Námskrá KVÍ | 2014-2015

Page 9

MYNDMÁL OG MEÐFERÐ ÞESS MYN 104 LÝSING

GRUNNUPPLÝSINGAR

Fjallað er um myndmál og myndbyggingu með því að skoða og skilgreina atriði úr kvikmyndum frá ýmsum tímum. Í samráði við leiðbeinendur sviðsetja nemendur senu úr kvikmynd og skoða hvernig myndmálið hefur áhrif á framgang hennar og upplifun áhorfandans á henni.

Námskeiðsnúmer: MYN 104 Deild: Kjarni Önn: 3 Námskeiðstegund: Verklegt/bóklegt Einingafjöldi: 4 Vinnutími nemenda: 100 Lágmarkseinkunn: 5,0 Kennslumisseri: Haust/Vor Kennsluár: 2014 - 2015 Kennari/leiðbeinandi: Sjá kennara- og leiðbeinendaskrá Undanfarar/forkröfur: TÆK 106, TÆK 204 Námsmat: Verkefni og ástundun Bækur/kennsluefni: Ljósrit, valið myndefni

HÆFNIVIÐMIÐ 1. Þekking og skilningur

2. Hagnýt færni og leikni

1.1 Nemandi öðlist djúpstæðan skilning á möguleikum myndmálsins til að þjóna frásögn og andrúmi.

2.1 Nemandi öðlist leikni í að finna myndrænar úrlausnir á handritstexta.

1.2 Nemandi öðlist skilning á þeim fjölmörgu atriðum sem máli skipta í myndmáli, svo sem myndbygging, sjónarhorn, myndskurður, forgrunnur, bakgrunnur, fókus, fókusdýpt o.fl 1.3 Nemandi öðlist þekkingu á að greina myndrænar úrlausnir í senum.

2.2 Nemandi öðlist leikni í að beita þekkingu sinni á myndmáli í upptökum. 3. Hæfni 3.1 Nemandi hafi öðlast hæfni til að vinna með myndmálið á skapandi hátt. 3.2 Nemandi hafi öðlast hæfni til að skilja þær faglegu kröfur sem gerðar eru til kvikmyndagerðarmanna.

STAÐA OG FRAMTÍÐARSÝN STF 101 LÝSING Námskeiðið er útskriftaráfangi og markmið þess er að undirbúa nemendur fyrir það sem gerist eftir að formlegu námi lýkur. Markmið námskeiðsins er að hver nemandi geri sér sem gleggsta grein fyrir eigin stöðu (hæfileikum, getu) og hvernig hann hyggst ná árangri á sviði kvikmyndagerðar. Tengsl kvikmynda við aðrar listgreinar, s.s. tónlist, myndlist og ritlist eru sérstaklega skoðuð. Úrval mynda frá erlendum kvikmyndaskólum eru skoðaðar og myndirnar bornar saman við myndir okkar.

HÆFNIVIÐMIÐ 1. Þekking og skilningur

2. Hagnýt færni og leikni

1.1 Nemandi öðlist þekkingu á stöðu sinni sem kvikmyndagerðarmaður.

2.1 Nemandi öðlist leikni í að meta stöðu sína með yfirveguðum hætti.

1.2 Nemandi öðlist þekkingu á framtíðarmarkmiðum sínum.

3. Hæfni

1.3 Nemandi öðlist skilning á skoðunum skólastjórnanda um það sem skiptir máli þegar staðan er metin og horft er til framtíðar.

3.1 Nemandi öðlist hæfni til að meta þekkingu sína úr fortíðinni, greina stöðu í nútíð, og læra að horfa til framtíðar.

9

GRUNNUPPLÝSINGAR Námskeiðsnúmer: STF 101 Deild: Kjarni Önn: 4 Námskeiðstegund: Bóklegt Einingafjöldi: 1 Vinnutími nemenda: 25 Lágmarkseinkunn: 5,0 Kennslumisseri: Haust/Vor Kennsluár: 2014 - 2015 Kennari/leiðbeinandi: Sjá kennara- og leiðbeinendaskrá Undanfarar/forkröfur: Námsmat: Ástundun og verkefni Bækur/kennsluefni: Valið efni af ýmsum miðlum


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.