Hjólhesturinn 30. árg. 1. tbl. mars. 2021

Page 28

Ómar Smári Kristinsson

Fjallahjólaæðið í Skutulsfirði

Bútur úr útivistarkorti Skutulsfjarðar, 2021. Bláu línum kortsins hefur fjölgað ört á milli ára og mun gera það áfram. Brátt mun þurfa að gera sér kort fyrir hjólabrautirnar. Teikning: Ómar Smári Kristinsson.

Þetta gerðist einsog sprenging. Allt í einu er Ísafjörður einn heitasti staður landsins fyrir fólk sem rennir sér niður fjöll á reiðhjólum. Hvernig stendur á því? Það þarf aðallega tvennt til. Annars vegar er það rétta landslagið. Það er til staðar í fjalllendinu uppaf Skutulsfirði, þar sem höfuðstaður Vestfjarða er. Þar er allskonar halli á brekkunum og vegir og slóðar liggja uppá heiðar. Hins vegar þarf rétta fólkið til að koma auga á möguleikana í landslaginu og gera eitthvað í málunum. Þetta fólk er líka til. Það þurfti samt eitthvað til að koma skriðunni af stað. Það eru mörg ár síðan einhver gaur byrjaði að mynda braut neðst í Hnífunum og kom sér þar upp nokkrum stökkpöllum. Fyrir fáeinum árum kom til sögunnar annar gaur, Óliver Hilmarsson, kallaður braut­r yðjandi, sem hafði sama áhugamál.

Hann og fleira áhugafólk fór vinna í braut sem þau sáu fyrir sér, alla leið ofan frá Botns­ heiði og niður alla Hnífa, um 6 km leið. Áhuginn er bráðsmitandi. Vinir, kunningjar og fjölskyldumeðlimir brautryðjendanna, fólk með áhuga á fjallahjólreiðum, voru fljótlega komin á bólakaf í stígagerðina. Þetta fólk hefur verið kjarninn í félagsskapnum æ síðan, þó hópurinn hafi stækkað. Hlutirnir gerðust furðu hratt. Árið 2017 gaf Ísafjarðarbær leyfi fyrir brautinni. Árið eftir var brautin komin í það horf að hægt var að halda á henni keppni á hjóla­ 28


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.