

75.000 króna tómstundastyrkur

Foreldrar og forráðamenn fimm til átján ára barna með lögheimili á Seltjarnarnesi fá 75.000 króna tómstundastyrk á ári vegna þátttöku í skipulögðu frístundastarfi 2024.
Hægt er að sækja um tómstundastyrkinn hvenær sem er innan almanaksársins en athugið að hann flyst ekki á milli ára. Umsóknir og ráðstöfun tómstundastyrkja er rafræn og fer fram í gegnum Mínar síður
Nánari upplýsingar á www.seltjarnarnes.is sjá Mínar síður.
Ávarp formanns
Þorsteinn Ingason, formaður knattspyrnudeildar Gróttu.
Nú kemur jólablað knattspyrnudeildar Gróttu út í þrettánda sinn. Það eru mörg handtök sem fara í gerð veglegs blaðs sem þessa, eins og sjáanlegt er við lestur blaðsins. Fyrir hönd deildarinnar færi ég þeim sem hafa haft veg og vanda að þessari glæsilegu útgáfu okkar bestu þakkir.
Á árinu sem er að líða hefur starf knattspyrnudeildar verið blómlegt og áfram hefur verið byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið. Það góða starf sem unnið hefur í barnaog unglingaflokkunum heldur áfram að skila þeim árangri að iðkendafjöldinn hjá okkur er með því besta sem gerist á landinu, auðvitað miðað við hina frægu höfðatölu. Eins og áður hefur verið minnst á á þessum vettvangi er barna- og unglingastarf knattspyrnudeildar fyrst og fremst æskulýðsog forvarnarstarf, og erum við gríðarlega stolt af starfinu hjá Gróttu. Í þeim efnum treystum við auðvitað á aðkomu foreldra við rekstur deildarinnar, í barna- og unglingaráði, í foreldraráðum, fjáröflunum og við framkvæmd annarra þeirra margvíslegu verkefna sem falla til við að halda úti starfi knattspyrnudeildar.

Kvennaliðið byrjaði á tapi í fyrsta leik en segja má að fall hafi verið fararheill, því við tók frábært tímabil þar sem Gróttukonur spiluðu leiftrandi sóknarbolta. Mörkunum rigndi inn og urðu þau 55 talsins í einungis 18 leikjum, og ekkert lið í deildinni skoraði fleiri mörk. Stigasöfnunin fylgdi með og börðust Gróttukonur í efri hluta deildarinnar allt sumarið. Fóru leikar svo að síðasti leikur deildarinnar var hreinn úrslitaleikur á móti Fylki, þar sem sigurvegarinn myndi tryggja sér sæti í efstu deild. Það var spennandi og bráðfjörugur leikur þar sem Fylkir hafði að lokum betur fyrir framan troðfulla stúkuna á Vivaldivellinum. Í alla staði frábær árangur hjá liðinu. Við kveðjum Pétur Rögnvaldsson aðalþjálfara kvennaliðsins, sem hefur tekið sér frí frá þjálfun í bili, og honum er jafnframt þakkað fyrir sín störf og ómetanlegt framlag í þágu kvennaknattspyrnunnar á Seltjarnarnesi.
Að þessu sögðu vil ég fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar þakka öllu því frábæra fólki sem lagði lóð sitt á vogarskálar knattspyrnudeildar á árinu sem er að líða. Félag eins og Grótta er ekkert nema fólkið sem við kemur starfinu á einn eða annan hátt – hvort sem það eru iðkendur og leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn, foreldrar, styrktaraðilar eða aðrir sjálfboðaliðar. Félagið verður að reyna að hlúa að öllu þessu góða fólki þannig að hér muni áfram vera rekið blómlegt starf í knattspyrnudeild.
Fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi árum.
Til að setja umfang starfsins er tölulegt samhengi er gaman að skoða tölfræðiupplýsingar á vef KSÍ. Samkvæmt upplýsingum af vefnum lék Grótta alls 451 skipulagðan KSÍ mótsleik á árinu sem er að líða. Í þeim leikjum skoraði Grótta alls 1.359 mörk. Af þessum leikjum fóru 173 þeirra fram á heimavelli okkar, Vivaldivellinum, og uppskeran þar voru slétt 500 Gróttumörk. Fyrir utan þessa tölfræði standa allir æfingaleikir liðanna okkar, svo og öll mót og leikir sem ekki eru skipulögð af KSÍ, þar með talin öll sumarmótin sem yngstu iðkendur okkar fara á til Vestmannaeyja, Sauðárkróks eða í Kópavoginn, svo þessi stærstu séu nefnd. Til samanburðar voru leikirnir alls 304, þar af 122 á heimavelli, fyrir sléttum 10 árum síðan árið 2013. Umfangið er þannig orðið gríðarlegt og við blasir, svart á hvítu, að starf deildarinnar hefur vaxið umtalsvert á undanförnum árum. Þessu fylgja þær áskoranir að hin annars frábæra aðstaða deildarinnar er búin að sprengja utan af sér, svo sem forsvarsmenn deildarinnar hafa ítrekað bent á og fjallað um. Það er orðið brýnt að fram komi áætlanir um áframhaldandi aðstöðusköpun til að tryggja umgjörðina utan um iðkendur okkar til framtíðar. Á árinu héldu meistaraflokkar merki félagsins vel á lofti. Bæði lið spiluðu í Lengjudeildinni og tímabilið var afar spennandi og skemmtilegt. Karlaliðið byrjaði tímabilið á þremur jafnteflum í maí en þrátt fyrir mótvind kom liðið sterkt til baka og var um miðbik tímabils í baráttunni í efri hluta deildarinnar. Aðeins hægðist á stigasöfnun þegar líða tók á tímabilið og þegar allt var uppgert var niðurstaðan 9. sæti í afar jafnri deild. Þannig var liðið einungis tveimur stigum frá 6. sæti og ekki langt frá því að gera atlögu að því að fara í úrslitakeppnina um sæti í efstu deild.
Þorsteinn Ingason, Formaður knattspyrnudeildar



Fótboltasumarið 2023














Meistaraflokkur karla
Stöngin út
Meistaraflokkur karla lék í Lengjudeildinni í ár og fyrir tímabilið var Gróttu spáð 5. sæti af þjálfurum og fyrirliðum í deildinni. Kjarni Gróttuliðsins var hinn sami og síðustu ár en sóknarmennirnir sem slógu í gegn árið 2022, Kjartan Kári Halldórsson og Luke Rae, voru seldir um veturinn. Þá gekk Jón Ivan Rivine til liðs við úrvalsdeildarlið Fylkis. En Grótta fékk góðan liðsstyrk. Markmennirnir Rafal Stefán Daníelsson og Theódór Henriksen gengu til liðs við félagið ásamt reynsluboltanum Aroni Bjarka Jósepssyni. Þá komu Arnar Númi Gíslason og Sigurður Steinar Björnsson á láni sem og Gróttumaðurinn Pétur Theodór Árnason. Grímur Ingi Jakobsson sneri til baka til uppeldisfélagsins og loks gengu þeir Tareq Shihab og Hilmar Andrew McShane til liðs við Gróttu.
Grótta hóf tímabilið í Lengjudeildinni á þremur jafnteflum en fyrsti sigurinn kom gegn Leikni R. í byrjun júní. Í kjölfarið gerðu strákarnir jafntefli við Fjölni, sigruðu Ægi og Selfoss og töpuðu fyrir Þrótti og virtust ætla að verða eitt liðanna sem myndi leika í nýrri úrslitakeppni Lengjudeildarinnar. Í byrjun júlí varð Grótta fyrir því áfalli að Pétur Theodór reif liðþófa og var því tímabilinu lokið hjá honum. Fleiri
meiðsli hrjáðu liðið um sumarið og áttu vafalítið sinn þátt í að halla fór undan fæti hjá strákunum í lok júlí og í ágúst. Þegar komið var fram í september var falldraugurinn óvænt byrjaður að banka á dyrnar á Vivaldivellinum og það var bókstaflega allt undir þann 9. september þegar Þórsarar komu í heimsókn á Nesið í næstsíðustu umferð. Tap gæti sett Gróttu í fallsæti en sigur myndi tryggja veru Gróttu í
deildinni. Í þessum mikilvæga leik sýndi Gróttuliðið einstakan karakter. Tommi Jó skoraði úr víti sem Gussi fiskaði en hann spilaði leikinn nánast á öðru hnénu. Patrik Orri var rekinn af velli í seinni hálfleik en Gróttumenn héldu út, unnu langþráðan 1-0 sigur og tryggðu sæti sitt í deildinni að ári. Markmið Gróttumanna var klárlega að enda í efri hluta Lengjudeildarinnar en það gekk ekki eftir og 9. sætið staðreynd.
Það var þó margt jákvætt við sumarið hjá Gróttumönnum. Kristófer Melsted spilaði sinn hundraðasta leik og meira til fyrir félagið, eftir að hafa lent í erfiðum meiðslum vorið 2022.
Kristófer er góð fyrirmynd og hefur sýnt að með þrautseigju og dugnaði er allt hægt. Grótta átti flotta fulltrúa í yngri landsliðum í sumar og var nóg að gera hjá strákunum. Arnar Daníel og Arnar Númi léku með U19 ára landsliði Íslands á EM í Möltu í júlí og Tómas


Johannessen lék með U17 á Telki Cup í Ungverjalandi í ágúst og í undankeppni EM í október.
Á lokahófi meistaraflokkana völdu
þjálfarar besta leikmann tímabilsins, þann efnilegasta og mikilvægasta leikmanninn en leikmenn kusu um mesta naglann, hrökkbrauðið og leikmann leikmanna. Einnig voru veitt verðlaun fyrir markahæsta leikmanninn.

Húsvíkingurinn Aron Bjarki Jósepsson gekk til liðs við Gróttu fyrir síðasta tímabil en hann er margfaldur Íslandsog bikarmeistari með KR
Þjálfarateymi meistaraflokks karla 2022-2023

Aðstoðarþjálfari: Dominic Ankers

Aðstoðarþjálfari: Paul Western


Styrktarþjálfari: Hildur Guðný Káradóttir
Sjúkraþjálfari: Viktor Bonometti

Þjálfari: Christopher Brazell


Liðstjóri: Ástráður Leó Birgisson
Tómas Johannessen var valinn besti leikmaðurinn og Grímur Ingi Jakobsson var valinn sá efnilegasti. Aron Bjarki Jósepsson var kosinn mesti naglinn og mikilvægasti leikmaðurinn, Arnar Þór Helgason leikmaður leikmannanna og Valtýr Már Michaelsson hrökkbrauð ársins.
Þjálfarateymi meistaraflokks tekur litlum breytingum á næsta ári en þó einhverjum. Chris Brazell verður áfram þjálfari meistaraflokks karla á komandi tímabili en hann skrifaði undir þriggja ára samning haustið 2021. Dominic Ankers verður áfram
aðstoðarþjálfari liðsins en Gareth Owen, markmannsþjálfari og aðstoðarþjálfari, hefur kvatt Gróttu og gengið til liðs við Fram. Hildur Guðný Káradóttir sem var styrktarþjálfari liðsins á liðnu tímabili kveður einnig félagið.
Við þökkum Gareth og Hildi fyrir vel unnin störf. Viktor Bonometti verður áfram osteopati liðsins og Hilmar Andrew McShane tekur við sem styrktarþjálfari.


GRÓTTUFÓLK
BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR






Grímur Ingi Jakobsson sneri aftur í Gróttu eftir tveggja ára veru hjá KR og KV og átti stórgott tímabil

Unga kynslóðin
Halldór Ingi Hinriksson
4. flokkur karla - fæddur 2010

Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta?
Ég byrjaði í 6. flokki að æfa
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Mér finnst skemmtilegast að spila
En leiðinlegast? Mér finnst sprettir mjög leiðinlegir
Góð minning úr fótboltanum?
Vinna fyrsta leikinn á Rey Cup í sumar
Uppáhalds fótboltakona/maður? Messi
Með hvaða liðum heldur þú? Ég held með Chelsea og Gróttu
Uppáhalds jólamatur? Hamborgarhryggur og rjúpur
Katrín Kristinsdóttir
4. flokkur kvenna - fædd 2010
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta?

Byrjaði svona 5-6 ára
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Mér finnst gaman að gera tækniæfingar, í reit en skemmtilegast að fara i deildó
En leiðinlegast? Það er örugglega bara að spretta
Góð minning úr fótboltanum? Besta minningin er þegar við fórum í viku til Barcelona, það var geggjað gaman og ég vona að við förum aftur
Uppáhalds fótboltakona/maður? Uppáhalds leikmaðurinn minn í íslenska kvennalandsliðinu er Sveindís Jane en annars held ég frekar upp á Messi heldur en Ronaldo
Með hvaða liðum heldur þú? Í ensku deildinni held ég með Liverpool en annars Íslandi auðvitað Uppáhalds jólamatur? Hryggur með puru
Stefán Bjarki Adamsson
5. flokkur karla - fæddur 2012
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 6 ára árið 2018 og er því búinn að æfa í 5 ár
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Mér finnast varnaræfingar og spil skemmtilegast og einnig smá sókn og senda
En leiðinlegast? Mér finnst eiginlega ekkert leiðinlegt en ef þarf að velja þá væri það að hlaupa hring
Góð minning úr fótboltanum?

Besta minningin er síðan á Orkumótinu, þegar ég skoraði markið til að tryggja okkur 4. sæti
Uppáhalds fótboltakona/maður? Marcus Rashford og
Jón Arnar Sigurðsson út af öllu sem þeir hafa gert
Með hvaða liðum heldur þú? Ég er mikill Gróttumaður og ég held líka með Manchester United Uppáhalds jólamatur? Uppáhalds jólamaturinn minn er kalkúnn og hreindýrið sem ég fæ á áramótunum.
Svo Toblerone búðingurinn sem mamma mín býr til
Ágústa Embla Thygesen
6. flokkur kvenna - fædd 2014
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég byrjaði í 2. bekk
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum?
Að spila
En leiðinlegast? Það er ekkert leiðinlegt
Góð minning úr fótboltanum: Enda í 1. sæti á
Símamótinu 2023

Uppáhalds fótboltakona/maður: Dagný, Sveindís og Messi
Með hvaða liðum heldur þú? Íslandi, Gróttu og Arsenal
Uppáhalds jólamatur? Jólaönd
Andrea Líf Ómarsdóttir
5. flokkur kvenna - fædd 2012
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var 7 ára gömul

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum?
Mér finnst skemmtilegast að spila og halda á lofti er líka eitt af mínu uppáhalds
En leiðinlegast? Mér finnst ekkert leiðinlegt, það er alltaf skemmtilegt á æfingum
Góð minning úr fótboltanum: Mín besta minning er frá Eyjamótinu og Símamótinu síðasta sumar. Gaman að keppa með liðinu mínu, fara í sund og gera skemmtilega hluti með liðinu mínu Uppáhalds fótboltakona/maður? Uppáhalds fótboltamaðurinn minn er Ronaldo og uppáhalds fótboltakonan mín er Karólína Lea
Með hvaða liðum heldur þú? Ég held með Liverpool og Gróttu
Uppáhalds jólamatur? Minn uppáhalds jólamatur er hangikjöt með uppstúf og kartöflum
Bjarni Freyr Hjaltalín Rúnarsson
6. flokkur karla - fæddur 2014
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? 4 ára á sumarnámskeiði Gróttu

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Spil og skokk
En leiðinlegast? Skothringur
Góð minning úr fótboltanum: Þegar ég skoraði skallamark á Orkumótinu
Uppáhalds fótboltakona/ maður: Lisandro Martinezthe butcher
Með hvaða liðum heldur þú? Manchester United og Gróttu
Uppáhalds jólamatur? Hamborgarhryggur með ananas
Vigfús Þorri Jónsson
7. flokkur karla - fæddur 2016
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? Þegar ég var 4 ára og var í leikskólanum
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Að spila, killer og vollí
En leiðinlegast? Leiðinlegast?? Ekkert...það er ekkert leiðinlegt á æfingum
Góð minning úr fótboltanum: Þegar við unnum bikarinn á Fylkisvellinum í vetur

Uppáhalds fótboltakona/maður: Karólína Lea er uppáhaldsfótboltakonan mín og Gylfi Sigurðsson, Haaland og Ronaldo eru uppáhalds fótboltamennirnir mínir
Með hvaða liðum heldur þú? Wolves og Gróttu númer eitt og svo aðeins með Manchester City Uppáhalds jólamatur? Rjúpur og kalkúnn
Sólveig Sigurðardóttir
7. flokkur kvenna - fædd 2016
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? 4 ára
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Fara í killer
En leiðinlegast? Þegar við þurfum að halda á lofti
Góð minning úr fótboltanum: Þegar ég var í marki og Saga
skaut í hausinn minn og hann fór í skeytin og svo aftur í hausinn minn. Líka þegar við ætluðum að fagna með því að detta fram fyrir okkur en Birna fór afturábak

Uppáhalds fótboltakona/maður: Cornelia
Með hvaða liðum heldur þú? Gróttu
Uppáhalds jólamatur? Hamborgarhryggur

Meistaraflokkur kvenna
Besti árangur kvennaliðsins frá upphafi
Gróttukonur voru nýliðar í Lengjudeild kvenna í ár, eftir stutt stopp í 2. deildinni árinu áður. Gróttu var spáð 6. sæti í deildinni af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni en Gróttukonur gerðu gott betur en það.
Hópurinn var svipaður og árið 2022 en það hefur einmitt verið talinn einn af styrkleikum Gróttu hve lengi sterkur kjarni liðsins hefur spilað saman. Undirbúningstímabilið gekk vel hjá Gróttukonum og enduðu þær í 3. sæti B-deildar Lengjubikarsins. Grótta fékk einnig liðsstyrk úr ýmsum áttum. Ariela Lewis sem hafði gert góða hluti með Gróttu árið áður sneri aftur á Nesið og þá bættist við annar Bandaríkjamaður, Hannah Abraham, sem átti heldur betur eftir að slá í gegn. Grótta tryggði sér einnig krafta sænska markvarðarins Corneliu Baldi Sundelius, framherjans Birgittu Hallgrímsdóttur og þá sneru Gróttukonurnar Rakel Lóa Brynjarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir til uppeldisfélagsins á ný. Loks kom unglingalandsliðskonan Margrét Lea Gísladóttir á láni. Gróttuliðið fór í vel heppnaða æfingaferð til Spánar ásamt meistaraflokki karla og fóru stelpurnar vel stemmdar inn í sumarið.
Gróttukonur byrjuðu Lengjudeildina á útileik gegn Víkingi R. sem var spáð 1. sæti í deildinni, sem varð niðurstaðan að móti loknu. Grótta tapaði 2-1 í Víkinni en vann síðan næstu fjóra leiki sína og spiluðu stelpurnar vel saman. Þegar mótið var hálfnað sátu Gróttukonur í 4. sæti deildarinnar, einungis einu stigi frá 2. sæti. Deildin var mjög spennandi alveg fram til síðasta flauts. Með öruggum, en nokkuð óvæntum, 3-1 sigri Gróttu gegn HK þann 1. september tryggði Grótta sér úrslitaleik í lokaleik mótsins gegn Fylki. Í fyrsta sinn í sögu Gróttu gat liðið tryggt sér sæti í efstu deild kvenna! Grótta mætti Fylki á Vivaldivellinum laugardaginn 9. september í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi komast upp í Bestu deildina að ári. Fáir höfðu spáð því fyrir tímabilið að Grótta yrði í þessari stöðu enda liðið nýkomið upp úr 2. deild. Grótta komst yfir gegn Fylki á 23. mínútu með skallamarki frá hinni
15 ára Arnfríði Auði Arnarsdóttur, betur þekktri sem Aufí. Eins og staðan var þarna var Grótta á leiðinni upp. Fylkir jafnaði metin á 54. mínútu og stuttu síðar skoruðu þær sitt annað mark. Grótta komast aftur inn í leikinn á 73. mínútu þegar hin 14 ára Rebekka Sif Brynjarsdóttir lét vaða fyrir utan teig og skoraði geggjað mark fyrir Gróttu en hún var aðeins búin að vera inni á vellinum í nokkrar mínútur. Því miður tókst Fylkiskonum að komast yfir á ný og endaði leikurinn 2-3 fyrir Fylki sem tryggði sér þar með sæti í Bestu deildinni árið 2024.
Þrátt fyrir að úrslitin hafi verið svekkjandi var þetta sannarlega eftirminnilegur dagur á Vivaldivellinum. Um 800 manns mættu sem er nálægt áhorfendameti og öll umgjörð í kringum leikinn var fyrsta flokks og stóðu sjálfboðaliðar Gróttu í ströngu til að gera hana sem allra flottasta.

Grótta skrifaði einnig söguna í Mjólkurbikarnum en eftir sigra á ÍA og Fylki komst Grótta í fyrsta sinn í sögunni í 16-liða úrslit bikarkeppninnar. Þar mættu þær Bestu deildar liði Stjörnunnar á Vivaldivellinum. Þrátt fyrir að komast yfir í byrjun leiksins höfðu Stjörnukonur yfirhöndina og unnu afar sannfærandi sigur á heimakonum.
Gróttukonur gengu svo sannarlega stoltar frá borði eftir frábært sumar þar sem þær náðu besta árangri kvennaliðs Gróttu frá upphafi. Þrátt fyrir tapið í lokaleiknum er hægt að fagna mörgu – í leiknum skoruðu tvær ungar og efnilegar Gróttukonur sem eiga framtíðina fyrir sér, liðið hefur aldrei endað jafn ofarlega í Lengjudeildinni og fengið jafn mörg stig né skorað jafn mörg mörk og í ár og aldrei hefur verið jafn vel mætt á leik hjá kvennaliðinu og laugardaginn 9. september. Einnig má nefna að Hannah Abraham skoraði 16 mörk fyrir Gróttu í sumar og stóð uppi sem markadrottning Lengjudeildarinnar! Þá átti Grótta einnig fulltrúa í yngri landsliðum Íslands en hin 15 ára gamla
Aufí spilaði með U16 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu í Svíþjóð í júlí, með U17 ára landsliðinu á undankeppni EM í október og vináttulandsleik með U18 ára landsliðinu í desember. Þá lék Rebekka Sif Brynjarsdóttir á UEFA mótinu með U15 ára landsliðinu í Portúgal í nóvember.
Á lokahófi meistaraflokkanna völdu þjálfarar besta leikmann tímabilsins, þann efnilegasta og einnig mikilvægasta leikmanninn en leikmenn kusu um mesta naglann, hrökkbrauðið og leikmann leikmanna. Einnig voru veitt verðlaun fyrir markahæsta leikmanninn. Hannah Abraham var valin besti leikmaðurinn og Arnfríður Auður Arnarsdóttir sú efnilegasta. Mikilvægasti leikmaðurinn var Lovísa Davíðsdóttir
Scheving, leikmaður leikmannanna Hannah Abraham, mesti naglinn Nína Kolbrún Gylfadóttir og að lokum hreppti Margrét Rán Rúnarsdóttir titilinn hrökkbrauð ársins.
Að tímabilinu loknu urðu breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks kvenna en Pétur Rögnvaldsson sem hefur starfað hjá knattspyrnudeildinni síðan 2015 ákvað að taka sér hvíld frá
Þjálfarateymi meistaraflokks kvenna 2022-2023

Aðstoðarþjálfari: Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir

Þjálfari: Pétur Rögnvaldsson

Aðstoðarþjálfari: Dominic Ankers

Markmannsþjálfari: Gareth Owen


Styrktarþjálfari: Hildur Guðný Káradóttir

Sjúkraþjálfari: Erla Ásgeirsdóttir
þjálfun. Það verður sjónarsviptir að Pétri þar sem hann hefur verið einn burðarásanna í þjálfarahópi félagsins í uppbyggingarstarfi þess á síðustu árum. Pétur tók við sem aðstoðarþjálfari Magnúsar Arnar Helgasonar hjá meistaraflokki kvenna í Gróttu sem þá lék í 2. deild. Tveimur árum síðar steig hann upp að hlið Magnúsar sem aðalþjálfari liðsins. Eftir dramatískt fall í 2. deild haustið 2021 tók Pétur við sem aðalþjálfari og hefur stýrt liðinu með góðum árangri síðustu tvö ár. Matthías Guðmundsson var ráðinn sem þjálfari meistaraflokks kvenna
og skrifaði undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild í nóvember sl. Melkorka skrifaði við sama tilefni undir áframhaldandi samning sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna. Ítarlegt viðtal við Matthías má finna á bls. 42.
Hildur Guðný Káradóttir styrktarþjálfari liðsins og Gareth Owen markmannsþjálfari hafa kvatt félagið og þökkum við þeim kærlega fyrir vel unnin störf.


Meistaraflokkur kvenna þakkar fyrir stuðninginn í sumar og hlakkar til að sjá sem flesta á vellinum í Lengjudeildinni á næsta ári.
Nína og Rebekka fagna marki í lokaleiknum við Fylki

Arna Ís og Kaffibar
Verið velkomin
Við bjóðum upp á kaffi og ótal
braðtegundir af dásamlegum
laktósafríum Örnu ís




Laktósafrír Örnu Ís
Opnunartími
9-18 Virka daga 10-17:30 Laugardaga 11-17:30 SUnnudaga
Fótboltasumarið 2023



















Við erum búnir að ryðja brautina
Viðtal við Hákon Rafn Valdimarsson og Orra Stein Óskarsson

Eftir Magnús Örn Helgason
Gestapenni Gróttublaðsins var staddur í Lissabon þann 19. nóvember síðastliðinn. Það kvöld mætti íslenska karlalandsliðið heimamönnum í Portúgal fyrir framan 50 þúsund áhorfendur á glæsilegum leikvangi stórliðsins Sporting Lissabon. Stemingin á vellinum var rafmögnuð enda hafði Portúgal sigrað alla sína leiki í forkeppni EM og stuðningsfólk var mætt til að sjá sína menn leika listir sínar. Nokkra af bestu leikmönnum heims. Cristiano Ronaldo var auðvitað í fararbroddi en Bruno Fernandes, João Felix, Bernardo Silva, Rúben Dias og João Cancelo voru ekki síðri. Íslenska liðið stóð sig vel í leiknum og varðist portúgölsku snillingunum fimlega. Hákon Rafn Valdimarsson (22 ára) stóð á milli stanganna og í hálfleik var Orra Steini Óskarssyni (19 ára) skipt inná í fremstu víglínu. Tveir Gróttumenn inni á vellinum. Undirritaður hallaði sér aftur í sætinu og naut augnabliksins. Þetta var óraunverulegt. Þvílík stund fyrir þessa ungu menn og ótrúlegt fyrir allt Gróttufólk að fylgjast með glæsilegum fulltrúum sínum á stóra sviðinu. Fyrir hönd Gróttublaðsins settist ég niður með þeim Hákoni og Orra og fór yfir eftirminnilegt ár og hvað framtíðin gæti borið í skauti sér.
Strákar, þegar þið voruð að opna pakkana um síðustu jól – datt ykkur til hugar að tæpu ári síðar mynduð þið spila við portúgalska landsliðið fyrir framan 50 þúsund áhorfendur?
„Ég var klárlega að vonast eftir því að vera í hópnum. En að byrja inná á móti Portúgal var eitthvað sem mér datt ekki í hug,“ segir Hákon sem hafði leikið fjóra æfingaleiki með A-landsliðinu áður en kom að leiknum í Lissabon.
„Nei, ég var nú bara í 19 ára landsliðinu fyrir ári síðan og eitthvað með U21. Svo það var draumur að spila með A-landsliðinu árið 2023 en ekki markmið í sjálfu sér,“ bætir Orri við en hann var einmitt í lykilhlutverki þegar U19 ára landsliðið tryggði sér sæti á lokamóti EM í apríl. Íslensku strákarnir gerðu þá jafntefli við Tyrkland og sigruðu Ungverjaland og England.
„Þetta var rosalegt. Sérstaklega gaman að vinna Englendingana sem voru hrokafullir og litu greinilega niður á okkur fyrir leikinn. Við fórum bara íslensku leiðina –pökkuðum í vörn, náðum í víti og unnum
1-0,“ segir Orri sem fékk svo ekki leyfi frá liði sínu, FC Kaupmannahöfn, til að spila með U19 í lokakeppninni í sumar. Hann segir að því hafi fylgt blendnar tilfinningar: „Það var fúlt að fá ekki að fara með. En ég skildi líka FCK þar sem undirbúningstímabilið var að byrja og þeir vildu að ég tæki þátt í öllum undirbúningi. Það sýndi mér að ég væri í plönunum fyrir næsta tímabil. En ég var mjög stoltur af strákunum og fannst þeir spila vel í lokakeppninni þrátt fyrir að hafa ekki náð í góð úrslit,“ bætir Orri við en í haust spilaði hann sex leiki með A-landsliðinu og skoraði tvö mörk.
Tímabilinu í efstu deild í Svíþjóð lauk í lok nóvember en Hákon Rafn var aðalmarkvörður Elfsborgar sem var hársbreidd frá því að vinna titilinn. Í lokaumferðinni spilaði Elfsborg hreinan úrslitaleik við Malmö sem tapaðist 1-0 og varð því að gera sér annað sætið að góðu. Hákon átti frábært tímabil og var valinn besti markvörður deildarinnar. Hvað skóp þennan mikla árangur? „Já, þetta er góð spurning,“ segir Hákon og hugsar sig um. „Við náðum bara góðum stöðugleika.


Hákon Rafn 15 ára.
Orri Steinn 11 ára

Ég og varnarmennirnir fundum góðan
takt snemma á tímabilinu svo liðið fékk á sig fá færi og mörk. Við enduðum á
því að fá á okkur minna en mark í leik og þegar það tekst þá er alltaf séns á því að gera góða hluti. Mér persónulega leið alltaf vel inni á vellinum. Ég hef æft vel frá því að ég fór út og bætt mig sem markvörður svo ég fór inn í tímabilið með gott sjálfstraust.“
Aðeins fjögur ár eru síðan Orri Steinn spilaði með Gróttu í Inkasso-deildinni og enn styttra er síðan Hákon yfirgaf Vivaldivöllinn. Fyrir utan umræddan
A-landsleik við Portúgal spilaði Orri á árinu í Meistaradeild Evrópu við stórlið Manchester United og Bayern Munchen og Hákon marga toppslagi í Svíþjóð. Ég spyr drengina hvort þeir hugsi oft til þess hve stutt sé í raun og veru síðan þeir voru að spila leiki með Gróttu fyrir framan nokkur hundruð manns, á Nesinu nú eða á Grenivík eða Ólafsvík. Orri ríður á vaðið: „Þegar maður er kominn í atvinnumennsku þá eru þetta endalausar æfingar og leikir. Maður vinnur við þetta og þá pælir maður ekki mikið í hversu stór þessi eða hin augnablikin eru. En það er auðvitað gaman að vera búinn að upplifa svona margt í fótboltanum aðeins 19 ára gamall, þó maður vilji alltaf meira.“ Hákon tekur í sama streng: „Ég er alveg búinn að velta þessu ferðalagi fyrir mér síðustu vikur, en það byrjaði bara eftir tímabilið. Meðan á því stendur er maður bara að fókusa á næsta leik.“
En hvernig líður strákunum fyrir þessa stórleiki? Orri aðeins
19 ára og Hákon 22 ára að mæta Cristiano Ronaldo! Orri í Meistaradeildinni. Hákon að spila um sænska titilinn. Fylgir þessu ekki mikið stress?
„Ég er stressaður fyrir hvern einasta leik,“ segir Orri Steinn og heldur áfram: „En það er yfirleitt ekkert slæmt. Ég reyni bara að nota stressið til að vera 100%. Ef ég fyndi ekki fyrir neinu stressi þá held ég að fókusinn væri ekki nægur hjá mér.“ En hvað með Hákon? „Ég finn kannski meira fyrir stressi kvöldið fyrir leik og að morgni leikdags. En yfirleitt líður mér vel þegar ég er mættur á völlinn, klæði mig og hita upp. En ég viðurkenni alveg að það kom auka fiðringur í magann þegar maður labbaði inn á völlinn í leiknum við Portúgal og Ronaldo stóð við hliðina á manni,“ segir markvörðurinn og skal engan undra!
Orri Steinn kom við sögu í fimm leikjum af sex hjá FCK í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Danska liðið kom öllum á óvart, náði í 8 stig og er komið í 16-liða úrslit
Meistaradeildarinnar og munu þar mæta ríkjandi meisturum Manchester City á nýju ári. Haustið hefur verið ævintýri líkast en FCK hefur sigraði Manchester United og gerði jafntefli við Bayern München. Orri segir þó að útileikurinn við Galatasary hafi verið sérlega eftirminnilegur:
„Ég er stuðningsmaður Manchester United
svo ég ákvað að biðja Scott McTominey um treyju eftir leikinn
á Old Trafford. “
„Í fyrsta lagi var þetta ekki mjög skemmtilegt kvöld hjá mér því ég kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik en var svo tekinn út af eftir að einn hjá okkur fékk rautt spjald og þjálfarinn vildi gera taktískar breytingar. En lætin á vellinum voru sturluð (Ali Sami Yen völlurinn í Instanbúl). Ég var með stanslaust ískur í eyrunum í ca klukkutíma eftir að leikurinn var búinn.“ Orri á fleiri sögur um ævintýrin í Meistaradeildinni.
„Ég er stuðningsmaður Manchester United svo ég ákvað að biðja Scott McTominey um treyju eftir leikinn á Old Trafford. Hann var mjög almennilegur og við spjölluðum aðeins saman. Ég fékk treyjuna hans og hann tók mína með sér.“
Eins og áður sagði voru Hákon og liðsfélagar hans í Elfsborg hársbreidd frá því að verða sænskir meistarar. Fyrir lokaumferðina hafði Elfsborg tveggja stiga forskot á lið Malmö en liðin mættust í lokaumferðinni í Malmö. Úrslitaleikurinn stóð undir væntingum og um tíma virtist allt vera að fara úr böndunum.
„Það var auðvitað ömurlegt að ná ekki að klára þetta. Við fengum á okkur „soft“ víti í seinni hálfleik og það reyndist eina mark leiksins,“ segir Hákon og lýsir svo stemningunni á vellinum. „Hálfleikurinn endaði á því að vera í klukkutíma. Áhorfendur voru að klippa niður öryggisnet og svo var kveikt á svo mörgum blysum að brunavarnarkerfið fór í gang. Það eru oft á blys á leikjum í Svíþjóð en þetta var svakalegt. Maður sat bara inni í klefa í hálfleik, sírenur í gangi og við höfðum ekki hugmynd um hvenær leikurinn myndi halda áfram. Við fengum svo tíu mínútur til að hita upp áður en seinni hálfleikur var flautaður á.“
Orri fagnar marki á Parken, heimavelli FCK

Eins og áður sagði átti Hákon gott tímabil og hefur verið orðaður við stór félög í Belgíu. Við spyrjum hvort hann verði áfram í Elfsborg á næsta ári: „Ég er samningsbundinn Elfsborg. Ef það vill eitthvað lið kaupa mig þá verður það örugglega skoðað en ég get ekkert verið að pæla í því,“ segir Hákon og vill greinilega tala varlega.
Ég spyr strákana hvort þeir hafi fylgst með Gróttuliðunum síðasta sumar.
„Já ég reyndi að horfa á alla leiki hjá strákunum en allt of oft var cameran í ruglinu. Laga það takk,“ segir Hákon og heldur áfram. „Mér fannst liðið líta vel á undirbúningstímabilinu en svo veit ég ekki hvað klikkaði. En ég hef trú á þeim fyrir næsta tímabil. Chris er mjög metnaðarfullur þjálfari og ég held að hópurinn verði sterkur.“ Orri tekur í sama streng: „Ég reyndi að fylgjast með og var spenntur að sjá Grím (Inga Jakobsson) vin minn spila aftur með Gróttu. Þetta var klárlega vonbrigðatímabil svo það verður áhugavert að sjá hvað þeir gera á næsta tímabili. Þetta var hins vegar geggjað sumar hjá stelpunum og maður hefði viljað vera á úrslitaleiknum við Fylki,“ segir Orri og vísar þar í lokaumferð Lengjudeildarinnar þar sem Gróttukonur gátu tryggt sér sæti í Bestu deildinni.
Saga þeirra félaga, Hákons Rafns og Orra Steins, er mjög ólík. Orri var í 6. flokki byrjaður að skara
„Maður sat bara inni í klefa í hálfleik, sírenur í gangi og við höfðum ekki hugmynd um hvenær leikurinn myndi halda áfram. “
En aftur að uppvextinum. Hvenær trúði Hákon því að hann gæti farið langt í boltanum?
„Úff ég veit það ekki. Ég fór að einbeita mér að fótboltanum árið 2017 þegar ég var aðalmarkvörður í 2. flokki hjá Bjarka (Má Ólafssyni), þá að verða 16 ára, og varð varamarkvörður í meistaraflokki.
fram úr jafnöldrum sínum á meðan Hákon flakkaði á milli handbolta og fótbolta og var ekki einu sinni viss hvort hann vildi verða markvörður. Við spyrjum hvenær þá fór að dreyma um að verða atvinnumenn og landsliðsmenn. Það var alltaf draumurinn minn að fara alla leið í fótboltanum. Ég var með markmiðin skrifuð upp á vegg og pabbi minnti mig alltaf á að ég gæti komist þangað sem mig langaði. Þetta var plan A, B og C,“ segir Orri.
Þegar þú varst að alast upp í Gróttu hafði félagið aldrei selt leikmann út eða átt leikmann í A-landsliði. Hugsaðirðu einhvern tímann að þú yrðir að skipta um félag?
„Já ég hugsaði það alveg nokkrum sinnum. En svo var það þetta „Gróttu loyalty“ sem stoppaði það plús að mér var að ganga vel. Fékk sénsinn tæplega 14 ára í meistaraflokki sem hefði ekki gerst í mörgum öðrum klúbbum,“ segir Orri sem lék í fjögur ár undir stjórn föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, í Gróttu. Óskar tók nýverið við norska úrvalsdeildarliðinu Haugesund og við spyrjum hvernig Orra lítist á það: „Það er mjög spennandi og mér fannst hann eiga skilið að fá tækifæri í stærri deild. Sömuleiðis mjög gott að þeir hafi náð að halda sér uppi. Þá fær hann strax að spreyta sig í stórri deild.“
En ætli ég hafi ekki raunverulega trúað því að ég gæti orðið eitthvað sumarið 2018, á fyrra tímabilinu hjá Óskari og
Dóra. Jón Ivan (Rivine) meiddist í fyrsta leik og ég fékk sénsinn. Endaði á því að spila 15 leiki í deildinni 17 ára gamall og gekk frekar vel. Svo hélt þetta bara áfram – Inkasso-deildin, Pepsi Max, yngri landsliðin og 2021 var ég kominn út.“
Ertu kannski ekkert mikið að gera plön fram í tímann?
Orri skellir upp úr: „Hann veit varla hvað hann er að fara að gera á morgun.“ Hákon brosir og segir svo: „Mig langar að ná sem lengst, það er klárt. En nei ætli mér líði ekki bara best í núinu, reyni að leggja því fram og trúi því að góðir hlutir muni gerast.“
Lokaspurningunni er beint til þeirra beggja: Mun Grótta eignast fleiri atvinnumenn- og konur á næstu misserum eða er árangur Orra og Hákons tilviljun ein?
Orri Steinn hugsar sig um en á svo lokaorðin: „Það þarf margt að ganga upp til að komast í atvinnumennsku eða landsliðið. Það þarf að leggja hart að sér og trúa á sjálfan sig. Nú erum við búnir að ryðja brautina svo Gróttukrakkar hljóta því að trúa því að þau geti látið drauma sína rætast.“
Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir spjallið og hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi ævintýrum þeirra næstu ár.
Chris Brazell Meistaraflokkur karla
Þjálfarar knattspyrnudeildar Gróttu 2023/2024


Matthías Guðmundsson Meistaraflokkur kvenna

Ægir Steinarsson Styrktarþjálfari yngri flokka

Þorsteinn Halldórsson
3. og 4. fl. kvk., 7. fl. kk. og 8. fl.

Arnar Axelsson 2. fl. kk.

Gabríel Hrannar Eyjólfsson Yfirþjálfari yngri flokka, 4. og 6. fl. kk.

Paul Benjamin Westren Yfirþjálfari yngri flokka, 3. fl. kk. og 6. fl. kvk.

Dominic Ankers 2. og 5. fl. kk. og aðstoðarþjálfari mfl. kk.

Mekorka Katrín Flygenring Pétursdóttir 5. fl. kvk. og aðstoðarþjálfari mfl. kvk.

Margrét Rán Rúnarsdóttir 7. fl. kvk.

Haraldur Ingi Ólafsson 5. fl. kk. og aðstoðarþjálfari 4. fl. kk.

Hansína Þóra Gunnarsdóttir 8. fl. kk. og kvk.
Aðstoðarþjálfarar

Agnar Guðjónsson

Fannar Hrafn Hjartarson

Lív Margrétardóttir

Patrekur Ingi Þorsteinsson

Arnfríður Auður Arnarsdóttir

Gísli Ólafsson

Lovísa Davíðsdóttir Scheving

Árni Pétur Birgisson

Grímur Ingi Jakobsson

Bjarki Þór Valdimarsson

Jóhann Egill Jóhannsson

María Lovísa Jónasdóttir

Þorsteinn Ingason

Edda Steingrímsdóttir

Jóna Guðrún Gylfadóttir

Rakel Lóa Brynjarsdóttir

Tumeliso Rat’siu
Lilja


Aufí og Rebekka bættust við í landsliðshóp Gróttufólks
Knattspyrnudeild Gróttu átti fjölmarga glæsilega fulltrúa sem voru valin á úrtaksæfingar hjá yngri landsliðum Íslands og einnig léku margir landsleiki fyrir Ísland á árinu. Þær Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Rebekka Sif Brynjarsdóttir bættust við í landsliðshóp Gróttufólks þegar þær léku sína fyrstu landsleiki á árinu, Rebekka með U15 ára landsliðinu og Aufí með U16, U17 og U18.
Hin 14 ára Rebekka Sif Brynjarsdóttir lék sína fyrstu landsleiki þegar hún lék með U15 ára landsliðinu í nóvember sl. á UEFA Development Tournament. Rebekka lék alla þrjá leiki liðsins og var fyrirliði þegar Ísland mætti Portúgal. Ásamt Íslandi voru þrjár þjóðir sem tóku þátt í mótinu, Þýskaland, Spánn og Portúgal. Ísland spilaði því gegn sterkum þjóðum og var þetta mikil áskorun fyrir efnilegan hóp. Rebekka stóð sig gríðarlega vel með landsliðinu og tók eflaust helling með sér í reynslubankann!
Hin 15 ára Arnfríður Auður
Arnarsdóttir, betur þekkt sem Aufí, gerði sér lítið fyrir og spilaði með þremur landsliðum á árinu, U16, U17 og U18. Í apríl lék Aufí með U16 ára landsliðinu á UEFA mótinu í Englandi þar sem liðið mætti Wales, Ísrael og Tékklandi. Ísland fór með sigur af hólmi í öllum leikjum liðsins. Aufí var þá að spila sína fyrstu landsleiki og stóð hún sig gríðarlega vel. Hún spilaði alla leikina og skoraði tvö mörk í 5-2 sigri gegn Tékklandi. Aufí fór síðan á Norðurlandamótið með U16 ára landsliðinu í júlí en það var haldið í Svíþjóð. Í haust var Aufí svo valin í U17 ára landsliðið og fór hún með U17 til Póllands þar sem þær spiluðu í undankeppni EM í október.
Þar mætti Ísland Noregi, Írlandi og Póllandi. Í nóvember var Aufí loks valin í U18 ára landsliðið sem æfði saman í lok nóvember og lék vináttuleik við Svíþjóð þann 1. desember sl. Gaman er að segja frá því að Aufí var eini leikmaður hópsins sem fædd er 2008, en aðrir leikmenn eru fæddir árið 2007. Ísland fór með 4-1 sigur af hólmi gegn Svíþjóð en leikurinn fór fram í Miðgarði. Aufí kom inn á á 64. mínútu og var ekki lengi að setja sitt mark á leikinn en hún skoraði glæsilegt mark örfáum mínútum síðar.


BESTU
ÓSKIR
UM GLEÐILEG
JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR GRÓTTUFÓLK
Adda, Davíð, Gunnar Egill, Anna María og Benni
Ágústa Embla, Arthúr Emil og fjölskylda
Ágústa og Eyjólfur, Hrólfsskálamel 5 - amma og afi Emilíu, Ágústu og Arthúrs
Ali, Jakobína, Kristófer, Viktor og Soffía
Andrea Eva og Magnea Eva Gunnarsdætur
Arna og Helgi
Aufí, Vigdís og Hugrún
Birgir Tjörvi, Erla Kristín, Kristín Klara og Árni Pétur
Bjarni og Stefanía, Bakkavör 5
Borghildur, Viðar, blessuð börnin, tengdabörnin og barnabarnið
Ceca og Ingimar
Dagbjört, Knútur, Oddur, Unnur og Auður
Davíð, Harpa, Lovísa, Lilja og Birgir óska öllum gleðilegra jóla:)
Edda Regína, Katrín Ronja og Hildur Ríkey
Elmar Kári Pétursson fótboltakall
Elín, Mangi, Elín Eir, Nonni og Jökull
Elsa, Bergþór, Bryndís, Hrafnhildur og foreldrar
Elsa, Palli, Kjartan, Anna Linda og Sara
Emma Björg og Birta Sigrún
Fjölskyldan á Bakkavör 10
Fjölskyldan á Barðaströnd 7
Fjölskyldan á Bollagörðum 53
Fjölskyldan á Kolbeinsmýri 6
Fjölskyldan á Melabraut 48
Fjölskyldan á Nesbala 120
Fjölskyldan Barðaströnd 37 sendir hátíðarkveðju til nágranna sinna á Nesinu öllu.
Fjölskyldan Fornuströnd 4
Fjölskyldan Hofgörðum 8
Fjölskyldan Látraströnd 46

Arnór Alex & Sólveig
eru framtíðarleikmenn Gróttu. Hér eru þau spurð spjörunum úr!
Rebekka myndi halda stemningunni uppi á eyðieyjunni
Nafn: Sólveig
Gælunafn: stundum Solla
Aldur: 15
Staða á vellinum: Oftast hafsent
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta og af hverju? Byrjaði 6 ára því flestar vinkonur mínar voru að æfa
Áttu þér fyrirmynd í fótbolta?
Söru Björk
Með hvaða liði heldurðu í ensku?
Arsenal Uppáhalds sjónvarpsþáttur?
Friends
Sætasti sigurinn? Þegar við unnum Stjörnuna á Símamótinu í 5. flokki
Uppáhalds jólahefð? Möndlugrautur
Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Gera innifótboltavöll
Besta augnablik í ár með Gróttu? USA cup
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta? Nei, ekkert sérstakt
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingu? Spila
En það leiðinlegasta? Sprettir Eftirminnilegt augnablik úr boltanum? Að fara til Bandaríkjanna með 3. flokki síðasta sumar.
Framtíðardraumur í fótboltanum? Fara í háskóla í Bandaríkjunum
Hvað færðu þér í bragðaref? Nutella, daim og jarðarber
Ef þú værir föst á eyðieyju og gætir tekið þrjá leikmenn úr liðinu þínu með þér, hverja myndirðu taka og af hverju? Rebekku því hún er mjög fyndin og hún myndi halda stemningunni, Ísfold því hún er mjög sterk og gæti gert bát og róið af eyjunni og Aufí því hún er mjög fyndin og uppátækjasöm
Besti jólamaturinn? Rjúpa
Reitarbolti það skemmtilegasta á æfingum
Nafn: Arnór Alex Óskarsson
Gælunafn: Nóri
Aldur: 15 ára
Staða á vellinum: Hægri bakvörður eða miðvörður
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta og af hverju? Ég byrjaði 5 ára því að ég elskaði að horfa á fótbolta með pabba þegar ég var lítill
Áttu þér fyrirmynd í fótbolta? Mér finnst Luke Shaw mikil fyrirmynd, hann er góður að svara fyrir gagnrýni á vellinum og kemur alltaf til baka eftir mótlæti
Með hvaða liði heldurðu í ensku? Manchester United
Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Ég myndi segja Beckham
Sætasti sigurinn? Á móti Dalvík í sumar þegar við unnum 3-2 á útivelli
Uppáhalds jólahefð? Fara í laufabrauð til ömmu
Ef þú værir bæjarstjóri í einn dag, hverju myndir þú breyta? Nýtt gervigras á Vivaldi, Mýró og Lindó
Besta augnablik í ár með Gróttu? Vinna á heimaleikjum meistaraflokks
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta? Já, ég er með rútínu fyrir leiki
Hvað er skemmtilegast að gera á æfingu? Mér finnst skemmtilegast þegar við tökum reitarbolta
En það leiðinlegasta? Hlaupa og sprettir
Eftirminnilegt augnablik úr boltanum? Að hafa komist í annað stig á hæfileikamótun hjá KSÍ
Framtíðardraumur í fótboltanum? Verða atvinnumaður í boltanum og spila fyrir Manchester United Hvað færðu þér í bragðaref? Oreo, jarðarber og kökudeig
Ef þú værir fastur á eyðieyju og gætir tekið þrjá leikmenn úr liðinu þínu með þér, hverja myndirðu taka og af hverju? Bigga, Fannar og Lúlla því að þeir eru með allt á hreinu og eru toppmenn
Besti jólamaturinn?
Hvítlauksristaðir humarhalar, en við erum alltaf með það á aðfangadagskvöld

3. flokkur kvenna sigraði USA Cup
Í lok júlí hélt glæsilegur hópur frá 3. flokki Gróttu/KR vestur um höf til að taka þátt í USA Cup í Minnesota í Bandaríkjunum.
Ferðin var virkilega vel heppnuð í alla staði en 24 stelpur fóru á mótið ásamt þjálfurum og fararstjórum. Grótta/KR fór með tvö lið á mótið en yfir 1200 lið frá ýmsum heimshornum tóku þátt í mótinu. Stelpurnar úr Gróttu/KR voru til fyrirmyndar innan vallar sem utan og voru félögum sínum svo sannarlega til sóma. Báðum liðum gekk mjög vel á mótinu og stóðu stelpurnar sig gríðarlega vel. Ritstjórn jólablaðsins tók þær Arnfríði Auði Arnarsdóttur, Rebekku Sif Brynjarsdóttur og Söru Björk Arnarsdóttur tali um ferðina. Aðspurðar hvað stóð upp úr í ferðinni var Aufí ekki lengi að svara: „Að vinna bikarinn og Mall of America“. Lið 1 vann alla sína leiki og stóðu uppi sem sigurvegarar í gulldeild U16 ára liða með markatöluna 28-3! Þess má til gamans geta að árið 2018 sendi Grótta/KR einnig lið á mótið en þá duttu stelpurnar út í 8-liða úrslitum.
Lið 2 tapaði einum leik á mótinu sem var á móti sterku liði Fylkis í 8-liða úrslitum og það í framlengingu og enduðu stelpurnar með markatöluna 15-3.. Lið 1 lék eldsnemma á morgnana en lið 2 spilaði eftir hádegi og lenti því í talsvert meiri hita en samherjar sínir. Aðspurð hvort það hafi ekki verið erfitt að vakna á morgnanna: „Ég var bara low key spennt að vakna“, segir Rebekka.

Lið 1 fékk ekki mikla áskorun á mótinu en það erfiðasta var líklega holóttir grasvellir r. Aufí: „Við spiluðum úrslitaleikinn á gervigrasinu sem var bara fínt.“ Þrátt fyrir að mótherjar þeirra hafi ekki verið mjög krefjandi segir Aufí að norska liðið sem þær mættu í tvígang hafi verið erfiðustu mótherjarnir: „Norsku stelpurnar, en við unnum þær í tvö skipti. Við kepptum líka á móti stelpum frá Hawaii en þær voru ekkert sérstakar.“. Lið 1 mætti norska liðinu Blindheim í úrslitaleiknum þar sem Grótta/ KR fór með öruggan sigur af hólmi. Leiknum seinkaði þó vegna óviðráðanlegra aðstæðna: „Það komu þrumur og eldingar svo leiknum seinkaði,“ nefnir Rebekka. Stelpurnar fylgdust grannt með hvenær leikurinn mætti fara af stað. „Við biðum í einn og hálfan tíma, við fylgdumst með mæli og áttum að bíða þar til allar doppurnar á honum væru farnar og máttum þá fara
Titlinum fagnað.
A-liðið með bikarinn.

- en svo kom alltaf ný og ný doppa,“ segir Aufí og lýsir þarna upplýsingakerfi um þrumur og eldingar sem greinilega þurfti að fylgjast vel með. Sara nefnir að sum lið hafi misst af sínum úrslitaleik: „Sum lið gátu ekki spilað úrslitaleikinn því flugið þeirra var sama dag og úrslitaleikurinn. Sumir þurftu að fara út á flugvöll og misstu af leiknum.“ „Fram lenti í því og því lentu þeir í 2. sæti því þeir misstu af úrslitaleiknum sínum,“ segir Aufí. Stelpurnar fögnuðu vel og mikið að úrslitaleiknum loknum og enduðu síðan á hinum klassíska veitingastað McDonalds.

Gaman er að heyra stelpurnar tala um fararstjórana í ferðinni: „Fararstjórarnir voru svo góðir við okkur!“ segir Rebekka. Fararstjórahlutverkið er gríðarlega mikilvægt í svona ferðum og ljóst að þau hafa staðið sig vel í hlutverkinu! Þau stóðu vaktina frá morgni til kvölds og héldu vel utan um hópinn.
Stelpurnar sköpuðu svo sannarlega dýrmætar minningar í ferðinni sem munu fylgja þeim um ókomna tíð. Knattspyrnudeild Gróttu óskar stelpunum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!
Æfingatafla knattspyrnudeildar Gróttu
B-liðið
Þjálfarar og fararstjórar með bikarinn
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud.

Stórglæsilegur árangur 4. flokks kvenna:
Bikarmeistarar og
Barcelona Cup meistarar
Það má svo sannarlega segja að 4. flokkur kvenna hafi átt sigursælt sumar! Þær tefldu fram þremur liðum í Íslandsmótinu, A og B-liðin lentu í 1. sæti í sínum riðli og C-liðið lenti í 4. sæti síns riðils. Öll liðin komust í úrslit en töpuðu í hörkuleikjum. Þær skelltu sér til Barcelona með þrjú lið og endaði A-liðið sem Barcelona Cup meistari! Þær enduðu síðan sumarið á því að verða bikarmeistarar. Hver er uppskriftin að þessum árangri? Þorsteinn Halldórsson, annar þjálfari flokksins, segir að liðsandinn hafi verið góður hjá stelpunum: „4. flokkurinn í sumar samanstóð af stelpum sem voru tilbúnar að leggja virkilega hart að sér til að ná árangri. Þær mættu samviskusamlega á æfingar og lögðu sig allar fram.. Hópurinn var þéttur og studdu þær vel hver við aðra hvort sem það var í A, B eða C-liði. Andrúmsloftið í hópnum var því mjög gott sem ég tel að hafi ýtt undir bætingar hjá öllum einstaklingum flokksins með leikgleði að vopni sem sást svo að lokum í árangri þeirra í sumar.”
Fjórði flokkur Gróttu/KR ferðaðist til Salou í júní og keppti á Barcelona Girls Cup en þar voru 60 lið frá 10 löndum sem tóku þátt í mismunandi aldursflokkum. Þjálfararnir Júlíus Ármann Júlíusson og Þorsteinn Halldórsson
fylgdu stelpunum út en mikil spenna hafði verið fyrir ferðinni. Stelpurnar æfðu á miðvikudag, fimmtudag og föstudag við frábærar aðstæður áður en mótið var spilað á laugardag og sunnudag. Ritstjórn Gróttublaðsins heyrði hljóðið í þeim Eddu Sigurðardóttur og Katrínu Örnu Andradóttur sem spiluðu með 4. flokki í sumar. Aðspurðar um hvað stóð upp úr úr ferðinni nefnir Katrín mótið sjálft en einnig hafi ýmislegt utan vallar verið skemmtilegt: „Mótið

og líka svæðið sem við vorum á, við vorum duglegar að rölta á markaði í kring og fara á ströndina. Svo fórum við að skoða Camp Nou, það var reyndar verið að gera við völlinn svo við fórum bara á safnið. Síðasta daginn fórum við svo í vatnsrennibrautagarð.“ Grótta/KR var ekki eina liðið frá Íslandi á mótinu og mættu stelpurnar meira að segja íslensku liði í úrslitum. „Topp fjögur sætin voru bara íslensk lið, Fjölnir, Afturelding, Valur og svo við“ segir Edda, en þær spiluðu á móti Valsstelpum í úrslitaleiknum. Líkt og nefnt hefur verið þá vann A-liðið mótið og fór úrslitaleikurinn 2-0. Úr röðum Gróttu/KR voru þrír leikmenn sem fengu sérstaka viðurkenningu eftir mótið, Matthildur Eygló var valin besti markmaður mótsins og Rakel Grétarsdóttir var markahæst með 10 mörk. Þá var Kara Guðmundsdóttir valin besti leikmaður mótsins af mótsnefnd ásamt því að vera næstmarkahæst með níu mörk. B-lið Gróttu/KR endaði í 13. sæti eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni og C-lið Gróttu/ KR endaði þá í 12. sæti eftir hetjulega baráttu í leik gegn Jardar Football frá Noregi. Stelpurnar náðu góðum árangri á mótinu og sköpuðu góðar minningar með liðsfélögunum sínum. Öll lið stóðu sig frábærlega og voru félögum sínum til sóma í ferðinni.
Eins og áður sagði komust öll þrjú lið 4. flokks kvenna í úrslitakeppni Íslandsmótsins eftir frábæra frammistöðu í sumar en leikirnir enduðu allir með tapi. A-liðið tapaði í vító gegn KA eftir 1-1 jafntefli, B-liðið tapaði 2-3 fyrir Breiðablik og C-liðið 3-0 fyrir FH. Einungis 10 dögum eftir að A-liðið tapaði í vító fyrir KA í úrslitum
Íslandsmótsins mættu þær þeim á ný í bikarúrslitum. Þær höfðu fyrr um sumarið unnið örugga sigra á ÍR og Þrótti R. í bikarnum og fóru einnig með sigur af hólmi gegn Víkingi R. og Stjörnunni í spennandi leikjum. Með því höfðu þær tryggt sér úrslitaleik gegn KA sem fór fram á Greifavellinum á Akureyri. Að sögn stelpnanna var stemningin góð í hópnum á leið til Akureyrar, en leikurinn fór fram á miðvikudegi. „Við fórum degi fyrr og gistum í Þórsheimilinu, við vorum bara með stemningu í rútunni og vorum allar mjög peppaðar fyrir leiknum“ segir Katrín. Edda bætir við að þær hafi verið frekar sigurvissar fyrir leikinn: „Við vissum hvernig þær spiluðu, vorum búnar að spila við þær stuttu áður og horfðum á myndband af leik hjá þeim, svo við vissum hvað við þyrftum að gera til að vinna þær. Við vorum betra liðið í leiknum sem við töpuðum gegn þeim, þær skora beint úr aukaspyrnu þegar lítið var eftir af leiknum.“ Gróttu/KR stelpurnar voru ákveðnar í því að
leyfa þeim ekki að fagna sigri: „KA var búið að plana svakalega veislu, þær ætluðu að verða tvöfaldir meistarar og við ætluðum ekki að leyfa það. Þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik var staðan 0-0. Fjölmargir foreldrar frá Seltjarnarnesi og Vesturbæ höfðu lagt leið sína alla leið til Akureyrar þennan miðvikudag og studdu stelpurnar úr stúkunni. Ennþá fleiri voru þó frá KA og voru Akureyringar mjög æstir í stúkunni að sögn stelpnanna. Rebekka Sif Brynjarsdóttir kom Gróttu/KR yfir með glæsilegu marki og svo var það Rakel Grétarsdóttir sem tvöfaldaði forystu stelpnanna um tuttugu mínútum síðar með frábæru marki. Leikurinn endaði því 2-0 fyrir Gróttu/KR sem fögnuðu bikarmeistaratitlinum á Akureyri. Þeim var vel fagnað þegar rútan þeirra mætti á Meistaravelli síðar um kvöldið, enda glæsilegur árangur og mikið fagnaðarefni!
Knattspyrnudeild Gróttu óskar stelpunum og þjálfurum þeirra, Steina og Júlla, innilega til hamingju með þennan glæsta árangur í sumar og hlökkum við til að fylgjast með þeim á næstu árum!

Allur hópurinn saman á Barcelona Cup

Bauð 6. flokki kvenna
í brúðkaupið
Jórunn María Bachmann Þorsteinsdóttir og Bjarni Rögnvaldsson gengu í það heilaga í Fríkirkjunni þann 2. september s.l. Þau eru flestu Gróttufólki að góðu kunn, Jórunn hefur þjálfað hjá knattspyrnudeildinni í áraraðir ásamt því að vera leikmaður meistaraflokks kvenna og Bjarni er fyrirliði Kríu og situr í meistaraflokksráði karla hjá Gróttu. Eftir að þau trúlofuðu sig í fyrra fékk Jórunn gjarnan spurningar frá áhugasömum iðkendum sínum í 6. flokki kvenna um brúðkaupið. Til dæmis: „Hvenær er brúðkaupið?“ og Verðurðu í Gróttukjól?“ en sú vinsælasta var „Megum við koma?“ Jórunn lagði þjálfaraskóna á hilluna í haust og ákvað að gefa stelpunum boð í brúðkaupið í kveðjugjöf.
„Ég sagði alltaf „kannski“ þegar þær spurðu hvort þeim yrði boðið en við Bjarni vorum löngu búin að ákveða að bjóða þeim að koma. Ég prentaði fyrir þær boðskort sem ég afhenti á lokahófinu okkar í lok ágúst. Það var dramatísk kveðjustund hjá okkur þar sem ég var að hætta að þjálfa þær, svo mér fannst extra gaman að þær fengu þetta í kveðjugjöf frá mér. Þetta var stór dagur í mínu lífi og þær hafa verið stór partur af lífi mínu síðustu ár svo mér fannst bara hið eðlilegasta að þær fengju að vera með á brúðkaupsdaginn. Þetta var mitt fjórða ár með eldra árið (2013 stelpurnar) og annað árið mitt með yngra árið (2014 stelpurnar), svo við þekkjumst ansi vel og mér þykir ótrúlega vænt um þær. Þetta er skemmtilegur hópur og mér fannst geggjað að hafa þær í kirkjunni. Bjarna fannst þetta sem betur fer líka góð hugmynd svo þá var þetta bara borðliggjandi.“ Öftustu bekkir Fríkirkjunnar prýddi rúmlega 30 ungar Gróttustelpur, prúðbrúnar í Gróttutreyjunum sínum. „Ég bað þær að mæta í Gróttutreyjunum, sumar voru ekki sáttar við mig og vildu koma í kjól en þær létu sig hafa það og voru margar með fínar hárgreiðslur í staðinn. Það var gaman að líta yfir hópinn í kirkjunni og sjá þær skælbrosandi, sumar standandi á bekkjunum. Eftir athöfnina biðu þær eftir mér í kirkjunni og við tókum hópmynd að loknu góðu hópknúsi. Þetta var bara dásamlegt og ég er þakklát foreldrunum að taka svona vel í þetta. Þá er ég sérstaklega þakklát stelpunum mínum fyrir að hafa komið og tekið þátt í deginum með okkur og staðið sig svona ótrúlega vel í kirkjunni!“




GRÓTTUFÓLK
BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL
OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
Fjölskyldan Selbraut 70 - Áfram Grótta !
Franz Ploder
Frikki, Daði og Sölvi
Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár frá Nesbala 110
Gummi, Lilja, Rabbi, Ragga, Hrafntinna, Addi, Móa og hundurinn Hneta
Halla og Þorsteinn
Halli, Daníel, Tómas og Eva
Happy Christmas and all the best for 2024 to everyone at Grotta!
Paul and Claudia Standley from Germany
Ísabella, Alexandra og Emilía
Jólakveðja frá Bollagörðum 121
Jólakveðja frá fjölskyldunni í Leipzig
Jólakveðja frá Kaju, Gumma og fjölskyldu
Jólakveðja Vallarbrauta 10 Tröllin
Jólakveðjur frá fjölskyldunni Nesbala 12
Jólakveðjur frá Völu, Leif og Magnúsi Andreas!
Júlí, Lára Kristín og Jökull
Kæja Kristín og Óðinn Kristján
Kveðja frá Gróttumanni í felum í Vesturbænum
Lóa Magnúsdóttir
Margrét Lind og Jóhann Pétur
Nesbali 108
Orri, Gussi og Gaggi
Pétur Ívars og Una
Pétur, Birkir og Bjarki
Rikki, Edda, Ragnheiður, Emilía, Siggi og Eiður Daði
Sölvi, Sara, Viktor, Soffía og Sylvía
Tómas, Bjarki og Dísa
Þór, María, krakkar og hundur Bollagörðum 15
Sé fyrir mér að búa
á Seltjarnarnesi alla ævi
Viðtal við Chris Brazell þjálfara meistaraflokks karla

Chris Brazell er orðinn íslenskum fótboltaaðdáendum að góðu kunnur en þessi hrokkinhærði Breti frá Norwich er að hefja sitt fimmta starfsár hjá Gróttu. Á vegg á þjálfaraskrifstofunni á Vivaldivellinum lét hann áletra orðin: „Making lemonade when you have lemons, some can do it. Making lemonade when you have none, only the greatest can.” Þetta lýsir viðmælanda okkar nokkuð vel. Chris kann vel við áskoranir og hann hefur einsett sér að gera það besta sem besta sem hann mögulega getur gert við stjórnvölinn hjá karlaliði Gróttu.
Chris ræddi við Gróttublaðið um lífið á Nesinu, hvert meistaraflokkur karla stefnir og hvernig þú gerir límónaði án sítróna.
Hversu mikill Seltirningur ertu orðinn?
Mér finnst ég vera orðinn mjög mikill
Seltirningur - ég sé mig búa hérna það sem eftir er ævi míns. Ég hef búið hérna í fjögur ár og kynnst mjög mörgum. Ég nýt mín virkilega vel hjá Gróttu og hef
náð að tengjast samfélaginu vel. Ef ég hefði ekki verið hér í svona mörg ár þá efast ég um að ég ætti jafn marga vini tengda félaginu og raun ber vitni.
Hvernig metur þú stöðu Gróttu í dag?
Lykilatriðið er að Grótta veiti samfélaginu góða þjónustu. Einhverjir sem lesa þetta blað eru mögulega ekki aðdáendur meistaraflokkanna tveggja. Þau eru líklegri til að vera foreldrar, frænkur og
afar og ömmur iðkenda í Gróttu eða skólakrakkar. Frá mínum bæjardyrum séð erum við með frábæran hóp þjálfara í öllum aldurshópum og það skiptir máli. Auðvitað gerum við mistök, hvort sem það er ég eða einhver annar. En mér líður eins og við séum öll með hjartað á réttum stað. Þannig mér finnst vinnan hérna vera virkilega góð og er sífellt að batna. Svo er frábært sjálfboðaliðastarf í kringum klúbbinn.
Meistaraflokkarnir tveir hafa náð að „stabilísera“ sig. Liðin tvö eru nú topp 20 lið í landinu og það hefur verið frábært fylgjast með og taka þátt í þerri framþróun. Mikið af leikmönnum liðanna tveggja koma úr samfélaginu okkar. Þetta hefur klárlega áhrif. Við erum komin með há viðmið (standards) og þetta hefur áhrif á iðkendurna okkar. Ungar stelpur og strákar í Gróttu sjá nú mjög góða fótboltamenn og góðar fyrirmyndir í meistaraflokkunum. Ungt fólk frá Nesinu sem er að gera sitt besta á vellinum.
Þannig að ég tel félagið vera á góðum stað eftir áralanga vinnu hjá mörgu góðu fólki. En það eru klárlega áskoranir fyrir hendi. Við höfum ekki mikið fé á milli handanna og keppum við lið bæði á vellinum og utan hans sem hafa meira fjármagn og betri aðstöðu en Grótta. Við þurfum að vera auðmjúk áfram og leggja hart að okkur.
Hverjir finnst þér vera styrkleikar
Gróttu?
Grótta er algjört fjölskyldufélag. Það er frekar fyndið að segja það en það getur verið jákvætt að sumu leyti og neikvætt að öðru. Þetta eru tvær hliðar á sama pening. Það er einhver sjarmi við þetta. Það væri frábært að vera með betri aðstöðu og meiri pening milli handanna. En við, leikmennirnir, þjálfararnir og sjálfboðaliðarnir gerum öll okkar besta. Við gerum þetta því við elskum það og viljum vera hér. Þetta snýst um ást fyrir leiknum. Það er mikil samkennd og eining meðal starfsfólksins og mér finnst þetta mjög vingjarnlegur hópur í heild sinni.
Við erum líklega aldrei að fara að verða stærsta félagið á Íslandi. Ég ætti kannski ekki að segja þetta því það hljómar ekki „sexý“, en það er bara raunveruleikinn. En það er efniviður til staðar hérna og
við getum klárlega verið topp 18 félag reglulega bæði karla- og kvennamegin. Það er ekki sjálfgefið að koma sér í þá stöðu. Þannig að jafnvel á slæmum tímabilum erum við þar. Þess vegna var síðasta tímabil hjá karlaliðinu gott að mörgu leyti. Mörgum fannst þetta frekar slakt tímabil. En fyrir tíu árum síðan hefði 9. sæti í næst efstu deild talist algjörlega frábær árangur hjá Gróttu.
Þetta sýnir framþróun félagsins. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og ná að kreista allt sem við getum úr umhverfinu. Það gerum við með því að bæta þjálfunina og tryggja að aðstaðan sé í lagi fyrir bæði fullorðna og börn.
Við þurfum líka að tengjast samfélaginu og fá fólk til að verða spennt yfir fótboltanum sem við spilum. Það ætti að vera það sem við stefnum á – frekar en að reyna að vera Breiðablik eða Valur.

Hvernig náum við fleiri
Seltirningum á völlinn?
Þetta snýst um að fá fólk til að verða ástfangið af leiknum. Við gerum það með því að spila spennandi fótbolta.
En þetta snýst líka um tengsl við fólkið í bænum og bæði karla- og kvennaliðin hafa haft góða blöndu varðandi það
síðustu árin. Því betur sem við stöndum okkur því líklegra er að fólk, bæði eldri borgarar og unglingar, komi á völlinn.
Sumir mæta á þriðjudegi í 25 metra vindi á sekúndu til að horfa á okkur spila. Það er hreinröktuð ást á leiknum sem veldur því – eða bara klikkun.
Ungt fólk á Seltjarnarnesi þarf að tengja við liðin okkar og það tókst í fyrra. Fimmtán ára leikmenn spiluðu og skoruðu í stórum leikjum líkt og Tommi Jó, Aufí og Rebekka. Þau eru frábærar fyrirmyndir og spennandi leikmenn. Þetta tengist starfinu sem þjálfararnir í yngri flokkunum vinna. Því fleiri elda sem við náum að kveikja til að fá krakka sem spila fótbolta – því fleiri munu á endanum koma að horfa á leiki. En fótboltinn verður alltaf að vera spennandi og liðin þurfa að vera tengd samfélaginu á Nesinu.
Hvað gerir þú utan fótboltans?
Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég mikið hér á Vivaldi. En auðvitað á ég líf utan fótboltans. Ég er mjög félagslyndur og vil eyða tíma með vinum og vandamönnum. Ég elska bæði að lesa og elda. Ég er líka að reyna að læra íslensku. En ég er heppinn að búa við hliðina á vellinum og ég get farið þangað og hitt vini á hverjum degi. Ströndin við golfvöllinn er einn af uppáhaldsstöðunum mínum til að fara á.
Ef þú gætir farið aftur í tímannhvað myndir þú segja við sjálfan þig áður en þú komst til Íslands?
Ekki vera búinn að ákveða of mikið fyrir fram. Ekki koma hingað og reyna að gera Nesið að nýja Englandi. Ekki heldur koma hingað og halda að þetta sé Kaupmannahöfn. Komdu bara á Seltjarnarnesið og taktu því eins og það er. Þú ert heppinn að búa hérna og þetta er frábær staður til að vera.

„GEYMDI PENINGAKASSANN UNDIR RÚMI“
Viðtal
við Kristínu Finnbogadóttur

Í árslok verða sannkölluð tímamót í starfi Íþróttafélagsins Gróttu þegar Kristín Finnbogadóttir fjármálastjóri vinnur sinn síðasta vinnudag. Gitta, eins og flestir þekkja hana, hóf störf hjá Gróttu í ársbyrjun 2002 og var um langt skeið framkvæmdastjóri og til að byrja með eini starfsmaðurinn á skrifstofu félagsins. Gróttublaðið heimsótti Gittu í desember og fór yfir farinn veg með konunni sem hefur staðið vaktina með Gróttufólki í 22 ár.
„Ég flutti á Nesið þegar ég var 11 ára, eða um svipað leyti sem Íþróttafélagið Grótta var stofnað og íþróttahúsið var byggt. Í þá daga var fótboltinn að mestu leyti spilaður á sumrin og handbolti á veturna. Það var „auðvitað“ enginn fótbolti fyrir stelpur en þær gátu spilað handbolta eins og strákarnir,“ segir Kristín sem vann sem sjálfboðaliði fyrir Gróttu á sínum yngri árum.
„Ég var í stjórn skíðadeildar Gróttu, var gjaldkeri og geymdi peningakassann og bókhaldsbókina undir rúmi,“ segir Kristín og skellir upp úr. „Þarna sérðu hvað ég er orðin gömul!“. Síðar var Kristín í stjórn fimleikadeildarinnar: „Það var ekki af því að ég átti barn í fimleikum – það var góður hópur kvenna sem hafði metnað fyrir fimleikunum á Nesinu og mér fannst mjög gaman að taka þátt í því.“
Kristín er gift Axeli Friðrikssyni sem er alinn upp á Seltjarnarnesi og lék bæði handbolta og knattspyrnu með Gróttu. Í Gróttublaði ársins 2014 var einmitt skemmtilegt viðtal við Axel og Bjarna Torfa Álfþórsson þar sem þeir sögðu lygilegar sögur af fyrstu árunum hjá meistaraflokki Gróttu. Kristín og Axel settust að á Nesinu og eignuðst þá Finnboga (Bimba) og Orra með árs millibili 1983 og 1984 og svo bættust
þau Sólveig og Arnar Þór, þjálfari hjá Gróttu, í barnahópinn tæpum áratug síðar.
„Orri og Bimbi æfðu báðir fótbolta og handbolta með Gróttu og við fylgdum þeim eftir og tókum virkan þátt í foreldrastarfinu. Arnar fylgdi auðvitað í fótspor bræðra sinna en Sólveig var í handboltanum eins og svo margar stelpur á hennar aldri,“ segir Kristín, eða Gitta eins og við flest þekkjum hana, en það var í árslok 2001 sem Margrét Pétursdóttir, þáverandi formaður fimleikadeildar Gróttu, spurði hvort hún gæti hugsað sér að taka við sem framkvæmdastjóri félagsins. Gitta, sem vann þá á skrifstofu Flutningsmiðlunar, ákvað að slá til. „Og þegar ég læt af störfum hér í árslok þá verða 22 ár síðan ég byrjaði,“ segir Gitta sem var eini starfsmaðurinn á skrifstofu félagsins fyrstu árin. „Stjórnir deildanna hafa auðvitað borið mikla ábyrgð á rekstrinum en ég hef alltaf fært bókhald fyrir allt félagið og sinnt margvíslegum verkefnum. Fyrstu árin mín hjá Gróttu var fimleikadeildin til dæmis með kínverska þjálfara í vinnu og mánaðarlega varð ég að rölta með því góða fólki í Íslandsbanka á Eiðistorgi og taka út peninga til að borga þeim í seðlum. Þetta gengi nú ekki alveg í
dag en svona var málum háttað upp úr aldamótum.“
Fyrsti íþróttafulltrúi Gróttu tók til starfa í árslok 2005 en þá var Björgvin Finnson ráðinn í hálft starf. Síðar stækkaði skrifstofan enda hefur umfang íþróttanna aukist verulega á síðustu áratugum. En í gegnum árin hefur Gitta sinnt óteljandi verkefnum – allt frá því að reikna laun og færa bókhald yfir í að merkja búninga og skipuleggja fjáraflanir. Gitta hefur auk þess aðstoðað foreldra, iðkendur og þjálfara óspart við að greiða úr ýmsum málum og það frá morgni til miðnættis nánast alla daga.
Kristín hefur upplifað margt á löngum tíma í Gróttu en nokkrar minningar standa upp úr: „Það var auðvitað ævintýralegt þegar meistaraflokkur kvenna í handbolta, undir stjórn Kára (Garðarssonar), vann þrefalt árið 2015. Þetta var svo frábært lið og að taka þrjá titla sama tímabilið....þetta var bara ótrúlegt. Það sem kemur sömuleiðis upp í hugann er þegar meistaraflokkur karla í fótbolta fór upp í efstu deild árið 2019. Og það sem nýliðar í deildinni,“ segir Gitta sem fylgdist með streði meistaraflokksins við að komast upp úr 3. deild fyrstu ár
Gitta með 2. flokki karla á Dana Cup árið 2003

og tólf árum síðar gerðist hið ótrúlega:
„Það var sérstakt að átta sig á því að við værum að fara að spila í efstu deild á móti öllum þessum stærstu félögum. En því miður var 2020 einmitt Covidárið mikla svo við misstum til dæmis af því að spila heimaleikinn við KR sem hefði verið stór stund.“ Raunar segir
Gitta að starfið í fótboltanum hafi tekið stakkaskiptum síðustu tvo áratugi:
„Það er stutt síðan að engar stelpur æfðu fótbolta í Gróttu. Nú erum við með glæsilegan meistaraflokk þar sem margar heimastelpur eru í lykilhlutverki og aftur og aftur eigum við fulltrúa í yngri landsliðum kvenna. Fyrir utan auðvitað Hákon og Orra.
hefði mér ekki dottið í hug fyrir ekki svo löngu.“ Gitta minnist sömuleiðis á fimleikadeildina: „Það má segja að í gegnum árin hafi mestur stöðugleiki fylgt fimleikastarfinu í Gróttu. Við höfum yfirleitt haft framúrskarandi þjálfara við störf og alltaf boðið upp á metnaðarfullt starf. Aðstaðan var um tíma óboðleg en fimleikafólkið okkar á heiður skilinn fyrir hvernig staðið var að málum áður en við fengum nýtt fimleikahús.“
Talandi um aðstöðumál. Er Kristín sátt við uppbyggingu íþróttaaðstöðunnar hér í bænum? „Nýja fimleikahúsið okkar er frábært en það hefði mátt vera stærra. Við getum til dæmis ekki boðið upp á áhaldafimleika fyrir stráka sem mér finnst miður. Annars finnst mér breytingarnar hér í íþróttahúsinu hafa tekist mjög vel og ég heyri ekki annað en að Gróttufólk sé ánægt,“ segir Gitta og víkur svo talinu að knattspyrnuvellinum. „Það breytti öllu að fá gervigrasið árið 2006 og vallarhúsið þremur árum síðar. En í dag er árið 2023 og aðstaðan nánast óbreytt. Það sjá allir að dæmið gengur ekki upp. Iðkendum hefur fjölgað um ca 50% á þessum tíma, við erum með meistaraflokka karla og kvenna en samt bara fjóra búningsklefa. Það þarf að finna lausn á þessu og að sjálfsögðu skipta um gervigras sem
„Ég tek það fram að í gegnum tíðina hefur Grótta átt duglega og metnaðarfulla þjálfara sem hafa á sama tíma verið mjög góðar mennskjur."

Við spyrjum Kristínu hvernig íþróttirnar hafa breyst á þeim tíma sem hún hefur starfað í íþróttahreyfingunni. Og það stendur ekki á svörum:
„Það hefur margt breyst og það til hins betra. Ég er sannfærð um að í dag læra börn mikið meira af því að stunda skipulagðar íþróttir en fyrir 20-30 árum. Það eru gerðar kröfur um að þjálfarar mennti sig í faginu og nálgist börnin af meiri virðingu en áður. Góðir þjálfarar geta kennt krökkunum fleira en íþróttina sjálfa – eins og að vinna í hóp og að takast á við bæði sigra og töp. Ég lít svo á að íþróttahreyfingin sé ekki bara að ala upp íþróttafólk heldur líka manneskjur,“ segir Gitta og heldur áfram. „Og ég tek það fram að í gegnum tíðina hefur Grótta átt duglega og metnaðarfulla þjálfara sem hafa á sama tíma verið mjög góðar mennskjur. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst svona mörgum góðum þjálfurum ásamt auðvitað stjórnarfólki og samstarfsfólki hér á skrifstofunni. Þegar ég lít til baka þá eru það þessi tengsl og vinskapur sem stendur upp úr.“
En hvað tekur nú við að starfsferlinum loknum?
„Ég hlakka til að geta varið meiri tíma með barnabörnunum en þau eru fimm talsins. Svo þarf ég að lækka forgjöfina í golfinu, þetta er ekki alveg nógu gott,“ segir Kristín og hlær en við sem komum að útgáfu blaðsins notum tækifærið hér og nú og þökkum Gittu kærlega fyrir sitt ríkulega framlag til íþróttafélagsins Gróttu og óskum henni alls hins besta.

Jón ásamt Gróttubörnum sínum Jóni Tryggva og Mjöll.
Magnús Örn Helgason og Gitta á ársþingi
UMSK árið 2014 þar sem bæði hlutu viðurkenningar fyrir vel unnin störf.
Gitta með fjölskyldunni.
Meistaraflokkur tollerar Gittu haustið 2010 eftir að sæti í 1. deild var tryggt.

Þorsteinn Ingason formaður


Hildur Ólafsdóttir

Harpa Frímannsdóttir varaformaður og mfl. ráð kvenna



Rafvirkjar sf óska Gróttufólki gleðilegra jóla og þakka fyrir samstarfið á liðnum árum
barna- og unglingaráð
Kristín Huld Þorvaldsdóttir mfl. ráð kvenna
Helgi Héðinsson barna- og unglingaráð
Stefán Bjarnason mfl. ráð kvenna






















„Eins og ég sé að taka við liði úti á landi“
Viðtal við Matthías Guðmundsson þjálfara meistaraflokks kvenna

Matthías Guðmundsson er nýjasta viðbótin við þjálfarahópinn á Seltjarnarnesinu. Matthías var á sínum tíma hraður og áræðinn sóknarmaður og átti glæsilegan feril með Val og FH. Hann kemur til Gróttu frá Hlíðarenda þar sem hann var aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals síðustu tvö tímabil og tekur nú við sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari.
Kvennalið Gróttu býr sig nú undir nýtt líf eftir sitt besta tímabil í sögunni. Matthías er nýi maðurinn í brúnni en hann telur sig vera með spennandi leir í höndunum. Matthías ræddi lífið „úti á landi“, hvernig fótbolta hann vill spila og sitt fyrsta starf sem aðalþjálfari meistaraflokks.
Hvernig finnst þér Grótta hafa tekið á móti þér þessar fyrstu vikur?
Frábærlega. Mér líður mjög vel. Mér finnst svolítið eins og ég sé að taka við liði úti á landi. En samt er ég bara fimm og hálfa mínútu að keyra heim í Hlíðarnar. Samfélagið hérna er svo þétt. Þessi þekkir þennan og þennan og þennan. Ég finn einhverja samstöðu. Ég finn fyrir batteríinu hjá þjálfurnum
hérna á skrifstofunni. Mér leið strax mjög vel og fannst vel tekið á móti mér.
Hvers vegna Grótta?
Ef ég á að vera hreinskilinn þá var ég ekki endilega að pæla í að yfirgefa Val. Grótta hafði samband og hafði svo aftur samband. Ég ákvað að kýla á fund. Eftir það var eiginlega ekki aftur snúið. Það fór allt á fullt í huganum mínum og mér finnst þetta ótrúlega spennandi. Mér finnst ég vera tilbúinn til að vera aðalþjálfari. Ég var búinn að þjálfa yngri flokkana í Val í mörg ár, en vildi ákveðinn grunn áður en ég tæki við meistaraflokksstarfi. Ég hef fengið tilboð frá meistaraflokksliðum undanfarin ár en vildi fara þessa leið.
Hvernig líst þér á Gróttuliðið sem þú ert með í höndunum?
Þær komu mér svolítið á óvart í fyrra. Eiginlega bara ótrúlega vel gert hjá þeim - að komast í úrslitaleik undir lokin. Við eigum eftir að sjá hvernig hópurinn verður en fyrstu vikurnar hafa verið mjög góðar. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa Melkorku aðstoðarþjálfara með mér. Hennar styrkleikar nýtast okkur vel og vega upp mína veikleika. Ég held að það sé frábær blanda í þjálfarateyminu. Ég fylgdist aðallega með með Bestu deildinni í fyrra, en það þarf ekki að vera alslæmt að koma nýr inn og þekkja kannski ekki alla leikmenn út og inn. Þó það hafi gengið frábærlega í fyrra getur verið gott að kynnast einhverju nýju. Maður er í þessu til að vinna. Á sama
Matthías Guðmundsson þjálfarri meistaraflokks kvenna.

tíma pæli ég mikið í því að leikmennirnir vaxi líka sem persónur. Minn bakgrunnur er þar og ég lagði mikla áherslu á það hjá Val.
Hvenær byrjaðir þú að velta fyrir þér að verða þjálfari?
Á seinni árum ferilsins. Það komu tvö tímabil þar sem ég tók lítinn þátt vegna meiðsla. Á þeim tíma fór ég mikið að pæla í þjálfun og fór að spila þetta í heilanum á mér. Þessi gerði þetta svona. En hann gerði þetta svona. Ég segi ekki að þetta hafi komið snemma. Ég var ekki alveg þessi týpa. En smám saman fór þetta að krukkast í heilanum á mér.
Ég hef hitt fullt af fólki sem fannst ég ekki vera týpan til að fara út í þjálfun. Ég fæ alveg að heyra það úti á götu.
En mér finnst þetta eiga vel við mig. Ég er alveg rosalega mikill pælaragæi. Ég er alltaf að pæla í hinu og þessu. Ég átti ógeðslega mikið í heilanum mínum af alls konar hlutum.
Mig grunar að þetta sjónarmið sé komið til vegna þess að á árum áður fóru sömu karakterarnir að þjálfa. Gaurar sem létu menn heyra það. Háværar fyrirliðatýpur og voru mjög „vocal“. Maður var alveg smá svoleiðis þegar fór að líða á ferilinn en þó ekki á brjáluðu stigi. Mig grunar að það séu einhverjir sem hafi haldið að maður væri ekki með röddina. Á sama tíma var ég alltaf mikill pælari og hafði áhuga á taktik.
Hvað sérðu líkt við fótboltanum sem þú vilt spila og hvernig þú varst sem leikmaður? Ég var sjálfur mjög fljótur og svo má deila um það hvort maður náði alltaf að nýta sér það til hins ítrasta. Það var mitt vopn. Hraður fótbolti hefur alltaf heillað mig. Að sjá ákefð.
Ég finn mikla fylgni milli ákefðarinnar og velgengni. Við í Val unnum marga leiki þegar ákefðin var minni en það var alltaf munur þegar ákefðin var ekki til staðar. Það var ekki hægt að stóla á að vinna leiki án hennar. Þessir hlutir telja mikið.

Lítið dæmi, þá spiluðum við í Val í Meistaradeildinni gegn austurríska liðinu St. Pölten. Fyrri leikurinn fór aðeins í vaskinn. Síðan sáum við ákefðartölurnar frá þeim austurrísku og það var gígantískur munur á þeirra liði og okkur í ákefð. Maður sá það með augunum en ákefðin fór með okkur. Valur var samt 60% með boltann gegn 40%. Eftir að hafa horft á leikinn til baka var þetta ekki endilega hlaup upp kantinn og fyrirgjöf. Heldur voru þetta frekar hlaupin til baka. Ég fór því djúpt í þessa pælingu og fór að skoða hvort þetta væri mögulega menningarmunur. Það er spurning hvort það séu of margir leikmenn sem komast upp með að hlaupa bara í aðra áttina hér á landi.
Hvernig er lífið utan fótboltans?
Ég vinn í Ísaksskóla og kenni fimm til níu ára börnum leikfimi. Ég er giftur maður með þrjú börn og svo er ég með einn hund líka. Það er nóg að gera, en ég fíla það. Það hentar mér vel. Fótboltinn hefur aldrei farið frá manni og hefur alltaf átt stóran sess í mínu lífi. Og fjölskyldunnar líka. Konan mín hefur mætt á alla leiki nánast síðan við kynntumst.
Mér finnst ótrúlega gaman að fara til útlanda með fjölskyldunni. Það er ekki mikill tími sem maður finnur í það en við höfum átt góðar ferðir saman. Það er týpískt svar að svara einhverju svona. En lausi tíminn minn fer alveg skuggalega mikið í fótbolta. Eftir mikla vinnutörn í fótboltanum get ég samt alveg hugsað mér að vera bara heima að horfa á Nottingham Forest á móti Brentford. Ég fer alveg létt með það.
Matthías Guðmundsson ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna og Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir framlengir samning sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.

María Lovísa Jónasdóttir
og Arnþór Páll Hafsteinsson
eru leikmenn meistaraflokks. Kynnumst þeim aðeins betur!
Hægt að treysta á Sigrúnu ef allt fer úr böndunum
Nafn: María Lovísa
Gælunafn: Stundum kölluð Mæja
Aldur: 20 ára
Staða á vellinum: Kantur
Hvenær byrjaðiru að æfa fótbolta og af hverju? Byrjaði 6 ára, fannst þetta spennandi þannig mamma sendi mig á æfingu og það var ekki aftur snúið
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik í meistaraflokki? Held það hafi verið í lok árs 2018
Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Gossip girl
Fyndnasti liðsfélaginn? Rakel getur verið frekar grilluð
Hverri er erfiðast að mæta á æfingu? Kolfinnu
Sætasti sigurinn? HK á útivelli síðasta sumar
Súrasta tapið? Fylkir á heimavelli í sumar
Hvað borðaru fyrir leiki? Oftast brauð með einhverju áleggi
Hver er alltaf síðust úr klefanum? Kolla
Uppáhalds jólahefð? Við fjölskyldan erum með secret santa
það er alltaf skemmtilegt
Ef þú værir bæjarstjóri Seltjarnarness í einn dag, hverju myndiru breyta? Myndi henda í nýtt gervigras á Vivaldi
Ertu A eða B manneskja? A manneskja
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt
Fengi Tinnu Brá aftur í markið
Nafn: Arnþór Páll Hafsteinsson
Gælunafn: Addi
Aldur: 21 árs
Staða á vellinum: Framherji
Hvenær byrjaðiru að æfa fótbolta og af hverju? Ég byrjaði þegar ég var 5 ára. Pabbi minn hefur sennilega komið mér út í þetta.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik í meistaraflokki? Ég spilaði fyrsta keppnisleikinn 2021
Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Svínasúpan! Fyndnasti liðsfélaginn? Gabríel Hrannar er hrókur alls fagnaðar. Stundum er líka gott að setja tíkall í Arnar Daníel. Þá er mikið hlegið.
Hverjum er erfiðast að mæta á æfingu? Patrik Orra. Alveg nokkur hestöfl í þeim manni.
Sætasti sigurinn? Örugglega á móti Grindavík heima á síðasta tímabili
Súrasta tapið? Á móti Vestra úti á síðasta tímabili, það var virkilega súrt
Hvað borðaru fyrir leiki? Nóg af kolvetni eða bensín eins og ég kalla það
Hver er alltaf síðastur úr klefanum? Ég held að Ívan Óli gisti stundum í klefanum
Uppáhalds jólahefð? Alltaf gaman að skreyta piparkökuhúsið með nánustu
Ef þú værir bæjarstjóri Seltjarnarness í einn dag, hverju myndiru breyta? Ég myndi tvímælalaust skella nýju gervigrasi og innanhúshöll á Nesið og kannski fjölga klefum knattspyrnudeildar Gróttu, ef fjármagn leyfir
lið, hvern myndiru velja? Myndi fá Tinnu Brá aftur í markið
Hver er líklegust í liðinu til að gleyma takkaskóm í útileik?
Elín Helga
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta? Nei ekkert sérstakt
Skemmtilegasta að gera á æfingu? Spila eða skotkeppni
En leiðinlegasta? Hlaupa
Eftirminnilegt augnablik úr boltanum? Erfitt að velja bara eitt, áttum nokkra sæta sigra síðasta sumar
Hvað færðu þér í bragðaref? Oreo, nutella og jarðarber
Ef þú værir föst á eyðieyju og gætir tekið þrjá leikmenn meistaraflokks með þér, hverja myndiru taka og af hverju?
Tæki Margréti Rán til að sjá um að redda okkur heim, Kollu til að slúðra um eitthvað skemmtilegt á meðan við værum þarna og Sigrúnu, myndi treysta á hana ef allt færi úr böndunum.
Besta augnablik í ár með Gróttu? Sigur á Fylki í bikarnum
Önnur góð Gróttuminning? Æfingaferð til Jerez klikkar ekki
Ertu A eða B manneskja? A-maður, morgunstund gefur gull í mund!
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið, hvern myndiru velja? Eyþór Wöhler frá Breiðablik, hann er vannýttur í Kópavoginum
Hver er líklegastur í liðinu til að gleyma takkaskóm í útileik?
Sennilega nýliðinn hann Valdimar Daði, sá er utan við sig
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta? Nei í rauninni ekki, bara góður undirbúningur fyrir leiki og æfingar
Skemmtilegasta að gera á æfingu? Reiturinn og Spilið
En leiðinlegasta? Það verður að vera upphitunin
Eftirminnilegt augnablik úr boltanum? Þegar Ívan Óli skoraði hjólarann og gerði allt vitlaust!
Hvað færðu þér í bragðaref? Er mikill ís í brauðformi maður, en ef ég þyrfti að velja þá væri það lúxusídýfa, kökudeig og Mars
Ef þú værir fastur á eyðieyju og gætir tekið þrjá leikmenn meistaraflokks með þér, hverja myndirðu taka og af hverju?
Rafa er fyrstur á blað. Byggður eins og grískur guð, ljúfur og lausnamiðaður. Næstur er það Tareq. Hann myndi stytta langa daga á eyjunni með gríni sínu og glensi. Síðastur en ekki sístur er Gussi. Hann er sjómaður mikill og myndi sigla okkur heim.
Besta augnablik í ár með Gróttu? Æfingaferðin til Manchester og Montecastillo var mjög góð
Önnur góð Gróttuminning? Sennilega þegar við komumst í undanúrslit Íslandsmótsins í 3. flokki, Óskar Hrafn skólinn


„Segja gervigrasið hættulegt“
Leikmenn Gróttu með ákall til bæjaryfirvalda
Í september rituðu þau Arnar Þór Helgason, Kristófer Orri Pétursson, Kristófer Melsteð, Pétur Theodór Árnason og Tinna Bjarkar Jónsdóttir opið bréf til bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Fimmmenningarnir eiga það sameiginlegt að hafa spilað yfir 100 leiki með meistaraflokki Gróttu en þau stigu fram fyrir skjöldu í haust og gagnrýndu harðlega ástandið á Vivaldivellinum, heimavelli Gróttu. Að sögn leikmannanna er gervigrasið löngu komið á tíma og vallarhúsið sprungið.
Framganga leikmannanna vakti athygli og var fjallað um málið á MBL, DV og Fótbolta.net og sömuleiðis sköpuðust líflegar umræður í Fésbókarhópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Með bréfinu fylgdi samantekt á uppbyggingu sem hefur verið á knattspyrnuaðstöðu í öðrum sveitarfélögum á síðustu árum, svo sem í Garðabæ, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Reykjavík og á Selfossi.
Fróðlegt verður að sjá hvort að bæjaryfirvöld bregðist fljótt við ástandinu. Varla vill fólk að knattspyrnuiðkendur, ungir eða eldri, spili á óöruggumvelli eða hafi ekki aðgang að búningsklefa. Nýlega bárust fréttir frá Ísafirði þar sem bæjaryfirvöld þar flýttu framkvæmdum á knattspyrnusvæði Vestra eftir að karlalið félagsins komst upp um deild. Það sýnir að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.




Grótta er fjölskylduklúbbur
Gabríel og Paul ráðnir yfirþjálfarar
Þeir Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Paul Westren munu leiða starf yngri flokka knattspyrnudeildar Gróttu næstu tvö árin en þeir skrifuðu undir samninga þess efnis í júlí sl. Þeir munu sinna yfirþjálfarastörfum í sameiningu og þjálfa yngri flokka félagsins.
Paul er Englendingur sem fæddur árið 1980 og kom til starfa hjá Gróttu sumarið 2021. Hann hefur komið víða við á sínum ferli og meðal annars þjálfað í Síerra Leóne, Kína og Lesótó. Paul tók við starfi yfirþjálfara haustið 2022 og stýrði deildinni á síðasta tímabili á krefjandi tímum þar sem mikil hreyfing var á þjálfarahópnum. Gabríel er fæddur árið 1999 og skipti yfir í Gróttu úr KR árið 2018. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann talsverða reynslu af þjálfun og útskrifaðist í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Gabríel á að baki 59 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu.
Paul: „Ég er mjög glaður að fá tækifæri til að halda áfram að vinna fyrir Gróttu. Eitt af einkennum félagsins er að halda vel utan um uppalda leikmenn og hjálpa þeim að taka skrefið upp í meistaraflokk og því viljum við halda áfram. Grótta er fjölskylduklúbbur og við viljum styðja við bakið á öllum sem taka þátt í starfinu og búa til jákvætt og hvetjandi umhverfi á Vivaldivellinum.“
Hildur Ólafsdóttir hjá barna- og unglingaráði segir spennandi tíma framundan hjá knattspyrnudeildinni: „Við erum gríðarlega ánægð með að hafa samið við bæði Gabríel og Paul til tveggja ára. Markmiðið er að bjóða öllum Gróttukrökkum upp á framúrskarandi gott starf og teljum að það muni klárlega takast með góðum hópi þjálfara og þá Gabríel og Paul við stjórnvölinn.“
Gabríel: „Ég er gríðarlega spenntur að taka þátt í að efla það góða starf sem unnið hefur verið í Knattspyrnudeild Gróttu undanfarin ár. Ég trúi því innilega að í Gróttu sé unnið eitt besta yngri flokka starf á landinu – félagið hefur alið af sér leikmenn sem eiga möguleika á að ná í fremstu röð og samfélagslegi þátturinn hefur sömuleiðis verið sterkur þó að alltaf megi gera betur. Það er heiður að fá tækifæri til að hafa áhrif og vera í forystuhlutverki.“
Ritnefnd: Jórunn María Bachmann Þorsteinsdóttir, Jóhann Páll Ástvaldsson, Magnús Örn Helgason, Eyjólfur Garðarsson Hönnun og umbrot: Elsa Nielsen Myndir: Eyjólfur Garðarsson
3+4 = 7 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota á Íslandi býður sjö ára ábyrgð með öllum nýjum bílum
Frá stofnun hefur Toyota vandað sig við að rækta sambandið við viðskiptavini með ö ugri þjónustu. Með Toyota sjö ára ábyrgð leggjum við grunninn að enn betra langtíma sambandi