Angantýr

Page 1

1


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is

2



Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is

Angantýr 2. útgáfa 2011 © Afkomendur Elínar Thorarensen © Eftirmáli: Soffía Auður Birgisdóttir LESSTOFAN | REYKJAVÍK | 2011 www.lesstofan.is Öll réttindi áskilin. 1. útgáfa 1946 2. útgáfa, 1. prentun 2011 2. útgáfa, 2. prentun 2012 Hönnun: Hrefna Sigurðardóttir Umbrot: Þorsteinn Surmeli Prentun: Oddi ehf. Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis Lesstofunnar. ISBN 978-9979-70-990-9


ELÍN THORARENSEN

A NG A N T Ý R I. MINNINGAR UM HANN II. ÆFINTÝRI OG LJÓÐ FRÁ HONUM

EFTIRMÁLA RITAR SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR

REYKJAVÍK | 2011


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is


FORMÁLI Tólfti september er afmælisdagur Jóhanns skálds Jónssonar frá Ólafsvík. Jóhann andað­ist í Þýzka­ landi 1932. Ef hann hefði lifað, þá væri hann fimmtugur 12. september næstkomandi. Það er sagt frá helztu æfiatriðum hans í grein eftir Halldór Kiljan Laxness í „Vettvangi dagsins“. Við Jóhann áttum okkur sögu saman, og nú ætla ég að segja hana á fimmtugsafmælinu hans, eins og hún var, en hún hefir verið sögð á ann­ an veg hér í bænum; líklega veit ég þetta bezt. Þó er sagt: „Hálfsögð er sagan, ef einn seg­ir.“ En á eftir minni sögu kemur nokkuð, sem Jóhann hef­ir sjálfur sagt. En þetta voru tildrögin að sögu okkar: Ég átti heima í Þingholtsstræti 18 hér í Reykja­vík og seldi þar fæði. Ég var skilin við 7


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is manninn minn fyrir tveimur árum, og tvö ­eldri börnin mín voru annars staðar, en yngsta barnið var hjá mér. Jóhann kom til mín sumarið 1915. Við urðum strax góðir vinir, þó að allar ytri ástæður væru okkur andstæðar og margir vildu leggja orð í belg, bæði skyldir og vandalaus­ ir. Ég kallaði Jóhann Angantý, og hann kallaði mig Brynhildi. Við vorum oft í undralandinu hans, og í mínum huga var hann fyrst og fremst æfintýraskáld. Ég sagði oft við hann: „Við Íslend­ ingar höfum aldrei átt neitt æfintýraskáld, en þú átt að verða það, Angantýr!“ Ég er að ganga yfir tjarnarbrúna; — það er sumarkvöld, blæjalogn; tjörnin er eins og renn­ andi kvikasilfur; vesturloftið er logagyllt. Ég er allt af að líta til baka og horfa á gullskýin. Ég er að hugsa um Angantý og það, sem hann sagði svo oft: „Á svona fögru kvöldi vil ég deyja með þér, Brynhildur!“ Þau eru löngu liðin, björtu og fögru kvöldin, sem við áttum saman.

8


En hugann minninga fyllir fans. Ég flétta úr þeim ofurlítinn krans og legg hann á skáldsins leiði.

Reykjavík, 17. ágúst 1946 Elín Thorarensen

9


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is


I.


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is

Næst er minnið mannsins hjarta, minnið — það á ríka hljóma, undravald, sem vermir, nærir vora dýpstu helgidóma. Eins og vorið vekur mestan vonararð úr dýpstu hjarni, sárust minning getur gefið gróða mestan tregans barni. Matthías Jochumsson


Ég var nýlega að lesa bók, sem heitir Fótatak manna. Í formálanum kemst höfund­ur þannig að orði: „Vinnan hefir einkum verið í því fólgin að leitast við að opna lesandanum nauðsynl­egar útsýnir, svo að hann geti sjálfur skrifað hinar löngu sögur, er leynast á bak við. Ég hefi verið að hlusta á fótatak manna og bið lesandann að hlusta með mér.“ Ég hlustaði og þekkti fótatakið í stytzta þætt­ inum, og þá minntist ég sögu, sem leynist á bak við hann. Sagan er svona: Hann var fæddur og uppalinn þar, sem brimið er í almætti sínu, og líklegt þykir mér, að hún mamma hans hafi horft á brimið, þegar hún gekk með hann, því að augun í honum voru alveg eins og brimið, eða það fannst mér. Þegar hann var glaður, þá voru þau eins og brimið í sólskini, en þegar honum var þungt í skapi, þá 13


