Ársskýrsla 2025

Page 1


ÁRSSKÝRSLA 2025

Golfsamband Íslands

Stefna

Ljósmyndari: Silla Pálsdóttir

Ávarp

Kæru félagar,

Árið 2025 markar upphaf nýrrar stefnu Golfsambands Íslands sem mun móta framtíð golfíþróttarinnar næstu fimm árin. Meðlimum í golfhreyfingunni á Íslandi hefur fjölgað um 65% frá árinu 2019 þegar síðasta stefna var mótuð og við erum næst fjölmennasta

íþrótt landsins. Þetta undirstrikar að golf er orðið almenningsíþrótt með breiða skírskotun óháð aldri, kyni eða búsetu. Með sameiginlegu átaki og skýrri sýn höfum við sett okkur metnaðarfull markmið sem endurspegla ný gildi okkar: Heiðarleika,Virðingu og Lífsgæði.Við viljum að komandi kynslóðir elski golf og upplifi það sem aðgengilega, heilbrigða og samfélagsvæna íþrótt. Þannig viljum við að rótgróin golfmenning, sem byggir á gömlum verðmætum gildum, sé brú milli fortíðar og framtíðar. Að framtíð okkar byggi á rótgrónum gildum sem hafa mótað

íþróttina í gegnum aldirnar, en þróist áfram í takt við samfélagið og þarfir nýrra kynslóða.

Golfhreyfingin stendur á traustum grunni og hefur styrkt stöðu sína á undanförnu ári. Rekstur GSÍ hefur verið jákvæður, með auknum tekjum og bættri afkomu sem endurspeglar ábyrga fjármálastjórn og öfluga þátttöku kylfinga og samstarfsaðila.

Eiginfjárstaða hefur styrkst og veitir svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í innviðum, afreksstarfi og þjónustu við klúbba.

Á síðasta ári höfum við lagt áherslu á að efla barnaog unglingastarf um land allt, með fjölbreyttum verkefnum sem stuðla að þátttöku og félagslegum tengslum. Afreksstarfið hefur verið styrkt með betri aðstöðu, auknum stuðningi við kylfinga, faglegri þjálfun og þátttöku í alþjóðlegum mótum. Með því að efla aðstöðu og stuðning við afrekskylfinga stuðlum við enn frekar að því að Ísland eigi fulltrúa á alþjóðlegum vettvangi og að leiðin frá grunnstarfi í afreksíþrótt sé skýr og fagleg. Þá höfum við þróað stafrænar lausnir sem bæta upplýsingagjöf, mótahald og þjónustu við félögin.

Umhverfismál og samfélagsábyrgð eru okkur hugleikin. Samstarf við sveitarfélög hefur verið eflt varðandi uppbyggingu valla og ábyrga landnýtingu. Við höfum unnið að því að kynna golf sem sjálfbæra íþrótt sem spannar allt æviskeiðið og stuðlað að jafnrétti og fjölbreytni innan hreyfingarinnar. Með rannsóknum og þróun í grasvallarfræðum og góðu samstarfi við nærumhverfi golfvalla höfum við lagt grunn að framtíð sem byggir á virðingu fyrir náttúrunni. Einnig höfum við lagt grunn að greiningarvinnu með efnahagslegs- og samfélagsleg áhrif golfsins.

Heildarniðurstaðan er sú að golfhreyfingin er sterkari en áður, með skýra stefnu og traustan rekstrargrundvöll sem gerir okkur kleift að halda áfram að efla íþróttina, skapa ný tækifæri og byggja upp fjölbreytt og lifandi samfélag kylfinga, efla afreksstarf og þjónustu við golfklúbba.

Við erum stolt af því sem hefur áunnist og horfum bjartsýn fram á veginn. Með samstilltu átaki allra sem að golfhreyfingunni koma munum við halda áfram að efla íþróttina, skapa tækifæri og byggja upp sterkt og fjölbreytt samfélag kylfinga.

Með þakklæti og von um öflugt samstarf, Hulda Bjarnadóttir forseti Golfsambands Íslands

Stefna Golfhreyfingarinnar

2025–2030

Hlutverk

Golfsamband Íslands er leiðandi afl sem sameinar og eflir golfhreyfinguna.

Golfsamband Íslands stendur vörð um reglur og gildi íþróttarinnar, leiðir útbreiðslu, framgang, mótahald og afreksstarf og er málsvari íþróttarinnar.

Stendur vörð um reglur og gildi íþróttarinnar

Þróar og eflir afreksstarf og mótahald Veitir þjónustu og ráðgjöf til golfklúbba Gera golf eftirsóknarvert og aðgengilegt fyrir alla

Framtíðarsýn

Að komandi kynslóðir elski golfíþróttina

Stefnuáherslur

Golf fyrir alla

Íþróttin er fyrir alla aldurs- og samfélagshópa

• Golf sé aðgengilegt fyrir alla.

• Stuðla að gerð nýrra golfvalla og aðstöðu við allra hæfi, í samræmi við vaxandi þörf í samfélaginu.

• Öflugt barna- og unglingastarf um land allt með áherslu á fjölbreytni og félagslega þátttöku.

• Fjölbreytt mótahald sem hentarólíkum hópum iðkenda.

• Áhersla á kosti íþróttarinnar með tilliti til lýðheilsu og grænna útivistarsvæða byggð.

Sterkir innviðir GSÍ er þjónustumiðstöð golfhreyfingarinnar

• Ábyrg meðferð fjármuna.

• Auka samstarf og þjónustu við golfklúbba og helstu hagaðila.

• Samtal við sveitafélög um ábyrga landnýtingu og uppbyggingu golfvallasvæða fyrir almenning og afreksgolf.

• Efla stjórnsýslu og fagmennsku innan golfhreyfingarinnar og styrkja alþjóðleg tengsl.

• Nota nýsköpun og stafrænar lausnir til að bæta þjónustu, upplýsingagjöf og mótahald.

• Stuðla að jafnrétti og fjölbreytileika á meðal kylfinga, stjórna og nefnda golfhreyfingarinnar.

