Fjarðarpósturinn 12. september 2019

Page 1

Bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

RESTAURANT

Ferskur fiskur

565 5250

Fimmtudagur 12. september 2019

Lækjargata 12

Nú í Hafnarfirði!

Borðapantanir í síma:

Sími: 555 7030 www.burgerinn.is

Sólvangsvegur 3

fjardarposturinn.is - fullt af fréttum úr Firðinum

23. tbl.37. árg

Drekavellir

Opið hús fim. 12. sept kl. 17:00.

76,9 millj.

62,9 millj.

Sérlega fallegt einbýlishús, einstök staðsetning við Hamarinn. Verðlaunagarður, mikið endurnýjað og gott viðhald. Heitur pottur, útsýni og fl.

Björt og falleg ný standsett íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Þetta er vinsælt fjölbýli ætlað 60 ára og eldri. Mjög góð sameign, gott samfélag.

113,4 fm

75,6 millj.

112,6 fm

187 fm

Sérlega fallegt vel innréttað enda raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr, glæsilegar sérsmíðaðar eikar innréttingar frá Fagus. Geymsluloft.

Stofnuð 1983

MILLJÓNIR TIL BARNASPÍTALANS

GEKK OG HLJÓP TIL GÓÐS

Eva Bryndís Ágústsdóttir, Arkarinn Eva, færði Barnaspítala Hringsins á 17 ára afmælisdaginn sinn 29. ágúst, 2,3 milljónir króna, sem hún safnaði með áheitum þegar hún gekk hringveginn fyrr í sumar. Gangan tók 43 daga en Eva hljóp einnig 10 km í Reykjavikurmaraþoninu fyrir sama málefni. Fjarðarpósturinn hitti þessa mögnuðu stelpu og stoltu fjölskyldu hennar á stóra deginum. Frá vinstri: Elísa Björt Ágústsdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Eva, Ágúst Örvar Hilmarsson og Brynjar Óli Ágústsson. Nánari umfjöllun á fjardarposturinn.is. Mynd: OBÞ

Hjólbarða, bremsu og smurþjónusta

Hjallahrauni 4

Sími 565-2121

Dekkjaþjónusta - Smurþjónusta - Hjólastillingar - Smáviðgerðir


2

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 12. september 2019

www.astjarnarkirkja.is

ÁSTJARNARKIRKJA Sunnudagurinn 15. september Fjölskyldustund Kirkjubrall (Messy Church) kl. 11

Gæðastund fyrir fólk á öllum aldri. Börn og fullorðnir sameinast í sköpun, samveru, borðhaldi og helgihaldi. Eftir samveruna verður boðið upp á pítsur og djús. Vinsamlegast mætið í fötum sem má bralla og föndra í. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson og Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiða stundina. Guðmundur Sigurðsson organisti.

Verum öll hjartanlega velkomin Sjá nánari upplýsingar á hafnarfjardarkirkja.is og facebook.com/Hafnarfjarðarkirkja

Sunnudagur 15. september kl. 17:00 Messa Sr. Bolli Pétur Bollason segir söguna um Nóa og syndaflóðið. Eins verður hugleiðing, söngur, bænir og heitur kvöldverður á eftir.

Verið öll hjartanlega velkomin

VILTU KYNNA STARFSEMI ÞÍNA OG NÁ TIL ALLRA HAFNFIRÐINGA? RITSTJORN@FJARDARPOSTURINN.IS

Frímann & hálfdán Útfararþjónusta hafnarfjarðar

Frímann 897 2468

Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is

Hálfdán 898 5765

Stefán Már Gunnlaugsson

AÐSENT

KIRKJUBRALL Í HAFNARFJARÐARKIRKJU Næstkomandi sunnudag verður Kirkjubrall eða Messy Church í Hafnarfjarðarkirkju, sem er vinsælt messuform og notað víðsvegar um heim. Í kirkjubralli taka börn og fullorðnir sameiginlega þátt í sköpun, leikjum, borðhaldi og helgihaldi í þeim tilgangi að fjölskyldan geti átt saman gæðastund saman og allir finni eitthvað við sitt hæfi. Lögð er áhersla á að fólk komi til kirkju eins og það er, hvernig sem því liður og hvar sem það er statt í sínu trúarlífi. Á sunnudaginn kl. 11:00 verða ýmsar stöðvar og m.a. farið í leiki, föndrað, spagettímálun, pappadiskafiskar og margt fleira. Fólk er hvatt til að mæta í fötum sem mega vera skítug. Umsjón með stundinni hafa Bylgja Dís Gunnarsdóttir, æskulýðsfulltrúi og sr. Stefán Már Gunnlaugsson. Organisti verður Guðmundur Sigurðsson. Eftir stundina verður boðið upp á pítsur og djús. Verum hjartanlega velkomin.

Stefán Már Gunnlaugsson

Ólöf 898 3075

Cadillac 2017

FJARÐARPÓSTURINN - Útgefandi: Björt útgáfa ehf. kt. 480119-0960 VSK.nr. 133481 Ritstjóri: Olga Björt Þórðardóttir Áb. maður: Olga Björt Þórðardóttir Ritstjórn og auglýsingar: 695 0207, ritstjorn@fjardarposturinn.is, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 - Vefútgáfa ISSN 1670-4193


© Inter IKEA Systems B.V. 2019


4

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 12. september 2019

30 ÁRA PYLSUBAR STÆKKAR Pétur Viðarsson, eigandi Pylsubarsins. Myndir: OBÞ og Pétur Jónsson

Hið vinsæla og rótgróna fyrirtæki Pylsubarinn í Hafnarfirði á 30 ára afmæli um þessar mundir. Fyrirhuguð er stækkun húsnæðisins til að auka þægindi fyrir viðskiptavini. Eigandi Pylsubarsins, Pétur Viðarsson, hlakkar til að fagna þessum merku tímamótum með sínu fólki.

upp á úrvals hráefni. Fólk gerir sér ferð úr Mosfellsbæ til að koma hingað og frændsystkini mín (4 og 8 ára) vilja ekki fara neitt annað að fá sér að borða. Aldursbil viðskiptavina er mjög breitt og það er gaman að spjalla við fólkið sem hingað kemur.“ Til stendur að stækka skýlið næsta vor og setja m.a. fleiri sæti meðfram glerinu. „Þetta verður heilmikill munur og enn meiri þægindi fyrir okkar góðu viðskiptavini og þessi staðsetning er líka svo mikilvæg fyrir reksturinn,“ segir Pétur, sem hlakkar til að fagna merku tímamótanna í afmælisvikunni og ætlar að URbjóða upp á fjölda tilboða og TÍG TS spennandi nýjungar á matseðli. NE LI N

Pétur Viðarsson og fjölskylda keyptu Pylsubarinn í maí í fyrra og segir hann undanfarið ár hafa verið í sann erfitt og gefandi. „Þetta var stress fyrsta sumarið þegar ég var að ná utan um hlutina. Ég var oft mjög þreyttur en samt glaður þetta er bara svo skemmtileg vinna og reksturinn hefur gengið vel. Ég er líka afar þakklátur fyrir hversu vel mér hefur verið tekið.“ Kappkostað sé að hafa opið sem oftast eins og í tengslum við viðburði þar sem alla jafna eru rauðir dagar því Pétur vill að viðskiptavinir geti reitt sig á þjónustuna. Starfsfólkið sé líka ánægt með að fá stórhátíðarkaup þegar svo ber undir. „Ég er líka með frábært starfsfólk sem er gott teymi og bara leysir öll vandamál jafn óðum.“

Matseðill og verðskrá Pylsubarsins frá því í desember 1994

Byg Sót Haf 201 Stæ stæ sót

Gle Ge og bre

Útb Ge afg hlut sny sta fer rk mö ða Ló

00 69

Breitt aldursbil viðskiptavina Pétur segist afar ánægður með hversu vel hefur verið tekið í nýjungar á matseðlinum í bland við það gamla góða. „Ein kona kom um daginn og spurði hvort hreindýraborgarinn sem var boðið upp á í desember verði ekki örugglega aftur. Við erum með gott Hamborgaratilboðið er löngu orðin klassík á samstarf við Kjötkompaní til að bjóða Pylsubarnum. 00 13

rk mö ða Ló

0 50

Stæ Sky Sor Gle Sam

0 10 10

inntök

Up Gle byg ann veg eru sér

NF

50 30

NF

Geymsla 5.2 m²

Skyndibitast. 24.0 m²

LR

Glerskýli 21.6 m²

Rúm

NF

85 39

50 30

rk mö 15 ða 19 Ló

ÐA AR

0 50

FJ

00 18

00 77

NORÐAUSTUR 1 : 100

NORÐVESTUR 1 : 100

Hér má sjá teikningu í vinnslu af stækkun Pylsubarsins. Glerskálinn verður stækkaður í kring um húsið. Unnið af ALARK arkitektum. Mynd: Alark arkitektar 1000

2000

1985

1915

K: 7.46

0

0 10 10

00 30 00 91

Sorp LR 1.8 m²

1800


Pylsubarinn þakkar fyrir 30 frábær ár í Hafnarfirðinum Það hafa verið forréttindi að þjónusta alla okkar viðskiptavini og við hlökkum til að halda því áfram um ókomna framtíð. Í tilefni afmælisins viljum við bjóða öllum skemmtileg tilboð og spennandi nýjungar í afmælisviku okkar dagana 16. - 22. september.

AFMÆLISBORGARINN í samstarfi við Kjötkompaní

150 grömm dry aged nautakjöt Sérlöguð beikonsulta Ostur Kál Piparrótarsósa

AFMÆLISBORGARA FJÖLSKYLDUTILBOÐ 4x dry aged borgarar Stór franskar + kokteilsósur

1.490 kr.

5.900 kr.

OSTBORGARATILBOÐ

PYLSUTILBOÐ

Á meðan birgðir endast

Ostborgari, franskar og gos

990 kr. ALLA VIKUNA

Á meðan birgðir endast

Pylsa, gos og prince

690 kr.

ALLA VIKUNA

Fylgist einnig með á facebook.com/pylsubarinn og á instagram @pylsubarinn


6

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 12. september 2019

ST. JÓ OPNAR FORMLEGA Á NÝ Janus Guðlaugsson, Guðni Th. Jóhannesson, Björn Pétursson og Rósa Guðbjartsdóttir. Fleiri myndir frá opnun á fjardarposturinn.is - Myndir: OBÞ

Húsnæði St. Jósefsspítala átti 93 ára vígsluafmæli daginn sem lífsgæðasetur var formlega opnað þar í liðinni viku. Þetta sögufræga hús mun framvegis hýsa starfsemi fyrirtækja sem byggja á gildum setursins og snúa að heilsu, samfélagi og sköpun. Fimmtán fyrirtæki eru þegar komin með aðstöðu í setrinu og munu þau bjóða upp á fjölbreytta þjónustu, m.a. í anda lýðheilsu. Fjölmenni mætti á opnuna og hlýddi á erindi forseta

Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarminjavarðarins Björns Péturssonar og Evu Michelsen, verkefnastjóra setursins. Húsið teiknaði Guðjóni Samúelsson, húsameistari ríkisins, og smíði þess hófst árið 1924. Í anddyriu hefur starfsfólk Byggðasafns Hafnarfjarðar útbúið safn sem minnir á hlýjan hátt á upphaflegt hlutverk St. Jósefsspítala, þegar St. Jósefssystur starfræktu þar sjúkrahús allt frá árinu 1926. Árið 2011

var St. Jósefsspítala lokað fyrir fullt og allt eftir 85 ára starfsemi og húsið stóð autt og í niðurníslu þangað til árið 2017 þegar Hafnarfjarðarkaupstaður eignaðist það með kaupsamningi við ríkissjóð. Í honum skuldbatt bærinn sig til að reka almannaþjónustu í

fasteigninni. Nú þegar eru þangað komnir sálfræðingar, markþjálfar, félagasamtök, fræðslusetur, jóga, leikfélag og heilsuefling fyrir eldri borgara svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hæðin er þegar orðin þéttsetin og kominn biðlisti eftir lausum rýmum.

Höfundar safnsins í anddyrinu og starfsfólk Byggðasafns Hafnarfjarðar.

SOFFÍA FÉKK INNEIGN Stefán Óskar Gíslason verslunarstjóri, Soffía Helgadóttir vinningshafi og Kári Lúthersson framkvæmdastjóri.. Mynd: Aðsend

Múrbúðin við Selhellu 6 blés til opnunarleiks vegna opnunar verslunarinnar í Hafnarfirði í sumar. Viðskiptavinir sem skráðu sig á póstlista hjá Múrbúðinni áttu möguleika á inneign í versluninni. Dregið var úr nöfnum þeirra fyrir skömmu og heppni vinningshafinn var Soffía Helgadóttir, sem hlaut að launum 50.000 kr. inneign. Starfsfólk Múrbúðarinnar er alsælt með góðar viðtökur Hafnfirðinga.

Margir lögðu leið sína á opnun St. Jósefsspítala.


Mánaðartilboð 20% AFSLÁTTU R

I

ÖLL GÓLFEFN

20%

20%

AFSLÁTTU R

20% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTU R

BoZZ sturtuhorn rúnað 6mm hert gler 80x80x195

27.992

BoZZ sturtuhorn

ferkantað 6mm hert gler 80x80x195

Áður 34.990 kr.

90x90x195 30.392 Áður 37.990 kr.

27.992 Áður 34.990 kr.

90x90x195 30.392 Áður 37.990 kr.

Carrara Shiny veggflís

2.312 pr. m

2

Áður 2.890 kr.

20%

20%

AFSLÁTTU R

AFSLÁTTU R 6mm hert gler

8mm hert gler 75x220

15.992

80x140

1.272 pr. m

10.392

2

Áður 1.590 kr.

Áður 12.990 kr.

Áður 19.990 kr.

95x220

Harðparket verð frá

BoZZ baðþil

BoZZ glerþil

19.192 Áður 23.990 kr.

Roverwood Parketflísar

2.312 pr. m

2

Áður 2.890 kr.

Vinyl parket m/áföstu undirlagi

5.032 pr. m

2

• Flísar • Parketflísar • Harðparket • Vínil parket m/undirlagi

20%

AFSLÁTTU R

Áður 6.290 kr.

Boston Parketflísar

2.312 pr. m

2

Áður 2.890 kr.

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Tilboðin gilda líka á netinu!

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

www.murbudin.is

Reykjanesbær

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Afsláttarkóði: netgíró


8

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 12. september 2019

FJÖLMENN

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að byrjað var að framleiða ál á Íslandi efndi Rio Tinto fyrir skömmu til fjölskylduhátíðar í Straumsvík. Fjölmen ni lagði leið sína þangað, en m.a. var boðið upp á rútuferðir til og frá Ásvöllum og einnig fóru vagnar leiðsagnaferðir um svæðið. Fjölbreytt dagskrá var í boði, auk veitinga. Margir hverjir voru að kíkja á gamla vinnustaðinn sinn en aðrir höfðu aldrei komið á svæðið áður, eftir að hafa ekið margsinnis framhjá um Reykjanesbrautina. Fleiri myndir á fjardarposturinn.is Myndir: OBÞ

Handknattleiksdeild og Knattspyrnudeild FH kynna:

Ekta þýsk stemning í boði Lúðrasveitar Hafnarfjarðar

H F t s e f r e b O ktomber í Kaplakrika

14. septe Húsið opnar kl. 19:30

Bratuwurst pyslur með kartöflusalati, og drykkir á góðu verði

Aðgangur ókeypis

Við mætum, hvað með þig?


FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

BIFREIÐASKOÐUN

SKÚTAHRAU N

N KAPLAHRAU

N BÆJARHRAU

FJARÐARHRAUN

STAPAHRAUN

ARMAR

KÚKÚ CAMPER

RAUN

GARÐAH

Stapahrauni 1 220 Hafnarfirði Sími 585 3355 betriskodun.is RAUT

ANESB

REYK J

9


10 FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 12. september 2019

FH Í BIKARÚRSLIT UM HELGINA

„VERÐUM AÐ NJÓTA AUGNABLIKSINS“

Texti: Benedikt Grétarsson bgretarsson@gmail.com

Það hefur skapast gríðarleg stemning á bikarúrslitaleikjum þegar FH hefur tekið þátt. Mynd: Jóhannes Long

Stærsti leikur ársins í knattspyrnunni fer fram á Laugardalsvelli 14. september en þá mætast karlalið FH og Víkingur í úrslitaleik Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Leikurinn hefst kl. 16:00 en FH-ingar ætla að hittast í Kaplakrika klukkan 14:00 og keyra upp stemminguna. Þar verður fólki m.a. boðið upp á klæðast bikarúrslitabolum og rútuferðir verða inn í Laugardal. FH hefur sex sinnum leikið til úrslita í bikarkeppninni og tvívegis hrósað sigri, árin 2007 og 2010. Davíð Þór Viðarsson er fyrirliði FH og lék með liðinu í sigurleiknum 2007. Hann segir bikarúrslitaleikinn vera einstaka upplifun. „Það er mjög gaman að fá að spila þennan leik og það er alls ekkert sjálfsagður hlutur að ná að taka þátt í bikarúrslitaleik. Það hafa margir frábærir leikmenn klárað sinn feril án þess að fá tækifæri að spila svona leik og maður á bara að njóta augnabliksins.“ FH lék síðast bikarúrslitaleik fyrir tveimur árum en sá leikur tapaðist 1-0 gegn ÍBV. Davíð segir þá reynslu vissulega súra en jafnframt geta nýst liðinu á laugardaginn. „Við munum vel eftir tilfinningunni eftir tapið gegn ÍBV fyrir tveimur árum og það var í raun ótrúlegt hversu andlausir við mættum í þann leik. Það eru ennþá margir leikmenn í liðinu sem tóku þátt í þessum leik 2017 og við munum nota þessa reynslu til að hvetja

