Ferðin til stjarnanna

Page 1


Ý S

N

I

H S

O

R

N



Ý S

N

I

H S

O

R

N


INGI VÍTALÍN

FERÐIN TIL STJARNANNA með formála eftir Ármann Jakobsson

LESSTOFAN 2012


Ferðin til stjarnanna

R

eftir Inga Vítalín (Kristmann Guðmundsson) 2. útgáfa 2012 Rétthafi: © Afkomendur Kristmanns Guðmundssonar Formáli: © Ármann Jakobsson 2012

H S

Lesstofan | Reykjavík | 2012 Öll réttindi áskilin.

N

I

O

1. útgáfa 1959 2. útgáfa 2012

Hönnun kápu: Hrefna Sigurðardóttir Umbrot: Þorsteinn Surmeli / Lesstofan Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, umhverfisvottuð prentsmiðja

Ý S

Bókin er gefin út í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda og rétthafa. ISBN 978-9935-9089-4-0 www.lesstofan.is

N


FORMÁLI eftir Ármann Jakobsson 1 Vísindaskáldsögur hafa verið eitt vinsælasta frásagnarform 20. og 21. aldar og má rekja vinsældir þeirra til iðnbyltingarinn­ ar og hinna miklu tækninýjunga sem urðu á 19. öld og síðan. Lengi­munu menn deila um hvort greinin eigi sér eldri sögu og hvort rétt sé að telja til hennar rit eins og Útópíu Thomas­More (1516), Ferðir Gúllívers eftir Swift (1726) eða Nikulás­ Klím eftir Holberg (1741). Sannarlega eru ýmsar bækur ritað­ar á 16., 17. og 18. öld sem fjalla um tunglferðir og ýmis ævintýraleg ferðalög af öðru tagi sem síðar féllu náttúrulega að vísinda­ skáldsagnahefðinni, þar á meðal hinar svokölluðu staðleysu­ bókmenntir (útópíur). Frá fyrri öldum eru líka til ýmsar ævintýrilegar frásagnir en samhengið er á hinn bóginn talsvert breytt í iðnbyltum heimi. Ýmsir hafa nefnt Frankenstein, or, The Modern Prometheus­ (1818) eftir Mary Shelley (1797–1851) fyrstu mikilvægu vísinda­skáldsöguna enda koma þar fyrir ýmis minni sem síðar

7


setja svip sinn á bókmenntagreinina, þar á meðal minn­ið um vísindamann sem missir stjórn á uppfinningu sinni. Fleiri rit mætti tína til frá öndverðri 19. öld sem líkjast síðari vísinda­ skáldsögum; til að mynda skrifaði Edgar Allan Poe (1809– 1849) sem oft er talinn frumkvöðull glæpasagnaritunar smásögu um ferðalag í loftbelg. Flestir munu þó á einu máli um að tveir helstu „feður“ og áhrifavaldar bókmennta­greinarinnar séu Frakkinn Jules Verne (1828–1905) og ­ Englendingurinn H.G. Wells (1866–1946). Báðir voru þeir afar mikilvirkir og áhrifamiklir en tóku þó öndverða stefnu í rit­un sinni. Jules Verne skrifaði um tækninýjungar á rómantísk­an hátt. Hann sendi menn til tunglsins, í undirdjúp hafsins og inn í iður jarðar, og vitaskuld umhverfis jörðina á 80 dögum. Þar lentu­ hetjur hans í ýmsum ævintýrum og sneru heilir heim, full­ ir þekkingar á undrum veraldar. Þannig ýttu sögur hans und­ ir bjartsýni og framfaratrú. Wells var talsvert gagnrýnni og nýtti­ sér formið til að setja fram ádeilu á samfélagið og skipulag mannheimsins. Flestir höfundar sem fylgdu í kjölfarið fylgdu­ annarri hvorri stefnunni, bjartsýnni eða myrkri. Þungamiðja vísindaskáldskaparins eru draumar mannkynsins en stundum breytast þeir í martraðir. Vísindaskáldsögur Verne og Wells urðu feykivinsælar á sín­ um tíma og þær urðu snemma sígildar. Á 20. öld hljóp enn meiri vöxtur í þessa bókmenntagrein og sumir hafa staðsett „gullöld“ hennar á miðri 20. öld, þegar fram komu höfundar eins og John Wyndham, Robert Heinlein, Arthur C. Clarke, Ray Bradbury og Isaac Asimov. Bandaríkin voru hinn eðlilegi­ heimavöllur bókmenntagreinarinnar og flestir hinir áberandi­

Ý S

N

I

H S

8

O

R

N


höfundar voru karlkyns. Bókmenntagreinin færðist líka að hluta til neðar í virðingarröð bókmenntanna, inn í hin ódýru „trjákvoðutímarit“ (pulp magazines) og lenti um tíma í vanheilögu bandalagi við kynlífsbókmenntir en að því hæddist Kurt Vonnegut með bókmenntapersónunni Kilgore Trout sem semur vísindasmásögur sem uppfyllingarefni í klámblöð. Innan um hina fjölmörgu trjákvoðuhöfunda voru stöku höf­ undar vísindaskáldsagna sem voru teknir alvarlega og bækur þeirra taldar til fagurbókmennta, svo sem Karel Capek, Aldous Huxley, George Orwell, Ursula Le Guin, Ira Levin og fyrrnefndur Vonnegut. Ógetið er þá Doris Lessing (f. 1919) sem fyrst vísindaskáldsagnahöfunda hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2007. Orðspor bókmenntagreinarinnar óx mjög á 7. áratugnum enda rann bókmenntagreinin eðlilega sam­ an við módernismann, meðal annars í verkum höfunda eins og William­S. Burroughs og Philip K. Dick. Á 9. áratugnum varð svo til hið svokallaða „cyberpunk“ þar sem saman fóru há­tækni og undirheimalíf. Áfram tíðkuðust þó óalvarlegri útgáfur af tegund­inni, svokallaðar „geimóperur“ þar sem melódramatíkin var í hávegum höfð en einn helsti áhrifavaldur þeirrar undirteg­ undar er Edgar Rice Burroughs, höfundur ­Tarzanbókanna og bókanna um John Carter á Mars. Vísinda­ skáldskapurinn hefur ratað allgreiðlega á sjónvarpsskjáinn og hvíta tjaldið seinustu áratugi og eins hafa bæði kvikmyndir og sjónvarpsþættir haft talsverð áhrif á ritun skáldsagna af þessu tagi hin seinni ár. Við hlið vísindaskáldsagna myndaðist síðan önnur grein sem nefnist gjarnan fantasíur og verður ekki rædd frekar hér; sækja þær bókmenntir innblástur sinn til fortíðar

9


frekar en framtíðar. Mörk þessara tveggja greina eru stundum óljós og bæði formin heldur frjálslegri en sumar aðrar bókmenntategundir, svo sem ástarsögur og sakamálasögur. Ísland kom raunar við sögu í vísindaskáldskap löngu áður en Íslendingar fóru að rita sögur af því tagi, í hinni þekktu skáldsögu Leyndardómum Snæfellsjökuls sem á íslensku ber undirtitilinn „för í iður jarðar“ en á frummálinu er það hinn eiginlegi titill bókarinnar sem kom fyrst út í Frakklandi árið 1864. Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Verne var fyrst gefin út á Íslandi árið 1906 (en áður á íslensku í Vesturheimi) og Tímavélin hans Wells var gefin út í tímaritinu Eimreiðinni árin 1922–1924. Meðal Íslendinga í Vesturheimi var Kristján Ásgeir Benediktsson (1861–1924) sem birti framtíðarsmásöguna „Jólaförin árið 2000“ í blaðinu Heimskringlu árið 1900 undir dulnefninu Snær Snæland. Hann hafði áður sent frá sér hrollvekjuna „Holds­ veikin“ í tímaritinu Eimreiðinni (1897). Kristinn var áhugamaður um dulræn fyrirbæri eins og algengt var á þeim tíma. Þá má nefna stuttu skáldsögurnar Frá öðrum hnetti (1935) eftir Þorstein Stefánsson rithöfund (1912–2004) og Norðanveðrið (1940) eftir Ólaf við Faxafen (1886–1964) sem báðar mætti skilgreina­ sem vísindaskáldsögur, að ógleymdu leikritinu Sendiherrann frá Júpíter (1927) eftir Guðmund Kamban (1888–1945). Árið 1942 kom út framtíðarhrollvekjan Svartir dagar: Frásögn af Innsta ráðinu eftir Sigurð Heiðdal (1884 –1972), sem kalla mætti fyrstu vísindaskáldsöguna í fullri lengd. Sigurður hafði áður sent frá sér smásögur og leikrit en einnig verið forstöðumaður á LitlaHrauni. Í Svörtum dögum segir frá íslensku samfélagi eftir síðari heimsstyrjöld og spáir höfundur því að kapítalískir iðnjöfrar og atvinnurekendur nái öllum völdum í samfélaginu. Einn þeirra

Ý S

N

I

H S

10

O

R

N


FERÐIN TIL STJARNANNA eftir Inga Vítalín

Fjórtánda júlí, það herrans ár 1958, lagði ég af stað í sumarleyfið mitt. Í dag er 15. september sama ár, en á þessum tveim mánuðum hef ég lifað tímabil, er svarar til að minnsta kosti eins árs á Jörðinni. Ég veit, að slík yfirlýsing er fremur ótrúleg, og sama máli gegnir um sögu mína alla. Þó er sú trú mín, að áður en lesandinn hefur lokið við hana, muni hann verða að játa, að ósköp venjulegur íslenskur framhaldsskólakennari geti naumast fundið upp hjá sjálfum sér allt það, sem frá er sagt. En nú ætla ég að byrja á byrjuninni og segja frá öllu, eins og það bar til. Allt frá því snemma í vor (undarlegt finnst mér að orða þetta­svona), hef ég haft einkennilega löngun til að ganga á ­Esjuna. Ekki gat ég gert mér neina grein fyrir því, af hverju þessi löngun stafaði, en hún jókst stöðugt, og þegar prófum var lokið, lét ég þetta eftir mér. Ég lagði af stað upp úr hádeginu, kunningi minn einn ók

27


mér að Skeggjastöðum, en þaðan tók ég svo beina stefnu upp fjallið. Eiginlega þurfti ég ekkert fyrir þessu að hugsa. Það var eins og hvert skref hefði verið ákveðið fyrir löngu. Ég var létt klæddur, en hafði með mér nesti. Því skal ekki neitað, að mér þótti þetta dálítið einkennilegt ferðalag. Það hafði aldrei hvarfl­ að að mér áður að leggja í fjallgöngur. Miklu fremur hafði mig langað til að læra að fljúga og komast upp í loftið; það hef­ ur raunar verið draumur minn allt frá bernsku. Nú, kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða. Ýmsar aðstæður höfðu valdið því, að þessi draumur gat ekki ræst, og nú var ég fertugur maður, tekinn að lýjast af margra ára kennslustússi, auk þess sem heilsa­mín hafði aldrei verið reglulega góð. Í byrjun hafði ég verið skrambi hikandi og hálfgerð ólund í mér út af þessu skrýtna uppátæki. En þegar á fjallið kom, fór mér að líða betur. Þetta var erfið en fjarska hressandi ganga, sem kom mér bráðlega í allra besta skap. Ég mun áreiðan­lega gera þetta oftar, hugsaði ég, leiðinlegt, að ég skuli ekki hafa fundið upp á þessu fyrr. Í þrjár klukkustundir potaðist ég upp hlíðar og brekkur og kom þá loks í skál eina suðvestan í fjallinu, þar sem var hið fegursta útsýni. Sá ég, að þarna var ágætur staður til hvíldar og dvalar nokkurrar, og settist niður á móbergsklöpp eina. Útsýnið var dásamlegt í sólskininu, Suðurnesjafjöllin, Faxaflói og Snæfellsnes blasti við mér í allri sinni dýrð. Ég var heitur af göngunni, og mér þótti góður fjallsvalinn, en ofurlítil gola lék um skálina. Tók ég nú að litast um nær mér, er ég hafði not­ið fegurðar víðsýnisins. Sá ég þá, að ofurlítil dalgeil var innar af skálinni, og fékk ekki betur séð en þar væru mannvirki nokk­ ur. Þetta vakti í fyrstu ekki forvitni mína meira en svo, að ég

Ý S

N

I

H S

28

O

R

N


lét þreytuna líða vel úr mér og fékk mér bita af nestinu, áður en ég athugaði það nánar. Þarna var dásamlegt. Þvílíka matarlyst hafði ég ekki haft um margra ára skeið; ég hafði áhyggj­ ur af því einu, að ég skyldi ekki hafa tekið meira með mér til snæðings. Eftir matinn kveikti ég í pípunni minni, og það seig á mig sælumók, er ég sat þarna og naut vorfegurðar lands míns. Fjörðurinn glóði í sólskininu allt til hafs, og Snæfellsjökull líkt­ ist undrahvítri perlu, fljótandi á sænum. Aftur komu mér í hug æskudraumar mínir um að gerast flugmaður og líða um háloft­ in. Það hafði meira að segja stundum hvarflað að mér, að sú kæmi tíð, meðan ég væri í fullu fjöri, er menn sendu geimför til tunglsins og hinna jarðstjarnanna, og gaman myndi að vera með í slíkri ferð. Nú gat ég ekki annað en brosað að þeim barnalegu hugleiðingum. Það, sem ég hafði lesið af hinni­ svonefndu „science fiction“ eða vísindalegum skáldsögum, hafði frekar en hitt dregið úr þessari þrá minni. Flestar lýsingar þessara „vísindaskálda“ á vitverum og ásigkomulagi annarra hnatta freistuðu lítt til ferða um geiminn. Ein snjallasta sagan, sem ég hef lesið, var sú, er lýsti heimkomu jarðneskra geimfara hvaðanæva úr hnattkerfi voru, og þeir höfðu allir sömu sögu að segja: Þar var ekkert líf neins staðar, — askja Pandóru var tóm. Undirvitund mín hafði sjálfsagt orðið þess vör, að maður nálgaðist mig, því þegar dagvitundin tók eftir því, varð ég ekk­ ert hissa. Hann kom í hægðum sínum innan úr dalgeilinni aust­ an skálarinnar og virtist vera að athuga gróðurinn, sem var heldur fáskrúðugur. Það var einhver þægindatilfinning samfara því að sjá hann þarna, svo að ró mín raskaðist ekki, heldur

29


þvert á móti. Mér þótti vænt um nærveru hans og gafst góður tími til að virða hann fyrir mér, meðan hann var að nálgast. Þetta var meðalmaður á hæð og grannvaxinn en samsvaraði sér afburða vel og var mjög léttur í hreyfingum. Hann leit upp og heilsaði með lyftri hendi, er hann var nokkra­metra frá mér. Ég býst við, að ég hafi svarað kveðju hans en veit það ekki með vissu, því að þá þegar varð mér ljóst, að það var eitthvað sérstakt og óvenjulegt við mann þenn­an. Hann kom til mín brosandi, og nú heilsaði hann að indverskum sið, með því að leggja saman lófa sína á brjóstinu eins og til bænar. En hann rétti mér ekki hönd sína. Ég hugs­ aði sem svo, að þetta væri útlendingur, og undraðist, hvernig staðið gæti á ferðum hans þarna uppi á Esjufjalli. Ég býst ann­ ars við, að honum hafi ekki fundist mikið til um framkomu mína á þeirri stundu, því satt að segja starði ég á manninn eins og illa siðaður krakki. Fljótt á litið var hann ekki frábrugðinn öðrum. Hann var að vísu dálítið óvenjulega klæddur, í einhvers konar samfesting úr gljáandi efni með þægilegum gulum lit. En búningurinn fór honum vel og sýndi framúrskarandi fagran vöxt hans, er var í senn karlmannlegur og fíngerður. Hendur hans voru langar og grannar, eiginlega helst til fagrar í formi af karlmannshönd­um að vera; ég sá ekki betur en að neglurnar væru málaðar bleik­ ar. Þá var andlitið, og raunar höfuðið allt, hvernig á ég að lýsa því? Hárið var bleikt eða gult, eftir því hvernig ljósið féll á það, dálítið liðað en klippt eftir nýjustu tísku. Brúnirnar voru dekkri­en þó illt að greina lit þeirra. Ennið var mjög hátt og yfir því tiginn heiðríkjusvipur, sem vakti eftirtekt mína. Nefið var langt og beint, nasaholurnar smáar, munnurinn festulegur

Ý S

N

I

H S

30

O

R

N


með fagurmótuðum vörum, hakan sterk­leg. Þetta var ávalt og langleitt andlit, frítt svo af bar, án þess þó að það hefði nokkra­ kvenlega drætti, svipurinn fágaður og hreinn. Mér komu í hug myndir af indverska heimspekingnum Krishnamurti, þótt ekki væru þeir líkir. En það voru augun, sem mesta­eftirtekt vöktu,­ og þeim er ómögulegt að lýsa. Hitt veit ég, að ég verð aldrei svo gamall, að ég gleymi þeim, því að stundum, er ég loka mín­ um eigin, er sem ég sjái tillit hans enn í anda, — hressandi­ og glatt, jafnvel kímið, en fyrst og fremst heiðríkt, hreint og göfugt, svo heillandi, að því ná ekki nokkur orð. Ég held, að enginn maður geti verið samur, er hefur séð slík augu. Þann­ ig fór mér að minnsta kosti. Ég fann, að ég roðnaði ósjálfrátt af blygðun yfir sjálfum mér, en um leið varð ég meiri maður, styrk­ari, betri, að mér fannst. Æ, það er þýðingarlaust fyrir mig, sem ekki er rithöfundur, að reyna að gefa lesandanum hugmynd um þenn­an mann. Og þó var hann í rauninni venju­ legur maður, vingjarn­legur og blátt áfram, eins laus við yfir­ læti og nokkur getur verið. En þú varðst annar í návist hans. Þér veitt­ist erfitt að skrökva og sýnast, það var einhvern veginn þýðingar­laust að reyna að koma öðru vísi til dyranna en þú varst klæddur. „Vonandi geri ég þér ekki ónæði,“ mælti hann á mjög ­fallegri ensku. Ég hristi aðeins höfuðið, ómegnugur annarra svara, því að hið sérkennilegasta af öllu við þennan óvenjulega mann, var röddin. Ég ætla ekki að reyna að gera henni skil fyrr en síðar. Hann horfði brosandi á mig og hélt áfram eftir nokkra stund: „Mér þætti mikils vert, ef þú reiddist mér ekki, en það er best, að ég viðurkenni strax, að þú ert hingað kominn af mín­um völdum.“ 31


Ég hef sjálfsagt ekki verið neitt gáfulegur á svipinn, því að hann hló lítið eitt, og hláturinn var eins og uppspretta af grómlausri gleði. „Það er von, að þú sért undrandi. En okkur langaði til að komast í samband við einhvern Jarðarbúa, er væri hvort tveggja í senn, heiðarlegur og hefði sæmilega menntun. Svo leituðum við fyrir okkur þarna niðri í borginni ykkar og völd­ um þig.“ Ég hef áreiðanlega ekki orðið greindarlegri útlits við þessa ræðu, því að enn hló hann. — „Við höfum þess konar eigin­ leika — eða kallið þið það ekki svo? — Við getum komist í samband við menn án þess að tala við þá. Það getið þið nú raunar líka, þó ekki ávallt vitandi vits. — En sjáðu til, okkur langar til að hafa tal af þér og gera þér dálítið tilboð. Þess vegna­vöktum við í þér þessa löngun til að ganga á fjallið og beindum þér hingað.“ „Hvað — hvaða maður ertu eiginlega?“ tókst mér loks að stynja upp. „Ég er frá annarri jarðstjörnu,“ svaraði hann blátt áfram. „Við köllum hana Laí, en það þýðir nákvæmlega hið sama og jörð hjá ykkur. Hún er spölkorn héðan, eða sem svarar þrjú hundruð ljósárum, eins og þið munduð kalla það.“ „Þrjú hundruð — ha?“ endurtók ég eins og fáviti. „Þrjú hundruð ljósár, — en hefurðu þá ekki verið lengi á leiðinni?“ Hann hristi höfuðið brosandi. „Síður en svo,“ ansaði hann. „Það er kannske dálítið erfitt fyrir þig að skilja, og jafnvel okkar á meðal eru ýmsir, sem geta naumast gert sér grein fyrir því. En sá tími, sem í ferðina fer, er samkvæmt jarðneskum hugsunarhætti minni en ekki neinn.“ — Hann hló, er hann sá

Ý S

N

I

H S

32

O

R

N


svip minn. „Ég veit, að þetta er talsvert flókið, og ég skal ekki stæra mig af að kunna of góð skil á því. Ég er aðeins náttúrufræðingur og kann lítið í stærðfræði. En þetta eru nú viðfangs­ efni, sem verkfræðingarnir okkar hafa glímt við og leyst fyrir löngu. Það þarf nokkuð sérstæða menntun til að fylgjast með tækni þeirra.“ „Eru þá diskarnir til eftir allt saman?“ varð mér að orði. „Diskarnir? — Ó, já, þið kallið rannsóknarförin okkar diska.­ Ég hef lesið um það.“ Hann brosti góðlátlega, — raunar voru öll bros hans mjög góðlátleg. „Að því er mér skilst, festið þið ekki meira en svo trúnað á tilveru þeirra. Nokkrir félagar mínir, er rætt hafa við Jarðarbúa, segja mér, að litið sé á frásagnirnar um geimför okkar sem skröksögur einar. Það er ósköp eðlilegt og algengt. Sjálfur hef ég ekki talað við mann frá ykkar jörð áður.“ „Hvernig í ósköpunum hefurðu þá lært bestu ensku, sem ég hef nokkurn tíma heyrt?“ spurði ég og var nú eilítið farinn að ná mér. „Ensku læra flestir geimfarar okkar og raunar útbreidd­ustu mál allra jarðstjarna, sem við heimsækjum. Við höfum mjög góða enskukennara heima á Laí. Samband okkar við Jörðina er ekki nýtt af nálinni.“ Ég hristi höfuðið yfirþyrmdur af undrun. Ótal spurningar brutust fram í huga mér, og ég vissi ekki, hverja þeirra ég átti að bera upp fyrst. — „Hafið þið raunverulega samband við menn á Jörðinni?“ stamaði ég loks. Hann kinkaði kolli. „Hafa kannske einhverjir Jarðarbúa farið með ykkur til — til —.“

33


„Til Laí? — Nei, það er einmitt þess vegna, sem við köll­ uðum þig hingað. — Sjáðu nú til. Allt fram að þessu hefur okk­ur ekki verið leyft að taka neinn Jarðarmann burt af hnetti­ hans. — Og auðvitað myndi það aldrei verða gert, án þess að hann sjálfur óskaði þess heils hugar. Ég veit til, að menn frá öðrum jarðstjörnum en minni hafa leyft fáeinum Jarðarbúum að fljúga dálítið með sér um geiminn í nágrenni þessa hnatt­ar. En það er önnur saga. Okkur hefur ávallt verið bannað að hafa bein samskipti af fólkinu hérna nema þeim fáu meðal okkar, er fengið hafa sérstakan undirbúning til þess. Nú hefur aftur á móti verið breytt um stefnu, og við hvattir til að leyfa­nokkr­ um mönnum frá Jörðinni að kynnast háttum okkar, í því skyni­ að hraða andlegum þroska þeirra. Mér er sagt, og allt, sem ég hef séð, bendir í þá átt, að tækniþróun Jarðarbúa sé komin svo langt á undan vexti sálarlífs þeirra, að ekki einungis þeim sjálf­ um stafi mikil hætta af, heldur öllu þessu sólkerfi. En um þetta­ munu aðrir geta frætt þig betur en ég. Ég er, eins og ég sagði áðan, aðeins náttúrufræðingur með sérmenntun á sviði jurtaog dýralífs. Þess vegna var ég að skoða mosagróðurinn þarna­ í grjótinu áðan. Hann er mjög líkur því, sem ég hef einnig fundið á tunglinu ykkar.“ „Hefurðu líka verið á tunglinu?“ spurði ég forviða. „Við höfum bækistöð þar.“ „Ekki getið þið lifað þar, nema að hafa með ykkur súrefni,“ varð mér að orði. „Auðvitað höfum við súrefnisforða, án hans kæmumst við ekki um geiminn. En með nokkurri þjálfun er hægt að lifa í ­andrúmslofti tunglsins, það er að segja á þeirri hlið, sem frá

Ý S

N

I

H S

34

O

R

N


ykkur snýr. Þar er líka talsvert af gróðri og lífverum, jafnvel fólk, ekki ólíkt ykkur, og sæmilega vitiborið.“ Enn hristi ég höfuðið yfirþyrmdur. „Þessu munu menn hér eiga bágt með að trúa,“ sagði ég. „Það er eðlilegt,“ mælti hann. „Ykkar megin er tunglið loftlítil eyðimörk og óhugnanlegur verustaður, en aðdráttarafl Jarðarinnar mun eiga sinn þátt í því. Og það er svo sem engin sældartilvera hinum megin á þeim hnetti heldur, hefur jafn­vel komið til tals að flytja fólkið burt þaðan, en auk þess hefur því verið hjálpað um langt skeið frá hnöttum, sem halda uppi geimsiglingum.“ „Jæja,“ sagði ég og mun hafa andvarpað. „Það er þá satt, þegar öllu er á botninn hvolft: fljúgandi diskar, geimfarir, íbúar annarra hnatta. — Kannske er byggð á Mars og Venusi líka?“ Enn hló hann. — „Byggð er á hverjum einasta hnetti, sem Guð hefur skapað, einhverjar lífverur byggja þá alla. — En það eru margs konar vistarverur í geimnum. — Nú langar mig til að spyrja þig, hvort þú vildir gera okkur þá ánægju að skoða rannsóknarfarið okkar, sem er hérna rétt hjá uppi í dalverpinu, og koma í ofurlitla flugferð með okkur, ef þér sýnist svo? Þá gætum við rætt saman á meðan og þú spurt um það, sem þér liggur á hjarta.“ Ég held, að það hafi verið einkennilegasta stund ævi minn­ ar fram að þeim degi, er við gengum saman upp úr skálinni inn í dalgeilina. Raunsær hef ég ávallt verið og ekki gefinn fyrir draumóra né dulræn fyrirbæri. Eigi að síður þótti mér nú sem gengi ég burt frá veruleikanum inn í einhvern furðuheim mér alls ókunnan.

