Fjarðarpósturinn 13. júní 2019

Page 1

Bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

Stofnuð 1982

RESTAURANT

AUGLÝSINGASÍMI 6950207

Ferskur fiskur Borðapantanir í síma:

Sími: 555 7030 www.burgerinn.is

565 5250

fjardarposturinn.is - fullt af fréttum úr Firðinum

Fimmtudagur 13. júní 2019

Hellisgata 26

Sérlega skemmtilegt 152,8 fm. einbýlishús á einstökum stað í gamla vesturbænum, skráð byggingarár 1986. Fjögur svefnherbergi. Lækkað verð. 69,9 millj.

Sími 555 4855

Sólvangsvegur 3

Bjarkavellir 1

Björt og falleg ný standsett 112,6 fm. íbúð á jarðhæð með sérinngang, vinsælt fjölbýli ætlað 60 ára og eldri. Mikil og góð sameign. Verð 62,9 millj.

Nýleg vönduð 3ja herb. 69,9 fm. íbúð á 2. hæð í nýlegu vönduðu lyftuhúsi, mjög vel staðsettu fremst í vallarhverfinu. Verð 38,9 millj.

19. tbl.37. árg

Stofnuð 1983

Á FLJÚGANDI SIGLINGU Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri fyrstu helgi þessa mánaðar og var margt um manninn á hafnarsvæðinu. Að venju var boðið upp á fjölbeytta dagskrá og meðal þess voru ýmsar þrautir fyrir yngstu kynslóðirnar. Meðal þess var uppblásin neyðarbraut sem börnin renndu sér niður og út í sjóinn. Þessi ungi herramaður gerði það tilþrifum. Fleiri myndir frá Sjómannadeginum á bls. 13. Mynd/Bergdís Norðdahl

Gleðilegt og öruggt ferðasumar

Hjallahrauni 4

Sími 565-2121

Dekkjaþjónusta - Smurþjónusta - Hjólastillingar - Smáviðgerðir


2

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 13. júní 2019

ÆRSLABELGUR Á VÍÐISTAÐATÚNI Síðdegisvakt á Heilsugæslunni Sólvangi

Vala Björk og Hafdís Ólöf opna ærslabelginn formlega með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Til aðstoðar eru Kristín Thoroddsen formaður fræðsluráðs og Fanney D. Halldórsdóttir fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar. Mynd: Aðsend

Í liðinni viku var settur upp ærslabelgur á Víðistaðatúni og var hann opnaður formlega í dag. Það þótti mjög viðeigandi að fá þá nemendur, tvær stúlkur í Hvaleyrarskóla og samnemendur þeirra sem sendu inn formlega beiðni um uppsetningu á belg til bæjarstjóra, til að taka fyrsta formlega hoppið á belgnum. Ærslabelgir sem þessir hafa verið settir upp víða um land og notið mikilla vinsælda. Mikið líf og fjör hefur verið á Víðistaðatúni síðan belgurinn var settur upp.

Á heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta heilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan er opin 8-16 virka daga fyrir bókaða móttöku, heilsuvernd og símaráðgjöf en einnig er boðið upp á samdægurs móttöku fyrir smáslys og bráð erindi. Einfaldast er að óska eftir lyfjaendurnýjun í Heilsuvera.is með rafrænum skilríkum en það er líka tekið á móti lyfjaendurnýjunum 9-11:30 virka daga í síma 513-6202. Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is. Síðdegisvakt heilsugæslunnar er opin 16-18 virka daga fyrir bráð stutt erindi og smáslys. Fram til þessa hefur verið bókað samdægurs á síðdegisvaktina en frá og með þriðjudeginum 18. júní verður því hætt. Skjólstæðingum okkar er nú bent á að mæta á síðdegisvaktina þar sem fyrirfram tímabókun er óþörf. Með þessu vonumst við til að geta sinnt betur þeim sem þurfa á bráðaþjónustu að halda og bendum þeim sem eiga við fjölþættan eða langvarandi vanda að stríða að leita frekar eftir þjónustu á daginn. Sumarkveðja frá starfsfólki.

Frímann & hálfdán Útfararþjónusta hafnarfjarðar

Sunnudagurinn 16. júní Þjóðhátíðarhelgistund kl. 11 Frímann 897 2468

Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is

Útgefandi: Björt útgáfa ehf. kt. 480119-0960 VSK.nr. 133481 Ritstjóri: Olga Björt Þórðardóttir Áb. maður: Olga Björt Þórðardóttir

Hálfdán 898 5765

Ólöf 898 3075

Félagar í Barbörukórnum syngja ættjarðarsálma og ættjarðarlög Sr Þórhildur Ólafs leiðir stundina. Sjá nánari upplýsingar á hafnarfjardarkirkja.is og facebook.com/Hafnarfjarðarkirkja

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Cadillac 2017

Ritstjórn og auglýsingar: 695 0207 ritstjorn@fjardarposturinn.is, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa ISSN 1670-4193

Flatahraun 5a

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA

Sverrir Einarsson

Margrét Á. Guðjónsd. Kristín Ingólfsdóttir

Hannes Ó. Sampsted

Símar allan sólarhringinn: 565 5892 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er www.utfararstofa.is



4

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 13. júní 2019

LENGSTA TÓNLISTARHÁTÍÐ

Á ÍSLANDI

Tónlistar- og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar fer fram 8. – 14. júlí næstkomandi en hún er haldin þriðja árið í röð og fer fram í miðbæ Hafnarfjarðar, í og við Bæjarbíó. Á opnunarkvöldinu mun fyrsta Stjarna íslenskrar tónlistar verða afhjúpuð á gangstéttinni fyrir framan Bæjarbíó en það er heiðursgjörningur sem þekkist t.d. í Hollywood sem Walk of Fame. Einnig verður Mathiesen torgið, í bakgarði Mathiesen stofu, formlega opnað. Við hittum Einar Bárðarson kynningarstjóra, Guðveigu Lilju Bjarkadóttur verkefnastjóra og Pál Eyjólfsson framkvæmdastjóra í Mathiesen stofunni. Með því að vera heil vika verður Hjarta Hafnarfjarðar lengsta tónlistarhátíð á Íslandi. Stjarnan verður afhjúpuð á opnunarkvöldinu á mánudeginum 8. júlí og tónleikar verða samtímis í Bæjarbíói og varpað á 5 metra risa LED skjá í útitjaldi sem staðsett verður á bílaplaninu við Bókasafn Hafnarfjarðar. „Langflestir af þeim sem koma fram tengjast bænum með einum eða

öðrum hætti. Við ætlum að bjóða fyrirtækjum í bænum að koma með starfsmannfélögin sín á útisvæðið á góðu verði. Tvö kvöld, opnunarkvöldið 8. júlí og fimmtudaginn 11. júlí, verða opin öllum í boði Hafnarfjarðarbæjar, en hin kvöldin verður selt inn á svæðið og sala er þegar hafin,“ segir Einar. Á opnunarkvöldinu verður „Best of“ tónleikum Björgvins Halldórssonar og hljómsveitar varpað á risa skjáinn. Góð samvinna lykillinn Páll segir að þessi hátíð sé komin til að vera fyrst og fremst vegna góðrar samvinnu allra sem að henni koma. „Við njótum mikils stuðnings bæjarins að leyfa þetta og fáum fjárhagslegan stuðning. Við eigum í góðu sambandi við veitingastaðina Krydd, VON, Tilveruna, Pylsubarinn og A. Hansen en þau ætla að bjóða gestum upp á veitingar í skúrum á planinu. Súfistinn er svo inni á sjálfu útisvæðinu og viljum við þakka þeim sérstaklega fyrir að taka þátt í þessu með okkur. Rúsínan í pylsuendanum er 40 feta ferða-bjórhöll sem sér þyrstum hátíðargestum fyrir ísköldum á krana

Frá vinstri: Einar Bárðarson, Páll Eijólfsson og Guðveig Lilja Bjaradóttir á tilvonandi Mathiesen torgi. Mynd: Olga Björt

allan tímann. Fyrir hagsýna verða seld bjórkort á miklu betra verði en þegar keypt er í stykkjatali.“ Hvað þarf til að setja upp svona stóra hátíð? „Við erum með margra manna teymi sem setur upp hátíðina og tekur niður á mjög skömmum tíma og mun allt vera frágengið á útisvæði strax að morgni sunnudagsins 14. júlí. Það verða 60-70 listamenn og fylgdarfólk á hátíðinni, öflugt markaðsteymi og hönnuðir auk þess sem starfsfólki Bæjarbíós fjölgar úr 10 í 30 manns þessa viku. Einnig verðum við með öflugt gæsluteymi frá Kristjáni Gunnarssyni (a.k.a Kiddi keðja) sem á að baki margra ára reynslu í gæslu á stórum viðburðum sem þessum og ennþá stærri með

fyrirtækið sitt Upp & niður ehf.“ Páll bætir við að þau sem standi að þessu hafi víðtæka reynslu af viðburðahaldi á þann hátt að þeir samlagist samfélaginu hverju sinni og það minnki áhættuna á hverskyns árekstrum. „Samfélagið hér hefur tekið vel á móti þessu. Við viljum þakka bæjaryfirvöldum fyrir að fá leyfi til að loka fyrir bílaumferð frá Linnetsstíg og út Strandgötuna til vesturs. Um miðjan júní verður sent dreifibréf til nágranna þar sem við sýnum teikninguna af svæðinu og þeir eru hvattir til að hringja í mig ef þeir hafa einhverjar spurningar. Við eigum gott samstarf við lögreglu, heilbrigðiseftirlit, eldvarnareftirlit o.s.frv. og aldurstakmarkið er 20 ár. Þetta getur ekki klikkað!“

  

 

 

 





   



 



 

 

 

 

 



 



  

  

 

 



 













 



 



           





 

  






ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKARÖÐ 2019

11. OG 12. DES 21. DES

BÆJARBÍÓ

19. DES

BÍÓHÖLLIN AKRANESI

HOF AKUREYRI

23. DES

HARPA REYKJAVÍK


6

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 13. júní 2019

MÚRBÚÐIN OPNAR Í

MÚRBÚÐIN KYNNING

HAFNARFIRÐI Vegfarendur í Valla- og Helluhverfi hafa undanfarna mánuði séð hvert iðnaðar- og þjónustuhúsnæðið rísa af öðru, enda er Hafnarfjarðarbær orðinn afar vinsæll meðal fyrirtækja og rekstraraðila. Við Selhellu er Múrbúðin búin að koma sér fyrir í alfaraleið. Það styttist í opnun en Fjarðarpósturinn fékk að kíkja við og ná spjalli við Stefán Óskar Gíslason verslunarstjóra. Hátt er til lofts og vítt til veggja í glæsilegu og nútímalegu húsnæði Múrbúðarinnar og á þessum laugardegi voru starfsmenn að raða í hillur og heilsuðu blaðamanni brosandi. Fljótlega sjást svo Kári Steinar Lúthersson framkvæmdastjóri og Stefán Óskar Gíslason, einnig á fullu við undirbúning. Þeir eru að vonum mjög spenntir og gaman er að geta þess að á meðan Fjarðarpósturinn var á staðnum gekk inn spenntur vegfarandi sem vonaði að búið væri að opna. Þjónusta við Hafnfirðinga í heimabyggð „Við munum opna núna á föstudaginn, 14. júní og erum óðum að koma öllu fyrir áður. Á þessum tíma árs fara einstaklingar og fyrirtæki á fullt við að ditta að umhverfi sínu; byggja breyta og bæta. Veðrið hefur leikið við okkur hér á SV-horninu að undaförnu, og það ýtir við fólki að vinna í garðinum, lagfæra húsin sín og mála. Margir Hafnfirðingar eru fastir viðskiptavinir hjá okkur í Múrbúðinni og því hlökkum við mikið til

að geta loksins þjónustað Hafnfirðinga í heimabyggð,“ segir Stefán. Í stefnu Múrbúðarinnar kemur fram að þar eru seldar vörur á góðu verði fyrir alla, alltaf. „Sá árangur hefur náðst með hagkvæmum innkaupum, lítilli yfirbyggingu og lágri álagningu. Viðskiptavinir Múrbúðarinnar geta því gengið að gæðum og góðu verði sem vísu, allt árið um kring.“ Eins og nafnið gefur til kynna býður Múrbúðin upp á allar múrvörur, en einnig málningarvörur og málningarverkfæri, gólfefni, flísar og Stefán Óskar Gíslason verslunarstjóri Múrbúðarinnar við Selhellu. parket, hreinlætistæki, festingavörur, áhöld og verkfæri og ýmsa grófvörur. „Úrvalið kemur fólki oft á óvart og það gengur hérna út með allt sem það þurfti á einum stað. Við hlökkum til að opna í Hafnarfirði og lofum að veita göflurum og öðrum Hafnfirðingum bestu mögulega þjónustu,“segir Stefán að lokum.

