

EY óskar Gróttu og íbúum Seltjarnarness, gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík s. 595-2500, ey@ey.is
EY óskar Gróttu og íbúum Seltjarnarness, gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík s. 595-2500, ey@ey.is
Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu.
Liðið ár hefur verið róstursamt fyrir knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi. Rótgróin mein hafa dvalið í flestum kimum samfélagsins og er íþróttahreyfingin ekki undanskilin. Mikilvægt er að uppræta meinsemdirnar hvar sem þær finnast. Með því er ekki kastað rýrð á það góða sem gert hefur verið.
Á Seltjarnarnesi er rekið öflugt íþróttastarf. Grótta hefur samþykkt jafnréttisáætlun, forvarnarstefnu og siðareglur fyrir alla í starfinu. Allar deildir félagsins hafa hlotið gæðastimpil frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélög. Við trúum því líka að starfið sé raunverulega til fyrirmyndar. Stefnur og áætlanir séu ekki bara orðin tóm. Fólk sé vakandi fyrir veikleikum, opið fyrir ábendingum og taki á vandamálum. Það er eins með starfið í Gróttu og í öðrum íþróttafélögum; það er of dýrmætt til að sofið sé á verðinum.
Við hvetjum krakkana til að koma saman úti á velli til að eflast að heilbrigði og félagsþroska, en umfram allt til að njóta þess að vera börn að leik í öruggu umhverfi. Markmið við æfingar og í keppni eiga að fóstra heilbrigðan metnað og stuðla að ánægju. En líka að kenna viðbrögð við mótlæti, gildi samvinnu í liði, gagnkvæma virðingu og vináttu hvernig sem viðrar.
Hjá knattspyrnudeild Gróttu eru afrekslið meistaraflokkanna svo ekki bara flaggskip. Þau eru mikilvægur hluti af hringrásinni í starfinu, frá þeim yngsta til þess elsta. Afreksliðin þurfa öðrum fremur að vera til fyrirmyndar og þau eru það svo sannarlega á Vivaldivellinum, enda undirstaðan heilbrigð.
Við getum verið stolt af starfinu í knattspyrnudeild Gróttu á árinu 2021. Aldrei hafa fleiri börn og ungmenni verið skráð til þátttöku. Stúlkum heldur áfram að fjölga í starfinu og gott samstarf við nágranna okkar í KR í eldri stúlknaflokkum var tekið til endurskoðunar á árinu, í þágu iðkenda. Bæði félögin binda miklar vonir við samstarfið.
Sendifulltrúar knattspyrnudeildar Gróttu í afreksstarfi hafa aldrei verið fleiri; bæði í yngri landsliðum karla og kvenna og erlendis hjá atvinnuknattspyrnuliðum. Hákon Rafn Valdimarsson vann það afrek á árinu að verða fyrstur
uppalinna Gróttumanna til að vera valinn í A-landslið karla.
Talsverð endurnýjun hefur orðið í starfsliðinu. Aðalþjálfarar meistaraflokka félagsins, Ágúst Gylfason og Magnús Örn Helgason, hurfu til annarra starfa. Báðum er þökkuð frábær störf. Á engan er hallað þegar sagt er að landsliðsþjálfarinn Magnús Örn hafi drýgst lagt af mörkum til starfs deildarinnar síðastliðinn áratug. Verður það seint fullþakkað.
Spennandi tímar eru framundan í starfi meistaraflokkanna undir forystu Chris Brazell og Péturs Rögnvaldssonar, sem báðir eru fólki á Nesinu að góðu kunnir. Þrír enskir þjálfarar eru nú komnir til starfa hjá deildinni. Hafa ensku innrásinni fylgt ferskir vindar, nýjar hugmyndir og áherslur sem víkkað hafa sjóndeildahring þeirra sem fyrir eru.
Fyrst rædd er endurnýjun í starfinu vil ég geta þess hér, að í upphafi mánaðar lét ég af störfum sem formaður deildarinnar og vék úr stjórn fyrir nýju fólki. Allt hefur sinn tíma. Árin í stjórn deildarinnar hafa gefið mér margt en nú er góður tími fyrir breytingar. Stjórn valdi Þorstein Ingason úr sínum röðum til að taka við keflinu. Er hann afar vel til þess fallinn og ég óska honum alls hins besta. Ég hlakka til að taka þátt í fótgönguliðastarfinu.
Íþróttafélag eins og Grótta eru einstök samtök. Félagið er ekki þjónustufyrirtæki sem losar fólk við verkefni eða áhyggjur, eða framleiðir afburðafólk gegn greiðslu. Heldur ekki opinber stofnun sem vinnur kerfisbundið úr kröfum íbúanna. Grótta er lifandi grasrótarhreyfing hverfisins; hvorki betri né verri en fólkið sem þar býr, starfar og leggur henni lið. Þegar vel er á haldið gefur félagið okkur sameiginlegan tilgang, vettvang þar sem allt er lagt til hliðar sem greinir í sundur. Stað þar sem allir eru í sama liði.
F.h. stjórnar óska ég ykkur gleðilegra jóla og þakka samstarfið á liðnum árum.
Eftir Pepsi-árið 2020 voru Gróttumenn mættir í Lengjudeildina á ný. Reynslunni ríkari og með metnað til að spila af krafti, skemmta áhorfendum og ná árangri. Sumarið var kaflaskipt – Grótta vann 11 leiki, gerði 2 jafntefli og tapaði 9 sinnum og 6. sætið niðurstaðan. Eitt markmið náðist með glans því leikir Gróttuliðsins voru oft á tíðum ótrúlega fjörugir og tókst liðinu að skora 52 mörk! Aðeins meistaralið Fram skoraði meira.
Ágúst Þór Gylfason hélt áfram sem
þjálfari Gróttu en Chris Brazell var ráðinn sem nýr aðstoðarþjálfari.
Gróttuliðið náði í 8 stig í
Lengjubikarnum en annað árið í röð var ekki mögulegt að fara utan í æfingaferð vegna Covid-faraldursins. Æfingabann skall á í lok mars en sem betur fer náðist að hefja mótin á réttum tíma.
Íslandsmótið var flautað á þann 7. maí og hófu Gróttumenn leik á 4-3 sigri á Þór frá Akureyri. Tap fyrir Fjölni fylgdi í næsta leik en í þriðju umferð var sannkölluð flugeldasýning á
Vivaldivellinum þar sem Grótta sigraði Vestra 5-0. Eftir þessa frábæru byrjun í maí kom júní þar sem ekkert gekk upp. Grótta missti unna leiki niður í jafntefli og tapaði svo þremur í röð. Um tíma stefndi liðið í átt að fallbaráttu en í júlí sneru strákarnir við blaðinu.
Fyrri umferð lauk með eftirminnilegum sigri á ÍBV í Vestmannaeyjum og í kjölfarið fylgdi sigur á Fjölni og töp á Akureyri og Ísafirði. Það þýddi að Grótta vann aðeins einn af sex leikjum sínum á grasi sumarið 2021. Spurning hvort drengirnir þurfi að nýta Valhúsahæðina betur á næsta ári? Eftir Verslunarmannahelgi átti Grótta áhugaverðan kafla þar sem fjórir leikir í röð unnust 2-1. Skyndilega var annað sætið ekki svo fjarlægt en hinir óstöðvandi Framarar slökktu í síðustu vonum Gróttu í lokaleik ágústmánaðar. Fram gerði sér lítið fyrir og vann deildina á stigameti og án þess að tapa leik.
Gróttumenn enduðu í 6. sæti sem var vafalítið undir væntingum. Hins vegar var hægt að gleðjast yfir mörgu – til dæmis átti Grótta leikmann ársins og markakóng deildarinnar en Pétur
Theódór Árnason skoraði hvorki meira né minna en 23 mörk og var eftir tímabilið keyptur til Breiðabliks sem rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum.
Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var keyptur til Elfsborg
í sænsku úrvalsdeildinni á miðju tímabili en Jón Ivan Rivine stóð á milli
stanganna eftir brotthvarf Hákons og gerði vel. Hinn 18 ára gamli Kjartan Kári
Halldórsson átti frábært sumar – Kjartan skoraði 9 mörk og sendi annað eins af stoðsendingum og vann sér inn sæti í U19 ára landsliði Íslands.
MÖGNUÐ STAÐREYND:
Tímabilið 2021 var það fyrsta frá árinu 2013 þar sem karlalið Gróttu hvorki fellur né kemst upp um deild!
Það er óhætt að hlakka til ársins 2022.
Gróttumenn halda vonandi áfram að raða inn mörkum og byggja upp lið með skemmtilegri blöndu ungra drengja og aðeins eldri leikmanna sem hafa staðið vaktina í bláu treyjunni síðustu 4-5 árin.
Þjálfari: Ágúst Gylfason
Aðstoðarþjálfari: Chris Brazell
Markmannsþjálfari: Gísli Þór Einarsson
Styrktarþjálfari: Þór Sigurðsson Sjúkraþjálfari: Jón Birgir Kristjánsson
hélt norður á Sauðárkrók þar sem hann spilaði með Tindastól í 2. deild.
„Tímabilið með Tindastól leit hrikalega vel út á pappír, en við náðum aldrei neinu flugi það sumarið. Eftir tímabilið var ég mjög efins um framhaldið
karla og ákvað að hringja í Venna og heyra í honum hljóðið.
