Hjólhesturinn 30. árg. 1. tbl. mars. 2021

Page 15

gír af 3x9, var að erfiða á 5 til 6 km hraða, en við þurftum að halda 30 km í suður áður en síðustu 6 km væru farnir í austur til að geta tjaldað við vatn við Hólaselskíl. Við tókum útsýnisstopp (og hvíld) við Hafragilsfoss, annað eins sem og nestisstopp við Dettifoss áður en við héldum suður. Ég var orðinn svo úrvinda og orkulaus að þegar bara voru eftir 7 km í náttastað urðum við að stoppa í vindinum og elda okkur fiskibollur, í berangurslegu hálfskjóli til þess að ég gæti lokið deginum. Ég held að ég hafi aldrei haft jafn mikið fyrir 30 km á þjóðvegi og gerði þennan dag. En að lokum sveigði vegurinn til austurs og hraðamælirinn fór að slá í 10 til 12 km og við fundum ágætt tjaldstæði við kílinn. Við fórum ekki í kvöldgöngu. Á sunnudag var komin stíf austanátt. Við ætluðum að taka Strætó við hringveg síðdegis, en leið okkar lá í SSA til að byrja með, og því engin hraðakstur í upphafi. Við vorum orðnir matarlitlir, vegna mikillar orkueyðslu gærdagsins og því hafði ég mikinn hug á að komast í mat á Grímsstöðum. Þar var hins vegar allt lokað þegar við komum, en eldri hjón sem voru þarna á bíl stoppuðu okkur til að láta okkur vita af því. Þetta voru

ábúendur, og voru á leið á Nýja hól að huga að þrílembu sem var með meidd lömb. Þar sem ég hafði aldrei komið að Nýja hóli og jafnframt velliðtækur smalamaður, varð úr að við feðgar skelltum okkur með gegn því að fá hádegismat heima hjá þeim á eftir. Þegar til átti að taka reyndist eitt lambið dáið, en hin í þokkalegu standi þ.a. ekki þurfti að taka ána heim. Héldum við því aftur í Grímsstaði þar sem við snæddum lambalæri og gæsaregg. Héldum við síðan niður á Þjóðveg og var þá enn eftir tæp klst. í strætó. Þar sem austanáttin var stíf, stóðumst við því ekki mátið að þeysa í vestur. Þó að rúmlega 30 km hraði á malbiki sé ekki mikið, þá á fjallahjóli með farangur og barn í vagni, er það nokkuð vel af sér vikið, og fimmfaldur meðalhraði stórs hluta gærdagsins. Fórum við nú á örskotastundu 12 km að nýja Dettifossafleggjaranum, tókum þar í sundur hjól, vagn og farangur og biðum strætós. Við tók 9 tíma ferðlag með rútum niður í Mjódd. 340 km á 8 dögum, þar af a.m.k. 2/3 nýhjólaðir, mestmegnis sól, þ.a. sólarvörnin kláraðist, en rigning eina nótt og einn fyrrihluta. Þetta var jafnframt lengsta innanlandshjólreiðaferðalag okkar feðga saman.

15


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.