
3 minute read
Hvaða augum líta bankarnir almenning?
Bolli Héðinsson, formaður Samtaka sparifjáreigenda, spyr hér í pistli sínum hvort gamla heilræðið um að græddur sé geymdur eyrir eigi ekki lengur við. Þá gagnrýnir hann bankana meðal annars fyrir að taka of mikil gjöld af innlánseigendum fyrir notkun þess fjár sem þeir eigi í bönkunum.
Bolli Héðinsson, formaður Samtaka sparifjáreigenda.
Advertisement
Lausafé íslenskra banka, fé sem þeir geta gengið að frá degi til dags og notað hvort sem útlánasveiflur eru litlar eða miklar þann daginn, kemur að stærstum hluta frá sparifjáreigendum. Það er sá almenningur sem fær launin sín greidd mánaðarlega inn á innlánsreikning í banka og gengur svo á hann með debet eða kreditkortum sínum sem síðan eru gerð upp um næstu mánaðamót þegar næsta launagreiðsla berst.
Þetta fé geta bankarnir notfært sér að vild og greiða nær ekkert fyrir. Þvert á móti þarf sparifjáreigandinn stöðugt að greiða fyrir notkun þess fjár sem hann hefur lagt inn í bankann. Það eru færslugjöld, gjöld fyrir fyrirspurnir og áfram mætti telja. Gróði bankans af því að geyma fé almennings er umtalsverður og beinn kostnaður almennings mikill – fyrir utan þann óbeina kostnað sem hann verður fyrir vegna þess að ávöxtun á reikningum hans er lítil og beinlínis neikvæð að raunvirði í langflestum tilvikum.
Tilgangur peninga
Í fjármálafræðunum eru vextir hugsaðir sem „verðlaun“ fyrir þann sem leggur féð fyrir í stað þess að nota það strax. Með því að slá
„neyslu“ − í víðasta skilningi þess orðs − á frest með því að geyma féð þá eru greiddir vextir. Þeir sem taka fjárhæðina að láni (t.d. bankinn sem geymir féð) greiða þessa vexti fyrir að hafa strax aðgang að fjármununum. Þannig hafa viðskipti með peninga verið hugsuð í áranna rás.
Það er aldrei of oft rifjað upp hvert er hið þrenns konar hlutverk peninga:
• Þeir eru gjaldmiðill sem við notum til að eiga viðskipti með í stað þess að standa í vöruskiptum.

• Þeir eru reiknieining þannig að við þurfum ekki að tala um kýrverð og þorskhausa sem geta haft í sér fólgin mismikil verðmæti allt eftir hver á í hlut.
• Þeir eru (eða eiga a.m.k. að vera) leið til að geyma verðmæti í stað þess að eiga fyrningar í heyi eða smjörbelgi í skemmu.
Svo viðskipti og höndlun peninga gangi auðveldar fyrir sig höfum við komið okkur upp bönkum. Bankar eru í sjálfu sér góð leið til að sinna því að geyma fjármuni almennings til lengri eða skemmri tíma, allt eftir því hvenær við hyggjumst nota þá peninga sem við höfum lagt fyrir, frestað þeirri „neyslu“ sem peningarnir bjóða upp á. Þess í stað hafa aðrir fengið að njóta þeirrar „neyslu“ sem við frestuðum og fólum bankanum að finna neytanda sem þyrfti á fénu að halda og ætti því í staðinn að greiða okkur gjald fyrir sem kallað er vextir eða verðbætur.
Eyðsluklóin verðlaunuð?
Þessi gamla hagfræði er í góðu samræmi við það sem við mundum kalla eðlilegan gang mála, þ.e. að eitthvað þurfi að greiða fyrir að nota pening í nútíð í staðinn fyrir í framtíð og þiggjandi þeirrar greiðslu sé sá sem frestaði neyslu sinni til seinni tíma. nda nda nda
Hefur þetta snúist við? Eigum við helst að eyða sem mestu ekki seinna en í gær? Hvað varð um gömlu góðu heilræðin um að græddur sé geymdur eyrir og að maður eigi að búa í haginn fyrir seinni tíma? Safna í stað þess að eyða, ekki vera sú eyðslukló sem lengst af var úthrópuð? Er eitthvað sem styður við þessi gömlu sannindi? Því miður fer orðið minna fyrir þeim stuðningi.
Hvatar af hálfu hins opinbera engir Það er ekki nóg með að horfa upp á hvernig bankarnir leika almenning grátt heldur eru líka hvatar af hálfu hins opinbera til sparnaðar engir. Ef almenningur freistar þess að ná fram sparnaði með því að fjárfesta í verðbréfum eða leggja inn á erlenda gjaldeyrisreikninga þá eru hækkanir verðbréfa og gjaldeyris skattlagðar að fullu jafnvel þótt verðmæti sitji bara kyrr og bara reiknað andvirði þeirra hækki.

Hvað varð um gömlu góðu heilræðin um að græddur sé geymdur eyrir og að maður eigi að búa í haginn fyrir seinni tíma?
Fari það á hinn veginn þá er tap einstaklinga á kaupum á verðbréfum eða gjaldeyri ekki frádráttarbært frá skatti með sama hætti og reiknuð hækkun slíkra verðmæta var skattlögð þótt hún hafi ekki verið innleyst.
Við sjáum svo víða svart á hvítu hvernig háttar meðferð sparifjár hjá bönkunum. Það þarf mikla útsjónarsemi, áhættutöku og stöðuga vinnu til þess eins að tryggja að sparifé rýrni ekki, hvað þá að tryggja að það ávaxtist eitthvað.
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri


Jón G. Hauksson, ritstjóri
Jón G. Hauksson, ritstjóri
Jón G. Hauksson, ritstjóri nda Jón G. Hauksson, ritstjóri
Jón G. Hauksson, ritstjóri

Kauphöllin Nasdaq Iceland:

