5 minute read

Víða spennandi tækifæri til vaxtar

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, segir að þrátt fyrir nokkra lækkun Úrvalsvísitölunnar á síðasta ári hafi íslenski markaðurinn sýnt mikla seiglu miðað við aðstæður. Viðskipti voru á pari við fyrra ár; þátttaka almennings jókst; fjórar vel heppnaðar nýskráningar fyrirtækja settu svip á starfið og tugmilljarða innflæði erlends fjármagns varð í kjölfar þess að Ísland var fært í flokk nýmarkaðsríkja sl. haust hjá alþjóðlega vísitölufyrir tækinu FTSE Russell – en sú flokkun mun skila sér í enn meira flæði erlends fjármagns inn í skráð fyrirtæki í Kauphöllinni á næstu árum.

Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Ýmsir

Advertisement

Okkur tókst að halda okkar striki í uppbyggingu og umbótum á markaðnum. Ég var ánægður með virkni markaðarins og hvers hann var megnugur þegar á reyndi, t.d. á formlegum inntökudegi nýs flokks Íslands hjá FTSE Russell hinn 19. september sl.,“ segir Magnús.

Marka Storg T Kif Ranna

Hann segir að árið í ár sýnist fara ágætlega af stað á hlutabréfamörkuðum. „Ég hef orðað það þannig að ég sé hóflega bjartsýnn á þetta ár – en mjög bjartsýnn á framtíðina. Það blasa við spennandi tækifæri til vaxtar á næstu árum sem leiða munu til enn frekari virkni og dýptar markaðarins hér á landi,“ segir Magnús.

V A Rau Ar T Lur

Víða voru rauðar tölur á peningamörkuðum á síðasta ári og árið 2022 fer í sögubækurnar sem brösótt ár fyrir fjárfesta á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Mikið öldurót og frekar magurt ár varð raunin eftir nokkur búsældarleg

Tækifæri næstu ára birtast í mjög vaxandi áhuga inn­ lendra fyrir­ tækja á skráningu á sama tíma og þátttaka almennings og fagfjárfesta er lífleg, virkni og dýpt orðin meiri

− og síðast en ekki síst væntingar um stóraukið innflæði fjármagns frá erlendum fjárfestum. ár á undan. Óvissan í kringum stríðið í Úkraínu og stóraukin verðbólga réðu þar mestu um.

Til að slá á verðbólguna hækkuðu seðlabankar víða um heim stýrivexti en vaxtahækkanir eru til að slá á þenslu og þær leiða almennt til lækkunar á eignaverði. Fyrir vikið skein rauði litur inn oftar en sá græni á mælaborðum fjármálafyrirtækja.

Í Kauphöllinni lækkaði Úrvalsvísi talan á síðasta ári um 26,5% en Heildar vísitalan með öllum fyrirtækjunum lækkaði hins vegar mun minna, eða um 16,8% og raunar um 12% sé hún leiðrétt fyrir arðgreiðslum. Hin þekkta vísitala vestanhafs S&P500 lækkaði um 20% og sú þekktasta, Dow Jones, mjakaði sér niður um 9%. Svona svo nokkur dæmi séu tekin. Það sem af er þessu ári hafa hlutabréfavísitölur almennt farið hækkandi.

Birtingarmynd Spennandi T Kif Ra

Að sögn Magnúsar birtast tækifæri íslenska hlutabréfamarkaðarins á næstu árum í mjög vaxandi áhuga innlendra fyrirtækja á skráningu á sama tíma og þátttaka almennings og fagfjár­ festa er lífleg − og síðast en ekki síst væntingum um stóraukið innflæði fjármagns frá erlendum fjárfestum.

„Það hefur verið mikil og markviss uppbygging á íslenska hlutabréfamarkaðnum á síðustu fimmtán árum, eða frá hruni. Nýskráningum og fjárfestum fjölgaði mikið, sem skilaði sér í meiri virkni og dýpt, auknum seljanleika og aukinni tiltrú á hlutafjármarkaðnum. Þessar umbætur á markaðnum leiddu meðal annars til þess að Ísland var fært í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE

Russell síðastliðið haust með því aukna innflæði erlends fjármagns sem fylgdi í kjölfarið. Það var risaskref fyrir íslenskan hlutabréfamarkað. Á markaðnum er núna mikið fjármagn. Það sáu það fáir fyrir að 14 milljarðar kæmu inn á hann á nokkrum sekúndum á inntökudeginum. En markaðurinn sýndi styrkleika sinn og var í góðu jafnvægi.

Þá jók flokkunin áhuga erlendra fjármálafyrirtækja á að tengjast markaðnum beint. Þannig hafa til dæmis tvö þekkt erlend fyrirtæki nýtt sér þennan kost; bandaríska fyrirtækið Instinet, sem er með höfuðstöðvar í New York en á hér viðskipti í gegnum þýskt dótturfélag sitt, og UBS­bankinn í Sviss.“

Mikill Undirliggjandi Hugi

Að sögn Magnúsar eru áberandi tækifæri til skráningar í ýmsum atvinnugreinum. „Það eru augljós tækifæri fyrir fleiri skráningar öflugra fyrirtækja í ferðaþjónustunni, stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, en Ice­

Árið 2022 fer í sögubækurnar sem brösótt ár fyrir fjárfesta á hlutabréfa­ mörkuðum víða um heim

− eftir nokkur búsældarleg ár á undan.

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „Eignarhlutur erlendra fjárfesta í félögum í Kauphöllinni er núna í kringum 10%. En ég sé alveg fyrir mér að erlend eignaraðild geti jafnvel farið í 30% á næstu árum – og nálgist þá það hlutfall sem er í erlendum kauphöllum.“ landair Group og Play eru fulltrúar greinarinnar á markaðnum. Ég sé fyrir mér fleiri skráningar í sjávarútvegi og áfram mætti telja varðandi aðrar atvinnugreinar og efnileg vaxtarfyrirtæki. Við finnum fyrir miklum undir­ liggjandi áhuga og fjölmörg fyrirtæki hafa haft samband við okkur og sýnt áhuga á skráningu.“

Hugi Almennings

Um aukinn áhuga almennings segir Magnús að hann sé bæði mikilvægur og sérlega ánægjulegur. „Það vekur athygli að ungu fólki undir þrítugu fjölgar hlutfallslega í hópi hluthafa. Hugsanlega er ástæðan að það er ekki eins brennt af hruninu og þeir eldri og eins er það nýjungagjarnara. Eðli málsins samkvæmt er unga fólkið með frekar litlar fjárfestingar, en það byrjar smátt og fikrar sig áfram og lærir á viðskiptin – sem skiptir máli og styður við þá bjartsýni sem ég hef um markaðinn í framtíðinni,“ segir Magnús.

Fj Ldi Einstaklinga Fj Rfaldast

Einstaklingum, sem áttu hlutabréf í skráðum félögum í Kauphöllinni, fjölgaði um tvö þúsund á milli ára, eða úr 29 þúsund árið 2021 í tæplega 31 þúsund í lok síðasta árs. Stökkið er enn meira sé litið til áranna á undan en fjöldinn var 17 þúsund árið 2020 og átta þúsund 2019. Þetta er stigmögnun; fjórföldun á fjórum árum!

„Sumir héldu að einstaklingar myndu flýja Kauphöllina þegar verð hlutabréfa tók að lækka og mótvindar að blása á síðasta ári. En það var öðru nær. Einstaklingar hafa reynst þolinmóðir fjárfestar.“

FJÓRAR NÝSKRÁNINGAR –ÓLÍK FYRIRTÆKI

Fjórar nýskráningar voru í Kauphöllinni á síðasta ári og vöktu allar verðskuldaða athygli. Allt ólík fyrirtæki; matvælafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, lyfjafyrirtæki og fyrirtæki í námagreftri.

Þetta voru Ölgerðin, Nova, Alvotech og Amaroq Minerals. Alvotech var tvískráð, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Byrjaði raunar á First North en fluttist síðan yfir á Aðalmarkaðinn.

„Þessar skráningar komu í kjölfar þess að Íslandsbanki, Síldarvinnslan, Play og Solid Clouds voru skráð í Kauphöllina árið 2021 – og á sama tíma gekk sameining Kviku banka og TM í gegn undir merkjum Kviku. Það kom smá bið í nýskráningar eftir að Arion banki var skráður árið 2018 – fyrstur banka eftir hrun – en um tvískráningu var að ræða og hann einnig skráður í Svíþjóð. Það var svo í hinu vel heppnaða hlutafjárútboði Icelandair Group haustið 2020 sem í ljós kom hve mikil eftirspurn einstaklinga og fjárfesta var eftir bréfum í félaginu. Tónninn var sleginn á markaðnum.“

Eignarhlutur Erlends Fj Rmagns Mun Aukast

Eignarhlutur erlendra fjárfesta í félögum í Kauphöllinni er núna í kringum 10% og íslenskra lífeyrissjóða um þriðjungur. „Ég get alveg séð fyrir mér að erlend eignaraðild geti jafnvel farið í 30% á næstu árum – og nálgist þá það hlutfall sem er í erlendum kauphöllum. Allt þetta eykur virkni og dýpt markaðarins enn frekar.

Það er því engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á framtíðina og áframhaldandi vöxt markaðarins þrátt fyrir erfiðar aðstæður á síðasta ári – en eftir gjöful ár þar á undan,“ segir Magnús að lokum.

Markviss uppbygging og umbætur á markaðnum hér heima leiddu til þess að Ísland var fært í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE

Russell sl. haust með því aukna innflæði erlends fjármagns sem fylgdi í kjölfarið.“

Virknin á pari við árið 2021

Sumir héldu að einstaklingar myndu flýja Kauphöllina þegar verð hlutabréfa tók að lækka á síðasta ári. En það var öðru nær.

Einstaklingar hafa reynst þolinmóðir fjárfestar.“

Heildarviðskipti í Kauphöllinni á síðasta ári voru á pari við árið 2021. Fjöldi viðskipta jókst um 15% milli ára. Heildarviðskipti með hlutabréf voru 4,2 milljarðar á dag á síðasta ári og var það samdráttur upp á 2%. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja var í árslok 2.545 milljarðar kr. sem er 0,4% lækkun frá árinu áður. Þessi litla lækkun á markaðsvirði skýrist þó að mestu af fjórum nýskráningum á árinu – en þar munaði mest um mikið markaðsverðmæti Alvotech og nánast fordæmalausa hækkun á bréfum félagsins eftir að félagið færðist inn á Aðalmarkaðinn í desember.

This article is from: