Fjarðarpósturinn 27. júní 2019

Page 1

Bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

RESTAURANT

Stofnuð 1982

AUGLÝSINGASÍMI 6950207

Ferskur fiskur Sími: 555 7030 www.burgerinn.is Fimmtudagur 27. júní 2019

Hellisgata 26

Sérlega skemmtilegt 152,8 fm. einbýlishús á einstökum stað í gamla vesturbænum, skráð byggingarár 1986. Fjögur svefnherbergi. Lækkað verð. 69,9 millj.

Borðapantanir í síma:

565 5250

Sími 555 4855

fjardarposturinn.is - fullt af fréttum úr Firðinum

Sólvangsvegur 3

Bjarkavellir 1

Björt og falleg ný standsett 112,6 fm. íbúð á jarðhæð með sérinngang, vinsælt fjölbýli ætlað 60 ára og eldri. Mikil og góð sameign. Verð 62,9 millj.

Nýleg vönduð 3ja herb. 69,9 fm. íbúð á 2. hæð í nýlegu vönduðu lyftuhúsi, mjög vel staðsettu fremst í vallarhverfinu. Verð 38,9 millj.

20. tbl.37. árg

Stofnuð 1983

ÁLFAR Á HÓL Í HELLISGERÐI Þessir flottu og vígalegu álfastrákar voru meðal fjölmargra slíkra sem létu sjá sig á árlegri Álfahátíð í Hellisgerði sl. helgi. Okkur grunar að þeir sjái um að vernda þennan fallega og vinsæla sælureit Hafnfirðinga. Nánar um þessa sístækkandi hátíð og fleiri myndir á bls. 15. Mynd/Sigurður Brynjólfsson

BÓKAÐU TÍMA Á NETINU HJÁ MAX1! Allar tímabókanir eða afbókanir, verðfyrirspurnir fyrir dekk og bílaviðgerðir, fyrirspurnir um bíla í viðgerð og aðrar fyrirspurnir fara í gegnum vefinn.

Bókaðu tíma núna. Við svörum um hæl.

Dalshrauni 5 220 Hafnarfirði Bíldshöfða 5a 110 Reykjavík Jafnaseli 6 109 Reykjavík

BÓKAÐU TÍMA Á

MAX1.IS


2

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 27. júní 2019

MEISTARAFLOKKUR DÍH ÆFIR Í KAPLAKRIKA

28.6. Andri Björn Róbertsson

29.6. Kammerkór Suðurlands 30.6. Dúó Stemma Fjölskyldutónleikar

Mynd: Olga Björt

Auður Haraldsdóttir (fyrir miðju) ásamt nemendum og kennurum í DÍH

Meistaraflokkur Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar, sem hefur lengi vel æft í húsnæði Fimleikafélagsins Bjarkar, fékk nýja aðstöðu í Sjónarhóli hjá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í Kaplakrika. Fjarðarpósturinn rak inn nefið á fyrstu æfinguna og hitti þar Auði Haraldsdóttur framkvæmdastjóra, ásamt fríðum hópi nemenda og kennara. Þau voru að vonum afar kát með þessa flottu aðstöðu og góða samstarf.

Frímann & hálfdán Útfararþjónusta hafnarfjarðar

Frímann 897 2468

Hálfdán 898 5765

11.7. Master Class Tónleikar 12.7. Umbra Ensemble

13.7. Diddú og Guðrún Jóhanna 14.7. Atli Heimir Minningartónleikar Tónlistarsmiðjur fyrir:

6-18 mánaða, 3-5 ára og 6-12 ára Söngnámskeið fyrir áhugafólk Kristinn Sigmundsson: Master Class

www.songhatid.is

Ólöf 898 3075

Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is

Cadillac 2017

GARÐAÞJÓNUSTA Garðsláttur, garðvinna. Vanur maður, góðar vélar. Hagstætt verð. Geri tilboð. Upplýsingar í síma: 845 2100

Sunnudagurinn 30.júní Helgistund í Garðakirkju kl 11

Prestur og organisti í Garðaprestakalli leiða stundina. Í júlímánuði tekur Hafnarfjarðarkirkja þátt í helgihaldi í Garðakirkju og er ekki messaði í Hafnarfjarðarkirkju á meðan. Sjá nánari upplýsingar á hafnarfjardarkirkja.is og facebook.com/Hafnarfjarðarkirkja

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahraun 5a

ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA

Útgefandi: Björt útgáfa ehf. kt. 480119-0960 VSK.nr. 133481 Ritstjóri: Olga Björt Þórðardóttir Áb. maður: Olga Björt Þórðardóttir

Ritstjórn og auglýsingar: 695 0207 ritstjorn@fjardarposturinn.is, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa ISSN 1670-4193

Sverrir Einarsson

Margrét Á. Guðjónsd. Kristín Ingólfsdóttir

Hannes Ó. Sampsted

Símar allan sólarhringinn: 565 5892 & 896 8242 Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er www.utfararstofa.is



4

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 27. júní 2019

RAUÐI DJÖFULLINN

MÆTTI

Myndir: OBÞ

Milwaukee-bíllinn, eða Rauði djöfullinn, kom í sína árlegu heimsókn til Verfærasölunnar fyrir skömmu. Margir kíktu við og kynntu sér mikið og nýtt úrval af tækjum og tólum og fengu sér jafnvel pylsu í leiðinni. Fjarðarpósturinn kíkti líka við.

