverjar spírur í vasanum. Einar Err; hvar skyldi hann vera núna? Hann skyldi þó ekki fara á það, þvert ofan í fyrirmæli Badda Pá? Bambínó vildi aldrei spila snóker upp á peninga. Reyndar ætlaði hann að bregða út af þeim vana á næstunni, kannske í dag, ef hann rækist hingað inn aftur. Þeir skyldu ekki hafa ástæðu til að fara endalaust með vísuna sem glæponinn og leirskáldið Snafsi hafði hnoðað saman um hann, allir voru með á tímabili og ennþá heyrðist sungin við eitt­hvert æðisgengið lag sem Bambínó hafði aldrei getað haft gam­an af. Hún var svona: Bambínó blók er að blæða í snóker, prettar í póker með plat-jóker. Nei, þeir skyldu sjá það bráðum að hann ætti alltént ­nokkrar radísur til að leggja undir, en hann ætlaði bara ekki að gera það strax. Það myndi Baddi Pá aldrei samþykkja. Baddi Pá var hins­vegar sniðugri en þeir allir samanlagðir. Það hafði hvesst með morgninum. Og annað slagið skellt­ ust ókræktir gluggar billjardstofunnar upp á gátt, svo að kófið minnkaði um stundarsakir og svali barst inn. Það var engu líkara­en kofaræksnið gerði uppreisn gegn þeim sem inni voru og þyrfti að anda að sér hreinu lofti. Bambínó var hrollkalt; hann hélt áfram að geispa. Að sjá þig drengur! Hvað varstu eiginlega að gera í nótt? sagði einhver. 19


SVINGPJATTAR OG VAMPÍRFÉS Um Vögguvísu eftir Elías Mar

Unglingar, aðstæður þeirra og menning Fimmtudaginn 23. október 1947 var kvikmyndin Göngu­för í sólskini (A Walk in the Sun) sýnd í Nýja bíói.1 Ætla má að fjöldi unglinga hafi séð myndina, rétt eins og aðrar ræmur frá bandarísku draumaverksmiðjunni á þessum tíma. Maður get­ur ímyndað sér að Bambínó, aðalpersóna skáldsög­unnar  Vöggu­ vísu, strákurinn sem flækist í innbrot, hafi verið í hópi bíógesta.­ Hann hefur þá kannski setið við hlið hins nýja félaga síns, Badda Pá, í myrkum salnum og hugsað um atburði síðustu­ næt­ur. Á undan Gönguför í sólskini var sýnd heimildarmynd­ in Baráttan gegn ofdrykkjunni sem fjallar um drykkjuvandamál í Bandaríkjunum. Í salnum hef­ur Bambínó beðið spenntur eftir að Dana Andrews og fleiri bandarískir hálfguðir birtust á tjaldinu: Rautt tjald; og inn í þennan sal berst aldrei sólarljós. Margir bekkir; þetta er musterið í dag. Hér nálgast maður guð sinn, hver svo sem hann er og hvað sem hann heitir, mér er alveg sama, ég bíð bara eftir því, að tjaldið sé dregið frá.2

Unglingar um miðja síðustu öld sóttu fyrirmyndir sínar einna­helst á hvíta tjaldið þar sem þeir gátu horfið inn í heim

127


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is kvikmyndastjarna sem „eiga heima í fallegu umhverfi stór­ borga og paradísargarða“ sem heitir víst Beverly Hills, „annars er sama hvað það heitir, það er bara einhversstaðar í Amer­ íku.“ (30) Á stríðsárunum og næstu áratugi á eftir sótti ungt fólk í meira mæli en áður í kvikmyndahús enda fjölgaði slíkum hús­um mjög með hersetunni. Kvikmyndir urðu ásamt þýddum sögum og dægurlögum ein helsta gátt ungmenna inn í aðra menningarheima og íslensk menning fór að taka stórstígum breytingum. Vögguvísa fjallar um þá nýju menningu sem er að verða til, nánast fyrir augum höfundarins – og setur mark sitt á sögusvið, atburðarás, persónur og byggingu verksins. Vögguvísa gerist á tæpum fjórum sólarhringum, hún hefst aðfararnótt fimmtudags og lýkur á sunnudagskvöldi. Í upphafi sögu brýst Bambínó, sem er „varla meir en fermdur“ (9), inn í heild­sölu Arngríms Arngrímssonar í slagtogi við svolítið eldri vand­ræðapilta og stelur tíuþúsund krónum. Helgin sem í hönd fer hverfist um glæpinn; að láta ekki koma upp um sig, kvíða og spennu yfir „niðurlag[i] ævintýrisins“ (96). Þegar  Vögguvísa kemur út var Reykjavík að verða allsherjar tákngervingur nútímalegra þjóðfélagshátta en að því stuðlaði ekki síst bandarísk herseta og erlent fjármagn. Þéttbýlismyndun jókst þegar sveitamaðurinn sá sæng sína upp reidda og yfirgaf bæ sinn í von um betra líf og bætta afkomu í launaðri vinnu í hinni verðandi borg. Nýir lifnaðarhættir borgarmenn­ingarinnar urðu sífellt fyrirferðarmeiri en komu ekki alltaf vel við þá sem eldri voru og rótgrónir í hefðbund­nu sveitasam­félagi.3 Börnin sem fluttu á mölina voru hins veg­ar fljót að skilja­við hefðir og venjur sveitarinnar og verða eitt með borginni. Þau unnu nú ekki lengur við hlið foreldra eins og í sveitinni enda gátu báðir

