
1 minute read
Ljósaskiltin í New York eru upplýsandi
Það er alltaf gaman að sjá þegar nýskráð fyrirtæki í Nasdaq-kauphöllinni á Íslandi eru boðin velkomin á risastóru ljósaskilti Nasdaq í New York. Nú – svo er öðrum áföngum stundum líka fagnað, eins og átti við um Brim, Marel og uppfærslu Íslands hjá FTSE Russell á síðasta ári.

Advertisement



Þau fögnuðu risaáfanga með Kauphöllinni 19. september sl. þegar Ísland var fært upp um gæðaflokk hjá FTSE Russell – sem haft hefur í för með sér mikið innflæði erlends fjármagns inn á hlutabréfamarkaðinn.
Ráðherrar fögnuðu í Kauphöllinni

Nítjándi september 2022 var sögulegur dagur í Kauphöllinni. Ísland færðist þá upp um gæðaflokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell og fór í flokk nýmarkaðs-ríkja. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, hringdu af því tilefni fyrstu viðskipti dagsins inn um morguninn í Kauphöllinni.
Lísa Rán Arnórsdóttir hjá Smittensprotafyrirtækinu og formaður Ungra athafnakvenna, Magdalena A. Torfadóttir, sérfræðingur hjá Stefni og formaður Ungra fjárfesta, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, hringja bjöllunni í tilefni af Alþjóðlegri fjárfestaviku
Ungir fjárfestar og
Ungar athafnakonur
Bjöllum Nasdaq-kauphallanna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum var hringt víða um heim í tilefni af Alþjóðlegri fjárfestaviku, World Investor Week, dagana 3.-7. október sl. Tilefnið var að vekja athygli á mikilvægi fjárfestaverndar og fræðslu fyrir fjárfesta. Opnunarbjöllu Nasdaqkauphallarinnar á Íslandi var hringt af þessu tilefni, af fulltrúum Nasdaq Iceland, Ungum athafnakonum og Ungum fjárfestum. Viðburðurinn var haldinn til að vekja athygli á nauðsyn á bættu fjármálalæsi, fjárhagslegri valdeflingu, fjárfestavernd og fjölbreytileika á hlutabréfamarkaðnum.

