Læknaneminn 2014 (fagaðilar)

Page 46

Svefnlyf

Kovar-skömmtun

„Hjúkrunarfræðingur á 14EG pípir í þig kl. 1 að nóttu. Hún spyr hvort Helgi á stofu 9 megi fá svefnlyf.“

„Hjúkrunarfræðingur á A6 pípir í þig kl. 17. Það á eftir að skammta kovar fyrir Nönnu á stofu 10.“

Spurningar fyrir hjúkrunarfræðing í símanum:

Spurningar fyrir hjúkrunarfræðing í símanum:

Hver er aldur sjúklings og innlagnarástæða? Tekur sjúklingurinn reglulega svefnlyf? Bað sjúklingur sjálfur um svefnlyf?

Af hverju er sjúklingur á kovar? Seinasta INR? Á hvaða skömmtun er sjúklingur vanur að vera?

Fyrirmæli í gegnum síma:

Fyrirmæli í gegnum síma:

Ef sjúklingur hefur áður verið á svefnlyfjum ætti að vera í lagi að gefa fyrirmæli um svefnlyfjagjöf í gegnum síma.

Þetta vandamál er oftast hægt að leysa í gegnum síma.

Við komu á deild: Svefnlyfjanotkun hjá inniliggjandi sjúklingum er mjög algeng. Margar ástæður eru fyrir því að sjúklingar geti ekki sofið; hávaði, nýtt umhverfi, sofa á daginn, verkir, áfengisfráhvörf, áhyggjur o.fl. Ef sjúklingur hefur ekki áður fengið svefnlyf er nauðsynlegt að ræða við hann áður en fyrirmæli um lyfjagjöf eru gefin. Hugsa þarf út í aðrar ástæður fyrir svefnleysi eins og óráð og verki. Fyrir sjúklinga sem hafa ekki fengið svefnlyf áður er Imovane 3,75 mg hæfilegur byrjunarskammtur.

46

Við komu á deild: Ágæt þumalputtaregla fyrir skömmtun á kovari er að reikna út heildar-vikuskammt og áætla þannig næsta skammt út frá eftirfarandi INR-gildum: INR < 1,5; auking um 15% á viku INR 1,5 -2; auking um 10% á viku INR 2 – 3; engin breyting INR 3 – 4; bíða með einn skammt; minnka um 10% á viku INR 5 – 9: hætta með kovar þangað til INR er 2-3; minnka fyrri skammta um 15% á viku Ef ekki er til nýlegt INR er oftast hægt að notast við þann skammt sem sjúklingur er vanur að taka og endurtaka INR-mælingu morguninn eftir. Á dagvinnutíma er hægt að fá aðstoð við skömmtun hjá segavörnum í síma 5005.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Læknaneminn 2014 (fagaðilar) by Félag Læknanema - Issuu