Gildi

Heiðarleiki – Virðing – Lífsgæði

Afreksstarf

Að styðja afrekskylfinga landsins

• Styrkja afrekssvið GSÍ og bæta stuðning við afrekskylfinga.

• Efla fagmennsku í þjálfun afrekskylfinga og bæta aðstöðu og aðgengi að golfvallasvæðum.

• Móta skýra leið frá barna- og unglingastarfi inn í afreksþjálfun og keppni.

• Senda einstaklinga og lið til keppni fyrir Íslands hönd í alþjóðleg golfmót.

• Auka samvinnu hagaðila og GSÍ varðandi markvissa vinnu með afreksskylfingum.

Samfélag og umhverfi

Ábyrg stjórnun, jafnrétti og vinna að bættu samfélagi

• Byggja upp jákvæða ímynd golfíþróttarinnar sem heilbrigðrar, sjálfbærrar og samfélagsvænnar íþróttar sem spannar allt æviskeiðið.

• Kynna og bæta aðgengi að golfvöllum landsins sem opnum grænum svæðum.

• Styðja við rannsóknir, þekkingu og þróun grasvallarfræðum.

• Vinna að umhverfisvernd og góðu samstarfi við nærumhverfi golfvallasvæða.

• Stuðla að jafnrétti kynjanna og fjölbreytni í golfhreyfingunni með markvissum aðgerðum.

Stjórn GSÍ

Hulda Bjarnadóttir Forseti

Ólafur Arnarsson

Meðstjórnandi

Ragnar Baldursson Varaforseti og formaður afreksnefndar

Jón B. Stefánsson

Meðstjórnandi og formaður þjónustunefndar

Hansína Þorkelsdóttir Ritari og formaður sjálfbærninefndar

Birgir Leifur Hafþórsson Meðstjórnandi

Jón S. Árnason Gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar

Ólafur Arinbjörn Sigurðsson Meðstjórnandi og formaður laganefndar

Starfsmenn GSÍ

Brynjar Eldon Geirsson Framkvæmdastjóri

Fannar Már Jóhannsson Markaðsstjóri

Kristín María Þorsteinsdóttir Móta- og kynningarstjóri GSÍ

Nefndir

Hjördís Björnsdóttir Meðstjórnandi og formaður markaðs- og kynningarnefndar

Karen Sævarsdóttir

Meðstjórnandi og formaður mótanefndar

Arnar Geirsson Þjónustustjóri

Sóley Bærings Verkefnastjóri

Endurskoðendur

Birna M. Rannversdóttir

Helga Harðardóttir

Áfrýjunardómstóll

Bergþóra Sigmundsdóttir

Garðar Svansson

Þórir Bragason

Dómstóll GSÍ

Gunnar Viðar

Stefán Þórarinn Ólafsson

Sólveig B. Gunnarsdóttir

Áhugamennskunefnd

Írunn Ketilsdóttir

Karl Ingi Vilbergsson

Helga Melkorka Óttarsdóttir

Aganefnd

Guðmundína Ragnarsdóttir

Sigurður Geirsson

Jónatan Ólafsson

Forgjafar- og vallarmatsnefnd

Andrés I Guðmundsson

Guðrún Jónsdóttir

Arnar Geirsson

Dómaranefnd

Sigurður Hallbjörnsson

Bergsveinn Þórarinsson

Sigurður Geirsson

Kjörnefnd

Páll Sveinsson

Guðmundur Björnsson

Giovanna Steinvör Cuda

Ásbjörn Þ. Björgvinsson

Gunnar Árnason

Heiðursveitinganefnd

Guðbjörg E. Guðmundsdóttir

Kristín Guðmundsdóttir

Jón Ásgeir Eyjólfsson

Halldór Rafnsson

Guðmundur Oddsson

Trúnaðarlæknar

Sveinbjörn Brandsson

Valur Guðmundsson

Ólafur Björn Loftsson
Meðstjórnandi
Magnús Oddsson Golf Iceland
Björn Ólafur Bragason Verkefnastjóri

Skipurit Golfsambands Íslands

Golfþing

Stjórn GSÍ

Framkvæmdastjórn

Golfklúbbar

Þjónusta

Mótahald

Afreksmál

Markaðsmál

Þjónusta

Golfreglur

Mótahald

Afrek

Útbreiðsla

Lögbundnar nefndir og dómstólar

Kjörnefnd

Endurskoðendur

Áfrýjunardómstóll

Áhugamennskunefnd

Forgjafarnefnd

Dómaranefnd

Áganefnd

Heiðursveitinganefnd

Starfsnefndir

Afreksnefnd

Mótanefnd

Markaðsnefnd

Fjárhagsnefnd

Laganefnd

Þjónusta og þekking

Tekjustraumar

Þróun á félagagjaldi GSÍ

Hvað er félagsgjald GSÍ?

Allir golfklúbbar innan GSÍ greiða 6.800 kr. ársgjald fyrir hvern virkan meðlim 16 ára og eldri til golfsambandsins. Tillaga um félagagjald til næstu tveggja ára liggur fyrir Golfþingi sem tekur ákvörðun um að samþykkja tillöguna eða leggja til breytingar.

Ef meðlimur golfklúbbs er skráður í fleiri en einn golfklúbb þá greiðir einungis sá klúbbur sem meðlimurinn velur sem sinn heimaklúbb. Golfklúbbar greiða ekkert félagsgjald fyrir meðlimi sem eru 15 ára og yngri.

Hér má sjá verðþróun á félagsgjaldi frá aldamótum. Eins og komið hefur fram áður hefur félagsgjaldið ekki hækkað í takt við verðlagsþróun samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands og hefur verið unnið að því að minnka það bil á undanförnum árum til að gera sambandið betur stakk búið til að sinna sínum verkefnum.

Í hvað fer félagsgjald GSÍ 2025

Í hvað fer félagsgjaldið?

Árið 2025 skilaði félagsgjaldið Golfsambandinu um 177 milljónum í tekjur, en því til viðbótar koma styrkir frá ÍSÍ upp á rúmar 90 milljónir króna og styrkir frá samstarfsaðlum upp á tæpar 20 milljónir króna. Tekjurnar árið 2025 voru því samtals rúmar 290 milljónir króna.

Nú spyrja sig margir: Í hvað fara þessir peningar? Hér til einföldunar má sjá hlutfallslega skiptingu eftir verkefnum hjá

Golfsambandinu og hvernig þróunin hefur verið frá næsta rekstrarári á undan.

Upplýsingakerfi

Skrifstofa

Annar kostnaður

Markaðsstarf Hagaðilar

Markaðsstarf Golfsambandsins hefur reynst farsælt á undanförnum árum og íþróttin staðið sig vel í að koma sér á framfæri. Mikil fjölgun kylfinga hefur sett svip sinn á samfélagið oger ánægjulegt að sjá fólk ferðast um landið til að njótaþróttarinnar og öllu sem henni fylgir.

Á vordögum var nýr markaðsstjóri, Fannar Már Jóhannsson, ráðinn til sambandsins. Hann er kylfingur frá Akureyri sem hefur veigamikla reynslu af stafrænu markaðsstarfi og miðlunarverkefnum.

Með ráðningu Fannars gefst tækifæri til að leggja meiri áherslu á samfélagsmiðla en áður og þeir nýttir til að byggja upp fyrirmyndir og auka sýnileika íslenskra afrekskylfinga. Hér er sannarlega verk að vinna og af nægu efni að taka.

Nokkur verkefni sem áður voru unnin af verktökum eru nú unnin innanhúss, með tilheyrandi sparnaði og aukinni yfirsýn. Á árinu var grunnur lagður að nýju og samræmdu útliti á samfélagsmiðlum. Fagleg og skýr framsetning gagna er takti við þann metnað sem ríkir íslensku golfi.

Myndir, myndbönd og sögur úr mótum og afreksstarfi fá nú stærra hlutverk í miðlun sambandsins og verður lögð enn meiri áhersla á þessa vinnu á komandi árum. Allt er þetta gert til að hvetja nýja kylfinga til þátttöku og styrkja tengsl við þá sem fyrir eru.

Sveitarfélög

Evrópska golfsambandið R&A

Svæðisstöðvar og héraðssambönd

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Íþrótta- og ólympíusamband

Almennir kylfingar

Börn og unglingar í skiplögðu starfi

EDGA Samtök golfvallastarfsfólks

Golfferðaþjónusta

Fjölmiðlar

Íslenskir háskólar

Afrekskylfingar

Stjórnendur og starfsfólk golfklúbba

Stjórn starfsfólkogGSÍ

Einherjaklúbburinn

Golf Iceland

Samstarfsaðilar

Forskot styrktarsjóður

Landssamtök eldri kylfinga

Golfdómarar

Golfsamtök fatlaðra

Samtök atvinnukylfinga Héraðssambönd/ Íþróttabandalög

Ríkisútvarpið  RÚV

Grunn- og framhaldsskólar

Golfherma eigendur

Bandarískir háskólar

Kylfingar utan golfklúbba

Eldhugar

Golfverslanir

Íþróttasamband fatlaðra

Áhrifavaldar golfsins

Áhrifavaldar geta komið úr öllum áttum og tekið á sig ólíkar myndir; frá afrekskylfingum og samfélagsmiðlafólki til golfklúbba og eldhuga sem miðla ástríðu sinni fyrir íþróttinni. Allir eiga þeir það sameiginlegt að elska golf og stuðla að vexti íþróttarinnar á Íslandi.

Afrekskylfingar

Kylfingur Fylgjendur

Áhrifavaldar gegna stóru hlutverki í að kynna golfíþróttina og vekja áhuga nýrra kynslóða. Hér er listi yfir nokkra afkastamikla íslenska afrekskylfinga, áhrifavalda og golfklúbba á samfélagsmiðlum.

Áhrifavaldar

Golfklúbbar

Afreksstarf

Afrekskylfingar og framtíðarstjörnur í landsliðsæfingarbúðum seinasta vetur.

Á árinu hafa íslenskir afrekskylfingar tekið þátt í mörgum og fjölbreyttum alþjóðlegum verkefnum. Margir hafa náð eftirtekarverðum árangri og tókst afrekssviði vel til í stuðningi við afrekskylfinga. Síðastliðinn vetur fóru fram regulegar landsliðsæfingabúðir og hæfileikamótun fyrir afrekskylfinga og framtíðarstjörnur. Mikil ánægja var með æfingabúðirnar en markmiðið er að skapa skemmtilega, hvetjandi og lærdómsríka umgjörð þar sem megináhersla snýr að fræðslu og keppnislíkum æfingum. Landsliðs- og atvinnukylfingar nýttu sér æfingabækistöð íslenska landsliðsins á Spáni og hélt 40 manna hópur í vel heppnaða æfingaferð á La Finca golfsvæðið í Alicante 10.-17. janúar. Aðstaðan skiptir miklu máli fyrir okkar afrekskylfinga.

Okkar bestu áhugakylfingar tóku þátt í mörgum af bestu golfmótum heims í ár. Gunnlaugur Árni

Sveinsson var þrívegis valinn í úrvalslið Evrópu/ Alþjóðaliðs á árinu og hefur náð langbesta árangri íslensks kylfings á heimslistanum. Hann lenti í 2. sæti á sterku háskólamóti um miðjan september og sigraði svo á firnasterku móti í október. Enginn íslenskur kylfingur hefur sigrað í jafn sterku áhugamannamóti frá upphafi. Frábær árangur Gunnlaugs Árna hefur komið honum upp í 8. sæti á heimslistanum. Gunnlaugur er í dag besti kylfingur heims 19 ára og yngri samkvæmt listanum. Hann er á öðru ári í liði LSU háskólans í Louisiana sem er einn allra sterkasti íþróttaskóli í Bandaríkjunum og er um þessar mundir í 2. sæti yfir besta árangur háskólagolfliða á þessu tímabili. Perla Sól Sigurbrandsdóttir sem varð Íslandsmeistari í golfi og Evrópumeistari unglinga 15 ára gömul hóf nám við sama skóla í ágúst sem er mikil viðurkenning fyrir hennar stórkostlega árangur undanfarin ár. Dagbjartur Sigurbrandsson hefur verið á mikilli siglingu í ár og varð Íslandsmeistari í golfi í ágúst. Hann útskrifaðist úr Missouri háskólanum í maí og hefur nú haldið í atvinnumennsku. Hulda Clara Gestsdóttir sigraði í háskólamóti í apríl og útskrifaðist úr Denver skólanum í júní. Hún er einnig orðin atvinnukylfingur og tók meðal annars þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mótaröðina í lok september.

Okkar atvinnukylfingar hafa náð mjög góðum árangri í ár. Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði fyrst íslenskra kylfinga á LET Access mótaröðinni í júlí og hafnaði þar að auki í 2. sæti í tveimur mótum til viðbótar. Hún var hársbreidd frá því að tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári með hennar frábæra árangri. Andrea Bergsdóttir hefur einnig leikið vel á LET Access mótaröðinni og var tvívegis einu höggi frá því að komast í bráðabana um sigur í ár. Guðrún Brá Björgvinsdóttir hóf árið með takmarkaðan þátttökurétt á Evrópumótarðinni. Hún lék vel í Suður-Afríku síðasta vetur sem skilaði henni auknum þátttökurétti og lék hún í 10 mótum á mótaröðinni í ár. Guðrún, Ragnhildur, Andrea og Hulda munu allar taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í desember.

Haraldur Franklín Magnús var með takmarkaðan þátttökurétt á Challenge Tour í ár og framan af ári fékk hann fá tækifæri. Þrátt fyrir að leika í fáum mótum tryggði hann sér fullan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta ári. Besti árangur Haraldar í ár var 2. sæti í Svíþjóð en var þá mjög nálægt því að leika á 59 höggum á lokahringnum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson hafði einnig takmarkaðan þátttökurétt á Challenge Tour í ár en náði því miður ekki að tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt á næsta ári. Hlynur Bergsson lék á skandinavísku atvinnumannamótaröðinni í ár og náði þeim frábæra áfanga í ágúst að vinna sinn fyrsta sigur á mótaröðinni.

Okkar ungu kylfingar náðu góðum árangri í ár þar sem hæst ber að nefna 2. sætið hjá piltaliðinu á EM liða í næstefstu deild. Með árangrinum þá keppa nú öll landslið Íslands í efstu deild á næsta ári. Stúlknalið Íslands keppti á HM liða í september og náðu besta árangri Íslands frá upphafi er þær höfnuðu í 16. sæti.

Markús Marelsson og Eva Kristinsdóttir náðu bæði þeim árangri að komast áfram í holukeppnishluta opna breska pilta og stúlkna í ágúst.

Haraldur púttar fyrir 59 höggum á Dormy Open í Svíðþjóð.

Heimslisti áhugamanna

Bandaríska Golfsambandið og R&A með aðsetur að St. Andrews Skotlandi fara saman með stjórn golfleiks á heimsvísu, þar með talið ritun Golfreglna, Áhugamannareglna og Forgjafarreglna. Að auki standa þau í sameiningu fyrir heimslista áhugamanna sem er skammstafaður WAGR

Mörg tækifæri opnast með góðri stöðu á heimslistanum, því mótshaldarar alþjóðlegum áhugamannamótum byggja þáttökuskilyrði á stöðu kylfinga á listanum.

Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur GKG, er áttundi í nýjustu uppfærslu heimslistans. Þetta er besti árangur íslensks áhugakylfings frá upphafi, en Gunnlaugur hefur farið frábærlega af stað á sínu öðru tímabili í Bandaríkjunum. Hann varð annar fyrsta móti tímabilsins, og fagnaði sínum öðrum sigri í háskólagolfinu þegar hann vann Fallen Oak Invitational mótið í október.

Mótið var gífurlega sterkt, en sex af tuttugu sterkustu skólum landsins mættu til leiks og voru margir af bestu áhugakylfingum heims á meðal keppenda. Erfiðleikastig mótsins var 820 af 1000 mögulegum og skilaði sigurinn því mörgum stigum á heimslistann. Fyrir afrekið hlaut Gunnlaugur 21,85 stig, sem gerir sigurinn að sterkasta sigri íslensks áhugakylfings frá upphafi.

Kylfingur Besta sæti Gerðist atvinnukylfingur

Gunnlaugur Árni Sveinsson 8.

Gísli Sveinbergsson 99.

Aron Snær Júlíusson 108. 2021

Ólafur Björn Loftsson 110. 2012

Haraldur Franklín Magnús 136. 2017

Axel Bóasson 136. 2016

Bjarki Pétursson 156. 2020

Kylfingur

Guðrún Brá Björgvinsdóttir 99. 2018

atvinnukylfingur

Andrea Bergsdóttir 170. 2024

Hulda Clara Gestsdóttir 197. 2025

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 222. 2014

Perla Sól Sigurbrandsdóttir 238.

Ragnhildur Kristinsdóttir 299. 2024

Valdís Þóra Jónsdóttir 310. 2013

Auður Bergrún Snorradóttir 318.

Tinna Jóhannsdóttir 395. 2011

Gunnlaugur Árni kylfingur GKG, er áttundi í nýjustu uppfærslu heimslistans.

Besti árangur á heimslista áhugakylfinga karla
Besti árangur á heimslista áhugakylfinga kvenna

Golfmiðstöðin

Golfmiðstöð Golfsambands Íslands er metnaðarfullt verkefni sem kynnt verður á þingi GSÍ þann 15. nóvember. Hér er á ferðinni greiningar- og hugmyndavinna sem gæti tryggt íslensku afreksstarfi aðstöðu til framtíðar.

Miðstöðin er hugsuð sem sameiginlegur vettvangur sem styður æfingar, innlent sem alþjóðlegt mótahald og þróun landsliðs og afrekskylfinga. Í miðstöðinni er gert ráð fyrir fjölbreyttri aðstöðu fyrir bæði inni- og útiæfingar, sem yrði lykilþáttur í áframhaldandi framþróun í íslensku afreksstarfi.

Stærstu mót ársins

Golfklúbbar um land allt halda utan um fjölmennustu og líflegustu viðburði ársins. Opin mót klúbbanna eru mikilvægur hluti af íslenskri golfmenningu, stuðla að keppnisanda, samveru og góðu samfélagi kylfinga.

Kylfingar á öllum getustigum koma saman til að spila, hitta félaga og njóta dagsins á vellinum. Mörg mót hafa fest sig í sessi sem árlegir hápunktar hins almenna kylfings. Miðnæturmót, liðamót og hjóna- og paramót reynast vinsæl ár eftir ár, enda frábær skemmtun.

Golfklúbbur Kiðjabergs

Open x Skógarböðin

Golfklúbbur Akureyrar

Mót
Golfklúbbur Fjöldi Gull 24 Open

Mótasumarið 2025

Líkt og síðustu ár var mótahald sumarsins umfangsmikið og voru mótin í mótaskrá Golfsamband Íslands um 40 talsins á tímabilinu sem leið. Til að halda úti faglegu mótahaldi er nauðsynlegt að samvinna golfklúbba landsins og GSÍ sé öflug og að í sameiningu séu skapaðar bestu aðstæður fyrir kylfinga landsins. Golfklúbbum landsins ber að þakka fyrir að bjóða fram sína heimavelli fyrir mót sambandsins og sú þekking og metnaður sem er á mótahaldi innan klúbbana er ómetanleg.

Mótasumarið 2025 gekk vel fyrir sig og lítið var um vandamál í tengslum við mótahaldið og lék veðrið ágætlega við keppendur. Eftir sumarið stendur upp úr glæsilegt Íslandsmót sem Golfklúbburinn Keilir hélt þann 7.-10 ágúst þar sem öll umgjörð var til fyrirmyndar. Upplifun keppenda og áhorfenda var góð og nýtt viðmið sett. Umgjörðin minnti á stórmót erlendis þar sem boðið var upp á risaskjá við 15. flötina og áhorfendatjald þannig að kylfingar fengu tilfinningu fyrir því hvernig er að leika á stórmóti erlendis.

Þetta var annað sumarið þar sem mótahald var þó nokkuð breytt frá því fyrirkomulagi sem leikið hefur verið eftir lengi. Samþykkt hreyfingarinnar fékkst á Golfþingi árið 2023 í að fara í breytingar. Farið var úr mótaröðum yfir í stök mót, s.s. vor- og haustmót, risamót, heimslistamót og unglingamót. Fyrirkomulagið hefur lagst ágætlega í keppendur og forráðamenn golfklúbbana. Eftir stefnumótunarvinnu mótanefndar á árinu 2025 og niðurstöður kannana verður áfram unnið að því að bæta mótahald sambandsins og aðlaga það að þörfum keppenda og ná stöðugleika til framtíðar. Landssamtök eldri kylfinga stóðu sem fyrr vel að mótaröð sinni á árinu og taldi mótaröðin alls 7 mót um land allt.

Við í mótanefnd Golfsambands Íslands horfum björtum augum til tímabilsins 2026 og hlökkum mikið til.

Móta þátttaka klúbba sumarið 2025

Golfklúbbur Mosfellsbæjar 7

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 4

Golfklúbbur Reykjavíkur 4

Golfklúbburinn Leynir 3

Golfklúbbur Sandgerðis 3

Golfklúbbur Þorlákshafnar 2

Golfklúbburinn Keilir 2

Golfklúbbur Hellu 2

Golfklúbburinn Flúðir 2

Golfklúbbur Selfoss 2

Golfklúbbur Vestmannaeyja 2

Golfklúbbur Suðurnesja 2

Golfklúbbur Akureyrar 1

Golfklúbbur Skagafjarðar 1

Golfklúbburinn Vestarr 1

Golfklúbburinn Dalbúi 1

Golfklúbbur Hornafjarðar 1

Íslandsmótið í golfi 2025 var einn af hápunktum sumarsins og markaði enn eitt skrefið í áframhaldandi vexti íslensku golfíþróttarinnar. Mótið fór fram dagana 7.–10. ágúst á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði, þar sem fremstu kylfingar landsins komu saman.

Íslandsmótið 2025

Eftir framúrskarandi mót voru það Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem urðu Íslandsmeistarar. Dagbjartur sótti sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir æsispennandi einvígi við Axel Bóasson, sem var efstur fyrir lokahringinn. Guðrún Brá varð Íslandsmeistari í höggleik í fjórða skiptið, eftir bráðabana við Huldu Clöru Gestsdóttur. Með sigrinum varð Guðrún fjórði kvenkylfingurinn frá upphafi til að vinna mótið fjórum sinnum, en einungis Karen Sævarsdóttir hefur unnið bikarinn oftar.

Mótið vakti verðskuldaða athygli, frábær mæting var á völlinn, og jókst áhorf á beina útsendingu RÚV um tæp 40% frá fyrra ári. Mótið náði hæstu áhorfstölum Íslandsmóta síðustu fimm ára. Samstarf Golfsambandsins við RÚV hefur reynst farsælt, en mótið í ár var það sextánda sem RÚV sýndi í beinni útsendingu. Gífurleg vinna var lögð í undirbúning mótsins og má reikna með að þessi meðbyr verði hvati til að gera enn betur á næsta ári.

Sjálfbærni

Í annað sinn gefur Golfsamband Íslands (GSÍ) út sjálfbærniskýrslu fyrir golfhreyfinguna, fyrir starfsárið 2024. Hún byggir á sama grunni og fyrsta skýrslan sem gefin var út 2024 fyrir starfsárið 2023.

Líkt og áður, er skýrslan byggð á stefnu GSÍ, en þar er m.a. kveðið á um að sterk tenging skuli vera á milli sjálfbærni og golfhreyfingarinnar. Sjálfbærni verður í fyrirrúmi í nýrri stefnu sambandsins til ársins 2030, en þó mögulega með öðrum áherslum en áður. Í skýrslunni í ár er áfram unnið með töluleg gögn sem tengjast umhverfismálum, s.s. kolefnisspori, eldsneytisnotkun, vatnsnotkun og úrgangsmálum. Mikilvægt er að golfklúbbar taki saman töluleg gögn um starfsemi sína og sýni sjálfbærni í verki.

