Íslandsmótið í golfi

Page 1


ÍSLANDSMÓTIÐ Í GOLFI

FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2025

Velkomin á Íslandsmótið í golfi

Fram undan er Íslandsmótið í golfi sem fram fer á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði dagana 7.-10 ágúst. FosetiGolfsambandsÍslands

slandsmótið er það 84. í röðinni í karlaflokki og 59. í kvennaflokki. Aðstaða fyrir áhorfendur er eins og best verður á kosið þegar Íslandsmótið í golfi er annars vegar og gestgjafinn er með í undirbúningi svæði fyrir áhorfendur að erlendri fyrirmynd. Við hvetjum almenning til að koma og njóta með okkur enda verður aðstaðan fyrir áhorfendur einstaklega vegleg í ár og er mótið gestum að kostnaðarlausu. Í blaðinu má nálgast upplýsingar um hvernig best er að koma að svæðinu. Mótið er hápunktur sumarsins í golfíþróttinni og er Hvaleyrarvöllur einn af gimsteinunum í íslenskri golfvallaflóru. Völlurinn er fjölbreyttur í einstöku landslagi þar sem hann er umkringdur dramatískum hraunbreiðum á fyrri níu holunum og skiptir svo um búning á seinni níu holunum sem sannur strandarvöllur sem er staðsettur á Hvaleyrinni. Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu ár á vellinum þar sem öllu hefur verið til tjaldað til að gera Hvaleyrarvöll meðal annars að frábærum og krefjandi keppnisvelli. Íslandsmótið í ár verður það fyrsta sem haldið er á vellinum eftir þessar breytingar sem skapað hafa nýjar áskoranir og munu svo sannarlega reyna á færni og leikskipulag keppenda. Það er því bæði spennandi og skemmtileg golfveisla fram undan á þessum mikilvæga viðburði í íslensku íþróttalífi sem hefur stuðlað að vexti og vinsældum golfíþróttarinnar á Íslandi.

UppskeruhÁtíð golfhreyfingÀrinnÀr

Líkt og áður segir verður umgjörðin sérlega glæsileg og er séð til þess að áhorfendur njóti sín einnig á svæðinu með risaskjám og áhorfendatjaldi á miðri Hvaleyrinni. Íslandsmótið er hátíð þeirra bestu en líka hátíð svo margs og svo margra. Til dæmis þeirra sem koma að þjálfun, vallarumhirðu, dómgæslu, stjórnun golfklúbbs, rekstri afreksstarfs eða sem sjálfboðaliðar í hreyfingunni. Þetta er uppskeruhátíð golfhreyfingarinnar í heild. Golfhreyfingin á Íslandi er ein sú öflugasta í íþróttastarfi hér á landi og er þessi árlegi viðburður vitnisburður um það hvernig við föngum íþróttaandann, hollustuna við golfið, söguna og samfélagið sem skilgreinir golfíþróttina hverju sinni. Íslandsmótsblaðinu er ætlað að fanga stemningu, fróðleik og viðtöl við fólk sem kemur að mótinu, hefur keppt eða tekið þátt í framkvæmd þess.

Í blaðinu kynnum við einnig hvernig nýjar hefðir hafa verið mótaðar í aðdraganda Íslandsmótsins. Þá eru spennandi nýjungar samhliða Pro-Am-mótinu. Pro-Am-mótið er árlegur

Allir hjÀrtÀnlegÀ velkomnir

Við hvetjum almenning til að koma og njóta með okkur

viðburður þar sem samstarfsaðilar og keppendur njóta samverunnar í skemmtilegri niðurtalningu að mótinu. Í fyrra var tekin ákvörðun um að skapa vettvang fyrir það mikilvæga og öfluga starf sem Golfsamtök fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) hafa unnið í samstarfi við nokkra golfklúbba. Fatlaðir kylfingar með fjölbreyttar þarfir æfa nú í nokkrum klúbbum um land allt og fá þeir kylfingar nú tækifæri til að keppa í aðdraganda Íslandsmótsins. Verkefnið er hluti af 8 Stage Pathway-vegferð Golfsambandsins sem miðar að því að þjálfa og bjóða kylfingum með ólíkar fatlanir einnig upp á árlega keppni.

Að lokum vil ég ítreka að við bjóðum áhorfendur hjartanlega velkomna og vonumst til að sjá sem flesta mæta á svæðið og fylgjast með. Gott er að grípa með sér kíki og jafnvel útilegustól til að koma sér vel fyrir, hvort sem þið mætið í tjaldið á miðri Hvaleyrinni, í golfskálann þar sem gott útsýni er yfir hluta vallarins eða gangið með. Völlurinn býður upp á stórkostlegt útsýni, hvort heldur það eru hraunbreiðurnar á fyrri níu eða sýn yfir Snæfellsjökul og Álftanes á seinni níu. Fyrir hönd Golfsambands Íslands vil ég færa samstarfsaðilum, styrktaraðilum og sjálfboðaliðum innilegar þakkir. Síðast en ekki síst vil ég fá að þakka keppendum Íslandsmótsins í golfi þátttökuna, án ykkar elju, vinnusemi og áhuga á golfíþróttinni væri ekkert Íslandsmót. Saman sköpum við arfleifð og ég óska keppendum góðs gengis.

Við sjÁumst vonÀndi Á ÍslÀndsmótinu í golfi Árið 8 GóðÀ skemmtun=

Keppt í sjötta sinn á Hvaleyrarvelli

Um helgina verður Íslandsmótið í golfi haldið á Hvaleyrarvelli og ljóst er að þetta verður spennandi mót á krefjandi velli. Þetta er í sjötta skiptið sem Íslandsmótið í golfi er haldið á Hvaleyrarvelli. Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki árið Ë en mótið var einmitt haldið í Hvaleyri þar sem mótið í ár er haldið.

Mótið í ár er það 59. í röðinni í kvennaflokki. Alls eru 25 nöfn grafin á verðlaunagripinn í kvennaflokki og þar af eru Ë kylfingar sem hafa sigrað oftar en einu sinni. Kylfingar úr GR hafa oftast sigrað eða  sinnum9 GK er með Ë titla9 og GS er með ËË titla8 Karen Sævarsdóttir er með flesta titla í kvennaflokki eða átta alls.

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki árið Ë og mótið í ár er því það  í röðinni í karlaflokki Alls hafa Ë einstaklingar fengið nafnið sitt á verðlaunagripinn í karlaflokki og þar af hafa Ë kylfingar sigrað oftar en einu sinni Birgir Leifur Hafþórsson er með flesta titla eða sjö titla alls. Kylfingar úr GR hafa sigrað alls 23 sinnum, GA er með 20 titla samtals og GK er með Ë titla í karlaflokki8

Keilir sigursæll Á HvÀleyrinni

Þetta er í þriðja skiptið frá aldamótum sem Íslandsmótið í golfi er haldið á Hvaleyrarvelli en áður var það haldið þar árin  og Ë Björgvin Sigurbergsson vann mótið  á einum yfir pari og Axel Bóasson vann mótið Ë á átta höggum undir pari hjá körlum. Báðir eru þeir heimamenn í Keili og það hefur því enginn utan klúbbsins unnið mótið í karlaflokki á öldinni á heimavelli.

Í kvennaflokki var það svo Nína Björk Geirsdóttir sem vann mótið árið  á Ë höggum yfir pari og Valdís Þóra Jónsdóttir sem vann mótið Ë á Ë yfir pari8 Alls hefur Íslandsmótið farið fram í fimm skipti á Hvaleyrarvelli og þrívegis eftir að völlurinn varð að Ë holu velli Frá því að völlurinn varð Ë holur hafa kylfingar úr Keili ávallt sigrað í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi þegar mótið hefur farið fram á þeirra heimavelli. Íslandsmótið fór fyrst fram á Hvaleyrarvelli árið Ë og þá var líka keppt í fyrsta sinn í kvennaflokki um Íslandsmeistaratit-

ilinn. Keppt var á sex holu velli en Keilir var stofnaður í febrúar árið Ë8 Árið Ë fór fyrri hluti Íslandsmóts karla fram á Hvaleyrarvelli en lokadagarnir á Hólmsvelli í Leiru. Árið Ë sigraði Björgvin Þorsteinsson9 GA9 í karlaflokki á Íslandsmótinu á Hvaleyrarvelli sem var þá tólf holur og á því móti sigraði Jakobína Guðlaugsdóttir9 GV9 í kvennaflokki

SigurvegÀrÀr fyrri mótÀ

Alls liðu  ár þar til að Íslandsmótið fór fram á Hvaleyrarvelli á ný8 Árið Ë fór Íslandsmótið fram á Hvaleyrarvelli sem

Um helgina verður Íslandsmótið haldið á Hvaleyrarvelli í sjötta sinn en völlurinn er talinn ansi krefjandi og skemmtilegur.

Morgunblaðið/Eggert

hafði opnað sem Ë holu völlur árið Ë8 Á Íslandsmótinu Ë sigruðu Ólöf María Jónsdóttir og Björgvin Sigurbergsson en þau eru bæði í Golfklúbbnum Keili.

Árið 2007 fór mótið fram á Hvaleyrarvelli og þar sigraði Björgvin Sigurbergsson, GK, og Nína Björk Geirsdóttir, sigraði í kvennaflokki, en hún var þá í Golfklúbbnum Kili sem varð síðar að Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Íslandsmótið fór síðast fram á Hvaleyrarvelli árið Ë Þar sigraði Axel Bóasson úr GK9 í karlaflokki og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sigraði í kvennaflokki.

Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, býður alla velkomna á Íslandsmótið í golfi sem fer fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði dagana 7.-10 ágúst.

Hugum að heilsunni

Við tryggjum þig

í frístundum

Íslandsmótiðígolfi7.–10.ágúst

Frábær aðstaða og einstök upplifun fyrir áhorfendur

Íslandsmótið í golfi verður haldið 7 -10

ágúst á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði en búist er við einkar spennandi og áhugaverðri keppni enda munu þar keppa landsins bestu og efnilegustu kylfingar. Íslenskir kylfingar, sem og áhugafólk í golfi, hafa beðið lengi eftir þessum árlega viðburði og ekki síst eftir að sjá umgjörðina á einum glæsilegasta golfvelli landsins. Ljóst er að þetta verður hörð keppni enda íslenskir kylfingar sífellt að verða betri og keppnisskapið verður því í hámarki. Golfklúbburinn Keilir heldur mótið í ár og ljóst er að umgjörðin sem og utanumhaldið verður með glæsilegasta móti. Það er sannarlega ekkert vafamál að Hvaleyrarvöllur er með fallegustu og mest krefjandi golfvöllum landsins. Þá hefur Hvaleyrarvöllur tekið stórum breytingum undanfarin ár og er nú lengsti golfvöllur landsins. Hann býður upp á fjölbreyttar áskoranir – frá óútreiknanlega hrauninu á fyrri níu holunum í seinni níu holurnar þar sem nálægðin við sjóinn setur leikmenn sannarlega í próf.

Að fylgjast með Íslandsmótinu er frábær skemmtun og einstök upplifun. Markmið Keilis er að skapa faglega umgjörð og eftirminnilega stemningu – bæði fyrir keppendur og áhorfendur.

Aðgangur er ókeypis og næg bílastæði eru í göngufæri við mótssvæðið eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Frábær aðstaða fyrir áhorfendur

Aðstaða fyrir áhorfendur verður eins og best er á kosið þegar Íslandsmótið í golfi fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði

7 -10 ágúst Golfklúbburinn Keilir verður til að mynda með svæði fyrir áhorfendur að erlendri fyrirmynd. Við 15 flötina verður komið fyrir risaskjá líkt og tíðkast á stærstu golfmótunum, eins og The Open. Skjárinn mun sýna stöðu þess ráshóps sem er að leika 15 brautina hverju sinni auk þess að sýna stöðuna í mótinu í báðum flokkum. Fyrir þá sem kannast við völlinn má benda á að hér er um að ræða gömlu 18 flötina sem nú er 15 flöt eftir breytingar sem gerðar voru á vellinum.

Einnig verður sérstakt áhorfendasvæði (fanzone) þar sem áhorfendur geta komið saman fyrir utan golfskálann sjálfan. Tjald, sem getur rúmað um 100 manns, verður staðsett við 14 flötina Þar geta áhorfendur fengið sér sæti og notið veitinga en jafnframt fylgst með stöðunni á sjónvarpsskjám. Tjaldið er staðsett á miðri Hvaleyrinni og þar verður einnig salernisaðstaða. Um 120 sjálfboðaliðar Íslandsmótið í golfi er umfangsmikill

íþróttaviðburður þar sem keppt er í fjóra daga, eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Slíkt mótshald kallar á mikinn mannskap sem skiljanlegt er.

Hjá Keili er búist við að um 120 sjálfboðaliðar muni starfa við mótið. Auglýst var eftir sjálfboðaliðum á dögunum og tóku félagsmenn í Keili gífurlega vel í þá beiðni klúbbsins. Það er að sjálfsögðu pláss fyrir fleiri sem vilja láta gott af sér leiða og um leið vera í návígi við okkar bestu kylfinga sem takast á við Hvaleyrarvöll.

FramkvæmdastjóriGolfklúbbsinsKeilis

Hvaleyrarvöllurhefur tekið stórum breytingum undanfarin ár og er nú lengsti golfvöllur landsins. Hann býður upp á fjölbreyttar áskoranir – frá óútreiknanlega hrauninu á fyrri níu holunum yfir í seinni níu holurnar þar sem nálægðin við sjóinn setur leikmenn Íslandsmótsins sannarlega í próf. Þá verður aðstaða fyrir áhorfendur glæsileg og til að mynda verður svæði fyrir áhorfendur að erlendri fyrirmynd. Til að mynda verður tjald staðsett við 14 flötina þar sem áhorfendur geta fengið sér sæti.

Hvaleyrarvöllur hefur sjaldan verið betri

Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis, hefur verið í óðaönn að undirbúa Hvaleyrarvöll fyrir Íslandsmótið sem verður sérlega glæsilegt í ár. Áhorfendur, gæði útsendinga og umgjörð keppenda er í aðalhlutverki og er búist við einu glæsilegasta Íslandsmóti til þessa.

Undirbúningur fyrir hápunkt sumarsins í golfíþróttinni hefur gengið vonum framar, en Íslandsmótið, sem hefst hátíðlega í dag, mun standa yfir til 10 ágúst. Það má segja að við séum að uppskera núna eftir að hafa byrjað að undirbúa mótið strax eftir Íslandsmótið í fyrra. Við erum mjög ánægð með afraksturinn og spennt fyrir næstu dögum,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis. Íslandsmótið færist á milli valla og var síðasta mót haldið á Hvaleyrarvelli árið 2017 „Það var einstök reynsla á sínum tíma en Íslandsmótið verður alltaf stærra og stærra eftir því sem árin líða. Það sem við höfum lagt sérstaka áherslu á núna fyrir þetta mót eru áhorfendur og gæði útsendinga. Umgjörð keppenda er líka alltaf að verða betri og öflugri og því má segja að það hafi verið bara alveg hreint frábær tilfinning að fá að undirbúa þetta mót á Hvaleyrarvelli sem hefur verið í toppástandi í allt sumar.“

Rúmlega 2.100 félagar í Golfklúbbi Keilis Ólafur segir félagmenn golfklúbbsins Keilis nú vera rúmlega 2.100 talsins. „Starfsemin er alltaf að aukast og fjöldi félagsmanna einnig. Það starfa 12 einstaklingar í fullu starfi fyrir Golfklúbb Keilis allan ársins hring. Umfangið í starfseminni er orðið gífurlega mikið og ofan á það er svo öll vinnan við Íslandsmótið. Það var gaman að halda okkar fyrsta fund eftir Íslandsmótið í fyrra enda mikilvægt að fara yfir hvað gengur vel og hvað við viljum gera betur strax eftir að svo stór mót klárast. Að sjálfsögðu er markmiðið alltaf að bæta okkur þó að ég vilji sérstaklega taka það fram að mér fannst Íslandsmótið sem haldið var í Golfklúbbi Suðurnesja í fyrra algjörlega til fyrirmyndar,“ segir Ólafur. Hann segir það góða tilhugsun að fá alla bestu kylfinga landsins á völlinn. „Þeir munu án efa leysa þær þrautir sem við leggjum fyrir þá með prýði.“

Morgunblaðið/Eyþór Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis, hefur verið í óðaönn að undirbúa Hvaleyrarvöll fyrir Íslandsmótið í golfi sem verður sérlega glæsilegt í ár.

Þú talar um að setja áhorfendur í öndvegi, hvernig verður það gert?

„Það sem er ólíkt því sem hefur verið boðið upp á síðustu ár er að við verðum nú með tjald þar sem áhorfendur geta komið saman úti á miðjum golfvellinum. Þar geta þeir tekið sér frí frá göngu og gætt sér á girnilegum veitingum en um leið skoðað stöðu mála í útsendingu sem varpað verður upp á stóran skjá í tjaldinu. Tjaldið er við fjórtándu flöt og svo við fimmtándu flöt erum við með risaskjá þar sem við birtum stöðu hvers ráshóps sem kemur inn á flötina. Við viljum gera upplifunina alveg einstaka fyrir áhorfendur að koma á völlinn og til þess að það geti orðið þá vonum við bara að veðrið verði til fyrirmyndar.“

Hvaða máli skiptir veðrið á svona móti?

„Það fer alfarið eftir veðri hversu margir munu koma á völlinn. Ef veðrið er gott þá getum við búist við allt að þrjú þúsund áhorfendum daglega en ef veðrið er slæmt þá getur sú tala farið talsvert mikið niður. Svo ekki sé talað um hversu mikið skemmtilegra er að spila völlinn í blíðskaparveðri.“

Ólafur hefur verið framkvæmdastjóri Keilis í þrettán ár. „Þetta tímabil hefur verið mjög gott þar sem sífelld þróun áfram og upp á við hefur verið í klúbbnum. Golfklúbbar eru ekki

þeir sömu nú og þeir voru fyrir tíu árum. Þeir hafa stækkað gífurlega mikið enda hefur orðið mikil fjölgun í íþróttinni. Sem dæmi um þetta má nefna að við vorum með sex einstaklinga í fullri vinnu þegar ég hóf störf hér en nú eru þeir orðnir helmingi fleiri.“

Kom inn í starfið frá golfvallararminum

Þarf framkvæmdatjóri að kunna golf eða vera góð rekstrarmanneskja og stjórnandi?

„Þú þarft að hafa mjög mikinn áhuga á golfi til að sinna þínu starfi vel en á sama tíma að vera góður í rekstri, svo þessir tveir hlutir þurfa að fara saman. Ég hef leikið golf frá barnsaldri og keppti í golfi á sínum tíma þannig að ég er með bakgrunn úr greininni en ég er einnig fyrsti Íslendingurinn sem stundaði nám í Skotlandi í golfvallafræði. Þannig að ég kem inn í starfið frá golfvallararminum og færi mig síðan yfir í rekstrararminn,“ segir Ólafur. Hann segir áhugavert að fylgjast með hvernig gæði golfíþróttarinnar hafa aukist með árunum. „Öflugir atvinnumenn og -konur og ótrúlega færir kylfingar eru að spretta fram um þessar mundir. Þetta hefur að mínu mati ekki gerst hægt og rólega heldur í spíral sem gaman er að fylgjast með hvar mun enda. Við eigum svo sannarlega erindi á keppnum víða um heiminn eins og staðan hjá okkur er í dag.“ Gott veður gerir golfið skemmtilegra Hverju ertu spenntastur fyrir þegar kemur að Íslandsmeistaramótinu?

„Ég er spenntastur fyrir veðrinu. Ég held að ég geti ekki verið annað því allur undirbúningur hefur gengið vel og allt er komið saman hjá okkur og nú mun allt annað velta á veðrinu. Að sjálfsögðu spilar veðrið einnig inn í það hversu vel kylfingarnir okkar munu spila. Svo það veltur allt á veðrinu.“ Ólafur segir alla velkomna á Hvaleyrarvöll. „Þú þarft ekki að kaupa miða heldur einungis að mæta. Það er allt mjög vel merkt hjá okkur og sem dæmi erum við með sérstakt bílastæði fyrir áhorfendur. Þegar þú nálgast völlinn ferðu að rekast á skilti frá okkur. Svo þegar áhorfendur eru komnir á bílastæðið þá er merkt göngluleið að keppnissvæðinu þar sem hægt er að fara í veitingatjaldið og skoða aðstæður sem eru frábærar en þaðan er einnig hægt að fylgjast með öllu golfinu. Það eru allir velkomnir, bæði golfarar, áhugafólk um golf og útiveru og þeir sem vilja upplifa frábæra stemningu í fallegu umhverfi. Það er engin íþrótt eins og golfið, þú getur byrjað að spila hana ungur að árum og allt til tíræðs svo ég hvet bara alla að koma á völlinn eða að horfa á Íslandsmótið í sjónvarpinu,“ segir Ólafur Þór Ágústsson að lokum og bætir við að golfskálinn verði opinn öllum áhorfendum.

Innsæi skapar tækifæri ... líka í golfi

Ráðgjafar KPMG í viðskiptagreind hafa greint fyrirliggjandi gögn um Íslandsmót GSÍ allt frá árinu 2001 og sett ýmsar áhugaverðar upplýsingar fram í mælaborði. Framsetningin er einföld og þægileg og veitir innsýn í fjölmarga þætti í leik kylfinga í gegnum tíðina.

Meðal upplýsinga sem hægt er að draga fram í mælaborðinu má nefna forgjafarþróun mótanna, hvaða keppendur hafa náð flestum fuglum, hvaða holur hafa reynst erfiðastar ásamt ýmsum öðrum fróðleik.

Skoðaðu mælaborð KPMG og GSÍ á vefsíðu okkar kpmg.is

„Lokaholurnar

Guðmundur Óskarsson, formaður stjórnar Golfklúbbs Keilis, býður keppendur og áhorfendur hjartanlega velkomna á Hvaleyrarvöllinn í Hafnarfirði sem hann segir sjaldan hafa verið betri.

Ég býst við alveg gríðarlega spennandi keppni því kylfingarnir okkar eru orðnir alveg afskaplega góðir, í raun að nálgast það að komast á bestu mót heimsins. Hjá okkur á Hvaleyrinni eru lokaholurnar gríðarlega krefjandi og köllum við þennan hluta vallarins stundum Hvaleyrarkrókinn, sem er fimmtánda til átjánda hola. Þar getur mótið ráðist og þessar holur eru allar í námunda við klúbbhúsið okkar og auðvelt verður að fylgjast með þeim þaðan,“ segir Guðmundur Óskarsson, formaður Golfklúbbs Keilis. „Það er ekkert skemmtilegra en að ganga með kylfingunum á Íslandsmóti þegar spennan er mögnuð og þeir eru á þessum síðustu holum. Því þær geta verið alveg gríðarlega erfiðar og þar er mótið að ráðast og þar verða úrslit dagsins kunn.“

Guðmundur sem sjálfur er mikill áhugamaður um golf segir einstaka tilfinningu að vera í hringiðunni þar sem hlutirnir gerast. „Golfíþróttin hefur aldrei verið sterkari en hún er núna og langar mig að hrósa sérstaklega Golfsambandi Íslands fyrir vinnu sína í kringum landsliðsmálin og afreksstarfið. Breytingarnar sem hafa orðið á undanförnum árum munu leiða til þess að við verðum með íslenska kylfinga á hæsta færnistigi í keppnum víða um heiminn. Ég vil því bjóða almenning og keppendur Íslandsmótsins velkomin á Hvaleyrarvöll, að takast á við einn lengsta og erfiðasta völl landsins. Við vonum að veðurguðirnir muni bjóða upp á skemmtilegt mót við krefjandi aðstæður en þannig viljum við fylgjast með okkar besta fólki.“

Kynntist golfi fyrir Àlvöru í DÀnmörku

Guðmundur var við nám í rekstrarverkfræði í Danmörku þegar hann kynntist golfinu fyrst. „Ég fékk það skemmtilega verkefni að leiða framleiðslu stærsta endurvinnslu pappaframleiðanda Norður-Evrópu á þeim tíma og því fylgdi tækifæri til að spila golf á mjög góðum völlum í Danmörku. Nú eru komin tæp 35 ár síðan og hef ég verið heillaður af golfi síðan,“ segir Guðmundur sem setið hefur í stjórn Keilis frá árinu 2013 en hann hefur verið formaður stjórnarinnar síðastliðin tvö ár. „Ég elska að vinna með metnaðarfullu fólki og því hefur það átt mjög vel við mig að taka þátt í vinnu klúbbsins. Þegar við

GolfhátíðináAkranesi

verða gífurlega krefjandi“

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Guðmundur Óskarsson formaður Keilis er spenntur fyrir Íslandsmótinu sem haldið er á Hvaleyrarvelli.

Umgjörðin í kringum keppendur verður uppfærð frá fyrri árum og verður faglegri en nokkru sinni fyrr.

fluttum heim frá Danmörku á sínum tíma þá kom ekkert annað til greina en að flytja til Hafnarfjarðar og skrá sig í Keili sem er einn af öflugustu klúbbum landsins,“ segir hann. Þrjú stór mÁli Á borði stjórnÀr

Guðmundur segir það hafa verið sannan heiður að styðja við starfsmenn Keilis og sjálfboðaliða við að koma Íslandsmótinu í framkvæmd. „Ég hef fengið tækifæri til að hjálpa við skipulagið þó að starfsfólkið okkar hafi að mestu séð um

framkvæmdina. Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis er hokinn af reynslu í svona málum og það sama má segja um Hauk Jónsson vallarstjórann okkar og hans fólk, sem hafa staðið sig einstaklega vel að koma vellinum okkar í frábært keppnisástand. Þetta er gríðarleg vinna sem væri ekki hægt að framkvæma ef ekki væri fyrir okkar öfluga teymi.“ Guðmundur segir þrjú málefni hafa verið áberandi að undanförnu í vinnu stjórnarinnar. „Undirbúningurinn fyrir Íslandsmótið hefur verið í gangi síðan við tókum við flagginu frá Golfklúbbi Suðurnesja í fyrra. Eins höfum við í samstarfi við Setbergsklúbbinn og Hafnarfjarðarbæ verið að undirbúa nýtt golfvallarsvæði í landi Hafnarfjarðar. Þetta er samvinna beggja klúbba með bænum og höfum við tryggt landsvæði fyrir nýjan golfvöll sem hefur sárlega vantað. Við erum að kljást við það sama og önnur sveitarfélög að það er bið að komast inn í klúbbinn okkar og erum við að reyna að leysa úr því á þennan hátt. Síðan er klúbbhúsið okkar orðið of lítið. Það var byggt fyrir um 700 manns en nú eru meðlimir Keilis orðnir 2 100 talsins og því þurfum við að stækka skálann okkar.“

MÀrgÀr nýjungÀr sem munu gerÀ mótið einstÀkt Guðmundur hefur verið öflugur í atvinnulífinu og hefur stýrt áhugaverðum verkefnum og starfað í stórum útflutningsfyrirtækjum. Hann var meðal annars framkvæmdastjóri hjá Össuri, Alvotech og Controlant síðustu tvo áratugi, og leiðir nú verkefni sem felur í sér að byggja nýjan Tækniskóla í Hafnarfirði. Hann hefur farið ótroðnar slóðir og er ekki hræddur við að prófa nýja hluti. Þessu munu áhorfendur án efa fá að kynnast á Íslandsmótinu í ár. Hverjar verða nýjungarnar á Íslandsmótinu í golfi?

„Við viljum uppfæra umgjörðina í kringum keppendur og gera hana faglegri. Sem dæmi um það er að keppendur munu birtast á risaskjá þegar þeir koma á fimmtándu og átjándu holu. Þetta er eitthvað sem atvinnukylfingarnir eru vanir úti í heimi en hefur ekki verið gert hér áður. Upplýsingagjöf til áhorfenda verður einnig með öðrum hætti og mun upplifunin á vellinum sjálfum veita sjónvarpi okkar landsmanna mikla samkeppni og vonumst við til að sem flestir komi á völlinn að upplifa það. Veitingar og umgjörðin á mótinu verður til fyrirmyndar en það vita kannski ekki allir að við rekum frábæra veitingasölu í golfskálanum okkar, þar sem meðal annars Keilisborgarinn vinsæli er seldur á mjög hóflegu verði auk þess sem við bjóðum upp á margt fleira. Ég hef fulla trú á því að Íslandsmótið sem senn fer af stað muni vera stór liður í vitundarvakningu um hversu frábæra kylfinga við eigum en ekki síður mun mótið varpa ljósi á alla þá sérfræðinga sem að baki kylfingunum okkar standa. Fólk sem kannski ekki allir vita hverjir eru en er ómissandi hluti þess að mótið muni ganga eins og vel smurð vél, með keppendur sem munu vonandi halda áfram að láta ljós sitt skína um ókomna tíða,“ segir Guðmundur Óskarsson formaður Keilis að lokum.

„Besta íþróttagrein allra tíma“

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, talar um Golfhátíðina á Akranesi sem fram fór dagana 10. til 11. júní síðastliðinn.

Golfsamband Íslands veitir stuðning til afrekskylfinga á öllum aldri og starfar Ólafur Björn í fullu starfi við það. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur að undanförnu. Breiddin í íslensku afreksgolfi hefur aukist og erum við að vinna okkur í átt að markmiði okkar: Að koma okkar bestu kylfingum á stóra sviðið úti í heimi. Það er að sjálfsögðu háleitt langtímamarkmið, en við höfum verið að brjóta margan ísinn á þeirri leið að undanförnu,“ segir Ólafur Björn.

Hann segir góðar íslenskar fyrirmyndir skipta máli í þessu samhengi. Sjálfur er hann afrekskylfingur í fremstu röð. „Það hjálpar mér klárlega í starfi að hafa gengið í gegnum svipaða hluti og afrekskylfingarnir okkar eru að gera. Ég get því auðveldlega sett mig í þeirra spor og reyni eftir fremsta megni að koma reynslu minni áfram til þeirra.“

Hvað getur þú sagt okkur um Golfhátíðina á Akranesi sem fram fór dagana 10.-11. júní síðastliðinn?