Sumarsund fyrir börn 4-10 ára Sundfélag Hafnarfjarðar verður með sundnámskeið fyrir börn, bæði synd og ósynd, í Ásvallalaug.

Námskeiðin standa yfir í tvær vikur, eða 10 skipti

Bráðskemmtileg námskeið sem allir hafa gaman af Nánari upplýsingar og innritun má finna á www.sh.is

Sundfélag Hafnarfjarðar www.sh.is - sh@sh.is - s: 555 6830

Tímabil í boði: 24.06. - 05.07 08.07 - 19.07 22.07 - 02.08


vfs.is

U R Ö V AL I R Æ F K R E V

VERKFÆ R A SA LA N • S ÍÐ U M Ú L A 9, R E Y K JAV Í K • D A L S H RAU N I 13, H AF N ARFIRÐ I • D AL SBRAU T 1, AKU RE YRI • S: 560 8888 • vf s.is


6

FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 27. júní 2019

SAMSTARF

HLÚUM AÐ

KÖRFUBOLTANUM Myndir: Aðsendar

Haukamenn á A landsliðsæfingu karla.

Þær frábæru fréttir bárust nýlega að körfuknattleiksmaðurinn Hilmar Smári Henningsson hafi skrifað undir samning við stórveldi Valencia í spænsku úrvalsdeildinni og núverandi EuroCup meistara. Hann fylgir þarna í fótspor Kára Jónssonar sem gerði samning við Barcelona fyrir stuttu síðan. Þarna hafa á stuttum tíma tveir efnilegir Haukamenn gengið til liðs við ein af stærstu liðum Evrópu og við verðum aðeins að staldra við og klappa fyrir þeim. Það er alveg klárt að svona árangur næst ekki auðveldlega og það þurfa mörg púsl að passa saman svo að þessir hlutir geta gerst. Óbilandi trú og fórnfýsi þessara drengja spilar þar stórt hlutverk og það má nefna það að bæði Hilmar og Kári eru afskaplega auðmjúkir og góðir drengir, kurteisir við allt og alla og bera mikla virðingu fyrir sér og öllum í kringum sig. Það sem mig langar að benda á í þessari grein eru þær fyrirmyndir sem þarna verða til. Bæði Hilmar og Kári miðla fúslega af sinni reynslu til sér yngri liðsfélaga og eru mörg hundruð ungra drengja og stúlkna gegnheilar fyrirmyndir. Þau líta til þeirra og sjá að ef þau hafa vilja og metnað til, þá liggja þeim sömu vegir færir. En það eru fleiri púsl í spilinu sem mig langar að benda á. Haukar hafa aðgang að einni bestu aðstöðu til

Landsliðsfólk Hauka.

körfuboltaiðkunar sem til er á Íslandi og þótt mikið víðar væri leitað. Þarna ber að þakka samstarf við bæjaryfirvöld og þeim metnaði sem hefur verið hjá þeim og stjórnarfólki Hauka að koma upp þessum mannvirkjum. Einnig hafa þeir fengið góða þjálfun í gegnum tíðina og það er okkur mikið hugarefni að byggja vel undir alla yngriflokka þjálfun um komandi ár en Haukar hafa alla tíð átt gríðar sterka yngriflokka hjá bæði stelpum og strákum. En ungir leikmenn verða að hafa eitthvert að stefna! Það vill oft brenna við að rekstur á afreks íþróttaliði í meistaraflokkum er litinn ákveðnu hornauga. Þangað fara stundum töluverðir fjármunir og það eru skiptar skoðanir á því hvernig er best að verja þeim peningum. Fyrir ári síðan lentu Haukar í því að missa heilt byrjunarlið frá sér þegar Kári fór til Barcelona, Breki Gylfason fór á körfuboltastyrk í háskóla í Bandaríkjunum, Finnur Atli Magnússon flutti til útlanda og Emil Barja stökk yfir til KR og henti í einn Íslandsmeistaratitil (Emil er kominn samt aftur heim). Fá lið á landinu hefðu staðið þetta af sér en þar sem Haukar hafa gríðarlegt bakland af hæfileikaríkum ungum leikmönnum kom maður í manns stað. Bæði karlaog kvennaliðin eru nánast eingöngu byggð upp af uppöldum heimakrökkum og bæði verða þau í fremstu röð á Íslandi á næsta tímabili. Mikilvægi þess að reka öfluga

meistaraflokka er gríðarlegt. Metnaðarfullir ungir leikmenn verða að hafa öflugan meistaraflokk til þess að stefna á og ekki bara það, heldur öflugan meistaraflokk sem hafa að geyma fyrirmyndir. Leikmenn eins og Hilmar og Kára sem geta þarna fengið að þrífast og þróast sem leikmenn þangað til að þeirra markmiðum er náð, hvort sem það er að spila vel á Íslandi í góðu liði eða fara í atvinnumennsku. Það er því alveg jafn mikilvægt að reka öfluga meistaraflokka eins og að halda úti öflugu starfi í yngri flokkum. Þessir tveir hlutir fylgjast að og geta helst ekki án hvors annars verið. Ekki ef skila á leikmönnum í stærstu deildir Evrópu. Þótt ég ræði hér mikið um að gefa metnaðarfullum krökkum greiða leið til þess að ná sínum markmiðum, þá erum við ekki öll eins. Innan Körfuknattleiksdeildar Hauka fara einnig fram metnaðarfullar æfingar fyrir krakka með sérþarfir. Þau eiga líka að fá allan þann stuðning sem þarf til þess að ná sínum markmiðum. Þetta starf er leitt áfram af Kristni Jónassyni í samstarfi við KKÍ og Íþróttasamband fatlaðra. Hver veit nema að við eigum eftir að sjá okkar liðsmenn sækja Special Olympics heim sem stolt afreksfólk Hauka. Hafnarfjörður má vera stoltur af þeim leikmönnum og fyrirmyndum sem þarna verða til. Þótt það séu mörg mismunandi íþróttafélög í Hafnarfirði er bara eitt körfuboltalið og því erum við öll Haukafólk þegar það snýr að körfubolta. Á komandi t í m a b i l i munum við stilla upp s te r k u m liðum í karlaog kvennaflokki, byggðum á heima­ k r ö k k u m sem hafa alist upp á fjölum

Ásvallar. Við munum hefja tímabilið í nýjum íþróttasal, Ólafssal, kenndan við einn uppáhaldsson Hauka, Ólaf Rafnsson. Þar munum við leggja mikinn metnað í umgjörð og stemningu sem verður gaman að heimsækja, en einnig til þess að veita upprennandi leikmönnum og yngri félagsmönnum hvatningu til að ná langt. „Einn daginn, ef ég legg mig fram, get ég spilað í þessum sal og með þessari umgjörð og með þessum fyrirmyndum“. Þessa hugsjón verðum við að vernda og það verður aðeins gert með samstarfi Hafnarfjarðarbæjar, stuðningsfólks og fyrirtækja í bænum. Við hvetjum alla til þess að gerast meðlimir í stuðningsmannaklúbbi Hauka, Haukar í Horni, með því að senda tölvupóst á korfubolti@haukar.is og fyrirtækin í bænum hvetjum við til þess að heyra í okkur og fá okkur í heimsókn. Þar getum við kynnt betur það starf sem fer fram í körfuknattleiksdeildinni og ýmsa möguleika á samstarfi. Ef við Hafnfirðingar stöndum saman og hlúum að því körfuboltastarfi sem fer fram á Ásvöllum getum við litið stolt til enn fleiri heimalinga sem fara út í heim og gera það gott og verða svo í framhaldinu sterkar fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Með Haukakveðju,

Bragi Hinrik Magnússon Formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka


FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

7

BESTA „LEAGUE OF LEGENDS“ LIÐIÐ TIL FH Rafíþróttir FH, eða FH eSports, og liðsmenn Frozt hafa gert með sér samning um að Frozt-liðið æfi og keppi í tölvuleiknum League of Legends (LoL) undir merki FH eSports. Þetta er fyrstu samningar FH eSports við rafíþróttamenn. Nýverið vann Frozt Lenovo deildarkeppnina í LoL og komst þar með í úrslitakeppni deildarinnar. Liðið vann svo sinn leik í undanúrslitunum og næstkomandi miðvikudag er úrslitaleikurinn í LoL þar sem Frozt mætir DUSTY í Háskólabíói. Að auki hefur Frozt-liðið unnið sér inn rétt til að keppa á Nordic Championship, er kalla mætti Norðurlandamót í LoL, sem hefst um miðjan júlí. Liðið skipa: Gísli Freyr Sæmundsson (Zarzator), Kári Gunnarsson (Tediz), Páll Jakobsson (Legions), Garðar Snær Björnsson (Sósa), Róbert Daníel Cutress (Hyperactive) og Daníel Sigurvinsson (NaCl).

SPORTIÐ RÚNAR ÍSLANDSMEISTARI

BASL Í FÓTBOLTANUM

Kylfingurinn Rúnar Arnórsson úr GK varð Íslandsmeistari í holukeppni um liðna helgi. Rúnar átti titil að verja og hafði betur gegn Ólafi Birni Loftssyni í úrslitaeinvíginu um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Leikið var á Garðavelli á Akranesi og þar sýndi okkar maður frábær tilþrif og vann að lokum sannfærandi og sanngjarnan sigur. Til hamingju Rúnar.