35


„Diskurinn“ blasti við okkur, er við komum inn í dalverp­ ið. Margir hafa þegar lýst slíkum farartækjum meira og minna óljóst en þó svo, að vel mátti þekkja alla ytri gerð: kringlu­ laga skrokkinn, upphækkaðan á miðju, líkt og snældusnúð, er hvíldi­á fjórum hálfkúlum. Þetta var feiknabákn, ekki minna­ en fimmtán­metrar að þvermáli, og um sjö metra hátt, allt gljáandi,­með lithverfum ljóma, og bar á ýmsum litum, eftir því hvernig áhorfandinn sneri við sólarljósinu. Yst á hringnum var röð kringlóttra „kýraugna“, er virtust þó ekki gagnsæ, en ofar var enga glugga að sjá. En kringum allt miðbik efri hluta­ disks­ins var svo sem metrabreið rák, er virtist af öðru efni gerð en skrokkurinn. Kringlóttar dyr voru opnar sem svaraði þrem metrum uppi á belgnum, og lá þaðan þægilegur stigi til jarðar, og virtist hann vera úr einhvers konar plastefni. Maður sat á einu neðsta þrepinu og heilsaði okkur brosandi. Ég man enn orð hans; hljómur þeirra minnti á Hawaiigítar: — „Óma a íana,“ mælti hann. „Sæll og blessaður,“ svaraði ég í hálfgerðu fáti. Leiðsögumaður minn brosti. „Ég þykist skilja, að kveðjuorð okkar þýði nákvæmlega hið sama,“ mælti hann. „Ég er að vísu heldur illa að mér í máli þínu, en hef þó reynt að kynna mér það nokkuð af útvarpi ykkar. Óma a íana þýðir orðrétt á ensku­„be happy and blessed“. — Félagi minn er sérfræðingur í geimsiglingum en skilur ekkert af málum Jarðarinnar.“ Hann hikaði lítið eitt en mælti síðan og brosti líkt og í afsökunarskyni: — „Áður en við höldum lengra, væri kannske rétt, að við kynntum okkur. Nafn mitt er Númí. Félagi minn heitir Danó.“ Hann leit þannig á mig, að mér skildist, að hann biði eftir

Ý S

N

I

H S

36

O

R

N


því, að ég segði einnig nafn mitt. En einhvern veginn hafði mér fundist, að hann hlyti að vita það, og það var sem hann læsi hugsanir mínar, því að hann hristi höfuðið. „Ingi Vítalín heiti ég.“ Ég sá, að verkfræðingurinn brosti og leit snöggt á leiðsögumann minn, sem hló lítið eitt. — „Ég hef oft undrast,“ mælti hann, „hversu lík orðin eru í tungumálum hinna ýmsu hnatta.­ Nöfn þín bæði minna okkur á orð, sem algeng eru í tungu Laí.“ Mér lék óneitanlega hugur á að vita, hver væri þýðing þeirra orða, en nú reis verkfræðingurinn á fætur, gekk upp stigann og hvarf inn í „diskinn“. Leiðsögumaður minn hreyfði hönd sína lítið eitt, auðsjáanlega í því skyni að bjóða mér að ganga á und­ an sér sömu leið og gerði ég það líkt og í eins konar draumi. Enda þótt mér væri vissulega um og ó að ganga þannig á vald alls ókunnra manna, fann ég ekki til neinnar hræðslu. Það var blátt áfram ómögulegt að hugsa sér ótta í návist Númís. Við komum inn í bjartan, ljóslitaðan gang, gengum upp fáeinar tröppur og inn um dyr, er opnuðust sjálfkrafa, þegar við nálguðumst. Þar var fyrir rúmgóð stofa, á að giska fimm metrar að þvermáli og kringlótt, búin alls konar þægindum og gögnum, hafði ég ekki séð sum þeirra fyrr. Númí bauð mér sæti í legubekk einum og settist sjálfur hið næsta mér. Bjart var í stofunni sem úti, þótt engir sæjust gluggar, en í brjósthæð voru kringlóttar töflur litlausar sem vatn og röskur metri að þvermáli. Voru þær á öllum veggjum, eða réttara sagt öllum vegg, stofunnar með tæplega metra millibili, og þóttist ég vita, að ljósið kæmi á einhvern hátt í gegnum þær. Verkfræðingurinn brosti til okkar og hvarf á brott, en Númí

37


spurði, hvort ekki mætti bjóða mér svaladrykk. — „Við höf­um að vísu ekki neitt af því, sem þið kallið áfengi, því að slíkt hef­ ur enginn lagt sér til munns á Laí síðustu tíu þúsund árin, að minnsta kosti. En ég held að þetta hressi þig fullt eins vel.“ Hann tók mjög fagra málmkönnu af einu borðanna og tvö glös. Þetta setti hann á skutul lítinn fyrir framan legubekkinn, skenkti og lyfti fulli sínu. Gerði ég slíkt hið sama og saup vel á, því að ég fann nú, að ég var mjög þyrstur. Drykkurinn var ígulur að lit og ekki ósvipaður ískældum krækiberjalegi á bragðið. Ég svolgraði úr glasinu til að svala þorsta mínum, og renndi Númí þegar á það aftur. „Ég vona, að þér bregði ekki við,“ mælti hann, er nokkur stund var liðin. „En ég sé, að Danó hefur verið fljótur á sér og lyft okkur þegar talsverðan spöl.“ Ég reis ósjálfrátt á fætur, gripinn felmtri, en hann lagði hönd­ina á armlegg mér og brosti til mín. Varð ég þá öldungis rólegur aftur, því að ég fann, að ekkert var að óttast. Og nú brá svo við, að mér fannst ég verða léttari á mér og áhyggjulausari en ég hafði nokkru sinni verið áður; mér fannst ég blátt áfram geta flogið. Einhver kitlandi sælustraumur fór um allar taugar mínar, og mig langaði til að stíga dansspor. Númí mun hafa séð á svip mínum, hvernig mér leið. Hann kinkaði kolli bros­ andi, tók undir handlegg mér og leiddi mig að einni af hinum kringlóttu töflum. Mér kom ekki á óvart, að hún var gagnsæ eins og spegilfág­ að gler, en eitt andartak fann ég til svima, er ég leit út. Ég stóð sem fjötraður og starði á hina stórfurðulegu sýn, er birtist mér. Á þeirri stundu myndi ég ekki hafa getað hreyft mig, þótt ég hefði átt lífið að leysa.

Ý S

N

I

H S

38

O

R

N


„Dágott útsýni héðan.“ — Ég heyrði glettnina glitra í fagurómandi rödd Númís. Og hann hafði óneitanlega rétt fyrir sér. Djúpt undir fótum okkar sá ég Jörðina. Við vorum komnir það langt út í geiminn, að hún sýndist kúlulaga, en eigi að síður gat ég vel greint Ísland og umhverfi þess á miðri kringlunni. „Hvernig í ósköpunum — ?“ stamaði ég. „Það heyrðist ekk­ ert, — fannst ekkert.“ „Þetta eru allra þægilegustu farartæki,“ sagði Númí, „stórum betri en flugvélarnar ykkar, sem virðast mestu glæfratól. Svo er Danó sérlega laginn siglingamaður. Hann hefur flogið í rúm hundrað ár, en honum hefur aldrei hlekkst neitt á.“ Ég leit á Númí, og sjálfsagt hafa gáfur og mannvit ekki skinið út úr svip mínum þá stundina, því að hann hló sínum ómfagra hlátri. — „Danó er ungur maður,“ sagði hann. „Ég er miklu eldri. — Mér er sagt, að líkamar ykkar á Jörðinni séu endingarlitlir?“ Ég gat engu orði upp komið, stóð aðeins við „gluggann“ og sá jörð mína líða burt og minnka í sífellu, eins og hún væri að hverfa frá mér út í eilíft tómið. Ekki veit ég, hversu löng stund leið, en Númí hafði lagt hönd sína á arm mér aftur, og það var líkt og frá honum streymdi friðandi kraftur, sem róaði taugar mínar og stælti hugann gegn því ofurmagni atburðanna, sem þrúgaði mig. Hversu langur tími leið, veit ég ekki, en innan stundar, að mér fannst, var Jörðin orðin á stærð við kúlu, sem er metri í þvermál, og erfitt að greina nokkur skil á yfirborði hennar. Þá lagði Númí arm sinn yfir axlir mínar og beindi mér þvert yfir gólfið að glugga hinum megin í stofunni. — Aftur greip svima­ kenndin mig eitt augnablik; mér þótti sem ég hefði á einhvern

39



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.