Námskrá KVÍ | 2012 - 2013

Page 59

LEH 304

LEH 404

LES 304

LES 404

LRS 302

LRS 402

LRT 302

LRT 402

LOL 208

LSJ 304

SJL 103

LET 204

LLS 103

TIR 102

LRT 302 - LEIKUR OG RÖDD: TEXTI 3 LRT 402 - LEIKUR OG RÖDD: TEXTI 4

Haldið er áfram að þjálfa rödd leikarans og tækni. Rík áhersla er lögð á samþættingu raddar, huga og líkamstjáningar og frumkvæði í vinnubrögðum. Unnið er með bundið mál, klassískar leikbókmenntir og texta að eigin vali. Nemandi vinnur í samvinnu við kennara að 3 - 5 mínútna langri kvikmynd (senu) þar sem leikið er á blæbrigði raddarinnar. Textinn er frjáls. Áhersla er lögð á vandaða hljóðupptöku og vinnslu.

Nemendur þróa í samráði við kennara eigið upphitunarkerfi sem tengir líkama, huga og rödd. Unnið er með texta úr leikbókmenntunum, Shakespeare og völdum senum úr kvikmyndum með áherslu á samhæfingu ólíkra þátta; andstæður slökunar og spennu.

Hæfniviðmið: 1. Þekking og skilningur: 1.1 Nemandi öðlist aukna þekkingu á raddbeitingu og textameðferð. 1.2 Nemandi öðlist dýpri skilning á mikilvægi stöðugrar raddþjálfunar. 2. Hagnýt færni og leikni: 2.1 Nemandi öðlist leikni í flutningi á flóknum leiktexta. 2.2 Nemandi öðlist færni í vinna með rödd sína í hljóðupptökum. 3. Hæfni til hagnýtingar á þekkingu og leikni: 3.1 Nemandi öðlist hæfni til að beita rödd sinni á ólíkan hátt eftir viðfangsefnum. 3.2 Nemandi öðlist hæfni til að kanna ólík svið raddar sinnar.

Hæfniviðmið: 1. Þekking og skilningur: 1.1 Nemandi öðlist heildstæða þekkingu á upphitunar- og tækniæfingum. 1.2 Nemandi öðlist þekkingu á raddsviði sínu og hver geta þess er. 2. Hagnýt færni og leikni: 2.1 Nemandi öðlist aukna leikni í flutningi á flóknum textum fyrir ólíka miðla. 2.2 Nemandi öðlist leikni í að nota raddþjálfunarkerfi leikarans. 3. Hæfni til hagnýtingar á þekkingu og leikni: 3.1 Nemandi öðlist hæfni til að vinna með rödd sína á faglegan og skapandi hátt sem leikari.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: LRT 302 Deild: Leiklistardeild Önn: 3 Námskeiðstegund: Verklegt/bóklegt Einingafjöldi: 2 Vinnutími nemenda: 50 Lágmarkseinkunn: 5,0 Hæfniþrep: 4 Kennslumisseri: Haust/Vor Kennsluár: 2012 - 2013 Kennari/leiðbeinandi: Sjá kennara- og leiðbeinendaskrá Undanfarar/forkröfur: LRT 202 Námsmat: Ástundun, þátttaka í tímum og verkefni Bækur/kennsluefni: Shakespeare og Grískir Harmleikir í þýðingu Helga Hálfdánarsonar, Valin ljóð

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: LRT 402 Deild: Leiklistardeild Önn: 4 Námskeiðstegund: Verklegt/bóklegt Einingafjöldi: 2 Vinnutími nemenda: 50 Lágmarkseinkunn: 5,0 Hæfniþrep: 4 Kennslumisseri: Haust/Vor Kennsluár: 2012 - 2013 Kennari/leiðbeinandi: Sjá kennara- og leiðbeinendaskrá Undanfarar/forkröfur: LRT 302 Námsmat: Ástundun, þátttaka í tímum og verkefni Bækur/kennsluefni: Shakespeare, Helgi Hálfdánarson þýddi, Senur úr íslenskum kvikmyndum.

59


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.