Úttekt menntamálaráðuneytisins á Kvikmyndaskóla Íslands

Page 44

Samningar ráðuneytisins við skólann einkennast af stuttum samningstíma og ákveðnum skilyrðum sem ekki hefur tekist að fylgja eftir. Samningar eru gerðir til skamms tíma í senn

Yfirlit yfir samninga ráðuneytisins við skólann frá 2009-2013

Ráðgjöfum Capacent bárust afrit af samningum sem gerðir hafa verið á milli ráðuneytisins og skólans.

Í desember 2009 var gerður samningur til eins árs. Á samningstímanum greiddi ráðuneytið 42,0 m.kr. til skólans. Skilyrði fyrir greiðslum var m.a. að skólinn stæðist ytri úttekt á starfi skólans.

Í síðasta samningi sem gerður var milli aðila þann 15/11 2012 er greint frá því meginmarkmiði samningsins að gera nemendum sem hófu nám í ársbyrjun 2011 eða fyrr kleift að ljúka námi sínu við skólann. Í samningnum var m.a. gert ráð fyrir 35 m.kr. framlagi sem ætlað var til að styrkja stöðu skólans, enda skyldi skólinn þá hafa styrkt eiginfjárstöðu sína þannig að hún væri orðin jákvæð. Það náðist ekki og gerður var viðaukasamningur milli ráðuneytisins og skólans þar sem frestur til að bæta eiginfjárstöðu skólans var framlengdur frá 15/2 2013 til 15/5 2013. Skólanum voru hins vegar greiddar 25 m.kr. af fyrrgreindum 35 m.kr. við undirritun viðaukans þann 15/3 2012. Forsvarsmenn skólans hafa ítrekað að það er skólanum mikilvægt að samningar séu gerðir til lengri tíma en eins árs í senn. Hafa þeir bent á að sú óvissa sem skemmri tíma samningar veldur hafi í raun slæm áhrif á rekstur skólans. Það geri honum t.a.m. erfitt um vik í skipulagningu og einnig við að kynna skólann meðal hugsanlegra viðskiptavina. Það sé augljóst að nemendur setji það fyrir sig þegar þeir velja sér skóla ef óvíst er um hvort þeir geti lokið námi við skólann, eða hvort forsendur breytist í miðju námi. Undanfarin ár hefur Kvikmyndaskólanum verið veitt tímabundin viðurkenning sem einkaskóli á framhaldsskólastigi í samræmi við 12. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Ráðuneytið hefur bent á að skólinn hefur ekki uppfyllt lagaleg skilyrði til að fá samning til lengri tíma og því hafi ráðuneytinu ekki verið heimilt að gera slíka samninga (sbr. 12. gr. laga nr. 92/2008).

TRÚNAÐARMÁL

2009-2010

3 mán. 2011

2011-2012

2012

2013

Skólinn var samningslaus í 5 mánuði á vorönn 2011, þ.e. frá 1/1 til 18/5 2011. Í maí 2011 var gerður samningur sem gilti til 31/7 2011 og fékk skólinn þá 22,5 m.kr. Fram kom að Kvikmyndaskólanum hafði ekki tekist að uppfylla skilyrði viðurkenningar, sérstaklega þau sem snúa að fjárhagsmálefnum og að óvíst væri hvort honum tækist það. Skólinn var samningslaus í 2 mánuði á haustönn 2011, frá 1/8 til 3/10 2011. Í október 2011 var gerður samningur sem gilti til 31/7 2012 með möguleika á framlengingu til áramóta 2012. Í samningnum segir að ríkið muni greiða 16,2 m.kr. vegna ársins 2011 og að ráðuneytið muni beita sér fyrir 30 m.kr. fjárveitingu í fjáraukalögum 2011 og allt að 56,4 m.kr. vegna fjárlaga 2012. Auk þess muni ráðuneytið mæla með því við stýrihóp verkefnis ríkisstjórnarinnar „Nám er vinnandi vegur“ að veitt verði allt að 10 m.kr. framlag til skólans. Skólinn skyldi fyrir 15/11 2011 sýna fram á að hann uppfylli skilyrði til viðurkenningar einkaskóla á framhaldsskólastigi og að fyrir 15/10 2011 bar honum að skila sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórn, fulltrúa kennara og fulltrúa nemenda um að sátt ríki milli aðila um skólastarf og stjórnun skólans skólaárið 2011-2012. Í júní 2012 var gerður viðauki við samninginn frá 3/10 2011. Skv. honum skyldi skólinn fá greitt 23,5 m.kr. viðbótarframlag á framlengdum samningstíma frá seinnihluta ágúst mánaðar 2012 til áramóta sama ár. Í samningi 12. nóvember 2012 kemur fram að ráðuneytið muni leitst við að skólinn fái 70 m.kr. framlag af fjárlögum auk 35 m.kr. til að styrkja fjárhagsstöðu gegn fjárhagslegri endurskipulagningu sem ekki náðist innan tilskilins tíma, þ.e. 15. febrúar 2013. Skólinn fékk 105 m.kr. í framlög frá ríkinu, en hefur ekki enn efnt sinn hluta samkomulagsins. Fjárhagur skólans hefur þó styrkst, að stórum hluta vegna aukaframlaga frá ríkinu (sjá bls. 10). Skólinn efndi ekki ákvæði samningsins, þrátt fyrir viðbótarfresti sem honum var veittur með viðaukasamningi 15/3 2012.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið - rekstrarúttekt á Kvikmyndaskólanum

4


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.