128


foreldrarnir verið útivinnandi. Börnin urðu hvort tveggja í senn frjáls og iðjulaus þar sem fjölskyldan var ekki jafnmikið saman og fyrr. Vart verður við þessar breyttu heimilisaðstæður í sögunni. Þegar Bambínó kemur heim til sín á sunnudagsmorgni, þreytt­ ur og svangur, finnur hann foreldra sína hvergi. Litla systir hans „flatmaga[r] á stofugólfinu með skæri og pappír, hljóð, glóhærð og bláeyg, og l[ítur] ekki upp“ (103). Bambínó snýr sér að systur sinni: Hvar er mamma? spurði hann. Veit það ekki, sagði hún upp úr dundi sínu. En pabbi? Veit það ekki, sagði hún. Og pilturinn fór úr jakkanum, fleygði honum á stólbak og henti sér ofan á dívan­inn undir glugganum. Það var tekið að skyggja, og úti fyrir hlóð niður hvítum léttum snjóflygsum líkt og fiðri úr gamalli sæng. Bara að litlasystir væri orðin svo stór, að hún gæti komið með sæng og breitt­ofan á hann [...] Ef mamma væri heima, myndi hún breiða teppi yfir drenginn sinn, hjúfra það að hon­um, án þess að segja­ neitt, lofa honum að sofna þegar hún væri búin að gefa honum bita og eitthvað volgt. En nú var hún hvergi nærri. (103–104)

Móðir og faðir Bambínós skilja ekki hvað gengur að drengn­ um, hvers vegna hann hagar sér ekki á sama hátt og þau gerðu­ á hans aldri. Pilturinn þekkir heldur ekki hugmyndaheim foreldr­ anna. Kynslóðabilið í samskiptum feðganna verður greinilegt þegar pabbinn, „miðaldra verkamaður sem pilturinn þekk[ir] lítið“ (104), reynir að skýra fyrir honum kreppu­og bág kjör á árunum fyrir stríð:

129


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is Líklega ætlar þér að veitast erfitt að vaxa upp, Bjössi litli. Má vera, að þú þekkir of lítið fátæktina. Sem betur fer höfum við haft nóg fyrir okkur undanfarin ár. Hvernig færi fyrir þér, ef þú þyrftir að lifa lífi verkamannsins eins og það var þegar ég var ungur? Hvernig værir þú undir það búinn að láta skrá þig á atvinnuleysingjalista­ dag eftir dag í von um að fá atvinnubótavinnu á kreppuárum? Bjössi litli, hlustaðu á það sem ég segi. (106)

Lítið sem ekkert fer fyrir foreldrum annarra unglinga í sög­ unni en það undirstrikar enn frekar rofið milli kynslóða. Það er þó ekki bara gjá milli unglingsins og fullorðinna heldur líka hans og barna. Þannig má að minnsta kosti skilja frásögn­ ina af Leifi, æskuvini Bambínós, sem er aðeins árinu yngri en hann, en er þó barn, enda ófermdur. Leifur eyðir frítíma sínum í kjall­aranum heima þar sem hann hefur komið sér upp litlu verkstæði. Hann fer ekki í bíó mörg­um sinnum í viku, spilar hvorki billjard né hangir á kaffihúsum, er ógreiddur og klæðist peysu, býr sjálfur til sína hluti og sker höfðaletur í rauðviðarfjöl. Veröld Leifs er sem hrópandi andstæða við neyslumenn­ ingu unglinganna í sögunni. Vestræn dægurmenning var tekin að móta upp­eldi ungra Reykvíkinga og gjörbreyttir tímar gengu í garð. Bandarísku hermennirnir og allt sem þeim fylgdi var Íslendingum væg­ ast sagt framandi og unga kynslóðin hreifst með á svipstundu.­ Á stríðsárunum þrömmuðu ekki aðeins hermenn um götur Reykja­víkur „heldur líka ungir verkamenn sem voru að gera sér glaðan dag með fulla vasa fjár og gáfu skít í borgara­lega umgengnishætti“.4 Breytingarnar höfðu vitaskuld í för með sér umrót þar sem gróin gildi mættu nýjum straumum að vestan.

130


Þessar sviptingar birtast hvað skýrast í nafni aðalpersón­unnar, því Bambínó heitir í raun Björn Sveinsson sem er fullkominn viðsnúningur á nafni fyrsta forseta lýðveldisins.5 Persónur sögunnar sækja talsmáta, hegðun og lífsmáta til bandarískrar fjölda- og neyslumenningar. Þær vitna í Hollywoodmyndir, klæðast eftir nýjustu tísku frá Ameríku, hlusta á plötur, drekka kók, tyggja Wrigley’s tyggigúmmí – þetta „lífs­ nauðsynlega meðal[…] við taugaóstyrk og sveitamennsku“ (86) –, stytta sér stundir í sjoppum og á billjardstofum og lesa glans­tímarit, teiknimyndasögur og þýdda reyfara. Heima hjá Kjuða, einum úr hinum nýja kunningjahópi Bambínós, má sjá sýnishorn af þessari „útlensku innrás“: „Þarna var stafli­af bíbopp- og heppkattaplötum, annar stafli af amerísk­um glanspappír heftum, það voru myndablöð, tískublöð, kvikmyndaleikaraannálar og súpermannahistoríur.“ (81) Þar er líka úrval bóka, aðallega þýðingar, sem allar komu út á árunum 1944– 1950 hjá Vasaútgáfunni og eiga það sameiginlegt að fjalla um háskaleg ævintýri, sérstaklega í Vesturheimi: „Íslenzk­ir hnefar, Gegnum hundrað hættur, Í vesturvíking, Eineygði óvætturinn I–II og Percy hinn ósigrandi í fjórum bindum.“ (82) Þýðing­ arnar voru misjafnlega úr garði gerð­ar en það kom ekki í veg fyrir að unglingarnir hámuðu þær í sig og lifðu sig inn í hlutverk sögupersóna. Stundum finnst Bambínó hann beinlínis vera bandarískur, klæddur amerískum vinnufötum, hárið greitt í brúsk fram á enn­ið „eins og strákarnir í myndunum, reyfurunum eða hasarblöðunum“. Sérstaklega kemur þetta upp í honum þegar hann hefur „farið í bíó“ (88) enda skynjar kvikmyndahúsgesturinn „götuna fyrir utan sem framhald af kvikmyndinni sem hann

131


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is Ódó ótugt Ókei (upphrópun) allt í lagi, mér er sama, ágætt, eðlilegur (stigbreytist yfirleitt ekki, stundum þó með orðun­um fremur, meira, eða mest › hann er mest ókei af þeim öllum) Ókídókí ek. gleðiupphrópun, líkt og allt í lagi, hæ eða þessháttar Ólétta barngetnaður, barnsfarir, barnsburður, ástand ófrískrar konu Ósmart (eða ósmartur) ljótur, gamal­dags, heimskur Padda vínflaska Parkera leggja bifreiðum Parkeríng viðstaða bifreiða (t.d. meðfram gangstéttum) Partí samkvæmi, samsafn (bridge-partí, vöru-partí) Pera persóna, persónuleiki, heili, gáfnafar › hann er *grænn í perunni Pikkless ósamlyndi, sundrung, uppnám Pilla óleikur (sem e-m er gerð­ ur), ádrepa af óþægilegasta tagi › pilla á e-n Pinni vínfleygur, stráklingur Píp vitleysa, rökleysa Pípa flauta Pleija spila á hljóðfæri Plimsollari lélegt veiðiskip (dregið af nafni enska ráðherr­ans Plimsoll) Pressó (e. expresso) kaffistofa í Rvík

Prógramm efnisskrá, dagskrá, áætlun Punda gerja á e-m, hella úr skálum reiði sinnar Púkó durnalegur, gamaldags, ljót­ur ásýndum Pæ smáfríður unglingur Pæja stelpa, ung stúlka Pöddu pöddufullur Quislingur (oft skrifað með k) föðurlandssvikari, krónu seðill Radíógrammó útvarps grammófónn Radísa eyrir (*billjard-mállýska) Raserí skapillska, reiði Redda bjarga e-u við, hjálpa e-m, lána e-m e-ð Ríki (oftast notað með greini) Áfengisverslun ríkisins Rokk rock-n'-roll-dans Rokkari sá sem dansar rock-n'-roll Rómó stytting úr rómantískt Rúbba sér í dress flýta sér að hafa fataskipti Rússi nýstúdent Rúta (eða rútubíll) áætlunarbif­ reið, áætlunarferð Ræsa vekja e-n Ræsari sá sem vekur e-n Salatfatið bifreið lögreglunn­ ar (sú sem hún notar til mannflutninga) Salí sæll, værukær, þægilegur (t.d. bíll)

154


Salla mjög, afar- › sallarólegur, salla­fínn, að lumbra á e-m bókstaflega eða með orðum › ég sallaði á hann; leggja byrðar á e-n Sardínan bifreið lögreglunnar (sbr. *salatfatið) Sats (eða sarts) blýstafasam steypa Seif öruggur Sella félagsdeild (aðallega notað um deildir í félagssamtökum kommúnista), klefi (t.d. einangrunarklefi í fangelsi eða geðveikrahæli), fruma Settla að greiða úr e-u, jafna eitt­ hvað (einnig › sjattla) Sexappíll kynlöðunarhæfni, útlit sem höfðar til kynhvatar (e. sex appeal) Sippa að fara á fyllirí Sjalúsí afbrýðissemi Sjans tækifæri, tilboð, möguleiki Sjeik kvennamaður, mjólkur drykkur Sjoppa sælgætis- eða kaffisölukrá Sjó (hk.) sýning Sjúr viss um e-ð Sjæna sig að þvo sér, að búa sig betri flíkunum Skella að fara á fyllirí (einnig › að skella sér út í það Skott afturgeymsla í bifreið Skrjóður lélegur bíll Skvera að fara í flýti › að skvera sér austur fyrir fjall

Skvísa ung stúlka Skæs gaman, gamn, tilgangur eða meining með e-u Skæsar (eða skæsur) peningar (jhljóð heyrist ekki milli k og æ) Slark ófær vegarkafli bifreiðum sök­um aurbleytu Slá að fá peninga að láni, að sníkja peninga Slá met setja nýtt met Sláttur lántaka Smart fallegt, nýtískulegt, viturlegt Smátripp stutt eða skammvinnt ferðalag Smók reyking, það sem reykt er (vindl­ar, vindlingar, pípa), eitt innsog reyks › gef mér smók, leyfðu mér að reykja eitt innsog Smóka að reykja sígarettu Snasa að hafa e-n að fífli Sniðugur skemmtilegur, fyndinn, vitur­legur, frumlegur Snobb höfðingjasleikja, uppskafning­ur (e.t.v. úr lat. sine nobilitate) Snobberí (eða snobb­ ismi) uppskafnings­háttur, sleikjuháttur (einnig er talað um › að snobba niður fyrir sig, þ.e. að hafa mætur t.d. á bóhemlifnaði, rónahætti, fátækt o.þ.h.) Snóker sérstök tegund af *billjard

155


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is Sorrí leiður, daufur í dálkinn, iðrunarfullur Só long (ng framborið eins og í s. söngla) vertu sæll á meðan! Sódari kynvillingur Sódó kynvillingur Spana að flýta sér Spasl krít sem sett er í holur á ófullgerðum steinveggjum húsa (þar af s. spasla) Spennó spennandi, æsandi, skemmtilegt Spíra krónupeningur (*billjard-mállýska) Spítalavínk ill meðferð í slagsmálum Splæs eyðsla, eyðslueyrir, vasa­ peningar, kostnaður Splæsa kosta til einhvers, eyða fjármunum (einnig er talað um › að splæsa kaðal, þ.e. að búa til lykkju á kaðal með því að flétta­trosnaðan enda hans inn í kaðalþættina) Stand bæ tilbúinn, reiðubúinn, stundvís, stöðugur, linnulaus Starta að koma e-u af stað, að hefja e-ð Startlykill sjá *sviss Steppa út að fara að heiman, að fara í veitingahús, eða á skemmtun Stjarna frægur kvikmyndaleikari (einn­ig notað öðrum þræði um fræga listamenn í öðrum greinum)

Stóker sjálfvirk kolaskófla (vél) í verksmiðjum Stríta (óalg.) gata Stræka að gera verkfall, að tráss­ ast við e-u Strækur verkfall Strætó strætisvagn Stæll heildarsvipur, skoplegt útlit, nýtískulegt útlit, samræmi Stöngull vindlingur, sígaretta Súkkulaðivagn vagn eða bíll kamrahreinsara Svaða- (forsk.) feikna-, merkis- › svaðagæi Svalur djarfur, ófeiminn Svartfugl lögregluþjónn Svartidauði brennivín (orðið búið til af Árna Pálssyni prófessor) Sveitamaður auli, sá sem kem­ur bjálfa­lega fyrir, er ankannaleg­ ur útlits Sveitó stytting úr sveitalegur Svellgæi (framb. eins og heljar-) fyrirtaksnáungi Sviss lykill til að setja bifreið í gang Svíng-gæi dansfífl Svíngpjatti dansfífl Synd leiðindaatvik, dapurleg enda­lok (sjá *glæpur) Sætur fallegur Teikadísi taktu því rólega, taktu það rólega Teill stytting úr *kokkteill Tippur ófullgerður vegarendi,

156


sem verið er að vinna að (orðið úr ­norsku, komið í íslensku með norsk­um verkfr. snemma á öldinni) Tík bifreið Tíkó ljótt, kauðalegt, gamaldags Típa (eða týpa) sérkennilegur maður (oftast í skoplegri merkingu) Tjara þvættingur, vitleysa › þetta er tóm tjara, sem hann segir Tjúllaður ruglaður, vitleysislegur Toppur bifreiðarþak Tór ek. skúffulyfta í verksmiðjum Traffík götu-umferð Trikk kænskubragð, leikur, spilagald­ur, blekking Trilla ek. hjólbörur (notaðar í verksmiðjum, þar af s. *trilla;­ að aka slíkum börum) Trilla að aka bifreið Tripp ferðalag (oftast notað um stuttar ferðir) Trommukjuði tæki til að slá í trommu­(sjá *kjuði), sá, sem spilar í danshljómsveit (eink­ um á trommu) Trukka að koma kvenmanni til Túllaður örvinglaður Tyggjó tyggigúmí, jórturleður Uglan lögreglan Upptak skilningur › hann er seinn í upptakinu; hann er seinn að skilja Úti að heiman

Vaðandi morandi Vampírfés óhemju farðað andlit, andlit með mjög meitluðum svip (einkum kvenmannsandlit) Villtur fjörugur, ástheitur, hamslaus Vinnukona bílrúðuþurrka Voða- (forsk.) mjög, afarVoll slæmt ástand, ólag, ósamkomulag Æðisgengið afkáralegt, einstætt, mjög skemmtilegt, mjög leiðinlegt, mikið › æðisgengið fyllirí, æðisgengið, hvað hann lætur illa o.s.frv.)

Að vera í hugleiðingum að langa í vín og hugsa sér að útvega sér það. Villt geim upp um alla veggi (eða … upp um allar gardínur) síðari hlutinn notaður til áherslu­á orðasambandinu villt geim, sem getur þýtt eins­ konar hámark og algleymis­ ástand leiks eða skemmtunar. Orðasambandið einatt notað um kvennafar, ævintýri, spilamennsku, keppni ýmiskonar, miður siðavandan lifnað o.þ.h.

157


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is Dæmi um algengan framburð reykvískra unglinga

Vaustu hvað ég gjörði? Nei, hvað var það? Þú mátt aungum saugja það. Nei, ég skal engum segja það. Ég tók gráfíkjupakka. Þú lýgur því. Ég saugi satt. Ég tók hann úr búðinni. Iss, eins og þú hafir þorað því? Þorað! Ég gjöt sýnt ðjör hann. Ég gjaumi hann inni. Og læturðu alla sjá hann kannski? Örtu vuttlaus! Það sér hann aunginn, því ég fald´ann. Og hvað? Og hvað? Ekki nautt. Ég ætla bara að jöt´ann. Vilt þú? En ef karlinn kemst að þessu, þá verður þér sagt upp. Nau, hann kjömst ekki að því. Auns og það gjöti ekki aðrir hafa tökið hann …!

Yfir Grannlandi er djóp og kisstað lagð … Frost í narsveitum … Flugfélag Íssslands … Næsti liður á dagskránni er Ísssslenskt mál …

158



Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.