Galdraskræða

Page 1






2


galdraskrรฆรฐa

3



skuggi

galdraskræða með formála eftir Þórarin Eldjárn

LESSTOFAN 2013


Galdraskræða Skuggi 2. útgáfa 2013 Rétthafi: Andlegt þjóðarráð bahá’ía á Íslandi Skuggi (formáli): © Þórarinn Eldjárn 2013 Um endurútgáfu Galdraskræðu: © Arnar Fells Gunnarsson 2013 Lesstofan • Reykjavík • 2013 Öll réttindi áskilin. 1. útgáfa 1940 2. útgáfa 2013 Hönnun og umbrot: Arnar Fells Gunnarsson Prentun og bókband: Oddi, umhverfisvæn prentsmiðja Útgáfa bókarinnar er styrkt af miðstöð íslenskra bókmennta icelandic literature center

og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands. Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda og rétthafa. Efni bókarinnar tengist með engum hætti trúarskoðunum eða boðskap bahá’í trúarinnar. Galdur á kápu bókar: Stafur til að geta lesið í myrkri, (s. 147) ISBN: 978-9935-9089-7-1 www.lesstofan.is


Efnisyfirlit Fáein orð frá útgefanda ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ...

7

Skuggi: Þórarinn Eldjárn

9

... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ...

Skrá yfir útgefin rit Skugga ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... 18 Um endurútgáfu Galdraskræðu: Arnar Fells Gunnarsson

... ... 19

Galdraskræða ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... 24 Athugasemdir ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... 188 Yfirlit galdra og rúna ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... ... 189



Fáein orð frá útgefanda Það er eins og Galdraskræða hafi lúrt í loftinu. Þegar Lesstofan hóf að gera hosur sínar grænar fyrir bókinni heyrðist skyndilega hvískrað um hana úr hverjum króki og kima og Skuggi virtist teygja fram anga sína úr flestum skúmaskotum bæjarins. Ekki leið á löngu þar til fregnir bárust af því að unnið væri með galdra bókarinnar á öðrum stað í borginni. Heill bekkur í Listaháskóla Íslands hafði ráðist í að teikna og skrifa upp Galdraskræðu. Fyrir hópnum fór Arnar Fells Gunnarsson, sem tók við keflinu, hlúði að blaðsíðunum og bjó þær til bókar. Þessi fjöldi sem á sama andartaki tók bókina í sínar hendur staðfesti það sem okkur grunaði; að Galdraskræða Skugga hafi setið færis þar til réttur tími væri til að ljósta niður, rétt rúmum 70 árum eftir að hún kom fyrst út. Lesandi góður, njóttu hennar vel. Anna Lea Friðriksdóttir Sigrún Margrét Guðmundsdóttir Svavar Steinarr Guðmundsson Þorsteinn Surmeli Þórunn Kristjánsdóttir



Skuggi Galdraskræða sú sem hér kemur fyrir sjónir lesenda í nýjum búningi birtist upphaflega sem fjórði árgangur ársritsins Jólagjafarinnar sem út kom 1940 í 300 eintökum og hefur lengi verið torfengin og eftirsótt. Ársritið var gefið út á árunum 1937–43 í fremur frumstæðu fjölrituðu eiginhandarriti. Höfundur og útgefandi Jólagjafarinnar og þar með höfundur eða ritstjóri Galdra­skræðu var Jochum Magnús Eggertsson – skáldið, rithöfundurinn og fræða­grúskar­inn Skuggi. Jochum var fæddur 9. september 1896 í Kvígindisdal í Reykjadal, SuðurÞingeyjarsýslu. Faðir hans var Eggert Jochumsson (1833–1911) frá Skógum í Þorskafirði, elsti bróðir þjóðskáldsins séra Matthíasar Jochumssonar (1835– 1920), sonur Jochums Magnússonar (1806–89), bónda að Skógum og konu hans Þóru Einarsdóttur (1808–72). Eggert var sýsluskrifari hjá Jóni sýslu­ manni og skáldi Thoroddsen í Haga á Barðaströnd 1860–62, eftir það bóndi um skeið á Melanesi á Rauðasandi. Bróðurpart ævinnar stundaði hann þó fyrst og fremst kennslu barna og unglinga, kenndi ýmist heima hjá sér eða var farkennari og skólakennari, meðal annars á Ísafirði og í Hnífsdal um árabil en loks í Reykjadal 1892–97. Eggert var sagður skáldmæltur, ritfær og fjöl­f róður og afbragðs skrifari. Móðir Jochums var seinni kona Eggerts, Guðrún Kristjánsdóttir (1864– 1919). Hún var frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal, dóttir Kristjáns Jónssonar (1836–94) bónda þar og konu hans Sólveigar Jónsdóttur (1833–83) frá Syðra-Garðshorni. Guðrún var fædd á Steindyrum en búsett fyrstu æviárin í Jarðbrúargerði, Gullbringu og Tjarnargarðshorni uns fjölskyldan fór í YtraGarðshorn. Jochum var fimmta barn þeirra hjóna af átta sem öll komust til fullorðinsára. Meðal barna Eggerts af fyrra hjónabandi voru Samúel Eggertsson (1864– 1949), dráttlista- og mælingamaður og séra Matthías Eggertsson (1865–1955) lengst af prestur í Grímsey. Eggert Jochumsson fluttist á ný með fólk sitt vestur að Ísafjarðardjúpi 1899 og starfaði þaðan af sem vitavörður að Naustum við Skutulsfjörð til æviloka. Frá því sama ári, eða frá þriggja ára aldri, ólst Jochum að mestu upp hjá Samúel hálf­bróður sínum og konu hans Mörtu Elísabetu Stefánsdóttur (1858–1939) og leit hann á þau hjón sem fósturforeldra sína. Samúel og Marta bjuggu að Stökkum á Rauðasandi 1894–1903, eftir það um tíma á Ísafirði uns þau fluttust til Reykjavíkur 1909. Samúel Eggertsson var vel þekktur og afkastamikill skraut­ritari, myndlistar- og kortagerðarmaður. Hann gaf út bækur og vann ötullega að ýmiskonar uppdráttum og myndskreytingum sem rötuðu iðulega á póstkort og plaköt. Þar á meðal má nefna minningarspjaldið alkunna um Hallgrím Pétursson, sem út kom 1914 á 300 ára afmæli skáldsins, þar sem séra Hallgrímur trónir í predikunarstól umkringdur tilvitnunum úr verkum sínum og séra Matthíasar, en yfir honum hvelfist mikill bogi sem sýnir allar útgáfur 11


Brynja Rist á sedrusvið og ber í blóð úr hægra brjósti þér og mun þú aldrei í hel frjósa. Brynja Rist á sedrusvið og ber í blóð úr hægra brjósti þér og munt þú aldrei í hel frjósa.

40


Hjálmur Ristist á surtarbrand og ber í hann nasablóð og muntu aldrei vitskertur verða. Hjálmur Ristist á surtarbrand og ber í hann nasablóð og munt þú aldrei vitskertur verða.

41


Máni Ristur á refaskinn og ber í blóð úr hægra græðifingri.Og munt þú ekki af draug ásóttur. Máni Ristur á refskinn og ber í blóð úr hægra græðifingri og munt þú ekki af draug ásóttur.

42


Sól Rist á svínsbelg og ber í blóð nasa og tunguróta og munt þú ei fyrir sverði falla. Sól Rist á svínsbelg og ber í blóð nasa og tunguróta og munt þú ei fyrir sverði falla.

43


Varnarstafir mót illum öndum Stafi þessa skal skrifa úr messuvíni og mannsblóði til samans á líknarbelg og ber innan klæða muntu ekki ásóttur verða.

Varnarstafir mót illum öndum Stafi þessa skalt þú skrifa úr messuvíni og mannsblóði til samans á líknarbelg og ber innan klæða og munt þú ekki ásóttur verða.

44


ástarrósin Skrif þennan staf úr blóði þínu á lófa hægri handar og snýst þá hugur stúlkunnar ef tekið er í hönd hennar enginn maður má vera viðstaddr. Ástarrósin Skrif þennan staf úr blóði þínu á lófa hægri handar og snýst þá hugur stúlkunnar ef tekið er í hönd hennar. Enginn maður má vera viðstaddur.

45


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.