Hafnfirskum knattspyrnuliðum gengur misjafnlega í upphafi sumars. FH hefur ekki unnið sigur í síðustu fjórum leikjum í PepsiMax deild karla og stórveldið situr í sjöunda sæti deildarinnar. Haukar eru í erfiðri fallbaráttu í Inkassodeildinni þar sem Haukar eru í níunda sæti. Helena Ósk Hálfdánardóttir

Kvennaliði FH hefur hins vegar gengið ágætlega í Inkasso-deildinni þar sem liðið er í þriðja sæti. Helena Ósk Hálfdánardóttir og Nótt Jónsdóttir hafa báðar skorað fjögur mörk og eru meðal markahæstu leikmanna deildarinnar . Haukar leika í sömu deild og eru í sjöunda sæti.

HILMAR SMÁRI TIL VALENCIA

Hilmar Smári Henningsson hefur samið við Valencia til tveggja ára og mun því leika í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta haust. Hilmar Smári er uppalinn Haukamaður sem hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og fékk nýverið tækifæri í A-landsliðinu. Hilmar var valinn efnilegasti leikmaður Dominosdeildarinnar á síðustu leiktíð en hann er aðeins 19 ára gamall.

Texti: Benedikt Grétarsson bgretarsson@gmail.com Nótt Jónsdóttir

TILNEFNINGAR TIL VIÐURKENNINGA

SNYRTILEIKINN 2019 Hver á flottasta garðinn, götuna eða stofnanalóðina í Hafnarfirði? Tekið er á móti tilnefningum til og með 19. ágúst á: berglindg@hafnarfjordur.is

585 5500 hafnarfjordur.is


8

FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 27. júní 2019

FJÖLBREYTILEGT OG SKAPANDI STARF

DAGFORELDRA Í Hafnarfirði starfa 35 dagforeldrar, þar af tvenn hjón og bærinn vill alveg endilega bæta fleirum við í þennan góða og mikilvæga hóp. Starf dagforeldra er fjölbreytilegt og skapandi og byggir í grunninn á góðu og traustu sambandi milli barns, dagforeldris og foreldra. Dagforeldrar í Hafnarfirði eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi frá sínu sveitarfélagi samkvæmt ákveðnum skilyrðum. Daggæslufulltrúi Hafnarfjarðarbæjar hefur umsjón og eftirlit með starfsemi dagforeldra auk þess að veita þeim faglega ráðgjöf frá degi til dags. Fjarðarpósturinn kíkti í heimsókn til fjögurra dagforeldra sem hafa starfað mislengi sem slíkir. Þau eiga það sameiginlegt að vera ánægð og geta ekki hugsað sér að starfa við annað.

„STARFIÐ YNGIR MANN UPP“ Hjónin (Magnús) Karl Daníelsson og Ragnheiður Jónsdóttir búa við Skipalón og byrjuðu upphaflega sem dagforeldrar árið 2003 í Garðabæ og í Hafnarfirði frá 2005 – 2008, en þá fluttu þau til Grindavíkur í 5 ár og svo aftur í Hafnarfjörð. Þau segja starfið afar gefandi og skapandi og vinnutímann vera góðan. „Börnin er á svo yndislegum aldri. Við kennum þeim að borða, ganga og ýmislegt annað og þau uppgötva svo margt. Við höfum fengið allt niður í 6 mánaða börn og upp í tveggja ára og við erum með 7-8 í mesta lagi til að geta sinnt þeim sem best. Þurfum ekkert meira. Við byrjum 7:45 og erum til 16:15,“ segir Karl. Ragnheiður bætir við að það fari eftir því hvenær börn fæðast á árinu hvenær þau komast að á leikskóla hér í bæ. Í Garðabæ séu börn aftur á móti tekin frá dagmæðrum úr stuttri aðlögun og beint í ungbarnaleikskóla. Þau telja þá þróun ekkert endilega betri fyrir börnin. Góður vinnutími og góð frí Karl segir að þau kynnist ógrynni af fólki og breiðri flóru af foreldrum og einnig

ömmum og öfum. Ragnheiður segir að gaman sé að hitta börnin á förnum vegi og þau muni vel eftir þeim og heilsi með nafni. „Þetta er í senn gefandi og skapandi. Vinnutíminn góður og við eigum okkar frí. Þægilegt hvað það varðar. Starfið yngir mann upp þótt það geti stundum verið erfitt.“ Margir séu í einu á heimilinu hjá þeim þegar aðlögunin á sér stað en það gangi yfir. „Við höfum reynt að stýra því þannig að ekki séu allir í aðlögun í einu. Þetta er svo fastur punktur hjá börnunum að koma hingað í rútínuna að þau eru oft dauðþreytt á mánudögum og þurfa að sofa mikið. Þá leyfum við þeim það bara. Þau vita að hverju þau ganga hérna.“ Þau hjón eru sammála um að starfið sé gefandi fyrir fólk á þeirra aldri, um og yfir sextugt. „Maður gengur í endurnýjun lífdaga við að setjast á gólfið og leika. Við erum kölluð amma og afi. Þetta starf er líka gott fyrir ungar konur sem vilja vera til staðar heima fyrir eigin börn. Dóttir okkar sem er að verða 18 ára hefur okkur alltaf heima og hefur hjálpað okkur líka og börnin dýrka hana. Það má endilega hringja í okkur dagforeldra og spyrja nánar um starfið.“ Hjónin (Magnús) Karl Danníelsson og Ragnheiður Jónsdóttir.

fjardarposturinn.is

SAMSTARF


„ÉG HEF VERIÐ ROSALEGA HEPPIN“ Sigríður Jónsdóttir, sem alltaf er kölluð Sigga, hefur starfað sem dagmóðir í 46 ár og er 69 ára. Hún hafði búið við Blómvang 4 í eitt ár þegar tvær dagmömmur við sömu götu hvöttu hana til þess að slást í hópinn. Sigríður sér ekki eftir því og hefur notið hverrar stundar með börnunum og að kynnast foreldrum þeirra. Blaðamaður kíkti á fallegt heimili Siggu þar sem gleðiliturinn bleikur er afar áberandi. Þegar Sigríður ákvað að gerast dagmamma var hún sjálf heima með þrjú börn á aldrinum eins árs til þriggja ára. „Þetta var svo gaman og góður félagsskapur dagkvennanna og ég var í stjórn dagmæðrafélagsins í mörg ár. Við bárum út allan póst sem við gerum í dag líka fyrir systrafélagið í Víðistaðakirkju, sem ég hef einnig verið í lengi. Ég á svo marga vini og vinkonur sem ég hef kynnst í gegnum starfið. Ég startaði mömmumorgnum í Víðistaðakirkju fyrir 35 árum og lánaði þeim t.a.m. leikföng. Það er svo gefandi að klæða fermingarbörnin í kyrtlana og ég hef klætt börn sem ég passaði á sínum tíma. Núna er ég að passa eitt barn konu sem ég passaði líka þegar hún var lítil. Ég er að hitta börnin mín í útilegum og úti í búð, krakka sem eru um fertugt í dag. Tveir sem voru hjá mér eru í dag að læra kokkinn saman,“ segir Sigga og ljómar. Hefur passað fyrir nokkra bæjarstjóra Hún rifjar upp að áður fyrr skiptist vinnudagur hennar um tíma í þrískiptar vaktir. „Ég var t.d. með einn strák í sjö ár og hann var í kvöldmat hjá mér líka. Á tíunda áratug síðustu aldar passaði ég barn fyrir einstæða móður sem þekkti ekki barnsföður sinn. Hún fór í jarðarför og þar kynnast þau upp á nýtt og taka saman. Svo gekk allt vel. Mér finnst það

svo falleg saga. Ég hef oft tekið þátt í alls kyns krísum sem þessi elsku börn ganga í gengum og það er svo gott að geta verið til staðar fyrir þau,“ segir Sigga og tekur fram að hún sé mjög skipulögð. „Börnin gráta nær aldrei hjá mér og aðlögunin gengur eins og skot. Foreldrarnir skreppa í burtu í 40 mínútur og allt er í góðu. Ég er mikill friðarsinni og foreldrarnir eru miklir vinir mínir. Það er alltaf hafragrautur hjá mér og þau fá líka grautinn þótt þau komi of seint. Það getur alls konar komið upp á og ég hef nægan tíma. Ég hef passað fyrir nokkra bæjarstjóra!“ Puntar sig upp fyrir ferð í Fjarðarkaup Sigga segist alltaf vera búin að fylla plássin hjá sér ár fyrir fram og langoftast er um að ræða foreldra sem hún þekkir. „Ég á ekki sjónvarp því við hjónin hofum aldrei á sjónvarp. Mér finnst ferlegt þegar börn eru látin fá ipad og síma svona ung. Þau verða svo fljótt háð þessu og ég er svo hrædd um sjónina þeirra.“ Auk systrafélagsins er Sigga einnig í hestamannafélaginu Sörla. „Ég þekki fleira fólk en margir innfæddir hérna. Ég er sjálf frá Akureyri. Þegar ég fer í Fjarðarkaup, þá punta ég mig upp. Ég elska þessa verslun því hún er eins og félagsmiðstöð. Hef farið þangað frá því að hún opnaði.“

Sigríður Jónsdóttir, Sigga, hefur verið dagmóðir í 46 ár.

Spurð segist Sigga hvetja alla sem áhuga hafa á starfi dagforeldris að mæta vel og halda góðri heilsu. Sjálf getur hún talið 9 eða 10 veikindadaga frá upphafi. „Mér finnst skipta svo miklu máli að vera til staðar fyrir foreldrana, sem t.d. komast ekkert í vetrarfrí. Ég ætla að vera dagmóðir eins lengi og ég má og get. Ég veit alveg hvað ég væri að gera annars; leigubílstjóri fyrir barnabörnin. Þetta er miklu auðveldara,“ segir hún og hlær. Þessi frændsystkini voru á sama tíma í pössun hjá SIggu upp úr síðustu aldamótum. Mynd/HGG

FYRST OG FREMST GOTT SKIPULAG OG HLÝJA Ásdís Jóhannesdóttir hefur verið dagmamma síðan árið 2011 og formaður félags dagforeldra í Hafnarfirði síðan í mars. Hún býr á 3. hæð í blokk við Suðurvang. Ásdís var heima með yngra barn sitt eftir fæðingarorlof þegar hún ákvað að slá til og sækja um að verða dagforeldi. „Ég fékk hvergi vinnu og sonur minn fékk ekki leikskólapláss,“ segir hún og að hún hafi síðan farið á viðeigandi námskeið hjá Hafnarfjarðarbæ. Spurð segir Ásdís mest gefandi við starfið að kynnast öllum þessum börnum og foreldrum þeirra. „Svo eru mikil forréttindi og fríðindi að geta verið heima og tekið á móti börnunum mínum þegar þau koma úr skólanum. Vera til staðar.“ Börn Ásdísar eru 9 og 11 ára.

Agi og hlýja mikilvæg Ásdís segir dagmömmubörnin vera á svo dásamlegum aldri og að taka svo mörg fyrstu skref í lífinu, s.s. að byrja að tala. Það sé svo gaman að verða vitni af því og þau séu líka svo dugleg. Spurð um hvernig týpur af manneskjum séu hentugastar í starf dagforeldis segir Ásdís að það sé einmitt gott að ólíkt fólk sé í þessu með alls kyns styrkleika. „Það sem þarf til að vera gott dagforeldri er fyrst og fremst gott skipulag og hlýja. Og ekki vera feimin við að setja mörk og hafa aga. Börnin sem eru hjá mér fara bara inn í viss rými í íbúðinni því þau vita að þangað mega þau fara.“ Ásdís hvetur endilega barngóða karla og konur á öllum aldri að slá til, sérstaklega þau sem eru sjálf með ung börn. „Þau sem hafa áhuga á að gerast dagforeldrar og vilja vita meira um starfið er velkomið að hafa samband við mig.“ Ásdís Jóhannesdóttir.


10 FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is

Fimmtudagur 27. júní 2019

VILJA ÁFRAM BYGGJA UPP Í

HAFNARFIRÐI Hjónin Ásmundur Kristjánsson og Guðrún Hlidur Rosenkjær eigendur Annríkis.

Við Suðurgötu fer fram einstök starfsemi á landsvísu, bæði fræðasetur og safn um íslenska þjóðbúninga. Fyrirtækið heitir Annríki – Þjóðbúningar og skart og þar ráða ríkjum hjónin Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur og Ásmundur Kristjánsson vélvirki og gullsmiður. Starfsemin hófst árið 2011 og áratuga reynsla hjónanna er grundvöllur þekkingar, handverks og rannsókna sem þarna fara fram. Við kíktum í heimsókn. „Við höfum haft það að leiðarljósi frá upphafi að vera góð viðbót við samfélagið. Deila með öðrum því sem við gerum. Starfsemin hefur þróast og stækkað og við höfum alltaf boðið okkur fram og það hefur verið þegið á tyllidögum og viðburðum í bænum,“ segir Hildur. Annríki varð eitt af stofnfyrirtækjum Markaðsstofu Hafnarfjarðar og í kjölfarið stofnaði Hildur einnig Facebook síðuna Hafnarfjörður, fréttir og viðburðir, til að deila því sem um er að vera í bænum. Um 800-900 starfandi fyrirtæki eru í Hafnarfirði og þar af mörg fámenn og jafnvel í heimahúsum, eins og Annríki. „Okkur langar að vita meira um hin fyrirtækin í bænum. Líka þessi litlu.“ Hildur kenndi við skóla Heimilisiðnaðarfélags Íslands til 2011 og þau hjón langaði að breyta til eftir það.

Eftir að Ásmundur lærði gullsmíði 2013 og Hildur kláraði BA nám í sagnfræði (er í meistaranámi núna) hafa opnast nýjar víddir í starfinu þeirra beggja. „Núna er rannsóknarstarf og fræðsla næstum helmingurinn af því sem við gerum. Við kennum hér líka og þetta er orðið fræðasetur, gullsmíðaverkstæði, saumastofa, skóli og verslun og einnig endurgerum við gamla búninga og skart. Kynningarstarfið okkar hefur mikið verið frítt, margir líta ekki á það sem vinnu. Það er eins og það er. Við förum þó líka út á land með kynningar og þá fylgja gjarnan námskeið í kjölfarið. Oft mörg á stuttum tíma,“ segir Hildur. Ástar-haturs samband við þjóðbúninga Starfsemi Annríkis er einstök á landinu. „Með rannsóknarstarfinu höfum við tekið vissa forystu og um leið orðið dálítið eyland. Þetta er líka skrýtinn vettvangur vegna ástarhaturs sambands þjóðarinnar við þessa þjóðbúninga. Þeir þykja ýmist hallærislegir eða svaka viðeigandi á tyllidögum. Ísland er svo ungt lýðveldi og er í raun enn að ákveða hvernig það ætlar að skilgreina sig. Þekking á búninga- og fatagerð sem áður var almenn enda stunduð á flestum heimilum er nánast horfin. Í Annríki höfum við leitast eftir að afla þessarar þekkingar, læra gamalt handverk og þannig viðhalda því. Þessari þekkingu og sögunni um þróun

