14 FJARÐARPÓSTURINN
fjardarposturinn.is
Fimmtudagur 21. september 2017
VÍSNAGÁTAN Lausnir úr síðasta blaði, 14. sept. Ath. þetta varr síðasta vísnagátan í það minnsta í bili. Bent er á bókina Gettu gátu mína fyrir allar gáturnar. 147. Hvarf (hvarf í vegi, komast í hvarf (skjól), Geirfinnur hvarf, sólhvarf). 148. Eining (þeir sem standa saman hlið við hlið mynda einingu, sbr. einingahús, áfangar í skólum gefa svo og svo margar einingar, stéttarfélagið (verkalýðsfélagið) Eining). 149. Háttur (ég fer oft feginn í háttinn, bragarháttur, háttur sagnorða (framsöguháttur, viðtengingarháttur o.s.frv. sýna meðal annars kennimyndir), atferli – fólk hagar sér á ýmsan hátt).
Það helsta frá Hafnarfjarðarbæ
Útfararskreytingar, brúðarvendir og blóm
• Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar miðvikudaginn 13. september var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin mótmælir því kröftuglega að Reykjanesbraut virðist hvergi vera að finna í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra fyrir árið 2018. Mikil uppsöfnuð þörf er á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut veldur mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndast á álagstímum. Á fundinum var einnig samþykkt að haldinn verði íbúafundur þar sem samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut verði rædd.
Blómabúðin Dögg með þér í gleði og sorg síðan 1977
• Á fundi bæjarstjórnar var einnig samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin gagnrýnir nýja löggjöf um húsnæðisstuðning og skorar á Alþingi að endurskoða grunnfjárhæðir og önnur skilyrði þessa stuðnings. Þriðjungs fækkun hefur orðið í hópi þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði og óskar bæjarstjórnin eftir því að ástæður þeirrar fækkunar séu rýndar og gengið úr skugga um að lög um húsnæðisstuðning nái tilgangi sínum.
Opið til kl. 21 mán.-lau. og til kl. 19 á sun. Útgefandi: Keilir útgáfufélag ehf. kt. 480307-0380 VSK.nr. 93707 Ritstjóri: Olga Björt Þórðardóttir Áb. maður: Steingrímur Guðjónsson Ritstjórn: 695 0207 ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 555 4855 / 892 2783 Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa ISSN 1670-4193
• Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir skipulagshönnuðum vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu innan bæjarmarkanna. Um ólík landsvæði er að ræða. Horft er til þess að þétta byggð innan bæjarins í þegar byggðum hverfum þar sem landrými er fyrir hendi. Meginmarkmið er að stuðla að betri nýtingu landsvæðis undir íbúðabyggð um leið og byggðamynstur hvers hverfis fyrir sig er haft að leiðarljósi. Enn fremur er um að ræða deiliskipulagsgerð á nýbyggingar- og iðnaðarsvæðum. Umsækjendur skulu senda upplýsingar og gögn sem sýna fram á að hæfniskröfum sé mætt til skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 27. september 2017.
Bæjarhrauni 26 Símar: 555 0202 og 555 3848 blomabudin.is
BLÓMA BÚÐIN
DÖGG
Nánar á hafnarfjordur.is
SÍÐAN 1977
Dalshrauni 24 - Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is
Stofnuð 1982
Markþjálfun fyrir unglinga
Láttu mæla í þér sjónina
Í vetur býður Hafnarfjarðarkirkja upp á markþjálfun fyrir ungt fólk á framhaldsskólaaldri. Um er að ræða einstaklings- og hópmarkþjálfun. Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem getur hjálpað einstaklingi að ná betri árangri í lífi og starfi, getur bætt samskipti og aðstoðað einstaklinga við að ná markmiðum sínum og aukinni lífshamingju. Námskeiðin verða á mánudagskvöldum í safnaðarheimilinu og umsjón hefur Erla Björg Káradóttir ACC markþjálfi. Námskeiðið telur þrjú skipti og hefst mánudaginn 25. september kl. 19 - 21. Þátttakendum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar á hafnarfjardarkirkja.is og facebook.com/Hafnarfjarðarkirkja
PIPAR\TBWA • SÍA
Skráning á erla@erlabjorg.com
Tímapantanir í síma 555 4789
MJÓDDIN S:587 2123
FJÖRÐUR S: 555 4789
Gleraugnaverslunin þín