Hægðatregða Lyfjatengd vandamál og meðferð
Þórunn K. Guðmundsdóttir klínískur lyfjafræðingur á Landspítala og klínískur lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands
46
Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um hægðatregðu, með áherslu á lyf sem geta valdið slíkum einkennum og meðferð hennar með lyfjum og skyldum vörum.
Hægðatregða er algengt vandamál hjá einstak lingum á öllum aldri og tíðnin eykst með hækkandi aldri.1 Í Bristol töflunni eru dæmi um viðmið þegar meta skal heilbrigði hægða (sjá Mynd 1).2 Þá getur útlit hægða skipt máli ef greina þarf þær nánar og rétt líkamsstaða er talin mikilvæg fyrir árangursríka hægðalosun (sjá Mynd 2).3 Þegar vandamál koma upp varðandi hægðir getur það skert lífsgæði einstak linga verulega og truflað athafnir daglegs lífs. Ef ekki er brugðist við einkennum í tíma geta þau orðið alvarleg og langvinn með tilheyrandi óþægindum og auknum kostnaði til dæmis á formi lyfjameðferðar eða annarra inngripa, aukinnar heilbrigðisþjónustu og inn lagnar á sjúkrahús.
Type 1
Fróðleikur
Type 2
Type 3
Type 4
Type 5
Pylsulaga, mjúkur og sléttur Pylsulaga, mjúkur og sléttur
– Trefjaskortur Trefjaskortur
Type 6
Type 7
Mynd 1. Bristol hægðaskema
Algjörlega fljótandi Algjörlega fljótandi
Almenn einkenni hægðatregðu eru harðar hægðir, erfiðleikar við hægðalosun og lengdur tími milli hægðalosunar. Það getur verið einstaklings bundið hversu oft hægðalosun á sér stað en miðað er við að það líði ekki meira en þrír dagar á milli þeirra.3 Ástæða hægðatregðu og það hversu fljótt einkenni koma fram getur verið tengt aldri, lífsstíl (til dæmis fæðuval, vökvainntaka og hreyfing), undirliggjandi sjúkdómum og notkun lyfja. Þröskuldurinn er oft lægri hjá öldruðum, sérstaklega ef hreyfing er í lágmarki og inntaka fæðu er ekki fjölbreytt eða takmörkuð.1 Meðferð við hægðatregðu felur í sér almennar ráðleggingar varðandi breytingar á lífsstíl, skynsamlegt lyfjaval og notkun hægðalosandi lyfja. Oft er hægt að leysa úr málum heima en leita skal læknis ef almenn ráð hafa ekki skilað árangri, einkenni vara í meira en tvær vikur, kviðverkir eru slæmir eða blóð er í hægðum. Mikilvægt er að greina undirliggjandi orsök hægða tregðu, sérstaklega ef almenn ráð og hefð bundin meðferð með hægðalosandi lyfjum skila ekki árangri.4-6 Strax við ávísun lyfs með hægðatregðu sem þekkta aukaverkun er skynsamlegt að huga að fyrirbyggjandi aðgerðum. Ef lyf veldur munnþurrki eða þvagtregðu er líklegt að sama lyf geti einnig valdið hægðatregðu. Almennt séð geta eftirfarandi lyf valdið hægðatregðu og er lyfjalistinn alls ekki tæmandi (sjá Töflu I).6-8 Algengi og tíðni hægðatregðu getur þó verið mjög mismunandi eftir lyfjum og lyfjaflokkum.9 Áður en meðferð með hægðalosandi lyfjum er hafin er mikilvægt að fara yfir lífsstíl og koma með tillögur að viðeigandi breytingum eftir þörfum. Þá er lykilatriði að taka nákvæma lyfjasögu. Ef lyf er talið orsaka hægðatregðu er nauðsynlegt að yfirfara lyf* sjúklings og endurmeta hvert lyf fyrir sig
*Lyf samkvæmt ávísun læknis (lyfseðill), lyf keypt án lyfseðils, náttúrulyf, náttúruvörur, vítamín og fæðubótarefni.