ip_2023

Page 1

ÁRSSKÝRSLA
2022
4 Helstu tölur úr ársreikningi 7 Helstu tölur 11 Félagið 12 Framkvæmdastjórn 14 Verkefnin 2022 18 Sagan 22 Yfirlit 24 Flokkun eftir rekstrarsviðum 26 Ferðaþjónusta 38 Saga húsanna 40 Heilbrigðisþjónusta 46 Fasteignir 54 Útivist og hreyfing 58 Aðrar fjárfestingar 62 Ársreikningur 2022 67 Skýringar með ársreikningi samstæðu 77 Ársreikningur móðurfélags 85 Skýringar 92 Hagnýtar upplýsingar 94 Ýmsir tenglar Ljósmyndir: Jón
Hlynur Hólm Hauksson · Útlit: www.bjorgvilhjalms.is · Prentun: Pixel
Gauti Jónsson og

HELSTU TÖLUR ÚR ÁRSREIKNINGI

Consolidated Key Figures in ISK million

Consolidated Key Figures in ISK million

Íslensk fjárfesting ehf. Consolidated Accounts

Íslensk fjárfesting ehf. Consolidated Accounts

2022 2021 2020 2019 Profit & Loss Account (ISK million) Turnover 33.423 N/A N/A 36.183 EBITDA 3.836 N/A N/A 1.419 EBIT 3.364 N/A N/A 800 Net financials 62 N/A N/A -308 EBT 3.426 N/A N/A 493 Net profit 2.875 N/A N/A 308 Minority share of profit -1.166 N/A N/A -120 Net profit attributable to Iceland Invest 1.709 N/A N/A 188 Balance Sheet (ISK million) Cash and bonds 7.976 N/A N/A 4.680 Current assets 11.564 N/A N/A 10.578 Total assets 20.707 N/A N/A 22.671 Equity 4.506 N/A N/A 4.089 Current liabilities 8.377 N/A N/A 10.939 Key Figures (%) EBITDA margin EBITDA / turnover 11,5 N/A N/A 3,9 EBIT - margin EBIT / turnover 10,1 N/A N/A 2,2 Return on assets EBIT / total assets 16,2 N/A N/A 3,5 Return on equity Net profit / average equity 63,8 N/A N/A 7,5 Liquidity ratio Current assets / current liabilities 138,0 N/A N/A 96,7 Equity ratio Equity / total assets 21,8 N/A N/A 18,0 Average number of full-time employees (FTE) 765 N/A N/A 672 4 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

Consolidated Key Figures in DKK

CONSOLIDATED KEY FIGURES IN DKK

2022 2021 2020 2019 Profit & Loss Account (DKK million) Turnover 1.641 N/A N/A 1.990 EBITDA 188 N/A N/A 78 EBIT 165 N/A N/A 44 Net financials 3 N/A N/A -17 EBT 168 N/A N/A 27 Net profit 141 N/A N/A 17 Minority share of profit -57 N/A N/A -7 Net profit attributable to Iceland Invest 84 N/A N/A 10 Balance Sheet (DKK million) Cash and bonds 439 N/A N/A 257 Current assets 636 N/A N/A 582 Total assets 1.139 N/A N/A 1.247 Equity 248 N/A N/A 225 Current liabilities 461 N/A N/A 602 Key Figures (%) EBITDA margin EBITDA / turnover 11,5 N/A N/A 3,9 EBIT - margin EBIT / turnover 10,1 N/A N/A 2,2 Return on assets EBIT / total assets 14,5 N/A N/A 3,5 Return on equity Net profit / average equity 59,7 N/A N/A 7,7 Liquidity ratio Current assets / current liabilities 138,0 N/A N/A 96,7 Equity ratio Equity / total assets 21,8 N/A N/A 18,0 Average number of full-time employees (FTE) 765 N/A N/A 672 DKK Currency rate Year end (National Bank of Iceland) Used for Balance Sheet figures 20,372 18,18 DKK Currency rate Year average (National Bank of Iceland) Used for Profit and loss figures 19,131 N/A Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 5

Íslensk fjárfesting hefur markað sér þá stefnu að fjárfesta á fjórum aðalsviðum: Ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, fasteignum og útvist og hreyfingu

Helstu tölur

Helstu tölur úr ársreikningi

Árið 2022 var gott ár fyrir Íslenska fjárfestingu og hefur félagið aldrei skilað jafn miklum hagnaði og á árinu. Síðustu tvö ár hafa verið mjög lituð af COVID-19 áhrifum fyrir mörg af dótturfyrirtækjum Íslenskrar fjárfestingar, sem nú hafa snúið vörn í

sókn.  Sérstaklega á það við um þau dóttur félög sem starfa í ferðaþjónustu og stefnir þar í mjög öflugan vöxt. Kilroy er að ná fyrri styrk og er salan að ná því sem hún var fyrir COVID-19.

Búist er við því að árið 2023 verði velta Kilroy um 35 milljarðar og að árið 2023 verði með betri rekstrarárum í sögu Kilroy.

Hjá flestum öðrum fyrirtækjum samstæðunnar gekk reksturinn vel. Á árinu 2022 voru mörg fasteignaverkefni seld sem

skýra jafnframt hluta af hagnaði ársins.

Fasteignasvið félagsins skilaði ágætis afkomu eftir venjulegan rekstur en sala á mörgum fasteignaverkefnum átti sér stað á árinu.

Heilbrigðisþjónustan átti ágætis rekstrarár en sökum bæði COVID-19 og kjarasamninga er enn von á töluverðum endurgreiðslum frá heilbrigðisyfir völdum svem eiga eftir að koma inn í reikninga félganna fyrir árið 2023. Sennilega er þar um að ræða verulegar upphæðir.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 7

Stofnað var nýtt fjárfestingasvið á árinu 2020. Með kaupum á Útilífi var lagt í vegferð í fjárfestingum í útivist og hreyfingu og var því stofnað nýtt fjárfestingasvið sem við köllum „Útivist og hreyfing“. Útilíf kom inn í rekstur samstæðunnar í september

2021. Reikningar félagsins taka mið af því að miklar fjárfestingar hafa verið gerðar í innviðum félagsins sem munu skila sér til lengri tíma.

Á árunum 2020-2022 hafa félög samstæðunnar selt fasteignaverkefni fyrir um 13 milljarða króna með mjög góðum hagnaði.

Það hefur styrkt fjárhagsstöðu samstæðunnar verulega.

Heildareignir móðurfélagsins voru um 8.654 milljónir kr. sem er um 3.700 milljóna kr. hækkun frá árinu 2020. Eignir samstæðunnar eru ríflega 20,7 milljarðar kr.

MÓÐURFÉLAG

KPMG hefur endurskoðað ársreikning móðurfélagsins í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla.

HAGNAÐUR / TAP

Hagnaður varð af rekstri móðurfélagsins árið 2022 að upphæð 1.708 milljónum kr. Helstu skýringar þess eru hagnaður KILROY og hótelanna sem og söluhagnaður vegna fasteignaverkefna.

EIGIÐ FÉ

Eigið fé móðurfélagsins jókst á árinu 2022 eða frá 2.680 milljónum kr. í 4.506 milljónir kr. Eiginfjárhlutfall móðurfélagsins var 52% árið 2022. Eignir í félaginu Eignarhaldsfélagið Kilroy ehf. hafa ekki verið færðar upp miðað við markaðsverð, heldur eru þær færðar á kostnaðarverði. Þar telja stjórnendur að markaðsverð sé verulega vanmetið.

8 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

HEILDAREIGNIR

Heildareignir móðurfélagsins eru um 8.654 milljónir kr. Lykilstærðir eignamegin eru eignarhlutir í Fasteignafélagi Íslenskrar fjárfestingar ehf, Sóltúni heilbrigðisþjónustu ehf, Eignarhaldsfélaginu KILROY ehf og Íslenskum fasteignum ehf.

SKAMMTÍMASKULDIR

Skammtímaskuldir móðurfélagsins eru engar.

LANGTÍMASKULDIR

Allar langtímaskuldir móðurfélagsins voru gerðar upp á árinu 2020. Á árinu 2022 minnkuðu langtímaskuldir flestra dótturfélaga

verulega fyrir utan Kilroy sem mun verða tvö til þrjú ár að greiða til baka skuldir vegna launa starfsmanna í hinum ýmsu löndum á COVID-19 tímabilinu.

Stjórnendur telja að á árinu 2022 hafi tekist að snúa vörn í sókn í ferðaþjónustu og ná markverðum árangri á fasteignasviði. Stjórnendur telja að nú taki við breyttir tímar þar sem verulega góð ár séu aftur framundan í ferðaþjónustu og fasteignum. Búast

má við áframhaldandi öflugum rekstri í flestum fyrirtækjum samstæðunnar árið 2023 og sennilega methagnaði hjá mörgum dótturfyrirtækjanna.

Árin 2020 og 2021 hafa verið erfið ár vegna áhrifa COVID-19 en það hlýtur að sýna mikinn styrk að missa nær allar tekjur í mörgum af félögum samstæðunnar í tvö ár en ná svo algerum viðsnúningi á aðeins einu ári og stefna í met ár í bæði ferðaþjónustu og fasteignasviði á árinu 2022. Stjórnendur eiga mikið hrós skilið fyrir það afrek.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 9

Íslensk fjárfesting var stofnuð árið 1999 í þeim tilgangi að halda utan um ýmsar fjárfestingar eigendanna

Félagið

Félagið var stofnað árið 1999 í þeim tilgangi að halda utan um ýmsar fjárfestingar eigendanna. Félagið er því orðið 24 ára.

Íslensk fjárfesting hefur markað sér þá stefnu að fjárfesta á fjórum aðalsviðum: Ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, fasteignum og nýlega í útivist og hreyfingu.

Íslensk fjárfesting leitast við að vera meirihlutaeigandi eða í leiðandi stöðu í þeim verkefnum sem það fjárfestir í. Eigendur félagsins leggja mikla áherslu á að styrkja grunnstoðirnar fjórar og fjárfesta því ekki í verkefnum sem heyra ekki undir þessar fjórar grunnstoðir nema í undantekningartilfellum og þá til að styðja við fjárfestingarsviðin fjögur. Á árinu 2022 var lögð áhersla á að styrkja enn frekar fasteignaþróunarsvið félagsins. Íslensk fjárfesting er fjárfestingarfélag í jafnri eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar.

STJÓRN ÍSLENSKRAR FJÁRFESTINGAR

Arnar Þórisson, stjórnarformaður

Þórir Kjartansson, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri

STARFSMENN

Hjá fyrirtækjum í meirihlutaeigu Íslenskrar fjárfestingar starfa

987 starfsmenn (765 FTE). Hjá móðurfélaginu starfa fjórtán manns sem sinna fjárfestingum, þróun verkefna, fjármálastjórnun, lögfræði, framkvæmdastjórn og utanumhaldi.

FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSLENSKRAR FJÁRFESTINGAR

Framkvæmdastjórn Íslenskrar fjárfestingar skipa sex aðilar: Arnar Þórisson, stjórnarformaður félagsins, Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri, Björn Þór Karlsson, lögmaður, Einar Þór Steindórsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, Linda Metúsalemsdóttir, fjármálastjóri og Magnús Edvardsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga. Framkvæmdastjórn hefur það hlutverk að styðja við núverandi fyrir tæki sem Íslensk fjárfesting er fjárfestir í ásamt því að skoða nýjar fjárfestingar. Einnig heldur framkvæmdastjórn utan um fjárflæði allra dótturfyrirtækja Íslenskrar fjárfestingar ásamt því að sjá um ávöxtun á fjármagni og aðstoða dótturfélög við fjármögnun, fjármál, þróun og rekstur.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 11
Um Íslenska fjárfestingu ehf.

Framkvæmdastjórn

LÖGFRÆÐI

Björn Þór er lögmaður fyrirtækisins og framkvæmdastjóri Fasteignafélags Íslenskrar fjárfestingar. Hann hefur áður starfað hjá

Thule Investments, Lögfræðistofu Gunnars Thoroddsen, Legislögfræðistofu og við eigin rekstur. Björn Þór er með BA gráðu og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.

VIÐSKIPTAÞRÓUN

Einar er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Einar situr í stjórnum

ýmissa fyrirtækja í samstæðu Íslenskrar fjárfestingar ásamt því að vera framkvæmdastjóri og meðstofnandi Leitar Capital Partners.

Einar hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði en frá

árinu 2005 hefur hann starfað hjá Straumi Fjárfestingabanka, H.F. Verðbréfum, Kalan Capital Reykjavík og Deutsche Bank. Einar er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá IESE Business School í Barcelona. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

FJÁRMÁL

Linda Metúsalemsdóttir er fjármálastjóri Íslenskrar fjárfestingar ehf.

Hún hefur yfir 22 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði, einkum á sviði fjármálastjórnunar, bókhalds og uppgjörsmála. Linda var áður fjármálastjóri Thule Investments og starfaði þar áður hjá SP fjármögnun og Fjárfestingarfélagi Íslands.

FJÁRFESTINGAR

Magnús er framkvæmdastjóri fjárfestinga. Magnús hefur yfir 15 ára reynslu á fjármálamarkaði en hann starfaði í fyrirtækjaráðgjöf hjá

Kviku banka og forverum á árunum 2009-2023. Þar á undan starfaði

Magnús hjá Kaupþingi. Magnús er með M.Sc. í fjárfestingarstjórnun

frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc. í viðskiptafræði frá sama skóla.

EIGENDUR

Arnar Þórisson er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með

MBA frá viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona. Arnar hefur starfað um langt árabil í ferðageiranum, hvort tveggja á Íslandi og erlendis. Arnar hefur verið stjórnarformaður KILROY International frá 2007 og stjórnarformaður Íslenskrar fjárfestingar ehf. frá 1999. Hann situr

einnig í stjórn Eldeyjar eignarhaldsfélag hf. sem er fjárfestingarfélag í ferðaþjónustu. Áður starfaði Arnar m.a. sem framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá

KILROY, aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri flugfélagsins Atlanta og stjórnarformaður CAOZ. Arnar er fæddur 1964.

Þórir Kjartansson er byggingarverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og með MBA frá viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona. Þórir hefur starfað í ferðageiranum, heilbrigðisgeiranum og fasteignageiranum í meira en 20 ár. Hann sat í átta ár í stjórn Landspítala háskólasjúkrahúss og hefur setið í opinberum nefndum á heilbrigðissviði, svo sem í nefnd um byggingu á nýju húsnæði fyrir Landspítala háskólasjúkrahús. Þórir hefur verið stjórnarformaður Öldungs hf. frá árinu 2009 og stjórnarformaður RR hótels ehf., RR fasteigna ehf. og Fasteignafélags Íslenskrar fjárfestingar ehf. frá stofnun þess. Þórir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Íslenskrar fjárfestingar frá 1999. Áður en Þórir kom að stofnun Íslenskrar fjárfestingar ehf. starfaði hann hjá Icelandair, Icelandspring og Philips. Þórir er fæddur 1969.

12 Íslensk
2022
fjárfesting - ársskýrsla
Björn Þór Karlsson Einar Steindórsson Linda Medúsalemsdóttir Magnús Edvardsson Arnar Þórisson Þórir Kjartansson

Verkefnin 2022

HELSTU VERKEFNI 2022

Íslensk fjárfesting ehf. hélt áfram fjárfestingum og stuðningi við dótturfélög sín á árinu og einkenndist árið af góðrum árangri flestra fyrirtækjanna eftir baráttu við afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins.

Áfram var fjárfest í fjárfestingarsjóðnum Vonzeo í Kanada í samstarfi við nokkra aðra fjárfesta.

Fjárfest var í Leitar I slhf og rekstraraðila félagsins. Leitar fjárfestir í ungum einstaklingum og styður þá við að finna, fjárfesta í og leiða vöxt á litlu til meðalstóru fyrirtæki.

KILROY

Kilroy náði vopnum sínum á ný eftir erfið COVID ár. Það má búast við spennandi tímum framundan í uppbyggingu á öllum mörkuðum og til stendur að opna nýja markaði. Á árinu 2023 mun Kilroy opna útibú í Bristol í Bretlandi. Hlutur KILROY í Frank Students, 57,8% var seldur snemma árs 2022 en KILROY heldur þó áfram ISIC réttindunum í Finnlandi og mun starfa áfram með Frank um markaðssetningu þess og KILROY.

14 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

ÍSLENSKAR FASTEIGNIR

Íslenskar fasteignir luku að mestu verkefnum við Austurbakka í

Reykjavík, þ.e. byggingu íbúða við Austurhöfn og umsjón framkvæmda með Reykjavík Edition hótelinu.

Verð íbúðarhúsnæðis og lóðaverðs hækkaði mjög mikið á árinu og var mat Íslenskra fasteigna og Íslenskar fjárfestingar að tíminn

væri réttur til að selja og skapa um leið rými til að takast á við ný fasteignaþróunarverkefni. Íslenskar fasteignir seldu Orkureit við Laugardal, þróunarverkefni við Nesvík á Kjalarnesi og eignarhlut í Ásbrú fasteignasafni.

FASTEIGNAFÉLAG ÍFJ

Á árinu voru minnihlutaeigendur í því félagi sem á fasteignina við Grensásveg 16 keyptir út. Eignarhaldið á fasteigninni er því að fullu innan samstæðu Íslenskrar fjárfestingar. Í fasteigninni er Oddsson hótelið rekið.

Vinna við deiliskipulag á lóðinni Sóltún 4 fór langt á árinu og var lóðin seld. Þar er gert ráð fyrir byggingu 79 íbúða.

Vinna við deiliskipulag á 150 íbúðum á reit 13 á Kársnesinu komst langt á árinu en deiliskipulagsbreytingin var auglýst. Lóðin var jafnframt seld á árinu.

Fasteignin við Skeifuna 11 var afhent á árinu og stóðu yfir talsverðar framkvæmdir vegna glæsilegrar verslunar Útilífs sem opnaði á árinu 2023.

Á Kársnesinu í Kópavogi var innréttað rými fyrir GoMove í einu af atvinnuhúsnæðum félagsins.

Almennur rekstur fasteigna gekk vel og allar leigugreiðslur hafa skilað sér aftur eftir erfið Covid ár þar sem gefa þurfti eftir leigugreiðslur, en þó er ljóst að bæði verðbólga og hátt vaxtastig hefur og mun hafa áhrif á efnahag fasteignafélagsins.

SÓLTÚN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA

Árið 2022 var erfitt rekstrarár fyrir Öldung hf sem rekur Sóltún hjúkrunarheimili. Í fyrsta lagi voru að koma til framkvæmda miklar launahækkanir starfsstétta sem ekki hefur verið að öllu leyti bætt í tekjugrunni félagsins, en mun skila sér á endanum. Félagið á því inni hjá ríkinu töluverðar upphæðir sem hefðu gjörbreytt rekstrarniðurstöðu félagsing ef þær hefðu borist á réttum tíma.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 15
16 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

Með skipulagsbreytingum á yfirstjórn félagsins í lok ársins 2022 var tekið skref til að samræma þjónustu og ferla milli félaga með

það að markmiði að tryggja framúrskarandi þjónustu við íbúa.

Á árinu 2022 voru opnuð 11 ný hjúkrunarrými í endurgerðu eldra hús­

næði á Sólvangi og nýtt endurhæfingarúrræði opnað, Sóltún Heilsusetur, sem er rekið með samningi við Sjúkratryggingar Íslands hf. Þarna geta aldraðir skjólstæðingar heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins dvalið í 4-6 vikur og fengið virka endurhæfingu sem skilar sér í auknu sjálfstæði og hreysti.

RR HÓTEL

RR hótel náði fyrri styrk á árinu 2022. Salan jókst jafnt og þétt og verð fóru líka hækkandi með árinu. Um mitt ár var reksturinn orðinn betri en hann hafði verið fyrir COVID-19. Miklar væntingar eru til næstu ára í hótelrekstri en búist er við því að tekjur og hagnaður verði með því besta sem við höfum séð. Unnið er að nokkrum nýjum hótelverkefnum sem myndu þá bætast við á næstu mánuðum ef samningar takast þar um.

Talsverðar mannabreytingar urðu innan samstæðunnar á árinu og byrjun árs 2023.

SKIPULAGSBREYTINGAR

Gerðar voru skipulagsbreytingar á yfirstjórn Sóltúns heilbrigðisþjónustu og dótturfélaga þar sem Anna Birna Jensdóttir, forstjóri Öldungs hf færðist yfir í stöðu stjórnarformanns og Halla

Thoroddsen, áður framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu ehf, settist í stól forstjóra félaganna. Með þessu skrefi voru félögin sett undir sömu stjórn en markmiðið með skipulagsbreytingunum er að styðja við frekari vöxt heilbrigðisþjónustu á Íslandi innan samstæðunnar.

Inga Harðardóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra RR hótel og Elín Tinna Logadóttir var ráðin framkvæmdastjóri Útilífs. Magnús Edvardsson var ráðinn framkvæmdastjóri fjárfestinga Íslenskrar fjárfestingar og Jón Gauti Jónsson verkefnastjóri nýsköpunar og umbóta.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 17

Sagan Saga Íslenskrar fjárfestingar 1999-2013

1999 Íslensk fjárfesting er stofnuð utan um fjárfestingar Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar.

2003  Fjárfest í tölvuteiknimyndafyrir tækinu CAOZ og Arnar verður stjórnarformaður þess félags.

2005  Fyrsta salan á fasteign í eigu félagsins. Hafist handa við fjárfestingar og þróun á Grandagarðsreit í Reykjavík.

2007  Eignarhaldsfélagið KILROY er stofnað og kaupir 73,1% í SSTS A/S sem kaupir 100% hlut í ferðaþjónustufélaginu KILROY International.

2002  Íslenskar fasteignir stofnaðar.

2006  Fjárfest í Gistiheimilinu Domus í Reykjavík. ÍF selur margar af fasteignum félagsins til mismunandi aðila.

1999 2006 2002 2007 2003 2004 2005 18 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

2009

Íslenska heilbrigðisþjónustan kaupir 90% hlut í Öldungi hf. sem á og rekur hjúkrunarheimilið Sóltún. KILROY International eignast 57% hlut í Horizons A/S með sameiningu á KILROY Denmark og Jysk Rejsebureau.

2010

Félagið Íslenska öldrunar­

Félagið Kársnes fasteignir ehf. er stofnað í kringum eignir sem félagið tók yfir á Kársnesi en þar er framtíðarbyggingarland.

Farið í algera endurgerð á húsnæði félagsins að Hverfisgötu 45 og Veghúsastíg 7 og mars 2011 er Reykjavík Residence hótel

opnað í endurgerðu húsnæði að Hverfisgötu 45.

KILROY International kaupir starfsemi Wasteels Rejser í Danmörku. KILROY International kaupir 40% hlut í Our world A/S Íslenska öldrunarþjónustan ehf. stofnar félagið Sólstöður ehf. sem hefur rekstur vinnumiðlunar fyrir starfsfólk á heilbrigðissviði.

2011

KILROY Group travel eignast 27,6% hlut í Skitravel Group með sameiningu Team Benns Ski og Hojmark Rejser. Söluskrifstofa er sett upp á Íslandi. Endurskipulagður rekstur hótelfélagsins sem nú heitir RR hótel ehf. og rekur þrjú vörumerki: Reykjavík Residence, Domus Guesthouse og Hótel Garður.

2012  RR hótel stækkar og byggir við Hverfisgötu 21.

2013  KILROY International A/S fjárfestir í Frank, finnsku stúdentafyrirtæki. KILROY Foundation er sett á laggirnar og lýkur fyrsta verkefni sínu við byggingu skóla í Afríku. KILROY International A/S kaupir út minnihluta hluthafa í Horizon A/S. RR hótel stækkar og bætir við sig íbúðum.

2010 2011 2012 2013 2009 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 19

2014-2021

Sagan Saga Íslenskrar fjárfestingar

2014  Íslensk fjárfesting ehf. fjárfestir í 51,5% hlut í fjárfestingarfélaginu Einvala fjárfesting ehf. Eignarhaldsfélagið Vinabyggð ehf. stofnað og ÍFJ kaupir 80% hlut. EV ehf. kaupir á sama tíma upp 76,3% hlut í félaginu Vinabyggð ehf. sem á lóðir á Kársnesi Kópavogi.

2016  KILROY Group Travel seldi á árinu 27,5% eignarhlut í Skigroup A/S. Nýtt dótturfyrir tæki var stofnað í Póllandi.

Íslensk fjárfesting jók eignarhlut sinn í Vinabyggð með kaupum á 23,7% hlut í félaginu. Einnig fjárfesti Íslensk fjárfesting í gegnum dótturfélag sitt,

Hafnarbyggð ehf., í öðrum þróunarreit á Kársnesi. Seldur var 50% hlutur í þróunarfélaginu Kársnesbyggð ehf. á Kársnesi, en hann var seldur til Kviku banka. Íslenskar fasteignir fjárfestu, sem minnihlutaeigandi, í Ásbrú ehf., sem er félag utan um eignarhald á nokkur hundruð íbúðum og atvinnueignum á Reykjanesi.

2015

RR hótel kaupir fasteignirnar

Lindargötu 11 og Hverfisgötu

78 sem verið er að endurgera og nýttar sem hluti af hótelinu.

Íslensk fjárfesting ehf.

stofnar félagið Rekstrarfélag

Íslenskrar fjárfestingar ehf. í

þeim tilgangi að halda utan um rekstur móðurfélagsins.

Íslenska heilbrigðisþjónustan

ehf. kaupir félagið Sóltún 1 ehf. Félagið mun byggja 44 íbúðir fyrir 60 ára og eldri á lóð sinni.

Íslensk fjárfesting ehf. fjárfestir í 3,3% hlut í fjárfestingarfélaginu Eldey TLH hf. Félagið var stofnað með 3 milljarða sjóð sem ætlaður er til fjárfestingar í hlutafé í ferðaþjónustufélögum í jákvæðum rekstri.

2017

Fjárfest var í félaginu Mink Campers auk þess sem fjárfest var í fjárfestingarsjóðnum Vonzeo í Kanada í samstarfi við nokkra aðra fjárfesta. Íslenskar fasteignir tóku að sér verkumsjón með Cambridge Plaza Hotel við Austurbakka. RR hóteli var skipt upp í rekstrarfélag og fasteignafélag. RR fasteignir luku við tvær nýjar byggingar að Veghúsastíg 9a og Lindargötu 11 sem RR hóteli var afhent um sumar 2017.

2014 2015 2016 2017 20 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

2018  KILROY eignaðist sænsku ferðaskrifstofuna Winberg Travel.

RR fasteignir ehf. kláraði að byggja 16 hótelíbúðir að Hverfisgötu 78 sem

voru afhentar til leigu til RR hótels ehf í maí 2019.

2019  Sóltún öldrunarþjónusta tók við rekstri Sólvangs í Hafnarfirði eftir að hafa orðið hlutskarpast

í útboði.

Íslenskar fasteignir

luku við framkvæmdir

á Grensásvegi 16a sem

er í eigu félagsins og hófst hótelrekstur byggingunni.

2020 Öldungur hf seldi fasteignina Sóltún 2 til Regins fasteignafélags.

Mörg félaganna glímdu við áhrif COVID-19.

2021

Stofnað var nýtt fjárfestingarsvið „Útivist og hreyfing“ með kaupum á íþrótta­ og útivistar versluninni Útilífi.

Unnið var að stofnun North face verslunar og nýrrar verslunar í Skeifunni.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 21
2018 2019 2020 2021

RR HÓTEL EHF.

SÚTARINN EHF.

KISTILL EHF.

HÓTEL G16 EHF.

IN-PORT9 EHF.

Yfirlit

Skipurit Yfirlit yfir starfsemi Íslenskrar fjárfestingar ehf. Skipuritið tekur mið af stöðunni þann 1. maí 2023

ÍSLENSK FJÁRFESTING EHF. ICELAND INVEST

FERÐAÞJÓNUSTA

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ KILROY EHF.

SSTS A/S

KILROY International A/S

KILROY Belgium B.V.B.A. (Belgía)

KILROY group travel A/S (Danmörk)

Horizons A/S (Danmörk)

JR TRAVEL A/S (Danmörk)

OUR WORLD A/S (Danmörk)

KILROY Finland OY AB (Finnland)

KILROY Iceland ehf. (Ísland)

KILROY Norway AS (Noregur)

KILROY Poland Sp. z. o. o. (Pólland)

KILROY Sweden AB (Svíþjóð)

KILROY Netherlands B.V. (Holland)

KILROY Travels UK Ltd (Bretland)

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA

REKSTRARFÉLAG ÍSLENSKRAR FJÁRFESTINGAR EHF.

SÓLTÚN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA EHF

ÖLDUNGUR HF.

SÓLTÚN fasteign EHF.

SÓLTÚN 4 EHF.

SÓLTÚN 1 EHF.

SÓLTÚN ÖLDRUNARÞJÓNUSTA EHF.

SÓLSTÖÐUR EHF.

FASTEIGNIR

FASTEIGNAFÉLAG ÍFJ EHF.

RR FASTEIGNIR EHF. SK11 EHF.

GRENSÁSVEGUR 16A EHF.

RR FASTEIGNIR II EHF.

KÁRSNESBYGGÐ II EHF. VINABYGGÐ EHF.

50% 84,8% 100% 100% 22 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022
HAFNARBYGGÐ EHF. ÚLFALDI EHF. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ VINABYGGÐ EHF. ORKUREITUR EHF KÁRSNESBYGGÐ EHF. ÍSLENSKAR FASTEIGNIR EHF.* 100% 81% 90% 100% 100% 100% 100% 51% 100% 90% 90% 90% 90% 50% 15,2% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 60% 100% 10% 40% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% 100% WINBERG TRAVEL AB 100% * Félagið heldur á fleiri eignarhlutum í tengslum við einstök verkefni.
ÍSFAST EHF.

ÚTIVIST OG HREYFING AÐRAR FJÁRFESTINGAR

TNF ÍSLAND EHF.

Íslensk fjárfesting er minnihluta fjárfestir í ýmsum öðrum verkefnum, þar má t.d. nefna:

Florealis ehf. (6,9%)

Eldey TLH hf. (3,31%)

Mink Campers ehf. (6,67%)

Tego Cyber (1%)

Vonzeo fjárfestingar ehf. (35,71%)

Vonzeo fjárfestingar II ehf. (33,3%)

Leitar Capital Partners ehf (30%)

Leitar I slhf (11%)

BRETLAND Bristol BELGÍA Gent

HOLLAND Utrect

FINNLAND Helsingi Turku

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 23
ÚTILÍF EHF. 60% 100% ÍSLAND
Reykjavík
NOREGUR Bergen Osló Þrándheimur
DANMÖRK Álaborg Árósar Kaupmannahöfn Herning Holstebro Kolding Óðinsvé
SVÍÞJÓÐ Malmö Stokkhólmur

Flokkun eftir rekstrarsviðum

STARFSEMI ÍSLENSKRAR FJÁRFESTINGAR EHF. er skipt upp í

fjögur svið: Ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu,  fasteignir og útivist og hreyfingu. Starfsemi þessara fjögurra sviða er mjög ólík í eðli sínu og einnig eru þau misstór. Ferðaþjónustan er langstærst í veltu en hin sviðin hafa þó mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu og aðrar stærðir í efnahag samstæðunnar. Fasteignasvið félagsins hefur stækkað undanfarin ár með breytingum sem gerðar voru á árinu 2015 þegar Íslenskar fasteignir hófu aftur starfsemi í fasteignaþróun. Útivist og hreyfing var sett á laggirnar á árinu 2021 með kaupum á Útilífi.

Eðli fasteignasviðsins er líka ólíkt hinum sviðunum að mörgu leyti, þar sem rekstur þess er lítill en breytingarnar gerast á efnahag þegar verkefnum er lokið.

Af heildarstöðugildum (FTE) ársins voru um 384 innan ferðaþjónustunnar, 222 innan heilbrigðisþjónustunnar, 15 innan fasteignasviðs og 13 á stoðsviði.

24 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

Skipting milli sviða

Ferðaþjónusta Heilbrigðisþjónusta Fasteignir og þróun Útivist og hreyfing Annað Rekstrartekjur 4,082 243 558 3,508 574 2,197 7 1,121 120 2,077 1,147 32 -68 1,253 -106 2 14 0 130 -128 Fjöldi starfsmanna Rekstrargjöld Hagnaður ársins EBITDA Fjárhæðir eru í þúsundum króna 25
25,995 469 98 25,048 947

Ferðaþjónusta

Stærsta fjárfesting félagsins á ferðaþjónustusviði er félagið

KILROY International A/S. KILROY er evrópskt ferðaþjónustufyrir­

tæki sem er leiðandi á þeim sviðum sem það starfar á. Félagið starfar nú í átta löndum, með skrifstofur á 20 stöðum í Evrópu og starfar undir fjórum vörumerkjum.

Íslensk fjárfesting ehf. hefur byggt upp félagið RR hótel ehf. frá

árinu 2010 en það sérhæfir sig í íbúðahótelum í háum gæða­

flokki. RR hótel er byggt á grunni gamalla sögufrægra húsa

í Reykjavík sem hafa verið endurnýjuð og fengið nýtt hlutverk sem hágæðaíbúðir. Í öllum tilfellum hefur verið lögð áhersla á að vernda og miðla sögu húsanna. Á undanförnum árum hefur bæst við í rekstur félagsins rekstur á Oddsson hóteli og Tower Suites.

KILROY FOUNDATION er sjálfseignarstofnun sem sett var á

laggirnar árið 2013 með stofnframlagi frá KILROY International. Tilgangur stofnunarinnar er að stuðla að auknum skilningi á alþjóðasamfélaginu með því að styðja við bakið á menntunartengdri starfsemi víða um heim.

Stofnunin styður við hjálparstarf í þróunarlöndum með áherslu á verkefni sem tengjast menntun. Hún veitir einnig styrki til ungs fólks sem hefur hug á að nema erlendis, taka þátt í sjálfboðastarfi eða leggja stund á starfsnám sem miðar að því að efla heimafólk í framþróun á nærsamfélagi sínu.

Fyrsta verkefni KILROY Foundation var uppsetning á leikskóla í nágrenni Höfðaborgar í Suður­Afríku í janúar 2014. KILROY Foundation er nánast eingöngu fjármögnuð af KILROY International og hefur COVID-19 því haft þau áhrif á stofnunina að hún verður að mestu í dvala þar til KILROY International eða aðrir leggja henni til aukið fjármagn. Stjórn stofnunarinnar vonar að svo verði á næstu árum þegar rekstur KILROY samstæðunnar kemst í eðlilegt horf eftir COVID-19.

Frekari upplýsingar um þetta er að finna á www.KILROYfoundation.net.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 27
Ferðaþjónusta er stærsta fjárfestingarsvið Íslenskrar fjárfestingar en félagið hefur fjárfest í ferðaþjónustu frá árinu 2007

KILROY International er móðurfyrirtæki nokkurra evrópskra ferðaþjónustufélaga sem eru hvert og eitt leiðandi í þeirri tegund ferðaþjónustu sem félögin hafa skilgreint sem sinn markað. KILROY rekur vörumerki á átta mörkuðum í Evrópu og hjá KILROY starfa meira en 400 manns.

KILROY hafði vaxið umtalsvert á árunum fram að COVID-19 og tekið yfir fjölmörg minni ferðaþjónustufyrirtæki. Búist er við að vöxtur taki við sér að nýju á næstu árum bæði á núverandi mörkuðum fyrirtækisins og nýjum mörkuðum.

28 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022
Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 29
30 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

Helstu vörumerkin eru KILROY, Benns, Jysk Rejsebureau, Winberg Travel og ISIC. Félagið leggur mesta áherslu á einstaklingsmiðaðar ferðir og vega þar þyngst svokallaðar „backpackers“ ferðir en félagið hefur lengi verið í forystu á því sviði á Norðurlöndunum. Stærsti viðskiptavinahópur fyrirtækisins er ungt fólk og stúdentar en KILROY hefur meira en 60 ára reynslu í að þjóna þeim markhópi.

Starfsemi KILROY skiptist í raun í nokkra markaði. Auk einstaklings ferðanna sem að ofan er getið hefur KILROY sérhæft sig í ráðgjöf um menntun erlendis og hópferðum skólahópa. Benns er stærsti söluaðili námsferða í Danmörku ásamt því að selja dýrari ferðir á borð við siglingar, safarí, heilsuferðir og fleira. Jysk Rejsebureau hefur líkt og KILROY sérhæft sig í einstaklingsmiðuðum ferðum en skírskotar til breiðara aldursbils.

KILROY leggur mikið upp úr því að byggja upp vörumerki sín og efla það traust sem viðskiptavinirnir hafa á þeim. Mikil áhersla er lögð á menntun starfsfólks og að það búi sjálft að umtalsverðri ferðareynslu sem það getur miðlað til viðskiptavina. Undanfarin ár hefur verið fjárfest markvisst í upplýsingatækni og þjónustu á netinu og mun áfram verða leitað leiða til að þjóna viðskiptavininum sem best í gegnum netið.

KILROY leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins gagnist ekki eingöngu viðskiptavinum heldur líka umhverfinu og öðrum hagsmunaaðilum með langtíma sjálfbærni að leiðarljósi.

KILROY samstæðan gefur út eigin ársskýrslu sem hægt er að nálgast inn á www.kilroy.net

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 31

KILROY INTERNATIONAL

KILROY – INDIVIDUAL TRAVEL

KILROY hefur getið sér gott orð sem leiðandi sérfræðingar í

ferðamálum ungmenna og námsmanna. KILROY sérhæfir sig í

sérsniðnum ferðapökkum fyrir einstaklinga. Söluráðgjafar eru

þjálfaðir í að setja saman flóknar flugleiðir og ferðir umhverfis

jörðina. Auk þess er mikilvægt að þessir ráðgjafar eru sjálfir

þrautreynt áhugafólk um ferðalög. KILROY býður viðskiptavinum

sínum það besta úr báðum heimum: Persónulega þjónusturáð­

gjafa og sjálfsafgreiðslu á netinu.

KILROY

– GROUP TRAVEL

KILROY hefur yfirburðastöðu á markaði á Norðurlöndunum og

sérhæfir sig í hópferðum með fræðslutilgangi. Sérstök ferðavara hefur verið þróuð í samstarfi við viðskiptavini sem í flestum til­

fellum eru kennarar. Hún felst í því að útvega þeim kennsluefni sem hægt er að nota fyrir og eftir námsferðina þannig að þeir geti sparað sér tíma við undirbúninginn og eflt menntunar tengt innihald ferðarinnar.

KILROY – EDUCATION

KILROY vörumerkið er sterkt á námsmannamarkaðnum, en einnig varðandi nám erlendis. KILROY býður upp á ráðgjafarþjónustu fyrir námsmenn sem leita að námi erlendis eða tækifærum til starfsnáms. Núverandi vöruframboð gefur kost á fjölbreyttum áfangastöðum, námssviðum og reynslu með samstarfi við fjölda háskóla í hæsta gæðaflokki og aðrar fjölbreyttar menntastofnanir um allan heim.

32 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022
Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 33
34 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

JYSK REJSEBUREAU

Jysk Rejsebureau hefur hannað ferðir fyrir hinn ævintýraþyrsta

ferðalang í áratugi. Söluráðgjafar Jysk Rejsebureau eru sjálfir með mikla reynslu sem ferðalangar og þeir einbeita sér að því að veita viðskiptavinum tækifæri til að upplifa svæði sem iðulega finnast þar sem malbikið endar og vegirnir breytast í slóða.

Leitast er við að setja saman ferðir með miklu af „að upplifa heiminn“ innihaldi – ferðir sem eru einstök reynsla en um leið á viðráðanlegu verði. Í byrjun árs 2018 keypti Jysk Rejsebureau

sænsku ferðaskrifstofuna Winberg Travel sem lið í því að færa út kvíarnar til annarra norrænna markaða og starfar Winberg enn undir því vörumerki.

BENNS

Ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í margskonar áfangastöðum og ferðum, svo sem safaríferðum, skemmtisiglingum, kynnisferðum með leiðsögn og víðtæku neti áfangastaða og ferða í Bandaríkjunum/Kanada og Ástralíu/Nýja Sjálandi. Aðalmarkhópur Benns er fólk sem orðið er eldra en 50 ára. Vörumerkið BENNS

var kynnt í upphafi árs 2015 og kemur í stað heitisins Team Benns. Síðar á árinu 2015 yfirtók BENNS vörumerkið tur.no í Noregi.

ISIC KILROY

ISIC KILROY er með rétt til að gefa út ISIC­kortið (International Student Identity Card, alþjóðlega námsmannakortið) á sex markaðssvæðum. ISIC eru einu persónuskilríkin sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar og eru tekin gild sem staðfesting á stöðu handhafans sem námsmanns í fullu námi og er bæði gefið út sem kort eða með ISIC appinu. Appið og rafræn skilríki er hægt að nálgast í meira en 100 löndum. Korthafar eru um 4 milljónir og það veitir aðgang að meira en 150.000 afsláttartilboðum um allan heim.

OURWORLD

Fyrirtækið sérhæfir sig í hópferðum með leiðsögn um allan heim og beinir athyglinni að því að þjóna fyrirtækjum og félagasamtökum.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 35
36 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

RR hótel rekur 4 vörumerki: Reykjavík Residence hótel, Port9

vínbar, Tower Suites Reykjavík og ODDSSON hótel

REYKJAVÍK RESIDENCE HÓTEL

Flaggskip fyrirtækisins er Reykjavík Residence hótel í miðborg Reykjavíkur. Hótelið samanstandur af 63 hótelíbúðum, allt frá tveggja manna stúdíóum upp í þriggja svefnherbergja íbúðir. Fullbúin eldhús eða eldunaraðstaða er í öllum íbúðum. Hótelið er til húsa í 8 fallegum byggingum afar miðsvæðis, nálægt Lauga­

vegi en samt fjarri öllum skarkala miðbæjarins. Byggingar hótel­

sins eru á Hverfisgötu 21, Hverfisgötu 45, tvær byggingar á

Hverfisgötu 78, Veghúsastíg 7, Veghúsastíg 9, Veghúsastíg 9a og Lindargötu 11.

Flest húsanna eru sögufrægar byggingar reistar snemma á

síðustu öld en 2 þeirra hafa verið byggð fyrir hótelið á allra síðustu árum. Allar eru byggingarnar í góðri sátt við umhverfi sitt og uppruna og sögu þeirra er miðlað í máli og myndum í hverju húsi fyrir sig. Hótelið er fyrir kröfuharðari viðskiptavini og hefur unnið til fjölmargra verðlauna. Reykjavík Residence hefur verið starfrækt síðan í mars 2011 og framkvæmdastjóri félagsins er Inga Harðardóttir.

Snemma árs 2020 opnaði RR hótel nýja og glæsilega gestamóttöku að Hverfisgötu 60 og er þar sameiginleg móttaka fyrir öll vörumerki félagsins. Aðstaðan þar gerir félaginu kleift að þjóna viðskiptavinum sínum enn betur en áður. Hótelið nýtir sér tæknina í sífellt auknum mæli og býðst gestum t.d. að hlaða niður smáforriti í símann og nýta hann sem lykil að herbergjum.

PORT 9

RR hótel rekur einnig vínbarinn Port 9 við Veghúsastíg 7-9. Port 9 var opnaður í nóvember 2016 og hefur verið vel tekið af viðskiptavinum, bæði innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Nafnið Port 9 er dregið af portinu sem er á milli húsanna Veghúsastígs 7, 9 og 9A.

TOWER SUITES REYKJAVÍK

Á vormánuðum ársins 2018 tók RR hótel yfir rekstur Kistils ehf. en félagið rekur gististarfsemi og tengda þjónustu á efstu hæð turnsins við Höfðatorg í Reykjavík. Undir vörumerkinu Tower Suites Reykjavík er rekin ein glæsilegasta gistiaðstaða borgarinnar og eru þar alls 8 svítur. Útsýnið af 20. hæðinni þykir einstakt og er mikill rómur gerður af dvöl í turninum. Reksturinn hefur gengið vel og er töluverð samlegð með öðrum hótelverkefnum.

ODDSSON HÓTEL

RR Hótel tók við rekstri Oddsson hótels á vormánuðum 2020. Hótelið, sem er staðsett á Grensásvegi 16a, er stílhreint og nútímalegt 77 herbergja hótel, hóflega verðlagt og hentugt fyrir smærri hópa og fjölskyldur. Afar vel staðsett rétt fyrir utan miðkjarna borgarinnar. Gestamóttakan er miðlæg og er staðsett á Hverfisgötu 60. Gestir fá send herbergisnúmer og kóða í tölvupósti stuttu fyrir komu og hefur það fyrirkomulag gengið vel. Veitingastaður og bar eru á hótelinu.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 37

Saga húsanna

RR hótel ehf.

LINDARGATA 11

Ástráður Hannesson byggði fyrstu gerð hússins. Árið 1906 seldi Ástráður Sigurði Jónssyni bóksala og mági hans, Vilhjálmi Árnasyni trésmið húsið, enda hafði hann þá byggt hús handan götunnar, Smiðjustíg 13 (Ástráðshús). Þeir félagar réðust strax í stækkun hússins og næstu áratugi bjó þar sama fjölskyldan.

VEGHÚSASTÍGUR 9 / BERGSHÚS

Timburhús klætt með bárujárni, byggt árið 1910 og seinna var byggt við það í áföngum. Húsið byggði Bergur Einarsson, fyrsti Íslendingurinn sem lærði og starfaði við sútaraiðn. Þar bjó hann ásamt konu sinni, Önnu Árnadóttur Einarsson, og tveimur dætrum, og hafði sútunarverkstæði og verslun.

VEGHÚSASTÍGUR 9A

Á árunum 1911–1914 byggði Bergur Einarsson sútari þrjá skúra á Veghúsastíg 9a, á bak við hús sitt,  Bergshús. Þetta voru þurrkhús með porti og tveir steinsteyptir skúrar.

HVERFISGATA 21

Steinhús byggt árið 1912 fyrir Jón Magnússon, þá bæjarfógeta í Reykjavík og seinna fyrsta forsætisráðherra Íslands, og eiginkonu hans, Þóru Jónsdóttur. Seinna voru þar m.a. höfuðstöðvar félaga bókagerðarmanna, skrifstofur bæjarfógeta og skrifstofa Áfengisverslunar ríkisins. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hóf þar starfsemi sína og sömuleiðis var þar til húsa Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Konungur og drottning Danmerkur og Íslands gistu í húsinu í opinberri heimsókn sinni 1926 og bera konunglegu svítur hótelsins nöfn þeirra Christians X konungs og Alexandrine drottningar.

38 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022
1906 1912 1910 1911

HVERFISGATA 45

Steinhús byggt árið 1914. Hér var áður tómthúsbýlið Hlíð eða Arnljótskot. Fyrstu eigendur hússins voru hjónin Matthías Einarsson læknir og Ellen Ludvíka Matthíasdóttir Johannessen, foreldrar Louisu Matthíasdóttur listmálara. Seinna var í húsinu skrifstofa aðalræðismanns, síðar Sendiráð Noregs, og þá var Söngskólinn í Reykjavík húsinu í nærri aldarfjórðung.

VEGHÚSASTÍGUR 7

Steinsteypt og að hluta til steinhlaðið hús byggt árið 1920, hannað af Erlendi Einarssyni arkitekt. Þar og í viðbyggingum sem seinna voru rifnar voru til húsa, sápugerðin Máni, smjörlíkisgerðin Smári, bókaútgáfan Helgafell, prentsmiðjan Víkingsprent, bókaverslunin Unuhús og sýningarsalir fyrir myndlist. Þá var Félag áhugamanna um stjörnulíffræði til húsa í risinu um tæplega tveggja áratuga skeið.

HVERFISGATA 78

Bókfellshúsið á Hverfisgötu 78 var byggt á árunum 1945–1947 en bókbandsstofan Bókfell hafði verið stofnuð nokkru áður af nokkrum stórhuga mönnum árið 1943 þegar heimsstyrjöldin síðari var í algleymingi. Margar prentsmiðjur hafa verið húsinu, sú síðasta prentsmiðjan Formprent, sem var til húsa á fyrstu hæðinni frá 1970 til 2016. Um hríð var einnig lakkrísgerð, fatahreinsun, skrifstofur SÍBS o.fl. í húsinu.

GRENSÁSVEGUR 16A

Byggingin að Grensásvegi 16a var byggð á árinu 1975 og var upphaflega hönnuð m.a. fyrir höfuðstöðvar ASÍ. Árið 1980 fékk Listasafn ASÍ fastan samastað á efstu hæð Grensásvegar 16a og var fyrsta myndlistarsýningin opnuð þar 1. maí sama ár. Menningar og fræðslusamband ASÍ var einnig þar til húsa og voru fjölmörg námskeið haldin þar á þeirra vegum. Um miðjan annan áratug þessarar aldar hófst vinna við umbreytingu á byggingarreitnum sem markast af Grensásvegi 16a og Síðumúla 37-39. Tveimur hæðum var bætt við á Grensásveg 16a og lítilli 2ja hæða viðbyggingu ofan við hótelið, við Fellsmúla. Úr varð 77 herbergja hótel sem í dag er nefnt a.

1975 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 39
1914 1920 1945
1947

Heilbrigðisþjónusta

ÖLDRUNARÞJÓNUSTA

Íslensk fjárfesting hefur einsett sér að verða virkur þátttakandi á markaði fyrir einkarekna heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Fjárfestingar félagsins á því sviði eru nær allar í öldrunarþjónustu.

Þær helstu eru Öldungur hf., Sóltún öldrunarþjónusta ehf. og Sólstöður ehf.

SÓLTÚN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA EHF.

Svið sem Íslensk fjárfesting hefur mikinn áhuga á er öldrunarog hjúkrunarþjónusta. Með kaupum á félaginu Öldungur hf

sem rekur hjúkrunarheimilið Sóltún hóf Íslensk fjárfesting virka

þátttöku í íslenskri öldrunarþjónustu. Að mati félagsins má enn

bæta miklu við í þjónustu við aldraða og því mun félagið einbeita

sér að því í framtíðinni. Eftirspurn eftir þjónustu í þessum geira mun aukast gríðarlega á næstu árum og áratugum í takt við hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Öldungur hf., Sóltún 4 ehf,

Sóltún öldrunarþjónusta ehf. og Sóltún 1 ehf. eru dótturfélög

Sóltúns heilbrigðisþjónustu ehf.

Í lok ársins 2022 voru gerðar skipulagsbreytingar á yfirstjórn Sóltúns heilbrigðisþjónustu og dótturfélaga þar sem Anna Birna Jensdóttir, forstjóri Öldungs hf færðist yfir í stöðu stjórnarformanns og Halla Thoroddsen, áður framkvæmdastjóri Sóltúns öldrunarþjónustu ehf, settist í stól forstjóra félaganna. Með þessu skrefi voru félögin sett undir sömu stjórn en markmiðið með skipulagsbreytingunum er að styðja við frekari vöxt heilbrigðisþjónustu á Íslandi innan samstæðunnar.

Undanfarin ár hefur mikil áhersla verið á varnarbaráttu gegn kórónuveirunni innan félaganna en með vorinu 2022, þegar ógn af faraldrinum minnkaði, þá gafst færi til að leggja áherslu á uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar.

SÓLTÚN ÖLDRUNARÞJÓNUSTA OG SÓLSTÖÐUR

Stefna Íslenskrar fjárfestingar er að einbeita sér að þeim hlutum öldrunarþjónustunnar þar sem mest vaxtar tækifæri eru framundan og þeirri tegund þjónustu sem ekki hefur haft mikinn forgang hjá hinu opinbera. Aukin eftirspurn og vöxtur getur hvort tveggja stafað af breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og breyttum kröfum um þjónustu og þjónustugæði. Áhersla verður því á að auka framboð af öldrunarþjónustu á Íslandi með það að leiðarljósi að veita öldruðum þá þjónustu sem þeir óska helst eftir, á þeim stað sem hentar þeim best, þegar þeir þurfa á þjónustunni að halda. Á árinu 2010 stofnaði Íslensk fjárfesting ehf. ásamt Hjúkrunarmati og ráðgjöf ehf. félagið Íslensku öldrunarþjónustuna ehf., sem nú heitir Sóltún öldrunarþjónusta ehf. Félagið hefur það meginhlutverk að sinna vaxtar verkefnum á heilbrigðissviði og hefur unnið að uppbyggingu á heimaþjónustu fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu. Félagið tók vaxtarkipp eftir að hafa orðið hlut­

skarpast við útboð á rekstri Sólvangs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði og urðu aðilaskipti vorið 2019. Árið 2022 einkenndist af umfangsmiklum vörnum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem náði hámarki á fyrsta ársfjórðungi vegna mjög smitandi afbrigðis og meirihluti starfsfólks og íbúa smituðust af veirunni. Þrátt fyrir miklar annir í sóttvörnum á hjúkrunarheimilunum, þá jókst rekstur á Sólvangi umtalsvert á árinu. 11 ný hjúkrunarrými voru opnuð í febrúar og ný endurhæfingardeild, Sóltún Heilsusetur, var opnuð í september. Sóltún Heilsusetur er nýjung í léttri endurhæfingu aldraðra sem er í boði fyrir skjólstæðinga heimahjúkrunar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að draga úr eftirspurn eftir dýrari þjónustuúrræðum í heilbrigðisþjónustu og er rekið með nýjum samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

Á árinu 2010 var sett á stofn dótturfélagið Sólstöður ehf. sem sérhæfir sig í atvinnumiðlun heilbrigðisstarfsfólks. Félagið sinnti atvinnumiðlun íslensks fagfólks til Noregs en á árinu hófst skoðun á innflutningi erlends fagfólks til Íslands til að mæta eftirspurn eftir heilbrigðisstarfsfólki.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 41
42 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

Hjúkrunarþjónusta

Sóltún heilbrigðisþjónusta ehf.

Öldungur hf. hefur rekið Sóltún hjúkrunarheimili samkvæmt þjónustusamningi við ríkið frá 7. janúar 2002. Markmið Sóltúns er að veita íbúum bestu hjúkrun og aðra þjónustu sem völ er á hverju sinni og vera aðlaðandi starfsvettvangur. Á Sóltúni eru samtals 92 einstaklingsíbúðir á þremur hæðum. Til að mæta einstaklingsbundnum þörfum aldraðra einstaklinga sem þarfnast langtímahjúkrunar og læknisþjónustu var leitast við að afmarka hjúkrunarheimilið í 12 sambýli, þannig að einstaklingar með sambærilegar þarfir samnýti ákveðinn sambýliskjarna. Langflestir íbúar útskrifast frá Landspítala til Sóltúns.

Árið 2022 var erfitt rekstrarár fyrir Öldung hf. Í fyrsta lagi voru að koma til framkvæmda miklar launahækkanir starfsstétta sem ekki hefur verið að öllu leyti bætt í tekjugrunni félagsins, en mun skila sér á endanum. Með skipulagsbreytingum á yfirstjórn félagsins í lok ársins 2022 var tekið skref til að samræma þjónustu og ferla milli félaga með það að markmiði að tryggja framúrskarandi þjónustu við íbúa.

Sjá nánar á www.soltun.is

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 43
44 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

ÞJÓNUSTA VIÐ ALDRAÐA

Markmið Sóltúnsfélaganna er að byggja upp frekari þjónustu á heilbrigðissviði og ýmis konar öldrunarþjónustu í þágu aldraðra og fjölskyldna þeirra á Íslandi.

SÓLTÚN ÖLDRUNARÞJÓNUSTA

Sóltún öldrunarþjónusta ehf., rekur Sólvang hjúkrunarheimili í Hafnarfirði, endurhæfingu og heimaþjónustu fyrir eldri borgara í sjálfstæðri búsetu, Sóltún Heima. Á árinu 2022 voru opnuð 11 ný hjúkrunarrými í endurgerðu eldra húsnæði á Sólvangi og nýtt endurhæfingarúrræði opnað, Sóltún Heilsusetur, sem er rekið með samningi við Sjúkratryggingar Íslands hf. Þarna geta aldraðir skjólstæðingar heimahjúkrunar höfuðborgarsvæðisins dvalið í

4-6 vikur, fengið virka endurhæfingu sem skilar sér í auknu sjálfstæði og hreysti. Markmiðið með úrræðinu er að lengja sjálfstæða búsetu aldraðra einstaklinga og draga úr þörf á dýrari heilbrigðisþjónustu svo sem dvöl á Landspítalanum í kjölfar slysa

eða veikinda. Þjónustukannanir sýna mjög mikla ánægju með dvölina og mælingar gefa til kynna að dvalargestirnir hafi mikinn hag af endurhæfingunni.

Á Sólvangi eru einnig reknar tvær dagdvalir, almenn dagdvöl og sérhæfð dagþjálfun fyrir heilabilaða.

Félagið leggur mikla áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu við aldraðra og stuðla þannig að bættri heilsu og vellíðan í daglegu lífi þeirra með áherslu á nýjungar í þjónustuúrvali og velferðar tækni. Sólvangur hjúkrunarheimili og dag­ og heimaþjónusta (dagdvalir, endurhæfing og og heimaþjónustan Sóltún Heima) eru reknar sem tvær rekstrareiningar innan félagsins. Sjá nánar á www.soltunheima.is og www.solvangur.is. Forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu og dótturfélaga er Halla Thoroddsen.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 45

Fasteignir

Fasteignafélag Íslenskrar

fjárfestingar

Fasteignafélag Íslenskrar fjárfestingar (hér eftir „FÍF“) var stofnað í upphafi árs 2019. Við stofnun tók félagið yfir eignarhald á ýmsum fasteignafélögum og þróunar verkefnum sem áður voru í eigu Íslenskrar fjárfestingar. Framkvæmdastjóri félagsins er Björn Þór Karlsson.

FÍF er alhliða fjárfestir á fasteignamarkaði og tekur þátt í verkefnum á öllum stigum framkvæmda. Þannig má skipta umsvifum félagsins í annars vegar fjárfestingar og fasteignaumsýsla til lengri tíma og hins vegar fasteignaþróun og byggingu íbúða­ og atvinnuhúsnæðis til sölu.

Þegar litið er á undirliggjandi fjárfestingar félagsins þá vegur einna þyngst uppbygging fasteignasafns í hótelum sem er í útleigu til Reykjavík Residence og dótturfélaga. Þar hafa sögufræg og glæsileg hús við Hverfisgötu, Lindargötu og Veghúsastíg verið endurbætt þar sem saga og fyrra útlit hvers húss hefur verið varðveitt og virt. Í dag geyma þessi átta hús 63 hótelíbúðir og vínbarinn Port 9. Hótelið Oddsson er síðan í húsnæði félagsins við Grensásveg 16 og er þar um að ræða 77 hótelherbergi.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 47
48 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

Helstu verkefni fasteignasviðs

Þau verkefni sem fasteignasvið Íslenskrar fjárfestingar einblínir sérstaklega á þessi misserin eru nánar tiltekið eftirfarandi:

Félagið heldur utan um þær fasteignir sem eru í útleigu og rekstri hjá RR hóteli ehf., auk nýfjárfestinga. Hótelrekstur tók við sér aftur eftir að hafa dregist mikið saman á COVID árunum. Ferðaþjónusta og hótelbókanir tóku vel við sér á árinu 2022. RR hótel er einnig vel í stakk búið að bæta við sig og mun félagið styðja við rekstur félagsins eftir þörfum með áframhaldandi fjölgun íbúða í eignasafni sínu á komandi árum.

Á árinu var ráðist í talsverðar framkvæmdir á húsnæði félagsins við Skeifuna 11 en þar hefur nú opnað glæsileg verslun Útilífs. Sömuleiðis var innréttað húsnæði á Kársnesi fyrir fyrir GoMove.

Félagið var eigandi húsa og lóða við Bakkabraut 2, Bryggjuvör 1–3 og Þinghólsbraut 77 á Kársnesi í Kópavogi. Á árinu 20202022 var unnið deiliskipulag sem byggir á vinningstillögu Atelier arkitekta frá árinu 2018, þar sem gert er ráð fyrir 150 íbúðum og 500m2 atvinnurými næst ströndinni og smábátahöfninni á Kársnesi. Deiliskipulag svæðisins var auglýst á árinu 2022 og jafnframt seldi félagið verkefnið á árinu, sem jafnframt skýrir að mestu leyti hagnað félagsins á árinu.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 49
50 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

Íslenskar fasteignir ehf. er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í verkefnastjórnun og umsjón við þróun fasteigna. ÍF tekur að sér samkvæmt samningi við fasteignaeiganda að annast alla þætti framkvæmda og undirbúning að þeim, þ.m.t. skipulagsvinnu, hönnun, útboð verkþátta, fjármögnun og sölu. Jafnframt tekur ÍF að sér rekstur fasteigna, viðhald og eftirlit eftir þörfum fasteignaeiganda hverju sinni. Þjónustusamningur við ÍF tryggir að saman fari hagsmunir ÍF og fasteignaeiganda um hámarks arðsemi.

Starfsmenn ÍF deila með sér áratuga reynslu af öllum þáttum sem snúa að þróun, fjármögnun og stjórnun fasteignaverkefna,

þ.m.t. byggingar verkfræði, skipulagsferli, hagkvæmnisgreining, lögfræði, skjalagerð og fleira. Þekking starfsmanna ÍF spannar öll svið fasteignaþróunar, hvort sem er á undirbúnings­ eða skipulagsstigi, framkvæmdastigi, við rekstur fasteigna eða sölu. ÍF tekur að sér allar gerðir fasteignaverkefna, þ.m.t. íbúðaverkefni, skrifstofuhúsnæði og hótelbyggingar. Fasteignaþróun er flókið, tímafrekt og áhættusamt ferli þar sem einstaka ákvarðanir í þróunarferlinu skipta sköpum um arðsemi þegar upp er staðið.

Sveinn Björnsson er framkvæmdastjóri félagsins og Gunnar Thoroddsen stjórnarformaður.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 51
Íslenskar fasteignir ehf.
52 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

Íslenskar fasteignir hafa á undanförnum árum annast bygginga­

stjórn og umsjón með stórum verkefnum við Austurbakka í

Reykjavík. Annars vegar er þar um að ræða byggingu og sölu hágæða íbúða kennda við Austurhöfn og hins vegar umsjón

með framkvæmdum við byggingu nærliggjandi Reykjavik Edition hótelsins. Á árinu 2022 lauk þessum verkefnum að mestu og má segja að almennt hafi vel til tekist. Íbúðir við Austurhöfn og

Edition hótelið hafa skapað sér sess sem miðpunktur á nýjum og glæsilegum borgarhluta í miðborg Reykjavíkur. Umfang verkefnanna var samtals um 27.500m2 auk bílakjallara.

Verð íbúðarhúsnæðis og lóðaverðs hækkaði mjög mikið á árinu og var mat Íslenskra fasteigna og Íslenskar fjárfestingar að tíminn væri réttur til að selja og skapa um leið rými til að takast á við ný fasteignaþróunarverkefni. Þróunarverkefnið á Orkureit við Laugardal var selt byggingarfélaginu Safír sem hyggur á uppbyggingu um 400 íbúða á reitnum. Þá voru íbúðaverkefni við Bakkabraut á

Kársnesi og Sóltún 4 í Reykjavík seld fasteignafélaginu Fjallasól.

Þróunarverkefni að Nesvík á Kjalarnesi, þar sem heimilt er að byggja allt að 100 herbergja hótel og heilsulind, var selt til einkaaðila.

Eignarhlutur Íslenskra fasteigna í félaginu Ásbrú sem á fasteigna­

safn í Reykjanesbæ var einnig seldur á árinu, en félagið á safn um

500 íbúða og 30 atvinnueigna.  Loks var fasteignin Grensásvegur 16 seld innan samstæðunnar og hefur rekstur Oddsson hótelsins gengið mjög vel.

Á árinu 2022 annaðist Íslenskar fasteignir sem fyrr ýmis ráðgjafar­ og byggingastjórnunarverkefni. Félagið tók t.a.m. að sér verkstjórn og ráðgjöf í samstarfi við Ístak við stækkun Reykjanes­

virkjunar með uppsetningu vélbúnaðar og lagna tveggja 50MW túrbína og í Reykjanesbæ annaðist félagið verkefnastjórnun á nýrri íbúðabyggingu fyrir eldri borgara í tengslum við þjónustumiðstöð og hjúkrunarheimilið Nesvelli.

Íslenskar fasteignir telja tækifæri og spennandi tíma framundan þrátt fyrir erfiðar kringumstæður á fasteignamarkaði.

Fjölmörg verkefni eru nú í þróunarfasa hjá Íslenskum fasteignum, þ.m.t. íbúðaverkefni, undirbúningur að byggingu atvinnuhúsnæðis í Reykjavík og verkefni á sviði ferðaþjónustu.

Félagið hefur t.d. nýverið undirritað samning við sveitarfélagið Ölfus um byggingu á allt að 180 herbergja hótels og heilsulind sem verður staðsett við sjávarsíðuna í Ölfusi.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 53
Verklok stórra verkefna og hagnaður af sölu lóða

Útivist og hreyfing

Útivist og hreyfing sem er fjárfestingasvið Íslenskrar fjárfestingar var sett á laggirnar 2021. Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson keyptu í sameiningu verslunina Útilíf af Högum. Eftir kaupin varð Íslensk fjárfesting 60 prósent hluthafi en J.S. Gunnarsson heldur á 40 prósent hlut í félaginu.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 55
56 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

Árið 2022 rak Útilíf verslanir í Kringlunni og Smáralind ásamt vefverslun. Útilíf hefur verið í endurmörkunarferli árið 2022 og nýtt vörumerki og stefna Útilífs var kynnt í upphafi árs 2023. Markmið nýrra eigenda er að byggja á sterkum grunni Útilífs sem útivistar­ og íþróttaverslunar og leggja sókn á þeim markaði, sérstaklega í útvist með opnun nýrrar útivistavöruverslunar í Skeifunni í febrúar 2023.

Í júlí 2022 opnaði sviðið sérverslun The North Face á Íslandi á Hafnartorgi. Verslunin er staðsett í nýjum kjarna verslunar í miðbæ

Reykjavíkur og þjónustar fjölbreyttan hóp viðskiptavina innlendra sem erlendra.

Er þessu sviði ætlað að styðja við þessa starfsemi auk þess að sækja enn áfram í viðskiptatækifæri á þessu sviði.

Elín Tinna Logadóttir er framkvæmdastjóri Útilífs.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 57

Aðrar fjárfestingar

Íslensk fjárfesting er minnihlutafjárfestir í ýmsum fyrirtækjum, en helst má nefna þessi:

LEITAR CAPITAL PARTNERS

Leitar Capital Partners er skráður rekstraraðili sérhæfðra sjóða en að fyrsta sjóðnum koma rekstraraðilar og einkafjárfestar

ásamt Arion banka og Vís. Leiðandi fjárfestar í verkefninu eru Íslensk fjárfesting og Birgir Örn Birgisson, sem er jafnframt

stjórnarformaður nýja fjárfestingarsjóðsins.

Íslensk fjárfesting mun fjárfesta fyrir 275 milljónir króna í fyrsta

sjóð Leitar Capital Partners sem heitir Leitar I slhf.

Leitar fjárfestir í ungum einstaklingum og styður þá við að finna, fjárfesta í og leiða vöxt á litlu til meðalstóru fyrirtæki. Markmið

Leitar er að búa til nýjan eftirsóknarverðan valkost fyrir ungt og öflugt fólk sem hefur áhuga að verða frumkvöðlar, leiðtogar og að byggja upp góð og arðsöm fyrirtæki.

Teymið á bak við Leitar býr yfir reynslu og þekkingu af rekstri og fjárfestingum í stórum sem smáum fyrirtækjum og úr ólíkum áttum. Að fjárfestingum félagsins kemur breiður hópur öflugra fjárfesta og rekstraraðila sem hafa áhuga að gefa til baka, að skapa og miðla þekkingu til næstu kynslóða og leiðbeina þeim við rekstur á eigin fyrirtæki.

Framkvæmdastjóri Leitar er Einar Þór Steindórsson.

Sjá nánar www.leitar.is

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 59

VONZEO CAPITAL

Íslensk fjárfesting er fjárfestir í tveimur leitarsjóðum á vegum Vonzeo Capital. Sjóðurinn byggir á sömu hugmyndafræði og Leitar Capital Partners en áhersla Vonzeo er fremur alþjóðlegar fjárfestingar.

Sjá nánar www.vonzeocapital.com

Jan Simon, fjárfestir og stofnandi Vonzeo Capital flutti erindi um hvernig maður kaupir fyrirtæki á ráðstefnu á vegum Leitar Capital Partners.

LAUFIÐ

Laufið er stafrænn vettvangur þar sem stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta sameinast og hagnýtt sér fjölbreytt verkfæri í vegferð að sjálfbærari fyrirtækjarekstri, samfélagslegri ábyrgð og í baráttunni við loftslagsvána.

Sjá nánar: www.laufid.is

FLOREALIS

Florealis býður upp á úrval skráðra jurtalyfja og lækningavara sem byggja á virkum náttúruefnum. Fyrirtækið styður við meðhöndlun sjúkdóma á borð við kvíða, svefntruflanir og vægar þvagfærasýkingar. Allt eru þetta algengir sjúkdómar sem skorta fjölbreyttari meðferðarúrræði. Vörur Florealis eru fáanlegar í öllum apótekum á Íslandi og fjölmörgum apótekum í Svíþjóð. Allar

vörur frá Florealis eru skráðar og viðurkenndar hjá lyfjayfirvöldum á öllum Norðurlöndunum.

Sjá nánar www.florealis.is

ELDEY EIGNARHALDSFÉLAG

Félagið heldur utan um eignarhlut fjárfesta í Kynnisferðum og Norðursiglingu en hafði áður einbeitt sér að fjárfestingum í afþreytingatengdri ferðaþjónustu, en þær fjárfestingar sameinuðust inn í Kynnisferðum.

Af öðrum fjárfestingum má nefna Tego Cyber og Mink Campers.

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 61

Ársreikningur 2022

REKSTRARREIKNINGUR

2022 Skýr ISK Rekstrartekjur Sala 31.233.791 Umboðssala / Aðrar tekjur 2.189.594 Rekstrartekjur samtals 1 33.423.385 Rekstrargjöld Kostnaðarverð seldrar þjónustu 2 20.155.484 Laun og launatengd gjöld 3 6.481.897 Rekstrarkostnaður fasteigna 331.625 Annar rekstrarkostnaður 4 2.618.179 EBITDA 3.836.200 Afskriftir 472.400 Rekstrargjöld samtals 30.059.585 EBIT 3.363.800 Fjármagnskostnaður Fjármagnstekjur/gjöld 5 -460.598 Niðurfærsla eignarhlutar í öðrum félögum -40.000 Söluhagnaður hlutabréfa 226.177 Gangvirðisbreyting fjárfestingafasteigna 6 336.639 62.218 EBT (Hagnaður fyrir tekjuskatt) 3.426.018 Tekjuskattur 7 -551.393 Hagnaður eftir skatta 2.874.625 Hlutdeild minnihluta í hagnaði 8 -1.166.055 Hagnaður ársins 1.708.570 SAMSTÆÐA SAMSTÆÐA 2022
64 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum
króna

EFNAHAGSREIKNINGUR -

Íslensk
-
2022 -
eru í þúsundum króna 65 EIGNIR 2022 Skýr. ISK Fastafjármunir Viðskiptavild 9 680.354 Hugbúnaður 277.467 Varanlegir rekstrarfjármunir 10 7.456.106 Eignarhlutir í öðrum félögum 298.098 Skatteign 11 430.836 FASTAFJÁRMUNIR SAMTALS 9.142.861 Veltufjármunir Fasteignir í byggingu 105.318 Birgðir 12 340.950 Kröfur á tengda aðila 80.178 Viðskiptakröfur 13 2.353.282 Aðrar kröfur 707.713 Verðbréf 14 2.064.929 Handbært fé 15 5.911.415 VELTUFJÁRMUNIR SAMTALS 11.563.785 EIGNIR SAMTALS 20.706.646
fjárfesting
ársskýrsla
Fjárhæðir
SAMSTÆÐA SAMSTÆÐA 2022
EIGNIR

EFNAHAGSREIKNINGUR - EIGIÐ FÉ OG SKULDIR

2022

EIGIÐ FÉ OG SKULDIR 2022 Skýr. ISK EIGIÐ FÉ Hlutafé 500 Annað bundið eigið fé 1.537.104 Lögmundinn varasjóður 375 Óraðstafað eigið fé 2.968.380 Eigið fé hluthafa móðurfélags 4.506.359 Hlutdeild minnihluta 802.616 EIGIÐ FÉ SAMTALS 5.308.975 SKULDIR LANGTÍMASKULDIR Tekjuskattsskuldsbinding 16 941.642 Skuldir við tengda aðila 249.276 Langtímaskuldir við lánastofnanir 17 5.829.682 LANGTÍMASKULDIR SAMTALS 7.020.600 SKAMMTÍMASKULDIR Skuldir við lánastofnanir 18 184.875 Viðskiptaskuldir 19 3.953.120 Skattar til greiðslu 334.550 Næsta árs afborganir langtímaskulda 368.852 Aðrar skuldir 20 3.535.674 SKAMMTÍMASKULDIR SAMTALS 8.377.071 SKULDIR SAMTALS 15.397.671 EIGIÐ FÉ OG SKULDIR SAMTALS 20.706.646 SAMSTÆÐA SAMSTÆÐA
66 Íslensk
-
fjárfesting
ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Skýringar með ársreikningi samstæðu

Íslenskrar fjárfestingar ehf. eru tekjur dótturfélaga teknar 100% inní ársreikninginn.

SAMSTÆÐA 1. REKSTRARTEKJUR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 1.404.123 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar 2.884 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 1.412.834 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 24.590.758 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 4.081.936 Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ 124.259 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 1.146.540 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 660.051 Samtals rekstrartekjur 33.423.385 Í samstæðuuppgjöri Íslenskrar fjárfestingar ehf. eru tekjur dótturfélaga teknar 100% inní ársreikninginn. SAMSTÆÐA
KOSTNAÐARVERÐ SELDRA VARA 2022 ISK RR hótel ehf. samstæða ...................................................................................................................................... 41.461 Ef. Kilroy samstæða 19.502.849 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 611.174 Samtals kostnaðarverð seldra vara 20.155.484 SAMSTÆÐA
REKSTRARTEKJUR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 1.404.123 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar 2.884 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 1.412.834 Ef. Kilroy samstæða 24.590.758 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 4.081.936 Grensásvegur 16A 124.259 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 1.146.540 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða 660.051 Samtals rekstrartekjur 33.423.385 Í samstæðuuppgjöri
SAMSTÆÐA
2.
1.
ISK RR hótel ehf. samstæða ...................................................................................................................................... 41.461 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 19.502.849 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 611.174 Samtals kostnaðarverð seldra vara 20.155.484 SAMSTÆÐA 2022 SAMSTÆÐA 2022
2. KOSTNAÐARVERÐ SELDRA VARA 2022 1. REKSTRARTEKJUR
68 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna
2. KOSTNAÐARVERÐ SELDRA VARA

3.

3. LAUN OG LAUNATENGD GJÖLD

launa kemur fram hjá Kilroy og samstæðu Sóltúns heilbrigðisþjónustu

4. ANNAR REKSTRARKOSTNAÐUR

og

er mestur hjá Kilroy. Hjá Útilíf og RR hótel er aðallega um að ræða sölukostnað. Í flestum öðrum félögum er um að ræða stjórnunarkostnað.

SAMSTÆÐA 3. LAUN OG LAUNATENGD GJÖLD 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 426.921 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 110.239 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 2.849.275 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 2.663.783 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar ............................................................................................................................. 75.106 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 290.158 Önnur félög ............................................................................................................ 66.415 Samtals laun og launatengd gjöld 6.481.897 Stærsti hluti launa kemur fram hjá Kilroy og samstæðu Sóltúns heilbrigðisþjónustu SAMSTÆÐA
ANNAR REKSTRARKOSTNAÐUR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 567.405 Íslenskar fasteignir samstæða 123.821 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 978.823 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 521.694 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar ............................................................................................................................. 32.945 Útilíf samstæða ............................... 292.269 Önnur félög ............................................................................................................................................................ 98.704 Samtals annar rekstrarkostnaður 2.615.661 Sölu-
SAMSTÆÐA
4.
stjórnunarkostnaður
2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ......................... 426.921 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 110.239 Ef. Kilroy samstæða 2.849.275 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 2.663.783 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar 75.106 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 290.158 Önnur félög ............................................................................................................ 66.415 Samtals laun og launatengd gjöld 6.481.897 Stærsti hluti
SAMSTÆÐA
2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 567.405 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 123.821 Ef. Kilroy samstæða 978.823 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 521.694 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar 32.945 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 292.269 Önnur félög ............................................................................................................ 98.704 Samtals annar rekstrarkostnaður 2.615.661 Sölu- og stjórnunarkostnaður er mestur hjá Kilroy. Hjá Útilíf og RR hótel er aðallega um að ræða sölukostnað. Í
öðrum
er um að
SAMSTÆÐA 2022 SAMSTÆÐA 2022
flestum
félögum
ræða stjórnunarkostnað.
LAUN OG LAUNATENGD GJÖLD
Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 69
4. ANNAR REKSTRARKOSTNAÐUR

5. FJÁRMAGNSKOSTNAÐUR

6. GANGVIRÐISBREYTING

SAMSTÆÐA
FJÁRMAGNSKOSTNAÐUR 2022 ISK (tekjur í +/gjöld í -) Íslensk fjárfesting ehf. ..................... -16.590 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 9.940 Ef. Kilroy samstæða -110.887 Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ -161.193 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 22.157 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... -35.912 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... -163.178 Önnur félög ............................................................................................................................................................ -4.935 Samtals fjármagnskostnaður -460.598 SAMSTÆÐA
GANGVIRÐISBREYTING 2022 ISK Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ 336.639 Samtals gangvirðisbreyting 336.639 SAMSTÆÐA
FJÁRMAGNSKOSTNAÐUR 2022 ISK (tekjur í +/gjöld í -) Íslensk fjárfesting ehf. ..................... -16.590 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 9.940 Ef. Kilroy samstæða -110.887 Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ -161.193 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 22.157 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... -35.912 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða -163.178 Önnur félög ............................................................................................................................................................ -4.935 Samtals fjármagnskostnaður -460.598 SAMSTÆÐA
GANGVIRÐISBREYTING 2022 ISK Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ 336.639 Samtals gangvirðisbreyting 336.639 SAMSTÆÐA 2022 SAMSTÆÐA
5.
6.
5.
6.
2022
70
Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna

7.

SAMSTÆÐA 7. TEKJUSKATTUR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 21.791 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. -132.927 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... -94.617 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... -209.827 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða -121.425 Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ -42.952 Önnur félög ............................................................................................................ 28.564 Samtals gjaldfærður tekjuskattur -551.393 SAMSTÆÐA 8. HLUTDEILD MINNIHLUTA Í HAGNAÐI 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 22.331 Ef. Kilroy samstæða 380.580 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 49.964 Íslenskar fasteignir samstæða 758.645 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... -45.465 Samtals hlutdeild minnihluta í hagnaði 1.166.055 SAMSTÆÐA 9. VIÐSKIPTAVILD 2022 ISK Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 277.290 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 156.064 Útilíf samstæða ............................... 247.000 Samtals viðskiptavild 680.354 SAMSTÆÐA 7. TEKJUSKATTUR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 21.791 Ef. Kilroy samstæða -132.927 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... -94.617 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... -209.827 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... -121.425 Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ -42.952 Önnur félög ............................................................................................................................................................ 28.564 Samtals gjaldfærður tekjuskattur -551.393 SAMSTÆÐA 8. HLUTDEILD MINNIHLUTA Í HAGNAÐI 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 22.331 Ef. Kilroy samstæða 380.580 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 49.964 Íslenskar fasteignir samstæða 758.645 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... -45.465 Samtals hlutdeild minnihluta í hagnaði 1.166.055 SAMSTÆÐA
VIÐSKIPTAVILD 2022 ISK Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 277.290 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 156.064 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 247.000 Samtals viðskiptavild 680.354 SAMSTÆÐA 2022 SAMSTÆÐA 2022
9.
TEKJUSKATTUR
HLUTDEILD MINNIHLUTA Í HAGNAÐI Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 71
8.

10.

REKSTRARFJÁRMUNIR

11.

SAMSTÆÐA 10. VARANLEGIR REKSTRARFJÁRMUNIR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 92.111 Ef. Kilroy samstæða 53.232 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 167.143 Grensásvegur 16A 1.920.000 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 191.540 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða 5.017.529 Önnur félög ............................................................................................................................................................ 14.551 Önnur félög ............................................................................................................................................................ 0 Samtals fasteignir 7.456.106 SAMSTÆÐA 11. SKATTEIGN 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 26.123 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar 39.741 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 355.410 Útilíf samstæða ............................... 26.316 Önnur félög ............................................................................................................................................................ -16.754 Samtals skatteign 430.836 SAMSTÆÐA 12. BIRGÐIR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 1.965 Ef. Kilroy samstæða 20.392 Útilíf samstæða ............................... 318.593 SAMSTÆÐA 10. VARANLEGIR REKSTRARFJÁRMUNIR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ......................... 92.111 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 53.232 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 167.143 Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ 1.920.000 Útilíf samstæða ............................... 191.540 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 5.017.529 Önnur félög ............................................................................................................................................................ 14.551 Önnur félög ............................................................................................................................................................ 0 Samtals fasteignir 7.456.106 SAMSTÆÐA 11. SKATTEIGN 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ......................... 26.123 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar ............................................................................................................................. 39.741 Ef. Kilroy samstæða 355.410 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 26.316 Önnur félög ............................................................................................................ -16.754 Samtals skatteign 430.836 SAMSTÆÐA 12. BIRGÐIR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ......................... 1.965 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 20.392 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 318.593 SAMSTÆÐA 2022 SAMSTÆÐA 2022
VARANLEGIR
SKATTEIGN Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 380.580 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 49.964 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 758.645 Útilíf samstæða ............................... -45.465 Samtals hlutdeild minnihluta í hagnaði 1.166.055 SAMSTÆÐA 9. VIÐSKIPTAVILD 2022 ISK Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 277.290 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 156.064 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 247.000 Samtals viðskiptavild 680.354 SAMSTÆÐA 2022
VIÐSKIPTAVILD 72 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna
9.

FÍF og dótturfél. er vegna ógr. kaupsamningsgreiðslna í Vinabyggð

dótturfél. er vegna ógr. kaupsamningsgreiðslna í Vinabyggð SAMSTÆ

14. VERÐBRÉF 2022

Um er að ræða verðbréf í eigu Kilroy. Kilroy International hefur fjárfest í verðbréfum til skamms tíma til að auka ávöxtun á laust fé. SAMSTÆÐA 15. HANDBÆRT FÉ 2022

í eigu Kilroy. Kilroy International hefur fjárfest í verðbréfum til skamms tíma til að auka ávöxtun á laust fé.

RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 26.123 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar ............................................................................................................................. 39.741 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 355.410 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 26.316 Önnur félög ............................................................................................................ -16.754 Samtals skatteign 430.836 SAMSTÆÐA 12. BIRGÐIR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ......................... 1.965 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 20.392 Útilíf samstæða ............................... 318.593 Samtals birgðir 340.950 SAMSTÆÐA 13. VIÐSKIPTAKRÖFUR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ......................... 17.536 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 1.442.765 Íslenskar fasteignir samstæða 24.479 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 335.880 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar 18.972 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 507.350 Önnur félög ............................................................................................................ 6.300 Samtals viðskiptakröfur 2.353.282 Viðskiptakröfur
SAMSTÆÐA
VERÐBRÉF 2022 ISK Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 787.747 Ef. Kilroy samstæða 1.277.182 Samtals verðbréf 2.064.929
14.
ISK Íslensk fjárfesting ehf. ........................................................................................................................................ 124.305 RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 6.372 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar ............................................................................................................................. 1.448 Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 380.202 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 4.370.694 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 939.707 Önnur félög ............................................................................................................................................................ 88.687 Samtals handbært fé 5.911.415 SAMSTÆÐA 13. VIÐSKIPTAKRÖFUR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 17.536 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 1.442.765 Íslenskar fasteignir samstæða 24.479 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 335.880 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar 18.972 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 507.350 Önnur félög ............................................................................................................ 6.300 Samtals viðskiptakröfur 2.353.282 Viðskiptakröfur FÍF og
Ð
A
ISK Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 787.747 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 1.277.182 Samtals verðbréf 2.064.929 Um er að ræða verðbréf
SAMSTÆÐA
HANDBÆRT FÉ 2022 ISK Íslensk fjárfesting ehf. ........................................................................................................................................ 124.305 RR hótel ehf. Samstæða ......................... 6.372 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar ............................................................................................................................. 1.448 Íslenskar fasteignir samstæða 380.202 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 4.370.694 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 939.707 Önnur fél SAMSTÆÐA 2022 SAMSTÆÐA 2022 SAMSTÆÐA 2022
15.
VERÐBRÉF
BIRGÐIR Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 73
13. VIÐSKIPTAKRÖFUR 14.
12.

Viðskiptakröfur

og dótturfél. er vegna ógr. kaupsamningsgreiðslna í Vinabyggð

15.

er að ræða verðbréf í eigu Kilroy. Kilroy International hefur fjárfest í verðbréfum til skamms tíma til að auka ávöxtun á laust fé.

SAMSTÆÐA 2022

mikið af handbæru fé vegna fyrirfram sölu á ferðum. Öldungur og Sóltún öldrunarf. dótturfélög Sóltúns heilbrigðisþjónustunnar, eru yfirleitt með 2-3 mánuði í handbæru fé.

16.

TEKJUSKATTSSKULDBINDING SAMSTÆÐA 2022 ISK Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 4.883 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 560.400 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 376.359 Samtals 941.642 SAMSTÆÐA
LANGTÍMASKULDIR VIÐ LÁNASTOFNANIR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 17.662 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 1.916.496 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 16.067 Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ 1.247.086 Útilíf samstæða ............................... 58.667 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 2.573.704 Samtals 5.829.682 SAMSTÆÐA 2022
16.
17.
TEKJUSKATTSSKULDBINDING Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar ............................................................................................................................. 18.972 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 507.350 Önnur félög ............................................................................................................ 6.300 Samtals viðskiptakröfur 2.353.282
SAMSTÆÐA
VERÐBRÉF 2022 ISK Íslenskar fasteignir samstæða .......................................................................................................................... 787.747 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 1.277.182 Samtals verðbréf 2.064.929
SAMSTÆÐA
ISK Íslensk fjárfesting ehf. ........................................................................................................................................ 124.305 RR hótel ehf. Samstæða ......................... 6.372 Rekstrarfél. Ísl. fjárfestingar ............................................................................................................................. 1.448 Íslenskar fasteignir samstæða 380.202 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 4.370.694 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 939.707 Önnur félög ............................................................................................................................................................ 88.687 Samtals handbært fé 5.911.415 Kilroy samstæðan er með töluvert
FÍF
14.
Um
15. HANDBÆRT FÉ 2022
74 Íslensk
HANDBÆRT FÉ
fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna

17. LANGTÍMASKULDIR VIÐ LÁNASTOFNANIR

18. SKULDIR VIÐ LÁNASTOFNANIR (Skammtímaskuldir)

18. SKULDIR VIÐ LÁNASTOFNANIR (Skammtímaskuldir)

TEKJUSKATTSSKULDBINDING SAMSTÆÐA 2022 ISK Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 4.883 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 560.400 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 376.359 Samtals 941.642 SAMSTÆÐA
LANGTÍMASKULDIR VIÐ LÁNASTOFNANIR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 17.662 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 1.916.496 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 16.067 Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ 1.247.086 Útilíf samstæða ............................... 58.667 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 2.573.704 Samtals 5.829.682 SAMSTÆÐA
SKULDIR VIÐ LÁNASTOFNANIR (Skammtímaskuldir) 2022 ISK Útilíf samstæða ............................... 184.661 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 214 Samtals 184.875 16. TEKJUSKATTSSKULDBINDING SAMSTÆÐA 2022 ISK Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 4.883 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 560.400 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 376.359 Samtals 941.642 SAMSTÆÐA
LANGTÍMASKULDIR VIÐ LÁNASTOFNANIR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 17.662 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 1.916.496 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 16.067 Grensásvegur 16A ................................................................................................................................................ 1.247.086 Útilíf samstæða ............................... 58.667 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 2.573.704 Samtals 5.829.682 SAMSTÆÐA
16.
17.
18.
17.
2022 ISK Útilíf samstæða ............................... 184.661 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 214 Samtals 184.875 SAMSTÆÐA 2022 SAMSTÆÐA 2022
Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 75

19. VIÐSKIPTASKULDIR

Kilroy er stærst en hún er tilkomin vegna fyrirfram sölu á ferðum þar sem tekjurnar eru innheimtar áður en farið er í ferðina.

Viðskiptaskuld Kilroy er stærst en hún er tilkomin vegna fyrirfram sölu á ferðum þar sem tekjurnar eru innheimtar áður en farið er í ferðina.

20. AÐRAR SKAMMTÍMASKULDIR

SAMSTÆÐA 19. VIÐSKIPTASKULDIR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ......................... 97.784 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 3.435.106 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða 103.982 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 171.554 Önnur félög ............................................................................................................ 144.694 Samtals 3.953.120 Viðskiptaskuld
SAMSTÆÐA 20. AÐRAR SKAMMTÍMASKULDIR 2022 ISK Íslensk fjárfesting ehf. ........................................................................................................................................ 36.529 RR hótel ehf. samstæða .................. 34.077 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 3.042.735 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 290.076 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 61.221 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 30.372 Önnur félög ............................................................................................................................................................ 40.664 Samtals 3.535.674 SAMSTÆÐA 19. VIÐSKIPTASKULDIR 2022 ISK RR hótel ehf. Samstæða ...................................................................................................................................... 97.784 Ef. Kilroy samstæða ............................................................................................................................................. 3.435.106 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 103.982 Útilíf samstæða ..................................................................................................................................................... 171.554 Önnur félög ............................................................................................................................................................ 144.694 Samtals 3.953.120
ÐA
AÐRAR SKAMMTÍMASKULDIR 2022 ISK Íslensk fjárfesting ehf. ..................... 36.529 RR hótel ehf. samstæða ...................................................................................................................................... 34.077 Ef. Kilroy samstæða 3.042.735 Sóltún heilbrigðisþj. samstæða ....................................................................................................................... 290.076 Útilíf samstæða ............................... 61.221 Fasteignafélag Ísl. fjárfestingar samstæða .................................................................................................... 30.372 Önnur félög ............................................................................................................ 40.664 Samtals 3.535.674 SAMSTÆÐA
SAMSTÆÐA
SAMSTÆ
20.
2022
2022
76 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Ársreikningur móðurfélags

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 77

Skýrsla og áritun stjórnar og framkvæmdastjóra

Félagið var stofnað árið 1999 og er tilgangur þess kaup og sala hlutabréfa, rekstur fyrirtækja og fasteigna, sem og lánastarfsemi.

REKSTUR ÁRSINS 2022

Árið 2022 var annasamt í rekstri Íslenskrar fjárfestingar og einkenndist af viðsnúningi og enduruppbyggingu ferðaþjónustufélaganna ásamt

mikilli vinnu sem fór í að ljúka stórum fasteignaþróunarverkefnum og sinna sölu á fasteignaverkefnum. Ferðaþjónustu félögin náðu að snúa við blaðinu og eru að skila frábæru rekstrarári þrátt fyrir að

áhrifa COVID-19 gætti enn í byrjun árs 2022. Heilt yfir voru þó

áhrif COVID-19 lítil á flest félög samstæðunnar á árinu en þó er samstæðan enn að gera upp part af tapi sem varð til á COVID

árunum og hefði hagnaður orðið töluvert meiri ef ekki væri fyrir

það. Hagnaður félagsins á árinu 2022 nam 1.709 millj.kr. (2021:627,1 milljónir). Heildareignir félagsins í árslok námu 8.654 millj.kr. og eigið fé félagsins í árslok nam 4.503 millj.kr. (2021: 2.681 millj. kr.). Félög innan samstæðunnar eru því búin að ná fyrri styrk og eiginfjárhlutfall móðurfélagsins er í lok árs 2022 52% og reikna stjórnendur með að það muni styrkjast enn frekar á næstu árum.

Stjórnendur félagsins búast við áframhaldandi sterkum rekstri í félögum innan samstæðunna á árinu 2023. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 223 milljón króna arður til hluthafa

á árinu 2023 en vísar að öðru leyti til ársreiknings um jöfnun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum.

FERÐAÞJÓNUSTA

Kilroy sem er stærsta félag samstæðunnar náði vel vopnum sínum á árinu og hóf uppbyggingarstarf. Salan jókst hratt eftir að COVID áhrif minnkuðu í ferðageiranum og var komin á eðlilegan stað í mars 2022. Þegar þessi skýrsla er skrifuð er ljóst að salan mun nálgast hratt það sem hún var fyrir COVID og jafnvel fara

fram úr bestu árunum fyrir COVID á árinu 2023. Sama er að frétta af hótelunum þar sem mikil söluaukning er að eiga sér stað samanborið við árin fyrir COVID. Við horfum fram á að árin 2023-2024 gætu orðið sterkustu ár ferðaþjónustunnar hingað til.

Kilroy skilaði besta rekstrarárangri fyrir vexti og afskriftir hingað til eða um 63 milljónir DKK (u.þ.b. 1.260 milljón kr EBITDA).

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA

Á árinu 2022 voru COVID áhrif áfram í starfseminni í byrjun árs en rekstrarlega er árið ágætt þó enn eigi félögin í samstæðunni inni töluverða fjármuni fyrir þjónustu sem veitt var á árinu sökum þess að enn á eftir að leiðrétta greiðslur til félaganna vegna kjarasamninga. Mikil uppbygging var í gangi og unnið í stækk­

78
Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna

unarverkefnum bæði við Sóltún og Sólvang. Búist er við því að

áfram verði félögin stækkuð ásamt því að fleirri svipuð félög komi inn í samstæðuna á næstu misserum.

FASTEIGNIR

Íslenskar fasteignir er nú orðið öflugt fyrirtæki á sviði fasteignaþróunar og eru nú leiðandi á sínu sviði með fjölda verkefna í stýringu á hverjum tímapunkti ýmist fyrir fjárfesta eða eigendur félgasins. Mikið að stórum verkefnum kláraðist á árinu 2022 og voru seld og því hagnaður mjög góður eða 1.847 m. kr. Eigið fé félagsins var í árslok um 2.065 milljónir kr. Verkefni svo sem Grensásvegur 16a og Orkureitur voru seld ásamt fleiri verkenfum. Fjöldi verkefna er í vinnslu nú hjá félaginu og er búist við

því að árið 2023 verði mjög annasamt og mörg ný verkefni muni fara af stað á árinu. Fasteignafélag Íslenskrar fjárfestingar vann

áfram að þróunarverkefnum og rekstri fasteignasafns í útleigu. Nokkur verkefni voru kláruð á árinu og seld sem einfaldar rekstur félagsins verulega.

ÚTIVIST OG HREYFING

Útilíf fór í gegnum miklar breytingar á árinu 2022. Opnuð var ný verslun The North Face í Austurhöfn um mitt ár 2022. Einnig var undirbúin opnun á þriðju Útilífs versluninni í Skeifunni en hún

opnaði í febrúar 2023. Þar er um útivistarverslun að ræða. Verslanir Útilífs eru því þrjár ásamt verslun The North Face. Miklar

breytingar voru líka gerðar á öllum innri ferlum og kerfum sem mun vonandi skila sér á árinu 2023 og 2024. Auk þess var unnið við endurskipulagningu á markaðsmálum félagsins og endurmótun á vörumerkjum. Enn er búist við því að það taki töluverða

orku að breyta félaginu á árinu 2023 sem vonandi fer að skila góðri uppskeru árið 2024.

