formheimur

Page 3

Björg Þorsteinsdóttir Björg Þorsteinsdóttir (1940–2019) er ein af þekktustu íslensku grafíklistamönnunum sem komu fram á áttunda áratug síðustu aldar. Grafíkin sem hún vann iðulega með ætingu og akvatintu er þó einungis partur af höfundarverki Bjargar sem samanstendur meðal annars af málverki, sem hún vann með akrýl, olíu og vatnslitum, olíukrítarteikningum og samklippi úr japanspappír. Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur er þar af leiðandi ekki eiginleg yfirlitssýning á myndlistarferli hennar sem nær yfir fimm áratugi, heldur sýning á þeim hluta ferilsins sem er í safneign Listasafns Reykjanesbæjar og gjöf frá erfingjum Bjargar. Grafíkverkin eru flest unnin á áttunda og níunda áratugnum á meðan akrýlmálverkin eru víðsvegar af ferli hennar, það elsta frá 1973–1974 og það yngsta frá 2011–2012.

3


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
formheimur by ferdalag - Issuu