okkur til betri verka í þetta skiptið,“ segir Davíð ákveðinn. Umræðan um FH og Víking hefur verið nokkuð ójöfn í sumar, þar sem FH hefur fengið mikla og kannski á köflum óréttmæta gagnrýni á meðan Víkingar hafa jafnan fengið mikið hrós. Davíð segir þetta ekkert nýtt. „FH hefur einfaldlega komið sér á þann stall í íslenskri knattspyrnu að fólk gerir miklar kröfur til liðsins og vill sjá okkur spila góðan og árangursríkan fótbolta. Gagnrýnin undanfarin misseri hefur að mörgu leyti átt rétt á sér en við erum ekkert að láta þessa umræðu pirra okkur. Víkingar eiga gott fótboltalið sem hefur leikið á köflum mjög vel í sumar en það má ekki horfa fram hjá því að við erum á góðu skriði núna og förum fullir sjálfstrausts í þennan leik. Eftir að Kári Árnason og Óttar Magnús Karlsson komu til Víkinga er þeir með mjög heilsteypt lið. Til að vinna þetta lið, verðum við að vera þéttir og gefa engin færi á okkur. Lykillinn að árangri er sterkur varnarleikur og út frá honum getur þú svo byggt upp skemmtilegan sóknarleik.“ Fyrirliðinn segir það alls enga klisju að stuðingur úr stúkunni geti hreinlega ráðið úrslitum í slíkum úrslitaleikjum. „Stuðningur áhorfenda skiptir gríðarlega miklu máli og það er bara hrikalega gaman að spila fótbolta þegar þú hefur mikið af stuðningsfólki til að styðja við bakið á þér. Stemmingin á pöllunum hjálpar okkur leikmönnum klárlega inni á vellinum og ég verð að

fá að hrósa okkar stuðningsfólki sem hefur staðið með okkur í gegnum súrt og sætt.“ Er ekki bara kjörið að sleppa því að skilgreina sig sem stuðningsmann FH eða Hauka í einn dag og mæta á leikinn sem stuðningsmaður Hafnarfjarðar? „Já, að sjálfsögðu! Ég ber engan kala til vina okkar í Haukum og fyrir mitt leyti vil ég einfaldlega að öllum hafnfirskum liðum gangi alltaf vel. Það væri rosa gaman að sjá sem flesta Hafnfirðinga fjölmenna á völlinn og skila enn einum titlinum í fjörðinn,“ segir Davíð brosandi

og bætir svo við. “Ef ég rifja aftur upp leikinn 2017 gegn ÍBV, þá bjuggust eflaust flestir við okkar sigri í þeim leik og kannski gerðum við það sjálfir líka. Við náðum aldrei að njóta augnabliksins en það er klárlega það sem menn þurfa að gera í bikarúrslitaleik. Mað aldrinum áttar maður sig betur á því að ekkert endist að eilífu í boltanum og það er alls ekkert víst að svona tækifæri komi aftur. Mætum á völlinn og tökum bikarinn heim. Áfram FH,“ segir fyrirliðinn að lokum.

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði meistaraflokks karla í FH. Mynd: OBÞ


MIÐASALA Á TIX.IS

VÍKINGUR FH

LAUGARDALSVÖLLUR 14. SEPTEMBER — 17:00 Upphitun hefst kl 14:00 í Kaplakrika. Tónlistaratriði, andlitsmálning, knattþrautir og rútur til og frá vellinum.

ALLIR Á VÖLLINN ER AÐALSTYRKTARAÐILI FH

#VIÐERUMFH


12 FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 12. september 2019

HÚRRAKORT RAGNHEIÐAR Í VERSLANIR LIstakonan: Ragnheiður Edda Hlynsdóttir, selur handgerð tækifæriskort. Myndir: OBÞ

Ragnheiður Edda Hlynsdóttir er nemandi í Lækjarskóla og verður 15 ára í október. Hún hefur teiknað, skrifað og föndrað frá unga aldri og hefur nú stofnað Facebook síðu, Húrrakort, þar sem hún selur handgerð tækifæriskort og tekur einnig við sérpöntunum. Húrrakort eru einnig væntanleg í blómabúðir og verslanir fljótlega. Við kíktum í heimsókn til þessarar hæfileikaríku stúlku.

áhugamann,“ segir Ragnheiður og brosir breitt. Það kemur sér vel í þessum bransa hversu dugleg hún hefur verið í tímans rás að krota og æfa sig í að teikna allt mögulegt. „Svo er von á prentuðum Húrrakortum í blómabúðir og fleiri verslanir fljótlega, þau fara í prentun seinna í mánuðinum. Ég pæli líka mikið í allskonar pennum og tússlitum í tengslum við kortin. Það er til svo margt sniðugt sem hægt er að nota við svona kortagerð.“

Húrrakort voru kynnt til sögunnar á Facebook í ágúst þegar Ragnheiður útbjó Facebook-síðu, þar sem handgerðu kortin hennar eru auglýst til sölu. „Ég teikna líka kort út frá sérpöntunum og það getur verið skemmtileg áskorun. Ég var t.d. beðin um að gera kort fyrir skák-

Jólakort, merkimiðar og afmæliskort Í stuttu spjalli segir móðir Ragnheiðar, Áslaug Guðjónsdóttir, að dóttir hennar hafi mikla þolinmæði á þessu sviði, sé mjög vandvirk og hugsi um öll smáatriði. „Við sáum strax þegar hún var á leikskólaaldri að auk þess að hafa brennandi áhuga á þessu bjó hún

Kortin hennar Ragnheiðar eru sannarlega falleg.

yfir miklum hæfileikum. Haustið 2018 hvatti ég Ragnheiði til þess að útbúa kort. Þá var hún alltaf að teikna og skrifa alls kyns letur. Ég stakk upp á því að hún útbyggi jólakort og merkimiða sem við foreldrarnir myndum svo kaupa af henni og hún skyldi endilega athuga hvort ömmurnar hefðu áhuga líka, sem þær svo sannarlega höfðu. Hún tók vel í þetta og allt fór af stað.“ Í kjölfarið gerði Ragnheiður einnig afmæliskort eftir pöntunum frá fjölskyldunni. Þannig fann hún farveg fyrir áhugann og hæfileikana og skapaði sér í leiðinni vinnu og núna er þessi Facebook síða komin í loftið. Aðspurð að endingu um önnur áhugamál segir Ragnheiður það vera dans, hlaup, bakstur og innanhússhönnun. Ragnheiður Edda, teiknar einnig eftir þekktum „Ég gæti alveg hugsað mér að læra teiknimyndafígúrum. innanhússarkitektúr seinna.“

Verkfærin.

Ragnheiður gerir mikið af mynstrum sem eru sérlega falleg t.d. í bakgrunna korta.


fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

FJARÐARPÓSTURINN 13

SAMSTARF

FORELDRAR MIKILVÆGIR Í

MÁLÞROSKA BARNA Bartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj. Snorradottir frá skifstofu Mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.

Hafnarfjarðarbær stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ungra barna með það að markmiði að auka vitund foreldra um mikilvægi málþroska. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að með því að byrja örvun málþroska snemma er hægt að styrkja undirstöðuþætti læsis og styðja við góðan námsárangur. Þetta verkefni er hluti af læsisstefnu Hafnarfjarðar og unnið í nánu samstarfi við Bókasafn Hafnarfjarðar og heilsugæslustöðvarnar í Hafnarfirði. Við hittum talmeinafræðingana Bjarteyju Sigurðardóttur og Ásthildi Bj. Snorradóttur, frá skrifstofu Mennta- og lýðheilsusviðs. Liður í læsisstefnu Hafnarfjarðarbæjar sem hófst formlega árið 2014 var að mæla orðaforða barna við 3 ára aldur í leikskólum í Hafnarfirði. Niðurstöður sýna að orðaforða fer aftur og þar með málþroska. Bjartey segir leikskólana standa sig vel en börnin komi slakari í málþroska inn í leikskólana. „Áður fyrr komu mörg börn ágætlega máli farin í leikskóla við tveggja ára aldur en undantekningar eru á því dag. Börnum eru svo ungum rétt snjalltæki, bæði í bílum og heima fyrir. Það vantar meira samtal og bein samskipti milli foreldra og barna. Við viljum vekja foreldra til vitundar um þetta.“ Mynda síður gagnvirk samskipti með snjalltækjum Ásthildur segir að einnig sé mikilvægt að bregðast strax við eftir tveggja og hálfs árs skoðun barna hjá heilsugæslustöðvunum, í anda snemmtækrar íhlutunar. „Það er ekki í boði lengur að bíða og sjá til. 18

mánaða börn greinast með einkenni af jafnvel arfgengri lesblindu og seinkun í málþroska þá skiptir máli að grípa inn í með leiðum til aukinnar málörvunar.“ Þá hafi dagforeldrar einnig haft samband því þeir taki eftir slakari málþroska hjá börnum. „Það skiptir svo miklu máli að segja foreldrum satt og hvað hægt er að gera í framhaldinu. Í Hafnarfirði er lögð áhersla á að ekkert barn bíði í dag án íhlutunar eftir þroskamat sem er lagt fyrir á heilsugæslu. Mörg sveitarfélög líta til Hafnarfjarðar í þessum efnum, enda starfar frábært fagfólk hjá bænum.“ Bjartey segir að ný íslensk rannsókn sýni algjöra fylgni á milli orðaforða og lesskilnings barna í 4 til 8. bekk. „Orðaforði byggist upp frá unga aldri og við verðum að hugsa þetta í víðara samhengi. Það er ekkert sjálfsagt að foreldrar viti þetta og margir í hópi yngstu foreldranna hafa alist upp við snjalltæki. Við erum alls ekki að tala á móti snjalltækjum en málþroski getur aldrei orðið góður ef gagnvirk samskipti vantar. Þar eru uppalendur svo mikilvægir, einnig varðandi tengslamyndun og margt annað. Við viljum fræða foreldra og virkja þá til meiri þátttöku. Þeir eru svo sterkur stuðningur barnanna og bera hag þeirra best fyrir brjósti. Við viljum færa þeim verkfærin til þess.“· Fræðslufundir um mikilvægi málþroska fyrir foreldra 6-24 mánaða barna verða haldnir í lok september og byrjun nóvember. Upplýsingar um staðsetningu og tíma er að finna á hafnarfjordur.is.


14 FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 12. september 2019

OPIÐ HÚS OG MYNDARLEGIR STYRKIR Fulltrúar heilsugæslanna sem veittu sturkjunum viðtöku. Mynd: OBÞ

Fjölmenni kynnti sér starf Oddfellowreglunnar á Íslandi í tilefni af 200 ára afmæli hennar um þarliðna helgi. Húsakynni Oddfellow á landsvísu voru þann

dag í fyrsta sinn opin almenningi. Regludeildirnar í Hafnarfirði, sem eru sjö talsins og telja um 500 manns, tóku á móti gestum í bækistöðvum sínum við Staðarberg 2. Af þessu stóra tilefni

sameinuðust regludeildirnar, ásamt styrktar- og líkarsjóði Oddfellow, um að styrkja Heilsugæsluna í Firði, Heilsugæsluna á Sólvangi og Heilsugæsluna í Garðabæ um

Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla

VÍKINGUR - FH

Laugardalsvöllur laugardaginn 14. september kl. 17

samtals 9 milljónir króna. Fulltrúar heisugæslanna veittu styrkjunum viðtöku og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri þakkaði Oddfellow fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.


FJARÐARPÓSTURINN 15

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is Ó. Ingi Tómasson og Ágúst Bjarni Garðarsson.

AÐSENT

GLÆSILEG BYGGÐ RÍS Á HRAUNUM Skipulag á Hraunum vestur hefur verið í vinnslu síðustu 2-3 árin. Þar er gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, leikskóla og skóla auk þess sem skipulagssvæðið liggur með Reykjavíkurvegi þar sem gert er ráð fyrir Borgarlínu. Af þessum ástæðum hefur hverfið verið nefnt fimm mínútna hverfið, stutt í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Ný tillaga að deiliskipulagi Nýverið var lögð fram tillaga um nýtt deiliskipulag fyrir reiti er nefnast Gjótur. Í tillögunni er gert ráð fyrir uppbyggingu á lóðum við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahraun 2, 4 og 4A. Hér er komin fram metnaðarfull tillaga að íbúðarbyggð ásamt verslun og þjónustu miðsvæðis í Hafnarfirði. Tillagan samrýmist vel að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um þéttingu byggðar og aukinnar þátttöku íbúa í almenningssamgöngum. Gert er ráð fyrir að hverri íbúð fylgi 1,0 – 1,2 bílastæði auk bílastæða fyrir verslun og þjónustu. Hluti bílastæða verður ofanjarðar og gera má ráð fyrir að þeim fækki með aukinni þátttöku í notkun á

almenningssamgöngum, deilibílum eða öðrum samgöngumátum í framtíðinni. Uppbygging til framtíðar Það er mat okkar sem styðjum áframhaldandi uppbyggingu og aukin lífsgæði Hafnfirðingum til handa að mikil tækifæri liggi í uppbyggingu á Hraunum vestur – fimm mínútna hverfinu. Mikilvægt er að vel takist til í upphafi og uppbygging fari vel af stað. Undanfarið hafa heyrst úrtöluraddir um deiliskipulagstillöguna, einkum virðist vera að það fólk sem talar neikvætt um tillöguna finnist of vel í lagt að hverri íbúð fylgi 1,0 – 1,2 bílastæði. Hæð húsa er einnig gagnrýnd og reyndar ýkt af sama fólki. Hæð húsa er frá 4 hæðum, meðalhæð er um 6 hæðir og eitt hús nær 9 hæðum. Tillagan er í takt við rammaskipulagstillöguna fyrir Hraun vestur sem kynnt var Bæjarbíói varðandi hæð húsa á skipulagssvæðinu og vistvænt og samgöngumiðað skipulag. Hér er sannarlega stigið stórt og jákvætt skref í uppbyggingu í hverfi sem mun skapa Hafnarfirði sérstöðu þegar kemur að vali um búsetu á höfuðborgarsvæðinu.

Ó. Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs.

HS VEITUR Unnið er að mælaskiptum á veitusvæðum HS Veitna m.a. í Hafnarfirði. Settir verða upp svokallaðir snjallmælar en þeir eru með fjaraflestrarbúnaði og þegar búið er að setja upp slíka mæla og þeir komnir í samband við upplýsingakerfi HS Veitna hættir reikningagerð að byggja á áætlunum og aflestri, viðskiptavinir greiða fyrir raun notkun hverju sinni. Áætlað er að mælaskiptin og uppsetning upplýsingakerfisins verði gerð á næstu árum og verði að fullu lokið í árslok 2022. Bent er á að þó svo að viðskiptavinir séu komnir með snjallmæli er ekki sjálfgefið að viðskiptavinir fari að greiða strax fyrir raun notkun því mögulegt er að uppsetning upplýsingarkerfis sé ekki tilbúin. Mælaskiptin eru unnin af starfsmönnum fyrirtækisins og eru þeir í merktum vinnufatnaði, koma á merktri bifreið og bera vinnustaðaskírteini. Starfsmenn okkar koma til með að hafa nánar samband áður en kemur að mælaskiptunum sjálfum. Það er von okkar að viðskiptavinir taki vel á móti mælasetjurum og að aðgengi að rafmagnstöflum verði gott.

hsveitur.is

Nánari upplýsingar varðandi mælaskiptin eru á heimasíðu fyrirtækisins. Hægt að senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið hsveitur@hsveitur.is. Einnig eru veittar upplýsingar í afgreiðslu okkar á afgreiðslutíma sem er mánudaga til föstudaga frá kl. 08:15 – 16:00 í síma 422 5200.


SPENNANDI VIÐBURÐIR Í BÆJARBÍÓI

13. SEPTEMBER Á MÓTI SÓL TRAUSTIR VINIR Í 20 ÁR

UP

P

18. SEPTEMBER BUBBI MORTHENS ÚTGÁFUTÓNLEIKAR - REGNBOGANS STRÆTI

T. SEP . 0 2 LT SE

19. SEPT OG 21.SÓLDÖGG SEPT. SÓLI HÓLM 12.

28. SEPTEMBER FRIÐRIK DÓR

4. OKTÓBER BJARTMAR GUÐLAUGSSON ÁSAMT HLJÓMSVEIT

6. OKTÓBER ANN ANDREASEN ÁSAMT HLJÓMSVEIT

19. OKTÓBER HELGI BJÖRNS

25. OKTÓBER BUFF

ALLIR VIÐBURÐIR Í BÆJARBÍÓI ERU Á MIDI.IS


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.