Engin óhreinindi
Of margir gírar?
Bretti halda óhreinindunum frá. Keðjuhlíf passar að buxur festist ekki í keðjunni eða fái á sig olíuna. Einnig er hægt að fá pilshlíf yfir afturdekkið til að fatnaður lendi ekki í teinunum.
Gírar auðvelda hjólreiðar og eru einfaldir í notkun. Að framan er „lágt drif“ fyrir brekkur og „hátt drif“ fyrir hraða siglingu en miðstilingin er mest notuð, Einbeittu þér að því að venjast gírunum að aftan fyrst.
Hannað fyrir konur
Taktu dótið með
Konur hafa styttri búk og lengri fótleggi en karlar en fá stundum karlahjól. Það má þó aðlaga þau: Breidd stýris má minnka og setja það á styttri og/eða hærri stýrisarm (stamma) ef stellingin á hjólinu er ekki nógu þægileg.
Það má geyma ýmislegt í körfunni og jafnvel koma við í búð og versla smá. Kaupmaðurinn á horninu er nær en stórmarkaðurinn.
Létt viðhald
Hafðu loftþrýstinginn eins og stendur á dekkjunum, þá rennur hjólið betur og springur síður. Flestar bensínstöðvar eru með loftpumpur sem auðvelt er að nota. Keðjuna þarf að smyrja reglulega með keðjuolíu.
Flottur afturendi
Það tekur nokkra daga að venjast því að sitja á hnakk en það kemur fljótt og best að ofgera sér ekki í byrjun. Skiptu karlahnakkinum út með breiðari kvennahnakk ef hann hentar betur þínum afturenda.
Bögglaberi og taska Láttu hjólið um burðinn.
Hægt er að fá alls kyns flottar töskur sem smella fastar á bögglaberann.
HJÓLREIÐAR Ring Ring Hafðu bjölluna í lagi og láttu vita af þér. Ekki koma öðrum á óvart.
Virkjum eigin orku Hjólreiðar.is