Myndir: OBÞ


Frábær júnítilboð! 50%

51%

35%

299

298

98

áður 598 kr

áður 459 kr

áður 199 kr

kr/askja

Bláber 125 gr askja

kr/pk

Grandiosa Calzone Skinka 165 gr

Emerge Orkudykkur 250 ml

27%

28%

35%

kr/stk

389

129

269

áður 599 kr

áður 179 kr

áður 369 kr

Ristorante Pizza Mozzarella eða Speciale

Papriku Stjörnur 90 gr

KIMS Ostepops 75 gr

30%

23% 2 fyrir 1

kr/stk

kr/stk

kr/pk

299

279

áður 389 kr

áður 399 kr

kr/stk

Fanta Lemon eða Fanta Shokata Zero 0,5 L

Opnunartími Firði: 08.00 - 20.00 Virka daga 10.00 - 18.00 Laugardaga 12.00 - 17.00 Sunnudaga

Fulfil bar Hnetu & karamellu, súkkulaði & hnetu eða salt caramel

kr/pk

Freyju dýr 110 gr - 3 tegundir


8

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 13. júní 2019

Tvíburasysturnar Steinunn Bára og Birgitta Þóra Birgisdóttir luku stúdentsnámi frá Flensborgarskóla með glæsibrag fyrir skömmu. Steinunn Bára varð dúx skólans, með meðaleinkunnina 9,8, en fast á hæla henni, með 9,7, kom Birgitta Þóra, auk Magnúsar Fannars Magnússonar. Þríeykið fékk viðurkenningu fyrir tveimur árum fyrir bestan árangur á fyrsta námsári – og þau koma öll úr sama bekk í Öldutúnsskóla. Við spjölluðum aðeins við systurnar um þennan stóra áfanga og góða árangur. Steinunn Bára útskrifaðist af raunvísindabraut með íþróttaafrekssviði. „Ég valdi þessa braut vegna þess að ég hafði mestan áhuga á raungreinum og fór á íþróttaafrekssvið af því að ég æfi frjálsar íþróttir,“ segir hún og spurð um hvað standi upp úr eftir dvölina í skólanum, að minningarnar góðar, námið hafi verið mjög gott. „Það er haldið mjög vel utan um nemendur og starfsfólk skólans er alltaf tilbúið að aðstoða mann.“ Steinunn Bára segir styrkleika sína vera metnað og að eiga frekar auðvelt með að skipuleggja tímann sinn. „Það sem er framundan hjá mér er að vinna í sumar og fram að áramótum og svo er ég að fara í þriggja mánaða heimsreisu. Ég stefni síðan á að fara í háskóla eftir það en er ekki alveg ákveðin hvað ég ætla að læra.“ Spurð segist Steinunn Bára ekki vera viss um hvað hún gæti hugsað sér að starfa við í framtíðinni, en áhuginn liggi mest á heilbrigðisvísindasviði og menntavísindasviði. Lífsmottóið: „Að reyna alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram við það

TVÍBURAR DÚX OG SEMI-DÚX Dúxarnir, tvíburasysturnar Steinunn Bára og Birgitta Þóra Birgisdætur.

sem ég geri“. Birgitta Þóra útskrifaðist einnig af af raunvísindabraut með íþróttaafrekssviði. „Ég valdi hana vegna þess að ég hafði mestan áhuga á raungreinum í grunnskóla, fór á íþróttaafrekssvið af því að ég æfi frjálsar íþróttir og fannst kostur að geta fengið

það metið.“ Birgitta Þóra á einnig mjög góðar minningar úr Flensborg. „Námið og starfsfólkið eru líka alveg frábær.“ Hún segir styrkleika sína felast í því að gera hlutina vel og vera skipulögð. „Ég ætla núna að taka eitt ár í pásu til að vinna og ferðast. Ég stefni svo á háskólanám eftir það en er ekki alveg

