Fjarðarpósturinn 15. ágúst 2019

Page 1

Bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

RESTAURANT

Ferskur fiskur

565 5250

Fimmtudagur 15. ágúst 2019

Laufvangur 9

Fléttuvellir 18 37,5 millj. 88,2 fm

Falleg 3ja til 4ra herbergja íbúð. Íbúðin er á annarri hæð. Smekkleg eldhúsinnrétting og fallegt parket. Húsið var nýlega málað og klætt að hluta.

Nú í Hafnarfirði!

Borðapantanir í síma:

Sími: 555 7030 www.burgerinn.is

fjardarposturinn.is - fullt af fréttum úr Firðinum

21. tbl.37. árg

Miðvangur 6 80 millj.

39,2 millj.

223 fm

98,6 fm

Fallegt einbýli á einni hæð með bílskúr, sérlega vel staðsett í rólegri botnlanga götu. Smekklegt eldhús. Falleg lóð, hellulagt bílaplan. Heitur pottur.

Falleg þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð í fallegu fjölbýlishúsi vel staðsett við hraunjaðurinn við Víðistaðatún í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Mikið endurnýjuð.

BÆR HLÝJUNNAR

Stofnuð 1983

ÞETTA GLÆSILEGA UNGA FÓLK

eru fulltrúar Jafningjafræðslu Hafnarfjarðar, en sá hópur lét þá hugmynd verða að veruleika að í stað þess að vera með bíl í gleðigöngunni í Reykjavík næstkomandi laugardag, fengu þau samþykkt að prýða Linnetsstíg regnbogalitum. Markmiðið með hugmyndinni var að Hafnarfjörður myndi sýna málefnum hinsegin fólks stuðning. Auk þess að mála regnbogalitina voru fánar málaðir inn í blómin neðst í götunni sem tákna mismunandi kynhneigðir og kynupplifanir. Þannig næðu skilaboðin til fleira fólks í stað þess að mála bara regnbogafánann. Á myndinni eru Agnes Ísabella Gunnarsdóttir, Ylfa Þórhildur Guðmundsdóttir, Nicolas Leó Sigurþórsson, Árni Dagur Andrésson, Elín Lára Baldursdóttir og Hildur Eva Bjarnadóttir. Á myndina vantar Sigurjónu Hauksdóttur, sem komst ekki í myndatökuna. Mynd: Olga Björt

Hjólbarða, bremsu og smurþjónusta

Hjallahrauni 4

Sími 565-2121

Dekkjaþjónusta - Smurþjónusta - Hjólastillingar - Smáviðgerðir


2

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 15. ágúst 2019

SÖFNUÐU FYRIR BARNASPÍTALANN Frá vinstri: Kolbrún Elvi, Sigurbjörg, Karen, Alexandra Líf, Erla Lilja, Vigdís Helga, Jana María, Sigrún Laura og Sandra Karen. Mynd: Aðsend

Nokkrar 9 ára stúlkur úr Setbergsskóla efndu fyrr í sumar til tveggja hlutavelta og söfnuðu samtals 23.382 krónum. Þær gerðu sér lítið fyrir og afhentu fjárhæðina Barnaspítala Hringsins skömmu síðar. Hugmyndin var algjörlega þessara duglegu stúlkna, en þær söfnuðu saman eigin leikföngum, sem þær notuðu ekki lengur, og seldu fyrir framan Iceland í Staðarbergi. Þær hvetja að sjálfsögðu alla til að láta gott af sér leiða.

Frímann & hálfdán Útfararþjónusta hafnarfjarðar

Afmælisganga í Hafnarfirði Sunnudaginn 18. ágúst

Frímann 897 2468

Hálfdán 898 5765

Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is

Ólöf 898 3075

Cadillac 2017

Sunnudaginn 18. ágúst munu Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði og Garðabæ blása til afmælisgöngu til að fagna 90 ára afmælisári flokksins. Gangan hefst klukkan 12 frá Norðurbakka 1a og farið verður í skemmtilega gönguferð innan Hafnarfjarðar. Buff og vatnsbrúsar merkt flokknum verða gefins fyrir göngufólk. Gengið verður í tæpan klukkutíma og að göngunni lokinni verður svo veglegt afmæliskaffi með öllu tilheyrandi. Hvetjum alla – unga sem aldna – til að koma og fagna með okkur.”

Hlökkum til að sjá ykkur

Sunnudagur 18. ágúst Helgistund kl 11

Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði og Garðabæ

Sr Jón Helgi og Guðmundur organisti annast stundina

Skráning í fermingarstarfið stendur yfir Sjá nánari upplýsingar á hafnarfjardarkirkja.is og facebook.com/Hafnarfjarðarkirkja

FJARÐARPÓSTURINN - Útgefandi: Björt útgáfa ehf. kt. 480119-0960 VSK.nr. 133481 Ritstjóri: Olga Björt Þórðardóttir Áb. maður: Olga Björt Þórðardóttir Ritstjórn og auglýsingar: 695 0207, ritstjorn@fjardarposturinn.is, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 - Vefútgáfa ISSN 1670-4193



4

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 15. ágúst 2019

EINS OG STÓR

FJÖLSKYLDA Matreiðslumeistarar og kjötmeistarar Kjötkompanís. Myndir: Kjötkompaní

Hið geysivinsæla fyrirtæki Kjötkompaní var stofnað um það leyti sem Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Þá voru tveir starfsmenn við afgreiðslu í húsnæðinu við Dalshraun 13, annar þeirra sjálfur eigandinn Jón Örn Stefánsson. Í dag er starfsemin á fjórum stöðum og starfsmenn eru orðnir fleiri en fjörutíu. Fjarðarpósturinn kíkti í heimsókn, en undirbúningur er á fullu fyrir afmælishátíð um næstu helgi. Hjónin Jón Örn og Hildur Guðmundsdóttir höfðu undirbúið rekstur Kjötkompanís í fimm ár fyrir opnunina árið 2009. „Vörumerkið er eitt af börnunum okkar og okkur þykir ofsalega vænt um það. Það er ótrúlegt að hafa náð þessu flugi á 10 árum. Við fórum í margar skoðunaferðir víða um heim til landa með ólíka menningu. Meginmarkmiðið var að finna út hvernig hægt væri að skapa þannig aðstæður fyrir viðskiptavini að þegar þeir kæmu til okkar fengju þeir sömu upplifun og á háklassa veitingastað,“ segir Jón Örn og stoltið leynir sér ekki. Starfsfólkið í sérflokki Starfsemin á þessum tíu árum hefur að sögn Jóns Arnar þróast í takt við tíðarandann hverju sinni og væntingar viðskiptavina. „Við erum með mjög stóran, breiðan og traustan hóp viðskiptavina sem okkur þykir mjög vænt um. Fólk kemur sumt langt að

til að kaupa helgarsteikina og það er jafnvel hluti af helgarrúntinum að koma við hjá okkur.“ Þá hafa Hildur og Jón Örn verið ófeimin og metnaðarfull við að prófa eitthvað nýtt, grípa hugmyndir og afla sér upplýsinga til að bæta úrval, þjónustu og upplifun viðskiptavina. „Plönin hafa gengið eftir þessi 10 ár og við höfum haldið dampi í gæðum. Þetta snýst um að vera vel vakandi fyrir nýjungum. Við förum í vísindaferðir a.m.k. einu sinni á ári og þá kvikna oft hugmyndir sem við stílfærum fyrir íslenskan markað. Starfsfólkið okkar er líka í sérflokki og erum við með marga fagmenn og meistara innanborðs. Einnig erum við mjög stolt af fyrsta nemanum okkar í kjötiðn sem útskrifast í vor en það er hann Jóhann Freyr Sigurbjarnason og gaman að segja frá því að hann vann síðustu nemakeppni í kjötiðn.

Við höfum lagt áherslu á að vera eins og ein stór fljölskylda með léttleika í bland við öguð vinnubrögð.“ Afmælishátíð Kjötkompanís fer fram í og við Dalshraun 13, frá fimmtudegi

til laugardags. Nokkur grill verða í gangi með allskyns kræsingum. Svo mun Júlladiskó sjá um fjör og flotta stemningu og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór kíkja við og taka lagið!

Hjónin Hildur Guðmundsdóttir og Jón Örn Stefánsson, eigendur Kjötkompanís.



6

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 15. ágúst 2019

FH-INGAR ÁBERANDI Í FRÆGÐARFÖR LANDSLIÐSINS Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum sem fram fór í Skopje í Norður-Makedóníu. Í landsliði Íslands voru 12 keppendur úr FH, sem allir stóðu sig með mikilli prýði. Að auki var fjöldi Hafnfirðinga í þjálfarateymi og fylgdarliði landsliðsins. Með sigrinum komst Ísland aftur upp í aðra deild og því ber að fagna. Baráttan um efsta sætið var á milli Serbíu og Íslands og á lokasprettinum reyndust Íslendingar sterkari, bæði andlega og líkamlega. Eftirfarandi FH-ingar unnu til verðlauna í Skopje: Hilmar Örn Jónsson - silfur í sleggjukasti. Þórdís Eva Steinarsdóttir – silfur í 400m Kolbeinn Höður Gunnarsson – gull í 4x100m boðhlaupi, silfur í 200m

Ari Bragi Kárason – gull í 4x100m boðhlaupi Andrea Torfadóttir – gull í 4x100m boðhlaupi

Dóróthea Jóhannesdóttir – gull í María Rún Gunnlaugsdóttir – silfur í 4x100m boðhlaupi 100m grindahlaupi, brons í hástökki. Vigdís Jónsdóttir – brons í sleggjukasti

GUÐRÚN ÍSLANDSMEISTARI ANNAÐ ÁRIÐ Í RÖÐ

fyrsti heimsmeistaratitill BH en þess má geta að Erla vann einnig fyrsta Íslandsmeistaratitil BH í badminton fyrir nokkrum árum. Þær stöllur lögðu sterk pör frá Japan, Þýskalandi, Póllandi og Sri Lanka á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem þær unnu Helene Abusdal frá Noregi og Katja Wengberg frá Svíþjóð nokkuð sannfærandi.

Mynd: Frí

SPORTIÐ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Seth

Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK varði Íslandsmeistaratitil sinn í golfi um síðustu helgi en leikið var á Grafarholtsvelli. Guðrún náði mjög góðri stöðu strax á öðrum hring og hélt forystunni allt til loka. Þessi frábæri kylfingur lauk keppni á þremur höggum undir pari vallarins og endaði sjö höggum á undan næsta keppanda. Segja má að tvöföld gleði hafi ríkt á heimili Guðrúnar eftir mót, því að unnusti hennar, Guðmundur Ágúst Kristjánsson ur GR, fagnaði sigri í karlaflokki. Guðrún á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hennar, Björgvin Sigurbergsson er margfaldur Íslandsmeistari í golfi.

BH EIGNAÐIST HEIMSMEISTARA!

Erla Björg og Drífa Mynd: BH

BH-ingurinn Erla Björg Hafsteinsdóttir varð um helgina heimsmeistari í tvíliðaleik kvenna í flokki 40 ára og eldri ásamt Drífu Harðardóttur úr Badmintonfélagi Akraness. Þetta er

Kvennalið Hauka siglir lygnan sjó í Inkasso-deildinni og á ekki lengur raunhæfa möguleika á sæti í efstu deild.

FÓTBOLTINN RÚLLAR ÁFRAM

Hafnfirsk knattspyrnulið hafa átt misgóðu gengi að fagna í sumar. Kvennalið FH stefnir rakleiðis aftur upp í Pepsi-Max deildina en FH er í öðru sæti Inkasso-deildarinnar sem stendur. Birta Georgsdóttir og Helena Ósk Hálfdánardóttir hafa báðar skorað átta mörk í sumar og eru meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Birta Georgsdóttir Mynd: FH Karlalið FH hefur unnið tvo leiki I röð í Pepsi-Max deildinni og er í þriðja sæti. Karlalið Hauka hefur heins vegar Texti: Benedikt Grétarsson aðeins unnið einn af síðustu fimm bgretarsson@gmail.com leikjum sínum í Inkasso-deildinni og Haukar eru í bullandi fallbaráttu.

TILNEFNINGAR TIL VIÐURKENNINGA

SNYRTILEIKINN 2019 Hver á flottasta garðinn, götuna eða stofnanalóðina í Hafnarfirði? Tekið er á móti tilnefningum til og með 19. ágúst á: berglindg@hafnarfjordur.is

585 5500 hafnarfjordur.is


FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

BÆRINN MÁLAÐUR

Margir hafa nýtt sumarblíðuna í að ditta að híbýlum og fegra bæinn á ýmsan hátt. Meðal þeirra tóku sig saman fyrirtæki í portinu við Strandgötu 75, en ætlunin er að fá nokkra listamenn til að mála verk sína á veggina. Eins og fram kemur á forsíðu var Linnetsstígur einnig málaður og vakti það mikla athygli vegfarenda í miðbænum.

Mæja Daníels við listaverk sitt að Strandgötu 75

DOMINIQUA TIL BJARKAR

Rósa Guðbjarts, bæjarstjóri, hjálpar til við málun Linnetstígsins.

Dominiqua Alma Belányi, ein farsælasta fimleikakona Íslands, hefur bæst í þjálfarateymi fimleikafélagsins Bjarkar. Það verða að teljast góðar fréttir fyrir fimleikafélagið.

Linnetstígurinn hefur aldrei verið flottari!

7


8

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 15. ágúst 2019

„ER ÉG KEM HEIM Í BÆJARBÍÓ“ Aðalleikarar Ðe Lónlí Blú Bojs. „Fagmennskan endurspeglast í sterkum röddum, flottum leik, góðri tónlist og frábærum húmor.“ Mynd: Aðsend

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Höskuldur Þór Jónsson var með stillt á Rás 1 á fallegri vetrarnóttu þegar lagið Lónlí blú boj ómaði í útvarpinu. Hann fann í kjölfarið slitna og rispaða plötu í kassa hjá föður sínum með Ðe Lónlí Blú Bojs og þá var ekki aftur snúið. Hann heillaðist af nafni hljómsveitarinnar og lögunum og hóf að skrifa handritið að sýningu sem slegið hefur í gegn á fjölum Bæjarbíós, undir sama nafni: ðe lónlí blú bojs.

sýningu fyrir eldri borgara og þar skein gleðin úr hverju andliti og gestir söngluðu margir hverjir lögin á leiðinni út. Hver kannast ekki við smelli eins og Harðsnúna Hanna, Heim í Búðardal og

Diggi liggi ló? Sýninga- og framleiðslustjóri er Máni Huginsson, tónlistarstjóri Kristján Sturla Bjarnason og Brynjar Unnsteinsson. Söngstjórn er í höndum Ásgríms

Auk Höskuldar hefur hópur ungs og kraftmikils fólks náð að skapa söngleik sem er gefur stóru uppfærslunum á stóru sviðum landsins ekkert eftir. Fagmennskan endurspeglast skýrt í sterkum röddum, flottum leik, góðri tónlist og frábærum húmor. Hlutverkin í sýningunni eru í höndum Inga Þórs Þórhallssonar, Mímis Bjarka Pálmasonar, Vilbergs Andra Pálssonar, Styrs Orrasonar, Jóns Svavars Jósefssonar, Öglu Bríetar Einarsdóttur og Berglindar Öldu Ástþórsdóttur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hópurinn heilmikla reynslu af leik, söng, dagskrárgerð, uppsetningum og ýmsu fleiru. Óhætt er að mæla með þessari sýningu, sem næst fer fram næstkomandi sunnudag, 18. ágúst. Fjarðarpósturinn kíkti á sérstaka Aðstandendur sýningarinnar ásamt leikurum. Mynd: Olga Björt

Geirs Logasonar, ljósahönnun Pálma Jónssonar og hljóðhönnun Þórðar Gunnars Þorvaldssonar. Leikmynd gerði Höskuldur Þór og sviðsmaður er Karla Kristjánsdóttir.


FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is Jón Ingi Hákonarson:

AÐSENT

MIKILVÆGI ÁHUGALEIKFÉLAGA

Mér er málið skylt, ég er í grunninn leikari og hef leikstýrt og kennt leiklist á annan áratug. Sjálfur byrjaði ég í áhugaleikfélagi og skil mikilvægi þessa starfs og hversu miklu það skilar. Sagan Leikfélags Hafnarfjarðar er glæsileg og spannar langan tíma og innan veggja þess hefur fjöldi Hafnfirðinga stigið sín fyrstu spor í leikhúsinu og fengið útrás fyrir sköpunargleði sína, fengið að virkja ímyndunaraflið, lært samvinnu, hlustun og agann sem leiklistin krefst ef vel á að ganga. Að starfa í áhugaleikfélagi er ómetanlegt og lífsnestið sem þaðan fæst verður aldrei umreiknað til fjár. Að fá frelsi til að setja sig í spor annarra, að setja sig aðstæður sem eru stærri og meiri en maður getur komist í einn og óstuddur, að skoða alla liti lífsins og upphefja lífið í öllum þeim myndum sem til eru. Að fá tækifæri til að búa til leiksýningu frá a til ö, læra að bera ábyrgð á öllum þeim óteljandi smáatriðum sem þurfa að smella saman á hárréttu augnabiki. Að læra að meta öll þau ósýnilegu

handtök frá hugmynd að veruleika. Vináttubönd verða til sem aldrei bresta. Þróun undanfarinna ára hefur því miður aukið á félagslega einangrun, skerta félags- og samskiptafærni, kvíða og þunglyndi og aukna einmanakennd. Það er miður að félagið skuli hafa verið á hrakhólum undanfarin ár og ekki getað boðið ungmennum og öðrum upp á leikhúsvinnu eins og áður því þörfin fyrir mótvægi við snjallvæðinguna er mikil. Samtal félagsins og bæjarins hefur loks skilað árangri og samningar í höfn. Hafnarfjarðarbær hefur lengi staðið þétt við bakið á leikfélaginu og því er það gleðiefni að ákalli félagsmanna hefur loks verið svarað því það er fátækt bæjarfélag sem ekki getur stutt myndarlega við þetta starf. Áhugaleikfélög eru ekki lúxus eða rós í hnappagat, þau eru nauðsynlegt súrefni svo hægt sé að lifa. Ég hlakka mikið til að mæta á sýningu næsta vetur og sjá afrakstur vinnu ykkar.

Jón Ingi Hákonarson, Oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og fyrrverandi formaður Stúdentaleikhússins.

Nýtt sundtímabil hefst með látum 1. september! Skráning er hafin á heimasíðu Sundfélags Hafnarfjarðar - sh.is EITTHVAÐ FYRIR ALLA: Sundnámskeið með foreldrum - fyrstu sundtökin ( 3-4 ára) Sundnámskeið - sundtökin og vatnið kynnt fyrir krökkunum ( 4-6 ára ) Sundkennsla - áframhaldandi bæting á tækni og sundi „Stjórn á vatninu“ Sundæfingar - yngri ( 8-16 ára ) Sundæfingar - eldri ( 16 ára og eldri )

VIÐ BJÓÐU M EINNIG

Skriðsund s námskeið fy rir fullor

ðna

Æfingastaðir: Sundhöllin, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug Endurskráning eldri hópa fer einnig fram á sh.is

Sundfélag Hafnarfjarðar www.sh.is - sh@sh.is - s: 555 6830

-styrkir barna- og unglingastarf SH

9


10 FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 15. ágúst 2019

fjardarposturinn.is

„STELPURNAR KOMA NÆST“ Fulltrúar skipuleggjenda og gesta saman komnir á sparkvellinum við Lækjarskóla.

Rúmar tvær vikur eru frá því að knattspyrnuliðið frá Got Agulu í Kenía fór af landi brott eftir þriggja vikna ævintýri. Hópurinn var með bækistöðvar í Lækjarskóla í boði Hafnarfjarðarbæjar, en fór víða meðan á dvölinni stóð. Fjarðarpósturinn leit við þar örfáum klukkustundum áður en þeir kvöddu Hafnarfjörð. Hópurinn kom til Íslands með tvær ferðatöskur og nokkra litla bakpoka en á heimleiðinni voru ferðatöskurnar orðnar nærri 40 talsins. Fjöldi fólks víða um land tók vel í beiðni skipuleggjenda ferðarinnar með að safna íþróttafatnaði og öðru fyrir börnin í Got Agulu þorpinu. Til viðbótar fatnaðinn var voru þeim gefnar 22 fartölvur sem nýttar við tölvukennslu. ReyCup buðu liðinu þátttöku á mótinu endurgjaldslaust, Jako Sport á Íslandi tók liðinu opnum örmum og gáfu allan fatnað sem þurfti til æfinga. Icewear sá um að engum yrði kalt, Tröllaferðir sem buðu liðinu í ógleymanlega dagsferð í jöklagöngu, skipulögð var ævintýraferð til Vestamannaeyja, æfingar hjá Haukum, FH, Breiðablik, ÍA og Aftureldingu. Forseti Íslands og Biskup Íslands tóku einni vel á móti hópnum. Fjöldi veitingastaða bauð hópnum í ókeypis málsverð, s. Von mathúsi, Burger House og GOTT. „Þetta er rétt að byrja“ „Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef tekið þátt í á ævinni. Ævintýri sem hófst við stofuborðið heima á Hamarsbrautinni í byrjun maí sl. þar sem við hittumst nokkur til að

Mynd: Olga Björt

ræða þann möguleika að drengjalið Verslo barnaskólans í Got Agulu tæki þátt í Rey Cup í sumar. Þar varð til #TeamGotAgulu,“ segir Gunnar Axel Axelsson, ein skipuleggjenda. „Stundin þegar við tókum á móti hópnum á flugvellinum í Keflavík er ógleymanleg en þá hafði svo margt gerst á aðeins örfáum vikum. Ég veit að ferðin mun ekki aðeins lifa með þessum strákum alla ævi heldur einnig og ekki síður verða hvatning fyrir alla hina krakkana í Got Agulu og nærliggjandi byggðum til að taka þátt í skipulögðu skóla- og íþróttastarfi. Þetta væri bara upphafið að einhverju meira og stærra. Þetta er rétt að byrja!“ Engir lífverðir hjá forsetanum Paul Ramses, sem stofnaði ásamt eiginkonu sinni Rosmary, skólann Verslo í Kenía árið 2015, lýsti upplifun vina sinna og ferðlanganna á þá leið að hópurinn væri fyrst og fremst afar þakklátur fyrir móttökurnar og alla velvildina sem geislaði frá Íslendingum. „Alveg sama hvar við komum, þá voru allir reiðubúnir að láta þeim líða sem best og upplifa sem mest. Það að keppa á fótboltamóti eins og Rey Cup gleymist aldrei. Eitt af því merkilegasta sem þeir upplifðu, fyrir utan það að fara í sturtu og sund, var að heimsækja forseta Íslands á Bessastöðum og sjá enga lífverði. Þeim fannst það mjög skrýtið.“ Paul er afar þakklátur Hafnarfjarðarbæ og öllum sem lögðu hönd á plóg, gáfu fatnað og alls kyns upplifun. „Við erum staðráðin í að koma aftur síðar. Stelpurnar koma næst!“

Sitjandi frá vinstri: Alloys fararstjóri, Bára Friðriksdóttir, Rosmary, Paul og þjálfarinn Robert.


FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is www.n1.is

VIÐBURÐA- OG

VERKEFNASTYRKIR

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 10. september 2019 á hafnarfjordur.is

facebook.com/enneinn

Breyttur afgreiðslutími á N1 Reykjavíkurvegi

Menningar- og ferðamálanefnd metur umsóknir eftir markmiðum verkefna og hvernig þau nýtast til að efla fjölbreytt menningarlíf bæjarbúum og hafnfirskum listamönnum til góðs. Tekið er mið af raunhæfni verkefna, kostnaðaráætlun auk tíma- og verkáætlunar. Hægt er að sækja um samstarfssamning vegna lengri eða endurtekinna verkefna til allt að þriggja ára.

585 5500 hafnarfjordur.is

Reikningar • Nafnspjöld • Umslög••Umslög Bæklingar • ...og fleira fleira Reikningar Reikningar •• Nafnspjöld Nafnspjöld • Umslög • • Bæklingar Bæklingar •• ...og ...og fleira

Frá og með 19. ágúst nk. breytist afgreiðslutíminn á N1 Reykjavíkurvegi. Opið verður virka daga frá 8-16 og lokað um helgar. Jafnframt viljum við benda viðskiptavinum á að sala á gasi verður framvegis á N1 Lækjargötu en hættir á N1 Reykjavíkurvegi.

N1 Reykjavíkurvegi 54 555 2380

Stofnað 1982 Stofnað Stofnað 1982 1982

Alltaf til staðar

Dalshrauni 24 - Sími 555 4855 - steinmark@steinmark.is Dalshrauni Dalshrauni 24 24 -- Sími Sími 555 555 4855 4855 -- steinmark@steinmark.is steinmark@steinmark.is

Opnað verður fyrir áskriftarumsóknir 22. ágúst Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á hollan, góðan og heimilislegan mat til mötuneyta leik- og grunnskóla.

www.skolamatur.is I skolamatur@skolamatur.is

Hollt, gott og heimilislegt

11


12 FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 15. ágúst 2019

fjardarposturinn.is

N N E M L Ö FGJRÆNKERAHÁTÍÐ Myndir: Olga Björt

Samtök grænkera stóðu fyrir matarhátíð á Thorsplani sl. sunnudag. Töluverður fjöldi áhugasamra mætti og fólk kom víða að frá höfuðborgarsvæðinu. Víða kláraðist matur í söluskúrum, þ.á.m. kleinuhringir sem áttu að duga allan daginn en seldust upp á innan við klukkustund. Benjamín Sigurgeirsson, forsvarsmaður hátíðarinnar, var hæstánægður með hvernig gekk og sagði fjölda grænkera fara ört vaxandi. Hátíðin er árleg og var haldin í 5. sinn í Hafnarfirði. Fjarðarpósturinn leit við.


FJARÐARPÓSTURINN 13

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

ÞANN 22. ÁGÚST KL. 17 AÐ NORÐURHELLU 2

ÍBÚAFUNDUR vegna skipulagsbreytinga er varðar frárennslismál á Völlunum.

ERTU MEÐ ÁBENDINGU UM ÁHUGAVERT EFNI? RITSTJORN@FJARDARPOSTURINN.IS

Boðað er til íbúafundar þar sem tillaga að legu stofnlagna Valla verður kynnt. Fyrirhuguð leið nýrrar lagnar liggur frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Á fundinum verður farið yfir með hvaða hætti fyrirhuguð lögn muni liggja um hverfið og framkvæmdatími verkefnisins. Íbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér fyrirhugaðar breytingar á skipulagi ásamt þeim framkvæmdum sem áætlað er að hefja á næsta ári 2020. Lýsing á skipulagsverkefni er aðgengileg á hafnarfjordur.is Umhverfis- og skipulagsþjónusta.

585 5500 hafnarfjordur.is

Reikningar Reikningar • Nafnspjöld• Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Umslög • Bæklingar Fréttabréf •Fréttabréf Bréfsefni •...Bréfsefni ... Stofnað 1982

Dalshrauni 24 - steinmark@steinmark.is Sími 555 4855 - steinmark@steinmark.is Dalshrauni 24 - Sími 555 4855

Stofnað 1982


14 FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 15. ágúst 2019

18. LEIKSKÓLINN TEKINN TIL STARFA Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs, Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu, Berglind Kristjánsdóttir skólastjóri, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, þróunarfulltrúi leikskóla. Myndir: Olga Björt

Skarðshlíðaleikskóli í Vallahverfi var formlega opnaður fyrir helgi og er um að ræða 18. leikskólann í Hafnarfirði. Starfsemi hans mun miða að nánu samtarfi við grunnskóla, tónmenntaskóla, íþróttahús og bókasafn, því öll sú starfsemi verður undir sama þaki. Að sögn leikskólastjórans Berglindar Kristjánsdóttur verður lögð áhersla á að skapa góðan starfsanda þar sem allir fá að njóta sín og leggja sitt að mörkum. Slíkt fyrirkomulag auki á tækifæri og bjóði upp á fjölbreyttar leiðir til lærdóms og samvinnu. „Leikskólabörn lifa fyrir stað og stund og eru ávallt að kanna og uppgötva nýja hluti og trúi ég því að okkar bíði hópur fróðleiksfúsra vísindamanna sem stöðugt sækja eftir aukinni þekkingu. En það að efla menntun og vellíðan barna ásamt því að kenna þeim á lífið og tilveruna því það er mikilvægur þáttur í öllu leikskólastarfinu,“ sagði Berglind m.a. í ræðu sem hún hélt við opnunina. Einnig tóku til máls Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfisog framkvæmdaráðs, Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundaþjónustu og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri, sem sagðist vænta þess að innan skamms verði Skarðshlíðarhverfið ekki bara eitt af bestu byggingarsvæðum á stórhöfuðborgarsvæðinu heldur einnig eitt vinsælasta búsetusvæðið.

Starfsemi skólastiganna mun þjóna nýrri byggð í Skarðshlíðarhverfi og Vallahverfi að hluta. Gert er ráð fyrir að sumarið 2020 verði húsnæði skólasamfélagsins í Skarðshlíð fullbyggt og hýsi heildstæðan grunnskóla frá 1. – 10. bekk fyrir 400-500 nemendur, fjögurra deilda leikskóla fyrir um 8090 nemendur, tónlistarskóla sem getur annað allt að 200 nemendum og íþróttahús fyrir bæði skólastigin.

Fulltrúi Eyktar afhendir Rósu lyklavöldin að skólanum.

Leikvöllurinn er búinn fyrsta flokks leiktækjum

Tilvonandi nemendur skólans máta aðstöðuna.

Berglind Kristjánsdóttir skólastjóri. Hlýleg aðstaða sérkennslustjóra.

Sigurrós Jónsdóttir sérkennslustjóri og Katrín Hildur Jónasdóttir aðstoðarskólastjóri.


fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

FJARÐARPÓSTURINN 15

SAMEINUÐU HÆLISLEITENDUR Á HÁTÍÐ Það var glatt á hjalla á hátíð hælisleitenda að Strandgötu 24.

Fyrr í sumar stóðu sjálfboðaliðar Rauða krossins og hælisleitendur í Hafnarfirði í sameiningu fyrir hátíðarhöldum að Strandgötu 24. Um var að ræða opið hús fyrir fjölskyldur, s.k. Family House, þar sem börn hælisleitenda gátu leikið við hvert annað og fullorðna fólkið slakað á saman. Fjarðarpósturinn kíkti við á þessum fallega viðburði, þar sem hlýleiki og vinátta voru allsráðandi. Sjálfboðaliðar kappkosta að skipuleggja eitthvað á þessari hátíð, sérstaklega fyrir börnin, s.s. leiki, föndur, spil o.þ.h. Á hverjum viðburði eldar svo einhver úr hópi hælisleitenda, yfirleitt rétt frá heimalandi þeirra. Hátíðin, sem haldin var í júní,

kallast Eid og markar lok Ramadan föstunnar. Félagsstarf hælisleitenda er sjálfboðaliðarekið verkefni sem miðar að því að draga úr félagslegri einangrun umsækjenda um alþjóðlega vernd, vega á móti neikvæðum afleiðingum umsóknarferlisins og gera dvöl þeirra hér á landi bærilegri. Undir hatti félagsstarfsins er rekinn fjöldi verkefna sem öll miða að því að ná til ólíkra hópa innan samfélags hælisleitenda. Sjálfboðaliðaþátttaka og þátttaka hælisleitendanna sjálfra í skipulagi og framkvæmd verkefnisins er grundvöllur félagsstarfsins, enda valdeflandi fyrir báða hópa. Sjálfboðaliðar eru fulltrúar almennings og sjálfboðaliðaöflun og -umsýsla mikilvægur þáttur í málsvarastarfi Rauða krossins fyrir hælisleitendur.

Myndir: Olga Björt


16

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - fullt af fréttum úr Firðinum

facebook.com/fjardarpostur

SPENNANDI VIÐBURÐIR Í BÆJARBÍÓI

16. ÁGÚST KILLER QUEEN

18. ÁGÚST LÓNLÍ BLÚ BOJS

23. ÁGÚST VALDIMAR

29. 30. 31. ÁGÚST OG 1. SEPT. SÓLI HÓLM

12. SEPT SÓLDÖGG

27. SEPT JÚNÍUS MEYVANT

FRAMUNDAN Í BÆJARBÍÓI

4. OKT. BJARTMAR

11. OKT. KK&GAUKUR

19. OKT. HELGI BJÖRNS

25. OKT BUFF

BÆJARBÍÓ MÆLIR MEÐ FYRIR TÓNLEIKA

RESTAURANT

s. 583 6000

s. 5 6 5 5 25 0

ALLIR VIÐBURÐIR Í BÆJARBÍÓI ERU Á MIDI.IS

s.5 5 8 2222


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.