Hjólhesturinn 26. árg. 1. tbl. mars. 2017

Page 36

þeir frílystuðu sig á hjólinu en þau samanstóðu af útvíðum buxum og jakka auk sixpensara. Guðdís klæddist pilsi enda tíðkuðu konur það lítt að fara í buxur á þessum árum. Yst fata var notast við frakka og kápur væri veðrið ekki þeim mun betra. Finnjón, Guðdís og Sveinn virðast hafa lagt hjólinu að mestu á stríðsárunum. Vel­ megun stríðsins hafði í för með sér bættar almennings­samgöngur og aukna bifreiðaeign enda fór þeim mjög fækkandi sem notuðust við reiðhjól. Þegar líða tók á hernámsárin fór Sveinn yfirleitt með strætisvagni eða þáði bílfar til vinnu. Skömmu eftir stríð eignaðist hann eigin bifreið. Hjólreiðaferðir til skemmtunar lögðust einnig af hjá þeim hjónum. Bíllinn hafði náð yfirhöndinni. Á undraskömmum tíma heyrðu hjólreiðar full­o rðinna til undantekninga. Veltiár stríðsins breyttu því eins og svo mörgu öðru. Mörg ár áttu eftir að líða þar til hjólreiðar fullorðinna urðu algengar aftur en þá var það fremur val um lífstíl heldur en nauðsyn eins og áður hafði verið.

Engin hjól á mánudögum Reiðhjólið hafði fljótt mikil áhrif á sam­ göngur landsmanna eftir að það barst hingað fyrst rétt fyrir aldamótin 1900. Samfélagið tók miklum breytingum á þessum árum með vaxandi þéttbýli en sveitamenn streymdu á mölina sem aldrei fyrr. Mönnum var mikil­ vægara en áður að komast leiðar sinnar því flestir þurftu að sækja vinnu utan heimilis, ólíkt því sem viðgekkst í sveitinni, og þá var gott að geta farið hratt yfir án þess að kosta miklu til. Reiðhjól urðu mjög almenn um og upp úr 1920 en á þeim árum voru tvö fyrirtæki stofnuð sem um árabil voru hvað þekktust fyrir að sinna þörfum hjólreiðamanna – Fálkinn og Örninn. Bæði fyrirtækin voru stofnuð af dönskum manni, Harald Gudberg að nafni, en hann var lærður reiðhjólasmiður. Gudberg flutti hingað til lands árið 1916 og setti sama ár

Kolviðarhóll um 1950 36


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.