Útskrift KVÍ | Haust 2019

Page 1

útskrift

h a u s t ö n n 2019


LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA

SKAPANDI TÆKNI


HANDRIT & LEIKSTJÓRN

LEIKLIST


Kvikmyndaskóli Íslands Grensásvegur 1 108 Reykjavík Ísland Sími: 444 3300 www.kvikmyndaskoli.is / www.icelandicfilmschool.is @ 2019 Kvikmyndaskóli Íslands / The Icelandic Film School Bækling þennan má eigi afrita með neinum hætti, s.s. með ljósmyndum eða á annan hátt, að hluta eða heild, án skriflegs leyfis útgefanda.


ÁVARP REKTORS / DEAN’S STATEMENT Friðrik Þór Friðriksson

6

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA DIRECTING & PRODUCING

8

SKAPANDI TÆKNI CREATIVE TECHNOLOGY

10

HANDRIT & LEIKSTJÓRN SCREENWRITING & DIRECTING

12

LEIKLIST ACTING

14

ÚTSKRIFTARVERK / FINAL PROJECT Allar deildir / All departments

16 - 18

MÍNÚTUMYNDIR: 1. ÖNN / 1 MINUTE FILMS: 1ST TERM Allar deildir / All departments

20 - 25

KYNNINGARMYNDIR: 2. ÖNN / PRESENTATION FILMS: 2ND TERM Allar deildir / All departments

26 - 27

TÓNLISTARMYNBÖND: 1. ÖNN / MUSIC VIDEOS: 1ST TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

28

AUGLÝSINGAR: 1. ÖNN / ADVERTISING: 1ST TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

29

TILRAUNAMYNDIR: 3. ÖNN / EXPERIMENTAL FILMS: 3RD TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

29

STUTTMYNDIR: 1. ÖNN / SHORT FILMS: 1ST TERM Allar deildir / All departments

30 - 31

STUTTMYNDIR: 3. ÖNN / SHORT FILMS: 3RD TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

32

STUTTMYNDIR: 3. ÖNN / SHORT FILMS: 3RD TERM Handrit & Leikstjórn / Screenwriting & Directing

33

MYNDIR ÁN ORÐA: 2. ÖNN / SILENT MOVIES: 2ND TERM Skapandi Tækni / Creative Technology

34

HEIMILDARMYNDIR: 3. ÖNN / DOCUMENTARIES: 3RD TERM Skapandi Tækni / Creative Technology

35

LEIKINN SJÓNVARPSÞÁTTUR / TV PILOT Allar deildir / All departments

36

FJÖLKAMERA: 3.ÖNN / MULTI-CAMERA 3RD TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

38

LEIKSÝNING / THEATRE PRODUCTION Leiklist / Acting

40

HANDRIT Í FULLRI LENGD / FULL FEATURE FILM SCRIPT Handrit & Leikstjórn / Screenwriting & Directing

42

ÁVARP KÍNEMA / STUDENT ASSOCIATION KÍNEMA

43

ÁVARP NÁMSSTJÓRA / HEAD OF STUDIES STATEMENT Hrafnkell Stefánsson

44


Ávarp rektors / Dean’s Statement

Kæru nemendur og starfsfólk. Þegar þýski leikstjórinn Werner Herzog kom hingað til lands 1977 þá var hér nánast engin kvikmyndagerð. Á blaðamannafundi, sem hann hélt, var hann spurður af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi hvort hann teldi að hér á landi myndi þrífast alvarleg, þjóðleg kvikmyndagerð. Hann svaraði því á þá leið að svo myndi ekki gerast því hér ríkti of mikið góðæri, hann væri t.d. nýkominn frá Perú og á götum höfuðborgarinnar, Lima, ríkti svo mikill sársauki, að þaðan byggist hann við að kæmu heiðarlegar kvikmyndir í framtíðinni. Þá stóð undirritaður upp og sagði “ Sorry, Mr Herzog, but we have the pain on the brain”. Sagan hefur svo sannað að við eigum nú margt kvikmyndarfólk sem hefur losað sig við sársaukann sem því fylgir að ganga með hugmynd í hausnum og losað sig við hana uppá hvíta tjaldið. Það verður þó seint sagt að við höfum verið ofdekruð af stjórnvöldum hvað fjármagn varðar. Þessar myndir hafa verið gerðar nánast í sjálfboðavinnu og kostað miklar fórnir frá kvikmyndagerðarfólkinu. Sama má segja um skólann okkar, en nú hyllir undir að við sjáum fram á bjartari tíma. Það er því von mín að við getum í sameiningu gert góðan skóla enn betri. Því við erum að keppa á stóra sviðinu og við þá bestu eins og fótboltafólkið okkar.

++++ Dear students and staff. When German director Werner Herzog came to Iceland 1977, there was almost no filmmaking. At a press conference he held, he was asked by Steinunn Sigurðardóttir the writer whether he thought that in Iceland there could be a serious national cinema. He replied that it would not happen because here was too much goodness, for example; he had recently visited Peru and on the streets of Lima the capital, there was so much pain, from which he expected honest films in the future. Then I stood up saying “Sorry, Mr. Herzog, but we have the pain on the brain.” History has shown that we now have a lot of filmmakers who have relieved the pain that comes with having an idea in mind and releasing it to the cinema. However, it will not be said that we have been spoilt by the government in terms of funding. These films have been made almost voluntarily and cost a lot of sacrifices from the filmmakers. The same can be said about our school, but now it is important for us to see a brighter time. It is therefore my hope that together we can make a good school even better. Because we are competing on the big stage and with the best like our football players. Friðrik Þór Friðriksson

6LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

Leikstjórnar- og framleiðsludeild hefur upp á að bjóða fjölbreytt og krefjandi nám. Nemendur fá faglega kennslu og mikla verklega þjálfun við að þróa, framleiða og leikstýra kvikmyndaverkum af öllu tagi. Nemandinn fær nána leiðsögn fagfólks; framleiðenda, leikstjóra og atvinnuleikara og fær sérstaka þjálfun í leikaraleikstjórn. Leikstjórn er önnur aðalnámsgrein deildarinnar. Nemendum er kynnt starf leikarans og annarra náinna samstarfsmanna leikstjórans, eins og myndatökumanni, leikmyndahönnuði, hljóðhönnuði ofl. og fá þannig reynslu til að þroskast sem leikstjórar, þ.e. listrænir yfirmenn kvikmyndaverka.

LEIKSTJÓRN / DIRECTING Hilmar Oddsson

Námið gefur nemendum einnig góða innsýn í hlutverk og verkefni framleiðandans og kynnir fyrir þeim ýmis stöðugildi í framleiðslu og hver ábyrgð hvers hlutverks er. Leikstjórnarþjálfunin er markviss og stýra nemendur nokkrum verkefnum á hverri önn, ýmist í samvinnu eða upp á eigin spýtur. Markmiðið er að við útskrift sé nemandi fær um að gera eigið kvikmyndaverk og hafi góðan skilning á grundvallarlögmálum kvikmyndagerðar. Mikilvægt er að nemendur læri að vinna vel saman en séu engu að síður sjálfstæðir og vandvirkir. Atvinnutækifæri eru fjölbreytt að loknu námi og þeim fer fjölgandi þar sem þekking á myndmiðlum og kunnátta í leikstjórn og framleiðslu verður æ verðmætari. Námið er fyrst og fremst verklegt. Hver nemandi vinnur stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildamyndir, leikna sjónvarpsþætti og skemmtiþætti af ýmsum toga.

FRAMLEIÐSLA / PRODUCTION Hlín Jóhannesdóttir

Nemendur eru teknir inn í deildina á hverju misseri og valdir með sérstökum inntökuviðtölum. Leitað er eftir leiðtogum með sterka sýn, skipulagshæfileika og listræna taug. Við deildina starfar fjöldinn allur af leiðbeinendum og kennurum sem hefur það markmið að miðla af þekkingu sinni og reynslu. ++++ This department offers a diverse, challenging curriculum in directing and producing for film, television and other media. During two years of study you’ll explore the main roles and functions of both professions through a number of practical exercises, including short films, commercials, music videos, documentaries and various television formats. You’ll also receive training in screenwriting, film grammar, the directing of actors, as well as in the equipment and technical aspects used in contemporary filmmaking. The goal of the curriculum is to provide students with a solid understanding of the fundamentals of filmmaking and the skills required in constructing visual narratives. You’ll learn how to break down a script, stage it for the camera, and communicate with and block actors. You’ll learn what’s involved in producing for film and television and about the nature and structure of both industries. You’ll learn how a film set is run, and the importance of cooperation, discipline and professional working methods. At the same time, we’ll encourage you all the while to take risks, be creative and develop your unique voice as a storyteller. At the end of two years, you’ll have acquired not only a new set of skills but a rich portfolio of your own work, which will serve as your calling card as you enter into the challenging but exciting world of filmmaking.

8


útskrift h a u s t ö n n 2019

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA


SKAPANDI TÆKNI / CREATIVE TECHNOLOGY

Skapandi tækni skiptist í fjögur grunnfög; kvikmyndatöku, klippingu, hljóð og það sem við höfum kosið að kalla myndbreytingu (vfx eða myndbrellur og litaleiðréttingu) . Þetta er nýjung í námsframboði skólans og markmiðið er að mæta ýtrustu kröfum nútímakvikmyndagerðar, þar sem tölvan leikur æ stærra hlutverk.

KVIKMYNDATAKA / CINEMATOGRAPHY Tómas Örn Tómasson

Jafnframt sækja nemendur stoðáfanga í leikmyndagerð, listasögu, og ljósmyndun. Einnig eru sameiginleg kjarnafög: kvikmyndasaga, grunntækninámskeið og myndræn frásögn. Á tveimur námsárum fara nemendur í gegnum fjöldann allan af verkefnum; heimildarmyndir, kynningarmyndir, stuttmyndir, endurgerð á senu, ljóðrænar myndir án orða, leikið sjónvarpsefni í samstarfi við fagfólk og loks útskriftarverk í formi stuttmyndar. Þá eru ótalin fjölmörg verkefni sem nemendur taka þátt í utan sinnar deildar.

KLIPPING / EDITING Davíð Alexander Corno

Leiðir að loknu námi eru fjölbreyttar. Margir hefja störf innan íslenska kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarins á meðan aðrir hefja sinn eigin rekstur eða halda utan til framhaldsnáms. Atvinnumöguleikar eru góðir. Nám við Kvikmyndaskóla Íslands er góður undirbúningur fyrir störf í öllum þáttum kvikmyndagerðar. Nálgist nemandi námið af metnaði og samviskusemi uppsker hann ríkulega. ++++

HLJÓÐ / SOUND Kjartan Kjartansson

The curriculum of this department explores the practical aspects of filmmaking with special emphasis on cinematography, editing, sound design and visual effects. Additional instruction is given in the fields of production design, special effects and colour correction. The school’s equipment rental offers a wide range of professional equipment from the biggest names in the business (Arri, Matthews, Canon, Kinoflo etc). Students begin familiarizing themselves with Canon DSLR cameras and 3-point lighting. As they develop their skills as film makers, their equipment lists become more complex, our equipment manager does his best to answer the needs of the student, acquiring equipment we currently don’t hold from our fellow equipment rentals; Kukl, Luxor and MediaRental.

MYNDBRELLUR / VISUAL EFFECTS Kristján Kristjánsson

We’re looking for applicants who demonstrate both creativity and a strong interest in the above technical disciplines. All incoming students are expected to have excellent computer skills. At the end of their studies our students graduate with the title “Filmmaker - Specializing in Creative Film Technology” and will have acquired the skills and qualifications to work in film and television production and related fields.

10


útskrift h a u s t ö n n 2019

S KA PA N D I TÆ K N I


HANDRIT & LEIKSTJÓRN / SCREENWRITING & DIRECTING

Handrits- og leikstjórnardeildin býður upp á fjölbreytt og krefjandi nám fyrir þá sem vilja skrifa og leikstýra sínum eigin handritum. Deildin býður upp á metnaðarfullt nám þar sem nemendur þurfa að vinna að mörgum handritum samhliða, ásamt því að leikstýra stuttmynd eftir eigin handriti í lok hverrar annar.

HANDRIT Í FULLRI LENGD Gunnar B. Guðmundsson

TEGUNDIR HANDRITA Ottó Geir Borg

Áherslusvið deildarinnar, eins og nafnið getur til kynna, eru handrit og leikstjórn. Deildin hentar mjög hugmyndaríkum einstaklingum með góða ritfærni og getu til að miðla hugmyndum sínum.. Í handritsgerð fá nemendur kennslu í öllum helstu tegundum handritsgerðar, allt frá stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum til kvikmynda í fullri lengd og fá tækifæri til að spreyta sig á og öðlast reynslu í skrifum á þessum margvíslegu formum. Leikstjórn er önnur aðalnámsgrein deildarinnar. Nemendum er kynnt starf leikarans og annarra náinna samstarfsmanna leikstjórans, eins og myndatökumanni, hljóðhönnuði ofl. og fá þannig reynslu til að þroskast sem leikstjórar, þ.e. listrænir yfirmenn kvikmyndaverka. Einnig er veitt markviss þjálfun í myndrænni frásögn, leikstjórn eigin handrita og annarra.. Markmið námsins er að við útskrift hafi nemandinn öðlast góðan skilning á grundvallarlögmálum kvikmyndagerðar og sé fær um að vinna sjálfstætt að eigin kvikmyndaverkum, sem leikstjóri, handritshöfundur eða hvoru tveggja. Við viljum fá inn nemendur með listræna sýn og mikinn metnað og skila þeim í bransann sem heilsteyptum höfundum..

LEIKSTJÓRN / DIRECTING Hilmar Oddsson

Að loknu námi bíða nemenda fjölbreytt atvinnutækifæri í heimi sem kallar í vaxandi mæli á efni í myndformi. Hér er um að ræða störf hjá kvikmyndafyrirtækjum, sjónvarpsstöðvum, auglýsingastofum, útgáfufyrirtækjum og víðar. Kennarar og leiðbeinendur deildarinnar eru starfandi handritshöfundar, leikstjórar, framleiðendur og annað reynslumikið fagfólk úr kvikmyndabransanum. ++++ This department offers a versatile and creative course of study in the fields of writing and directing for the screen. You’ll learn various methods for developing your ideas and writing scripts for feature films, shorts, television and other visual media. You’ll also receive extensive training in directing your own scripts as well as those of others. The curriculum lays the necessary foundation for you to become an author in the field of filmmaking. Graduating students from the department receive a diploma with the title “Filmmaker – With Special Concentration in Writing and Directing”. With this training and knowledge our alumni are prepared for jobs with film production companies, television broadcasters, advertising agencies and publishing companies, among others. We’re looking for very creative individuals who have both the talent and the enthusiasm to tell stories through visual means.

12


útskrift h a u s t ö n n 2019

HA N DRI T & LE I KSTJ Ó R N


LEIKLIST / ACTING

Leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands býður upp á krefjandi list- og fagnám sem þjálfar öguð vinnubrögð leikarans fyrir kvikmyndir og sviðslistir. Mikil áhersla er lögð á líkamsbeitingu, raddþjálfun, söng og líkamsmeðvitund til að finna styrkleika hvers og eins. Nemendur hljóta þjálfun í að leika í kvikmyndum og öðrum myndmiðlum undir leiðsögn skapandi listamanna úr röðum leikara, leikstjóra, söngvara, dansara og kvikmyndagerðarmanna sem starfa við list sína og tengja nemendur við listasamfélagið. LEIKUR & HREYFING / ACTING & MOVEMENT Kolbrún Björnsdóttir

Nemendur þjálfa grunntækni í listsköpun leikarans og einnig undirstöðuatriði kvikmyndagerðar, handritsgerðar, framleiðslu, kvikmyndatöku, hljóðvinnu, klipps og eftirvinnslu. Sérstaða þessarar leiklistardeildar er að nemendur hljóta víðtæka þjálfun í að leika í kvikmyndum og öðrum myndmiðlum í hópvinnu með öðrum deildum skólans. Leiklistardeildin er krefjandi tveggja ára nám og markmiðið er að nemendur fái að blómstra og dafna í skapandi og öruggu umhverfi. Tekið er inn í deildina tvisvar á ári og eru nemendur valdir með inntökuprófum og viðtölum.

LEIKUR & RÖDD / ACTING & VOICE Þórey Sigþórsdóttir

Leiklistardeildin er ákjósanlegur valkostur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á skapandi og krefjandi starfi leiklistarinnar og er góður grunnur fyrir störf í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð, sviðslistum eða fyrir framhaldsnám á einhverju sviði listgreinarinnar.

This department teaches the basic techniques and methods of acting for stage and screen. We encourage our students to explore their individual creativity and place special attention on dance, physical expression and singing. LEIKLIST / ACTING Rúnar Guðbrandsson

Our curriculum provides a solid foundation for either an acting career in film, television or on the stage, or continuing a drama or filmmaking degree elsewhere. As opposed to many drama and acting programs we emphasize acting for the camera, which gives our students the opportunity to learn the basics of film production as well since they work on many film projects over the course of their studies. Our program offers challenging professional training of the highest standard in the art of acting. You will practice the craft of acting and learn the fundamentals of filmmaking by working in teams with students of other departments in the school. This cooperation runs side by side with the acting studies throughout all four semesters. Our instructors are actors, directors, singers, dancers and filmmakers who come from a wide variety of backgrounds and experiences. You will graduate from our program with a solid understanding of the professional actor’s working methods and obligations and with the selfconfidence and independence of a mature creative artist. Whether you go on to become a professional actor or filmmaker or decide to continue your studies elsewhere, you will have built a valuable network of contacts starting right here at school, from your fellow students in all departments to a long list of talented, creative instructors.

14


útskrift h a u s t ö n n 2019

LE I K LI ST


Útskriftarverk / Final Project

TWISTER

Ungt par í blóma lífsins bjóða foreldrum sínum í matarboð. Kvöldið tekur skarpa beygju þegar upp kom óvæntar fréttir sem gætu sett strik í reikninginn.

Fannar Smári Birgisson Handrit & Leikstjórn / Screenwriting & Directing Ragnar Óli Sigurðsson Handrit & Leikstjórn / Screenwriting & Directing

MEINVILL

Ungur maður reynir að endurvekja slokknaðan blossa milli sín og fyrrum kærustu hans en aðstæður hafa breyst og þarf hann að horfast í augu við kaldann sannleikann.

Gunnar Ágúst Stefánsson Leiklist / Acting

16


Útskriftarverk / Final Project

ÞÚ ERT EKKI

Súrrealísk stuttmynd um ungann mann sem kljáist við sjálfsefa. Hann ferðast í annann heim þar sem hann hittir gamlan mann, og þarf að ákveða hvaða lífsleið hann velur.

Kristinn Finnsson Handrit & Leikstjórn / Screenwriting & Directing

PABBI MINN

Þór lifir í heimi þar sem karlmenn mega ekki sýna viðkvæmar tilfinningar. Hann lendir í áfalli og reynir allt sem hann getur til þess að gleyma þessu, vera “sterkur” og bæla niður sorgina.

Kristinn Örn Elfar Clausen Leiklist / Acting

17


Útskriftarverk / Final Project

WHEN THE TREES COME

A story about mythology or misunderstanding or both. A fairytale retelling the saga of the werewolf as a young woman getting her period: emotional volatility as strength.

Jana Arnarsdóttir Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

ROUND 0 Sonia Schiavone Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

Who is Kolbeinn? A fighter. That’s the only thing he knows about himself. Kolbeinn and his friends are young boxers, training for the Nordic Championship. However, a serious accident risks compromising the future of boxing in all the Nordic countries. Who will Kolbeinn be?

18Allar Deildir / All Departments

Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

TÍMINN OG Alexander Þórólfsson Ungur maður vaknar heima hjá sér við vondan draum. Hann stekkur út úr húsi og hleypur af stað út í óvissuna. Myndin tekst á við þröskuld drauma og raunveruleika.

MARA Ásthildur Teitsdóttir

Svarthvít mynd um martröð

ANDLIT UPP Ástrós Traustadóttir Stúlka sem er orðin þreytt á þvi að alltaf a þurfa að setja grímu upp á hverjum degi. En gerir það engu að síður.

MEÐ MÉR Birta Rut Tiasha Sigfúsdóttir Mig dreymir alltaf sama drauminn. Það er dimmt og engan að sjá. Samt er ég ekki ein. Það er eitthvað sem fylgist með mér. Það felur sig í myrkrinu.

RUBBERBAND MAN Bjarki Steinn Pétursson Ung kona vaknar í dimmum kjallara. Á móti henni tekur grímuklæddur maður, þakinn blóði. Hún reynir að halda ró sinni þegar líf hennar hangir á bláþræði.

20


Allar Deildir / All Departments

Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

UNA NOCHE DE RESTAURANTE Brynjar Víkingsson Trailer fyrir nýjustu mynd úr smiðju Alejandro Guilherme de Rosa Vasquéz Júnior.

VÖKUDRAUMAR Elín Pálsdóttir Vökudraumar eru hluti af hugsanaflæði okkar í vöku. María lifir sínu lífi til fulls. Það er þó einn lítill galli í lífinu hennar, hún lifir í vökudraumi.

ÆSKAN Eydís Elmarsdóttir Ung stelpa á besta vin sem er hundur. Hún og hundurinn gera allt saman. Þetta er vinátta sem aðeins barn getur skilið

UMFERÐADÓLGARNIR Eyþór Brynjólfsson Maður undir stýri er orðinn frekar pirraður vegna umferðinni í Reykjavík. Hann hittir á annan mann og þegar hann reynir að hleypa honum yfir gangbraut, fer allt til fjandans.

RÉTTA AUGNABLIKIÐ Fanney Edda Felixdóttir Stressuð stelpa bíður eftir að klukkan slái akkúrat 12 að miðnætti. Um leið og klukkan verður 12 opnar hún örbylgjuofninn og tekur út núðlusúpu.

21


Allar Deildir / All Departments

Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

HRATT OG TRYLLTUR 13 Gabríel Örn Björgvinsson Hratt og trylltur 13 er æsispennandi hasar eins og hann gerist bestur. Gíslína Jósafatsdóttir, sem er aðalpersóna myndarinnar lætur óþolinmæðina hlaupa með sig í gönur og fær fyrir það makleg málagjöld.

ENN EINN DAGUR Í VINNUNNI Georg Vougiouklakis Þetta er venjulegur dagur hjá Arndísi en hún vinnur við að aðstoða Vilhjálm með daglegt líf. Hinsvegar breytist dagurinn þegar hún neitar honum um bíltúr. Á meðan hún er að hafa sig til fyrir deit finnur hann bíllyklanna hennar; það hefur óvæntar afleiðingar fyrir bæði tvö.

FELULEIKUR Guðríður Hanna Sigurðardóttir Sem börn lekum við okkur öll einhverntíman i feluleik. Feluleikurinn virðist halda afram a fullorðinsarum, en fer nu fram a samfélagsmiðlum a bakvið glansmyndir. Ert þú með í leiknum?

GUÐ BLESSI REYKINGARFÓLK Hálfdán Hörður Pálsson Ung kona nær óvart að aðstoða ungan prest, og kemst svo að því að Guð hinn almáttugi hjálpar þeim sem hjálpa öðrum.

SANDMAÐURINN Halldór Óli Gunnarsson Ungur maður er í bíltúr út í sveit. Uppáhaldslagið hans er í útvarpinu og hann er í góðum fíling, en allt í einu er klippt á lagið vegna mikilvægrar fréttatilkynningar. Þessi martraðakennda fréttatilkynning kemur honum að óvörum.

22


Allar Deildir / All Departments

Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

DAGDRAUMUR Halldóra Harðardóttir Húsmóðir kemur heim eftir langan dag. Maðurinn hennar er heima og horfir á sjónvarpið og drekkur bjór. Hefur ekkert gert. Hún heyrir lag í útvarpinu sem dregur hana inní dagdraum um hvernig lífið var nú hjá þeim hjónum. Rankar við sér úr dagdrauminum þegar maðurinn hennar ropar. Lífið krakkar mínir...lífið!

ÓHEPPINN Hörður Bjarmi Hallmundsson Maður er að verða of seinn í vinnuna og lendir síðan í óhappi með bílinn

KOMDU MÉR ÚT Hulda Kristín Kolbrúnardóttir Kona er föst í erfiðum aðstæðum. Kaffiboði hjá dómharðri frænku sinni. Hvernig kemst hún út?

BISQUE Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir Maður sem að syrgir missir dóttur sinnar og konu.

SÖKNUÐUR Jón Bjarni Sindrason Eldri maður fræðir barna barn sitt um lúpínuvandamál Íslands. Samtalið færist hinsvegar fljótt á alvarlegri nóturnar þar sem barna barnið lærir dýrmætar lífs lexíur.

23


Allar Deildir / All Departments

Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

INNRI EINLEIKUR Karólína Bæhrenz Lárudóttir Innri einleikur er hugsuð sem mynd mismunandi upplifana hvers og eins af náttúrulegri ringulreið hugsana þeirra og tilfinninga.

SUMT BREYTIST ALDREI Kristófer Smári Leifsson

Strákur læsir sig úti. Strákur eldist. Strákur breytist ekki.

BRENNT BRAUÐ Magni Rúnar Kristinsson Ungur maður gerir sig til fyrir daginn. Hann burstar tennurnar, ristar brauð og fær sér kaffi. Brauðið brennur. Hann hendir brauðinu og kaffinu í ruslið og fer aftur inn í rúm að sofa.

KLUKKAN Marinó Ívarsson Vekjarklukka hringir sigga vaknar og kippist upp og nuddar svo augun. Sigga skrifar í bókina sína til að klára restina af vinnuni en yfirmaður hennar gefur henni meiri verkefni. Sigga er þreytt og fær sér drykk á bar.

LEIKURINN Pálmi Heiðmann Birgisson Myndin fjallar um strák sem er óður tölvuleikjaspilari. Það kemur upp sá vandi að sjónvarpið hans slekkur alltaf á sér en það er ekki raunin.

24


Allar Deildir / All Departments

Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

RAUTT LJÓS Snorri Sigbjörn Jónsson Maður stoppar á rauðu ljósi. Hann fær óvæntan gest inn í bíl til sín. Spennan magnast þangað til hún nær hámarki.

DÚKKAN Stefán Helgason Andri ætlaði að njóta kvöldsins við lestur bókar. Dúkkan í hillunni hafði annað í huga. Hver fær að njóta kvöldsins?

MISOPHONIA Steinar Þór Kristinsson Tvær systur eru að borða saman en ein þeirra er með Misophoniu sem veldur því að hún missir sig þegar hin systinir smjattar.

SOFÐU RÓTT Þorsteinn Sturla Gunnarsson Ung móðir vaknar um miðja nótt. Henni grunar fljótt að eitthvað sé að, og brátt fer hún að óttast um sig, og barnið sitt.

25


Allar Deildir / All Departments

Kynningarmyndir: 2. önn / Presentation films: 2st term

HUGFANGINN Arnfinnur Daníelsson Fráfall unnustu gerir Einar að einbúa, eftir ritun endurmynnga sinna, áhveður hann að enda sitt lif hér á jörð og fara í ferðalag til elskunnar sinnar.

ROSE WANTS - 99 Astros Lind

Tónlistarmyndband fyrir Rose Wants

VENJA Gunnar Örn Blöndal Fyrstu persónu mynd sem fjallar um venjur lífsíns og afleiðingar þess.

EFTIR TÍMANS TÍÐ Hekla Sólveig Gísladóttir Það er laugardags kvöld og Guðrún stendur í eldhúsinu og er að elda. Hún er búin að leggja á borð fyrir tvo. Hún hringir í Kristján kærasta sinn, en þá verður henni brugðið.

ALLT ER BRAUÐ Maria de Araceli Quintana Stelpa fer og leitar sér að atvinnu og kemst að því að það er ýmislegt í boði.

26


Allar Deildir / All Departments

Kynningarmyndir: 2. önn / Presentation films: 2st term

GLEYM MÉR EI María Sigríður Halldórsdóttir Lilja og Gísli eru par sem lifa eðlilegu og góðu lífi. Upp koma erfiðleikar sem reynir á sambandið.

FRELSIÐ Rósa Vilhjálmsdóttir Tónlistar video við dubstep lag Rose wants innblástur Fanney Eiríksdóttir sem lést í sumar.

SAUMAR Sigurgeir Jónsson Þegar einn félaginn þarf að fara á heilsugæsluna að láta taka úr sér 2 sauma úr hálsinum á sér, en hann kemst ekki vegna malbikunar í götunni. Þá er góð ráð dýr þegar Stebbi einn af félögum kemur til bjargar með frumlega lausn.

B BRIGHT Þurý Bára Birgisdóttir Birgitta er er við nám í fatahönnun og segir okkur frá flík sem hún hannaði. Hún gerir grein fyrir því hvernig hún fékk hugmyndina, hönnunarferilinn og hvernig lokaútkoman verður.

27


Tónlistarmynbönd: 1. önn / Music videos: 1st term

Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

AAIIEENN - N - DIM MUSIC VIDEO Alexander Þórólfsson Maður og hundurinn hanns fara í ferðalga til þess að finna tíndan fjarsjóð. Í þessu tónlistarmyndbandi er fjallað um forvitni mannsins og hanns vilja til að kanna. Einnig er í því fjallað um hina sérstöku tengingu manns og hunds.

THE CHAIN Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir Við sjáum konu dansandi í skóginum, klædd í síðan kjól og/eða slæðu. Hárið hennar er sítt, villt og liggur meðfram líkama hennar. Hún er berfætt í kalda grasinu. Konan er að dansa með tilfinningu, hún hreyfir sig hægt, lokar mikið augunum og þú finnur að henni líður vel.

ON MELANCHOLY HILL Magni Rúnar Kristinsson Falleg saga um vinarsamband.

VONIR Marinó Ívarsson Strákur sem er búin að missa alla í kringum sig. Hann vill að aðeins eitt og það er stelpa sem honum þykir vænt um en hann er búin að klúðra því. Hann labbar um og ímyndar sér hvað hann hefði getað gert betur.

28


Auglýsingar: 1. önn / Advertising: 1st term

Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐUR BÚNAÐARBANKANS Alexander Þórólfsson, Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, Magni Rúnar Kristinsson & Marínó Ívarsson.

Auglýsing lífeyrissparnað Búnaðarbankans. Auglýsingin sýnir frá strák sem að fer mikið út að borða. Hann pantar sér hamborgara með frönskum í hvert skipti og tekur alltaf tvö salt bréf. Stráir einu yfir franskarnar sínar og setur hitt í vasann. Það sýnir frá því að hann safnar upp salti í gegnum tímann. Hann er að strá salti í grautinn.

Tilraunamyndir: 3. önn / Experimental films: 3rd term

Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

TAKK FYRIR Andri Már Enoksson Takk fyrir landið okkar sem við eigum öll saman.

BREASTCANCER Birgir Torfi Bjarnason Ljóðræn stemmning meðhægum myndrammasnúningi. Fantasía. Mynd og tónlist Moby tákna það sem gerist við brjóstakrabbamein.

PEW PEW!! Hörður Skúlason Strákur sogast inní tölvuleik

29


Allar Deildir / All Departments

Stuttmyndir: 1. önn / Short films: 1st term

SKUGGAFÓLK Alexander Þórólfsson, Bjarki Steinn Pétursson, Fanney Edda Felixdóttir & Arnfinnur Daníelsson. Líf ungs manns umturnast við barnsmissi, Myndin fjallar um raunveruleika hans í kjölfar atviksins og hvernig hann rýnir í fortíð sína.

FARBEN Steinar Þór Kristinsson, Hörður Bjarmi Hallmundsson, Marinó Ívarsson & Eydís Elmarsdóttir

Ungur listamaður á erfiðleika að koma sér á framfæri þar sem hann er talinn ekki vera nógu góður. Síðan í lok myndarinnar fær hann innblásturinn sem hann þurfti.

HEIMSÓKN Halldór Óli Gunnarsson, Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir, Snorri Sigbjörn Jónsson & Halldóra Harðardóttir Guðrún býr ein á bóndabæ í afskekktri sveit. Kvöld eitt síðla hausts, er bankað upp á hjá henni. Guðrún fer til dyra og finnur þar blautan og hrakinn ungan mann.

UNDIR BERUM HIMNI Brynjar Víkingsson, Birta Rut Tiasha Sigfúsdóttir, Magni Rúnar Kristinsson & Gabríel Örn Björgvinsson Kona og maður hittast á bar. Neistar fljúga á milli þeirra. Hvað gerist næst? Er hægt að treysta hverjum sem er?

30


Allar Deildir / All Departments

Stuttmyndir: 1. önn / Short films: 1st term

ÞÖGN Jón Bjarni Sindrason, Elín Pálsdóttir, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir & Filip Stefán Mósesson Ung kona sem átti framtíðina fyrir sér verður fyrir erfiðum heimilis aðstæðum. Það leiðir til þess að lífið hennar sundrast og dimmir tímar hel taka lífið hennar.

SVARTNÆTTI Þorsteinn Sturla Gunnarsson, Eyþór Brynjólfsson & Birnir Mikael Birnisson

Ungur maður er fastur í hræðilegum aðstæðum. Versta martröð hans verður að veruleika á einni nóttu,sem neyðir hann að taka erfiða ákvörðun.

DECIMA Ásthildur Teitsdóttir Bjarman, Georg Vougiouklakis, Stefán Helgason & Kristófer Smári Leifsson Ungur maður kveður látinn tvíburabróður. Nú þarf hann að takast á við eigin tilfinningar og fjölskyldu. Þegar hann fær óvænt skilaboð uppgötvar hann að mörkin milli lífs og dauða eru óskýr.

ÉG HEITI VIGDÍS Ástrós Traustadóttir, Guðríður Hanna Sigurðardóttir, Hálfdán Hörður Pálsson & Pálmi Heiðmann Birgisson Ung dansmey berst við alkohólisma og pillufíkn eftir stórt bílslys.

31


Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

Stuttmyndir: 3. önn / Short films: 3rd term

GLAMÚR Andri Már Enoksson Þegar fjórar ólíkar vinkonur koma saman og reyna að fótfesta sig í heimi rokktónlistar getur margt farið úrskeiðis. Leiðin til frama er ekki bein og þær þurfa að vinna úr vandamálum sínum til að draumurinn verði að veruleika.

RÖDD Birgir Torfi Bjarnason Hávarður snýr aftur til Íslands eftir langa fjarveru til að hitta Marsibil, fyrrum samstarfsfélaga í leyniþjónustu. Áform hans um rómantíska dvöl breytast þegar gömlu vinnuveitendurnir fara fram á að hann taki að sér enn eitt leynilegt verkefnið. Gamansöm rómantísk stuttmynd í anda The Man who killed Hitler og Bigfoot.

TÚRISTINN Hörður Skúlason

Maður fer aftur í fórtíðina til að stoppa glæpi

PENELOPE Sonia Schiavone Penelope is a Greek girl who moved to Denmark: every day of her week is based on the same boring routine. During a blind date with a Danish guy (Jesper), she will talk about her life and realize what she is missing and what she is looking for.

32


Handrit & Leikstjórn / Screenwriting & Directing

Stuttmyndir: 3. önn / Short films: 3rd term

BESTI DANSARINN Arnar Már Vignisson Undanfarinn ár hefur Árni einangrast félagslega. Til að komast yir erfiðan hjalla í lífinu ráðlagði sálfræðingur honum að fara á hópnámskeið. Árni valdi dans.

Í SJÖUNDA HIMNI Axel Frans Gústavsson

Maður er týndur í ginnungagapi og þarf að finna leið sína heim.

Allar Deildir / All Departments

Endurgerðar senur: 3. önn / Scene remake: 3rd term

S7ÖAN Andri Már Enoksson, Dagur Valgeir Sigurðsson, Hildur Sigurðardóttir, Hörður Skúlason, Óttar Andri Óttarsson, Telma Hlíf Ragnarsdóttir & Tristan Theodórsson

Hvað er í kassanum?!

ENDURGERÐ SENA Arnar Dór Ólafsson, Arnar Már Vignisson, Axel Frans Gústavsson, Ásgrímur Gunnar Egilsson, Benjamín Fannar Árnason, Birgir Torfi Bjarnason, Ingvar Örn Arngeirsson & Sigurður Pétur Jóhannsson Tveir eiturlyfjasalar sem eru nýir í bransanum eru komnir í hann krappan.

33


Skapandi Tækni / Creative Technology

Myndir án orða: 2. önn / Silent movies: 2nd term

BREAKFAST Astros Lind

Myndin fjallar um faðir sem að situr á kaffihúsi og er að drekka kaffi. Á móti honum sest dóttir hans sem reynir að ná athygli hans en fær enga. Spoiler alert! Afþvi að hún er dáinn.

BREAKFAST Gunnar Örn Blöndal

Fjallar um veiðimann sem er að fá sér kaffi við uppáhaldsveiðistaðinn sinn.

SORROW Rósa Vilhjálmsdóttir

Sorrow er mynd sem var gerð eftir breakfast ljóði um mann og hund i náttúru

BREAKFAST AFFAIR Þurý Bára Birgisdóttir

Þetta er innblásið af ljóðinu Breakfast og fjallar um fólk sem hefur verið í ástarsambandi. En kærastinn á leyndarmál sem kemur í opna skjöldu.

34


Skapandi Tækni / Creative Technology

Heimildarmyndir: 3. önn / Documentaries: 3rd term

LUCIA Arnar Dór Ólafsson

Heimildamynd sem fjallar um nýja ljósatækni í gróðurhúsageiranum. Þessi nýju ljós geta breytt miklu fyrir ræktendur um allan heim.

HÚNI Dagur Valgeir Sigurðsson

Kynning á tónlistarmanninum Húna. og hvernig hann tekst á við bransann og lífið.

ÁBÓT Óttar Andri Óttarsson

Þjónn er miklu meira en bara það að bera disk frá A til B. Sigurður Borgar, faglærður þjónn, segir frá því hversu vítt hugtak það er að vera framreiðslumaður. Bon appetit.

FLIPP Sigurður Pétur Jóhannsson

Stebbi sem er reynslumikill parkour og fimleika þjálfari kennir Sigurði að gera alls konar flipp. Í leit að meiri kunnáttu og stjórn á líkama sínum kemst Sigurður að því að með hjálp Stebba eru honum allir vegir færir.

35


Leikinn sjónvarpsþáttur. TV Pilot. A joint project between all departments.

TSÁ Einstæð móðir með stórar hugsjónir missir fljótt sjónar á muninum á réttu og röngu, eftir að hún kemst að því að sonur hennar sé lagður í einelti. Leikstjórn: Þorsteinn Bachmann Höfundur: Hrafnkell Stefánsson Framleiðendur: Andri Már Enoksson, Birgir Torfi Bjarnason, Eva Rós Stefánsdóttir, Hörður Skúlason & Margrét Einarsdóttir Leikarar: Vivian Ólafsdóttir, Hallur Hranf Garðarsson Proppé, Kristín Lea Sigurðardóttir & Óli Björn Arnbnjörnsson Aðstoðarleikstjórar: Andri Már Enoksson & Eva Rós Stefánsdóttir Casting Directors: Margrét Einarsdóttir & Hörður Skúlason Aðstoðarmaður leikstjóra: Birgir Torfi Bjarnason Hljóðupptaka: Dagur Valgeirsson Hljóðvinnsla: Arnar Dór Ólafsson, Brynjar Steinn Stefánsson, Dagur Valgeir Sigurðsson, Darja Kozlova, Freyja Kristinsdóttir, Óttar Andri Óttarsson & Sigurður Pétur Jóhannsson Kvikmyndataka: Darja Kozlova, Sigurður Pétur Jóhannsson, Arnar Dór Ólafsson & Brynjar Steinn Stefánsson Ljós: Brynjar Steinn Stefánsson & Óttar Andri Óttarsson Leikmynd: Arnar Dór Ólafsson, Brynjar Steinn Stefánsson, Dagur Valgeir Sigurðsson, Darja Kozlova, Freyja Kristinsdóttir, Óttar Andri Óttarsson & Sigurður Pétur Jóhannsson Efni dagsins: Freyja Kristinsdóttir Klipping: Freyja Kristinsdóttir

36


37


Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

Fjölkamera: 3.önn / Multi-camera 3rd term

KÚTALÆTI Magasínþáttur í anda Hemma Gunn. Eitt innslag eftir hvern höfund. Pizzuatriðið er eftir Birgi. Fjallað um hvort pizza sé list eða matur. Framleiðendur: Andri Már Enoksson Birgir Torfi Bjarnason Hörður Skúlason Að þættinum komu: Arnar Dór Ólafsson Dagur Valgeir Sigurðsson Óttar Andri Óttarsson Sigurður Pétur Jóhannsson Fram komu: Ásgrímur Gunnar Egilsson Benjamín Fannar Árnason Hildur Sigurðardóttir Ingvar Örn Arngeirsson Telma Hlíf Ragnarsdóttir Tristan Theodórsson Leiðbeinendur: Sigurður Grétar Kristjánsson Þakkir fá RÚV

38


39


Leiklist / Acting

Leiksýning / Theatre production

40


Leiklist / Acting

Leiksýning / Theatre production

Í upphafi þessarar annar áttu leiklistarnemar á 2. önn stefnumót við 2 nemendur á 3. önn í Leikstjórn/handrit og saman var lagt uppí ferðalag undir leiðsögn undirritaðs með það að markmiði að skapa saman leiksýningu. Í eina viku voru hugmyndir ræddar og reyfaðar og látið á þær reyna í spunum og tilraunum úti á gólfi. Útlínur persóna fóru að birtast og kringumstæður að myndast. Í vikulokin sátu höfundarnir uppi með haug af efni og hugmyndum sem tengdust með ýmsu móti...eða alls ekki og í eina viku veltu þeir þessu efni sín á milli og lögðu drög að leikverki. Skiptu síðan með sér verkum og skrifuðu hvor um sig senur sem fylgdu ákveðnum þræði. Fyrir tveimur vikum síðan barst svo afraksturinn uppí hendur leiklistarnemendanna sem hreiðruðu um sig í Kópavogsleikhúsinu og lögðu upp í leiðangurinn – „frá síðu til sviðs“ „from page to stage“. Ferðalagið frá hugmynd til framkvæmdar getur tekið á sig ýmsar myndir og sjaldnast er vegurinn beinn og breiður. Við byrjuðum að rýna í textann, greina kringum stæður, ásetning persóna, vilja þeirra, langanir, drauma, vonir og ótta. Orsakasamhengið sem fleytir sögunni áfram. Síðan tók við holdgerfing þessara orða, - að finna orðunum æði og gjörð. Ég hef kennt þessum leiklistarnemum tvö leiktækninámskeið og nú sóttum við í þann brunn til að gefa innra lífi, - hugsunum og tilfinningum, - þessara leikpersóna form í tíma og rúmi. Að gera það ósýnilega og óáþreifanlega sýnilegt og skiljanlegt. Líkamar fóru að segja sögu, -að bregðast við hvor öðrum og öllum þeim hindrunum sem verða á vegi þeirra, - bregðast við, - „acting is reacting“. Þegar stíll sýningarinnar fór að taka á sig mynd í gegnum vinnu leikaranna fórum við að bæta utanaðkomandi áhrifameðulum við, ljósum, hljóðum og mynd. Þar nutum við ómetanlegrar aðstoðar þúsundþjalasmiðsins Arnars Ingvarssonar. Leikhúsið er allt annar miðill en kvikmyndin eða sjónvarpið þó þau eigi margt sameiginlegt. Þetta verkefni miðar að því að kynna nemendum alla verkþætti og verklag leikhússins á örskots stund. Þeir taka þátt í samningu handrits, æfa og leika hlutverk, sjá um leikmynd, búninga, hljóðmynd, gera plakat og leikskrá o.s.frv. Síðustu tvær vikur hafa verið skrautlegar og skemmtilegar – að mestu. Þessir stystu dagar ársins hafa verið langir og stundum runnið saman í litla leikhúsinu í Kópavoginum. Ég vona að leikhópurinn sé einhvers vísari og þið áhorfendur góðir njótið stefnumótsins við þau hér í kvöld. Rúnar Guðbrandsson, fagstjóri leiklistar.

41


Handrit & Leikstjórn / Screenwriting & Directing

Handrit í fullri lengd / Full feature film script

Ragnar Titill : Hetjan mín Logline: Mörgum árum eftir að Íslensk Ofurhetja hverfur leggur ungur maður í leit og verður uppi um ólíklegan mann sem reynist vera gömul ofurhetja. Ferðalagið þeirra til að endurverkja hetjuna reynist erfiðara en þeir héldu. Fannar Titill: Sök Logline: Jarðarför út á landi ber í för með sér röð grunsamlegra atburða sem dregur blaðakonu djúpt í gamalt sakamál tengt kærasta hennar. Kristinn Finnsson Titill: Ást & Sjálfseyðing Logline: Ungur maður með óslökkvandi ofbeldisþrá finnur loksins sinn stað þegar hann tekur þátt í ólöglegri bardakeppni. En þegar honum eru settar skorður í keppninni, þarf hann að velja á milli velgengni og þrá sinni á ofbeldi.

42


Ávarp Kínema / Student Association Kínema

Kæru nemendur og starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands. Við hjá Kínema viljum byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir geggjaða haustönn. Það var mikið brallað á þessari önn og byrjuðum við að taka inn tvo ferska nýnema inn í stjórn til okkar, sem létu heldur betur til sín taka. Okkar elskulegu Þorsteinn, Elfar og Arnar Már héldu handrita workshop einu sinni í viku og eiga Kínema og margir nemendur í stórri þakkarskuld við þá. Einnig var hent í spilakvöld einu sinni í viku, sem heppnaðist ljómandi vel og mun klárlega vera endurtekið á komandi haustönn. Það þarf alltaf að vera smá party annað slagið og á þessari önn var ekkert slakað á í þeim efnum, byrjuðum við á skemmtilegu Nýnemakvöldi þar sem við tókum vel á móti okkar yndislegu nýnemum. Bjórbingó var næst og það var asnalega skemmtilegt, því við höfðum búninga skyldu og viti menn nemendur klikkuðu ekki í þeim málum, þar hrúgaðist inn allskonar karakterar og fígurur. Einnig var svo klassískt og þæginlegt bjórkvöld þar sem fólk bara kom saman og skálaði. Það er enginn önn sem endar án þess að hafa Wrap Partý, þar klikkuðum við ekki frekar en hinn daginn, “What a f***ing party!” sagði ónefndur aðili. Eftir þessa önn kveðjum við tvo nefndarfélaga og þökkum þeim innilega fyrir allt það framlag sem þau skiluðu, þau hafa átt stóran þátt í nýrri og mikilli uppbyggingu á nemendafélaginu. Enn og aftur viljum við skila sérstöku þakklæti til ykkar allra sem koma að þessum skóla, bæði nemendur og starfsfólk. Við viljum jafnframt óska öllum útskriftarnemendum til hamingju með útskrift og góðs gengi í þessum skemmtilega en krefjandi bransa sem kvikmyndabransinn er. Ást & Friður

43


Ávarp námsstjóra / Head of Studies Statement

Nú er komið að lok annar, uppskeruhátið Kvikmyndaskóla Íslands, þegar við öll saman, nemendur, starfsfólk og kennarar setjum samna í bíósal til að njóta afrakstur annarinnar. Í gegnum önnina fer skólinn í gegnum hin ýmsu tímabil. Ástæða þess að Kvikmyndaskólinn er listaskóli, umhverfið sem hann skapar nemendum er lifandi og margbreytilegt eftir þörfum. Mér hefur oft þótt erftit að meta hvað af þessum tímabilum sé mitt uppáhalds. Er það byrjun annar, þegar nemendur koma ferskir til leiks, vopnaðir góðum hugmyndum, tilbúin að beisla sköpunkraftinn og gera enn betur enn þau gerðu á síðustu önn? Er það í miðju annar, þegar nemendur sanka að sér nýrri þekkingu undir leiðsögn reynslumikla kennara? Er það tíminn þegar þau fara út og gera að raunveruleika það sem aðeins fyrir skömmum tíma var hugmynd í kollinum þeirra? Af öllu þessum tímabilum, uppfull af sköpun og uppljómum, verð ég að segja að minn uppáhaldstími sé enn uppskeran, að fá setjast niður með popp og kók í hönd og bera augum það sem nemendur hafa unnið með sköpunarkrafti sínum, sýnt enn einu sinni fram á hvað hægt að gera vopnuð góðum hugmyndum, metnaði faglegri leiðbeinslu og dugnaði. Nú frumsýna þau fyrstu annar myndir, heimildarmyndir, dansmyndir, 3.annar stuttmyndir, pilot þátt og fleiri verk sem vert að að taka eftir. Mörg hver sem við vitum af reynslunni, munu lifa áfram á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum. Ég er stoltur af öllum þeim nemendum sem lögðu blóð, svita og tár í verkefni sín og kynna þau nú fyrir okkur. Ég er einnig stoltur af öllum þeim lögðu hönd á plóg, kennarar og crew. Útskrifaðir nemendur skólans er víða að finna. Við hér í skólanum montum okkur gjarnan á því að það varla framleidd sjónvarpsþáttasería eða kvikmynd á Íslandi án þess að þar hittist hópur af útskrifuðum nemendum saman í vinnu á settinu. Ef þau eru ekki víða á settum, má finna útskrifaða nemendur á kvikmyndahátíðum með stuttmyndirnar sínar, eða í bíóhúsum landsins með myndina sína í sýningu. Hrafnkell Stefánsson

44


KENNARALISTI / TEACHERS 2014 - 2019 LEIKSTJÓRN OG FRAMLEIÐSLA Ágúst Guðmundsson Anna Katrín Guðmundsdóttir Arnar Benjamín Kristjánsson Árni Óli Ásgeirsson Árni Sveinsson Ása Helga Hjörleifsdóttir Ásdís Thoroddsen Baldvin Kári Sveinbjörnsson Baldvin Z Benedikt Nikulás Anes Ketilsson Birgitta Björnsdóttir Björgvin Sigurðarson Bragi Þór Einarsson Curver Thoroddsen Damon Younger Dögg Mósesdóttir Eggert Gunnarsson Eiður Birgisson Elvar Gunnarsson Erla Brynjarsdóttir Erlendur Eiríksson Erling Jóhannesson Geir Grímsson Guðmundur A. Guðmundsson Guðmundur Ingi Þorvaldsson Guðmundur Þór Kárason Gunnar Bj. Guðmundsson Gunnar Hansson Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Hanna Björk Valsdóttir Heimir Jónasson Helga Rakel Rafnsdóttir Helgi Jóhannsson Hilmar Oddsson Hjörtur Jóhann Jónsson Hlín Jóhannesdóttir Hrafnkell Stefánsson Ingibjörg Reynisdóttir Ísold Uggadóttir Janus B. Jakobsson Jóhann G. Jóhannsson Jón Egill Bergþórsson Jón Proppé Jóna Finnsdóttir Jonathan Neil Devaney Katrín L. Ingvadóttir Kristján Friðriksson Lee Lorenzo Lilja Katrín Gunnarsdóttir Magnús Guðmundsson Margrét Þorgeirsdóttir Marteinn Þórsson Monika Ewa Orlowska Óskar Jónasson Óskar Þór Axelsson Ottó Geir Borg Ragnheiður Thorsteinsson Rebekka Atladóttir Reynir Lyngdal Róbert I. Douglas Rúnar Rúnarsson Sólveig Arnarsdóttir Steingrímur Dúi Másson Steven Meyers Styrmir Sigurðsson Tómas Örn Tómasson

Tryggvi Freyr Torfason Unnsteinn Garðarsson Valdís Óskarsdóttir Viggo Hansson Walter Þiðrik Emilsson Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Þorsteinn Gunnar Bjarnason SKAPANDI TÆKNI Alexander Angelo Tonini Anton Máni Svansson Ágústa Margrét Jóhannsdóttir Árni Filippusson Ása Helga Hjörleifsdóttir Ásdís Thoroddsen Ásta Björk Ríkharðsdóttir Baldvin Z Björn Ómar Guðmundsson Björn Viktorsson Curver Thoroddsen Eggert Gunnarsson Eggert Baldvinsson Eyrún Helga Guðmundsdóttir Gabrielle Motola Guðmundur A. Guðmundsson Guðni Halldórsson Gunnar Árnason Heiðar Eldberg Heiðarsson Helga Rakel Rafnsdóttir Helga Thorsdóttir Hilmar Oddsson Hlín Jóhannesdóttir Hrafnkell Stefánsson Huldar Freyr Arnarson Janus Bragi Jakobsson Jonathan Neil Devaney Jón Már Gunnarsson Jón Proppé Jóna Finnsdóttir Jörundur Rafn Arnarson Kjartan Kjartansson Kristján U. Kristjánsson Linda Mjöll Stefánsdóttir Marteinn Þórsson Nicolas Liebing Ottó Geir Borg Ólafur Fannar Vigfússon Óskar Þór Axelsson Rúnar Rúnarsson Sigrún Gylfadóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Sigurjón F. Garðarsson Sigvaldi J. Kárason Sindri Bergmann Þórarinsson Stefanía Thorsdóttir Steingrímur Karlsson Steingrímur Dúi Másson Steinþór Birgisson Tómas Tómasson Valdís Óskarsdóttir Þorsteinn Gunnar Bjarnason HANDRIT OG LEIKSTJÓRN Alexander Angelo Tonini Ágúst Guðmundsson Ágústa Margrét Jóhannsdóttir Árni Sveinsson

Árni Óli Ásgeirsson Ása Helga Hjörleifsdóttir Baldvin Kári Sveinbjörnsson Baldvin Z Birgitta Björnsdóttir Björn Viktorsson Curver Thoroddsen Dögg Mósesdóttir Eggert Baldvinsson Einar Kárason Elvar Gunnarsson Erling Jóhannesson Erlingur Óttar Thoroddsen Gunnar B. Guðmundsson Gunnar Hansson Guðmundur Ingi Þorvaldsson Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Helga Rakel Rafnsdóttir Hilmar Oddsson Hlín Agnarsdóttir Hlín Jóhannesdóttir Hrafnkell Stefánsson Ísold Uggadóttir Janus B. Jakobsson Jonathan Neil Devaney Jón Proppé Jóna Finnsdóttir Karl Ágúst Úlfsson Linda Mjöll Stefánsdóttir Magnús Guðmundsson Margrét Örnólfsdóttir Marteinn Þórsson Mikael Torfason Ottó Geir Borg Óskar Jónasson Óskar Þór Axelsson Róbert I. Douglas Rúnar Rúnarsson Sólveig Arnarsdóttir Steven Meyers Þorsteinn Gunnar Bjarnason LEIKLIST Agnar Már Magnússon Arnar Jónsson Arna Rún Ómarsdóttir Arne Kristinn Arneson Arnoddur Magnús Danks Ágúst Guðmundsson Ágústa Ósk Óskarsdóttir Álfrún Helga Örnólfsdóttir Ása Helga Hjörleifsdóttir Baldvin Z Birgtta Haukdal Bjarki Kristjánsson Brogan Davison Damon Younger Darren Foreman Eggert Gunnarsson Ellert A. Ingimundarsson Gísli Magna Guðmundur A. Guðmundsson Guðmundur Ingi Þorvaldsson Gunnar Björn Guðmundsson Halldóra Geirharðsdóttir Hlín Agnarsdóttir Hlín Jóhannesdóttir

Hrafnkell Stefánsson Jonathan Neil Devaney Jón Egill Bergþórsson Jóhannes Haukur Jóhannesson Kolbrún Anna Björnsdóttir Lilja Þórisdóttir Ólafur Ásgeirsson Ólafur Darri Ólafsson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Óskar Þór Axelsson Óskar Jónasson Pálína Jónsdóttir Pálmi Sigurhjartarson Ragnar Bragason Rúnar Guðbrandsson Sara Dögg Ásgeirsdóttir Sigrún Gylfadóttir Snædís Lilja Ingadóttir Tinna Grétarsdóttir Vigdís Gunnarsdóttir Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Þorsteinn Bachmann Þorsteinn Gunnar Bjarnason Þórey Sigþórsdóttir Þórunn Erna Clausen Þórunn M. Magnúsdóttir KJARNI Alexander Angelo Tonini Ágústa Margrét Jóhannsdóttir Ása Helga Hjörleifsdóttir Ásgrímur Sverrisson Árni Filippusson Birgitta Björnsdóttir Birgir Grímsson Dagur Ólafsson Grímur Hákonarson Gísli M. Torfason Gunnar Árnason Guðmundur Þór Kárason Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Hilmar Oddsson Hrafnkell Stefánsson Hlín Jóhannesdóttir Jonathan Neil Devaney Jónas Knútsson Jóna Finnsdóttir Kjartan Kjartansson Logi Ingimarsson Lárus Ýmir Óskarsson Linda Mjöll Stefánsdóttir Magnús Atli Magnússon Oddný Sen Ottó Geir Borg Ólafur Darri Ólafsson Sigurður Valur Sigurðsson Sigurður Kristján Jensson Stefán Loftsson Viðar Víkingsson Víðir Sigurðsson Þorkell Guðjónsson


Samfélagsmiðlum / Social media

kvikmyndaskóli

icelandicfilmschool

Við uppfræðum nemendur, starfsfólk og áhugasama um allt það sem er að gerast í kvikmyndaheiminum hérlendis sem og erlendis. Að auki færum við reglulega fréttir af því sem fer fram innan skólans, hvort sem um almennt skólalíf er að ræða eða kvikmyndagerð. Við stærum okkur af útskrifuðum nemendum sem eru sífellt að koma okkur á óvart með glæsilegum verkefnum sem þeir standa að baki eða eru þátttakendur að.

ifs_news Á fréttaveitunni IFS news birtast á hverjum degi fréttir af kvikmyndagerð úr öllum heimsálfum. Markmiðið er að vera með fingurinn á púlsinum á mörgu af því helsta sem er að gerast í kvikmyndaiðnaðinum um allan heim og gefa nemendum, starfsfólki, vinum og velunnurum skólans tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Að auki söfnum við upplýsingum um alþjóðlega strauma og stefnur til að nýta við þróun skólastarfsins.

icelandic_film_school Á instagram má finna úrvals myndefni af skólalífinu og kvikmyndagerð nemenda. Við hvetjum alla áhugasama til þess að fylgja skólanum á instagram til þess að fá nasasjón af öllu því helsta sem þar fer fram.

casting.is Vefurinn www.casting.is var útbúinn fyrst og síðast til þess að þjóna greininni - vinna að því stóra markmiði að gera kvikmyndagreinina sem öflugasta í íslensku og erlendu samhengi.

www.kvikmyndaskoli.is / www.icelandicfilmschool.is Kvikmyndaskóli Íslands rekur öfluga vefsíðu með fréttum af öllu því helsta sem fer fram í skólanum en á heimasíðunni geturðu einnig kynnt þér kvikmynda- og leiklistarnámið frá A til Ö. Við erum ávallt að skoða eigin síðu með tilliti til þess að bæta og gera betur. Kíktu á okkur á www.kvikmyndaskoli.is (eða www.icelandicfilmschool.is ef þú vilt kynna þér námið á ensku).


DIRECTING & PRODUCING CREATIVE TECHNOLOGY SCREENWRITING & DIRECTING ACTING