Áfram er lögð rík áhersla á að mæla atriði er tengjast samfélagslegum þætti starfseminnar,s.s.útfrá aðbúnaði starfsfólks, stefnum og aðgerðum til að tryggja heilsu og öryggi iðkenda auk þess sem góðir stjórnarhættir eru teknir fyrir. Sjálfbærniskýrslu golfhreyfingarinnar 2025 er hægt að lesa rafrænt og er aðgengileg á golf.is.

Sjálfbærni

Erasmus

Golf 4 Circularity

GOLF AUSTRIA

Co-funded by the European Union

Project: 101133954 – GOLF 4 CIRCULARITY

ERASMUS-SPORT-2023

Erasmus verkefni í samstarfi við HR

Golfsamband Íslands, samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur frá maí 2024 tekið þátt í Evrópsku rannsóknarverkefni sem ber heitið “Golf 4 Circularity”. Verkefnið er styrkt og fjármagnað af Erasmus áætlun Evrópusambandsins og gengur

út á að auka skilning á hringrásarhagkerfinu, safna upplýsingum um starfshætti og viðmið í sjálfbærni í golfhreyfingunni

á Íslandi og Evrópu. Erasmus verkefnið hefur verið samstarf nokkurra golfsambanda og háskólastofnanna sem skiptast á þekkingu. Verkefnið er fyrsta Erasmus verkefni Golfsambands Íslands og hefur góður lærdómur verið dreginn af þátttökunni.

PGA kennarar taka þátt

Vinnustofur hafa farið fram, meðal annars á Íslandi og

Búlgaríu og hefur PGA kennurum verið boðið að taka þátt fyrir Íslands hönd. Einnig hafa fulltrúar verkefnisins tekið þátt í kennslustundum hjá PGA skólanum. Sérfræðingar og rannsóknaraðilar Háskólans í Reykjavík hafa tekið þátt og tvær kannanir verið lagðar fyrir á tímabilinu til að hægt sé að átta sig á hvernig útivist grunnskólum og útikennsla í skólum getur verið tengd golfvallarsvæðum og golfvallar starfsemi með áherslur á hringrásarhugsun, íþróttir og sjálfbærni í heild.

Tækifæri fyrir kennslu á golfvöllum Verkefninu er einnig ætlað að styðja við golfkennara og kennara almennt sem hafa áhuga að auka þekkingu sína á sviði golfvallarumhverfisins og sjálfbærni.Tenging við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til 2030 liggur þar beinast við og að bjóða nemendur úr hverju samfélagi að koma og fræðast á golfvellinum. Þau markmið sem sjálfbærnivegferð Golfsambands Íslands telur hægt að ná árangri með er tengt markmiðum 3, 5, 7, 10, 11, 12, 13 og 15:

• Heilsa og vellíðan

• Jafnrétti kynjanna

• Sjálfbær orka

• Aukinn jöfnuður

• Sjálfbærar borgir og samfélög

• Ábyrg neysla og framleiðsla

• Aðgerðir loftslagsmálum

• Líf á landi

Hakkaþon til að ná athygli ungs fólks Lokahnykkur verkefnisins í september byggði á leikjafræði. Smásímaforritið Eco Golfer: Hack the Green – Golf 4 Circularity var hannað til að vekja áhuga ungs fólks á sjálfbærni og nýtist kennurum í kennslu. Hakkaþonið fól í sér spurningar þar sem ungir kylfingar tóku þátt í könnun um samspil umhverfis og samfélagslegra þátta á golfvöllum.Heimasíða verkefnisins og leikurinn: Golf 4 Circularity - Where Green is More Than the Fairway.

Golf.is

Vefsíðan golf.is er lykilverkfæri golfhreyfingarinnar sem upplýsingaveita og fréttavefur. Það má segja að þessi vefur hafi alltaf verið vel sóttur þó vissulega hafi verið árstíðarsveifla í aðsókninni. Að meðaltali á 85% af allri umferð ársins sér stað frá maí til september.

Snemma árs var farið í endurhönnun á framsetningu á fréttum á forsíðu og mótahald sambandsins gert sýnilegra. Að auki var hafið samstarf við vefinn Rástímar.is sem sýnir lausa rástíma í golf og golfherma. Það samstarf hefur gengið vel og stendur til að auka það samstarf til muna í vetur. Aðsókn á golf.is hefur vaxið frá síðasta ári og má segja að rastimar.is eigi stóran þátt í því.

Samstarf er hafið við Stokkur.is hugbúnaðarhús sem hefur séð um hönnun á flestum af bestu öppum landsins. Þau munu aðstoða við þá vinnu að endurmarka vörumerki og stafræna þjónustu golfsambandsins á næsta ári.

Stafræn framtíð golfhreyfingarinnar

Golfhreyfingin á Íslandi nýtir gögn og tækni til að bæta upplifun kylfinga og þjónustu við golfklúbba. Nýsköpun og stafrænar lausnir munu án efa móta framtíð golfíþróttarinnar. Það eru spennandi tímar framundan þar sem gervigreind er notuð í ríkari mæli í flestum þeim lausnum sem golfklúbbar hafa aðgang að.

“Markmið okkar er að styðja við nútímalega stafræna upplifun fyrir golfklúbba og kylfinga á öllum aldri. Það gerir golfið skemmtilegra bæði innan sem utan golfvallar“

segir Arnar Geirsson, þjónustustjóri hjá Golfsambandi Íslands.

GolfBox

Unnið hefur verið að nýrri útgáfa af GolfBox appinu sem áætlað er að líta dagsins ljós í nóvember. Nýja útgáfan “Mitt Golf” mun gefa Golfsambandinu og golfklúbbum meiri möguleika en áður. Ein af mörgum nýjungum sem kylfingar fá aðgang að er upplýsingasíða fyrir hvern golfklúbb sem golfklúbbarnir hafa sjálfir stjórn á. Upplýsingasíðan gefur golfklúbbum möguleika á að setja inn auglýsingar og stuttar fréttir sem t.d. geta vísað áfram á vefsíðu golfklúbbsins. Golfsambandið fær einnig aðgang að allri þeirri þjónustu sem GolfBox býður upp á í dag og framtíðarlausnum í appinu. Hægt verður að efla samskipti við kylfinga, golfklúbba og samstarfsaðila í nýju appi. Andreas Norfelt forstjóri GolfBox mun kynna á fyrirlestri þann 14. nóvember helstu kosti nýju útgáfunnar. En nýja útgáfan á fyrirmynd í appi danska golfsambandsins sem fór í loftið seint á síðasta ári. Að auki mun Andreas kynna nýja möguleika í greiðsluþjónustu golfklúbba og á Pay&Play lausninni.

GameBook

Golfsambandið hóf samstarf snemma árs við GolfGameBook sem er finnskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í skorskráningu og mótakerfi. Fyrsta skrefið í því samstarfi var að gera kylfingum kleift að uppfæra forgjöfina í appinu. Frá og með 18. júni sl. var komin á sjálfvirk samstilling forgjafar milli GameBook og GolfBox. Þessi samstilling gerir notendum Golf GameBook kleift að samstilla forgjöf sína við forgjafarkerfi GSÍ þannig að forgjöfin sé alltaf rétt og uppfærð í appinu.

Til að efla barna- og unglingagolf er ókeypis gullaðild fyrir kylfinga 18 ára og yngri. Með Gullaðild fá kylfingar aðgang að ítarlegri tölfræði og 20 mismunandi leiki auk fjölda annarra möguleika sem gera golfið skemmtilegra. Næsta skref í samstarfinu er að fá GameBook til að opna á þann möguleika á að hægt sé að senda skor til forgjafarútreiknings í gagnagrunn GSÍ. Um 10 þúsund íslenskir kylfingar eru að nota GameBook.

Players 1st

Players 1st hefur verið gagnagreiningartól golfhreyfingarinnar síðustu þrjú ár og mun nú að auki bjóða upp á samræmdar viðhorfskannanir fyrir golfklúbba á Íslandi frá og með næsta ári. Flestar golfþjóðir á Norðurlöndunum og víða um heim ætla sér í samstarf um að þróa sameiginleg spjallmenni sem geta aðstoðað við þjónustu og ráðgjöf. Golfsambandið verður gestgjafi á ráðstefnu allra aðildaþjóða á Íslandi í september á næsta ári.

Hagræn áhrif

Golfsambandið í samstarfi við KPMG er að vinna að upplýsingum um hagræn áhrif á golfi á Íslandi. Áætlað er að kynna þá vinnu og helstu niðurstöður á Golfþingi.

Vallarmat og forgjöf

Um tíu golfvellir fá nýtt vallarmat á ári hverju þar sem annað hvort er komið að endurmati eða breytingar á vellinum hafa átt sér stað. Þrír úr vallarmatshópnum sóttu námskeið á vegum USGA í haust þar sem farið er reglulega yfir breytingar á vallarmatskerfinu. Hópurinn vinnur nú að nýrri lausn þannig að hægt verði að meta vellina með snjallsíma. Það sparar bæði eftirvinnslu og kemur í veg fyrir mögulegar innsláttar villur í forriti USGA. Eins er áætlað að hefja kortlagningu allra golfvalla á Íslandi með ýmsum gögnum sem nýtast munum bæði kylfingum og golfklúbbum.

Fræðslunámskeið

Ákveðið hefur verið að halda fræðslunámskeið um land allt fyrir starfsfólk og stjórnir golfklúbba í febrúar og mars á næsta ári. Námskeiðin verða fjölbreytt og munu koma inn á flest það sem kallað hefur verið eftir á þeim fundum sem þjónustunefnd GSÍ átti með golfklúbbum víðsvegar um landið.

Golfhreyfingin í tölum

Golfsambandið tekur saman tölfræði og lykiltölur fyrir golfklúbba, samtökin sjálf og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur sýna umfang, þróun og samsetningu golfhreyfingarinnar á Íslandi. Eftirspurn eftir að leika golf á síðustu árum hefur verið mikil.

Um 29.350 kylfingar eru skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið árið 2025, sem er 11.5% aukning á milli ára. Þetta er aukning um rúmlega 3.000 kylfinga frá fyrra ári. Golfsambandið er næst fjölmennasta íþróttasamband landsins, með um 15% skráðra kylfinga sem börn og unglinga.

Kylfingar

í tölum eftir landsvæðum „

16% skráðra kylfinga eru börn og unglingar Það setur Ísland í efstu sæti í Evrópu yfir hlutfall 18 ára og yngri skráð í golfklúbba

Konur Karlar

34%

í golfhreyfingunni eru kvenkylfingar

53 ára

er meðalaldur kvenna

38.5

er meðalforgjöf kvenna í forgjafarkerfinu 66% í golfhreyfingunni eru karlkylfingar

47 ára

er meðalaldur karla

28.6 er meðalforgjöf karla í forgjafarkerfinu

Kylfingar í tölum eftir landsvæðum 2025

Aldursskipting 2025

16% kylfinga eru börn og unglingar

Erlendir kylfingar

Golf Iceland

Einstaka erlendir kylfingar hafa í reynd alltaf komið hingað að leika á íslenskum golfvöllum.Ekki var þó unnið skipulega að kynningu á þessari afþreyingu gagnvart erlendum kylfingum í áratugi. GSÍ ákvað árið 2006 að kanna möguleika á samstarfi við ferðaþjónustuna um að kynna golf á Íslandi gagnvart erlendum ferðamönnum. Niðurstaða vinnunnar var stofnun samtakanna Golf Iceland 2008. Golf Iceland eru samtök golfklúbba,sem hafa ákveðið að gerast meðlimir og ákveðinna ferðaþjónustuaðila, sem hafa það að markmiði að kynna möguleika til golfs á Íslandi fyrir erlendum söluaðilum golfferða, almennum kylfingum og fjölmiðlum. Samtökin Golf Iceland eru fjármögnuð með félagsgjöldum þessara meðlima auk opinberra styrkja.

Samtökin vinna hefðbundið að kynningarstarfinu með bæklingaútgáfu, rekstri vefsíðu, þátttöku í ferðasýningum, með beinum auglýsingum auk fjölmiðlatengsla. Golf Iceland vinnur eðlilega fyrst og fremst að kynningu sinna meðlima gagnvart þessum aðilum og eru t.d. eingöngu þeir klúbbar sem eru meðlimir kynntir í öllu kynningarefni, á vefnum svo og á ferðasýningum og víðar. Þá eru samtökin og golfvellir innan samtakanna meðlimir í alþjóðasamstökunum IAGTO,þar sem þau hafa aðgang að hundruðum söluaðila golfferða og koma sér þar beint á framfæri gagnvart þeim.

Erlendir fjölmiðlar hafa á þessum árum fjallað mikið um golf á Íslandi og má þar nefna sem dæmi einstaka umfjöllun CNN sem náði gífurlegri útbreiðslu. Þá eru samfélagsmiðlar eðlilega vaxandi þáttur í allri kynningu á golfi á Íslandi, ekki síst umfjöllun og myndbirtingar kylfinganna sjálfra frá einstökum völlum,þar sem oftar en ekki er dáðst að náttúrulegu umhverfi vallanna svo ekki sé minnst á óteljandi myndir og myndbönd af golfi í miðnætursól.

Þegar Golf Iceland hóf starfsemi var gert ráð fyrir að erlendir kylfingar léku nálægt 1.000 hringjum hér á landi á ári. Eins og sést á meðfylgjandi mynd þá hefur orðið

mikil aukning á komum erlendra kylfinga á íslenska velli. Þetta fór eðlilega niður í Covid, en hefur aftur náð sér á strik . Langstærstur hluti erlendu kylfinganna leikur á golfvöllum,sem eru meðlimir í Golf Iceland enda aðrir ekki kynntir af hálfu samtakanna gagnvart erlendum kylfingum eða söluaðilum erlendis.

Hvað varðar sumarið 2025 þá höfum við aðeins tölur frá þeim golfklúbbum sem halda utan um spil erlendra kylfinga Okkur vantar enn niðurstöður úr árlegri könnun Ferðamálastofu um kaup erlendra ferðamanna á afþreyingu á árinu,þar sem kemur fram hve margir leika golf. En miðað við þær tölur sem við höfum má gera ráð fyrir að erlendir gestir hafi leikið um 11.000 hringi á íslenskum völlum í ár.

Og hvað varðar „þjóðarbúið“ þá er ljóst að aukning í skipulögðum golfferðum er hrein viðbót við ferðaþjónustuna á meðan hinn „almenni“ ferðamaður,sem spilar einn og einn er kominn hingað fyrst og fremst í öðrum tilgangi en að spila golf.

Það er einmitt með þessum rökum um auknar tekjur þjóðarbúsins,sem Golf Iceland hefur notið opinberra styrkja frá upphafi vegna sinnar kynningarvinnu. Þessir ca. 11.000 hringir sem erlendir gestir eru að spila á íslenskum golfvöllum í sumar eru líklega,með öllum fyrirvörum, að skila íslenskum golfklúbbum í brúttótekjur með kaupum á vallargjöldum (hæsta verð),leigu á settum,kerrum og bílum svo og með kaupum í golfverslunum og veitingasölu 130-160 milljónum í sumar. Þessar upplýsingar eru miðaðar við þær upplýsingar sem einstakir golfklúbbar hafa nefnt varðandi þeirra gesti og er hér þannig yfirfært á heildina.

Þannig að frá því að GSÍ fór að sinna kynningu og markaðssetningu erlendis með þeim klúbbum sem ákváðu að vera með hafa tekjur þeirra vegna viðskipta erlendra kylfinga farið úr ca. 13-16 milljónum á núvirði í 130-160 milljónir. Þessar tekjur eru í langflestum tilfellum hreinar viðbótartekjur fyrir viðkomandi klúbba.

Fjöldi hringja erlendra kylfinga á íslenskum völlum

ÁRSREIKNINGUR 2025

Golfsambands Íslands

Ársreikningur 2025

Áritun stjórnar og framkvæmdastjóra

Stjórn og framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands staðfesta ársreikning sambandsins fyrir starfsárið 1. október 2024 til 30. september 2025 með rafrænni undirritun.

Áritun endurskoðenda

Til félaga í Golfsambandi Íslands.

Við höfum kannað meðfylgjandi ársreikning Golfsambands Íslands fyrir starfsárið 1. október 2024 til 30. september 2025. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning og sundurliðanir nr. 1-7.

Við könnun okkar kom ekkert það fram sem bendir til annars en að reikningsskilin séu áræðanleg og í samræmi við lög og reglur sem um starfsemina gilda.

Reykjavík, 3. nóvember 2025

Birna Mjöll Rannversdóttir

Helga Harðardóttir endurskoðandi endurskoðandi

Rekstrarreikningur 1. október 2024 – 30. september 2025

Efnahagsreikningur 30. september 2025

Eignir: 9/30/25

Veltufjármunir

Skuldir og eigið fé: Eigið fé Eigið

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Vaxtatekjur og

Skuldir og eigið fé

Allar fjárhæðir eru í þús. kr.

Skýringar

Grundvöllur reikningsskila Ársreikningurinn er byggður á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður í þús. króna. Hann er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Rekstrarár sambandsins er tímabilið 1. október 2024 til 30. september 2025.

Félagagjald

Allir kylfingar 16 ára og eldri sem skráðir eru í golfklúbb innan GSÍ greiða 6.800 kr. í félagagjald til GSÍ innifalið er 120 kr. framlag í Grasvallarsjóð. Ef kylfingur er skráður í fleiri en einn klúbb þá greiðir hann einungis eitt gjald til GSÍ.

Sundurliðanir

1. Styrkir og framlög

4. Upplýsingakerfi

Golfbox - IT kerfi

5. Afreksmál

Stórmót

2. Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður

3. Útgáfa, markaðs- og kynningarmál

6. Mótahald

Íslandsmót

7. Erlend samskipti

EGA

Funda- og ferðakostnaður

Móttaka erlendra gesta

Allar fjárhæðir eru í þús. kr.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.