Hjólhesturinn 18. árg. 1. tbl. mars 2009

Page 1

FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN

Hjólhesturinn, 1. tölublað 18. árgangur. mars 2009

FJALLAHJÓLAKLÚBBURINN 20 ÁRA ! FYRSTA HJÓLAFERÐIN YFIR SPRENGISAND 1933 HJÓLAVÍSAR Á GÖTUM - FRÁBÆR LAUSN HJÓLAFÆRNI KENND Á ÍSLANDI HJÓLIÐ SEM SAMGÖNGUTÆKI FERÐAST UM Á REIÐHJÓLI


Formannspistillinn Fjölnir Björgvinsson

2008 var sérlega gott ár fyrir Íslenska fjallahjólaklúbbinn sem telur nú metfjölda félaga. Klúbburinn stóð fyrir mjög blómlegu félagslífi; fjölbreyttum ferðum; skemmri og lengri ferðum innanlands og erlendis. Viðburðir í klúbbhúsinu voru líka fjölmargir og fjölbreyttir; myndakvöld, viðgerða-, ferðaundirbúnings-, teininga-, og vetrarbúnaðarnámskeið, konukvöld, kaffihúsakvöld og margt fleira. Hápunktur starfsemi ÍFHK ’08 var samt án efa “Stóra Berlínarferðin” en 16 manna hópur hjólaði á 8 dögum frá Kaupmannahöfn til Berlínar og þriggja daga hjólaferðin um bakka Þjórsár. Ný stjórn var kosin í október. Við þökkum fráfarandi stjórn undir forystu Péturs Þórs Ragnarssonar frábært starf sem skilað hefur klúbbnum í það sem hann er í dag. Stjórnin sem tekur við skipa: Formaður: Fjölnir Björgvinsson, varafor maður : Sesselja Traustadóttir, Gjaldkeri: Ásgerður Bergsdóttir, ritari: Edda Guðmundsdóttir og meðstjórnandi: Pétur Þór Ragnarsson og varamenn: Magnús Bergsson og Sólver Sólversson. Þar að auki eru fjölmennar og kraft­ miklar nefndir sem starfa sjálfstætt. Þær eru: Húsnefnd, ferðanefnd, og ritnefnd. Klúbburinn mun halda áfram á sömu braut með sömu áherslum og undan farin ár, nema með mun kraftmeiri og sýnilegri hætti en áður. Enda er áþreifanleg þörf á virkum klúbbi, sem má sjá í gríðarlegri aukningu hjólreiða og auknum áhuga almennt. Sífellt fleiri sjá kosti þess að sameina í heilbrigðum lífsstíl, útiveru, hreyfingu, tíma og peningasparnað með hjólreiðum. Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

Ákveðið hefur verð að hafa opið hús ÖLL fimmtudagskvöld kl 20:00 (nema það lendi á helgidögum) stærri viðburðir verða auglýstir sérstaklega á póstlistanum eins og myndakvöld, námskeið o.þ.h. svo endilega kíkið á fjallahjolaklubburinn.is og skráið ykkur á póstlistann. Svo má ganga út frá því að einhver sérlega spennandi viðburður verði fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. En fylgist vel með dagskránni á netinu því nýjum viðburðum gæti verið bætt inn í með skömmum fyrirvara. Vorið er á næsta leiti og verður dagskráin í takt við það. Myndakvöld, bíókvöld og viðgerðanámskeið verða á vordögum líkt og í fyrra. Svo taka við ferðaundirbúningsnámskeið, ferðir – langar og stuttar frameftir sumri. Hápunkturinn í ferðunum í sumar verður Fjallabaksferðin 4. – 12 júlí. Í haust verða svo aftur myndakvöld og samantekt þar sem árið verður gert upp í máli og myndum. Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá hvað hjólreiðar hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár jafnt sumar sem vetur. Á morgnana á leið til vinnu í vetur hef ég varla séð stíg án hjólfara eftir eitt eða fleiri reiðhjól í nýfallinni mjöllinni. Fyrir um fjórum árum, eða þegar ég var að byrja að hjóla til vinnu yfir vetrarmánuðina var það undantekning að sjá hjólaför í snjónum á minni leið. Reykjavíkurborg stendur sig líka betur í að ryðja stígana snemma á morgnana sem gera hjólreiðar raunhæfan samgöngumöguleika allt árið. Fjölnir Björgvinsson formaður ÍFHK. Hjólum heil og til fyrirmyndar. 2


Afslættir til félagsmanna ÍFHK gegn framvísun skírteinis 2009: Staðg. Kredit 12 Tónar 10% 10% 66°Norður 10% 10% Afreksvörur 10-15 10-15 Borgarhjól 10% 10% Cintamani Búðin 10% 10% Everest 10% Nei Fjallahjólabúðin GÁP 15% 15% Hamborgarabúlla Tómasar 20% 20% Hjólasprettur efh 10% 5% Hjólið ehf verkstæði 10% Nei Hvellur 15% 10% Íhlutir 10% 10% Íslensku Alparnir 10% 5% Ljósmyndavörur 10% Nei Markið 10% 5% Merking 15% 15% Miðbæjarradíó 10-20 10-20 Norðlensku Alparnir 10% 5% Rafgrein sf 10% 10% Skíðaþjónustan 10% 7% Slippfélagið - Litaland 15-30 15-30 Sportver 10% 10% Stilling 12% Nei Sölutraust Gilsbúð 10% 10% Toner.is 15% 15% Útilíf 10% 10% Örninn 10% 10%

Útgefandi: Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Pósthólf 1181. 121 Reykjavík. Klúbbhúsið, Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Netfang ifhk@fjallahjolaklubburinn.is Heimasíða: fjallahjolaklubburinn.is Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður og ritstjóri: Páll Guðjónsson. Athugið: Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar, ritnefndar eða annarra félaga Íslenska fjallahjólaklúbbsins Myndir © Páll Guðjónsson, Magnús Bergsson og fl. ásamt greinahöfundum. Vinsamlega getið um uppruna efnis ef þið vitnið í það eða endurbirtið.

Eftirtaldir sérleyfishafar hópferðabíla bjóða félagsmönnum ÍFHK frítt fyrir hjólið Þingvallaleið, Hópferðamiðstöðin TREX, SBA-Norðurleið og Reykjavík Excursion. Skoðið nánari upplýsingar um afslætti og sérkjör á fjallahjolaklubburinn.is ásamt leiðbeiningum um hvernig einfaldast er að ganga í klúbbinn. Félagsgjald 2009 er 2000 kr. eða 3000 kr fyrir fjölskyldu og allir fá skírteini. Fyrir yngri en 18 ára eru það aðeins 1000 kr. 3

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Vikulegar ferðir við allra hæfi og ferðalög.

Fjölnir Björgvinsson, formaður ÍFHK.

Sunnudagsmorgunferðir Á vegum Íslenska Fjallahjólaklúbbsins verða farnir vikulegir hjóltúrar frá Víkingsheimilinu kl 09:30 alla sunnudagsmorgna í ár nema annað ve r ð i a u g l ý s t á h e i m a s í ð u n n i : w w w. fjallahjolaklubburinn.is. Guðný Einarsdóttir (einnig þekkt sem Guðný í hjólakonum) fer fyrir ferðunum. Miðað er við að vera ekki lengur en tvo tíma í ferðinni. Leiðin er ákveðin hvert skipti fyrir sig af þeim sem mæta. Nánari upplýsingar veitir Guðný í síma: 6936285.

Fjölskylduferðir Í sumar munum við einnig bjóða enn vænni fjölskylduferðir en áður hafa verið reyndar. Þá verður lagt af stað úr Laugardalnum á sunnudögum kl. 11 og hjólað um bæinn fram eftir degi með nesti og nýja skó. Þessar ferðir verða auglýstar sérstaklega með rafpósti á póstlistanum okkar og á heimasíðu klúbbsins. Eitthvað fyrir alla Vikulegir sunnudagshjóltúrar ÍFHK og hjóltúrar Útivistar eru ekki eins hraðir eða með meðalhraða um 15-20. Þriðjudagshjóltúrar og fjölskylduferðir ÍFHK eru rólegir og fjölskylduvænir hjóltúrar með meðalhraða um 10-15km klst. Margar og fjölbreyttar hjólaferðir í boði svo allir ættu að finna hjólahóp við sitt hæfi. Hjólaferðirnar eru fríar og öllum opnar. Komdu með í einhverra þessara ferða. Æfingar Hjólreiðafélags Reykjavíkur og Hjólamanna eru fyrir vana hjólreiðamenn sem vilja taka vel á því og koma sér í verulega gott form. Meðalhraði í þeirra ferðum er 2030 km. klst.

Þriðjudagskvöldferðir Alla þriðjudaga frá maí og út ágúst verða farnar léttar fjölskylduferðir kl 19:00 frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Laugardal. Ein undantekning er þó þann 30 júní, en þá verður farið með Viðeyjarferjunni út í Viðey kl 19:00 á slaginu. Þetta eru mjög léttar ferðir og henta þeim sem eru að byrja að hjóla aftur eftir langt hlé eða bara til að taka einn hjóltúr þegar veðrið er of gott. Mjög fjölskylduvænar ferðir.

Stóra sumarleyfisferð ÍFHK fer meðal annars um þetta svæði Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

4


Ferðalög Ferðanefnd ÍFHK stendur fyrir ferð á Nesjavelli 16. - 17. maí. Boðið verður upp á trúss og hver kemur með sitt nesti á grillið. Þátttakendur sjá sjálfir um að panta sína gistingu en það er búið að taka frá 20 svefnpláss fyrir hópinn og hótelið býður gistingu í uppábúnu rúmi í 2ja manna herbergi með morgunmat á 4.000 kr. á manninn. Þá er stefnt á ferð í kringum Skorradals­ vatn um Jónsmessuhelgina. Lagt verður af stað út úr bænum föst. 19. júní og hjólað kringum vatnið á laugardeginum. Heimferð á sunnudeginum. Stóra sumarleyfisferð ÍFHK hefst laugar­ daginn 4. júlí. Þá verður ekið út bænum og stefnt í Hólaskjól. Síðan verður hjólað um Fjallabak syðri og endað í Þórsmörk 10. - 12. júlí. Trússað og gist í skálum. Darri hefur hjólað þetta svæði fram og til baka og ætlar að fara fyrir ferðinni. Hann hefur þegar kynnt ferðina á heimasíðunni og mun sjá um allar skráningar í ferðina. Hámark er sett við 16 þátttakendur í skálagistingar og trúss. Að lokum verður farið í óvissuferð fyrstu helgina í September.

Ferðir annarra félaga Hjólarækt Útivistar stendur fyrir hjólaferðum annan laugardag í hverjum mánuði. Þá er farið frá stóru brúnu húsunum í Elliðaárdal kl 10:00 og farin leið sem ákveðin er af hópnum. Nánar: www.utivist.is Hjólreiðafélag Reykjavíkur er með æfingar alla sunnudagsmorgna sem hefjast við Nauthól í Nauthólsvík kl 09:30 og fimmtudaga kl 18:15. Allar æfingar byrja á sömu leið, það er að segja frá Nauthól að brúnni yfir Kringlumýrarbraut, inn í Fossvogsdal, upp Elliðaárdal og áð þegar komið er yfir litlu brúna fyrir ofan stíflu. Síðan er ákveðið hvert skal halda. Nánar: www.hfr.is Hjólamenn eru með æfingar á miðvikudögum kl 18:30 og sunnudaga kl 09:30. Þeirra æfingar hefjast við Sprengi­sand (veitingastaðinn Pizza Hut við Reykjanes­ braut). Nánar: www.hjolamenn.is

ATH: þátttakendur eru á eigin ábyrgð í þessum ferðum.

Hjólum raðað á trússbílinn

Úr þriggja daga hjólaferð klúbbsins um bakka Þjórsár í fyrra.

5

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Hjólafærni

Bjarney Gunnarsdóttir og Sesselja Traustadóttir Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og var fyrst kynnt á Íslandi á samgönguviku árið 2007. Í framhaldi af því hefur hópur áhugamanna um hjólreiðar unnið að því að koma Hjólafærni af stað á Íslandi, bæði með kynningum og námskeiðum. Hjólafærni er upprunnin í Bretlandi og hefur notið feikilegra vinsælda þar í landi. John Franklin hefur verið talsmaður Hjólafærni í Bretlandi og kom til Íslands til að kynna verkefnið. Hjólafærni er heildstæð stefna í menntun hjólreiðafólks þar sem hjólað er undir leiðsögn viðurkennds hjólakennara. Hjólreiðaþjálfunin skiptist í þrjú stig eftir aldri, getu og reynslu.

hjóla eigi í umferðinni. Þetta stig er fyrir alla sem hafa náð tilskyldum árangri á fyrsta stigi. Lágmarksaldur fyrir þátttöku á öðru stigi er 8 ára. Á stigi tvö er lögð áhersla á lykilatriði eins og að líta í kringum sig og athuga með umferð. Farið er yfir örugga stöðu hjólreiðamannsins á götunni. Kennt er hvernig byrja og enda eigi ferð og hvenær eigi að gefa merki til ökumanna í kring. Kennsla fer fram á rólegum umferðargötum.

Stig 1: Grunnstig fyrir byrjendur á öllum aldri. Á þessu stigi er miðað við að þátttakendur kynnist hjólinu, þekki stillingar hjólsins og öryggisbúnað. Auk þess er gert ráð fyrir að þeir nái lágmarkshæfni í hjólreiðum svo sem að nota gíra rétt, geti stjórnað hjólinu af öryggi, geti litið í kringum sig, sleppt stýrinu með annarri hendi og gefið merki um beygju. Kennsla fer fram fjarri umferð og er fyrsta stigið undirbúningur áður en farið er út í umferðina.

stigi tvö, eru 12 ára og eldri og hafa öðlast reynslu og hæfni til að hjóla í umferðinni. Nauðsynlegt er að þekkja þær hættur sem eru í umferðinni og geta brugðist við þeim. Sá sem hefur lokið stigi þrjú telst vera fullgildur þátttakandi í umferðinni.

Stig 3: Lokastig hjólafærninnar sem felur í sér lengri hjólaferðir um stærri umferðargötum. Stig þrjú er einungis ætlað þeim sem hafa lokið

Kennaranámskeið Í maí árið 2008 var ráðinn breskur Hjólafærnikennari til landsins til að halda kennaranámskeið í Hjólafærni. LHM og ÍFHK stóðu fyrir námskeiðinu auk þess sem Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) var bakhjarl þess og útvegaði aðstöðu fyrir námskeiðshaldið. Sex nemendur, allt vant

Stig 2: Byrjunarstig þar sem farið er yfir hvernig Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

6


hjólreiðafólk, sátu námskeiðið og fengu réttindi sem Hjólafærnikennarar að því loknu. Bókleg kennsla fór fram í húsnæði ÍSÍ og verkleg kennsla fór fram á hjólum í kringum Laugardalinn. Námskeiðið stóð yfir í fjóra daga. Farið var yfir mismunandi

skeiðið á Íslandi haldið. Að þessu sinni var nemendum í 6. og 7. bekk í Álftamýrarskóla boðið að taka þátt. Námskeiðið var hluti af þróunarverkefni við skólann. Öllum nemendum bekkjanna var boðin þátttaka og var námskeiðið kennt á skólatíma. Þátttaka var góð og skráðu 27 nemendur sig til leiks. Hámarksfjöldi þátttakenda í hverjum hóp í Hjólafærni eru sex nemendur og voru því fimm hópar. Kennd voru fyrstu tvö stig Hjólafærninnar og útskrifuðust 22 nemendur með formlegri athöfn á Evrópska umferðaröryggisdeginum 13. október sem tileinkaður var öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Vorið 2009 er áætlað að bjóða upp á annað Hjólafærninámskeið í Álftamýrarskóla. Þá verður öllum nemendum í 4. og 5. bekk boðið að taka þátt.

Kennsla í Hjólafærni kennsluaðferðir og áhersla lögð á reynslunám nemenda. Enn fremur var farið ítarlega í öll þrjú stig Hjólafærnikennslunnar. Að lokum var fylgst með kennaranemum leiðbeina íslenskum ungmennum í Hjólafærni, alls um 40 tíma námskeið.

Námsefni Síðastliðið haust var safnað saman miklum upplýsingum um Hjólafærni og útbúið námsefni fyrir kennsluna í Álftamýrarskóla. Ö l l s k j ö l vo r u s e n d t i l f o r e l d r a o g forráðamanna þátttakenda á námskeiðinu. Þannig voru foreldrar virkjaðir í þátttöku barna sinna í Hjólafærni.

Kennsla í Hjólafærni Haustið 2008 var fyrsta Hjólafærni­nám­

Kynningar Hjólafærni hefur verið kynnt á ýmsum stöðum. Haldin var kynning hjá Umhverfisog samgöngusviði Reykjavíkurborgar í ágúst árið 2008. Kynningin var ætluð áhugafólki um eflingu hjólreiða sem samgöngumáta. Þróunarverkefnið var kynnt starfsfólki í Álftamýrarskóla í byrjun september. Þá var einnig kynning á Akureyri í lok september á ráðstefnunni Ný lög – ný tækifæri. Markvisst hefur verið unnið að því að kynna Hjólafærni og komnir eru tengiliðir við verkefnið í menntamála-, heilbrigðis-,

Sesselja Traustadóttir og Veronica Pollard sem kom til að þjálfa kennara í Hjólafærni 7

www.Fjallahjolaklubburinn.is


kynna verkefnið og vonandi fá með í tenglanet verkefnisins.

Nemendur fá viðurkenningar umhverfis- og samg önguráðuneytinu. Verkefnastjórn hefur komið á tengslum við Umferðaráð og Umferðafræðslusvið l ö g r e g l u n n a r. Þ á s t y ð u r V i n nu s k ó l i Reykjavíkur verkefnið. Einnig eru jákvæðar undirtektir við þessa fræðsluhugmynd hjá þeim deildarstjórum ÍTR sem verkefnastjórn hefur sett sig í samband við. Héðinn Unnsteinsson hjá heilbrigðisráðuneytinu s t y ð u r ve r ke f n i ð a f h e i l u m h u g. Endurmenntun Kennaraháskóla Íslands hefur lýst yfir vilja til samstarfs og býður aðgang að póstlistum sínum til kynningar. Vegagerðin hefur einnig tilnefnt samstarfsfulltrúa úr sínum röðum. Fræðsludeild Umferðarstofu hefur fengið kynningu á verkefninu og óskaði í framhaldinu eftir kynningarerindi frá verkefnastjórn fyrir málþingsröð sem Sigurður Helgason er með í undirbúningi. Nokkrir hjólandi lögreglumenn styðja einnig verkefnið. Ökukennarafélag Íslands, Trygginga­ félögin, Íþróttakennarafélag Íslands, Lands­ björg og Grundaskóli á Akranesi (sem er heimaskóli í Umferðafræðslu) eru á lista okkar yfir samstarfsaðila sem við viljum

Kennaranámskeiðið

Styrkir Fyrsti opinberi styrkurinn, sem varð kveikjan að verkefninu, var veittur LHM 2007. Það var 200.000 kr. framlag úr Pokasjóði sem var nýtt til þess að fá John Franklin til landsins í samgönguviku það ár. Hann kynnti landsmönnum í fyrirlestrum sínum hugmyndirnar um Bikeability. Páll Guðjónsson hefur þýtt efni af fyrirlestrunum. Þeir hafa birst í Hjólhestinum sem ÍFHK gefur út auk þess sem efnið er aðgengilegt á heimasíðu ÍFHK www.fjallahjolaklubburinn. is Á árinu 2008 hefur verkefnið hlotið tvo styrki frá menntamála­r áðuneytinu; úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla, 668.000 kr. og Þróunarsjóði grunnskóla, 600.000 kr. Þá hefur Menntasvið Reykjavíkur styrkt verkefnið um 200.000 kr. og Íslenski fjallahjólaklúbburinn um 130.000 kr. Framhald Framundan er vinna við vandaða heimasíðu og námsefnisgerð í tengslum við Hjólafærni. Í nóvember 2008 skiluðum við umsókn til menntamálaráðuneytisins um styrk til námsefnisgerðar. Með vorinu vonum við að Hjólhesturinn verði fullmótaður sem íslensk teiknimynda-hjólaerkitýpa og verði kynntur börnum landsins á heimasíðu Hjólafærninnar s e m u n n i ð e r a ð u m þ e s s a r mu n d i r. Verkefnastjórnin hefur leitað til Háskólans í Reykjavík um að vera með í samfélagsverkefni þeirra, Fræinu, sem gæti stutt við brautargengi Hjólafærninnar. Í þeim þreng­ingum sem nú hafa orðið í þjóð­félaginu er ljóst að færri styrkir bjóðast. Það er hins vegar von okkar að ráðamenn sjái hversu mikill þjóðfélagslegur ávinningur getur orðið af því að efla og styðja við hjólreiðar í landinu. Síðast en ekki síst hefur hjólalæknirinn


doktor BÆK hafið störf. Hans verkefni er að gera við hjól og kenna hvernig eigi að laga biluð hjól. Það ætti að vera nóg að gera hjá honum en mikilvægt er að gera hann sýnilegri. Aðstandendur Hjólafærni Ve r k e f n i s s t j ó r i H j ó l a f æ r n i e r Sesselja Traustadóttir hjólreiðakennari, g r unnskólakennari og meistar nemi í lýðheilsuvísindum í HÍ. Hún er varaformaður Landssamtaka hjólreiðamanna og Íslenska fjallahjólaklúbbsins. Morten Lange er eðlisverkfræðingur og vinnur hjá Símanum. Hann hefur verið formaður Landssamtaka hjólreiðamanna frá 2005 og er fulltrúi þeirra í Umferðaráði. Ár ni Davíðsson, hjólreiðakennari, menntaður líffræðingur frá HÍ og starfar sem heilbrigðisfulltrúi í Mosfellsbæ. Bjarney Gunnarsdóttir, hjólreiðakennari og kennaranemi við Íþróttafræðiskor HÍ.

Það er einfaldara að fara beint eftir akrein en þræða hlykkjótt gatnamót og passa sig á hættum úr öllum áttum. Hún mun ljúka B.S.-námi vorið 2009. Hún sá um hjólreiðaverkefni Vinnuskóla Reykjavíkur, Hjól í Borg, sumarið 2008. Vilberg Helgason, hjólakennari og kerfisfræðingur í framhaldsnámi við HR. Unnur Bragadóttir, margmiðlunar­ hönnuður; skapari Hjólhestsins og hönnuður heimasíðu Hjólafærni. Kjartan Guðnason, deildarstjóri hjá Geislavörnum ríkisins. Páll Guðjónsson hefur þýtt efni Johns Franklin og aðstoðað með gerð kynningarefnis.

Ferðafagnaður 18. apríl 2009 Hefur þú gaman af ævintýralegum ferðalögum?

www.ferdafagnadur.is


Hjólavísar í Reykjavík Bárður Örn Gunnarsson.

Re y k j av í k u r b o r g o g L a n d s a m t ö k hjólreiðamanna hafa undanfarið verið að vinna saman að betrumbótum á sam­ göngukerfi hjólreiðamanna í Reykjavík. Ferlið hefur gengið misvel en þó hefur náðst betri árangur nú síðustu misseri en oft áður. Nýjasta útspilið eru hjólavísar (e.chevrons) sem lagðir hafa verið eftir Einarsnesi í Skerjafirði og eftir Suðurgötu. Skv. bloggi Gísla Marteins eru þessar merkingar fyrst og fremst hugsaðar til að beina hjólandi umferð frá Ægisíðustígnum og upp að háskólanum. Þessi aðferð er víða notuð m.a. í Kanada þar sem ákveðnar götur er u gerðar að hjólavænum götum og reynt að beina sem mestri umferð inn á þær, þannig verða hjólreiðamenn áberandi á þeim götum og minni líkur á slysum af völdum ónærgætinna bílstjóra. Sitt sýnist hverjum um vegvísana á Einarsnesi og sérstaklega á Suðurgötu en þetta er þó mikil framför. 19. Október síðastliðinn voru svo Langholtsvegur og Laugarásvegur merktir með vegvísum, þarna er loksins komið gott dæmi um raunverulegan samgönguveg fyrir hjólreiðamenn. Stígakerfi borgarinnar liggja flest frá austri til vesturs en þverun bæjarins frá suðri til norður getur oft á tíðum reynst erfið. Það að fara frá Kópavogi niður í Borgartún eða Ármúla er t.d. ansi snúið. Það yrði því mikil búbót ef ákveðnar götur væru merktar sem samgönguæðar

Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

h j ó l r e i ð a m a n n a . L a n g h o l t s ve g u r o g Laugarásvegur eru klárlega slíkar götur, þær eru einnig sérstakar fyrir þær sakir að þar er nú þegar töluverð umferð hjólreiðamanna. Það sem einnig einkennir göturnar, því miður, er hve hættulegar þær er hjólreiðamönnum að öllu óbreyttu. Óteljandi botnlangar ganga inn af g ötunum sem er u með blindum hornum og stafar hjólreiðamönnum því mikil hætta af ökumönnum sem koma út úr þessum botnlöngum, sérstaklega ef hjólreiðamenn hjóla á gangstéttum. Víða við Langholtsveginn er einnig lagt samhliða götunni og skapast oft mikil hætta þegar ökumenn opna hurðir án þessa að átta sig á aðvífandi hjólreiðamanni. Það að merkja þessa götu hefur því tvöfalt vægi, annars vegar að gera frekar hættulega götu að mun öruggari valkosti og hins vegar sem raunveruleg samgönguæð milli stígakerfa borgarinnar.

10


Reynslan af Hjólavísum Ég hjóla daglega eftir Langholtsvegi og Laugarásvegi og eftir fimm mánaða reynslu í öllum veðrum og vindum tel ég vera komna ákveðna reynslu á hjólavísana. Til að byrja með fann ég fyrir miklum mun, bílsjórar urðu tillitssamari, ég fékk meira pláss og mér leið sem hluta af umferðinni og ekki eins og óvelkomnum og áður. Með snjónum breyttust vissulega aðstæður töluvert en ég tel samt að flestir hafi verið farnir að átta sig á því að þarna væri eðlilegt að hjóla. Þar sem vegvísarnir voru vel staðsettir voru þeir í slóð ruðningstækjanna og því alltaf frábært færi, annars staðar lentu þeir þó undir ruðningunum sem setti mig út á miðja götu öllum til ama. Í heildina litið tel ég þó þessa aðgerð mjög vel heppnaða, með meiri reynslu á viðhaldi, mokstri og betri merkingum er þarna komin vænleg leið til árangurs. Vanda þarf valið vel á götum og tel ég Langholtsveg og Laugarásveg vera jafn fullkomnar og Suðurgatan er misheppnuð. Þessari tilraun Reykjavíkurborgar ber því að fagna og óskandi að við sjáum enn fleiri hjólreiðamenn á götum borgarinnar í kjölfarið og í framhaldinu enn fleiri hjólavísa.

Bílar víkja betur þar sem hjólavísar eru til staðar Hættuslóðir Stóra vandamál Langholtsvegar og Laugarásvegar er enn og aftur hjólreiðar á gangstéttum. Til að bæta gráu ofan á svart eru gangstéttarnar oft fullar af snjóruðningi sem er ekki ruddur fyrr en fólk er farið til vinnu og því ekki í samræmi við annan snjóruðning. Við hjólreiðamenn erum ekki heilagir í þessari umræðu. Ótrúlega vanbúið fólk er á ferðinni á hjólum, sérstaklega börn og unglingar, algjörlega ljóslaus og án viðeigandi búnaðar til vetrarhjólreiða í myrkri og kulda. Þarna er virkilega þörf á átaki sem við, hjólreiðamenn, ættum að leiða með fræðslu og sem fyrirmyndir. Að lokum vil ég skora á Kópavogsbæ að þvera Kópavog á nokkrum stöðum með hjólavísum! Bárður Örn Gunnarsson www.graenland.wordpress.com

Gangstéttarnar eru oft fullar af snjóruðningi 11

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Birkebeinerittet 2008 Axel Jóhannsson

Greinarhöfundur á ,,risanum” og Jóhann á ,,klettakanínunni”. leiðina? Ekki eru þessar töflur æfingarplön?

Hjólakeppni í Noregi? Ert þú búin að skrá þig? Hlynur líka, Kjarri, Steini, Gísli og Emil frá Arctic trucks? Ætlar þú ekki að skrá þig? Jú, auðvitað er ég með. Hvenær er þetta? Í ágúst, já, flott! Hvað er þetta langt? 100 km. Ertu eitthvað verri? Ég hef aldrei hjólað lengra en 20 km í beit og var alveg að... . Við verðum að byrja að æfa, hjóla og hjóla. Ekki nóg að hjóla í vinnuna. Bætum við æfingum á þriðjudögum. Þetta er nú bara frekar gaman. Hjóla úr Vesturbænum upp í Elliðaárdal. Borða nammi og hjóla heim. ,,Best í Birken” bókin sem Sigríður hafði gefið Hinna bróður í jólagjöf var á alltaf borðinu. Gaman að skoða, já, þetta verður bara flott. Eitthvað á norsku, ég skoða bara myndirnar. Er þetta sniðmynd af leiðinni? Þetta getur ekki verið satt, er þetta brekka alla

Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

Ítalía í mars og fyrsta skipti út að skokka Ég var aðeins farinn að stressast með vorinu og notaði því hvert tækifæri til að hjóla. Fór nokkrar ferðir við Garda-vatnið þar sem fjölskyldan dvaldi í mars. Við feðgar hjóluðum þar frábærar fjallahjólaleiðir sem hlykkjast um vínakra, bæi, hæðir og fjöll. Jóhann var 7 ára þannig að þetta var bara frekar gaman. Þegar leið á vorið var ekki laust við að fleiri í hópnum en ég væru orðnir órólegir og slógu menn á stressið með bættum búnaði. Allt í einu voru komin ný Scott-hjól í hópinn. Nýjar gjarðir, dempara og bremsur mátti líka sjá ef grannt var

12


skoðað. Eitt það skemmtilega við hjólreiðar er útbúnaðardellan. Já, og hnakkurinn. Ég hafði skipt um hnakk þegar ég fékk hjólið mitt. Ég bara gat ekki látið þennan hnakk sem fylgdi hjólinu ráða fjölskyldustærðinni. Setti stóran og góðan hnakk sem hægt var að sitja á. Miklu betra. Sama með pedalana. Hver getur hjólað fastur við hjólið? Nú varð að tjalda öllu sem til var. Ítalski titanium hnakkurinn var kominn á hjólið áður en ég vissi af og ég hættur að nota silicon-púðann sem ég hafði fundið einn eftirmiðdag þegar ég var að hjóla heim úr vinnunni. Það hafði verið bylting að setja silicon-púðann á titaniumhnakkinn en nú var þetta allt látið fjúka. Hvert gramm skiptir máli. Smellu-pedalar og vondur hnakkur er nú algert lámark og ekki tiltökumál sé það borið saman við keppnisbuxurnar. Já, bara ef ég gæti lýst kastinu sem konan fékk þegar ég smellti mér í buxurnar. Ég bara get ekki skilið af hverju hjólabuxur þurfa að vera svona bjánalegar. Þröngar með púða undir botninum, axlabönd og það versta er sniðið að framan… ístrunni er hreinlega ýtt út. Hverjum finnst það flott?

Á leið um Svínaskarð. nefninlega brugðið á það ráð að líma orkugelið á hjólið þannig að ég gæti á örskoti nælt mér í túpu. Ég varð reyndar fyrir smá óhappi með gelið. Ég hafði náð að opna eina túpu þegar ég sá þessa líka svaka brekku framundan. Varð því í skyndi að grípa í stýrið en ekki vildi betur til en svo að allt gelið sprautaðist úr túpunni í góðri bunu beint á gamlan Norsara. Hjólað um Kollafjarðarheiði Ein af flottustu æfingaferðunum var farin um hásumar. Hluti hópsinns hjólaði frá Langadalsá í Ísafjarðardjúpi og yfir Kollafjarðarheiði. Þaðan í Þorskafjörð og yfir gömlu Þorskarfjarðarheiðina niður í Ísafjörð. Samtals um 140 km þar sem hraðinn var frá 70 km/klst. niður í 2 km/klst. tímunum saman þegar við börðumst upp heiðina í hávaða roki.

Æfingar magnast Hluti hópsins tók þátt í Bláa lónsþrautinni sem er frábær keppni sem hægt er að mæla með fyrir alla. Í þeirri keppni gerði ég mér grein fyrir því hversu mikilvægt rétt fæða er. Það er sum sé ekki nóg að fá sér bara kókómjólk fyrir keppni og láta það duga. Það var ekki um annað að ræða en að sökkva sér í næringarpælinguna og með hjálp sérfræðinga endað þetta með því að í startinu á Birkebeiner-rittinu var hjólið mitt eins og bænaveifurnar sem sjást á myndum frá Tíbet. Ég hafði

Keppnin Seint í ágúst var hópurinn mættur með hjól í kassa í Keflavík. Í Osló beið okkar bíll með kerru og leiðin lá til Lillehammer þar sem búið var að tryggja gistingu. Það sem eftir var að deginum fór í karbonhleðslu og snudd við hjólin. Daginn eftir sóttum við númerin og tókum nokkra spretti. Við notuðum líka tímann til að fylgjast með Fredags Birken. Keppnin er svo vinsæl að bætt hefur verið við föstudagskeppni til að

13

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Langidalur gefa fleirum kost á að taka þátt. Til marks um vinsældir keppninnar var uppselt 90 sekúndum eftir að opnað var fyrir skráningu á netinu. Mig minnir að keppendur hafi verið um 14.000. Teknir eru frá miðar fyrir ,,útlendinga” sem einfaldaði málið fyrir okkur. É g va k n a ð i s n e m m a o g b o r ð a ð i hafragraut. Brunaði svo í bæinn. Hjólin voru sett í trukk og við sett í rútu til Rena fyrir startið. Allt var frábærlega vel skipulagt. Það var samt eitthvað í loftinu sem kallaði á stopp en enginn þorði að spyrja fyrr en Óli Ragg tók af skarið og fékk bílstjórann til að stoppa. Það var líka eins og við manninn mælt – allir stukku út að létta á sér. Auðvitað höfðu allir drukkið vatn og orkudrykki ótæpilega í þeirri veiku von að það myndi redda æfingunum sem aldrei urðu. Að koma til Rena í startið var alveg magnað. Bærinn var fullur af hjólum og keppendum. Fyrstu hóparnir voru ræstir klukkan 7 um morguninn og þeir síðustu

um klukkan þrjú. Okkar hópur var tilbúinn í startið um hádegið. Hluti af undirbúningi var að prenta út þann tíma sem hver og einn stefndi að. Frekar spes að reyna að gera sér grein fyrir hvaða tíma maður gæti náð án þess að hafa farið eða séð brautina. Ég endaði á að stefna á 4:15:00, ég var á því að 4:00 væri of mikið og 4:30:00 væri nú frekar slappur tími. Ekki það að ég hefði eitthvað fyrir mér. Stefnan var því tekin á fyrstu drykkjarstöð SkramstadSetra og ég ætlaði að vera þar 38 mín. síðar. Fyrstu kílómetrarnir voru upp nokkuð bratta malbikaða brekku. Þá tók við malarvegur og síðan skógarstígar þar sem ómögulegt var að hjóla. Miðað við bókina Besti i Birken var mikilvægt að missa sig ekki í þessum hluta. Ég fór því sérstaklega rólega. Þegar ég náði í drykkjarstöðina í SkramstadSetra tók við svakalegt brun. Þar ætlaði ég sko að láta vaða og vinna mér inn tíma. En fjöldi hjólreiðamanna var slíkur að ekki var auðvelt að komast fram úr. Í öllum látunum sá ég stelpu fljúga fram fyrir sig og ekki vildi betur til en gamall karl datt á mig. Auðvitað gat ég ekki stoppað heldur ruddist áfram í þvögunni. Karlgarmurinn náði hins vegar að beygla hjá mér bremsudiskinn í

SkramstadSetra 0:38:33 17.1 km/t Bringbusætra 1:24:07 17.8 km/t Kvarstad 2:25:44 21.9 km/t Storåsen 3:26:47 19.7 km/t Mål 4:15:00 29.9 km/t Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

14


hálfskuggalegt þegar hraðinn var kominn vel yfir sextíu og ekki minnkaði stressið þegar ég fékk krampa í vinstra lærið. Meðfram allri brautinni og á henni voru hlutir sem keppendur höfðu misst af hjólunum og úr höndunum. Brúsar, gleraugu og þessháttar. Þegar ég hafði hjólað í 67 kílómetra sá ég hnakk! Já, það hafði einhver misst hnakkinn af hjólinu og ekki hætt keppni heldur hjólað rúma tuttugu kílómetra án

Hjólin sett saman árekstrinum. Örlítið neðar í brekkunni hafði einn keppandi dottið og lá á miðjum slóðanum þegar ég brunaði fram hjá á sextíu kílómetra hraða. Næsta sem ég sá var skúkrabíl með blikkandi ljós. Eftir keppnina frétti ég að tveir hefðu slasast alvarlega í keppninni sem má í raun teljast ótrúlegt miðað við að keppendur voru um 14 þúsund. Nú snerist málið um að hamast á sveifunum. Drekka vatn og gel eins og hægt var. Gíra upp og niður og hamast meira. Ekki vantaði hvatninguna því meðfram allri brautinni voru áhorfendur að hvetja… ,,heija heija”. Það voru meira að segja hljómsveitir að spila rokk og ,,heija”. Ég var bara nokkuð brattur og hélt mér nokkurn veginn á áætlun. Eftir að ég kom á fjórðu drykkjarstöðina var ég nokkuð ánægður því ég vissi að nú lá leiðin niður á við. Þetta var það sem ég hafði beðið eftir enda var meðalhraðinn nánast 30 km/ klst. á þessum legg. Ástandið var á köflum

Keppendur tilbúnir með hjólin í flutingarbíl til Rena

hnakks. Sá keppandi á rétt á verðlaunum. Síðasta brekkan til Lillehammer og í markið við Ólympíuleikvanginn var brött og neðsti hlutinn á grasi sem var frekar erfitt eftir allt puðið. Að koma í mark var hins vegar frábært. Birkebeiner var upphaflega gönguskíða­ keppni. Nú er einnig keppt í hlaupi og hjóreiðum. Það er draumur allra Norðmanna að taka þátt í öllum greinum sama árið. Þeir sem er u góðir stefna að ,,Super Birkebeiner”. Þá þarf að taka þátt í öllum Æfingarferð fyrir keppni þremur greinum sama árið og ná ,,merkinu”. Til að ná merkinu þarf að ná í mark á tíma sem er skemmri en 25% frá tíma 5 fyrstu keppenda í viðkomandi flokki. Ég mæli með keppninni fyrir alla sem


Startið í Lillehammer gaman hafa af fjallahjólreiðum. Umgjörð mótsins er til fyrirmyndar og það eru ekki bara þeir sem vinna við mótið sem eru góðir. Það er greinilegt að ekki er minni skemmtunin hjá þeim sem studdu sína á hliðarlínunni. Fyrir þá sem gaman hafa af gönguskíðum eða hlaupum er freistandi að keppa í öllum greinum. Ég er nú byrjaður að æfa í huganum fyrir hina keppnina sem ég tek þátt í. Það er Fossavatnsgangan á Ísafirði. Ekki minni skemmtun þar þótt keppendur séu færri. Axel Jóhannsson Þakkir fyrir góðan stuðning Arctik Truks ehf. www.birkebeiner.no

Stopp á leið frá Rena til Lillehammer

3,5 kg sem allir keppendur þurfa að hafa.

Komnir í mark.


17

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Hjólreiðar

Margrét Friðriksdóttur Viku seinna var hjólinu mínu stolið og ég var hálffegin. Mig langaði heldur ekki að halda þessu áfram. Fékk nóg í Skorradalnum. Nokkrum árum seinna kom sami vinur að máli við okkur hjónin og minntist á hjólatúr – aftur varð Skorradalur fyrir valinu og ég komst ekki. Eiginmaðurinn fór og var hinn ánægðasti með túrinn. Ég jesúsaði mig bara, átti ekki hjól og var ekki að fara að fá mér eitt slíkt. En hvernig var það, átti þessi pistill ekki að snúast um ágæti hjólreiða? Jú! Fyrir tæpum þremur árum kom sami vinur að máli við mig. Við höfðum verið að jeppast og klöngrast upp um fjöll og firnindi og haft gaman af. Hann hafði hjólað um allt og kveikt hjá mér örlítinn áhuga – en ég dreg mín mörk við að þurfa að bera hjólið Laugaveginn! Mér áskotnaðist hjól eftir nokkrum krókaleiðum. Það þurfti svolítillar viðgerðar við og í það var ráðist, ég settist á bak og voila! Nú gat ég notið þess að hjóla, a.m.k á þessu hjóli. Frábært eintak, létt og meðfærilegt álhjól, kvenlegt fjallahjól í fínu standi. Önnur ferð mín á hjólaferli mínum var með Fjallahjólaklúbbnum. Stefnan var tekin á Nesjavelli. Ég hafði æft mig aðeins, farið upp nokkrar brekkur, var kotroskin og kát

Þessi pistill fjallar um hjólreiðar. Þeir sem eru nú þegar búnir að átta sig á gagni þessa fararmáta þurfa ekki að lesa lengra. Þið hin sem rákuð augun í þennan pistil og hafið ekki enn uppgötvað það – lesið áfram... Mín hjólasaga nær ekki langt aftur, tja... svona u.þ.b. átta ár aftur í tímann. Hún hófst þegar góður vinur bauð okkur hjónum í hjólatúr ásamt fleirum ... svona helgarferð. Ætlunin var að fara hringinn umhverfis Skorradalsvatn. Við mættum á staðinn með hjólin okkar, eiginmaðurinn á góðu hjóli og ég á aðeins síðra, en kva’ ... hjól er bara hjól. Vinirnir mættu einn af öðrum. Vinur okkar hjóna var vel græjaður og ég brosti nú bara: Allt í lagi! Þú ert dellukall; demparar og ljós og alles. Ég þóttist nú alveg vera til í slaginn, hafði verið í spinnig allan veturinn og þolið var alveg frábært. Til að gera langa sögu stutta var ég alveg búin á því þegar við komum aftur að upphafspunkti tæpum 40 km og sjö tímum seinna. Ég var köld og mér var illt. Ég á demparalasa hjólinu minu og farið að rökkva. Ég hafði hjóla í ýmsum veðrum og á alls konar undirlagi. Sem sagt; fyrsta regla: Hjól er ekki sama og hjól. Demparar eru ekki aukabúnaður, þeir eru nauðsyn... og ljós líka. Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

18


mætti vera á í Tour de France. Hann keppti við við tímann en ferðafélagar mínir voru komnir handan við mána og sunnan við sól á mettíma. Þetta var frábær ferð. Ég var alveg búin með orkuna þegar ég kom heim, vind- og sandblásin en mér leið mjög vel. Þetta sumar hjólaði ég ekki jafnmikið og til stóð, stökk á bak þegar veður var gott, þriðjudagstúrar Fjallahjólaklúbbsins voru mín helsta viðvera á hjólinu. En svo rann upp sumarið 2008 og upp spratt hjólanjólinn Margrét fullskapaður. Tekinn var fram fákur sem leit mig hornauga: Af hverju hef ég verið hér í bílskúr svona lengi? Á maður ekkert að fá að hreyfa sig eða hvað?! Ég tók fram hjólið, dittaði aðeins að því og endurnýjaði rafhlöðurnar í odometernum. Odometer er nauðsynlegt mælitæki hjólreiðamanna. Hann telur kílómetrafjölda sem farinn er og greinir meðalhraða.

þegar við lögðum af stað. Ég hjólaði af stað á nýja hjólinu mínu. Ég var að læra á 21 gír og taldi mig vera í fínum málum, sátt við lífið og tilveruna í fjandans roki og engum meðbyr. Hliðarvindurinn var erfiður og ég reyndi að halda mér á veginum, ekki utan við hann. En þetta var gaman, barátta við náttúruöflin og sjálfa mig sem skilaði mér áfram fyrir eigin orku. Þessa 48 km að Nesjavöllum hjóluðum við á um sex klukkutímum. Falleg leið í skemmtilegum félagsskap. Við lentum í Nesbúð, nærðum okkur og hvíldum í heita pottinum. Þetta var dásamlegur endir á yndislegum degi. Ég var þreytt en endorfínið var lengi að fara úr kroppnum. Ferðin til baka var svolítið klöngur í upphafi en endaði með frjálsu bruni niður allar brekkurnar sem ég hafði hjólað og reitt hjólið upp daginn áður. Það var æðislegt! Ég var reyndar á bremsunni á meðan aðalhjólanjólarnir brunuðu framhjá mér á hraða sem ég hélt að aðeins Louis Armstrong

Opið alla daga frá 10 til 17

www.mu.is 19

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Þetta var dásamlegt sumar, odometerinn taldi og taldi. Ég keppti við sjálfa mig næstum daglega, tók suma áfanga leiðarinnar í vinnuna á meiri hraða og undirbjó spretti upp og niður brekkur og var farin að nálgast Mr. Armstrong svakalega. Þetta var nú mitt mat en á maður ekki að nota helstu fyrirmyndirnar þegar árangur á að nást..... Ég fór í þriðjudagstúra, Nesjavallaferð

Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

var tekin í nefið og ég hjólaði í vinnuna. Ég vann í Smáralind og bý í Grafarholti og vegalengdin þar á milli u.þ.b.níu km aðra leiðina, 18 km á dag, 3-4 daga vikunnar telja mikið í þoli og kílóum fækkaði. Sumarið var frábært. Ég hjólaði út um allt með vindinn í fangið og bakið, sólin skein sem aldrei fyrr og sumarið var langt og bjart. Okkur hjónum

20


bauðst að taka þátt í starfi fjallahjólaklúbbsins fyrir Reykjavíkurmaraþon og við slógum til. Við fórum sem eftirfarar í fullu maraþoni ásamt Guðnýju. Við hjóluðum á eftir tveimur kanadískum dísum sem löbbuðu heilt maraþon. Þetta tók okkur sjö tíma en var mjög skemmtilegt. Þegar heim var komið fann ég fyrir því hvernig ég hafði fengið ofgnótt af súrefni. Ég mæli eindregið með hjólreiðum sem fjölskyldusporti, samveran er á forsendum hvers og eins

og hraðinn er ekki mikill. Fyrir sumarið 2009 ætla ég að fá mér ný dekk á hjólið. Ég tek fram götudekk og slæ öll hraðamet sem ég setti í fyrrasumar. Læt vind um eyru fjúka og kílóin fá líka að fjúka. Hjólreiðar og sund eru frábær aðferð til að fækka kílóum og auka þol. Ég hef talsvert stundað æfingasali líkamsræktarstöðva en hef ekki haft jafn gaman að því og að hjóla með vindinum. Ég kem mjúk undan vetri og þarf svo sannarlega að herða kroppinn enda er framundan frábært hjólasumar, Bláalónsþraut, Nesjavellir, Maraþon eftir/undanfari (fer eftir formi) og þriðjudagstúrar. Þetta er frábært og ég hlakka mikið til. Eruð’i ekki með...?

21

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Fyrsta hjólaferðin yfir Sprengisand 1933 eftir bretann Ben Searle

Samískra heimamanna. Dall var einstaklega hæfileikaríkur og úrræðagóður á ýmsum sviðum. Hann fæddist í Chelmsford árið 1901 og var framúrskarandi sjóntækjafræðingur og framúrskarandi og hugmyndaríkur uppfinningamaður vísinda tóla. Hann lést 1986. Sögu þessarar merku hjólaferðar skrifaði hann aftan á ljósmyndir sem hann tók í ferðinni. Það var í erfiðri ferð um vesturhluta Íslands árið 1932 sem Dall fékk áhuga á að fara þvert yfir hinn ógnvænlega Sprengisand. Hann átti von á að ferðin yrði svipuð ferð sinni árið áður eftir vegum og slóðum og var því ekki vel útbúinn. Hann var aðeins með 800 grömm af þrúgusykri og þurrkuðu kjöti ásamt prímus og svefnpoka en var ekki með tjald. Hann átti von á einhverskonar slóða en þurfti að láta nægja að fylgja vörðum og

Árið 1933 fór Horace Edward Stafford Dall fyrstur allra yfir auðnir Sprengisands á farartæki með hjólum. Farartækið var Raleigh þriggja gíra reiðhjól með lokaðri keðjuhlíf. Það var mánuði seinna sem fyrst var farið yfir sprengisand á mótordrifnu farartæki. Ben Searle segir söguna. Spengisandur er hin næstum slóðalausa eldfjalla og jökla auðn í miðju Íslands og líklega óvistlegasti hluti Evrópu. Maðurinn s e m l a ð a ð i s t a ð þ e s s u m á s ko r u nu m hét Horace Dall og var hug rakkur hjólaferðalangur. Hann fór einnig fyrstur yfir Atlas fjöllin á fjórða áratug síðustu aldar þar sem hann var handtekinn og sakaður um njósnir. Honum var á endanum bjargað af frönsku útlendingaherdeildinni. Enginn gat trúað því að hann hefði verið að í sumarleyfisferð í yfir 48 stiga hita. Hann ferðaðist einnig um Lappland, gisti í tjöldum Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

22


áttavita ásamt lélegu 1;1000,000 korti sem sýndi lítið annað en flæði sumra af áunum óárennilegu.

mýrar og ég sá fljótt að vonir mínar um að geta hjólað um 30 prósent leiðarinnar myndu ekki rætast.” Dall var augljóslega orðinn áhyggjufullur að kvöldi annars dags: “Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum gljúfrum leiðarinnar sem áttavitinn hefur vísað mér. Ég þurfti að taka 5 mílna krók áður en mér tókst að komast bæði yfir gljúfrið og ánna – barmarnir voru 500 feta háir. Það var athyglisvert að geta sér til um hvaða hindranir yrðu á leiðinni næst.” “Það var spennandi stund þegar ég rakst á slóð eftir hesta. Seinna, eftir að ég hafði fylgt þeim gegnum mýrlendi og ár og sá að leiðin lá þvert á leiðina sem áttavitinn vísaði, ákvað ég að þetta væri eftir ótemjur og hætti eltingaleiknum. En ekki fyrr en ég hafði eytt dýrmætum tíma.”

Ekki aftur snúið Dall fékk aðstoð yfir fyrstu stóru ána, sem skyldi á milli byggða og óbyggða: “Stóra stundin er runnin upp! Íslendingarnir réru til baka að trukkinum eftir að hafa komið mér og hjólinu norður yfir Túngná eins og um var samið. Túngná er djúp og straumþung og ég veifaði þeim með blendnum tilfinningum meðan ég áttaði mig á slóðalausri auðninni framundan. Þeir voru síðustu mannverurnar sem ég sá þar til ég kom að býlinu Mýri fyrri norðan.” Hann var ekki fyrr lagður af stað í norður frá ánni en á skall regnstormur. Hann þurfti að fara um hátt í hæðunum til að forðast mýrlendi, var oft í þoku og þurfti að athuga áttavitann reglulega. “Fyrsta daginn kynntist ég hrjúfum aðstæðunum, grót, gilskorningar, sandur og

Fljótið hélt mér föngnum “Skjálfandafljót hélt mér föngnum í meir en heilan dag – mestann tímann milli

23

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Það var aðeins fyrir hreysti hans, kjark og einstaka heppni með veður að Dall komst á leiðarenda. Þótt ótrúlegt megi virðast var hann ekki búinn með matarbyrgðirnar og náði að hjóla um 5- 10% leiðarinnar. Það mætti halda því fram að ferð Dall hafi verið meira göngu en hjólaferð. En það sama á við um ferð fyrstu bifreiðarinnar því megnið af leiðinni þurfi ökumaður og farþegar að ganga með bílnum þegar ekki þurfti að ýta honum áfram. Hún var líka ferjuð yfir Tungná í sama árabátnum.

Döggin þurrkuð af svefnpokanum

bjarganna og fljótsins. Ég tók engar myndir á verstu köflunum, verkefnið var nógu erfitt. Ég heimsótti Mýri 1996 Jörðin hafði svipaðan þéttleika og hveiti og Bóndinn Héðinn Höskuldsson, sem var var mjög erfið yfirferðar.” níu ára þegar Dall bar að garði mundi vel “Fimmti dagurinn í óbyggðunum. Þvílík eftir honum; “Hann kom úr óbyggðunum gleði! Slapp frá Skjálfandafljóti vel klæddur, í bónuðum skóm og með því að fara upp afdal sem með bindi – eins og hann væri á gerði mér kleift að komast yfir leið í atvinnu­viðtal í Reykjavík. það. Hér er hjólið 800 fet yfir Hann virtist ekki einu sinni fljótinu með óskaplega miklu þreyttur! Það var talað um hann í magni vatns frá Vatnajökli, þeim sveitinni í mörg ár.” stærsta í Evrópu.” Hópur frá The British Rough Dall kom á endanum að syðsta Stuff Fellowship fær heiðurinn býli norðurlands: “Sveitabýlið af fyrstu ferðinni milli stranda Mýri og hrífandi grænt beitiland. eftir þessari leið á eigin afli Siðmenning! Mér tóks að senda þar sem Dall var farþegi yfir símskeyti með aðstoð Breska Héðinn 1996 Tungnaá. Ferð sem var farinn aðstoðarkonsúlsins til bóndans 1958 og Dick Phillips skipulagði, sem ferjaði mig yfir Túngná og en hann skipuleggur enn göngu og hjólaferðir láta hann þar með vita að ég væri kominn heill um Ísland. Þó að þá væri slóði nægilega á leiðarenda eins og ég hafði lofað honum til vel mótaður til að hægt væri að hjóla 75% að létta áhyggjum hans.” leiðarinnar var með í farangrinum uppblásinn

Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

24


km leið (220 km milli byggðra bóla), og þvera hálendið þann stutta tíma sem það er opið frá seinni hluta júlímánaðar og fram í september. Nú eru aðeins óbrúaðar tvær greinar úr Fjórðungakvísl af stóru fljótunum. Þar þarf að sýna aðgæslu en þær eru ekki hættulegar undir venjulegum kringumstæðum. Uppskera erfiðisins er útsýn yfir risavaxna jökla, fjarlæga fjallstinda og eldfjöll ásamt stórkoslegri tilfinningu einveru, einsemd og dýrð villtrar náttúrunnar. Hjólreiðamenn ættu að ætla að minnsta kosti fimm daga í þessa ferð en það er æskilegt að taka byrgðir fyrir tvöfalt lengri tíma því veðrið er óútreiknanlegt og hætta á hvassviðri og snjókomu alla mánuði ársins. 125 km. leiðarinnar liggur í yfir 900 metra hæð yfir sjávarmáli, hún er ekki með bundnu slitlagi og er að mestu úr þjöppuðum eldfjallasandi. Leiðin er næstum öll fær fjallahjólum. Skálinn í Nýjadal sem er um miðbik leiðarinnar og kaffihúsið og gistiheimilið Versalir við syðri enda leiðarinnar eru eina aðstaðan á leiðinni.

gúmmíbátur og hálfrar mílu langur kaðall til að þvera árnar. Sprengisandur í dag Ferð yfir Sprengisand í dag á fátt skylt með ferðum Dall eða Philips og undanfarin ár hefur aðdráttaraflið aukist verulega. Árlega taka yfir 100 hjólaferðalangar áskoruninni. Þeir þurfa að taka með sér vistir fyrir 300

Höfundurinn á leið yfir hluta úr Fjórðungakvísl. Um það bil kílómetri slóðans var undir jökli.

25

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Íslenski fjallahjólaklúbburinn 20 ára

svipmyndir úr myndasafni klúbbsins

Magnús Bergsson og Gísli Haraldsson stofnuðu ÍFHK fyrir 20 árum og stimpluðu gestabækur með merki klúbbsins hvar sem þeir komu á ferðalögum sínum.

Fyrsta aðstaða klúbbsins var í þessum fataskáp í Þróttheimum og salinn höfðum við einu sinni í mánuði. Þar voru vinsælar myndasýningar úr ferðum og ýmisskonar námskeið. Það var ekki fyrr en við leigðum aðstöðu við Austurbugt sem við fengum þetta ágæta herbergi auk aðgangs að sal og rými til viðgerða. Þarna byrjuðum við með opið hús á fimmtudagskvöldum til viðbótar fyrra starfi og síðan hefur verið fastur liður í lífi margra að kíkja í klúbbhúsið og njóta félagsskaparins, skipuleggja ferðir og uppákomur, dytta að hjólunum í góðri aðstöðu og með aðgang að sérhæfðum verkfærum sem ekki allir eiga svo ekki sé minnst á bókasafnið.

Herbergið sem hýsti klúbbinn árin sem við vorum við Austurbugt Vaskir sjálfboðaliðar pakka Hjólhestinum heima hjá Öldu 1999

1999 Ferðanámskeið í stóra salnum við Austurbugt þar sem nú rís tónlistarhús. Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

26


Klúbbhús Fjallahjólaklúbbsins, Brekkustíg 2. Þar er opið hús alla fimmtudaga og allir velkomnir. Kíkið endilega við og skráið ykkur á póstlistann til að fá fréttir af viðburðum Þegar okkur bauðst húsnæðið á Brekkustíg 2 beið okkar mikil vinna við að standsetja það því það var rétt svo fokhelt að innan. Við eigum teikningar af húsinu eins og það gæti orðið ef spennistöðin færi, salur með mikilli lofthæð og arni ásamt aðstöðu til viðgerða uppi. Maður getur látið sig dreyma. Saga klúbbsins er rakin á vef okkar og reyndar saga hjólreiða á Íslandi frá upphafi. Í tilefni 20 ára afmælis klúbbsins læt ég nokkrar svipmyndir fylgja hér en skoðið endilega myndagalleríin á vef klúbbsins. Páll Guðjónsson

Svolítið brenglað sjónarhorn þegar maður klippir 34 myndir saman í 2 en þarna er mikið verk óunnið og þökkum við enn og aftur öllum sjálfboðaliðunum sem byggðu þetta upp

Einbeitt fólk á fundi í klúbbhúsinu Brekkustíg 2 27

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Lög og ólög & Lausnir sem virka

Páll Guðjónsson

þarna hentar engan veginn hjólreiðafólki og strætisvagnar fara almennt ekker t hraðar en hjól. Rökin með frumvarpinu snúast reyndar ekkert um umhverfisvænan samgöngumáta, jákvæð áhrif á lýðheilsu eða annað sem auknar hjólreiðar hafa í för með sér heldur er eingöngu verið að reyna að efla almenningssamgöngur. Því miður er það á kostnað hjólreiða. Það á ekki að vera glæpur að hjóla eftir forgangsakrein – hver er aftur tilgangur almennings­s amgangna? Á vef Strætó stendur: “Framtíðarsýn okkar byggist á því að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl”. Fyrir okkur sem hjólum er þetta veruleiki en ekki framtíðarsýn. Er reiðhjólið kannski ekki líka mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota strætó eða leigubíl? Það þarf enginn að bíða í klukkutíma á kvöldin eða um helgar áður en þeir stíga á hjólið sitt.

Ólög á Íslandi Forsíðumyndin sýnir hvar föður reiðir dóttir sína milli staða í Amsterdam og ekki annað að sjá en vel fari á með þeim. Þetta er ólöglegt á Íslandi. Líklega var lagt bann við þessu þar sem það teldist hættulegt háttarlag. Nú eru fleiri bönn við heilbrigðum hjólreiðum í farvatninu en jafnframt er unnið að endurskoðun laganna í heild sinni. Forgangsröðin á forgangsakreinum Fyrir alþingi lig gur fr umvar p um forgangsakreinar þar sem öðrum ökutækjum en strætisvögnum og leigubifreiðum verður bannað að nota þær og þeir sem brjóti það bann verði sektaðir. Víðast hvar í Evrópu þykir sjálfsagt að hjólreiðafólk noti forgangsakreinar en á umferðarþyngstu leiðunum er oft sérstök hjólabraut samhliða sem umferð hjólandi er beint á. Þegar við lítum á forgangsakreinarnar á Laugavegi, Hverfisgötu og Lækjargötu er okkur ómögulegt að skilja hví ætti ekki að nýta þær fyrir hjólandi umferð. Gangstéttin

Miðborg Berlínar þar sem hjólafólk og strætisvagnar samnýta forgangsakreinar vandræðalaust. Því ætti það ekki að vera æskilegt t.d. í Lækjargötu? Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

28


að aðskylja umferð hjólandi frá Er glæpur að hjóla án akandi, að þeim sé boðinn jafn reiðhjólahjálms? góður valkostur. Við höfum frétt Í þeim löndum þar sem af skiltum sem loka leiðum án notkun reiðhjólahjálma hefur verið leidd í lög hefur tíðni alvarlegra Eftir þessari hjólarein nokkurrar ástæðu eða að boðið h ö f u ð á ve r k a d r e g i s t s a m a n , ætti enginn að hjóla væri upp á aðra leið, þetta stenst ekki lög. Eins hafa verið hugmyndir ekki vegna notkunar hjálmanna að vísa hjólafólki af ákveðnum heldur vegna þess að lögleiðing íslenskum þjóðvegum og bjóða þeir ra dregur úr hjólreiðum upp á grófa slóða í staðinn. almennt. Fækkun hjóla á götum úti hefur neikvæð áhrif á umferðaröryggi Ekki hægt að fylgja lögum? hjólreiðafólks. Öryggi hjólreiðafólks eykst Lágmarkskrafa er að hægt sé að komast um eftir því sem fleiri hjóla og þannig hafa án þess að brjóta lög en í dag eru á nokkrum heildar­á hrif hjálmaskyldu, þar sem hún stöðum í borginni umferðarstýrð ljós og fæst hefur verið innleidd, verið neikvæð á öryggi þeirra skynja reiðhjól. Hjólreiðafólk sem ekki hjólreiðafólks. getur beðið endalaust eftir bíl til að fá grænt Umræða um hjólreiðar beinist allt of oft ljós neyðist til að fara á svig við lögin. Þetta að meintum hættum, langt umfram tilefni, minnkar virðingu fyrir lögum og stungum við því þeir sem hjóla reglulega lifa lengur, upp á nokkrum leiðum til að bæta úr þessu jákvæð áhrif hreyfingarinnar á heilsuna eru enda viljum við fylgja lögum. ótvíræð, með eða án hjálma. Hreyfingarleysi Ein leið væri að undanskylja hjólreiðafólk er margfalt hættulegra heilsunni en nokkurn með sérstöku “nema hjól” skilti eins og víða tíma hjólreiðar. Stefna okkar er ekki að vera sjást erlendis og færi það þá yfir á eigin ábyrgð á móti hjálmanotkun heldur hjálmaskyldu, “þegar það er unnt án óþæginda eða hættu notkunin á að vera val og það á ekki að teljast fyrir aðra umferð”. Svona má líka greiða glæpur að hjóla án hjálms. leið hjólandi þar sem bifreiðum er stýrt fram Mikill áróður er fyrir hjálmanotkun hjá, svo sem gegnum botnlangagötur, gegn á Íslandi og ungmenni eru skylduð til að einstefnu þar sem aðstæður leyfa og víðar. nota þá samkvæmt íslenskum lögum. Þar sem gagnsemin er ekki ótvíræð mætti beina Hægri umferð hér en vinstri þarna áróðrinum meira að kostum hjólreiða. Lesið Línumerkingar á útivistarstígum eru um þessa og fleiri þversagnir í öryggismálum með ólíkindum, þar sem fólki er ætlað að hjólreiðafólks á vef klúbbsins þar sem vitnað þverbrjóta allar almennar reglur um hægri er í marktækar rannsóknir. umferð og óbrotnar línur sem gilda á akbrautum,.Rannsóknir sýna að blandaðir Ný umferðarlög göngu og útivistarstígar eru hættulegri Nú stendur yfir heildar endurskoðun hjólreiðafólki en að hjóla úti á götu innan umferðarlaga á Íslandi og tókum við í ÍFHK athyglissviðs bílstjóra – nánar um það á vef og LHM saman ítarlega greinargerð og lögðum klúbbsins. fyrir nefndina kemur að þeirri vinnu. Hana má lesa á vef klúbbsins fjallahjolaklubburinn. Öruggari og greiðfærari is. Meðal þess sem þar kemur fram er réttur Megnið af gatnakerfinu hentar afar hjólreiðafólks til að ferðast um alla vegi vel hjólreiðafólki og gatan er öruggasti og landsins og ef einhverra hluta vegna þarf 29

www.Fjallahjolaklubburinn.is


Innkeyrslur skapa hættu þeim sem hjóla á gangstétt

Bein og greið leið eða hlykkjótt með stórri hindrun?

greiðfærasti staðurinn. 30 kílómetra hverfin er u þar líklega fremst í flokki. Flestar tengibrautir henta líka og þar sem eru tvær samhliða akreinar er lítið mál fyrir bíla að taka framúr. Ef gatan er með þrengingum þannig að ekki er hægt að fara með öruggum hætti fram úr hjólreiðamanni á hjólreiðamaðurinn ekki að leyfa framúrakstur heldur á hann að taka alla akreinina. Eins þarf hann að vera í öruggri fjarlægð frá kyrrstæðum bifreiðum svo hann verði ekki fyrir hurð sem opnast óvænt. Þar sem hjólavísar hafa verið settir á Suðurgötu, Einarsnes, Langholtsveg og Laugarásveg eru þeir staðsettir eftir þessum reglum og marka öruggustu leiðina fyrir hjólreiðafólk ásamt því að minna bílstjóra á að þeir deili götunum með annars konar en jafn réttháum ökutækjum.

sem dotta við lítt krefjandi aksturinn á tilbreytingarlausri hraðbrautinni. En hvað með gangstíga og -stéttir? Þó börn byrji oft að hjóla á gangstéttinni við heimili sitt þá henta gangstéttar og útivistarstígar engan vegin til samgangna. Þær eru margar hætturnar sem leynast á stígum borgarinnar, óvænt hegðun barna að leik og fólks að viðra gæludýr, blindbeygjur, innkeyrslur, bílastæði og það hættulegasta; það þarf að fara yfir götur við hver gatnamót og bílstjórar taka lítið tillit þeirra sem ekki eru á götunum með þeim. Slysatölur erlendis frá sýna að hjólandi vegfarendur eru í margfaldri hættu á ferð sinni eftir stígum miðað við þá sem hjóla á akbrautunum innan athyglissviðs ökumanna eins og reglur um samgönguhjólreiðar segja til um og kenndar eru í Hjólafærni.

Hjólabrautir samhliða umferðar­ þungum stofnbrautum Þar sem umferðarþungi eða umferðarhraði fara yfir ákveðin mörk er þó betra að aðgreina umferð hjólandi með sér hjólabraut, eða vegaröxl sem færi ekki undir ákveðna lágmarksbreidd á þjóðvegum. Á leiðinni austur fyrir fjall er t.d. búið að þrengja mjög að hjólreiðafólki með vegriðum og fræstu mynstri á vegaröxlinni til að vekja bílstjórana

Greinarhöfundur að hjóla um miðborg Berlínar eftir rúmgóðri hjólarein

Hjólabraut þarf að liggja beint yfir gatnamót Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

Já, það er vel hægt að hjóla í jakkafötum! 30


Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja ferðamáta sem felur í sér hreyfingu, svo sem ganga eða hjóla.

Tökum öll þátt í hvatningarverkefni ÍSÍ,

Hjólað í vinnuna 6. – 26. maí


Kaupmannahöfn – Berlín

eftir Hildi Eiríksdóttir myndir Sesselja Traustadóttir

garði í morgunsárið voru þau með bros á vör þrátt fyrir vatnsleysi á heimilinu. Veðrið lék við okkur, sól og hiti. Ekki vorum við búin að hjóla lengi þegar sprakk hjá mér þrátt fyrir nýja slöngu um morguninn. En nú var Dr. Bike mættur og fann meinið um leið, ónýt fóðring í gjörð sem var löguð á staðnum. Ný slanga var sett í og nú var ég í góðum málum. Í næsta stoppi hringdi síminn og mér tilkynnt að fædd væri sonardóttir í Noregi og því ástæða til að gleðjast. Eftir þetta fékk ég viðurnefnið Hildur amma til aðgreiningar frá nöfnu minni Magnúsdóttur sem var með í för. Við hjóluðum sem leið lá til Köge þar sem hópurinn fékk sér hádegishressingu á torginu í þessum fallega bæ. Við hjóluðum um Sigerslev Engemose en þar er fjölskrúðugt fuglalíf. Á þessari leið eru mjög fallegir kalksteinsklettar á ströndinni og útsýni eins og best verður á kosið. Ekki dettur manni í hug að í Danmörku séu slíkar strendur. Áfram hjóluðum við til Höjerup. Þar er sérstök kirkja sem hangir á barmi hyldýpisins við Stevns Klint. Þar nartar sjórinn í sjávarklettana og árið 1928 féll hluti kirkjukórsins í sjóinn. Nú er reynt að styrkja bygginguna þannig að hún standi af sér sjávarstrauma. Klettarnir þarna ná rúmlega 40 m hæð. Þennan dag endaði ferðin í bændagistingu

ÍFHK skipulagði ferð frá Kaupmannahöfn til Berlínar sumarið 2008. Þessi leið var merkt árið 2000 þegar þessar borgir voru menningarborgir Evrópu. Skipuleggjendur voru Sesselja Traustadóttir og Kjartan Guðnason og voru þau einnig fararstjórar í ferðinni. Þegar Sesselja samstarfskona mín talaði um ferðina í vinnunni stóðst ég ekki mátið, gekk í klúbbinn og skráði mig í ferðina. Ekki var ég alveg viss um að ég gæti þetta í hópi íslenskra fjallahjólagarpa sem eiga flóknari hjólaferilskrá en ég. Ég lét mig samt hafa það – ég kæmi þá bara síðust í næturstað og þættist hafa tafist við að skoða umhverfið á leiðinni. Ég var nokkra daga í Kaupmannahöfn áður en ferðin hófst. Þar lenti ég í ógöngum með mitt fína fjallahjól. Það sprakk mörgum sinnum og ég hélt að ég væri svona mikill klaufi í viðgerðum og skipti því um slöngu. Það dugði ekki til svo ég var farin að kenna götunum í borginni um, þær hlytu að vera þaktar glerbrotum þótt ég sæi þau ekki. Hópurinn hittist á farfuglaheimili í Ishöj og lagt var af stað 9. júní. Þegar mig bar að

Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

32


sem var öll til fyrirmyndar. (htt://damgaardenstevns.dk/index.html). Eftir morgunverðarveislu á Damgården lá leiðin til Rödvig, Fakse Ladeplads og Prestö. Þetta var hæðótti dagurinn svo það hjólaði hver á sínum hraða frá Prestö til Kalvehaven. Þar var slappað af og hópurinn sameinaður því einhverjir höfðu tekið löng myndastopp á leiðinni. Gist var í Damsholte og snæddum við þar um kvöldið. (http://www.nygammelsoe. dk/index.html). Næsta dag var lagt tímanlega af stað því við þurftum að ná ferju seinni partinn. Mjög hvasst var þennan dag og mikil spenna í lofti þegar við nálguðumst Bogö því ferjan þar hafði strandað kvöldið áður. En – hún hafði náðst á flot og við hrósuðum happi því annars hefðum við þurft að taka á okkur langan krók. Við stigum á land í Stubeköbing og hjóluðum niður Falster í skúraleiðingum. Við áðum á tjaldstæði, þar var verslun og gátum við keypt í hádegismatinn og snætt hann inni á meðan úrhelli gekk yfir. Við náðum Ferju í Gedser og nutum ferðarinnar þar í 1,5 tíma eftir vindasaman dag. Við komum til Rostoc um sjöleytið og var ótrúlegt að fylgjast með fararstjórunum rata beint að fínu hóteli í miðri stórborginni. (http://www.am-hopfenmarkt.de/). Á torginu við hótelið var „jarðarberjahús“ og munaði ekki miklu að ungu piltarnir í hópnum fengju í mag ann því þeir keyptu margar jarðarberjaöskjur hjá ungum blómarósum – um leið og þeir æfðu sig í þýsku. Þeir höfðu ekki eins mikla lyst næsta dag þegar bústin amma var mætt til að selja góðgætið. Við yfirgáfum Rostoc og hjóluðum til Buskov. Þetta er falleg leið og þægileg og eins og oft áður sluppum við inn á veitingastað til að fá okkur

hádegissnarl á meðan hellirigndi. Áfram var hjólað í þessu fallega umhverfi og komum við til Krakow am Zee um áttaleytið. Hótelið sem við gistum á þarna er einstaklega fallegt, svalir á öllum hæðum á framhlið hússins og blómstrandi sumarblóm á svalarhandriðum. Þarna er þýskt skipulag á öllum hlutum. Við borðuðum á staðnum um kvöldið – og okkur var skilmerkilega raðað til borðs. Ekki að skilja eftir autt sæti á milli manna – og sama var gert í morgunmatnum. Í kjallaranum var geymsla með hillum frá lofti niður á gólf, allar fullar af tómum, vel þvegnum krukkum tilbúnum fyrir sultu haustsins. Enginn fékk að fara fyrr en allir höfðu borgað og skila lyklum! En þær voru ánægðar, bústýrurnar, þegar þær sáu að fáir misindismenn voru í hópnum. http://www.krakow-am-see.de/hotelseepromenade/index.htm Næsta dag var farið seint af stað því þetta var stysti dagur ferðarinnar en leiðin lá til Waren. Þetta er mjög auðveld leið um fallega stíga. Við skoðuðum veiðihús Erics Honecker sem er rekinn sem hótel og veitingastaður. Á meðan við vorum þar gerði haglél. Við fengum inni í bátahúsinu, sem tilheyrir staðnum, en þar er veitingahús sem hefur ekki eins margar stjörnur og sjálft veiðihúsið. Eftir að hafa borðað nesti og keypt gott kaffi og eftirrétti 33

www.Fjallahjolaklubburinn.is


létti til og við lukum ferðinni í Waren. Gistiheimilið er niður við höfn, nánast á miðjum hjólastígnum og gott framboð af veitingahúsum í næsta nágrenni. http://www. pension-mueritzhafne.de/ Gegnt gistiheimilinu var hjólabúð og þar byrjaði ferðin þennan dag, aldrei að vita nema eitthvað vanti til hjólreiða. Leiðin var stytt til muna og því nægur tími til að hafa stoppin löng. Í Wesenberg skoðuðum við t.d. gamla kirkju og 800 ára gamalt tré í kirkjugarðinum en ummál trésins var 8 m. Við reyndum að hrista aðalfararstjórana, Sessý og Kjartan, af okkur en það tókst ekki, þau höfðu upp á okkur! Við komum snemma til Wurstow, gistum á fínu hóteli úti í skógi og var boðið upp á villibráðahlaðborð um kvöldið. Aðeins ein kona var gestkomandi á hótelinu auk okkar og sat hún með okkur til borðs. Hún mælti ekki orð af vörum allt kvöldið en brosti blítt þegar hún fór. http://www.hoteljohannesruh.m-vp.de/ Þennan dag lá leiðin frá Johannesruh. Við styttum okkur aðeins leið og stoppuðum í Fürstenberg. Þar var borðað í fallegum garði í hádeginu. Þá fór að rigna svo við smeygðum okkur á veitingastað til að fá okkur kaffi. Það rigndi af og til alla leiðina svo við drifum okkur til Zehdenik. Þar var gist á http://www. pension-amstadpark.de/index.html. Fallegt gistiheimili og hressir gestgjafar sem elduðu fyrir okkur um kvöldið – og við einu gestirnir. Þetta var lokadagur hinnar eiginlegu

Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

hjólaferðar þar sem stefnan var sett á Berlín. Hjólað var eftir fallegum stígum en á leiðinni fengum við þá mestu rigningu sem við höfum upplifað. Ekki tókst að bíða hana af sér svo við klæddum okkur í regnfötin og lögðum af stað. En auðvitað þurfti fljótt að hafa fatastopp því það stytti upp og kom þetta fína veður. Við drifum okkur áfram og var stefnan sett á Brandenborgarhliðið. Þar vorum við mynduð í bak og fyrir. Um kvöldið var skálað í kampavíni eftir vel heppnaða ferð. Allir höfðu afrekað eitthvað í þessari ferð og voru því sæmdir afreksorðu ÍFHK.

Kjartan og Sessý fengu hátíðarútgáfu með slaufu, aðrir hátíðarútgáfu án slaufu! Ekki létum við staðar numið við komuna til Berlínar. Næsta dag hjóluðum við til Postdam. Úr varð 70 km hjólatúr og rétt náðum við að hafa fataskipti til að fara hjólandi í boð til sendiherrahjónanna í Berlín. Þau Ólafur Davíðsson og Helga Einarsdóttir tóku á móti Íslendingum í borginni þennan

34


dag sem var 17. júní og gerðu það með glæsibrag á fallegu heimili sínu. Einhverjir þurftu að fara heim þetta kvöld, aðrir stoppuðu lengur. Gott er að hjóla í Berlín og fórum við nokkur í skoðunarferð á hjólum með fyrirtæki sem heitir Fat Tire. Sú ferð tekur fjóra til fimm tíma og vel þess virði að slást í hóp með þeim. Þarna er sagan á hverju götuhorni og endalaust hægt að skoða. Þá er gott að vera á hjóli til að flýta för. Þessi K aupmannahafnar-Berlínarferð var til fyrir myndar. Hún var vel skipulögð, gististaðir góðir og dagleiðir allar viðráðanlegar, jafnvel fyrir ömmur. Annar

og þriðji dagur voru erfiðari en aðrir vegna hvassviðris og rigningar. Mér reiknast til að ég hafi hjólað rúmlega 760 km og eru þá taldir með dagarnir í Berlín. Eftir þessa ferð þóttist ég vera komin í góða þjálfun og ákvað því í kjölfarið að hjóla Kjöl. Ég fór í samfloti með hestamönnum og fór því sömu dagleiðir og þeir. Þetta var versti tími sem hægt var að velja, mánaðamótin júní/júlí, því hávaðarok var af norðri allan tímann. Ég hjólaði því upp í vindinn og þurfti stundum að stíga af baki þegar versta sandrokið gekk yfir. Ekki er vegurinn heldur ákjósanlegur hjólastígur, hann er a.m.k. í grófari kantinum. Ég hjólaði frá Kjóastöðum við Geysi í Fremstaver, þaðan í Árbúðir, Svartárbotna, Hveravelli, Bug a og lokaáfanginn var úr Bugum, niður Mælifellsdalinn og að Vindheimum í Skagafirði þar sem mitt Skjól er. Þetta voru ekki nema rúmlega 200 km en talsvert erfiðari en þeir dönsk/þýsku. Hins vegar uppskar ég mikið hól á leiðinni og var mynduð í bak og fyrir af heilu rútuförmunum af fólki. Og fyrir hvað? Jú – fyrir að vera á hjóli í þessu veðri, fyrir að vera ein á ferð og líka fyrir að vera íslensk!

35

www.Fjallahjolaklubburinn.is


10 ára hjólreiðar á Íslandi

eftir hollendinginn Gerti van Hal

Árni Freyr Stefánsson þýddi greinina úr hollensku

umkringdur síbreytilegu og kyngimögnuðu landslagi. Árið eftir kom ég til aftur til að sjá Snæfellsnes og hinn magnaða Sprengisand. Árið 2003, eftir fjögurra ára fjarveru, var svo haldið í erfiða en frábæra gönguferð um Hornstrandir. Ég var klárlega orðinn hugfanginn af Íslandi. Tveimur árum seinna rættist önnur ósk mín þegar ég hjólaði yfir Sprengisand og þaðan til Öskju, þaðan svo til Egilsstaða og svo meðfram Austurströndinni og gegnum Landmannalaugar, aftur til höfuðborgarinnar. Tveim vikum áður en lagt var af stað í þann leiðangur datt mér í hug að ævintýrlegra væri að hjóla eftir jeppaslóðanum um Vonarskarð til Öskju. Með 35 kílóa farangur og fjögurra vikna matarbirgðir lagði ég af stað í góðri trú. Hin algenga klisja úr ferðahandbókum um Ísland að íslensk veðrátta væri óútreiknanleg, var algerlega staðfest í ferðinni. Fimm vikur af sex var stanslaust óveður. Ískaldur mótvindur og rigning á hverjum degi í fimm vikur. Þessi nú þegar fífldjarfa ferð varð margfalt erfiðari og fyrir vikið hurfu 15 kíló af líkamanum. Í þessum ævintýralegu ferðum hef ég ítrekað lofað sjálfum mér að hjóla aldrei framar

Það var árið 1997. Eftir svakalegar gönguferðir um afskektustu svæði skosku hálandanna og finnska Lapplands vildi ég komast að því hvort hjólreiðaferðir væru líka eitthvað fyrir mig. Á ferðaskrifstofu fyrir ævintýraferðir komst ég yfir amatörískan hjólreiðabækling frá Íslandi. Þar las ég um ferðir um hin ósnortnu víðerni hálendisins. Ævintýri! Ótruflaður í vikulöngu ferðalagi í gegnum hrikalegt og einmanalegt landslag, þetta var áfangastaðurinn minn. Þetta ár hjólaði ég í fyrsta sinn á Íslandi, frá Grindavík að Geysi og þaðan upp á Kjöl, gegnum Akureyri, Egilsstaði og Kirkjubæjarklaustur að Landmannalaugum og þaðan að endingu til Reykjavíkur. Alls rúmlega 1600 km. Þetta var fyrir nákvæmlega 10 árum síðan. Mín fyrstu kynni við hið ævintýralega hálendi reyndust mér mjög erfið, ekki aðeins líkamlega heldur einnig tæknilega. Bögglaberinn eyðilagðist (eins og alltaf)og afturhjólið var í algjöru rugli. Á leið minni að Landmannalaugum hafði ég ekkert val annað en að taka á þessu. Ég fór að hafa gaman af baráttunni við erfitt veður, vonda vegi og sjálfan mig. Allan tímann var ég svo Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

36


til að gera þotuliðinu til geðs. Á grófum jeppaslóðum mætir maður þeim, í glansfínum göllum á fjórhjóladrifnum leigujeppum. Maður þarf að færa sig út í kant og hleypa þeim framhjá á fimm mínútna fresti. Ævintýrið er fyrir bí. Mannlausu víðernin eru horfin. Að mínu mati er þetta að gerast ekki endilega vegna þess að sífellt fleira fólk er að koma til Íslands, heldur vegna þess að hálendið verður sífellt aðgengilegra. Vegirnir hafa verið bættir eða endurnýjaðir. Fyrir tíu árum síðan voru allar hálendiferðir mjög ótraustar og tilviljunakenndar. Ef einhver lét sér detta í hug að fara þangað var það aðeins hægt á stórum bílum og alls ekki einn á ferð. Það laðaði að sér mikið af ævintýramönnum og sérvitringum. Nú til dags eru stór upplýsingaskilti með leiðbeiningar um það hvernig hægt er að komast yfir hálendið á allskonar farartækjum. Sjálfir jeppaslóðarnir eru þar vel merktir. Það er gefið í skyn að þetta sé öllum fært. Ísland býður því, því miður, aðeins upp á ævintýri fyrir þá sem ekki eru raunverulegir ævintýramenn. Ófyrirgefanleg synd. Þessir nýju ferðamenn er fyrsti vísir að því að hálendið verði fórnarlamb massa-túrisma. Eitt hefur þó batnað. Það er viðhorf

á Íslandi. En þegar ég kem aftur heim, langar mig strax aftur. Árið eftir kom ég til baka í hjóla- og gönguferð um Vestfirði og Hornstrandir. Og þetta ár, nú í sjötta skipti, fór ég í níu vikna ferð yfir Kaldadal, Arnarvatnsheiði og um hina norðlensku firði til Egilsstaða. Í þetta sinn fór það öðruvísi. Frá Arnarvatnsheiði hjólaði ég í 10 m/s mótvindi í átt að Hvammstanga. Eftir þrjá daga, hjólandi í þessu veðri hafði ég fengið nóg. Fram að þeim tíma hafði það að gefast upp og snúa við verið tabú í mínum augum. En það verður að viðurkennast að ég er ekki 27 ára lengur og á mun erfiðara með að komast yfir brattar brekkur og vindhraða um 9 til 10 m/s. Auk þess hefur löngun mín til að berjast (gegn landslagi, vegum og veðri) minnkað. Mín svakalega ferð frá 2005 hefur klárlega skilið eftir sig dýpri spor en mig grunaði. En það er einnig aðrar ástæður. Ísland hefur breyst. Það er eins og markhópurinn hafi breyst. Ævintýrafólk, frumkvöðlar, göngufólk, hjólreiðamenn, fuglaskoðendur og náttúruelskendur, m.ö.o. fólk sem kemur vegna óspilltrar náttúru og sætta sig við fátæklegar aðstæður gefur stanslaust eftir. Ríkara fólk sem gerir meiri kröfur færir sig stöðugt upp á skaftið. Sífellt meira er gert

37

www.Fjallahjolaklubburinn.is


En þar er í staðin hægt að taka langa og stranga göngutúra um víðernin. Og ísbirnirnir þar lifa talsvert lengur en á Íslandi! Að hjóla á Íslandi er fyrir mig að hjóla einsamall, í allskonar veðrum, yfir eyðilega og ómalbikaða náttúru uppi á hinu ótrúlega hálendi. Ég er hættur að hjóla á Íslandi og í staðin tekur við (óhjákvæmilega) hið daglega strit. Það er kominn tími til þess að ég taki saman sögu mína, velji það besta úr ljósmyndasafni mínu og setji það saman í bók um lífsreynslu mína. Mun ég þá aldrei framar koma til Íslands? Nei, því innst inni vona ég að Hornstrandir megi sleppa við að komast í tísku hjá ferðamönnum. Kallið mig einfaldann...

Íslendinga til hjólreiðafólks. Áður fyrr vorum við úthrópuð og talin half klikkuð, en í dag eru nánast allir vinalegir og hjálpsamir. Uppréttar löngutengur (sérstaklega í kringum Akureyri) og fýld andlit hafa vikið fyrir veifandi höndum og brosi. Þarmeð hefur álit mitt á Íslendingum einnig breyst. Fyrir tíu árum síðan fannst mér Íslendingar hlédrægir, stífir og heimóttalegir. Í dag finnst mér þeir vera hlýlegir, heiðarlegir og upp til hópa vinalegir. Hvað stendur þá eftir: Ísland er ótrúlega fallegt land með magnaðasta landslag veraldar. Það er einnig það land sem er með hæstu prósentu af ótrúlega fallegu kvenfólki. Sú klisja er sönn. Ást mín á Íslandi er ekki horfin, en þrátt fyrir það er ég núna í smá hléi á Íslandsferðum, enda nauðsynlegt að líta víðar í kring um mig í leit af ævintýrum. Draumur minn til margra ára að ferðast til Spitsbergen hljómar mjög vel. Er þar hægt að hjóla? Nei, enda er ég komin með nóg af svakalegum hjólatúrum. Hjólhesturinn 1. tölublað. 18. árgangur

borgarhjol.net Hverfisgata 50 - 101 Reykjavík Sími (tel.): 551 5653 - 8965653 38


6. – 26. maí Fyrirtækjakeppni um allt land

Vinningshafar Hjólað í vinnuna 2008

Aukin orka – meiri kraftur Skráning og nánari upplýsingar á isi.is


WWW.GAP.IS

Hjรณlhesturinn 1. tรถlublaรฐ. 18. รกrgangur

40


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.