„Ég er stoltur af að hafa komið að þeirri hátíð en það var langur aðdragandi að henni. Kveikjan að verkefninu var sú að við vildum reyna að gera meira fyrir yngstu kylfingana okkar og búa til hátíð sem myndi höfða til þeirra. Undanfarna áratugi höfum við verið að spegla meira mótahald eldri kylfinga niður í yngri flokka en við ákváðum að breyta til og búa til fjölbreyttari viðburð fyrir kylfinga sem eru 14 ára og yngri. Við lögðum áherslu á góða þjónustu og jákvæða upplifun og tókst það mjög vel,“ segir Ólafur Björn Öll börnin unnu mótið Á golfhátíðinni var börnum skipt upp í hópa. Þau fengu ólíkar þrautir á mismunandi stöðum, sem er nýtt skipulag sem virkaði mjög vel fyrir börnin. „Þegar kom að því að velja sigurvegara þá má segja að allir sem mættu hafi verið sigurvegarar og vorum við með mikið af verðlaunum í boði til að styðja við það. Því má segja að allir hafi verið sigurvegarar að mótshaldi loknu.“

Á golfhátíðinni var börnum skipt upp í hópa og fengu þau ólíkar en skemmtilegar þrautir á mismunandi stöðum.

Þegar kom að því að velja sigurvegara á Golfhátíðinni þá má segja að allir sem mættu hafi verið sigurvegarar og því voru mikið af verðlaunum á hátíðinni til að styðja við það.

Sástu einhverja framtíðaratvinnukylfinga á mótinu?

„Það var fullt af efnilegum kylfingum og flottum tilþrifum sem ég sá á hátíðinni en það sem við erum að reyna að vinna í er að draga úr afreksvæðingu fyrir yngsta hópinn og reyna að grípa alla betur. Því í raun og veru vitum við ekki hvað gerist á þessum árum. Í rauninni hafa allir í þessum aldurshópi tækifæri til að ná langt í greininni og því vildum við að hátíðin endurspeglaði það,“ segir Ólafur Björn og bætir við að hann voni að þessi viðburður verði árlega. Á golfhátíðinni voru margir af okkar bestu kylfingum. „Við vorum með landsliðskylfinga sem veittu aðstoð, fyrrverandi Íslandsmeistara og fleiri sem mynduðu sterkt teymi af reyndum einstaklingum, sem miðluðu af reynslu sinni og hvöttu kylfingana til dáða.“

Mjög margir möguleikar eru í boði fyrir áhugasama um golf. „Að sjálfsögðu er alltaf í boði að spila golf sér til ánægju, og er það að mínu mati mjög heilsueflandi. Hefðin í golfi á sér langa sögu en í grunninn skiptast flokkarnir fyrir okkar besta fólk í áhugakylfinga og atvinnukylfinga. Áhugakylfingar keppa fyrir Íslands hönd í Evrópumóti áhugamanna. Áhugakylfingar fara mjög oft utan í háskóla þar sem þeir spila í háskólagolfi. Svo þegar þú ert kominn í atvinnugolfið þá ertu miklu meira að keppa sem einstaklingur en ekki með liði. Alla jafna eru kylfingar áhugakylfingar fram að 23 til 24 ára aldri og svo fara bestu kylfingarnir okkar í atvinnumennsku og þá eru þeir að keppa fyrir Íslands hönd en ekki í þessum hefðbundnu liðamótum.“

Fékk Àð upplifÀ drÀuminn

Hvers vegna mælir þú með golfi fyrir unga fólkið okkar? „Golfíþróttin er stórkostleg íþrótt fyrir börn. Ég upplifði það sjálfur og hef fylgst með ungu fólki á golfvellinum sjálfur. Alveg sama hvaða stefnu þú vilt taka í lífinu; hvort þú setur þér markmið um að vera afrekskylfingur, eða bara áhugakylfingur sem stundar íþróttina ánægjunnar vegna. Golfið gefur þér tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir, þú lærir mikið um sjálfan þig í golfi og kynnist mörgu fólki. Og fyrir þá sem verða atvinnukylfingar eins og ég var á sínum tíma þá fær maður að upplifa þann draum að ferðast um heiminn sem kylfingur og sem þjálfari. Ég myndi hvetja alla til að leggja golfíþróttina fyrir sig, sama í hvaða átt þeir stefna. Það er fullt af jákvæðum punktum við íþróttina en ég myndi skilgreina hana sem bestu íþróttagrein allra tíma.“

„Ég er mjög þakklátur mínum klúbbi“

Aron Snær Júlíusson, Íslandsmeistari og atvinnumaður í golfi, hefur náð ótrúlegum árangri á vellinum á undanförnum árum. Hann trúir að æfingin skapi meistarann og að ekki séu til neinar töfralausnir til að vera bestur í sinni grein.

Ég byrjaði að mæta á golfæfingar vegna þess að margir af strákunum í fótboltanum og handboltanum voru að mæta yfir sumarið, en ég byrjaði í raun aldrei í golfi af alvöru fyrr en ég hætti í bæði handbolta og fótbolta. Ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt sérstaklega góður í þeim íþróttagreinum þegar ég var yngri. Ég held að golfið hafi alltaf verið meira fyrir mig,“ segir Aron Snær Júlíusson. „Það er eins með golfið og allt annað í lífinu. Þrotlausar æfingar eru það eina sem virkar. Ég er í það minnsta alinn upp við það hugarfar að ekkert gerist af sjálfu sér og fyrir það er ég mjög þakklátur foreldrum mínum.“ Aron varð Íslandsmeistari í höggleik í golfi árin 2021 og 2024 og svo varð hann Íslandsmeistari í holukeppni árið 2023. „Markmiðið mitt fyrir hvert einasta mót sem ég mæti á er að vinna þótt það sé alltaf aðeins meiri pressa hjá ríkjandi Íslandsmeisturum,“ segir Aron aðspurður hvort munur sé á að vinna titil eða viðhalda titlinum. Mikill kostnaður sem erlendum mótum Hvernig var að spila á Nordic-mótaröðinni í Danmörku?

„Það var fjör, harka og dýrt! Nordic er mest spilað í Svíþjóð og Danmörku og svo eru nokkur mót í Noregi og Finnlandi. Ég hef reynt að spila eins mikið og ég get en út af fjármagni þá hef ég ekki getað spilað á öllum þeim mótum sem eru í boði,“ segir Aron og útskýrir að atvinnumenn í golfi búi við annað umhverfi en áhugamenn í golfi sem spila með landsliðinu.

„Það væri algjör draumur að geta verið allan daginn á vellinum og að hér væri meiri menning fyrir stuðningi við atvinnumenn í greininni eins og þekkist erlendis, en þar hafa þjóðirnar áttað sig á hversu mikilvægt er að búa til góðar fyrirmyndir fyrir unga fólkið sem er farið að æfa af kappi.“ Spurður um eigin fyrirmyndir á golfvellinum segir Aron Snær að Birgir Leifur Hafþórsson hafi verið fyrirmynd hans á yngri árum.

Ífremsturöðkylfinga

„Hausinn

Morgunblaðið/Hákon Aron Snær Júlíusson, Íslandsmeistari- og atvinnumaður í golfi, hefur náð ótrúlegum árangri á undanförnum árum.

Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að átta okkur á að við þurfum að styðja við íslenskt golf.

Þegar Aron er ekki að æfa sig á golfvellinum er hann í fullu starfi hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar. „Það kemst því lítið annað að heldur en golf og vinna,“ segir Aron.

Háskólagolfið átti ekki við hann

Aron fór í háskólann í Louisiana við Lafayette á háskólastyrk. „Þar hafa margir aðrir íslenskir kylfingar verið. Ég ákvað hins vegar að hætta eftir eitt ár þar sem háskólagolfið var ekki fyrir mig. Mér fannst þjálfarinn góður en mér var ekki að fara jafn mikið fram og hér heima. Þjálfarinn minn er Andrés Jón Davíðsson og gengur okkur mjög vel að vinna saman en þrátt fyrir að ég hafi hætt þá er þetta klárlega eitthvað sem ungir kylfingar ættu að skoða, stefna á og prófa að mínu mati.“ Þegar kemur að framtíðinni þá langar Aron Snæ að ná eins langt og mögulegt er. „Markmiðið er að spila á Evrópumótaröðinni og ná árangri þar. Ef vel gengur á hinum mótunum þá kemst maður á endanum þangað.“

Að setja börn í golf er frábær forvörn og mjög góð pössun Hann segir golfið frábært fjölskyldusport og ekki síst íþrótt fyrir þá sem elska að keppa. „Sumir segja golfið eina bestu barnapössun sem þú finnur fyrir foreldra en að mínu mati þá lengir golfið lífið og gefur manni einstakt tækifæri til að hitta skemmtilegt fólk og að vera úti í náttúrunni.“

Spurður um kosti Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar segir Aron Snær að það sé stærðin á barna- og unglingastarfinu. „GKG er líklegast með stærsta barna- og unglingastarf í Evrópu. Starfsfólkið hér er frábært og það er mjög heimilislegur andi í klúbbnum. Völlurinn er líka mjög góður, í raun einn sá besti á landinu.“

Hvað ættum við alltaf að hafa hugfast á golfvellinum?

„Ég held að það sé nauðsynlegt að vera ekki að flækja hlutina og stundum er gott að hugsa ekki of mikið á vellinum. Svo er mikilvægt að æfa rétt og fara í golfkennslu,“ segir hann og bætir við að hann mæli ekki með því að fara á YouTube til að fá misgáfulegar upplýsingar um golf líkt og þar er að finna. „Við erum mjög heppin á Íslandi að vera með fullt af frábærum golfvöllum.“

Þurfum að halda áfram að styðja við íþróttina

Aðspurður hvaða þjóðir heilla hann mest þegar kemur að golfi svarar hann án þess að hugsa: „Svþjóð og Danmörk en það eru þjóðir sem eru með mjög mikinn metnað fyrir afreksstarfi í golfi. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að átta okkur á að við þurfum að styðja við íslenskt golf og því langar mig að hvetja bæði einstaklinga og fyrirtæki að leggja golfstarfinu í landinu lið. Það er ekki til betri forvörn fyrir ungt fólk heldur en íþróttir og enn mikilvægara fyrir ungt fólk að hafa fyrirmyndir. Ég er mjög þakklátur mínum klúbbi og þeim einstaklingum sem hafa styrkt mig áfram í starfi mínu á vellinum og hjápað mér að halda áfram að keppa úti,“ segir Aron Snær Júlíusson atvinnugolfari að lokum.

er alltaf stærsta hindrunin“

Tómas Eiríksson Hjaltested, háskólakylfingur í Jacksonville í Flórída og landsliðskylfingur, segir einstakt að æfa íþrótt sem hægt er að spila ævina á enda.

Ég hef alltaf átt þann draum að spila fyrir Ísland og hefur það verið mikill heiður að spila fyrir landsliðið í golfi síðustu ár. Ég er mjög þakklátur fyrir allt sem Golfsamband Íslands gerir fyrir okkur og er það ekki sjálfsagt að vera í landsliðshóp. Það er mikil vinna sem fer í þessa íþrótt en maður kvartar ekki því margir væru til í að skipta um stöðu við mann,“ segir Tómas Eiríksson Hjaltested, háskólakylfingur í Jacksonville í Flórída og landsliðskylfingur.

Margir muna án efa eftir frétt sem birtist fyrir fimm árum sem bar titilinn: Átján ára strákur deilir efsta sætinu á Íslandsmótinu í golfi! Sú frétt var einmitt um Tómas. „Að vera í lokaholli á Íslandsmótinu var mögnuð tilfinning. Ég var ekki með nógu mikla reynslu á þessum tíma til að geta tekist á við álagið og átti því erfiðan dag. Ég náði hins vegar að klára vel lokadaginn og átti fínasta mót. Það er ekki til neitt betra í golfi en að vera í baráttunni við að vinna golfmót og hvað þá Íslandsmótið. Ég vona bara að ég lendi í sömu stöðu núna í ár,“ segir hann. Tómas viðurkennir að vera mikill keppnismaður í eðli sínu. „Ég er ekki mikið fyrir að tapa í því sem ég er að gera. Ég spila einnig mjög mikið af öðrum íþróttum og líður eins þar. Í raun finnst mér ekkert verra en að tapa og ekkert jafnast á við að vinna,“ segir Tómas og brosir.

Er ánægður með leikina í sumar

Er markmiðið að sigra á mótinu núna í ágúst?

„Já, ég held að það sé markmiðið hjá flestum. Ég er búinn að vera með mjög jafnan og flottan leik í sumar og ætla mér að halda því áfram. Maður þarf auðvitað að passa sig að fara ekki of langt í væntingum og best að fara inn í mótið eins og þetta sé venjulegur hringur á þriðjudegi. Mér finnst best að hugsa þannig þegar ég fer inn í mótin og það fær mann til að hugsa meira um eitt högg í einu í staðinn fyrir útkomuna.“

Tómas byrjaði að æfa golf ungur að aldri. „Mamma og pabbi sendu mig á golfnámskeið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur eða GR tvö sumur í röð þegar ég var 10 og 11 ára. Eftir það byrjaði ég að spila golf úti á velli og varð mjög fljótt háður íþróttinni

Morgunblaðið/Ólafur Árdal Tómas Eiríksson Hjaltested ætlar að taka eina holu í einu á Íslandsmeistaramótinu í golfi, en stefnir að sjálfsögðu að sigri.

eins og margir kannast við. Ég var alltaf í fótboltanum líka en ákvað að hætta því í menntaskóla og einbeita mér alfarið að golfinu og sé ég ekki eftir því í dag.“ Í aðdraganda Íslandsmótsins hefur Tómas verið efstur kylfinga á stigalistanum. „Það hefur verið góð tilfinning að spila jafnt og þétt golf að undanförnu. Ég hugsa hins vegar lítið út í þetta á meðan ég spila heldur reyni að taka bara eitt högg í einu, og eitt mót í einu. Ég horfi frekar yfir allt sumarið í lokin og sé hvað hefur orðið úr því, en ég vel að setja ekki aukapressu á mig á þessum tímapunkti. Það er þó óneitanlega mjög góð tilfinning að vera með mörg góð mót í sumar.“

„Við erum stanslaust að hugsa um golf“

Skapar æfingin meistarann, eða eru sumir bara betri en aðrir í golfi?

„Æfingin skapar meistarann og þá sérstaklega í golfi. Það getur hver sem er orðið númer eitt í heiminum ef hann setur nægan tíma og orku í það. En auðvitað er það þannig líka að sumir eru með pínu forskot eða yfirburði sem gefur þeim forskot á hina. En í golfi er það aldrei nóg, eitt og sér, eins og í sumum öðrum íþróttum.“

Aðspurður hvernig sé að vera í Jacksonville-háskólanum segir Tómas það mjög gaman. „Ég er á fjórða ári í háskólanum sem er norðarlega í Flórída. TPC Sawgrass-völlurinn er þarna og er mjög gaman að vera í borginni að horfa á Players-mótið. Þetta er algjör draumaaðstaða og hægt að vera í golfi í hita árið um kring. Sjálfur mæli ég alltaf með því að fara í háskóla ef það er einhver áhugi á því. Ég er búinn að læra mjög mikið þessi ár sem ég hef verið úti og hef þroskast mikið og bætt mig mikið í golfi,“ segir hann. Tómas keppti á Opna breska áhugamannamótinu í júní á þessu ári og segir það hafa verið mjög góða upplifun og frábæra reynslu. „Það var frábært að bara mæta á staðinn og vera við hliðina á mörgum af þeim bestu á þessu sviði, í raun var það svipað og í háskólagolfinu. Síðan var gaman að ná inn í holukeppnina og fá pínu mannskap að koma og horfa. Það skrítna var að ég fann ekkert það mikla pressu sem er mjög jákvætt, því það þýðir að ég er byrjaður að trúa því að ég eigi heima þarna og það er bara sannleikurinn. Við erum alveg nógu góðir í þetta,“ segir Tómas.

Áttu þér fyrirmyndir þegar kemur að golfíþróttinni?

„Já, ég hef bæði átt íslenskar og erlendar fyrirmyndir. Hér heima hef ég alltaf litið mjög mikið upp til Haraldar Franklín og finnst ennþá í dag mjög gaman að horfa á hann sveifla kylfunni. Svo hefur Tiger Woods líka ýtt manni áfram eins og mörgum öðrum. Hann er búinn að gjörbreyta golfinu og það verður mjög líklega enginn annar eins og hann í golfinu,“ segir Tómas og bætir við að golfið sé skemmtileg íþrótt að því leyti að þú getur spilað hana alla þína ævi. „Við golfararnir lifum fyrir golf og erum stanslaust að hugsa um golf. Svo er líka bara gaman að hitta nýtt fólk og að njóta sín á vellinum. Ef það er ekki gaman í golfi, af hverju að spila það þá?“

Hugarfarið skiptir miklu máli í golfi

Tómas segir fjölmörg tækifæri fólgin í golfi. „Golf getur einnig verið gott fyrir viðskiptin. Ég hef tekið sérstaklega eftir því að í Bandaríkjunum notar fólk golf til að stunda viðskipti á milli fyrirtækja eða einstaklinga. Þar er golf frekar snobbuð íþrótt þannig að oft eru efnaðir einstaklingar að spila golf og stunda viðskipti.“

Hverjar eru hindranirnar í golfi?

„Hausinn er alltaf stærsta hindrunin í golfi. Margir góðir kylfingar brenna sig á því að vinna ekki í hausnum og kannski klúðra ferlinum út af því. Ég er búinn að leggja mikinn tíma í þetta síðustu árin og er það stærsta ástæðan fyrir þessari velgengni hjá mér. Ég mæli því með því við alla að leita til íþróttasálfræðings og að vinna í hugarfarinu. Það er hægt að komast að alls konar nýju sem hægt er að nota úti á vellinum.“

GolfsÀmbÀndfÀtlÀðrÀÁÍslÀndi

Leiðsögnáaðdragaúrruglingiogaukaskilning

Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, hefur starfað sem þjálfari í yfir 30 ár. Undanfarin tíu ár hefur hann starfað sem golfþjálfari hjá GSFÍ sem er Golfasamband fatlaðra á Íslandi. Hann segir það starf einstaklega gefandi og merkilegt.

Að vinna sem þjálfari fyrir einstaklinga með fötlun er einstakt að öllu leyti. Það krefst þess að geta sett sig í spor viðkomandi, að vera þolinmóður og að taka sjálfan sig ekki of hátíðlega. Þjálfarastarfið getur verið mjög krefjandi sama hvern maður er að þjálfa, en það er einnig mjög mikilvægt starf í stóra samhenginu,“ segir Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. „Ég er lærður PGA-golfkennari frá sænska golfkennaraskólanum og hef starfað sem golfkennari og þjálfari í yfir 30 ár. Ég hef undanfarin tíu ár starfað sem golfþjálfari hjá GSFÍ sem eru Golfsamtök fatlaðra á Íslandi og er í stjórn GSFÍ ásamt öðru góðu fólki. Það starf er mjög merkilegt og gefandi.“

Karl er alinn upp í Grafarholtinu og að stórum hluta á golfvellinum þar. „Ég á góðar minningar úr æsku. Ég byrjaði að leika og spila golf tíu ára og það hefur aldrei önnur íþrótt komið til greina fyrir mig. Í dag er ég svo lánsamur að vinna við aðaláhugamálið mitt svo ég held að það sé ekki hægt að biðja um meira en það,“ segir Karl sem hefur áratugareynslu af því að starfa sem íþróttastjóri.

„Áður en ég varð íþróttastjóri GR var ég íþróttastjóri

Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði í ein átta ár. Þar á undan var ég íþróttastjóri Leynis á Akranesi í ein 12 ár Að starfa sem íþróttastjóri í stærsta golfklúbbi landsins, eins og ég geri í dag, er svo beint framhald af hinum störfunum. Verkefni dagsins eru fjölbreytt og starfið er ábyrgðarmikið,“ segir Karl en þess má geta að íþróttastjóri GR heldur utan um allt starf sem tengist íþróttastarfi félagsins, allt frá börnum og ungmennum til afrekskylfinga í fremstu röð.

GSFÍ býður öll með fötlun velkomin Á völlinn Karl segir mikilvægt að gera golfíþróttina aðgengilega fyrir alla, ekki síst fyrir einstaklinga með fötlun. „Við erum í góðu

AukinnsýnileikistÀrfsemiGSFÍ

Morgunblaðið/Karítas

Karl Ómar Karlsson, íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur, þjálfar hjá GSFÍ sem hann segir mjög gefandi starf.

GSFÍ vill bjóða öll velkomin í golf.

samstarfi við GSÍ og aðra golfklúbba þar sem einstaklingar með fötlun geta farið og kynnt sér golfíþróttina og æft. GSFÍ vill bjóða öll velkomin í golf. Við höfum verið að prófa okkur með mótahald auk þess að skapa menningu innan golfklúbbanna þannig að einstaklingar með fötlun fái bestu mögulegu upplifunina á vellinum og það sé gaman að æfa golf fyrir þá. Við höfum verið dugleg að huga að félagslega þættinum en þannig myndum við tengsl fólks á milli þvert á klúbba. Það hefur orðið til þess að fleiri mæta á næstu golfæfingu og félagsskapurinn skiptir máli ekki síður en íþróttin gerir.“ Það eru um það bil 40 meðlimir í GSFÍ að hans sögn. „Við höfum ávallt lagt ríka áherslu á að vera með reynslumikla og góða þjálfara í starfi hjá Golfklúbbnum Keili, Golfklúbbi Vestmannaeyja og golfklúbbarnir á Selfossi og á Akureyri halda úti æfingum fyrir einstaklinga með fötlun. Kylfingar á æfingum hjá GSFÍ eru á mismunandi getustigi. Sumir eru að æfa fyrir landsliðsverkefni á meðan öðrum finnst gaman að mæta á æfingar til að hitta félagana,“ segir Karl. Golfið verður vinsællÀ með hverju Árinu sem líður Karl segir golfíþróttina verða vinsælli með hverju árinu sem líður. „Það er sami fasti kjarninn sem æfir golf og svo er alltaf að fjölga á æfingum. Markmið mitt sem þjálfari er að það sé jákvæður andi á æfingum og að allir finni sig velkomna á æfingar. Þetta er kannski hægara sagt en gert en leiðin til þess að gera æfingar skemmtilegar er að þær henti aldri og þroska hvers og eins. Það er gaman að segja frá því að við erum með hóp sem er duglegur að mæta utan af landi. Aðilar frá Selfossi og Stykkishólmi sem keyra í bæinn til að taka þátt í æfingum,“ segir hann. Karl segir æfingarnar vanalega einu sinni til tvisvar í viku og er kylfingum á ólíku getustigi blandað saman á æfingum. „Áskoranir í starfi þjálfarans geta svo verið þær að stundum er erfitt fyrir einn þjálfara að vera með fimmtán til átján aðila á æfingum á ólíkum aldri og á mismunandi getustigi. Þá reynir oft á útsjónarsemi og reynslu þjálfarans að gera betur og búa til skemmtilegar æfingar sem ekki eru of erfiðar eða of léttar,“ segir Karl og bætir við að tæknin eigi að vera skýr og einföld þannig að leiðsögn dragi úr ruglingi og auki skilning. Karl er spenntur fyrir Íslandsmótinu í golfi og segir einstakt að til sé íþrótt sem er fyrir atvinnumenn en ekki síður fyrir fjölskyldurnar í landinu. „Allir í fjölskyldunni geta stundað golf alla ævina. Golf býður upp á góða hreyfingu og útiveru og síðan er félagslegi og sálræni þátturinn svo stór en hann hefur mikil áhrif á alla sem stunda golf,“ segir Karl Ómar Karlsson, golfþjálfari og íþróttastjóri GR, að lokum.

Golfsamband fatlaðra á Íslandi hefur starfrækt reglubundnar æfingar fyrir kylfinga með fötlun og stefnan er að halda árlegan viðburð þar sem fremstu kylfingum landsins er boðin þátttaka.

Golfsamband fatlaðra á Íslandi heldur reglubundnar æfingar fyrir kylfinga með fötlun og á þriðjudaginn var haldið glæsilegt boðsmót fyrir kylfinga með fötlun.

tengslum við Íslandsmótið í golfi 2025 var haldið boðsmót fyrir kylfinga með fötlun á þriðjudaginn síðasta, 5. ágúst. Golfsamband Íslands hélt mótið í samstarfi við Golfsamband fatlaðra á Íslandi (GFSÍ), FÍ, ÍF, GK og EDGA en markmið þess var að efla mótahald innanlands fyrir kylfinga með fötlun og auka sýnileika starfsemi GSFÍ. GSFÍ hefur starfrækt reglubundnar æfingar í samstarfi við nokkra golfklúbba undanfarin ár. Stefnt er að því að halda árlegan viðburð þar sem fremstu kylfingum landsins er boðin þátttaka. Á boðsmótinu var leikin 18 holu punktakeppni með forgjöf og var mótið haldið hjá Golfklúbbnum Keili. Í ár deildu tveir kylfingar fyrsta sætinu en það voru Sigurður Guðmundsson hjá Golfklúbbi Sandgerðis og Hilmar Snær Örvarsson hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Einar Marteinn Bergþórsson hjá Golfklúbbnum Mostra varð í þriðja sæti, Atli Jóhann Guðbjörnsson hjá Golfklúbbi Reykjavíkur varð í fjórða sæti og Elín Fanney Ólafsdóttir hjá Golfklúbbnum Keili varð í fimmta sæti.

Sigurvegarar boðsmóts fyrir kylfinga með fötlun voru Sigurður Guðmundsson hjá Golfklúbbi Sandgerðis og Hilmar Snær Örvarsson hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.

ÍSLANDSMÓTIÐ Í GOLFI 2025 7.-10. ÁGÚST

Verið hjartanlega velkomin á Íslandsmótið í golfi 2025 sem haldið er af Golfklúbbnum Keili í samstarfi við Golfsamband Íslands.

Frítt inn!

Afreksfólkið okkar er magnað

Ragnar Baldursson, formaður afreksnefndar GSÍ og varaforseti GSÍ, hefur starfað sem sjálfboðaliði í golfhreyfingunni í tæp 20 ár.

Ég lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 1995 og kláraði mér til ánægju og yndisauka mastersgráðu í íþróttalögfræði frá De Montfort-háskólanum í Leicester, Englandi, árið 2018 Ég starfa í dag við almenna lögmennsku og eftir að ég kláraði námið í íþróttalögfræðinni hef ég til viðbótar við fyrri störf aðstoðað íþróttasambönd, íþróttafélög, íþróttamenn, umboðsmenn og fleiri í tengslum við ýmis mál sem upp koma í íþróttaheiminum. Þá kenni ég íþróttarétt sem áfanga í mastersnámi í Háskólanum í Reykjavík,“ segir Ragnar Baldursson, formaður afreksnefndar GSÍ og varaforseti GSÍ. Ragnar hefur starfað sem sjálfboðaliði í golfhreyfingunni í tæp 20 ár auk þess að vera formaður og stjórnarmaður í afreksnefnd og í GR. Ragnar hefur einnig setið í afreksnefnd GSÍ síðastliðin 10 ár, nú síðustu ár sem formaður nefndarinnar og jafnframt varaforseti GSÍ. „Afreksnefnd fer með umsjón afreksmála GSÍ, ræður landsliðsþjálfara og stýrir þeim ramma sem hann starfar eftir. Sem formaður nefndarinnar hef ég lagt áherslu á að fá til liðs við nefndina fólk með mikla reynslu af afreksgolfi og afreksíþróttum almennt. Það hefur gengið mjög vel og er fólk boðið og búið til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Í dag er nefndin er skipuð algjöru úrvalsfólki, þeim Arnóri Inga Finnbjörnssyni, Birgi Leifi Hafþórssyni, Haraldi Franklín Magnúsi, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, Ólafi Arnarssyni og Þóru B. Helgadóttur, sem sitja með mér í nefndinni í dag.“

Senda okkar besta fólk til keppni erlendis „Undanfarin ár höfum við byggt upp okkar draumasýn fyrir afreksgolfið á Íslandi. Við höfum sett okkur markmið og verkefni sem við forgangsröðum og setjum svo eitt af öðru í framkvæmd. Ef ekki væri fyrir takmarkað fjármagn værum við sjálfsagt langt komin með að klára þennan lista og skapa aðstæður fyrir okkar allra efnilegustu og bestu kylfinga til að nálgast toppinn hraðar og við eins góðar aðstæður og mögulegt er. Auðvitað fer svo mikil vinna í að halda utan um allt það sem við erum með í gangi hverju sinni. Fyrir utan að senda okkar besta fólk til keppni erlendis fyrir Íslands hönd má segja að meginverkefnin séu að skapa stuðning og aðstæður þar sem afreksfólkið okkar getur hámarkað möguleika sína til að ná sem allra lengst í íþróttinni. Golfklúbbarnir eru auðvitað í lykilhlutverki við þjálfun og uppbyggingu kylfinganna en við reynum bæta við og veita aðstoð á sviðum sem er ekki almennt á færi klúbbanna að veita. Samstarf og samstaða allrar hreyfingarinnar er lykillinn að framförum og við leggjum áherslu á það.“ Mikilvægt að styðja við árangur á erlendri grundu Afreksnefnd GSÍ hefur í gegnum tíðina verið með fólk með metnað og ástríðu fyrir golfi sem hefur mikinn vilja og leggur mikið á sig til að bæta íslenskt golf og ná lengra á alþjóðlega sviðinu. „Það sem hefur breyst síðustu árin er aðallega að við eigum nú miklu fleiri kylfinga sem eru í atvinnumennsku eða stefna á atvinnumennsku í golfi og í takt við það hefur umfangið stækkað. Við erum með fleiri leikmenn í dag að spila á sterkum mótaröðum erlendis en áður og fleiri kylfinga að spila golf fyrir háskóla erlendis Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er stutt í að við verðum með íslenska afrekskylfinga í beinni útsendingu á sjónvarpsskjánum okkar vikulega frá fimmtudegi til sunnudags. Einnig má nefna varðandi breytingar að það eru fjármunir byrjaðir að koma til okkar frá afrekssjóði ÍSÍ. Verkefnalistinn okkar kallar í raun á margfalt það fjármagn sem við höfum úr að moða í dag ef við eigum að geta stigið stóru metnaðarfullu skrefin okkar fram á við.“ Það sem einkennir okkar allra bestu leikmenn er vinnusemin og staðfastur vilji þeirra til að ná að gera það mesta og besta úr tækifærunum að sögn Ragnars. „Það er þessi hreina og skýra hugsun og viljinn til að skilja þau þúsund smáatriði sem þarf að læra og framkvæma til að verða frábær kylfingur. Eftir að hafa fylgst með mörgum kylfingum spreyta sig á þessu þá er það fyrst og fremst það sem ég nefndi fyrst, vinnusemin, sem skilur á milli. Það þarf að leggja gríðarlega mikið á sig til að komast á toppinn og örugglega ekki margir sem átta sig á því hvað þetta eru margar vinnustundir á dag árið um kring. Þeir sem eru bestir hafa klárlega lagt meira á sig en aðrir.“ Mikill fjöldi að banka á dyrnar Við eigum mikinn fjölda kylfinga sem eru að banka á dyrnar á stóra sviðinu. „Flestir eiga þessi kylfingar það sameiginlegt að vera í háskólagolfi í Bandaríkjunum þó það sé ekki alveg algilt. Í dag eru nokkrir af okkar bestu kylfingum að komast í mjög sterka háskóla í Bandaríkjunum og standa sig gríðarlega vel þar. Þetta eru út frá golfinu almennt séð sterkari skólar en okkar kylfingar hafa komist í áður, þó með undantekningum, samanber Wake Forest þar sem Ólafía Þórunn stundaði nám og golf. Í alþjóðlegum keppnum erum við að senda okkar lið til keppni í Evrópumótunum og það er jöfn og þétt stígandi í árangri okkar liða. Einnig erum við að senda lið á European Young Masters og fleiri mót. Á einstaklingssviðinu erum við einnig að senda leikmenn í mörg sterk mót og leikmenn eru að reyna við stóru mótaraðirnar og að freista þess að ná að spila á risamótunum. Þá eru einstaklingar auðvitað að fara á eigin vegum í fjölda móta um allan heim og við reynum að styðja landsliðsfólkið okkar eftir bestu getu til þess. Við erum farin að sjá fleiri kylfinga spreyta sig og komast nær og nær stóru markmiðunum. Stóru mótaraðirnar og Ólympíuleikar

Afreksnefnd GSÍ hefur komið upp æfingaaðstöðu erlendis enda lykilatriði til að bæta sig að kylfingar geti æft við góðar aðstæður á veturna. Hermarnir eru auðvitað góðir og hafa aukið möguleikana okkar verulega á að vinna í tækninni á veturna.

Morgunblaðið/Hákon

Ragnar Baldursson, formaður afreksnefndar GSÍ og varaforseti GSÍ, segir ótrúlega hluti að gerast hjá afreksfólkinu okkar. Sjálfur hefur hann spilað golf frá 29 ára aldri.

eru markmið sem við nálgumst með fleiri kylfinga sem eiga raunhæfa möguleika en áður. Sú aukna breidd hjálpar öllum hópnum,“ segir Ragnar.

Tveir ungir íslenskir kylfingar hafa verið heiðraðir með því að spila fyrir hönd Evrópu í stórum liðakeppnum nýverið, sem er einstök viðurkenning. Perla Sól Sigurbrandsdóttir var valin til að spila í Solheim Junior-mótinu þar sem Evrópa spilar gegn Bandaríkjunum í móti sem fer fram rétt á undan Solheim Cup-mótinu að sögn Ragnars. „Gunnlaugur Árni Sveinsson var valinn til að spila í Bonallack Trophy þar sem úrvalslið evrópskra áhugamanna spilar gegn liði Asíu og Eyjaálfu. Gunnlaugur hefur byrjað háskólagolfið af miklum krafti og náði eftirtektarverðum árangri í mörgum mótum á sínu fyrsta ári og var meðal annars valinn til að spila fyrir hönd evrópskra háskólakylfinga gegn bestu bandarísku háskólakylfingunum í Arnold Palmer Cup, sem er risastór viðurkenning. Það verður spennandi að fylgjast með þessum glæsilegu kylfingum á næstu árum.“

Margt gott gerst á síðustu árum Afreksnefnd GSÍ vinnur jafnt og þétt að breytingum til að bæta vinnuumhverfi okkar besta fólks. „Við erum búin að gera margt á allra síðustu árum eins og að koma okkur upp æfingaaðstöðu erlendis og höfum við farið með landsliðshópinn okkar í æfingaferðir til Spánar á veturna nú í nokkur ár. Við teljum það algjöran lykil að bætingu okkar fólks að það geti æft við góðar aðstæður á veturna og keppt í sem flestum mótum. Hermarnir eru auðvitað góðir og hafa aukið möguleikana okkar verulega á að vinna í tækninni á veturna. Það er þó ekki nóg þegar við erum að keppa við þjóðir þar sem golfvellir eru opnir meira og minna allan ársins hring og því verðum við til að eiga einhverja möguleika á að standast þeim snúning að sækja út af krafti.“

Það eru mun fleiri íslenskir kylfingar í atvinnumennsku eða stefna á atvinnumennsku í golfi í dag auk þess sem mun fleiri leikmenn spila á sterkum mótaröðum erlendis.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum glæsilegu kylfingum á næstu árum.

Þegar Ragnar horfir fram á veginn þá telur hann að það muni vanta fleiri afreksgolfþjálfara. „Þjálfara sem sækja sér menntun og reynslu erlendis til að vinna með og þjálfa afrekskylfinga á hæsta stigi. Við hvetjum metnaðarfulla golfþjálfara til að sækja sér viðbótarmenntun og jafnframt golfklúbbana til að styðja þjálfarana sína til að sækja sér meiri menntun og þekkingu. Við eigum svo sannarlega afburðaþjálfara sem hafa mikla reynslu og þekkingu og einnig þjálfara sem hafa sérhæft sig í afmörkuðum þáttum, sem er algjörlega frábært. Það er því mikil þekking til staðar en það verður aldrei of mikið af henni, svo mikið er víst. Við hjá GSÍ erum byrjuð að vinna að verkefni með golfklúbbunum sem felst í því að landsliðsþjálfari mun geta sent landsliðskylfinga til sérfræðinga hér heima hjá okkar hæfustu þjálfurum.“

Þurfa að fórna miklu

Að lokum þarf að bæta alla umgjörð fyrir íslenskt afreskíþróttafólk á hæsta stigi. „Bæði vantar fjárhagslegan stuðning frá ríkinu eins og tíðkast í flestum þróuðum löndum með því að allra besta íþróttafólkið fær einfaldlega greidd laun frá ríkinu og ýmis réttindi þarf að tryggja, svo sem orlofsréttindi, lífeyrisréttindi og fleira. Fórnir okkar besta fólks eru miklar og það þarf að sjá til þess að mikilvægur tími þeirra fari ekki í að afla fjár til að komast af, fæða sig og klæða. Verkefni sem ætlað er að stuðla að þessu er í vinnslu hjá yfirvöldum og íþróttahreyfingunni og bind ég miklar vonir við að það verði að veruleika. Fyrirtæki á Íslandi hafa í gegnum tíðina verið öflugir stuðningsaðilar íþróttahreyfingarinnar. Við í golfhreyfingunni erum svo lánsöm að nokkur fyrirtæki ásamt GSÍ hafa lagt Forskotssjóðnum til fé í mörg ár og á sá sjóður án nokkurs vafa stóran þátt í því að okkar besta fólk getur einbeitt sér betur að íþróttinni, æfingum og keppni. Forskot er stór og mikilvægur þátttakandi í íslensku afreksgolfi.

Laugarnar í Reykjavík
Slökun
Heilsurækt
Leikur
Opnum snemma
Lokum seint
Fjör

„Maður fyllist svo miklu stolti“

Ragnhildur Kristinsdóttir atvinnukylfingur kom, sá og sigraði í Opna Västerås-mótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði og var hún fyrst allra kvenna til að sigra á alþjóðlegu golfmóti.

Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til að sigra í alþjóðlegu golfmóti, Opna Västerås-mótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. Mótið var hluti af LET Acess-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu.

„Ég hef það bara mjög gott. Ég var að koma frá Danmörku þar sem ég tók síðasta mótið mitt fyrir Íslandsmótið. Ég kom heim um verslunarmannahelgina og hef verið að setja alla mína athygli á mótið hér heima núna,“ segir Ragnhildur sem hefur verið á faraldsfæti í allt sumar.

„Að vera atvinnukylfingur er mikið ferðatöskulíf og grínast ég oft með að ég segi bless við kærastann í apríl og sé hann svo aftur í nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem heim núna fyrir Íslandsmótið í mánuð en þetta er lífsstíllinn sem fylgir því að vera atvinnukylfingur á sumrin.“

Vonast til að árangurinn verði til góðs Hvernig var tilfinningin að sigra á fyrsta alþjóðlega golfmótinu?

„Hún var í raun og veru alveg ólýsanleg. Maður fyllist svo miklu stolti að vera sú fyrsta að vinna svona mót. Það er alltaf góð tilfinning að vinna golfmót en enn þá stærra að vinna mót á þessu stigi. Ég segi að konurnar sem komu á undan mér

Stigahæst

Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, mun keppa á Íslandsmeistaramótinu í golfi.

hafi rutt brautina og nú vonast ég til þess að það, hvernig mér gekk, muni hafa áhrif á markmiðin sem kynslóðir sem á eftir mér koma setja sér.“ Ragnhildur er bjartsýn fyrir Íslandsmeistaramótið í golfi sem

Atvinnukylfingur

Með yfirburðastöðu

á stigalistanum

Heiðrún Anna Hlynsdóttir hefur átt eitt besta tímabil sitt til þessa í golfi. Hún er spennt fyrir Íslandsmótinu en hlaut álagsbrot í ristina nýverið og ætlar því að reyna að harka af sér í gegnum Hvarleyrarvöll sem henni þykir mjög krefjandi en skemmtilegur völlur.

Heiðrún hefur átt ótrúlegt sumar. Hún lék ekki á Vormóti GM sem var fyrsta mót tímabilsins en eftir það hefur hún leikið í öllum mótum GSÍ-mótaraðarinnar og unnið þau öll. Hún er með yfirburðastöðu á stigalista mótaraðarinnar og stefnir á fleiri titla á tímabilinu. „Ég var í verkfræðinámi við Coastal Carolinaháskólann í Bandaríkjunum og einnig í háskólanum í Texas. Á meðan ég var í námi í Bandaríkjunum nýtti ég allan minn tíma til að stunda golf af kappi. Ég er í fullri vinnu á verkfræðistofunni COWI á Selfossi og er ásamt því að hjálpa ungu fólki frá Íslandi að komast út í háskólagolf hjá Sport and Education USA. Þrátt fyrir að hafa mikið að gera núna þá útiloka ég ekki atvinnumennsku í náinni framtíð,“ segir hún. Spennt fyrir Íslandsmótinu Hún vann nýlega Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni eftir mjög góða frammistöðu á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ, og hefur þá jafnað frammistöðu föður síns, en faðir hennar, Hlynur Geir Hjartarson, hefur verið meðal bestu kylfinga landsins í áratugi. Hann varð Íslandsmeistari í holukeppni árið 2008. „Íslandsmótið leggst bara mjög vel í mig. Ég hlakka til að spila á Hvaleyrarvelli sem mér finnst mjög skemmtilegur völlur. Ég reyndar lenti í því rúmri viku fyrir Íslandsmótið að fá álagsbeinbrot í ristina. Ég ætla að reyna að harka af mér á mótinu en verð að sjálfsögðu undir eftirliti lækna og sjúkraþjálfara,“ segir Heiðrún. Hún segir mjög erfitt að stíga í fótinn. „Og það sem er verra, brotið er í hægri fæti sem reynir mjög mikið á. Því ég þarf að enda á hægri tánni þegar ég slæ. Þetta er mjög svekkjandi því það er bara þetta eina stóra

Heiðrún Anna Hlynsdóttir kylfingur er með yfirburðastöðu á stigalista mótaraðarinnar og stefnir á enn fleiri titla á tímabilinu.

mót eftir og á ég í raun að vera að hvíla fótinn í einhverjar vikur núna.“

Gæti ekki átt sterkari fyrirmynd í golfinu

Heiðrún á mjög góðar minningar á golfvellinum frá því hún var barn. „Pabbi er PGA-golfkennari núna og frá því ég var pínulítil þá hef ég verið með honum á vellinum. Ég smitaðist af áhuga hans af golfi og var mjög dugleg að æfa mig á vellinum frá því ég var mjög ung. Hann er þjálfarinn minn og hefur alltaf verið minn helsti stuðningsmaður en það er gaman að geta þess að ég var mjög mikið á vellinum þegar ég var barn og mætti á allar æfingar þó ég hafi ekki byrjað að keppa fyrr en ég var 14 ára.“

Hvaða tilfinningu hefurðu fyrir lokaholunum á Hvaleyrarvelli?

„Hvaleyrarvöllur er mjög krefjandi völlur og langar mig að hrósa Keili fyrir breytingar á sextándu holu vallarins sem nú er orðin mjög krefjandi og skemmtileg. Ég er alltaf aðeins stressuð fyrir keppni en það er bara gott stress og ekkert til að hafa áhyggjur af.“

Ætlar að taka einn dag í einu

Hvert stefnir þú í framtíðinni?

„Ég tek bara einn dag í einu og sé hvert lífið leiðir mig. Ég reyni bara að gera eins vel og ég get. Núna vona ég að ristin á mér jafni sig fljótt en það er lítið hægt að flýta fyrir því að beinbrot lagist. Það tekur allt sinn tíma svo ég verð bara að vera í æðruleysinu. Það sama kom fyrir mig fyrir fimm árum svo ég þekki ferlið og veit að ég þarf að hvíla mig eftir næstu keppni. Ég ætla þó að gera mitt besta og vona að mér muni halda áfram að ganga vel,“ segir Heiðrún Anna Hlynsdóttir að lokum.

hefst í dag. „Það er líka bara svo gaman að fá að koma heim og keppa, þar sem ég keppi ekki mikið heima lengur. Vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir svo hægt sé að búa til gott skor og setja upp góða sýningu fyrir íslenskt golf.“

Er að lifa drauminn sinn í dag Hvað tekur svo við eftir mótið?

„Það á eftir að koma í ljós. Það gæti verið að ég fari til Gautaborgar á eitt mót þar, annars er ákveðið að ég fer næst til Írlands þar sem ég verð í mánaðarferðalagi að keppa,“ segir Ragnhildur og heldur áfram að útskýra líf atvinnukylfings frá Íslandi. „Þetta er mjög gaman en þó enginn dans á rósum. Maður er á einum stað í fimm eða sex daga og síðan hoppar maður upp í vél og fer eitthvað annað. Þetta er lífið sem ég vonaðist til að lifa þegar ég var sextán ára að æfa mig á golfvellinum heima. Þá var maður reyndar ekki að spá neitt í peningahliðina á málunum en nú lifi ég meira í Excel-skjalinu og reyni að gera hlutina eins hagkvæma og mögulegt er.“

Ragnhildur er í hálfu starfi meðfram því að vera atvinnukylfingur í fremstu röð hér á landi. „Ef ég væri ekki í þeirri vinnu þá væri ég að koma út í mínus og það gengur ekki.“

Búin að vera heilluð af golfi frá sex ára aldri Það sem leiddi Ragnhildi fyrst út á golfvöllinn var keppnisskapið. „Ég byrjaði sex ára að spila golf, í Golfklúbbi Reykjavíkur, því bræður mínir voru komnir út á völlinn og ég ætlaði sko alls ekki að vera út undan í því. Ég hef alla tíð síðan verið heilluð af golfi og vonast bara til þess að eiga langan og farsælan feril fram undan í sportinu.

Að sama skapi vona ég að ég muni bara sjá sem flesta á vellinum á Íslandsmótinu. Miðað við hvað ég hef heyrt af umgjörðinni í kringum mótið þá er þetta með því betra sem við höfum séð,“ segir Ragnhildur Kristinsdóttir að lokum.

Tilkynnir um atvinnumennsku

Hulda Clara Gestdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, er spennt fyrir Íslandsmótinu á Hvaleyrarvelli. Hún tilkynnir í viðtalinu stórfrétt um feril sinn þar sem hún hefur nú tekið ákvörðun um að gerast atvinnukylfingur.

Ég hef verið að taka hringi á Hvaleyrinni og er völlurinn í toppstandi og leggst mótið bara mjög vel í mig. Hvaleyrarvöllur er einn af mínum uppáhaldsvöllum á landinu. Vonandi verður veðrið gott. Félagsskapurinn verður frábær svo ég gæti ekki verið spenntari,“ segir Hulda sem spilaði völlinn í Hvaleyrarbikarnum í fyrra. „Þannig að ég hef fengið að kynnast honum vel.“ Hulda, sem hefur verið í landsliði Íslendinga í golfi að undanförnu, segir það hafa verið dýrmætan og lærdómsríkan tíma. „Ég hef nú tekið ákvörðun um að gerast atvinnumaður í golfi og ætla að freista þess að upplifa þann langþráða draum minn.“ Þegar leikmenn í golfi fara í atvinnumennsku geta þeir ekki lengur tekið þátt í áhugamannamótum og segist Hulda spennt fyrir þeim tímamótum, á sama tíma og hún þurfi að kveðja ákveðið tímabil sem hefur verið henni dýrmætt. Ætlar að gera sitt besta að verja titilinn „Ég hef unnið Íslandsmeistaratitilinn tvisvar, nú síðast í fyrra, en ég hef aldrei náð að halda titlinum. Þannig að við sjáum nú hver raunin verður í ár. Ég er með það markmið að reyna bara mitt allra besta og vonandi verður það nóg til að sigra. Ef ekki þá veit ég í það minnsta að ég gerði það sem ég gat og get því unað sátt við úrslitin.“

Hulda segir æfingar og hæfni skipta miklu máli fyrir kylfinga á mótum sem Íslandsmótið er. „En svo er þetta líka svo mikið í hausnum á manni. Þeir sem eru bestir í heimi í golfi eru með mjög góð golfhögg en þeir eru einnig þeir færustu í heimi til að takast á við pressuna. Því segi ég alltaf að mikilvægt sé að láta hlutina ekki hafa of mikil áhrif á sig á meðan maður er að skila sínu besta á vellinum.“ Hvað varstu gömul þegar þú fékkst fyrsta golfsettið?

„Það er nú gaman að segja frá því en ég var

Hulda Clara Gestdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi, tók nýlega þá skemmtilegu ákvörðun að stíga inn í atvinnumennsku.

tveggja ára þegar ég fékk mitt fyrsta golfsett en það var nú tekið af mér fljótt því ég þótti of hættuleg með það. Ég fékk síðan nýtt golfsett fimm eða sex ára að aldri þegar ég byrjaði á leikjagolfnámskeiðum hjá GKG. Ég var dugleg að æfa mig í golfi en áhuginn fór ekki að koma almennilega fyrr en ég fór að lækka forgjöfina. Ég hef því verið talsvert mikið á golfvellinum síðan það fór að gerast.“ Hvetur alla að koma á Hvaleyrarvöll Hulda er spennt fyrir því að Íslandsmótið skuli vera hjá Golfklúbbi Keilis. „Ég tel okkur keppendur ekki geta beðið um neitt betra. Það er svo vel haldið utan um allt og svo erum við að fara að keppa á svo skemmtilegum velli. Þær breytingar sem hafa verið gerðar á vellinum eru frábærar og hvet ég bara alla sem hafa gaman af golfíþróttinni til að koma og vera með okkur og að sjá keppnina með eigin augum. Það er alltaf öðruvísi upplifun sem maður sér ekki eftir að hafa tekið þátt í,“ segir Hulda Clara Gestsdóttir, ríkjandi Íslandsmeistari í golfi og atvinnukylfingur að lokum.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.