Mynd: Aðsend

búin að ákveða hvað ég vil læra.“ Spurð um mögulegt framtíðarstarf segist Birgitta Þóra ekki hafa hugmynd, en eins og er hafi hún ég mestan áhuga á heilbrigðis- eða menntavísindasviði. Lífsmottóið: „Reyna bara að leggja metnað í það sem ég geri og gera alltaf mitt besta.“

KOLEFNISJÖFNUÐU MEÐ GRÓÐURSETNINGU Nemendur í 10. bekk Öldutúnsskóla gróðursettu fyrir skömmu 4 rifsberjarunna, 2 sólberjarunna og 35 birkiplöntur í trjálundi sem hlaut nafnið Júlíulundur eftir Júlíu Heiði Guðmundsdóttur, nemenda í 10. bekk sem situr í umhverfisnefnd skólans og kom með hugmyndina af því að gróðursetningunni. Hún var liður í að

kolefnisjafna mengum nemenda og starfsfólks skólans. Upphafið að þessu var þemavika sem var haldin var Öldutúnsskóla í apríl og var tileinkuð Grænfánanum og náttúruvernd. Nemendur í umhverfisnefnd skólans, sem samanstendur af nemendum úr 7. 10. bekk, komu með hugmyndir og

útfærslur af verkefnum sem kennurum var frjálst að nýta. Endurunnir voru alls konar hluti í öllum árgöngum skólans en meðal annars voru búnar til buddur úr mjólkurfernum og fjölnotapokar úr stuttermabolum svo eitthvað sé nefnt. Í unglingadeildinni var unnið með fata-, matasóun og raftækjasóun. Nemendur settu upp nytjamarkað og

seldir voru hlutir sem nemendur höfðu búið til á þemadögunum. Markaðurinn gekk vonum framar og alls söfnuðu krakkarnir hátt í 70 þúsund krónur. Krakkarnir gróðursettu fyrir svo ágóðann. Afgangurinn var veglegur og gátu því nemendur keypt vatnssíu og 25 bólusetningar gegn mislingum hjá Unicef. Fleiri myndir á vefnum.


GleÐilega þjóÐhátíÐ í HafnarfirÐi Hátíðardagskrá • 8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling á Hamrinum. Skátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn. • 11:00 Þjóðbúningasamkoma í Flensborg Annríki - Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa. Þjóðbúningamyndataka við Hafnarborg kl. 15:00. • 13:00 Skrúðganga frá Flensborgarskóla Gengið niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og skátafélagið Hraunbúar leiða skrúðgönguna. • Kl. 13:30-17:00 Hátíðarhöld á Thorsplani • Karlakórinn Þrestir, ávarp fjallkonu Katla Sif Snorradóttir, setning Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og ávarp nýstúdents Nanna Björg Guðmundsdóttir. • 14:00 Latibær - Íþróttaálfurinn & Solla stirða • 14:20 Sigurvegarar í söngkeppni félagsmiðstöðva • 14:30 Lína langsokkur • 14:50 Fútlúz - atriði frá söngleik Víðistaðaskóla • 15:00 Víkindabardagi - Rimmugýgur • 15:05 Katrín Halldóra syngur lög Ellýjar Vilhjálms • 15:30 Karíus og Baktus • 15:45 Systra-Akt söngleikur leikfélags Flensborgar • 16:00 BRÍET • 16:30 JóiP og Króli • 17:00 Maxi X Daxi • Kynnir er Björgvin Franz Gíslason

Skemmtidagskrá við Hafnarborg Opið í Hafnarborg frá kl. 12-17 • Tímahvörf: Sýn átta samtímaljósmyndara á Hafnarfjörð og sýningin comme ça louise? • Þjóðbúningasýning þar sem sérstök áhersla er lögð á þjóðbúninga kvenna og þróun þeirra. Í aðalsal Hafnarborgar • 14:00 Guðrún Árný söngkona • 15:30 Ingó Geirdal töframaður Við Hafnarborg frá kl. 14-16 • Línudans félags eldri borgara, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, stúlkur frá Fimleikafélaginu Björk, gjörningur listahóps Vinnuskólans og hljómsveitirnar Little Menace og Ravison.