Hluthafar í árslok voru tveir líkt og í ársbyrjun. Í árslok 2022 var hlutafé í eigu eftirtalinna aðila:

Eignarhluti: Arnar Þórisson, 50% og Þórir Kjartansson, 50%

Stjórn og framkvæmdastjóri Íslenskrar fjárfestingar ehf. hafa í dag rætt ársreikning félagsins fyrir árið 2022 og staðfest hann með undirritun sinni. Stjórn og framkvæmdastjóri leggja til við aðalfund að samþykkja ársreikninginn.

Reykjavík 2023.

Stjórn:

Framkvæmdastjóri:

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 79

ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA

Til stjórnar og hluthafa Íslenskrar fjárfestingar ehf.

Áritun um endurskoðun ársreikningsins

Álit

Við höfum endurskoðað ársreikning Íslenskrar fjárfestingar ehf. („félagið“) fyrir árið 2022. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu félagsins 31. desember 2022 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2022, í samræmi við lög um ársreikninga.

Grundvöllur álits

Við endurskoðuðum í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla.

Ábyrgð okkar samkvæmt stöðlunum er lýst frekar í kaflanum Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins í árituninni. Við erum

óháð félaginu í samræmi við gildandi siðareglur fyrir endurskoðendur.

Við teljum að við höfum aflað nægilegra og viðeigandi endurskoðunargagna til að byggja álit okkar á.

Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum

Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og glöggri framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga og fyrir

því innra eftirliti sem þau telja nauðsynlegt til að gera þeim kleift að setja fram ársreikning sem er án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Við gerð ársreikningsins ber stjórn og framkvæmdastjóra að leggja mat á rekstrarhæfi félagsins og upplýsa, eftir því sem við á, um þætti er varða rekstrarhæfi og miða grundvöll reikningsskilanna við áfram­

haldandi rekstrarhæfi, nema þau ætli annað hvort að leysa félagið upp eða hætta starfsemi þess, eða hafa engan annan raunhæfan kost en að gera það.

Stjórn og framkvæmdastjóri skulu hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins.

Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins

Markmið okkar eru að öðlast hæfilega vissu um hvort ársreikningurinn í heild sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, og að gefa út áritun endurskoðanda sem inniheldur álit okkar. Í hæfilegri vissu felst áreiðanleiki en ekki trygging fyrir því að endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni alltaf leiða í ljós verulega annmarka ef þeir eru fyrir hendi. Annmarkar geta komið fram vegna sviksemi eða mistaka og eru taldir verulegir ef þeir einir og sér eða samanlagt gætu haft áhrif á efnahagslegar ákvarðanir sem notendur ársreikningsins taka á grundvelli hans.

Við endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla beitum við ávallt faglegri dómgreind og viðhöfum faglega gagnrýni. Að auki:

• Greinum við og metum hættu á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka, skipuleggjum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeirri hættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, fölsun, að einhverju sé viljandi sleppt, villandi framsetningu eða að farið sé framhjá innra eftirliti.

• Öflum við skilnings á innra eftirliti, sem varðar endurskoðunina, til að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins.

2 Áritun óháðs endurskoðanda

80 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna
1 Áritun óháðs endurskoðanda

• Metum við hvort reikningsskilaaðferðir og reikningshaldslegt mat stjórnenda og tengdar skýringar séu viðeigandi.

• Ályktum við um hvort notkun stjórnar og framkvæmdastjóra á forsendu reikningsskilanna um rekstrarhæfi sé viðeigandi og metum, á grundvelli endurskoðunarinnar, hvort aðstæður séu til staðar sem valdið gætu verulegum vafa um rekstrarhæfi félagsins. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur, í áritun okkar, að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins eða, ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi, að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Samt sem áður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni gert félagið órekstrarhæft.

• Metum við framsetningu, uppbyggingu og innihald ársreikningsins í heild, að meðtöldum skýringum, og hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum.

Við upplýsum stjórn meðal annars um áætlað umfang og tímasetningar endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem upp kunna að koma í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirliti.

Staðfesting vegna annarra ákvæða laga

Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir þessum ársreikningi eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.

Reykjavík, 2023

KPMG ehf.

Árni Claessen

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 81
3 Áritun óháðs endurskoðanda

REKSTRARREIKNINGUR ÁRIÐ 2022

82 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 2022

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 83

SJÓÐSTREYMISYFIRLIT ÁRIÐ 2022

84 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna

SKÝRINGAR

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 85

SKÝRINGAR

86 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna

SKÝRINGAR

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 87
88 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna
SKÝRINGAR

SKÝRINGAR

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 89

SKÝRINGAR

90 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna

SKÝRINGAR

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 - Fjárhæðir eru í þúsundum króna 91

Hagnýtar upplýsingar

Hlutafélagaskrá frá og með aðalfundum 2023

Íslensk fjárfesting ehf. ip.is

Kt.: 660399-3059

Firmað rita: Allir stjórnarmenn saman

Stjórn, formaður fyrst: Arnar Þórisson, Þórir Kjartansson

Framkvæmdastjórn: Þórir Kjartansson

Prókúruhafi: Þórir Kjartansson, Arnar Þórisson, Linda Metúsalemsdóttir

Rekstrarfélag Íslenskrar fjárfestingar ehf.

Kt.: 520515-1430

Firmað rita: Tveir stjórnarmenn saman

Stjórn, formaður fyrst: Arnar Þórisson, Þórir Kjartansson

Framkvæmdastjórn: Linda Metúsalemsdóttir

Prókúruhafi: Linda Metúsalemsdóttir

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA

Sóltún heilbrigðisþjónusta ehf.

Kt.: 710309-0940

Firmað rita: Tveir stjórnarmenn saman

Stjórn, formaður fyrst: Anna Birna Jensdóttir, Arnar Þórisson, Þórir Kjartansson

Forstjóri: Halla Thoroddsen

Prókúruhafi: Halla Thoroddsen, Linda Metúsalemsdóttir

Öldungur hf. soltun.is

Kt.: 600300-5390

Firmað rita: Formaður + frkv.stj eða tveir stjórnarmenn

Stjórn, formaður fyrst: Anna Birna Jensdóttir, Þórir Kjartansson, Arnar Þórisson, Linda Metúsalemsdóttir (varamaður)

Forstjóri: Halla Thoroddsen

Prókúruhafi: Halla Thoroddsen

Sóltún öldrunarþjónusta ehf. soltunheima.is / solvangur.is

Kt.: 650310-0710

Firmað rita: Tveir stjórnarmenn saman

Stjórn, formaður fyrst: Anna Birna Jensdóttir, Þórir Kjartansson Arnar Þórisson, Forstjóri: Halla Thoroddsen

Prókúruhafi: Halla Thoroddsen

Sóltún 4 ehf.

Kt.: 420805-1360

Firmað rita:  Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst:  Arnar Þórisson, Þórir Kjartansson, Anna Birna Jensdóttir, Linda Metúsalemsdóttir (varamaður)

Framkvæmdastjórn: Þórir Kjartansson

Prókúruhafi: Þórir Kjartansson, Linda Metúsalemsdóttir

Sóltún 1 ehf.

Kt.: 590115-0530

Firmað rita: Meirihluti stjórnar Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Anna Birna Jensdóttir

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

Sólstöður ehf. solstodur.is

Kt.: 681010-0330

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Halla Thoroddsen, Anna Birna Jensdóttir

Framkvæmdastjórn: Halla Thoroddsen

Prókúruhafi: Halla Thoroddsen

FASTEIGNIR

Fasteignafélag Íslenskrar fjárfestingar ehf.

Kt.: 640619-1040

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Arnar Þórisson, Einar Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

Íslenskar fasteignir ehf. isfast.is

Kt.: 511202-3450

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Gunnar Thoroddsen, Sveinn Björnsson, Þórir Kjartansson, Arnar Þórisson, Linda Metúsalemsdóttir

Framkvæmdastjórn: Sveinn Björnsson

Prókúruhafi: Sveinn Björnsson

RR fasteignir ehf.

Kt.: 610317-2430

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Einar Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

Grensásvegur 16A

Kt.: 521115-1060

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Einar

Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

RR fasteignir II ehf.

Kt.: 700409-0580

Firmað rita: Tveir stjórnarmenn

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Einar Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

Úlfaldi ehf.

Kt.: 560205-0660

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Einar Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

Hafnarbyggð ehf.

Kt.: 651116-2790

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Einar Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

Vinabyggð ehf.

Kt.: 620405-0780

Firmað rita: Meirihluti stjórnar Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Einar Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

Eignarhaldsfélagið Vinabyggð ehf.

Kt.: 700409-1550

Firmað rita: Tveir stjórnarmenn saman Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Einar Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

92 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022

SK 11 ehf.

Kt.: 500816-0310

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Einar Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

Kársnesbyggð ehf. karsnes.is

Kt.: 550217-0740

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Einar Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

Kársnesbyggð II ehf. karsnes.is

Kt.: 580507-2200

Firmað rita: Stjórnarmaður

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Einar Þór Steindórsson

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

EFÁ I

Kt.: 551216-0980

Firmað rita: Stjórnarmaður

Stjórn, formaður fyrst: Gunnar Thoroddsen, Sveinn Björnsson (varamaður)

Framkvæmdastjórn: Gunnar Thoroddsen

Prókúruhafi: Gunnar Thoroddsen

EFÁ II

Kt.: 551216-1010

Firmað rita: Stjórnarmaður

Stjórn, formaður fyrst: Gunnar Thoroddsen, Sveinn Björnsson (varamaður)

Framkvæmdastjórn: Gunnar Thoroddsen

Prókúruhafi: Gunnar Thoroddsen

FERÐAÞJÓNUSTA

RR hótel ehf. rrhotel.is

Kt.: 530906-0940

Firmað rita: Tveir stjórnarmenn saman

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Arnar Þórisson, Linda Metúsalemsdóttir

Framkvæmdastjórn: Inga Harðardóttir

Prókúruhafi: Inga Harðardóttir, Linda Metúaselmsdóttir

Sútarinn ehf. port9.is

Kt.: 510216-1130

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Sverrir Eyjólfsson, Inga Harðardóttir

Framkvæmdastjórn: Heiðrún Mjöll

Jóhannesdóttir

Prókúruhafi: Heiðrún Mjöll Jóhannesdóttir, Linda Metúsalemsdóttir

In-Port 9 ehf.

kt. 580121-2760

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Sverrir Eyjólfsson

Framkvæmdastjórn: Sverrir Eyjólfsson

Prókúruhafi: Sverrir Eyjólfsson, Linda Metúsalemsdóttir

Kistill ehf. towersuites.is

Kt.: 571017-1640

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Björn Þór Karlsson (varamaður)

Framkvæmdastjórn: Inga Harðardóttir

Prókúruhafi: Inga Harðardóttir, Linda Metúsalemsdóttir

Hótel G16A ehf. Oddsson.is

Kt.: 500620-0210

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson, Björn Þór Karlsson (varamaður)

Framkvæmdastjórn: Inga Harðardóttir

Prókúruhafi: Inga Harðardóttir, Linda Metúsalemsdóttir

Eignarhaldsfélagið Kilroy ehf.

Kt.: 600207-2100

Firmað rita: Stjórnarmaður

Stjórn, formaður fyrst: Arnar Þórisson, Þórir Kjartansson

Framkvæmdastjórn: Þórir Kjartansson

Prókúruhafi: Þórir Kjartansson, Linda Metúsalemsdóttir

ÚTIVIST OG HREYFING

Útilíf ehf. utilif.is

kt. 690321-0920

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Einar Þór Steindórsson, Arnar Þórisson, Steindór Gunnarsson, Þórir Kjartansson

Framkvæmdastjóri: Elín Tinna Logadóttir.

Prókúruhafi: Elín Tinna Logadóttir, Einar Þór Steindórsson

TNF Ísland ehf. tnfreykjavik.is kt. 690321-0920

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Einar Þór Steindórsson, Arnar Þórisson, Steindór Gunnarsson, Þórir Kjartansson

Framkvæmdastjóri: Elín Tinna Logadóttir.

Prókúruhafi: Elín Tinna Logadóttir, Einar Þór Steindórsson

HLIÐARSVIÐ

Leitar Capital Partners ehf. kt. 620422-0530

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Birgir Örn Birgisson, Bjarni Þórður Bjarnason, Einar Þór Steindórsson, Þórir Kjartansson.

Framkvæmdastjórn: Einar Þór Steindórsson

Prókúruhafi: Einar Þór Steindórsson

Leitar I slhf.

kt. 580522-0170

Firmað rita: Ábyrgðaraðili félagsins, Leitar GP ehf.

Leitar GP ehf.

kt. 650422-3170

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Einar Þór Steindórsson, Björn Þór Karlsson (varamaður)

Framkvæmdastjórn: Einar Þór Steindórsson

Prókúruhafi: Einar Þór Steindórsson

Vonzeo fjárfestingar II ehf. kt. 421020-0430

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Þórir Kjartansson

Framkvæmdastjórn: Linda Metúsalemsdóttir

Prókúruhafi: Linda Metúsalemsdóttir

Eldey eignarhaldsfélag hf. kt. 631120-0670

Firmað rita: Meirihluti stjórnar

Stjórn, formaður fyrst: Hildur Árnadóttir, Arnar Þórisson, Soffía Gunnarsdóttir

Framkvæmdastjórn: Björn Þór Karlsson

Prókúruhafi: Björn Þór Karlsson

Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022 93

Ýmsir tenglar

www.islenskfjarfesting.is

www.ip.is

www.isfast.is

www.benns.com

www.jr.dk

www.karsnes.is

www.kilroy.net

www.port9.is

www.rrhotel.is

www.rrsuites.is

www.soltun.is

www.soltunheima.is

www.solvangur.is

www.towersuites.is

www.oddsson.is

www.utilif.is

www.tnfreykjavik.is

www.wt.se

www.leitar.is

94 Íslensk fjárfesting - ársskýrsla 2022
ÍSLENSK FJÁRFESTING EHF. Laugavegi 182 - 105 Reykjavík Arnar Þórisson, stjórnarformaður, arnar@ip.is ­ sími 893 5373 Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri, thorir@ip.is ­ sími 821 1116

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.