„Úlfur Blandon var að þjálfa Gróttu á þessum tíma og mér skilst að hann hafi spurt Stefán út í mig. Stefán hringdi með þau skilaboð að Grótta væri að leita
Gummi fyrirliði og Brynjar Steinþórsson sem voru álitnir á undan Venna í goggunarröðinni.
„Ég mætti á æfingar til reynslu ásamt öðrum strák frá Breiðablik, sem ég man ekki hvað heitir. Hann mætti tvisvar eða
þrisvar og sást svo aldrei aftur. Þetta var ekki blóðugasta barátta um stöðu í liði sem hægt er að hugsa sér, en ég man samt að ég sá þennan Blika sem einhvern sem var fyrir mér á leið minni í hópinn hjá Gróttu.”
„Á undirbúningstímabilinu spiluðum við í C-deild Lengjubikarsins og Brynjar var meiddur. Ég og Gummi spiluðum alla leiki saman í miðri vörninni og stóðum okkur vel. Við komumst í úrslitaleikinn gegn Magna frá Grenivík og á þeim tíma var Brynjar kominn til baka eftir meiðslin. Hann fór beint í byrjunarliðið með Gumma, en ég býst við að ég hafi staðið mig það vel að Úlfur vildi halda mér í liðinu. Ég spilaði því þennan úrslitaleik sem djúpur miðjumaður og til að gera langa sögu stutta þá unnum við Lengjubikarinn þetta árið eftir vítaspyrnukeppni.”
Ferðaðist um landið og skaut í tréverkið
Eftir því sem ritstjóri best veit er óhætt að segja að Sigurvin hafi spilað meira og minna alla leiki síðan sem djúpur miðjumaður hjá Gróttu. Alltaf verið í byrjunarliðinu nema í einstaka tilfellum, og að sjálfsögðu þegar um leikbönn og meiðsli var að ræða.
„Þetta sumarið förum við upp. Við lendum í öðru sæti á eftir ÍR og ég átti mjög gott tímabil. Ég minnist þessa tímabils sem ársins þar sem ég ferðaðist um landið og skaut í slánna. Ég held að ég hafi skotið 8 eða 9 sinnum í tréverkið!. Í rauninni var þetta orðið hlægilegt, strákarnir tóku þetta fyrir í lokahófsmyndbandinu og gerðu grín af mér. Hlægilegt en samt sorglegt, ég ætti
að vera með töluvert fleiri mörk skoruð á ferlinum,” segir Venni og brosir.
Samkvæmt heimsíðu KSÍ er Venni með 6 mörkuð skoruð á ferlinum í 177 leikjum og því skiljanlega svekktur með að hafa ekki náð að hækka þá tölu þetta tímabilið.
Sumarið 2017 var virkilegt erfitt í Inkasso deildinni þar sem Grótta féll. Liðið náði aldrei flugi og endaði með 9 stig í neðsta sæti.
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason tóku við liðinu í framhaldinu og Grótta fór í algjöra naflaskoðun sem félag veturinn 2017/2018. Félagið setti sér skýr markmið. Grótta stefndi að því að vera stöðugt B-deildarlið, leikmannahópinn áttu að skipta yngri leikmenn en áður og sömuleiðis var reynt að fjölga uppöldum leikmönnum í meistaraflokki. Óskar og Halldór voru mennirnir sem leiddu þessar breytingar og stefnan var sett á að komast í Inkasso
deildinna á næstu 2 árum og halda sér þar í framhaldinu. Það hefur oft verið grínast með að þessi markmið hafi ekki náðst, en við tóku farsælustu ár í sögu Gróttu. Eins og margsinnis hefur verið fjallað um fór Gróttuliðið upp um tvær deildir á tveimur árum og spilaði í Pepsi Max deildinni 2020. Grótta var í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni. Nokkuð stór breyting varð á liðinu fyrir tímabilið 2018 þegar Guðmundur Marteinn sagði skilið við Gróttu eftir langan feril. Gummi sleit krossband sumarið áður og ákvað því að setja punkt aftan við ferilinn á Nesinu. Guðmundur gekk frá félaginu sem leikjahæsti leikmaður þess fyrr og síðar og klárlega einn af goðsögnum Gróttu.
Óskar og Halldór tóku þá ákvörðun að Sigurvin myndi taka við fyrirliðabandinu. „Ég var mjög stoltur af því að taka við bandinu, sérstaklega að taka við af Gumma, mér fannst það mikill heiður. Samstarfið með Óskari var mjög gott. Ég minnist þess samt alltaf að við vorum aðeins ósammála á fyrsta fundinum okkar. Það var aðeins tekist á um markmið liðsins. Ég var ekki alveg sammála því að Gróttuliðið ætlaði að taka sér tvö tímabil til að komast uppúr 2. deild, en það var ekkert stórmál. Mér fannst liðið bara klárlega eiga að setja stefnuna á að fara beint upp.”
Myndaðist óbiluð trú
Gróttuliðið endaði tímabilið 2018 í 2. sæti 2. deildar og fór því upp í Inkasso deildina „á undan áætlun.” Eins og áður sagði fór Grótta beint upp úr Lengjudeildinni sumarið 2019 sem var eitt það eftirminnilegasta í sögu Gróttu. Við spurðum því Venna um eftirminnilegustu leikina það árið og það voru tveir leikir sem honum fannst sérstaklega gaman að rifja upp.
„Leikur í Njarðvík í næst síðustu umferð tímabilsins. 2-1 baráttusigur eftir erfitt tap gegn Aftureldingu í leiknum á undan. Ég minnist þessa leiks aðalega vegna þess að rokið var svo rosalegt að þetta varð enginn fótbolti, bara barningur. Minna gaman svosem að spila svona leiki en alveg æðislegt að vinna þá. Með þessum sigri varð ljóst að sigur eða jafntefli í síðasta leiknum við Hauka myndi duga til að komast upp.”
„Svo var það klárlega leikur þrjú á tímabilinu fyrir norðan gegn Þór Akureyri. Við vorum komnir með 1 stig eftir fyrstu leikina og leikurinn því mjög mikilvægur. Þórsliðinu var spáð góðu gengi þetta sumarið, og Þórsvöllurinn sömuleiðis talinn einn erfiðasti útivöllurinn að heimsækja,” segir Venni og heldur áfram:
„Við byrjuðum leikinn frábærlega og eftir 7 mínútur vorum við komnir í 2-0. Á 11. mínútu fengu Þórsarar hornspyrnu, eftir hornspyrnuna datt boltinn fyrir fætur Alvaro Montejo, framherja Þórsara í teignum, þá tekur Bjarni Rögnvaldsson, núverandi formaður Kríu og bróðir ritstjóra, upp á því að tækla hann í magann. Á einhvern ótrúlegan hátt slapp Bjarni við rautt spjald en víti dæmt og Þórsarar komnir inní leikinn. Leik sem við gjörsamlega stjórnuðum fyrstu mínúturnar.”
Sem betur fer vannst þessi leikur gegn Þór 3-2 og strákarnir unnu þar sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Í framhaldi af þessum leik tapaði Grótta gegn Leikni Reykjavík en þá hófst ótrúlega rispa. Grótta spilaði 14 leiki í röð um miðbik móts án þess að tapa og liðið óvænt í toppbaráttu í ágúst.
„Ég var nú aðeins meiddur þetta tímabilið með rifu í liðþófa en mér var nú yfirleitt tjaslað saman. Samt sem áður var það ekki alltaf hægt og ég þurfti að horfa á nokkra leiki úr stúkunni. Tilfinningin mín á þessu tímabili var sú að liðið gæti ekki tapað. Sama hvort ég var inni á vellinum eða uppi í stúku þá leið mér alltaf eins og við myndum vinna þá leiki sem við spiluðum eða í versta falli gera jafntefli,” segir Venni og bætir við að það hafi myndast einhver óbilandi trú innan hópsins sem skóp þessa taplausu hrinu leikja sem varð síðan undirstaða sigurs Gróttu í Lengjudeildinni þetta árið.
Sigurvins Reynissonar verður minnst sem fyrirliða Gróttu í gegnum farsælustu ár liðsins. Nú hefur hann tekið ákvörðun um að stíga frá borði, en hver er ástæðan fyrir því?
„Ég var að hugsa um að kalla þetta gott eftir Pepsi Max tímabilið en mér fannst markmiðinu ekki náð. Markmiðinu sem við settum okkur sem lið 2018 um að festa Gróttu í sessi sem Lengjudeildarlið. Ég ákvað því að spila út 2021 og hjálpa til við að tryggja að Grótta héldi sér í Lengjudeildinni og helst gott betur en það. Núna finnst mér því markmiði hafa verið náð - liðið er á fínum stað með góðan hóp til að takast á við lífið í næst efstu deild. Mér finnst þó vera varasamt að hafa það að markmiði að halda sjó og ég tel persónulega að lið eigi að vera í stöðugu endurmatsferli á markmiðum sínum með tíð og tíma og þeim breytingum sem eiga sér stað dag frá degi. Ég hef samt engar áhyggjur í Gróttu í náinni framtíð.”
