Fræðslumiðstöð Vestfjarða þjónustar einstaklinga, hópa, fyrirtæki og stofnanir hvar sem er á Vestfjörðum. Í námstilboðum miðstöðvarinnar er markvisst unnið að því að efla færni fólks og bæta þannig stöðu þess á vinnumarkaði. Skipulag námsins tekur bæði mið af þörfum vinnandi fólks og atvinnulífsins hverju sinni og er lögð áhersla á kennsluaðferðir sem henta fullorðnu fólki.
Miðstöðin er með skrifstofur á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði en býður upp á námskeið þar sem þörf er á og þátttaka fæst.