Útskrift KVÍ | Haust 2018

Page 1

útskrift h a u s t ö n n 2018


Kvikmyndaskóli Íslands Grensásvegur 1 108 Reykjavík Ísland Sími: 444 3300 www.kvikmyndaskoli.is / www.icelandicfilmschool.is @ 2018 Kvikmyndaskóli Íslands / The Icelandic Film School Bækling þennan má eigi afrita með neinum hætti, s.s. með ljósmyndum eða á annan hátt, að hluta eða heild, án skriflegs leyfis útgefanda.


graduation

a u t u m n 2018

DIRECTING & PRODUCING CREATIVE TECHNOLOGY SCREENWRITING & DIRECTING ACTING


KENNARALISTI / TEACHERS 2014 - 2018 LEIKSTJÓRN OG FRAMLEIÐSLA Ágúst Guðmundsson Anna Katrín Guðmundsdóttir Arnar Benjamín Kristjánsson Árni Óli Ásgeirsson Árni Sveinsson Ása Helga Hjörleifsdóttir Ásdís Thoroddsen Baldvin Kári Sveinbjörnsson Baldvin Z Benedikt Nikulás Anes Ketilsson Birgitta Björnsdóttir Björgvin Sigurðarson Bragi Þór Einarsson Curver Thoroddsen Damon Younger Dögg Mósesdóttir Eggert Gunnarsson Eiður Birgisson Elvar Gunnarsson Erla Brynjarsdóttir Erlendur Eiríksson Erling Jóhannesson Geir Grímsson Guðmundur A. Guðmundsson Guðmundur Ingi Þorvaldsson Guðmundur Þór Kárason Gunnar Bj. Guðmundsson Gunnar Hansson Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Hanna Björk Valsdóttir Heimir Jónasson Helga Rakel Rafnsdóttir Helgi Jóhannsson Hilmar Oddsson Hjörtur Jóhann Jónsson Hlín Jóhannesdóttir Hrafnkell Stefánsson Ingibjörg Reynisdóttir Ísold Uggadóttir Janus B. Jakobsson Jóhann G. Jóhannsson Jón Egill Bergþórsson Jón Proppé Jóna Finnsdóttir Jonathan Neil Devaney Katrín L. Ingvadóttir Kristján Friðriksson Lee Lorenzo Lilja Katrín Gunnarsdóttir Magnús Guðmundsson Margrét Þorgeirsdóttir Marteinn Þórsson Monika Ewa Orlowska Óskar Jónasson Óskar Þór Axelsson Ottó Geir Borg Ragnheiður Thorsteinsson Rebekka Atladóttir Reynir Lyngdal Róbert I. Douglas Rúnar Rúnarsson Sólveig Arnarsdóttir Steingrímur Dúi Másson Steven Meyers Styrmir Sigurðsson Tómas Örn Tómasson

Tryggvi Freyr Torfason Unnsteinn Garðarsson Valdís Óskarsdóttir Viggo Hansson Walter Þiðrik Emilsson Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Þorsteinn Gunnar Bjarnason SKAPANDI TÆKNI Alexander Angelo Tonini Anton Máni Svansson Ágústa Margrét Jóhannsdóttir Árni Filippusson Ása Helga Hjörleifsdóttir Ásdís Thoroddsen Ásta Björk Ríkharðsdóttir Baldvin Z Björn Ómar Guðmundsson Björn Viktorsson Curver Thoroddsen Eggert Gunnarsson Eggert Baldvinsson Eyrún Helga Guðmundsdóttir Gabrielle Motola Guðmundur A. Guðmundsson Guðni Halldórsson Gunnar Árnason Heiðar Eldberg Heiðarsson Helga Rakel Rafnsdóttir Helga Thorsdóttir Hilmar Oddsson Hlín Jóhannesdóttir Hrafnkell Stefánsson Huldar Freyr Arnarson Janus Bragi Jakobsson Jonathan Neil Devaney Jón Már Gunnarsson Jón Proppé Jóna Finnsdóttir Jörundur Rafn Arnarson Kjartan Kjartansson Kristján U. Kristjánsson Linda Mjöll Stefánsdóttir Marteinn Þórsson Nicolas Liebing Ottó Geir Borg Ólafur Fannar Vigfússon Óskar Þór Axelsson Rúnar Rúnarsson Sigrún Gylfadóttir Sigurbjörg Jónsdóttir Sigurjón F. Garðarsson Sigvaldi J. Kárason Sindri Bergmann Þórarinsson Stefanía Thorsdóttir Steingrímur Karlsson Steingrímur Dúi Másson Steinþór Birgisson Tómas Tómasson Valdís Óskarsdóttir Þorsteinn Gunnar Bjarnason HANDRIT OG LEIKSTJÓRN Alexander Angelo Tonini Ágúst Guðmundsson Ágústa Margrét Jóhannsdóttir Árni Sveinsson

Árni Óli Ásgeirsson Ása Helga Hjörleifsdóttir Baldvin Kári Sveinbjörnsson Baldvin Z Birgitta Björnsdóttir Björn Viktorsson Curver Thoroddsen Dögg Mósesdóttir Eggert Baldvinsson Einar Kárason Elvar Gunnarsson Erling Jóhannesson Erlingur Óttar Thoroddsen Gunnar B. Guðmundsson Gunnar Hansson Guðmundur Ingi Þorvaldsson Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Helga Rakel Rafnsdóttir Hilmar Oddsson Hlín Agnarsdóttir Hlín Jóhannesdóttir Hrafnkell Stefánsson Ísold Uggadóttir Janus B. Jakobsson Jonathan Neil Devaney Jón Proppé Jóna Finnsdóttir Karl Ágúst Úlfsson Linda Mjöll Stefánsdóttir Magnús Guðmundsson Margrét Örnólfsdóttir Marteinn Þórsson Mikael Torfason Ottó Geir Borg Óskar Jónasson Óskar Þór Axelsson Róbert I. Douglas Rúnar Rúnarsson Sólveig Arnarsdóttir Steven Meyers Þorsteinn Gunnar Bjarnason LEIKLIST Agnar Már Magnússon Arnar Jónsson Arna Rún Ómarsdóttir Arne Kristinn Arneson Arnoddur Magnús Danks Ágúst Guðmundsson Ágústa Ósk Óskarsdóttir Álfrún Helga Örnólfsdóttir Ása Helga Hjörleifsdóttir Baldvin Z Birgtta Haukdal Bjarki Kristjánsson Brogan Davison Damon Younger Darren Foreman Eggert Gunnarsson Ellert A. Ingimundarsson Gísli Magna Guðmundur A. Guðmundsson Guðmundur Ingi Þorvaldsson Gunnar Björn Guðmundsson Halldóra Geirharðsdóttir Hlín Agnarsdóttir Hlín Jóhannesdóttir

Hrafnkell Stefánsson Jonathan Neil Devaney Jón Egill Bergþórsson Jóhannes Haukur Jóhannesson Kolbrún Anna Björnsdóttir Lilja Þórisdóttir Ólafur Ásgeirsson Ólafur Darri Ólafsson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Óskar Þór Axelsson Óskar Jónasson Pálína Jónsdóttir Pálmi Sigurhjartarson Ragnar Bragason Rúnar Guðbrandsson Sara Dögg Ásgeirsdóttir Sigrún Gylfadóttir Snædís Lilja Ingadóttir Tinna Grétarsdóttir Vigdís Gunnarsdóttir Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Þorsteinn Bachmann Þorsteinn Gunnar Bjarnason Þórey Sigþórsdóttir Þórunn Erna Clausen Þórunn M. Magnúsdóttir KJARNI Alexander Angelo Tonini Ágústa Margrét Jóhannsdóttir Ása Helga Hjörleifsdóttir Ásgrímur Sverrisson Árni Filippusson Birgitta Björnsdóttir Birgir Grímsson Dagur Ólafsson Grímur Hákonarson Gísli M. Torfason Gunnar Árnason Guðmundur Þór Kárason Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Hilmar Oddsson Hrafnkell Stefánsson Hlín Jóhannesdóttir Jonathan Neil Devaney Jónas Knútsson Jóna Finnsdóttir Kjartan Kjartansson Logi Ingimarsson Lárus Ýmir Óskarsson Linda Mjöll Stefánsdóttir Magnús Atli Magnússon Oddný Sen Ottó Geir Borg Ólafur Darri Ólafsson Sigurður Valur Sigurðsson Sigurður Kristján Jensson Stefán Loftsson Viðar Víkingsson Víðir Sigurðsson Þorkell Guðjónsson


ÁVARP REKTORS / DEAN’S STATEMENT Friðrik Þór Friðriksson

6

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA DIRECTING & PRODUCING

8

SKAPANDI TÆKNI CREATIVE TECHNOLOGY

10

HANDRIT & LEIKSTJÓRN SCREENWRITING & DIRECTING

12

LEIKLIST ACTING

14

MÍNÚTUMYNDIR: 1. ÖNN / 1 MINUTE FILMS: 1ST TERM Allar deildir / All departments

20

AUGLÝSINGAR: 1 ÖNN / ADVERTISING: 1ST TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & ProducIng

27

TÓNLISTARVIDEO: 1. ÖNN / MUSIC VIDEOS: 1ST TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & ProducIng

28

STUTTMYNDIR: 1 ÖNN / SHORT FILMS: 1ST TERM Allar deildir / All departments

30

HEIMILDARMYNDIR - 2. ÖNN / DOCUMENTARIES: 2ND TERM Handrit & Leikstjórn / Screenwriting & Directing

32

HEIMILDARMYNDIR - 3. ÖNN / DOCUMENTARIES: 3RD TERM Skapandi tækni / Creative Technology

33

STUTTMYNDIR: 3 ÖNN / SHORT FILMS: 3RD TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & ProducIng

34

STUTTMYNDIR: 3 ÖNN / SHORT FILMS: 3RD TERM Handrit & Leikstjórn / Screenwriting & Directing

34

ENDURGERÐIR Á SENUM: 3. ÖNN / REMADE SCENES: 3RD TERM Allar deildir / All departments

36

TILRAUNAMYNDIR: 3. ÖNN / EXPERIMENTAL FILMS: 3RD TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & ProducIng

37

HEIMILDARMYNDIR - 4. ÖNN / DOCUMENTARIES: 4TH TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & ProducIng

38

DANSMYNDIR 4. ÖNN / DANCE FILMS: 4TH TERM Leiklist / Acting

39

SHOWREEL: 4. ÖNN / SHOWREEL: 4RD TERM Leiklist / Acting

40

FJÖLKAMERA: 4. ÖNN / MULTI-CAMERA: 4TH. TERM Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & ProducIng

41

LEIKINN SJÓNVARPSÞÁTTUR / TV PILOT Allar deildir / All departments

42

ÁVARP KÍNEMA / STUDENT ASSOCIATION KÍNEMA

44

ÁVARP NÁMSSTJÓRA / HEAD OF STUDIES STATEMENT Hrafnkell Stefánsson

47


Ávarp rektors / Dean’s Statement

Kæru nemendur og starfsfólk. Þegar þýski leikstjórinn Werner Herzog kom hingað til lands 1977 þá var hér nánast engin kvikmyndagerð. Á blaðamannafundi, sem hann hélt, var hann spurður af Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi hvort hann teldi að hér á landi myndi þrífast alvarleg, þjóðleg kvikmyndagerð. Hann svaraði því á þá leið að svo myndi ekki gerast því hér ríkti of mikið góðæri, hann væri t.d. nýkominn frá Perú og á götum höfuðborgarinnar, Lima, ríkti svo mikill sársauki, að þaðan byggist hann við að kæmu heiðarlegar kvikmyndir í framtíðinni. Þá stóð undirritaður upp og sagði “ Sorry, Mr Herzog, but we have the pain on the brain”. Sagan hefur svo sannað að við eigum nú margt kvikmyndarfólk sem hefur losað sig við sársaukann sem því fylgir að ganga með hugmynd í hausnum og losað sig við hana uppá hvíta tjaldið. Það verður þó seint sagt að við höfum verið ofdekruð af stjórnvöldum hvað fjármagn varðar. Þessar myndir hafa verið gerðar nánast í sjálfboðavinnu og kostað miklar fórnir frá kvikmyndagerðarfólkinu. Sama má segja um skólann okkar, en nú hyllir undir að við sjáum fram á bjartari tíma. Það er því von mín að við getum í sameiningu gert góðan skóla enn betri. Því við erum að keppa á stóra sviðinu og við þá bestu eins og fótboltafólkið okkar.

+ + + + Dear students and staff. When German director Werner Herzog came to Iceland 1977, there was almost no filmmaking. At a press conference he held, he was asked by Steinunn Sigurðardóttir the writer whether he thought that in Iceland there could be a serious national cinema. He replied that it would not happen because here was too much goodness, for example; he had recently visited Peru and on the streets of Lima the capital, there was so much pain, from which he expected honest films in the future. Then I stood up saying “Sorry, Mr. Herzog, but we have the pain on the brain.” History has shown that we now have a lot of filmmakers who have relieved the pain that comes with having an idea in mind and releasing it to the cinema. However, it will not be said that we have been spoilt by the government in terms of funding. These films have been made almost voluntarily and cost a lot of sacrifices from the filmmakers. The same can be said about our school, but now it is important for us to see a brighter time. It is therefore my hope that together we can make a good school even better. Because we are competing on the big stage and with the best like our football players.

6



LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

Leikstjórnar- og framleiðsludeild hefur upp á að bjóða fjölbreytt og krefjandi nám. Nemendur fá faglega kennslu og mikla verklega þjálfun við að þróa, framleiða og leikstýra kvikmyndaverkum af öllu tagi. Nemandinn fær nána leiðsögn fagfólks; framleiðenda, leikstjóra og atvinnuleikara og fær sérstaka þjálfun í leikaraleikstjórn. Leikstjórn er önnur aðalnámsgrein deildarinnar. Nemendum er kynnt starf leikarans og annarra náinna samstarfsmanna leikstjórans, eins og myndatökumanni, leikmyndahönnuði, hljóðhönnuði ofl. og fá þannig reynslu til að þroskast sem leikstjórar, þ.e. listrænir yfirmenn kvikmyndaverka.

LEIKSTJÓRN / DIRECTING Hilmar Oddsson

Námið gefur nemendum einnig góða innsýn í hlutverk og verkefni framleiðandans og kynnir fyrir þeim ýmis stöðugildi í framleiðslu og hver ábyrgð hvers hlutverks er. Leikstjórnarþjálfunin er markviss og stýra nemendur nokkrum verkefnum á hverri önn, ýmist í samvinnu eða upp á eigin spýtur. Markmiðið er að við útskrift sé nemandi fær um að gera eigið kvikmyndaverk og hafi góðan skilning á grundvallarlögmálum kvikmyndagerðar. Mikilvægt er að nemendur læri að vinna vel saman en séu engu að síður sjálfstæðir og vandvirkir. Atvinnutækifæri eru fjölbreytt að loknu námi og þeim fer fjölgandi þar sem þekking á myndmiðlum og kunnátta í leikstjórn og framleiðslu verður æ verðmætari. Námið er fyrst og fremst verklegt. Hver nemandi vinnur stuttmyndir, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildamyndir, leikna sjónvarpsþætti og skemmtiþætti af ýmsum toga.

FRAMLEIÐSLA / PRODUCTION Hlín Jóhannesdóttir

Nemendur eru teknir inn í deildina á hverju misseri og valdir með sérstökum inntökuviðtölum. Leitað er eftir leiðtogum með sterka sýn, skipulagshæfileika og listræna taug. Við deildina starfar fjöldinn allur af leiðbeinendum og kennurum sem hefur það markmið að miðla af þekkingu sinni og reynslu. + + + + This department offers a diverse, challenging curriculum in directing and producing for film, television and other media. During two years of study you’ll explore the main roles and functions of both professions through a number of practical exercises, including short films, commercials, music videos, documentaries and various television formats. You’ll also receive training in screenwriting, film grammar, the directing of actors, as well as in the equipment and technical aspects used in contemporary filmmaking. The goal of the curriculum is to provide students with a solid understanding of the fundamentals of filmmaking and the skills required in constructing visual narratives. You’ll learn how to break down a script, stage it for the camera, and communicate with and block actors. You’ll learn what’s involved in producing for film and television and about the nature and structure of both industries. You’ll learn how a film set is run, and the importance of cooperation, discipline and professional working methods. At the same time, we’ll encourage you all the while to take risks, be creative and develop your unique voice as a storyteller. At the end of two years, you’ll have acquired not only a new set of skills but a rich portfolio of your own work, which will serve as your calling card as you enter into the challenging but exciting world of filmmaking.

8


útskrift h a u s t ö n n 2018

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA


SKAPANDI TÆKNI / CREATIVE TECHNOLOGY

Skapandi tækni skiptist í fjögur grunnfög; kvikmyndatöku, klippingu, hljóð og það sem við höfum kosið að kalla myndbreytingu (vfx eða myndbrellur og litaleiðréttingu) . Þetta er nýjung í námsframboði skólans og markmiðið er að mæta ýtrustu kröfum nútímakvikmyndagerðar, þar sem tölvan leikur æ stærra hlutverk.

KVIKMYNDATAKA / CINEMATOGRAPHY Ari Kristinsson

Jafnframt sækja nemendur stoðáfanga í leikmyndagerð, listasögu, og ljósmyndun. Einnig eru sameiginleg kjarnafög: kvikmyndasaga, grunntækninámskeið og myndræn frásögn. Á tveimur námsárum fara nemendur í gegnum fjöldann allan af verkefnum; heimildarmyndir, kynningarmyndir, stuttmyndir, endurgerð á senu, ljóðrænar myndir án orða, leikið sjónvarpsefni í samstarfi við fagfólk og loks útskriftarverk í formi stuttmyndar. Þá eru ótalin fjölmörg verkefni sem nemendur taka þátt í utan sinnar deildar.

KLIPPING / EDITING Valdís Óskarsdóttir

Leiðir að loknu námi eru fjölbreyttar. Margir hefja störf innan íslenska kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðarins á meðan aðrir hefja sinn eigin rekstur eða halda utan til framhaldsnáms. Atvinnumöguleikar eru góðir. Nám við Kvikmyndaskóla Íslands er góður undirbúningur fyrir störf í öllum þáttum kvikmyndagerðar. Nálgist nemandi námið af metnaði og samviskusemi uppsker hann ríkulega. + + + +

HLJÓÐ / SOUND Kjartan Kjartansson

The curriculum of this department explores the practical aspects of filmmaking with special emphasis on cinematography, editing, sound design and visual effects. Additional instruction is given in the fields of production design, special effects and colour correction. The school’s equipment rental offers a wide range of professional equipment from the biggest names in the business (Arri, Matthews, Canon, Kinoflo etc). Students begin familiarizing themselves with Canon DSLR cameras and 3-point lighting. As they develop their skills as film makers, their equipment lists become more complex, our equipment manager does his best to answer the needs of the student, acquiring equipment we currently don’t hold from our fellow equipment rentals; Kukl, Luxor and MediaRental.

MYNDBRELLUR / VISUAL EFFECTS Kristján Kristjánsson

We’re looking for applicants who demonstrate both creativity and a strong interest in the above technical disciplines. All incoming students are expected to have excellent computer skills. At the end of their studies our students graduate with the title “Filmmaker Specializing in Creative Film Technology” and will have acquired the skills and qualifications to work in film and television production and related fields.

10


útskrift h a u s t ö n n 2018

S KA PA N D I TÆ K N I


HANDRIT & LEIKSTJÓRN / SCREENWRITING & DIRECTING

Handrits- og leikstjórnardeildin býður upp á fjölbreytt og krefjandi nám fyrir þá sem vilja skrifa og leikstýra sínum eigin handritum. Deildin býður upp á metnaðarfullt nám þar sem nemendur þurfa að vinna að mörgum handritum samhliða, ásamt því að leikstýra stuttmynd eftir eigin handriti í lok hverrar annar.

HANDRIT Í FULLRI LENGD Gunnar B. Guðmundsson

TEGUNDIR HANDRITA Ottó Geir Borg

Áherslusvið deildarinnar, eins og nafnið getur til kynna, eru handrit og leikstjórn. Deildin hentar mjög hugmyndaríkum einstaklingum með góða ritfærni og getu til að miðla hugmyndum sínum.. Í handritsgerð fá nemendur kennslu í öllum helstu tegundum handritsgerðar, allt frá stuttmyndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum til kvikmynda í fullri lengd og fá tækifæri til að spreyta sig á og öðlast reynslu í skrifum á þessum margvíslegu formum. Leikstjórn er önnur aðalnámsgrein deildarinnar. Nemendum er kynnt starf leikarans og annarra náinna samstarfsmanna leikstjórans, eins og myndatökumanni, hljóðhönnuði ofl. og fá þannig reynslu til að þroskast sem leikstjórar, þ.e. listrænir yfirmenn kvikmyndaverka. Einnig er veitt markviss þjálfun í myndrænni frásögn, leikstjórn eigin handrita og annarra.. Markmið námsins er að við útskrift hafi nemandinn öðlast góðan skilning á grundvallarlögmálum kvikmyndagerðar og sé fær um að vinna sjálfstætt að eigin kvikmyndaverkum, sem leikstjóri, handritshöfundur eða hvoru tveggja. Við viljum fá inn nemendur með listræna sýn og mikinn metnað og skila þeim í bransann sem heilsteyptum höfundum..

LEIKSTJÓRN / DIRECTING Hilmar Oddsson

Að loknu námi bíða nemenda fjölbreytt atvinnutækifæri í heimi sem kallar í vaxandi mæli á efni í myndformi. Hér er um að ræða störf hjá kvikmyndafyrirtækjum, sjónvarpsstöðvum, auglýsingastofum, útgáfufyrirtækjum og víðar. Kennarar og leiðbeinendur deildarinnar eru starfandi handritshöfundar, leikstjórar, framleiðendur og annað reynslumikið fagfólk úr kvikmyndabransanum. ++++ This department offers a versatile and creative course of study in the fields of writing and directing for the screen. You’ll learn various methods for developing your ideas and writing scripts for feature films, shorts, television and other visual media. You’ll also receive extensive training in directing your own scripts as well as those of others. The curriculum lays the necessary foundation for you to become an author in the field of filmmaking. Graduating students from the department receive a diploma with the title “Filmmaker – With Special Concentration in Writing and Directing”. With this training and knowledge our alumni are prepared for jobs with film production companies, television broadcasters, advertising agencies and publishing companies, among others. We’re looking for very creative individuals who have both the talent and the enthusiasm to tell stories through visual means.

12


útskrift h a u s t ö n n 2018

HA N DRI T & LE I KSTJ Ó R N


LEIKLIST / ACTING

Leiklistardeild Kvikmyndaskóla Íslands býður upp á krefjandi list- og fagnám sem þjálfar öguð vinnubrögð leikarans fyrir kvikmyndir og sviðslistir. Mikil áhersla er lögð á líkamsbeitingu, raddþjálfun, söng og líkamsmeðvitund til að finna styrkleika hvers og eins. Nemendur hljóta þjálfun í að leika í kvikmyndum og öðrum myndmiðlum undir leiðsögn skapandi listamanna úr röðum leikara, leikstjóra, söngvara, dansara og kvikmyndagerðarmanna sem starfa við list sína og tengja nemendur við listasamfélagið. LEIKUR & HREYFING / ACTING & MOVEMENT Kolbrún Björnsdóttir

Nemendur þjálfa grunntækni í listsköpun leikarans og einnig undirstöðuatriði kvikmyndagerðar, handritsgerðar, framleiðslu, kvikmyndatöku, hljóðvinnu, klipps og eftirvinnslu. Sérstaða þessarar leiklistardeildar er að nemendur hljóta víðtæka þjálfun í að leika í kvikmyndum og öðrum myndmiðlum í hópvinnu með öðrum deildum skólans. Leiklistardeildin er krefjandi tveggja ára nám og markmiðið er að nemendur fái að blómstra og dafna í skapandi og öruggu umhverfi. Tekið er inn í deildina tvisvar á ári og eru nemendur valdir með inntökuprófum og viðtölum.

LEIKUR & RÖDD / ACTING & VOICE Þórey Sigþórsdóttir

Leiklistardeildin er ákjósanlegur valkostur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á skapandi og krefjandi starfi leiklistarinnar og er góður grunnur fyrir störf í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð, sviðslistum eða fyrir framhaldsnám á einhverju sviði listgreinarinnar.

This department teaches the basic techniques and methods of acting for stage and screen. We encourage our students to explore their individual creativity and place special attention on dance, physical expression and singing.

LEIKLIST / ACTING Rúnar Guðbrandsson

Our curriculum provides a solid foundation for either an acting career in film, television or on the stage, or continuing a drama or filmmaking degree elsewhere. As opposed to many drama and acting programs we emphasize acting for the camera, which gives our students the opportunity to learn the basics of film production as well since they work on many film projects over the course of their studies. Our program offers challenging professional training of the highest standard in the art of acting. You will practice the craft of acting and learn the fundamentals of filmmaking by working in teams with students of other departments in the school. This cooperation runs side by side with the acting studies throughout all four semesters. Our instructors are actors, directors, singers, dancers and filmmakers who come from a wide variety of backgrounds and experiences. You will graduate from our program with a solid understanding of the professional actor’s working methods and obligations and with the selfconfidence and independence of a mature creative artist. Whether you go on to become a professional actor or filmmaker or decide to continue your studies elsewhere, you will have built a valuable network of contacts starting right here at school, from your fellow students in all departments to a long list of talented, creative instructors.

14


útskrift h a u s t ö n n 2018

LE I K LI ST


Útskriftarverk / Final Project

HEIMAHAGAR Þráinn Guðbrandsson

Jóhannes býr á elliheimili og glímir við Alzheimer. Hann berst við glataðar minningar sem hann á erfiðara og erfiðara með að halda í. Hann strýkur af elliheimilinu í von um að muna.

Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing

RÉTTLÆTI Dagur Jóhannsson Skapandi tækni / Creative Technology

Signý (Eygló Ýr Evudóttir) tekst á við áfallastreituröskun eftir óhapp sem átti sér stað fyrir ári síðan. Hún er flutt á nýjan stað og kvöld eitt þegar hún er að koma sér fyrir kemur óboðinn gestur í heimsókn sem kallar fram drauga fortíðarinnar.

16


Útskriftarverk / Final Project

TVEIR FISKAR Ingibjörg Sara Sævarsdóttir Skapandi tækni / Creative Technology

THIS ONE NIGHT Mahesh Raghavan Handrit & Leikstjórn / Screenwriting & Directing

Tveir fiskar er útskrifarmynd eftir Ingibjörgu Söru Sævarsdóttur Myndin fjallar um unga stelpu sem er lögð inn á geðdeild og fáum við að fylgjast með baráttu hennar við vanlíðan og hvernig hún reynir að takast á við hann.

Paul and Gloria are a couple whose lives change forever after a silly quarrel on a Friday night. Paul hopes it will be just another silly fight that will subside over the weekend. But Gloria falls seriously ill on Saturday. Paul spends the next few hours in the hospital waiting for Gloria to wake up so they can reconcile.

17


Útskriftarverk / Final Project

NÁTTUGLAN

Náttuglan er glæpaþriller sem segir frá Bjarna á einni vondri nóttu. Hann þiggur starf hjá félaga sínum til að safna sér aukapening. Þegar taska, sem honum er gert að fela, hverfur þá er fjölskyldu hanns rænt og hótað. Eina leiðin til að bjarga þeim er að finna töskuna og koma henni í réttar hendur.

Grétar Jónsson Leikstjórn & Framleiðsla / Directing & Producing Einar Örn Eiríksson Hjálmar Þór Hjálmarsson Kristinn Gauti Gunnarsson Skapandi tækni / Creative Technology Rúnar Vilberg Hjaltason Leiklist / Acting

18


Útskriftarverk / Final Project

HRÍM Dagný Harðardóttir

Myndin fjallar um Selmu sem er ung dularfull listarkona. Líf Selmu snýst á hvolf þegar hún dettur í ástarsamband með sjarmörnum Hinrik Víglundssyni.

Leiklist / Acting

WHEN LIFE GIVES YOU LEMONS

Gaur vaknar og veit ekki alveg hvað er að gerast. Byrjar að dansa og vera ánægður. Svo hendir lífið skít í hann en hann lætur það ekki stöðva sig. Svo hendir lífið meiri og meiri skít í hann en hann gerir það besta úr aðstæðum og heldur áfram.

Kristmundur Ari Gíslason Leiklist / Acting

19


Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

MÍNOTUMYND Andri Már Enoksson Stelpa ákveður hvort hún vilji taka í hendina á strák.

AUGNABLIK Búi Fannar Ívarsson

Daníel stendur yfir gröf eiginkonu sinnar og ástarinnar í lífi sínu, sem lést nokkrum árum áður, og minnist fyrstu kynna þeirra.

LOVE HI HI Birgir Torfi Bjarnason Love hi hi er falleg ástarsaga þar sem tveir heimar lýsa rómantisku lífi á stefnumóti.

ÓKYRR HUGUR Eva Rós Stefánsdóttir í nútímasamfélagi vilja margir stunda hugleiðslu en það getur reynst erfitt að komast í rétt hugarástand til þess út af öllu áreitinu sem fylgir daglegu lífi fólks.

29 Hörður Skúlason Stelpa kemur heim og kemst að því að hún er ekki ein heima.

20


Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

MÍNÚTAN Kristinn Þór Sigurðsson Maður situr á kaffistofu og síminn hans verður batteríslaus. Núna þarf hann að drepa tímann án símans. Tekst honum það?

HVAÐ GÆTI GERST? Margrét Einarsdóttir Hverjar gætu afleiðingarnar mögulega verið af því að stela súkkulaðistykki í kaffipásu?

UNE BAIGNORE Stefán Örn Stefánsson Maður situr í rólegheitum og er að láta renna í bað þegar síminn hringir og upp úr því hefst atburðarrás sem vindur fljótt upp á sig.

DATE PARFAITE Viktor Ingi Jónsson Maður eldar mat fyrir stefnumót en hann gleymir sér aðeins og maturinn eyðileggst.

21


SKAPANDI TÆKNI / CREATIVE TECHNOLOGY

Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

SKELLUR Arnar Dór Ólafsson Myndin fjallar um mann sem er að flýta sér sem leiðir til þess að hann lendir í alvarlegri uppákomu.