Myndir: Olga Björt

búninganna viljum við deila með fólki og það hefur skilað mögnuðum árangri,“ segir Hildur og bætir við að búningasaga þjóðarinnar nái til upphafs landnáms. Búningar þróuðust eftir aðstæðum og möguleikum til fatagerðar hverju sinni og þannig þróuðust búningar og fatnaður á þjóðlegan máta í aldaraðir en svo er ekki lengur. „Í dag ýtum við á takka og kaupum fjöldaframleitt frá Kína,“ segir hún kímin. Íslendingar eiga langa búningasögu og afar áhugverða. Í upphafi 20. aldar háðum við sjálfstæðisbaráttu og konur kröfðust aukinna réttinda. Við þessar aðstæður héldu konur áfram að klæðast þjóðlegum búningum daglega sem þróuðust eftir nýjum tískustraumum. Nýr þjóðbúningur, 20. aldar upphlutur þróaðist úr gamla faldbúningnum og þjóðbúningarnir voru nú saumaðir úr öllum þeim nýju efnum sem í boði voru, ekki bara ull. „Ég er að rannsaka þessa sögu og er komin aftur að aldamótun 1700 og endurgeri fatnað eftir fjölbreyttum heimildum t.d. rituðum textum, teikningum og varðveittum munum. Öldum saman var allur fatnaður notaður upp til agna svo lítið varðveittist. Upplýsingastefnan varð svo til þess að byrjað var að safna fatnaði og öðrum munum en sú stefna er alveg sprungin í dag. Yfirgengileg neysluhyggja hefur ríkt undanfarna áratugi en vonandi er komin einhver vitundarvakning gegn þeirri sóun“ segir

Hildur. Stærsta þjóðbúningasafn á landinu Í kennslusalnum við Suðurgötuna eru gínurnar með þjóðbúningunum til sýnis. Safnið er orðið það stærsta í einkaeign á landinu og því margt dýrmætt þar. Einnig er stunduð jurtalitun í garðinum á sumrin og sóttar plöntur í umhverfið og Annríki á eigin hönnunarlínu í handverki, Blómstranna móðir. Í sama húsi var á sínum tíma stofnað stærsta vélaverkstæði landsins, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar og þar hefur í raun alltaf verið atvinnustarfsemi. „Það var verslun í öðru hverju húsi hérna í gamla daga þegar ég ólst hér upp. Búningarnir í safninu eru frá 1750 til nútímans; faldbúningar, skautbúningar og svo 20. öldin með sínum áhrifum. „Íslendingar höfðu sérstöðu og notuðu mjög tæknilegar aðferðir við peysuprjón á 18. öld og vorum við þar langt á undan öðrum þjóðum. Þetta er ég að rannsaka og mun vonandi hafa möguleika á að skila þeirri vitneskju frá mér á einhvern hátt. Annríki hefur vaxið og dafnað hér og okkur langar að vera í Hafnarfirði. Við erum búin að byggja mikið upp en húsnæðið þrengir að og svona lítið fyrirtæki stendur ekki undir leigu úti í bæ. Reksturinn okkar á ekki heima í iðnaðarhverfi og við getum ekki hugsað okkur að fara annað. Við skorum á þetta flotta samfélag að hlúa enn meira að litlu fyrirtækjunum í bænum og við viljum góða samvinnu við bæinn.“


FJARÐARPÓSTURINN

fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

Skart...

Hildur og Ási ásamt m.a. nokkrum af nemendum sínum á nýafstaðinni Álfahátíð í Hellisgerði.

11


12 FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 27. júní 2019

fjardarposturinn.is

Í N Ú J . 17

Í BLÍÐSKAPARVEÐRI

gdís Norðdahl Myndir: Olga Björt og Ber


fjardarposturinn.is - ritstjorn@fjardarposturinn.is

VÍKINGA HÁTÍÐ

FJARÐARPÓSTURINN 13

sturinn.is

Fleiri myndir á fjardarpo


14 FJARÐARPÓSTURINN

Fimmtudagur 27. júní 2019

ELSTI ÞÁTTTAKANDINN

fjardarposturinn.is

U N I R Á Á A R Á 100

Föstudaginn 14. júní var haldin árleg Kvennaganga Hrafnistu í Hafnarfirði, nú í 16. skipti. Veðrið lék við þátttendur sem aldrei höfðu verið fleiri, eða 130 manns. Einn stofnandi hlaupsins í Garðabæ, Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari, starfaði lengi á Hrafnistu og það var við hæfi að minnast hennar á þessu afmælisári Kvennahlaupsins en það varð 30 ára í ár á landsvísu. Elsti þátttakandinn var Sigríður Kristín Sigurðardóttir, sem verður 100 ára 5. desember nk. Að hlaupi loknu var slegið upp balli og þrír ungir listamenn skemmtu hópnum með söng, dansi og sellóleik. Myndir: OBÞ


ÞRIÐJA ÁLFAHÁTÍÐIN

Í HELLISGERÐI

Jónsmessuhátíðin Álfahátíð í Hellisgerði var haldin í þriðja sinn sl. sunnudag. Hátíðin hefur farið langt fram úr væntingum þeirra sem að henni standa og heldur hún áfram að vaxa og dafna. Dagskráin var ekki af verri endanum því á annan tug leikara fór víðs vegar um garðinn í hlutverki álfa og huldufólks; konungur og drottning úr hulduheimum, Helga Braga Jónsdóttir og Steinn Ármann Magnússon skemmtu í hlutverkum Trjálfanna og Svala Björgvinsdóttur og Þórdís Imsland sungu Disney lög. Þá tók Hrafna ljósmyndari ljósmyndir inn í hulduheima, Annríki þjóðbúningar fóru á stjá og María Ísól tók lagið. Myndir: OBÞ


Múrbúðin komin í HAFNARFJÖRÐ! Velkomin í nýja verslun við Selhellu 6

KR

FRÁBÆR LBOÐ Í I T R A N U N P O LUNUM S R E V M U L L Ö

20%

ÍSU

ÁS

UR

AU T SE

LH

Áður kr. 42.900

T AU T AU BR ES

R

Kaliber Black II gasgrill

45.990 Áður kr. 57.900

20%

MÁLN ING

Kaliber Silver gasgrill

AFSLÁTTUR

19.672

2 brennarar (5kW) Grillflötur 53x37cm

4 brennarar, (12kW) Grillflötur 62x41cm

Deka Projekt 10 innimálning, 9 lítrar (stofn A)

5.752

20%

35.920

25.492

Áður kr. 44.900

Áður kr. 29.990

Lavor Vertico 20 háþrýstidæla

Áður kr. 1.980

AFSLÁTTUR

PALLAOLÍA

Oden þekjandi viðarvörn 1 líter, A stofn

1.522 Áður kr. 1.790

Orka: 2100W- 230V-50Hz Hámarksþrýstingur: 140 bör Max Vatnsflæði: 400 L/klst. Max

20%

Fyrirvari um prentvillur. Tilboðin gilda í öllum verslunum Múrbúðarinnar til og með 6. júlí meðan birgðir endast.

59.920 Sláttuvél m/drifi, BS 6,0 hp Briggs&Stratton mótor. Rúmtak 163 CC, skurðarvídd 53cm/21”, sjálfknúin 3,4 km/klst., safnpoki að aftan 70 L, hliðar útskilun, skurðhæð og staða 25-80mm/8

15%

20%

AFSLÁTTUR

MOWER CJ21G

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

15% Áður kr. 74.900

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Áður kr. 7.990

1.683

15%

BS 3,5hp Briggs&Stratton mótor, rúmtak 125 CC, skurðarvídd 46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L, skurðhæð og staða 25-80mm/10

6.392

Landora tréolía Col-51903 3 lítrar

Áður kr. 7.190

MOWER CJ18

DEKAPRO útimálning, 10 lítrar

AFSLÁ TTUR

VIÐARVÖRN

Áður kr. 24.590

15%

A

AN KJ EY

3 brennarar (9kW). Grillflötur 60x42cm

Kaliber Ferðagasgrill

ELL

BR

ÁS

AFSLÁTTUR

34.320

VÍK UR VEG

BR

21.165 Áður kr. 24.900

15%

AFSLÁTTUR

Sláttuorf Mow FBC310 Sláttuorf: 1strokks fjórgengis mótor. 0,7 kW Rúmtak 31CC, Bensíntankur 0,65 L

Þýsk gæði 3-6 lítra hnappur

18.712 Áður kr. 23.390

25.492

Lavor Race 125 háþrýstidæla

Lavor SMT 160 ECO

1800W, 125 bör (170 bör m/turbo stút) Vatnsflæði: 400 L/klst.

2500W, 160 bör (245 m/ túrbóstút) 510 L/klst. Þrjár stillingar: mjúk (t.d. viður), mið (t.d. bill) og hörð (t.d. steypa).

Áður kr. 29.990

GARÐVERKFÆRI Á GÓÐU VERÐI! MIKIÐ ÚRVAL!

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

15%

AFSLÁTTUR

CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

Þýsk gæðavara

33.057 Áður kr. 38.890

í Hafnarfirði


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.