1 minute read

Strandlíf og stýrivextir

Advertisement

TEXTI OG MYNDIR: JÓN G. HAUKSSON

Líklegast hafa fáir fréttamannafundir Seðlabankans vakið jafn mikla athygli og sá sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri héldu 5. október sl. í bankanum þegar þau fóru yfir þá ákvörðun peningastefnunefndar að hækka stýrivexti úr 5,50% í 5,75% til að draga úr þenslu og mikilli einkaneyslu.

Það var á þessum fundi sem Ásgeir sagði í léttum dúr um hina kröftugu einkaneyslu landsmanna í fyrrasumar að tíðar tásumyndir frá Tenerife væru merki um að heimili landsins hefðu nýtt sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum.

„Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði,“ sagði Ásgeir.

Það var eins og við manninn mælt; ferðir til Tenerife urðu nánast á einum degi birtingarmynd einkaneyslu, verðbólgu og stýrivaxtahækkana.

Ásgeir bætti við að það hefði ekki þurft að koma á óvart að einkaneyslan hefði mælst kröfutug. „Það er ekkert óeðlilegt í ljósi þess að fólk var búið að sitja heima hjá sér að spara pening í tvö ár.“

Við birtum hér nokkrar myndir frá för blaðsins til Tenerife í endaðan janúar sl. til að kynnast þessari umtöluðu eyju sem óvænt varð að birtingarmynd kröftugrar einkaneyslu landans. Ameríska ströndin varð fyrir valinu.

This article is from: