Glugginn 4.tbl. 2020

Page 1

hms.is

4. tbl. 2020

5.tbl. 2020

Glugginn Fréttabréf HMS

Leigufélagið Bríet kaupir tvær nýjar íbúðir á Drangsnesi


hms.is

Leigufélagið Bríet kaupir íbúðir á Drangsnesi

Leigufélagið Bríet undirritaði á dögunum samning um kaup á tveimur nýjum íbúðum á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi. Íbúðirnar eru parhús, fjögurra herbergja og 94,3 m² hvor. Parhúsið er timburhús á einni hæð sem byggt er á steyptum undirstöðum. Eignirnar eru hvorar um sig mjög hagkvæmar og falla vel að rekstri leigufélagsins. Í húsnæðisáætlun Kaldrananeshrepps kemur fram að þörf hefur verið á auknu framboði af leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið sá um skipulag, greiningar, teikningar og svo framkvæmdina sjálfa. Í framhaldi af því hófust viðræður milli sveitarfélagsins og Bríetar um hugsanleg kaup félagsins á parhúsinu. Niðurstaða þeirra viðræðna lauk með samkomulagi um kaup Bríetar á umræddum íbúðum. Verkefnið fellur vel að tilgangi Bríetar sem felst í að koma að uppbyggingu

leigumarkaðar á landsbyggðinni og rjúfa þá stöðnun sem ríkt hefur á húsnæðismarkaði á ákveðnum svæðum. Með framkvæmdum sem þessu stuðlar Bríet að því að auka húsnæðisöryggi á landsbyggðinni í samstarfi við sveitarfélögin. Bríet fagnar þessum fyrsta áfanga í uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðsins á landsbyggðinni og vonar eftir fleiri tækifærum til að eiga samstarf við sveitarfélögin.


hms.is

Alþingi samþykkir ný lög um hlutdeildarlán átt við íbúðir sem uppfylla stærðar- og verðmörk og önnur skilyrði samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur og íbúðir með herbergjafjölda sem miðast við stærð og þarfir fjölskyldu umsækjanda. Húsnæðisog mannvirkjastofnun mun meta hvort íbúð uppfylli framangreind skilyrði um hagkvæmni og ástand. Síðastliðinn föstudag samþykkti Alþingi ný lög um hlutdeildarlán. Lögin eru liður í stuðningi stjórnvalda við lífskjarasamninga sem aðgerð til að lækka þröskuld ungra og tekjulágra til að eignast íbúð. HMS mun sjá um umsýslu og úthlutun hlutdeildarlánanna. Miðað er við að úthlutun hlutdeildarlána fari fram sex sinnum á ári og að ár hvert úthluti stofnunin a.m.k. 20% hlutdeildarlána til kaupa á íbúðum á landsbyggðinni. Í lögunum kemur m.a. fram að aðeins verður lánað fyrir nýjum íbúðum sem hafa verið samþykktar af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem hagkvæmar íbúðir. Hins vegar verður heimilt að veita hlutdeildarlán til kaupa á hagkvæmum eldri íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins í húsnæði sem hefur hlotið gagngerar endurbætur, að því gefnu að ástand þeirrar íbúðar sé á jöfnu við ástand nýrrar íbúðar. Með hagkvæmum íbúðum er

Á heimasíðu HMS má finna frekari upplýsingar um hlutdeildarlán hlutdeildarlan.is


hms.is

Dagur Grænni byggðar, 10. september 2020 Árlegur Dagur Grænni byggðar verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 10. september 2020, á vegum félagasamtakanna Grænni byggð. Streymt verður frá viðburðinum á Visir.is og á Youtube-rás Grænni byggðar. Líkt og síðustu ár verða flutt áhugaverð erindi af leiðandi fagfólki úr geirum hönnunar, skipulags- og mannvirkjagerðar þar sem sjálfbærni í hinu byggða umhverfi verður höfð að leiðarljósi.

Meðal fyrirlesara eru norski arkitektinn Tine Hegli, sem telja má til einna helstu sérfræðinga heims á sviði kolefnishlutlausrar hönnunar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ólafur Wallevik, forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn sama hvort fylgst verði með á staðnum eða í streymi. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Graennibyggd.is og hér.


hms.is

HMS skipuleggur Nordic Climate Forum for Construction 2021 Í lok ágúst var vefráðstefnan Nordic Climate Forum for Construrction 2020 haldin. Þátttakendur voru um 160 talsins, þar af voru 20-30 manns skráðir frá Íslandi. Tilgangur hennar var að skapa vettvang fyrir samtal meðal stjórnvalda, háskólasamfélagsins, fjármálageirans og aðila byggingariðnaðarins um hvernig Norðurlöndin geti komið betri stjórn á umhverfisáhrif byggingariðnaðarins og dregið úr losun frá húsnæðis- og mannvirkjagerð. Viðburðurinn var skipulagður af Trafik-, Bygge og Boligstyrelsen í Danmörku í samstarfi við aðrar húsnæðis- og mannvirkjastofnanir á Norðurlöndunum, Swedish Life Cycle Center í Svíþjóð og Norrænu ráðherranefndina. Ráðstefnan á að vera árlegur viðburður, en hún var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári í Malmö í framhaldi af yfirlýsingu norrænu byggingarmálaráðherra um aukið samstarf í því skyni að draga úr losun frá húsnæði og byggingariðnaði á Norðurlöndum.

Á vefráðstefnunni var tilkynnt að Nordic Climate Forum for Construction 2021 yrði haldin á vegum HMS á næsta ári. Engar dagsetningar hafa verið settar fram að svo stöddu, auk þess sem enn er óljóst hvort ráðstefnan verði haldin á staðnum, á netinu eða bæði (á svokölluðu hybrid formi). Það mun ráðast með tilliti til þróunar á Covid-19 á næstu misserum, eins og svo margt annað. Þetta er mjög spennandi verkefni sem við hjá HMS hlökkum til að fást við í góðu samstarfi við norrænar systurstofnanir okkar, Norrænu ráðherranefndina og vonandi íslenska félaga okkar, bæði úr einkageiranum og þeim opinbera.


hms.is

Greiðsla húsnæðisbóta Um síðustu mánaðarmót voru greiddar rúmar 500 m. kr. til um 16 þúsund heimila um land allt. Mikill fjöldi umsókna barst HMS í ágústmánuði. Fjölgun umsókna námsmanna vegna leigu í heimavistum og námsgörðum leiddi til þess að sérfræðingar

HMS tóku afstöðu til u.þ.b. 1.100 umsókna í ágúst. Meðalleigufjárhæð nam 138.821 kr. sem er 3,3% hækkun frá sama tíma í fyrra. Meðaltekjur umsækjanda voru um 1,5% lægri í ágúst 2020 samanborið við ágúst 2019.


hms.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.