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is voru þau eins og brim í óveðri. Ég sagði þetta við hann, og honum þótti gaman að því. Það var í júlí 1915 hérna í Reykjavík í Þingholtsstræti 18, að ég var heima í stofunni uppi á lofti. Þá var barið að dyrum, og ég fór til dyra, og Angantýr stóð þarna, fallegur í ljótu görmun­ um sínum. Hann var hreinn og snyrtilegur. Mér finnst sóðalegt fólk hryllilegt. Við gengum inn í stofuna, en hún var svona: tveir gluggar í vestur, rauðmálaðir veggir með falleg­um, rauðum lit, bekkur milli glugganna, borð fyrir framan hann og orgel við vegginn, beint á móti glugganum. Í horninu frammi við dyrn­ar var fastur skáp­ ur, dökkgrænn á lit, með rauðum listum. Mér fannst stofan vina­leg, og margt kvöldið sátum við Angantýr saman á bekknum á milli glugg­ anna. Þó að Angantýr væri fátæk­lega til fara, þá varð ég þess brátt vör, að hann átti nokkuð, sem aðrir áttu ekki, þeir er betur voru klædd­ ir, en það var fann­hvítur fjaðurhamur. Í hann gat hann brugðið sér, hvenær sem hann v­ ildi, og flogið í honum til „Logalanda, / þar sem eld­ urinn ­aldr­ei deyr / og allar klukkur st­anda.“ 14


Hvernig átti hann þá að vita, hvað tímanum leið, þegar hann var í landinu, þar sem allar klukkur stand­a? Hann sagði mér eitt og annað, sem bar við, þegar hann var lítill dreng­ur. Hann sagði mér, þegar hann var hafður fyrir rangri sök og sett­ur í skammarkrókinn, — hvað hann grét sárt og hvað honum sárnaði ranglætið. Þá kom til hans kona og þurrkaði af honum tárin; honum þótti allt af vænt um þá konu. Einhvern dag var hann með leiksystur sinni úti á túni. Þau fóru að kýta, og hann þóttist hafa miður. Þá biður hann telp­una að setjast snöggvast á þúfu og sezt sjálf­ur á næstu þúfu, tekur því næst að hafa yfir kvæðið: „Eins er upp til fjalla.“ Þegar líður á kvæðið, er telpunni ekki sama, og að endingu er hún ­far­in að hágráta. Þá skellihló hann, þótt honum líka lægi við að gráta, og þóttist nú hafa náð sér niðri. Hann var alinn upp í sjávarþorpi, þar sem flest­ir lifðu á því að róa til fiskjar. Dag einn, þegar bátar höfðu róið um morguninn í góðu veðri, skipti snögglega um veður, áður en bátar náðu landi, og sló óhug miklum á fólkið, sem 15


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is þyrptist niður í fjöruna að líta eftir bátunum. Í hópnum var lítil telpa, níu eða tíu ára gömul. Hún stóð þarna skjálfandi og grátandi og fékkst ekki til að fara heim, því að pabbi hennar var á sjónum, og telpan hafði lítið að segja af móður sinni, en faðirinn var henni mjög góður. Loks­ ins náðu bátarnir landi, og faðirinn leiddi litlu stúlkuna sína heim. Annað sinn, er bátar voru á sjó, skall líka á óveður, áður en bátar náðu l­andi. Í þorp­inu var gömul kona, sem búin var að ­missa mann­inn sinn og tvo syni í sjóinn. Y ­ ngsta soninn átti hún eftir, og hann var á sjónum þenn­an dag. Eins og áður stóð fólkið í dauðans kvíða niðri í fjörunni, þar á meðal ­gamla konan. Bátarnir náðu landi, allir nema einn. „Ég ætla ekki að biðja guð oftar,“ sagði gamla konan, um leið og hún gekk heim frá sjónum. Angantýr átti heima á Kárastíg 11. Hann bjó með vini sínum, Helga Þorkelssyni, sem var skjól hans og skjöldur, bæði fyrr og síðar. Við Angantýr áttum mörg spor á Skólavörðu­ stígn­um, því að oft var ég heima hjá honum, en miklu oftar var hann hjá mér. Enginn dagur 16


var okkur nógu langur, — einn dagur sem þús­ und ár og þúsund ár sem einn dagur. Ég átti lítið kver, sem heitir Nanna. Jón Ólafsson gaf það út. Í því var kvæði eftir Valdimar Ásmundarson, kveðið í stíl miðaldaþjóðkvæða. Mig langaði að gefa Laufeyju Valdimars­dóttur kverið vegna­ kvæðis­ins, en tímdi ekki að ­missa kvæðið og bað Angantý að skrifa það upp fyrir mig. Þetta­ var kvöldið 17. ágúst 1915, í rauðu stofunni. Hann skrifaði kvæðið með sinni ­fallegu rithönd, en varð um leið svo hrifinn af þjóðsagnablæn­ um á kvæðinu, að hann skrifaði á sama blað vísuna „Máninn líður“. Oft sagði hann mér sögur eða fór með kvæði. Eitt kvöld heima hjá mér las hann kvæð­ið um „Agnete og Havmanden“. Við vorum tvö ein í stofunni, og hann hafði kvæðið yfir í lágum rómi, en málrómur hans er sá fallegasti, sem ég hefi heyrt. Hann fór yndislega með kvæðið. Þá fann ég allt í einu með hug og hjarta, að það var líkt á komið með mér og konunni í kvæðinu, og það greip mig sár kvöl. Þó að ég væri engum öðrum manni bundin, þá átti ég skyldur að 17


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is

ÁGÚSTKVÖLD (Brot)

——— Í faðmhlýjum fjóluskuggum, í fjólubláum skuggum, er máninn guðaði’ á gluggum og golan andaði hljótt, við kossamál blíð við bjuggum um blæhljóða ágústnótt. Þá réttirðu rósina fyrstu í rökkrinu „hjartanu þínu“. Þú valdir þá vænstu, sem áttirðu til. Hún vóx innst í „hjartanu mínu“, í „hjartanu, hjartanu mínu“. Sú rós var yljuð við geislanna glans, sem glampar í „auganu mínu“. Sú rós var alin við „draumanna dans“, Sem dunar í „hjartanu mínu“. Sú rós var döggvuð af demantstæru, dögginni’ er glitrar á hvörmunum skæru, — „hvörmunum mínum skæru“. ——— 56


ÁSTIN OG SORGIN (Æfintýri)

Þú hefir alla tíma elskað fögur æfintýri. Þú hef­ ir elskað fegurðina svo heitt, sem nokkur hefir elskað hana. Þess vegna ætla ég að segja þér æfintýri, sem er fagurt eins og hljómar hörp­ unnar og blóm vorsins, sem er fagurt eins og fjarlægðin, þegar hún er fegurst. Haf hægt um þig, hjarta! Þótt heyrir þú aftur þín eigin hjarta­ slög, þegar dýpsta gleði lífs þíns titraði um þig. Það var á þeim tímum, þegar himinn guðs var ekki eins fjarlægur mönnunum og nú er hann. Á hverju kvöldi sofnuðu jarðarinnar börn út af við himneska söngva og hljóðfæra­ slátt góðu e­ nglanna, sem vöktu við hvílu þeirra, meðan þau sváfu. Og friður og gleði draup yfir sálu ­þeirra, eins og döggin drýpur yfir blómin og dreypir þau lífi og svala. 57


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is Og á hverjum morgni vöknuðu jarðarinn­ ar börn við það, að verndarenglar þeirra buðu þeim góðan dag í morgunblænum, sem þaut hljóðlega í ilmandi skógarrunnunum fyrir utan gluggana. Á þeim tímum voru börn jarðarinnar enn þá eins og börn, sem elskuðu hvert annað saklausri systkinaást. Þetta var áður en eigingirnin fædd­ ist. Og nú er svo langt síðan, að þeirra tíma sést eigi getið í elztu bókum. Þá var það, að ungmær nokkur kom gang­andi í gegn um dimman og hávaxinn skóg. Engin orð fá lýst fegurð hennar, og öllu því, sem fegurst er, fá engin orð sagt frá. Andlit hennar var bjartara en bjartasta mjöll­ in; roðinn í vöngum hennar var rauðari en rauðasta rósin. Hár hennar lýsti eins og máninn á dimmbláu hafinu. Og yfir öllum vexti henn­ ar og limaburði lá himnesk og sigrandi tign. En feg­urst af öllu voru þó augun. Þau voru blárri en hafið, þegar himinninn er alheiður, og þau voru dýpri en dýpsti vorhiminn. Og það var eins og hún sæi um allan heim með augum sínum, 58


stórum, bláum og undrandi. Úr augum ungu meyjarinnar lýsti ósegjanleg þrá, — þrá, — þrá. En það kynlegasta af öllu var þó það, að fagra mærin var blind, — steinblind. Og fagra mærin gekk hægt og hátíðlega gegn um skóginn og söng undurfögur ljóð, og söngur hennar ­titraði af þrá, — ósegjanlegri þrá. Skógartrén lutu laufkrónum sínum við söng hennar, og lauf­ið skalf á greinunum; rósirnar og blómin luku upp krónum sínum, — eins og það var, sem þau öll yrðu gripin sömu þránni — sömu ósegjanlegu þránni — og var í söng ungu mærinnar. Unga mærin hafði gengið lengi, lengi um skóginn. Hún hafði gengið þar allt sitt líf. Hún vissi ekki, hvaðan hún kom, og heldur vissi­hún ekki, hvert hún fór, en allt af var hún knúin af sömu þránni, þránni eftir að finna sjálfa sig og þránni eftir að sjá, — sjá sjálfa sig — allra helzt­—. Hún var fædd blind, og móðir henn­ ar hafði gert hana að olnbogabarni sínu, sökum þess að hún var blind. Fagra mærin hét Ást, og móðir hennar hét Vizka, og þegar hún fædd­ ist, sagði móðir hennar: „Ég sendi þig frá 59


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is mér, einfelding­urinn þinn! Og gef þér ekkert í heiman­mund nema ljóð, sem þú skalt syngja ár og síð, og sendi þig til að leita systur þinn­ ar, en hún heit­ir Sorg. Og þar til, er þú finnur hana, verður þú blind, og öll heimsins dýrð verður þér dulin nema þín eig­in ljóð. En systir þín mun gefa þér sjónina, og hún skal fylgja þér frá þeim degi, er þið mætist, eins og skugginn þinn. Og henni verðurðu háð alla daga, — og þú skalt ótt­ast hana meir en nokkuð annað, en hún mun þó verða hin eina vera á jarðríki, sem ann þér að fullu og gefur gaum að söng þínum og ljóðum. Farðu, og leitaðu hennar, þar til þú finnur hana.“ Og Vizkan hratt dóttur sinni Ást frá sér, og fagra barnið hrökklaðist grátandi út í heiminn og söng ljóðin yndisfögru, sem vöktu­ blómin af dvala og sem skógartrén hneigðu í lotningu og hrifni. „Alla daga muntu gefa mönnunum meiri og betri gjafir en laun þeirra verða,“ sagði Vizkan, um leið og hún hvarf frá dóttur sinni, en það heyrði fagra mærin ekki, og það var það bezta fyrir hana. 60


Og árin liðu, — liðu. Eitt sinn heyrði Ástin allt í einu þungan nið eins og vötn féllu fram í lítilli fjarlægð. Hún nam staðar og hætti að syngja og hlustaði eftir hinum þunga nið. Svo hélt blinda barnið áfram og vissi ekki, hvar það fór. Skömmu síðar var Ástin komin fram á fljótsbakkann. Brjóst hennar þrútnaði af þrá og hófst í þungum og djúpum bylgjum — Ó! Nú ætlaði hún að syngja fegurstu ljóðin, sem hún ­kunni, — en — ó, vei! Hún kom ekki upp nokkru hljóði. Röddin drukknaði í hálsi henni. Haf hægt um þig, hjarta! „Ég heyri hin ósungnu ljóð þín bezt. Fegurstu perlurnar ­falla í öldur mínar. Fegurstu ljóð þín eiga að stíga niður í djúp mín. Þar verða þau bezt geymd.“ Unga mærin hrökk við. Hún heyrði, að einhver sagði þetta niðri í bárunum. Röddin var djúp og blíð — eins og niður fallandi linda. Og tárin fóru að streyma úr augum hennar, — hin fyrstu tár, er hún hafði fellt í mörg, mörg ár, — eldheit tár, — brennandi tár. Og á sömu stundu 61


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is litu augu hennar dagsins ljós. Og hið fyrsta, sem hún sá, var undurfögur kona, ung mær, sem sveif upp úr myrkbláum öldunum. Það var Sorg systir hennar. Andlit hennar var marmarahvítt; augu hennar voru svört eins og vetrarnóttin, og streymdu höfug tár niður vanga hennar og féllu niður í öldurnar eins og leiftrandi perlur. Og Sorgin steig upp úr djúpinu og þrýsti syst­ ur sinni, Ást, í faðm sér, og köld tár Sorgarinnar drupu ofan á brjóst hennar. En Ástin varð ótta­ slegin og vildi þrífa sig úr fangi systur sinnar. En Sorgin talaði til hennar mildum orðum og sagði: „Ég hefi gefið þér sjónina, systir mín! — og ­æðstu launin fyrir söng þinn muntu fyrst finna í perlusafni mínu þarna niðri í öldunum.“ Og hönd við hönd gengu þær til mannanna. Ástin söng þeim svanasöngva sína, og Sorgin felldi tár, köld og hljóð, og fól sig undir huliðs­ hjálmi að baki Ástarinnar. Og þegar Ástin söng, þá gleymdi hún syst­ ur sinni, en aldrei fann hún að fullu unað söngs síns, fyrr en hana bar að hafströnd systur sinnar, Sorgar. 62


En í djúpunum er hennar veldi. Og tár henn­ ar eru skuggsjá mannanna. Í þeirri skuggsjá sjá þeir alla dýrð veraldar. Og komi Ástin eitt sinn til þín, þá ljúktu ­hjarta þínu upp fyrir ljúflingnum unaðsfagra, og gef þú gaum að söng hennar. En hún mun þó blinda augu þín. Og sjálf er hún blind. — En systir hennar, Sorg, mun opna augu þín og augu hennar, og þá hlýtur þú perlur hennar að gjöf. Þannig vill móðir þeirra, Vizka, að það sé. Og Sorgin og Ástin ganga um alla eilífð hönd við hönd og gefa hjörtum mannanna æðstu gjafir lífsins, ljúflingarnir unaðsgóðu og yndisfögru, olnbogabarn og augasteinn Vizkunnar.

Elskan mín! Þetta er æfintýrið. Ástin hefir barið að dyrum í hjörtum okk­ ar, en sorgin fól sig undir huliðshjálmi að baki hennar. En nú hefir hún gefið þér perlur úr djúpun­ um sínum — og undið rökkur inn í hljóma ástarinnar. 63


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is Ástin mín! Þar sem ljós er, þar verða einnig skuggar að vera, svo að fegurð ljóssins sjáist, — svo að við njótum geisla þess. Það veit sorgin, augasteinn vizkunnar. Og hin myrkbláu undir­ djúp hennar eru uppljómuð perlum sannleikans. Svo nemum við staðar, ástin mín! Við nem­ um staðar, að eins til að líta yfir ófarinn veg, og áfram höldum við, áfram, áfram. Við eigum þá öruggustu og beztu förunauta, systurnar góðu. Þú hlúir að ljóðum ástarinnar, — en ég leita sannleikans í tárum sorgarinnar, og sannleikurinn á að vera ferjumaður okkar beggja yfir fljót lífsins, yfir á dauðans strönd. En ströndin, sem öldur dauðans bera okk­ ur að, — veiztu, hvernig hún er, og hvernig þar er að búa? Þar eru bleikir skógar, og blátt ágústhúmið vefur sig um landið og hlúir að draum­um jarðarinnar. Hafið niðar þar í logninu við dökkar strendur. Og út yfir hafið — bera skipin síðustu vini þína burtu í fjarlægð, og ég er einn eftir hjá þér, og þá mætast varir okkar aftur í hinum fyrsta kossi — á landinu, þar sem draum­arnir verða að veruleik og augnablikin að 64


eilífð. Þannig er lífið og dauðinn, — ástin, og sorgin, ástin mín! Þinn Angantýr

Ég kann því miður ekki þá list, sem fullnægir ­fegurðarþrá þinni. En í dag vildi ég þó, að þú fyndir það, sem þú leitar að. En ég gaf þér ástina og sorgina, og þær syst­ ur munu fylgja þér til síðustu spora þinna, og nú hefi ég sagða þér söguna af þeim. En ég hefi ekki sagt þér það eins vel og mig langaði til, því að tunga mín er bundin, og nú eru hugsjónir mínar sem vængbrotinn örn. En öllu, sem feg­urst er, fáum við aldrei lýst með orðum. En þú átt mín óortu ljóð sem hin ortu, en þau verður þú að lesa út úr augunum mínum, þegar orð mín fá ekki lengur lagt fjötur á vængi þeirra. Og þau eru sérstaklega afmælisgjöfin frá mér til þín. Þú verður að fyrirgefa mér, þótt sú gjöf sé fátækleg. 16. september 1916

65


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is

Í VÍSNABÓK BRYNHILDAR Vizkunnar guð þína vegferð greiði og vonir þínar til sigurs leiði. Kærleikans guð allt líf þitt ljómi, unz leiðin er enduð að alföður dómi. Ljóssins guð signi sérhvert þitt spor og sólskini faðmi þitt æfivor. Elskunnar guð þína æfi krýni. Um eilífð þér fegurstu ljósin hans skíni. Friðarins guð, þegar sól nálgast sæinn, svæfi þig blítt eftir liðinn daginn.

66



Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is


Soffía Auður Birgisdóttir

„Ég gaf þér ástina og sorgina“ Elín Thorarensen, Jóhann Jónsson og Angantýr1

Af þöggun Þegar Angantýr kom fyrst út árið 1946 varð ýmsum bilt við. Meðal skyldmenna Elínar Thor­ arensen voru aðilar sem óttuðust að frásögnin af ástarsambandi hennar og Jóhanns Jónssonar skálds gæti varpað skugga smánar á fjölskyld­ una og reyndu því hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir að bókin væri lesin.2 Hafa ber í huga að Titill greinarinnar er tekinn úr ævintýri Jóhanns „Ástin og sorgin“ sem hann gaf Elínu í afmælisgjöf árið 1916, sjá s. 67. Öll síðutöl innan sviga í eftirmálanum vísa til textans í þessari útgáfu. 2 Auk þeirra rituðu heimilda sem skráðar eru aftan við greinina byggi ég skrif mín á samtölum við Sigurrós Eiðsdóttur sem er afkomandi Elínar og Guðmund Magnússon sagnfræðing sem skyldur er Jóhanni. Margar sögur eru til af því hvernig bókinni var eytt, hún læst inni í skápum og jafnvel hnuplað úr einkabókasöfnum. Sjá t.d. Soffía Auður Birgisdóttir. 2003 og Guðrún Helgadóttir. 2011. Slíkar sögur eru einnig kunnar meðal afkomenda Elínar. 1

69


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is hugmyndir manna um hvað teldist siðferðilega ásættanlegt voru aðrar á­útgáfutíma bókarinnar en þær eru í dag, hvað þá á þeim tíma sem sambandið varaði frá sumr­inu árið 1915 til haustsins 1916. Engu að síður eru viðbrögðin forvitnileg út frá fleiru en einu sjónarhorni. Að verki voru fordómar af ýmsum toga; fordómar gegn aldursmuni elskenda (það er að segja ef konan er eldri), fordómar gegn sambandi fólks af ólíkri stétt og stöðu, sem og fordómar gegn sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti fráskilinna mæðra (sérstaklega ef kynlíf var með í spilinu).3 Ekki er síður forvitnileg sú staðreynd að óróleikinn sem útgáfa bókarinnar vakti náði langt út fyrir raðir skyldmenna Elínar og Jóhanns; Angantýr var sem eitur í beinum manna sem ráðandi voru í opinberri orðræðu um íslenskar bókmenntir. Velta má fyrir sér hvort frásögn Elínar hafi hrófl­að við myndinni af Jóhanni Jónssyni sem hafði fest sig rækilega í sessi fyrir miðja síðustu Í grein sinni um Angantý veltir Guðrún Helgadóttir fyrir sér hvort slíkir fordómar séu ekki að miklu leyti enn við lýði. Sjá Guðrún Helgadóttir. 2011, s. 34. 3

70


öld og má líkja við goðsögn. Og því farið af stað það ferli sem við nú á dögum köllum „þöggun“. Elsta dæmið um nafnorðið „þöggun“ í ísl­ ensku­máli er að finna í tímaritinu Skírni frá árinu 1832. Þar er það notað til að lýsa þögg­ un frétta í frelsisstríði Pólverja og Rússa á fyrri hluta nítjándu aldar.4 Orðið kemur hins vegar ekki fyrir aftur svo rekjanlegt sé í ríf­lega eina og hálfa öld. Þá kemur það fram í umræðunni um konur og bókmenntir og fyrst í blaðavið­ tali við Helgu Kress. Viðtalið var tekið í tilefni fyrirlest­ urs Helgu um slúður sem upp­ sprettu frásagnar í íslenskum fornbókmenntum og um það hvernig karlar reyndu að þagga niður í konum.5 Næstu árin eru flest dæmi um orðið þöggun í íslensku ritmáli tengd umræðunni um konur og bókmenntir en þaðan breiðist ­notkun Sjá „Fréttir 1831“. Skírnir 6. ár, s. 9. Samkvæmt Orðabók Háskóla Íslands er þetta elsta ritmálsdæmi orðsins. 5 Sjá Súsanna Svavarsdóttir. 1990, s. B8. Sjá einnig Helga Kress. 1991. „Staðlausir stafir. Um slúður sem uppsprettu frásagnar í Íslendingasögum.“ Skírnir 165. ár (vor), s. 130–156. 4

71


Þ E T TA E R S Ý N I S H O R N

Bókina er hægt að kaupa sem kilju, rafbók og hljóðbók á heimasíðu Lesstofunnar, www.lesstofan.is þess út og verður almenn.6 Þöggun er því hugtak sem á einkar vel við þegar hugað er að sögu Angantýs enda tengist efnið umræðunni­um konur og bókmenntir sem og slúðri um „óleyfi­ legar“ ástir og „margir vildu leggja orð í belg, bæði skyldir og vandalaus­ir“ eins og Elín skrif­ar í formála (10). Þessi litla bók geymir líka sögu af „frelsisstríði“ Elínar og elskhuga hennar;­stríði sem þau hlutu að tapa því tíðarandinn var þeim andsnúinn, jafn­ vel beinlínis fjandsam­ legur. Þöggunin sem fylgdi í kjölfarið á útgáfu bókarinnar sýnir að málið varðaði ekki aðeins einkalíf fárra heldur snerist líka um það hver h ­ efði rétt á að tjá sig og jafnvel um yfirráða­rétt yfir íslenskri­ menn­ ingar- og bókmenntasögu. Hvað sem lesendum kann að finnast um hina tilfinninga­ þrungnu lýsingu Elínar Thorarensen á ást þeirra Jóhanns verður því vart á móti mælt að bók hennar bætir mikilvægum drátt­um í þroskasögu þessa dáða skálds og ef til vill geymir hún einn­ig vísbendingar um leynda­rmál sem enn er á fárra Þetta má sjá með því að setja leitarorðið „þöggun“ inn á vefslóðina timarit.is (skoðað 14. september 2011). 6

72


vitorði. Og það sem ekki er síst um vert: ný rödd bætist við ís­ lenskar bókmenntir þegar bókin kem­ur loks fyrir almenningssjónir. Tilurð bókarinnar Angantýr var gefin út á kostnað höfundar árið 1946. Útlit bókarinnar var sérstakt; brotið lítið, kápan rauð og síðurnar fölbleikar að lit.7 Bókin skiptist í tvo hluta: I. Minningar um hann og II. Æfintýri og ljóð frá honum. „Hann“ er Jóhann Jónsson skáld (1896–1932) og „Angantýr“ er gælunafnið sem Elín gaf honum en hana kallaði hann „Brynhildi“. Bæði nöfnin hafa tilvísun til íslenskra fornbókmennta, Angantýr er skáldið í Hervarar sögu og Heiðreks og Brynhildur Buðladóttir er valkyrjan sem sagt er frá í Völs­ unga sögu og í eddukvæðum. Í for­mála Elínar Kannski er brot bókarinnar og lituðu síðurnar vísun í þá venju Jóhanns að skrifa verk sín í handgerðar litlar bækur sem hann gerði sjálfur: „Einstöku sinnum tókst honum að útvega sér ofurlitlar arkir, rauðfjólubláar eða bláar á litinn, gullrendar, með léreftsvend, og hann skar þær í sundur og tölusetti blöðin með skrautrituðu blaðsíðutali uns kominn var töluverður stafli.“ Halldór Laxness. 1962, s. 194. 7

73



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.