Við kveðjum Venna með þessum orðum og þökkum honum fyrir vel unnin störf fyrir félagið. Gróttublaðið óskar honum og hans fjölskyldu velferðar í framtíðinni og hlökkum til að sjá „Sigurvin vin minn”, eins og stuðningsmenn Gróttu sungu, í stúkunni á Vivaldivellinum næsta sumar.
Óskum þér og fjölskyldu þinni gleðilegrar hátíðar. Það var gaman að fá að vera með í för á árinu sem er að líða og við hlökkum til að eiga enn fleiri samverustundir með þér og þínum nánustu á nýju ári.
Gróttukonur voru á leið í sitt annað tímabil í Lengjudeildinni. Liðinu var spáð góðu gengi eftir ágæta frumraun árið 2020 og hóf Grótta sumarið af krafti með þremur sigrum í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Því miður einkenndu meiðslavandræði, óstöðugleiki og skortur á sjálfstrausti næstu vikur og undir lok sumars var Grótta í harðri og hnífjafnri fallbaráttu ásamt fimm öðrum liðum. Lokaumferðin spilaðist á versta veg. Gróttuliðið datt niður í fallsæti á síðustu mínútunum og féll á markatölu á meðan Augnablik bjargaði sér á ótrúlegan hátt. Það er ljóst að niðurstaðan er mikil vonbrigði og nú er stóra spurningin hvort að Gróttukonur bogni án þess að brotna og komi sterkari til baka.
Fyrir tímabilið var tilkynnt að Pétur Rögnvaldsson myndi þjálfa Gróttuliðið ásamt Magnúsi Erni Helgasyni en Pétur hafði verið aðstoðarþjálfari Magga árin 2019 og 2020. Markvörðurinn efnilegi Tinna Brá Magnúsdóttir var keypt til Fylkis í Pepsi Max deildinni í janúar og leit hófst að nýjum markverði. Hin bandaríska Maggie Smither gekk til liðs við Gróttu í apríl en fram að því leystust markmannsmál með ýmsum kúnstum.
Ekki náðist að klára Lengjubikarinn frekar en árið 2020 vegna Covid og eftir þrjá leiki skall á æfinga- og keppnisbann. Því var aflétt í lok apríl og notaði hópurinn þá tækifærið og fór í vel heppnaða æfingaferð til
Sauðárkróks þar sem var æft, keppt og leyndardómar Skagafjarðar kannaðir. Ferðin tókst vel og hugur var í hópnum fyrir komandi tímabili.
Eins og áður sagði byrjaði sumarið vel. Gróttukonur voru með sjö stig eftir fjóra leiki og féllu úr bikarnum í dramatískri vítakeppni í Mosfellsbæ. Fyrsti heimaleikur tímabilsins á móti ÍA var eftirminnilegur en María Lovísa skoraði sigurmarkið með þrumufleyg á lofti fyrr utan teig þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þrír leikir í röð töpuðust í júní og áföllin dundu yfir. Edda Björg datt út vegna álagsbrots, Sara Dögg meiddist á ökkla og Nína Kolbrún sleit krossband í leik við Hauka á Ásvöllum. Ömurleg
tíðindi fyrir Nínu sem hafði komið eins og stormsveipur inn í Gróttuliðið um vorið.
Eftir ágætan júlímánuð byrjaði ágúst hörmulega. Aftur þrír tapleikir í röð og fallbaráttan var orðin yfirþyrmandi. Frábær karaktersigur á HK í þriðju síðustu umferð þýddi að aðeins eitt stig þurfti í lokaleikjunum tveimur til að tryggja sæti í deildinni. Leikirnir voru við Augnablik og KR sem endaði á því að vinna deldina. Því miður gekk ekkert upp og fall niður í 2. deild staðreynd eftir tveggja ára veru í Lengjudeildinni.
Dramatískari endi hefði vart verið hægt að hugsa sér. „Taflan lýgur ekki” er
góður og gildur frasi en niðurstaðan
svíður þar sem aðeins eitt mark hefði þurft í mörgum leikjum Gróttu (eða HK) til að bjarga málunum.
Stærsta verkefni meistaraflokks kvenna frá því að liðið var sett á laggirnar árið 2016 er framundan:
Leikmenn, þjálfarar, stjórn og starfsmenn þurfa nú að leggjast á eitt og tryggja að þetta bakslag verði ekki til þess að krafturinn fari úr því öfluga kvennastarfi sem hefur verið unnið í Gróttu síðustu ár. Oft þarf að taka skref aftur á bak til að taka tvö áfram. Nú er tækifæri til að byggja upp og koma fljúgandi inn í Lengjudeildina á ný.
Þjálfari:
Magnús Örn Helgason
Þjálfari: Pétur Rögnvaldsson
Markmannsþjálfari: Gísli Þór Einarsson
Styrktarþjálfari: Þór Sigurðsson Sjúkraþjálfari: Garðar Guðnason
Eyrún Þórhallsdóttir
4. flokki – fædd 2008
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: 6 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Spila, killer og 1vs1.
En leiðinlegast: Upphitun.
Góð minning úr
fótboltanum: Í 5.fl á
Símamótinu þegar við unnum Stjörnuna og fórum í undanúrslit.
Með hvaða liðum heldurðu: Gróttu og Liverpool.
Uppáhalds fótboltakona/maður: Sara Björk, Alex Morgan, Lionel Messi og Lovísa Scheving. Uppáhalds jólamatur: Rjúpa.
Hrafn Sverrisson
4. flokki – fæddur 2009
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Þegar ég var 6 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Skotæfingar.
En leiðinlegast: Pressu reitur.
Góð minning úr
fótboltanum: Að spila á N1 mótinu með strákunum.
Með hvaða liðum heldurðu: Arsenal.
Uppáhalds fótboltakona/maður: Martin Ødegaard. Uppáhalds jólamatur: Kalkúnn.
Sigríður Sigurpálsdóttir Scheving
5. flokki – fædd 2010
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: 5 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Spila.
En leiðinlegast: Hlaupa hring.
Góð minning úr fótboltanum: Bæði Pæjumótin í Eyjum.
Með hvaða liðum heldurðu: Liverpool, Gróttu, Ísland og Frakkland.
Uppáhalds fótboltakona/maður: Ronaldinho. Uppáhalds jólamatur: Meðlætið og eftirmaturinn.
Gústaf Adolf Gústafsson
5. flokki – fæddur 2010
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: 6 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Örugglega spila.
En leiðinlegast: Halda á lofti.
Góð minning úr fótboltanum: N1 mótið.
Með hvaða liðum heldurðu: Arsenal.
Uppáhalds fótboltakona/maður: Nicolas Pepe. Uppáhalds jólamatur: Kalkúnn.
BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
6. flokki – fæddur 2012
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Þegar ég var 5 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Spil og stórfiskaleik og svo Killer.
En leiðinlegast: Skotæfingar stundum.
Góð minning úr fótboltanum: þegar ég var í marki þegar ég var 7 ára.
Með hvaða liðum heldurðu: Manchester United. Uppáhalds fótboltakona/maður: Ronaldo og Mbappe. Uppáhalds jólamatur: Lambakjöt.
6. flokki – fædd 2012
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: Þegar ég var 4 ára í Ameríku.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Að spila.
En leiðinlegast: Þegar við þurfum að standa á línunni og bíða.
Góð minning úr fótboltanum: Þegar ég við vorum að spila á æfingu ég skaut í stöngina og svo aftur með hægri og ég skoraði (er örvfætt).
Með hvaða liðum heldurðu: Real Madrid, Tottenham, Everton og Grótta.
Uppáhalds fótboltakona/maður: Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir. Uppáhalds jólamatur: Hamborgarhryggur.
7. flokki – fæddur 2014
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: 5 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Að spila og æfa innanfótasendingar.
En leiðinlegast: Að hlaupa.
Góð minning úr fótboltanum: Þegar ég fór á Norðurálsmótið.
Með hvaða liðum heldurðu: Manchester United. Uppáhalds leikmaður í Gróttu (karla eða kvenna): De Gea, Zlatan, Ronaldo, Bruno og Griezman. Uppáhalds jólamatur: Möndlugrautur og hangikjöt.
7. flokki – fædd 2014
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta: 2 ára.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Spila.
En leiðinlegast: Limbó og vera inni þegar það er vont veður . Góð minning úr fótboltanum: Þegar ég skoraði fyrsta mark á móti, á Nettómótinu.
Með hvaða liðum heldurðu: Liverpool, Gróttu og KR. Uppáhalds leikmaður í Gróttu (karla eða kvenna): Jórunn, Edda og Margrét og Axel.
Uppáhalds jólamatur: Vínarbrauð með skinku og osti.
Chris Brazell Mfl.kk, 4.fl.kvk, yfirþjálfari yngri flokka
Pétur Rögnvaldsson Mfl.kvk
Axel Ingi Tynes
5.fl.kk, 5.fl.kvk og 7.fl.kvk
Dom Ankers
2.fl.kk og 5.fl.kk
Gabríel Hrannar Eyjólfsson 4.fl.kk og 6.fl.kk
Arnar Þór Axelsson
2.fl.kk og 6.fl.kvk
Paul Westren
3.fl.kk og 3.fl.kvk
Jórunn María Þorsteinsdóttir 6.fl.kvk
Oliver Dagur Thorlacius
4.fl.kk og 5.fl.kvk
Pétur Már Harðarson
3.fl.kk, 7.fl.kk, 8.fl.kk og 8.fl.kvk
Hansína Þóra Gunnarsdóttir 8.fl.kk og 8.fl.kvk
Edda Steingrímsdóttir
María Lovísa Jónasdóttir
8. flokkur kvenna 2015-2016
8. flokkur karla 2015-2016
7. flokkur kvenna 2013-2014
7. flokkur karla 2013-2014
6. flokkur kvenna 2011-2012
6. flokkur karla 2011-2012
5. flokkur kvenna 2009-2010
5. flokkur karla 2009-2010
4. flokkur kvenna 2007-2008
4. flokkur karla 2007-2008
3. flokkur kvenna 2005-2006
3. flokkur karla 2005-2006
2. flokkur karla 2003-2004
Rán Rúnarsdóttir
Ragnar Björn Bragason Þór Sigurðsson Styrktarþjálfari
Á miðju síðasta sumri gekk hinn 20 ára gamli Hákon Rafn Valdimarsson til liðs við Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni frá Gróttu. Þegar þetta er ritað er Elfsborg í harðri Evrópubaráttu þegar 2 umferðir eru eftir af mótinu. Liðið situr í 4. sæti með 52 stig, 3 stigum frá toppnum. Gróttublaðið sló á þráðinn til Hákons. Við spurðum markvörðinn unga um lífið í Svíþjóð og báðum hann um að segja okkur frá knattspyrnuferli sínum, sem er vægast sagt óvenjulegur.
Við förum aftur til ársins 2007 þegar Hákon er 6 ára gamall og rifjum upp uppvaxtarárin hjá drengnum.
„Þrátt fyrir að sagan sé skemmtilegri þannig að ég hafi byrjað að æfa fótbolta í 3. flokk þá eru það ýkjur“ segir Hákon og glottir og vitnar í sögu sem gengið hefur um að hann hafi byrjað seint í fótbolta. „Ég byrjaði 6 ára gamall að æfa fótbolta, en ekki sem markmaður heldur sem hafsent. Við bjuggum í Vesturbænum og ég fór í Melaskóla og æfði bæði handbolta og fótbolta í KR. Það er gaman að segja frá því að á þessum tíma var Halldór Árnason að þjálfa mig“ segir Hákon en Halldór var aðstoðarþjálfari meistaraflokks Gróttu á árunum 2018 og 2019.
Var áhuginn á báðum íþróttum mikill á þessum tíma?
„ Já, mig minnir það nú, eins og flestir krakkar var maður í þessu af lífi og sál einhvern veginn. Ég veit samt fyrir víst
að fljótlega varð áhuginn sterkari hjá mér í handboltanum sem endar svo á því að ég hætti í fótbolta 12 ára gamall.“
Á þessum tíma ert þú 12 ára gamall hættur í fótbolta og býrð í Vesturbænum. 5 árum síðar ert orðinn aðalmarkvörður Gróttu á hraðri leið með þeim upp í efstu deild. Hvernig þróaðist þetta eiginlega?
„Ég flutti útá Seltjarnarnes 13 ára gamall. Byrjaði í Valhúsaskóla og skipti strax yfir í Gróttu í handboltanum, en það gerist í rauninni ekkert meira hjá mér tengt fótboltanum fyrr en síðar. Ég var að koma inní mjög skemmtilegan hóp drengja í handboltanum í Gróttu. Sumir æfðu fótbolta, aðrir bara á sumrin en einhverjir sem voru bara í handboltanum eins og ég.“
Á einhverjum tímapunkti hlýtur þú nú samt að hafa komið þér af stað í fótboltanum aftur. Annars værum við nú
ekki hér að tala saman!
Hákon hugsar sig um í góða stund og segist muna eftir einum fótboltaleik með Gróttu í 4. flokki. Annars hafi hjólin byrjað að snúast þegar komið var upp í 3. flokk.
„Pétur Már var að þjálfa flokkinn og það var Spánarferð sem dró mig inná æfingar ásamt því að flokkurinn æfði innanhús einu sinni í viku sem mér fannst fáranlega skemmtilegt. Það fjölgaði örugglega í flokknum þetta árið. Við fórum í þessa keppnisferð til Spánar vorum í raun frekar slakir. Ég átti mjög erfitt með þetta, við töpuðum eiginlega öllum leikjunum“ segir Hákon sem nefnir það að hann hafi verið ansi skapstór sem unglingur. „Það er oft talað um að mikilvægasta staðan í fótbolta sé markmaðurinn, þannig ég skellti mér í markið í einhverja leiki á mótinu til að reyna að koma í veg fyrir öll þessi töp. 0-0 jafntefli væri þá allavega miklu skárra en tap.
Ég man nú ekki hvort þetta hafi gengið upp hjá mér, en þetta eru í raun mín fyrstu kynni af því að vera markmaður, 15 ára gamall á fótboltamóti á Spáni.“
Árið 2017 var síðan vendipunkturinn
hjá Hákoni þegar hann ákvað að taka fótboltann föstum tökum. Áhuginn á markvörslunni óx og Hákon byrjaði fljótt að æfa með meistaraflokki og fór með liðinu í æfingaferð til Króatíu.
„Mér var boðið að koma með til Króatíu og þá var ég orðinn áhugasamur um að verða markmaður, það var bara winwin fyrir bæði mig og meistaraflokkinn
á þeim tíma. Ég tók síðan tímabilið aðalega með 2. flokk karla sem var mjög skemmtilegt sumar. Bjarki og Arnar voru að þjálfa og þeir voru með mjög framúrstefnulegar hugmyndir um fótboltann sem við spiluðum. Ég var svona að reynast að fylgjast með á fundum og á taktískum æfingum, en þegar þeir fóru að tala um inndregna bakverði þá datt ég alveg út“ segir Hákon og brosir þegar hann rifjar upp tímana undir sjórn þeirra Bjarka Más Ólafssonar og Arnars Þórs Axelssonar.
„Tímabilið gekk mjög vel þó svo við höfum ekki náð að komast uppúr okkar deild og dottið svekkjandi útúr bikarnum gegn KR. Heilt yfir mjög skemmtilegt og gefandi ár þar sem mér persónulega gekk mjög vel.“
Í framhaldi af þessu ári greip Hákon aðalmarkvarðarstöðuna hjá Gróttu og leit aldrei tilbaka. Hann var hluti af liðinu sem fór uppúr 2. deild sumarið 2018 en hann spilaði 15 leiki af 22 milli stanganna aðeins 17 ára gamall. Óskar Hrafn Þorvaldsson hafði tekið við liðinu af af Þórhalli Dan Jóhannessyni og ævintýrið hélt áfram 2019 þegar Grótta sigraði Inkasso deildina og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins.
„Þetta var náttúrulega frábær tími. Árangur hjá liðinu var ótrúlegur, en hann kom okkur strákunum samt minna á óvart heldur en þeim sem stóðu fyrir utan liðið og horfðu á. Við höfðum alltaf þá trú að við værum miklu betri en við værum að fá „credit“ fyrir.“
Ágúst Gylfason tók við Gróttu fyrir tímabilið í efstu deild árið 2020 og hélt að sjálfsögðu tryggð við Hákon sem hafði verið valinn í lið ársins í Inkasso deildinni 2019 og var farinn að gera sig gildandi í yngri landsliðum Íslands. Grótta átti erfitt uppdráttar í Pepsi deildinni og var í næst neðsta sæti þegar mótið var blásið af í október.
„Tímabilið í Pepsi deildinni var auðvitað mjög erfitt og ekki hjálpaði Covid þar sem áhorfendur voru bannaðir á morgum leikjanna. Ég reyndi að láta gengið ekki hafa mikil áhrif á mig. Sá frekar tækifærin í því að fá svona frábæra reynslu 19 ára gamall.“
Nú seinasta sumar spilaði Hákon 9 leiki fyrir Gróttu í Lengjudeild karla áður en hann hélt út til Svíþjóðar. Hann hafði skrifað undir hjá þeim um vorið, en byrjaði tímabilið með Gróttu. Var það ekkert skrýtið ?
„Nei, auðvitað hefði verið skelfilegt að meiðast á þessum tíma, en það er bara ekkert hægt að hugsa þannig. Ég spilaði þegar ég var beðinn um það og reyndi að njóta seinustu leikjanna í Gróttu treyjunni í botn.“
„Þetta var erfitt til að byrja með í Svíþjóð. Að koma inn í hópinn á miðju tímabili og reyna um leið að aðlagast nýju umhverfi og nýju tungumáli. Í dag líður mér virkilega vel í Borås. Umhverfið er ótrúlega fagmannlegt og það er í raun allt til alls hérna fyrir mig til að bæta mig sem markmann á næstu árum.“
Hákon þurfti ekki að bíða lengi eftir sínu fyrsta tækifæri með Elfsborg en þann 1. Október spilaði hann í 1-0 sigri Elfsborg á Gautaborg.Þegar þetta er skrifað hefur Hákon spilað 5 leiki með Elfsborg í efstu deildinni í Svíþjóð og hafa þeir vægast sagt gengið vel.
„Fyrstu þrír leikirnir voru ótrúlegir við unnum þá alla og ég hélt hreinu í þeim öllum. Í fjórða leiknum unnum við 3-1 þar sem ég fékk á mig mark í seinni hálfleik.
Ótrúlegt að halda hreinu í þremur og næstum því 4 fyrstu leikjunum mínum. Fimmti leikurinn, sem var á móti Norköpping, tapaðist síðan 3-2 þar sem við misstum mann útaf með rautt spjald í byrjun leiks og annann í seinni hálfleik.
Ég átti reyndar góðan leik og sá hjá einhverjum miðlum hérna úti að ég hafði verið valinn maður leiksins sem er bara frábært.“
Á fyrsta leik Hákons fyrir Elfsborg voru 12.000 manns á leiknum. Völlurinn var stútfullur og stemmingin mikil. Hvernig er spennustigið fyrir leik?
„Mér finnst þetta ógeðslega gaman. Maður er algjörlega á tánum allan leikinn með svona mikil læti í kringum sig. Það er enginn Geir Zoega hérna úti sem maður heyrir í úr stúkunni, þetta er bara rosalegur hávaði. Ég myndi segja að lang mesti munurinn á Gróttu og Elfsborg eigi sér stað í leikjunum sjálfum. Auðvitað er aðstaðan betri og aðeins fleiri þjálfarar og utan um hald og svoleiðis er betra, en leikirnir sjálfir eru liggur við bara önnur íþrótt.“
Hákon hefur verið hluti af yngri landsliðum Íslands í þónokkur ár núna, spilað bæði fyrir U-19 og U-21. Nú á dögunum fékk hann kallið uppí A-landsliðið og var þar á bekknum í leik Íslands gegn Norður-Makedóníu.
„Það var mjög óvænt að fá kallið, en rosalega mikill heiður fyrir mig. Þetta var magnað augnablik að standa þarna á bekknum fyrir leikinn og heyra þjóðsönginn. Mikil lífsreynsla“
Við spurðum Hákon að lokum um þá þjálfara sem hann hefur unnið með. „Það var yfirleitt enginn markmannsþjálfari hjá Gróttu. Þetta er að lagast hjá mörgum félögum og ég held að Grótta geti klárlega gert betur. Það er ótrúlega mikilvægt að vera með góðan markmannsþjálfara. Ég keypti mér sjálfur markmannsæfingar hjá Stefáni Loga á sínum tíma. Hann hjálpaði mér rosalega mikið, góður kennari með mikla reynslu og við náðum vel saman. Stefán Logi og líka Gulli Gull, þeir fá sérstakar þakkir frá mér ásamt auðvitað öllum þeim góðu fótboltaþjálfurum sem ég hafði í Gróttu og höfðu trú á mér.“
Við kveðjum Hákon og óskum honum góðs gengis áfram í baráttunni í efstu deild í Svíþjóð. Gróttufólki er óhætt að fylgjast grannt með ævintýrum Hákons sem virðist allir vegir færir.
5.
Metsölulisti Eymundsson
I nnbundin skáldver k
„Meistaraverk ... sennilega besta íslenska spennubókin í ár.“
Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
Metsölulisti Eymundsson
1. Alla r bæku r
3.
Eymundsson
I nnbundi n s káldver k
Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
„Bók sem grípur lesandann heljartökum. ... glæsilega fléttuð svo tíminn hreinlega hverfur í höndum lesandans.“
Björn Þorláksson, Fréttablaðinu
Tilnefnd til Blóðdropans sem besta íslenska glæpasagan
Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
„... geirneglir lesandann frá fyrstu síðu. Engin leið að leggja bókina frá sér.“
Björn Þorláksson, Fréttablaðinu
Þriðja besta íslenska skáldsaga ársins að mati bóksala!
eru framtíðarleikmenn Gróttu.
Hér eru þau spurð spjörunum úr!
Nafn? Helga Sif Bragadóttir
Takkaskór? Fjólubláir og bleikir Adidas predator
Staða á vellinum? Bakvörður
Skemmtilegast að gera á æfingum? Reitur og spil
Leiðinlegast að gera á æfingum? Hlaup
Fyrirmynd í fótbolta? Virgil van Dijk og Sara Björk
Leyndur hæfileiki ? Hann væri ekki leyndur ef ég segði frá honum Uppáhalds sjónvarpsefni? Góðir Liverpool leikir og uppáhals þættir eru Jane the Virgin
Bestu augnablik með Gróttu árið 2021? Ferðin til Akureyrar með 4. flokki
Lið í ensku ? Liverpool
Hvað borðar þú fyrir leiki ? Eitthvað með miklum kolvetnum, oftast pasta
Hvaða þrjá leikmenn úr Gróttu tækir þú með þér á eyðieyju?
Lovísu, Eddu og Margréti Rán svo þær hefðu nægan tíma til að segja mér allt slúðrið af djamminu hjá þeim!
Hvað gerir þig hamingjusama? Gott frí með fjölskyldunni
Framtíðardraumur í fótboltanum?
Fara í akademíu hjá þekktu liði í útlöndum
„Góður
Nafn? Atli Hrafn Hannesson
Takkaskór? Tiempo svartir
Staða á vellinum ? Miðjumaður
Skemmtilegast að gera á æfingum? Spil og vinna Magga
Leiðinlegast að gera á æfingum? Hlaup og elta Ragnar Björn
Fyrirmynd í fótbolta? Cristiano Ronaldo
Sturluð staðreynd um sjálfan þig?
Góður í tölvuleikjum og að dansa.
Einnig mjög góður söngvari
Uppáhalds sjónvarpsefni? Suits og allir Draumarnir
Bestu augnablik með Gróttu árið 2021? Keppnisferð til Húsavíkur í sumar. Halldór Kári MVP ferðarinnar
Lið í ensku? Manchester United
Hvað borðar þú fyrir leiki? Pasta
Hvaða þrjá leikmenn úr Gróttu tækir þú með þér á eyðieyju? Hrannar, Magnús og Halldór sem skemmtikraft
Hvað gerir þig hamingjusaman?
Vera með vinum og fjölskyldu og þegar Manchester vinnur
Framtíðardraumur í fótboltanum?
Spila með meistaraflokki Gróttu
Hvernig tónlist hlustar þú á?
Jólalögin koma sterk inn núna
Besta bók sem þú hefur lesið?
Ævintýra bækurnar
Hvað færðu þér í bragðarefinn?
Nutella, snickers- og smartieskurl
Hvernig tónlist hlustar þú á? Hip-hop og Rap
Besta bók sem þú hefur lesið? 10.10.10 atvinnumannssaga Loga Geirssonar
Hvað færðu þér í bragðarefinn? Jarðaber, bláber og Oreo
Paul Westren fer yfir litríkan þjálfaraferil
Þjálfarateymi Gróttu hefur orðið fyrir breskum áhrifum seinustu vikur og mánuði en þrír Englendingar starfa nú hjá knattspyrnudeildinni.
Mennirnir sem um ræðir eru að sjálfsögðu Christopher Arthur Brazell sem er yfirþjálfari yngri flokka, aðalþjálfari 4. flokks kvenna ásamt því að þjálfa meistaraflokk karla. Chris, eins og hann er oftast kallaður, er orðinn kunnugur staðháttum og flestir Seltirningar farnir að þekkja til hans. Þjálfararnir Paul Westren og Dom Ankers komu til Gróttu síðastliðið vor og tóku að sér hin ýmsu þjálfarastörf fyrir félagið. Að tímabili loknu var samið um áframhaldandi samstarf og eru þeir nú fastráðnir þjálfarar í bæði yngri flokkum og meistaraflokkum Gróttu. Dom Ankers er 26 ára gamall og er fæddur og uppalinn í Cambridge. Hann lauk íþróttafræðigráðu frá hinum virta Loughborough háskóla og hefur Dom þjálfað lið skólans og starfað í akademíu Norwich.
Paul Westren er fæddur árið 1980, og hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli. Hann hefur starfað á framandi stöðum um allan heim og sinnt mjög svo fjölbreyttum störfum á lífsleiðinni. Jólablað Knattspyrnudeildar ákvað því að setjast niður með Paul og biðja hann um að rifja upp litríkan þjálfaraferil sinn.
Paul ólst upp í Ipswich á Englandi þar sem hann gekk í skóla og spilaði með skólaliðinu. Hann fæddist þó í Papúa
Nýju Gínea þar sem foreldrar hans störfuðu við enskukennslu. Paul fæddist því í Eyjaálfu og hafði komið til bæði Asíu og Afríku áður en hann flutti til Englands 2 ára gamall. Þessi flækingur setti heldur betur tóninn fyrir óteljandi ferðalög í lífi Paul seinna meir.
Áður en Paul hellti sér að fullu út í þjálfun starfaði hann um árabil hjá Háskólanum í London (London University) þar sem hann vann við ýmis markaðsmál samhliða því að hjálpa nemendum að takast á við lífið utan skólans. Paul spilaði á þessum árum í neðri deildunum í Englandi og þjálfaði fótbolta í hlutastarfi. Árið 2012 var Paul svo mættur til Afríkuríksins Síerra Leóne til að þjálfa í
akademíu knattspyrnumannsins kunna Craig Bellamy.
„Ég las grein og sá heimildarmynd um þessa akademíu og heillaðist. Mig dreymdi um að skoða heiminn og þjálfa meira svo ég setti mig í samband við Johnny McKinstry sem var yfirþjálfari akademíunnar. Ekki löngu síðar sagði ég upp vinnunni og mætti til Síerra Leóne í 3 mánaða sjálfboðastarf. Að lokum réði ég mig til Bellamy akademíunnar og átti tvö frábær ár með góðu fólki og efnilegum leikmönnum.” Þess má geta að McKinstry tók skömmu síðar við landsliði Síerra Leóne og síðan þá hefur hann einnig þjálfað landslið Úganda og Rúanda.
Árið 2014 flutti Paul aftur heim til Englands og var ráðinn til starfa hjá Oldam Athletic FC sem þá spilaði í þriðju efstu deild. Þar starfaði hann fyrir aðallið félagsins sem leikgreinir á andstæðingum.
„Það er mikil
þekking til staðar innan Chelsea og þjálfarar félagsins hafa auðvitað mikla reynslu af því að vinna með og þróa leikmenn sem eiga möguleika á að ná í fremstu röð “
Kína kallar
Ári síðar flutti Paul aftur á milli heimsálfa og í þetta skiptið fór hann til Asíu. Nánar tiltekið til Guangzhou í Kína þar sem hann vann fyrir „útibú” stórliðs Chelsea FC sem yfirþjálfari. Paul hafði yfirumsjón með þjálfurum útibúsins samhliða því að aðstoða þá við að sækja sér þjálfaramenntun. Hann hafði umsjón með áætlanagerð í þróun leikmanna ásamt því að vera ábyrgur fyrir því að leikmenn og þjálfarar fylgdu námsskrá Chelsea FC í starfi sínu. Paul vann í Kína í 4 ár og segir það hafa verið dýrmæta reynslu að starfa fyrir stórlið eins og Chelsea: „Það er mikil þekking til staðar innan Chelsea og þjálfarar félagsins hafa auðvitað mikla reynslu af því að vinna með og þróa leikmenn sem eiga möguleika á að ná í fremstu röð. Ég byrjaði í starfsþjálfun á æfingasvæði
félagsins í Cobham þar sem ég lærði um hugmyndafræði Chelsea og markmiðin með því að halda úti akademíum um allan heim,” segir Paul sem leið vel í Kína. „Dvölin í Síerra Leóne hjálpaði mér klárlega að aðlagast í Kína þó að menningin, tungumálið og maturinn hafi auðvitað verið mjög framandi. En ég reyndi bara að mynda góð sambönd við heimafólkið og fannst nauðsynlegt að nálgast alla af virðingu frekar en að líta stórt á mig sem starfsmann Chelsea. Það gekk vel og ég eignaðist marga góða vini og félaga.
Árið 2018 flutti Paul sig aftur til Afríku, nú til smáríkisins Lesótó sem er umlukið Suður-Afríku á alla kanta. Þar réði Paul sig til starfa hjá akademíunni Kick4Life sem þjálfari og ráðgjafi til ársins 2020. „Það er margt svipað með Craig Bellamy
akademíunni og Kick4Life – í báðum tilvikum er markmiðið að gefa efnilegum fótboltakrökkum tækifæri til að fá góða þjálfun og menntun um leið og mögulega eignast einhverja afreksmenn. En helsti munurinn er sá að Craig Bellamy fjármagnaði starfið í Síerra Leóne úr eigin vasa á meðan Kick4Life reynir að vera sjálfbært verkefni að einhverju leyti.”
Aðallið Akademíunnar spilar í efstu deild þar í landi og um tíma tók Paul við þjálfun liðsins. Paul stýrði liðinu í 8 leikjum í deildinni við fínan árangur. Covid-faraldurinn skapaði ýmis vanamál fyrir Kick4Life svo Paul sótti um sumarstarf hjá knattspyrnudeild Gróttu og kom hingað til lands í júní síðastliðnum.
„Þetta tímabundna starf hentaði mér vel. Mig langaði að kynnast Norðurlöndunum og fannst Grótta strax hugsa á áhugaverðan hátt. Það var tekið ótrúlega vel á móti mér frá fyrsta degi svo ég var mjög ánægður með að skrifa undir samning hjá Gróttu síðasta haust. Starfið er vel skipulagt og það eru miklir möguleikar innan félagsins. Það geta allir verið með hjá Gróttu og ég trúi því að sú nálgun skili sér í sterkari félagi þegar
fram í sækir – bæði með fleira afreksfólki og fólki sem vinnur við og styður við bakið á félaginu.
Fæddur í Ástralíu, alinn upp á Englandi og hafandi búið í Afríku og Asíu er Paul búinn að koma sér vel fyrir útá
Seltjarnarnesi, og unir hag sínum vel. Það auðgar starfið hjá Gróttu sannarlega að hafa eins reyndan og veraldarvanan mann eins og Paul í þjálfarateyminu.
BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
Alex, Þórhallur og Oyi Barðarströnd 6
Alexander Rafn og Christian Rafn
Arna og Helgi á Hofgörðum 13
Arney Día, Saga, Linda og Ari, Tjarnarstíg 14
Aron Bjarki og Adda Björg
Aufí, Vigdís og Hugrún
Benediktsson og Olsen slf.
Best wishes for a Merry Christmas and a healthy and successful New Year to everyone at Grótta from your fans in Germany! Áfram Grótta! from Paul and Claudia Standley. Bestu jólakveðjur frá fjölskyldunni á Nesbala 18.
Birgir Tjörvi, Erla Kristín, Kristín Klara og Árni Pétur
Bjarki Már Ólafsson
Borghildur, Viðar og börnin
Christmas greetings to all at Grotta Sports ClubFrom the Grotta FC English fan club (Norwich branch)
Davíð, Adda, Gunnar Egill, Anna María og Benni
Dofri og Didda
Edda Regína, Katrín Ronja og Hildur Ríkey
Egill Stefánsson og fjölskyldan á Vallarbraut 12
Felix, Júlí, Ísadóra, Svava Bernard og Helgi
Fjölskyldan á Bakkavör 12
Fjölskyldan á Bakkavör 28
Fjölskyldan á Barðaströnd 7
Fjölskyldan á Barðaströnd 9
Fjölskyldan á Bollagörðum 121
Fjölskyldan á Eiðismýri 13
Fjölskyldan á Hofgörðun 26
Fjölskyldan á Kirkjubraut 21
Fjölskyldan á Miðbraut 22
Nú í október æfðu þeir Kjartan Kári Halldórsson og Arnþór Páll Hafsteinsson með Noregsmeisturum Bodö/Glimt. Drengirnir æfðu með unglingaliðum félagsins en fengu tækifæri til að æfa með aðalliðinu, daginn eftir frækinn 6-1 sigur Bodö/Glimt á lærisveinum Jose Morinho Roma í Evrópudeildinni.
Kjartan Kári er fæddur 2003 og spilar aðallega sem kantmaður. Hann lék 19 leiki með meistaraflokki í Lengjudeildinni í sumar og skoraði þar 8 mörk. Þá lék Kjartan 6 leiki með U19 ára landsliði Íslands á árinu.
Arnþór Páll er fæddur 2002 og getur leyst margar stöður á miðsvæðinu. Hann spilaði með 2. flokki í sumar, byrjaði inná í 15 leikjum, skoraði 7 mörk og lagði upp
8. Einnig kom Arnþór við sögu í þremur leikjum með Kríu í 4.deildinni, þar á meðal umspilsleikjunum á móti Hamri.
Strákarnir voru mjög ánægðir með ferðina og töldu hana hafa lukkast vel. „Við gistum á flottu hóteli, en svo er íslenskur styrktarþjálfari, Arnór (Guðmundsson), sem hugsaði vel um okkur. Félagið er staðsett í NorðurNoregi þannig veðrið var kuldalegt eins
og heima . Æfingarnar gengu vel, en það eru klárlega aðrar áherslur hjá þeim heldur en Gróttu. Sem er eðlilegt, bara skemmtileg tilbreyting,” sagði Kjartan og Arnþór tók í sama streng og bætti við: „Mikið um halda bolta æfingar og meiri ákefð á æfingum. Aðstaðan hjá þeim er frábær og öll umgjörð uppá 10.”
Ferðin er þáttur í afreksstefnu Gróttu sem meðal annars felur í sér samvinnu með erlendum félögum.
„Grótta er lítið félag sem þarf að fara ótroðnar slóðir til að halda í við, og gera betur en önnur félög. Mikið fjármagn er ekki aðalatriðið í þróun ungra leikmanna og því stefnir Grótta að því að búa
ungum leikmönnum sem eru að hefja sinn meistaraflokksferil besta umhverfi á landinu. Umræddir leikmenn geta verið uppaldir í Gróttu, lánsmenn frá öðrum félögum eða leikmenn sem við komum auga á og fáum til liðs við félagið.”
Sagði Chris Brazell um samstarfsverkefnið.
Grótta fagnar samstarfinu við Bodö/ Glimt, en þess má til gamans geta á Kjartan Kári er á leið aftur út til félagsins á reynslu í janúar. Reynslan var frábær fyrir strákana og Grótta hlakkar til að eiga gott samband við félagið og starfsfólk þess.
Emelía, Lilja og Lilja í Serbíu
Í september síðastlðnum tók U17 ára kvennalandslið Íslands þátt í undankeppni Evrópumótsins 2022. Riðill Íslands var spilaður í Serbíu. Grótta átti þrjá fulltrúa í leikmannahópnum, þær Emelíu Óskarsdóttur (sem reyndar skipti til danska félagsins BSF á miðju sumri), Lilju Davíðsdóttur Scheving og Lilju Lív Margrétardóttur. Lilja og Lilja höfðu spilað með meistaraflokki Gróttu um sumarið en Emelía fór vel af stað með sínu nýja liði í Kaupmannahöfn og raðaði inn mörkum. Grótta átti sömuleiðis fulltrúa í þjálfarateyminu, þá Magnús Örn Helgason þjálfara liðsins og Gísla Þór Einarsson markmannsþjálfara. Ásamt Íslandi og Serbíu voru það Norður-Írland og Spánn sem spiluðu í riðlinum - því þrír spennandi leikir fyrir höndum.
Íslenska liðið flaug út tveimur dögum fyrir fyrsta leik og náði að koma sér vel fyrir á glæsilegu æfinga- og keppnissvæði serbneska knattspyrnusambandsins í Stara Pazova. Mikilvægt var að venjast hitanum og rakanum sem var talsvert meiri en Íslendingar eiga að venjast.
Fyrsti leikur Íslands var gegn heimakonum í Serbíu. Ísland byrjaði leikinn vel og var komið tveimur mörkum yfir eftir 19 mínútur. Staðan var 3-1 fyrir Ísland í leikhléi og í síðari hálfleik jók Ísland forystu sína og bætti við einu marki. Frábær 4-1 sigur staðreynd í fyrsta leik liðsins í undankeppninni þar sem okkar konur komu allar við sögu í leiknum.
Á milli leikja liðu tveir dagar sem liðið nýtti í endurheimt og til að fara yfir næstu andstæðinga; Spánverja. Emelía hafði meiðst í fyrsta leiknum og var því ekki leikfær gegn Spáni, en Lilja Scheving og Lilja Lív byrjuðu báðar inná í þeim leik. Spánverjar voru fyrirfram taldar sterkasta lið riðilsins og því ljóst að fyrir höndum var erfitt verkefni. Þrátt fyrir ágæta spilamennsku íslenska liðsins varð raunin sú að þær spænsku fóru með 4-0 sigur af hólmi, en staðan var 2-0 fram á 89. mínútu.
Fyrir lokaleik Íslands var því ljóst að jafntefli myndi koma Íslandi í næstu umferð, og liðið myndi halda sæti sínu í A-deild. Norður-írsku stelpurnar höfðu
tapað báðum leikjum sínum hingað til og þurftu því nauðsynlega á sigri að halda til að lenda ekki neðstar og falla í B-deild.
Á fyrstu mínútum leiksins mátti augljóslega sjá að mikið var undir og töluvert jafnræði var á með liðinum. Á 41. mínutu náði Ísland að brjóta ísinn og það var engin önnur en Emelía sem skoraði. Einungis tveimur mínutum síðar jöfnuðu írsku stelpurnar metin og staðann því jöfn þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum voru íslensku stelpurnar töluvert sterkari og tókst þeim að skora tvisvar og tryggja góðan 3-1 sigur. Úrslitin þýddu að Ísland endaði í 2. sæti riðilsins og eins og áður
BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
sagði hélt sæti sínu í A-deild og komst áfram í næstu umferð undankeppninnar.
Núna í byrjun desember var dregið í næstu umferð og enduðu íslensku stelpurnar með Írlandi, Finlandi og Slóvakíu í riðli og verður sá riðill spilaður í mars á næsta ári. Lokakeppni mótsins fer síðan fram í byrjun maí 2022 í Bosníu.
Það verður spennandi að fylgjast með stelpunum á næsta ári því framundan eru áhugaverð verkefni með Gróttu, BSF og yngri landsliðunum.
Fjölskyldan á Nesbala 108
Fjölskyldan á Nesbala 122
Fjölskyldan á Nesbala 29
Fjölskyldan á Sólbraut 15
Fjölskyldan á Tjarnarmýri 19
Fjölskyldan á Vesturströnd 5
Fjölskyldan Barðarströnd 11
Fjölskyldan Barðarströnd 19
Fjölskyldan Bollagarðar 53
Fjölskyldan Bollagörðum 23
Fjölskyldan Bollagörðum 49
Fjölskyldan Bollagörðum 81
Fjölskyldan Hofgörðum 3
Fjölskyldan Kirkjubraut 18
Fjölskyldan Látraströnd 13
Fjölskyldan Lindarbraut 14
Fjölskyldan Skerjabraut 3A
Fjölskyldan Valhúsarbraut 4
Fjölskyldan Vesturströnd 16
Fjölskyldan Víkurströnd 11
Franz Ploder
Grímur, Anna og stelpurnar
Hákon Rafn og fjölskyldan á Bakkavör 18
Halla og Þorsteinn
Haukur, Bryndís, Arnar Páll og Andrea Guðrún
Helgi, Sunna, Sara, Theodór og Matti Ísabella, Alexandra og Emilía
Jóla og nýárskveðja frá Rafþing
Jólakveðja Alexandra og Iris Salon Nes
Jólakveðja fjölskyldan Vallarbraut 3
Fyrir konur sem vilja æfa heima hjá sér undir öru ri handleiðslu þjálfara.
Fyrir konur sem meta árangur út frá líkamlegri getu, auknum afköstum á æfingum og meiri almennri vellíðan og heilsu.
Fyrir konur sem vilja gera hreyfingu að daglegri athöfn og einhverju sem þær hlakka til að gera.
Fyrir konur sem vilja vera í samfélagi annarra sterkra kvenna sem hvetja hvor aðra áfram í þeim verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur.
Nanna Kaaber – Íþróttafræðingur
Hákon Rafn Valdimarsson
Hákon er markmaður Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað fimm leiki fyrir félagið og hefur frammistaða hans vakið verðskuldaða athygli, eins og rætt er um í viðtali við drenginn hér í blaðinu. Sænska úrvalsdeildin er nú að klárast og sem stendur er Elfsborg í 4. sæti, en efstu 3 sætin gefa sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili. Það verður spennandi að fylgjast með Hákoni á næstu leiktíð.
Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn er að mála hjá stórliði FCK í Kaupmannahöfn. Orri, sem er fæddur árið 2004, hefur aðalega spilað með 19 ára liði félagsins og er á góðri leið með að slá öll markamet liðsins. Orri spilaði bæði með 19 ára liði Íslands sem og 21 árs liðinu í nýliðnum landsliðsglugga. Sparkspekingar í Danmörku spá því að það styttist í að Orri fá tækifæri með aðalliði FCK. Það er því óhætt að segja að Orri sé að standa sig vel og verður spennandi að fylgjast með honum á næstu misserum.
Emelía Óskarsdóttir
Hin 15 ára gamla Emelía Óskarsdóttir, sem er systir Orra Steins, er að spila með liði BSF í Danmörku. Hún flutti til Danmerkur ásamt móður sinni nú í sumar og stendur sig virkilega vel. Hún spilar bæði með 16 ára og 18 ára liði félagsins. Líkt og bróðir sinn getur hún ekki hætt að skora og er komin með 11 mörk í 7 leikjum fyrir 16 ára liðið. Emelía er kraftmikill og lúnkinn framherji sem á framtíðina fyrir sér.
Bjarki Már Ólafsson
Bjarki Már sem er búsettur í Katar, starfar áfram sem yfirnjósnari og leikgreinir fyrir liðið Al Arabi. Heimir Hallgrímsson og Freyr Alexandersson hættu hjá félaginu eftir seinasta tímabil, en Bjarki Már tók ákvörðun um að starfa þar áfram. Nýtt tímabil fer vel af stað hjá Al Arabi mönnum og eru þeir í 3. sæti eftir 9 umferðir. Efstu 4 sætin í deildinni gefa sæti í Meistaradeild Asíu á næsta tímabili.
Aron Dagur Pálsson
Handboltamaðurinn Aron Dagur spilar með Eskilstuna GUIF í efstu deild í Svíþjóð. Aron byrjaði tímabilið meiddur, en hefur verið að komast aftur á skrið og spilað ágætlega. Tímabilið er nær hálfnað í Svíþjóð og sitja Aron og félagar í 8. sæti í deildinni. Við tekur svo landsleikjafrí í janúar og stefnir Aron á að vera búinn að ná sér algjörlega af meiðslunum þegar tímabilið byrjar aftur í febrúar.
Viggó Kristjánsson
Handboltamaðurinn Viggó, sem spilar með TVB Stuttgart í Þýskalandi, er að koma til baka eftir meiðsli. Liðið byrjað að sogast niður í fallbaráttuna snemma móts en eftir að þeir fengu Viggó aftur útá gólfið hafa þeir sótt sterka sigra og mjakast nú upp töfluna í átt að efri hlutanum. Búast má við því að Viggó verði í lokahópi Íslenska landsliðsins sem spilar á lokamóti EM núna í janúar.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir
Elín Jóna spilar með Ringkøbing Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þrátt fyrir góðar frammistöður hjá Elínu seinustu misseri hafa úrslitin staðið á sér og situr liðið í næst neðsta sæti þegar 13 umferðir eru búnar. Elín Jóna sem er sömuleiðis markmaður íslenska landsliðsins átti stórleik í seinasta landsliðsglugga þegar íslensku stelpurnar unnu frábæran sigur á liði Serbíu, 23-21.
Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur er að þjálfa lið Gummersbach í 1. deildinni í þýska handboltanum. Lið hans er í efsta sæti eftir 15 umferðir og er á hraðri lið upp í deild þeirra bestu. Í liði Gummersbach spila tveir Íslendingar, þeir Elliði Snær og Hákon Styrmisson, sem báðir eru í æfingahópi Íslands fyrir komandi lokamót EM.
Lárus Gunnarsson
Lárus er að þjálfa lið Bergsøy IL í norsku 2. deildinni í handbolta. Liðið er í 3. sæti eftir að hafa unnið seinustu fjóra leiki í deildinni. Töluverð meiðsli hafa verið í herbúðum Bergsøy IL og má því ætla að liðið verði í harðri baráttu um að komast uppum deild í vor þegar liðið nær vopnum sínum og byrjar að endurheimta leikmenn úr meiðslum.
50.000 króna
Foreldrar og forráðamenn fimm til átján ára barna með lögheimili á Seltjarnarnesi fá
50.000 króna tómstundastyrk á ári vegna þátttöku í skipulögðu frístundastarfi 2021.
Hægt er að sækja um tómstundastyrkinn hvenær sem er innan almanaksársins en athugið að hann flyst ekki á milli ára. Umsóknir og ráðstöfun tómstundastyrkja er rafræn og fer fram í gegnum Mínar síður.
Nánari upplýsingar á www.seltjarnarnes.is sjá Mínar síður.
Jólakveðja frá fjölskyldunni á Fjölugötu 11
Jólakveðja frá fjölskyldunni á Nesbala 100
Jólakveðja frá fjölskyldunni á Nesbala 12
Jólakveðja frá Sigurvin, Dagbjörtu og Kára
Jólakveðja frá Sölva Snæ og Friðriki Hrafni
Jólakveðja frá Stebba, Tótu, Alexander Emil og Atla Viðari
Jólakveðja frá Viggó Kristjánssyni og fjölskyldu
Jólakveðjur, kveðja Steini Steina Parketþjónusta og fleira
Jólakveðjur, Matthildur Dan og Þórhallur Dan
Kári Garðarson
Kasper, Sonja, Gabríel og Óliver
Kjaran ehf.
Kristín Sif, Viktor Orri og Aþena Mist
Kveðja frá fjölskyldunni á Melabraut 17
Kveðja frá Kirkjubraut 19
Kveðja Gróttufólkið á Unnarbraut 17
Lindarbraut 17
Lovísa, Lilja og Birgir
Mangi, Elín, Elín Eir, Nonni og Jökull
Markús, Kristín, Max, Leó og
Nanna Kaaber og Guðmundur Ari
Pétur, Birkir, Bjarki og fjölskylda
Sölvi, Sara, Viktor, Soffía og Sylvía
Stína, Soffía og Edda
Tjarnastígur 22
Viðar Sigurjón, Agnes Sólbjört og fjölskyldan Bollagörðum 93
Nú þegar hátið gengur í garð minnist ég alltaf ársins 2014 þegar ég var í mínum fyrstu lokaprófum í háskólanum og þáverandi yfirþjálfari Gróttu, Magnús Örn Helgason, hringdi í mig og bauð mér að þjálfa 7. flokk kvenna í fótbolta. Ég hafði sjálfur aldrei
spilað fótbolta af neinu viti nema í yngri flokkum Gróttu og hætti meira að segja að æfa fótbolta á veturna í 4. flokki. Sem betur fer tók ég slaginn og átti frábært ár með meisturunum í 7. flokki kvenna. Átta árum seinna er ég ennþá að þjálfa hjá Gróttu, að vísu ekki yngstu kynslóðina heldur “elstu kynslóðina”, meistaraflokk kvenna.
Mín skoðun er sú að ár frá ári verður starfið hjá knattspyrnudeild Gróttu betra og betra. Mér finnst við í Gróttu búin að vera í mikilli uppsveiflu seinustu 7-8 ár. Metnaðurinn hjá þjálfurum deildarinnar eykst frá ári til árs og smitar útfrá sér til iðkenda sem og nýrra þjálfara sem bætast í hópinn. Sem er frábært.
Dæmi um þetta er sá fjöldi leikmanna sem Grótta hefur átt í yngri landsliðum seinustu misseri og nú atvinnumennsku og það er meira á leiðinni. Ég get sagt þér það kæri lesandi að jafnvel þó við séum orðin vön því að eiga 1-2 leikmenn í öllum yngri landsliðum Íslands er þetta ekki sjálfsagt fyrir félag eins og Gróttu og var svo sannarlega ekki raunin t.d. þegar ég var yngri. Það eru eflaust margir sem sjá nú þegar hvert þessi pistill stefnir, og ef svo er þá finnst mér það bara gott, það sýnir mér að fólk á
Seltjarnarnesi er meðvitað um vandamálið. En til þess að lið eins og Grótta geti haldið áfram í þeirri uppsveiflu sem félagið hefur verið í seinustu ár verðum við sem stöndum að félaginu alltaf að vera í árásarham. Við megum aldrei, ALDREI, verða södd og sátt. Við verðum alltaf að vera að leita leiða til að bæta starfið, halda áfram að vaxa og hugsa út fyrir boxið.
Ég lærði rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Þar lærði ég ásamt samnemendum mínum um S.V.Ó.T. greiningu í áfanga sem hét einfaldlega Rekstur fyrirtækja. S.V.Ó.T. stendur fyrir styrkleikar, veikleikar, ógnir og tækifæri. Ég er nú langt kominn með SVÓT greiningu fyrir Gróttu í þessum pistli. Margt jákvætt (styrkleikar) að eiga sér stað hjá okkur, starfið er gott og metnaðurinn mikill og ótal tækifæri fyrir okkur til að bæta enn frekar í. En við erum ekki fullkomin og veikleikarnir eru líka til staðar. Það sem mig langaði til að rita um í því samhengi er aðstaðan hjá Knattspyrnudeild Gróttu.
„Nú byrjar tuðið” „Það er aldrei neitt nógu gott fyrir þessa fótboltaspekinga”
Nei ég ætla ekki neitt endilega að tuða yfir því að aðstaðan hjá okkur í knattspyrnudeildinni er löngu sprungin, iðkendur farnir að þurfa að klæða sig úti eða inni í bílskúrnum sem er fullum af ýmsum hlutum sem eru hvorki boltar, keilur né vesti. Ég ætla ekki að minnast á það einu orði að seinustu ár hafa vandamálin með hitalagnir orðið þess valdandi að aflýsingar á æfingum verða algengari og algengari. Ég held það sé óþarfi að vera að tala lengi um það að Grótta er að dragast enn lengra aftur úr í aðstöðumálum, enda flest öll lið á höfuðborgasvæðinu komin með innanhúshallir. Á seinustu árum hafa Afturelding, Stjarnan, ÍR, Haukar og FH ásamt Selfossi, Grindavík, ÍA og Hamar Hveragerði byggt innanhúss aðstöðu. Þá teljum við að sjálfsögðu ekki með Reykjaneshöllina, Egilshöllina, Kórinn og Fífuna, sem hafa verið til staðar síðan ég man eftir mér.
Nei ég ætla ekki að eyða orðum í þetta, það vita þetta allir og við þurfum úrbætur í aðstöðumálum til að geta haldið áfram að byggja ofaná það góða starfið sem hér hefur verið unnið seinustu ár.
Frekar en að tuða ætla ég að enda pistilinn á þökkum frá mér. Þakkir frá mér, Pétri Rögnvaldssyni, sem hefur starfað sem fótboltaþjálfari hjá Gróttu seinastliðna átta vetur til Valdimars Ólafssonar; Valda. Valdi sem er vallarstjóri Vivaldivallarins er mikilvægasta tannhjólið í Gróttu-vélinni. Sérstaklega á meðan við búum við þetta aðstöðuleysi. Hann vinnur gífurlega óeigingjarnt starf og hjálpar okkur þjálfurunum miklu meira en það sem teljast mætti eðlilegt. Valdi hefur á liðnum árum orðið góður félagi sem er alltaf með skemmtilegar sögur, sama hvort það er frá fyrstu æfingum Gróttu árið 1967, þar sem hann var viðstaddur, eða sögur af sjómennsku þar sem hann og vinnufélagar hans þurftu að berja ís úr vettlingunum sínum á vetrarsiglingum um Atlantshafið. Valdi hefur séð til þess að núna í vetur hefur nær engum æfingum verið aflýst þrátt fyrir mikla snjókomu og erfiðleika með snjóbræðslukerfið. Sem aldrei virðist mega kveikja á.
Til þess að taka þetta saman þá langar mig að segja TAKK Valdi fyrir þitt starf, ég kann svo sannarlega að meta það. Gleðilega hátið kæra Gróttufólk, sjáumst á vellinum næsta sumar.