


EFNISYFIRLIT
Um skýrsluna
Stefnumótun, áherslur og markmið
Golf og umhverfið
Golf og samfélagið
Tölulegar upplýsingar
Innilegar þakkir t l Huldu Bjarnadóttur fyrir ómetanlegan stuðning sem skipti sköpum við skýrslugerðina


![]()



Um skýrsluna
Stefnumótun, áherslur og markmið
Golf og umhverfið
Golf og samfélagið
Tölulegar upplýsingar
Innilegar þakkir t l Huldu Bjarnadóttur fyrir ómetanlegan stuðning sem skipti sköpum við skýrslugerðina


GOLFSAMBAND ÍSLANDS (GSÍ) GEFUR NÚ ÚT Í ANNAÐ SINN, SJÁLFBÆRNISKÝRSLU
FYRIR GOLFHREYFINGUNA Á ÍSLANDI FYRIR STARFSÁRIÐ 2024-2025 OG BYGGIR
HÚN Á SAMA GRUNNI OG FYRSTA SKÝRSLA SEM GEFIN VAR ÚT 2024 VEGNA
STARFSÁRSINS 2023.
Líkt og áður, þá er skýrslan byggð á stefnu GSÍ, en þar er m.a. kveðið á um að sterk tenging skuli vera á milli sjálfbærni og golfhreyfingarinnar. Framundan er vinna við stefnumótun sambandsins til ársins 2030 og víst er að sjálfbærni verður þar í fyrirrúmi en þó mögulega með öðrum áherslum en áður. Verður því að teljast líklegt að skýrslugerðin muni mótast í samræmi við þær áherslur.
Í skýrslunni í ár er áfram unnið með gögn frá klúbbunum sem fengin eru í gegnum sjálfbærnihugbúnaðarfyrirtækið


Klappir. Þar eru tekin saman töluleg gögn fyrir golfhreyfinguna á Íslandi, sem tengjast umhverfismálum, s.s. kolefnisspori, eldsneytisnotkun, vatnsnotkun og úrgangsmálum fyrir árið 2024 og borið saman við fyrri ár. Vert er að rifja upp að öllum 62 golfklúbbum innan GSÍ var boðið að taka þátt í þessu verkefni á sínum tíma, og buðu 14 golfklúbbar sig fram, en 9 golfklúbbar veittu fullnægjandi upplýsingar til Klappa vegna ársins 2024, sem hægt var að byggja á. Mikilvægt er að allir klúbbar taki saman töluleg gögn um starfsemi sína og sýni sjálfbærni í verki í starfseminni. Það hefur mikilvægt samfélags gildi og eykur slagkraft golfhreyfingarinnar.

Áfram er lögð rík áhersla á að mæla atriði er tengjast samfélagslegum þætti starfseminnar, s s útfrá aðbúnaði starfsfólks, stefnum og aðgerðum til að tryggja heilsu og öryggi iðkenda auk þess sem góðir stjórnarhættir eru teknir fyrir til að auka gagnsæi og trúverðugleika hreyfingarinnar. Eru þessum upplýsingum gerð skil í kafla um yfirlitstöflur og má núna sjá samanburð fyrir þrjú ár sem er bæði gagnlegt og fróðlegt.

Alþjóðlegt samstarf er mikilvægt í starfi GSÍ og hefur Evrópska golfsambandið (EGA) innleitt nýja sjálfbærnistefnu sem fellur vel að áherslum hreyfingarinnar hér á landi undanfarin ár. Golfhreyfingin á Íslandi hefur að mörgu leyti verið framarlega í hugsun sjálfbærninnar. Árið 2006 var Scandinavian Turfgrass and Environment Research Foundation (STERF) stofnað af golfsamböndum í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi ásamt samtökum norrænna vallarstjóra. STERF, sem er sjálfstæð rannsóknarstofnun, styður við núverandi og framtíðarrannsóknir og þróunarverkefni og skilar hagnýtum niðurstöðum sem nýtast golf- og grasvallageiranum. Samtök íþróttaog golfvallarstarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) hafa reglulega staðið fyrir málþingi með virtum sérfræðingum, gefið út efni og verið í mikilli þekkingaryfirfærslu sín á milli undanfarin ár.
Árið 2019 stofnaði GSÍ formlega sína Sjálfbærninefnd og sameinaði Umhverfisvernd undir hana. GSÍ var því vel í stakk búið og veitti stuðning við EGA árið 2023 þegar það gaf út mikilvæga uppfærslu á skuldbindingum vegna fyrirhugaðrar tilskipunar ESB um sjálfbæra notkun varnarefna (SUR). Eru golfsambönd í Evrópu og á Norðurlöndunum samtaka um að sýna forystu í sjálfbærni, fræðslu og nýsköpun til að móta sanngjarnt og raunhæft regluverk til framtíðar. Í ljósi þessa, stefnir GSÍ á að samræma sjálfbærnistefnu sína og skýrslugjöf við þá evrópsku og taka upp OnCourse hugbúnaðinn í lok árs 2025. Sá hugbúnaður er sérstaklega hannaður fyrir golfklúbba sem mun nýtast vel hér á landi, bæði fyrir klúbba sem eru komnir lengra í umhverfismálum og jafnvel komnir með GEO vottun, (Golf Environment Organization Certified) sem og fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref.
GSÍ mun vinna markvisst að innleiðingu OnCourse með klúbbum til að kenna á kerfið og vinna með þeim þannig að það nýtist klúbbunum sem best við að bæta reksturinn til framtíðar. Ennfremur verður leitast við að halda áfram því góða samstarfi við STERF á Norðurlöndunum sem og við R&A í Bretlandi, bæði til að læra af starfinu erlendis frá, sem og til að kynna jákvæðar lausnir frá Íslandi, t.a.m. í tengslum við róbótavæðingu og lýðheilsusjónarmið.

SÍÐASTLIÐIN TVÖ ÁR HEFUR GSÍ UNNIÐ AÐ MÓTUN NÝRRAR STEFNU FYRIR
GOLFHREYFINGUNA TIL ÁRSINS 2030. MARKMIÐIÐ MEÐ ÞESSARI VINNU VAR AÐ
SKAPA SKÝRA FRAMTÍÐARSÝN SEM TEKUR MEÐAL ANNARS MIÐ AF SJÁLFBÆRNI,
SAMFÉLAGSLEGRI ÁBYRGÐ OG ÞRÓUN GOLFÍÞRÓTTARINNAR Á ÍSLANDI NÝ
STEFNA VERÐUR KYNNT OG LÖGÐ FRAM TIL SAMÞYKKTAR Á GOLFÞINGI Í
NÓVEMBER 2025, EFTIR AÐ ÞESSI SKÝRSLA ER SKRIFUÐ.
VIÐ GERÐ ÞESSARAR SKÝRSLU HEFUR EFNI ÚR ÞESSARI STEFNUMÓTUNARVINNU
VERIÐ NÝTT Í KAFLANUM HÉR Á EFTIR ERU SETTAR FRAM HELSTU ÁHERSLUR OG
MARKMIÐ SEM MUNU MÓTA VERKEFNI SJÁLFBÆRNINEFNDAR GSÍ Á KOMANDI ÁRUM OG SEM MUN STYÐJA VIÐ INNLEIÐINGU NÝRRAR STEFNU GSÍ.
INNVIÐIR OG UMHVERFISVERND
Til að styðja við markvissa sjálfbærni innan golfklúbba mun GSÍ samræma og aðstoða klúbba við að halda utan um töluleg gögn sem tengjast sjálfbærni. Í því samhengi verður OnCourse kerfið innleitt sem sameiginlegur vettvangur, þar sem GSÍ setur upp grunninn og styður við innleiðingu með fræðslu og viðburðum. Stefnt er að því að 10 klúbbar innleiði kerfið árlega til ársins 2030.
GSÍ mun einnig vinna að þróun viðurkenningar fyrir frammistöðu í sjálfbærni sem mun henta sérstaklega fyrir minni og meðalstóra klúbba en styður samt sem áður við verndun grænna svæða, líffræðilegan fjölbreytileika og lífríki auk áherslu á félagslega þætti líkt og lýðheilsu, jafnréttismál og forvarnarstarf. Markmiðið er að allir klúbbar á Íslandi muni bera Sjálfbærnimerki GSÍ árið 2030.

Auk þess verður áfram unnið með GEO vottun og endurvottun golfvalla. Áhersla verður lögð á að fjölga vottuðum völlum og tryggja að sjálfbærni sé í forgrunni í rekstri þeirra. Stefnt er að því að a.m.k. sex Golfkúbbar verði vottaðir eða endurvottaðir fyrir árið 2030, þar af að minnsta kosti einn nýr völlur á árinu 2026.


FRÆÐSLA OG ÞEKKINGARUPPBYGGING
Til að efla þekkingu innan golfklúbba á lykilatriðum sjálfbærni mun GSÍ standa fyrir fræðsluviðburðum tvisvar á ári – í upphafi árs og að hausti – þar sem meðal annars verða fengnir erlendir fyrirlesarar til að miðla reynslu og nýjustu þekkingu.
GSÍ mun einnig vinna að því að efla tengsl og samstarf við alþjóðlega og norræna aðila á borð við EGA, R&A, STERF, SÍGÍ og PGA. Áætlað er að halda að minnsta kosti einn árlegan fund á milli SÍGí og Sjálfbærninefnd GSÍ til að samræma áherslur og deila reynslu.
Til að gera fræðsluefni aðgengilegt fyrir klúbba verður efni frá Sustainable.golf, EGA og R&A þýtt og gefið út, fyrst um sinn með áherslu á efni um líffræðilegan fjölbreytileika og rannsóknir STERF og FEGGA. Stefnt er að útgáfu að minnsta kosti eins bæklingar á ári byggt á evrópsku samstarfi.
GSÍ mun standa fyrir könnun á félagslegum og efnahagslegum áhrifum golfíþróttarinnar. Með því að safna gögnum frá kylfingum, golfklúbbum og fyrri rannsóknum mun könnunin skapa traustan gagnagrunn sem sýnir hvernig golf styður við íslenskt samfélag. Könnunin hefst undir lok árs 2025 og niðurstöður verða kynntar árið 2026





ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ GOLFHREYFINGIN GETI STARFAÐ Í SÁTT OG SAMLYNDI VIÐ
ÞAÐ UMHVERFI SEM HÚN STARFAR Í HVERJU SINNI EITT AF ÞVÍ SEM GERIR GOLF Á
ÍSLANDI SVO EINSTAKT ER ÞESSI STERKA TENGING VIÐ NÁTTÚRUÖFLIN OG
FEGURÐ FJÖLBREYTTS LANDSLAGS, HVORT SEM UM ER AÐ RÆÐA GOLFVELLI
BYGGÐA Í HRAUNI, BIRKISKÓGUM EÐA VIÐ STRENDUR LANDSINS
Náttúran og veðuröflin eru ekki alltaf okkur í hag og við höfum séð á undanförnu neikvæðar afleiðingar af ofsaveðri sem rekja má til loftslagsbreytinga á marga golfvelli landsins Víða hefur sjór hefur flætt yfir golfbrautir og eyðilagt flatir og teiga sem hefur leitt af sér aukinn kostnað og óhagræði fyrir golfklúbba Erlendis hafa golfvellir ekki farið varhluta af auknum loftslagsbreytingum þar sem langvinnir þurrkar og flóð hafa farið illa með marga golfvelli auk þess sem stormar hafa rifið upp tré og rætur og valdið skaða og fjárhagslegu tapi.
Í Evrópu hefur t.a.m. verið hávær umræða á meðal náttúruverndarsinna og frjálsra félagasamtaka um hvort hægt sé að réttlæta mikla vatnsnotkun golfvalla á þurrka tímum þegar hætta er á vatnsskorti annars staðar. Einnig hefur verið mikil umræða um notkun og bann á varnarefnum við umhirðu golfvalla en banninu er ætlað að vernda líffræðilega fjölbreytni og koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif. Þó aðstæður séu vissulega aðrar hér á landi m.t.t. aðgengi að vatni og að ekki sé mikil notkun á varnarefnum, þá er það engan veginn þannig að íslenskir golfvellir hafi ekki sínar áskoranir tengt loftslagsmálum, líkt og ofangreind dæmi sýna fram á.
Það skiptir því miklu máli til að tryggja áframhaldandi vöxt og framgang golfsins á Íslandi, að hugað sé vel að umhverfismálum í rekstri golfvalla Koma þarf í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif sem mest má og greina þarf vel þær áhættur sem steðja að hreyfingunni út frá loftslagsbreytingum og líffræðilegum
fjölbreytileika Ef vel tekst til í þessum málaflokki, sem allar forsendur eru til, þá eru gríðarlega jákvæð tækifæri fyrir
íslenskt golf að markaðssetja sig sem einstakt í heiminum, þar sem rekstri golfvalla er samtvinnað við endurnýjanlega orku, náttúruvernd, fjölbreytilegt lífríki og dýralíf.
Þessi kafli er settur upp þannig að hægt sé að sjá stöðuna í umhverfismálum golfhreyfingarinnar út frá mælingum og aðgerðum auk þess sem hægt er að lesa sér til um dæmi um árangur og áskoranir
út frá umhverfismálum í starfi klúbbanna, en einnig út frá starfi golfsambanda í Evrópu sem eru að takast á við sameiginlegar áskoranir og margt undir.


Árið 2023 gaf evrópska golfsambandið (EGA) út mikilvæga uppfærslu um fyrirhugaða tilskipun ESB um sjálfbæra notkun varnarefna (SUR). Þrátt fyrir að ESB hafi frestað ákvörðun sinni í desember 2023, héldu samningaviðræður áfram árið 2024 og 2025. EGA hefur uppfært vegvísa fyrir þá vegferð sem lagt er upp með og mikil vinna á sér enn stað við löggjafann í Brussel.
SUR miðar að verulegri minnkun á notkun efna til plöntuverndar í öllum geirum – þar á meðal í golfi. Þetta felur í sér bindandi reglur um samþætta meindýravörn (IPM), takmarkanir á „viðkvæmum svæðum“ eins og íþróttavöllum og stuðning við lífrænar lausnir. Skilaboðin hafa verið skýr. Golfið þarf að vera virkt í aðgerðum og sýna stuðning.
EGA hvetur landssambönd og klúbba til að styðja við hagsmunagæslu og hefja innleiðingu á sjálfbærnivegvísi á grænum svæðum í golfi, sem skilgreinir hagnýt skref til að draga úr háði á varnarefnum og vernda leikgæði og umhverfi.
Árið 2024 og 2025 hafa verið mikilvæg í umræðu og innleiðingu aðgerða. Golfhreyfingin í takt við golfiðnaðinn þarf að sýna forystu í sjálfbærni, fræðslu og nýsköpun til að móta sanngjarnt og raunhæft regluverk og hefur Sjálfbærninefnd GSÍ ásamt stjórn sambandsins sýnt mikinn stuðning og eftirfylgni í málaflokknum.


NÁTTÚRULEGUR STYRKLEIKI VIÐBRÖGÐ GSÍ OG KLÚBBA
Ísland býr yfir einstökum aðstæðum sem styðja við markmið SUR og gera innleiðingu raunhæfa:
Kalt loftslag dregur úr útbreiðslu skaðvalda og sýkinga sem annars krefjast efnameðferðar.
Rauðvingull sem aðalgrastegund á íslenskum völlum hefur lága þörf fyrir varnarefni og þolir harðbýlt veðurfar.
Vistvænar aðferðir í viðhaldi eru almennt ríkjandi, þar sem vélrænt viðhald, yfirsáning og jarðvegsbætur eru í forgrunni
GEO-vottun og STERF samstarf styðja við gagnadrifna sjálfbærni og skýrsluskil sem samræmast ESB kröfum
Golfhreyfingin á Íslandi hefur sýnt virkan stuðning við SUR markmið:
Sjálfbærninefnd GSÍ og stjórn sambandsins hafa stutt við fræðslu, innleiðingu og hagsmunagæslu.
Skýrslur og vegvísar GSÍ leggja
áherslu á efnaminnkun, vistvænar aðferðir og verndun leikgæða.
Íslensk reynsla getur nýst sem fyrirmynd fyrir önnur lönd í Evrópu, sérstaklega hvað varðar aðlögun að köldum loftslagsaðstæðum og vistvænum rekstri.

Þrátt fyrir sterka stöðu íslenskra golfvalla eru nokkrar áskoranir og tækifæri sem mikilvægt er að horfa til:
Skilgreining og skráning: Skortur á formlegri skráningu á notkun varnarefna getur torveldað samanburð og sýnileika. Tækifæri felst í að innleiða samræmd skráningarkerfi í samræmi við GEO og IPM viðmið.
Gagnadrifin greining: Nauðsynlegt er að styrkja gagnasöfnun og greiningu á áhrifum vistvænna aðferða á leikgæði og umhverfi.
Nýsköpun og fræðsla: Þörf er á auknum rannsóknum og tilraunum með lífrænar lausnir, og samfelldri fræðslu til vallarstjóra og klúbba.
Alþjóðleg staða og fyrirmynd: Ísland hefur tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu í efnaminnkun og sjálfbærni í köldum loftslagsaðstæðum.

Í NÝRRI STEFNU GSÍ ER ÁFRAMHALDANDI ÁHERSLA Á UMHVERFISMÁL OG ER
HORFT TIL ÞEIRRA JÁKVÆÐU OG NEIKVÆÐU ÁHRIFA SEM GOLFHREYFINGIN
GETUR HAFT Á UMHVERFIÐ SEM ÞAÐ STARFAR Í EKKI SÍÐUR MIKILVÆGT ER AÐ
HREYFINGIN GERI SÉR GREIN FYRIR ÞEIM UTANAÐKOMANDI ÁHÆTTUM OG
TÆKIFÆRUM SEM GETA HAFT ÁHRIF Á GOLFIÐ OG TEKUR NÝ STEFNA OG
AÐGERÐAÁÆTLUN MIÐ AF ÞVÍ. NÁNARA SAMSTARF VIÐ HIN NORÐURLÖNDIN, EGA
OG R&A MUN STYRKJA GSÍ OG KLÚBBANA VIÐ AÐ NÁ ÁRANGRI Í ÞESSUM
MÁLAFLOKK
Líkt og árið 2023, þá voru golfklúbbar spurðir út í ýmis atriði er tengjast umhverfismálum á árinu 2024 og eru niðurstöður að finna í meðfylgjandi töflu.
UMHVERFI
UMHVERFISSTARFSEMI EININGAR 2022 2023 2024
Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu?
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/ eða endurvinnslustefnum?
Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi?
já/nei
já/nei
já/nei
LOFTSLAGSEFTIRLIT/STJÓRN EININGAR 2022 2023 2024
Hefur stjórn þín eftirlit með og/ eða stjórnar loftslagstengdri áhættu?
já/nei
LOFTSLAGSEFTIRLIT/ STJÓRNENDUR EININGAR 2022 2023 2024
Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/ eða stýrir loftslagstengdri áhættu?
já/nei

Ljóst er að ekki er mikill munur á milli ára en vonir eru bundnar við að innleiðing á nýjum OnCourse hugbúnaði muni styðja við frekari þróun í þessa átt ásamt því að veita frekara aðgengi að gögnum og upplýsingum um atriði tengd umhverfismálum, líkt og notkun á eldsneyti, vatni og rafmagni
Eftirfarandi er stutt samantekt um helstu atriði tengd umhverfismálunum; markmið, aðgerðir og næstu skref, en frekari upplýsingar tengd umhverfismálum er að finna í kafla um yfirlitstöflur:


Megináherslur: snúa einkum að rafvæðingu bílaflota og tækja sem notuð eru við viðhald golfvalla og uppsetningu hleðslustöðva fyrir gesti og vinnuvélar.
Helstu aðgerðir og árangur: Framhald hefur verið á uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla í eigu gesta hjá golfklúbbum auk þess sem notkun slátturóbóta hefur haldist áfram að aukast en mikill vöxtur á róbótavæðingu hér á landi hefur vakið athygli erlendis, og ljóst að íslenskir golfklúbbar eru í fremstu röð hvað slíkt varðar.



Á árinu 2025 stóð til að halda fræðsluviðburð um "bestu framkvæmd" og var slíkur viðburður auglýstur á vormánuðum 2025. Ákveðið var hins vegar að fresta viðburðinum vegna
lítillar skráningar, enda orðið stutt í golf tímabilið og klúbbarnir á fullu að undirbúa vellina Til skoðunar er að reyna að halda viðburðinn í byrjun árs 2026
Haldið var áfram að mæla og fylgjast með raforkunotkun golfklúbbanna níu sem tóku þátt og sýna mælingar úr
Klapparkerfinu að notkun var mjög svipuð á árinu 2024 (2,25 milljónir kWst) m v árið á undan (2,17 milljónir kWst) sem er þó aukning frá árinu 2022 líkt og kemur fram á meðfylgjandi mynd. Líklegt er að raforkunotkun muni aukast með frekari róbótavæðingu klúbba og verður áhugavert að fylgjast með þessari þróun á næstu árum.




Næstu skref: Sem hluta af innleiðingu á nýju kerfi OnCourse, verður golfklúbbum boðið á kynningarfund í byrjun árs 2026 um hvernig hægt er að greina hvar sé mögulega raforka og kalt/heitt vatn að fara til spillis, með það að markmiði að draga úr notkun og kostnaði um leið.

Megináherslur: Snýr einkum að mælingu á beinu og óbeinu kolefnisspori frá rekstri golfvalla og landnýtingu (svokallað umfang 1, 2 og 3) og hvernig er hægt að koma í veg fyrir og draga úr kolefnislosun bæði frá tækjum, úrgangi, mannvirkjum og landi sem tengist golfvöllunum. Tekið er tillit til framkvæmda við endurbyggingu völlum og nýrra valla en slíkt er að öllu jöfnu einsdæmi (e. one-off) losun.
Helstu aðgerðir og árangur: Haldið var áfram að mæla umhverfisspor hreyfingarinnar með hugbúnaði Klappa en heildarkolefnisspor þessara 9 golfklúbba sem tóku þátt var um 517 tCO₂í fyrir árið 2024 er um töluverða aukningu að ræða frá fyrri árum (sjá meðfylgjandi mynd). Aukninguna má fyrst og fremst rekja til mikilla framkvæmda og brennslu jarðefnaeldsneytis á vinnuvélum hjá mörgum klúbbum líkt og hjá Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) við uppbyggingu nýrra brauta á Grafarholtsvelli, Golfklúbbs Akureyrar (GA) við að byggja nýtt félagshús fyrir golfherma, og

Golfklúbbsins Keilis sem einnig var í miklum framkvæmdum við
Hvaleyrarvöll á árinu 2024. Líklegt er að þessar tölur muni lækka á næstu árum þegar þessum framkvæmdum lýkur.
Tekið skal fram að um er að ræða mjög jákvæða uppbyggingu sem mun styrkja
klúbbana þegar fram líður sem hafa
flestir haldið áfram að fjárfesta í
slátturóbótum víða um land sem er hið besta mál. Í raun má segja að Ísland hafi
tekið forystu í þessum málaflokki og má
því ætla að kolefnisspor af rekstri
íslenskra klúbba muni lækka þegar mestu framkvæmdum lýkur.

Næstu skref: Sem hluta af innleiðingu á nýju kerfi OnCourse, verður golfklúbbum boðið á kynningarfund í byrjun árs 2026 um hvernig hægt er að greina hvar sé mögulega raforka og kalt/heitt vatn að fara til spillis, með það að markmiði að draga úr notkun og kostnaði um leið.


Megináherslur: Hvetja til nýskógræktar
þar sem við á og nýta golfvelli í baráttu gegn landeyðingu og í landgræðslustarfi. Fræðsla um líffræðilega fjölbreytni og mikilvægi hennar og umræða um framandi og ágengar gróðurtegundir
Helstu aðgerðir og árangur: Ekki hefur verið unnið markvisst í þessum málaflokki en þó hafa margir af golfklúbbunum verið í nánu samstarfi við þau sveitarfélög sem þau starfa í og við skógræktarfélög um hvernig er best að hlúa að málaflokknum Einnig hefur alþjóðlegt samstarf á vettvangi STERF og EGA gefið sambandinu nýjar hugmyndir um hvernig er hægt að virkja starfið á þessu sviði

Næstu skref: Sem hluta af innleiðingu á nýju kerfi OnCourse, verður golfklúbbum boðið á kynningarfund í byrjun árs 2026 um hvernig hægt er að greina hvar sé mögulega raforka og kalt/heitt vatn að fara til spillis, með það að markmiði að draga úr notkun og kostnaði um leið.

GEO-VOTTUN (GOLF ENVIRONMENT ORGANIZATION CERTIFIED) ER ALÞJÓÐLEGA
VIÐURKENND UMHVERFISVOTTUN SEM STYÐUR GOLFKLÚBBA VIÐ AÐ GREINA, BÆTA OG SÝNA FRAM Á SJÁLFBÆRA STARFSEMI VOTTUNIN ER VEITT AF
SJÁLFSTÆÐU STOFNUNINNI GEO FOUNDATION FOR SUSTAINABLE GOLF OG
BYGGIR Á GAGNREYNDUM AÐFERÐUM OG ALÞJÓÐLEGUM VIÐMIÐUM
Vottunin veitir golfklúbbum skýran ramma til að vinna markvisst að sjálfbærni á fjórum lykilsviðum: Náttúruvernd; verndun vistkerfa, líffræðilegrar fjölbreytni og landslags
Auðlindanýting; skilvirk notkun vatns, orku og efna
Samfélagsábyrgð; jákvæð tengsl við nærsamfélag og stuðningur við heilsu, menningu og atvinnu
Stjórnun og gagnasöfnun; kerfisbundin skráning, greining og stöðugar umbætur.
Vottunin er veitt eftir ítarlegt mat á starfsemi klúbbsins og krefst reglulegrar endurvottunar til að tryggja áframhaldandi framför
Helstu ávinningur GEO-vottunar:
Veitir verkfæri og leiðbeiningar til að greina áhrif og bæta rekstur
Skapar trúverðugleika og gagnsæi gagnvart leikmönnum, samstarfsaðilum og samfélaginu
Hvetur til miðlunar þekkingar og samstarfs innanlands og á alþjóðavettvangi.
Styður við skýrslugerð og stefnumótun með aðgengilegum gögnum og mælikvörðum.
GEO varð miklu meira en gátlisti fyrir vottun. Þetta var lærdómsferli, tækifæri til að skoða okkar einstöku staðsetningu og skilja vistkerfin betur. Það er öflugt verkfæri sem gefur hverjum klúbbi grunnskilning á umhverfisáhrifum sínum og hvernig hann getur lagt jákvætt af mörkum til vallarumhverfisins.
Kate Stilwell, vallarstjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar

ONCOURSE ER STAFRÆNT VERKFÆRI OG VETTVANGUR STUÐNINGS SEM GEO FOUNDATION BÝÐUR GOLFKLÚBBUM UM ALLAN HEIM MARKMIÐIÐ ER AÐ GERA SJÁLFBÆRNI AÐGENGILEGA OG FRAMKVÆMANLEGA Í DAGLEGUM REKSTRI GOLFVALLA
Helstu eiginleikar OnCourse: Ókeypis aðgangur fyrir alla klúbba (aukagreiðslur fyrir sértæka þjónustu eða vottun)
Skýr og einföld skráning á lykilgögnum um umhverfisáhrif, svo sem vatnsnotkun, eldsneyti, áburð, vélakost og landnotkun G i i b ð illi á
OnCourse er hannað til að auðvelda greiningu, umbætur og samskipti um loftslagsaðgerðir og umhverfisábyrgð innan golfhreyfingarinnar



Golfklúbburinn Oddur nýtti OnCourse sem hluta af GEO-vottunarferlinu til að greina lykilþætti í rekstri og umhverfisáhrifum. Með skýrari yfirsýn yfir rafmagnsnotkun, úrgangsstýringu og vélakostnað varð ljóst að róbótavæðing gæti skilað verulegum ávinningi – bæði í umhverfislegum og rekstrarlegum skilningi. Í kjölfarið hóf klúbburinn innleiðingu rafmagnssláttuvéla og þróu að draga úr eldsneytisnotk skilvirkni og styðja við kole daglegum rekstri. Á sama t að umbótum í úrgangsstýr skráningu endurvinnsluferl
Þetta dæmi sýnir hvernig g ákvarðanataka og greining geta leitt til raunverulegra b sjálfbærri vallarstjórn
Í kjölfarið hóf klúbburinn að rafknúnar sláttuvélar og ön og meta mismunandi lausn markmiði að draga úr eldsn bæta skilvirkni og styðja við kolefnislækkun í daglegum rekstri Á sama tíma var unnið að því úrgangsstýringu og skránin endurvinnsluferlum. Vinna til þess að farið var að skoð hætti golfklúbburinn gæti o í vatnsnotkun á vellinum í s nota neysluvatn til vökvuna þess að borað var fyrir köld nægir sú borhola til að ann golfvallarins
Oddur, sem rekur einn stæ fjölbreyttasta golfvöll lands með þessu sýnt hvernig gr gagnadrifin ákvarðanataka raunverulegra breytinga í s vallarstjórn.
Vinnan með OnCourse varð kveikjan að því að við fórum hraðar og brattar í róbótavæðingu
Tryggvi Ölver Gunnarsson, Vallarstjóri golfklúbbsins Odds



GSÍ MUN FARA AF STAÐ MEÐ NÝTT SJÁLFBÆRNIMERKI GSÍ SEM BYGGIR Á
ERLENDRI FYRIRMYND (SUSTAINABLE GOLF PLEDGE) ÞAR SEM GOLFKLÚBBAR OG
SAMTÖK GETA SKULDBUNDIÐ SIG TIL AÐ GRÍPA TIL AÐGERÐA TIL AÐ STUÐLA AÐ
BÆTTUM UMHVERFIS- OG SAMFÉLAGSMÁLUM INNAN ÍÞRÓTTARINNAR.
SKULDBINDINGIN VAR ÞRÓUÐ AF GEO OG BÝÐUR GOLFVÖLLUM, SAMTÖKUM OG
EINSTAKLINGUM AÐ LÝSA YFIR OPINBERRI SKULDBINDINGU SINNI TIL SJÁLFBÆRNI Í GEGNUM GOLF MARKMIÐIÐ ER AÐ GERA GOLF AÐ VIRKUM ÞÁTTTAKANDA Í
LAUSNUM VIÐ ÁSKORUNUM EINS OG LOFTSLAGSBREYTINGUM, RÝRNUN Í LÍFFRÆÐILEGUM FJÖLBREYTILEIKA OG VELFERÐ SAMFÉLAGA
HELSTU SKULDBINDINGAR
Þeir sem undirrita skuldbindinguna heita því að:
Hlúa að náttúrunni – vernda og efla náttúruleg búsvæði á og í kringum golfvelli.
Spara auðlindir – nýta vatn, orku og efni á skilvirkan hátt.
Styðja samfélög – efla staðbundin efnahagslíf, eiga í samskiptum við hagsmunaaðila og stuðla að þátttöku allra.
VIÐURKENNING OG ÁHRIF
Skuldbindingin er hluti af stærra átaki sem nýtur stuðnings alþjóðlegra stofnana eins og International Golf Federation Þeir klúbbar sem taka þátt geta sýnt fram á árangur sinn með sjálfbærni kortum, kolefnisreikningum og opinberri skýrslugjöf


Grípa til loftslagsaðgerða – draga úr kolefnislosun og auka viðnámsþol gegn loftslagsbreytingum.
SVONAVIRKAR ÞETTA
Golfklúbbar, samtök og einstaklingar geta tekið þátt.
Maður skrái sig með því að undirrita skuldbindinguna á sustainable.golf/pledge og fá vottorð sem sýnir skuldbindinguna.
Klúbbar geta nýtt sér ókeypis
OnCourse hugbúnaðinn til að fylgjast með sjálfbærni, nálgast bestu starfsvenjur og búa til sérsniðnar skýrslur.
Golfvellir ná yfir stór svæði og hafa áhrif á vistkerfi og samfélög. Með því að tileinka sér sjálfbærni getur golf : Minnkað umhverfisáhrif sín
Hvatt leikmenn og áhorfendur til að tileinka sér umhverfisvænni lífsstíl
Stuðlað að staðbundnum og alþjóðlegum markmiðum um sjálfbæra þróun

LÍFFRÆÐILEG FJÖLBREYTNI ER GRUNDVÖLLUR HEILBRIGÐRA VISTKERFA OG
LYKILÞÁTTUR Í SJÁLFBÆRRI ÞRÓUN GOLFVELLIR, SEM NÁ YFIR VÍÐÁTTUMIKIL
SVÆÐI OG LIGGJA OFT AÐ NÁTTÚRULEGUM SVÆÐUM, GETA GEGNT MIKILVÆGU
HLUTVERKI Í VERNDUN OG EFLINGU LÍFRÍKIS SÉRSTAKLEGA ÞEGAR ÞEIR ERU
HANNAÐIR OG REKNIR MEÐ VISTVÆNUM HÆTTI

HELSTU SKULDBINDINGAR
Íslenskir golfklúbbar hafa sýnt fram á að með markvissri umhirðu og náttúruvænni stjórnun er hægt að:
Skapa búsvæði fyrir fugla, smádýr og innlendar plöntur.
Vernda og fjölga villiblómum og innlendum tegundum.
Styðja við fuglalíf með fuglakössum og skráningu fuglaspotta
Halda hluta vallarins óslegnum og leyfa gróðri að vaxa frjálslega til að styðja við lífríki
Vinna með náttúruverndarsamtökum og sérfræðingum í vistheimt og ráðgjöf
Golfvellir g myndað sa svæði sem saman nát búsvæði og aukinni líffræðilegri fjölbreytni.

Oddur hefur unnið markvisst að verndun fuglalífs og vistheimt í jaðarsvæðum vallarins Fuglakassar hafa verið settir upp og fuglatalningar skráðar árlega Óslegin svæði eru skilgreind og viðhaldið til að styðja við búsvæði og
Sem fyrsti GEO-vottaði klúbbur landsins hefur Nesklúbburinn verið leiðandi í að viðhalda náttúrulegum jaðarsvæðum og vinna með innlendum plöntutegundum Völlurinn liggur að strandlínu og hefur unnið að verndun strandvistkerfa í gið


AVOGS OG

ningu og m hluta af GEOnn skilgreindi bundnum fjölbreytt ði með skilgreind og ð dýralíf og
KEILIR
á að viðhalda nnan vallarins, um sem liggja að andlínu að því að skrá nlendar tegundir m um. Með því að ðum hefur Keilir og stuðlað að reytni.
GSÍ styður við verndun líffræðilegrar fjölbreytni í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og stefnu um sjálfbæra þróun. Með því að hvetja golfklúbba til að nýta verkfæri eins og OnCourse og GEO-vottun, og deila reynslu af aðgerðum sem styðja við lífríki, styrkir GSÍ stöðu golfíþróttarinnar sem landnotandi og er virkur þátttakandi í náttúruvernd.


SJÁVARFLÓÐ OG LANDROFÁ
BRAUTARHOLTSVELLI
Brautarholtsvöllur er staðsettur við sjávarsíðuna á Kjalarnesi og liggur víða nærri sjávarmáli. Þessi staðsetning býður upp á einstaka náttúruupplifun en felur jafnframt í sér veðurtengdar áskoranir sem hafa áhrif á viðhald, öryggi og langtíma sjálfbærni vallarins.
Nokkur svæði á vellinum verða fyrir reglulegum sjávarflóðum, einkum í kjölfar storma og háflæðis. Flóðin bera með sér grjót, sand og sjávarset sem safnast á brautum og flötum og geta haft áhrif á leikskilyrði og vistkerfi.
Flóðasvæði eru ekki formlega kortlögð en eru þekkt meðal starfsfólks.

Setflutningur krefst reglulegrar hreinsunar og getur haft áhrif á gróður og jarðveg
LANDROF OG JARÐVEGSTAP
Í miklum stormi vorið 2025 varð töluvert landrof á svæðinu við 4. flötina. Sjór gekk nærri flötinni og olli jarðvegstapi og óstöðugleika í undirlagi. Bráðabirgðaviðgerðir voru framkvæmdar til að tryggja öryggi og leikskilyrði.

SUMARIÐ 2025 MARKAÐI TÍMAMÓT Í SÖGU BRAUTARHOLTSVALLAR ÞEGAR VÖLLURINN VAR STÆKKAÐUR ÚR 12 HOLUM Í FULLSKIPAÐAR 18 HOLUR ÞESSI STÆKKUN ER EKKI AÐEINS MIKILVÆG FYRIR LEIKMENN OG FERÐAMENN HELDUR ENDURSPEGLAR HÚN METNAÐ KLÚBBSINS TIL AÐ ÞRÓA VÖLL SEM STENST ALÞJÓÐLEG VIÐMIÐ UM GÆÐI, UPPLIFUN OG SJÁLFBÆRNI
Nýju holurnar voru hannaðar með sömu náttúrulegu nálgun og fyrri hluti vallarins, þar sem landslagið ræður ferðinni. Við stækkunina var tekið mið af veðurfarslegum áskorunum og sjálfbærnissjónarmiðum, m.a. með því að forðast viðkvæm svæði og nýta náttúrulega vatnsrásir og gróður.
Með 18 holum getur Brautarholt nú tekið á móti stærri hópum og alþjóðlegum viðburðum, sem styrkir bæði fjárhagslega sjálfbærni og samfélagslegt gildi.
Við vildum ekki bara bæta við holum — heldur styrkja heildarupplifunina og framtíðargildi vallarins.
Gunnar Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Brautarholts


Á SÍÐUSTU TVEIMUR ÁRUM HEFUR GSÍ UNNIÐ UMFANGSMIKLA STEFNUMÓTUNARVINNU MEÐ ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ MÓTA SKÝRA
FRAMTÍÐARSÝN FYRIR GOLFHREYFINGUNA TIL ÁRSINS 2030. Í ÞEIRRI VINNU
HEFUR VERIÐ LÖGÐ ÁHERSLA Á AÐ GOLFIÐ ÞRÓIST SEM SAMFÉLAGSLEGA ÁBYRG OG SJÁLFBÆR ÍÞRÓTT, SEM ÞJÓNAR FJÖLBREYTTUM HÓPI IÐKENDA OG HEFUR
JÁKVÆÐ ÁHRIF Á UMHVERFI SITT OG SAMFÉLAG.

Golf er í dag næst fjölmennasta íþróttagrein landsins og er iðkuð af 29.370 manns óháð aldri, kyni, búsetu, hreyfigetu og færni. Mikil aukning hefur orðið á reglulegum iðkendum golfs síðustu ár, en hún nemur um 11,5% og er það aukning um 3000 kylfinga á ári. Þar hefur aukningin orðið mest hjá yngsta aldursflokknum 0-29 ára, eða 23,8% og er það aukning um 1.442 kylfinga í viðkomandi aldursflokki. Þessi breiða skírskotun gerir r golf að íþróttagrein og einstökum vettvang fyrir bætta lýðheilsu félagslega þátttöku, en á sama tíma hvíld frá samfélagsmiðlum. Þá býður golfiðkun upp á einstakt umhverfi, með aðgengi að náttúru og upplifun á fjölbreytileika lífríkis.

Á ÁRINU 2024 MÁ GREINA AUKNA MEÐVITUND OG FRAMFARIR Í INNLEIÐINGU
STEFNA SEM SNÚA AÐ FÉLAGSLEGRI ÞÁTTUM OG STJÓRNARHÁTTUM HJÁ GOLFKLÚBBUM LANDSINS Í SAMANBURÐI VIÐ ÁRIÐ 2023 SÝNA GÖGNIN AÐ FLEIRI KLÚBBAR HAFA TEKIÐ UPP FORMLEGAR STEFNUR OG VERKLAG SEM STYÐJA VIÐ JAFNRÉTTI, ÖRYGGI OG GAGNSÆI Í REKSTRI
STEFNUR TENGDAR FÉLAGSLEGUM ÞÁTTUM
Golfhreyfingunni ber að skapa öruggt, jákvætt og styðjandi umhverfi fyrir iðkendur, sjálfboðaliða og starfsfólk.
Í nýrri stefnu GSÍ er lögð sérstök áhersla á að efla innviði, fræðslu, markaðssetningu og fjármögnun verkefna sem styðja við sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Með skýrum aðgerðum og mælanlegum markmiðum er stefnt að því að golfhreyfingin verði leiðandi í sjálfbærni innan íþróttahreyfinga á Íslandi. Rétt eins og með umhverfismálin er markmiðið að golfið starfi í sátt við samfélagið sem það þjónar og verði drifkraftur jákvæðra breytinga – með áherslu á heilsu, jafnrétti og virðingu fyrir fjölbreytileika.


Stefna gegn kynferðislegu áreiti og jafnrétti er enn til staðar hjá öllum klúbbum, sem sýnir stöðugleika í þessum mikilvæga málaflokki. Áhersla á vinnuvernd og heildræna heilsu og öryggi hefur aukist, þar sem þrír klúbbar hafa innleitt slíkar stefnur árið 2024, en þær ekki staðar árið áður Einnig má sjá verulega aukningu í fjölda klúbba sem framfylgja stefnu gegn barna- og nauðungarvinnu, bæði í eigin rekstri og í virðiskeðjunni, sem er ekki síður mikilvægt; fimm klúbbar gera það nú, samanborið við tvo árið 2023 Mannréttindastefnur eru einnig í auknum mæli til staðar hjá klúbbunum, þar sem þrír klúbbar hafa slíka stefnu árið 2024, en aðeins einn hafði hana árið áður.

Á sviði stjórnarhátta má sjá að þrír klúbbar hafa sett reglur sem banna forstjóra klúbba að gegna stjórnarformennsku, sem er aukning frá tveimur klúbbum árið 2023. Siðareglur fyrir birgja hafa verið innleiddar hjá þremur klúbbum, samanborið við tvo árið áður Stefna gegn spillingu og mútum er nú til staðar hjá fimm klúbbum, sem er veruleg aukning frá fyrra ári Einnig hefur innleiðing GDPR og persónuverndarstefna aukist, þar sem sex klúbbar fylgja nú reglum um persónuvernd, samanborið við fjóra árið 2023 Þó að sjálfbærniskýrslur séu enn ekki algengar hefur einn klúbbur birt slíka skýrslu árið 2024, en enginn gerði það árið áður.
OG ÖRYGGI
Í annað sinn var könnunin Fræðsla og forvarnir lögð fyrir níu viðmiðunarklúbba. Samanburður á svörum frá 2023 og 2024 sýnir bæði stöðugleika og jákvæða þróun í lykilatriðum sem snúa að öryggi og félagslegri ábyrgð. Átta af níu klúbbum höfðu árið 2024 skýra stefnu gegn ofbeldi, kynferðislegri áreitni og misnotkun, sem er lítil breyting frá fyrra ári. Einn klúbbur biður starfsmenn og sjálfboðaliða að undirrita stefnuna, sem er óbreytt frá 2023. Tveir klúbbar biðja um leyfi til að fletta upp í sakaskrá, sem er einnig óbreytt á milli ára.
Sex klúbbar höfðu kynnt sér starf samskiptaráðgjafa, en aðeins tveir klúbbar höfðu hlekk á vef sínum inn á síðu ráðgjafans, sem er fækkun frá því fyrir þremur árum.

Allir klúbbarnir höfðu hjartastuðtæki og þekkingu á notkun þess árið 2024, sem staðfestir stöðugan árangur á því sviði. Áætlun um aðgengi sjúkrabíla var til staðar hjá átta klúbbum árið 2024, samanborið við sex árið áður. Að lokum höfðu átta klúbbar kynjahlutföll til hliðsjónar við val í stjórnir og nefndir, sem er aukning frá sjö klúbbum árið 2023.
Heildarniðurstaðan sýnir að golfklúbbarnir hafa tekið markverð skref í átt að aukinni félagslegri ábyrgð og betri stjórnarháttum. Þróunin á milli ára gefur til kynna vaxandi vitund og vilja til að innleiða stefnu sem stuðlar að jafnrétti, öryggi og gagnsæi í starfsemi klúbbanna. Fræðsla og forvarnir eru í stöðugri þróun og styrkja grunninn fyrir öruggt og ábyrgt samfélag innan golfhreyfingarinnar.

MARKMIÐ GSÍ ER AÐ GERA GOLFÍÞRÓTTINA AÐGENGILEGRI FYRIR EINSTAKLINGA MEÐ FATLANIR OG AÐ GOLFÍÞRÓTTIN SÉ ÁN AÐGREININGAR GSÍ Í SAMSTARFI VIÐ ÍSÍ, PGA, GSFÍ OG ÍF HEFUR ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ STYÐJA VIÐ ALLA SEM VILJA NJÓTA ÁVINNINGS ÍÞRÓTTARINNAR OG STUÐLA AÐ JAFNRÉTTI
EINNIG HEFUR GSÍ STARFAÐ FORMLEGA MEÐ EDGA, EUROPEAN DISABLED GOLF ASSOCIATION OG ER ÞRÓUNARÁÆTLUN EDGA, 8 STAGEPATHWAY, HÖFÐ TIL HLIÐSJÓNAR ÁSAMT SAMSTARFI OG ÁHERSLUM GSFÍ.

Tilgangur áætlunarinnar er að styðja golfhreyfinguna við að efla golf sem íþrótt fyrir fatlað fólk og tryggja aðgengi, þátttöku og framþróun á öllum stigum.
1.Greina stöðuna – Meta núverandi stöðu og kortleggja tækifæri til úrbóta.
2.Staðsetningr og aðgengi – Tryggja þarf að golfvellir séu aðgengilegir og henti fjölbreyttum hópum.
3.Mannauður – vitundarvakning – Auka fræðslu og vitund meðal starfsfólks og sjálfboðaliða um mikilvægi aðgengis og þátttöku.
4.Samfélagsleg þátttaka – Kynna golf fyrir nýjum hópum og skapa jákvæða upplifun.
5.Þjálfun þjálfara – Byggja upp þekkingu og hæfni þjálfara til að vinna með kylfingum með ólíkar þarfir.
6.Þróun leikmann – Styðja kylfinga í að ná framgangi, hvort sem er í félagsstarfi eða afreksíþróttum.
7.Mannauður – áframhaldandi vitundarvakning – Halda áfram að efla skilning og stuðning innan hreyfingarinnar.
8.Keppni – Skapa tækifæri til að taka þátt í mótum og keppni á viðeigandi getustigi.

ERASMUS VERKEFNI Í
SAMSTARFI VIÐ HR
Golfsamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur frá maí 2024 tekið þátt í Evrópsku rannsóknarverkefni sem ber heitið “Golf 4 Circularity”. Verkefnið er styrkt og fjármagnað af Erasmus áætlun Evrópusambandsins og gengur út á að auka skilning á hringrásarhagkerfinu, safna upplýsingum um starfshætti og viðmið í sjálfbærni í golfhreyfingunni á Íslandi og Evrópu. Erasmus verkefnið hefur verið samstarf nokkurra golfsambanda og háskólastofnanna sem skiptast á þekkingu. Verkefnið er fyrsta Erasmus verkefni Golfsambands Íslands og hefur góður lærdómur verið dreginn af þátttökunni.
PGA KENNARAR TAKA ÞÁTT
Vinnustofur hafa farið fram, meðal annars á Íslandi og Búlgaríu og hefur PGA kennurum verið boðið að taka þátt fyrir Íslands hönd. Einnig hafa fulltrúar verkefnisins tekið þátt í kennslustundum hjá PGA skólanum. Sérfræðingar og rannsóknaraðilar Háskólans í Reykjavík hafa tekið þátt og tvær kannanir verið lagðar fyrir á tímabilinu til að hægt sé að átta sig á hvernig útivist í grunnskólum og útikennsla í skólum getur verið tengd golfvallarsvæðum og golfvallar starfsemi með áherslur á hringrásarhugsun, íþróttir og sjálfbærni í heild.








Co-founded by the European Union

TÆKIFÆRI FYRIR KENNSLU Á GOLFVÖLLUM
Verkefninu er einnig ætlað að styðja við golfkennara og kennara í skólum sem hafa áhuga að auka þekkingu sína á sviði golfvallarumhverfisins og sjálfbærni. Tenging við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til 2030 liggur þar beinast við og að bjóða nemendur úr hverju samfélagi að koma og fræðast á golfvellinum Þau markmið sem auðvelt er að tengja við væru eftirfarandi:










HAKKAÞON TILAÐ NÁATHYGLI UNGS FÓLKS
Lokahnykkur verkefnisins var í september og í þeim hluta var stuðst við leikjafræði. Smásímaforritið Eco Golfer: Hack the Green – Golf 4 Circularity var hannað til að ná til ungs fólks. Var forritið smíðað með það í huga að kennarar gætu nýtt sér það til að auka áhuga ungs fólks á sjálfbærri hugsun. Hakka-þonið byggði á 25 spurningum og var ungum kylfingum boðið að koma og taka þátt í spurningakönnun um ýmsa þætti og samspil umhverfis og samfélagslegra þátta á golfvöllum og golfvallarumhverfi
Hér má nálgast heimasíðu verkefnisins og leikinn sem hannaður var til að færa sjálfbærni nær unga fólkinu: Golf 4 Circularity - Where Green is More Than the Fairway

VIÐTAL VIÐ EDWIN ROALD, GOLFVALLARHÖNNUÐ OG FRAMKVÆMDASTJÓRA Í ÞORLÁKSHÖFN.
HVAÐ HEFUR VERIÐ AÐ GERAST Í ÞORLÁKSHÖFN Í SUMAR?
„Þetta hefur verið ótrúlega líflegt ár. Við höfum tekið stór skref í átt að sjálfbærni og nýsköpun í vallarrekstri. Það byrjaði með róbotavæðingu, en núna slá róbótar allt nema flatir, og þar notum við rafknúna vél. Frá og með næsta vori mun róbotaslátturinn ganga á sólarorku, sem er stórt stökk.“
Við erum ekki bara að slá gras –við erum að móta framtíðina
VISTVÆN OG SKAPANDI NÁLGUN
Edwin hefur haft gaman af því að stökkva út af skrifstofunni og út á völl í sumar. Þannig hefur hann getað yfirfært fræðin um leið með beinum hætti, en undanfarin ár hefur hann starfað sem ráðgjafi í golfhreyfingunni. „Við skiptum til dæmis bensínvaltaranum út fyrir rafknúinn og settum öll dísiltæki á vetnismeðhöndlaða lífræna olíu, HVO. Hún er dýrari en hefðbundinn dísill, en Olís kom sterkt inn og studdi við okkur, sem sýnir hvað samstarf getur skipt máli.“
Hann segir stefnuna setta á fullkomna hringrás “Í samstarfi við PureNorth umbreytum við matarleifum í moltu sem við blöndum við sand og fræ sem við notum til að laga skemmdir og í landgræðslu Næsta skref er að vinna með plastúrgang og þrívíddarprenta íhluti eins og teigmerki og pokamerki Þetta er ekki bara vistvænt – þetta er líka skapandi “
GOLFVÖLLURINN SEM KENNSLUSTOFA
Edwin segir sjálfbærni ekki bara snúast um að draga úr neikvæðum áhrifum, hún snúist líka um að skapa nýja möguleika Og að golfvöllurinn geti verið vettvangur fyrir það „Við erum í samtali við grunnskólann um að nýta völlinn sem lifandi kennslustofu Börn læra um vistkerfi, hringrás og tækni – á staðnum Þetta er samfélagsverkefni sem tengir golf við menntun og náttúru “ Svona nálgun er að aukast enda fleiri að átta sig á hversu fjölbreytt umhverfi er að finna á golfvöllum landsins. Og kennarar sækja í að komast út með börnin og þannig getur þetta unnið vel saman.

GAGNADRIFIN NÁLGUN
Í SJÁLFBÆRNI
En hvernig er hægt að halda vel utan um vinnu sem þessa? Edwin telur það mikilvægt og í raun nauðsynlegt til að hægt sé að læra og þróa í takt við þekkinguna sem skapast. „Við höfum hafið vinnu við árlega sjálfbærniskýrslu og loftslagsbókhald. Við teljum það mikilvægt skref til að gera áhrifin sýnileg og mælanleg. Við þurfum að læra af því sem við gerum,” segir hann og nefnir dæmi. „Við höfum nýlega gert prófanir á gps-stýrðri drónatækni til áburðardreifingar og áformum að keyra þá tækni á NDVI-greiningum til að bera aðeins á svæði sem þurfa næringu Þetta hefur sparað áburðarkaup um allt að 40% í dæmum sem við þekkjum til, sem sparar fjármuni og dregur úr losun “


UFS Upplýsingar frá 9 golfklúbbbum
LOSUNARKRÆFNI
GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDA
Losunarkræfni orku
Losunarbókhald
GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDIR
2 (landsnetið)
Umfang 3 (með markaðsaðgerðum)
Umfang 1 og 2
Losun gróðurhúsalofttegunda (Umfang 1, 2 (landsnetið) og 3)
UMFANG 1 - SAMSETNING LOSUNAR
í/MWst
Losun frá iðnaðarferlum
3- LOSUN Á

Umhverfisþættir

Umhverfisþættir
Heildarvatnsnotkun m³
Heitt vatn m³ 59,880 2 74,104.7 123,070.2
Endurunnið vatn (ef við á) m³ - - -
Endurheimt vatn (ef við á) m³ -

Umhverfi
UMHVERFISSTARFSEMI
Fylgir fyrirtækið þitt formlegri umhverfisstefnu? Já
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum?
Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi?
Nei Nei Já Nei Nei Nei Nei
LOFTSLAGSEFTIRLIT/STJÓRN
Jarðefnaeldsneyti % 0% 0% 0%
Endurnýjanlegir orkugjafar % 100% 100% 100%
Kjarnorka % 0% 0% 0% SAMSETNING
MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS EININGAR 2022 2023 2024
Heildarmagn úrgangs kg 105,340.0 99,684.0 71,074
Flokkaður úrgangur kg 36,622.0 18,305 0 22,605
Óflokkaður úrgangur kg 68,718.0 81,379.0 48,469
Endurunnin úrgangur kg 24,475.0 20,470.0 60,169
Úrgangi fargað kg 80,865 0 79,214 0 10,905
Flokkunarhlutfall úrgangs % 34 8% 18 4% 31.80%
Endurvinnsluhlutfall úrgangs % 23 2% 20 5% 84.70%
Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu?
LOFTSLAGSEFTIRLIT/ STJÓRNENDUR
Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu?
Félagslegir þættir
AÐGERÐIR GEGN MISMUNUN
Nei
Nei
Nei Nei Já Nei Nei Nei Nei
Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti? Já
HNATTRÆN HEILSA OG ÖRYGGI
Hefur fyrirtækið birt og framfylgt vinnuverndarstefnu og/eða heildrænni heilsu- og öryggisstefnu?
BARNA- OG NAUÐUNGARVINNA
Nei
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn barnaþrælkun? Nei
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn nauðungarvinnu?
Ef já, nær stefnan gegn barnaog/eða nauðungarvinnu einnig til birgja og seljenda?

MANNRÉTTINDI
KL-A KL-B KL-C KL-D KL-E KL-F KL-G KL-H
Hefur fyrirtækið birt og framfylgt mannréttindastefnu? Nei
Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framleiðenda?
Stjórnarhættir
ÓHÆÐI STJÓRNAR
Já Nei Já Nei Já Nei Nei
Nei Já Nei Já Nei Nei Nei Nei
KL-A KL-B KL-C KL-D KL-E KL-F KL-G KL-H
Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku? Nei
KAUPAUKAR
Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni?
SIÐAREGLUR BIRGJA
Ber seljendum fyrirtækisins og birgjum þess að fylgja siðareglum?
SIÐFERÐI OG AÐGERÐIR
GEGN SPILLINGU
Framfylgir fyrirtækið siðareglum og/eða stefnu gegn spillingu og mútum?
PERSÓNUVERND
Nei Já Já Já Nei Nei Nei
KL-A KL-B KL-C KL-D KL-E KL-F KL-G KL-H
Nei
Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei
KL-A KL-B KL-C KL-D KL-E KL-F KL-G KL-H
Nei
Já Nei Já Nei Já Nei Nei
KL-A KL-B KL-C KL-D KL-E KL-F KL-G KL-H
Nei
Já Já Já Nei Já Nei Nei
KL-A KL-B KL-C KL-D KL-E KL-F KL-G KL-H
Framfylgir fyrirtækið persónuverndarstefnu? Já
Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fy gja GDPR reglum?
Já Nei Já Já Já Nei Já
Nei Já Nei Já Já Nei Nei Já

SJÁLFBÆRNISKÝRSLA
Birtir fyrirtækið sjálfbærniskýrslu? Nei
Ef já: Inniheldur sjálfbærniskýrslan kafla um félagslega þætti, stjórnarhætti og umhverfisþætti?
Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni?
STARFSVENJUR VIÐ UPPLÝSINGAGJÖF
Nei Nei Já Nei Nei Nei Nei KL-A KL-B KL-C KL-D KL-E KL-F
Nei Nei Nei Já Nei Nei Nei Já
Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei Nei
Veitir fyrirtækið þitt upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti? Já
Leggur fyrirtæki þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)?
Setur fyrirtækið þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða SÞ?
Já Já Nei Já Nei Nei
Já Nei Nei Já Nei Já Nei Já
Nei Nei Nei Nei Nei Já Nei Nei
ÓHÆÐI STJÓRNAR Nei Nei Já Nei Já Nei Nei
Er upplýsingagjöf um sjálfbærni tryggð eða staðfest af þriðja aðila? Já

Er klúbburinn með skýra stefnu er varðar ofbeldi, kynferðislega áreitni og misnotkun?
Er klúbburinn búinn að biðja um leyfi til að fletta starfsmönnum og sjálfboðaliðum upp í sakaskrá í ár?
Biður klúbburinn starfsmenn og sjálfboðaliða að lesa og skrifa undir stefnu er varðar ofbeldi, kynferðislega áreitni og misnotkun?
Er klúbburinn búinn að kynna sér starf samskiptaráðgjafa?
Er klúbburinn með hlekk á vefnum sínum inn á síðu samskiptaráðgjafa?
Á klúbburinn til hjartastuðtæki og kunna starfsmenn að nota slíkt?
Er klúbburinn með áætlun fyrir aðgengi sjúkrabíla?
Hefur klúbburinn kynjahlutföll til hliðsjónar við val í stjórnir og nefndir?