Skemmtidagskrá við Byggðasafnið

Opið í sex húsum Byggðasafnsins frá kl. 11-17 auk ljósmyndasýningar á Strandstíg Við Pakkhúsið • Hestvagn Bettínu og hoppukastali.

Skemmtidagskrá við Bókasafnið

• Diskótekið Dísa, hoppukastalar, litli róló • 15:00 Leikhópurinn Lotta

Víkingahátíð á Víðistaðatúni

• Víkingahátíð Rimmugýgjar á Víðistaðatúni frá kl. 13-19. Aðgangur ókeypis.

Hátíðarhöld um allan bæ Austurgötuhátíð • Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna. Linnetstígur • Brettafélag Hafnarfjarðar setur upp snjóbrettasýningu Gamli Lækjarskóli • Siglingaklúbburinn Þytur verður með báta og kajaka á Læknum • Teymt undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla Dagskrá á Strandgötu, stræti og torg • Á Standgötunni verða sölubásar, leiktæki, skotbakkar, borðtennis, bogfimi, pílukast og tónlist. • Skapandi sumarstörf og listahópur Vinnuskóla Hafnarfjarðar verða á ferðinni Sjúkrastofnanir • Heiða Ólafsdóttir og Helgi Hannesson heimsækja sjúkrastofnanir og flytja íslenskar perlur

Nánari upplýsingar á hafnarfjordur.is og á Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar Skiljum hundana eftir heima

Göngum í bæinn

Bílastæði nærri miðbænum

Engin bílaumferð

Ekki er leyfilegt að vera með hunda á viðburðasvæðunum - hvorki lausa né í taumi Fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Tækniskólann, Flensborg eða Íþróttahúsið Strandgötu. Bílastæði fatlaðra eru við Linnetstíg 1

Göngum í bæinn, tökum Strætó eða leggjum löglega nærri miðbænum Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur


10 FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 13. júní 2019

GÁFU BJÖRGUNARSVEITINNI

MILLJÓN

Lionsklúbburinn Ásbjörn fagnar á árinu 45 ára afmæli og á fögnuði sem félagarnir efndu til á dögunum í golfskála Golfklúbbsins Keilis mætti tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson og sló bæði á létta strengi og gítarstrengi, viðstöddum til gleði, söngs og ánægju. Af sama tilefni færðu félagar lionsklúbbsins Björgunarsveit Hafnarfjarðar eina milljón króna. Gísli Johnsen, formaður björgunarsveitarinnar, veitti gjöfinni viðtöku. Fleiri myndir á fjardarposturinn.is

Sumarsund fyrir börn 4-10 ára Sundfélag Hafnarfjarðar verður með sundnámskeið fyrir börn, bæði synd og ósynd, í Ásvallalaug.

Námskeiðin standa yfir í tvær vikur, eða 10 skipti

Bráðskemmtileg námskeið sem allir hafa gaman af Nánari upplýsingar og innritun má finna á www.sh.is

Sundfélag Hafnarfjarðar www.sh.is - sh@sh.is - s: 555 6830

Tímabil í boði: 24.06. - 05.07 08.07 - 19.07 22.07 - 02.08


FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

11

BÆRINN MEÐ AUGA

GESTSINS Í sumar stendur sýningin Tímahvörf – sýn átta samtímaljósmyndara á Hafnarfjörð yfir í Hafnarborg en þar má sjá bæinn okkar frá sjónarhorni ljósmyndara frá Íslandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Póllandi – og sýningarstjórinn kemur frá Danmörku. Þau beina sjónum sínum að því sem er yfirleitt ekki í brennidepli og við erum vakin til umhugsunar um það hvert við stefnum sem bæjarfélag eða hvaða áhrif við, bæði byggðin í heild og íbúarnir sjálfir, höfum á nærumhverfi okkar, um það hvernig við hugsum eða viljum hugsa um bæinn. Fjarðarpósturinn ræddi við Ágústu Kristófersdóttur, forstöðumann Hafnarborgar, í tilefni opnunar sýningarinnar um þarliðna helgi.

„Það er mikilvægt hlutverk Hafnarborgar að horfa til og endurspegla nærsamfélag sitt, að skoða bæinn, mannlífið og þróun byggðarinnar út frá skapandi sjónarhorni. Síðan ég tók við sem forstöðumaður hef ég því fylgst með listamönnum sem fást við Hafnarfjörð í verkum sínum og þá sérstaklega þeim sem stunda list sína með myndavélina að vopni, þar sem ég skynjaði að þar væri eitthvað sérstakt í gangi. Þá hafa sumir af okkar fremstu ljósmyndurum, svo sem Spessi og Pétur Thomsen, unnið myndaseríur í Hafnarfirði, þar sem þeir fylgjast með þróun byggðarinnar í bænum en verk eftir þá eru einnig hluti af safneign

Hafnarborgar. Fleiri ljósmyndarar hafa sömuleiðis sótt myndefni til bæjarins og þar var margt spennandi að finna. Þegar það var svo ljóst að þetta væri efni í sýningu var danski sýningarstjórinn Kirsten Simonsen fengin til þess að fylgja hugmyndinni til enda.“

Hvernig var staðið að valinu á þátttakendum sýningarinnar? „Þegar kom að því að velja þátttakendur var litið til þess hverjir hefðu verið virkir á þessu sviði það sem liðið er af öldinni, auk þess sem leitast var við að sýna fjölbreytt sjónarhorn og ólíkar raddir. Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar ásamt syni sínum. Á endanum voru það svo þau Daniel Reuter, Marino Thorlacius, Pamela Perez, Pétur Thomsen, Spessi, Stas Zawada, Stuart Richardson og Svala Ragnars sem voru valin til leiks. Nálgun þeirra er afar ólík og sýnir okkur að bærinn býr yfir miklum töfrum hvort sem er í froststilltu landslagi, tilbúinni birtu raflýsingarinnar eða í þeim handanheimum sem aðeins næmt auga og skynjun nemur. Það var einnig merkilegt að sjá leiðir þeirra liggja saman í aðalsal Hafnarborgar, þar sem verkin fá jafnt að njóta sín á eigin forsendum og eiga í samtali sín á milli. Þrír ljósmyndaranna eiga svo einhvers konar rætur hér í bænum – Svala er uppalin hér, Stas hefur búið hér í miðbænum um árabil og Pamela er nýflutt aftur til New York eftir 10 ár í Hafnarfirði.“ Lesendum er bent á að Hafnarborg er opin alla daga, nema þriðjudaga, frá klukkan 12 til 17 og aðgangur er ókeypis. Fjöldi fjölbreyttra mynda úr Hafnarfirði er á sýningunni.

Ágústa Kristófersdóttir ásamt ljósmyndurunum góðu og fyrrnefndu. .

Myndir: OBÞ


12 FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 13. júní 2019

0 0 1 HUNDATEGUNDIR

Á VÍÐISTAÐATÚNI

Margt var um hundinn og manninn á árlegum sumarsýningum Hundaræktarfélags Íslands sem fram fór í sólríku veðri á Víðistaðatúni um liðna helgi. Um 1400 hundar voru skráðir til keppni af 100 tegundum hreinræktaðra hunda sem finna má á Íslandi á tvöfalda sýningu félagsins, sem fagnar 50 ára afmæli í ár. Alþjóðlegt dómaralið frá Ungverjalandi, Króatíu, Írlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi mat hundana samkvæmt stöðlum FCI, alþjóðasamtökum hundaræktarfélaga. Bergdís Norðdahl, ljósmyndari Fjarðarpóstsins, tók þessar fallegu myndir.

fjardarposturinn.is


fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

FJARÐARPÓSTURINN 13

A N N A M SJÓ INN DAGUR

Það var frábær stemning í bænum á Sjómannadaginn, sem aldrei þessu vant fór fram í blíðskaparveðri. Bergdís Norðdahl, ljósmyndari Fjarðarpóstsins, var á flakki og tók þessar skemmtilegu myndir um sjómannadagshelgina.

Sjómenn voru heiðraðir að venju og voru það eftirtaldir ásamt eiginkonum. 1. Jón Kristinn Jónsson, matsveinn og Ólöf Valdimarsdóttir 2. Ari E Jónsson 3. Gabríel Guðmundsson, háseti og Aðalbjörg Hannesdóttir 4. Gunnar Jónsson, vélstjóri og Karolína Jósepsdóttir Ásta Magnúsdóttir ekkja Júlíusar Sigurðssonar skipstjóra lagði blómsveig að minnismerki um tinda sjómenn við Víðistaðakirkju.


14 FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 13. júní 2019

fjardarposturinn.is

Rósa Guðbjartsdóttir, Guðni TH. Jóhannesson og Björn Pétursson. Myndir: OÞB

SAGA KARMELKLAUSTURSINS

U N I S Ú H K K Í PA

Í skjóli klausturs nefnist glæný sýning í Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar. Um er að ræða 80 ára sögu Karmelklaustursins í Hafnarfirði. Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, flutti stutt ávarp við opnun sýningarinnar 1. júní sl. Fleiri tóku máls og pólskt þjóðlagaband spilaði skemmtilega tónlist í blíðunni meðan á viðburðinum stóð. Fjarðarpósturinn mætti og slóst í hóp þeirra sem nutu sýningarinnar. Myndir: OBÞ


Siglinganámskeið Í sumar býður Siglingaklúbburinn Þytur upp á siglinganámskeið fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri, fædd 2009 og fyrr. Hvert námskeið er í tvær vikur hálfan daginn kl. 9-12 eða kl. 13-16.

11. júní – 21. Júní* ( fyrir eða eftir hádegi ) 24. Júní – 5. Júlí (fyrir eða eftir hádegi) 8. Júlí – 15. Júlí (fyrir eða hádegi) *frí 17.júní

Skráning er á sailing.is

Húsasmiðjan í Hafnarfirði leitar að öflugum liðsauka Ert þú öflugur sölumaður? Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi til þess að bætast í hóp öflugra starfsmanna Húsasmiðjunnar í Hafnarfirði. Lögð er áhersla á jákvætt hugarfar og metnað fyrir því að veita framúrskarandi þjónustu. Um er að ræða fjölbreytt framtíðarstarf og 100% starfshlutfall. Helstu verkefni: • Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Almenn umhirða verslunar • Önnur tilfallandi verslunarstörf Menntunar- og hæfniskröfur: • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Sterk öryggisvitund • Almenn tölvukunnátta

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf fljótlega og við hvetjum bæði kynin til þess að sækja um starfið.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendast í gegnum ráðningarvef Húsasmiðjunnar www.husa.is/laus-storf Nánari upplýsingar um starfið gefur Atli Ólafsson, rekstrarstjóri á atliol@husa.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2019.

Gildin okkar eru: Metnaður Þjónustulund Sérþekking

Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.


8. - 14. JÚLÍ

TÓNLISTAR- OG BÆJARHÁTÍÐIN HJARTA HAFNARFJARÐAR

BJÖRGVIN FRIKKI DÓR HALLDÓRSSON JÓNAS SIG + H L J ÓM SVEI T + H L J ÓMSVEI T OG MILDA HJARTAÐ Á MÓTI SÓL VÖK 13 . JÚLÍ 14. JÚL Í 11. JÚLÍ 1 0. J Ú L Í 12 . JÚLÍ

DIM M A 9 . JÚ LÍ

ÚTISVÆÐI 10. JÚLÍ 9. JÚLÍ 8. JÚLÍ FRIÐRIK DÓR OPNUNARHÁTÍÐ DIMMA Á RISASKJÁ Á RISASKJÁ D J TIL MIÐNÆTTIS FRÍTT INN DJ TIL MIÐ N Æ T T I S

11. JÚLÍ BO HALL Á RISASKJÁ PAPABALL Á ÚTISVÆÐI TIL KL 1

12. JÚLÍ JÓNAS SIG Á RISASKJÁ PAPABALL Á ÚTISVÆÐI TIL KL 1

MIÐASALA Á MIDI.IS TA HJARNARHAF ÐAR FJAR

R BJÓ

KORT

SALA Á BJÓRKORTUM ER Á MIDI.IS. TAKMARKAÐ MAGN Í BOÐI

LÉT TÖ L

13. JÚLÍ Á MÓTI SÓL Á RISASKJÁ ÁMS BALL Á ÚTISVÆÐI TIL KL 1


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.