2 minute read

Nú er það rautt!

Bankainnstæður heimilanna námu yfir 1 þúsund milljörðum í lok ársins 2021 og verðbréfaeign um 730 milljörðum.

Hún er hófleg bjartsýnin um annan lit á þessu ári.

Advertisement

Það þarf ekki mörg orð um árið 2022. Nú er það rautt, segir allt sem segja þarf um raunávöxtun inn bankanna, sjóða verð anna og ávöxtun lífeyris sins. Það var fyrst og fremst yfir 9% verðbólga sem olli hinum rauða skjálfta á pen markaðnum. Verðbólga í kjölfar mikilla ríkisútgjalda fjölda þjóða til að halda öllu gangandi á tímum veirunnar er alheimsvandi þessi misserin. Í Noregi og Danmörku var til dæmis yfir 7% verðbólga á síðasta ári og þar sáu almennir sparifjáreigendur líka rautt – líkt og fram kemur annars staðar í þessu blaði. Undanfarin ár hafa þeir sparifjáreigendur, sem valið hafa hlutabréf sem sparnaðarform, náð góðri ávöxtun. En að þessu sinni voru þeir minntir á að hlutabréfaeign fylgir áhætta. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni, samsett af tíu fyrirtækjum, lækkaði um 26,5% á síðasta ári. Félögin lentu þó í misjafnlega miklum mótvindum. Þannig lækkaði heildarvísitalan, öll félögin, um 16,8%.

Ljósmyndari er Byron Conroy, rekstrarstjóri Arctic Adventures.

6,5% 2,75% 0,75%

En hvar var þá best fyrir sparifjáreigendur að geyma fé sitt á síðasta ári? Einhver kynni að segja að gamla, góða steinsteypan hafi vinninginn og standi fyrir sínu. Íbúðaverð hækkaði um tæp 15% á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári og um 20% árið áður. En það er verið að bera saman epli og appelsínur. Bankabók er laus og liðug; loforð um fyrirframvexti. Hin sígilda spurning er hvort bankarnir geti boðið betur; minnkað vaxtamuninn. Verðbréfin eru eftiráávöxtun þar sem brugðið getur til beggja vona. Um steypuna er það að segja að allir þurfa þak yfir höfuðið – og eru að því leytinu til fastir í steypunni þótt þar kunni að vera góð ávöxtun og eignamyndun til langs tíma.

Stýrivextir í mars 2021: Í mars 2020

Efnisyfirlit

Verðbólgan tekur sinn toll og mikilvægt er að koma henni niður sem fyrst. Hún dregur úr kaupmætti bæði sparnaðar og launa. Verðbólgan lifir ekki sjálfstæðu lífi heldur er mælikvarði á hegðun. Með hækkun stýrivaxta er í raun verið að slá á hegðun fólks og fyrirtækja; hvetja til peningalegs sparnaðar og draga úr gleði framkvæmda og neyslu – minnka svigrúmið, því miður það tilfinningalega líka. Rautt ár er að baki á peningamarkaði. Hún er hófleg bjartsýnin um annan lit á þessu ári.

4 Einstök úttekt: Ávöxtun allra innlánsreikninga á Íslandi og sjóða verðbréfafyrirtækjanna.

14 Lífeyrissjóðskerfið: Ávöxtun lífeyrissjóðskerfisins og helstu séreignasjóða.

15 Hagtölur: Ýmsar hagstærðir heimilanna og helstu tölur yfir eignir þeirra og skuldir.

Útgefandi: JGH miðlar slf.

Ritstjóri: Jón G. Hauksson

Dreifing: Frídreifing og á vefnum sem veftímarit. S. 864-5564

Prentun: PrentmetOddi

Umbrot: IB

Forsíðumynd: Byron Conroy Ábyrgðarmaður: Jón G. Hauksson

Prentun: PrentmetOddi

16 Útlönd: Helstu innlánsreikningar Den Norske Bank og ávöxtun þeirra. Enn fremur viðamikil úttekt um kjör útlána hjá bankanum.

18 Aðsend grein: Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka sparifjáreigenda.

20 Kauphöllin: Viðtal við Magnús Harðarson, forstjóra Nasdaq Iceland.

24 Kauphöllin: Myndasyrpa af nýskráningum í Kauphöllinni.

28 Kauphöllin: Farið yfir gengisþróun skráðra félaga á Aðalmarkaði.

30 Strandlíf og stýrivextir: Hvernig Tenerife blandaðist inn í umræðuna.

This article is from: