10 minute read

Viðtal um hleðslur rafbíla

Next Article
FÍB afslættir

FÍB afslættir

Höfum alla möguleika á því að verða fremstir í heiminum á þessu sviði

Rafbílum á Íslandi fjölgar jafnt og þétt og hefur sala á þeim tekið töluverðan kipp á síðustu 2–3 árum. Það sem af er árinu eru tengiltvinnbílar flestir nýskráðra fólksbíla á Íslandi eða 24%. Rafbílar eru með 19,9% hlutdeild og tvinnbílar með 21,2% af markaðnum. Bensín- og dísilbílar eru samanlagt með tæplega 35% markaðshlutdeild. Þessi þróun á ekki aðeins við hér á landi heldur víðast hvar og þá alveg sér staklega í Evrópu. Nú er einn af fimm nýjum bílum í Evrópu raftengjanlegur og er helmingur þeirra um hreina rafbíla að ræða. Norðmenn hafa um allnokkra hríð verið leiðandi á þessum markaði. Hlutdeild nýorkubíla í Noregi 2020 var 74,8% og Ísland kom í öðru sæti með 45%. Alls seldust 1,4 milljónir rafbíla í Evrópu 2020. Allt eins er búist við að markaðshlutdeild í Evrópu tvöfaldist á þessu ári og nálgist því að verða um 15%.

Erum við í stakk búinn að mæta þessari þróun?

Sú spurning hlýtur óneitanlega að vakna hvernig við erum í stakk búin að mæta þessari fjölgun. Orka náttúrunnar (ON) er einn af þeim aðilum sem bjóða upp á þjónustu til rafhleðslu og annarra þátta tengdum nýorkubílum. Samkeppnin á þessu sviði hefur aukist á þessu sviði á síðustu árum og fleiri aðilar hafa komið inn á markaðinn. ON hefur lagt mikinn metnað í að þétta hleðslunetið og auka þjónustu um allt land samfara aukinni notkun rafbíla. Félagið rekur og þjónustar hraðhleðslur við helstu þjóðvegi landsins þannig að viðskiptavinir geti hlaðið bíla sína á ferð um landið. ON býður upp á hleðslu rafmagnsbíla, bæði hraðhleðslu og hefðbundna hleðslu á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er fyrirtækjum boðið upp á hleðsluleiðir fyrir viðskiptavini sína, uppsetningu, rekstur og þjónustu allan sólarhringinn, allt árið. Í því felst einnig aðgengi að viðskiptakerfi fyrirtækisins og þar með greiðslukerfi. Þá er boðið upp á lausnir fyrir fjölbýlishús, veitt ráðgjöf bæði á sviði hleðslulausna og viðskiptakerfis. Þegar við á bendir fyrirtækið á tæknilega aðila sem geta sett upp og rekið stöðvar fyrir fjölbýli. ON býður upp á hleðslur frá því allt að 22 kW, 50 kW og 150 kW. Í hleðslustöðvum ON eru ýmist annaðhvort eða bæði hraðhleðslur (50kW og 150KW) og hleðslur (22kW).

Fjölgunin í takt við það sem við sjáum og spáð hafði verið

Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hleðslulausna hjá ON, segir það blákalda staðreynd að rafmagnsbílum hefur fjölgað mikið á síðustu misserum. Í grunninn hefur hleðsla þannig séð ekki breyst mikið. Þær eru aftur á móti hraðari og stærri og ON er betur í stakk búið til að mæta aukinni eftirspurn.

„Það eru breytingar í pípunum og spenna á rafhlöðum er að hækka úr 400 í 800. Við teljum okkur reiðubúin að mæta aukinni þörf og erum mjög spennt og jafmframt bjartsýn á framhaldið í þessum efnum. Fjölgun rafbíla er ekki beint að koma okkur á óvart og segja má að hún sé í takt við það sem við höfum verið að sjá og spáð hafði verið fyrir um. Þetta er almenn þróun sem er að eiga sér stað um alla Evrópu. Úr þessu stöðvar ekkert þessa þróun sem er mjög spennandi í alla staði. Þetta hefur auðvitað tekið tíma að komast á skrið en er núna að raungerast,“ segir Guðjón Hugberg Björnsson í spjalli við FÍB-blaðið.

Við þurfum að gera ýmislegt til að uppfylla kröfur Parísarsáttmálans

Ólafur Davíð Guðmundsson, rekstrarstjóri hleðslunets hjá ON, tekur undir orð samstarfsfélaga síns hér að framan. Ólafur Davíð segir þó alveg ljóst að við þurfum að gera töluvert í hleðslumálum ef við ætlum að uppfylla kröfur Parísarsáttmálans:

„Mín tilfinning er að aðilar sem koma að þessum málum geri sér ekki almennilega grein fyrir því hve mikið þurfi að gerast til að uppfylla skilyrðin. Það þýðir að þá verðum við komnir með 100–150 þúsund bíla sem hlaða má hér á landi um 2030 eigi þetta allt að ganga eftir. Gróflega séð þyrftum við þá að vera komið með 400 hraðhleðslustöðvar í landinu, fyrir utan allar aðrar stöðvar í heimahúsum, aðeins til að halda utan um þetta. Enn fremur er mikið að gerast í vöru- og þungaflutningabílum. Norðmenn voru til að mynda að kaupa fleiri hundruð rafflutningabíla sem verða afhentir á næsta ári. Með þessu eru gerðar miklar kröfur á kerfin og ég á von á því að við fylgjum á eftir. Við megum alls ekki verða eftirbátar Norðmanna í þessum efnum en þá erum við að tala um ökutæki sem taka allt að hálfa megavatta stund inn á sig. Það þýðir að 300 kílóvattastöð er hátt í tvo tíma að hlaða þannig bíl. Það er margt framundan í þessum málum og við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir því með markvissri uppbyggingu. Halda ótrauð áfram svo að þetta gangi greitt og vel fyrir sig,“ sagði Ólafur Davíð.

Aðspurður hvort hann sjái þetta ganga eftir, sagðist hann vona það. Eins og staðan væri núna væri þó óljóst hverjir muni taka þetta að sér og eins hverjir vilja það. Spurningin er hvort þetta byggist á einkarekstri eða þátttöku hins opinbera í formi einhverskonar styrkja. Koma verður upp skýrari mynd á þetta því að mikil vinna er að halda svona búnaði við. Það þarf ekki síður mikla þekkingu og halda þessu gangandi, skýrari stefnu hjá stjórnvöldum og hvernig þau ætli að koma að þessu verkefni eða þá að hið einkarekna taki þetta allt saman að sér. Ólafur Davíð var inntur eftir því hvort rafbílavæðingin hafi gengið hraðar fyrir sig en hann átti von á. Hann sagðist, sem rafbílaeigandi til átta ára, telja þessa væðingu ganga hraðar fyrir sig en hann hefði búist við. Það væri bæði jákvætt og gaman að sjá.

Hugarfarsbreyting hefur átt sér stað

„Eftir að ég kom til Íslands, eftir búsetu í Noregi, er mjög gaman að sjá breytingarnar. Hugarfarsbreyting hefur átt sér stað og almenningur er tilbúinn að prófa. Margt af þessu fólki sagði í byrjun að það myndi aldrei fá sér rafbíl en er síðan komið á slíkt farartæki og lýsir yfir mikilli ánægju.“ Guðjón Hugberg sagðist taka undir orð Ólafs Davíðs. Fram til þessa hefði þetta gengið með ágætum. Aftur á móti, ef takmarkið eigi að nást, gengur okkur ekki of vel í þessum efnum.

„Þegar ég hóf störf á þessum vettvangi fyrir tíu árum voru 11 rafbílar á götunum. Breytingarnar á síðustu tveimur árum hafa orðið miklu meiri heldur en á 8 árum þar

Type 1: Kló fyrir hleðslu í venjulegu húsi er í mesta lagi 7,4kW

Type 2: Kló fyrir hleðslu í venjulegu húsi er í mesta lagi 43kW

Mode 1: Hleðsla með kapli í venjulegan tengil.

Mode 2: Hleðsla með kapli, sem er með stýrieiningu á kaplinum, í venjulegan tengil.

Mode 3: Hleðsla með heimahleðslustöð með innbyggðri stýrieiningu.

Mode 4: Hleðsla með jafnstraumsbúnaði, beint á rafhlöðuna (hraðhleðsla).

á undan. Þetta er því að gerast hratt um þessar mundir,“ sagði Guðjón Hugberg. Ólafur Davíð sagði mikilvægt að fólk gerði sér grein fyrir í sambandi við rafhleðslur að allt þetta ferli sé mjög háð hitastigi. Við búum á þeirri breiddargráðu að við erum ekki með hlýjasta loftslagið. Þó að stöðvarnar séu 150 og bíllinn eigi að geta hlaðið 150 er oft minni hraði í gangi út af því að rafhlöður eru kaldar í bílunum. Upplýsa þarf fólk um við hverju megi búast og gera sér ekki of miklar vonir.

Heimahleðslur eru mikill kostur

„Í sambandi við rafbíla er mikilvægt og mikill kostur að geta hlaðið bílinn heima við. Um 80–90% hleðslna fer fram í heimahleðslum og er mikilvægt að velja réttan og góðan búnað. Við leggjum áherslu á að vinna með fólki, koma með lausnir og að hafa þetta einfalt,“ sagði Ólafur Davíð.

Eru heimahleðslur í stöðugri þróun? Hafa þær tekið breytingum á síðustu árum?

„Mesta þróunin sem hefur átt sér stað í þessum efnum snýr að fjölbýlishúsum. Álagsstýrislausnir verða sífellt betri og lagnaleiðir eru mun umhverfisvænni en áður. Helsta þróunin er að nú þarf ekki að leggja að hverri stöð sem er mun umhverfisvænna. Tæknilega séð hefur samskiptabúnaðurinn batnað mikið en grunnhugmyndagildi heimahleðslustöðvarinnar er það sama. Ég á von á að verðið á þeim eigi eftir að lækka en framtíðin á eftir að leiða það í ljós,“ sagði Ólafur Davíð.

Vonandi að gera rétta hluti fyrir framtíðina, börnin okkar og komandi kynslóðir

Fyrir ykkur sérfræðingana á þessu sviði hlýtur þessi vettvangur að vera skemmtilegur og spennandi?

„Já, það mjög spennandi og jafnframt gefandi. Því miður hefur umhverfið litast svolítið af lögfræðirekstri undanfarið ár. Starfið er mjög áhugavert og við vonum að við séum að gera rétta hluti fyrir framtíðina, börnin okkar og komandi kynslóðir. Sameinuð og með einbeittu átaki á okkur að takast að vinna vel í þessum málum. Við höfum meira að segja alla möguleika á að verða fremst í heiminum á þessu sviði. Við höfum alla burði til að gera það að veruleika,“ sagði Ólafur Davíð Guðmundsson rekstrarstjóri hleðslunets hjá ON.

Samkeppnin af hinu góða

Guðjón Hugberg sagði að mikið hafi verið í gangi á síðustu árum. Fleiri eru að koma inn á markaðinn og er það mikil breyting frá því sem var.

,,Við höfum ekki farið varhluta af því að fleiri aðilar vilja vera með, taka pláss og koma sér fyrir á markaðnum. Það er mjög eðlilegt og við fögnum samkeppni á þessum markaði sem hefur verið einsleitur og rekinn af ON og með hugmyndafræði okkar. Við fögnum því innilega að nú sé komin samkeppni. Það hleypir kapp í menn, hlutirnir gerast hraðar, betri lausnir verða ofan á og aðrar undir. Þróunin er góð og henni ber bara að fagna,“ sagði Guðjón Hugberg Björnsson, tæknistjóri hleðslulausna hjá ON, í spjalli við FÍB-blaðið.

Hleðsla á hraðhleðslustöð

Hraðhleðslugeta bíla er mjög mismunandi eftir tegundum og gerðum. Sumir bílar hlaða hraðast 40kW en aðrir geta hlaðið hraðar. Því er gott að vera meðvitaður um hve hratt rafbíllinn getur hlaðið þegar valin er hraðhleðslustöð til að nota. Það er óþarflega dýrt að hlaða á hraðhleðslustöð sem getur skilað 150kW ef bíllinn getur bara tekið við 40–50kW. Þá er ódýrara að hlaða á hraðhleðslustöð sem skilar einungis 50kW.

Þegar hraðhlaða á rafbíl á hraðhleðslustöð hefur hitastig rafhlöðu mjög mikið að segja um hversu hratt það getur gengið fyrir sig. Meginreglan er sú að betra er að hraðhlaða rafbíl þegar búið er að keyra hann í töluverðan tíma því að þá er rafhlaðan í vinnsluhitastigi. Hlaða á í lok ferðar en ekki í upphafi ferðar.

Tveir tengistaðlar eru þegar kemur að hraðhleðslutengjum fyrir rafbíla: CHAdeMO er á útleið í Evrópu en hinn er CCS Combo 2.

Hleðsluhraði er líka mjög háður því hvernig staðan er á rafhlöðunni í upphafi hleðslu. Margir rafbílar hlaða hraðast þegar staðan á rafhlöðunni er 10%–40% eftir það þá minnkar hleðsluhraðinn í skrefum og getur orðið mjög lítill frá 80%–100%. Þannig borgar sig yfirleitt ekki að hlaða meira á hraðhleðslustöð en upp í 80% nema brýn þörf sé á því til að komast á áfangastað

Watt (W): Afl frá hleðslutæki í bíl. Eitt kílóvatt (kW) er þúsund wött.

Amper (A): Straumur frá hleðslutæki til bíls. Takmarkað við 13A (húsnæði), 16A (sérstökum tengli) og allt að 3x32A fyrir heimahleðslustöð.

Volt (V): Rafspenna er 230 volt í venjulegum tengli. Hægt er að stækka í 400 volt með því að fá þrjá fasa frá veitu.

230V 400V 1-fas 3-fas 6A 1,4kW 4,1kW 10A 2,3kW 6,9kW 16A 3,7kW 11kW 20A 4,6kW 14kW 32A 7,3kW 22kW 63A - 43kW Hleðslugeta með tilliti til volta og amperfjölda 1. Mælt með að nota viðurkenndan hleðslubúnað eins og hleðslustöð, svo kallaða „Mode 3“ hleðslu frá einum fasa upp í þrjá fasa á AC-riðstraumi.

Hleðslustöðin á að vera allt að þrisvar sinnum 32A, með „type 2“ tengli og á að uppfylla staðalinn

EN 61851-1.

2. Hlaða bílinn venjulega einungis upp í 80–90% en í 100% þegar þörf.

3. Gott er á köldum dögum að láta bílinn hita sig á meðan hann er í sambandi við hleðslustöðina.

Það eykur drægi.

4. Það getur reynst vel að bera kísil (sílikon) á plasthluti tengibúnaðarins. Það eykur líftíma kapla og tengja og minnkar líkur á að hlutir frjósi að vetri. Líftími rafhlöðu

1. Að hlaða oftar en sjaldnar er jákvætt fyrir rafhlöðuna. Það slítur rafhlöðuna minna að hlaðast oftar frá 40–50% upp í 80–90% en að vera hlaðin sjaldan frá 10% til 90%.

2. Að hlaða oftast bara upp í 80–90% eykur líftíma rafhlöðunnar. Einungis skal hlaða í 100% þegar þess er þörf.

3. Þegar bíll er skilinn eftir í lengri tíma, t.d. í fleiri daga, er betra að hleðslan á rafhlöðunni sé á bilinu 50%–80%. Best er að geyma bílinn í sambandi en með stillt á að hlaðast ekki meira en 80%.

4. Að hraðhlaða rafhlöðu í verulegu frosti, -10 gráðum eða meira, getur haft slæm áhrif á hana til lengri tíma litið (margir nýlegir rafbílar eru með hitunarbúnað á rafhlöðu sem minnka þessi áhrif).

This article is from: