Hjólhesturinn 5. árg. 1. tbl. feb 1996

Page 1

FRÉTTABRÉF ÍSLENSKA FJALLAHJÓLAKLÚBBSINS


Leiðarinn Gleðilegt ár gott fólk! Það iná með sanni segja aö þaö sem af er þessu ári hafi verið okkur hjólafólki í vil. Færöin öll med liprasta móti þó að örlitla snjóföl hafi fest á gðtum fyrir nokkru, stóö það stutt yfir. Á tíöum hefur verið hálfgerö hitamolla, þá er bara aö fækka fötum, skella sér í sumarskóna og hækka í útvarpinu svo maður heyri ekki eins hvinin í nagladekkjunum þegar þau snúast um auðar götur borgarinnar. Bitnar þetta ástand á þeim sem vilja snjóinn til að geta stundað vetrarsportin. en þaö er nú yfírleitt ekki á allt kosiö í þessum efnum frekar en öðrum og sjaldan hef ég nú vitað alla ánægða meö sitt hlutskipti. Þó er nú svo aö í fjöllunum hefur fest þó nokkurn snjó þannig aö hægt er aö stunda skíða og snjóbrettaiökun sem er feykigott sport meö hjólaíþróttinni.

Góðar viðtökur Nú er aö líta dagsins Ijós fyrsta tölublað Hjólhestsins þetta áriö, og þaö annaö sem ritnefnd þessi stýrir. Erum viö nokkuö ánægö meö þær viötökur sem síöasta blað hlaut, var þaö mál manna aö þaö hafi verið þétt og gott og vonumst viö til, og ætlum aö gera okkar besta til aö þetta veröi ekki síöra. Þaö er ætlun okkar aö reyna aö hafa efni blaösins sem fjölbreyttast svo sem ílestir finni eitthvað við sitt hæfí, veröur um aö ræöa þytt og endursagt efni með ferðasögum og ýinsum ævintýram, gríni og glensi í bland. Með blaöinu fylgir svo aö þessu sinni atburöaalmanak klúbbsins, þó ekki nema fram á vorið því ekki eru allir atburðir fastsettir enn. Hvað um það fólk getur fariö aö leggjast yfír almanakið og vonandi fmna ílestir eitthvað við sitt hæfi. Mæli ég eindregiö með því aö beir sem ganga meö

feröabakteríuna í maganum en hafa ekki stigiö skrefið til fulls aö vera ekki feimin viö aö hafa samband og láta drauma sína rætast. Þar fyrir utan hvet ég fólk líka til ad láta í Ijós álit sitt á efni blaðsis og koma meö ábendingar um efni og munum viö reyna eftir fremsta megni aö veröa viö óskum, svo ekki sé nú talaö um ef fólk vill koma á framfæri efni frá sjálfu sér .

Nýja göngubrúin Eins og flestum er kunnugl var nvja gönguog hjólreiöabrúin yfir Kringlumýrarbraut vígö sömu helgi og síöasta blaö kom út. \ar þetla frábær jólagjöf, ekki bara fyrir okkur hjólrciöafólk heldur alla þá er njóta úlvistar í hvaða formi sem þaö nú er. Var vel mætt úr okkar rööum á vígsluathöfnina sem virtist nú frekar illa skipulögö og laus í reipunum. en það kom ekki aö sök, brúin er jafn góð fyrir það. Er mér sagt af þeim sem þurfa aö nota brúnna mikiö aö það sé alveg ótrúleg umferð hjólandi. gangandi og skokkandi fólks á nánast öllum tímum sólarhrings og sýnir þaö best þörfma fyrir slík mannvirki innan borgarinnar á tímum heilbrigöari lífshátta. Ég get nú ekki látiö hjá líöa aö deila raunum mínum meö ykkur kæni lesendur. Þannig er í pottinn búið hjá mér þessa dagana aö reiðskjóti ininn er læstur inní geymslu og veröur aö dúsa þar um óákveöin tíma. Forsaga þessarar ógæfu minnar er sú að ég varö fyrir áverka viö skíðaiðkun í minni annari skíðaferö þessa vetrar og þar af leiðandi þeirri síðustu. Mér er því sárt aö tjá þeira fjölmörgu lesendum Hjólhestins sem hugöu á skíðanám hjá mér í vetur, aö þeir veröa aö bíta í þaö súra epli med mér aö bíða til næsta vetrar en þá hef ég vonandi fengiö viðgerö og mæti tvíefld


til leiks. Staða samgöngumála hjá mérþessa dagana er því skelfíleg! Ég er háö því að hafa 120 kr. í smámynt til reiöu á fyrirfram ákveönum tíma á fyrirfram ákveðnum stað hvern einasta morgun og deila 20-25 mín. meö gráguggnum nágrönnum mínum í gulu risastóru blykkskrímsli af geröinni Volvo.

Löng bið Ekki get ég'nú í eymd minni séð marga kosti við þennan farkost. Þetta einfaldlega hentar mér ekki sérlega vel, ýmist er ég alltof snemma, stend stappandi og bíð eins og hinir alltof lengi, eöa er of sein og hökti hálf farlama bölvandi af staö og vonast til aö ná helv.. vagninum eöa hef ekki handbærar 120 kr. í smámynt. Ég reyni aö nurla saman eins miklu og hægt er og blanda þad meö útlendri mynt sem virðist vera óendanlega mikiö til af á mínu heimili þó ekki sé ég nú neitt sérlega silgd manneskja. Hljóta gjaldeyristekjur SVR að aö hafa margfaldast á sl. dögum. spurning hvor árshátíðin þar á bæ veröi haldin erlendis. Þið hljótið aö vera mér sammála aö þetta er mjög þungt böl sem á mig hefur veriö lagt. Svo begar ég loks hef náö mér niður andlega eftir að hafa bölsótast yfir þessum hörmungum þá er ég oröin svo löt og andlaus þegar vagninn loks rennir aö

þeirri stoppistöö sem ég fer út á að ég nenni varla út og er góöan hálftíma aö tjúna mig upp aftur. Einn kost hefur þetta ástand þó, það er að þarna hef ég þó þennan tíma þar sem ég er innilokuö í þessu gula ferlíki til að spjalla viö dóttur mína. Hún rembdist eins og rjúpan viö straurinn fyrstu dagana aö sannfæra þrjóskubelginn hana móöur sína um aö þetta væri þarfasti þjónniim eftir að menn hættu að nota hesta. en hefur nú séö aö sér og reynir að halda uppi léttum samræðum til að halda okkur mægöum a.m.k. vakandi svo við komumst út á réttum staó. Getur verið aö þetta venjist? Það vona ég ekki. Ég vona bara að ég nái aftur íullri heilsu sem fyrst og fái aö njóta þeirra forréttinda aö fara frjáls minna ferða á mínu "fjallahjóli" fram í rauöan dauöann og geti byrjaö daginn með lungun full af íslensku súrefni. Þakka ég nú ykkur lesendur fyrir aö fá aö deila þessum raunum mínum med ykkur og vona aö þiö njótiö efni blaðsins og vil ég svo aö lokum minna ykkur á aö það eru alltaf fundir fyrsta og þriöja þriöjudagskvöld hvers mánaöar í Þróttheimum kl. 20:00. Lifiö heil, (svo þiö þurfiö ekki í strætó). Guöbjörg Halldórsdóttir

Félagsgjöld aðeins 1.000 kr. Þá er komið að því aö félagsmönnum eru sendir gíróseölar. í ár berst seöillinn heldur fyrr en áriö áöur þar sem á seinasta aðalíundi var ákveðið aö færa skírteinisáriö fram til áramóta. Seöillinn kemur líka heldur seint þar sem skírteinisáriö er frá 1. janúar til 31. desember. Við vonum aö félagsmenn stökkvi ekki á nef sér fyrir þessa seinkun. A móti kemur bullandi góðæri, því félagsgjaldiö veröur hiö sama og seinastliðin verðbólguár. það er von okkar. sem sjá um félagaskráningu, aö félagsmenn komi meö gíróseðilinn á félagsftind. Hægt er að greiöa hann þar og fá um leið nýtt skírteini eða greiöa sem fyrst í næsta banka eöa pósthúsi og fá skírteinið sent heim. Ertu þú að flytja. Láttu okkur vita í síma klúbbsins 562 0099 eöa sendu okkur seöil um brevtt aðsetur í næsta pósthúsi þér að kostanaðrlausu. Meö þessu sparn þú okkur ótrulega mikla óþarfa vinnu. Stjórninn


NÝTT Framkvæmdir í Reykjavík Eitthvaö vaföist fyrir mér hvernig stóð á því að ríkiö borgaöi nýju göngu og hjólabrúina yfir Kringlumýrarbraut þegar síðasti Hjólhestur var ritaöur en Ingibjörg Sólrún útskýröi þaö í grein til Morgunblaösins 22.des 1995. "Vegagerö ríkissins og Alþingi hafa fallist á þann skilning að göngubrýr yfir og undirgöng undir stofnbrautir eigi rétt á framlögum af vegaáætlun ríkisins rétt eins og önnur mikilvæg samgöngumannvirki. Brúin yfir Kringlumýrarbraut er fyrsta brúin sem byggö er eftir aö sá skilningur fékkst staðfestur. Fleiri slík mannvirki hljóta og veröa aö koma í kjölfariö. Inn á samþykktri vegaáætlun er gert ráö fyrir aö á næsta ári (1996) verði gerö göngubrú yfír Miklubraut til móts við Rauöageröi og geröur hefur veriö þríhliöa samningur milli borgarinnar, Vegagerðar ríkisins og Eimskipafélagssins um aö Eimskipafélagiö fjármagni gerö göngubrúar yfir Kringlumýrarbraut til móts viö Kirkjutúnssvæðið áriö 1997 en að hún veröi í fyllingu tímans fjármögnuö af vegaáætlun." Einnig sagöi hún: "Spá mín er aö útivist og hjólreiöar í borginni muni aukast til numa meö þessu eina mannvirki og þaö muni þannig hafa venileg álirif á lífstíl margra borgarbúa. Brúin yfir Kringlumýrarbraut er liöur í þeirri stefnumörkun borgaryfirvalda aö bæta aöstæður hinna "mjúku" vegfarenda í borginni. Á síöasta ári var markvisst hafíst

NAFINU handa við að hrinda þessari stefnu í framkvæmd í samvinnu viö félög fatlaöra og hjólreiöamenn í borginni." Og um endurbætur fyrir fatlaða og hjólreiöamenn: "Nú begar framkvæmdum er lokiö liggur fyrir að unnið hefiir veriö aö endurbótum á 50 stööum í borginni og 300 gangstéttarbrúnir og kantar hafa verið lagfæröir." Ekki virðist alveg búiö aö ákveða framkvæmdir í málum fatlaöra og hjólreiðamanna á þessu ári í fjárhagsáætlun 1996 og alltaf viss hætta á aö góöar fyrirætlanir lendi undir niöurskuröarhnífnum á síöustu stundu. þó er gert ráð fyrir lagningu göngustígs úr Grafarvogi inn í Ellidárdal svo gangandi og hjólandi íbúar Grafarvogs komist aö og frá hverfinu án þess aö fara yfir miklar umferðargötur. Áfram verði unniö viö lagfæringar af svipuöum krafti og síöasta sumar og borgaryfirvöld berjast viö aö bjarga brúnni eða göngunum. yfir eöa undir Miklubraut til raóts viö Rauöageröi frá niöurskuröarhníf ríkisins en sú framkvæmd er á áætlun ársins. "Aö klípa í rassinn á Magga er eins og að reyna að klípa í grjót" sagði Guöríin umformann ÍFHK og viröist ekki vera hægl aö telja hann til "mjúku" vegfarendanna hennar Ingibjargar Sólrúnar. Páll Guöjónsson. Heildartekjur Reykja\íkurborgar eru 17.3 milljaröar. Tekjuskattur einstaklinga til ríkisins er áætlaður 17.3 milljaröar 1996 Heildarskatltekjur ríkisins af bifreiöum vorii


18 milljarðar 1995 og áætlaöar 19.3 milljaröar 1996. (Mbl. samantekt PG)

Dómur Hæstaréttar 25. janúar 1996 sýknaði hæstiréttur Reykjavíkurborg af kröfu 29 ára gamals manns um bætur vegna meiösla og miska sam hann hafði oröiö fyrir viö þaö að hjóla á skarpa brún á vegi þar sem malbik hafði verið fræst af. Slysiö varö í júní 1993 þegar maðurinn var á ferö suöur Ármúla og að hjóla imi á Háaleitisbraut. Hann lenti á 5cm háum kanti í malbikinu sem myndast hafði begar gamalt malbik var fræst niður áöur en malbikaö var aö nýju. Engin viðvörunarmerki, þar sem varaö var við hættu vegna fræsingarinnar. voru á vettvangi. Maöurinn féll í götuna, slasaöist í andliti auk þess sem hjólið stór skemmdist. Hann krafðist bóta vegna 131 þús. kr. kostnaðar viö læknis og tannlæknisþjónustu auk miskabóta þar sem tjóniö mætti rekja til handvammar og vanrækslu Reykjavíkurborgar sem beri að haga verki sínu og eftirliti þannig að vegfarendum stafí ekki hætta af. Bæöi héraösdómur og hæstiréttur sýknuðu borgina á þeim forsendum að búiö hafi verið að fræsa þá akgrein Ármúlans sem maöurinn hjólaöi. þar hafi yfirborð vcgar veriö hrjúft og því heföi manninum veriö Ijóst aö búið væri að raska veginum á þessu svæði. Sú brún sem myndaðist viö fræsingu malbiksins og augljóslega komi fram á myndum gæti ekki hafa dulist manninum heföi hann sýnt þá almennu varkárni sem krafist sé af vegfarcndum. Slysiö var því rakiö til aögæsluleysis mannsins. Hæstiréttur gerdi manninum aó greiöa borginni og tryggingarfélagi hennar 25 þús. kr. hvoru í málskostnaö. (Stytt úr Mbl. 26. jan. 96. PG)

Á framandi slóðum Nú eru komnir út sumarbæklingar feröaskrifstofanna og það var tvennt sem vakti athygli mína. Annaö var að nú er ekki bara boöið upp á flug og bíl heldur líka flug og hjól: "Reidhjólagarpar eiga um margt aö velja í Skotlandi, hjólaferöir um kyrrláta sveitavegi og eftir merktum reiðhjólaleiðum...Leiöirnar lyggja um fegurstu héruö Skotlands og hvarvetna er stutt í gistingu, hvort sem er í krám, gistiheimilum eða á tjaldstæöum". Luxemborg "er kjörland þeirra sem langar til að ferðast á reiðhjóli í sumarleyfmu. Geta menn ýmist leigt sér hjól. veriö einir á ferð og ráöiö sínum tíma sjálfir. eöa tekiö þátt í skipulegum hjólreiðaferðum þar sem séö er íyrir ölhT. Hljómar mjög spennandi en hitt sem vakti athygli mína voru ráöin sem grandalausum íslenskum ökuníðingum, alls óvönum eftirliti og viöurlögum við umferðarlagabrotum. fengu: " Skylt er að nota bílbelti. Börn undir briggja ára aldri eiga að vera í sérstökum barnabílstólum. Mjög strangt er tekid á ölvunarakstri...Menn geta hvar sem er. í þéttbýli eöa upp til sveita, reiknað meö því að vegalögregla sé á varðbergi og stöövi þá sem brjóta af sér...Smá yfirsjónir geta varðaö sektum á staönum. -Sérstakt tillit skal taka til hjólreiðafólks." Já þaö veitir ekki af góðuin ráöum þegar feröast er um framandi menningarsvæöi eins og evrópu og bandaríkin. (Út í heim. samantekt. PG)


Jákvæðar og neikvæðar framkvæmdir. Gatnamálastjóri hefur fallist á aö ryðja snjó af syðri gangstéttinni meðfram Miklubraut og upp í Mjódd fyrir kl. 8:00 á morgnana. Þetta ætti aö gera mörgum auðveldara fyrir yfir vetrarmánuðina. Hjólreiöafólk er hvatt til aö láta vita ef einhver misbrestur veröur á þessum snjómokstri. Næsta sumar mun Reykjavíkurborg bæta vid göngu- og hjólreiöastígakerfið. Stærsta framkvæmdin mun verða aö tengja Grafarvogshverfíö \id Reykjaxík. Mun hann liggja á svipuöum slóðum og sá stígur sem ruddur heftir verid af starfsmönnum Björgun hf. Auk þess mun hann liggja undir Gullinbrú svo aö ekki mun vera lengur þörf á bví aö fara yfír þá hraöbraut sem um hana liggur. Þetta er langþráður draumur og löngu tímabær, því segja má að Grafarvogurinn hafi veriö slígasambandslaus vid umhverfi sitt frá upphafi. Á sama tima og þetta er skrifaö er eitthvað samvinnufyrirtæki meö ríkisábyrgö upp á vasann að safna undirskriftum embættismanna erlendra lánastofnana. Það stendur nefnilega til aö hefja gangnagröft undir Hvalfjörðinn fyrir 4,500.000,000.króna. Sem betur fer varö þetta ekki brú sem heföi oröiö hrikalegt umhverfisslys, enda fer bílaumferöinni best aö \-era neðanjaröar. Göngin munu skapa einhverjum atvinnu viö aö riölast á stórvirkum vinnuvélum næstu 3 árin. Eftir þaö munu um 40 manns missa vinnuna sem ferjusiglingar Akraborgarinnar hafa skapaö, auk þess sem búast má viö aö Botnskáli. Þrymill og/eða Ferstikla leggi upp laupana. En hvaö kemur þetta hjólreiöafólki við? Þaö er nefnilega svo aö Akraborgin hefur veriö einskonar bjarvættur hjólreiðamanna sem hafa viljað koma sér

út úr Reykjavík án þess að leggja sig í bráöa lífshættu. Þegar fréttir koma afþví að bílar keyri á kyrrstæöa lögreglubíla meö blá blikkandi Ijós aðeins vegna Þess aö viðkomandi ökumaður hafí ekki tekiö eftir honum, Þá verður manni Ijóst að hjólreiðamaður væri líklega betur settur á jarðsprengjusvæði. Á meðan sveitarfélög. Alþingi og Vegagerö Ríkisins geta ekki komiö sér saman um aö leggja hjólreiöaog göngustíga milli þéttbýlla svæöa, svo ekki sé minnst á stórhöfuðborgarsvæðið. þá er mikill missir af samgöngiitæki eins og Akraborg. Magnús Bergsson

Hjólreiðar bannaðar 18. janúar síöastliöinn voru fulltrúar Landssamtaka Hjólreiðamanna, íslenska Fjallahjólaklúbbsins og Hjólreiðafélags Reykjavíkur boöaöir á fund hjá gatnamáladeild borgarinnar þar sem Laugavegssamtökin (samtök kaupmanna viö Laugaveg) vildu banna umferð hjólandi fólks á gangstéttum við Laugaveginn. Þótti okkur þessi samkoma fremur undarleg þar sem vandamáliö vid Laugaveginn eru tæplega hjólreiðamenn heldur fyrst og fremst hættuleg og sóöaleg bílaumferö. Kom fljótlega í Ijós á fundinum að ekki átti aö semja. heldur voru kaupmannasamtökin aðeins aö segja okkur ad Reykjavíkurborg ætti aö setja upp skilti sem banna hjólreiöar á gangstéttum við Laugaveginn. Reynt var aö koma fulltrúum kaupmanna í skilning um þaö að varla væni þetta margir hjólreiöamenn sem hjóluöu dauöakeyrslu upp og niður gangstéttarnar. Fulltrúi lögreglunnar sagöi þó að þarna væri um fjölda manns aö ræöa. Ekki fengust samtökin til aö skilja aö hjólaumferð ætti ekki samleið meö bílaumferö og aö þau skipti sem t.d. undirritaöur færi upp á gangstéttir væri vegna þess aö hann væri þvingaöur til þess


af fyrirferöamiklum bílum. Fulltrúi kaupmanna sagöist vera "hjólreiðamaður" og kaupmaöur sem beröist um líf sitt gagnvart Kringlunni. Lýsti hann fjálglega brjálæðingi á reiöhjóli sem heföi hérumbil drepiö sig á gangstéttinni. Á fundinum mátti ekki ræða möguleika á hjólreiöastíg á Laugaveginn þar sem viö það myndu tapast 30 til 50 bílastæöi, þó svo þaö væri farsælasta lausnin fyrir alla. íslendingar hefðu kosið einkabílinn sem sitt farartæki og ættu hjólreiöamenn aö hjóla eftir næsta bíl og halda sig viö þá hægu umferö sem við Laugaveginn ætti aö vera. í lögfræöiáliti sem gert var vegna þessa máls kom fram aö auövelt er að setja ýmiskonar boö og bönn gagnvart hjólreiðafólki þess efnis aö hjólreiðafólk á að víkja fyrir allri annari umferö, þ.e.a.s. gangandi og akandi. Samkvæmt því eigum við hjólandi aö skrönglast í útblæstri næsta bíls niöur eftir Laugaveginum á þeim hraða sem rúnturum þessa lands hentar hverju sinni. Þetta er vægast sagt óbolandi þar sem yfírleitt er hjólreiöafólk ekki að sýna sig og sjá aöra eins og bílafólkiö á Laugaveginum. heldur fyrst og fremst aö sinna erindum. Undir eölilegum kringumstæöum heföi þetta aldrei oröiö nokkurt mál ef samtök kaupmanna hefðu sýnt af sér einhvern þroska í umhverfismálum og óskaö eftir hjólreiðasíg eöa hreinlega breytt Laugaveginum í vistvæna göngugötu eins og t\ ímælalaust hefði oröið ofan á í öörum löndum. Þó aö bíllinn hafi drepið tvo og brytjað útlimi fjölda fólks á Laugaveginum á seinastliönum árum þá er þaö staðreynd aö einhvernvegin lítur almenningur svo á aö reiöhjóliö sé mun skaolegra farartæki en bíllinn á þessum staö. Þeir sem vinna ad þessu máli innan klúbbsins hvetja klúbbmeölimi aö sýna gangandi vegfarcndum tillitsemi á gangsléttum því

þaö er gersamlega óþolandi aö þurfa að eyoa krafti og tíma klúbbsins í aögeröir af þessu tagi þegar klúbburinn þarf aö reyna ná fram ják\7æöri ímynd hjóleiðafólks. Þegar þetta er skrifaö ætlar borgin ekki að setja upp skilti sem banna hjólreioar á gangstéttum eins og kaupmenn kröföust, heldur gefa út bækling þar sem útskýra á rétt hvers og eins samkvæmt umferöalögum. En þar sem kaupmenn viö Laugaveg hafa engan ahuga á því aö eiga viöskipti við hjólreioafólk er það hvatt til að versla ekki við kaupmenn á Laugaveginum fyrr en þeir hafa breytt sinni stefnu. Höíum svo eitt aö leiðarljósi, fb'rum eftir lögum þó þau séu óréttlát, því það er og veröur okkar hagur til lengri tíma litið. Magnús Bergsson

3.000.000 km eknir Baldvin Baldvinsson yfirverkfræöingur umferöardeildar borgarinnar segir aö þau fái um 2000 símhringingar frá borgarbúum á ári meö margskonar ábendingum. hugmyndum og kvörtunum. Deildin safni ýmiskonar upplýsingum og kom fram aö í Reykjayík eru farnar 485 þúsund bílferöir árlega og eknir 2.5 til 3 milljónir kílómetra. Er um 90% þessa aksturs á einkabílum. (Mbl. 6. sept 95 - samantekt PG. Hvaða flakk er þetta á fólki. fær þaö ekki nóg aö boröa heitna hjá sér?)


Viltu skipta á sléttu... Eða fá borgað með ? Viltu skipta á sléttu á bílnum þínum og hjólaslól auglýsti VÍS fyrir skömmu en það má líka spyrja hvort þú viljir ekki skipta á bílnum og hjóli og fá borgaö með. Það er nefnilega ekki bara dýrt að kaupa sér bíl heldur enn dýrara að reka hann. Samkvæmt útreikningum opinberra aðila er einkabíllinn stærsti útgjaldaliöur heimilisins. Fólk eyöir mest í einkabílinn, í öðru sæti er húsnæði og raaturinn í briðja sæti. Yfirleitt er húsaleigan eöa afborganirnar af íbúöinni fastur kostnaöur sem fólk þekkir og fólk vandar sig viö aö gera góö kaup í mat en fæstir hafa hugmynd um hvað bíllinn kostar í raun. Líta kannski á bensínreikningana af og til og gera sér ekki grein fyrir aö þaö er aöeins hluti af herkostnaöi einkabílsins. Það eru bifreiðagjöld. tryggingagjöld. viöhald og viðgeröir og einn stærsti liöurinn eru afskriftirnar. Milljón króna bíllinn er nefnilega afskrifaður á um 10 áram sem þýöir lOO.OOOkr í afskriftir á ári. Fólk hugsar sjaldnast út í þennan stóra lið vegna þess að maöur fær aldrei reikninginn íyrir hann heldur er hann borgaöur þegar bíllinn er endurnýjaður. Þaö er fleira sem fólk virðist líta á sem tilfallandi kostnað og lítt tengdan útgerö einkabílsins eins og begar umferðaróhöpp verða. Hér uröu 12.500 árekstrar áriö 1994 eða að meöaltali 35 á dag og í þeim flestum má reikna með aö annar aðilinn hafi veriö í órétti og ekki fengiö neitt bætt úr tryggingum fyrir tjónió sera varð á eigin bíl. í þessum árekstrum uröu 2500 slys á mönnum eöa 7 á dag og aö mcöaltali kostaöi hvert slys 1.200.000kr, og eins og meö bílana er upp og ofan hvaö fólk fékk bætt fyrir vinnutap og örkuml.

(Tölurnar komu fram á fræðslfiindi hjá VIS síðastliöinn janúar). Eins og þiö sjáiö eru mikiö fleiri sem sem fá þann stóra á sig í umferðinni en þeir sem fá þann stóra í lottó og öðrum happadrættum. í umferðinni hefur það nefnilega ekki gerst í manna minnum að "sá stóri" gengi ekki út í fjórar - fimm vikur. í síðasta ári létust 28 í bílaumferðinni eöa einn þrettánda hvern dag sem er nálægt meðaltali nokkurra síöustu ára. Því miður er þaö svo að allir sem eru á ferö í umferðinni spila í þessu stóra lotteríi sem

bílaumferöin er og alltof margir fá þann stóra. Valkostirnir við bílinn dýra eru: að nota strætó (ódýrt). hjóla (ódýrara) eöa ganga (ókeypis). Sumir tala um að dýrt sé aö kaupa gott hjól en borga svo tugi þúsunda fyrir aö láta laga smá rispu á einkabílnum án þess aö depla auga eða reikna þaö með rekstrarkostnaöi bílsins. Meðalfjölskyldan eyðir 75.000kr á ári í happadrætti (Friörik Sophusson, alþingi 21. feb. 1996) og fyrir þann pening einan má kaupa fjallahjól í hæsta ga^aflokki á hverju ári eöa tvö meðal góö hjól. Síöan er hægt aö fá barnastóla ft rir


börnin. barnatengivagn eða tengihjól eftir því hversu gömul þau eru. Varast ber ad hleypa þeim einum út í umferðina of ungum á sínum eigin hjólum. Einföld aöferð til aö gera sér grein fyrir hvaö þaö kostar aö reka bíl er að skoöa hvaö hver ekinn kílómeter kostar. Þetta er nokkuð mismunandi eftir því hversu mikið er ekið á ári en yfirleitt er talan um 30 35kr á kílómeter. Dagsbrúnarmenn fá borgaöar 34kr á kílómeter íyrir akstur á eigin bíl og seint verða þeir taldir ofborgaöir. Þannig má reikna aö það getur kostað mörg hundruð krónur að skreppa á bílnum út í búö eöa í heimsókn. Samkvæmt útreikningum FÍB er rekstrarkostnaöur bílsins um lOOOkr á dag. Væri nú ekki margt

skemmtilegra eöa þarfara viö peninginn aö gera. eins og að draga úr eftirvinnu, gera sér dagamun oftar eöa safna fyrir eigin íbúð. Þaö er ekki dýrt aö koma sér upp

SNUÐAÐ Til sölu. Scott Sanora, '95 árgeö 27" gjaröir. Hybrid hjól. STX special edition. 40.000 kr Steini. s: 581-2005

góöu hjóli og hjálmi eöa svipaö og trygging á bíl kostar í eitt ár. Fyrir fólk sem byrjar aö hjóla á vorin nægir venjulegur fatnaður og það getur komiö sér upp hjólafatnaöi í rólegheitum eflir þörfum. í veturna þarf helst sérhannaðan fatnað sem heldur manni þurrum í úrkomu og hleypir út svita. Kostirnir eru margir fyrir utan peningasparnað. Hreyfingin er mjög holl. Það er skemmtilegt aö hjóla. Þú sérö tilveruna í allt ööru Ijósi. Kemst í snertingii við umhverfi þitt og hittir fólk á förnum vegi. Aukakílóin hverfa smátt og smátt af þér nema þú bætir viö matinn. Þú mengar ekki umhverfið íyrir komandi kynslóöum. Innan bæjar fer hjólamaður um á svipudum tíma og bílar, sérstaklega þar sem hægt er að nota göngustíga og ekki þarf aö kljást viö öll götuljósin. Á veturna er miöstöðin alltaf í gangi á hjólinu mínu og alltaf hlýtt í mínum Goretex jakka, meöan þeir sem feröast í einkabílum þurfa gjarnan aö skrapa glugga og sópa snjó og bíöa svo skjálfandi af kulda í 5-10 mínútur eftir aö bíllinn hitni nóg til aö losna við móöu af gluggum og mæta svo meö kuldahroll í vinnuna., Hálkan er ekki mikiö mál á hjólinu eftir aö maöur er kominn meö nagladekk sem kosta svipaö og mánaöarkort í heilsurækt. En þó aö maöur losi sig ekki viö bílinn má spara stórar upphæðir bara á því að nota hann minna. Til dæmis að leggja honum \iír sumartímann til að byrja meö. Páll Guöjónsson.

SKIPT TH sðlu.

Trek 970, '95 árgerö XT og LX búnaður. 60.000 kr. Steini. s 581-2005


íslands

Saga Arið 1980 stóð til aö breyta umferöarlögunum. Talsveröar umræður spunnust upp úr íyrirhuguðum breytingum á umferöarlögunum sem snénist uin hvort leyfa ætti hjólreiöar á gangstígum. í lesendadálkum dagblaðanna komu fram skiptar skoöanir. Var deilt um réttmæti þess aö hjóla á gangstígunum sem nú átti aö fara gera að lögum. Þeir sem deildu voru gangandi og hjólandi vegfarendur. Ekkert heyröist frá bílstjónim. I Velvakanda Morgunblaðsins þann 1. maí 1981 ver Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastööum rétt gangandi vegfarenda með oddi og egg. "Ég spyr og áreiðanlega margir fleiri: Er réttur gangandi vegfarenda enginn? Ég er svo undrandi á aö ekki skuli hafa risið sterk mótmælaalda gegn þessari ráöstöfun. Þaö er vissulega rétt aö hljólreiöafólk er í allverulegri slysahættu úti á akbrautum og eru dapurleg dæmi um bað. En enim við nokkra bættari með aö fá slysin upp á gangstéttirnar." Og ekki stóö á hjólreiöamönnum. Guðrún "hjólakappi" s\raraði Jóninni um hæl meö grein á sama vcttfangi sem hét "Ég ann lífi okkar allra". I greininni lýsir hún furðu sinni á skilningsleysi þeirra sem séu á móti hjólreiðum á gangstígum og segir aö engin leiö sé aö ætla sér að banna t.d. börnum undir ákveönum aldurstakmörkum aö hjóla. Og Guörún bendir einnig á aö víöa væri pottur brotinn í öryggismálum hjólreiöamanna: "Þaö er til nokkuð sem heitir "hjólandi vegfarendur" og til þeirra veröur aö taka tillit eins og annarra vegfarenda. Það er greinilegt aö í allri gatnagerö hefur það ekki veriö gert.

Bílstjórar taka oft ekki nægilegt tillit til hjólandi vegfarenda auk þess sem það er mjög hættulegt að vera í umferöinni á hjólum. Vilja höfundar greinanna (gangandi vegfarendur) stefna lífi barna og annarra hjólandi vegfarenda í hættu með því aö skikka þá til aö hjóla á hraöbrautunum? "(Morgunblaöið 7. maí 1981). Hvað sem dægurþrasi almúgans leið í Velvakanda þá fóru lögin þá leið sein þingmenn höföu ætlaö. Lögin sem samin voru meö hliðsjón af norskum umferöarlögum frá 1978, voru samþykkt 20. maí 1981 en samhvæmt þeim var heimilt "að aka á reiðhjóli og leiöa reiöhjól á gangstígum og gangstéttum." (Stjórnartíðindi A 1981. bls 113). Reyndar var tekiö fram í athugasemdum nefndar viö þetta frumvarp aö "skortur á hjólreiðastígum veldur því, aö hjólreiöar blandast bílaumferö. Veröa hjólreiöar hér á landi þannig hættulegri en víöa erlendis þar sem hjólreiöastígar eru algengir" (Alþingistíöindi A3 1981, bls 2151). í sama streng tók yfirlögregluþjónninn Óskar Ólason þegar hann var spuröur um hjólreiðar á gangstéttum. aö "hann liti þó á þaö sem bráöabirgöalausn. framtíðin hlyti að vera sérstakir hjólreiöastígar." (Þjóöviljinn 21. maí 1981). Hjólreiðamenn gátu nú foröaö sér á löglegan hátt upp á gangstéttirnar, hvaö svo sem yröi um þá sem fyrir voru þar. Úrdráttur úr B A ritgerð Óskars Dýrmundar Ólafssonar "Hjólreiöar á íslandi í 100 ár" sem liggur frammi í þjóöarbókhlööunni. 10


Það er fróölegt aö skoða söguna því þad vill gleymast aö þaö eru aðeins 15 ár síöan hjólreiöafólki var bannað með lögum aö foröa sér úr verstu umferðinni upp á gangstéttir. Þá þótti sjálfsagt aö hjóla um Miklubraut og Breiöholtsbraut sem engin heilvita hjólreiöarmaður hætti sér út á í dag. enda fátt um aðra valkosti þá. Þetta er rifjað upp nú í tilefni af baráttu kaupmanna við

Laugaveg viö að banna hjólreiöar á gangstéttum Laugavegsins (sjá Nýtt á nafinu), Þó loksins sé fariö aö rofa til í höfuðborginni í göngustígamálum og lagfæringum kanta tel ég ekki að tíminn sé kominn til að aflétta þessari 15 ára "bráöabirgðalausn" og hrekja hjólreiðamenn út á göturnar afiur. Páll Gudjónsson.

Hjólreiðakonur - myndasýning! Hittumst mánudagskvöldið 18. mars kl. 20:30 Miklubraut 20, kjallara (gengið í gegnum hlið) í byrjun janúar hittist hópur hjólreiðakvenna í Norræna húsinu og var margt sem bar á góma. Margar hafa mikinn áhuga á viögeröanámskeiöi þegar fer að líða nær vori og góöur möguleiki er á því að koma sérstöku námskeiöi í kring, í kjölfariö væri hægt aö fara í ferö saman. Þaö er alveg nauösynlegt að vera fær um að bregöast viö því helsta sem getur fariö úrskeiöis. hvort sein kona er á feröalagi eöa á ferd sinni í daglegu lífí. Tilhugsunin um sprungið dekk. óvirkar bremsur, keöju sem slitnar í sundur o.þ.h. ætti ekki aö hrella hina vel undirbúnu hjólreiöakonu. Aðvera fær um aö gera viö hjólið sitt ýtir undir sjálfstæöi og engin ástæða að leita uppi viögeröamann sem fer vel í vasa þegar ferðinni er heitiö út úr bænum. Kona sem kann aö gera viö hjóliö sitt treystir á sjálfa sig og heldur óhikaö af staö á sínum hjólhesti með nauðsynlegustu verkfærin meöferöis. verkfæri sem hún kann aö nota. Þangaö tíl viö hittumst yfir vangaveltum um hjólaviögeröir getum viö hlakkaö til aö hittast heima hjá undirritaðri á myndasýningu. Boðiö verður upp á

myndir sem voru teknar á 2.700 km draumahringferó sl. sumar, hún tók rúmlega sex vikur, tvo umganga af bremsupúðum og einungis eitt sprungiö dekk (og geri aörir betur!!). Ég var mestallan tímann ein á ferð og átti í nánum samskiptum viö móöur náttúru. hennar dyntótta veöurfar og fjölbreytilega landslag. A ferö minni hitti ég samlanda sem útlendinga. allskonar fólk sem kryddaöi tilveru mína. Einnig vcrða týndar til skyggnur úr annarri ferð sem var farin í félagi viö Ragnhildi Helgadóttur þarsíöasta sumar. Viö skulum hittast mánudagskvöldió 18. mars kl.20:30 að Miklubraut 20. kjallara (gengiö í gegn um svart hliö). Allar hjólreiöakonur velkomnar. sjáumst sem flestar! Guörún Dlafsdóttir (s:552 5706).


Ævintýrið um Rauðhjálmu. Einu sinni var ung stúlka er Rauðhjálma hét. Hún átti ýturfagran Bell hjálm með skyggni, rauöann á litinn. Einu sinni baö mamma hennar hana að fara meö mat til ömmu sinnar og hlúa að henni, en amma hennar bjó á tjalds\'æði í skóginum Rauöhjálma vatt sér í hjólabuxur og Gore-tex jakkann og setti upp Bell hjáhninn rauöa og fyllti töskurnar af mat, en viti menn töskurnar voru rauðar ortlieb. Hún setti töskurnar á rauöa hjólið sitt og ætlaöi aö fara aö leggja af stað þegar mamma hennar kallaði á hana og sagöi aö hún yröi aö fara eftir hjólastígnum til aö villast ekki í skóginum og hleypa úr dekkjunum ef stígurinn væri blautur. Rauöhjálma jánkaöi því og hélt af staö. Er hún var komin inn í skóginn ákvað hún að stoppa og hvíla sig aöeins. Hún lagöi frá sér rauöa hjóliö, tók vatnsbrúsann úr statífmu og fékk sér sopa. Síöan tók hún WD-40 brúsa upp og sprautaöi yfir allt gíradótiö til að hafa allt í lagi og fékk sér síöan nestisbita. Rauðhjálma sá fullt af blómum og ákvað hún aö tína nokkur fyrir Rauðömmu. En viti menn, þarna kom úlfur á títanium racer í hjólabuxum, með grifflur og SPD pedala. og spuröi Rauöhjálmu hvaö hún væri aö gera. Hún sagðist vera aö tína blóm handa Rauöömmu sem dveldi á tjaldstæöinu skóginum. Úlfurinn hugsar meö sér "Aha, best að fara og athuga málið", sagðist þurfa að halda áfram til aö sinna mikilvægum erindagjörðum. Þegar Rauðhjálma var búin aö tína vænan blómavönd ákvað hún aö halda áfram. Fyrst var aö setja upp rauða hjálminn og pumpa örlítið í demparana. Rauöhjálma hélt nú af staö aftur eftir hjólastígnum í átt

aö fjögurra manna rauða tjaldinu hennar Rauööramu. Er hún var komin þangaö tók hún rauöu töskurnar og blómin og skildi rauöa hjóliö eftir viö tré. Hún bankaöi á tjaldiö og rám rödd svaraði. Þaö var úlfurinn og hann var búinn að éta Rauöömmu. Hann lá á Therma-rest dýnunni er Rauðhjálma skreiö inn í dimmt tjaldið. Rauöhjálma sá ílla í myrkrinu en fannst amma sín ekki líta vel út og spurði

"Afhverju ertu meö svona stór eyru?". "Af því þá þarf ég ekki hjálm vinan". "En svona stór augu?". "Þaö er til aö sjá landslagið betur vinan". "En svona stóran munn?". "Það er til aö ég geti étiö þig". sagöi úlfiirinn og gleypti hana í öllu dressinu. Rauöhjálma sá Rauöömmu og voru þær mjög hræddar í maganum á úlfinum. Tjaldvörðurinn, sem var aö rukka tjaldgjöldin á sínu Mongoose iboc-comp hjóli meö LX búnaði, kom aö tjaldinu og bankaöi en fékk ekkert svar enda steinsvaf úlfurinn meö allt hafurtaskið í maganum. Hann heyröi Rauðhjálmu og Rauðömmu


kalla á hjálp í gegnum magann, greip pumpuna sína og réöist inn í tjaldið. Þegar hann sá úlfmn lyggjandi með Rauðhjálmu og Rauðömmu í maganum tók hann upp skátahnífinn sinn og skar upp magann á úlfinum og hleypti þeim út. Saumaöi síðan magann saman aftur með bremsuvír og pumpaði lofti inn í munninn á úlfínum svo maginn fylltist af lofti. Hann hélt áfram aö pumpa þar til úlíurinn fór að svífa og sveif út úr tjaldinu. Hann hélt áfram

að pumpa alveg þar til kom gat á belginn á úlfmum og hann beyttist út í himingeiminn eins og sprungin blaöra og sást aldrei meir. Eftir þennan harmleik. sem endaði þó vel, ákváðu þær stöllur að halda heim á leið. Þær létu þetta æfintýri ekki á sig fá og hafa þær hjólaö mikiö síöan. Úti er ævintýri. kötturinn ræður ekki viö stýri og hjólar út í mýri. Gísli "rakari" Guömundsson.

Pennavinir Dear sir. madam We are a family of five persons and vve like outdoor activities. This summer I spent with my Uvo sons (nine and eleven) some time in lceland. We cycled around the Mývatn lake and loved the nature, the swiming pools etc. We would like to get in contact with Icelandic families with children who also like outdoor activities. I am 38 years old my \vifeis33. We have three sons (3.9,11 years old). So if you know anyone who vvould like to get in contact with a Dutch family, please tell them to vvrite to us. Thank you in advance:

Hans and Cathy Eikema Rozentuin 4 8255 JG Swifterbant

Hoiland


Umhverfis NEW DELHI (AP) - Amerísk hjólreiöakona var étin lifandi í gær. um 300 kílómetra suöaustur af höfuðborg Indlands. af risastórum vilítum apa. Fréttir af láti mínu yrðu örugglega í fyrirsögnum allra helstu blaðanna heima í Bandaríkjunum. Vonandi myndi Larry segja rétt frá og gefa sögunni svip stórfenglegra hamfara í lýsingum á hryllilegu dauöastríöi saklausrar hjólreiöakonu viö apa. nógu stórum til ad gleypa heila manneskju. Ef haiin oröaöi það rétt, myndi þaö hljóma sem ég heföi veriö þarna, hjólandi innan um sveltandi mannfjöldann í vanþróöuöu landi uppfullu af eiturslöngum, tígrisdýrum og ræningjahópum, þegar skyndilega stekkur á mig villtur. hálfuppréttur mannapi úr fylgsni sínu uppí tré, eltir mig og drepur mig meö ofsalegum krafti handa og tanna. Þar sem ég horföi á apann sveifla sér í átt til mín. bað ég þess aö Larry rayndi segja góða sögu; aö hann myndi ekki segja sannleikann um þaö hvernig ég var um þaö bila aö láta lífiö. Seinnipart nóvember 1979 vorum viö þrjú sainan aö hjóla um Indland. Larry og ég hittum Geoff Thorpe, Ijóshærðann, bláeygöan Ný Sjálending á tvítugsaldri á tjaldstæðinu í Ne\v Delhi nokkrum dögum eftir aö viö komuin til Indlands. Geoff var líka á leið til Nepal svo við ákváöum að feröast þrjú saman. Við kviðum öll svolítiö að hjóla um svona undarlegt og framandi land. Daginn sem viö héldum úr New Dehli stakk ég upp á aö viö fylgdum sveitavegum svo viö gætum heimsótt litlu þorpin og sveitabýlin og forðast þunga umferð

jörðina flutningabíla á þjóöveginum. Viö vorum fimm daga aö þræöa leiðina til bæjarins MaÍEpuri. 300km suöaustur af New Dehli og allstaöar hópaöist fólk aö til aö stara á okkur. í Mainpuri drógum við aö okkur stærri hóp en nokkurstaðar annarstaöar. trúlega af því aö viö vorum lengra frá aðal bjóðvegunum. Þegar viö hjóluðum inn í Manipuri varð okkur strax Ijóst aö hún var ólík ööruni borgum Indlands sem við höfðum sótt heim. Göturnar voru svo þröngar aö bílar gátu ekki mæst og það voru engir bílar aðeins fólk. reiöhjól, hjólavagnar, skellinöórur og einstaka heilög kýr á flakki. Litlirbásar meö plássi fyrireinn eöa tvo voru meðfram götunum. í básunum voru verslanir sem seldu allt frá matvælum til vefnaðarvöru og skartgripa. Enginn í verslununum talaði ensku og fólk staröi meira af undrun en forvitni. í endanum fundum við þorpslækninn sem talaöi ensku og leiddi okkur aö eina gistihúsinu í Mainpuri. Ég beiö meö Geoff úti á rykugri mykjudreiföri götunni meðan Larn fór inn meö lækninum aö fá herbergi. Þegar þarna var komiö, eftir tvær vikur í þessu landi sem var yfirfullt af fólki meö dökkt hörund. mjallhvítar tennur og starandi augu sem sífellt leituöu svara í andlitum okkar \id þögulum spurningum (Hver vorum v ið? Af hverju vorum viö þarna? Hvert vorum \ iö aö fara? H\-aöan komum viö?), áttuin \ iö von á mannfjölda. En viö áttum ekki von á því sem geröist næst. Fréltirnar af komu okkar spuröust strax út. og hópar indverja flykktust að okkur uni þröng húsasundin og


skeyttu engu um hindranir. Framandi útlit okkar og 15 gíra gerfihnatta-aldar hjólin okkar og útbúnaöur virtust vekja jafnmikla athygli og fljúgandi furöuhlutur. Geoff og ég stóöum meö bök saman og héldum dauöahaldi í hjólin í troöningnum og reyndum aö halda jafnvægi. Indverjarnir sem voru aftast reyndu aö troöast fram til aö sjá betur en þeir sem voru nær vöröu sínar stöður af krafti. Einhverjir menn reyndu aö klifra upp á sölubásana til aö ná betra útsýni en verslunareigendurnir potuöu þeim frá meö löngum bambussprotum sem vanalega voru notaöir til aö bægja frá heilögum kúm sem reyndu að stela mat. Þar sem ég horföi framan í hafsjó af andlitum allt í kríngum mig og hlustaöi á hróp og köll bergmála í húsasundunum heyrdi ég Geoff segja eitthvað fyrir aftan mig. "Eh, Ba- Baitf stamaði hann. "ég verö að komast." Viö vorum bæöi að kafna og næstum tilbúin til að klifra yfir múginn en þaö var ekki það sem Geoff átti viö. "Barb, ég get ekki haldið í raér lengur." hvíslaði hann. Hann haföi fengið blóökreppusótt annaö hvort í íran eða Pakistan og eftir það gekk honum ekkert of vel aö halda stjórn á hægöunum. Ég sá hann fyrir mér í huganum missa allt í brækurnar þarna íyrir framan nokkur hundruð grunlausra indverja. skellti upp úr og liló móðursýkislegum lilátri. Þeim mun meir sem ég hló varö múgurinn hljóöari og mennirnir tróöust enn framar til aö sjá þetta undarlega fyrirbæri sem blasti viö þeim - kona að hlægja. Aö sjá erlenda konu á reiðhjóli var trúlega einstæður atburöur í lífi mannanna í Mainpuri, en aö heyra slíka konu hlæja virtist heilla þá enn frekar. Það virtist sem indverjarnir hafi haldiö aö ég væri ekki mennsk. hvaö þá fær um aö tala eöa hlæja. "Viö fengum herbergT lirópaöi Larry út um einn gluggann á annari hæö gistihússins. Orð hans stöðvuðu hláturinn í

mér og léttu áhyggjum Geoffs og við rudduin okkur leiö gegnum þvöguna milli okkar og gistihússins. Víð ýttum til hliðar tugum manna í síöum hvítum kirtlum og víöum bómullarbuxum sem virtust hafa skotiö rótum. Þaö burfti aö ýta hressilega við þeim til að þeir vöknuðu af transinum og viku fyrir okkur. Þegar ég komst inn í gistihúsiö og upp í herbergiö lokaði ég gluggunum til aö loka á hávaöann í múgnum fyrir utan. Gólfiö, veggimir og beddarnir fimm voru óhrein. - grútdrullug á amerískan mælikvarða. Rotta þvældist um gólfiö og hvarf af og til út um rifuna milli gólfs og huröar. í eitt skiptið sem hún hvarf út greip ég tækifæriö og tróö skítugiun sokkum í gatið. Viftan í loftinu virkaði svo viö settum hana á fullt og lyppuöumst niður í beddana. Við vildum njóta viftunnar því innan nokkurra stunda yröi allt rafmagn leitt úl í sveitirnar fyrir áveitukerfin á sveitabæjunum. Þaö var von á þurrki þetta ár í Indlandi. Eftir smá stund spuröi ég Larry hvar klósettiö væri. Hann fussaði og sveiaöi og benti upp. Tveim hæöum ofar. uppi á þaki fann ég eina klósettiö í gistihúsinu - fötu. Fyrst gat ég ekki hugsaö mér aö koma nálægt henni en eftir smástund tók ég mig á og kom mér fyrir á þessu hásæti undirberu loftinu og horföi yfir húsaþökin í nágrenninu. Fatan var hálf ílill og angaði. Þegar ég sá dýriö fyrst, reyndi ég aö telja mér trú um að þaö væri uppstoppaö eöa í ól. Ég neitaði aö trúa því sera ég sá. sitjandi þarna á hækjum mér yfir fötunni. En ég neyddist til að horfast í augu við þá hryllilegu staðreynd að aöeins örfáum húsaþökum frá mér og fötunni minni var lifandi. ótjóöradur 120cm hár api aö sveifla sér yíír húsasund og stökkva yfír húsaþök beint í áttina til mín. Svona enda ég þá þá lífiö. husgsaöi ég. Alla tíð frá því aö Larrv og mér datt 15


í hug að hjóla umhverfis jörðina haföi mig alltaf grunað innst inni að ég myndi ekki ráða við það. Apinn var kominn svo nálægt núna aö ég var viss uin aö hann myndi grípa í mig áður en ég næði aö forða mér af þakinu. Ég óskaði þess bara aö hvorki Larry né Geoff myndu segja sannleikann um þaö sem var um það bil aö gerast: að ég hefði oröiö fyrir árás og veriö drepin af apa þar sem ég var aö hægða mér á húsbaki í Indlandi. Ég opnaði munninn og ætlaöi aö öskra en heyrói sjálfa mig hrópa "Niður! Komdu þér niður!". Rökhugsunin haföi loksins náö yfirtökunum. Ég stökk á fætur og setti örugglega Indlandsmet í 50 metra hlaupi eftir þakinu og niöur tröppurnar. Ef allt þetta heföi gerst í upphafi feröalagsins heföi ég örugglega gefist upp og haldiö heim á leiö strax þetta kvöld. En þarna höföum vid Larry verið á feröinni í átján mánuöi og lært að umbera og oftast njóta svona undarlegra og krefjandi aöstæöna. Þar sem ég sat á beddanum

mínum þetta kvöld í Mainpuri hugsaöi ég með mér, að þó aö ferðalagiö væri oft erfitt andlega og líkamlega, aö eftir því sem Larry og ég hjóluðum lengur leytuöum viö erfiöari þrauta íyrir nýfundið úthald. styrk og getu til aö standa á eigin fótum. Eins þreytt og ég var og eftir mig þetta kvöld í Indlandi var ég mjög ánægö aö viö lögöum í þetta ferðalag. 14. maí. 1978 lögöu Larry og Baibara Savage af stað hjólandi. eftir aö hafa selt húsið og bílinn, í ferðalag umhverfis jöröina. Þau hjóluöu um 37000km gegnum 25 lönd á tveim árum. Barbara skrifadi einstaklega skemmtilega bók um ævintýrin í ferðinni sem heitir "Miles from nowhere". "tgefandi: The Mountaineers. 1011 S.W. Klickitat Way, Seattle, WA 98134. USA. Þetta var inngangur bókarinnar og í næstu Hjólhestum ætlum viö aö birta fleiri valda kafla. Þýtt - Páll Guöjónsson.


Stjörnuspá Hjólhestsins fyrir 1996: Hrútinum fmnst ullin lengi að þorna og skiptir yfir í flís og goretex Nautið sér rautt hjóladress og fer að eltast við eigandann Tvíburar verða óstöðvandi allt árið og svífa um landið á sínum "full-suspension" hægindastólum með farangurinn í aftanívagni Krabbinn hættir að reykja og fær sér dempara á hjólið í staðinn Ljónið krúnurakar af sér makkann til að minnka vindmótstöðuna Meyjar flykkjast í klúbbinn sem aldrei íyrr í leit að strákum með heilbrigðar sálir í hraustum líkömum

v

r J

Vogin segir þér að þú hjólir ekki nóg

^

Sporðdrekanum gengur ílla að fmna reiðhjól með átta pedölum

^A

Formaðurinn gerir hlé á því að frelsa heiminn þegar hann eignast tveggjamanna hjól og með hjálp dúfunnar sinnar setja þau hraðamet og ná tvöföldum hljóðhraða. Steingeitin móðgast þegar einhver hefur orð á að hjólabuxurnar lykti eins og gamall geitarostur Vatnsberinn stelur hjólinu þínu og flýr land og fer með fenginn til Köben Fiskar læra seint að hjóla


STIGIÐ

SVEIF

Túristarnir koma og fara: Það hefur lengi verid vitaö aö ísland er kjörland hjólreiðamannsins; meðalbrekkur og meðalfjöll. meöal langt milli sjoppa, meöal gróöursnautt landslag og aö meðaltali mjög magnað veöurfar. Okkur meðaljóninum fmnst þaö allavega. En víst eru margir aörir góöir staöir og lönd sem eru rakin dæmi um paradís hjólreiðamannsins. Alla jafna má skipta feröalöngum á hjólum í tvo megin hópa: Sumir vilja púla og paufast upp brekkur og skörö í 2000 metra hæö meö froöufellandi fjallaljón aö naga afturdekkiö. Þeir vilja helst vera 1000 km frá næstu sjoppu. sofa undir berum himni og lifa á þurrfóöri og svita. Svo eru þaö hinir sem vilja helst ríilla niður í móti gegnuin breiða og slétta skógarstíga, finna goluna leika um vangann. fylla lungun af blómailmi og til aö gera daginn æsilegann reyna þeir aö hjóla upp fíörildi. - Þetta er bara gert í útlöndum eöa í hjólhermum. Þegar úllcndingar koina svo hingaö til lands er annað upp á teningnum. Viö höfumjú áfrara tvo meginhópa. Annar hópurinn vill lcita uppi fáfarna fjaliaslóöa og berjast þar vid storma og él. Þeir puða svo og púla yfir ófærur og ár í 200 metra hæð. mcð jórtrandi rollur allt í kring um sig. En hinn hópurinn veit hreinlega ekkert út i hvað liann er aö vaða og mætti stundum halda aö þeir hafi ætlaö sér aö rúlla gegnum skógarstíginn ísland. Útbúnaður þeirra, bæði fatnaður og annar búnaður benda alltént til þess aö svo sé. Því iniður vill það brenna viö að þessi hópur fcrðalanga kemur stundum hingað á vegum feröaskrifstofa. innlendra scm erlendra (þó svo ég ætli

ekkert aö alhæfa í þessum efnum). Þetta á ekki bara við um hjólaferðir heldur og líka gönguhópa, skíðahópa o.fl. Einhvers staöar klikkar upplýsingastreymið sem veldur því að hingaö kemur stundum fólk, sem ætti frekar heima í öndunarvélum á einangrunarstöð en á feröalögum. Auðvitaö er misjafn sauöur í mörgu fé og ekki hægt aö búast viö því aö allir séu fitt og í fínu formi en hjólaferöir eru hjólaferðir "for kræing át lát". Og nokkurra vikna hjólreiöaferö um hálendi íslands er ekki rétti staðurinn til aö uppgöt\-a hjólið í fyrsta sinn (því þá veröur þaö um

leið í síöasta sinn). Þeir sem hjólaö hafa í Evrópu eöa Skandinavíu - eða bara hvar sem er komast fljótt að raun um aö þessi basalthólmi noröur í rassgati á ekkert skylt við þaö sem almennt tíðkast í öðrum löndum. Nú er ég ekkert aö hallmæla okkar ástkæra ylhýra. Ég vil ekkert fremur en hossast ura íslenska fjallvegi í útsynning (eöa svona stundum). , Ég hef aðeins fengist við leiðsögn í hjólreiöaferöum fyrir hina og þessa aöila og hefur þaö verið bæöi skemmtilegt starf og fræöandi. Maöur feröast. kynnist fólki


frá ýmsum löndum. tekst á við ýmsar þrautir og erflöleika og kynnist landinu svolítið í gegnum augii útlendingsins. Þaö er margt sem kemur á óvart í þessum feröum, sumt er grátbroslegt. annaö fyndið og enn annað getur veriö hreint og klárt fáranlegt. Nú er frá aö segja alþjóólegum hópi manna og kvenna sem hingað kotna um mitt sumar '95, 13 að tölu. Breiöur hópur þar sem sumir eru greinilega vanir fjallahjólum. einn stufiTdar fjallaklifur í Ölpunum en aörir segjast hafa feröast um víða veröld á hjólum og vera hingaö komnir til að kanna aðstæöur fyrir hjólahópa á þeirra vegum. Enn aörir setjast á bögglaberana. segja Hott. hott og leggja svo kollhúfur þegar ekkert gerist. Þaö kom fljótt í Ijós aö ekki var allt meö felldu í upphafi ferðarinnar. "Fjallahjólin". sem voru af ódýrustu gerö. þurftu viðgerðar viö áður en lagt var í'ann. Þclta verður ad skrifast algjörlega á kostnaö hjólreiöavcrkstæöisins sem átti aö vera búiö aö úlskrifa fákana. En aftur aö túrhestunum sjálílim. Þeir sem farið hafa með hóp í hjólaferö vita hvað þaö er erfitt aö halda hópnum saman. Mcö útlcndinga er vandinn stærri. Fólk kcmur hvert úr sinni áttinni og virðist svo ætla ad hjóla hvert í sína áttina. Eins og fyrr segir er fólk misvant á fjallahjólum og þegar kemur að ferðalögum er þaó virkilega óvant íslenskri vegagerö. Malarvegir viröast ekki vera til annars staðar en hér á landi og ef þeir eru til eru beir lokaöir eöa bara til sýnis. Mér er minnisstæður einn karl frá Þvskalandi sem kora hingaö '93. Hann var alger íþróttaspækja aö eigin sögn, hafði hjólaö víöa um heim og skipulagt hjólafcröir í Afríku. Evrópu. MiöAusturlöndum og víöar. Þetta var merkisferö að mörgu leyti fyrir hann. Sextugsafmæli var í upp siglingu og hann \ar í brúökaupsferð ásamt konu sinni. Reyndar hjólaöi hún bara fyrsta daginn því

hún var engin hjólmanneskja að eigin sökn. Hafði íarið bessa ferö eftir áeggjan eiginmanns síns. Hún var því gerö aö aðstoðarbílstjóra á fóðurbíl feröarinnar. og þar talaði hún stöðugt um montiö og grobbið í manninum sínum. Karlinn á hinn bóginn þaut um móa og mela hraðar og lengra en aðrir. Hann vár óbreytandi á aö segja mér frá því hvaö kerlingin væri mikil eumingi og rola að geta ekki hjólað. Svo varbrunaö. púlað og pústað um aukvegi og afleggjara. En fljótt skipast veður í lofti. Eftir fáa daga var farið að bera á nokkrum andlegum og líkamlegum brestum vegna um lu'erfisaöstæðna. Kom þó í Ijós að ísland hafdi alls ekki litiö svona út í bæklingum. Eftir tveggja vikna ferö hér á landi var hann nær dauöa en lífi. Vegirnir og veöriö slógu hann gersamlega flatan. Á síöasta ári var hér svo hópur manna og k\Tenna frá ýmsum löndum eins

og fyrr greinir. Þessi tiltekni hópur ætlaöi aö hjóla um landiö í tvær vikur. Sumir höföu annaö hvort fengiö: A) Villandi upplýsingar. B) Engar upplvsingar. C) Misskiliö upplvsingamar cöa D) Ætlaö eitthvert annaö. Ein stúlkan í hópnum "hjólaði" á ca. 7 kni meðalhraöa. hvort sein var á jafnsléttu eða iiiöur í nióti (hún teymdi upp brekkurnar). Sá sem hafði feröast um víöan völl haföi þegartil átti að taka líklega aldrei séö \að í á og bví síóur hefur liann


fariö yfir vaö á hjóli. Dæmi: Þegar komið var í Dómadalinn á Landmannaleiö var þar fyrir óbrúuö spræna, svona 2 m. breiö og

ca. 20 cm. djúp á broti. í staö þess aö hjóla yfir lekur þessi garpur hjól sitt og konu sinnar og grýtir þeim yfír lækinn. Tekur hann svo undir sig stökk og hoppar ... út í miöjan læk. Hinum megin lágii svo hjólin í kássu; gjörö kengbogin. gírhengja og stýrisstammi úr skorðum og hnakkurinn rifinn. Þetta lókst aö laga og eftir smátölu um meðferö reiöhjóla og tilsögn í að -hjóla -yfir-ár-á-broti-tækni var haldið af staö. Svo kom að eina almennilega \Taöinu á leiðinni og viti menn. hann hjólar yfir ... beint af augum og ofan í hyl... jamm og jú. þannig fór nú sjóferð sú. Svo var þarna einn ítali, mikill fjallgöngumaður sem hafði aldrei fariö á fjallahjól áöur. Sagði reyndar ad aðeins þeir ríkustu ætti svona flott fjallahjól!!! Annars átti hann 3ja gíra hjól sem hann notaði til aö fara milli bæja og kunni því ekki alveg á alla þessa átján. Það lærðist þó fljótt og aö allajöfnu gekk feröin vel. Viö vorum afar heppin hvað okkur varöarþó svo mótvindurvildi stundum tefja för og feykja sumum til baka en það var aö mestu leyti hlýtt og þurrt. Veöriö er annars þaö sem kemur útlendingum einna mest á óvart þegar þeir ferðast um landiö og þá er þaö oftast heldur neikvæð kynni sem þeir segja af. Snögg; veöurbrigði. rignig samfara

hífandi roki -yfirleitt á móti. slyddu og jafnvel snjókomu um hásumar. Svona sýnishornaveður getur þó veriö hin besta skemmtun fyrir þá ævintýraþyrstu, sérstaklega ef þaö þarf aö grafa tjaldiö upp úr í júli. En svo getur allt dottiö í dúnalogn eins og hendi sé veifaö. Þessum snöggu veörabrigðum verður seint fulllýst fyrir feröalöngum sem hingað koma og veröur því að kynnast af eigin raun. Eins og áður segir eru vegir landsins einnig sér kapituli út af fyrir sig. Ég hef alltaf haldið aö þvottabrettismalarrembingur fyrirfmndist í öllum heimshornum en af viöbrögðum margra sem hingaö koma til að hjóla er það ekki svo. Grófir malarvegir og óbríiaöar ár virðast allavega ekki hafa flækst fyrir hjólum þeirra áður. í þeim ferðabæklingum sein ég hef kynnt mér er lítiö sem ekkert minnst á fjallaslóða, óbrúaðar ár. hvernig á aö vaða þær og aörar hagnýtar upplýsingar fyrir hjóla- og gönguhópa. Þeir sem eru best

undir Islandsfcröir búnir erii oftast þeir sem koma á eigin vegum og hafa kynnt sér aöstæður og lesiö sér til eftir öörum leiöum. Þetta er þó ekki algilt. frekar en annaö. ÍFHK hefur veitt upplýsingar til þeirra sem þess hafa óskaö um fjallahjólaferöir hér á landi. Þær upplýsingar eru afar góöar aö ég tel og ættu aö vera feröaskrifstofum sem selja

20


hjólaferðir hér til fyrirmyndar. En markaðurinn fyrir skipulagöar ferðir er afskaplega brokkgengur. Eitt árið getur verið rífandi gangur en hiö næsta hefur botninn dottiö úr greininni. Ekki er hægt aö benda á neina eina skýringu á þessum sveiflum og ekki má kenna (oft) frumstæðum landkynningum einum um. Langstærsti hópur hjólreiðamanna kemur frá þýskumælandi löndum og er sá hópur einmitt einna erfíðastur í allri meöferö og þjónustu. Því þarf aö vanda sérstaklega til allra upplýsinga á öllum sviðum - allt aö því skurðstofunákvæmni. Þjóöverjar eru afar hrifnir af reglugeröum. tölum, smáatriöum, sauerkraut, norrænmn fornsögum, draugasögum, Bratwurst. súluritum. þjónustu og öllu sem þeir geta grætt á þannig aö ef það er hægt aö sameina þetta í eina heild. (sem verður þó aö vera bað loöin aö auövelt veröi að snúa sig út úr hinu óvænta) þá ættu þeir aö veröa ánægdir. Ánægðir ferðalangar geta

gert feröaiönaðinum gott og þeirra auglýsingar kosta ekkert. Þaö er hreint ekki gott að segja til um hvað gerist á næstu árum. Samkvæmt nýjustu fréttum á aö eyðileggja hálendiö meö risahótelum, bílaumferð og raflínum. Kjölur er oröinn lítt íysilegur kostur eftir að allar ár voru brúaöar og ekki eiga fyrirhugaðar framkvæmdir á Hveravöllum eftir að gera staðinn betri fyrir þá sem eru að leita eftir ósnortinni náttúru. Sama máli gegnir um eystri hluta hálendisins þar sem Landsvirkjun ætlar aö demba niöur háspennulínum, ávetuskurðum. og uppistöðulóni þar sem náttúran og auönin eiga aö njóta sín. Trausti Valsson er svo maður sem þarf aö skoða sérstaklega. en hann og "þróun" hálendisins, dvínandi Paradis okkar hjólreiðamannanna veröur aö bíöa betri tíma og blóma í haga. Gjört á þorra, þaö herrans ár 1996.

Jón Örn

íslenskir bögglaberar

(iroddi I B(Rough IB).

Nú loksins eru þeir komnir eitthvað sem dugir og dugir. Bögglaberar með burðargetu frá 220 - 625 kg hvers þarf að óska sér meir. Ekki þarf að hafa orð min eingöngu fyrir því, heldur heftir fjöldi fólks þegar sannreynt gæðin og lætur tnjög vel af þeim. Fátt er leiðinlegra en brotinn bögglaberi í miðri ferð. Þess vegna ættu allir að fá sér íslenska framleiðslu. Fást í flestum hjólreiðaverslunum.

Iðntæknistofhun íslands hefur einnig prófað þá og þaðan eru komnar burðartðlur bögglaberana. Upplýsingar um bögglaberana. Groddi I B(Rough I B)aftur Burðargeta 525 k». Þyngd 1040 gr. Groddi I F(Rough I F)fram Burðargeta 625 kg. Þyngd 1080 gr. Gruddi II B(Rough II B)aftur Burðargeta 290 k». Þyngd 626 gr. Groddi II F(Rough II F)fram Burðargeta 290 kg. Þyngd 641 gr. Groddi III B(Rough III B)aftur Burðargcla 220 kg.Þyngd 558 gr.* Karl G. Gíslason Vorsabær 1? 11» Rvk. Tcl. 587-6177 cinail addrcss: kargi'a islandia.i.s. Fax. 587 6178 *Fæsl cingöngu scm aflurbogglaberi.

íslenskt já takk ! Grotldi I FfRoueh I F )


Gróðurhúsaáhrif = afbrigðilegt veður Veöurstofa íslands varaði við hættu vegna sjávargangs frá Reykjarnesi allt vestur á Vestfiröi þann 21. febrúar síðastliöinn. Þrátt fyrir aö betur liafi fariö en á horfðist þá brotnaði sjóvarnargaröur í Reykjavík, þó nokkrar skemmdir uröu á bryggju og hafnargaröi Reykhólahafnar og sjór flæddi yfir veginn í Gilsfjarðarbotni á þriggja kílómetra kafla og skemmdist vegurinn eitthvað enda mun sjód>'ptin á veginum hafa verið mn einn metri. Ástæðan fyrir aö ekki fór verr nú var að veöurhæö náöi ekki hámarki fyrr en nokkru eftir háflæöi. Gert var ráö fyrir 4,7m sjávarhæð nú, en lítum á hvað geröist 7.febrúar 1970 þegar sjávarhæö var 4.62m. Daginn eftir sagöi í Morgunblaöinu að miklar skemmdir hafí oröiö víöa í Reykjavík og nágrenni af flóöunum. Sjór hafi flætt inn í kjallara og skilið eftir sig stórgrýti og þara á götum. " Á Álftanesi fóra tún víöa alveg á kaf og á bænum Grund flæddi inn í gripahús. kindur drukknuöu og um 300-400 hænsn. Vegir, sem liggja meðfram sjó, uröu víöa alveg ófærir og t.d. vom Eiöisgrandi og Ánanaust eins og stórgrýtisurð yfir aö líta". Fram kemur aö Skúlagatan hafi veriö eins og tjörn yfir aö líta á flóöinu. "Á strandlengjunni frá Seltjarnarnesi út í Örfirisey skolaði miklu af grjóti á land og varö vegurinn alveg ófær á köflum. Sjórinn slettist upp á hús viö Ánanaust og bátar, sem stóöu uppi í kambinum í Örfirisey. viö enda verbúðanna, köstuöust til og skemmdust. Bar sjórinn einn þeirra upp á göluna." Aö sögn Braga Jónssonar veöurfræöings á Veðurstofu íslands var veörið nú, versta veöur sem gengiö hefur yfir landiö frá því lægðin. sem olli snjóflóðinu á Flateyri í október síöastliönum, gekk yfir. Því miður megum viö búast við mikilli

aukningu afbrigðilegs veðurfars í náinni framtíö. Sú kynslóö sem fæöist nú. á eftir aö upplifa, á sínu æviskeiði, afleiöingar þess þegar yfírborð sjávar hækkar um allt aö 90cm vegna gróðurhúsaáfhrifa þeirrar mengunar sem foreldrar eni aö dæla út í andrúmsloftið þessa stundina samkvæmt nýrri frétt í Newsweek 22. jan. 1996. James E. Hansen setti íyrstur manna fram kenningar um gróðurhúsaáhrifi n 1981. Jöröin virkar eins og risastórt gróöurhús. gastegundir sem myndast viö bruna kolefna, svo sem koltvísýringur, endurkasta innrauöri hitageislun í andrúmsloftinu eins og gler á gróöurhúsi og hitinn á jöröinni eykst. Eftir því sem meiri mengun fer út í andrúmsloftið hitnar meir á jörðinni. Fjölþjóðleg nefnd um veðurfarsbreytingar á vegum Sameinuðu Þjóöanna komst aö þeirri niðurstööu aö hitinn á jöröinni myndi hækka um allt aö 3.5°C fyrir áriö 2100. Þó aö þaó hljómi ekki ílla verður að gæta þess aö um miöja síöustu ísöld fyrir 19.000 árum var liitinn á jöröinni aöeins 5 gráöum lægri en hann er í dag svo þaö er Ijóst að áhrifm eru gríöarleg og þetta mun gerast á líftíma einnar kynslóöar en ekki 19.000 árum. Þegar Hansen setti fyrst fram kenningar sínar um gróöurhúsaáhrifm var það þvert á kenningar vísindamanna en nú hafa kenningar hans verið sannaðar en enn er deilt um áhrifm sem aukinn hiti mun hafa. Sumir sjá fyrir sér mildari vetur og aukna uppskeru, hitamismunur milli pólanna og miðbaugs minnki og stóniörum fækki. Hinir spá aö landbúnaöarsvæöi færist til, orsaki misræmi veöurfars. jarövegs og úrkomu sem gæti tæmt mörg af foröabúrum jarðarinnar. Yfirborö sjávar hækki um allt

22


að 90cm og kaffæri eyjar og láglendi. Tveir þriöju skóga jaröarinnar breytast í grassléttur. Miöausturlönd og noröur afríka megi reikna meö miklum þurrkum. Aukinn hiti á noröurpólnum gæti breitt hafstraumum sem nú hlvja íslandi og vestur evrópu. "Þaö vill enginn hugsa þá hugsun til enda aö breytingar verði á hafstraumakerfinu" sagöi Magnús Jóhannesson, ráöuneytisstjóri í umhverfismálaráöuneytinu í frétt í Morgunblaöinu 3.september 1995. Þar sagöi

aö ísland væri fyrst og fremst byggilegt vegna þeirra aðstæöna í hafmu sem við búum viö. Hann talaöi um ný og áreiðanlegri reiknilíkön sem spáðu fyrir um allt að 4 grádu hækkun á hitastigi andrúmslofts jaröarinnar á næstu 40 til 70 árum. þó það kólnaði á vissum svæðum, ef brennsla kolefna eykst ineö hraöa undanfarandi ára. "Þetta eni það stórkostlegar breylingar að þær gætu haft venileg áhrif hérlendis því hitastigshækkunin gæti raskað hafstraumakerfinu hér við land. Afleiðingin gæti t.d. oröið sú aö Golfstraumurinn kæmi ekki aö íslandsströndum en færi eitthvert annaö." sagði Magnús. En þaö þarf ekki svona miklar breitingar til aö veruleg breiting veröi á högum íslendinga sem hafa yfir tvo þriðju tekna sinna úr gjöfulum miöum umhverfis

landiö. Magnús sagði nefnilega að eyöing ósonlagsin kynni að hafa áhrif á lífríki hafsins ekki síöur en mannfólkið. Rýrnun ósonlagsins getur haft áhrif á vöxt þörunga. frumframleiðslu hafsins og þar meö á stærö fískstofna. Skoöum betur spár James A. Hansen. Eftir aö Pinatubo gaus á Filipseyjum 1991 spáöi hann aö hiti jarðarinnar myndi standa í staó þar til þau 20 megatonn kælandi eldfjallaryks, sem fóru út í andrúmsloftiö, sjötnuðu. Það gekk eftir og nú lyggur fyrir að hitinn 1995 var sá mesti á jörðinni síðan mælingar hófiist. Og með hækkandi hita fylgir afbrigöilegra veöurfar. Öfgarnar munu aukast. Á þurrka svæðum munu þurrkar aukast og á regnsvæðum eykst hættan á úrhelli. Hlýrri höf þýöa meiri uppgufun og rakt hlýtt loft, sem eflir snjóstorma, mun aukast yfir Atlantshafi. Hansen telur aö minni tími sé til stefnu fyrir aögerðir en stjórnvöld stóli á. Á umhverfisráöstefnunni í Rio 1992 hétu stjónvöld iöiiríkja aö draga úr úístreymi "gróðurhúsa" gastegunda þannig ad útblástur yrði ekki meiri áriö 2000 en 1990. Því miöur er Svíþjóð trúlega eina landið sem getur staöiö við það. Bandaríkin treysta á aö iðnaðurinn minnki útblásturinn sjálíviljugur, t.d. meö því aö nota mirmi orku og framleiöa sparneytnari bíla í stað strangra aðhaldsaögeröa eins og orkuskatts, sem myndi minnka orkunotkun. íslendingar afsaka sig meö lífsnauðsinlegum Smuguveiöum sínuin en lofa að planta trjáin og lúpínu í staðinn. Stjórnmálamenn hugsa pólitískt líf sitt í kjörtímabilum og meiga ekkert vera aö því aö liugsa uni langtímaáhrif eöa komandi kvnslóðir eins og skuldahalar og menguö nátlúra sýnir. Þótt ekki sé hægt aö liorfa á einstök óveður eins og þau sem 'vsökuöu tvö skelfileg snjóflóö hér á síðasi.s ári og segja aö þau séu vegna gróöurhúsa;: h rifanna telur Hansen aö búið sé aö iin svo viö


veöurkerfunum aö það veröi augljóst hverjum manni innan tíu ára hvert stefni. Er ekki tími til kominn og líta í eigin barm og skoöa hvað við getum gert til að miniika þá mengun sem viö völdum hvert og eitt meö okkar einkabílum og reyna aö hreifa okkur svolítiö í staöinn. Letin og hreifmgarleysið veldur því að fjölmargir íslendingar láta lífið á ári hverju um aldur fram af hjarta og kransæðasjúkdómum. En

letin drepur ekki bara okkur sjálf heldur hefur hún varanleg áhrif á komandi kynslóöir. Páll Guðjónsson. Heimildir : Newsweek 22.jan 1996 Morgunblaöiö 21. og 22. febrúar 1996 Morgunblaöiö 3. september 1995

GÓMSÆTT

GAFFLINUM

Hér er ein uppskrift sem ætti að gagnast þeim sem eiga fullt að fóöri en geta ekki gert sér mat úr því

Steikiö hakkiö og sjóöiö pastaö. Dúndrið öllu úr dósunum yfir hakkið. Laukarnir og kókosmjölið fylgir fast á eftir. Hellið rjómanum að lokum yfir og hræriö í Jurlimurlinu. ATH! Pannan þarf aö vera nokkuð stór og djúp. Ef hún er ekki til. notiö þá pott eöa fötu (helst hreina álfötu). Kryddið allt saman eftir því hvernig til hefur tekist. Ég mæli meö sítrónupipar. svörtum pipar og rauöum. chilli sósu og aroraat. Þegar allt vatn hefur soöið upp úr pastanu skal skafa það upp úr pottinum og bæta því saman viö allt hitt (ef þaö kemst fyrir) og bera fram meö frönsku smábrauði eöa hvítlauksbrauði. Ein flaska af rauövíni á mann ætti aö duga en einnig mætti nota kóladrykki ýmiskonar. mjólk. vatn eða hvaö annaö sem rennur (bara nóg af því). Lúkufylli af grænmet setur síöan punktinn yfír i-iö á hvern disk. Jurlimurliö er ætlaö tveim banhungruðumi^ Bon appetít. Jón Örn.

Jurlimurl Jóns: 300 gr. Hakk 1 dós gular baunir 1 dós sveppir 1 dós ananas Idós nýrnabaunir (ekki hettur) 1 krukka af súrum gúrkum 2 dósir tómatkraftur 1 dós af því sem þið þurfiö aö losa ykkur \id Slatti af kókosmjöli Peli af rjóma Krydd eftir þörftim og smekk 200-300 gr. pasta 2-3 stórir laukar- saxaðir smátt 3 hvítlauksgeirar- saxaðir smátt Grænfóður eftir þörfiim. 24


IHý dagskrá - sama húsnæði Síðastliðið haust sótti klúbburinn um húsnæðisstyrk hjá ITR. því miður var þeirri umsókn hafnaö. svo aö enn um sinn veröa eigur klúbbsins á víö og dreif út um borg og bí. Verst af öllu er þó aö klúbburinn hefur fengiö töluvert af borðum, skápum og hillutn sem nú munu líklega eyöileggjast þar sem þau eru geymd utandyra undir segli. Til að svara kröfu hjólreiðafólks um tíöari fundi þá munu þeir veröa hálfsmánaðarlega í Þróttheimum, þ.e.a.s. íyrsta og þriðja þriöjudag hvers mánaðar. A fundum veröur hægt aö gera við hjól sín og/eöa teina upp gjaröir í fullkomnum viðgeröarstöndum. Hinsvegar er vandamáliö þaö aö í Þróttheimum er takmarkaö pláss til hjólreiðaviðgeröa svo aö fyrirkomulagið er háð komandi reynslu. Námskeiöum af ýmsu tagi s.s. feröanámskeiö. viögeröarnámskeið. Ijósmyndanámskeiö eöa skyndihjálparnámskeið, mun fjölga auk þess sem klúbbmeölimir sjálfir geta haft áhrif á hvaö veröur tekiö fyrir á námskeiöum og fimdum. Klúbburinn leitar eftir fólki sem

2. janúar. 13.-14. jam'iar. 27.-2S. janúar. 6. febrúar. 24.-25. febrúar. 5. mars. 19. mars. 23. mars. 2. apríl. 16. apríl. 25. apríl.

áhuga hefur á gerö myndbanda. Hugmyndin er að gera ýmiskonar myndbönd, bæöi fræðslu- og skemmtiefni. Það vantar líka fólk sem hefiir yfir að ráða tölvuteikniforriti þar sem hægt er að skanna inn og föndra með Ijósmyndir. Kann einhver á hljóðfæri? Þaö heíur vaknað áhugi á því að stofna Hjólaband. Hringið í klúbbinn í síma 562 0099 og látiö vita eöa komiö á fundi og komiö meö hugmyndir aö hverskyns klúbbstarfi. Ferðanefnd hélt sinn fyrsta fund 17. febrúar s.l. Var þar hnoöuö saman einhver beinagrind af alburðaalmanaki fyrir áriö 1996 sem að forminu til verður keimlík því sem áöur hefur verið. Helstu breytingar veröa þ'ó fjölgun funda og einhverjar nýjungar á feröum og ferðaleiöum. Sem stendur birtist aöeins dagskráin fram til maí vegna margra óvissuþátta. Dagskrá þessi er birt meö fyrirvara um hugsanlegar breytingar. Búast má viö aö farnar veröi fleiri vetrarferðir, en þær eru oft farnar með hliösjón af veöurspá hverju sinni. Kvenfólkiö heftir svo einnig aukalega fundi sera auglýstir eru sérstaklega. Magnús Bergsson

Fundur. Myndaannáll 1995. Helgarferð í sumarveðri upp í Skorradal. Helgarferö í Skorradal. Fundur. Myndasýning frá Noregi. Helgarferö í vetrarham. Fundur. Myndasýning frá Grænlandi. Fundur. Ljósmyndanámskeið. Skíðaganga í nágrenni Reykjavíkur. Fundur. Viðgeröanámskeið. Fundur. Skyndihjálparnámskeiö. Sumardagiirinn fyrsti. Tilefni til aö gefa besta vini sínum sumargjöf. Þarf ekki aö skipta um brciusupúöa?


STIGIÐ Hjólaferð í janúar "Hvaö, ert þú enn að hjóla í þessu veðri, um miðjan vetur?" "Já já, það er ekkert að þessu veöri. Ég fór meira aö segja í útilegu um síöustu helgi." ''Nei, heyrðu. Þetta em nú öfgar. Aö ferðast á hjóli í janúar, varstu ekki alveg aö drepast úr kulda, voruð þiö ekki alltaf aö fljúga á hausinn, ekki tjaldaöir þú líka? Þetta voru viöbrögöin hjá vinkonu minni sem ég hitti um daginn en þetta var nú líka það sem ég hugsaði þegar Magnús Bergsson sagdi mér frá vetrarbröltinu sínu í einhverri kúbbferöinni minni fyrsta sumariö sem ég hjólaöi. Ekki leist mér nú á aö fara aö hjóla allan ársins hring hvaö þá aö feröast á vetuma. Eitthvaö minntist hann á nagladekk undir hjólið en slíkt hafði ég aldrei heyrst minnst á hvaö þá séð og átti erfitt meö að ímynda mér hvernig það gæti virkaö. Fyrst þegar snjóaöi um veturinn var alveg frábært aö hjóla, snjórinn nýruddur og myndaði þessa líka frábæru flága þar sem kantarnir höföu verið til trafala. En svo rigndi í þetta og frysti og mér leist ekkert á hvaö hjólið rann á svellinu og ekki var nú mikið skjól í þeim þunna hjólafatnaði sem ég haföi sankað að mér um sumarið. Þaö annaöhvort blés í gegnum þetta svo manni varö kalt eöa þaö andaöi ekkert og varð algjört svitabað. Ég var ekki lengi að gefast upp á þessu og lagöi hjólinu fram á vor. Þegar ég ætlaöi svo aö fara aö ferðast aftur um vorið var maöur ekki í neinu formi og fór fyrri helmingur sumars bara í þaö að komast í form aftur. Þetta mátti ekki endurtaka sig svo ég fór aö hugleiöa þessi

SVEIF mál frekar. Annað hvort haföi ég og hjóliö ekki verið rétt útbúið eöa þetta fólk sem var að hjóla allan veturinn var eitthvað ofurmannlegt. Ég fór aö skoða hvernig fatnaö þetta hjólafólk notaöi. Undraefniö Gore-tex bar oft á góma og átti aö vera betra en nokkuö annaó. Ég byrjaöi á því aö fá mér þær buxur sem mest var mælt meö, úr lycra efni meö framhlið úr Gore-tex. Ég var svo ánægður aö góður Gore-tex jakki sniöinn fyrir hjólreiöar fylgdi fljótt á eftir, nieö rennilásum undir höndutn og víöar svo hægt var aö stilla loftflæöið um líkamann. Ég hef varla litíd á gömlu hjólafbtin mín síöan enda viröast þau ekki hafa veriö hönnuö meö notkun í huga. Innst notar maöur hjólastuttbaxur og hjólabol sem dregur svitann frá líkamanum, svitinn gnfar svo jafnóðum upp og loftar út um þéttriðiö netiö í Gore-tex efninu sem hlífir gegn regni og vindi. Ef ég klæði mig meir er ég oftast allt of mikið klæddur. svitinn kemst ekki út og fötin blotna. Svona klæddur hjólaöi ég um alsæll fram á haust og komst þá aö því mér til furöu aö þessi sami fatnaöur hentaði jafn vel í flestu veðri frá um 10 gráöu hita niöur í næstum 10 gráðu frost en þá þarf aörar lycra buxur innanundir. Miöaö viö notagildiö fannst mér ég hafa gert kjarakaup í þessum fatnaöi og öryggiö af því aö þurfa ekki aö hafa miklar áhyggjur af dyntóttu íslensku veðurfari er ómetanlegt. Þaö gengur ekki aö þurfa skipta um föt í hvert skipti sem nýtt veöur-sýnishorn svífur framhjá. En svo kom svelliö og meó klúbbskírteinið á lofti var stormað inn í


næstu hjólabúö og keypt tvö nagladekk gegn afslætti. Meö nýju dekkin undir var svo haldiö út á hálan ís aö prófa naglana. Það var ótrúlegt gripið í þeim. Óiyggistilfinningin jafnaðist á viö þá sem stelpurnar eru alltaf aö lýsa í blessuðum dömubindaauglýsingunum. Ég tók svo n æ s tu m ekkert eftir því þegar vetraði h e 1d u r h j ó 1a ð i bara eins og vanalega. F o r maöurinn og fleiri í klúbbnum v irö a st ekki mega sjá góöa helgarveðurspá án þess aö fá feröafiöring í magann og þegar ég heyrði aö veriö væri aö smala liöi í létta helgarferð upp í Skorradal sló ég til eins og ekkert væri eðlilegra í miöjum janúar. Viö vorum rcyndar bara þrír í þetta skiptiö. Tókum Akraborgina klukkan hálf fjögur og hjóluöum þetta svo á þægilegum hraöa í tvo og hálfan tíma. Það dimmdi á leiðinni en allir vorum viö með góö Ijós og það var yndislegt aö hjóla þetta í snjónum, rökkrinu og fersku loftinu á nýruddum veginum. Um nóttina var gist í góðu yfírlæti á eiöibýli. Eftir góðan morgunmat var svo haldiö til baka. Um nóttina haföi harðfennið, sem var svo þægilegt yfirferdar kvöldið áöur, blotnað og frosið svo að langir kaflar af leiöinni vorii bara svell. Svo mikiö aö yfir Dragann dugöu jafnvel ekki nagladekkin og við uröum aö fara aöeins erfiöari leiö úti í vegarkantinum en þaö haföist allt í léttustu gírunum. Þegar jafnsléttan tók við sigldi ég á

fullri ferö á svellinu á mínum nagladekkjum meðan haröjaxlarnir Maggi fonnaöur og Halli tvíburi héldu áfram í vegarkantinum. Þeir virðast eiga svo mörg hjól aö þeir vita varla hverju þeir eiga aö hjóla og höfðu báöir veöjaö á þaö hjólið sem var með bestu snjódekkjunum undir og skiliö nagladekkin e f t i r heima. E k k i sk em m di þ a ð ánægjuna hjá mér í m i n n i f y r s t u vetrarferö aö geta s k ot i st fram úr h a r ð jöxlunum af og til á svellinu. Reyndar er Halli búinn aö heita bví aö ef eins viöri næst muni hann mæta á gaddadekkjunum sínum sein hafa þvílíkt heljargrip aö ekkert fái stöðvað hann. Veörið var frábært, lygnt og bjartviðri lengst af. Þetta var mjög skemmtileg ferö og þó ég sé ekki í topp formi veit ég nú að ég þarf ekki aö bíða fram á mitt næsta sumar áöur en ég kemst í nógu gott form fyrir helgarferöir. Besta leiöin til að halda sér í formi er greinilega aö hjóla allt árið. Ef þiö eruð búin að leggja hjólinu ættuö þiö endilega að setja upp hjálmirm, fá ykkur nagladekk undir hjólið og prófa. Ef ykkur vantar betri föt er bara að hjóla í næstu hjólabúö og gramsa en ef þiö vitiö ekki hvað reynist best er bara að líta inn á næsta fund og tala viö þá sem hafa reynsluna. Páll Guöjónsson.


STELLID Nú um miðjan vetur dreymir marga um aö endurnýja gamla hjólið og eru aö safna sér fyrir nýju og enn betra hjóli en hvernig á aö velja. Eitt það mikilvægasta er að velja rétta stærð af stelli fyrir þinn líkama. Þér þætti kkert variö í ISO.OOOkr hjól meö höggdeyfum og öllu ef þaö passaði ekki íkama þínum. Þaö er nefnilega ekkert gott aö sitja kengboginn yfir of litlu jóli eða teygður á of stóru hjóli. Þaö getur valdiö ýmiskonar eymslum í aki. hnjám og höndum. Ég er einn af þeim sem ætla aö endurnvja næsta or og settist því niður og fór að glugga í bækur og blöð til að sjá hvernig g ætti aö velja stellstæröina. Þaö kom í Ijós aö þetta er ekkert einfalt mál og yfirleitt ekki neinar heilagar reglur enda fólk mismunandi í laginu. Suinir eru lappalangir og búkstuttir, öfugt eöa eitthvaö bar á milli.

STILLT Til eru mjög nákvæmar reglur hvernig á aö reikna út allar stærðir á "racer" götuhjólum enda eru þau nokkuð stöðluö í laginu en fjallahjólin eru mun breytilegri í laginu enda oft hönnuö íyrir sérhæföa notkun. Sum eru sérlega lipur í stýringu með stöngina fjarri viðkvæmum líkamshlutum og höggdeyfum sem gleypa í sig ójöfnur meðan ætt er niöur snarbrattar fjallshlíöar í bnini. Önnur halda betur jafnvægi. hönnuö meö þægindi í langferðum í huga. Þumalputtareglan segir að stellid eigi aö vera þannig aö ef staöiö er yfír því séu 5 til lOcm upp í klof. jafnvel meir. Hnakkurinn er stilltur þannig að meö hælinn á öörum pedalanum samsíöa sætisstöng sé löppin bein. Ef sælispípan er bara nokkra sentimetra upp úr stellinu er stelliö of stórt og ef "max" merkingin á sætispípunni kemur upp úr er stelliö of lítiö.


Með hendur á stýri á maður aö vera nokkuö miöað við kloflengd en konur eru oftast beinn í baki og meö bægilega sveigju í búkstyttri og lappalengri svo fólk verður aö horfa á þessar tölur meö tilliti til þess höndum. Magnús Bergsson mælir með aö búkurinn halli.um 45 gráður. Ef þú ert hvernig það er í laginu. Konur þurfa oft aö byrja á því að henda hnakkinum sem fylgir krepptur yfír hjólinu er það of lítið og ef nýju hjóli og fá sér almennilegan kvenhnakk hendur eru teygöar langt fram er það of stórt. sem hentar, því karlar og konur eru Reyndar er hægt að hækka eða skipta um sannarlega ekki stýrisstammana, eins sköpuð á Þeir koma þessum hluta mismunandi langir 1 í k a m a n ns. og reistir til að stilla Sölumenn hérlendis þetta. Jafnvel er virðast ekki gera sér hægt að fá grein fyrir þessum stýrisstamma meö mun en Guðrún höggdeyfum sem sem svarar í taka í sig stærstu klúbbsímann 562 höggin á verði frá um 3000kr. 0099 er óþreitandi Algeingast er að við að leiðbeina Muniö aö allar lengdir eru í cm og tölurnar konum viö val á hafa stýrið 5-10cm neðar en hnakkinn. eni aöeins til viömiðunar og ekki bindandi kvenhnökkum og öörum útbúnaöi Mikilvægast er að B A C D stilla hnakkinn rétt. sem gerir konum kki bara hæöina 75-78 4-6 47-49 5-6 lífiö léttara og hefur heldur líka hversu 79-82 5-7 50-54 6-7 haldið sérstaka aftarlega hann er. Ef 6-8 53-57 kvennafundi þar 83-86 7-8 7-9 sem svona mál eru þú situr á hjólinu eö 87-90 56-60 8-9 sveifarnar láréttar á rædd í friöi fyrir lóörétt lína aö liggja framan af fremra hné flissandi strákum. Einnig þarf að athuga niður í gegnum öxul pedalans. Meö ýmis smáatriði eins og aö bremsur og hnakkinn í réttri stööu fæst best nýting á skiptingar séu innan seilingar fyrir orku vöðvanna og álagiö kemur rétt á hnéin handsmáa. Það skiptir ólrúlega miklu aö sem aftur gerir hjólreiöarnar bæöi það fari vel um mann á hjólinu. sérstaklega auðveldari og skemmtilegri heldur en ef ef á að fara að feröast og hjóla nokkra tíma orkunni er sóaö í rangt átak eöa upp kæmu á dag. Stillum stcllið rétt og hjólum á vit eymsli í hné eða sitjanda. Hér fylgir meö ævintýranna. tafla yfir lengdir á hjóli íyrir meöalmanninn Páll Guöjónsson

Landssamtök Hjólreiðamanna Framhalds stofnfundur verður haldinn fimmtudaginn 29. febrilar kl. 20 í húsnæði ÍSÍ við hlið Laugardalshallarinnar. Mætum öll


TANNHJOL

TÍMANS

Keppnir á "Ordinary" voru orðnar afar vinsælar á Englandi upp úr 1870 og oft voru mikil veömál í gangi samfara þeim. Keppnisbrautir voru oftast stuttir, sérgerðir hringir og stóðu áhorfendur utan hrings en dómarar og aöstoðarmenn innan hans. Stór skilti voru höfð uppi sem sýndu úrslit keppna og stööu hvers leiks. Flestir framleiðendur smíöuðu sérstök "kappreiðahjól" sem voru allt aö helmingi léttari en almenn ferðahjól er vóu allt aö 25kg. sem þeir svo sýndu á árlegum hjólreiðásýningum. Hin íyrsta sinnar tegundar var The Stanley Bicycle Club Cycle Show sem haldin var 1878. Stööugar framfarir í hönnun hjóla áttu sér staö upp úr 1878. Ein útgáfan var kölluð "Matchless'' sem kom fram á sjónarsviðiö 1883. Þad hjól var smíöaö með holum stálpípum, bæöi framgaffall og stell, til aö létta þaö, auk þess sem gjarðir voru holar að innan. Einnig var tekin upp notkun á kúlulegum. Þessi öra þróun leiddi einnig til ^r " " nýrrar hönnunar á hverskyns aukahlutum; dekk vora hönnuö úr gegnheilu gúmmíi eða leöri sem skrúfaö var á gjarðirnar í fjórum hlutum. 1888 kom svo John Boyd Dunlop með fyrstu slöngiidekkin. Stýri voru í fyrstu bein en voru beygö niöur þegar framdekkin stækkuöu. Höldurnar voru oftast gerðar úr hornum eöa rósaviöi. einnig voru framleiddar ýmsar útgáfur hnakka. Bremsur voru aöallega á afturhjólinu í formi teins eöa lítils hjóls sem nam viö dekkiö.

Þeim var stjórnað frá höldunum meö stöngum. Þetta geröi hjólreiöamönnum kleift að sitja á hjólinu í brekkum, þó svo flestir stigu af baki ef brekkan gerðist of brött. Margir hjólreiðagarpar notuöu allskyns útgáfur af hjóöfærum; bjöllur, málmgjöll, lúöra og flautur. Einnig voru til þó nokkrar útgáfur af kerta- og olíulömpum sem festir voru á hjólið. Ekki voru þó allar þrautir leystar jafn auðveldlega. Þrátt íyrir viðleitni manna til aö gera hjólreiöar sem þægilegastar og hættuminnstar voru vegir allajafna haröir. grófír og ílla haldiö \ id. Viö þær aðstæöur var oft erfítt ad halda jafnvægi og þaö gat hreinlega veriö lífshættulegt aö detta af svo háum hjólutn sem "Ordinary-inn" var, jafnvel þótt hjólreiðamenn læröu aö "detta rétt" í hjólaskólum. The Bicycle Touring Club var stofnaöur af Stanley John Ambrose Cotterell, læknastúdent sem haföi áhuga á lengri feröalögum. var stofnaöur um Klúbburinn verslunarmannahelgi 1878 og voru 50 áhugasamir félagar á stofnfundinum. Tveimur árum seinna voru félagarnir orönir 3000 talsins og þá var tímaritiö GAZETTE stofnaó. Þaö haföi ætíö veriö ætlun stofnenda hjólreiðaklúbbsins aö gæta hagsmuna sinna manna meö upplýsingiim um vegi og færð og í íyrsta hefti G AZETTE var gefm út listi yfir hættulegar brekkur í landinu. Áriö 1880 tók B.T.C. á móti 30


amerískum hópi hjólreiöamanna og þegar beir snéru til síns heima stofnuðu þeir the League of American Wheelmen. B.T.C. breytti nafni sínu árið 1883 í The Cyclist Touring Club til þess að hleypa inn þríhjólum. Á sama tíma voru stofnaðir systurklúbbar á meginlandi Evrópu, t.d. á Italíu, Sviss, Belgíu og í Frakklandi. Ýmis ágreiningsmál skutu þó alltaf upp kollinum. Frá upphafi hafði klúbburinn haft sinn einkennisbúning, sem breyttist með tískustraumum ár frá ári, en alltaf var kvenfólkið meira og minna utan við myndina, þeim til mikillar armæöu og leiðinda. Þær voru í sífelldri baráttu viö aö fá sérstakan búning á sig og í byrjun árs 1884 var haldin baráttufundur kvenna. Lítið fór fyrir skilningi karlanna í klúbbnum en þó var gefið lítilsháttar eftir af the National Dress Association, sem voru aflurhaldssöm samtök og stjórnuðu klæöaburði hjólamanna á þeim tíma. Fylgi C.T.C. óx jafnt og þétt og um 1886 voru meölimir orönir 21.000 og fór fjölgandi. Frá aldamótunum 1800 til upphafs fyrri heimsstyrjaldar datt áhugi manna á hjólreiöum þó aöeins niöur þegar vélknúin ökutæki ruddu sér braut inn í líf þeirra. Það er kaldhæöni örlaganna að vegirnir sem bílar óku nú á í miklum mæli heföu aldrei oröið jafn góöir og raun varð á ef ekki heföi komið til áhugi C.T.C. manna á bættum samgöngum, lagfæringu vega og umferöaskilta sem aöallega vöruöu viö hættulega bröttum brekkum. Við skulum ekki fjalla of mikiö um C.T.C. aö þessu sinni en þess má þó geta hér í lokin að í dag eru félagar yfir 40.000 og samstarfshópar og félög eni um 400 víös vegar um Bretland. En svo bregðast krosstré sem önnur

tré. Þrátt fyrir mikla velgengni og stóran hóp áhangenda stóðst "háhjólið" ekki tímans tönn. Þeir sem vanir voru hjólinu vöröu það sem mest þeir máttu en yngra fólk, jafnt sem gamalt og flestallt kvenfólk þyrsti í nýrri og bægilegri gerö. Vegna hönnunar "háhjólsins" var afar erfitt að koma sér af staö og þegar á skriö var komiö var mikil kúnst að halda jafnvægi svo ekki sé talað um erfiöleikana sem fylgdu því aö stoppa og stíga af baki án þess að detta um koll. Einnig var sett nokkuö út á það hversu hæggeng lijólin voru en það gerði þó víöast hvar ekki til þar sem hjólreiðamenn voru hornreka í umferðamálum samtímans. (Nokkuö sem viö ættum að kannast við úr daglega lífinu nú á dögum). Hjólreiðamönnum þá, sem nú, var ógnaö, bæöi af hest\rögnum og hinum hræöilegu bílum sem þá voru að verða æ vinsælli. Oft enduöu hjólreiöamenn utan vegar og ekki voru til nein skýr lög um þaö hvar þeir áttu að vera. Þeir máttu allavega ekki vera á gangstígum, þurftu aö hringja stöðugt bjöllunni og leifður hámarkshraði var aöeins 10 km /klst. Margt annað var til þess að angra hjólreiöamenn. sem var þó leyst aö mörgu leyti með tilkomu C.T.C. En eins og áður sagöi var komiö aö lokum "háhjólsins". Menn vildu fara aö sjá öruggari hjól sem gæti hentað fleirum. Upp úr 1885 voru afturhjóladrifin "Rovef'hjó! farin að taka yfir markaöinn á "háhjólunum". Þau voru meö 22" - 26" aflurdekk í staö 16" - 18" eins og var á Ordinary hjólunum. Einnig var betra bil fyrir dekkin og fleira komiö fram sem einkenndu hina nýju hönnun. Þaö var svo um 1892 aö hinum merka kafla um Ordinarv hjólin var lokiö. Lauslega þýtt úr "A Histoiy of Bicycles" eftir S. Beeley. Jón Örn.


Athugið:

Skoðanir greinarhöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar-, ritnefndar- eða annara félaga ÍFHK Útgefandi: íslenski Fjallahjólklúbburinn. Pósthólf 5193. 125 Reykjavík. Sími/Fax: 562-0099. Ábyrgðarmaður: Magnús Bergsson. Ritnefnd: Jón Örn Bergsson, Páll Guðjónsson, Gísli Guðmundsson, Gísli Jónsson, Guðbjörg Halldórsdóttir og Eiríkur Kjartansson


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.