Námskrá KVÍ | 2012 - 2013

Page 43

BÍÓ 306 LSÞ 104

BÍÓ 405 SVI 106

LST 303

TLS 102 LST 403

LOH 206

LOH 306

LOH 408

MFA 102

MFA 202

VAL 101

TLS 102 - TEGUNDIR LEIKINS SJÓNVARPSEFNIS

LSÞ 104 - LEIKINN SJÓNVARPSÞÁTTUR Á námskeiðinu skrifa nemendur handrit að tveimur 15 - 18 mínútna „pilot“ þáttum upp úr þáttaröðunum sem skrifaðar voru í námskeiðinu TLS 102. Afrakstur þeirrar vinnu liggur síðan til grundvallar sameiginlegu verkefni allra deilda skólans þar sem nemendur framleiða „pilot“ þætti að tveimur leiknum sjónvarpsþáttaröðum síðar á önninni. Unnið er eftir sama fyrirkomulagi og í TLS 102 - nemendur vinna í hópi undir handleiðslu kennara í svokölluðu höfundaherbergi.

Hæfniviðmið: 1. Þekking og skilningur 1.1 Nemandi öðlist þekkingu á skrifum fyrir staðlaða sjónvarpsframleiðslu. 1.2 Nemandi öðlist þekkingu á skrifum fyrir fram haldsþáttaform þar sem sagan heldur stöðugt áfram. 1.3 Nemandi öðlist þekkingu á samvinnu í skrifum. 1.4 Nemandi öðlist þekkingu af því að sjá hug- myndir verða að endanlegri mynd. 2. Hagnýt færni og leikni 2.1 Nemandi öðlist leikni í að taka þátt í skrifum á „pilot“ þætti fyrir sjónvarp. 2.2 Nemandi öðlist færni í að vinna í hópstarfi. 3. Hæfni til hagnýtingar á þekkingu og leikni: 3.1 Nemandi öðlist hæfni til að taka þátt í vinnu við handritsskrif að „pilot“ þætti fyrir leikið sjónvarpsefni.

Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: LSÞ 104 Deild: Handrita- og leikstjórnardeild Önn: 2 Námskeiðstegund: Bóklegt/verklegt Einingafjöldi: 4 Vinnutími nemenda: 100 Lágmarkseinkunn: 5,0 Hæfniþrep: 4 Kennslumisseri: Haust/Vor Kennsluár: 2012 - 2013 Kennari/leiðbeinandi: Sjá kennara- og leiðbeinendaskrá Undanfarar/forkröfur: TÆK 105 Námsmat: Mat á handriti, virkni og ástundun Bækur/kennsluefni: Television and Screenwriting: From Concept to Contract e. Richard A. Blum. Ljósrit, mynefni, handrit og önnur gögn.

SVI 106 - LEIKRIT: SVIÐ Námskeiðið er leiksmiðja sem haldin er í samvinnu við leiklistarbraut. Handritshöfundar þróa texta sem fyrst verða til í gegnum spunavinnu með leikurum undir handleiðslu leiðbeinanda. Höfundarnir skila svo af sér fullkláruðu handriti sem leiklistarsviðið setur upp í samvinnu við tæknisvið, sem lokaverkefni.

Hæfniviðmið: 1. Þekking og skilningur: 1.1 Nemandi öðlist þekkingu af því að vinna að handritsgerð í beinu nágvígi við leikara, m.a. í spunavinnu. 1.2 Nemandi öðlist þekkingu á skrifum fyrir leiksvið. 2. Hagnýt færni og leikni: 2.1 Nemandi öðlist leikni í að vinna náið með leikurum í þróun handrita. 2.2 Nemandi öðlist leikni í að skrifa fyrir leiksvið. 3. Hæfni: 3.1 Nemandi öðlist hæfni til að kunna að nýta sér samvinnu við leikara til að þróa hugmyndir og handrit. 3.2 Nemandi öðlist hæfni til að skrifa fyrir leiksvið. Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: SVI 106 Deild: Handrita- og leikstjórnardeild Önn: 3 Námskeiðstegund: Bóklegt/verklegt/framleiðsla Einingafjöldi: 6 Vinnutími nemenda: 150 Lágmarkseinkunn: 5,0 Hæfniþrep: 4 Kennslumisseri: Haust/Vor Kennsluár: 2012 - 2013 Kennari/leiðbeinandi: Sjá kennara- og leiðbeinendaskrá Undanfarar/forkröfur: 2. önn Námsmat: Ástundun, virkni í hópstarfi, mat á verkefnum Bækur/kennsluefni: The Art and Craft of Playwriting e. Jeffrey Hatcher. - Ljósrit og önnur gögn.

Á námskeiðinu er fjallað um nokkrar „staðlaðar“ tegundir leikins sjónvarpsefnis: Gamanefni, sakamálaþætti, fjölskyldudrama o.s.frv. Auk þess er farið yfir sögu leikins efnis í sjónvarpi og áhrif markaðarins skoðuð. Nemendur vinna í hópi undir handleiðslu kennara að slíku efni í svokölluðu höfundaherbergi („writer’s room“) en þannig fá nemendur innsýn í dramatúrgíu, uppbyggingu, persónusköpun og formgerð þáttaraða. Námskeiðið er undanfari LSÞ 104 á 2. önn, þar sem nemendur skrifa handrit að „pilot“ þætti fyrir leikna sjónvarpsseríu.

Hæfniviðmið: 1. Þekking og skilningur: 1.1 Nemandi öðlist þekkingu á stöðluðum formum leikins sjónvarpsefnis. 1.2 Nemandi öðlist skilning á dagskrárgerð sjónvarpsstöðva og tengingu við markað. 1.3 Nemandi öðlist skilning á vinnulagi höfundarsmiðju og hvernig hugmyndir eru fundnar og þróaðar með þeirri aðferð. 2. Hagnýt færni og leikni: 2.1 Nemandi öðlist leikni í að meta, greina og flokka leikið sjónvarpsefni. 2.2 Nemandi öðlist færni í að vinna í höfundarsmiðju. 2.3 Nemandi öðlist færni í að finna og þróa hugmyndir. 3. Hæfni til hagnýtingar á þekkingu og leikni: 3.1 Nemandi öðlist hæfni til að meta, greina og flokka leikið sjónvarpsefni. 3.2 Nemandi öðlist hæfni til að skrifa fyrir sjónvarp. Grunnupplýsingar Námskeiðsnúmer: TLS 102 Deild: Handrita- og leikstjórnardeild Önn: 1 Námskeiðstegund: Bóklegt Einingafjöldi: 2 Vinnutími nemenda: 50 Lágmarkseinkunn: 5,0 Hæfniþrep: 4 Kennslumisseri: Haust/Vor Kennsluár: 2012 - 2013 Kennari/leiðbeinandi: Sjá kennara- og leiðbeinendaskrá Undanfarar/forkröfur: TÆK 105 Námsmat: Ástundun og mat á verkefnum Bækur/kennsluefni: Television and Screenwriting: From Concept to Contract e. Richard A. Blum. Ljósrit, myndefni, sjónvarpsþáttahandrit og önnur gögn.

43


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.