1 minute read

Sitthvað um rottur

Af hverju eru rottur með hala?

Halinn er jafnvægistæki rottunnar.

Af hverju eru rottur alltaf að naga?

Rottur eru nagdýr og nagárátta rotta orsakast að hluta til af þeirri staðreynd að tennur þeirra hætta ekki að vaxa og til að halda þeim í réttri stærð verða þær að naga.

Geta rottur verið gæludýr?

Ákveðnar tegundir af rottum geta verið gæludýr, og sumir segja að þær séu bæði hreinlátar og gáfaðar, en gæta þarf þess að þær fari í heilbrigðisskoðun.

Hvaða rottutegundir finnast á Íslandi?

Brúnrottan er algengust og finnst helst í þéttbýli. Hún er ekki með góða sjón og forðast dagsljósið, en þolir vel kulda. Svartrottan er minni, hún heldur gjarnan til í skipum.

Eru rottur með sogskálar?

Nei! Og brúnrottur eru ekki sérlega duglegar að klifra.

Sofa rottur á næturnar eða daginn?

Rottur eru næturdýr. Þær halda sig í fylgsnum sínum yfir daginn en eru frekar á ferli á næturnar.

Ert þú rotta?

Svarið er já ef fæðingarár þitt er 1924, 1936, 1948, 1960, 1972, 1984, 1996, 2008 eða 2020. Þetta eru ár rottunnar samkvæmt kínversku tímatali, og fólk sem er fætt á þessum árum er í stjörnumerki rottunnar. Fólk sem er fætt í rottumerkinu er m.a. talið vera klókt, orðheppið og frjósamt.