Í-listinn stefnuskrá

Page 1

Uppbygging, traust og samvinna Stefnuskrá Í-listans 2022–2026

Stjórnsýsla, íbúalýðræði og fjármál

Í-listinn mun beita sér fyrir opinni, gagnsærri og skilvirkri stjórnsýslu þar sem jafnræði er í heiðri haft gagnvart íbúum sveitarfélagsins. Stjórnsýsla sveitarfélagsins þarf að vera öflug, einföld og skilvirk og ákvarðanataka skýr og vel rökstudd. Harkalegur niðurskurður hefur bitnað á afkastagetu stjórnsýslunnar. Öguð fjármálastjórn er forsenda þess að sveitarfélag geti blómstrað til framtíðar. Gríðarleg skuldaaukning eins og á yfirstandandi kjörtímabili getur ekki haldið áfram því það bitnar verulega á getu sveitarfélagsins til fjárfestinga. Ísafjarðarbær þarf eins og önnur sveitarfélög fleiri trausta tekjustofna. Sveitarfélög þurfa að standa saman og berjast fyrir því að auðlindagjöld sem skapast af fiskeldi renni til sveitarfélaga, svo þau geti byggt upp innviði sem svara kalli samfélagsins. Í-listinn mun halda áfram að þróa íbúalýðræði í sveitarfélaginu, en lítið hefur verið gert í þeim efnum á kjörtímabilinu. Við viljum halda áfram samtali við hverfisráðin um að koma á heimstjórnum í þeim byggðakjörnum sem það vilja. Við ætlum: að efla stjórnsýsluna svo hún geti þjónað íbúum betur. að halda áfram að þróa rafræna, aðgengilega og skilvirka stjórnsýslu. að skoða möguleikann á heimastjórnum í þeim byggðakjörnum sem þess óska. að halda reglulega íbúafundi í öllum byggðakjörnum. að styrkja fjármálastjórn sveitarfélagsins svo við getum staðið undir uppbyggingunni sem er framundan.

Uppbygging, húsnæði og skipulagsmál

Við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur að tryggja húsnæði fyrir fólk. Það gerum við með því að leita samstarfs við fyrirtæki, óhagnaðardrifin félög og félagasamtök um byggingu húsnæðis. Húsnæðisskortur má ekki verða til þess að hamla uppbyggingu og framþróun sveitarfélagsins. Mikilvægt er að mönnun umhverfis- og eignasviðs sveitarfélagsins sé í samræmi við vinnuálag svo ekki safnist upp óeðlilega mörg mál sem tefur fyrir afgreiðslu. Unnið verður að því að bæta verkferla og efla sviðið í samvinnu við starfsfólk þess. Vinnu við nýtt aðalskipulag þarf að ljúka sem fyrst. Við gerð aðalskipulags skal leitast við að taka tillit til sem flestra sjónarmiða og hagsmuna þannig að það nái sem best að þjóna tilgangi sínum. Við þurfum að styrkja enn frekar búsetuskilyrði í öllum byggðakjörnum sveitarfélagsins með vandaðri þjónustu og uppbyggingu innviða. Við eigum fjölbreytt samfélög sem eru góður búsetukostur fyrir fólk á öllum aldri. Við viljum að sérstaða hvers byggðarlags fái sín notið. Hjólastefna Ísafjarðarbæjar var samþykkt nýlega sem við munum innleiða og stuðla þannig að greiðum samgöngum fyrir hjólandi, fólk í hjólastólum og rafskutlum, hlaupahjólum og öðrum léttum ferðamátum. Við ætlum: að auka skilvirkni og stytta afgreiðslutíma erinda með einfaldari og aðgengilegri stjórnsýslu. að sinna viðhaldi mannvirkja og eigna Ísafjarðarbæjar. að efla umhverfis- og eignasvið að klára aðalskipulag. að bjóða upp á nýja nálgun í almenningssamgöngum innan sveitarfélagsins þannig að þær þjóni notendum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Í-listinn stefnuskrá by gunnar bjarni gudmundsson - Issuu