STREYMIÐ Brynjar Steinn Stefánsson

Drengur finnur að hann er þyrstur. Þá upphefst ævintýri við að svala þorstanum og hann finnur að hann fær meira en hann biður um.

MEÐ ÞÉR Dagur Valgeir Sigurðsson Maður er undir mikilli pressu frá yfirmönnum eftir mistök í starfi. Mörk milli svefns og vöku eru þunn og athyglin ekki upp á það besta en sem betur fer er hann ekki einn.

HUGARHEIMUR Darja Kozlova Hugarheimur stelpu sem er sjúklingur á geðdeild.

22


SKAPANDI TÆKNI / CREATIVE TECHNOLOGY

Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

HÆ Freyja Kristinsdóttir Sara er ósköp venjulegur háskólanemi. Hún er skotin í skólafélaga sínum sem veit varla af henni. Einn eftirmiðdag á kaffihúsi skólans dregur til tíðinda.

ÉG ELSKA AÐ VINNA Óttar Andri Óttarsson

Sagan byggir á ljóði eftir Dr. Seuss sem þýtt hefur verið á íslensku. Lýst er manni sem hefur staðið sig vel í vinnu og tilfinningar hans gagnvart henni. Oft er betra að taka eitt skref til baka til að geta metið stöðu sína í eigin lífi.

FLOTTUR JAKKI Sigurður Pétur Jóhannsson Skúli á erfiðan dag þegar gangandi maður klínir pulsu í jakkann hans. Skúla langar ekkert meira en að slá manninn utan undir og öskra á hann en endar einungis á því að klappa honum á öxlina og ganga burtu.

23


Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

HANDRIT & LEIKSTJÓRN / SCREENWRITING & DIRECTING

RANGHALAR Ása Hlín Benediktsdóttir Draugur ráfar um ranghala Sundhallarinnar.

GLÚ10 Axel Frans Gústavsson

Ungur maður er greindur með glútenóþol og þarf að losa sig við birgðir af hveiti.

SÓLMYRKVINN Magnús Einarsson Tveir ólíkir vinir undirbúa sig fyrir komandi sólmyrkva.

DULAN Þórir Snær Sigurðarson Búningadrama sem gerist á 18. öld. Ung stúlka með barn er á leið að bera það út , en rifjar upp með sjálfri sér þá yndislegu nótt sem varð til þess að hún eignaðist það.

24


LEIKLIST / ACTING

Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

KRUMMI Ásgrímur Gunnar Egilsson KRUMMI kemur, skutlar Skvízu heim sem vill ekkert með hann hafa. Honum hefur aldrei verið hafnað fyrr en nú. Knús greddunar.

BRÁÐUM Benjamín Fannar Árnason

Þetta er um mann sem er ástfanginn af kvikmyndastjörnu. Markmið hans er að öðlast ást hennar, sama hvernig hann fer að því.

DRAUMÓRAR Gréta Arnarsdóttir Vera líður um í landi draumanna.

DRIVEN Hildur Sigurðardóttir Stelpa er ákveðin í að ná markmiðum sínum, sama hversu lítil þau eru. Hard work pays off.

25


LEIKLIST / ACTING

Mínútumyndir: 1. önn / 1 minute films: 1st term

MÍNÚTA Ingvar Örn Arngeirsson Mómentið þegar þú heldur að einhver sé að veifa þér, en er að veifa manneskjunni fyrir aftan þig, er svo vandræðalegt fyrir mig að ég geng í sjóinn.

ÞÖGN Telma Ragnarsdóttir

Myndin fjallar um unga konu sem verður fyrir kynferðislegu ofbeldi. Sýnt er frá einkennunum og sjokkinu eftir á.

KREM Tristan Theodórsson Infomercial um fix-all Kremið, KREM.

RAUNVERULEIKAHEFTUR Þórir Örn Sigurðsson 3 krimmar sitja inni í herbergi. Þá labbar inn aðalkrimminn og byrjar að níðast á einum af þeim, en svo kemur í ljós að þetta er draumur mannsins sem sér um þrifin í húsinu.

26


Auglýsingar: 1. önn / Advertising: 1st term

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

ENDALAUST GAGNAMAGN Margrét Einarsdóttir Ekki láta takmarkað gagnamagn eyðileggja stefnumótið.

ENDALAUST GAGNAMAGN Stefán Örn Stefánsson Auglýsing fyrir endalaust gagnamagn hjá Símstöðinni Hf.

ENDALAUST GAGNAMAGN Kristinn Þór Sigurðsson Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir Viktor Ingi Jónsson

Auglýsing - Ótakmarkað gagnamagn. Látbragðsleikari opnar öskju og dregur út endalaust af borða.

ENDALAUST GAGNAMAGN Birgir Torfi Bjarnason Andri Már Enoksson Hörður Skúlason Búi Fannar Ívarsson Auglýst er fyrir hið tilbúna símafyrirtæki Spjall.Tengt er við þjóðarstoltið. Ferðamenn á Íslandi eru spurðir að því hverju Íslendingar eigi ótakmarkað af. Þeir nefna td. kulda, hraun, jarðhita og bókmenntir. Í lokin segir Íslendingur tíðindin, það sem verið er að auglýsa, að nú bjóðist líka ótakmarkað gagnamagn á Íslandi.

27


Tónlistarvideo: 1. önn / Music videos: 1st term

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

CAVE Birgir Torfi Bjarnason Um er að ræða treiler úr pilot vegna 10 þátta samstarfsverkefnis, sem er unnið af Kvikmyndaskóla Íslands eftir hugmynd Þorsteins Bachmanns. Þættirnir eru spennuþættir, raunsæislegir í anda Fargo og True Detective. Tveir rannsóknarlögreglumenn reyna að komast að afdrifum 9 manna hóps sem hvarf á hálendinu. Þeir hafa fátt til að byggja á og þótt einn meðlimur hópsins finnist alblóðugur gangandi eftir þjóðvegi er hann búinn að missa minnið. Rannsókn málsins fetar sig áfram eftir brauðmolum sem hópurinn hefur skilið eftir sig á samfélagsmiðlum fyrir hvarfið og um svipað leyti fara undarlegir hlutir að koma í ljós varðandi þann sem fannst á þjóðveginum.

HOME Eva Rós Stefánsdóttir

Tónlistarvídeo við lagið Home eftir Ingvar Örn. Legókall lifnar við í leik og fer í ferðalag.

SYNTAGMA REMBETIKO Stefán Örn Stefánsson Tónlistarmyndband þar sem ýmsir fjöllistamenn leika listir sínar og fáranleikinn er hafður í fyrirrúmi.

28


Tónlistarvideo: 1. önn / Music videos: 1st term

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

EZEKIEL CARL - FLEXA Andri Már Enoksson Búi Fannar Ívarsson Hörður Skúlason

Tónlistavideo fyrir Ezekíel Carl.

PERFECT Margrét Einarsdóttir Viktor Ingi Jónsson Kristinn Þór Sigurðsson Tónlistarmyndband við lagið Perfect eftir hljómsveitina Ottoman.

29


ALLAR DEILDIR / ALL DEPARTMENTS

Stuttmyndir: 1. önn / Short films: 1st term

VEFURINN Eva Rós Stefánsdóttir, Freyja Kristinsdóttir, Ingvar Örn Arngeirsson & Þórir Snær Sigurðarson Einmanaleiki umlykur æskuár manns, hann heillast af veiðitækni kóngulóa sem hann samsamar sig við. Þráin um tengsl vex samt alltaf innra með honum og þegar rétta tækifærið býðst loks þarf hann að gera upp við sig hvort hann treysti sér til að grípa það.

SOPI AF GEÐVEIKI Andri Már Enoksson, Ásgrímur Gunnar Egilsson, Magnús Einarsson & Sigurður Pétur Jóhannsson

Atli hefur átt mjög erfitt í lífinu og við fylgjumst með honum á milli lífs og dauða kljást við erfiðustu minningu ævi hans.

NÍU JÁRN Axel Frans Gústavsson, Hörður Skúlason, Óttar Andri Óttarsson & Þórir Örn Sigurðsson Klisjukennda skrifstofulífið ber með sér endalaus tækifæri, en með slíkum tækifærum fylgir ákveðin samkeppni sem starfsmennirnir höndla misvel.

ÁR OG SLÓÐIR Ása Hlín Benediktsdóttir, Dagur Valgeir Sigurðsson, Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir & Tristan Theodórsson Lítil stúdía á einmanaleika og það hve samneyti við dýr og menn getur gefið einstaklingum. Sagan hverfist um eldri mann sem er orðinn einstæðingur og þá ánægju sem hann fær af óvæntri heimsókn hests og manns.

30


ALLAR DEILDIR / ALL DEPARTMENTS

Stuttmyndir: 1. önn / Short films: 1st term

SÓLRÚN Arnar Dór Ólafsson, Hildur Sigurðardóttir & Stefán Örn Stefánsson Sólrún er sólargeisli af manneskju sem ætlar sér stóra hluti í lífinu og dagurinn í dag er dagurinn sem hún meikar það. En kosmósinn er á öðru máli og allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis

BIÐIN Arnar Már Vignisson, Búi Fannar Ívarsson & Telma Hlíf Ragnarsdóttir

...

VAMPÍRA Birgir Torfi Bjarnason, Brynjar Steinn Stefánsson, Kristinn Þór Sigurðsson & Gréta Arnarsdóttir Gréta er ung en ráðvillt stelpa úr Reykjavík. Hún vill ekkert meira en að vera vampíra og í rauninni heldur hún að hún sé það. Örlög hennar breytast þegar hún hittir dularfullan mann.

LOCUS Benjamín Fannar Árnason, Darja Kozlova, Margrét Einarsdóttir & Viktor Ingi Jónsson Arnar og Elín lifa eðlilegu lífi þar til Arnar rekst á undarlegt tæki sem gefur frá sér skrýtin hljóð. Hann verður sannfærður um að þetta séu hljóðmerki frá geimnum.

31


Heimildarmyndir - 2. önn / Documentaries: 2nd term

HANDRIT & LEIKSTJÓRN / SCREENWRITING & DIRECTING

SWEAT REVOLUTION Fabio del Percio The search for spirituality among people from different cultural environments.

HVUNNDAGSHETJA Fannar Birgisson

Guðmundur Fylkisson lögreglumaður var fenginn í nýtt verkefni lögreglunnar til þess að leita að börnum sem strjúka að heiman og sýna mikla áhættuhegðun.

JAÐARPÚKAR Ragnar Óli Sigurðsson Snjóbrettaheimurinn fer oft framhjá þeim sem ekki stunda íþróttina, en sem stór partur af samfélaginu er nauðsynlegt að skoða þetta skemmtilega samfélag.

MÓÐIR MÍN LEIKKONAN Sigrún Stefanía Valdimarsdóttir Sigurveig Jónsdóttir lék Karólínu spákonu í Djöflaeyjunni undir stjórn Friðriks Þórs skólameistara. Myndin byggir aðallega á viðtali við Friðrik Þór og myndbrotum úr Djöflaeyjunni.

32


Heimildarmyndir - 3. önn / Documentaries: 3rd term

SKAPANDI TÆKNI / CREATIVE TECHNOLOGY

HAVEN RESCUE Hjálmar Þór Hjálmarsson Anna Þóra er ung kona sem flytur ein til Kenya til þess að opna heimili fyrir ungar einstæðar mæður sem hafa verið útskúfaðar af sínu eigin samfélagi.

RÓLEGT LAND Jóhannes Axel Ólafsson Iceland is on its way to an opioid epidemic. Young people are dying more than ever. What can we do? First we have to realise what we are doing wrong.

33


Stuttmyndir: 3. önn / Short films: 3rd term

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

XY Anna Karín Lárusdóttir Myndin er þroskasaga Lísu, stúlku í 10. bekk sem býr yfir stóru leyndarmáli um líkama sinn og læknasögu. Líf hennar breytist þegar hún og Bryndís, gömul æskuvinkona hennar, sameinast á ný.

CHEMO CAT Sigfús Heiðar Guðmundsson

When Ólafur’s laid back lifestyle gets threatened, he is compelled to come up with a quick, money making scheme.

ÉG ER KOMIN HEIM Steinunn Rós Guðsteinsdóttir Gunnur snýr aftur til Íslands eftir 6 mánaða dvöl í New York og býður Berta í einn minigolf leik.

Stuttmyndir: 3. önn / Short films: 3rd term

HANDRIT & LEIKSTJÓRN / SCREENWRITING & DIRECTING

MÓÐIR Anna Karen Eyjólfsdóttir Eftir að Klara fer í fóstureyðingu mætir til hennar óboðinn gestur sem kemur í veg fyrir að hún fái að halda áfram með lífið. Þessi mynd er aðlögun að Móðir mín í Kví Kví.

GULRÆTUR Bergur Árnason Gulrótin hefur bara eitt markmið í sínu auma lífi og það er að kvelja mannskepnuna. Þær vita hvernig á að spila með þig, þær birtast hvert sem þú lítur, þú skelfur og titrar af löngun eftir að fá þér stóran bita af einni þeirra. Byggt á smásögu eftir Harald Darra Þorvaldsson.

34


Stuttmyndir: 3. önn / Short films: 3rd term

HANDRIT & LEIKSTJÓRN / SCREENWRITING & DIRECTING

Á BAKVIÐ DYRNAR Hekla Egils In order to cheer up Irma, his unhappy girlfriend, Nói decides to give her a cuckoo clock. Things don’t go as planned when Irma’s love for the clock becomes greater than that for Nói. The evergrowing tension results in fateful events.

VERÐI MARGT AF BEINI Helena Rakel Jóhannesdóttir

Adam lifir sínu lífi sáttur, aleinn í heiminum, þangað til að einn daginn, eftir ferð inní yfirgefna stórborg, fylgir honum eitthvað til baka.

FROM THE OUTSIDE Kristinn Finnsson A woman who has locked herself away from the world has her life invaded by mysterious forces.

SAMSON Kristófer Þór Pétursson

Samson virðist vera venjulegur íslenskur unglingur en undir grímunni krauma yfirnáttúruleg öfl.

FÍASÓL OG FIMLEIKAAMMAN Signý Rós Ólafsdóttir

Fíasól er 10 ára orkubolti sem á sér þann draum að æfa fótbolta með Þrótti en gelymin mamma, upptekinn pabbi og amma sem æfir fimleika setja strik í reikninginn. Fíasól er samt sem áður með harðari ef ekki bara harðasti Þróttari í 69 ára sögu félagsins.

35


Endurgerðir á senum: 3. önn / Remade scenes: 3rd term

ALLAR DEILDIR / ALL DEPARTMENTS

BABY DRIVER REMAKE Aron Freyr Aðalbjörnsson, Esther á Fjallinum, Fabio del Percio, Helena Rakel Jóhannesdóttir, Sigrún Stefanía Valdimarsdóttir & Sonia Schiavone Remake of a diner scene from Baby Driver.

PULP FRICTION Jóhannes Axel Ólafsson, Kristinn Örn Magnússon, Ólafur Jóhann Steinarsson, Rebecca Gilbert, Sigfús Heiðar Guðmundsson & Samuel Greyson McCluskey Hún gellan

22 HOPP STRÆTI Anna Karen Eyjólfsdóttir, Ármann Bernharð Ingunnarson, Eygló Ýr Evudóttir, Fannar Smári Birgisson, Hekla Egilsdóttir & Signý Rós Ólafsdóttir Endurgerð á senu úr 22 Jump Street fyrir áfangann MYN 104. Óútskýrð slagsmál verða vandræðaleg.

WOLF OF WALLSTREET SCENE REMAKE Heri J. Hansen, Hrafnhildur Hauksdóttir, Kristinn Finnsson, Kristófer Þór Pétursson, Steinunn Rós Guðsteinsdóttir & Sunna Björt Siggeirsdóttir After a night of partying, Heri just wants some good sleep. But his wife has different plans.

GÓÐU GÆJARNIR Anna Karín Lárusdóttir, Axel Pétur Ólafsson, Bergur Árnason Gunnar Ágúst Stefánsson, Ragnar Óli Sigurðsson & Theodóra Gríma Þrastardóttir Hvaða myndir tók Stjáni á Akureyri? Hver var á AA fundinum í Iðnó? Hvar fékk Halli þessa lopapeysu? Endurgerð á senu úr kvikmyndinni “”The Nice Guys”” (2016) eftir Shane Black.

36


Tilraunamyndir: 3. önn / Experimental films: 3rd term

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

FISKAR Anna Karín Lárusdóttir Þó mörg önnur stjörnumerki hafi skapandi hliðar eru fiskarnir án efa mest skapandi allra merkjanna. Einstaklingar fæddir með fiskana sem sólmerki hafa tilhneigingu til að vera mjög hæfileikaríkir.

37


Heimildarmyndir - 4. önn / Documentaries: 4th term

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

HM LADAN Grétar Jónsson Kristbjörn vann Lödu Sport í Facebook. Hann, ásamt Grétari, ákvað að gera upp bílinn og keyra á honum til Rússlands fyrir HM í fótbolta 2018.

FORGET-ME-NOTS Þráinn Guðbrandsson Leiklistarfélagið Rokkur Friggjar setti upp sýningu um ástarsamband á milli íslensks sveitastráks og bresks hermanns í ástandinu. Sýningin fór meðal annars á Edinborgarhátíðina í Skotlandi.

38


LEIKLIST / ACTING

Dansmyndir 4. önn / Dance films: 4th term

DANCE WITH PAINT Dagný Harðardóttir Abstract samblanda dans og myndlistar.

DANS VIDEO RÚNAR Rúnar Vilberg Hjaltason Eg að dansa ballet í pilsi.

39


LEIKLIST / ACTING

Showreel: 4. önn / Showreel: 4rd term

DAGNÝ HARÐARDÓTTIR

RÚNAR VILBERG HJALTASON

40


Fjölkamera: 4. önn / Multi-camera: 4th. term

LEIKSTJÓRN & FRAMLEIÐSLA / DIRECTING & PRODUCING

Léttur spjallþáttur um kvikmyndabransann á Íslandi. Tókum viðtal við leikstjórana Ísoldu Uggadóttur og Heimi Bjarnason ásamt því að fara í vettvangsferð í RÚV. Anna Karín Lárusdóttir, Sigfús Heiðar Guðmundsson, Sonia Schiavone & Steinunn Rós Guðsteinsdóttir

41


Leikinn sjónvarpsþáttur. TV Pilot. A joint project between all departments.

Verkefnið er samstarfsverkefni, unnið af Kvikmyndaskóla Íslands eftir hugmynd Þorsteins Bachmanns. Um er að ræða kynningarþátt, svokallaðan Pilot. Að verkefninu koma nemendur af ýmsum deildum í skólanum undir leiðsögn kennara. Eftir að tökum lýkur sjá nemendur um eftirvinnslu þess.

Face Your Fears: Tveir rannsóknarlögreglumenn reyna að komast að afdrifum 9 manna hóps sem hvarf á hálendinu. Þeir hafa fátt til að byggja á og þótt einn meðlimur hópsins finnist alblóðugur gangandi eftir þjóðvegi er hann búinn að missa minnið. Rannsókn málsins fetar sig áfram eftir brauðmolum sem hópurinn hefur skilið eftir sig á samfélagsmiðlum fyrir hvarfið og um svipað leyti fara undarlegir hlutir að koma í ljós varðandi þann sem fannst á þjóðveginum.

Leikstjórn & handrit: Þorsteinn Bachmann Framleiðendur: Hlín Jóhannesdóttir, Stefán Freyr Margrétarson Leiðbeinandi kvikmyndatöku: Jóhann Máni Jóhannsson Yfirumsjón klippingar: Ágústa Margrét Jóhannesdóttir Hljóðupptaka Bergur Líndal Kvikmyndataka: Jóhannes Axel Pétursson Kvikmyndatökuteymi: Arnar Dór Ólafsson, Brynjar Steinn Stefánsson, Dagur Valgeir Sigurðsson, Darja Kozlova, Freyja Kristinsdóttir, Óttar Andri Óttarsson, Sigurður Pétur Jóhannsson

Förðunarmeistari: Ásthildur Gunnlaugsdóttir Aðstoð við förðun: Drífa Katrín Guðmundsdóttir Drónatökur: Kristinn Gauti Klipping: Jóhannes Axel Pétursson, Ármann Bernharð Ingunnarson, Vigdís Eva Steinþórsdóttir Hljóðeftirvinnsla: Vigdís Eva Steinþórsdóttir Litaleiðrétting: Vigdís Eva Steinþórsdóttir Framleiðsluteymi: Andri Már Enoksson, Birgir Torfi Bjarnason, Búi Fannar Ívarsson, Eva Rós Stefánsdóttir, Hörður Skúlason, Kristinn Þór Sigurðsson, Margrét Einarsdóttir, Stefán Örn Stefánsson, Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir, Viktor Ingi Jónsson

Leikarar: Axel Pétur Ólafsson, Aron Freyr Aðalbjörnsson, Ármann Bernharð Ingunnarson, Esther á Fjallinum, Eygló Ýr Evudóttir, Gunnar Ágúst Stefánsson, Heri J. Hansen, Kristinn Örn Magnússon, Ólafur Jóhann Steinarsson, Rebecca Gilbert, Sunna Björt Siggeirsdóttir, Theodóra Gríma Þrastardóttir

Sérstakar þakkir: Starfsfólk Kvikmyndaskóla Íslands Lögregluminjasafn Ása Hlín Benediktsdóttir Slökkvuliðið á Höfuðborgarsvæðinu RÚV Brauð & Co.

Sandholt Vilko Thorshamar ehf. Grensásspítali OR Fjölskyldan í Lækjarbergi

42


43


Ávarp Kínema / Student Association Kínema

Kæru samnemendur og kennarar Kvikmyndaskóla Íslands. Nú er enn ein önnin að líða að lokum. Við í Kínema viljum byrja á því að þakka ykkur fyrir stórskemmtilega haustönn. Við hófum önnina á stórskemmtilegu Bjórkvöldi á Loft Hostel þar sem Grétar Jónsson sá um Q&A, margt var um manninn og allir virtust skemmta sér konunglega. Í september horfðum við á mínútumyndir fyrstu annar. Sýndar voru margar mjög áhugaverðar og skemmtilegar myndir og ljóst er að nemendur á önninni eru gríðarlega efnilegir. Eftir sýninguna var haldið á Bjórkvöld á Ananas bar þar sem var dansað frameftir nóttu. Útgáfupartý Kínema var haldið hátíðlegt í hádeginu þann 26. september þar sem gefin voru út ný nemendakort. Seldar voru pylsur/ bulsur og gos gegn vægu gjaldi, Gréta Arnardóttir bauð uppá lifandi tónlist. Mætingin fór fram úr björtustu vonum og erum við staðráðin í að gera þetta að hefð á komandi önnum. Í byrjun nóvember héldum við Hrekkjavökuteiti á The Irish Man bar, mætingin var góð og nemendur skólans mættu í gríðarlega skemmtilegum búningum. Sjá mátti til dæmis trúða, álfa, kúreka, ýmsar kvikmyndapersónur, teiknimyndafígúrur og aðrar furðuverur. Dómnefnd sá um að velja besta búninginn og eftir mikla umhugsun og vangaveltur komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Grétar Jónsson klæddur sem Glæpadís hlyti 3. sætið og Hekla Egilsdóttir klædd sem Talandi kötturinn úr Lísu í Undralandi hreppti 2. sætið. Heri J. Hansen klæddur sem The Joker hlaut síðan fyrstu verðlaun sem voru Spa fyrir tvo ásamt freyðivíni á Center Hotel Miðgarði. Mánudagsmyndir snéru til baka með breyttu skipulagi þessa önnina. En það voru þeir Grétar Jónsson og Tristan Theodórsson sem tóku við þeim í byrjun annar. Meðal annars fengu þeir Óskar Jónasson í Q&A um Reykjavík Rotterdam og kvikmyndaheiminn almennt. Sýndar voru þrjár Chaplin stuttmyndir á Super 8 filmu í boði Þóris Snæs. En einnig sýndi Hrafnkell Stefánsson nokkrar myndir af Cilect listanum. Emil Alfreð Emilsson kom og spjallaði við okkur um myndina sína, 3 menn, sem hefur hlotið mikil lof undanfarið. Eftir langt og strangt eftirvinnslutímabil var loksins komið að síðasta bjórkvöldinu en ljótu jólapeysu-gleðiteiti Kínema var haldið í ÓM salnum þann 8. desember. Teitið var vel sótt af nemendum í sérlega ljótum peysum. Við í Kínema viljum óska öllum til hamingju með afrakstur þessarar annar og þá viljum við sérstaklega þakka útskrifanemum kærlega fyrir samstarf undanfarin misseri og óska þeim innilega til hamingju með útskriftina. Ykkar verður sárt saknað af göngum skólans og hlakkar okkur til að fylgjast með ykkur í framtíðinni. Að lokum viljum við hvetja alla til þess að mæta á uppskeruhátíðina í Bíó Paradís og njóta afraksturs allrar vinnunnar sem við höfum öll lagt í verkefnin okkar á önninni. Kínema verður á staðnum með ýmsar skemmtilegar uppákomur. Fyrir hönd Kínema Helena Rakel Jóhannesdóttir

44


Félagsmenn Kínema: Helena Rakel Jóhannesdóttir Ingibjörg Sara Dagný Harðardóttir Hekla Egilsdóttir Aron Freyr Aðalbjörnsson Grétar Jónsson

Ragnar Óli Sigurðsson Búi Fannar Ívarsson Telma Ragnarsdóttir Gréta Arnarsdóttir Tristan Theodórsson Fannar Birgisson


Samfélagsmiðlum / Social media

kvikmyndaskóli

icelandicfilmschool

Við uppfræðum nemendur, starfsfólk og áhugasama um allt það sem er að gerast í kvikmyndaheiminum hérlendis sem og erlendis. Að auki færum við reglulega fréttir af því sem fer fram innan skólans, hvort sem um almennt skólalíf er að ræða eða kvikmyndagerð. Við stærum okkur af útskrifuðum nemendum sem eru sífellt að koma okkur á óvart með glæsilegum verkefnum sem þeir standa að baki eða eru þátttakendur að.

ifs_news Á fréttaveitunni IFS news birtast á hverjum degi fréttir af kvikmyndagerð úr öllum heimsálfum. Markmiðið er að vera með fingurinn á púlsinum á mörgu af því helsta sem er að gerast í kvikmyndaiðnaðinum um allan heim og gefa nemendum, starfsfólki, vinum og velunnurum skólans tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Að auki söfnum við upplýsingum um alþjóðlega strauma og stefnur til að nýta við þróun skólastarfsins.

icelandic_film_school Á instagram má finna úrvals myndefni af skólalífinu og kvikmyndagerð nemenda. Við hvetjum alla áhugasama til þess að fylgja skólanum á instagram til þess að fá nasasjón af öllu því helsta sem þar fer fram.

casting.is Vefurinn www.casting.is var útbúinn fyrst og síðast til þess að þjóna greininni - vinna að því stóra markmiði að gera kvikmyndagreinina sem öflugasta í íslensku og erlendu samhengi.

www.kvikmyndaskoli.is / www.icelandicfilmschool.is Kvikmyndaskóli Íslands rekur öfluga vefsíðu með fréttum af öllu því helsta sem fer fram í skólanum en á heimasíðunni geturðu einnig kynnt þér kvikmynda- og leiklistarnámið frá A til Ö. Við erum ávallt að skoða eigin síðu með tilliti til þess að bæta og gera betur. Kíktu á okkur á www.kvikmyndaskoli.is (eða www.icelandicfilmschool.is ef þú vilt kynna þér námið á ensku).

46


Ávarp námsstjóra / Head of Studies Statement Það er komi sá tími að við í Kvikmyndaskólanum, nemendur, starfsfólk og kennarar fögnum annarlokum og setjumst saman í bíósal til að njóta afraksturs annarinnar. Þetta er minn uppáhaldstími annarrinnar, að fá að setjast niður með popp og kók í hönd og bera augum það sem nemendur hafa unnið með sköpunarkrafti sínum, sýnt enn einu sinni fram á hægt er að gera, vopnuð góðum hugmyndum, metnaði, faglegri leiðbeinslu og dugnaði. Nú frumsýna þau fyrstu annar myndir, heimildarmyndir, skemmtiþátt, dansmyndir, 3.annar stuttmyndir og fleiri verk sem vert að að taka eftir. Mörg hver sem við vitum af reynslunni, munu lifa áfram á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum. Ég er stoltur af öllum þeim nemendum sem lögðu blóð, svita og tár í verkefni sín og kynna þau nú fyrir okkur. Ég er einnig stoltur af öllum þeim lögðu hönd á plóg, kennurum og crewi. Útskrifaða nemendur skólans er víða að finna. Það er er varla framleidd sjónvarpsþáttasería eða kvikmynd án þess að þar sé að finna Kvikmyndaskóla re-union á settinu. Og nú þegar útskriftarárgangur haustannar 2018 bætist við í þann hóp, að loknu tveggja ári námi með frumsýningu á lokaverkefnum sínum í Bíói Paradís, óskum við þeim velfarnaðar ... og hlökkum til að monta okkur af því að þau hafi stundað nám við Kvikmyndaskóla Íslands. + + + + It’s time for students, staff and teachers of The Icelandic Film School to celebrate the end of this school year and sit together in the cinema to enjoy what we have made. This is my favorite time of the year, to sit down with popcorn and coke in hand and see what the students have done with their creative power, once again showcasing what is possible armed with good ideas, ambitious professional guidance and diligence. Now the students premiere first semester films, documentaries, entertainment, dance movies, 3rd semester short films and more work that is worth noting. Everyone, we know from experience, will live on in the various film festivals. I am proud of all the students who put blood, sweat and tears in their projects and present them to us now. I’m also proud of all those who lent a hand, teachers and crew. Graduated students of the school are found in various places. It’s hardly a TV series or a movie without a film school’s reunion on the set. And when the graduation year of the fall of 2018 is added to this group, after two years of study with the premiere of their final projects in Bíó Paradís, we wish them all the best... and look forward to boasting about them having studied at the Icelandic Film School. Hrafnkell Stefánsson

47


graduation a u t u m n 2018


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.